22. jún. 2012 - 16:23

Með 10.7 milljarða í laun á 12 mánuðum

Tímaritið Forbes birti á dögunum lista yfir tekjuhæstu íþróttamenn síðustu 12 mánaða.

Hnefaleika kappinn Floyd Mayweather ætti að eiga fyrir salt í grautinn en hann er lang efstur með 10.7 milljarða króna í tekjur. Tiger Woods fellur í fyrsta sinn úr efsta sæti síðan 2001, en hann þarf þó ekki að kvarta enda með um 7.5 milljarða í tekjur.

David Beckham er að finna þarna en hann situr í 8 sæti með rétt rúmlega 6 milljarða í tekjur rétt á undan Ronaldo en aðeins tveir knattspyrnumenn eru á topp tíu listanum.

Topp tíu:

1. Floyd Mayweather,hnefaleikar - 10,7 milljarðar króna
2. Manny Pacquiao, hnefaleikar - 7,8 milljarðar
3. Tiger Woods, golf - 7,5 milljarðar
4. Lebron James, körfubolti - 6,7 milljarðar
5. Roger Federer, tennis - 6,6 milljarðar
6. Kobe Bryant, körfubolti - 6,5 milljarðar
7. Phil Mickelson, golf - 6 milljarðar
8. David Beckham, knattspyrna - 5,8 milljarðar
9. Cristiano Ronaldo, knattspyrna - 5,3 milljarðar
10. Peyton Manning, amerískur fótbolti - 5,3 milljarðar


Floyd Mayweather ætti að eiga fyrir bol á þessum launum.25.nóv. 2015 - 00:02

Aðeins fimm leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni tilnefndir í úrvalslið ársins hjá FIFA

Barcelona, Bayern München og Juventus eru samtals með fleiri leikmenn í hópi þeirra 40 sem eru tilnefndi í lið ársins hjá FIFA en allir þeir leikmenn sem tilnefndir eru úr liðum í ensku úrvalsdeildinni.
25.nóv. 2015 - 00:01

Úrval vikunnar úr bandarísku íþróttalífi - Getty

Það er töluverður munur á þeim íþróttagreinum sem eru í kastljósinu hjá ljósmyndurum Getty í Bandaríkjunum og þeim sem starfa í Evrópu. Hér fyrir neðan má sjá úrvalsmyndir vikunnar úr íþróttalífinu í Bandaríkjunum og að venju er úrvalið glæsilegt og fjölbreytt.
24.nóv. 2015 - 00:02

Champagne ætlar að gjörbreyta fótboltareglunum nái hann kjöri sem forseti FIFA

Jerome Champagne gefur kost á sér í forsetakjörið hjá Alþjóða knattspyrnusambandsinu, FIFA, en hinn 57 ára gamli Frakki hefur boðað róttækar breytingar nái hann kjöri.
24.nóv. 2015 - 00:01

Glæsileg tilþrif frá Evrópu - bestu íþróttamyndir vikunnar frá Getty

Ljósmyndarar Getty hafa tekið saman helstu afrek liðinnar viku frá íþróttaviðburðum í Evrópu. Hér fyrir neðan má sjá afraksturinn og að venju er úrvalið fjölbreytt og tilþrifin glæsileg.
23.nóv. 2015 - 10:15

„Tæknileg vandamál“ í íþróttum - myndasafn frá Getty

Það gengur á ýmsu þegar allt er lagt í sölurnar í íþróttakeppni. Hér fyrir neðan má sjá safn af myndum frá ljósmyndurum Getty sem teknar eru á því augnabliki þegar íþróttaútbúnaður gefur eftir eða bilar í átökunum. Slík augnablik mætti kalla tæknileg vandamál.
23.nóv. 2015 - 09:44

Fjölgað um einn í stjórn GSÍ - ellefu manna stjórn kjörinn á golfþingi 2015

Þing Golfsambands Íslands fór fram s.l. laugardag í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ.  Á þinginu var ársskýrsla GSÍ lögð fram ásamt ársreikningum og fjárhagsáætlun fyrir árið 2016. Alls voru 122 fulltrúar golfklúbba á þinginu en alls gátu klúbbarnir verið með 199 fulltrúa á þinginu.  
20.nóv. 2015 - 08:17

Svipt gullverðlaunum og sex ára gömlum heimsmeistaratitli vegna lyfjamála

Martha Dominguez frá Spáni þarf að skila gullverðlaunum sem hún vann til á heimsmeistaramótinu í frjálsíþróttum sem fram fór fyrir sex árum. Dominguez kom þá fyrst í mark í 3000 metra hindrunarhlaupi á HM í Berlín í Þýskalandi árið 2009.
20.nóv. 2015 - 08:05

Formaður rannsóknarnefndar FIFA segir að kerfið sé „rotið“ og spillt

Domenico Scala, sem fer fyrir rannsóknarnefnd á vegum Alþjóðaknattspyrnusambandsins (FIFA) slær því föstu að mikil spilling sé til staðar í FIFA „kerfinu“ eins og hann orðar það.
19.nóv. 2015 - 08:03

Úrvalsmyndir ársins úr golfíþróttinni á heimsvísu - magnað sjónarspil

Það er farið að líða að lokum keppnistímabilsins í golfíþróttinni en lokamótið á Evrópumótaröðinni stendur nú yfir í Dubai. Glæsileg tilþrif hafa sést á stærstu atvinnumótaröðum heims á þessu tímabili og hér fyrir neðan er úrvalssafn af myndum sem ljósmyndarar Getty hafa tekið á golfvöllum víðsvegar um heiminn á þessu tímabili.
19.nóv. 2015 - 07:56

Leikmenn franska landsliðsins fengu allir 10 í einkunn þrátt fyrir 2-0 tap

Allir leikmenn franska landsliðsins í knattspyrnu sem tóku þátt í vináttulandsleik gegn Englendingum á þriðjudaginn fengu 10 í einkunn hjá franska dagblaðinu Nice-Matin. Þrátt fyrir 2-0 tap Frakka fengu leikmenn landsliðsins hæstu einkunn hjá íþróttafréttamönnum blaðsins.
18.nóv. 2015 - 08:53

Birgir Leifur er úr leik á lokaúrtökumótinu á Spáni - endaði á +3 samtals

Birgir Leifur Hafþórsson, úr GKG, er úr leik á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í golfi. Hann lék fjórða hringinn á -2 eða 68 höggum en það dugði ekki til og endaði hann á +3 samtals (74-72-73-68).
18.nóv. 2015 - 07:02

Lengsta hálfmaraþonhlaup allra tíma - 6 km. bætt við hlaupið vegna mistaka

Keppendur sem tóku þátt í hálfmaraþonhlaupi sem fram fór í Bangkok í Tælandi á dögunum geta státað sig af því að hafa tekið þátt í lengsta hálfmaraþonhlaupi sögunnar. Venjulegt hálfmaraþonhlaup er 21,1 km. en vegna mistaka hjá mótshöldurum í Bangkok voru keppendur látnir hlaupa 27,1 km.
17.nóv. 2015 - 22:16

Zlatan skildi Dani eftir með sárt ennið - 24 þjóðir eru klárar fyrir EM 2016

Svíþjóð og Úkraína tryggðu sér sæti í lokakeppni Evrópumóts karlalandsliða í knattspyrnu í kvöld og þar með er ljóst hvaða 24 þjóðir verða í lokakeppninni í Frakklandi sumarið 2016. Svíar lögðu Dani í umspili um laust sæti á EM og Úkraína hafði betur gegn Slóveníu.
17.nóv. 2015 - 07:59

Messi verður klár í slaginn í El Clasico - Barcelona og Real Madrid mætast um helgina

Það styttist í stórleik ársins í spænska boltanum þar sem Barcelona og Real Madrid mætast um næstu helgi. Argentínumaðurinn Lionel Messi hefur ekkert leikið með Barcelona að undanförnu vegna meiðsla. Stuðningsmenn liðsins fengu þau gleðitíðindi í gær að Messi æfði með liðinu.
17.nóv. 2015 - 07:56

Birgir Leifur á fimm höggum yfir pari samtals þegar keppni er hálfnuð

Birgir Leifur Hafþórsson, úr GKG, lék á einu höggi yfir pari á þriðja keppnisdeginum á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í dag. Birgir er samtals á 5 höggum yfir pari vallar eftir 54 holur (74-72-73). Keppni er ekki lokið í dag en hann er sem stendur í 118. sæti af alls 156 kylfingum – en 70 efstu komast áfram á síðustu tvo keppnisdagana.
17.nóv. 2015 - 00:01

Mögnuð íþróttatilþrif í úrvalssafni vikunnar frá Getty

Íþróttaljósmyndarar á vegum Getty voru að venju á stórviðburðum í íþróttaheiminum í síðustu viku. Hér má sjá brot af því besta sem ljósmyndararnir völdu sjálfir. Að venju er úrvalið fjölbreytt og tilþrifin stórkostleg.
16.nóv. 2015 - 10:26

Hestamenn styrktu hvíldarheimili langveikra barna um tæplega 3 milljónir kr.

Rjóðrið, hvíldarheimili Landspítalans fyrir langveik börn, fékk í morgun afhenda góða gjöf frá hestamönnum, þegar fulltrúar Hrossaræktar ehf. afhentu ríflega 2,7 milljón króna styrk til Rjóðursins. Það var knapi ársins, Guðmundur Björgvinsson, og Magnús Benediktsson frá Hrossarækt sem afhendu styrkinn í Rjóðrinu.
16.nóv. 2015 - 08:44

Öryggiseftirlit á EM 2016 í knattspyrnu verður með svipuðum hætti og í flugstöðvum

Hryðjuverkin sem áttu sér stað í París í Frakklandi beindust að hluta til að íþróttamannvirki og stórviðburði í knattspyrnu, þar sem Frakkland og heimsmeistaralið Þýskalands, áttust við á Stade de France. Talið er að þrír hryðjuverkamenn hafi sprengt sig í loft upp rétt við Stade de France. Tveir við innganga að leikvanginum og einn við veitingastað rétt við völlinn.
15.nóv. 2015 - 11:48

Holly Holm rotaði Rondu Rousey í UFC bardaga - óvæntustu úrslit ársins

Óvænt úrslit litu dagsins ljós í UFC keppni kvenna í nótt þar sem að Holly Holm sigraði Rondu Rousey í keppni um titilinn í 135 punda þyngdarflokki kvenna. Rousey hafði fram að bardaganum í gær haft mikla yfirburði í þessum þyngdarflokki en Holm hefur enn ekki tapað í UFC bardaga sýndi styrk sinn með því að rota Rousey í 2. lotu.
15.nóv. 2015 - 11:29

Beckham snéri aftur á Old Trafford og var skipt útaf fyrir son sinn

David Beckham snéri aftur á sinn gamla heimavöll í Manchester í gær, þar sem hann lék góðgerðaleik á Old Trafford til styrktar Unicef. Margar gamlar stjörnur mættust í þessum leik en Beckham fór af leikvelli fyrir son sinn Brooklyn. Úrvalslið Bretlands og Írlands hafði betur gegn heimsúrvalinu í þessum leik sem endaði 3-1.
14.nóv. 2015 - 14:34

Birgir Leifur byrjaði ekki vel á lokaúrtökumótinu á Spáni

Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG byrjaði ekki vel á fyrsta keppnisdeginum á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í golfi. Birgir lék fyrsta hringinn á 74 höggum eða +4. Hann fékk þrjá skolla (+1), einn skramba (+2) og einn fugl.
14.nóv. 2015 - 13:40

Forseti knattspyrnusambands Frakklands hefur áhyggjur af hryðjuverkaógn á EM 2016

Hryðjuverkaárásirnar í París sem áttu sér stað í gær beindust að hluta til að íþróttamannvirkjum og stórviðburði sem fór fram á Stade de France, þjóðarleikvangi Frakka. Þar fór fram vináttulandsleikur í knattspyrnu karla, þar sem Frakkar tóku á móti heimsmeistaraliði Þjóðverja.
14.nóv. 2015 - 12:16

Haukur Örn kjörinn í stjórn Evrópska golfsambandsins - fyrsti Íslendingurinn í stjórn EGA

Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands, var í dag kosinn í stjórn Evrópska golfsambandsins, EGA, á ársþingi sambandsins sem fram fer í St. Andrews í Skotlandi.
13.nóv. 2015 - 22:49

Rússland fékk rauða spjaldið hjá IAAF - ótímabundið keppnisbann vegna lyfjamála

Alþjóða frjálsíþróttasambandið samþykkti í gær að setja Rússland í ótímabundið keppnisbann í alþjóðlegum keppnum. Tillaga þess efnis var samþykkt með 22 atkvæðum gegn 1 á fundir IAAF. Keppnisbannið er ótímabundið og er óljóst hvort bannið verði enn í gildi þegar Ólympíuleikarnir fara fram í Brasilíu á næsta ári.
13.nóv. 2015 - 09:56 Kristín Clausen

Evrópumót landsliða í skák 2015: Stærsti skákviðburður á Íslandi síðan 1972

Mynd: Friðrik Ólafsson og Hannes H. Stefánsson Evrópumót landsliða í skák fer fram í Laugardalshöllinni í Reykjavík, 13.-22. nóvember. Evrópumótið er stærsti skákviðburður sem fram hefur farið á Íslandi síðan Fischer og Spassky mættust í heimsmeistaraeinvígi árið 1972.  
13.nóv. 2015 - 09:00

Fjárhagur Man Utd er sterkur - 100 milljarða kr. velta

Fjárhagur enska úrvalsdeildarliðsins Manchester United var mun betri á síðasta rekstrarári en árið þar á undan.  Það stefnir allt í það að hið sögulega félag verði fyrsta breska knattspyrnuliðið sem veltir 500 milljónir punda á einu ári eða sem nemur um 100 milljörðum kr.
12.nóv. 2015 - 17:00

Vilja banna Rússa af stórmótum – Eyðilögðu Ólympíuleikana 2012

Alþjóðalyfjaeftirlitið eða WADA, leggur til að frjálsíþróttafólki frá Rússlandi verði bannað að keppa á alþjóðlegum mótum í kjölfar ásakana um að rússneska liðið hafi notað ólögleg lyf á skipulagðan hátt á Ólympíuleikunum í Lundúnum 2012. Erlendir fjölmiðlar greindu frá málinu í dag.
12.nóv. 2015 - 00:24

Íslenska þjóðin kýs Guðjón Val - landsliðsfyrirliðinn í efsta sæti í kjörinu á besta hornamanni heims

Íslenska þjóðin styður vel við bakið á landsliðsfyrirliðanum í handbolta í netkosningu um besta vinstri hornamann heims. Guðjón Valur Sigurðsson var í öðru sæti í kosningunni í gær en eftir að íslenskir fjölmiðlar, og þar meðal Pressan.is, vöktu athygli á kosningunni hefur Guðjón Valur skotist í efsta sætið. Í fyrradag höfðu um 4.000 tekið þátt í kosningunni en í gær höfðu tæplega 13.000 tekið þátt.
12.nóv. 2015 - 00:02

Glæsilegur árangur hjá Kristínu - tíu Evrópumet og tvö heimsmet á EM á Ítalíu

Kristín Þorsteinsdóttir náði mögnuðum árangri á Evrópumeistaramóti DSISO, sem eru alþjóðleg samtök fyrir sundfólk með Downsheilkenni. Mótinu lauk í gær á Ítalíu og setti Kristín alls tíu Evrópumet og tvö heimsmet.
12.nóv. 2015 - 00:01

Þetta eru fallegustu mörk ársins að mati FIFA - taktu þátt og kjóstu

Það líður að því að árið 2015 taki enda og á þessum árstíma er venjan að rifja upp helstu afrekin í íþróttaheiminum á árinu 2015. Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur tekið saman lista yfir þau mörk sem koma til greina í valinu á marki ársins 2015.
11.nóv. 2015 - 11:30

Haukur Örn í framboði til stjórnar Evrópska golfsambandsins

Kosið verður í stjórn Evrópska golfsambandsins, EGA,  um næstu helgi á ársþingi sambandsins, sem fer fram í fæðingarbæ golfíþróttarinnar, St. Andrews í Skotlandi. Í stjórn EGA sitja tíu einstaklingar og hefur forseti Golfsambands Íslands, Haukur Örn Birgisson, ákveðið að gefa kost á sér. Hljóti Haukur Örn kosningu þá verður hann fulltrúi Norðurlandanna og austur Evrópu í framkvæmdstjórninni.
11.nóv. 2015 - 08:50

Guðjón Valur er í öðru sæti í kjörinu á besta hornamanni heims - þú getur aðstoðað landsliðsfyrirliðann

Guðjón Valur Sigurðsson er á kjörseðlinum í ár þegar kemur að valinu á besta hornamanni heims hjá handboltafréttasíðunni Handball Planet. Guðjón Valur, sem er 36 ára gamall, leikur með spænska liðinu Barcelona en hann er fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik sem tekur þátt í lokakeppni EM í Póllandi í janúar. 
11.nóv. 2015 - 00:01

Skallabann í Bandaríkjunum - hjá börnum yngri en 10 ára

Bandaríska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að gera breytingar á knattspyrnureglunum fyrir leikmenn sem eru 10 ára og yngri. Reglubreytingin hefur vakið athygli á heimsvísu en bannað verður að skalla boltann í þessum aldursflokki.
10.nóv. 2015 - 00:03

Úrvals íþróttamyndir frá Evrópu og Bandaríkjunum - Getty

Ljósmyndarar Getty voru á flestum íþróttaviðburðum í Evrópu og Bandaríkjunum í síðustu viku. Hér fyrir neðan má sjá brot af þeim myndum sem ljósmyndararnir völdu sjálfir sem úrvalsmyndir. Eins og sjá má eru áherslurnar í Evrópu og Bandaríkjunum mismunandi - og íþróttagreinarnar sem fjallað er um ólíkar. 
10.nóv. 2015 - 00:02

David Moyes í atvinnuleit á ný - rekinn frá Real Sociedad á Spáni

David Moyes er í atvinnuleit á ný en hann var rekinn úr starfi knattspyrnustjóra spænska liðsins Real Sociedad í gær. Það er aðeins tæpt ár liðið frá því að Skotinn var ráðinn í starfið en hann hefur ekki náð að fagna eins árs starfsafmæli á síðustu tveimur vinnustöðum.
10.nóv. 2015 - 00:01

Rússar í aðalhlutverki í risavöxnu spillingarmáli í frjálsíþróttum - keppnisbann á ÓL 2016?

Risastórt spillingarmál í frjálsíþróttaheiminum virðist vera í uppsiglingu og þar leika Rússar aðalhlutverkið. Svo gæti farið að Rússland verði sett í keppnisbann á árinu 2016 og keppendur frá Rússlandi gætu því ekki tekið þátt í frjálsíþróttakeppninni á ÓL í Brasilíu.
09.nóv. 2015 - 15:07

Birgir Leifur er einu skrefi nær Evrópumótaröðinni - komst örugglega áfram

Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG komst í dag í gegnum 2. stig úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina. Birgir lék á 70 höggum í dag eða -1 á Las Colinas vellinum á Spáni. Hann lék alla fjóra hringina undir pari vallar og var samtals á -9 (66-70-69-70) 275 högg.  
09.nóv. 2015 - 00:54

Jamie Vardy er heitasti framherjinn - getur jafnað met Ruud van Nistelrooy

Jamie Vardy er ekki þekktasta nafnið í ensku úrvalsdeildinni. Hinn 28 ára gamli framherji nýliða Leicester hefur svo sannarlega stimplað sig inn í deildina það sem af er tímabilinu. Hann hefur nú skorað í níu deildarleikjum í röð og ef hann skorar í næsta leik þá jafnar hann met sem Hollendingurinn Ruud van Nistelrooys setti árið 2003 með Manchester United.
09.nóv. 2015 - 00:34

Stemmningsmyndir frá leikjum helgarinnar í enska boltanum

Það var mikið um að vera í enska boltanum um helgina þar sem að 12. umferðin fór fram. Stórleikur helgarinnar var grannslagur Arsenal og Tottenham sem endaði með 1-1 jafntefli. Liverpool tapaði 2-1 á heimavelli gegn Crystal Palace, og hrakfarir enska meistaraliðsins Chelsea héldu áffram.
08.nóv. 2015 - 14:37

Guðmundur kjörinn knapi ársins - uppskeruhátíð hestamanna fór fram í gær

Uppskeruhátíð hestamanna fór fram í Gullhömrum í gær þ.s valdir voru þeir hestamenn sem sköruðu fram úr á árinu ásamt því sem Ræktunarbú og Ræktunarbú keppnishesta voru valin - og í fyrsta sinn var það sama hrossaræktunarbúið sem hreppti báða titlana í ár. Upplýsingar um alla sigurvegara eru hér að neðan og m.a. myndband um Knapa ársins, heimsmeistarann Guðmund Björgvinsson.
07.nóv. 2015 - 12:17

Vallarstarfsmenn „redda“ málunum á golfvöllum víðsvegar um heiminn

Vallarstarfsmenn á golfvöllum eru ómissandi þáttur þegar kemur að viðhaldi og umhirðu. Fagmenn á sínu sviði og gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að láta hlutina ganga upp þegar leysa þarf vandamál. Myndasyrpan hér fyrir neðan er frá Getty ljósmyndaþjónustunni þar sem að vallarstarfsmenn víðsvegar um veröldina eru í „fókus“.
07.nóv. 2015 - 11:51

Hugo Sánchez á enn ótrúlegt „met“ í spænsku deildinni - 38 mörk í 38 snertingum

Það hafa margir snillingar leikið með stórliðum á Spáni – og þar á meðal er framherjinn Hugo Sánchez frá Mexíkó sem skoraði 234 mörk fyrir Real Madrid á árunum 1985-1992. Á meðan kastljósinu er beint að einvígi þeirra Lionel Messi hjá Barcelona og Cristiano Ronaldo hjá Real Madrid á Sánchez enn met á Spáni sem verður seint slegið.
08.nóv. 2015 - 15:26

Birgir Leifur í góðri stöðu fyrir lokahringinn - er í fimmta sæti á -8

Birgir Leifur Hafþórsson er í góðri stöðu fyrir lokahringinn á 2. stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina í golfi. Birgir, sem er í GKG, lék á -2 í dag eða 69 höggum og er hann samtals á 8 höggum undir pari (66-70-69). Birgir er í fimmta sæti en gera má ráð fyrir að 15 efstu kylfingarnir af þessum velli komist áfram á lokaúrtökumótið.
06.nóv. 2015 - 18:10

Frábær byrjun hjá Birgi á úrtökumótinu á Spáni - lék á 66 höggum og er í öðru sæti

Birgir Leifur Hafþórsson byrjaði gríðarlega vel á fyrsta keppnisdeginum af alls fjórum á 2. stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina. Birgir lék á -5 eða 66 höggum á Las Colinas vellinum í Alicante. Alls er keppt á fjórum keppnisvöllum samtímis á 2. stiginu og eru allir vellirnir á Spáni. 
02.nóv. 2015 - 10:00

Ótrúleg viðbrögð heimsmeistara vekur heimsathygli - gaf ungum stuðningsmanni gullverðlaunin

Sonny Bill Williams, ein skærasta stjarna rugbylandsliðs Nýja-Sjálands, vakti mikla athygli þegar liðið fagnaði heimsmeistaratitlinum eftir úrslitaleikinn gegn Ástralíu.
05.nóv. 2015 - 00:01

Mögnuð myndaveisla frá íþróttaljósmyndurum Getty - ný sjónarhorn og vinklar

Ljósmyndarar á vegum Getty hafa sett saman myndasyrpu þar sem að ný sjónarhorn af íþróttaviðburðum eru dregin fram í sviðsljósið. Myndirnar sem eru hér fyrir neðan segja allt sem segja þarf.06.nóv. 2015 - 00:13

Cristiano Ronaldo er þreyttur á samanburðinum við Lionel Messi

Cristiano Ronaldo, leikmaður Real Madrid á Spáni, er þreyttur á því að vera stöðugt borinn saman við Lionel Messi hjá Barcelona. Ronaldo, sem var kjörinn besti knattspyrnumaður veraldar af FIFA, segir að samanburðurinn sé þreytandi og það sé erfitt að bera saman ólíka leikmenn. „Ég er með mína eiginleika og einkenni, það sama gildir um Messi,“ segir portúgalski landsliðsmaðurinn í viðtali við Reuters fréttastofuna.  
05.nóv. 2015 - 00:25

Ofurhetjan Serena Williams - stöðvaði símaþjóf

Serena Williams, ein besta tenniskona allra tíma, stöðvaði þjóf á dögunum sem reyndi að stela farsíma hennar. Williams, sem sigraði á þremur risamótum á árinu 2015, hefur sigrað á alls 21 risamóti og hún lýsir sjálfri sér sem ofurhetju eftir að hafa stöðvað manninn sem reyndi að ræna af henni símanum.
04.nóv. 2015 - 08:24

Steven Gerrard á ný til Liverpool? - Jürgen Klopp hefur rætt við leikmanninn

Steven Gerrard er samkvæmt heimildum breska dagblaðsins The Independent í viðræðum við sitt gamla félag Liverpool - og ef allt gengur að óskum gæti hann leikið með liðinu í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð.
06.nóv. 2015 - 09:26

Birgir Leifur mættur í 17. sinn á úrtökumótið fyrir Evrópumótaröðina

Birgir Leifur Hafþórsson. Mtynd/GSÍ Birgir Leifur Hafþórsson hefur leik í dag á 2. stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina. Alls er keppt á fjórum keppnisvöllum samtímis á 2. stiginu á Spáni og leikur Birgir á Las Colinas vellinum í Alicante. Birgir þurfti ekki að fara í gegnum 1. stig úrtökumótsins vegna stöðu sinnar á stigalista Áskorendamótaraðar Evrópu.