01. ágú. 2012 - 11:55

Strákarnir í Parkour hópnum Futeki Kensei með skemmtilegt myndband- mögnuð tilþrif

Parkour er íþrótt sem hefur heldur betur slegið í gegn hér á Íslandi og eru oft ótrúleg tilþrif sem strákarnir í Futeki Kensei sýna.

Við bendum fólki á að prufa þetta ekki nema undir leiðsögn Parkour þjálfara.

Þess skal getið að Futeki Kensei þýðir Óttalaus kraftur.
Svanhvít - Mottur
31.júl. 2015 - 07:36

Einvígið á Nesinu haldið í 19. sinn – BUGL fær stuðning frá DHL

Árlegt góðgerðarmót Nesklúbbsins og DHL Express á Íslandi, Einvígið á Nesinu, verður haldið í 19. skipti á Nesvellinum mánudaginn 3. ágúst nk.  Venju samkvæmt er 10 af bestu kylfingum landsins  boðið til leiks og munu þau í ár spila í þágu BUGL (barna og unglingageðdeild Landspítalans).
28.júl. 2015 - 15:50

Golfsambandið bað Kára og Björgvin afsökunar - reglur um golfbíla verða endurskoðaðar

Í aðdraganda Íslandsmótsins í golfi, sem nýverið fór fram á Akranesi, óskaði Björgvin Þorsteinsson, sexfaldur Íslandsmeistari, eftir heimild mótsstjórnar til að fá að notast við golfbíl í mótinu vegna veikinda. Mótsstjórn synjaði honum um heimildina þar sem notkun golfbíla hefur ekki verið heimiluð í keppni á efsta keppnisstigi hjá golfsambandinu. Sama afstaða var tekin á golfmóti á stigamótaröð golfsambandsins í júní sl. þegar öðrum keppanda, Kára Hinrikssyni, var synjað um heimild til notkunar golfbíls á sömu forsendum.
27.júl. 2015 - 09:43

Signý og Þórður Íslandsmeistarar í golfi 2015 á Eimskipsmótaröðinni

Signý Arnórsdóttir úr Keili og Þórður Rafn Gissurarson úr GR fögnuðu sigri á Íslandsmótinu í golfi á Eimskipsmótaröðinni sem lauk í dag á Garðavelli á Akranesi. Þetta eru fyrstu Íslandsmeistaratitlar þeirra og settu þau bæði mótsmet.
26.júl. 2015 - 10:27

Í beinni: Úrslitin á Íslandsmótinu 2015 ráðast á Garðavelli í dag

Úrslitin á Íslandsmótinu í golfi á Eimskipsmótaröðinni ráðast síðdegis í dag á Garðavelli á Akranesi. Mikil spenna er í báðum flokkum og mótsmetið er í hættu í karlaflokknum en það er -10 samtals.
Fylgst er með gangi mála á Twittersíðu Golfsambands Íslands og má sjá þær færslur hér fyrir neðan.
26.júl. 2015 - 07:03

Ísland fær erfiða mótherja í undankeppni HM 2018

Ísland fær sterka mótherja í undankeppni heimsmeistaramóts karlalandsliða 2018 sem fram fer í Rússlandi. Ísland var í fyrsta sinn í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið var í riðlana og eru fimm lið I-riðlinum þar sem Ísland er.
25.júl. 2015 - 10:05

Í beinni: Þriðji keppnisdagur - Íslandsmótið í golfi 2015

Þriðji keppnisdagurinn á Íslandsmótinu í golfi á Eimskipsmótaröðinni fer fram í dag á Garðavelli á Akranesi. Mikil spenna er í kvenna - og karlaflokknum. Axel Bóasson GK er efstur á -6 samtals en hann er með tveggja högga forskot á Þórð Rafn Gissurarson GR og Ragnar Má Garðarsson GKG.
24.júl. 2015 - 20:35 Sigurður Elvar

Sunna með fjögurra högga forskot í kvennaflokknum

Sunna Víðisdóttir úr GR með fjögurra högga forskot í kvennaflokki á Íslandsmótinu í golfi þegar keppni er hálfnuð á Garðavelli á Akranesi. Sunna, sem fagnaði þessum titli árið 2013 er á einu höggi undir pari vallar eftir 36 holur en Signý Arnórsdóttir (GK) og Valdís Þóra Jónsdóttir (GL) eru á +3 samtals.
23.júl. 2015 - 21:28

Þórður Rafn lék frábært golf og er með tveggja högga forskot

Þórður Rafn Gissurarson úr GR lék frábært golf á fyrsta keppnisdeginum á Íslandsmótinu í golfi á Garðavelli á Akranesi í dag. Þórður lék á 67 höggum eða -5 og er hann með tveggja högga forskot á Axel Bóasson úr GK. Alls léku sex kylfingar undir pari í dag og er ljóst að það verður hart barist um Íslandsmeistaratitilinn 2015.
23.júl. 2015 - 21:21

Signý og Sunna deila efsta sætinu eftir fyrsta hringinn á Garðavelli

Signý Arnórsdóttir úr Keili og Sunna Víðisdóttir úr GR deila efsta sætinu í kvennaflokki eftir fyrsta keppnisdaginn af alls fjórum á Íslandsmótinu í golfi á Garðavelli á Akranesi. Þær léku báðar á einu höggi undir pari eða 71 höggi en Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni er á 73 eða +1. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR, sem hefur titil að verja á mótinu, lék á 74 höggum.
22.júl. 2015 - 17:24

Usain Bolt ætlar að hætta að djamma og borða djúpsteiktan kjúkling

Usain Bolt hefur ekki verið áberandi á hlaupabrautinni að undanförnu. Jamaíkubúinn á heimsmetin í 100 og 200 metra hlaupunum en hann ætlar sér stóra hluti á heimsmeistaramótinu sem fram fer síðar á þessu ári. Bolt hefur ákveðið að breyta ýmsu í lífsmynstri sínu til þess að komast í sitt besta líkamlega ástand. Þar ber hæst að hætta að borða djúpsteikta kjúklinganagga og skemmtanalífið verður sett á hilluna frægu.
22.júl. 2015 - 15:37

Valdísi og Axel spáð sigri á Íslandsmótinu í golfi 2015 á Garðavelli

Í dag fór fram fréttamannafundur vegna Íslandsmótsins í golfi 2015 á Eimskipsmótaröðinni. Íslandsmótið fer fram á Garðavelli á Akranesi hjá Golfklúbbnum Leyni og hefst það fimmtudaginn 23. júlí og úrslitin ráðast síðdegis sunnudaginn 26. júlí.
21.júl. 2015 - 07:39

Zach Johnson fagnaði sigri á Opna breska eftir umspil

Zach Johnson sigraði á Opna breska meistaramótinu sem lauk í gær á St. Andrews vellinum í Skotlandi. Þetta er í fyrsta sinn sem bandaríski kylfingurinn fagnar sigri á þessu sögufræga móti. Hinn 39 ára gamli Johnson hafði betur í fjögurra holu umspili um sigurinn gegn  Louis Oosthuizen frá Suður-Afríku og Ástralanum Marc Leishman.
20.júl. 2015 - 07:59

Opna breska – rástímar á lokadeginum og staðan

Úrslitin á opna breska meistaramótinu ráðast í dag á St. Andrews í Skotlandi. Afar áhugaverð staða er komin upp en írski áhugamaðurinn Paul Dunne er efstur ásamt Louis Oosthuizen frá Suður-Afríku og Jason Day frá Ástralíu Þeir verða saman í lokaráshópnum sem fer af stað kl. 13.30 í dag. Þetta er aðeins í annað sinn í sögu opna breska meistaramótsins þar sem úrslitin ráðast á mánudegi.
20.júl. 2015 - 07:29

Glæsilegu Íslandsmóti lokið á Íslandsbankamótaröðinni

Það var hörð barátta um Íslandsmeistaratitlana sem í boði voru á Íslandsmóti unglinga á Íslandsbankamótaröðinni sem lauk í gærkvöld á Korpúlfsstaðarvelli í Reykjavík.  Keppt var í þremur aldursflokkum hjá báðum kynjum, 14 ára og yngri, 15–16 ára og 17–18 ára.
Lokakeppnisdagurinn var gríðarlega spennandi þar sem úrslitin réðust í umspili og bráðabana í nokkrum flokkum.
19.júl. 2015 - 14:53

Frábært golf hjá Birgi – endaði í 5.–9. sæti á Spáni

Birgir Leifur Hafþórsson endaði í 5.–9. sæti á Áskorendamótinu sem fram fór á Kanaríeyjum á Spáni. Hann lék lokahringinn á 4 höggum undir pari og samtals var hann á 15 höggum undir pari.
18.júl. 2015 - 06:59

Glæsileg tilþrif í rjómablíðu á Íslandsmótinu á Íslandsbankamótaröðinni

Fyrsti keppnisdagurinn af alls þremur á Íslandsmótinu í golfi á Íslandsbankamótaröð unglinga fór fram í dag í blíðskaparveðri á Korpúlfsstaðarvelli í Reykjavík. Um 140 keppendur taka þátt og náðu keppendur góðum árangri við fínar aðstæður.   
18.júl. 2015 - 06:48

Bianchi er látinn – franski formúlu 1 kappakstursmaðurinn barðist fyrir lífi sínu í 9 mánuði

Ju­les Bianchi frá Frakklandi er látinn en hann varð fyrir miklum höfuðáverka í formúlu-1 kappakstri í fyrrahaust.
17.júl. 2015 - 08:36

Johnson efstur á Opna breska – úrhellisrigning setti keppnishaldið úr skorðum á St. Andrews

Banda­ríkjamaður­inn Dust­in John­son lék best allra í gær á fyrsta keppnisdeginum á Opna breska meistaramótinu sem fram fer á St. Andrews í Skotlandi. Þetta er í 144. sinn sem mótið fer fram og í 29. sinn sem leikið er á hinum sögufræga St. Andrews.  
17.júl. 2015 - 08:17

Bein útsending og lokahóf – spennandi Íslandsmót framundan á Íslandsbankamótaröðinni

Það verður mikið um að vera um helgina þegar golftímabilið hjá yngstu afrekskylfingum landsins nær hámarki á Íslandsbankamótaröðinni. Sjálft Íslandsmótið fer fram á Korpúlfsstaðarvelli og samhliða því fer fram tveggja daga mót á Áskorendamótaröðinni á Bakkakotsvelli.
16.júl. 2015 - 15:04

Aníta kom langfyrst í mark og tryggði sér sæti í undanúrslitum á EM U19 ára

Aníta Hinriksdóttir tryggði sér sæti með öruggum hætti í undanúrslitum í 800 m. hlaupi á Evrópumeistaramóti U19 ára í dag. Aníta hefur titil að verja í þessari grein frá því að mótið fór fram fyrir tveimur árum.
16.júl. 2015 - 12:15

Louis Van Gaal reynir að sannfæra Angel Di Maria um að taka eitt tímabil í viðbót

Louis Van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, vinnur hörðum höndum að því að fá Argentínumanninn Angel Di Maria til þess að vera áfram hjá félaginu. Di Maria var keyptur frá Real Madrid fyrir metfé en hann hefur ekki fundið sig hjá enska stórliðinu og hefur verið orðaður við flest stórlið Evrópu að undanförnu.
15.júl. 2015 - 12:02

Rástímarnir á Opna breska klárir – Jordan Spieth líklegastur til sigurs

Opna breska meistaramótið í golfi hefst á fimmtudaginn á hinum sögufræga St. Andrews velli í Skotlandi. Þetta er í 144. sinn sem mótið fer fram. Rory McIlroy frá Norður-Írlandi hefur titil að verja en vegna meiðsla sem hann hlaut í fótboltaleik með vinum sínum getur hann ekki mætt í titilvörnina. Þetta er í 29. sinn sem Opna breska fer fram á þessum velli. Sýnt verður frá Opna breska í beinni útsendingu á Golfstöðinni.
15.júl. 2015 - 10:02

Bestu íþróttamyndir vikunnar frá Getty – glæsileg tilþrif

Að venju voru ljósmyndarar frá Getty á flestum stórviðburðunum í íþróttaheiminum í síðustu viku. Hér fyrir neðan má sjá brot af því besta sem ljósmyndararnir völdu sjálfir. Að venju er úrvalið fjölbreytt og myndirnar eru glæsilegar.
15.júl. 2015 - 09:43

Sagan endalausa af vistaskiptum Raheem Sterling á enda

Sagan endalausa af væntanlegum vistaskiptum enska landsliðsmannsins Raheem Sterling frá Liverpool fékk enda í gær. Sterling færði sig um set til Manchester City sem greiðir rúmlega 10 milljarða kr. fyrir hinn 20 ára gamla framherja.
14.júl. 2015 - 15:53

Gunnar Nelson fékk átta milljónir kr. í sinn hlut fyrir bardagann

Gunnar Nelson, sem sigraði Brandon Tatch, í MMA bardaganum um s.l. helgi í Las Vegas, fékk 29.000 Bandaríkjadali í verðlaunafé fyrir sigurinn. Bætist sú við þá upphæð sem Gunnar hafði þegar tryggt sér með því að mæta til leiks sem og samtals fær hann 58.000 Bandaríkjdali í sinn hlut – eða sem nemur átta milljónum ísl. kr.
14.júl. 2015 - 09:00

Manchester United styrkir sig verulega fyrir átökin í ensku úrvalsdeildinni

Manchester United hefur gengið frá kaupum á tveimur sterkum miðjumönnum fyrir átökin í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Landsliðsmennirnir Bastian Schweinsteiger og Morgan Schneiderlin koma til liðsins en sá fyrrnefndi er Þjóðverji en sá síðarnefndi er franskur.
13.júl. 2015 - 09:46

Myndasyrpa frá bardaga Gunnars Nelson gegn Brandon Thatch

Eins og fram hefur komið sigraði Gunnar Nelson, Brandon Thatch í Las Vegas um helgina í UFC bardaga sem fram fór í Las Vegas í Bandaríkjunum. Það tók Gunnar aðeins um þrjár mínútur að sigra Thatch en veðbankar höfðu talið Thatch mun sigurstranglegri fyrir bardagann.
12.júl. 2015 - 05:34

Gunnar Nelson sigraði Brandon Thatch í nótt í fyrstu lotu

Gunnar Nelson mætti Brandon Thatch í Las Vegas í nótt en þetta var í fyrsta sinn sem Gunnar keppir í UFC í Bandaríkjunum. Það tók Gunnar aðeins um þrjár mínútur að sigra Thatch en veðbankar höfðu talið Thatch mun sigurstranglegri fyrir bardagann.
10.júl. 2015 - 09:39

Íslenska kvennalandsliðið fer upp um tvö sæti á heimslistanum – er í 18. sæti

Íslenska kvenna­landsliðið í knatt­spyrnu hækkar sig um tvö sæti á nýjum styrkleikalista FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandsins, sem birtur var í morgun. Ísland er í 18. sæti en besti árangur Íslands á þessum lista er 15. sæti. Ísland er í níunda sæti ef litið er á þjóðirnar í Evrópu og fer upp um tvö sæti á þeim lista.
09.júl. 2015 - 11:09

Margir keppendur slasaðir eftir fall í Frakklandshjólreiðakeppninni

Frakklandshjólreiðakeppnin, Tour de France, stendur nú sem hæst. Það hefur ýmislegt gengið á hjá keppendum og í gær féll stór hópur keppenda í götuna og slösuðust margir þeirra. Ekki er vitað hvort meiðsli þeirra séu alvarleg en í myndasyrpunni hér fyrir neðan má sjá að sumir litu ekki vel út eftir fallið.
09.júl. 2015 - 10:07

Ísland með sterkasta landsliðið á Norðurlöndum – 23. sæti á heimslistanum

Íslenska karla­landsliðið í knatt­spyrnu er í 23. sæti á heimslistanum sem birtur var í dag og hefur Ísland aldrei verið í betri stöðu á þessum lista. Ísland er efst allra Norðurlandaþjóðanna og verður í öðrum styrkleikaflokk þegar dregið verður í riðla í undankeppni heimsmeistaramótsins 2018 sem fram fer í Rússlandi. Dregið verður síðar í þessum mánuði.
08.júl. 2015 - 08:59

Hvernig er staðan á leikmannamarkaðinum á Englandi? – komnir / farnir

Leikmannaglugginn í Evrópu er opinn upp á gátt fram til 1. september og hafa fjölmargir leikmenn gengið kaupum og sölum hjá knattspyrnuliðunum. Hér fyrir neðan má sjá stöðuna hjá liðunum í ensku úrvalsdeildinni - hverjir eru komnir og hverjir eru farnir.
06.júl. 2015 - 12:05

Rory McIlroy snéri sig illa á ökkla – óvíst að hann verði með á Opna breska

Það er óvíst hvort Rory McIlroy verði með á Opna breska meistaramótinu í golfi. Norður-Írinn meiddist alvarlega á ökkla þegar hann var leika sér í fótbolta með vinum sínum um s.l. helgi. Ekki er vitað á þessari stundu hvort liðbönd í ökklanum séu slitin. Á fésbókarsíðu sinni skrifar kylfingurinn að hann eigi eftir að fá nákvæma greiningu á umfangi meiðsla sinna – en hann er nú þegar byrjaður í endurhæfingu og sjúkraþjálfun.
06.júl. 2015 - 07:17

Samantekt: Bandaríkin heimsmeistari eftir 5–2 sigur gegn Japan

Bandaríkin tryggðu sér heimsmeistaratitilinn í knattspyrnu kvenna í gærkvöld í þriðja sinn í sögunni með 5–2 sigri gegn Japan í úrslitaleiknum sem fram fór í Vancouver í Kanada. Rúmlega 55.000 áhorfendur fylltu keppnisvöllinn og fengu að upplifa einn skemmtilegasta úrslitaleik sögunnar á HM.
05.júl. 2015 - 15:07

Sérfræðingarnir spá Bandaríkjunum heimsmeistaratitlinum – úrslitin á HM ráðast í kvöld

Bandaríkin og Japan eigast við í kvöld kl. 23.00 í úrslitaleik heimsmeistaramóts kvennalandsliða í Kanada. Englendingar tryggðu sér bronsverðlaunin í gær með 1-0 sigri gegn Þjóðverjum. Japan hefur titil að verja á HM en Bandaríkin hefur tvívegis fagnað þessum titli. Þessar þjóðir léku til úrslita á HM fyrir fjórum árum.
04.júl. 2015 - 13:00

HM kvenna: Verja Japanir heimsmeistaratitillinn?

Ýmsum kom á óvart að Japanir skyldu komast alla leið í úrslitaleik HM kvenna sem fram fer í Vancouver í Kanada á sunnudagskvöld. Og víst er bandaríska liðið sigurstranglegra áður en leikurinn hefst. En menn hafa áður farið flatt á því að vanmeta Japani.

03.júl. 2015 - 19:00

Verða Bandaríkjamenn loks heimsmeistarar?

Á sunnudagskvöld fer fram lokaleikurinn á HM kvenna í fótbolta, þegar Bandaríkjamenn og Japanir eigast við í Vancouver í Kanada. Þetta er í þriðja sinn í röð sem þjóðirnar mætast í úrslitaleik á stórmóti. Japanir unnu eftir vítaspyrnukeppni á HM 2011 en Bandaríkjamenn unnu svo úrslitaleik kvennafótboltans á Ólympíuleikunum í London ári seinna.
03.júl. 2015 - 15:29

Eiður Smári samdi við kínverska úrvalsdeildarliðið Shijiazhuang Ever Bright

Eiður Smári Guðjohnsen hefur samið við kínverska úrvalsdeildarlið Shijiazhuang Ever Bright en frá þessu er greint á Reuters. Eiður er 36 ára gamall og lék með Bolton á síðustu leiktíð í næst efstu deild á Englandi. Hann bætist í stóran hóp erlendra leikmanna sem flykkjast nú í kínversku úrvalsdeildina og verða þrír íslenskir landsliðsmenn í kínversku deildinni.  
03.júl. 2015 - 15:18

Bardagi Mayweather gegn Pacquiao skilaði þeim ótrúlegum tekjum

Bandaríski hnefaleikamaðurinn Floyd Mayweather fékk ótrúlega peningaupphæð fyrir bardagann gegn Manny Pacquiao sem fram fór 2. maí s.l. Nú þegar rykið er sest tveimur mánuðum eftir viðburðinn er ljóst að tekjur þeirra beggja af áskriftarsjónvarpi frá bardaganum eru svimandi háar.
02.júl. 2015 - 09:00

Japan í úrslitaleikinn á HM – ótrúlegt sjálfsmark Englendinga

Heimsmeistaralið Japans leikur til úrslita á heimsmeistaramóti kvenna í knattspyrnu eftir 2-1 sigur gegn Englendingum í undanúrslitum í gær. Lokamínúta leiksins fór á versta veg fyrir Englendinga og þá sérstaklega Laura Bassett sem skoraði ótrúlegt sjálfsmark sem tryggði Japan sigur á síðustu mínútu framlengingar.  
01.júl. 2015 - 21:11

Bestu íþróttamyndir vikunnar frá Getty – glæsileg tilþrif

Ljósmyndarar Getty voru á öllum stóru iþróttaviðburðunum á heimsvísu í síðustu viku. Hér fyrir neðan má sjá brot af því besta sem valið var sem úrval vikunnar. Að venju er íþróttaflóran fjölbreytt og úr ýmsum að velja.
01.júl. 2015 - 14:40

Myndaveisla: Afreksfólk í fótboltagolfi - Missti skóinn í miðju sparki

Fótboltagolf hefur slegið í gegn sem ný afþreying fyrir alla aldurshópa erlendis. Um síðustu helgi opnaði fótboltagolfvöllur í Skemmtigarðinum í Grafarvogi en fótboltagolf hefur slegið í gegn sem ný afþreying fyrir alla aldurshópa erlendis. Haldin var vígsluathöfn þar sem knattspyrnukapparnir og landsliðsmennirnir Eiður Smári Guðjohnsen og Alfreð Finnbogason ásamt Karenu Ómarsdóttur, knattpspyrnukonu, mættu golfurunum Birgi Leif Hafþórssyni, Ólafi Loftsyni og Emil Þór Ragnarssyni í léttum leik.
01.júl. 2015 - 08:28

Bandaríkin í úrslit á HM – Japan og England eigast við í kvöld

Bandaríkin leika til úrslita á heimsmeistaramóti kvenna í knattspyrnu eftir 2-0 sigur gegn Þýskalandi í gærkvöld í undanúrslitum. Síðari undanúrslitaleikurinn fer fram í kvöld þar sem ríkjandi heimsmeistaralið Japans leikur gegn Englendingum.

Þetta er í annað sinn í röð sem Bandaríkin leika til úrslita á HM en Japan hafði betur árið 2011 í úrslitum eftir vítaspyrnukeppni.
30.jún. 2015 - 00:14

Stórveldin í kvennaknattspyrnunni eigast við í undanúrslitum HM í Kanada

Bandaríkin og Þýskaland eigast við í kvöld í undanúrslitum á heimsmeistaramóti kvenna í knattspyrnu sem fram fer í Kanada. Bandaríkin léku til úrslita árið 2011 gegn Japan sem eru ríkjandi heimsmeistarar og mæta liðið Englands á morgun í síðari undanúrslitaleiknum.
29.jún. 2015 - 23:33

Petr Cech samdi við Arsenal - einn besti markvörður heims segir Wenger

Tékkneski landsliðsmarkvörðurinn Petr Cech (33) hefur samið við enska úrvalsdeildarliðið  Arsenal. Félagið staðfesti kaupin á heimasíðu sinni í gær. Cech hefur leikið með Chelsea í rúman áratug eða frá árinu 2004 og er kaupverðið um 2 milljarðar kr.
29.jún. 2015 - 11:17

Spánverjar fara í mál gegn FIFA – gríðarlegt tekjutap áætlað vegna HM 2022

Samtök liða í efstu deild í spænsku knattspyrnunni hafa ákveðið að höfða skaðabótamál gegn FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandinu. Telja spænsku samtökin að félagsliðin í þeirra röðum tapi allt að 10 milljörðum kr. á því að FIFA hafi breytt tímsetningunni á lokamóti HM í Katar árið 2022.
27.jún. 2015 - 18:37

Fuglastríðið í KPMG-bikarnum skilaði einni milljón til Reykjadals - Pressuliðið sigraði landsliðið

Pressuliðið hafði betur gegn landsliðinu í KPMG-bikarnum sem fram fór við frábærar aðstæður á Grafarholtsvelli í dag. Þar áttust við úrvalslið áhuga - og atvinnukylfinga og landsliðin sem valin voru fyrir verkefnin á Evrópumótunum sem fram fara í byrjun júlí. Keppendur léku vel við góðar aðstæður og sumarbúðirnar í Reykjadal nutu góðs af því. 
27.jún. 2015 - 11:50

Þýskaland og Bandaríkin mætast í undanúrslitum á HM - stórleikir í kvöld

Bandaríkin og Þýskaland mætast í undanúrslitum heimsmeistaramóts kvennaliða í knattspyrnu sem fram fer í Kanada. Átta liða úrslitin hófust í gær með tveimur leikjum og í kvöld skýrist það hvaða tvær þjóðir tryggja sér þau tvö sæti sem í boði eru í undanúrslitum.
26.jún. 2015 - 09:40

KPMG-bikarinn í Grafarholti - safnað fyrir sumarbúðunum í Reykjadal

Það verður mikið um að vera á Grafarholtsvelli í Reykjavík laugardaginn 27. júní þar sem helstu afrekskylfingar landsins munu etja kappi í KPMG-bikarnum. Þar mæta þrjú landslið sameinuð til leiks í keppni gegn helstu atvinnukylfingum Íslands sem verða í fremstu röð í úrvalsliði atvinnu – og áhugakylfinga.
25.jún. 2015 - 17:28

Landsliðshóparnir fyrir EM eru klárir hjá Úlfari - mikil samkeppni um sæti

Úlfar Jónsson tilkynnti í dag valið á landsliðum Íslands í golfi sem taka þátt á Evrópumótunum sem fram fara í byrjun júlí. Úlfar sagði að valið hefði verið erfitt enda mikil samkeppni um sæti í landsliðunum þremur sem tilkynnt voru í dag. Þau eru þannig skipuð.