22. jún. 2012 - 16:23

Með 10.7 milljarða í laun á 12 mánuðum

Tímaritið Forbes birti á dögunum lista yfir tekjuhæstu íþróttamenn síðustu 12 mánaða.

Hnefaleika kappinn Floyd Mayweather ætti að eiga fyrir salt í grautinn en hann er lang efstur með 10.7 milljarða króna í tekjur. Tiger Woods fellur í fyrsta sinn úr efsta sæti síðan 2001, en hann þarf þó ekki að kvarta enda með um 7.5 milljarða í tekjur.

David Beckham er að finna þarna en hann situr í 8 sæti með rétt rúmlega 6 milljarða í tekjur rétt á undan Ronaldo en aðeins tveir knattspyrnumenn eru á topp tíu listanum.

Topp tíu:

1. Floyd Mayweather,hnefaleikar - 10,7 milljarðar króna
2. Manny Pacquiao, hnefaleikar - 7,8 milljarðar
3. Tiger Woods, golf - 7,5 milljarðar
4. Lebron James, körfubolti - 6,7 milljarðar
5. Roger Federer, tennis - 6,6 milljarðar
6. Kobe Bryant, körfubolti - 6,5 milljarðar
7. Phil Mickelson, golf - 6 milljarðar
8. David Beckham, knattspyrna - 5,8 milljarðar
9. Cristiano Ronaldo, knattspyrna - 5,3 milljarðar
10. Peyton Manning, amerískur fótbolti - 5,3 milljarðar


Floyd Mayweather ætti að eiga fyrir bol á þessum launum.23.apr. 2014 - 13:30

Er Adolf Ingi alveg búinn að missa það ?

Þeir fjölmörgu sem sakna íþróttafréttamannsins Adolfs Inga Erlingssonar af ljósvakamiðlunum geta nú tekið gleði sína á ný. Adolf hefur nú tekið málin í sínar hendur og sér til þess að hann sé geymdur, en alls ekki gleymdur almenningi.
23.apr. 2014 - 07:46 Sigurður Elvar

Fær Liverpool titilinn á silfurfati? –Mourinho vill hvíla lykilmenn í risaleik helgarinnar

José Mourinho vekur ávallt mikla athygli þegar hann opnar munninn á fundum með fréttamönnum fyrir og eftir leiki enska knattspyrnuliðsins Chelsea. Í gær sagði portúgalski knattspyrnustjórinn að hann ætli að ræða við  Roman Abramovich eiganda Chelsea og spyrja hann hvort það sé í lagi að hvíla lykilmenn í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar gegn toppliði Liverpool.
22.apr. 2014 - 15:00

David Moyes verður af um 4 milljörðum í launum

Sérstakt ákvæði í samningi David Moyes við Manchester United gerir það að verkum að félagið þarf bara að greiða honum ein árslaun eftir uppsögnina í dag þrátt fyrir að Moyes hafi átt fimm ár eftir af samningi sínum.
22.apr. 2014 - 09:11 Sigurður Elvar

Guðmundur Benediktsson og Willum Þór taka við þjálfun Breiðabliks – Ólafur á förum til Danmerkur

Ólafur Kristjánsson er að hætta sem þjálfari karlaliðs Breiðabliks og tekur Guðmundur Benediktsson við þjálfun liðsins – og þingmaðurinn Willum Þór Þórsson verður aðstoðarmaður Guðmundar. Ólafur hefur verið ráðinn danska úrvalsdeildarliðsins Nordsjælland og tekur hann við því starfi með formlegum hætti þann 1. júlí.  
22.apr. 2014 - 07:40

Moyes rekinn! Staðfest af Manchester United

Staðfest hefur verið á heimasíðu Manchester United að David Moyes hefur látið af störfum hjá félaginu.
21.apr. 2014 - 14:10

David Moyes verður rekinn frá Manchester United

Aðeins 11 mánuðum eftir að Sir Alex Ferguson valdi sjálfur arftaka sinn á Old Trafford, David Moyes, lítur út fyrir að dagar arftakans séu liðnir. Aðaleigendur Manchester United, Glazer-fjölskyldan hefur nú misst þolinmæðina gagnvart Moyes og var tapið gegn Everton í gær kornið sem fyllti mælinn. Frá þessu er greint í Telegraph.
21.apr. 2014 - 12:20

Mynd dagsins: Kristbjörg slær í gegn í Bretlandi - „Stoltur af kærustunni“

Kristbjörg Jónasdóttir er til umfjöllunar í Daily Mail í dag en hún hafnaði í öðru sæti á sterku bresku fittnesmóti um helgina.
18.apr. 2014 - 16:15

Lét föður sinn gleyma að hann væri veikur: Gaf dauðvona föður fallegustu gjöfina

Fimmtán ára drengur tók til sinna ráða þegar faðir hans um fimmtugt veiktist alvarlega af krabbameini. Hann var staðráðinn í að láta sjúkdóminn hverfa, þó það væri ekki nema í eitt augnablik.
18.apr. 2014 - 12:30

Skákgleðin allsráðandi við upphaf skákhátíðar Hróksins í afskekktasta bæ Grænlands

Gleðin var allsráðandi við upphaf skákhátíðar Hróksins í Ittoqqortoormiit, afskekktasta þorpi Grænlands, þegar Róbert Lagerman skákmeistari tefldi 66° Norður fjöltefli við tugi kátra krakka. Við sama tækifæri var Knud Eliassen, fv. skólastjóri, heiðraður fyrir ómetanlega hjálp við skáktrúboð Hróksins gegnum árin.
17.apr. 2014 - 17:01 Sigurður Elvar

Voru gerð mistök á fyrstu klukkustundunum eftir slysið hjá Michael Schumacher?

Það hafa ekki borist fregnir á undanförnum dögum af líðan Michael Schumacher sem er enn haldið sofandi á heilaskurðdeild á frönsku sjúkrahúsi. Í vikublaðinu Stern í Þýskalandi er sagt frá því að læknateymið sem kom fyrst að Schumacher hafi gert mistök með því að senda hann ekki rakleitt á sérhæft sjúkrahús eftir slysið
17.apr. 2014 - 13:18 Sigurður Elvar

Guðmundur hafði betur gegn Alfreð í toppslagnum í þýska handboltanum – Íslenskir þjálfarar sigursælir

Íslenskir þjálfarar eru áberandi í toppbaráttunni í þýska handboltanum. Dagur Sigurðsson fagnaði sigri um s.l. helgi í þýska bikarnum með Fücshe Berlín – og var það fyrsti bikarmeistaratitill félagsins.
16.apr. 2014 - 22:36 Sigurður Elvar

Gareth Bale tryggði Real Madrid Konungsbikarinn – fyrsti stóri titill dýrasta knattspyrnumanns heims

Gareth Bale tryggði Real Madrid sigur í Konungsbikarnum á Spáni í kvöld þegar liðið sigraði Barcelona 2-1 á Mestalla vellinum í Valencia. Þetta er í 19. sinn sem Real Madrid fagnar sigri í þessari keppni.
16.apr. 2014 - 15:20 Sigurður Elvar

Ein þekktasta knattspyrnukona heims vill fara til Noregs – verður Marta liðsfélagi Hólmfríðar og Þóru?

Norska kvennafótboltaliðið Avaldsnes ætlar sér stóra hluti með liðið en Hólmfríður Magnúsdóttir og Þórunn Helga Jónsdóttir leika með liðinu. Svo gæti varið að Marta, sem hefur fimm sinnum verið kjörinn besta knattspyrnukona heims, verði leikmaður norska liðsins. Marta, sem er 28 ára gömul landsliðsleikmaður frá Brasilíu, er efst á óskalistnum hjá Avaldnes og munu samningaviðræður hefjast eftir páskahátíðina.
15.apr. 2014 - 19:20

Páska-skákhátíð Hróksins í afskekktasta þorpi Grænlands

Liðsmenn Hróksins halda í dag til Ittoqqortoormiit, sem er afskekktasta þorp Grænlands, á 72° gráðu, þúsund kílómetra frá næsta byggða bóli. Um páskana verður skákhátíð haldin í bænum, áttunda árið í röð. Þetta er annað verkefni á 12. starfsári Hróksins á Grænlandi, en alls hafa liðsmenn félagsins farið meira en 30 ferðir til Grænlands að útbreiða skák og efla vináttu nágrannaþjóðanna.
15.apr. 2014 - 18:14 Sigurður Elvar

Heiðruðu minningu fórnarlamba Hillsborough-slyssins – 25 ár frá því að 96 stuðningsmenn Liverpool létust

Fjölmargir lögðu leið sína á Anfield í Liverpool í dag en 25 ár eru liðin frá því að 96 stuðningsmenn liðsins létust í hörmulegu slysi á Hillsborough vellinum í Sheffield. Þúsundir manna tóku þátt í minningarathöfn á Anfield – og var mikill samhugur á meðal þeirra sem mættu. Steven Gerrard fyrirliði Liverpool fór fyrir sínu liði á áhorfendapöllunum en hann missti frænda sinn í þessu slysi á sínum tíma.
14.apr. 2014 - 19:00

Hotspur var frægasti riddari Englands: Gerði uppreisn gegn konungi sínum

Tottenham heitir fótboltafélag eitt í London og hefur aðsetur í samnefndu hverfi. En félagið heitir aukinheldur „Hotspur“ og er þar nefnt í höfuðið á einum frægasta riddara enskrar og jafnvel evrópskrar miðaldasögu, Henry „Hotspur“ Percy en hann var um tíma búsettur á svæðinu og á 19. öld fóru íþróttafélög í Tottenham-hverfinu að kenna sig við hann.
14.apr. 2014 - 18:52 Sigurður Elvar

Michael Phelps ætlar að byrja að keppa á ný – sigursælasti íþróttamaður allra tíma á ÓL

Bandaríski sundmaðurinn Michael Phelps er mættur í slaginn á ný og hefur hann hug á því að reyna fyrir sér í keppnisundinu á ný. Phelps er skráður til leiks á Mesa Grand Prix mótið sem fram fer í Arizona 24.-26. apríl.
14.apr. 2014 - 08:02 Sigurður Elvar

Bubba Watson sigraði á Masters í annað sinn á ferlinum – fékk 180 milljónir kr. í verðlaunafé

Bubba Watson frá Bandaríkjunum fagnaði sigri á Mastersmótinu í golfi sem lauk á Augusta vellinum í Georgíu fylki í gær. Hinn 35 ára gamli Watson hefur nú sigrað tvívegis á þessu risamóti á síðustu þremur árum. Hann lék lokahringinn á 69 höggum og sigraði með þriggja högga mun.
11.apr. 2014 - 10:47 Sigurður Elvar

Fjölbreyttni er rauði þráðurinn hjá Ajax – ungir knattspyrnumenn æfa einnig júdó, fimleika og frjálsar

Rene Wormhoudt er þaulreyndur í knattspyrnufræðunum en hann starfar sem styrktar- og þolþjálfari hjá hollenska knattspyrnusambandinu. Wormhoudt hélt fyrirlestur í London á íþróttaráðstefnu þar í landi og hafa orð hans og ráðleggingar vakið mikla athygli á Englandi og víða. Rauði þráðurinn erindi Wormhoudt var að þau lið sem eru fremst í flokki hvað varðar uppbyggingu og þjálfun yngri knattspyrnumanna nota fjölbreyttar þjálfunaraðferðir og hvetja sína leikmenn til þess að stunda fleiri íþróttir fyrir utan knattspyrnuna.
11.apr. 2014 - 09:55 Sigurður Elvar

Bill Haas efstur á Masters – margir þekktir kylfingar í tómu „rugli“ á fyrsta hringnum á Augusta

Bill Haas er efstur að loknum fyrsta keppnisdegi á Mastersmótinu í golfi sem fram fer á Augusta vellinum í Georgíu. Mótið er fyrsta risamót ársins en alls eru þau fjögur, Opna bandaríska fer fram í júní, Opna breska í júlí og PGA meistaramótið í ágúst. Bandaríkjamaðurinn, sem er 31 árs gamall, lék á 68 höggum á Augusta og er hann með eitt högg í forskot á Adam Scott frá Ástralíu, Louis Oosthuizen frá Suður-Afríku og Bandaríkjamanninn Bubba Watson.
10.apr. 2014 - 08:28 Sigurður Elvar

Adam Scott og Rory McIlroy líklegastir til afreka á Mastersmótinu í golfi

Mastersmótið í golf, fyrsta risamót ársins af alls fjórum, hefst í dag á Augusta vellinum í Bandaríkjunum. Mastersmótið er eina risamótið sem ávallt fer fram á sama vellinum en hin risamótin eru Opna bandaríska, Opna breska og PGA meistaramótið. Adam Scott frá Ástralíu hefur titil að verja á Masters en hann hafði betur gegn Angel Cabrera frá Argentínu í bráðabana um sigurinn í fyrra. 
09.apr. 2014 - 21:03 Sigurður Elvar

Manchester United og Barcelona úr leik í Meistaradeildinni

Evrópumeistaralið Bayern München tryggði sér sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld með 3-1 sigri gegn enska liðinu Manchester United í München í kvöld. Á sama tíma féll Barcelona úr keppninni eftir 1-0 tap á útivelli gegn Atletico Madrid. Englands – og Spánarmeistaraliðin eru því úr leik.
09.apr. 2014 - 09:00 Sigurður Elvar

Mourinho fagnaði gríðarlega – spenna í Meistaradeildinni þegar Chelsea og Real Madrid komust áfram

Jose Mourinho fagnaði gríðarlega í gær þegar Demba Ba tryggði Chelsea 2-0 sigur gegn PSG í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Markið skoraði Ba á 87. mínútu og kom enska liðinu í undanúrslit keppninnar en fyrri leikurinn endaði 3-1 í París. Á sama tíma slapp Real Madrid frá Spáni með skrekkinn gegn Borrussia Dortmund í Þýskalandi. Dortmund vann síðari leikinn 2-0 og en Real Madrid sigraði 3-2 samanlagt.
08.apr. 2014 - 13:49 Sigurður Elvar

Sumarsmellur ársins 2014? - HM lagið í Brasilíu - Pitbull og Jennifer Lopez sömdu We Are One

Heimsmeistaramót karla í knattspyrnu fer fram í sumar í Brasilíu og er mikil stemning að myndast fyrir mótið. Í dag gaf Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, út lag sem verður hið „eina sanna“ HM lag. Lagið er samið af Pitbull og Jennifer Lopez.
08.apr. 2014 - 09:30

Sýndu meistaratakta og tippaðu á úrslitin

Ert þú meistari? Heineken á Íslandi heldur áfram að gleðja með skemmtilegum tippleik á Facebook - sem gefur þátttakendum kost á því að næla sér í flotta vinninga. Leikurinn er einfaldur getraunaleikur í kringum Meistaradeildina þar sem hægt er að geta til um úrslit þriggja leikja hverju sinni.
08.apr. 2014 - 08:38 Sigurður Elvar

Leikmenn PSG frá Frakklandi fá svimandi háa bónusgreiðslu ef liðið sigrar Chelsea í Meistaradeildinni

Tveir leikir fara fram í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. PSG frá Frakklandi sækir Chelsea heim til Englands en franska liðið er með vænlega stöðu eftir 3-1 sigur í fyrri leiknum á heimavelli. Í Dortmund í Þýskalandi mætast heimamenn og Real Madrid en spænska liðið vann fyrri leikinn 3-0.
07.apr. 2014 - 22:31 Sigurður Elvar

Gylfi Þór kom inná sem varamaður og skoraði í 5-1 sigri Tottenham gegn botnliði Sunderland

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði fimmta mark Tottenham í 5-1 sigri liðsins gegn botnliði Sunderland í ensku úrvalsdeildinn í kvöld. Íslenski landsliðsmaðurinn kom inná sem varamaður þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum og skoraði hann af stuttu færi á lokamínútu leiksins.
07.apr. 2014 - 08:49 Sigurður Elvar

Kvennalið Snæfells skrifaði nýjan kafla í körfuboltasöguna – Íslandsmeistarar í fyrsta sinn

Kvennalið Snæfells tryggði sér í gærkvöld Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik í Dominos-deildinni í fyrsta sinn í sögu félagsins. Snæfell hafði betur gegn Haukum í gær 69-62 og var þetta þriðji sigur Stykkishólmsliðsins í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn. Snæfell varð einnig deildarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins á þessari leiktíð en þessi lið léku einnig til úrslita í bikarkeppninni í febrúar þar sem að Haukar höfðu betur.
06.apr. 2014 - 20:23 Sigurður Elvar

Liverpool í efsta sæti deildarinnar á ný – Everton með stórsigur gegn Arsenal

Liverpool tyllti sér í efsta sætið í ensku úrvalsdeildinni á ný í dag með 2-1 sigri á útivelli gegn West Ham. Steven Gerrard skoraði bæði mörk Liverpool úr vítaspyrnum en Guy Demel skoraði mark West Ham og jafnaði metin í 1-1.  Gerrard komst upp fyrir Kenny Dalglish yfir markahæstu leikmenn Liverpool frá upphafi en Gerrard hefur skorað 173 mörk og er í sjötta sæti.
04.apr. 2014 - 20:00

Íslandsmót liða í CrossFit fer fram á laugardag

Laugardaginn 5. apríl fer fram Íslandsmót liða í CrossFit í íþróttamiðstöðinni að Varmá í Mosfellsbæ. Alls níu lið eru skráð til leiks og eru liðin samsett af bestu CrossFit-urum landsins. Stór hluti liðanna hefur þegar tryggt sér þátttökurétt á Evrópumótinu í CrossFit og má því búast við mjög spennandi keppni.
04.apr. 2014 - 18:00

Mynd dagsins: Hafþór Júlíus og Skúli kláruðu 2 kílóa steikur!

Hafþór Júlíus Björnsson, næststerkasti maður heims og leikari í Game of Thrones, og Skúli Ármannsson, boxari og þjálfari hjá Mjölni eru fyrstu heiðursborgarar Texasborgara en þeim tókst að borða tveggja kílóa nautasteikur með salati á rétt rúmum tuttugu mínútum. Um var að ræða úrvalsnautasteik, vel hanginn og fullmeyrnaðan sirloin-vöðva úr stóru nauti, ásamt frönskum og blönduðu salati.
04.apr. 2014 - 10:51 Sigurður Elvar

Michael Schumacher að komast til meðvitundar? – jákvæðar fréttir frá umboðsmanni ökuþórsins

Michael Schumacher hefur að sögn umboðsmanns hans sýnt jákvæð viðbrögð að undanförnu. Þjóðverjinn hefur verið haldið sofandi á frönsku sjúkrahúsi eftir alvarlegt höfuðhögg sem hann hlaut í lok síðasta árs eftir fall í skíðabrekku í frönsku Ölpunum.
04.apr. 2014 - 09:30 Sigurður Elvar

Blaðamenn í skammarkrókinn hjá Bayern München – fá ekki aðgang á síðari leikinn gegn Man Utd

Forráðamenn Evrópumeistaraliðs Bayern München eru ekki sáttir við hvernig blaðamenn Daily Mirror og The Sun fjölluðu um leik Bayern München og Manchester United í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Og þá sérstaklega hvernig gert var grín að Bastian Schweinsteiger leikmanni liðsins í fyrirsögnum blaðanna.  Þar lögðu Englendingarnir út frá ættarnafni leikmannsins og „svín“ kom þar við sögu.
02.apr. 2014 - 21:51 Sigurður Elvar

PSG og Real Madrid með vænlega stöðu – Mourinho ósáttur með þriðja markið – Bale og Ronaldo skoruðu báðir

Real Madrid frá Spáni og PSG frá Frakklandi eru með vænlega stöðu eftir leiki kvöldsins í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Real Madrid lagði Dortmund frá Þýskalandi 3-0 á heimavelli. PSG lagði enska liðið Chelsea 3-1 á heimavelli í París en Zlatan Ibrahimovich framherji PSG fór meiddur af leikvelli og er óvíst með framhaldið hjá sænska landsliðsframherjanum.
02.apr. 2014 - 13:40 Sigurður Elvar

Tiger Woods fór í aðgerð á baki og missir af fyrsta risamóti ársins á Augusta

Tiger Woods, efsti kylfingur heimslistans, verður ekki með á Mastersmótinu á Augusta sem er fyrsta risamót ársins 2014. Woods hefur glímt við meiðsli í baki á undanförnum vikum og gerði hann sér vonir um að geta náð sér af þeim meiðslum í tæka tíð fyrir Mastersmótið sem hann hefur unnið fjórum sinnum á ferlinum. Hinn 38 ára gamli Woods tilkynnti í gær að hann hefði farið í aðgerð á bakinu og hann verður frá keppni í nokkra mánuði.
02.apr. 2014 - 11:29 Sigurður Elvar

Barcelona fær ekki að selja eða kaupa leikmenn í næstu tveimur félagaskiptagluggum

Það blæs aðeins á móti í herbúðum Barcelona á Spáni þessa stundina en í gær gerði liðið 1-1 jafntefli á heimavelli gegn Atletico Madrid í fyrri leiknum í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Í morgun ákvað Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, að bann Barcelona að kaupa og selja leikmenn í næstu tveimur félagaskiptagluggum eða í rúmt ár.
02.apr. 2014 - 07:30 Sigurður Elvar

Batamerki á leik Manchester United í 1-1 jafntefli gegn Evrópumeistaraliði Bayern München

Manchester United frá Englandi og ríkjandi Evrópumeistaralið Bayern München frá Þýskalandi skildu jöfn, 1-1, í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.  Á Spáni áttust við Barcelona og Atletico Madrid og þar náðu gestirnir frá Madrid góðum úrslitum en liðin skildu jöfn 1-1.
01.apr. 2014 - 08:40 Sigurður Elvar

Íslenskur landsliðsmaður íhugaði sjálfsmorð – Guðlaugur Victor er á batavegi eftir þunglyndi

Íslenski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu Guðlaugur Victor Pálsson sagði frá reynslu sinni af þunglyndissjúkdómnum í gær í viðtali við Hjört Hjartarson sem birt var á Stöð 2 í gær í þættinum Ísland í dag. Guðlaugur, sem er atvinnumaður hjá NEC Nijmegen í Hollandi, er á batavegi en hann íhugaði sjálfsvíg þegar ástandið var verst.
01.apr. 2014 - 08:00

Markmiðið að safna tíu milljónum

WOW Cyclothon hjólreiðakeppnin verður haldin í þriðja sinn dagana 24. júní -27. júní .  Í keppninni verður hjólað  með boðsveitarformi hringinn í kringum landið, um Hvalfjörð og yfir Öxi, samtals 1.332 kílómetra á innan við 72 tímum.  Þetta er þriðja árið í röð sem keppnin er haldin en í ár er áætlað að um 400 manns muni taka þátt í keppninni. Mikil aukning hefur átt sér stað á milli ára en fyrsta árið 2012 tóku 78 manns þátt og í fyrra um 200 manns, það er því 100% aukning á milli ára.
31.mar. 2014 - 11:30 Sigurður Elvar

Myndband af lokakeppnisgreininni í Sterkasti maður heims – biðin var erfið hjá Hafþóri

Hafþór Júlíus Björnsson endaði sem kunnugt er í öðru sæti í keppninni Sterkasti maður heims sem fram fór í Bandaríkjunum um helgina. Í lokakeppnisgreininni sem má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan þurfti íslenski kraftajötuninn að sigra og stóla á að Zydrunas Zavickas frá Litháen sem keppti gegn Hafþóri í þessari grein yrði með þriðja besta tímann.
31.mar. 2014 - 10:15 Sigurður Elvar

Rodgers telur að Suarez sé þyngdar sinnar virði í gulli – í sama gæðaflokki og Messi og Ronaldo

Liverpool er í efsta sæti ensku úrvalsdeildinnar eftir 4-0 sigur liðsins í gær gegn Tottenham á Anfield. Brendan Rodgers knattspyrnustjóri Liverpool virðist gera flest rétt þessa dagana og hann er ekki í vafa um að Luis Suarez framherji liðsins sé þyngdar sinnar virði í gulli – allavega tæplega 19 milljarða kr. virði.
30.mar. 2014 - 21:35 Sigurður Elvar

Liverpool á toppnum eftir 4-0 sigur gegn Tottenham – orðrómur um að Sherwood hafi lent í átökum við leikmenn

Það ríkir mikil veisla hjá þeim fjölmörgu sem halda með Liverpool þessa stundina. Liðið leikur frábæra knattspyrnu og eftir 4-0 sigur liðsins gegn Tottenham í dag tyllti liðið sér á topp deildarinnar. Liverpool er með 71 stig í efsta sæti en Chelsea kemur þar næst með 69. Manchester City er í þriðja sæti með 67 stig en liðið á tvo leiki til góða og er í lykilstöðu í titilbaráttunni.
30.mar. 2014 - 12:53 Sigurður Elvar

David Moyes gæti fengið allt að 38 milljarða kr. til þess að kaupa leikmenn – óvænt tap hjá Chelsea

Manchester United verður áberandi á leikmannamarkaðinum næsta sumar ef marka má frétt sem birt var í dag í enska dagblaðinu Telegraph. Samkvæmt heimildum blaðsins gæti David Moyes fengið allt að 38 milljarða kr. til þess að kaupa leikmenn – og margir þekktir og reynslmiklir leikmenn liðsins eru ekki í framtíðarplönum hans.
29.mar. 2014 - 23:21

Hafþór hársbreidd frá sigri: Magnaður árangur

Hafþór Júlíus Björnsson endaði í öðru sæti í keppninni Sterkasti maður  heims. Keppnin fór fram í Los Angeles í Bandaríkjunum. Hafþór hafði sett stefnuna á sigur en verður að gera sér annað sætið að góðu. Ótrúlegur árangur hjá þessum unga aflraunamanni sem hefur fest sig í sessi í fremstu röð. Hafþór var aðeins hálfu stigi á eftir Litháanum Zydrunas Savickas
29.mar. 2014 - 23:02

Hafþór verður að vinna síðustu greinina: Gríðarlega spenna í borg englanna

Hafþór Júlíus Björnsson er í öðru sæti fyrir lokagreinina í keppninni Sterkasti maður í heimi. Hafþóri gekk ekki vel í hnébeygjunni og missti efsta sætið í hendurnar á Litháanum Zydrūnas Savickas. Munar nú einu og hálfu stigi á honum og Hafþóri.
29.mar. 2014 - 18:48

Tvær greinar eftir: Hafþór enn í fyrsta sæti - Heimsmeistarinn sækir á

Íslenski kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson er í fyrsta sæti þegar tvær greinar eru eftir í keppninni Sterkasti maður heims. Keppnin fer fram í Los Angeles í Bandaríkjunum. Hafþór byrjaði daginn í gær með látum og setti heimsmet þegar hann þeytti bjórkútum yfir rá. Það tók okkar mann einungis 16,35 sekúndur að dúndra níðþungum kútunum yfir ránna.  Hér má sjá umfjöllun Pressunar um metið sem féll.
29.mar. 2014 - 13:08 Sigurður Elvar

Myndband af heimsmeti Hafþórs – fleygði átta níðþungum bjórkútum yfir rá á 16,35 sek.

Hafþór Júlíus Björnsson byrjaði með látum í keppninni Sterkasti maður heims sem fram fer í Los Angeles í Bandaríkjunum. Íslenski kraftajötuninn setti heimsmet á fyrsta keppnisdeginum en þar þeytti hann bjórkútum yfir rá og setti hann heimsmet en það tók hann aðeins 16,35 sekúndur að dúndra þessum níðþungu kútum yfir ránna.
29.mar. 2014 - 08:00

Hafþór slær í gegn: Setti heimsmet og er með forystu í keppninni Sterkasti maður heims

Hafþór Júlíus Björnsson er með þriggja stiga forystu í keppninni Sterkasti maður heims sem fram fer í Los Angeles. Glæsilegur árangur hjá þessum mikla aflraunamanni. Keppt var í þrem greinum í gær og gerði Hafþór sér lítið fyrir og setti heimsmet í (Keg toss) sem snerist um að kasta bjórkút yfir rá.
28.mar. 2014 - 10:30 Sigurður Elvar

Dujshebaev slapp við leikbann – EHF taldi sig ekki getað sannað að Dujshebaev hafi kýlt Guðmund

Talant Dujshebaev þjálfari pólska handknattleiksliðsins Kielce var ekki úrskurðaður í leikbann vegna hegðunar sinnar í garð Guðmundar Guðmundssonar þjálfara Rhein Neckar Löwen frá Þýskalandi. Dujshebaev kýldi Guðmund eftir viðureign liðanna í Meistaradeild Evrópu um s.l. helgi og hann sakaði síðan Guðmund um óheiðarlega og vanvirðingu á blaðamannafundi eftir leikinn.
28.mar. 2014 - 10:00 Sigurður Elvar

Stórkostleg tilþrif úr íþróttaheiminum – úrval af bestu íþróttamyndum síðustu vikna

Á þessum tíma ársins eru deildarkeppnir í fjölmörgum íþróttagreinum að ná hámarki og spennandi íþróttaviðburðir eru í gangi út um allt. Ljósmyndarar frá Getty eru á flestum stórviðburðum í íþróttalífinu og hér fyrir neðan má sjá brot af því besta frá síðustu vikum. Sjón er sögu ríkari og myndirnar segja allt sem þarf. 

Sena - Laddi DVD
Félag L Mun Stig
1 KR 22 +23 52
2 FH 22 +25 47
3 Stjarnan 22 +9 43
4 Breiðablik 22 +10 39
5 Valur 22 +14 33
6 ÍBV 22 -2 29
7 Fylkir 22 0 26
8 Þór 22 -13 24
9 Keflavík 22 -14 24
10 Fram 22 -11 22
11 Víkingur Ó. 22 -14 17
12 ÍA 22 -27 11