31. maí 2013 - 11:00Guðjón Ólafsson

Atvinnumaðurinn Edda Garðarsdóttir: „Ekki leyfilegt að tala við karlalið Chelsea nema þeir eigi frumkvæðið“

Edda Garðarsdóttir hefur verið lykilmaður í íslenska landsliðinu í knattspyrnu um árabil en stelpurnar okkar taka á móti Skotum í vináttulandsleik á laugardag. Edda leikur knattspyrnu með Chelsea á Englandi ásamt unnustu sinni, Ólínu Viðarsdóttur.

Undir merkjum íslenska landsliðsins hefur reynsluboltinn Edda leikið 102 landsleiki og skorað í þeim fjögur mörk. Edda hóf feril sinn í efstu deild með KR árið 1995 og lék þar fótbolta til ársins 2004, með flottum árangri. Þaðan fór hún yfir í Breiðablik og lék með þeim í tvö ár, með tilheyrandi titlum og medalíum. Þar var Edda valin besti leikmaðurinn, bæði tímabilin.

Edda sneri aftur í herbúðir KR og lék þar í tvö ár áður en hún reyndi fyrir sér utan landsteinana. Árið 2009 gekk Edda í raðir KIF Örebro í Svíþjóð áður en Lundúnalið Chelsea sóttist eftir kröftum þeirra Eddu og Ólínu í byrjun þessa árs. Efsta deildin í enska kvennaboltanum fór af stað um miðjan aprílmánuð og er því tímabilið í fullum gangi um þessar mundir.

En hvað segir Edda gott..?

Formsatriði

Nafn?
- Edda Garðarsdóttir.

Kennitala?
-
15.07.79.

Staðsetning, as we speak?
- Í rútu á leið til Birmingham.

Uppáhalds gælunafn?
- Björgvins.

Gælunafnið sem þú þolir ekki?
- Allar útgáfur af Eddi, Eddie, Edilon o.s.frv.

Fótboltinn

Hvað er eftirminnilegast hingað til?
- Tilfinningin þegar við tryggðum okkur á EM á móti Úkraínu í vor. Stúkan. Stemningin. Afrekið.

Ertu hjátrúarfull? Ef svo er, hvað er málið?
- Vanaföst. Sama pláss í klefanum. Sami staður á fundum. 

Flottasta mark sem þú hefur skorað?
- Beint úr aukaspyrnu í Svíþjóð 2009. Skeytin inn. 

Hvaða lag peppar þig fyrir leiki?
- Waiting all night - Rudimental, fínt klefalag.

Ertu góð í marki?
- Ekki margir sem vita það en ég er í raun og veru útispilandi fyrsti markmaður.

Mestu vonbrigðin?
- Helvítis Noregsleikurinn á EM2009.

Er kvennalið Chelsea að hanga svolítið með karlaliðinu?
- Nei. Ekki leyfilegt að spjalla við þá nema þeir eigi frumkvæðið.

Hvort finnst þér meira pirrandi að rekast á John Terry eða Frank Lampard í klúbbhúsinu?
- John Terry er Chelsea, mjög almennilegur. Hvorugur pirrandi. 

Eru áhorfendur duglegir að mæta á leiki á kvennaboltanum á Englandi?
- Nei. Mest verið ca. 600 hjá okkur.

Almennt

Besta bíómyndin?
- Rudy.

Uppáhalds drykkur?
- Ískalt íslenskt vatn.

Fyndnasti einstaklingur í heimi?
-  Will Ferrell.

Besta tónlistin?
- Alæta á tónlist, íslensk tónlist er framúrskarandi.

Uppáhalds staður í heiminum?
- Í faðmi fjölskyldunnar.

The place to be, Svíþjóð eða England?
- Pass.

Er erfitt að vera fræg?
- Spurðu Margréti Láru.

Hvort myndir þú velja...

...gamla eða nýja ísinn?
- Barnaís, gamlan.

...Messi eða Ronaldo?
- Ronaldo.

...bók eða bíó?
- Fyrst bókina, svo myndina.

...Trivial eða Alias?
- Trivial

...Breiðablik eða KR?
-
Eina sanna stórveldið.

Ertu með...

...húðflúr?
- Já.

...einhverja Þjóðhátíð á bakinu?
- Já. Ætti að vera bönnuð u-18 fyrir fólk ofan af landi.

...einhverja fyrirmynd í lífinu?
- Mamma.

...leynda hæfileika?
- Nei, Sara Björk er með einn leyndan hæfileika sem ég hef ekki náð tökum á ennþá.

...með eitthvað óklárað í lífinu?
- Ó, já.
__________________________

Fleiri atvinnumenn í spjalli við Íþróttapressuna

- Atvinnumaðurinn Guðmundur Kristjánsson

- Atvinnumaðurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson

- Atvinnumaðurinn Þóra B. Helgadóttir

- Atvinnumaðurinn Aron Einar Gunnarsson

- Atvinnumaðurinn Kristinn Steindórsson
25.jan. 2015 - 17:57

Eimskip setur á laggirnar íshokkídeild

Eimskip hefur sett á laggirnar nýja deildarkeppni í íshokkí, þar sem hokkílið frá Portland í Maine í Bandaríkjunum og frá St. John‘s á Nýfundnalandi etja kappi. Markmiðið með keppninni er að þróa viðskiptasambönd milli borganna tveggja.
25.jan. 2015 - 16:31

Jón von Tetzchner gefur til baka til gamla bæjarfélagsins: Gróttuvöllur verður Vivaldi-völlurinn

Knattspyrnudeild Gróttu á Seltjarnarnesi og hugbúnaðarfyrirtækið Vivaldi Technologies hafa skrifað undir þriggja ára samstarfssamning. Með samningnum er Vivaldi orðið einn helsti styrktaraðili Gróttu og mun Gróttuvöllurinn framvegis heita Vivaldi-völlurinn.
25.jan. 2015 - 16:02

Samsæriskenning fréttastjóra Vísis vekur ólgu í landsliðinu: „Skammarlegt að menn láti svona út úr sér“

„Mér finnst bara skammarlegt að menn láti svona út úr sér miðað við hvernig leikurinn spilaðist í gær. Eftir að hafa horft á leikinn aftur í gærkvöld finnst mér hreint ótrúlegt að þessi umræða fari af stað," segir Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari í handbolta í viðtali við RÚV.
25.jan. 2015 - 12:27 Sigurður Elvar

16-liða úrslitin hefjast á HM í dag – allir leikirnir í beinni útsendingu á RÚV og Stöð 2 sport

Patrekur Jóhannesson mætir liði Katar í dag í 16-liða úrslitum. Í dag hefjast sextán liða úrslitin á heimsmeistaramóti karla í handknattleik í Katar. Íslendinga mæta Dönum á morgun, mánudag, og hefst sá leikur kl. 18.00 og er hann í beinni útsendingu á RÚV.
Austurríki, sem Patrekur Jóhannesson þjálfar, mætir liði Katar í dag kl. 15.30 og er  sá leikur á RÚV. Leikirnir í 16-liða úrslitum eru eftirfarandi:
24.jan. 2015 - 21:00

Danmörk - Ísland á mánudag: „Nú bíða Íslendingar í 16-liða úrslitum og við höfum oft lent í erfiðleikum með þá“

Guðmundur og Aron mætast í sögulegri viðureign Íslendingar mæta Dönum í 16-liða úrslitum HM í Katar á mánudag kl. 18. Þetta varð ljóst eftir að Danir höfðu unnið Pólverja 31-27 og tryggt sér 2. sæti í sínum riðli og Íslendingar höfðu lagt Egypta, 28-25, og lent í 3. sæti í sínum riðli.
24.jan. 2015 - 17:37

Frábær sigur á Egyptum og Ísland í 16-liða úrslit

Guðjón Valur skoraði 14 mörk Íslendingar unnu glæsilegan sigur á sterkum Egyptum í lokaleik sínum í C-riðli HM í handbolta í Katar, 28-25. Íslendingar byrjuðu leikinn illa og lentu undir 1-4. Íslenska liðið sneri taflinu smám saman við með mikilli baráttu, frábærum varnarleik og fyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson fór hamförum og skoraði hvert markið á eftir öðru.

24.jan. 2015 - 08:55 Sigurður Elvar

Sérfræðingarnir eru bjartsýnir á sigur gegn Egyptum á HM þrátt fyrir fjarveru Arons

Það ríkir mikil spenna fyrir lokaleik íslenska handknattleikslandsliðsins á heimsmeistaramóti karla í Katar í dag. Mótherjar Íslands eru Egyptar sem hafa nú þegar tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum keppninnar en Ísland þarf á sigri að halda og jafntefli dugir ekki. Ísland er með 3 stig eftir fjóra leik í fjorða sæti C-riðilsins.
23.jan. 2015 - 11:01

Guðmundur Guðmundsson mjög ósáttur við danska fjölmiðla

Á fréttamannafundi danska landsliðsins í handknattleik í Katar í morgun tók Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska liðsins, orðið strax í upphafi og lýsti yfir mikilli óánægju sinni með danska fjölmiðla. Hann sagðist ekki hafa upplifað annan eins trúnaðarbrest á ferli sínum.
23.jan. 2015 - 10:37 Sigurður Elvar

Aron Pálmarsson verður ekki með gegn Egyptum í lokaleiknum í riðlakeppninni

Aron Pálmarsson. Mynd/Getty Aron Pálmarsson verður ekki með gegn Egyptum í lokaleik Íslands í riðlakeppni HM í handbolta sem fram fer á laugardaginn. Þetta kom fram á blaðamannafundi íslenska liðsins í Katar í morgun.
22.jan. 2015 - 19:30

Skjótt skipast veður í lofti: Risatap gegn Tékkum í Katar

,,Hvað er hægt að segja eftir svona leik, við vorum yfirspilaðir og áttum aldrei séns því miður, un point c´est tout.  Eftir frábæran leik gegn Frökkum þutu væntingar landsmanna upp og Strákarnir okkar lýstu enn einu sinni upp skammdegið með æðislegum leik sínum. En skjótt skipast veður í lofti“
segir Bjarni Fritzon en í kvöld mættu Íslendingar Tékkum á HM í Katar.
22.jan. 2015 - 12:30 Sigurður Elvar

Ísland getur tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum með sigri eða jafntefli gegn Tékkum

Guðjón Valur Sigurðsson fyrirliði íslenska landsliðsins. Mynd/Getty Það eru margir spennandi leikir í dag á heimsmeistaramóti karla í handknattleik í Katar. Íslenska liðið mætir Tékkum og með sigri eða jafntefli tryggja Íslendingar sér sæti í 16-liða úrslitum. Leikurinn hefst kl. 18.00.
22.jan. 2015 - 09:00 Sigurður Elvar

Stærstu íþróttastjörnur landsins í sterkustu hljómsveit landsins – „Ég lifi í draumi“ í nýrri útgáfu

Kolbeinn Sigfþórsson fór létt með gítarsólóið. Mynd/Skjáskot. Stór hópur af afreksíþróttafólki landsins og þjálfurum kom saman á dögunum til þess að leika í auglýsingu á vegum Íslenskrar Getspár. Þar fer lagahöfundurinn Eyjólfur Kristjánsson fremstur í flokki með nýjan texta við lag sitt „Ég lifi í draumi“ sem samið var fyrir „Landslagskeppnina“ seint á síðustu öld.
22.jan. 2015 - 08:35 Sigurður Elvar

Hinn 16 ára gamli Ødegaard fær milljón kr. á dag í laun – Real Madrid keypti „norska undrabarnið“

Norska „undrabarnið“  Martin Ødegaard verður í dag kynntur til sögunnar sem nýr leikmaður spænska stórliðsins Real Madrid.  Ødegaard, sem fagnaði 16 ára afmælisdegi sínum í desember, hefur á undanförnum vikum heimsótt flest stórlið Evrópu enda gríðarlega eftirsóttur.
21.jan. 2015 - 10:01 Sigurður Elvar

Fjórða umferðin á HM í Katar hefst í dag – Patrekur mætir Íran|Áhugaverð Balkanskagarimma

Fjórða umferðina á heimsmeistaramóti karla í handknattleik í Katar fer fram í dag. Íslenska liðið leikur á morgun, fimmtudag mikilvægan leik gegn Tékkum, og lokaumferðin fer síðan fram á laugardaginn. Í dag verður Patrekur Jóhannesson í eldlínunni með landslið Austurríkis sem mætir Íran kl. 14.00 og verður sá leikur sýndur á Stöð2 Sport. Það er einnig áhugverður leikur kl. 16.00 á RÚV þar sem að Makedónía og Króatía eigast við.
21.jan. 2015 - 09:19 Sigurður Elvar

Íþróttasjónvarpsrás sem fjallar eingöngu um íslenskar íþróttir á teikniborðinu

Íslandsmeistarasveit ÍR í 4x100 m. boðhlaupi.Björg Gunnarsdóttir, Hrafnhild Eir R. Hermóðsdóttir, Dóróthea Jóhannesdóttir og Arna Stefanía Guðmundsdóttir. Mynd FRÍ  Íþróttasjónvarpsrás, sem fjallar eingöngu um íslenskar íþróttir, gæti orðið að veruleika. Á dögunum fór fram kynningarfundur þar sem að verkefnið var kynnt formönnum og framkvæmdastjórum sérsambanda og héraðssambanda Íþrótta- og ólympíusambands Íslands.
20.jan. 2015 - 19:55 Sigurður Elvar

„Aron var frábær“ - Ísland hársbreidd frá sigri gegn Evrópu-og ólympíumeistaraliði Frakka á HM

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik gerði jafntefli gegn Evrópu – og ólympíumeistaraliði Frakka í dag á heimsmeistaramótinu í Katar. Aron Pálmarsson, sem var einn besti maður vallarins, átti síðasta skot leiksins í háspennuleik sem endaði 26-26 en staðan í hálfleik var 14-12 fyrir Ísland.
16.jan. 2015 - 10:21 Sigurður Elvar

Þétt handboltadagskrá: Allir leikir Íslands á HM sýndir á RÚV / Stöð 2 sport sýnir fjölda leikja

Heimsmeistaramóti í handknattleik karla hófst í gær þar sem Katar og Brasilía áttust við í opnunarleiknum. Keppnin fer fram í Katar og eru Íslendingar með lið á mótinu eins og komið hefur fram. Sýnt verður frá fjölda leikja í beinni útsendingu á RÚV, RÚV íþróttum og Stöð 2 sport. Allir leikir íslenska liðsins eru í beinni útsendingu á RÚV. Fyrsti leikur Íslands er i dag gegn Svíum og hefst leikurinn kl. 18.00.
18.jan. 2015 - 12:48 Sigurður Elvar

Er þetta skýringin á lélegum leik Guðjóns Vals gegn Svíum?

Eins og flestir vita fór ekki vel hjá íslenska karlalandsliðinu í fyrsta leiknum á heimsmeistaramótinu í Katar. Átta marka tap var niðurstaðan, 24-16, gegn Svíum en Ísland mætir Alsír í dag kl. 16.00. Það eru margar skýringar á tapi íslenska liðsins gegn Svíum og fyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson fór ekki leynt með það að hann lék illa gegn Svíum líkt og margir aðrir lykilmenn. 
19.jan. 2015 - 20:27 Sigurður Elvar

Linsday Vonn í sögubækurnar - Tiger Woods missti tönn eftir árekstur við myndatökumann

Tiger Woods er staddur í bænum Cortina d'Ampezzo á Ítalíu þar sem hann varð vitni að sögulegri stund hjá unnustu sinni Lindsey Vonn. Dagurinn var mjög eftirminnilegur þar sem að Vonn fagnaði sínum 63. sigri á heimsbikarmótaröð kvenna í alpagreinum. Woods missti hinsvegar framtönn þar sem að myndatökumaður rakst harkalega í bandaríska kylfinginn og brotnaði tönnin með þeim hætti að sögn umboðsmanns Woods.
14.jan. 2015 - 08:26 Sigurður Elvar

Danskir fjölmiðlar afþökkuðu boð frá Katar – 60 Spánverjar fá greitt fyrir að styðja við heimamenn á HM

Eins og fram hefur komið eru 20 stuðningsmenn íslenska landsliðsins í handknattleik á leiðinni á HM í Katar og standa mótshaldarar í Katar straum af kostnaðinum. Alls fara 13 blaða – og fréttamenn frá Íslandi á HM og greiða mótshaldarar ferðakostnað og gistingu fyrir þann hóp á meðan keppninni stendur.
18.jan. 2015 - 20:36 Sigurður Elvar

„Undrabarnið og vélmennið eiga hrós skilið“ – Bjarni Fritzon svitnaði yfir byrjun Íslands gegn Alsír

„Ég er viss um að það hafi farið um marga í stöðunni 6-0 fyrir Alsír. Allavega var ég farinn að svitna. Markmaður Alsír tók okkar menn í bakaríið eftir samt sem áður glæsilega spilaðar sóknir. Allt er gott sem endar vel, fyrstu stigin komin í hús og Aron Kristjánsson og strákarnir geta andað léttar,“ sagði Bjarni Fritzon þjálfari ÍR við pressan.is eftir 32-24 sigur Íslands gegn Alsír í dag á heimsmeistaramóti karla í handknattleik.  
18.jan. 2015 - 10:01 Sigurður Elvar

Fjórir leikir í beinni frá HM í Katar í dag – Ísland mætir Alsír kl. 16.00

Aron Pálmarsson. Mynd/Getty Það verður margt um að vera á heimsmeistaramótinu í handknattleik í dag. Ísland mætir Alsír kl. 16.00 og Dagur Sigurðsson mætir til leiks með þýska landsliðið á sama tíma gegn Rússum.
20.jan. 2015 - 09:06 Sigurður Elvar

Stórleikir á dagskrá á HM í Katar í dag – Frakkar mótherjar Íslands og Þjóðverjar mæta Dönum

Það eru margir stórleikir á heimsmeistaramótinu í handknattleik í dag í Katar. Þar ber hæst viðureign Íslendinga og Frakka en sá leikur hefst kl. 18.00. Á sama tíma mætast Danir og Þjóðverjar en sá leikur er einnig gríðarlega áhugaverður þar sem Guðmundur Guðmundsson stýrir Dönum og Dagur Sigurðsson liði Þýskalands. Alls verða fjórir leikir í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðvunum á Íslandi.
17.jan. 2015 - 19:00 Sigurður Elvar

Þjálfari fékk tveggja leikja bann fyrir að vinna körfuboltaleik 161-2

Þjálfari kvenna menntaskólaliðs í körfubolta í San Bernadino í Kaliforníu í Bandaríkjunum var úrskurðaður í tveggja leikja bann á dögunum. Ástæðan fyrir banninu var 159 stiga sigur Arroyo Valley liðsins gegn Bloomington, en lokatölur leiksins voru 161-2. Michael Anderson heitir þjálfarinn og er hann ósáttur við keppnisbannið en lið hans þykir eitt það allra besta í þessum aldursflokki.
19.jan. 2015 - 09:35 Sigurður Elvar

Patrekur og Austurríki í eldlínunni á HM í Katar í dag - fimm leikir í beinni á Íslandi

Það er nóg um að vera á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla í dag í Katar. Þriðja umferð riðlakeppninnar hefst í dag og þar ber hæst að Patrekur Jóhannesson og landsliðs Austurríkis mætir Túnis í B-riðli. Austurríki hefur unnið einn leik og tapað einum og er í þriðja sæti riðilsins. Túnis er neðst án stiga eftir tvo tapleiki. Leikir dagsins í dag sem sýndir verða á Íslandi eru:
16.jan. 2015 - 20:23 Sigurður Elvar

Átta marka tap gegn Svíum á HM í Katar – „Andersson sló úr okkur tennurnar“

Björgvin Páll Gústavsson átti ágætan leik gegn Svíum en það dugði ekki til. Mynd/Getty Ísland byrjaði illa á heimsmeistaramóti karla í handknattleik í Katar með átta marka tapi gegn Svíum, 24-16. Leikurinn fór fram í Ali Bin Hamad Al Attiya Arena í Doha og áttu Íslendingar aldrei svör gegn góðri vörn Svía og markverðinum Mattias Andersson sem leikur með Evrópumeistaraliði Flensborg í Þýskalandi.  Staðan var 12-7 fyrir Svía í hálfleik og Íslendingar náðu aldrei að vinna þann mun upp og öruggur sigur Svía var staðreynd.
15.jan. 2015 - 11:30 Sigurður Elvar

Fróðleg ferðasaga frá flugferð íslenska landsliðsins á HM í Katar

Róbert Gunnarsson og Snorri Steinn Guðjónsson voru að venju ekki langt frá hvorum öðrum. Mynd/Skjáskot Heimsmeistaramótið í handknattleik karla hefst í kvöld í Katar. Í opnunarleiknum mætast Katar og Brasilíumenn. Íslenska liðið mætir Svíum í fyrsta leiknum á föstudaginn og liðið leikur síðan fjóra leiki til viðbótar í riðlakeppninni.
13.jan. 2015 - 09:40 Sigurður Elvar

Styttist í fyrsta leik Íslands á HM í Katar – hvernig meta íslensku sérfræðingarnir stöðuna á liðinu?

Það styttist í að heimsmeistaramótið í handknattleik karla hefjist í Katar. Karlalandslið Íslands hefur leik föstudaginn 16. janúar þar sem Svíar verða mótherjarnir. Ísland lék á æfingamóti um síðustu helgi þar sem lokapróf liðsins fór fram og Pressan.is fékk nokkra vel valda handboltasérfræðinga til þess að svara lykilspurningum um liði
15.jan. 2015 - 09:20 Sigurður Elvar

David Moyes borðaði „snakk“ með stuðningsmönnum í stúkunni en afþakkaði hneturnar

David Moyes, þjálfari spænska knattspyrnuliðsins Real Sociedad, lét fara vel um sig á meðal áhorfenda í gær þegar hann var rekinn upp í stúku í leik gegn Villarreal í Konungsbikarnum.
14.jan. 2015 - 10:28 Sigurður Elvar

Blaðamaður smyglaði sér inn í vinnubúðir farandverkafólks í Katar – ömurlegar aðstæður

Danski blaðamaðurinn Jan Jensen er staddur á HM í handbolta í Katar á vegum Ekstrabladet. Jensen birti í fyrradag áhugaverða grein. Þar lýsir hann ömurlegum aðbúnaði verkafólks sem vinnur við uppbyggingu á mannvirkjum sem á að nota á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu 2022.  Jensen smyglaði sér inn í vinnubúðir verkafólksins en öryggisverðir eiga að sjá til þess að blaðamenn geti ekki farið inn á þau svæði.
13.jan. 2015 - 00:01 Sigurður Elvar

Ronaldo og Kessler fengu bæði Gullknöttinn annað árið í röð

Cristiano Ronaldo var í gær þegar hann var kjörinn besti knattspyrnumaður heims  en þetta er í þriðja sinn sem hinn 29 ára gamli portúgalski framherji fær Gullknöttinn. Nadine Kessler var kjörinn besta knattspyrnukona heims en þetta er anna árið í röð sem hún er efst í þessu kjöri en hún er þýskur landsliðsmaður og leikur með Wolfsburg.
12.jan. 2015 - 23:48

Hótel Örk hlýtur alþjóðleg golfverðlaun

Hótel Örk Hveragerði er fallegur staður. Nú á dögunum hlaut Hótel Örk Hveragerði alþjóðleg verðlaun frá World Golf Awards. Hótelið þótti skara fram úr í flokknum besta golfhótel Íslands (e. Iceland´s Best Golf Hotel). Hótel Örk var einnig tilnefnt í flokknum besta golfhótel Evrópu.
12.jan. 2015 - 10:37 Sigurður Elvar

Viðar Örn í 16. sæti í keppni um markakóngstitilinn í Evrópu – Ronaldo efstur

Rússneski framherjinn Evgeni Gennadyevich Kabaev er sá leikmaður sem hefur skorað flest mörk í Evrópu. Hann er samt sem áður annar í röðinni í keppninni um gullskóinn í Evrópu á eftir Cristiano Ronaldo hjá Real Madrid á Spáni. Kabaev skoraði 36 mörk fyrir Sillamae Kalev  í Eistlandi á leiktíðinni sem lauk í haust í Eistlandi.
12.jan. 2015 - 09:34 Sigurður Elvar

Louis van Gaal á sama stað með Man Utd og David Moyes fyrir ári síðan

Manchester United tapaði sínum öðrum heimaleik á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinn um helgina þegar Southampton kom í heimsókn á Old Trafford. Dusan Tadic skoraði eina mark leiksins og er Man Utd með 37 stig sem er nákvæmlega sama stigatala og liðið var með á sama tíma fyrir ári síðan undir stjórn David Moyes.
10.jan. 2015 - 18:30 Sigurður Elvar

Frábær stikla um HM í Katar frá RÚV – Aron fækkar í leikmannahópnum og línurnar skýrast

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik leggur nú lokahöndina á undirbúning sinn fyrir heimsmeistaramótið í Katar. Liðið lék fyrsta æfingaleikinn af alls þremur í gær gegn Svíum og þar fengu lykilmenn liðsins hvíld og aðrir leikmenn fengu tækifæri í 30-24 tapleik. Ísland mætir Dönum í dag og Slóvenum á morgun, sunnudag.
10.jan. 2015 - 10:53 Sigurður Elvar

Myndband: Er þetta karfa ársins í NBA deildinni? – ótrúlegt „blakskot“

Trevor Booker skoraði ótrúlega körfu í NBA deildinni. Mynd/Getty Það eru margar körfur og stig skoruð á hverju tímabili í NBA deildinni í körfubolta í Bandaríkjunum. Sumar körfur eru eftirminnilegri en aðrar og líklega verður þessi karfa hjá Utah Jazz á topplistanum í vor þegar tímabilið verður gert upp. Það voru aðeins 0,2 sekúndur eftir af skotklukkunni og enginn tími til þess að grípa boltann og skjóta.
09.jan. 2015 - 10:30 Sigurður Elvar

Spenna í loftinu í herbúðum Barcelona – verður Suarez seldur til Englands?

Það er spenna í loftinu í herbúðum knattspyrnuliðsins Barcelona ef marka má fréttir enskra fjölmiðla af gangi mála hjá Katalóníuliðinu. Það eru aðeins nokkrir mánuðir frá því að Luis Suarez gekk til liðs við Barcelona frá enska liðinu Liverpool en Daily Mail telur sig hafa heimildir fyrir því að landsliðsframherjinn frá Úrúgvæ gæti mætt til leiks í ensku úrvalsdeildina á ný.
09.jan. 2015 - 02:00 Sigurður Elvar

Aðeins Real Madrid og Manchester United hafa efni á því að kaupa Lionel Messi

Mikið hefur verið rætt um framtíð Lionel Messi hjá Barcelona og telja margir að Argentínumaðurinn sé að nálgast endastöð hjá félaginu sem hann hefur leikið með frá því hann var unglingur. Samningur Messi er til ársins 2019 og miðað við markaðsvirði hans geta aðeins tvö félög keypt Messi.
08.jan. 2015 - 09:39 Sigurður Elvar

Adebayo Akinfenwa er engum líkur – sterkasti fótboltamaður heims

Adebayo Akinfenwa vakti mikla athygli í byrjun vikunnar þegar hann jafnaði metin fyrir Wimbledon gegn Liverpool í ensku bikarkeppninni.  Akinfenwa hefur lengi verið á „radarnum“ hjá glerhörðum knattspyrnuáhugamönnum en hinn 32 ára gamli framherji ber titilinn „sterkasti fótboltamaður heims“.
08.jan. 2015 - 07:00 Sigurður Elvar

Landsliðsmenn í handbolta greiða 125.000 kr. fyrir að leika landsleiki á Íslandi

Leikmennirnir sem valdir voru í íslenska U-21 árs landslið karla fyrir undankeppni heimsmeistaramótsins greiða 125.000 kr. úr eigin vasa til þess að taka þátt í keppninni. Þrátt fyrir að leikið sé hér á landi. Það er handboltafréttavefurinn fimmeinn.is sem greinir frá.
07.jan. 2015 - 09:45 Sigurður Elvar

Íþróttamaður ársins 2014 er þakklátur, auðmjúkur og djúpt snortinn

Jón Arnór Stefánsson, íþróttmaður ársins 2014, er þakklátur, auðmjúkur og djúpt snortinn vegna þeirra viðbragða sem hann hefur fengið eftir kjörið. Körfuknattleiksmaðurinn sem leikur með Unicaja Malaga í efstu deild á Spáni er annar körfuknattleiksmaðurinn sem fær þessa viðurkenningu í 48 ár eða frá því Kolbeinn Pálsson var kjörinn árið 1967.
07.jan. 2015 - 08:00 Sigurður Elvar

Lionel Messi er langverðmætasti knattspyrnumaður heims – Gareth Bale hríðfellur í verði

Lionel Messi er langverðmætasti knattspyrnumaður heims samkvæmt útreikningum CIES Football Observatory. Verðmiðinn á Argentínumanninum er 34 milljarðar kr. eða sem nemur 220 milljónum Evra. Portúgalinn Cristiano Ronaldo er annar á þessum lista en verðið á  honum er 20,5 milljarðar kr. eða 133 milljónir Evra.
06.jan. 2015 - 07:00 Sigurður Elvar

Katar greiðir flug- og hótelgistingu fyrir frétta - og stuðningsmenn á HM í handknattleik

Það styttist í að keppni á heimsmeistaramótinu í handknattleik í Katar hefjist en opnunarleikurinn fer fram 15. janúar. Mikið hefur gengið á í aðdraganda mótsins þar sem að þjóðir á borð við Ísland og Þýskaland komust inn á mótið á síðustu stundu.
06.jan. 2015 - 06:00 Sigurður Elvar

Tveir landsliðsmenn í skíðaíþróttum létust í snjóflóði í Austurríki

´Ronnie Berlack sem var  tvítugur og hinn 19 ára gamli Bryce Astle voru báðir við æfingar með bandaríska unglingalandsliðinu í alpagreinum. Mynd/Twitter Tveir bandarískir skíðamenn létust í snjóflóði í Austurrísku ölpunum í gær. Ronnie Berlack sem var  tvítugur og hinn 19 ára gamli Bryce Astle voru báðir við æfingar með bandaríska unglingalandsliðinu í alpagreinum.
05.jan. 2015 - 21:00

Sigur á Þjóðverjum í háspennuleik: Er þetta að smella saman hjá strákunum?

Íslendingar unnu Þjóðverja 25-24 í síðari vináttulandsleik þjóðanna í handknattleik í Laugardalshöll í kvöld. Var þetta síðasti heimaleikur strákanna fyrir HM í Katar en um næstu helgi tekur liðið þátt í æfingamóti í Danmörku. Leikur íslenska liðsins í kvöld var mun betri en í fyrri leiknum gegn Þjóðverjum sem tapaðist.
05.jan. 2015 - 15:30

Golfklúbbur missti fjölda félaga: Stjórnendur brugðust snilldarlega við þróuninni

Golf hefur átt miklum vinsældum að fagna undanfarin ár og víða er erfitt að komast að á golfvöllum til að iðka þessa göfugu íþrótt. Þegar meðlimum í golfklúbbi fór að fækka töluvert þurftu stjórnendur hans að hugsa út fyrir kassann og fara óvenjulega leið til að laða fólk að klúbbnum og það tókst svo sannarlega.
05.jan. 2015 - 10:30 Sigurður Elvar

Verstu janúarkaupin í knattspyrnusögunni – Fernando Torres er efstur á þeim lista

Á næstu fjórum vikum geta knattspyrnulið í Evrópu náð sér í nýja leikmenn og losað sig við aðra. „Janúarglugginn“ opnaði þann 1. janúar og geta lið selt og keypt leikmenn fram til 2. febrúar. Leikmannaglugginn opnar síðan ekki aftur fyrr en í sumar.
05.jan. 2015 - 10:26 Sigurður Elvar

Harðari refsingar vegna lyfjamála í íþróttum - fjögurra ára keppnisbann

Í byrjun þessa árs gengu í gildi nýjar reglur varðandi refsingu fyrir ólöglega lyfjanotkun í íþróttum. Keppnisbann vegna notkunar á ólöglegum lyfjum hefur nú verið lengt í fjögur ár en það var áður tvö ár.