31. maí 2013 - 11:00Guðjón Ólafsson

Atvinnumaðurinn Edda Garðarsdóttir: „Ekki leyfilegt að tala við karlalið Chelsea nema þeir eigi frumkvæðið“

Edda Garðarsdóttir hefur verið lykilmaður í íslenska landsliðinu í knattspyrnu um árabil en stelpurnar okkar taka á móti Skotum í vináttulandsleik á laugardag. Edda leikur knattspyrnu með Chelsea á Englandi ásamt unnustu sinni, Ólínu Viðarsdóttur.

Undir merkjum íslenska landsliðsins hefur reynsluboltinn Edda leikið 102 landsleiki og skorað í þeim fjögur mörk. Edda hóf feril sinn í efstu deild með KR árið 1995 og lék þar fótbolta til ársins 2004, með flottum árangri. Þaðan fór hún yfir í Breiðablik og lék með þeim í tvö ár, með tilheyrandi titlum og medalíum. Þar var Edda valin besti leikmaðurinn, bæði tímabilin.

Edda sneri aftur í herbúðir KR og lék þar í tvö ár áður en hún reyndi fyrir sér utan landsteinana. Árið 2009 gekk Edda í raðir KIF Örebro í Svíþjóð áður en Lundúnalið Chelsea sóttist eftir kröftum þeirra Eddu og Ólínu í byrjun þessa árs. Efsta deildin í enska kvennaboltanum fór af stað um miðjan aprílmánuð og er því tímabilið í fullum gangi um þessar mundir.

En hvað segir Edda gott..?

Formsatriði

Nafn?
- Edda Garðarsdóttir.

Kennitala?
-
15.07.79.

Staðsetning, as we speak?
- Í rútu á leið til Birmingham.

Uppáhalds gælunafn?
- Björgvins.

Gælunafnið sem þú þolir ekki?
- Allar útgáfur af Eddi, Eddie, Edilon o.s.frv.

Fótboltinn

Hvað er eftirminnilegast hingað til?
- Tilfinningin þegar við tryggðum okkur á EM á móti Úkraínu í vor. Stúkan. Stemningin. Afrekið.

Ertu hjátrúarfull? Ef svo er, hvað er málið?
- Vanaföst. Sama pláss í klefanum. Sami staður á fundum. 

Flottasta mark sem þú hefur skorað?
- Beint úr aukaspyrnu í Svíþjóð 2009. Skeytin inn. 

Hvaða lag peppar þig fyrir leiki?
- Waiting all night - Rudimental, fínt klefalag.

Ertu góð í marki?
- Ekki margir sem vita það en ég er í raun og veru útispilandi fyrsti markmaður.

Mestu vonbrigðin?
- Helvítis Noregsleikurinn á EM2009.

Er kvennalið Chelsea að hanga svolítið með karlaliðinu?
- Nei. Ekki leyfilegt að spjalla við þá nema þeir eigi frumkvæðið.

Hvort finnst þér meira pirrandi að rekast á John Terry eða Frank Lampard í klúbbhúsinu?
- John Terry er Chelsea, mjög almennilegur. Hvorugur pirrandi. 

Eru áhorfendur duglegir að mæta á leiki á kvennaboltanum á Englandi?
- Nei. Mest verið ca. 600 hjá okkur.

Almennt

Besta bíómyndin?
- Rudy.

Uppáhalds drykkur?
- Ískalt íslenskt vatn.

Fyndnasti einstaklingur í heimi?
-  Will Ferrell.

Besta tónlistin?
- Alæta á tónlist, íslensk tónlist er framúrskarandi.

Uppáhalds staður í heiminum?
- Í faðmi fjölskyldunnar.

The place to be, Svíþjóð eða England?
- Pass.

Er erfitt að vera fræg?
- Spurðu Margréti Láru.

Hvort myndir þú velja...

...gamla eða nýja ísinn?
- Barnaís, gamlan.

...Messi eða Ronaldo?
- Ronaldo.

...bók eða bíó?
- Fyrst bókina, svo myndina.

...Trivial eða Alias?
- Trivial

...Breiðablik eða KR?
-
Eina sanna stórveldið.

Ertu með...

...húðflúr?
- Já.

...einhverja Þjóðhátíð á bakinu?
- Já. Ætti að vera bönnuð u-18 fyrir fólk ofan af landi.

...einhverja fyrirmynd í lífinu?
- Mamma.

...leynda hæfileika?
- Nei, Sara Björk er með einn leyndan hæfileika sem ég hef ekki náð tökum á ennþá.

...með eitthvað óklárað í lífinu?
- Ó, já.
__________________________

Fleiri atvinnumenn í spjalli við Íþróttapressuna

- Atvinnumaðurinn Guðmundur Kristjánsson

- Atvinnumaðurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson

- Atvinnumaðurinn Þóra B. Helgadóttir

- Atvinnumaðurinn Aron Einar Gunnarsson

- Atvinnumaðurinn Kristinn Steindórsson
22.maí 2017 - 14:33 433/Hörður Snævar Jónsson

Milos endaði í Kópavoginum eftir fjöruga daga

Breiðablik hefur ráðið Milos Milojevic þjálfara meistaraflokks karla. Milos er reynslumikill þjálfari, einn af fáum þjálfurum á Íslandi með UEFA Pro gráðu.
19.maí 2017 - 10:13 433/Hörður Snævar Jónsson

Heimir svarar stjóra Arons - Hann velur ekki íslenska landsliðið

Heimir Hallgrímsson þjálfari íslenska landsliðsins segir að Neil Warnock stýri ekki íslenska landsliðinu og að Heimir taki þær ákvarðanir sem séu bestar fyrir landsliðið. Warnock, stjóri Cardiff þar sem fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson spilar, hefur verið að senda Heimi pillur síðustu mánuði.
18.maí 2017 - 14:42 433/Hörður Snævar Jónsson

Gylfi ætlar ekki að vera með neitt vesen í sumar

Gylfi Þór Sigurðsson leikmaður Swansea kveðst ekki ætla að berjast fyrir því að fara frá félaginu í sumar. Mörg stærri lið hafa áhuga á Gylfa eftir frábæra frammistöðu hans með Swansea á tímabilinu en hann bjargaði liðinu frá falli.
18.maí 2017 - 10:58 433/Hörður Snævar Jónsson

Formaður Breiðabliks – Tók á alla að reka Arnar úr starfi

Ólafur Hrafn Ólafsson formaður knattspyrudeildar Breiðabliks hefur sent stuðningsmönnum félagsins bréf. Bréfið ritar Ólafur í Facebook hóp þar sem stuðningsmenn Breiðabliks eru.
17.maí 2017 - 14:30 433/Hörður Snævar Jónsson

Hættir Aron Einar í fótbolta og fer í handbolta?

Aron Einar Gunnarsson leikmaður Cardiff og fyrirliði íslenska landsliðsins íhugar að taka eitt ár í handbolta áður en hann hættir í knattpsyrnu. Aron var mjög öflugur í handbolta áður en hann ákvað að velja fótboltann frekar.
16.maí 2017 - 13:29 433/Hörður Snævar Jónsson

Einn fremsti þjálfari sögunnar vildi ekki sjá það að stelpurnar myndu spila

Manchester City er orðið eitt stærsta og sterkasta liðið í kvennaboltanum á Englandi. City hefur sett mikið af fjármunum í kvennaboltann síðustu ár og fengið marga öfluga leikmenn.
16.maí 2017 - 10:18 433/Hörður Snævar Jónsson

Það góða og það slæma – Dion Acoff eða Dion Acox

3. umferð Pepsi deildar karla fór fram um helgina en umferðinni lauk í gær með 1-1 jafntefli Vals og FH. Á sunnudag vann Stjarnan sinn fyrsta sigur á Breiðabliki í Kópavogi í 23 ár. Á sama tíma vann ÍBV góðan sigur á Víkingi.
15.maí 2017 - 20:01 433/Hörður Snævar Jónsson

Frábær tíðindi berast landsliðinu fyrir EM

Freyr Alexandersson og kvennalandsliðið í knattspyrnu hefur fengið frábær tíðindi nú tveimur mánuðum fyrir EM. Meiðsli hafa herjað á lykilmenn liðsins fyrir EM í Hollandi en þessi tíðindi styrkja liðið mikið.
15.maí 2017 - 15:43 433/Hörður Snævar Jónsson

Eiður Smári veit ekki hvort skórnir séu komnir upp í hillu

,,Ég er ekki formlega hættur,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen þegar hann var gestur í Soccer AM á Englandi á laugaradginn. Eiður er án félags en hann þurfti að hætta við að spila á Indlandi fyrir jól vegna meiðsla.
15.maí 2017 - 13:07 433/Hörður Snævar Jónsson

Íhugar hallarbyltingu hjá Breiðabliki – Eiga ekki að reka knattspyrnulið

Kristján Óli Sigurðsson sérfræðingur Harmageddon um Pepsi deild karla og fyrrum kantmaður Breiðabliks er allt annað en sáttur með stjórn knattspyrnudeildar og ákvörðun hennar að reka Arnar Grétarsson úr starfi. Arnar var rekinn úr starfi fyrri tæpri viku eftir tvær umferðir í Pepsi deildinni.
12.maí 2017 - 10:45 433/Hörður Snævar Jónsson

Arnar Grétarsson: Ég var í smá vandræðum í einkalífinu

Arnar Grétarsson verður gestur í þættinum 1á1 með Guðmundi Benediktssyni á Stöð2 Sport í kvöld. Þar mun margt áhugavert koma fram en Arnar var rekinn úr starfi hjá Breiðabliki á þriðjudag.
12.maí 2017 - 10:00 433/Hörður Snævar Jónsson

Verður Gylfi dýrasti leikmaður í sögu Leicester í sumar?

Craig Shakespeare knattspyrnustjóri Leicester útilokar ekki að félagið muni kaupa sinn dýrasta leikmann í sögunni í sumar. Félagið borgaði 28 milljónir punda fyrir Islam Slimani síðasta sumara og er hann dýrasti leikmaður í sögu félagsins.
11.maí 2017 - 14:26 433/Hörður Snævar Jónsson

Pistill sem allir ættu að lesa – Ekki gráta og gera svo ekkert

Bryndís Gunnlaugsdóttir fyrrum körfuboltakona skrifar pistil á Facebook síðu sína sem hefur vakið mikla athygli. Ástæða þess að Bryndís skrifaði pistilinn var auglýsing frá Icelandair sem birtist fyrst á þriðjudag. Auglýsingin er fyrir kvennalandsliðið í fótbolta og sínir hvernig veruleikinn í íþróttum getur oft verið.
10.maí 2017 - 12:57 433/Hörður Snævar Jónsson

Breiðablik vann ekki Pepsi deildar lið eftir frægt agabann Arnars

Það virðist hafa reynst Arnari Grétarssyni dýr ákvörðun að setja þá Damir Mumunivoc og Gísla Eyjólfsson í agabann síðasta sumar. Þann 19. september í fyrra mætti ÍBV í heimsókn á Kópavogsvöll og vakti það strax athygli að Damir Muminovic og Gísli Eyjólfsson voru settir á bekkinn.
10.maí 2017 - 10:02 433/Hörður Snævar Jónsson

Formaður Breiðabliks vill ekki ræða ástæðu þess að Arnar var rekinn

Ólafur Hrafn Ólafsson formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks ætlar ekki að tjá sig meira um ástæðu þess að félagið rak Arnar Grétarsson úr starfi sem þjálfari karlaliðs meistaraflokks félagsins í gær. Ákvörðunin kom flestum á óvart enda aðeins tvær umferðir búnar af mótinu en slakur endir á síðasta tímabili virðist hafa verið banabiti Arnars.
08.maí 2017 - 18:10 433/Hörður Snævar Jónsson

FH-ingar leika með sorgarbönd – Móðir Heimis lést í gær

FH-ingar leika með sorgarbönd nú gegn KA í Pepsi deild karla en leikurinn hófst klukkan 18:00. Ástæðan er sú að móðir, Heimis Guðjónssonar þjálfara FH féll frá í gær.
08.maí 2017 - 09:39 433/Hörður Snævar Jónsson

Hraunar aftur yfir Heimi vegna Arons Einars

Neil Warnock knattspyrnustjóri Cardiff er lítt hrifinn af þeim áformum Heimis Hallgrímssonar landsliðsþjálfara Íslands vegna Arons Einar Gunnarsssonar leikmanns Cardiff og fyrirliða Íslands. Tímabilið hjá Aroni með Cardiff er búið en 11. júní er gríðarlega mikilvægur landsleikur við Króatíu hér á Laugardalsvelli.
05.maí 2017 - 09:29 433/Hörður Snævar Jónsson

Jóhann Berg fær væna upphæð

Leikmenn Burnley eru á barmi þess að halda liðinu í ensku úrvalsdeildinni sem væri gríðarlegt afrek. Burnley er það félag sem hefur eytt minstum fjárhæðum í laun í deildinni á þessu tímabili.
03.maí 2017 - 14:16 433/Hörður Snævar Jónsson

Fær að skíra barnið í höfuðið á Gylfa ef hann fær 10 þúsund læk

Rhys Stranaghan harður stuðningsmaður Swansea hefur fengið leyfi frá kærustu sinni að skíra komandi strák þeirra í höfuðið á Gylfa Þór Sigurðssyni. Það er þó sett með skilyrði en Rhys þarf að fá 10 þúsund læk við færslu sína á Facebook.
03.maí 2017 - 11:01 433/Hörður Snævar Jónsson

Tindastóll styður Ragnar sem var dæmdur fyrir kynferðisbrot

Eins og greint hefur verið frá í fréttum var íslenskur knattspyrnumaður, Ragnar Þór Gunnarsson dæmdur fyrir kynferðisbrot og bann á barnavendarlögum. Ragnar var dæmdur fyrir brot á barnaverndarlögum en hann káfaði á 15 ára gamalli stúlku og sendi henni kynferðisleg skilaboð í gegnum Snapchat.
02.maí 2017 - 15:30 433/Hörður Snævar Jónsson

„Shit hvað ég horfði mikið a rassinn þinn og…“

Maðurinn er dæmdur fyrir brot á barnaverndarlögum en hann káfaði á 15 ára gamalli stúlku og sendi henni kynferðisleg skilaboð í gegnum Snapchat. Atvikið átti sér stað árið 2015 er maðurinn var tvítugur og starfaði hjá íþróttafélagi á höfuðborgarsvæðinu.
02.maí 2017 - 14:38 433/Hörður Snævar Jónsson

Óskar Hrafn hjólar í Blika – Af hverju eru þeir ekki að bæta sig?

Óskar Hrafn Þorvaldsson sérfræðingur Pepsi markanna var ómyrkur í máli sínu þegar hann fór yfir lið Breiðabliks í Pepsi mörkunum í gær. Breiðablik hóf Pepsi deildina á að tapa 1-3 fyrir nýliðum KA á heimavelli í gær.
29.apr. 2017 - 16:22 433/Hörður Snævar Jónsson

„Held áfram þangað til að ég verð 100 ára“

Gunnleifur Gunnleifsson mun standa vaktina í marki Breiðabliks í sumar eins og en hann fagnar 42 ára afmæli sínu í sumar en er samt sem áður einn allra besti markvörður Íslands. Eins og fram hefur komið er Gunnleifur að verða 42 ára gamall í sumar en þrátt fyrir háan aldur er hann í toppformi og er lítið að hugsa um það að hætta.
28.apr. 2017 - 15:19 433/Hörður Snævar Jónsson

,,Æfingaferðirnar voru djammferðir"

Gunnleifur Gunnleifsson markvörður Breiðabliks vill meina að á Íslandi í dag sé atvinnumennska í efstu deild karla og menn verði að haga sér þannig Á Íslandi fá margir leikmenn vel borgað og tölur eins og að menn fái eina milljón króna í vasann á mánuði hverjum heyrast reglulega. Þrátt fyrir það er deildin hér heima ekki atvinnumennska en Gunnleifur vill að menn hugsi þannig.
27.apr. 2017 - 21:56 433

Breiðablik, Fylkir og Stjarnan með sigra

Þrír leikir fóru fram í Pepsi-deild kvenna í kvöld og var þeim að ljúka núna rétt í þessu. Breiðablik vann 1-0 sigur á FH þar sem að Rakel Hönnudóttir skoraði eina mark leiksins.
27.apr. 2017 - 13:21 433/Hörður Snævar Jónsson

Bubbi hættur að horfa á Ronaldo eftir að hann var sakaður um nauðgun

Bubbi Morthens einn ástælasti tónlistarmaður sem Ísland hefur átt kveðst vera hættur að horfa á Cristiano Ronaldo spila knattsyrnu. Ástæðan er umfjöllun þýska blaðsins Der Spiegel en þar er Ronaldo sakaður um að hafa nauðgað konu í Las Vegas sumarið 2009.
26.apr. 2017 - 19:46 433/Hörður Snævar Jónsson

„Ég á að vera á undan, ég er karl“

Jón fjallar um Pepsi-deild kvenna sem byrjar á morgun og segir að það sé lítið verið að fjalla um að deildin sé að fara af stað. Meira er um auglýsingar um Pepsi-deild karla sem hefst á sunnudaginn en það hefur ekki farið framhjá neinum.
25.apr. 2017 - 13:48 433/Hörður Snævar Jónsson

Segir KA stunda mansal með hegðun sinni

Haraldur Ingólfsson sem starfað hefur í kringum lið Þór/KA í mörg vandar ekki KA kveðjurnar í pistli sínum á Kaffid.is. Haraldur sakar þar KA um að ræna peningum sem Þór/KA átti að fá fyrir framgöngu Íslands á EM síðasta sumar.
25.apr. 2017 - 10:40 433/Hörður Snævar Jónsson

Spá 433.is fyrir Pepsi deild karla – 12. sæti

Pepsi deild karla fer af stað sunnudaginn 30. apríl og því eru minna en vika í að mótið hefjist. Spá 433.is fyrir deildina er byrjuð að rúlla en í gær kynntum við liði sem við spáum því að muni vinna Pepsi deildina. 433.is fékk sjö góða menn til að setja saman spá fyrir deildina.
24.apr. 2017 - 13:41 433/Hörður Snævar Jónsson

Leikmaður ÍA skellti sér nakinn í sjóinn við Langasand

Þegar Arnar ákvað að skella sér í sjóinn fór hann hins vegar nakinn. Það hefur eflaust verið sérstaklega kalt fyrir litla vininn að skella sér í ískaldan sjóinn.
24.apr. 2017 - 10:52 433/Hörður Snævar Jónsson

Aron Einar byrjaður að gæla við nýja áskorun

Aron Einar Gunnarsson býst við því að fara frá Cardiff á næstu árum en veit ekki hvort það gerist í sumar. Aron telur að Neil Warnock stjóri félagsins vilji ekki selja sig.
23.apr. 2017 - 20:47 433/Victor Jóhann Pálsson

Messi tryggði Barcelona sigur í mögnuðum El Clasico

Það fór fram stórleikur á Spáni í kvöld er lið Real Madrid fékk Barcelona í heimsókn í El Clasico. Það var mikið undir í kvöld en heimamenn í Real tóku forystuna á 28. mínútu leiksins með marki frá Casemiro. Það tók Barcelona þó aðeins fimm mínútur að jafna en þar var að verki Lionel Messi sem skoraði frábært mark.
22.apr. 2017 - 14:33 433

Pirruð Stjörnustelpa henti silfrinu í ruslið

Breiðablik varð meistari meistaranna í gr er liðið vann Stjörnuna örugglega með þremur mörkum gegn engu. Blikar spiluðu vel í Garðabænum og fögnuðu sigri og fengu gullið eftir frammistöðu sína í gær.
21.apr. 2017 - 09:08 433/Hörður Snævar Jónsson

Hefði viljað nauðga stelpunni fyrir dóminn sem hann fékk

Adam Johnson fyrrum kantmaður Sunderland var tekinn upp vera að ræða við menn sem eru með honum í fangelsi. Johnson var í fyrra dæmdur í sex ára fangelsi fyrir að áreita 15 ára stúlku kynferðislega og kyssa hana.
20.apr. 2017 - 14:00 Kristján Kristjánsson

Eini munurinn á bræðrunum er 4,36 sekúndur: Magnað myndband

Á nokkrum dögum hefur myndbandið, sem er hægt að sjá hér fyrir neðan, farið sigurför um netheima. Rúmlega 10 milljón áhorf hefur það fengið á 10 dögum. Það heitir ´Born apart´ og segir sögu tvíburabræðra sem fæddust með 4,36 sekúndna millibili.
20.apr. 2017 - 10:56 433/Hörður Snævar Jónsson

Fjögur stór félög vilja kaupa Gylfa Þór í sumar

Southampton er komið í kapphlaupið um Gylfa Þór Sigurðsson miðjumann Swansea. Gylfi hefur verið á meðal bestu leikmanna ensku úrvalsdeildarinnar þrátt fyrir að vera í fallbaráttu.
19.apr. 2017 - 12:44 433

„Vorkenni oft dómurum að þurfa að hlusta á 22 kvennmenn tuða í sér í 90 mínútur“

Spámenn 433.is telja að Grindavík verði í áttunda sæti í Pepsi deildinni í sumar og haldi sér þar með uppi. Grindavík eru nýliðar í deildinni en liðið lék síðast í efstu deild fyrir fimm árum síðan.
18.apr. 2017 - 22:21 Davíð Már Kristinsson

Undanúrslit Olís deildar kvenna að hefjast

Frábært tímabil hjá Stjörnunni. Deildarmeistarar og bikarmeistarar. Eru með besta hópinn í deildinni - með allsvakalega breidd. Það eru fullt af stelpum sem geta komið inná af bekknum og breytt gangi leiksins
13.apr. 2017 - 13:20 433/Hörður Snævar Jónsson

Er svekktur með að fá ekki tækifæri með landsliðinu

Matthías Vilhjálmsson leikmaður Rosenborg er svekktur með það að fá ekki tækifæri í íslenska landsliðinu. Matthías hefur staðið sig vel í Noregi en sú frammistaða hefur ekki heillað Heimi Hallgrímsson landsliðsþjálfara. Gríðarleg samkeppni er í íslenska landsliðinu og því hefur Heimir marga valkosti.
12.apr. 2017 - 21:00 433/Hörður Snævar Jónsson

„Hvítur Range Rover með einkanúmerinu PRINCE hefur verið draumabíllinn“

Spá 433.is fyrir Pepsi deild karla heldur áfram í dag en nú er komið að 3. sætinu og þar teljum við að KR muni enda í sumar. KR-ingar mæta til leiks eftir góðan endasprett í fyrra með Willum Þór Þórsson sem þjálfara liðsins.
12.apr. 2017 - 18:00 433/Hörður Snævar Jónsson

Pape sakar þjóðþekktan leikmann um rasisma

Pape segir að leikmaður sem lengi hafi spilað í Pepsi deildinni og að honum hafi oft verið hrósað sem miklum fagmanni í Pepsi-mörkunum. Pape segir að ítrekað hafi þessi leikmaður áreitt sig vegna kynþáttar síns en Pape kveðst ennþá verða fyrir rasisma í leikjum hér á landi.
12.apr. 2017 - 13:47 433/Hörður Snævar Jónsson

KR-ingar senda takkaskó til Afríku

Leikmenn KR í meistaraflokki karla hafa verið að safna takkaskóm sem síðan sendir verða til Afríku.
12.apr. 2017 - 11:18 433/Hörður Snævar Jónsson

Kjóstu Aron Einar sem leikmann ársins – Taktu þátt

Aron Einar Gunnarsson er í harðri baráttu um að vera kjörinn leikmaður ársins hjá Cardiff. Aron hefur átt frábært tímabil með Cardiff í Championship deildinni.
11.apr. 2017 - 10:57 433/Hörður Snævar Jónsson

,,Rosenborg er eins og Liverpool"

Matthías Vilhjálmsson leikmaður Rosenborg áttar sig á því að kröfurnar eru miklar á liðið enda um að ræða sögufrægasta félag Noregs. Rosenborg stefnir hátt á þessu tímabili en stuðningsmenn gera kröfu á árangur í Evrópu.
10.apr. 2017 - 09:11 433/Hörður Snævar Jónsson

,,Hef ekki farið á B5 síðan að Beggi hunsaði mig þar"

Spá 433.is fyrir Pepsi deild karla hófst í dag og við byrjum á því að skoða liðið sem við spáum að því að muni vinna Pepsi deildina í sumar. Sérfræðingar 433.is spá því að FH muni verja titilinn sinn og vinna Pepsi deildina í sumar.
08.apr. 2017 - 10:33 433/Hörður Snævar Jónsson

Stórt sumar framundan og Guðni getur ekki beðið

Það eru tæpir tveir ­mánuðir síðan að Guðni Bergsson var kjörinn formaður KSÍ eftir að hafa átt í harðri baráttu við Björn Einarsson í kosningu til formanns þessa stærsta sérsambands innan íþróttahreyfingarinnar.
07.apr. 2017 - 18:25 Davíð Már Kristinsson

8-liða úrslit í Olís deild karla að hefjast

Eftir gríðarlega jafna og spennandi deildarkeppni í vetur þar sem á köflum allir gátu unnið alla er komið að úrslitakeppni

Þetta er mín spá fyrir 8 liða úrslit Olís deildar karla
07.apr. 2017 - 15:13 433/Hörður Snævar Jónsson

Geir hjálpar Guðna

Guðni Bergsson formaður KSÍ er á fullu í því að koma sér vel inn í starfið og mynda tengsl við menn hjá UEFA og FIFA. Guðni var á UEFA þingi í Helsinki í vikunni.
07.apr. 2017 - 10:37 433/Hörður Snævar Jónsson

Uppbygging Laugardalsvallar í forgangi hjá Guðna

Það eru tæpir tveir ­mánuðir síðan að Guðni Bergsson var kjörinn formaður KSÍ eftir að hafa átt í harðri baráttu við Björn Einarsson í kosningu til formanns þessa stærsta sérsambands innan íþróttahreyfingarinnar.

(17-23) Húðfegrun: Fitueyðing - maí