05. jún. 2012 - 20:48

Hann er sköllóttur. Skegg hans er rauðara en rautt. En er Hjálmar besti íþróttafréttamaður heims?

Hjálmar Örn er Jóhannsson.

Hjálmar Örn er Jóhannsson.

Hjálmar Örn Jóhannsson er enginn venjulegur maður. Hann er þvert á móti mjög óvenjulegur maður. Ekki aðeins er maðurinn nauðasköllóttur, heldur er sítt skegg hans rauðara en rautt. En hvað skiptir það máli, þegar um er að ræða einn allra besta íþróttafréttamann í heimi? 

Það verður fjör á Íþróttadeild Pressunnar í sumar. Þar mun Hjálmar Örn Jóhannsson flytja okkur skemmtilegar og lifandi fréttir úr íþróttaheiminum ásamt því að fara víða með myndavélina.

Meðal annars mun reyna á fótboltahæfileika forsetaframbjóðendanna og þekkingu þeirra á margvíslegum staðreyndum sem tengjast sjálfum Ólympíuleikunum. Aukinheldur hyggst Hjálmar láta einn öflugasta einkaþjálfara landsins taka sig í gegn.

Og hverju mega lesendur Pressunnar eiginlega eiga von á?

Þetta leggst bara vel í mig og sumarið lofar góðu enda nógu af að taka,  Evrópumótið í knattspyrnu verður í júní og svo Ólympíuleikarnir í júlí ásamt auðvitað Pepsí deildinni og allskonar öðrum tegundum íþrótta

segir Hjálmar, sem sjálfur er fjölhæfur íþróttamaður þótt afrekaskráin á íþróttasviðinu sé í styttri kantinum.

Og okkar maður heldur áfram:

Vonandi verð ég svo kominn í gott form í sumar og á góðan vin eða vinkonu sem er orðinn forseti.

Hér fyrir neðan má sjá kynningarmyndband fyrir íþróttasumarið á Pressunni og lofar það mjög góðu...
(1-5) NRS Skúfur maí 2016
03.maí 2016 - 20:51 Ágúst Borgþór Sverrisson

Meistaradeildin: Tvær vítaspyrnur varðar er Atletico Madrid komst í úrslitaleikinn

Guardiola kveður Bayern án þess að vinna Meistaradeildina (EPA)

Atletico Madrid sló í kvöld út þýska liðið FC Bayern München í undanúrslitum Meistaradeildarinnar, þrátt fyrir 1-2 tap í leik liðanna í München, en Atletico vann fyrri leikinn 1-0 og komst í úrslitaleikinn vegna útivallarmarksins.

03.maí 2016 - 11:00 Ágúst Borgþór Sverrisson

Ögurstund í Meistaradeildinni: Hvort kemst FC Bayern eða Atletico Madrid í úrslitaleikinn?

Þýska stórliðið FC Bayern München tekur á móti spænska liðinu Atletico Madrid í síðari viðureign liðanna í undanúrlistum Meistaradeildarinnar. Altetico vann fyrirr leik liðanna í Madrid og getur því tapað leiknum í München með einu marki ef liðinu tekst á skora á velli Þjóðverjanna.
02.maí 2016 - 23:16 Ágúst Borgþór Sverrisson

Leicester Englandsmeistari: Leikmenn trylltust af fögnuði – MYNDBAND

Myndbandið hér að neðan sýnir viðbrögð leikmanna Leicester eftir að  Chelsea hafði náð jafntefli gegn Tottenham og Leicester var þar með orðið Englandsmeistari. Gleðin var að vonum mikil í herbúðum Leicester-liðsins, en leikmenn liðsins komu saman og horfðu á leik Chelsea og Tottenham í kvöld.
01.maí 2016 - 21:59 Ágúst Borgþór Sverrisson

Frábær útisigur nýliðanna frá Ólafsvík og Fjölnir vann Val

Fyrsta umferð Pepsi-deildarinnar hófst í dag og kvöld. Víkingur frá Ólafsvík vann óvæntan og glæsilegan útisigur gegn Breiðabliki, sem varð í öðru sæti Pepsi-deildarinnar í fyrra, 2-1. Þorsteinn Már Ragnarsson kom Ólafsvíkingum yfir í fyrri hálfleik með glæsilegu marki.

01.maí 2016 - 15:05 Ágúst Borgþór Sverrisson

Leicester ekki meistari í dag

Man. Utd. og Leicester gerðu í dag 1-1 jafntefli á Old Trafford. Með sigri hefði Leicester tryggt sér Englandsmeistaratitilinn en nú þarf liðið tvö stig úr síðustu tveimur leikjunum til að tryggja sér titilinn ef Tottenham vinnur alla sína þrjá leiki.
01.maí 2016 - 11:00 Ágúst Borgþór Sverrisson

Íslandsmótið í knattspyrnu hefst í dag: Íslandsmeistararnir mæta nýliðunum

Pepsi-deild karla á Íslandsmótinu í knattspyrnu hefst í dag. Mótið verður flautað í Laugardalnum klukkan 16 þegar nýliðarnir í Þrótti taka á móti Íslandsmeisturum FH. Klukkan 17 keppa ÍBV og ÍA í Vestmannaeyjum.


01.maí 2016 - 10:00 Ágúst Borgþór Sverrisson

Leicester getur orðið Englandsmeistari á Old Trafford í dag

Þrír leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni í dag og einn þeirra gæti orðið örlagaríkur. Kl. 11 tekur Swanesa á móti Liverpool en klukkan 13 hefst leikur Man. Utd. og Leicester á Old Trafford. Þegar þremur umferðum er ólokið duga Leicester þrjú stig til að hreppa titilinn. Með sigri gegn Man. Utd. í dag verður Leicester Englandsmeistari.


 

 

28.apr. 2016 - 21:42

KR Íslandsmeistari þriðja árið í röð

KR varð í kvöld Íslandsmeistari í þriðja ári í röð í körfubolta karla eftir sigur á Haukum að Ásvöllum í Hafnarfirði, 80-74. KR vann úrslitaeinvígi liðanna 3:1. Þetta er þriðji Íslandsmeistaratitill KR í röð.Leikurinn í kvöld var lengi jafn og spennandi en KR-ingar sigu fram úr á lokamínútunum.
27.apr. 2016 - 10:29

Háspenna í Meistaradeildinni: Atlético Madrid – Bayern München í kvöld

Atlético Madrid tekur í kvöld á móti Bayern München í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Leikurinn hefst kl. 18.45. Í gærkvöld gerður Man. City og Real Madrid markalaust jafntefli í fyrri viðureign sinni í undanúrslitum.
25.apr. 2016 - 21:26

KR mistókst að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn

Haukar unnu KR í kvöld í framlengdum og hádramatískum leik í úrslitaleinvígi liðanna um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta. Þetta var þriðji leikur liðanna og staðan í einvíginu er nú 2-1 fyrir KR. Með sigri í kvöld hefði KR tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn.
25.apr. 2016 - 21:02

Tottenham að missa af enska meistaratitlinum: Gerði aðeins jafntefli við WBA

Tottenham náði aðeins jafntefli í kvöld gegn WBA í ensku úrvalsdeildinni en leikurinn var háður á heimavelli Tottenham. Craig Dawson, leikmaður WBA, gerði sjálfsmark í fyrri hálfleik og þannig komst Tottenham yfir. Þessi sami leikmaður skoraði hins vegar jöfnunarmark WBA í síðari hálfleik.
25.apr. 2016 - 10:00 Ágúst Borgþór Sverrisson

KR getur orðið Íslandsmeistari í kvöld, þriðja árið í röð

KR og Hauka mætast í kvöld í þriðja úrslitaleik sínum um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta. Leikurinn fer fram í DHL-höllinni í KR-heimilinu og hefst kl. 19.15. KR hefur unnið tvo fyrri leiki liðanna og getur því tryggt sér titilinn í kvöld.

 


24.apr. 2016 - 17:24 Ágúst Borgþór Sverrisson

Meistarabragur á Leicester: Unnu stórsigur á Swansea

Leicester fagnar marki í leiknum í dag Leicester náði í dag aftur 8 stiga forystu á toppi ensku úrvalseildarinnar – að minnsta kosti tímabundið, er liðið vann stórsigur á Swansea, 4-0. Leicester, sem lék án markamaskínunnar Vardy, sýndi meistaratakta í leiknum og var ákafklega markvisst í aðgerðum sínum.
24.apr. 2016 - 11:54 Ágúst Borgþór Sverrisson

Toppliðið tekur á móti Gylfa Þór og félögum : Leicester getur náð 8 stiga forystu

Tveir leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni í dag. Klukkan 13 tekur Sunderland á móti Arsenal og kl. 15:15 keppa Leicester og Swansea. Leicester getur með sigri náð tímabundið 8 stiga forsystu en Tottenham, sem er í öðru sæti, á leik á mánudagskvöldið, gegn WBA.

23.apr. 2016 - 18:16 Ágúst Borgþór Sverrisson

Man. Utd. með sigurmark á lokamínútunum

de Gea varði vítaspyrnu Man. Utd. vann í dag dramatískan sigur á Everton í undanúrslitum bikarkeppninnar, 2-1. Martial skoraði sigumarkið á lokamínútunni. Belginn Fellaini kom Man. Utd. yfir eftir rúmlega hálftíma leik. Í byrjun síðari hálfleik varði David de Gea, markvörður Man. Utd., vítaspyrnu frá Lukaku.
23.apr. 2016 - 16:25 Ágúst Borgþór Sverrisson

Liverpool tapaði niður unnum leik – Man. Utd. og Everton keppa

Fjórir leikir voru í ensku úrvalsdeildinni í dag. Liverpool undirstrikaði óstöðugleika sinn með klaufalegu jafntefli við Newcastle á heimavelli, 2-2. Liverpool komst í 2-0 forystu í leiknum en Newcastle, sem er í harðri botnbaráttu, náði að jafna.

21.apr. 2016 - 21:16 Ágúst Borgþór Sverrisson

KR Lengjubikarmeistari: Fjörugur úrslitaleikur röndóttra Reykjavíkurliða

Liðin fyrir leik. Mynd: Friðgeir Bergsteinsson

KR vann sigur á Víking í úrslitaleik Lengjubikarsins í Egilshöll í kvöld, 2-0. Leikurinn var mjög fjörugur og bæði lið áttu mörg færi en KR-ingar voru heilt yfir betri. Óskar Örn Hauksson skoraði bæði mörk KR, það fyrra með skalla eftir glæsilega sendingu frá nýliðanum, Valtý Má Michalessyni.

21.apr. 2016 - 20:46 Ágúst Borgþór Sverrisson

Arsenal í þriðja sætið eftir góðan sigur á WBA

Arsenal varð bikarmeistari í fyrra Arsenal vann í kvöld öruggan sigur á WBA í leik sem liðið átti inni á liðin fyrir ofan í deildinni. Bæði mörkin í leiknum skoraði Al­ex­is Sanchez. Arsenal er nú í þriðja sæti deildarinnar með 63 stig. Tottenham er í öðru sæti með 68 stig en Leicest er efst með 73.

 


20.apr. 2016 - 14:40 Kristín Clausen

EM stofa á Ingólfstorgi í sumar: Heimavöllur í hjarta borgarinnar

Reykjavíkurborg og Höfuðborgarstofa ætla í samstarfi við KSÍ, Símann, Landsbankann, Icelandair, N1, Vífilfell, Borgun og Íslenskar Getraunir að vera með EM stofu á Ingólfstorgi í sumar í tengslum við þátttöku landsliðs karla í knattspyrnu í úrslitakeppni EM í Frakklandi 2016. Um er að ræða einstakan viðburð í íslenskri íþróttasögu sem fær nú að njóta sín í hjarta höfuðborgarinnar.
20.apr. 2016 - 14:30 Kristín Clausen

Messi blokkaði einn heitasta aðdáanda Barcelona á Instagram og hún er brjáluð

Einn heitasti aðdáandi katalónska fótboltaliðsins Barcelona kallar sjálfa sig Miss BumBum Brazil. Hún er einstaklega ósátt þessa dagana sökum þess að ein stærsta stjarna liðsins, Lionel Messi, er búinn að blokka hana út af öllum samfélagsmiðlum sem hann er með aðgang á. Miss BumBum segir ástæðuna þá að kærasta hans hafi verið svo afbrýðisöm út í sig.
19.apr. 2016 - 21:07 Ágúst Borgþór Sverrisson

Stórsigur KR í fyrsta úrslitaleiknum

KR vann stórsigur á Haukum í fyrsta úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta, en leikurinn fór fram í Frostaskjóli. Lokatölur urðu 91-61 fyrir KR sem náði strax í byrjun sterkum tökum á leiknum og jók forskotið jafnt og þétt.
19.apr. 2016 - 14:00 Kristín Clausen

ÍBV heiðrar minningu Abel í sumar: „Vonandi verður þetta hefð því að það geta allir lent í þessu“

ÍBV ætlar að heiðra minningu Abel Dhaira í tengslum við leiki liðsins í Pepsi-deildinni í sumar. Bjarni Jóhannsson, þjálfari ÍBV, segir að enn eigi eftir að koma í ljós hvernig það verður gert.  Abel, sem varði mark ÍBV undanfarin ár, lést í mars eftir stutta en harðvíga baráttu við krabbamein.
18.apr. 2016 - 21:11 Ágúst Borgþór Sverrisson

Tottenham með stórsigur og saxar á forskot Leicester

Frá leiknum í kvöld Tottenham vann í kvöld stórsigur á Stoke á útivelli,4-0, í ensku úrvalsdeildinni, og minnkaði með sigrinum forskot Leicester á toppnum niður í fimm stig. Bæði liðin eiga fjóra leiki eftir og því komin nokkur spenna í toppbaráttuna, ekki síst þar sem aðalmarkaskorari Leicester, Jamie Vardy, verður líklega í leikbanni í næsta leik.
17.apr. 2016 - 14:37 Ágúst Borgþór Sverrisson

Dramatík hjá Leicester og West Ham – Öruggur sigur hjá Liverpool

Tveir afar umdeildir dómar urðu til þessa að Leicester lenti undir gegn West Ham 1-2 og allt leit út fyrir að liði væri að fara að tapa sínum fyrsta leik í langan tíma. Framan af þróaðist leikurinn eins og dæmigerður sigurleikur hjá Leicester. Jamie Vardy kom heimamönnum yfir í 1-0 á 18. mínútu eftir vel útfærða sókn.

16.apr. 2016 - 15:59 Ágúst Borgþór Sverrisson

Góður sigur hjá Man. Utd. – Gylfi Þór og félagar töpuðu fyrir Newcastle

Man. Utd. vann 1-0 sigur á Aston Villa á Old Trafford leikvanginum í dag. Ungstirnið Marcus Rashford skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik. Sigurinn eykur lítillega vonir Man. Utd. um að krækja í meistaradeildarsæti á lokaspretti deildarkeppninnar.

16.apr. 2016 - 12:29 Ágúst Borgþór Sverrisson

Enski boltinn: Man. Utd. – Aston Villa og Chelsea – Man. City meðal leikja í dag

Chelsea fagnar titlinum í fyrra. Ekkert slíkt á dagskrá í vor.

Þrír leikir í ensku úrvalsdeildinni hefjast kl. 14 en núna stendur yfir fallbaráttuslagur Norwich og Sunderland. Kl. 14 tekur Man. Utd. á móti Aston Villa, Everton fær Southampton í heimsókn og Newcastle tekur á móti Gylfa Þór og félögum í Swansea.

15.apr. 2016 - 11:17

Dregið í Meistaradeildinni og Evrópudeildinni: Ronaldo glímir við City og Liverpool fékk Villareal

Dregið hefur verið í undanúrslitum Meistaradeildarinnar og Evrópudeildarinnar í knattspyrnu. Margir fagna því að stórliðin Real Madrid og FC Bayern drógust ekki saman í Meistaradeildinni enda væri um að ræða magnaðan úrslitaleik ef bæði liðin komast áfram úr undanúrslitum.
10.apr. 2016 - 17:30 Ágúst Borgþór Sverrisson

Toppliðin blómstruðu: Leicester heldur sjö stiga forystu

Frá leik Sunderland og Leicester (EPA)

Þrír áhugaverðir leikir voru í ensku úrvalsdeildinni í dag og þar af tveir afar mikilvægir í titilbaráttunni. Leicester vann 2-0 útisigur á Sunderland eftir frábærlega skemmtilegan síðari hálfleik þar sem bæði lið fengu mörg opin færi. Leicester var þó betri aðilinn allan leikinn.

10.apr. 2016 - 09:49 Ágúst Borgþór Sverrisson

Leicester gæti náð 10 stiga forystu í dag

Topplið Leicester í Ensku úrvalsdeildinni á leik í hádeginu í dag þegar liðið heimsækir Sunderland en leikurinn hefst kl. 12.30 og er víða í beinni útsendingu, meðal annars á Stöð 2 Sport. Liðið í öðru sæti, Tottenham, á síðan útileik gegn Man. Utd. kl. 15 í dag.
10.apr. 2016 - 08:21

Hátíð í bæ hjá GKG - fjölmenni við opnun nýrrar íþróttamiðstöðvar

Ný og glæsileg íþróttamiðstöð Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar var opnuð með formlegum hætti í gær. Mikið fjölmenni mætti til þess að skoða nýja mannvirkið sem er á tveimur hæðum og mátti heyra á gestum að ný viðmið hefðu nú verið sett í aðstöðu fyrir golfklúbba landsins.
09.apr. 2016 - 15:58 Ágúst Borgþór Sverrisson

Gylfi Þór skoraði sigurmarkið gegn Chelsea

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði eina mark leiksins í frábærum heimasigri Swansea gegn Chelsea í dag. Gylfi átti afar góðan leik en mark hans kom á 25. mínútu leiksins. Á sama tíma vann Southampton heimasigur á Newcastle, 3-1, Crystal Palace vann Norwich 1-0 en Aston Villa tapaði heima gegn Bournemouth 1-2. Watford og Everton gerðu jafntefli 1-1.

09.apr. 2016 - 13:45 Ágúst Borgþór Sverrisson

Arsenal kvaddi titilbaráttuna endanlega í markasúpuleik

Özil skoraði fyrsta markið í leiknum

West Ham og Arsenal gerðu 3-3 jafntefli í sviptingasömum leik á Upton Park í fyrsta leik helgarinnar í ensku úrvalseildinni. Arsenal komst í 2-0 í fyrri hálfleik en lenti síðan undir. Andy Carroll skoraði þrennu fyrir heimamenn.

08.apr. 2016 - 16:00 Kristín Elísabet Gunnarsdóttir

Kári kom út úr skápnum 26 ára: Skilur leikmenn sem vilja ekki opinbera samkynhneigð sína

Umræðan um að fordómar gagnvart samkynhneigðum séu innan Íþróttasambands Íslands (ÍSÍ) hefur farið stigvaxandi og talið er að þörf sé á að taka á vandamálinu en lítið hefur verið um viðbrögð að hálfu sambandsins í málinu samkvæmt gayiceland.is. Jóhanna Ýr Jónsdóttir og Roald Viðar Eyvindsson töluðu við íþróttamenn sem eru orðnir þreyttir á viðbragðsleysi sambandsins og kalla eftir aðgerðum frá stjórnarmönnum.
07.apr. 2016 - 21:11 Ágúst Borgþór Sverrisson

Afar góð úrslit hjá Liverpool í Meistaradeildinni

Liverpool náði afbragðgsóðum úrslitum í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld er liðið náði jafntefli gegn Dortmund á útivelli, 1-1. Divock Origi kom Liverpool yfir 1-0 á 35. mínútu en þýski landsliðsmaðurinn Mats Hummels jafnaði fyrir heimamenn með skallamarki snemma í síðari hálfleik.


 

06.apr. 2016 - 20:48

Meistaradeildin: Real tapaði óvænt í Wolfsburg

Ronaldo og hans menn töpuðu í kvöld fyrir Wolfsburg Tveir voru í fyrri umferð 8-liða úrslita Meistaradeildarinnar. Óvænt úrslit urðu í Þýskalandi þar sem Wolfsburg vann glæsilegan sigur á Real Madrid, 2-0. Mörkin skoruðu Ricardo Rodriquez (víti) og Maximilian Arnold. Mörkin komu bæði í fyrri leik.
05.apr. 2016 - 21:01 Ágúst Borgþór Sverrisson

Meistaradeildin: Suarez hetja – Torres fyrst hetja og síðan skúrkur

Barcelona og Bayern München unnu í kvöld heimaleiki sína og fyrri viðureignirnar í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Dramatík var í viðureign Barcelona og Atlético Madrid. Torres kom Atlético yfir í fyrir hálfleik en var skömmu síðar rekinn út af með rautt spjald, eftir tvö gul spjöld á stuttum tíma.
03.apr. 2016 - 14:41 Ágúst Borgþór Sverrisson

Leicester færist nær titlinum

Leicester er komið með sjö stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir 1-0 sigur á Southampton í dag. Markið skoraði Wes Morgan með skalla seint í fyrri hálfleik. Tvö efstu liðin í deildinni, Leicester og Tottenham, eiga sex leikjum ólokið og því þarf Leicester að gefa töluvert eftir til að Tottenham geti náð því að stigum.
03.apr. 2016 - 09:51 Ágúst Borgþór Sverrisson

Leicester getur aukið forystuna: Tveir leikir í dag

Fótboltaáhugafólk fær aldeilis afþreyingu við hæfi í hádeginu í dag þegar topplið Leicester tekur á móti Southampton í ensku úrvalsdeildinni en leikurinn hefst kl. 12.30. Leicester er með fjögurra stiga forystu í deildinni en getur aukið hana upp í sjö stig með sigri í þessum leik.
02.apr. 2016 - 18:38

Liverpool og Tottenham gerðu jafntefli: Leicester getur náð sjö stiga forystu á sunnudaginn

Möguleikar Leicester á enska meistaratitlinum jukust enn í dag þó að liðið hafi ekki leikið í dag. Liverpool og Tottenham gerðu 1-1 jafntefli á Anfield. Philippe Coutinho kom Liverpool yfir snemma í síðari hálfleik en Harry Kane jafnaði fyrir Leicester hálftíma fyrir leikslok.
02.apr. 2016 - 16:04 Ágúst Borgþór Sverrisson

Stórsigur Arsenal á Watford

Arsenal heldur enn í veika von um enska meistaratitilinn eftir stórsigur gegn Watford á heimavelli Arsenal, Emirates Stadium, 4-0. Alex Sánchez kom Arsenal yfir á fjórðu mínútu og Alex Iwobi bætti við öðru marki rúmlega hálftíma síðar.
02.apr. 2016 - 10:00 Ágúst Borgþór Sverrisson

Spennan magnast í enska boltanum: Liverpool - Tottenham í dag

Toppbaráttan harðnar í ensku úrvalsdeildinni og um helgina gæti Leicester aukið forskot sitt á toppnum eða Tottenham saxað á það en bæði lið eiga erfiða leiki fyrir höndum. Tottenham heimsækir Liverpool í stórleik dagsins en Leicester tekur á móti Southampton á morgun.

02.apr. 2016 - 06:04

Í beinni: Lokahringurinn hjá Ólafíu á Terre Blanche í Frakklandi - Twitter GSÍ

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, hefur leik kl. 7.11 að íslenskum tíma í dag, á lokahringnum á Terre Blanche atvinnumótinu í Frakklandi. Mótið er hluti af næst sterkustu atvinnumótaröð kvenna í Evrópu og er GR-ingurinn í 19.-25. sæti á pari vallar samtals (74-72).
01.apr. 2016 - 10:02

Í beinni: Annar keppnisdagur hjá Ólafíu í Frakklandi – Twitter GSÍ

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, hefur leik kl. 11.25 að íslenskum tíma á öðrum keppnisdegi á LETAccess mótaröðinni sem fram fer í Frakklandi.
31.mar. 2016 - 15:24 Kristín Clausen

Geir Sveinsson nýr landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta

Geir Sveinsson verður kynntur sem nýr landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta í dag. Handknattleikssamband Íslands (HSÍ) mun halda blaðamannafund í dag og samkvæmt heimildum Vísis verður Geir formlega kynntur sem þjálfari liðsins.
31.mar. 2016 - 13:21 Ágúst Borgþór Sverrisson

Guðjón Valur vill hinseginfræðslu fyrir þjálfara og segir fáránlegt að gera mál úr kynhneigð fólks

„Ef einhver vill lýsa því yfir að hann sé samkynhneigður þá skiptir miklu máli hvernig liðið er og þjálfarinn auðvitað líka. Þess vegna ætti hinseginfræðsla að vera hluti af þjálfaranámi,“ segir Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði og leikmaður Barcelona í handbolta.

29.mar. 2016 - 19:24 Ágúst Borgþór Sverrisson

Svona þekkjum við strákana: Frábær viðsnúningur gegn Grikkjum

Íslendingar unnu frábæran baráttusigur gegn Grikkjum í vináttuleik í Aþenu í kvöld, 3-2, eftir að Grikkir höfðu komist í 2-0 forystu í fyrri hálfleik. Íslenska liðið hóf leikinn af krafti og meðal annars átti Emil Hallfreðsson skot í þverslána úr aukaspyrnu.
29.mar. 2016 - 09:00 Ágúst Borgþór Sverrisson

Grikkland – Ísland í dag: Kominn tími á sigur hjá strákunum

Landsliðið á æfingu í Aþenu  Mynd: KSÍ Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Grikkjum í dag í þriðja síðasta undirbúningsleik sínum fyrir EM í Frakklandi. Leikurinn fer fram á heimavelli stórliðsins Olympiakos í Aþenu og verður í beinni útsendingu Sjónvarpsins. Útsendingin hefst kl. 17.15.
24.mar. 2016 - 22:05 Ágúst Borgþór Sverrisson

Guðjón Þórðarson um leik íslenska liðsins í kvöld: „Aldrei gott þegar menn halda að þeir séu betri en þeir eru“

Guðjón Þórðarson, fyrrverandi þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, var ekki hrifinn af leik liðsins í vináttuleiknum gegn Dönum í kvöld en leikurinn tapaðist 1-2. Guðjón segir agaleysi hafa einkennt leik liðsins og að einfaldleikinn þurfi að vera ríkjandi í leik íslenska liðsins.
24.mar. 2016 - 21:12 Ágúst Borgþór Sverrisson

Afleitur seinni hálfleikur gegn Dönum en góðar lokamínútur: 1-2 tap gegn Danmörku

Það verður að segjast eins og er að íslenska lítur ekkert sérstaklega vel út eftir tapleik gegn Dönum í Herning í kvöld, 1-2. Þó voru ýmsir ljósir kaflar í leik liðsins en heildarsvipurinn var ekki nægilega góður. Arnór Ingvi Traustason skoraði mark Íslands undir lok leiksins.
24.mar. 2016 - 11:00

Er fyrsti sigurinn gegn Dönum í augsýn? Knattspyrnulandsliðið keppir við Dani í kvöld: Bein útsending á RÚV

Íslenska landsliðið í knattspyrnu mætir Dönum í kvöld í vináttulandsleik sem háður verður í Herning í Danmörku. Leikurinn er liður í undirbúningi íslenska landsliðsins fyrir lokakeppni EM sem háð verður í Frakklandi í sumar.

Prentmet:  NRS E