05. jún. 2012 - 20:48

Hann er sköllóttur. Skegg hans er rauðara en rautt. En er Hjálmar besti íþróttafréttamaður heims?

Hjálmar Örn er Jóhannsson.

Hjálmar Örn er Jóhannsson.

Hjálmar Örn Jóhannsson er enginn venjulegur maður. Hann er þvert á móti mjög óvenjulegur maður. Ekki aðeins er maðurinn nauðasköllóttur, heldur er sítt skegg hans rauðara en rautt. En hvað skiptir það máli, þegar um er að ræða einn allra besta íþróttafréttamann í heimi? 

Það verður fjör á Íþróttadeild Pressunnar í sumar. Þar mun Hjálmar Örn Jóhannsson flytja okkur skemmtilegar og lifandi fréttir úr íþróttaheiminum ásamt því að fara víða með myndavélina.

Meðal annars mun reyna á fótboltahæfileika forsetaframbjóðendanna og þekkingu þeirra á margvíslegum staðreyndum sem tengjast sjálfum Ólympíuleikunum. Aukinheldur hyggst Hjálmar láta einn öflugasta einkaþjálfara landsins taka sig í gegn.

Og hverju mega lesendur Pressunnar eiginlega eiga von á?

Þetta leggst bara vel í mig og sumarið lofar góðu enda nógu af að taka,  Evrópumótið í knattspyrnu verður í júní og svo Ólympíuleikarnir í júlí ásamt auðvitað Pepsí deildinni og allskonar öðrum tegundum íþrótta

segir Hjálmar, sem sjálfur er fjölhæfur íþróttamaður þótt afrekaskráin á íþróttasviðinu sé í styttri kantinum.

Og okkar maður heldur áfram:

Vonandi verð ég svo kominn í gott form í sumar og á góðan vin eða vinkonu sem er orðinn forseti.

Hér fyrir neðan má sjá kynningarmyndband fyrir íþróttasumarið á Pressunni og lofar það mjög góðu...
22.ágú. 2014 - 09:59 Sigurður Elvar

Gunnar Nelson með hnyttin tilsvör á blaðamannafundi í Stokkhólmi

Gunnar Nelson verður aðalnúmerið á bardagakvöldi UFC sem fram fer á í Stokkhólmi þann 4. október og er íslenski bardagamaðurinn staddur í Svíþjóð þar sem hann er að kynna MMA og UFC bardagann.
22.ágú. 2014 - 08:54 Sigurður Elvar

Mario Balotelli á leiðinni til Liverpool frá AC Milan

Ítalski landsliðsframherjinn Mario Balotelli er á leiðinni til Liverpool frá AC Milan á Ítalíu en BBC greindi frá því í gær að félögin hafi komist að samkomulagi um kaupverðið. Liverpool greiðir 16 milljónir punda eða sem nemur 3 milljörðum kr. fyrir Balotelli sem er 24 ára gamall.
21.ágú. 2014 - 09:00 Sigurður Elvar

Myndasyrpa: Stórkostleg stemning í Laugardalnum þrátt fyrir 3-0 tap Stjörnunnar gegn Inter

Það var stórkostleg stemning í gær á Laugardalsvelli þegar Stjarnan úr Garðabæ tók á móti ítalska stórliðinu Inter í fyrri leiknum um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu karla. Ítalska liðið hafði betur 3-0 og er með vænlega stöðu fyrir síðari leikinn á hinum sögufræga San Síró leikvangi sem fram fer á fimmtudaginn í næstu viku.
21.ágú. 2014 - 08:42 Sigurður Elvar

Stórleikur hjá kvennalandsliðinu gegn Dönum í kvöld – stjörnurnar mótmæla því að HM 2015 verður á gervigrasi

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Dönum í kvöld í undankeppni HM 2015 á Laugardalsvelli. Leikurinn er gríðarlega mikilvægur en með sigri er Ísland í góðri stöðu með að tryggja sér umspilsleiki um sæti á lokamótinu sem fram fer í Kanada á næsta ári. Leikurinn hefst kl. 19.30 og má nálgast rafræna leikskrá KSÍ með því að smella hér.
20.ágú. 2014 - 20:46 Sigurður Elvar

Magnaður sigur á Bretum - Ísland á EM í körfubolta í fyrsta sinn í sögunni

Jón Arnór Stefánsson fór fyrir íslenska liðinu í kvöld. Mynd/Getty Ísland tryggði sér sæti í lokakeppni Evrópumeistaramótsins í körfuknattleik karla í kvöld með stórkostlegum 71-69 sigri gegn Bretum í kvöld í London. Með sigrinum er öruggt að Ísland nær öðru sæti riðilsins en Bosnía er efst í riðlinum.
19.ágú. 2014 - 23:39

Sænskir aðdáendur fundu Gunnar Nelson á fimm sekúndum: Gunnar vinsæll í Svíþjóð

Það tók sænsku aðdáendurna aðeins 5 sekúndur að finna Gunnar Nelson á Sergels torginu í Stokkhólmi í dag en UFC gaf fyrstu aðdáendunum sem fundu Gunnar á torginu miða á UFC keppnina sem fer fram í Stokkhólmi þann 4. október næstkomandi. Gunnar hafði rétt stigið út úr bifreiðinni sem flutti hann á torgið þegar fyrsti aðdáandinn kom hlaupandi og fjöldi fylgdi svo í kjölfarið. Allir miðar og bolir sem UFC gaf fóru út á örskammri stundu eða á innan við 5 mínútum.
19.ágú. 2014 - 18:58 Sigurður Elvar

Helgi Sveinsson bætti Evrópumeistaratitlinum í safnið í Swansea

Spjótkastarinn Helgi Sveinsson fagnaði Evrópumeistaratitlinum í flokki T42 á EM fatlaðra sem fram fer í Swansea í Wales. Helgi er því Evrópu – og heimsmeistari í þessum flokki í spjótkasti en hann sigraði á HM sem fram fór í Lyon í Frakklandi fyrir ári síðan. Hann varð fimmti á Ólympíumótinu í London árið 2012. Vísir.is greinir frá.  
19.ágú. 2014 - 14:45 Sigurður Elvar

Skemmtilegt myndband frá Silfurskeiðinni – styttist í stórleikinn gegn Inter á Laugardalsvelli

Stjarnan mætir stórliði Inter Milan frá Ítalíu á Laugardalsvelli á miðvikudaginn í Evrópudeildinni. Þetta er einn stærsti knattspyrnuleikur sem farið hefur fram á Íslandi á síðari árum og árangur Stjörnunnar í Evrópukeppninni fram til þessa hefur verið stórkostlegur.
19.ágú. 2014 - 12:32 Sigurður Elvar

Fimm kylfingar fá styrki úr Forskoti – afrekssjóði kylfinga

Í dag var tilkynnt hvaða kylfingar sem styrktir eru af Forskoti, afrekssjóði kylfinga. Stofnendur sjóðsins eru Eimskip, Valitor, Íslandsbanki, Icelandair Group og Golfsamband Íslands. Styrkina hljóta Birgir Leifur Hafþórsson, Ólafur Björn Loftsson, Axel Bóasson, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir.
18.ágú. 2014 - 08:08 Sigurður Elvar

Myndband: Markvörður skoraði af 90 metra færi í Hollandi

Það þykir ávallt fréttaefni þegar markverðir skora í knattspyrnuleik. Erik Cummins markvörður hollenska liðsins Go Ahead Eagles skoraði frábært mark af um 90 metra færi í hollensku úrvalsdeildinni um helgina.
16.ágú. 2014 - 14:35 Sigurður Elvar

Gylfi Þór hetja Swansea - skoraði sigurmarkið í 2-1 sigri gegn Man Utd á Old Trafford

Gylfi Þór Sigurðsson átti frábæran leik með Swansea í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar í dag gegn Manchester United á Old Trafford. Íslenski landsliðsmaðurinn skoraði sigurmark leiksins í 2-1 sigri Swansea og hann lagði einnig upp fyrra mark liðsins.
16.ágú. 2014 - 07:00 Sigurður Elvar

Enski boltinn byrjar í dag – hverju spá sérfræðingarnir?

Keppni í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hefst í dag. Mikil eftirvænting ríkir hjá stuðningsmönnum þeirra liða sem skipa efstu deildina á Englandi. Manchester City hefur titil að verja og er liðið til alls líklegt í titilvörninni. Pressan.is fékk nokkra vel valda sérfræðinga til þess að velta fyrir sér gangi mála í ensku úrvalsdeildinni í vetur og spurningarnar voru eftirfarandi.

15.ágú. 2014 - 10:00 Sigurður Elvar

Gullið dæmt af skapbráða Frakkanum eftir umdeilt fagn á EM í frjálsum í Sviss

Mahiedine Mekhissi-Benabbad fagnaði gríðarlega þegar hann kom langfyrstur í mark í 3.000 metra hindrunarhlaupi á Evrópumeistaramótinu í Sviss í gær. Frakkinn reif sig úr keppnisbolnum á lokasprettinum og fagnaði með tilþrifum en sú ákvörðun reyndist dýrkeypt.
14.ágú. 2014 - 13:15 Sigurður Elvar

Bestu íþróttamyndir vikunnar frá Getty

Það er ávallt mikið um að vera á íþróttasviðinu á heimsvísu á hverjum einasta degi ársins. Ljósmyndarar Getty velja í hverri viku áhugaverðustu myndirnar að þeirra mati og hér fyrir neðan má sjá þær myndir sem urðu fyrir valinu í þessari viku.
14.ágú. 2014 - 10:15 Sigurður Elvar

Barnabarn og alnafni fyrsta Íslandsmeistarans í golfi á meðal keppenda á Garðavelli

Ólafur Gíslason og Gísli Ólafsson með verðlaunagripi sem fyrsti Íslandsmeistarinn í golfi eignaðist snemma á fimmta áratug síðustu aldar Gísli Ólafsson, læknir úr Reykjavík, varð fyrstur allra til þess að hampa Íslandsmeistaratitlinum í golfi árið 1942. Barnabarn Gísla og alnafni, Gísli Ólafsson úr Golfklúbbnum Kili í Mosfellsbæ, verður á meðal keppenda á sjötta mótinu á Eimskipsmótaröðinni sem fram fer á Garðavelli á Akranesi um næstu helgi. Í viðtali sem birt var í þriðja tölublaði Golf á Íslandi sem kom út nýverið segir Gísli að hann vonist til þess að geta fetað í fótspor afa síns – sem er hans helsta fyrirmynd í golfinu.
13.ágú. 2014 - 11:32 Sigurður Elvar

Besti árangur Anítu á árinu dugði til – keppir í undanúrslitum á EM í Sviss

Aníta Hinriksdóttir hleypur í undanúrslitum í 800 metra hlaupi á morgun á Evrópumeistaramótinu í Zürich í Sviss. Aníta endaði í fimmta sæti í sínum riðli í undanrásum í morgun en náði besta árangri sínum á þessum ári og dugði það til þess að komast áfram.
13.ágú. 2014 - 09:20 Sigurður Elvar

Dýrasti knattspyrnumaður heims mætir „massaður“ til leiks – reif ekki í lóðin í sumar

Gareth Bale og félagar hans í spænska stórliðinu Real Madrid lönduðu fyrsta titli tímabilsins í gærkvöld þegar liðið sigraði Sevilla 2-0 í keppni um Ofurbikarinn í Evrópu. Þar áttust við sigurliðin úr Meistaradeildinni og Evrópudeildinni. Leikurinn fór fram í heimalandi Bale, Wales, og hinn 25 ára Bale lagði upp fyrsta mark leiksins.
13.ágú. 2014 - 08:47 Sigurður Elvar

LA Clippers komið í góðar hendur – fyrrum stjórnandi hjá Microsoft keypti félagið af hinum umdeilda Sterling

Fyrrum stjórnandi hjá Microsoft fyrirtækinu hefur keypt NBA liðið Los Angeles Clippers. Steve Ballmer er eigandi Clippers en hann greiðir um 230 milljarða kr. fyrir félagið sem var í eigu hins umdeilda Donald Sterling.
11.ágú. 2014 - 09:26 Sigurður Elvar

Rory McIlroy er óstöðvandi – landaði fjórða risatitlinum í myrkrinu á Valhalla

Rory McIlroy sigraði á PGA meistaramótinu sem lauk seint í gærkvöldi á Valhalla vellinum í Kentucky í Bandaríkjunum. Þetta er fjórði risatitill Norður-Írans á ferlinum en hann hefur nú sigrað á tveimur risamótum í röð og er sá fyrsti frá árinu 2008 sem nær þeim árangri. Það virðist fátt getað stöðvað hinn 25 ára gamla Norður-Íra þessa dagana en mótið í gær var þriðja mótð í röð sem hann vinnur en hann sigraði á WGC heimsmótinu eftir sigurinn á Opna breska meistaramótinu í júlí.
11.ágú. 2014 - 09:00 Sigurður Elvar

Louis van Gaal tekur til í herbúðum Manchester United – fimm leikmenn á förum

Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur nýtt undanfarnar vikur til þess að rýna betur í leikmannahóp liðsins í æfinga – og keppnisferð enska stórliðsins í Bandaríkjunum. Það er ljóst að hollenski knattspyrnustjórinn mun fækka í leikmannahópnum og selja leikmenn sem hann vill losna við. Breska dagblaðið Daily Mail greinir frá því að fimm leikmenn hafi nú þegar fengið þau skilaboð frá van Gaal að þeir séu ekki í framtíðarplönum hans.
11.ágú. 2014 - 08:34 Sigurður Elvar

Tvöfaldur sigur hjá Keili úr Hafnarfirði í Sveitakeppni Golfsambands Íslands – lokastaðan í öllum deildum

Kvennasveit Keilis sem sigraði í 1. deild kvenna. Leikið var í fimm deildum í karlaflokki og tveimur deildum í kvennaflokki í Sveitakeppni Golfsambands Íslands um helgina. Golfklúbburinn Keilir fagnaði sigri í karla – og kvennaflokki í 1. deild en lokastaðan í öllum deildum er hér fyrir neðan:
10.ágú. 2014 - 19:33 Sigurður Elvar

Arsenal með yfirburði gegn Englandsmeistaraliðinu á Wembley – öruggur 3-0 sigur

Arsenal var með mikla yfirburði í dag þegar liðið lagði Manchester City 3-0 í leik um Samfélagsskjöldinn en þar áttust við bikarmeistarar síðasta tímabils og Englandsmeistaralið Manchester City.  Santi Cazorla, Aaron Ramsey og Olivier Giroud skoruðu mörk bikarmeistaraliðs Arsenal en Man City átti aldrei möguleika í þessum leik.
08.ágú. 2014 - 07:00 Sigurður Elvar

Er þetta mark ársins 2014 - Claire Lavogez með þrumufleyg fyrir Frakka

Claire Lavogez frá Frakklandi stimplaði sig inn í keppnina um mark ársins með þessu stórkostlega skoti á HM 20 ára.  Lavogez þrumaði boltanum að marki í leik gegn Kosta-Ríka og eins og sjá má í myndbandinu gerast mörkin ekki mikið fallegri. Frakkar skoruðu 5 mörk gegn 1 í þessum leik og sigurinn var því öruggur.
07.ágú. 2014 - 11:30 Sigurður Elvar

Miklar breytingar á leikmannahópum í ensku úrvalsdeildinni – keppni hefst 16. ágúst

Það styttist í að keppni hefst að nýju í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Manchester City hefur titil að verja en fyrsta umferð fer fram 16. ágúst. Miklar breytingar hafa verið á leikmannahópum þeirra liða sem leika í ensku úrvalsdeildinni og hér fyrir neðan má sjá hvernig staðan er í dag hjá liðunum – hverjir eru komnir og hverjir eru farnir. Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson er farinn frá Swansea en hann skrifaði nýverið undir samning við Swansea í Wales.
06.ágú. 2014 - 18:45

Hrafn Jökulsson sest á ný í ritstjórastólinn: Heimasíða Hróksins í loftið full af fróðleik

Skákfélagið Hrókurinn hefur hleypt af stokkunum nýrri heimasíðu, hrokurinn.is, sem ætluð er áhugafólki á öllum aldri. Þar er hægt að nálgast fréttir, fróðleik og fræðslu, og áhersla lögð á skemmtileg efnistök. Hrafn Jökulsson ritstýrir vefnum en hann hefur meðal annars ritstýrt Alþýðublaðinu og Mannlíf.
06.ágú. 2014 - 12:40 Sigurður Elvar

Becky Hammon fyrsta konan í þjálfarateymi hjá NBA liði –aðstoðarþjálfari hjá meistaraliði San Antonio

Forráðamenn meistaraliðs San Antonio Spurs í NBA deildinni, hafa ráðið  Becky Hammon í aðstoðarþjálfarateymi liðsins. Hún er fyrsta konan sem fær slíkt starf í NBA deildinni – sem starfsmaður á launum.
06.ágú. 2014 - 11:03 Sigurður Elvar

LeBron James er besti íþróttamaður heims að mati Sports Illustrated - Cristiano Ronaldo í öðru sæti

LeBron James er besti íþróttamaður heims að mati Sports Illustrated - Cristiano Ronaldo í öðru sæti. Bandaríska íþróttatímaritið Sports Illustrated hefur tekið saman lista yfir 50 karla sem sérfræðingar tímaritsins telja vera bestu alhliða íþróttamenn veraldar.  Hraði, styrkur, samhæfing og þol eru útgangspunktarnir á þessum lista og eru gefin stig á bilinu 0-10 fyrir hvern af þessum fjórum flokkum og sá sem fær flest stig er besti íþróttamaðurinn að mati SI.
05.ágú. 2014 - 07:00 Sigurður Elvar

UEFA vill sjá stjörnurnar í úrslitaleik Meistaradeildarinnar – gulu spjöldin þurrkast út eftir átta liða úrslitin

Xabi Alonso leikmaður Real Madrid sat á meðal áhorfenda þegar Real Madrid og Atletico Madrid léku til úrslita í Meistaradeild Evrópu í maí s.l. Spænski landsliðsmaðurinn tók þá út leikbann fyrir að hafa fengið sitt þriðja gula spjald í átta-liða úrslitum og undanúrslitum keppninnar.
04.ágú. 2014 - 12:43 Sigurður Elvar

Tiger Woods meiddist á ný – tímabilið gæti verið á enda

Það er óvíst hvort Tiger Woods taki þátt á fjórða og síðasta risamóti ársins í golfi en bandaríski kylfingurinn meiddist í baki á lokahringnum á WGC heimsmótinu í gær. Woods hætti keppni eftir 9 holur en þetta var þriðja mótið sem hann tekur þátt í eftir að hann fór í aðgerð vegna bakmeiðsla í lok mars á þessu ári.
03.ágú. 2014 - 12:23 Sigurður Elvar

Fljótasti maður heims ætlar að hætta eftir ÓL í Rio de Janeiro árið 2016

Usain Bolt tryggði Jamaíku gullverðlaun í 4x100 metra boðhlaupi á Samveldisleikunum sem fram fara í Glasgow þessa dagana. Eftir hlaupið gaf heimsmethafinn það út að hann ætlar að draga sig í hlé frá keppni í frjálsíþróttum eftir Ólympíuleikana í Rio de Janeiro árið 2016. Næstu Samveldisleikar fara fram í Ástralíu eftir fjögur ár og segir Bolt að hann verði ekki með á þeim leikum.
01.ágú. 2014 - 10:17 Sigurður Elvar

Myndband: Er næsti Lionel Messi frá Noregi? – hinn 15 ára gamli Ødegaard er gríðarlegt efni

Hinn 15 ára gamli Martin Ødegaard, sem leikur með norska liðinu Strømsgodset , hefur vakið gríðarlega athygli í sumar. Ødegaard þykir eitt mesta efni sem hefur komið fram í Noregi.
31.júl. 2014 - 06:00 Sigurður Elvar

Dómarar verða með „froðuspreybrúsann“ í ensku úrvalsdeildinni í vetur

Spreybrúsinn sem dómararnir á HM í Brasilíu notuðu í sumar vakti mikla lukku og gerði froðan sem dómarinn spreyaði á grasið fyrir framan varnarvegginn sitt gagn. Enska knattspyrnusambandið og samtök liða í ensku úrvalsdeildinni hafa samþykkt að dómarar noti „froðuna“ í leikjum á næsta tímabili. Frá þessu var greint á Twitter síðu ensku úrvalsdeildarinnar.
30.júl. 2014 - 10:03 Sigurður Elvar

Eiður Smári æfir með OB í Danmörku – fylgist með syni sínum í U17 ára landsliði Íslands

Eiður Smári Guðjohnsen, æfir þessa dagana með danska liðinu OB í Óðinsvéum í Danmörku. Markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins er ekki að leita eftir því að fá samning við félagið en hann er staddur með syni sínum, Sveini Aroni Guðjohnsen, sem er að leika með unglingalandsliði Íslands á Norðurlandamóti U-17 ára.
29.júl. 2014 - 17:30

16 ára leikmaður í tólf mánaða bann

Leikmaður 2. flokks Sindra hefur verið dæmdur í tólf mánaða keppnisbann fyrir að ráðast á andstæðing með spörkum. Árásin átti sér stað í leik Sindra gegn Snæfellsnesi. Fotbolti.net greinir frá.
29.júl. 2014 - 15:40 Sigurður Elvar

Myndband: Magnaðir sóknar – og varnartilburðir í borðtennis – skiptust á um að slá í 41 skipti

Bortenniskeppnin á Commonwealth leikunum er ekki stærsti íþróttaviðburður heims en atvik úr undanúrslitaleik Segun Toriola frá Nígeríu og Gao Ning frá Singapúr hefur vakið mikla athygli.
29.júl. 2014 - 09:50 Sigurður Elvar

Fimmfaldur Ólympíumeistari í sundi innbyrti 10.000 hitaeiningar í hádeginu

Sundíþróttin hefur átt miklum vinsældum að fagna í Bandaríkjunum á undnförnum árum. Michael Phelps er einn þekktasti íþróttamaður heims eftir frækin afrek á stórmótum og Ryan Lochte er einnig vel þekktur. Það þarf að æfa gríðarlega mikið til þess að ná að vera í fremstu röð í sundíþróttinni og það þarf mikla orku til þess.
29.júl. 2014 - 08:00

Kínverskir hlauparar hissa: Verktakar gerðu hlaupabrautina ferhyrnda

Kínverskir hlauparar eru furðu lostnir eftir að ákveðið að endurnýja hlaupabraut í Heilongjiang í norðausturhluta Kína. Hefðinni samkvæmt eru hlaupabrautir nær því að vera hringlaga en kassalaga, en það létu verktakarnir sem ráðnir voru til að sinna verkefninu ekki á sig fá.
28.júl. 2014 - 11:48 Sigurður Elvar

Birgir Leifur Íslandsmeistari í sjötta sinn – Ólafía Þórunn fagnaði sínum öðrum titli

Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR eru Íslandsmeistari í höggleik árið 2014. Lokadagur Íslandsmótsins á Eimskipsmótaröðinni fór fram á í gær á Leirdalsvelli hjá GKG. Þetta í sjötta sinn sem Birgir  fagnar þessum titli.
25.júl. 2014 - 20:00

Íslendingar vilja berjast og slást: Aðsókn í Mjölni eykst jafnt og þétt

Blandaðar baradagaíþróttir njóta sívaxandi vinsælda hér á landi þó svo að einnig megi heyra gagnrýnisraddir. Svo virðist sem að sigurganga Gunnars Nelson innan MMA heimsins hafi kynt þónokkuð undir áhuga Íslendinga á greininni en eins og Pressan greindi frá síðastliðinn laugardag fór Gunnar með sigur af hólmi á nýafstöðnu UFC bardagakvöldi í Dublin og er nú ósigraður í 14 bardögum. Íþróttafélagið Mjölnir er miðstöð baradagaíþrótta hér á landi en þar hefur aðsóknin farið sívaxandi allt frá byrjun.
25.júl. 2014 - 09:03 Sigurður Elvar

Rástímar og staða á öðrum keppnisdegi Íslandsmótsins á Leirdalsvelli

Annar keppnisdagur á Íslandsmótinu í höggleik hófst kl. 7.30 á Leirdalsvelli í dag. Keppendum verður fækkað að loknum 36 holum og komast 72 efstu í  karlaflokki áfram og 18 efstu í kvennaflokki. Tveir efstu kylfingar mótsins, Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG og Gísli Sveinbergsson úr GK eru áfram saman í ráshóp og hefja þeir leik kl. 14.00. Í kvennaflokki fer Valdís Þóra Jónsdóttir úr GL af stað kl. 11.30 og Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR sem deilir efsta sætinu með henni fer út kl. 12.00.  
25.júl. 2014 - 09:00 Sigurður Elvar

„Henni líður mjög illa núna“ – Aníta hætti keppni í úrslitahlaupinu á HM

Aníta Hinriksdóttir náði ekki að ljúka við úrslitahlaupið í 800 metra hlaupi á heimsmeistaramóti ungmenna í frjálsíþróttum í gærkvöld. Mótið fer fram í Eugene í Bandaríkjunum. Aníta hljóp fyrri hringinn mjög hratt og var hún fremst á þeim tíma. Þegar 200 metrar voru eftir fóru tveir ástralskir keppendur framúr Anítu sem virtist ekki eiga meiri orku eftir.
24.júl. 2014 - 00:18 Sigurður Elvar

Sé eftir því að hafa ekki byrjað fyrr - formaður GKG lætur sig dreyma um gott veður í Leirdalnum

Guðmundur Oddsson formaður GKG lætur sig dreyma um góðviðri og fjölmenni á Íslandsmótinu í höggleik en ítarlegt viðtal er við Guðmund í 3. tbl. tímaritsins Golf á Íslandi sem kom út í þessari viku. Formaðurinn hefur í mörg horn að líta þessa dagana þar sem að Íslandsmótið í golfi hefst á fimmtudaginn á Leirdalsvelli en skólastjórinn fyrrverandi úr Kársnesskóla í Kópavogi, sér á hverjum degi eftir því að hafa ekki byrjað í golfíþróttinni fyrr á ævinni en hann hefur gegnt embætti formanns Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar í níu ár.
23.júl. 2014 - 23:51

Yrði skemmtilegt ef ég þyrfti að afhenda sjálfum mér bikarinn

Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands meðal þátttakenda á Íslandsmótinu í höggleik 2014. Haukur Örn er í viðtali í nýjasta tölublaði Golf á Íslandi sem kom út í vikunni.
23.júl. 2014 - 20:00 Sigurður Elvar

Swansea keypti Gylfa Þór fyrir 2 milljarða kr.- dýrasti knattspyrnumaður Íslands

Gylfi Þór Sigurðsson skrifaði í dag undir fjögurra ára samning við enska úrvalsdeildarliðið Swansea. Íslenski landsliðsmaðurinn þekkir vel til í herbúðum liðsins þar sem hann lék sem lánsmaður síðari hluta keppnistímabilsins 2011-2012. Swansea, sem er í Wales, kaupir Gylfa á 10 milljónir punda eða rétt tæplega 2 milljarða kr. frá Tottenham þar sem Gylfi Þór hafði leikið í tvö ár.
23.júl. 2014 - 12:15 Sigurður Elvar

Ekki tapa þér! – umhugsunarefni hvernig áhorfendur hegða sér á knattspyrnuleikjum barna

KSÍ hefur sett á laggirnar samfélagslega verkefnið „Ekki tapa þér!“ sem miðar að því að vekja fólk til umhugsunar um hegðun áhorfenda á knattspyrnuleikjum barna. 
22.júl. 2014 - 08:30 Sigurður Elvar

Gylfi Þór á leiðinni til Swansea - á förum frá Tottenham í skiptum fyrir tvo leikmenn

Enska dagblaðið Daily Mail greinir frá því að Gylfi Þór Sigurðsson sé á leiðinni til  enska úrvalsdeildarliðsins Swansea. Gylfi Þór hefur yfirgefið Tottenham sem er í æfinga – og keppnisferð í Bandaríkjunum.
21.júl. 2014 - 11:00 Sigurður Elvar

Rory fékk 200 milljónir kr. fyrir sigurinn – pabbi hans fékk 40 miljónir fyrir 10 ára gamalt veðmál

Rory McIlroy sigraði á Opna breska meistaramótinu sem lauk í gær á Royal Liverpool vellinum í Hoylake. Þetta er fyrsti sigur Norður-Írans á þessu risamóti og alls hefur hann sigrað á þremur risamótum. Sigur McIlroy var aldrei í stórkostlegri hættu á lokahringnum þar sem hann var með sex högga forskot fyrir lokahringinn.
19.júl. 2014 - 20:28

Gunnar Nelson með öruggan sigur: „Bestu áhorfendur ever“

Gunnar Nelsson vann öruggan sigur á Bandaríkjamanninum Zak Cummings í UFC-bardagadeildinni í Dyflinni í kvöld. Mikil spenna ríkti fyrir þessum fjórða UFC bardaga Gunnars á ferlinum og höfðu flestir veðbankar spáð Gunnari öruggum sigri. Stuðningur áhorfenda við Gunnar leyndi sér ekki enda augljóst að hann nýtur mikillar hylli hjá Írum, og sungu áhorfendur ,,Let go Nelson"  undir bardaganum.
18.júl. 2014 - 20:36 Sigurður Elvar

Corinna Schumacher skrifaði opið bréf til stuðingsmanna Michael Schumacher

Corinna Schumacher, eiginkona Michael Schumacher, skrifaði bréf til stuðningsmanna og aðdáenda hans. Bréfið var í birt í dag.  Schumacher hefur á undanförnu hálfu ári verið haldið sofandi á gjörgæslu á frönsku sjúkrahúsi eftir höfuðhögg sem hann fékk þegar hann féll í skíðabrekku í Frakklandi.
18.júl. 2014 - 08:20 Sigurður Elvar

Hvernig er staðan á Opna breska? – bein lýsing frá öðrum keppnisdegi

Annar keppnisdagur á Opna breska meistaramótinu á Royal Liverpool vellinum í Hoylake stendur nú yfir. Keppni hófst snemma í morgun og síðustu ráshóparnir koma inn um kvöldmatarleytið. Fækkað verður um nánast helming í keppendahópnum eftir daginn í dag og er því að miklu að keppa. Rory McIlroy, sem var efstur eftir fyrsta hringinn, þar sem hann lék á 66 höggum eða -6 fer af stað kl. 14.27 í dag.

Sena - Háskólabíó - Íslenskar myndir
Félag L Mun Stig
1 KR 22 +23 52
2 FH 22 +25 47
3 Stjarnan 22 +9 43
4 Breiðablik 22 +10 39
5 Valur 22 +14 33
6 ÍBV 22 -2 29
7 Fylkir 22 0 26
8 Þór 22 -13 24
9 Keflavík 22 -14 24
10 Fram 22 -11 22
11 Víkingur Ó. 22 -14 17
12 ÍA 22 -27 11