05. jún. 2012 - 20:48

Hann er sköllóttur. Skegg hans er rauðara en rautt. En er Hjálmar besti íþróttafréttamaður heims?

Hjálmar Örn er Jóhannsson.

Hjálmar Örn er Jóhannsson.

Hjálmar Örn Jóhannsson er enginn venjulegur maður. Hann er þvert á móti mjög óvenjulegur maður. Ekki aðeins er maðurinn nauðasköllóttur, heldur er sítt skegg hans rauðara en rautt. En hvað skiptir það máli, þegar um er að ræða einn allra besta íþróttafréttamann í heimi? 

Það verður fjör á Íþróttadeild Pressunnar í sumar. Þar mun Hjálmar Örn Jóhannsson flytja okkur skemmtilegar og lifandi fréttir úr íþróttaheiminum ásamt því að fara víða með myndavélina.

Meðal annars mun reyna á fótboltahæfileika forsetaframbjóðendanna og þekkingu þeirra á margvíslegum staðreyndum sem tengjast sjálfum Ólympíuleikunum. Aukinheldur hyggst Hjálmar láta einn öflugasta einkaþjálfara landsins taka sig í gegn.

Og hverju mega lesendur Pressunnar eiginlega eiga von á?

Þetta leggst bara vel í mig og sumarið lofar góðu enda nógu af að taka,  Evrópumótið í knattspyrnu verður í júní og svo Ólympíuleikarnir í júlí ásamt auðvitað Pepsí deildinni og allskonar öðrum tegundum íþrótta

segir Hjálmar, sem sjálfur er fjölhæfur íþróttamaður þótt afrekaskráin á íþróttasviðinu sé í styttri kantinum.

Og okkar maður heldur áfram:

Vonandi verð ég svo kominn í gott form í sumar og á góðan vin eða vinkonu sem er orðinn forseti.

Hér fyrir neðan má sjá kynningarmyndband fyrir íþróttasumarið á Pressunni og lofar það mjög góðu...
(21-30) RÚN: CR7 nærbuxur - júní
27.jún. 2016 - 22:00 Eyjan

Heimsbyggðin fagnar með Íslandi eftir stórbrotinn sigur

Ísland er eftirlæti heimsbyggðarinnar eftir ógleymanlegan sigur á stjörnum prýddu ensku landsliði. Ísland er á allra vörum á samskiptamiðlum víðs vegar um heiminn.
27.jún. 2016 - 21:19 Ari Brynjólfsson

Hodgson hættur

Roy Hodgson þjálfari enska landsliðsins var að segja af sér eftir ósigur Englands gegn Íslandi. Staðan var 2-1 í hálfleik fyrir Íslandi og setti Hodgson inn Jamie Vardy, Jack Wilshere og Marcus Rashford til að reyna að rétta stöðuna en allt kom fyrir ekki.
27.jún. 2016 - 21:00 Ari Brynjólfsson

Þjóðhetjur! Ísland 2 – England 1 Við erum komin í 8-liða úrslit

Mikil spenna var í loftinu fyrir leik Íslands og Englands í 16-liða úrslitum á EM í Frakkalndi sem var að ljúka rétt í þessu. Wayne Rooney skoraði fyrir England í vítaspyrnu á fjórðu mínútu en Ragnar Sigurðsson svaraði fyrir hönd Íslands tveimur mínútum síðar. Kolbeinn Sigþórsson kom Íslandi svo yfir á 18.mínútu. 3000 Íslendingar voru á vellinum í Nice, það eru engin orð sem geta lýst stemmingunni í stúkunni. Ísland er komið í 8-liða úrslit á sínu fyrsta stórmóti í knattspyrnu karla. Ísland mætir Frökkum í París á sunnudaginn.
27.jún. 2016 - 16:30 Ari Brynjólfsson

Englendingar eru forvitnir um Ísland – Nokkrar staðreyndir um löndin sem keppa í kvöld

Samsett mynd/EPA

England er mikil knattspyrnuþjóð og lýstu sér sem heimili knattspyrnunnar þegar þeir reyndu án árangurs að fá réttinn til að halda HM í kanttpyrnu karla árið 2018. Hinar opinberu reglur leiksins voru samdar þar í landi árið 1863 og má rekja elstu fótboltaliðin þangað, Sheffield FC var stofnað árið 1857 og það elsta sem enn spilar í atvinnumennsku er Notts County frá Nottingham á Englandi sem var stofnað árið 1862. Englendingar spiluðu sinn fyrsta landsleik árið 1872 en það var heilum 75 árum áður en að KSÍ var stofnað.

27.jún. 2016 - 12:00 Arnar Örn Ingólfsson

Leikurinn gegn Englandi: Það sem þú þarft að vita

Íslenska landsliðið í knattspyrnu karla.
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir því enska í 16 liða úrslitum Evrópumeistaramótsins í knattspyrnu í Nice í Frakklandi í kvöld. Veðbankar virðast hafa litla trú á íslenska liðinu og telja frekar ólíklegt að íslenska liðið sigri leik kvöldsins.

27.jún. 2016 - 10:00 Ari Brynjólfsson

Orkumótið og ÍBV svara þjálfara Gróttu: Mótin verða áfram kynjaskipt

Frá Orkumótinu í Vestmannaeyjum. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd/DV

For­svars­menn Orku­móts­ins í Vest­manna­eyj­um hafa sent frá sér fréttatilkynningu vegna umfjöllunar um að stúlka í Gróttu hafi ekki fengið að spila í leik landsliðs og pressuliðs síðastliðinn föstudag. Stúlkan var tilnefnd af Pétri Má Harðarssyni þjálfara Gróttu en valinu var hafnað af hálfu Orkumótsins vegna þess að hún er stúlka og mótið sé ætlað drengjum.

27.jún. 2016 - 05:17 Kristján Kristjánsson

Lionel Messi hættir með landsliðinu: Segir að honum sé ekki ætlað að vinna titla með liðinu

Argentína tapaði fyrir liði Chile í úrslitum Copa America í nótt eftir vítaspyrnukeppni. Ein aðalstjarna argentínska liðsins, Lionel Messi, brenndi af vítaspyrnu í vítaspyrnukeppninni sem Chile vann 4-2. Í kjölfarið tilkynnti Messi að hann væri hættur að leika með landsliðinu.
26.jún. 2016 - 19:31

Golfklúbbur Reykjavíkur Íslandsmeistari golfklúbba í 1. deild kvenna 2016

Golfklúbbur Reykjavíkur fagnaði sigri í 17. sinn á Íslandsmóti golfklúbba í efstu deild kvenna í dag á Leirdalsvelli hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. GR lagði sveit Keilis í úrslitaleiknum 4 ½ -  ½. en úrslitaleikurinn var mjög spennandi.
26.jún. 2016 - 19:27

Keilir Íslandsmeistari golfklúbba í 1. deild karla 2016

Golfklúbburinn Keilir fagnaði sigri í 1. deild karla á Íslandsmóti golfklúbba 2016 sem lauk í dag á Korpúlfstaðavelli. Keilir sigraði GKG í úrslitaleik 4-1. GR varð í þriðja sæti eftir sigur gegn GM í leikum bronsverðlaunin en GM hafði titil að verja í þessari keppni.  Golfklúbbur Setbergs og Golfklúbbur Borgarness féllu úr 1. deild.
23.jún. 2016 - 22:42

Karlalandsliðið í golfi valið fyrir EM í Lúxemborg

Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari og Birgir Leifur Hafþórsson aðstoðar landsliðsþjálfari hafa valið karlalandsliðið í golfi sem keppir í Evrópukeppni landsliða í  2. deild dagana 6.-9. júlí á Kikiyoka vellinum í Lúxemborg.
23.jún. 2016 - 22:37

Íslenska kvennaliðið klárt fyrir EM á Urriðavelli

Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari hefur valið kvennalandsliðið í golfi sem keppir í Evrópukeppni landsliða hér á Íslandi hjá Golfklúbbnum Oddi dagana 5.-9. júlí.  Mótið, sem fram fer á Urriðavelli er það stærsta sem haldið hefur verið hér á landi og hingað til lands koma allir bestu áhugakylfingar Evrópu í kvennaflokki.
23.jún. 2016 - 10:30 Arnar Örn Ingólfsson

Miðasala á leik Íslands og Englands hefst á hádegi: Það sem þú þarft að vita

Íslenska landsliðið hefur ekki ennþá tapað neinum leik á mótinu.
Mikil eftirvænting er fyrir leik Íslands og Englands í 16 liða úrslitum Evrópumeistaramótsins í knattspyrnu. Miðasalan á leikinn hefst klukkan 12 á hádegi í dag, fimmtudag. Leikurinn fer fram í borginni Nice.

23.jún. 2016 - 07:34 Kristján Kristjánsson

Óaðlaðandi, frábæra Ísland

Knattspyrna þarf ekki að vera falleg til að vera skemmtileg. Hún getur verið skemmtileg á svo margan hátt. Að halda boltanum, góð tækni og flott mörk gera knattspyrnu skemmtilega. Grjóthörð barátta íslensku nýliðanna í úrslitakeppni EM er önnur útgáfa af skemmtun.
22.jún. 2016 - 20:16 Bleikt

Fagnaðarlæti Íslendinga ná nýjum hæðum

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta sigraði Austurríki í dag með tveimur mörkum gegn einu og er komið í 16 liða úrslit á EM 2016. Síðasta markið skoraði Arnór Ingvi aðeins örfáum sekúndum áður en blásið var til leiksloka. Eins og gefur að skilja hafa fagnaðarlætin verið svo gott sem taumlaus og verða það líklega fram eftir kvöldi.


22.jún. 2016 - 19:00 Kristján Kristjánsson

Íslenska ævintýrið heldur áfram - Íslenskt eldgos kemur litla liðinu áfram – Afrek Íslendinga

Eins og um það bil hver einasti Íslendingur veit væntanlega þá vann karlalandsliðið í knattspyrnu það frækilega afrek áðan að komast í 16 liða úrslit EM í Frakklandi Frændur okkar og frænkur á Norðurlöndunum hafa fylgst vel með gengi liðsins á mótinu og styðja það leynt og ljóst. Norrænir fjölmiðlar spara heldur ekki fyrirsagnirnar nú í kvöld að leik loknum.

22.jún. 2016 - 17:57 Ari Brynjólfsson

JÁÁÁÁÁ! Ísland 2 – Austurríki 1: Við erum komin í 16-liða úrslit!

Mikil spenna var í loftinu fyrir leik Íslands og Austurríkissem var að ljúka rétt í þessu, Íslandi dugaði jafntefli en Austurríkismennþurftu að sigra til að komast í 16-liða úrslit.

Jón Daði Böðvarsson skoraði á átjándu mínútu og litlu munaðiað Austurríkismönnum tækist að jafna skömmu síðar í vítaspyrnu en AleksandarDragovic skaut í stöngina. Alessandro Schöpf jafnaði fyrir Austurríkismenn ásextugustu mínútu. Hannes Þór Halldórsson stóð sig eins og hetja í markinu líktog í fyrri leikjum og varði alls 5 bein skot.

Gríðarleg spenna var undir lok leiksins þegar litlu munaðiað Austurríkismönnum tækist að komast yfir, en Arnór Ingvi Traustason skoraði á94 mínútu og tryggði Íslandi sigur.

Ísland mætir Englandi í 16-liða úrslitum á mánudaginn.

22.jún. 2016 - 14:00 Ari Brynjólfsson

Ísland stendur sig svo vel að nú vill Norður-Noregur fá eigin lið: „Auðvelt að gleðjast yfir velgengni Íslendinga“

Árangur Íslands á Evrópumeistaramótinu hefur ekki farið framhjá neinum, fjallað hefur verið um strákana okkar í öllum helstu fjölmiðlum Norðurlandanna og minnst hefur verið á árangurinn beggja vegna Atlantshafsins. Í Aftenposten í dag velta norskir sparkspekingar því fyrir sér hvort Norður-Noregur ætti að fá sitt eigið lið:

22.jún. 2016 - 13:00 Kristján Kristjánsson

Frábær stuðningur Politiken við íslenska landsliðið: Forsíðan í íslensku fánalitunum – Kenna Dönum þjóðsönginn

Danska dagblaðið Politiken lýsti yfir stuðningi við íslenska landsliðið á EM áður en keppnin hófst og hefur staðið þétt við bakið á liðinu og umfjöllun þess um liðið og leiki þess hefur verið mjög á jákvæðum nótum. Blaðið bætir enn í stuðning sinn í dag og reynir meðal annars að kenna Dönum íslenska þjóðsönginn.
22.jún. 2016 - 12:00 Arnar Örn Ingólfsson

Leikurinn gegn Austurríki: Það sem þú þarft að vita

Íslenska karlalandsliðið mætir því Austurríska í París í dag.
Íslenska landsliðið mætir austurríska landsliðinu í knattspyrnu karla á Stade de France í dag klukkan 16:00 á íslenskum tíma. Mikil eftirvænting er fyrir leiknum á meðal Íslendinga, en margir hafa lagt leið sína til Frakklands til að styðja strákana okkar. Pressan tók saman nokkra punkta um leikinn í dag.

21.jún. 2016 - 14:29

KPMG-bikarinn: Gísli og Berglind Íslandsmeistarar í holukeppni

Gísli Sveinbergsson úr Keili og Berglind Björnsdóttir úr GR fögnuðu sigri á KPMG-bikarnum, Íslandsmótinu í holukeppni á Eimskipsmótaröðinni. Þetta eru fyrstu Íslandsmeistaratitlar þeirra í þessari keppni sem fór fram í fyrsta sinn árið 1988.
21.jún. 2016 - 10:25

Í beinni: KPMG-bikarinn, Íslandsmótið í holukeppni

Úrslitaleikirnir í KPMG-bikarnum, Íslandsmótinu í holukeppni í golfi, standa nú yfir á Hólmsvelli í Leiru. Hér fyrir neðan er bein lýsing frá gangi mála. Til úrslita leika Gísli Sveinbergsson, GK - Aron Snær Júlíusson, GKG í karlaflokki. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR og Berglind Björnsdóttir, GR í kvennaflokki. 
20.jún. 2016 - 19:00 Kristján Kristjánsson

Ísland kemst áfram á EM: Segja leikmennina líkjast persónunum í Game of Thrones

Ísland kemst áfram í 16 liða úrslit EM í Frakklandi að mati sérfræðinga Danska ríkisútvarpsins. Þeir segja að samstaða liðsins sé svo mikil og auk þess líkist leikmennirnir persónum úr Game of Thrones.
20.jún. 2016 - 17:29

Ný nöfn verða rituð á verðlaunagripina í KPMG-bikarnum, Íslandsmótið í holukeppni

Það var mikið um að vera á Hólmsvelli í Leiru í dag þar sem leiknar voru tvær umferðir í KPMG-bikarnum, Íslandsmótinu í holukeppni 2016 á Eimskipsmótaröðinni í karla og kvennaflokki. Það er ljóst að ný nöfn verða rituð á verðlaunagripina í ár.
20.jún. 2016 - 04:49 Kristján Kristjánsson

Cleveland Cavaliers tryggðu sér NBA meistaratitilinn með mögnuðum sigri á Golden State Warriors

Eftir að hafa lent undir 3-1 í einvígi Cleveland Cavaliers og Golden State Warriors í úrslitakeppni NBA tókst leikmönnum Cavaliers að snúa taflinu sér í hag og sigra í einvíginu og tryggja sér meistaratitilinn. Þetta er fyrsti meistaratitillinn sem kemur til Ohio í 52 ár en þá unnu Browns NFL titilinn. LeBron James stóð því svo sannarlega við það loforð sem hann gaf fyrir tveimur árum, um að tryggja liðinu meistaratitilinn, þegar hann sneri aftur til Cavaliers.
19.jún. 2016 - 17:34

Riðlakeppninni lokið í KPMG-bikarnum - átta manna úrslitin hefjast á mánudag

Riðlakeppninni á KPMG-bikarnum, Íslandsmótinu í holukeppni á Eimskipsmótaröðinni, lauk síðdegis í dag á Hólmsvelli í Leiru. Það er ljóst hvaða átta kylfingar komust áfram í karla - og kvennaflokki. Átta manna úrslitin og undanúrslitin fara fram á mánudag og úrslitaleikirnir fara síðan fram á þriðjudaginn.
18.jún. 2016 - 18:05 Kristján Kristjánsson

Jafntefli í dramatískum leik við Ungverja

Jafntefli var niðurstaðan í leik Íslands og Ungverjalands í úrslitakeppni EM í Frakklandi en leiknum lauk fyrir nokkrum mínútum. Hvort lið skoraði eitt mark. Íslendingar voru grátlega nærri því að sigra í leiknum en Ungverjar jöfnuðu á 88. mínútu venjulegs leiktíma.
15.jún. 2016 - 13:30

Lélegu hugarfari Ronaldo troðið ofan í kokið á honum

Christiano Ronaldo, leikmaður Portúgal, hefur heldur betur fallið í áliti hjá íslensku þjóðinni eftir hegðun sína á vellinum í gær auk ummæla sem hann lét falla að leikslokum. Íslendingar jöfnuðu Portúgali og skoraði hvort lið fyrir sig eitt mark. „Þetta er merki um lélegt hugarfar,“ sagði Ronaldo um varnarleik Íslendinga en þeim ummælum hefur verið troðið ofan í kokið á honum aftur á erlendum miðlum sem segja Ronaldo sjálfan sýna merki um lélegt hugarfar.

15.jún. 2016 - 07:25 Kristján Kristjánsson

„Í alvöru Ron?“ Enskir fjölmiðlar harðorðir í garð Ronaldo vegna ummæla hans um íslenska liðið – Eins og ofdekrað barn

Enskir fjölmiðlar fylgdust að sjálfsögðu með glæsilegri frammistöðu íslenska landsliðsins í knattspyrnu á móti Portúgal í gær. Þrátt fyrir að sjö ár séu síðan Ronaldo spilaði í ensku deildinni beinist athygli enskra fjölmiðla mjög að honum og ummæli hans um íslenska liðið í kjölfar leiksins í gær fóru ekki framhjá ensku miðlunum.
14.jún. 2016 - 23:00 Kristján Kristjánsson

Sepp Blatter segir að UEFA hafi svindlað við útdrætti í ýmsum mótum

Sepp Blatter, fyrrum forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA, segir að Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA,  hafi oft haft rangt við þegar dregið hefur verið í riðla og útsláttarkeppnir á vegum sambandsins og nefnir þar mót eins og EM, Meistaradeildina og undankeppnir HM.
14.jún. 2016 - 22:35 Kristján Kristjánsson

Gleymdu Bale og Ronaldo: Þetta er hin sanna ofurstjarna EM

Knattspyrnusamband Íslands réð Lars Lagerbäck til að koma karlalandsliðinu í úrslitakeppni. Nú hefur hann skrifað söguna. Hann er meðal þeirra þjálfara sem hafa náð mestum árangri í alþjóðlegri knattspyrnu.
14.jún. 2016 - 21:20 Ari Brynjólfsson

Söguleg stund á EM í Frakklandi - Ísland 1 Portúgal 1

Leik Íslands og Portúgal á EM í Frakklandi endaði með jafntefli 1-1. Frábær úrslit hjá strákunum okkar
14.jún. 2016 - 06:02 Kristján Kristjánsson

Rússneskar fótboltabullur færa ofbeldið á nýtt stig

Rússneskar fótboltabullur, ofbeldisseggir, hafa farið mikinn í Frakklandi í tengslum við EM í knattspyrnu og hefur það vakið athygli hversu mikil harka og grimmd fylgir þeim. Svo grófar hafa þessar bullur verið að haft hefur verið á orði að hegðun enskra fótboltabullna sé „gamaldags útgáfa“ og að rússnesku bullurnar viðhafi miklu hrárri útgáfu af þekktri hegðun enskra fótboltabullna.
14.jún. 2016 - 05:06 Kristján Kristjánsson

Cleveland kom í veg fyrir að Golden State Warriors tryggðu sér NBA-titilinn í nótt

Cleveland Cavaliers og Golden State Warriors mættust í fimmta leik liðanna í úrslitum NBA í nótt. Fyrir leikinn leiddi lið Warriors með þremur sigrum gegn einum og gat því tryggt sér meistaratitilinn með sigri í nótt en leikmenn Cleveland voru staðráðnir í að koma í veg fyrir það og tókst þeim það en leikurinn fór fram á heimavelli Warriors. Næsti leikur fer fram á heimavelli Cleveland í Ohio.
13.jún. 2016 - 11:58

Klappir - ný og glæsileg æfingaaðstaða fyrir kylfinga opnuð á Akureyri

Klappir, æfingaaðstaða Golfklúbbs Akureyrar var formlega tekið í notkun föstudaginn 10. júní s.l. Það var sexfaldur Íslandsmeistari, Björgvin Þorseinsson, sem sló fyrsta höggið. Klappir eru ríflega 1000 fermetrar að stærð með 28 básum á tveimur hæðum. Í kjallara eru geymslur fyrir golfbíla félagsmanna og klúbbsins ásamt geymsluskápum fyrir golfsett og kerrur.
13.jún. 2016 - 11:49

Úrslit úr Íslandsmótinu í holukeppni 2016 á Íslandsbankamótaröðinni

Úrslitin á Íslandsmótinu í holukeppni á Íslandsbankamótaröð unglinga réðust í gær í blíðskaparveðri á Þorláksvelli. Undanúrslitaleikirnir fóru fram fyrir hádegi og úrslitaleikirnir eftir hádegi. Keppt var í þremur aldursflokkum hjá báðum kynjum og urðu úrslit eftirfarandi. Golfsamband Íslands óskar sigurvegurunum til hamingju með titlana og öllum keppendum fyrir þátttökuna.

11.jún. 2016 - 15:49

Líf og fjör á Norðurálsmótinu - nýtt myndband frá 2. keppnisdegi

Það er líf og fjör á Norðurálsmótinu á Akranesi þar sem 1500 keppendur á aldrinum 6-8 ára leika knattspyrnu. Mótið hefur aldrei verið stærra en umgörð mótsins er að venju glæsileg og skemmta gestir sér vel.


10.jún. 2016 - 19:13

Myndband frá fyrsta keppnisdeginum á Norðurálsmótinu á Akranesi

Keppendur á Norðurálsmótinu á Akranesi skemmtu sér vel á fyrsta keppnisdeginum sem fram fór í dag. Mótið er gríðarlega fjölmennt en 1500 keppendur eru skráðir til leiks og þar á meðal er eitt lið frá Grænlandi og er þetta fyrsta erlenda félagið sem tekur þátt á þessu skemmtilega móti.
10.jún. 2016 - 14:00 Ari Brynjólfsson

Litríkt hár og kátir krakkar í skrúðgöngunni á Norðurálsmótinu: Myndasyrpa

Litskrúðugur drengur frá Álftanesi. Myndir/ÍA

Norðurálsmótið 2016 á Akranesi hófst í morgun með formlegum hætti. Um 1500 drengir á aldrinum 6-8 ára eru mættir til leiks og er þetta metfjöldi. Keppendur hafa lagt mikið á sig við að skreyta hár sitt og andlit með sínum félagslitum eins og sjá má á myndunum. 

10.jún. 2016 - 10:00 Arnar Örn Ingólfsson

27 þúsund Íslendingar á EM: Íslendingar taldir eyða um 5 til 6 milljörðum króna

Margir Íslendingar hafa lagt leið sína á EM, en íslenska landsliðið keppir þar í fyrsta skipti.
27 þúsund Íslendingar sóttu um miða á Evrópumótið í knattspyrnu karla, eða um 8 prósent þjóðarinnar. Mótið hefst í Frakklandi í kvöld, en þetta er í fimmtánda skipti þar sem mótið er haldið. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag.

10.jún. 2016 - 10:00 Ágúst Borgþór Sverrisson

Ljónið tekur þátt í Akranes-torfærunni: Guðmundur Ingi keppir á bíl sem hann smíðaði sjálfur

Þeir Guðmundur Ingi Arnarsson og Ólafur Leósson hjá Jeppasmiðjunni gerðu sér lítið fyrir og smíðuðu torfærutryllitækið Ljónið sem sjá má á meðfylgjandi myndum. Guðmundur Ingi tekur í Akranes-torfærunni á laugardaginn og keppir þá á Ljóninu.
09.jún. 2016 - 06:20 Kristján Kristjánsson

Cleveland valtaði yfir Golden State Warriors í þriðja úrslitaleik NBA

Cleveland Cavaliers völtuðu yfir Golden State Warriors í þriðja leik liðanna í úrslitaviðureign NBA en leikurinn fór fram í gærkvöldi. Lokatölur urðu 120-90. Cavaliers unnu þrjá leikhluta af fjórum og áttu leikmenn Warriors litla möguleika í leiknum.
08.jún. 2016 - 23:18

Egill Ragnar tryggði sér sæti í A-landsliðinu með frábærum leik

Egill Ragnar Gunnarsson, slær hér á 5. teig á Korpunni. Mynd/set@golf.is „Þetta er gríðarlega góð tilfinning og það hefur allt smollið saman í leik mínum að undanförnu,“ sagði hinn tvítugi Egill Ragnar Gunnarsson úr GKG eftir að hafa tryggt sér sæti í A-landsliði karla á úrtökumóti sem haldið var fyrir landsliðshóp Íslands.
08.jún. 2016 - 20:17

Metfjöldi á Norðurálsmótinu - íbúafjöldi Akraness tvöfaldast um helgina

Frá keppni á Norðurálsmótinu 2015. Það verður nóg um að vera á Akranesi 10.-12. júní þegar Norðurálsmótið í knattspyrnu fer fram. Þetta árið verða 33 félög með keppendur á mótinu en alls eru 1500 knattspyrnumenn skráðir til leiks.
07.jún. 2016 - 21:36 Ágúst Borgþór Sverrisson

EM sætið bara formsatriði eftir stórsigur á Makedóníu: Stelpurnar í banastuði

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann í kvöld stórsigur á Makedóníu, 8-0, í undankeppni EM. Sigurinn kemur í kjölfar stórsigurs á sterku liði Skotlands, 4-0, í síðustu viku. Sæti Íslands í lokakeppni EM á næsta ári er nú nánast tryggt og aðeins stórslys gæti komið í veg fyrir það – og dygði varla til.
07.jún. 2016 - 13:18 Arnar Örn Ingólfsson

Strákarnir okkar farnir til Frakklands

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hóf í morgun ferðalag til Frakklands, en þar munu þeir keppa á Evrópumótinu í knattspyrnu.

06.jún. 2016 - 21:40 Ágúst Borgþór Sverrisson

Ísland – Lichtenstein 4-0: Strákarnir í stuði í lokaleiknum fyrir EM

Alfreð skoraði í leiknum (RÚV-skjáskot)

Íslenska karlalandsliðið í knattpsyrnu vann Lichtenstein 4-0 í fjörugum leik á Laugardalsvellinum í kvöld. Þetta var lokaleikur liðsins áður en EM í Frakklandi hefst en fyrsti leikurinn þar verður gegn Portúgal þriðjudaginn 14. júní.

06.jún. 2016 - 10:30 Sigurður Elvar

Guðrún Brá varði titilinn á Símamótinu á Eimskipsmótaröðinni

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK. Mynd/GSÍ Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili fagnaði sigri á Símamótinu á Eimskipsmótaröðinni sem lauk í dag á Hlíðavelli í Mosfellsbæ. Guðrún sigraði með þriggja högga mun og varði hún titilinn frá því í fyrra þegar hún sigraði á Símamótinu á sama velli.
06.jún. 2016 - 10:26

Andri fagnaði sínum öðrum sigri á tímabilinu á Símamótinu

Andri Þór Björnsson, GR. Mynd/GSÍ Andri Þór Björnsson úr GR lék frábært golf á Símamótinu á Eimskipsmótaröðinni í golfi. Andri lék hringina þrjá á Hlíðavelli í Mosfellsbæ á 12 höggum undir pari og hann setti vallarmet á fyrsta hringnum þar sem hann lék á 8 höggum undir pari eða -8. Þetta er annar sigur Andra í röð á Eimskipsmótaröðinni á þessu ári en hann hóf tímabilið í fyrra með sama hætti. Magnús Lárusson úr Goflklúbbnum Jökli frá Ólafsvík veitti Andra harða keppni en hann endaði tveimur höggum á eftir Andra.
06.jún. 2016 - 05:50 Kristján Kristjánsson

Golden State Warriors burstuðu Cleveland Cavaliers í úrslitum NBA í nótt

Meistararnir í Golden State Warriors sýndu góða takta gegn Cleveland Cavaliers í nótt en liðin mættust þá öðru sinni í úrslitum NBA-deildarinnar. Warriors sigruðu örugglega með 110 stigum gegn 77 og leiða nú einvígi liðanna 2-0.
05.jún. 2016 - 22:04 Ágúst Borgþór Sverrisson

FH aftur á toppinn en deildin opin upp á gátt

Íslandsmeistarar FH komust aftur á topp Pepsi-deildarinnar í kvöld er þeir lögðu Breiðablik á Kópavogsvelli, 1-0. Emil Pálsson skoraði sigurmarkið á 5. mínútu. Leikurinn þótti fremur litlaus og lítið um færi.

sætasvínið: Djöflakaka jún júl 2016