06. nóv. 2012 - 20:00

Tímavélin: Mike Tyson bítur Evander Holyfield tvisvar í eyrað í ógleymanlegum bardaga

Hverjum hefði dottið í hug Mike Tyson ætti eftir að bíta bút af hægra eyra Evander Holyfield þegar kapparnir mættust í hringnum í annað sinn árið 1997? Þessi hnefaleikabardagi er óneitanlega einn sá allra eftirminnilegasti í sögunni.

Að kvöldi laugardagsins 28. júní árið 1997 var komið að því sem allir höfðu beðið eftir en tveir af allra bestu hnefaleikaköppum sögunnar áttu að mætast í hringnum þetta kvöldið. Það var fullt út að dyrum í MGM Grand Garden Arena höllinni í Las Vegas en keppt var um WBA beltið eftirsótta í þungavigt.

Fyrstur gekk í salinn hinn 31 árs gamli áskorandi Mike Tyson, eða Iron Mike eins og hann kallaði sig, en hann freistaði þess að ná beltinu af Holyfield. Mikið hafði gengið á í einkalífi Tyson á þessum tíma og ekki var langt síðan hann sat af sér þriggja ára fangelsisvist fyrir meinta nauðgun og þjófnað. Hinn 35 ára gamli Evander Holyfield gekk stuttu seinna í salinn, sultu slakur og yfirvegaður, en árið 1994 hafði Holyfield gefið það út að hann væri hættur í íþróttinni. Holyfield hætti þó við að hætta og stuttu seinna vann hann þungvigtarbeltið í þriðja sinn, sem Tyson vildi nú ólmur komast yfir.

Kapparnir höfðu áður mæst í hringnum, tæpum sjö mánuðum fyrr, en þá hafði Holyfield betur og var sigur hans jafnframt sannfærandi. Holyfield vann nánast hverja einustu lotu og sló Tyson niður í þeirri sjöttu. The Real Deal, eins og Holyfield var kallaður í boxheimum, var svo dæmdur sigur í elleftu lotu á tæknilegu rothöggi. Mike Tyson var því í gríðarlegum hefndarhug þetta kvöldið.

Bardaginn fór vel af stað fyrir Holyfield en hann hafði betur í fyrstu tveimur lotum bardagans. Þegar hálf mínúta var liðin af annarri lotu fékk Tyson stóran skurð fyrir ofan hægra auga eftir að höfuð þeirra skullu saman. Tyson hafði hins vegar kvartað mikið við dómara bardagans, Mills Lane, um að Holyfield væri stöðugt að nota höfuðið en það hafði Tyson einnig gert í fyrri bardaga þeirra og þetta var því eitthvað sem fór virkilega í taugarnar á Tyson. Annarri lotu lauk og útlitið ekkert sérstakt fyrir Iron Mike.

Í þriðju lotu sauð hins vegar uppúr. Í upphafi lotunnar þurfti dómari bardagans að biðja Tyson um að setja munnstykkið aftur upp í sig, sem hann gerði. Undarleg hegðun hjá Tyson sem vissulega skýrðist örstuttu seinna. Tyson kom brjálaður til leiks í þriðju lotunni og lét höggin dynja á Holyfield en þegar 40 sekúndur voru eftir að lotunni gerðist hið ótrúlega.

Í miðjum hnefaleikafaðmlögum þeirra félaga tekur Tyson uppá því að bíta í hægra eyra Holyfield með þeim afleiðingum að blæða tók úr eyra Holyfield. Ekki nóg með það heldur beit Tyson bút af eyra Holyfield, skyrpti honum í gólfið og ýtti svo á eftir Holyfield. Skiljanlega brást Holyfield hinn versti við þessari dýrslegu hegðun Tyson og sýndi dómaranum eyra sitt. Dómarinn ætlaði umsvifalaust að dæma Tyson úr leik en læknir bardagans taldi Holyfield hins vegar geta haldið áfram. Því var haldið áfram og tvö stig dregin af Tyson sem á því augnabliki vildi meina að eyrnaeymsli Holyfield væru eftir hnefahögg hans.

Eins og fyrr segir var haldið áfram en í lok þriðju lotunnar beit Tyson Holyfield aftur í eyrað, og nú í það vinstra! Þegar lotunni lauk ákvað dómarinn að enda bardagann og í framhaldinu gjörsamlega trylltist Tyson sem ætlaði sér einfaldlega að berja mann og annan. Dómari leiksins dæmdi því Mike Tyson úr leik fyrir að bíta Evander Holyfield í bæði eyrun. Ógleymanlegur bardagi þetta sem hafði mikla eftirmála í för með sér!


Hér má sjá hápunkt bardagans


Hér má hins vegar sjá bardagann í heild sinni

Myndir: Getty Images
10.ágú. 2013 - 18:30 Guðjón Ólafsson

Sorglegur ferill Justin Fashanu - Fyrsti og „eini“ samkynhneigði leikmaður enska boltans

Á mínu þriðja ári í Háskóla Íslands gerði ég ritgerð sem sneri að samkynhneigð og knattspyrnu. Í ljósi þess að um helgina fagna samkynhneigðir Gay Pride fannst mér við hæfi að rifja upp sögu Justin Fashanu, en sá er fyrsti og „eini“ knattspyrnumaðurinn í sögu enska boltans sem opinberlega hefur komið út úr skápnum.
29.maí 2013 - 08:15 Guðjón Ólafsson

Tímavélin: Svona var landsmót hestamanna árið 1990

Fréttir les Edda Andrésdóttir... Tímavélin er með aðeins öðruvísi sniði þessa vikuna en með hjálp frá fréttastofu RÚV gátum við stillt tímavélina á árið 1990. Við erum skyndilega stödd á landsmóti hestamanna sem fram fór á Vindheimamelum í Skagafirði.
23.apr. 2013 - 12:00 Guðjón Ólafsson

Tímavélin: Roberto Baggio skýtur yfir af punktinum og Brasilía verður heimsmeistari

Við erum skyndilega stödd í Kaliforníu, nánar tiltekið á Rose Bowl vellinum í Pasadena. Árið er 1994 og dagsetningin á USA Today blaðinu sem við lásum í morgun sýndi dagsetninguna 17. júlí. Af hverju erum við í Bandaríkjunum? Jú, við vorum að enda við að horfa á úrslitaleik Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu, þar sem Ítalía tók á móti Brasilíu.
26.mar. 2013 - 16:30 Guðjón Ólafsson

Tímavélin: Ayrton Senna lætur lífið - Ein svartasta helgi í sögu formúlu 1

Árið er 1994 og dagurinn er 1. maí. Tímavélin hefur farið með okkur á viðkvæman stað í íþróttasögunni en þetta er dagurinn sem formúlukappinn Ayrton Senna lést eftir skelfilegt óhapp í San Marino kappakstrinum á Ítalíu.
19.mar. 2013 - 16:45 Guðjón Ólafsson

Tímavélin: Michael Jordan tryggir Chicago Bulls NBA titilinn árið 1998

Við erum skyndilega stödd í Salt Lake City, nánar tiltekið í körfuknattleikshöllinni Delta Center. Dagsetningin á Nokia 3110 símanum okkar sýnir dagsetninguna 14.06.98, en klukkan er hins vegar biluð. Við erum í rándýru sæti fyrir miðju gólfi og erum að horfa á sjötta úrslitaleikinn í úrslitaeinvíginu í NBA körfunni þar sem Chicago Bulls og Utah Jazz eigast við.
08.feb. 2013 - 18:30

Tímavélin: Gary Lineker kúkar í buxurnar í miðjum leik á HM

Seint talið toppurinn á ferli Gary Lineker! Við erum skyndilega stödd á Stadio Sant‘Elia leikvanginum í Cagliari á Ítalíu í grenjandi rigningu. Árið er 1990 og dagurinn 11. júní. Fyrsti leikur F-riðils á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu er í fullum gangi en þar eigast við Englendingar og Írar.
21.jan. 2013 - 15:00 Guðjón Ólafsson

Tímavélin: Ævintýralegt klúður Jean Van de Velde á Opna breska árið 1999

Eftir þetta er oft er talað um „að taka Van de Velde“ á þetta þegar illa gengur í golfinu! Árið er 1999 og dagurinn er 18. júlí. Við erum stödd á einu stærsta golfmóti heims, nánar tiltekið á lokadegi Opna breska meistaramótsins í golfi. Um er að ræða eitt eftirminnilegasta golfmót í manna minnum en það má þakka franska golfaranum Jean Van de Velde sem tókst á einhvern ævintýralegan hátt að klúðra sigrinum með hreint út sagt lygilega slakri spilamennsku á lokaholunni.
07.jan. 2013 - 14:30

Tímavélin: Ísland nær jafntefli við nýkrýnda heimsmeistara Frakka - Ódauðlegt viðtal við Gauja Þórðar

Ein eftirminnilegustu úrslit í sögu íslenska karlalandsliðsins - Mynd/Myndasafn KSÍ Árið er 1998 og dagurinn 5. september. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu slær heldur betur í gegn þegar liðið nær 1-1 jafntefli við nýkrýnda heimsmeistara Frakka á Laugardalsvellinum. Eitt eftirminnilegasta viðtal íslenskrar íþróttasögu átti sér stað eftir leikinn þegar Ingólfur Hannesson tók viðtal við þáverandi landsliðsþjálfara, Guðjón Þórðarson.
30.nóv. 2012 - 10:00

Tímavélin: Alexander Petersson stöðvar hraðaupphlaup á ævintýranlegan hátt

„Hvaðan kom hann!? Hvert er hann að fara!? Hvað er hann!?“ Tímavélin fer ekki langt aftur í tímann þessa vikuna því árið er 2010. Alexander Petersson, leikmaður íslenska landsliðsins í handbolta, fékk alla Íslendinga til að stand upp úr sófunum þegar hann sýndi einhver allra eftirminnilegustu varnartilþrif sem sést hafa á handboltavellinum á EM 2010.
20.nóv. 2012 - 10:30

Tímavélin: Árni Gautur slær í gegn á Englandi – Ein eftirminnilegasta endurkoma enska bikarsins

Árni Gautur Arason í City treyjunni

Íslenski markvörðurinn Árni Gautur Arason sló heldur betur í gegn á Englandi í sínum fyrsta leik fyrir Manchester City þegar liðið sigraði Tottenham á ótrúlegan hátt í enska bikarnum árið 2004. Endurkoma City í leiknum er einhver sú eftirminnilegasta í sögu enska bikarsins og þar spilar frammistaða Árna Gauts stórt hlutverk.


26.okt. 2012 - 16:30

Tímavélin: Kraftaverk í Istanbúl – Liverpool sigrar Meistaradeildina árið 2005

Hvar varst þú þegar Liverpool tókst hið ómögulega í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2005? Leikirnir gerast ekki mikið eftirminnilegri en þessi en í leiknum tókst Liverpool að snúa taflinu við gegn AC Milan eftir að hafa lent 3-0 undir í fyrri hálfleik. Á aðeins sjö mínútna kafla skoruðu Liverpool-menn þrjú mörk, leikurinn fór í framlengingu og Liverpool sigraði á dramatískan hátt í vítaspyrnukeppni. Vægast sagt ógleymanleg endurkoma.
15.okt. 2012 - 16:30

Tímavélin: Manchester United sigrar Meistaradeildina árið 1999 á ógleymanlegan hátt

Ógleymanlegt! Myndir/GettyImages Óhætt er að segja að úrslitaleikur Meistaradeildarinnar árið 1999 sé leikur sem enginn knattspyrnuáhugamaður mun gleyma. Þar mættust Manchester United og Bayern Munchen í einhverjum eftirminnilegasta úrslitaleik sem spilaður hefur verið. Leikurinn endaði með 2-1 sigri Manchester United eftir hreint út sagt ótrúlegar lokamínútur.

Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 06.4.2018
Sjáðu þessi dæmi um græðgisvæðingu!
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 25.3.2018
Lokað fyrir ræðuhöld
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 25.3.2018
Berjumst gegn græðgisvæðingu
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 05.4.2018
Dröslaði bróður mínum í kirkju
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Hvað segi ég í Las Vegas?
Sverrir Björn Þráinsson
Sverrir Björn Þráinsson - 05.4.2018
Hjónin Laufey og Bjarki losuðu sig við 33 kg á 12 vikum
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 29.3.2018
„Heyrðu“
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Heimsókn Øverlands
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 27.3.2018
Dymbilvika
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.4.2018
RÚV er tímaskekkja
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 07.4.2018
Málið okkar
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 05.4.2018
Þinn tími sem forseti ASÍ er liðinn!
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir - 06.4.2018
Skömmin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 14.4.2018
Grafir án krossa
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 17.4.2018
Grímulaus pólitík
Fleiri pressupennar