15. okt. 2012 - 16:30

Tímavélin: Manchester United sigrar Meistaradeildina árið 1999 á ógleymanlegan hátt

Ógleymanlegt! Myndir/GettyImages

Ógleymanlegt! Myndir/GettyImages

Óhætt er að segja að úrslitaleikur Meistaradeildarinnar árið 1999 sé leikur sem enginn knattspyrnuáhugamaður mun gleyma. Þar mættust Manchester United og Bayern Munchen í einhverjum eftirminnilegasta úrslitaleik sem spilaður hefur verið. Leikurinn endaði með 2-1 sigri Manchester United eftir hreint út sagt ótrúlegar lokamínútur.

Leikurinn fór fram á miðvikudegi, þann 26. maí árið 1999. Dómari leiksins var enginn annar en Ítalinn Pierlugi Collina en úrslitaleikurinn fór fram á heimavelli Börsunga, Camp Nou, frammi fyrir rúmlega 90 þúsund áhorfendum.

Alex Ferguson, þjálfari Manchester United, þurfti að gera þó nokkrar breytingar á liði sínu fyrir leikinn. Liðið varð fyrir því áfalli að missa tvo lykilmenn liðsins í leikbann fyrir úrslitaleikinn en það voru þeir Paul Scholes og sjálfur fyrirliði liðsins, harðnaglinn Roy Keane. Ferguson brá því á það ráð að spila með þá David Beckham og Nicky Butt á miðri miðjunni. Ryan Giggs var færður yfir á hægri kantinn og Jasper Blomquist kom ferskur inn í liðið á vinstri kantinn. Peter Schmeichel tók við bandinu af Roy Keane, en Daninn var jafnframt að spila sinn síðasta leik fyrir félagið. Framherjar Manchester United í leiknum voru þeir Andy Cole og Dwight Yorke sem á þessum tíma voru vægast sagt stórhættulegt tvíeyki. Á bekknum voru þeir Teddy Shermingham og Ole Gunnar Solskjær og áttu þeir heldur betur eftir að koma við sögu í leiknum.

Ottmar Hitzfeld, þjálfari Bayern Munchen á þessum tíma, var einnig með smá hausverk fyrir úrslitaleikinn.Vinstri bakvörður liðsins og franska landsliðsins, Bixante Lizarazu, og Giovane Élber voru báðir meiddir. Élber hafði verið meiddur í dágóðan tíma sem varð til þess Hitzfeld var farinn að spila með þrjá uppi á toppi. Sú framlína var þó ekki af verri endanum en hana skipuðu Mario Basler, Carsten Jancker og Alexander Zickler. Óhætt er að segja að reynsluboltinn Lothar Matthäus hafi dregið vagn liðsins á þessum tíma en markvörður liðsins, Oliver Kahn, var engu að síður fyrirliði liðsins í leiknum. Þjóðverjarnir spiluðu með fimm manna vörn en athygli vekur að allt byrjunarlið Bayern Munchen var skipað Þjóðverjum að undanskildum einum manni, varnar og Ghana-manninum Samuel Kuffour.

Þjóðverjinn Mario Basler kom Bayern Munchen yfir strax á 6. mínútu leiksins með marki beint úr aukaspyrnu eftir að Norðmaðurinn Ronny Johnsen hafði brotið klaufalega á risanum Carsten Jancker. Nokkurt jafnræði var með liðunum það sem eftir lifði fyrri hálfleiks en Andy Cole náði þó að skapa sér tvö færi án þess að skora, þökk sé þéttri vörn Bayern og markvörslu Oliver Kahn.

Bayern Munchen byrjuðu seinni hálfleikinn þó af miklum krafti og stjórnuðu honum meira og minna. Mario Basler lét mikið af sér kveða, en þess má geta að eftir leikinn var hann útnefndur maður leiksins. Það er hreint út sagt lygilegt að Þjóðverjum hafi ekki tekist að bæta við marki í seinni hálfleik en enska liðið þakkaði bæði slánni og stönginni fyrir afskipti sín þar. Stefan Effenberg með skot í slá og Mehmet Scholl í stöng. Það leit þannig allt út fyrir að Bayern Munchen væru að klára leikinn, eða allt þangað til að tímaklukkan sló í 90:00 og aðstoðardómarinn tilkynnti að leiknar yrðu þrjár auka mínútur.Við skulum nefnilega ekki gleyma því að í seinni hálfleik hafði Alex Ferguson skipt þeim Teddy Sheringham og Ole Gunnar Solskjær inn á völlinn.

 

Strax á fyrstu mínútu uppbótartímans fengu Manchester United hornspyrnu sem David Beckham tók. Inn í teignum tjölduðu United-menn öllu til og Peter Schmeichel mættur. Bayern náði ekki að hreinsa boltann nægilega langt í burtu sem endaði með því að Sheringham stýrði skoti Ryan Giggs framhjá Oliver Kahn í marki Bæjara. Allt ætlaði um koll að keyra og áður en menn vissu af voru Manchester búnir að fá aðra hornspyrnu sem Sheringham framlengdi á Solskjær sem lúrði á fjær stönginni og potaði boltanum í þaknetið. Örfáum andartökum seinna flautaði Collina til leiksloka og 2-1 sigur United staðreynd. Sjón er sögu ríkari!Hér má svo sjá virkilega skemmtilegt sjónarhorn af öllu því sem gerðist. Um er að ræða upptöku úr myndavél sem staðsett var bakvið markið sem þar sem allt var að gerast á lokamínútunum.
10.ágú. 2013 - 18:30 Guðjón Ólafsson

Sorglegur ferill Justin Fashanu - Fyrsti og „eini“ samkynhneigði leikmaður enska boltans

Á mínu þriðja ári í Háskóla Íslands gerði ég ritgerð sem sneri að samkynhneigð og knattspyrnu. Í ljósi þess að um helgina fagna samkynhneigðir Gay Pride fannst mér við hæfi að rifja upp sögu Justin Fashanu, en sá er fyrsti og „eini“ knattspyrnumaðurinn í sögu enska boltans sem opinberlega hefur komið út úr skápnum.
29.maí 2013 - 08:15 Guðjón Ólafsson

Tímavélin: Svona var landsmót hestamanna árið 1990

Fréttir les Edda Andrésdóttir... Tímavélin er með aðeins öðruvísi sniði þessa vikuna en með hjálp frá fréttastofu RÚV gátum við stillt tímavélina á árið 1990. Við erum skyndilega stödd á landsmóti hestamanna sem fram fór á Vindheimamelum í Skagafirði.
23.apr. 2013 - 12:00 Guðjón Ólafsson

Tímavélin: Roberto Baggio skýtur yfir af punktinum og Brasilía verður heimsmeistari

Við erum skyndilega stödd í Kaliforníu, nánar tiltekið á Rose Bowl vellinum í Pasadena. Árið er 1994 og dagsetningin á USA Today blaðinu sem við lásum í morgun sýndi dagsetninguna 17. júlí. Af hverju erum við í Bandaríkjunum? Jú, við vorum að enda við að horfa á úrslitaleik Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu, þar sem Ítalía tók á móti Brasilíu.
26.mar. 2013 - 16:30 Guðjón Ólafsson

Tímavélin: Ayrton Senna lætur lífið - Ein svartasta helgi í sögu formúlu 1

Árið er 1994 og dagurinn er 1. maí. Tímavélin hefur farið með okkur á viðkvæman stað í íþróttasögunni en þetta er dagurinn sem formúlukappinn Ayrton Senna lést eftir skelfilegt óhapp í San Marino kappakstrinum á Ítalíu.
19.mar. 2013 - 16:45 Guðjón Ólafsson

Tímavélin: Michael Jordan tryggir Chicago Bulls NBA titilinn árið 1998

Við erum skyndilega stödd í Salt Lake City, nánar tiltekið í körfuknattleikshöllinni Delta Center. Dagsetningin á Nokia 3110 símanum okkar sýnir dagsetninguna 14.06.98, en klukkan er hins vegar biluð. Við erum í rándýru sæti fyrir miðju gólfi og erum að horfa á sjötta úrslitaleikinn í úrslitaeinvíginu í NBA körfunni þar sem Chicago Bulls og Utah Jazz eigast við.
08.feb. 2013 - 18:30

Tímavélin: Gary Lineker kúkar í buxurnar í miðjum leik á HM

Seint talið toppurinn á ferli Gary Lineker! Við erum skyndilega stödd á Stadio Sant‘Elia leikvanginum í Cagliari á Ítalíu í grenjandi rigningu. Árið er 1990 og dagurinn 11. júní. Fyrsti leikur F-riðils á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu er í fullum gangi en þar eigast við Englendingar og Írar.
21.jan. 2013 - 15:00 Guðjón Ólafsson

Tímavélin: Ævintýralegt klúður Jean Van de Velde á Opna breska árið 1999

Eftir þetta er oft er talað um „að taka Van de Velde“ á þetta þegar illa gengur í golfinu! Árið er 1999 og dagurinn er 18. júlí. Við erum stödd á einu stærsta golfmóti heims, nánar tiltekið á lokadegi Opna breska meistaramótsins í golfi. Um er að ræða eitt eftirminnilegasta golfmót í manna minnum en það má þakka franska golfaranum Jean Van de Velde sem tókst á einhvern ævintýralegan hátt að klúðra sigrinum með hreint út sagt lygilega slakri spilamennsku á lokaholunni.
07.jan. 2013 - 14:30

Tímavélin: Ísland nær jafntefli við nýkrýnda heimsmeistara Frakka - Ódauðlegt viðtal við Gauja Þórðar

Ein eftirminnilegustu úrslit í sögu íslenska karlalandsliðsins - Mynd/Myndasafn KSÍ Árið er 1998 og dagurinn 5. september. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu slær heldur betur í gegn þegar liðið nær 1-1 jafntefli við nýkrýnda heimsmeistara Frakka á Laugardalsvellinum. Eitt eftirminnilegasta viðtal íslenskrar íþróttasögu átti sér stað eftir leikinn þegar Ingólfur Hannesson tók viðtal við þáverandi landsliðsþjálfara, Guðjón Þórðarson.
30.nóv. 2012 - 10:00

Tímavélin: Alexander Petersson stöðvar hraðaupphlaup á ævintýranlegan hátt

„Hvaðan kom hann!? Hvert er hann að fara!? Hvað er hann!?“ Tímavélin fer ekki langt aftur í tímann þessa vikuna því árið er 2010. Alexander Petersson, leikmaður íslenska landsliðsins í handbolta, fékk alla Íslendinga til að stand upp úr sófunum þegar hann sýndi einhver allra eftirminnilegustu varnartilþrif sem sést hafa á handboltavellinum á EM 2010.
20.nóv. 2012 - 10:30

Tímavélin: Árni Gautur slær í gegn á Englandi – Ein eftirminnilegasta endurkoma enska bikarsins

Árni Gautur Arason í City treyjunni

Íslenski markvörðurinn Árni Gautur Arason sló heldur betur í gegn á Englandi í sínum fyrsta leik fyrir Manchester City þegar liðið sigraði Tottenham á ótrúlegan hátt í enska bikarnum árið 2004. Endurkoma City í leiknum er einhver sú eftirminnilegasta í sögu enska bikarsins og þar spilar frammistaða Árna Gauts stórt hlutverk.


06.nóv. 2012 - 20:00

Tímavélin: Mike Tyson bítur Evander Holyfield tvisvar í eyrað í ógleymanlegum bardaga

Hverjum hefði dottið í hug Mike Tyson ætti eftir að bíta bút af hægra eyra Evander Holyfield þegar kapparnir mættust í hringnum í annað sinn árið 1997? Þessi hnefaleikabardagi er óneitanlega einn sá allra eftirminnilegasti í sögunni. Krufningu tímavélarinnar á bardaganum má sjá hér.
26.okt. 2012 - 16:30

Tímavélin: Kraftaverk í Istanbúl – Liverpool sigrar Meistaradeildina árið 2005

Hvar varst þú þegar Liverpool tókst hið ómögulega í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2005? Leikirnir gerast ekki mikið eftirminnilegri en þessi en í leiknum tókst Liverpool að snúa taflinu við gegn AC Milan eftir að hafa lent 3-0 undir í fyrri hálfleik. Á aðeins sjö mínútna kafla skoruðu Liverpool-menn þrjú mörk, leikurinn fór í framlengingu og Liverpool sigraði á dramatískan hátt í vítaspyrnukeppni. Vægast sagt ógleymanleg endurkoma.

Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 06.4.2018
Sjáðu þessi dæmi um græðgisvæðingu!
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 25.3.2018
Lokað fyrir ræðuhöld
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 25.3.2018
Berjumst gegn græðgisvæðingu
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 05.4.2018
Dröslaði bróður mínum í kirkju
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Hvað segi ég í Las Vegas?
Sverrir Björn Þráinsson
Sverrir Björn Þráinsson - 05.4.2018
Hjónin Laufey og Bjarki losuðu sig við 33 kg á 12 vikum
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 29.3.2018
„Heyrðu“
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Heimsókn Øverlands
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 27.3.2018
Dymbilvika
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.4.2018
RÚV er tímaskekkja
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 07.4.2018
Málið okkar
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 05.4.2018
Þinn tími sem forseti ASÍ er liðinn!
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir - 06.4.2018
Skömmin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 14.4.2018
Grafir án krossa
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 17.4.2018
Grímulaus pólitík
Fleiri pressupennar