22. jún. 2012 - 16:23

Með 10.7 milljarða í laun á 12 mánuðum

Tímaritið Forbes birti á dögunum lista yfir tekjuhæstu íþróttamenn síðustu 12 mánaða.

Hnefaleika kappinn Floyd Mayweather ætti að eiga fyrir salt í grautinn en hann er lang efstur með 10.7 milljarða króna í tekjur. Tiger Woods fellur í fyrsta sinn úr efsta sæti síðan 2001, en hann þarf þó ekki að kvarta enda með um 7.5 milljarða í tekjur.

David Beckham er að finna þarna en hann situr í 8 sæti með rétt rúmlega 6 milljarða í tekjur rétt á undan Ronaldo en aðeins tveir knattspyrnumenn eru á topp tíu listanum.

Topp tíu:

1. Floyd Mayweather,hnefaleikar - 10,7 milljarðar króna
2. Manny Pacquiao, hnefaleikar - 7,8 milljarðar
3. Tiger Woods, golf - 7,5 milljarðar
4. Lebron James, körfubolti - 6,7 milljarðar
5. Roger Federer, tennis - 6,6 milljarðar
6. Kobe Bryant, körfubolti - 6,5 milljarðar
7. Phil Mickelson, golf - 6 milljarðar
8. David Beckham, knattspyrna - 5,8 milljarðar
9. Cristiano Ronaldo, knattspyrna - 5,3 milljarðar
10. Peyton Manning, amerískur fótbolti - 5,3 milljarðar


Floyd Mayweather ætti að eiga fyrir bol á þessum launum.20.okt. 2014 - 11:05

Þröstur hljóp nakinn niður Laugaveginn: MYNDBAND

Þröstur Ingason er mikill stuðningsmaður Breiðabliks. Sagði Þröstur að hann myndi hlaupa nakinn niður Laugaveginn ef að Breiðablik myndi enda neðar en Valur í Pepsí-deildinni í sumar. Breiðablik endaði í sjöunda sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir liði Vals. Frá þessu er greint á Fótbolti.net.
20.okt. 2014 - 10:30 Sigurður Elvar

Sjö einstaklingar ákærðir í Noregi fyrir að hagræða úrslitum í fótbolta

Sjö einstaklingar eru ákærðir í Noregi vegna gruns um að þeir hafi hagrætt úrslitum í tveimur knattspyrnuleikjum þar í landi árið 2012. Fimm þeirra tóku þátt í leiknum sem leikmenn tveir til viðbótar eru grunaðir um að hafa tekið þátt með öðrum hætti. Ríkissaksóknari, Astrid Lykkjen, segir í samtali við norska Dagbladet að ákært sé fyrir grófa spillingu og peningaupphæðirnar sem um ræðir eru háar.
20.okt. 2014 - 08:34 Sigurður Elvar

20 kílóum of þungur og nennir ekki að æfa

Adel Taarabt var ekki í leikmannahóp QPR í gær í ensku úrvalsdeildinni í ótrúlegum 3-2 tapleik liðsins gegn Liverpool. Hann var samt sem áður einn af hápunktunum á fréttamannafundi hjá knattspyrnustjóra QPR – Harry Redknapp eftir leikinn.
18.okt. 2014 - 17:37 Sigurður Elvar

Svíar fögnuðu Evrópumeistaratitlinum í hópfimleikum kvenna – silfrið til Íslands

Svíar fögnuðu sigri á Evrópumeistaramótinu í kvennaflokki í hópfimleikum eftir harða keppni gegn íslenska liðinu sem hafði titil að verja. Munurinn var aðeins tæpt stig á liðunum þegar uppi var staðið en keppnin fór fram í Laugardalshöllinni og var umgjörð mótsins frábær. Svíar fengu 60,150 stig og Ísland 59,166 stig en danska liðið varð í þriðja sæti.
17.okt. 2014 - 13:48 Sigurður Elvar

Myndband: Handboltakona æfði „sirkusatriði“ til að halda sér við efnið á meðan hún var meidd

Thea Mørk hefur vakið athygli á vefsíðum víðsvegar um heim að undanförnu fyrir tækni og færni sína með bolta. Mørk leikur með norska liðinu Larvik í heimalandinu en er hægri hornamaður og tvíburasystir hennar Nora Mørk er í norska landsliðinu.
16.okt. 2014 - 12:00

Íslendingar eru opinberlega með besta knattspyrnulandslið Norðurlanda

Á styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA sem verður birtur 23. október munu Íslendingar í fyrsta sinn vera ofar á listanum en Danir, Svíar og Norðmenn. Þetta þýðir auðvitað að Íslendingar geta með stolti sagt að þeir eigi besta knattspyrnulandslið Norðurlandanna.
16.okt. 2014 - 10:59 Sigurður Elvar

Myndband: Stuðningsmenn með gott skopskyn – leiðbeindu sínum mönnum að markinu

Íslenskir handboltamenn hafa á undanförnum gert góða hluti með þýska handboltaliðinu Magdeburg en minna hefur farið fyrir knattspyrnuliði bæjarins sem leikur í fjórðu efstu deild þar í landi. Stuðningsmenn FC Magdeburg eru spaugsamir og hafa gaman af lífinu ef marka má viðbrögð þeirra við vandamálum félagsins.
16.okt. 2014 - 10:41 Sigurður Elvar

Messi er öðlingur – gaf eiginhandaráritun úti á miðjum velli áður en öryggisverðir gripu í taumana

Lionel Messi er mikill öðlingur ef marka má viðbrögð hans í vináttulandsleik Argentínu gegn Hong Kong á þriðjudaginn. Argentínumenn sigruð 7-0 en áhorfendur studdu vel við bakið á gestunum enda ekki á hverjum degi sem stórstjörnurnar mæta til leiks á þessum slóðum. Lionel Messi kom inná sem varamaður þegar 30 mínútur voru eftir af leiknum – hann afrekaði samt sem áður að skora tvö mörk og gefa eina eiginhandaráritun á þeim tíma.
15.okt. 2014 - 23:40 Sigurður Elvar

Magnað myndskeið: Svona fagnaði íslenska landsliðið eftir 2-0 sigurinn gegn Hollandi

Það vita nánast allir Íslendingar hvar þeir voru staddir þegar íslenska karlalandsliðið lagði Hollendinga 2-0 á Laugardalsvelli í undankeppni EM 2016. Sigur íslenska liðsins er sögulegur – og án efa einn af hápunktunum í íslenskri íþróttasögu.
15.okt. 2014 - 09:00

Mikið drama í leik Serbíu og Albaníu í undankeppni EM: Íþróttir og stjórnmál fara ekki vel saman

Í gærkvöldi léku Serbía og Albanía í undankeppni EM í knattspyrnu og fór leikurinn fram í Serbíu. Leikur var flautaður af áður en fyrri hálfleik var lokið vegna slagsmála og óeirða. Knattspyrnusamband Evrópu (UEFA) hafði áður flokkað leikinn í hæsta áhættuflokk vegna þeirra illdeilna og haturs sem ríkir á milli Serba og Albana.

15.okt. 2014 - 08:39 Sigurður Elvar

Gylfi Þór í sama flokki og Fabregas og Messi – Blómstrar í hlutverki „tíunnar“ hjá Swansea

Gylfi Þór Sigurðsson er markahæstur ásamt fleiri leikmönnum í undankeppni EM karlalandsliða í knattspyrnu. Íslenski landsliðsmaðurinn hefur farið á kostum í leikjum íslenska landsliðsins og hann hefur einnig sýnt sínar bestu hliðar með Swansea í ensku úrvalsdeildinni. Fjölmargir erlendir miðlar hafa á síðustu dögum fjallað um ótrúlega snilli Gylfa Sigurðssonar.
14.okt. 2014 - 08:24 Sigurður Elvar

Norska undrabarnið Ødegaard bætti rúmlega þrjátíu ára gamalt Evrópu met „Sigga Jóns“

Norðmaðurinn Martin Ødegaard bætti met í gær sem hafði verið í eigu Sigurðar Jónssonar frá árinu 1983. Ødegaard kom inn á sem varamaður fyrir norska A-landsliðið í undankeppni EM gegn Búlgaríu á Ullevaal vellinum í Osló. Ødegaard er fæddur 17. desember árið 1998 og var því 15 ára og 300 daga gamall þegar hann lék sinn fyrsta A-landsleik í undankeppni EM.
14.okt. 2014 - 08:05

Lars Lagerbäck – Dáðasti og mest elskaði maðurinn á Íslandi

Sigrar í fyrstu þremur leikjunum í riðlakeppninni í undankeppni EM. Landsliðið efst í sínum með riðli með fullt hús stiga og markatöluna 8-0. Hver getur ekki glaðst yfir því? Landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck er það besta sem hefur komið fyrir íslenska knattspyrnu.  Ekki skrítið að vinsældir hans hafa náð nýjum hæðum. Lars Lagerbäck er dáðasti og mest elskaði maður Íslands.
14.okt. 2014 - 07:57 Sigurður Elvar

Myndband: Gylfi truflaði Einar við vinnu sína á RÚV - samstarfsmennirnir fögnuðu mikið

Það ríkti gríðarleg spenna á flestum heimilum og vinnstöðum landsins í gær þegar Ísland og Holland áttust við í undankeppni EM 2016 í knattspyrnu karla. Það sátu allir „límdir“ við tækin og fögnuðu hverju marki með stæl eins og Einar Þorsteinsson fréttamaður á RÚV varð var við í gær.
13.okt. 2014 - 22:58

Íslenska sjokkið! Mikil umfjöllun í heimspressunni um sögulegan sigur Íslands á Hollandi

Sigur Íslands á Hollandi í  undankeppni EM er nær undantekningarlaust efsta frétt í  umfjöllun  evrópskra netmiðla um knattspyrnu í kvöld. Sjá má íslenska landsliðið á forsíðu netmiðla þar sem Ísland er sjaldséð umfjöllunarefni.
13.okt. 2014 - 21:02 Sigurður Elvar

Magnaður 2-0 sigur Íslands gegn HM bronsliði Hollands – Gylfi með bæði mörkin og Ísland á toppnum með fullt hús stiga

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann einn stærsta sigur sinn frá upphafi í kvöld með 2-0 sigri gegn HM bronsliði Hollendinga á Laugardalsvelli. Tíu þúsund áhorfendu studdu vel við bakið á íslenska liðinu á ísköldu en fallegu haustkvöldi í Reykjavík þar sem Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands – það fyrra úr vítaspyrnu á 10. mínútu og það síðara með þrumuskoti á 42. mínútu. Ísland er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki, 9 stig, og liðið hefur ekki fengið á sig mark fram til þessa.
13.okt. 2014 - 12:38 Sigurður Elvar

Heimir verður áfram þjálfari FH – óvissa með framhaldið hjá Rúnari og „Gumma Ben“

Þjálfaramálin í efstu deild karla í knattspyrnu, Pepsi-deildinni, eru að skýrast. Heimir Guðjónsson mun skrifa undir tveggja ára samning við FH á morgun – en hann hefur verið þjálfari liðsins frá árinu 2007. Enn er óvissa hjá KR þar sem Rúnar Kristinsson þjálfari liðsins hefur verið orðaður við erlend lið og það er óvíst hvort Guðmundur Benediktsson verður áfram þjálfari Breiðabliks. ÍBV í Vestmannaeyjum á enn eftir að ráða eftirmann Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar en hjá öðrum liðum er búið að ganga frá þjálfaramálum fyrir næsta tímabil.
13.okt. 2014 - 09:00 Sigurður Elvar

Hvað segja sérfræðingarnir um möguleika Íslands gegn Hollendingum?

Íslenska karlalandsliðið mætir stórliði Hollands í kvöld á Laugardalsvelli í undankeppni Evrópumótsins. Ísland er í efsta sæti A-riðils ásamt Tékkum en þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem Ísland er með fullt hús stiga eftir tvo fyrstu leikina í undankeppni fyrir stórmót. Ísland hefur unnið Tyrki og Letta með sömu markatölu, 3-0, og sjálfstraustið er því mikið hjá íslenska liðinu fyrir viðureignina gegn Hollendingum. Pressan.is fékk nokkra vel valda sérfræðinga til þess að spá í spilin fyrir stórleikinn í kvöld og spurningarnar voru eftirfarandi:
12.okt. 2014 - 21:00

Hollendingar ekki sigurvissir: „Við höldum alltaf að við séum bestir. Svo gerist eitthvað sem sýnir að við erum það ekki“

Á morgun fer fram stórleikur á Laugardagsvelli þegar Íslendingar taka á móti Hollendingum í riðlakeppni fyrir EM 2016. Margir bíða með öndina í hálsinum eftir því hvernig leikar fara enda mikið í húfi fyrir bæði liðin. Ísland fer í leikinn með fullt hús stiga, samtals 6 stig en Holland með 3 stig.
11.okt. 2014 - 07:00

Gummi Ben fór á kostum í lýsingunni í úrslitaleik HM í Ólsen Ólsen – Jóhann heimsmeistari

Óopinbert heimsmeistaramót í Olsen Olsen fór fram í höfuðstöðvum hraðflutningafyritækisins DHL í Reykjavík á dögunum.  Þar áttust við Guðmundur Viðar Mete og Jóhann Jóhannsson. Það var mikil og flott umgjörð þegar úrslitaleikurinn fór fram og lýsti sjónvarpsmaðurinn Guðmundur Benediktsson leiknum af sinni allkunnu snilld.
10.okt. 2014 - 21:45 Sigurður Elvar

„Simmi Vill“ óskar eftir kraftmeiri „fögnum“ hjá íslenska landsliðinu – brot af því besta á Twitter

Sigmar Vilhjálmsson vill að Aron Einar og félagar hans fagni mörkunum af meiri ákefð. Landsmenn fylgdust grannt með íslenska karla landsliðinu í Riga í Lettlandi í kvöld þar sem Ísland sigraði 3-0.  Á samskiptavefnum Twitter var að venju margt skemmtilegt í gangi þar sem Íslendingar voru að tjá sig um gang mála í leiknum. Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson, eða bara Simmi Vill kenndur við Hamborgarfabrikkuna, vill að íslensku landsliðsmennirnir fari á námskeið í því að fagna mörkunum. Hér fyrir neðan má sjá brot af því sem fleygt var fram á Twitter um leikinn í kvöld.
10.okt. 2014 - 20:52 Sigurður Elvar

Besta byrjun Íslands í undankeppni fyrir stórmót – öruggur 3-0 sigur gegn Lettum í undankeppni EM

Ævintýrið hjá íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu hélt áfram í Riga í Lettlandi í kvöld þegar liðið lagði heimamenn 3-0 í undankeppni Evrópumótsins. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland vinnur fyrstu tvo leikina í undankeppni á stórmóti. Ísland er í efsta sæti ásamt Tékklandi með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leikina með sex stig, Hollendingar eru með þrjú stig, en Ísland mætir Hollandi á mánudaginn á Laugardalsvelli.
10.okt. 2014 - 18:14 Sigurður Elvar

Íslenska U21 árs landslið karla í góðri stöðu gegn Dönum eftir markalaust jafntefli í Álaborg

Íslenska U21 árs landslið karla í knattspyrnu er í góðri stöðu eftir fyrri umspilsleikinn gegn Dönum um laust sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins. Liðin áttust við í dag í Álaborg í Danmörku og ekkert mark var skorað í leiknum – en Danir sóttu linnulaust í síðari hálfleik en náðu ekki að koma boltanum í netið gegn sterkri vörn Íslands.
10.okt. 2014 - 17:15

Upprisa Ólafs Karls: Máni hjálpaði honum úr óreglunni

Ólafur Karl Finsen var hetja dagsins er Stjarnan og FH börðust um Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta um síðustu helgi. Allt var á suðupunkti í uppbótartíma og 6.500 áhorfendur með öndina í hálsinum er Ólafur Karl gekk að vítapunktinum.
10.okt. 2014 - 08:23 Sigurður Elvar

Tiger Woods er ekki lengur verðmætasta „vörumerkið“

Tiger Woods hefur á undanförnum árum verið verðmætasti íþróttamaður heims á tekjulista tímaritsins Forbes Magazine. Allt frá árinu 2008 hefur Woods verið efstur á þeim lista en hann hefur misst þá stöðu líkt og að hann mátti sjá á eftir efsta sæti heimslistans til Rory McIlroy frá Norður-Írlandi.
09.okt. 2014 - 14:08 Sigurður Elvar

Ofurskálarleikurinn langverðmætasti íþróttaviðburður heims – HM í fótbolta í fjórða sæti

Forbes tímaritið er með áhugaverða samantekt um verðmæti íþróttaviðburða víðsvegar um heiminn. Einstaka viðburðir eru verðmætari en aðrir eins og gefur að skilja. Samkvæmt samantekt Forbes er Ofurskálarleikurinn í bandarísku NFL deildinni verðmætasti íþróttaviðburður heims.
08.okt. 2014 - 15:10 Sigurður Elvar

Áhrif steranotkunar til staðar mörgum árum eftir að keppnisbanni lýkur – endurkoma Gatlin umdeild

Heitar umræður eiga sér nú stað hjá fagfólki varðandi tímaramma á keppnisbönnum hjá íþróttafólki sem hefur haft rangt við á ferli sínum og fallið á lyfjaprófi vegna notkunar á ólöglegum lyfjum.
Niðurstöður rannsókna hjá vísindamönnum við háskólann í Osló benda til þess að þeir sem noti steralyf geti hagnast á notkun þeirra í mörg ár og jafnvel áratugi.
08.okt. 2014 - 10:45 Sigurður Elvar

Myndband: Fimm ára drengur samdi við NBA liðið Utah Jazz – skoraði eftirminnilega körfu

Bandaríska NBA körfuboltaliðið Utah Jazz gerði sögulegan samning við 5 ára gamlan dreng, JP Gibson, sem greindist nýlega með bráðahvítblæði. Samningurinn var í gildi í einn dag og fékk JP Gibson að taka þátt í æfingaleik með NBA liðinu. 
07.okt. 2014 - 14:45 Sigurður Elvar

Michael Phelps í sex mánaða keppnisbann og verður ekki með á HM – farinn í meðferð

Michael Phelps hefur verið úrskurðaður í sex mánaða keppnisbann í sundíþróttinni og hann fær ekki að taka þátt á HM í sundi á næsta ári. Phelps, sem er er sigursælasti keppendi allra tíma á Ólympíuleikunum, var á dögunum tekinn fyrir ölvunarakstur og er þetta ekki í fyrsta sinn sem hann kemur sér í slík vandræði. Þetta er í annað sinn sem hann gerir slíkt og bandaríska sundsambandið gaf út yfirlýsingu í gær þar sem greint var frá keppnisbanninu.
07.okt. 2014 - 10:34 Sigurður Elvar

Schumacher mun ná að lifa eðlilegu lífi á ný segir John Todt vinur þýska ökuþórsins

Jean Todt, sem er góður vinur  Michael Schumacher, er bjartsýnn fyrir hönd þýska ökuþórsins sem hefur barist fyrir lífi sínu undanfarna mánuði eftir alvarlegt höfuðhögg sem hann fékk í skíðabrekku í desember á síðasta ári. „Við getum búist við því að Schumacher geti lifað nokkuð eðlilegu lífi áður en langt um líður,“ segir Frakkinn Todt í viðtali við RTL í Belgíu.
06.okt. 2014 - 11:30 Sigurður Elvar

Cristiano Ronaldo er óstöðvandi í spænsku deildinni – 22 þrennur og jafnaði met

Cristiano Ronaldo jafnaði met um helgina þegar hann skoraði þrennu fyrir Real Madrid gegn Athletic Bilbao í spænsku deildinni. Portúgalski landsliðsframherjinn hefur verið óstöðvandi að undanförnum, en hann hefur skorað 13 mörk í 6 deildarleikjum og var þetta í þriðja sinn sem hann skorar þrennu í deildinni.
06.okt. 2014 - 08:36 Sigurður Elvar

Arsene Wenger sér ekki eftir rifrildinu við Jose Mourinho

Það hefur andað köldu í langan tíma á milli Arsene Wenger og Jose Mourinho og knattspyrnustjórarnir misstu stjórn á skapi sínu í gær þegar Arsenal og Chelsea áttust við í ensku úrvalsdeildinni. Rimma þeirra verður ekki í sögubókunum sem mestu slagsmál sögunnar en Frakkinn Wenger gekk rösklega til verks og ýtti við Portúgalanum þegar þeir skiptust á skoðunum við hliðarlínuna.
04.okt. 2014 - 21:34 Sigurður Elvar

Myndasyrpa frá bardaga Gunnars og Rick Story í Globen

Gunnar Nelson tapaði á stigum gegn Rick Story í aðalbardaganum á UFC bardagakvöldinu í Stokkhólmi í kvöld. Þetta var fyrsta tap Gunnars í UFC bardaga. Ljósmyndarar Getty voru í Globen höllinni í kvöld og hér fyrir neðan má sjá myndsyrpu frá bardaganum.
04.okt. 2014 - 21:07 Sigurður Elvar

Gunnar tapaði á stigum gegn Rick Story – fyrsta tap Gunnars í UFC bardaga

Gunnar Nelson tapaði á stigum gegn Bandaríkjamanninum Rick Story í aðalbardaganum á UFC Stockholm bardagakvöldinu sem fram fór í kvöld í Globen höllinni. Þetta var sjötti bardagi Gunnars í UFC á ferlinum og hann hafði aldrei tapað áður.
04.okt. 2014 - 18:17 Sigurður Elvar

Stjarnan fagnaði Íslandsmeistaratitlinum eftir 2-1 sigur gegn FH – Ólafur Karl hetja Stjörnunnar

Ólafur Karl Finsen tryggði Stjörnunni 2-1 sigur gegn FH á Kaplakrikavelli í dag með marki úr vítaspyrnu undir lok leiksins. Með sigrinum tryggði Stjarnan sér Íslandsmeistaratitilinn í Pepsi-deild karla og er þetta í fyrsta sinn sem karlalið félagsins nær þessum áfanga. Leikurinn var stórkostleg skemmtun en nýtt áhorfendamet var sett í efstu deild í Kaplakrikanum í dag – en um 6.500 áhorfendur voru á leiknum.
04.okt. 2014 - 11:20 Sigurður Elvar

Hjólreiðamaður með besta „túristamyndband“ Skotlands fyrr og síðar?

Danny MacAskill leiðist ekki að vekja athygli á heimalandi sínu Skotlandi. Hinn 28 ára gamli MacAskill er einn þekktasti ofurhuga-hjólreiðamaður heims og nýjasta myndband kappans er án efa eitt besta kynningarmyndband Skotlands fyrr og síðar. MacAskill fer ótroðnar slóðir í þessu rúmlega 12 km. löngu atriði þegar hann klífur Cuillin Ridge fjallið sem er 992 metra hátt á eyjunni Skye. Sjón er sögu ríkari.  
03.okt. 2014 - 10:50 Sigurður Elvar

Gríðarleg spenna fyrir bardaga Gunnars Nelson gegn Rick Story í Stokkhólmi

Gunnar Nelson mætir Bandaríkjamanninum Rick Story í aðalbardaganum á UFC Stockholm bardagakvöldinu á morgun, laugardag. Gríðarlegur áhugir er þessum viðburði sem fram fer í Globen höllinni þar sem íslenska karlalandsliðið í handknattleik hefur leikið marga stórleiki í gegnum tíðina.
02.okt. 2014 - 13:30 Sigurður Elvar

Áfall fyrir IOC - Norðmenn ætla ekki að sækja um vetrarólympíuleikana árið 2022

Noregur ætlar ekki að sækja um að halda vetrarólympíuleikana árið 2022 en og hefur það vakið mikla athygli að sigursælasta þjóðin á vetrarleikunum frá upphafi vilji ekki taka að sér framkvæmd ÓL.
01.okt. 2014 - 09:17 Sigurður Elvar

Myndband: Mögnuð tilþrif í Red Bull ofurhugahjólreiðakeppni í Utah

Hjólreiðakeppnin Red Bull Rampage er ekki venjuleg hjólreiðakeppni þar sem keppt er á sléttu malbikuðu undirlagi. Keppnin fór fram í níunda sinn nýverið í bröttum hlíðum fjalla í Utah í Bandaríkjunum
30.sep. 2014 - 16:00 Sigurður Elvar

Forseti norska knattspyrnusambandsins: „Íslendingar eru að gera það sem við ættum að vera gera“

 „Íslendingar eru að gera það sem við ættum að vera að gera,“ segir Kjetil Siem forseti norska knattspyrnusambandsins í viðtali við NRK. Norðmenn eru í mikilli naflaskoðun hvað varðar árangur norska karlalandsliðsins á undanförnum árum.
29.sep. 2014 - 17:30 Sigurður Elvar

Rory ber að ofan með rauða hárkollu – Donaldson mætti fullur í viðtal - allt eðlilegt í herbúðum Ryderliðs Evrópu

Leikmenn Ryderliðs Evrópu skemmtu sér gríðarlega vel í gærkvöld eftir sigurinn gegn bandaríska úrvalsliðinu á Gleneagles í Skotlandi. Eins og áður hefur komið fram var þetta þriðji sigur Evrópu í röð, sá sjötti í síðustu sjö keppnum og sá áttundi í síðustu tíu keppnum. Ástandið á kylfingunum var misjafnt í morgun þegar rykið settist eftir veisluhöldin og á þessum Instragram myndum má lesa í stemninguna sem ríkti í Evrópuliðinu.
28.sep. 2014 - 17:00 Sigurður Elvar

Öruggur sigur Evrópu í Ryderkeppninni gegn Bandaríkjunum – áttundi sigur Evrópu í síðustu tíu keppnum

Evrópa tryggði sér sigur í Ryderkeppninni í golfi í dag með 16,5 - 11,5 sigri gegn bandaríska úrvalsliðinu á Gleneagles vellinum í Skotlandi.  Þetta er þriðji sigur Evrópu í röð í keppninni en Bandaríkin sigruðu síðast árið 2008 á Valhalla. Af síðustu sjö keppnum hefur Evrópa sigrað  sex sinnum. Og í síðustu tíu keppnum hefur Evrópa sigrað átta sinnum, 4/3.
27.sep. 2014 - 11:35

Enski boltinn fær hjartað til að slá hraðar: Nokkrir eldheitir stuðningsmenn tjá sig

Íslenskir fótboltaáhugamenn hafa lengi haft ástríðu fyrir enskum félagsliðum og er sú tilhneiging er síður en svo á undanhaldi. Fjölmargir landsþekktir Íslendingar halda ákaflega heitt með sínum liðum í enska boltanum og þeir hinir sömu virðast hafa mikla óbeit á erkifjendum sinna liða - þó að vissulega sé oft stutt í grínið þegar menn tjá sig með þessum hætti.
26.sep. 2014 - 20:23

Víðtækt samstarf Icelandair við ÍSÍ - Íþróttir eru mikill drifkraftur ferðalaga um allan heim

Icelandair endurnýjaði í dag samninga um að vera aðalstyrktaraðili Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og fjögurra sérsambanda innan þess, þ.e. Knattspyrnusambands Íslands, Handknattleikssambands Íslands, Körfuknattleikssambands Íslands og Golfsambands Íslands.
25.sep. 2014 - 22:13 Sigurður Elvar

Keppnisfyrirkomulag Ryderkeppninnar á Gleneagles og rástímar

Ryderkeppnin í golfi hefst eldsnemma að morgni föstudags, á Gleneagles vellinum í Skotlandi. Fyrirliðarnir tilkynntu í dag hvaða kylfingar mætast í fyrstu fjórum viðureignunum – en keppni lýkur á sunnudaginn.
25.sep. 2014 - 06:00 Sigurður Elvar

Úrvalslið Eiðs Smára er vel mannað – Íslendingurinn hefur leikið með gríðarlegum fjölda þekktra leikmanna

Eiður Smári Guðjohnsen, sem er þessa dagan orðaður við lið á Indlandi, valdi úrvalslið fyrir Sky fréttavefinn þar sem hann valdi leikmenn sem hann hefur leikið með á ferlinum.  Eiður Smári, sem lék m.a. með Barcelona, Chelsea, Tottenham og PSV, hefur úr ótrúlegum fjölda leikmanna að velja eins og sjá má hér fyrir neðan.
24.sep. 2014 - 08:47

Myndband: Mögnuð stökk og tilþrif hjá fimleikamönnum við óhefðbundnar aðstæður

Fimleikaíþróttin er í stöðugri þróun og hið hefðbundna form á æfingum í þeirri íþrótt er ekki alltaf fyrsta valið hjá þeim sem vilja stunda þessa mögnuðu íþrótt. Project JUMPoff er hópur í Danmörku sem hefur stigið út fyrir „fimleikakassann“ og í þessu myndbandi má sjá afraksturinn – sem er afar áhugaverður.
24.sep. 2014 - 08:37 Sigurður Elvar

Myndband: Ótrúleg vítaspyrnukeppni hjá Liverpool og Middlesbrough – nýtt met á Englandi

Liverpool og Middlesbrough settu nýtt met í gærkvöld þegar liðin áttust við í 32 liða úrslitum enska deildabikarsins. Eftir venjulegan leiktíma og framlengingu var staðan 2-2 og réðust úrslitin eftir vítaspyrnukepppni sem fer í metabækurnar. Úrslitin réðust eftir 30 vítaspyrnur en þess má geta að Middlesbrough jafnaði metin undir lokin í framlengingunni úr vítaspyrnu.
23.sep. 2014 - 09:40 Sigurður Elvar

Felix Magath hefur ofurtrú á mjólkurvörum – skipaði leikmanni að nota ost til þess að ná sér eftir meiðsli

Felix Magath er engum líkur en þýski knattspyrnustjórinn gerði nánast allt vitlaust á þeim stutta tíma sem hann stjórnaði Fulham í ensku knattspyrnunni. Magath, sem var á sínum tíma einn þekktasti knattspyrnumaður Þýskalands, var fenginn s.l. vor til Fulham til þess að bjarga liðinu frá falli úr úrvalsdeildinni – en það tókst ekki.

Sena - Jólastjarnan 2014