17.apr. 2018 - 09:11
Arnar Ægisson
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir keppir næst á Hugel-JTBC mótinu á LPGA mótaröðinni. Mótið fer fram í Los Angeles og hefst það á fimmtudaginn. Mótið er 72 holur og er niðurskurður eftir 2. keppnisdag.
12.apr. 2018 - 10:30
Arnar Ægisson
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hóf keppni í nótt á LOTTE meistaramótinu á LPGA mótaröðinni. Hershey er styrktaraðili mótsins og fer það fram á Ko Olina vellinum á Hawaii. Mótið hófst 11. apríl og verða leiknir fjórir keppnishringir eða 72 holur á fjórum dögum.
04.apr. 2018 - 14:11
Arnar Ægisson
Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni og Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili keppa báðar á LET Access mótaröðinni í þessari viku. Mótið heitir Terre Blanche og fer fram á samnefndum velli í Frakklandi.
25.mar. 2018 - 15:50
433
Heimsbyggðin hefur mikinn áhuga á Íslandi þessa dagana og sérstaklega íslenskri knattspyrnu. Fjölmiðlar um allan heim skilja ekki hvernig þjóð sem telur rúmlega 300 þúsund íbúa eigi nú lið á stærsta íþróttamóti í heimi, sjálfu heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Knattspyrnusamband Íslands hefur ekki undan að svara fyrirspurnum frá fréttafólki úti um allan heim. Áhuginn er líklega hvergi meiri en í Brasilíu en Globo/SporTV, sem sérhæfir sig í íþróttaumfjöllun, ákvað að senda hingað fréttakonu í byrjun mars og dvelur hún á Íslandi fram í miðjan júlí. Carina Ávila er 25 ára gömul og hún leigði hús í miðbænum sem hún býr í þá mánuði sem hún er hér á landi. Við höfðum mælt okkur mót í höfuðstöðvum Frjálsrar fjölmiðlunar til að fara yfir af hverju hún væri hér á landi. Við áttum stefnumótið klukkan 15.00 í miðri viku og var klukkan nokkrar mínútur yfir þegar sími minn hringdi, leigubílstjórinn var í símanum og spurði hvar skrifstofan væri. Carina átti í vandræðum með að bera fram nafnið á götunni. „Fyrirgefðu hvað ég er sein,“ sagði Carina þegar hún renndi í hlað á leigubílnum.
22.mar. 2018 - 09:24
Arnar Ægisson
Það búið að opna inn á sumarflatir á nokkrum golfvöllum landsins og margir kylfingar bíða spenntir eftir fregnum af opnun valla á landinu.
20.mar. 2018 - 16:19
Arnar Ægisson
Dagbjartur Sigurbrandsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur verður á meðal keppenda á sterku piltamóti í Frakklandi.
Keppt er á Golf de Saint Germain vellinum dagana 29. mars – 2. apríl. Keppendur eru 18 ára og yngri.
20.mar. 2018 - 12:53
433
Samkvæmt sérfræðingum Mirror er treyja Íslands í 12 sæti yfir flottustu búningana á HM í sumar.
05.mar. 2018 - 19:00
Axel Bóasson, Íslandsmeistari í golfi 2017, varð í 14. sæti á SGT Winter Series mótinu sem fram fór á Lumine golfvellinum á Spáni. Mótið er hluti af Nordic Tour atvinnumótaröðinni þa sem Axel stóð uppi sem stigameistari á síðasta tímabili.
05.mar. 2018 - 14:46
433
,,Ég var á skíðum á Íslandi á síðasta ári, það var besta upplifun í lífi mínu,“ sagði Jurgen Klopp knattspyrnustjóri Liverpool um upplifun sína af Íslandi.
02.mar. 2018 - 14:00
Frá og með árinu 2020 verður eitt forgjafarkerfi notað á heimsvísu og verður það í fyrsta sinn sem eitt kerfi verður notað til að reikna út forgjöf kylfinga. Æðstu samtök golfíþróttarinnar á heimsvísu, USGA í Bandaríkjunum og R&A í Skotlandi hafa unnið að þessu verkefni
02.mar. 2018 - 10:29
433
35 konum sem langaði að mæta á knattspyrnuleik í Íran í gær var bannað að koma á völlinn.
12.feb. 2018 - 13:54
433
Tómas Þór Þórðarson fréttamaður og útvarpsmaður á X977 velti því fyrir sér hvort peningum hafi verið vel varið þegar bónusgreiðslur kvennalandsliðsins voru hækkaðar.
09.feb. 2018 - 11:09
433
Íslenskt knattspyrnuáhugafólk sem er að bóka hótelgistingu vegna heimsmeistaramótsins í Rússlandi lendir nú um stundir í vandræðum vegna hótela sem það hafði bókað gistingu á í bæði Moskvu og Rostov-on-Don í sumar. DV hefur rætt við nokkra einstaklinga sem höfðu bókað hótelgistingu og fengið staðfestingu á bókun sinni. Þeir hafa síðar fengið skilaboð um að bókunin hafi ekki gengið í gegn. Þeim er svo boðið að bóka hótelgistingu á nýjan leik en á miklu hærra verði en þeim hafði áður boðist. Margir Íslendingar ætla að leggja leið sína til Rússlands og sjá íslenskt knattspyrnulandsliðið í fyrsta sinn á HM og hefur stór hluti þeirra nú þegar bókað ferð sína. Þeir vita þó ekki hvort þeir fái miða á leikina, en FIFA hefur nú lokað fyrir umsóknarferli um miða og dregið verður úr því happadrætti í mars. „Ég er að fara til Rússlands með fjölskylduna í sumar, hótelið sem ég bókaði í Moskvu hefur nú ákveðið að henda okkur út,“ sagði Sigurður Hjaltested um málið en hann er einn af þeim sem hafa lent í þessu.
08.feb. 2018 - 10:12
433
Það berast frábær tíðindi af Kolbeini Sigþórssyni framherja Nantes en hann er að ná fullum bata.
11.jan. 2018 - 15:43
433
Íslenskar íþróttakonur hafa stigið fram og segja nú sögu sína af ofbeldi og öðru slíku sem þær hafa orðið fyrir.
28.des. 2017 - 23:00
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, er Íþróttamaður ársins 2017 en kjöri Samtaka íþróttafréttamanna var lýst í hófi í Hörpu í kvöld. Ólafía hlaut 422 stig af alls 520 stigum mögulegum.
09.des. 2017 - 22:11
433
Fimm einstaklingar reyndu að ræna Eið Smára Guðjohnsen í Barcelona í gær. Frá þessu greinir hann á Twitter.
26.nóv. 2017 - 17:20
433
Ragnar Sigurðsson varnarmaður íslenska landsliðsins og Rubin Kazan í Rússlandi skilur ekki af hverju íslenska þjóðin drullar yfir Ragnar Önundarson þessa dagana.
23.nóv. 2017 - 11:23
433
Það var brotist inn á fjölskylduheimili Höskulds Gunnlaugssonar í Kópavogi á vikunni. Frá þessu greinir hann á Facebook.
08.nóv. 2017 - 16:41
433
Ísland tapaði fyrir Tékklandi í æfingaleik sem fram fór í Katar í dag. Frammistaða Íslands var ekki vonlaus en margt vantaði.
05.nóv. 2017 - 22:00
Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, endaði í 37. sæti á lokamóti Áskorendamótaraðarinnar sem lauk um helgina í Oman. Birgir Leifur sigraði í fyrsta sinn á ferlinum á Áskorendamóti á þessu tímabil og er hann er einn af 19 sigurvegurum á þessu tímabili sem er á meðal keppenda í Oman.
03.nóv. 2017 - 19:06
433
Arnór Ingvi Traustason, kantmaður íslenska landsliðsins, er ekki í góðum málum hjá AEK Aþenu í Grikklandi. Arnór kom á láni hjá AEK Aþenu í sumar, en hann er samningsbundinn Rapid Vienna í Austurríki. Arnór, sem er 24 ára gamall, hefur upplifað bæði góðu og slæmu hliðar atvinnumennskunnar, hann átti tvö frábær ár með Norrköpping í Svíþjóð áður en hann hélt til Austurríkis. Hjá Rapid Vienna upplifði hann svo mótlæti og ákvað að færa sig um set og var talin trú um að hann myndi leika stórt hlutverk hjá AEK Aþenu en það hefur ekki gengið eftir.
29.okt. 2017 - 17:35
433
Hryðjuverkasamtökin ISIS eru byrjuð að hóta því að fremja hryðjuverk á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi á næsta ári.
29.okt. 2017 - 15:03
433
Fótboltaspilið „Beint í mark“ er glæsilegt spurningaspil fyrir alla fjölskylduna sem komið er í forsölu. Hægt er að tryggja sér eintak í forsölu á beintimark.is í samstarfi við Heimkaup. Með því færðu eintak í heimsendingu um leið og spilið kemur úr prentun um miðjan nóvember.
25.okt. 2017 - 09:50
433
Arnar Bill Gunnarsson fræðslustjóri KSÍ hrósar Gylfa Þór Sigurðssyni leikmanni íslenska landsliðsins og stjörnu íslenska fótboltans.
24.okt. 2017 - 19:18
433.is
Tékkland tók á móti Íslandi í undankeppni HM í dag en leiknum lauk með 1-1 jafntefli.
24.okt. 2017 - 19:17
433.is
Tékkland tók á móti Íslandi í undankeppni HM í dag en leiknum lauk með 1-1 jafntefli.
24.okt. 2017 - 19:16
433.is
Tékkland tók á móti Íslandi í undankeppni HM í dag en leiknum lauk með 1-1 jafntefli.
20.okt. 2017 - 16:28
433
Þýskalandi tók á móti Ísland í undankeppni HM kvenna í dag en leiknum lauk með 3-2 sigri íslenska liðsins.
20.okt. 2017 - 11:28
433
Cristiano Ronaldo er með gott hjarta og hann hefur ákveðið að greiða allan sjúkrakostnað fyrir fólk vegna elda í Portúgal.
19.okt. 2017 - 20:48
433
Þetta hefur verið erfiður dagur fyrir stuðningsmenn Breiðabliks en í dag hafa tveir uppaldir leikmenn samið við önnur lið.
17.okt. 2017 - 20:39
433
Liverpool gjörsamlega slátraði Maribor í Meistaradeild Evrópu í kvöld á útivelli. Liverpool var með öll vopn á lofti og öll sóknarlína liðsins skoraði í 0-7 sigri.
17.okt. 2017 - 10:04
433
Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur og starfsmaður 365 miðla hefur rétt KSÍ hjálparhönd.
16.okt. 2017 - 14:28
433
Heimir Hallgrímsson hefur skrifað sig inn í sögubækurnar á Íslandi eftir að hann hóf að þjálfa íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu, hann ásamt Lars Lagerbäck kom liðinu á sitt fyrsta stórmót síðasta sumar þegar Ísland komst í 8-liða úrslit á Evrópumótinu í Frakklandi.
15.okt. 2017 - 16:39
433
FH staðfesti í gær ráðningu sína á Ólafi Helga Kristánssyni sem þjálfara liðsins næstu árin. Samningurinn er til þriggja ára.
14.okt. 2017 - 17:32
433
FH hefur staðfest ráðningu sína á Ólafi Helga Kristánssyni sem þjálfara liðsins næstu árin.
12.okt. 2017 - 12:18
433
Á meðan Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands var að tryggja liðinu inn á HM í Rússlandi gerðu þjófar sér ferð að heimili hans í Cardiff.
10.okt. 2017 - 11:45
433
Ísland vann í gær 2-0 sigur á Kosóvó í lokaleik sínum í undankeppni HM og tryggði liðið sér þar með sæti á lokakeppninni sem fram fer í Rússlandi næsta sumar.
10.okt. 2017 - 09:42
433
Eiður Smári Guðjohnsen var sérfræðingur í sjónvarpi allra landsmanna, RÚV í gær þegar Ísland komst á Heimstaramótið í fyrsta sinn.
09.okt. 2017 - 20:58
433
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði fyrra mark Íslands í leiknum þegar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Gylfi gerði hlutina eins síns liðs og kom boltanum í netið, sögulegt mark fyrir Ísland.
09.okt. 2017 - 10:41
433
Stan Collymore fyrrum framherji Liverpool og enska landsliðsins er hér á landi að taka upp sjónvarpsþátt.
08.okt. 2017 - 13:36
433
Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari Íslands segir það lúxusvandamál fyrir sig að velja byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Kósóvó á morgun í undankeppni HM.
07.okt. 2017 - 11:56
433
Ef allt gengur eftir verður Ísland á meðal þeirra 32 liða sem leika í úrslitakeppni HM í Rússlandi á næsta ári.
05.okt. 2017 - 07:36
433
„Þetta er búið að vera dáldið erfitt start hjá okkur, við erum bara búnir að vera slakir,“ sagði Emil Hallfreðsson á æfingu íslenska landsliðsins í morgun.
04.okt. 2017 - 13:00
433
„Nánast hver leikur í þessum riðli hefur verið úrslitaleikur og þetta er að líða undir lok núna og við ætlum okkur sex stig í þessum leikjum,“ sagði Kári Árnason, varnarmaður íslenska landsliðsins á æfingu liðsins í morgun. Ísland mætir Tyrklandi í afar mikilvægum leik á föstudaginn næsta en Ísland er sem stendur í öðru sæti I-riðils með 16 stig, jafn mörg stig og Króatar sem eru með betri markatölu og því ljóst að stig eða sigur myndi gera mikið fyrir liðið með umspilssæti í huga.
04.okt. 2017 - 08:19
433
,,Þetta eru mjög góðar aðstæður, gott hótel og æfingasvæði. Allt til alls,“ sagði Ragnar Sigurðsson varnarmaður íslenska landsliðsins við 433.is í Tyrklandi nú í morgun. Íslenska liðið æfði í Antalya í dag en síðar í dag heldur liðið til Eskişehir þar sem leikurinn fer fram á föstudag.
03.okt. 2017 - 20:00
433
,Þetta var sérvalið fyrir okkur,“ sagði Heimir Hallgrímsson þjálfari Íslands við 433.is í dag í Tyrklandi. Liðið er á frábæru svæði i Antalya og undirbýr sig fyrir komandi leiki í undankeppni HM. Liðið leikur gegn Tyrklandi á föstudag og gegn Kósóvó á mánudag á Laugardalsvelli.
03.okt. 2017 - 15:01
433
,,Heilsan er allt í lag,“ sagði Aron Einar Gunnarsson fyrirliði Íslands í samtali við 433.is í Tyrklandi í dag Aron Einar er að glíma við meiðsli aftan í læri og er tæpur fyrir leik Íslands við Tyrkland í undankeppni HM á föstudag.
03.okt. 2017 - 09:09
433
Íslenska landsliðið kom saman hér í Tyrklandi í gær og undirbýr sig fyrir leikinn við heimamenn í undankeppni HM. Liðið dvelur í Antalya til morguns en þá fer liðið Eskişehir þar sem leikurinn fer fram á föstudag.
30.sep. 2017 - 18:26
433
Sigurður Egill Lárusson leikmaður Vals er í sigurvímu eftir að hafa lyft bikarnum fyrir sigur í Pepsi deildinni. igurður hafði þó tíma til að fara á Twtiter og láta sérfræðinga landsins heyra það.