24. júl. 2012 - 10:39

David Beckham kemur fólki á óvart í myndatöku - Myndband

Adidas bauð fólki að taka mynd af sér og sýna þannig stuðning sinn við enska landsliðið en það sem það átti ekki von á var að sjálfur David Beckham myndi birtast.
27.nóv. 2014 - 14:33

Myndband: Það gengur á ýmsu í „ræktinni“ – fór þessi „gaur“ yfir strikið?

Það gengur á ýmsu í líkamsræktinni eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan. Þar fer ungur maður nokkuð yfir strikið hvað varðar „hávaðamörkin“ og þeir sem upplifðu þetta gátu lítið annað gert en að brosa út í annað. Við mælum með að hækka nokkuð vel í græjunum þegar horft er á þetta myndband.
27.nóv. 2014 - 07:50 Sigurður Elvar

Konur kunna ekki að spila fótbolta: Lesandi tjáir sig um kvennalandsleik

„Konur kunna ekki að spila fótbolta,“ er rauði þráðurinn hjá David Hickey í aðsendri grein um knattspyrnu sem birt var í breska dagblaðinu The Independent. Greinin hefur vakið gríðarlega athygli þar sem Hickey tjáir sig um upplifun sína af því að hafa horft á vináttulandsleik kvennalandsliða Englands og Þýslalands á Wembley. Leikurinn fór fram um síðustu helgi þar sem metfjöldi, 46.000 áhorfendur, mættu á kvennalandsleik á Englandi.
26.nóv. 2014 - 08:49 Sigurður Elvar

Messi bætti enn einu metinu í safnið – skoraði þrennu með hægri

Lionel Messi hefur safnað markametum að undanförnu. Mynd/Getty Lionel Messi bætti í gær markametið í Meistaradeild Evrópu þegar hann skoraði þrennu í 4-0 sigri Barcelona gegn Apoel Nicosia á útivelli í gær. Luis Suarez skoraði einnig fyrir Barcelona en þetta er fyrsta markið sem landsliðsmaðurinn frá Úrúgvæ skorar fyrir Barcelona.
25.nóv. 2014 - 13:35 Sigurður Elvar

Paul Gascoigne er þakklátur fyrir þá aðstoð sem hann fær

Paul Gascoigne og Gary Mabbutt saman á leik á White Hart Lane heimavelli Tottenham. Mynd/Getty. Paul Gascoigne hefur glímt við ýmis vandamál frá því leikmannaferli hans lauk og þar hefur áfengisneysla hans verið helsta fréttaefnið. Hinn 47 ára gamli Gascoigne vakti mikla athygli í gær þegar hann sagði frá því að Arsenal og Arsene Wenger knattspyrnustjóri liðsins hafi aðstoðað hann fjárhagslega þegar hann var lagður inn á sjúkrahús í október s.l.
25.nóv. 2014 - 12:26 Sigurður Elvar

Skjárinn tryggði sér útsendingaréttinn frá EM karla í knattspyrnu 2016

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er í góðri stöðu í baráttunni um að komast alla leið í úrslitakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Frakklandi árið 2016. Það er mikill áhugi á landsliðinu og það er vel merkjanlegt hjá sjónvarpsstöðvum landsins sem kepptum um að fá sjónvarpsréttinn frá EM 2016.
24.nóv. 2014 - 16:24 Sigurður Elvar

Menntamálaráðherra Íslands sigraði Steinda JR. og Hafþór Júlíus í troðslukeppni – KKÍ og DHL sömdu

Frá vinstri, Hannes formaður KKÍ, Steindi JR, Illugi Gunnarsson, Hafþór Júlíus og Atli Einarsson frá DHL: Mynd/KKÍ. Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra og ráðherra íþróttamála, tók þátt í troðlu – og skotkeppni í tilefni dagsins og skemmtikrafturinn og sjónvarpsmaðurinn Steindi JR. tók þátt líkt og Hafþór Júlíus Björnsson, næst sterkasti maður heims. Illugi hafði betur í bráðabana en tilþrifin má sjá hér fyrir neðan.
24.nóv. 2014 - 12:58 Sigurður Elvar

Mesti hávaðinn á Old Trafford – stuðningsmenn Chelsea þeir næst háværustu í ensku úrvalsdeildinni

Þrátt fyrir að Roy Keane fyrrum leikmaður Manchester United hafi gagnrýnt stuðningsmenn liðsins á sínum tíma fyrir að hafa meiri áhuga á rækjusamlokunum í veitingsölunni en leiknum sjálfum eru stuðningsmenn liðsins þeir háværustu í ensku úrvalsdeildinni.
24.nóv. 2014 - 11:15 Sigurður Elvar

Ungverjar telja að brotið hafi verið á sér með því að taka Ísland inn á HM í Katar

Hassan Moustafa forseti IHF er hér lengst til vinstri en Egyptinn er afar umdeildur í sínu embætti. Mynd/Getty Eins og fram kom á föstudaginn ákvað Alþjóða handknattleikssambandið að Ísland og Sádí-Arabía fengju sæti á heimsmeistaramóti karla sem hefst í janúar í Katar. Sameinuðu arabísku furstadæmin og Barein fengu ekki inngöngu á mótið en þjóðirnar höfðu dregið lið sín úr keppni vegna stjórnmáladeilu þeirra við Katar – en báðum þjóðum snérist hugur á síðustu stundu en IHF tók það ekki til greina.
23.nóv. 2014 - 09:58 Sigurður Elvar

Messi skrifaði enn einn kaflann í metabækurnar – markahæsti leikmaður allra tíma í spænsku deildinni

Lionel Messi skrifaði enn einn kaflann í metabækurnar í gær þegar hann skoraði glæsilegt mark úr aukaspyrnu fyrir Barcelona gegn Sevilla. Messi skoraði þrennu í 5-1 sigri liðsins og hann er nú markahæsti leikmaður spænsku deildarinnar frá upphafi og bætti met Telmo Zarra en hann skoraði 251 mark á árunum 1940-1955 fyrir Athletic Bilbao.
22.nóv. 2014 - 10:15 Sigurður Elvar

Guðmundur telur að IHF hefði átt að draga á ný í riðla fyrir HM í Katar – hafa skaðað ímynd handboltans

Guðmundur Guðmundsson stýrir danska landsliðinu á HM í fyrsta sinn á stórmóti. Mynd/Getty Eins og greint var frá í gær komst stjórn Alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, að þeirri niðurstöðu að Ísland og Sádí Arabía verði boðið að taka þátt á heimsmeistaramóti karlalandsliða sem fram fer í janúar í Katar. Barein og Sameinuðu arabísku furstadæmin höfðu áður tilkynnt að þau myndu ekki mæta til leiks vegna stjórnmáladeilu við Katar – en síðar drógu þessar þjóðir það til baka en IHF taldi það of seint og umrædd handknattleikssambönd fengu háa sekt.
21.nóv. 2014 - 19:36 Sigurður Elvar

Sagan endalausa á enda - Ísland verður með á HM í Katar

Ísland og Sádí Arabía fá sæti á heimsmeistaramóti karla í handknattleik sem fram fer í janúar í Katar. Stjórn Alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, komst að þeirri niðurstöðu á fundi sínum í dag. Barein og Sameinuðu arabísku furstadæmin tilkynntu á dögunum að þjóðirnar ætluðu ekki að taka þátt á HM vegna pólítískrar deilu við Katar – en löndin drógu það síðan til baka og óskuðu eftir því að fá að halda sætum sínum á HM.
21.nóv. 2014 - 15:00 Sigurður Elvar

Tekjuhæstu íþróttamenn veraldar – Mayweather fékk 13 milljarða kr. fyrir tvo bardaga

Floyd Mayweather er tekjuhæsti íþróttamaður heims en hann fékk 13 milljarða kr. fyrir tvo bardaga. Mynd/Getty Það eru fáir fyrir utan Norður-Ameríku sem vita hver Giancarlo Stanton er en hafnarboltaleikmaðurinn skrifaði á dögunum undir einn stærsta launasamning sögunnar í atvinnumannaíþrótt. Stanton samdi við Miami Marlins og gildir samningurinn til 13 ára.
20.nóv. 2014 - 11:20 Sigurður Elvar

Eiður Smári vill komast í íslenska landsliðið á ný – Bolton gæti boðið honum samning

Neil Lennon, knattspyrnustjóri enska B-deildarliðsins Bolton Wanderers, segir að það sé vel hugsanlegt að samið verði við Eið Smára Guðjohnsen sem hefur æft með liðinu að undanförnu. Neil Lennon knattspyrnustjóri Bolton segir að Eiður Smári hafi óskað eftir því að fá að æfa með liðinu og að hann hafi áhuga á að komast í íslenska landsliðið á ný.
20.nóv. 2014 - 08:34 Sigurður Elvar

Michael Schumacher er lamaður - man lítið og getur ekki tjáð sig

Michael Schumacher er sjöfaldur heimsmeistari í F1 kappakstri og einn þekktasti íþróttamaður heims. Mynd/Getty Michael Schumacher er lamaður, man lítið og getur ekki tjáð sig, segir Philippe Streiff sem er vinur hans, og er líkt og Schumacher fyrrum ökuþór í F1 kappakstrinum. Schumacher varð fyrir alvarlegum höfuðáverka í lok síðasta árs þegar hann féll í skíðabrekku í Frakklandi og rak höfuðið í stein í fallinu.
19.nóv. 2014 - 10:40 Sigurður Elvar

Skemmtileg tilþrif - bestu íþróttamyndir vikunnar frá Getty

Að venju voru ljósmyndarar Getty fyrirtækinu að mynda flesta stórviðburði í íþróttaheiminum í síðustu viku. Hér fyrir neðan má sjá brot því besta sem ljósmyndarnir völdu sjálfir og er víða komið við.
19.nóv. 2014 - 09:51 Sigurður Elvar

Katar fær enn eitt stórmótið – samsæriskenningar á lofti

José Maria Odriozola, forseti spænska frjálsíþróttasambandsins, er sannfærður um að óhreint mjöl hafi verið í pokahorninu þegar Alþjóða frjálsíþróttasambandið, IAAF, ákvað að HM í frjálsíþróttum árið 2019 fari fram í Katar.  
18.nóv. 2014 - 16:11 Sigurður Elvar

Birgir Leifur úr leik á úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina

Birgir Leifur Hafþórsson Mynd/GSÍ Birgir Leifur Hafþórsson hefur lokið keppni á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í golfi. Íslandsmeistari í höggleik karla úr GKG náði ekki að komast í hóp þeirra 70 sem leika tvo hringi til viðbótar á PGA Catalanya keppnisvöllunum á Spáni og þar verður keppt um 25 efstu sætin sem tryggja keppnisrétt á stærstu atvinnumótaröð Evrópu.
18.nóv. 2014 - 10:20 Sigurður Elvar

Flækjustigið fyrir HM karla í handbolta minnkar ekkert – enn óvissa um þátttöku tveggja þjóða í Katar

Hassan Moustafa forseti IHF er hér lengst til vinstri en Egyptinn er afar umdeildur í sínu embætti. Mynd/Getty Sádi-Arabía, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Barein komust að samkomulagi á sunnudaginn að senda embættismenn sína á ný í sendiráð viðkomandi landa í Katar. Þar með er átta mánaða pólítískri deilu þessara landa lokið en þessi deila hefur sett heimsmeistaramótið í handbolta í „pattstöðu“ en HM karla hefst eftir tæplega tvo mánuði í Katar.
17.nóv. 2014 - 10:45 Sigurður Elvar

Myndband: Franskur leikmaður slapp með fólskulegt brot gegn Kiel í Meistaradeildinni

Jeffrey M’Tima leikmaður franska stórliðsins PSG er ekki ofarlega á vinsældarlistanum hjá þýska liðinu Kiel eftir gróft brot hans gegn Dominik Klein. Liðin áttust við í Meistaradeild Evrópu í gær og M’Tima sló Klein í andlitið með olnboganum – og var brotið mjög gróft.
17.nóv. 2014 - 10:16 Sigurður Elvar

Myndband: Samantekt frá 2-1 tapleiknum gegn Tékkum í undankeppni EM

Íslenska karlalandsliðið tapaði 2-1 á útivelli gegn Tékkum í undankeppni Evrópumótsins í gær og var þetta fyrsti tapleikur Íslands í riðlakeppninni. Ísland er í öðru sæti riðilsins með 9 stig eftir fjóra leiki en mörkin sem liðið fékk á sig í gær voru þau fyrstu sem liðið fær á sig í keppninni. Tékkar eru með 12 stig og Hollendingar eru í þriðja sæti með 6 stig.
16.nóv. 2014 - 12:00

Sífellt fleiri ofþjálfa og hljóta lífshættulegan skaða af

Þeim fer sífellt fjölgandi sem ganga svo kröftuglega fram í líkamsrækt að þeir ofþjálfa og mörg dæmi eru um að fólk hafi ofgert sér svo illilega að það hafi þurft að leggjast inn á gjörgæsludeildir. Eitt dæmi um slíkt er 42 ára karlmaður sem var ekki ánægður með eigin frammistöðu í crossfit og lagði því enn harðar að sér.
15.nóv. 2014 - 10:41 Sigurður Elvar

Færeyingar dönsuðu af gleði í Grikklandi eftir fyrsta útisigurinn í 13 ár

Það er mikil gleði hjá frændum okkar í Færeyjum um þessar mundir eftir ótrúlegan 1-0 sigur karlandsliðs þeirra gegn Grikkjum á útivelli í gær. Sigurinn í undankeppni Evrópumótsins er einn sá stærsti í sögu færeyska knattspyrnusambandsins.
15.nóv. 2014 - 09:55 Sigurður Elvar

Ótrúlegt veðurfar – fjölmörg golfmót á dagskrá um miðjan nóvember

Frá Húsatóftavelli í Grindavík. Það er afar óvenjulegt ástand á golfvöllum landsins um þessar mundir. Veðurfarið er með þeim hætti að fjölmörg golfmót eru á dagskrá um helgina og er leikið inn á sumarflatir sem er einstakt um miðjan nóvember. Meira að segja á Akureyri er leikið inn á sumarflatir í dag á Jaðarsvelli og er þetta í fyrsta sinn í sögu Golfklúbbs Akureyrar þar sem leikið er við slíkar aðstæður á þessum árstíma. Á SV-horni landsins  er nóg um að vera fyrir kylfinga.
13.nóv. 2014 - 10:33 Sigurður Elvar

Stórkostleg tilþrif – tíu mörk koma til greina hjá FIFA

Að venju voru stórkostleg mörk skoruð í knattspyrnuleikjum ársins 2014. Dómnefnd á vegum FIFA hefur valið 10 bestu mörkin sem koma til greina í kjörinu á marki ársins. Á vefsvæði FIFA er hægt að kjósa um mark ársins og Pressan.is hvetur alla til að taka þátt.
12.nóv. 2014 - 21:59 Sigurður Elvar

Margt jákvætt í leik Íslands þrátt fyrir 3-1 tap gegn Belgíu – níu breytingar á byrjunarliði Íslands

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tapaði 3-1 gegn Belgíu í kvöld í vináttuleik sem fram fór á Bauduoin Stadion í Brussel. Þrátt fyrir tapið lék íslenska liðið vel á köflum og skapaði sér fjölmörg færi sem Thibaut Courtois markvörður Belga þurfti að hafa fyrir að verja. Alfreð Finnbogason skoraði mark Íslands en hann jafnaði metin á 11. mínútu – skömmu eftir að Nicolas Lombaerts hafði komið Belgum yfir.
12.nóv. 2014 - 14:45 Sigurður Elvar

Eiður Smári æfir með Bolton á Englandi – myndband frá æfingu liðsins

Eiður Smári Guðjohnsen er þessa dagana staddur á Englandi þar sem hann æfir með enska B-deildarliðinu Bolton. Eiður, sem er 36 ára gamall, er án samnings og leitar sér að nýju liði til þess að leika með en hann þekkir vel til hjá Bolton þar sem hann lék á árunum 1998-2000.
12.nóv. 2014 - 13:16 Sigurður Elvar

Íslenskur fótboltastrákur slær í gegn í Noregi – sigraði í „fótboltabrellukeppni“

Bjarki Torbjørnsson Støle er hálfíslenskur fótboltastrákur sem býr í Stavanger í Noregi. Bjarki, sem hefur tekið þátt í mörgum mótum með Fjölni í Grafarvogi hér á landi, sigraði nýverið í keppni sem haldin var á vegum frístundaheimila í grunnskólum í Noregi. Þar áttu keppendur að senda inn myndband af „fótboltabrellum“ og eins og sjá má í myndbandinu er Bjarki með tæknina á hreinu. 
11.nóv. 2014 - 14:16

Birgir Leifur einu skrefi nær Evrópumótaröðinni – 158 kylfingar keppa um 25 laus sæti

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, verður í hópi 158 kylfinga sem leika um 25 laus sæti á sterkustu atvinnumótaröð Evrópu. Íslandsmeistari í höggleik karla endaði í 12.-14. sæti á öðru stigi úrtökumótsins sem lauk í gær á Compo de Golf El Saler vellinum á Spáni og tryggði hann sig inn á lokaúrtökumótið sem hefst á laugardaginn á PGA Catalunya Resort á Spáni.
11.nóv. 2014 - 11:21 Sigurður Elvar

Meistaraþjálfari hjá KR vill breytt hugarfar: „Lítilsvirðing fyrir þeim börnum sem stunda íþróttir úti á landi“

„Þetta er því miður hugsunarháttur sem er alltof algengur hérna á höfuðborgarsvæðinu og ég hef sjálfur gert mig sekan um. Það að bera lengd ferðalags og kostnaði fyrir sig gegn því að fara eina ferð út á land er svo mikil lítilsvirðing fyrir þeim félögum og ekki síst þeim börnum sem stunda íþróttir fyrir utan suðvesturhornið,“ skrifar Finnur Freyr Stefánsson körfuknattleiksþjálfari hjá Íslandsmeistaraliði KR í karlaflokki á fésbókarsíðu sína vegna deilumáls sem upp er komið í 7. flokki kvenna.
10.nóv. 2014 - 17:25 Sigurður Elvar

Fyrrum stjórnarformaður Tottenham spyr – hvers vegna var Gylfi Þór seldur?

Gylfi Sigurðsson skoraði stórglæsilegt mark í gær fyrir Swansea í 2-1 sigri liðsins gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Gylfi skoraði með skoti beint úr aukaspyrnu og jafnaði metin 1-1. Íslenski landsliðsmaðurinn hefur skorað tvö mörk í deildarkeppninni í vetur en lagt upp 7 mörk.
10.nóv. 2014 - 10:30 Sigurður Elvar

Norðmenn leita að leyndarmáli á Akranesi – hvers vegna eru Íslendingar svona góðir í fótbolta?

Frábær árangur Íslendinga í knattspyrnu hjá báðum kynjum hefur vakið mikla athygli og velta erlendir fjölmiðlar því fyrir sér hvernig smáþjóð geti náð slíkum árangri. Í ítarlegri umfjöllun ríkisfjölmiðilsins NRK í Noregi er Akranes tekið út fyrir sviga í þessum „pælingum“ en NRK var í heimsókn í knattspyrnubænum á dögunum og reyndi að finna svörin við þeirri spurningu hvernig Íslendingar geti náð slíkum árangri á knattspyrnusviðinu.
08.nóv. 2014 - 18:30 Sigurður Elvar

Barein mætir ekki á HM í handbolta í Katar – mun IHF taka Ísland inn á HM?

Það er ljóst að landslið Barein mun ekki mæta til leiks á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla í janúar á næsta ári. IHF, Alþjóða handknattleikssambandið, hefur staðfest að Barein ætli sér ekki að leika á HM í Katar en það kemur ekki ljós fyrr en á fundi IHF þann 21. nóvember n.k. hvaða þjóð fyllir að sæti sem Barein skilur eftir sig.  AFP fréttastofan greindi frá því í dag að Sameinuðu arabísku furstadæmin hafi einnig dregið þátttöku sína á HM til baka en það hefur ekki verið staðfest af IHF.
07.nóv. 2014 - 13:15 Sigurður Elvar

Háskólanemi sem kann varla að skjóta vann nýjan pallbíl í skotkeppni

Það er ýmislegt gert til þess að skemmta áhorfendum á íþróttaviðburðum í Bandaríkjunum. Á dögunum var sett upp keppni á körfuboltaleik hjá háskólaliðinu Drake og þar gerðust ótrúlegir hlutir. Bifreið var í vinning fyrir þann sem næði að hitta úr sniðskoti, vítaskoti, þriggja stiga skoti og skoti frá miðju og hafði sá hinn sami aðeins 30 sekúndur til að ljúka við verkefnið.
07.nóv. 2014 - 12:21 Sigurður Elvar

Messi bætti markametið í Meistaradeildinni – sex lið hafa tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum

Lionel Messi bætti í gær markametið í Meistaradeild Evrópu en Argentínumaðurinn hefur nú skorað flest mörk allra í keppninni frá upphafi. Metið var í eigu Spánverjans Raul sem skoraði 70 mörk í Meistaradeildinni en Messi bætti metið með því skora bæði mörk Barcelona í 2-0 sigri spænska liðsins gegn hollenska meistaraliðinu Ajax sem Kolbeinn Sigþórsson leikur með.  
06.nóv. 2014 - 08:45 Sigurður Elvar

Aron segir að yngri leikmenn þurfi að vera grimmari og slá þá sem eldri eru út úr liðinu

Áhugaverð umræða hefur átt sér stað um stöðuna á íslenska karlalandsliðinu í handknattleik eftir tapleikinn gegn Svartfjallalandi um síðustu helgi í undankeppni Evrópumótsins. Meðalaldur leikmanna liðsins er rétt um 30 ár og framlag frá yngri leikmönnum liðsins er ekki mikið.
05.nóv. 2014 - 12:22 Sigurður Elvar

Hvað segja sérfræðingarnir um þá ákvörðun Rodgers að hvíla lykilmenn Liverpool gegn Real Madrid?

Brendan Rodgers knattspyrnustjóri Liverpool kom verulega á óvart í gær þegar hann hvíldi helstu lykilmenn liðsins í Meistaradeild Evrópu gegn Evrópumeistaraliði Real Madrid. Spænska stórliðið var með töluverða yfirburði í leiknum sem endaði samt sem áður „aðeins“ með 1-0 sigri heimamanna á Bernabeu vellinum í Madrid.
05.nóv. 2014 - 11:25 Sigurður Elvar

Gylfi Þór er stærsta stjarnan í Swansea að mati sérfræðinga enska dagblaðsins Telegraph

Gylfi Þór Sigurðsson er stærsta stjarna Swansea liðsins að mati sérfræðingar enska dagblaðsins Telegraph. Íslenski landsliðsmaðurinn er „stjörnuleikmaður“ Swansea að mati Telegraph og áhrif hans á gengi Swansea undir stjórn Garry Monk eru mikil. Bafetimbi Gomis er vonbrigði tímabilsins í liði Swansea en sérfræðingar Telegraph telja að Swansea endi á meðal 10 efstu liða deildarinnar en flestir höfðu spáð liðinu fallbaráttu.
04.nóv. 2014 - 08:52 Sigurður Elvar

Real Madrid sótti norska „undrabarnið“ í einkaflugvél – verður Ødegaard yngsti leikmaður Evrópumeistaraliðsins?

Evrópumeistaralið Real Madrid frá Spáni hefur ekki haft það sem venju að kaupa mjög unga leikmenn til liðsins en norska „undrabarnið“ Martin Ødegaard gæti verið undantekningin á þeirri reglu. Útsendarar Real Madrid hafa fylgst grannt með hinum 15 ára gamla A-landsliðsmanni Noregs og goðsögnin Zinedine Zidane er maðurinn sem á að sannfæra Ødegaard um að koma til liðsins.
04.nóv. 2014 - 08:50 Sigurður Elvar

Hvað segja sérfræðingarnir um stöðu Man Utd? – versta upphaf í deildarkeppni frá árinu 1986

Gengi Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í fyrstu tíu umferðunum hefur valdið stuðningsmönnum liðsins gríðarlegum vonbrigðum. Árangur liðsins hefur ekki verið verri frá árinu 1986 í efstu deild á Englandi þegar Ron Atkinson var knattspyrnustjóri liðsins og Alex Ferguson tók við starfinu eftir að Atkinson var rekinn.
03.nóv. 2014 - 17:30 Sigurður Elvar

Bestu íþróttamyndirnar frá því í síðustu viku að mati Getty

Stórir íþróttaviðburðir eru í gangi nánast flesta daga ársins víðsvegar um veröldina. Ljósmyndarar Getty eru á þeim flestum og hér fyrir neðan má sjá úrval bestu íþróttamynda síðustu viku að mati sérfræðinga Getty.
03.nóv. 2014 - 07:42 Sigurður Elvar

Stuðningsmenn Chelsea svara gagnrýni Mourinho – hátt miðaverð útilokar unga fólkið frá leikjunum

Það vakti athygli um helgina þegar Jose Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea gagnrýndi stuðningsmenn liðsins fyrir lélega stemningu á heimavelli félagsins. Chelsea, sem er efst í deildinni, vann QPR 2-1 á Stamford Bridge og var portúgalski knattspyrnustjórinn allt annnað en ánægður með „þögnina“ sem ríkti á meðan leikurinn fór fram
02.nóv. 2014 - 12:13 Sigurður Elvar

Brendan Rodgers vonast til þess að Steven Gerrard verði áfram hjá Liverpool

Það ríkir nokkur óvissa um framtíð Steven Gerrard fyrirliða Liverpool en samningur hans við félagið rennur út í lok keppnistímabilsins. Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur í mörg horn að líta eftir afleitt gengi liðsins og það bætir ekki ástandið að fararsnið er á Gerrard. Liverpool tapaði í gær 1-0 gegn Newcastle í ensku úrvalsdeildinni og ástandið í herbúðum liðsins er án efa eldfimt.
02.nóv. 2014 - 11:47 Sigurður Elvar

Jose Mourinho gagnrýnir stuðningsmenn Chelsea – vill betri stemningu á Stamford Bridge

Þrátt fyrir 2-1 sigur Chelse í gær gegn QPR í ensku úrvalsdeildinni var knattspyrnustjóri Chelsee, Jose Mourinho, ekki sáttur. Portúgalski knattspyrnustjórinn gagnrýndi stuðningsmenn Chelsea sem létu lítið fara fyrir sér á Stamford Bridge heimavelli félagsins. Mourinho sagði að hann upplifði stemninguna á Stamford Bridge líkt og áhorfendastæðin væru tóm.
31.okt. 2014 - 11:31 Sigurður Elvar

„Roy Keane er algjör jólasveinn“ – Magnús Gylfason spáir í leiki helgarinnar í enska boltanum

Stórleikur helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu er viðureign Englandsmeistaraliðs Manchester City og Manchester United í borgarslagnum. Margir áhugaverðir leikur er á dagskrá og Pressan.is fékk hinn þaulreynda knattspyrnuþjálfara Magnús Gylfason frá Ólafsvík til þess að rýna í leiki helgarinnar. Magnús telur að Liverpool tapi gegn „spútnikliði“ Newcastle og hann er sannfærður um að Roy Keane fá rautt spjald á bekknum hjá Aston Villa – enda sé maðurinn algjör jólasveinn. 
31.okt. 2014 - 10:00 Sigurður Elvar

Endurkoma LeBron James til Cleveland snérist upp í martröð – stórstjarnan langt frá sínu besta

Gríðarleg eftirvænting ríkti fyrir leik Cleveland Cavaliers og New York Knicks í gær í NBA deildinni í bandaríska körfuboltanum. Þar lék hinn 29 ára gamli Lebron James  sinn fyrsta heimaleik með Cleveland frá því hann gekk á ný í raðir félagsins eftir fjögurra ára dvöl hjá Miami Heat.
30.okt. 2014 - 11:34 Sigurður Elvar

„Þjálfarakapallinn“ í efstu deild karla í knattspyrnu gekk upp með ráðningu Bjarna til KR

„Þjálfarakapallinn“ í efstu deild karla í knattspyrnu, Pepsi-deildinni, er klár fyrir næsta tímabil eftir að KR-ingar réðu þá Bjarna Guðjónsson og Guðmund Benediktsson til starfa í vikunni. Bjarni verður aðalþjálfari og Guðmundur verður aðstoðarþjálfari.  Þar með hafa öll liðin í efstu deild ráðið þjálfara en Arnar Grétarsson tekur við þjálfun Breiðabliks þar sem Guðmundur Benediktsson var áður þjálfari. Jóhannes Harðarson tekur við liði ÍBV af Sigurði Ragnari Eyjólfssyni.
29.okt. 2014 - 21:23 Sigurður Elvar

Öruggur sautján marka sigur Íslands gegn Ísrael – sterk byrjun í undankeppni EM 2016

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik byrjaði undankeppnina fyrir Evrópumótið 2016 með 17 marka stórsigri gegn Ísrael, 36-19. Staðan var 14-9 í hálfleik en innkoma Sigurbergs Sveinssonar og  markvarðarins Arons Rafns Eðvarssonar breytti miklu í leik Íslands í síðari hálfleik. Eins og lokatölurnar gefa til kynna voru yfirburðir íslenska liðsins töluverðir.
29.okt. 2014 - 07:00

Hinn 98 ára gamli Stefán Þorleifsson lék á 98 höggum og vill gera betur á næsta ári

Stefán Þorleifsson á 6. braut á Grænanesvelli í Neskaupstað. Mynd/GSÍ Stefán Þorleifsson, fyrrum íþróttakennari, er einn af stofnfélögum Golfklúbbs Norðfjarðar og hann nýtir hvert tækifæri til þess að leika golf. Það vakti athygli á dögunum að Stefán lék á aldri sínum, 98 höggum, á Stefánsmóti SÚN, sem haldið er árlega honum til heiðurs á Grænanesvelli. Stefán skellti sér í haust til Tenerife með fjölskyldu sinni þar sem hann lék tvo golfhringi og er það án efa einsdæmi hjá íslenskum kylfingi á þessum aldri.
28.okt. 2014 - 08:26 Sigurður Elvar

Varnarmenn áberandi á listanum yfir fljótustu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar - Phil Jagielka sá fljótasti

Hraði er mikill kostur hjá knattspyrnumönnum og þeir fljótustu eru oftar en ekki þeir eftirsóttustu á leikmannamarkaðinum. Breska dagblaðið Daily Mail birti í gær áhugaverðann lista yfir fljótustu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar en rannsóknin var gerð í samvinnu við EA Sports.

Sena: - Mannakorn nóv (út 4 des)