22. jún. 2012 - 16:23

Með 10.7 milljarða í laun á 12 mánuðum

Tímaritið Forbes birti á dögunum lista yfir tekjuhæstu íþróttamenn síðustu 12 mánaða.

Hnefaleika kappinn Floyd Mayweather ætti að eiga fyrir salt í grautinn en hann er lang efstur með 10.7 milljarða króna í tekjur. Tiger Woods fellur í fyrsta sinn úr efsta sæti síðan 2001, en hann þarf þó ekki að kvarta enda með um 7.5 milljarða í tekjur.

David Beckham er að finna þarna en hann situr í 8 sæti með rétt rúmlega 6 milljarða í tekjur rétt á undan Ronaldo en aðeins tveir knattspyrnumenn eru á topp tíu listanum.

Topp tíu:

1. Floyd Mayweather,hnefaleikar - 10,7 milljarðar króna
2. Manny Pacquiao, hnefaleikar - 7,8 milljarðar
3. Tiger Woods, golf - 7,5 milljarðar
4. Lebron James, körfubolti - 6,7 milljarðar
5. Roger Federer, tennis - 6,6 milljarðar
6. Kobe Bryant, körfubolti - 6,5 milljarðar
7. Phil Mickelson, golf - 6 milljarðar
8. David Beckham, knattspyrna - 5,8 milljarðar
9. Cristiano Ronaldo, knattspyrna - 5,3 milljarðar
10. Peyton Manning, amerískur fótbolti - 5,3 milljarðar


Floyd Mayweather ætti að eiga fyrir bol á þessum launum.22.maí 2015 - 15:00

Lélegasta landslið Englendinga frá upphafi?

Roy Hodgson, þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, hefur vakið athygli fyrir valið á leikmannahópnum fyrir leikina gegn Írlandi og Slóveníu sem fram fara í næsta mánuði. Fyrri leikurinn er vináttuleikur en sá síðari er í undankeppni EM.
22.maí 2015 - 11:31

Blíðviðri á fyrsta keppnisdegi Íslandsbankamótaraðarinnar 2015

Fyrsta höggið á Íslandsbankamótaröð unglinga á þessu keppnistímabili var slegið kl. 9.00 í morgun á Garðavelli á Akranesi. Rúmlega 100 kylfingar keppa á mótinu en þrír aldursflokkar eru hjá báðum kynjum.
22.maí 2015 - 09:11

Smáþjóðaleikarnir í Reykjavík í óvissu vegna kjaraviðræðna

Mikil óvissa ríkir um framkvæmd Smáþjóðaleikanna sem haldnir verða í Reykjavík 1.–6. júní. Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ segir í viðtali við Fréttablaðið í dag að staðan á kjaraviðræðum hér á landi gæti sett leikana í uppnám. Hún bendir á að ef starfsfólk í flugafgreiðslu nái ekki að semja fyrir 31. maí komi gestir leikanna ekki til landsins. Verkfall þeirra er boðað ótímabundið frá 6. júní.
21.maí 2015 - 09:00

PSG greiðir hæstu launin – knattspyrnulið áberandi á topp 10 listanum

Franska meistaraliðið Paris St-Germain greiðir hæstu laun allra atvinnuliða í heiminum samkvæmt úttekt Sporting Intelligence. Í hverri viku fá leikmenn aðalliðs PSG 21,2 milljónir kr. að meðaltali í laun en vissulega fá „stærstu“ stjörnur liðsins mun hærri laun í hverri viku. PSG velti Manchester City á Englandi úr efsta sætinu á þessum lista og Real Madrid frá Spáni er í öðru sæti en Man City er í þriðja sæti.
21.maí 2015 - 00:02

Stefnum á sigur á Smáþjóðaleikunum – einn nýliði í landsliðshópnum hjá Úlfari

Golf verður í fyrsta sinn á keppnisdagskrá Smáþjóðaleikanna en leikarnir fara fram í 16. sinn í Reykjavík dagana 1.– 6. júní. Leikið verður á Korpúlfsstaðavelli og verður keppt í liða – og einstaklingskeppni. Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari Golfsambands Íslands, tilkynnti í gær hvaða kylfingar hafa verið valdi í liðið á Smáþjóðaleikunum. Einn nýliði er í liðinu en það er Karen Guðnadóttir úr Golfklúbbi Suðurnesja en hún stóð uppi sem stigameistari á Eimskipsmótaröðinni á síðasta ári.
21.maí 2015 - 00:01

Gísla og Sunnu spáð stigameistaratitlunum á Eimskipsmótaröðinni

Fyrsta mót keppnistímabilsins á Eimskipsmótaröðinni í golfi fer fram fram um helgina á Hólmsvelli í Leiru hjá Golfklúbbi Suðurnesja. Alls verða mótin sex á Eimskipsmótaröðinni og samkvæmt spá sérfræðinga verða þau Gísli Sveinbergsson úr Keili og Sunna Víðisdóttir úr GR stigameistarar í lok tímabilsins.
20.maí 2015 - 17:15

Fyrsta mót ársins á Hvaleyrarvelli

Hvaleyrarvöllur er hægt og rólega að komast í sitt besta stand. Næstkomandi laugardag verður haldið fyrsta opna mót ársins, Opna Icelandair Golfers-mótið,
á Hvaleyrarvelli. Völlurinn er að komast í sitt besta ástand og Bjarni vallarstjóri farinn að lækka slátturvélarnar. Verðlaunin eru glæsileg að vanda en í ár verða sömu verðlaun allt niður í fimmta sæti, bæði í punktakeppninni og sem besta skor.
20.maí 2015 - 10:45

Louis van Gaal ætlar að hreinsa til hjá Man Utd í sumar

Louis van Gaal knattspyrnustjóri Manchester United vakti athygli fyrir skemmtilega ræðu á lokahófi enska liðsins sem fram fór í gær. Þar þakkaði hann stuðningsmönnum félagsins, leikmönnum og starfsfólki fyrir stuðninginn á leiktíðinni og þá sérstaklega í upphafi tímabilsins þegar gengi liðsins var ekki sem best.
20.maí 2015 - 09:35

Fréttamaður BBC handtekinn í Katar - ætlaði að fjalla um aðbúnað verkamanna

Slæmar aðstæður verkamanna sem vinna að uppbyggingu mannvirkja fyrir heimsmeistaramótið í knattspyrnu sem fram fer í Katar árið 2022 hafa verið mikið í fréttum undanfarin misseri. Fjölda dauðsfalla má rekja til slæms aðbúnaðar þeirra og hafa skipuleggjendur HM í Katar reynt að koma í veg fyrir að fjölmiðlar fái aðgang að þeim svæðum sem þykja umdeild.
19.maí 2015 - 00:02

Glæsileg tilþrif í íþróttamyndasyrpu vikunnar frá Getty

Það var að venju mikið um að vera í íþróttalífinu á heimsvísu í síðustu viku. Ljósmyndarar Getty voru á mörgum viðburðum og hafa þeir tekið saman þær myndir sem stóðu upp úr að þeirra mati. Hér má sjá afraksturinn og að venju er íþróttaflóran fjölbreytt.
19.maí 2015 - 00:01

Vandamálin hrannast upp í Brasilíu - 1.200 leikmenn seldir árlega

Ekkert land í heiminum hefur fagnað heimsmeistaratitlinum í knattspyrnu karla oftar en Brasilía. Aðeins Brasilía hefur tekið þátt í öllum lokakeppni HM frá upphafi. Þrátt fyrir alla þessa sögu þá ríkir neyðarástand í knattspyrnuveröldinni í Brasilíu, rúmlega 1200 leikmenn eru seldir á hverju ári frá brasilískum liðum, en þrátt fyrir það eru flest lið í fjárhagslegum erfiðleikum.
18.maí 2015 - 00:02 Sigurður Elvar

Kristín og Björgvin leikmenn ársins í Olís-deildinni í handknattleik

Kristín Guðmundsdóttir úr Val og ÍR-ingurinn Björgvin Þór Hólmgeirsson voru valin bestu leikmenn Olís-deilda karla og kvenna á lokahófi HSÍ sem fram fór um helgina. Efnilegustu leikmenn deildanna eru Egill Magnússon úr Stjörnunni og Lovísa Thompson úr Gróttu. Frá þessu er greint á vef HSÍ.
18.maí 2015 - 00:01

Barcelona meistari í 23. sinn – Messi með mun fleiri titla en Ronaldo

Lionel Messi tryggði Barcelona 1-0 sigur í gær gegn Atletico Madrid í spænsku knattspyrnunni – og þar með var það ljóst að Barcelona var búið að tryggja 23. meistaratitilinn í sögu félagsins. Atletico Madrid hafði titil að verja en Real Madrid er fjórum stigum á eftir Barcelona þegar ein umferð er eftir af deildarkeppninni.
17.maí 2015 - 17:08 Sigurður Elvar

Myndasyrpa frá kveðjuleik Steven Gerrard á Anfield

Steven Gerrard lék sinn síðasta deildarleik á heimavelli með Liverpool um helgina eftir 17 ár í röðum félagsins. Fyrirliðinn fékk gríðarlega góðar kveðjur frá stuðningsmönnum liðsins á Anfield en hann fer frá liðinu eftir tímabilið og mun leika með LA Galaxy í bandarísku MLS deildinni á næstu árum.
17.maí 2015 - 16:56

Guðmundur Ágúst keppir um stóra titilinn í háskólagolfinu

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, tryggði sér sæti á lokamóti NCAA háskólamótaraðarinnar,  með því að enda í sjötta sæti á San Diego Regional meistaramótinu sem lauk í gær. Guðmundur Ágúst er fyrsti kylfingurinn úr röðum ETSU háskólaliðsins sem kemst í úrslitakeppni NCAA frá árinu 2010 – en ETSU liðið komst ekki í úrslitakeppnina.
15.maí 2015 - 19:00

Benedikt 10 ára er snjóbrettasnillingur: Kominn á samning hjá bandarísku fyrirtæki og stefnir á toppinn

„Ég hef verið duglegur að æfa mig og set markmiðin alltaf hátt, ég stefni alltaf að því að vera bestur,“ segir Benedikt Friðbjörnsson tíu ára snjóbrettakappi frá Akureyri sem er nú kominn á samning hjá DC Shoes, bandarísku fyrirtæki sem sérhæfir sig í gerð vara sem tengjast hjólabretta- og snjóbrettaiðkun. Þetta er ekki fyrsti samningurinn sem Benedikt skrifar undir en hann hefur verið ötull í íþróttinni frá fimm ára aldri.
14.maí 2015 - 00:01

Myndasyrpa: Stórkostleg tilþrif á BMX stórmóti

Stórmót í BMX hjólreiðum fór fram nýverið í Arnheim í Hollandi. Eins og sjá má í myndasyrpunni hér fyrir neðan voru tilþrifin glæsileg hjá keppendum. Myndirnar segja allt sem segja þarf um þessa íþrótt sem fer vaxandi.
13.maí 2015 - 00:01

Hvað segja sérfræðingarnir um leik Real Madrid gegn Juventus?

Real Madrid hefur titil að verja í Meistaradeild Evrópu en meistararnir eru í slæmri stöðu eftir 2-1 tap gegn Juventus í fyrri leiknum í undaúrslitum keppninnar. Síðari leikurinn fer fram í kvöld á Spáni. Pressan.is fékk nokkra vel valda sérfræðinga til þess að spá í spilin fyrir leikinn sem hefst kl. 18.45 í kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 sport.
12.maí 2015 - 00:01

Hvað segja sérfræðingarnir um leik Bayern München gegn Barcelona?

Bayern München frá Þýskalandi og Real Madrid frá Spáni eigast við í síðari leiknum í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Bayern München er í slæmri stöðu eftir 3-0 tap á útivelli í fyrri leiknum. Pressan.is fékk nokkra vel valda sérfræðinga til þess að spá í spilin fyrir leikinn sem hefst kl. 18.45 í kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 sport.
11.maí 2015 - 16:00

Hvað er að hjá Gareth Bale? – harðlega gagnrýndur á Spáni og Englandi

Gareth Bale hefur verið langt frá sínu besta að undanförnu hjá Real Madrid. Landsliðsmaðurinn frá Wales, sem var keyptur fyrir metfé frá Tottenham á Englandi, virðist áhuga – og kraftlaus. Í fyrri undanúrslitaleiknum í Meistaradeildinni gegn Juventus náði Bale ekki skoti að marki en Real Madrid tapaði 2-1.
11.maí 2015 - 00:02

Allt í steik á Spáni – sjónvarpssamningur setur deildarkeppnina í uppnám

Það ríkir upplausnarástand í spænsku knattspyrnunni þessa dagana. Spænska knattspyrnusambandið hefur boðað vinnustöðvun eða verkfall vegna deilu við ríkið vegna skiptingu á sjónvarpstekjum. Knattspyrnusambandið hefur gefið það að út að ekkert verði af lokaumferðum deildarkeppninnar. Keppnin um meistaratitilinn stendur á milli Barcelona og Real Madrid. Þar hefur Barcelona yfirhöndina.
11.maí 2015 - 00:01

Tekur Guardiola við Manchester City? – Bayern München heldur áfram að tapa

Það hefur ekkert gengið upp hjá meistaraliði Bayern München frá því að liðið tryggði sér þýska meistaratitilinn. Liðið féll úr keppni í undanúrslitum þýska bikarsins, og er nánast úr leik í undanúrslitum Meistaradeildarinnar eftir 3-0 tap á útivelli gegn spænska liðinu Barcelona. Liðin mætast á þriðjudaginn í síðari leiknum í München. Liðið tapaði á ný í þýsku deildinni um helgina, 1-0, gegn Augsburg.
10.maí 2015 - 08:40

Ronaldo gefur einn milljarð kr. til neyðaraðstoðar í Nepal

Cristiano Ronaldo, stórstjarna Real Madrid í spænsku knattspyrnunni, hefur í gegnum tíðina komið að ýmsum góðgerðamálum og veitt fjárhagslegan stuðning með ýmsum hætti. Portúgalski landsliðsmaðurinn hefur ákveðið að styrkja neyðarstarfið í Nepal með einum milljarði kr. eða sem nemur 5 milljónum punda.
10.maí 2015 - 00:01

Erlendum leikmönnum ekki fjölgað í körfunni - stjórn KKÍ endurkjörinn

Hannes S. Jónsson var endurkjörinn formaður KKÍ til næstu tveggja ára en hann var sjálfkjörinn á ársþingi Körfuknattleikssambands Íslands sem lauk í gær.  Allir sitjandi stjórnarmenn KKÍ gáfu kost á sér og þar sem engin fleiri framboð komu var sjálfkjörið í stjórnina. Á þinginu var samþykkt að gera engar breytingar hvað varðar reglur um fjölda erlendra leikmanna. 4+1 reglan verður áfram í gildi en aðeins einn erlendur leikmaður má vera inni á vellinum hjá hverju liði á sama tíma.
09.maí 2015 - 14:00 Ágúst Borgþór Sverrisson

Maggi Lú: Stjarnan of sterk fyrir Eyjamenn en Keflavík kemur á óvart gegn FH

Á sunnudag og mánudag verður 2. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu. Magnús Már Lúðvíksson  - Maggi Lú - aðstoðarþjálfari og leikmaður FRAM spáir í spilin með Pressunni. Maggi er uppalinn KR-ingur og þekktastur fyrir glæsilegan feril sinn hjá KR þar sem hann varð Íslands- og bikarmeistari árið 2011.
09.maí 2015 - 00:02

Hildur og Pavel leikmenn ársins í Dominosdeildunum í körfuknattleik

Uppskeruhátíð KKÍ fyrir veturinn 2014-15 fór fram í gær. Í ár var breytt út af hefðinni og í stað lokahófs að kvöldi til var boðað til hádegisverðar. Við þetta tækifæri var ákveðið að verðlauna þá einstaklings sem skarað hafa fram úr í 1. deild karla og kvenna.
09.maí 2015 - 00:01

Ólafía Þórunn efst fyrir lokahringinn á sterku atvinnumóti í Sviss - Valdís á meðal 10 efstu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR er efst fyrir lokahringinn á ASGI meistaramótinu sem fram fer í  Sviss. Íslandsmeistarinn lék á 66 höggum í gær eða -6 og er hún samtals á -8. Valdís Þóra Jónsdóttir úr GL er einnig á meðal þeirra efstu á mótinu en hún er á -1 samtals og er í 10.–16. sæti.
08.maí 2015 - 16:55

Ólafur Rafnsson sæmdur Heiðurskrossi KKÍ

Á Körfuknattleikþinginu 2015 sem stendur yfir í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal  var Ólafur Rafnsson, fyrrverandi formaður KKÍ, sæmdur Heiðurskrossi KKÍ. Ólafur lést um aldur fram árið 2013 aðeins fimmtugur að aldri. Ólafur var forseti FIBA Europe er hann lést ásamt því að vera forseti ÍSÍ.
08.maí 2015 - 11:00

Úrval bestu íþróttamynda vikunnar frá Getty

Ljósmyndararnir frá Getty voru að venju á mörgum íþróttaviðburðum í síðustu viku. Hér fyrir neðan má sjá brot af því besta og að venju er fjölbreytt úrval af íþróttum. Þar má nefna krikket, dýfingar, knattspyrna, golf, akstursíþróttir, hjólreiðar, ruðningur, hestaíþróttir, íshokkí svo eitthvað sé nefnt.
07.maí 2015 - 13:15

Veistu hvernig staðan er í finnska fótboltanum? - hún er ótrúleg!

Það eru eflaust ekki margir sem eru að fylgjast með gangi mála og stöðunni í finnsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Staðan í deildinni er einstök þegar liðin hafa leikið þrjá til fimm leiki. Sú skemmtilega staða er komin upp að liðin tólf eru með frá 0 og upp í 11 stig í deildinni. Myndin segir allt sem segja þarf.
07.maí 2015 - 08:25

Birgir Leifur byrjaði vel og er annar eftir fyrsta hringinn – Ólafur lék á +2

Birgir Leifur Hafþórsson, Íslandsmeistari í golfi 2014, lék vel á fyrsta keppnisdeginum á NorthSide Charity Challenge sem fram fer á Lyngbygaard golfvellinum í Danmörku. Birgir Leifur, sem er úr GKG, lék á 68 höggum eða -4 og er var hann í öðru sæti ásamt fjórum öðrum kylfingum. Erik Tage Johansen frá Noregi er efstur á -5.
06.maí 2015 - 21:34

Messi með snilldartakta í 3-0 sigri Barcelona gegn Bayern München

Barcelona, með Lionel Messi fremstan í flokki, er með góða stöðu gegn Bayern München í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Spænska liðið skoraði fyrsta markið gegn þýsku meisturunum á 77. mínútu og þar var Messi að verki. Argentínumaðurinn bætti við öðru marki þremur mínútum síðar þegar hann dró öll trompin upp úr erminni og spólaði sig í gegnum vörn Bayern München. Brasilíumaðurinn Neymar skoraði þriðja markið undir lok leiksins.
06.maí 2015 - 12:22

Manny Pacquiao leyndi meiðslum og gæti átt yfir höfði sér fangelsisvist

Hnefaleikakappinn Manny Pacquiao frá Filipseyjum fékk um 17 milljarða kr. fyrir bardagann sem hann tapaði gegn Bandaríkjamanninum Floyd Mayweather í Las Vegas um síðustu helgi. Pacquiao greindi frá því eftir bardagann að hann hafi ekki fengið leyfi frá keppnisstjórninni að sprauta bólgueyðandi lyfjum í vinstri öxlina fyrir bardagann þar sem hann hafi veirð meiddur á öxl.
06.maí 2015 - 10:00

Tiger Woods og Lindsay Vonn hætt saman - svefnlausar nætur hjá bandaríska kylfingnum

Það er óhætt að segja að það gangi mikið á hjá bandaríska kylfingnum Tiger Woods. Hann hefur hrapað eins og steinn niður heimslistann og verið langt frá sínu besta á undanförnum mánuðum og einkalíf hans er helsta fréttaefnið þessa dagana. Woods og bandaríska skíðakonan Lindsay Vonn, hafa verið í sambandi undanfarin tvö ár en s.l. sunnudag greindu þau frá því að sambandi þeirra væri lokið.
05.maí 2015 - 20:30

Þetta er sannkallaður íþróttaandi: Fallegri verða augnablikin varla á knattspyrnuvellinum

Knattspyrna er elskuð og hötuð af ýmsum orsökum. Sumum finnst gaman að sjá grófar tæklingar, glæsilegt spil og mörk og aðrir gleðjast yfir velgengni síns liðs og óförum annarra liða. En það sem gerðist á föstudaginn í knattspyrnuleik í Danmörku er alveg einstakt og ber vitni um sannan íþróttaanda og ættu viðkomandi að koma til greina þegar háttvísisverðlaunum verður úthlutað.
05.maí 2015 - 16:30

Íslenskar konur hlaupa hraðar en breskir karlar

Íslenskar konur sem taka þátt í maraþonhlaupum eru með besta meðaltíma í heiminum og hlaupa hraðar en breskir karlkyns langhlauparar. Íslenskar konur sem keppa í maraþoni ljúka hlaupinu að meðaltali á tímanum 4 klst. og 18 mínútun en tími bresku karlanna er fjórum mínútum lakari.
04.maí 2015 - 15:51

Stórkostleg samantekt úr NBA deildinni – línurnar farnar að skýrast

Línurnar eru farnar að skýrast í NBA deildinni í körfuknattleik í Bandaríkjunum en 1. umferð er lokið í úrslitakeppninni. Það var boðið upp á stórkostlega spennu í viðureign ríkjandi meistaraliðs San Antonio Spurs og LA Clippers í Vesturdeildinni – en þar hafði Clippers betur í oddaleik þar sem að sigurkarfan var skoruð á síðustu sekúndunni.
03.maí 2015 - 20:52

Frábær lokakafli tryggði dýrmætt stig í Serbíu - Ísland er með örlögin í eigin hendi fyrir EM 2016

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik náði með ótrúlegum hætti að jafna metin gegn Serbíu í dag þegar liðin áttust við í fjórum umferð undankeppni Evrópumótsins 2016. Íslenska liðið skoraði þrjú mörk þegar mest á reyndi á síðustu tveimur mínútunum þegar liðið var þremur mörkum undir. Íslenska liðið fékk tækifæri til þess að stela sigrinum en síðasta sókn liðsins rann út í sandinn og 25-25 jafntefli var staðreynd.
03.maí 2015 - 20:26

Chelsea fagnaði fimmta Englands-meistaratitlinum – sá þriðji undir stjórn Mourinho

Chelsea fagnaði enska meistaratitlinum í knattspyrnu í dag með 1-0 sigri á heimavelli gegn Crystal Palace. Með sigrinum í dag er Chelsea með 83 stig og helstu keppinautar liðsins geta aðeins náð 82 stigum í síðustu fimm umferðunum.
03.maí 2015 - 13:30

Bubbi Morthens semur og syngur nýja FH-lagið: Skiptar skoðanir meðal KR-inga

Bubbi Morthens mætti nýlega á samkomu meðal FH-inga og flutti fyrir þá glænýtt stuðningsmannalag. Var Bubbi klæddur FH-treyju og með gítar. Málið hefur vakið mikla athygli því Bubbi er yfirlýstur KR-ingur og gaf KR-ingum á sínum tíma hið fræga lag, Við erum KR.
03.maí 2015 - 09:19

Mayweather fékk 26 milljarða kr. fyrir sigurinn – Pacquiao fékk 17 milljarða kr.

Floyd Mayweather sigraði í hnefaleikabardaga „aldarinnar” gegn Manny Pacquiao sem fram fór í nótt. Bardaginn er sá stærsti í sögunni hvað varðar það fjármagn sem keppendur fengu í sinn hlut en bardaginn þótti tilþrifalítill þar sem Pacquiao varðist vel frá upphafi. Mayweather sigraði á stigum en dómaraúrskurðurinn var ekki óumdeildur eins og alltaf.
02.maí 2015 - 10:47

Góður árangur hjá íslenskum atvinnukylfingum á mótum í Evrópu

Fjórir íslenskir atvinnukylfingar náðu góðum árangri á mótum í Evrópu um helgina. Tvær konur og tveir karlar.
02.maí 2015 - 10:36

Kastar Mourinho verðlaunapeningnum upp í stúku? – Chelsea getur landað titlinum á sunnudag

Chelsea getur tryggt sér enska meistaratitilinn með sigri gegn Crystal Palace á heimavelli sínum Stamford Bridge í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Þar  með væru úrslitin ráðin í baráttunni um meistaratitilinn þrátt fyrir að þrjár umferðir væru eftir af deildarkeppninni.
30.apr. 2015 - 12:21

Golfhátíð Kringlunnar og GSÍ - spennandi keppni og glæsilegir vinningar

Golfdagar í Kringlunni, í samstarfi við GSÍ, hafa hlotið frábærar viðtökur golfunnenda á öllum aldri og eru nú haldnir í þriðja sinn. Á golfdögum, sem standa í ár frá 30. apríl – 3.maí, bjóða valdar verslanir upp á góð golftengd tilboð en hápunktur golfdaga er golfhátíð laugardaginn 2.maí.
30.apr. 2015 - 08:02

KR þarf einn titil til viðbótar til þess að jafna við met ÍR-inga

KR fagnaði sínum 14. Íslandsmeistaratitli í gær í körfuknattleik karla þegar liðið sigraði Tindastól frá Sauðárkróki í úrslitum 3–1 samanlagt. KR er næst sigursælasta félagið þegar kemur að fjölda Íslandsmeistaratitla en ÍR er með þá flesta eða alls 15. ÍR varð síðast Íslandsmeistari tímabilið 1976-1977 og það eru því liðin 38 ár frá síðasta titli ÍR.
29.apr. 2015 - 22:41

KR fagnaði 14. Íslandsmeistaratitlinum í Síkinu á Sauðárkróki

KR-ing­ar fögnuðu sigri á Íslandsmótinu í körfuknattleik karla, Dominosdeildinni, í kvöld eftir æsipennandi einvígi gegn liði Tindastóls frá Sauðárkróki. Þetta er 14. Íslandsmeistaratitill KR og annað árið í röð sem félagið fagnar þessum stóra titli.
29.apr. 2015 - 22:18

Ísland skrefi nær EM í Póllandi eftir 16 marka stórsigur gegn Serbíu – Guðjón Valur fór á kostum

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik lagaði stöðu sína verulega í undankeppni Evrópumótsins í kvöld með 16 marka sigri gegn Serbíu. Lokatölurnar, 38–22, komu verulega á óvart en Serbar voru fyrir leikinn efstir í riðlinum með 4 stig. Ísland er með stig eftir þrjár umferðir en liðin eigast við á sunnudaginn í Serbíu þegar fjórða umferðin fer fram. Tvö efstu liðin úr riðlinum komast í lokakeppnina í Póllandi sem fram fer í janúar árið 2016.
29.apr. 2015 - 10:00

„Það verða að koma tvö stig í hús” - mikilvægt að ná sigri gegn Serbíu í kvöld segir Guðjón Valur

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik mætir Serbíu í kvöld í Laugardalshöll í undankeppni Evrópukeppninnar. Lokakeppnin fer fram í Póllandi á næsta ári og eru Serbar efstir í þessum riðli með 4 stig en Ísland er með 2 sig líkt og Svartfjallaland. Ísrael er neðst án stiga. Það er að miklu að keppa í leiknum í kvöld þar sem að liðið sem sigrar í kvöld fer langt með að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni í Póllandi. Leikurinn hefst kl. 19.30 og verður hann sýndur í beinni útsendingu á RÚV.
29.apr. 2015 - 07:38

Næst besti árangur Þórðar Rafns á tímabilinu

Þórður Rafn Gissurarson endaði í 10.–12. sæti á Open Madaef atvinnumótinu sem fram fór í Marokkó. Þórður byrjaði gríðarlega vel á fyrsta keppnisdeginum þar sem hann var efstur á -4 þar sem hann lék á 68 höggum. Hann náði ekki að fylgja því eftir og lék næstu tvo hringi á 75 og 77 höggum.
28.apr. 2015 - 14:19

Umdeildur lokasprettur hjá sigurvegaranum í Víðavangshlaupi ÍR - stytti sér leið en braut ekki reglur

Mikil umræða hefur verið á samfélagsmiðlum um lokasprettinn í Víðavangshlaupi ÍR sem fram fór á Sumardaginn fyrsta. Arnar Pétursson, sem keppir fyrir ÍR, stytti sér leið á lokasprettinum eins og sjá má í myndbandinu.