24. júl. 2012 - 10:39

David Beckham kemur fólki á óvart í myndatöku - Myndband

Adidas bauð fólki að taka mynd af sér og sýna þannig stuðning sinn við enska landsliðið en það sem það átti ekki von á var að sjálfur David Beckham myndi birtast.
20.sep. 2014 - 11:45

Flensborgarhlaupið safnar áheitum fyrir Barnaheill: Verður þú framhaldskólameistari?

Hafnarfjarðarbær býður öllum keppendum í sund að hlaupi loknu. Þriðjudaginn 23. september næstkomandi leggja áhugasamir hlauparar og göngumenn af stað í Flensborgarhlaupið. Hlaupið er orðið fastur liður í hlaupadagskránni en boðið er upp á 3 km göngu/hlaup án tímatöku, 5- og 10km hlaup með tímatöku. Öllum er frjálst að vera með, hvort sem þeir tengjast Flensborg sérstaklega eða ekki, og hefst hlaupið tímanlega klukkan 17:30.
18.sep. 2014 - 06:00 Sigurður Elvar

Magnaðar íþróttamyndir frá Getty

Það er mikil kúnst að fanga rétta augnablikið á íþróttaviðburðum. Fagmennirnir hjá Getty eru fremstir í flokki á þessu sviði og hér fyrir neðan má sjá þær myndir sem stóðu upp úr að þeirra mati í síðustu viku.
16.sep. 2014 - 08:00 Sigurður Elvar

Hvaða atvinnuíþróttalið verður fyrst til að kaupa slíka farþegaþotu? – Lúxus farþegarými sem „dekrar“ við leikmenn

Ferða – og tæknifyrirtækið Teague hefur lagt fram byltingakennda hugmynd sem snýr að hönnun farþegarrýmis í flugvélum. Hugmyndir Teague ganga út það að gera atvinnuíþróttamönnum – og konum kleift að endurheimta orku og starfskrafta á meðan þeir ferðast á milli staða. Markhópurinn eru auðug atvinnulið sem leika mörg hver um 100 leiki á ári og ferðalögin taka mikinn tíma. 
16.sep. 2014 - 06:00 Sigurður Elvar

Myndband. Öll 24 mörkin hjá Viðari Erni Kjartanssyni fyrir Vålerenga í Noregi - nálgast 46 ára gamalt markamet Iversen

Stuðningsmenn norska knattspyrnuliðsins Vålerenga frá Osló eru hæst ánægðir með kaup liðsins á íslenska framherjanum Viðari Erni Kjartanssyni. Viðar Örn, sem er fæddur og uppalinn á Selfossi, hefur farið á kostum á fyrsta keppnistímabili sínu í norsku úrvalsdeildinni og gerir hann nú harða atlögu að markameti sem hefur staðið frá árinu 1968.
15.sep. 2014 - 09:30 Sigurður Elvar

Kviknaktar hjólreiðarkonur á verðlaunapalli? – Er þetta versti hjólreiðabúningur sögunnar?

Hjólreiðalið frá Kólumbíu komst óvænt í heimsfréttirnar eftir keppni sem fram fór á Ítalíu um helgina. Eins og sjá má á myndinni virðast liðsmenn vera naktir í hjólreiðabúningnum.
15.sep. 2014 - 09:16 Sigurður Elvar

Eyleifur kjörinn sundþjálfari ársins í Danmörku annað árið í röð

Eyleifur Ísak Jóhannesson var  um helgina kjörinn sundþjálfari ársins í Danmörku og er þetta annað árið í röð sem Skagamaðurinn fær þessa viðurkenningu. Eyleifur er yfirþjálfari hjá Aalborg Svømmeklub og sundfólk úr hans röðum hefur verið sigursælt á stórmótum og má þar nefna Mie Ø. Nielsen og Viktor Bromer.
14.sep. 2014 - 23:32 Sigurður Elvar

Bandaríkin fögnuðu HM titlinum í körfuknattleik með yfirburðasigri gegn Serbíu

Bandaríkjamenn vörðu titilinn á heimsmeistaramóti FIBA í körfuknattleik í kvöld með miklum yfirburðasigri gegn Serbíu 129-92. Þrátt fyrir að margar stórstjörnur hafi vantað í bandaríska liðið sýndu þeir leikmenn sem skipuðu liðið að Bandaríkin eru samt sem áður risinn í þessari íþrótt. Þetta er í þriðja sinn sem þjóð ver titilinn á HM en fyrrum Júgóslavía og Brasilía eru einu þjóðirnar sem höfðu afrekað það áður og þetta er fjórði HM titill bandaríska liðsins.
13.sep. 2014 - 09:20

Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari í golfi útskýrir landsliðsvalið og ýmislegt fleira

Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari í golfi. Mynd/GSÍ Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari í golfi sendi frá sér eftirfarandi yfirlýsingu í gær vegna landsliðsmála GSÍ:  Í ljósi umræðu sem hefur átt sér stað í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum í sumar og að undanförnu vil ég koma eftirfarandi á framfæri.
12.sep. 2014 - 09:09 Sigurður Elvar

Bestu íþróttamyndir vikunnar að mati Getty og Pressan.is

Að venju voru ljósmyndarar frá Getty á fjölmörgum íþróttaviðburðum í síðustu viku. Hér fyrir neðan má sjá þær myndir sem stóðu upp úr að þeirra mati en við hér á pressan.is bættum nokkrum myndum frá Íslandi sem að okkar mati eiga fyllilega heima í þessu safni. 
12.sep. 2014 - 08:15 Sigurður Elvar

Magnaður sprengikraftur hjá Barshim frá Katar - hástökkið sett í nýtt samhengi

Mutaz Essa Barshim frá Katar er líklegur til þess að slá heimsmetið í hástökki karla sem staðið hefur frá árinu 1993. Barshim vippaði sér yfir 2.43 metra á dögunum á Demantamóti í frjálsíþróttum í Brussel í Belgíu en Úkraínumaðurinn Bohdan Bondarenko veitti honum mikla keppni.
12.sep. 2014 - 08:10 Sigurður Elvar

Rússar íhuga að senda karlalandsliðið í deildarkeppni – mikil pressa á Capello fyrir HM 2018

Samkvæmt frétt The Guardian eru forráðamenn rússneska knattspyrnusambandsins að íhuga að senda karlalandsliðið í deildarkeppnina þar í land. Ástæðan er afleitt gengi Rússa á HM í Brasilíu í sumar en Rússar eru gestgjafar keppninnar árið 2018 og þar á bæ vilja menn ná sem bestum árangri á heimavelli.
11.sep. 2014 - 22:38 Sigurður Elvar

Bandaríkin leika til úrslita á HM í körfubolta á Spáni

Bandaríkin leika til úrslita á HM í körfuknattleik karla sem fram fer á Spáni. Bandaríska liðið lagði Litháen í undanúrslitum í kvöld 96-68 og sendu væntanlegum mótherjum sínum í úrslitaleiknum sterk skilaboð. Frakkland eða Serbía verða mótherjar bandaríska liðsins en liðin eigast við annað kvöld.
11.sep. 2014 - 17:47

Fatasöfnun, Flugfélagssyrpa og fjöltefli í Pakkhúsi Hróksins

Margir sterkustu skákmenn Íslands eru skráðir til leiks í Flugfélagssyrpu Hróksins 2014 sem hefst föstudaginn 12. september klukkan 12 í Pakkhúsi Hróksins við Reykjavíkurhöfn. Skákáhugamenn á öllum aldri eru boðnir velkomnir til leiks á fyrsta hádegismótið af fimm.  Sigurvegari syrpunnar fær Grænlandsferð fyrir 2 frá Flugfélagi Íslands, og sömu verðlaun fær heppinn keppandi sem dreginn verður út. Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig sem fyrst. 
11.sep. 2014 - 17:15

Arnar kærður og sakaður um að svindla: MYNDBAND

Arnar Pétursson var krýndur Íslandsmeistari í maraþonhlaupi þann 23 ágúst síðastliðinn. Pétur Sturla Bjarnason kom í mark um níu mínútum á eftir honum. Hann sakar Arnar um að svindla og kærði úrslitin. Þetta kemur fram í Kjarnanum.
11.sep. 2014 - 09:40

Fjárhagur Golfsambandsins stendur traustum fótum - Forseti GSÍ mótmælir harðlega fullyrðingum um gjaldþrot

Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ. Haukur Örn Birgisson forseti Golfsambands Ísland segir að GSÍ standi traustum fótum fjárhagslega og að reksturinn hafi gengið mjög vel undanfarin 10-15 ár. Haukur mótmælir harðlega þeim fullyrðingum sem Margeir Vilhjálmsson setti fram í pistli sínum á kylfingur.is í gær.
10.sep. 2014 - 14:53

Eiður Smári gengur ekki til liðs við FCK

Eiður Smári Guðjohnsen hefur undanfarið æft með danska liðinu FC København og spilaði æfingaleik með varaliði félagsins á mánudaginn. Hann fékk góða dóma fyrir frammistöðu sína í þeim leik enda lagði hann upp tvö mörk. Nú hefur FCK hins vegar ákveðið að ekki verði samið við Eið Smára.


10.sep. 2014 - 11:03 Sigurður Elvar

Íslenska landsliðið fær mikið hrós á Twitter eftir 3-0 sigurinn gegn Tyrklandi

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu fær mikið hrós úr ýmsum áttum eftir 3-0 sigur liðsins í gærkvöld gegn Tyrklandi í undankeppni EM 2016. Leikur íslenska liðsins var einn sá besti sem liðið hefur leikið á undanförnum misserum og landsliðsþjálfarinn Lars Lagerback fullyrti að fyrri hálfleikurinn hefði verið það besta sem liðið hafi sýnt undir hans stjórn. Mikið var rætt um íslenska landsliðið á Twitter í gærkvöld og hér fyrir neðan má sjá brot af þeirri umræðu.
10.sep. 2014 - 10:20

Margeir gagnrýnir forsvarsmenn Golfsambandsins harðlega - fjárhagslegt og hugmyndafræðilegt gjaldþrot

Margeir Vilhjálmsson, sem bauð sig fram í forsetaembætti Golfsambands Íslands á síðasta ársþingi, skýtur föstum skotum á forsvarsmenn GSÍ í pistli sem birtur er á golfréttavefnum kylfingur.is. Margeir segir að sérsamband sem velti ríflega 150 milljónum kr. á ári og eigi ekki fjármuni til þess að senda karlalið til keppni á heimsmeistaramóti sé að lýsa yfir fjárhagslegu og hugmyndafræðilegu gjaldþroti.
09.sep. 2014 - 20:57 Sigurður Elvar

Stórkostlegur 3-0 sigur Íslands gegn Tyrkjum – Ævintýrið heldur áfram

Ævintýri íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu heldur áfram en liðið hóf undankeppni EM 2016 með stórkostlegum 3-0 sigri gegn sterku liði Tyrklands. „Þetta er ein besta frammistaða  sem íslenskt landslið hefur sýnt frá upphafi. Þetta eru skýr skilaboð til annarra liða í riðlinum,“ sagði Kolbeinn Sigþórsson við RÚV eftir leikinn í kvöld.
09.sep. 2014 - 14:40 Sigurður Elvar

Schumacher útskrifaður af sjúkrahúsi – endurhæfingin heldur áfram á heimili hans

Michael Schumacher, fyrrum heimsmeistari í Formúlu 1 kappakstri, er komin á heimili sitt þar sem að endurhæfing hans mun standa yfir. Schumacher hefur dvalið síðastliðna þrjá mánuði á sjúkrahúsi í Sviss en hann varð fyrir alvarlegum höfuðáverka í skíðaslysi í desember á síðasta ári.
09.sep. 2014 - 11:47

Hrafnkelsmótið – minningarmót um Hrafnkel Kristjánsson á Hvaleyrarvelli

Hrafnkelsmótið í golfi sem haldið er til minningar um Hrafnkel Kristjánsson íþróttafréttamann, verður haldið í þriðja sinn á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði 19. september næstkomandi. Hrafnkell starfaði sem íþróttafréttamaður hjá RÚV á árunum 2005-2009, en lést langt fyrir aldur fram í lok árs 2009.
09.sep. 2014 - 08:01 Sigurður Elvar

Hvað segja sérfræðingarnir um möguleika Íslands á EM? – gríðarlega mikilvægur leikur gegn Tyrkjum í kvöld

Mikil eftirvænting ríkir fyrir leik íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Tyrklandi sem hefst kl. 18.45 í kvöld á Laugardalsvelli. Leikurinn er sá fyrsti í undankeppni Evrópumótsins. Tvö efstu liðin í hverjum riðli komast í lokakeppnina og þriðja sætið gefur möguleika á að komast alla leið í gegnum umspil.
08.sep. 2014 - 19:46 Sigurður Elvar

Eiður Smári lagði upp tvö mörk í æfingaleik með FC København – framhaldið ræðst á næstu dögum

Eiður Smári Guðjohnsen hefur æft undanfarna daga með danska knattspyrnuliðinu FC København. Eiður Smári, sem er 36 ára gamall, lék vel í 4-2 sigri varaliðs FC København gegn FC Nordsjælland í dag.  Norðmaðurinn Ståle Solbakken er þjálfari FC København mun á næstu dögum ákveða hvort Eiði Smára verður boðinn samningur hjá félaginu. Eiður Smári lét vita af sér í varaliðsleiknum í dag og lagði upp tvö mörk.     
08.sep. 2014 - 08:43 Sigurður Elvar

Serena Williams landaði sínum 18. titli á risamóti – nálgast met Margaret Court

Serena Williams landaði sínum 18. ristatitli í tennisíþróttinni um helgina þegar hún sigraði Caroline Wozniacki frá Danmörku í úrslitaleiknum á Opna bandaríska meistaramótinu. Williams, sem er bandarísk, þetta var þriðji sigur Williams í röð á Opna bandaríska meistaramótinu en Wozniacki hefur aldrei sigrað á risamóti.
07.sep. 2014 - 16:25

Eiður Smári Guðjohnsen segist hvergi nærri hættur:,,Ég er virkilega stoltur af því sem ég hef náð að afreka á ferlinum“

Danski miðillinn BT fer fögrum orðum um knattspyrnumanninn Eið Smára Guðjohnsen en hann æfði í fyrsta sinn með danska úrvalsdeildarliðinu FC København síðastliðinn fimmtudag. Er Eiður Smári sagður státa af afrekaskrá sem fái flesta varnarmenn í ensku úrvalsdeildinni til að skjálfa á beinunum.

07.sep. 2014 - 10:44 Sigurður Elvar

Besti árangur Íslands á HM í golfi kvenna frá upphafi – Ástralía sigraði

Ólafía Þórunn, Sunna og Guðrún Brá skipuðu íslenska kvennalandsliðið. Íslenska kvennalandsliðið í golfi endaði í 29.-31. sæti á heimsmeistaramóti áhugamanna sem fram fór í Japan. Ástralía fagnaði sigri á -29 undir pari samtals en árangur Íslands er sá besti frá upphafi á HM en Ísland lék á +12 samtals.
06.sep. 2014 - 21:15

Ógleymanlegt kvöld krabbameinssjúks drengs: Myndband

Fyrir 10 árum gerðu knattspyrnuliðin Villarreal og Celtic samning um góðgerðarmál og samstarf í þeim efnum. Til að fagna því að 10 ár eru liðin frá undirritun samningsins ákváðu liðin að spila sýningarleik á heimavelli Villarreal, El Madrigal. Aðalstjarna leiksins var þó 13 ára krabbameinssjúkur drengur sem fékk stærsta draum sinn uppfylltan.
06.sep. 2014 - 08:00 Sigurður Elvar

Glæsilegt myndband frá motocross keppni á Akranesi

Íslandsmótið í motocross fór fram á dögunum á Akranesi. Mörg glæsileg tilþrif sáust í keppninni og heildarúrslit mótsins má nálgast hér.  Kristinn Gauti Gunnarsson setti saman frábært myndband af gangi mála á Íslandsmótinu.  Þar blandar hinn 19 ára gamli áhugamaður saman efni úr GoPro vélum, þyrluflugi og venjulegum tökum. Sjón er sögu ríkari.
06.sep. 2014 - 08:00 Sigurður Elvar

Flott tilþrif - bestu íþróttamyndir vikunnar frá Getty

Að venju var mikið um að vera á íþróttasviðinu víðsvegar um heiminn í síðustu viku. Ljósmyndarar Getty tóku saman bestu íþróttamyndirnar frá þeim viðburðum sem þeir voru á - og hér fyrir neðan má sjá brot af því besta.
05.sep. 2014 - 14:07

Stuðningsmannaliðið fær nýjan glæsilegan búning: „Líklega bestu stuðningsmenn í heimi“

Hreiðar Þór Jónsson, markaðsstjóri hjá Vífilfelli, Óskar Freyr Pétursson og Kristinn Hallur Jónsson fyrir hönd Tólfunnar. Tólfan, stuðningsmannasveit landsliðsins, hefur tekið í notkun nýjan búning. Búningurinn er blár með hvítum og rauðum röndum, rétt eins og búningar íslensku knattspyrnulandsliðanna. Ólíkt þeim hins vegar þá skartar búningur Tólfunnar íslenska skjaldamerkinu á vinstra brjósti og merki tólfunnar, sem er skjöldur í fánalitunum með víkingahorn og númerinu 12, á hægra brjósti. Á baki treyjunnar er síðan auðvitað talan tólf, til merkis um að stuðningsmenn landsliðsins séu líkt og tólfti maðurinn á vellinum.
05.sep. 2014 - 11:00 Sigurður Elvar

„Lúxussæti“ frá Icelandair í varamannaskýlunum á Laugardalsvelli

Það ætti að fara vel um þjálfara, starfsmenn og varamenn í varamannaskýlinu á Laugardalsvelli. Nýlega voru sett upp glæsileg flugvélasæti í varamannaskýli frá Icelandair og er óhætt að segja að sætin séu mun þægilegri en þau sem fyrir voru.  Þar með er Ísland komið á kortið á þessu sviði því „lúxussæti“ hafa verið notuð lengi á stóru knattspyrnuvöllunum í Evrópu og víða
04.sep. 2014 - 11:24 Sigurður Elvar

Þannig verða Ryderliðin skipuð á Gleneagles í Skotlandi

Tom Watson og Paul McGinley, fyrirliðar Ryderkeppninnar 2014 Spennan er farin að magnast fyrir Ryderkeppnina sem fer fram á Gleneagles vellinum í Skotlandi dagana 25.-28. september. Í gær tilkynntu fyrirliðarnir lið sín en fyrirliðarnir völdu þrjá kylfinga í lið sín af alls 12 kylfingum sem skipa liðin. Tom Watson fyrirliði bandaríska liðsins valdi þrjá kylfinga seint í gærkvöldi en hann valdi þá Keegan Bradley, Hunter Mahan og Webb Simpson í liðið.
04.sep. 2014 - 07:40 Sigurður Elvar

Portúgalskur umboðsmaður græddi á tá og fingri í félagaskiptaglugganum

Jorge Mendes, sem á árum áður var þekktur sem plötusnúður, í heimalandi sínu Portúgal græddi vel á leikmannamarkaðinum í Evrópu. Mendes er í dag umboðsmaður hjá mörgum af stærstu knattspyrnustjörnum veraldara og þar er stærsta nafnið Cristiano Ronaldo – og hann er einnig umboðsmaður Jose Mourinho knattspyrnustjóra Real Madrid.
03.sep. 2014 - 10:00

Alfreð hneig niður á sviðinu á verðlaunaafhendingu: Myndskeið

„Ég vaknaði slappur um morguninn og borðaði mikið á gala kvöldverðinum,“ sagði markahrókurinn Alfreð Finnbogason eftir að leið yfir hann þegar hann var að taka við viðurkenningu fyrir að hafa orðið markahæsti leikmaður hollensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. Alfreð skoraði 31 mark fyrir Heerenveen.
03.sep. 2014 - 08:41 Sigurður Elvar

Louis van Gaal: Ég hefði getað valið auðveldara líf og farið til Tottenham

Louis van Gaal knattspyrnustjóri Manchester United hefur ekki byrjað vel með liðið og undir hans stjórn á Man Utd enn eftir að vinna leik í ensku úrvalsdeildinni. Hollenski knattspyrnustjórinn henti inn „sprengju“ í gær þegar hann sagði að hann hefði getað valið auðveldara starf með því að taka að sér knattspyrnustjórastöðuna hjá Tottenham – en hann hafi ákveðið að takast á við stærra verkefni.
02.sep. 2014 - 19:41 Sigurður Elvar

Mögnuð „Haka“ upphitun Nýja-Sjálands kom Bandaríkjamönnum á óvart á HM í körfuknattleik

Heimsmeistaramótið í körfuknattleik karla fer þessa dagana fram á Spáni. Bandaríkjamenn hafa þar titil að verja frá því að HM fór fram í Tyrklandi fyrir fjórum árum.
02.sep. 2014 - 09:00 Sigurður Elvar

Man Utd keypti leikmenn fyrir 30 milljarða kr. í sumar – nýtt „eyðslumet“ í ensku úrvalsdeildinni

Angel di Maria er dýrasti leikmaðurinn sem keyptur var í sumar. Mynd/Getty Í gærkvöld rann út fresturinn til þess að kaupa og selja leikmenn hjá knattspyrnuliðum í Evrópu. Ensk úrvalsdeildarlið voru áberandi á þeim markaði og alls voru leikmenn keyptir og seldir fyrir samtals 835 milljónir punda eða sem nemur 163 milljörðum kr. frá því að leikmannaglugginn opnaði í sumar.
01.sep. 2014 - 23:46 Sigurður Elvar

Leikmannaglugganum lokað fram í janúar – samantekt á helstu breytingunum í Evrópu

Radamel Falcao Það gekk mikið á í kvöld á leikmannamarkaðinum í Evrópu í kvöld en ekki verður hægt að kaupa eða selja leikmenn á ný fyrr en í janúar á næsta ári. Það gerðist margt áhugavert í kvöld en þegar þetta er skrifað er ekki ljóst hvort Radamel Falcao sé orðinn leikmaður Manchester United eða hvort Danny Welbeck sé leikmaður hjá Arsenal á Englandi. Bæði lið fengu frest til þess að ganga frá formsatriðum.
01.sep. 2014 - 10:04 Sigurður Elvar

Stjarna Diego Costa skín skært hjá Chelsea – spænski landsliðsmaðurinn er óstöðvandi

Diego Costa, framherji enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea, hefur farið á kostum í fyrstu þremur umferðunum. Costa, sem er fæddur í Brasilíu en er spænskur landsliðsmaður, hefur skorað fjögur mörk í fyrstu þremur umferðunum í deildinni. Til samanburðar tók það Fernando Torres 39 leiki að skora fjögur mörk fyrir Chelsea eftir að hann kom frá Liverpool fyrir metfé í janúar árið 2011.
31.ágú. 2014 - 10:00 Sigurður Elvar

Magnað myndbrot – er þetta lengsta „skorpa“ blaksögunnar?

Blakíþróttin er bráðskemmtilegt sjónvarpsefni eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan. Þrátt fyrir að myndbrotið sé tveggja ára gamalt er það sígilt enda er þetta ein lengsta blak „skorpa“ sögunnar.
30.ágú. 2014 - 10:57 Sigurður Elvar

Hjólreiðamenn drukku þvottaefni fyrir keppni – sex fluttir á sjúkrahús í Noregi

Sex keppendur í Birkebeiner hjólreiðakeppnin í Noregi þurftu að leita læknishjálpar áður en keppnin hófst eftir að þeir drukku OMO þvottefni án þess að gera sér grein fyrir því. Keppendurnir fengu sýnishorn af OMO vörum í gjöf frá mótshöldurunum og héldu þeir að OMO væri íþróttadrykkur.
29.ágú. 2014 - 09:30 Sigurður Elvar

Ronaldo knattspyrnumaður Evrópu – Kessler knattspyrnukona Evrópu

Cristiano Ronaldo, frá Portúgal, var í gær kjörinn knattspyrnumaður Evrópu. Hinn 29 ára gamli leikmaður Real Madrid fékk þessa viðurkenningu einnig árið 2008. Þýski markvörðurinn Manuel Neuer og Hollendingurinn  Arjen Robben komu einnig til greina í þessu kjöri.
29.ágú. 2014 - 09:00 Sigurður Elvar

Kim Jong-un leiðtogi Norður-Kóreu er stuðningsmaður Manchester United

Kim Jong-un, leiðtog Norður-Kóreu, er mikill stuðningsmaður enska úrvalsdeildarliðsins Manchester United. Hann hefur gefið forsvarsmönnum ríkissjónvarpsins þar í landi tilmæli um að leikir liðsins verði aðgengilegir fyrir landsmenn Norður-Kóreu.
28.ágú. 2014 - 11:25

Búlgarskur varnarmaður varði tvær vítaspyrnur og skoraði úr einni

Cosmin Moti er nafn sem var mikið til umfjöllunar í gær. Moti er varnarmaður hjá búlgarska knattspyrnuliðinu  Ludogorets sem tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í gær.
28.ágú. 2014 - 10:01 Sigurður Elvar

Ísland tryggði sér sæti í úrslitakeppni EM – nýr kafli í körfuboltasögu Íslands

Það var húsfyllir í Laugardalshöll í gærkvöld þegar Íslands mætti Bosníu í lokaumferð riðlakeppni Evrópumótsins  í körfuknattleik karla. Staðan var nokkuð flókin fyrir leikinn og þrátt fyrir 70-76 tap íslenska liðsins varð niðurstaðan sú að Ísland tryggði sér sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins.
27.ágú. 2014 - 12:10

Karen í góðri stöðu fyrir Goðamótið á Jaðarsvelli - Eimskipsmótaröðinni lýkur á Akureyri

Karen Guðnadóttir gæti tryggt sér stigameistaratitilinn í fyrsta sinn. Lokamót Eimskipsmótaraðarinnar, Goðamótið fer fram á Jaðarsvelli Akureyri um helgina og eru 59 skráðir í karlaflokkinn og 14 kylfingar í kvennaflokkinn. Leiknar verða 36 holur á laugardeginum og 18 holur á sunnudaginn. Jaðarsvöllur hefur sjaldan verið betri en nú og er Norðlenska aðalstyrktaraðili mótsins. Keppendum verður boðið í grillveislu á laugardagskvöldið í samstarfi við Vídalín veitingar.
27.ágú. 2014 - 09:00 Sigurður Elvar

Louis van Gaal biður stuðningsmenn um þolinmæði eftir 4-0 tapleik gegn MK Dons

Louis van Gaal knattspyrnustjóri Manchester United á Englandi hefur ekki fengið óskabyrjun á tímabilinu en stórliðið var niðurlægt á útivelli í gær í deildabikarkeppninni gegn MK Dons sem leikur í þriðju efstu deild. Lokatölur leiksins voru 4-0 fyrir MK Dons hét áður Wimbledon og lék Hermann Hreiðarsson m.a. með liðinu.
26.ágú. 2014 - 08:43 Sigurður Elvar

Verður Ángel di María bjargvættur Man Utd? – keyptur fyrir metfé

Manchester United gekk í gær frá kaupunum á argentínska landsliðsmanninum Ángel di María sem hefur verið í herbúðum Real Madrid á Spáni Manchester United gekk í gær frá kaupunum á argentínska landsliðsmanninum Ángel di María sem hefur verið í herbúðum Real Madrid á Spáni. Kaupverðið er 11,6 milljarðar kr. eða 60 miljónir punda og er þetta hæsta upphæð sem breskt knatttspyrnulið hefur greitt fyrir leikmann.
25.ágú. 2014 - 16:51 Sigurður Elvar

Mario Balotelli samdi við Liverpool – mistök að hafa yfirgefið England

Mario Balotelli skrifaði í dag undir samning hjá enska knattspyrnuliðinu Liverpool sem kaupir ítalska framherjann frá AC Milan á Ítalíu fyrir 3 milljarða kr. eða 16 milljónir punda. Balotelli þekkir vel til á Englandi en hann lék áður með Englandsmeistaraliði Manchester City.
25.ágú. 2014 - 16:12 Sigurður Elvar

Þessar íþróttamyndir báru af að mati Getty

Að venju hefur verið mikið um að vera í íþróttalífinu í Evrópu í síðustu viku og margir stórviðburðir í gangi. Ljósmyndarar Getty eru á þeim flestum og hér fyrir neðan má sjá þær myndir sem báru af að þeirra mati.

Sena - Vonarstræti - Síðustu sýningar
Félag L Mun Stig
1 KR 22 +23 52
2 FH 22 +25 47
3 Stjarnan 22 +9 43
4 Breiðablik 22 +10 39
5 Valur 22 +14 33
6 ÍBV 22 -2 29
7 Fylkir 22 0 26
8 Þór 22 -13 24
9 Keflavík 22 -14 24
10 Fram 22 -11 22
11 Víkingur Ó. 22 -14 17
12 ÍA 22 -27 11