31. maí 2013 - 11:00Guðjón Ólafsson

Atvinnumaðurinn Edda Garðarsdóttir: „Ekki leyfilegt að tala við karlalið Chelsea nema þeir eigi frumkvæðið“

Edda Garðarsdóttir hefur verið lykilmaður í íslenska landsliðinu í knattspyrnu um árabil en stelpurnar okkar taka á móti Skotum í vináttulandsleik á laugardag. Edda leikur knattspyrnu með Chelsea á Englandi ásamt unnustu sinni, Ólínu Viðarsdóttur.

Undir merkjum íslenska landsliðsins hefur reynsluboltinn Edda leikið 102 landsleiki og skorað í þeim fjögur mörk. Edda hóf feril sinn í efstu deild með KR árið 1995 og lék þar fótbolta til ársins 2004, með flottum árangri. Þaðan fór hún yfir í Breiðablik og lék með þeim í tvö ár, með tilheyrandi titlum og medalíum. Þar var Edda valin besti leikmaðurinn, bæði tímabilin.

Edda sneri aftur í herbúðir KR og lék þar í tvö ár áður en hún reyndi fyrir sér utan landsteinana. Árið 2009 gekk Edda í raðir KIF Örebro í Svíþjóð áður en Lundúnalið Chelsea sóttist eftir kröftum þeirra Eddu og Ólínu í byrjun þessa árs. Efsta deildin í enska kvennaboltanum fór af stað um miðjan aprílmánuð og er því tímabilið í fullum gangi um þessar mundir.

En hvað segir Edda gott..?

Formsatriði

Nafn?
- Edda Garðarsdóttir.

Kennitala?
-
15.07.79.

Staðsetning, as we speak?
- Í rútu á leið til Birmingham.

Uppáhalds gælunafn?
- Björgvins.

Gælunafnið sem þú þolir ekki?
- Allar útgáfur af Eddi, Eddie, Edilon o.s.frv.

Fótboltinn

Hvað er eftirminnilegast hingað til?
- Tilfinningin þegar við tryggðum okkur á EM á móti Úkraínu í vor. Stúkan. Stemningin. Afrekið.

Ertu hjátrúarfull? Ef svo er, hvað er málið?
- Vanaföst. Sama pláss í klefanum. Sami staður á fundum. 

Flottasta mark sem þú hefur skorað?
- Beint úr aukaspyrnu í Svíþjóð 2009. Skeytin inn. 

Hvaða lag peppar þig fyrir leiki?
- Waiting all night - Rudimental, fínt klefalag.

Ertu góð í marki?
- Ekki margir sem vita það en ég er í raun og veru útispilandi fyrsti markmaður.

Mestu vonbrigðin?
- Helvítis Noregsleikurinn á EM2009.

Er kvennalið Chelsea að hanga svolítið með karlaliðinu?
- Nei. Ekki leyfilegt að spjalla við þá nema þeir eigi frumkvæðið.

Hvort finnst þér meira pirrandi að rekast á John Terry eða Frank Lampard í klúbbhúsinu?
- John Terry er Chelsea, mjög almennilegur. Hvorugur pirrandi. 

Eru áhorfendur duglegir að mæta á leiki á kvennaboltanum á Englandi?
- Nei. Mest verið ca. 600 hjá okkur.

Almennt

Besta bíómyndin?
- Rudy.

Uppáhalds drykkur?
- Ískalt íslenskt vatn.

Fyndnasti einstaklingur í heimi?
-  Will Ferrell.

Besta tónlistin?
- Alæta á tónlist, íslensk tónlist er framúrskarandi.

Uppáhalds staður í heiminum?
- Í faðmi fjölskyldunnar.

The place to be, Svíþjóð eða England?
- Pass.

Er erfitt að vera fræg?
- Spurðu Margréti Láru.

Hvort myndir þú velja...

...gamla eða nýja ísinn?
- Barnaís, gamlan.

...Messi eða Ronaldo?
- Ronaldo.

...bók eða bíó?
- Fyrst bókina, svo myndina.

...Trivial eða Alias?
- Trivial

...Breiðablik eða KR?
-
Eina sanna stórveldið.

Ertu með...

...húðflúr?
- Já.

...einhverja Þjóðhátíð á bakinu?
- Já. Ætti að vera bönnuð u-18 fyrir fólk ofan af landi.

...einhverja fyrirmynd í lífinu?
- Mamma.

...leynda hæfileika?
- Nei, Sara Björk er með einn leyndan hæfileika sem ég hef ekki náð tökum á ennþá.

...með eitthvað óklárað í lífinu?
- Ó, já.
__________________________

Fleiri atvinnumenn í spjalli við Íþróttapressuna

- Atvinnumaðurinn Guðmundur Kristjánsson

- Atvinnumaðurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson

- Atvinnumaðurinn Þóra B. Helgadóttir

- Atvinnumaðurinn Aron Einar Gunnarsson

- Atvinnumaðurinn Kristinn Steindórsson
Svanhvít - Mottur
28.ágú. 2015 - 10:20

Ofurhetja í Peking? - heimsmeistarinn í tugþraut notar hátæknibúnað til þess að kæla sig niður

Ashton Eaton er í fremstu röð í heiminum í tugþraut í frjálsíþróttum. Bandaríkjamaðurinn var efstur eftir þrjár fyrstu greinarnar á heimsmeistaramótinu í Peking sem nú fer fram. Eaton hefur vakið mikla athygli fyrir höfuðhlíf sem hann hefur notað í Peking.
28.ágú. 2015 - 09:55

Hvað gerir Gylfi Þór gegn Manchester United? - spennandi umferð framundan í enska

Það verður nóg um að vera í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um helgina. Alls fara átta leikir fram á laugardag og tveir á sunnudag. Um er að ræða fjórðu umferð deildarinnar og er Manchester City í efsta sæti eftir þrjár umferðir og Leicester kemur þar á eftir í öðru sæti. Öll 20 lið deildarinnar hafa nú þegar náð í stig en sex lið hafa enn ekki tapað leik.
27.ágú. 2015 - 14:18

Myndatökumaður keyrði Bolt niður þegar hann fagnaði heimsmeistaratitlinum

Usain Bolt varð í dag heimsmeistari í 200 metra hlaupi karla og sigraði Jamaíkumaðurinn með nokkrum yfirburðum. Hann kom í mark á tímanum 19,55 sek. sem er töluvert frá heimsmeti hans í greininni sem er 19,19 sek. Justin Gatlin frá Bandaríkjunum varð annar á 19,74 sek., og Suður-Afríkumaðurinn  Anaso Jobodwana varð þriðji a 19,87 sek.
25.ágú. 2015 - 23:15

HM í frjálsum: Úrslit og myndir af verðlaunahöfum

Heimsmeistaramótið í frjálsíþróttum stendur nú sem hæst í Peking í Kína. Hér fyrir neðan eru helstu úrslit úr þeim greinum sem er nú þegar lokið en þessi frétt verður uppfærð á meðan HM stendur yfir. 

26.ágú. 2015 - 06:50

Aníta var hársbreidd frá því að komast í undanúrslit á HM í Peking

Aníta Hinriks­dótt­ir frjálsíþróttakona úr ÍR náði sínum besta árangri á árinu í undanrásum í 800 metra hlaupi kvenna á heimsmeistaramótinu í frjálsíþróttum í Peking í Kína í nótt.
27.ágú. 2015 - 07:54

Tinna stigameistari á Eimskipsmótaröðinni 2015 í kvennaflokki

Tinna Jóhannsdóttir úr Keili fagnaði stigameistaratitlinum á Eimskipsmótaröðinni í golfi 2015. Þetta er í fyrsta sinn sem Tinna nær þessum titli en fyrst var keppt um stigameistaratitilinn árið 1989. Þrír kylfingar úr Keili raða sér í þrjú efstu sætin á stigalistanum í kvennaflokki en Íslandsmeistarinn Signý Arnórsdóttir varð önnur og Anna Sólveig Snorradóttir varð þriðja.
25.ágú. 2015 - 14:59

Ein glæsilegasta golfhola landsins opnar tímabundið í Fyrirtækjakeppni Keilis

Næstkomandi laugardag fer Fyrirtækjakeppni Keilis 2015 fram á Hvaleyrarvelli. Mótið er haldið sérstaklega til styrktar þeim gríðarmiklu framkvæmdum sem nú standa yfir á svæði Keilis. Þrjár nýjar golfholur munu líta dagsins ljós en um er að ræða framkvæmd sem hljóðar uppá 39 milljónir og því fjárþörf mikil þessa dagana.  
27.ágú. 2015 - 07:51

Axel stigameistari á Eimskipsmótaröðinni 2015 í karlaflokki

Axel Bóasson úr Keili stóð uppi sem stigameistari á Eimskipsmótaröðinni í golfi 2015. Þetta er í fyrsta sinn sem Axel fagnar þessum titli. Keilismaðurinn sigraði m.a. á Íslandsmótinu í holukeppni á Jaðarsvelli á Akureyri og hann varð annar á sjálfu Íslandsmótinu í golfi sem fram fór á Garðavelli á Akranesi. 
25.ágú. 2015 - 08:31

Fagnaði of snemma og missti af verðlaunum á HM í frjálsíþróttum - ótrúlegur lokasprettur

Molly Huddle frá Bandaríkjunum var helsta fréttaefnið á heimsmeistaramótinu í frjálsíþróttum í Kína á þriðja keppnisdegi HM. Bandaríski langhlauparinn fagnaði of snemma við endamarkið í 10.000 metra hlaupinu þar sem landa hennar Emily Infeld stal bronsverðlaunum af Huddle með ótrúlegum hætti.
25.ágú. 2015 - 08:05

Bestu íþróttamyndir vikunnar frá Getty - HM í frjálsum stendur þar uppúr

Það er að venju mikið um að vera í íþróttalífinu á heimsvísu og heimsmeistaramótið í frjálsíþróttum í Kína stendur þar upp úr. Ljósmyndarar Getty voru að sjsálfsögðu með myndavélararnar á lofti og hér má sjá brot af því besta frá því í síðustu viku.
24.ágú. 2015 - 18:00

Mynd dagsins: Markvörður Ægis var kallaður api - Svona brást hann við eftir leikinn

Knattspyrnuliðin Höttur og Ægir áttust við á Egilsstöðum síðastliðin laugardag og lauk leiknum með sigri gestanna 0-2.  Í leiknum sjálfum var leikmaður Hattar sakaður um grófa kynþáttafordóma og  í tvígang að hafa kallað markvörð Ægis, Brentton Muhammad, apa.
23.ágú. 2015 - 20:44

Tinna sigraði á Nýherjamótinu og tryggði sér stigameistaratitilinn á Eimskipsmótaröðinni

Tinna Jóhannsdóttir úr Keil sigraði í kvennaflokki á Nýherjamótinu á Eimskipsmótaröðinni sem lauk í dag á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Oddi. Tinna lék hringina þrjá á 221 höggi eða +8 og sigraði hún með tveggja högga mun. Karen Guðnadóttir úr GS varð önnur og Anna Sólveg Snorradóttir úr Keili varð þriðja.
23.ágú. 2015 - 20:38

Haraldur Franklín sigraði með fjögurra högga mun á Nýherjamótinu á Eimskipsmótaröðinni

Haraldur Franklín Magnús úr GR sigraði á Nýherjamótinu á Eimskipsmótaröðinni sem lauk í dag á Urriðavelli. Þetta er fyrsti sigur hans á Eimskipsmótaröðinni á þessu tímabili en Haraldur lék samtals á -4 og var fjórum höggum betri en Sigurþór Jónsson úr GK sem varða annar en hann Sigurþór lék best allra á lokahringnum. Benedikt Sveinsson úr GK varð þriðji á +1 samtals.
22.ágú. 2015 - 13:55

Myndir dagsins: 15 þúsund manns tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka hófst í morgun og tóku um fimmtán þúsund manns þátt. Mikil stemning var í Lækjargötunni þegar hlauparar lögðu af stað.
22.ágú. 2015 - 05:57

Yngsti sigurvegari sögunnar á HM í maraþonhlaupi karla – keppendur vissu ekki hvar endamarkið var

Ghirmay Ghebreslassie sigraði í nótt í maraþonhlaupi karla á heimsmeistaramótinu í frjálsíþróttum sem hófst í Peking í Kína. Hinn 19 ára gamli hlaupari frá Afríkuríkinu Erítreu er yngsti sigurvegarinn í þessari grein á HM í frjálsíþróttum frá upphafi.  
21.ágú. 2015 - 11:15

Fótboltinn bjargaði lífi nýjustu stjörnu Manchester United - Memphis Depay

Memphis Depay hefur stimplað sig inn í hjörtu stuðningsmanna Manchester United en Hollendingurinn fór á kostum í leik gegn Club Brugge frá Belgíu í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Hinn 21 árs gamli leikmaður vill ekki nota ættarnafnið Depay vegna ósættis við föður sinn og þess vegna er nafnið Memphis á keppnistreyju nr. 7 hjá Man Utd.
21.ágú. 2015 - 09:43

Tiger Woods með sinn besta keppnishring í tvö ár

Tiger Woods sýndi gamla takta á fyrsta hringnum á PGA móti sem hófst í gær. Woods lék sinn besta keppnishring í tvö ár en hann lék á 64 höggum eða -6 á Wyndham meistaramótinu. Woods er í sjöunda sæti en hann hefur átt í miklum vandræðum með leik sinn undanfarin misseri og ekki komist í gegnum niðurskurðinn á síðustu tveimur risamótum, Opna breska og PGA meistaramótinu.
20.ágú. 2015 - 11:57

Ótrúleg heimsmet sem verða líklega aldrei bætt

Heimsmeistaramótið í frjálsíþróttum hefst í Peking í Kína um helgina og þar verða án efa ný met sett. Það eru hinsvegar nokkur met í frjálsíþróttum sem verða seint bætt og hér verður stiklað á stóru í þeim efnum.
20.ágú. 2015 - 10:05

Leggur til að keppt verði í tveimur flokkum í frjálsíþróttum - með og án lyfja

Lyfjamisnotkun í frjálsíþróttum hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu í aðdraganda heimsmeistaramótsins sem fram hefst í Peking í Kína 22. ágúst. Simon Jenkins skrifar áhugaverða grein í breska dagblaðið The Guardian þar sem hann fer yfir stöðuna í frjálsíþróttunum og Jenkins telur að best væri að keppa í tveimur flokkum í frjálsíþróttum.
19.ágú. 2015 - 00:01

Bestu íþróttamyndir vikunnar frá Getty - frábær tilþrif á heimsvísu

Ljósmyndarar frá Getty voru viðstaddir á flestum stærstu íþróttaviðburðum heims í síðustu viku. Hér má sjá brot af því besta sem ljósmyndararnir völdu sjálfir. Tilþrifin eru að venju glæsileg og úrvalið er mikið.
18.ágú. 2015 - 21:25

Alptekin fékk átta ára keppnisbann - svipt verðlaunum á ÓL og EM

Asli Cakir Alptekin. Mynd/Getty Asli Cakir Alptekin frá Tyrklandi, sem fagnaði sigri í 1.500 metra hlaupi kvenna á Ólympíuleikunum í London árið 2012 var nýverið úrskurðuð í átta ára keppnisbann.
18.ágú. 2015 - 12:45

Körfuboltalandsliðið undirbýr sig fyrir EM 2015 á alþjóðlegu móti í Eistlandi

Karlalandsliðið í körfubolta undirbýr sig  fyrir EuroBasket 2015 sem fram fer í september.  Landsliðið hélt í dag til Eistlands þar sem liðið mun taka þátt í Toyota Four Nations Cup-mótinu í Tallinn dagana 20-22. ágústþ Leikið verður gegn Eistum, Hollandi og Filippseyjum, en þetta er í fyrsta sinn sem Ísland mætir Filippseyjum í landsleik í körfubolta.
17.ágú. 2015 - 13:16

Mun de Gea fá 2,5 milljarða kr. fyrir að sitja á bekknum í vetur hjá Man Utd?

Framtíð David de Gea hjá Manchester United er enn í óvissu spænska stórliðið Real Madrid hefur mikinn hug á að fá markvörðinn í sínar raðir áður en leikmannaglugganum verður lokað.
17.ágú. 2015 - 10:03

Úrslit í sveitakeppni yngri og eldri kylfinga kvenna réðust um helgina

Úrslit í sveitakeppnum unglinga og eldri kylfinga kvenna réðust um helgina. Keppt var á þremur stöðum í unglingaflokkunum en eldri kylfingar kvenna léku á Hellishólum.
15.ágú. 2015 - 00:01

Arnar sviptur titlinum og Ingvar er Íslandsmeistari í 5 km. götuhlaupi

Stjórn Frjálsíþróttasambands Íslands ákvað á fundi sínum þann 13. ágúst að svipta Arnari Péturssyni Íslandsmeistaratitlinum í 5 km. götuhlaupi sem fram fór í vor. Ingvar Hjartarson hlýtur titilinn en álit Laganefndar FRÍ var tekið til umræðu á stjórnarfundinum en Ingvar kærði úrslit hlaupsins. Laganefnd FRÍ skilaði einróma áliti til stjórnar FRÍ.
14.ágú. 2015 - 00:01

Sheikh Mansour langríkasti eigandinn í ensku úrvalsdeildinni

Sheikh Mansour eigandi enska úrvalsdeildarliðsins Manchester City er fjórum sinnum auðugri en eigandi Chelsea, Roman Abramovich, samkvæmt lista sem birtur var í enska dagblaðinu The Mirror. Mansour er í sérflokki á listanum yfir ríkidæmi helstu eigenda liða í ensku úrvalsdeildinni en eignir hans eru metnar á tæplega 4200 milljarða ísl. kr. Sheikh Mansour keypti Man City árið 2008 og frá þeim tíma hefur félagið fagnað enska meistaratitlinum í tvígang.
13.ágú. 2015 - 14:39

Upphitun: Reykjavíkurstórveldin mætast í bikarúrslitum

Þormóður og Þorgrímur fara yfir bikarúrslitaleik KR og Vals frá árinu 1990, myndband hér að neðan. KR og Valur mætast í þriðja sinn í bikarúrslitum á Laugardalsvelli nú um helgina, nánar til tekið laugardaginn 15. ágúst klukkan 16:00. Þeir Þormóður Egilsson og Þorgrímur Þráinsson hita hér upp fyrir leikinn.
13.ágú. 2015 - 00:24

Hvenær fer þinn uppáhaldskylfingur af stað á síðasta risamóti ársins 2015?

PGA meistaramótið, fjórða risamót ársins 2015 í golfi í karlaflokki, hefst á fimmtudaginn á Whistling Straits vellinum í Wisconsin í Bandaríkjunum. Rory McIlroy frá Norður-Írlandi hefur titil að verja en hann náði ekki að mæta í titilvörnina á Opna breska meistaramótinu í júlí s.l. vegna meiðsla á ökkla.
12.ágú. 2015 - 13:53

Gísli valinn í úrvalslið drengja frá meginlandi Evrópu

Gísli Sveinbergsson. Mynd/GSÍ Gísli Sveinbergsson úr Keili hefur verið valinn í úrvalslið drengja frá meginlandi Evrópu sem keppir við úrvalslið drengja frá Bretlandi og Írlandi á Royal Dornoch vellinum í Skotlandi. Mótið, sem á sér langa sögu, fer fram 28.-29. ágúst, og er Gísli einn af alls níu leikmönnum sem valdir verða í úrvalsiðið.
12.ágú. 2015 - 10:15

Bestu íþróttamyndir vikunnar frá Getty - frábær tilþrif

 Ljósmyndarar Getty voru víðsvegar um veröldina á stærstu íþróttaviðburðum s.l. viku. Hér má sjá brot af þeim myndum sem þeir töldu standa upp úr. Að venju er íþróttaflóran fjölbreytt og að sjálfsögðu kemur krikketíþróttin við sögu.
12.ágú. 2015 - 09:59

Aníta komst inn á HM í Peking - fékk boð frá IAAF

Aníta Hinriksdóttir verður með á heimsmeistaramótinu í frjálsíþróttum sem fram fer í Peking í þessum mánuði. Aníta fékk boð frá Alþjóða frjálsíþróttasambandinu en hún var aðeins 10 hundraðshlutum úr sekúndu frá lágmarkinu til þess að komast sjálfkrafa inn á HM í 800 metra hlaupi.
10.ágú. 2015 - 11:07

Glæsilegur árangur hjá Íslendingum á HM í 50 metra laug - alls 13 Íslandsmet

Hrafnhildur Lúthersdóttir. Mynd/SSÍ Sundkonurnar Hrafnhildur Lúthersdóttir og Eygló Ósk Gústafsdóttir fóru fremstar í flokki af íslensku keppendunum sem tóku þátt á heimsmeistaramótinu í 50 metra laug sem lauk í Kazan í Rússlandi í gær.
10.ágú. 2015 - 09:41

Heimsmeistarinn í hjólreiðum var ekki með pening á sér og komst ekki á salernið

Michal Kwiatkowski frá Póllandi sem er ríkjandi heimsmeistari í hjólreiðum náði ekki að ljúka keppni í Póllands hjólreiðakeppninni sem fram fór í 72. sinn. Á sjöttu sérleiðinni glímdi Kwiatkowski við magaverk og þurfti hann að komast á salerni í flýti. Hann stöðvaði hjólið við hótel sem var þar rétt hjá og hljóp inn á salernið - við mikinn fögnuð áhorfenda sem voru þar staðsettir.
09.ágú. 2015 - 21:21

GM og GR fögnuðu sigrum í efstu deild í sveitakeppni GSÍ 2015

Golfklúbbur Mosfellsbæjar og Golfklúbbur Reykjavíkur tryggðu sér sigur í 1. deild karla og kvenna í sveitakeppni GSÍ sem lauk í dag.  Þetta er í fyrsta sinn sem GM sigrar í þessari keppni en í 17. sinn sem GR fagnar þessum titli í kvennaflokki. 
09.ágú. 2015 - 09:54

Mazzello tryggði sér sigur á EM - Haraldur Franklín með bestan árangur íslensku keppendana

Stefano Mazzello frá Ítalíu sigraði á Evrópumeistaramóti áhugamanna sem lauk um helgina í Slóvakíu. Með sigrinum tryggði hann sér keppnisrétt á Opna breska meistaramótinu á næsta ári. Mazzello lék á -19 samtals og var einu höggi betri en Gary Hurley frá Írlandi.
09.ágú. 2015 - 08:08

Real Madrid malar gull á æfingaleikjum - Vålerenga borgar 200 milljónir kr. fyrir heimsókn spænska liðsins

Æfingaleikir hjá stórliðum í Evrópu á borð við Real Madrid gefa félaginu gríðarlegar tekjur. Spænska liðið fór í æfingaferðir til Ástralíu, Kína, það lék í Audi Cup í Þýskalandi og í dag leikur liðið gegn Vålerenga í Osló í Noregi.
07.ágú. 2015 - 08:08

Séfræðingarnir spá því að Chelsea verji titilinn - enska úrvalsdeildin hefst á laugardaginn

Keppni í ensku úrvalsdeildinni hefst á laugardaginn þegar Manchester United og Tottenham eigast við en leikurinn hefst um hádegi. Chelsea hefur titil að verja í deildinni en miklar breytingar hafa orðið á flestum liðum deildarinnar.
06.ágú. 2015 - 16:40

Sænskur leikmaður með dýfu ársins - baðst afsökunar á vitleysunni

Andreas Johans­son leikmaður sænska knattspyrnuliðsins Norr­köp­ing sá verulega eftir þeim tilþrifum sem hann sýndi í leik gegn AIK í sænsku úrvalsdeildinni sem fram fór s.l. sunnudag. Johansson, sem er fyrirliði Norr­köp­ing, og liðsfélagi Arnórs Ingva Traustasonar henti sér í grasið eftir að hafa sett andlitið við olnbogann á mótherja úr liði AIK.
06.ágú. 2015 - 09:49

Spennandi helgi framundan - úrslitin í sveitakeppnum GSÍ ráðast

Á næstu dögum verður mikið um að vera á golfvöllum víðsvegar um landið þar sem úrslitin í Sveitakeppni GSÍ ráðast. Keppt er í fjórum deildum í karlaflokki og tveimur deildum í kvennaflokki. Golfklúbburinn Keilir hefur titil að verja í karla - og kvennaflokki í 1. deild.
05.ágú. 2015 - 15:13

Aron samdi við Werder Bremen í Þýskalandi - verður í treyju nr. 9

Aron Jó­hanns­son var í dag formlega kynntur sem leikmaður Wer­der Bremen í þýsku 1. deild­inni. Aron, sem lék með Fjölni á Íslandi áður en hann fór í atvinnumennsku, verður í keppnistreyju nr. 9. Hann kemur til þýska liðsins frá AZ Alkmaar í Hollandi en Aron semur við Bremen til fjögurra ára.
05.ágú. 2015 - 10:33

Metfjöldi íslenskra kylfinga á Evrópumeistaramóti einstaklinga í Slóvakíu

Sex íslenskir áhugakylfingar hefja leik í dag, miðvikudag, á Evrópumeistaramóti einstaklinga sem fram fer í Slóvakíu. Leikið verður á Penati golfvallasvæðinu þar sem tveir 18 holu vellir eru en Jack Nicklaus hannaði báða vellina.
03.ágú. 2015 - 23:59

Aron sigraði í Einvíginu á Nesinu að viðstöddu fjölmenni í blíðskaparveðri

Árlegt góðgerðarmót Nesklúbbsins og DHL Express á Íslandi, Einvígið á Nesinu, fór fram í gær á Nesvellinum. Aron Snær Júlíusson klúbbmeistari úr GKG stóð uppi sem sigurvegari en fjöldi fólks fylgdist með gangi mála í veðurblíðunni á Seltjarnarnesi.
03.ágú. 2015 - 09:06

Grunur um skipulagt svindl á lyfjaprófum í frjálsíþróttum

Samkvæmt heimildum breska dagblaðsins The Sunday Times og þýsku ríkissjónvarps stöðvarinnar ARD/WRD hefur viðamikið svindl átt sér stað hjá mörgum af frjálsíþrótta keppnisfólki heims.
03.ágú. 2015 - 08:39

Angel Di Maria líklega á leið til PSG – Man Utd tapar rúmlega þremur milljörðum kr.

Allt bendir til þess að Angel Di Maria sé á förum frá enska úrvalsdeildarliðinu Manchester United. Argentínumaðurinn er dýrasti knattspyrnumaðurinn sem keyptur hefur verið af ensku liði en hann kom til Man Utd frá Real Madrid á Spáni fyrir 12,5 milljarða kr. eða tæplega 60 milljónir punda. Di Maria fór til Doha í gær þar sem hann fór í gegnum ítarlega læknisskoðun hjá franska stórliðinu PSG.  
02.ágú. 2015 - 00:00

Nýr keppnisbúningur Man Utd gefur félaginu 16 milljarðar kr. í tekjur á ári

Manchester United mun leika í Adidas keppnisbúningum á næstu leiktíð eftir að hafa verið samningsbundinn Nike í 13 ár. Manchester United kynnti nýju keppnisbúningana á heimasíðu félagsins og er óhætt að segja að horft sé til fortíðar í hönnuninni. Man Utd og Adidas skrifuðu nýverið undir 10 ára samning og fær félagið tæplega 16 milljarða kr. á ári í sinn hlut fyrir samninginn. Heildarverðmætið er því um 160 milljarðar kr.
01.ágú. 2015 - 07:45

Frábær tilþrif í íþróttamyndasyrpu vikunnar frá Getty

Að venju voru ljósmyndarar frá Getty á flestum stóru íþróttaviðburðunum sem fram fóru á síðustu vikum. Hér fyrir neðan er brot af því besta sem ljósmyndararnir völdu sjálfir. Úrvalið er fjölbreytt og tilþrifin eru frábær.
31.júl. 2015 - 07:36

Einvígið á Nesinu haldið í 19. sinn – BUGL fær stuðning frá DHL

Árlegt góðgerðarmót Nesklúbbsins og DHL Express á Íslandi, Einvígið á Nesinu, verður haldið í 19. skipti á Nesvellinum mánudaginn 3. ágúst nk.  Venju samkvæmt er 10 af bestu kylfingum landsins  boðið til leiks og munu þau í ár spila í þágu BUGL (barna og unglingageðdeild Landspítalans).
28.júl. 2015 - 15:50

Golfsambandið bað Kára og Björgvin afsökunar - reglur um golfbíla verða endurskoðaðar

Í aðdraganda Íslandsmótsins í golfi, sem nýverið fór fram á Akranesi, óskaði Björgvin Þorsteinsson, sexfaldur Íslandsmeistari, eftir heimild mótsstjórnar til að fá að notast við golfbíl í mótinu vegna veikinda. Mótsstjórn synjaði honum um heimildina þar sem notkun golfbíla hefur ekki verið heimiluð í keppni á efsta keppnisstigi hjá golfsambandinu. Sama afstaða var tekin á golfmóti á stigamótaröð golfsambandsins í júní sl. þegar öðrum keppanda, Kára Hinrikssyni, var synjað um heimild til notkunar golfbíls á sömu forsendum.
27.júl. 2015 - 09:43

Signý og Þórður Íslandsmeistarar í golfi 2015 á Eimskipsmótaröðinni

Signý Arnórsdóttir úr Keili og Þórður Rafn Gissurarson úr GR fögnuðu sigri á Íslandsmótinu í golfi á Eimskipsmótaröðinni sem lauk í dag á Garðavelli á Akranesi. Þetta eru fyrstu Íslandsmeistaratitlar þeirra og settu þau bæði mótsmet.
26.júl. 2015 - 10:27

Í beinni: Úrslitin á Íslandsmótinu 2015 ráðast á Garðavelli í dag

Úrslitin á Íslandsmótinu í golfi á Eimskipsmótaröðinni ráðast síðdegis í dag á Garðavelli á Akranesi. Mikil spenna er í báðum flokkum og mótsmetið er í hættu í karlaflokknum en það er -10 samtals.
Fylgst er með gangi mála á Twittersíðu Golfsambands Íslands og má sjá þær færslur hér fyrir neðan.