26. okt. 2012 - 16:30

Tímavélin: Kraftaverk í Istanbúl – Liverpool sigrar Meistaradeildina árið 2005

Hvar varst þú þegar Liverpool tókst hið ómögulega í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2005? Leikirnir gerast ekki mikið eftirminnilegri en þessi en í leiknum tókst Liverpool að snúa taflinu við gegn AC Milan eftir að hafa lent 3-0 undir í fyrri hálfleik. Á aðeins sjö mínútna kafla skoruðu Liverpool-menn þrjú mörk, leikurinn fór í framlengingu og Liverpool sigraði á dramatískan hátt í vítaspyrnukeppni. Vægast sagt ógleymanleg endurkoma.

Um kvöldmatarleytið þann 25. maí árið 2005 flautaði spænski dómarinn Manuel Mejuto Gonzáles til leiks í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í blíðskapar veðri í höfuðborg Tyrklands, Istanbúl. Rúmlega 72 þúsund manns voru saman komnir á Atatürk Olympic Stadium til að horfa á leik Liverpool og AC Milan og Celsius-mælirinn góði sýndi 18 gráður.

Þetta var í sjötta sinn í sögunni sem Liverpool komst í úrslit Meistaradeildarinnar en AC Milan var hins vegar spila sinn tíunda úrslitaleik. Fyrir leik var lið AC Milan talið sigurstranglegra enda liðið skipað ótrúlega reyndum mönnum á borð við Paolo Maldini, Clarence Seedorf og Cafú, svo einhverjir séru nefndir.

Spænski knattspyrnuþjálfarinn Rafa Benitez stjórnaði Liverpool liðinu á þessum tíma en í leiknum spilaði hann leikkerfið 4-4-1-1. Það þótti koma á óvart að Ástralinn Harry Kewell byrjaði leikinn en hann var látinn spila fyrir aftan Milan Baros í framlínu liðsins. Þetta þýddi það að Dietmar Hamann þurfti að sætta sig við að byrja leikinn á bekknum en Þjóðverjinn átti þó eftir að koma inná sem ansi dýrmætur varamaður í hálfleik. Fyrirliði liðsins var að sjálfsögðu Englendingurinn Steven Gerrard, sem spilaði á miðjunni með Xabi Alonso, en hann ásamt Jamie Carragher voru einu Englendingarnir í byrjunarliði Liverpool þennan daginn. Finnski turninn Sami Hyypiä var á sínum stað í vörn Liverpool og Jerzy Dudek stóð í búrinu. Vinstri hlið Liverpool liðsins var óneitnlega ekki sú sterkasta í Evrópu á þessum tíma en Djimi nokkur Traoré tók að sér bakvörðinn og Norðmaðurinn John Arne Riise sá um kantinn. Hægri hliðin var hins vegar spænsk-írsk með þá Steve Finnan og Luis García.

Lið Carlo Ancelotti skartaði hins vegar þessari fínu tígulmiðju – Seedorf, Kaká, Pirlo og Gattuso. Liðskerfið var 4-4-2 en uppi á toppi var að sjálfsögðu að finna Úkraínumanninn Andriy Shevchenko en á þessum tíma var Shevchenko einhver allra heitasti framherji heims. Miklar vangaveltur höfðu verið fyrir leik um hver myndi byrja frammi með Úkraínumanninum, hvort það yrði Jon Dahl Tomasson eða Filippo Inzaghi. Ancelotti ákvað hins vegar að byrja með Hernán Crespo, sem á þessum tíma var á láni hjá AC Milan frá Chelsea. Pippo Inzaghi var ekki einu sinni í hóp. Reynslan í öftustu línu AC Milan var vægast sagt lygileg – sjálfur reynsluboltinn Paolo Maldini, landi hans Nesta, Hollendingurinn fljúgandi, Jaap Stam og Brasilíumaðurinn geðþekki, Cafú. Landi hans Dida sá svo um að verja markið. Alls fjórir Ítalir voru í byrjunarliði AC þetta kvöldið og fyrirliði liðsins var að sjálfsögðu ellismellurinn Paolo Maldini.

Liverpool-menn fengu blauta tusku beint í andlitið strax á fyrstu mínútu leiksins þegar Maldini kom AC Milan yfir en þar var ítalska veislan rétt að byrja. Óhætt er að segja að AC Milan hafi gjörsamlega yfirspilað enska liðið í fyrri hálfleik og vægast sagt pínlegt að horfa uppá yfirburðina. Hernan Crespo þakkaði Ancelotti pent fyrir traustið með því að skora tvö mörk með fimm mínútna millibili rétt yfir hálfleik. Harry Kewell var ekki alveg jafn kurteis við sinn þjálfara því hann fór útaf meiddur á 23. mínútu leiksins en í stað hans kom Tékkinn Vladimír Smicer. Kaká hafði vægast sagt farið á kostum í fyrri hálfleik en sendingar hans voru jafn hættulegar og þær voru nákvæmar og sá hann tvívegis til þess að Crespo kom boltanum í netið.

Eitthvað þurftu Liverpool menn að gera í hálfleiknum, það var ljóst, enda liðið 3-0 undir. Benitez brá á það ráð að taka Steve Finnan útaf en í hans stað kom inná Þjóðverjinn Hamann. Spánverjinn breytti jafnframt um leikskipulag, fór í þriggja manna vörn og bætti í sóknina. Ekki er vitað hvaða kraftaverkaræðu Benitez galdraði fram í hálfleik en allt annað Liverpool lið mætti til leiks í seinni hálfleik. Á 54. mínútu leiksins fór allt að gerast. Steven Gerrard minnkaði muninn í 3-1 með frábærum skalla eftir alnorska fyrirgjöf. Fyrirliðinn vægast sagt öskraði lið sitt í gang og aðeins tveimur mínútum síðar skoruðu þeir aftur. Þar var á ferðinni varamaðurinn Vladimír Smicer. Liverpool menn voru ekki hættir því örfáum andartökum seinna var dómari leiksins búinn að dæma vítaspyrnu eftir að fyrirliðanum hafði verið skellt í teignum. Xabi Alonso tók að sér að taka vítaspyrnuna en til að gera þetta allt saman örlítið dramatískara ákvað hann að láta Dida verja spyrnuna frá sér en fylgdi þó sjálfur eftir og skoraði, 3-3. Allt þetta á aðeins sjö mínútum!

90 mínútur liðnar, framlenging. Ótrúleg endurkoma Liverpool hafði skilað þeim í framlengingu. Í framlengingunni voru AC Milan grátlega nálægt því að koma boltanum í netið. Þegar örfáar mínútur voru eftir varði Dudek í tvígang frá Shevchenko á vægast sagt lygilegan hátt, ótrúlegar markvörslur og hreint með ólíkindum að boltinn hafi ekki farið inn. Myndband af þessari ótrúlegu atburðarás má sjá hér að neðan í sérstöku myndbandi.

Eftir allt saman fór leikurinn því í vítaspyrnukeppni en þar höfðu drengirnir frá Bítlaborginni betur og þar var Dudek, markvörður Liverpool, enn og aftur hetjan. Mörk frá Hamann, Cissé og Smicer tryggðu Liverpool sigur í vítaspyrnukeppninni en Riise lét hins vegar Dida verja frá sér. Hjá AC Milan misnotuðu Serginho, Pirlo og Shevchenko sínar spyrnur en mörk frá John Dahl Tomasson og Kaká dugðu ekki til.

Titillinn var þeirra. Liverpool voru sigurvegarar Meistaradeildarinnar árið 2005. Með sigrinum fékk klúbburinn að halda bikarnum til lífstíðar en þegar lið hafa unnið Meistaradeildina fimm sinnum fá félögin að halda gripnum. Þegar heim til Englands var komið voru hvorki fleiri né færri en ein milljón manna saman komnir til að fagna áfanganum.

 


Hér má sjá skemmtilega samantekt úr þessum ótrúlega leik


Markvörslur Jerzy Dudek á lokamínútum framlengingarinnar voru lygilegar

Myndir - Getty Images10.ágú. 2013 - 18:30 Guðjón Ólafsson

Sorglegur ferill Justin Fashanu - Fyrsti og „eini“ samkynhneigði leikmaður enska boltans

Á mínu þriðja ári í Háskóla Íslands gerði ég ritgerð sem sneri að samkynhneigð og knattspyrnu. Í ljósi þess að um helgina fagna samkynhneigðir Gay Pride fannst mér við hæfi að rifja upp sögu Justin Fashanu, en sá er fyrsti og „eini“ knattspyrnumaðurinn í sögu enska boltans sem opinberlega hefur komið út úr skápnum.
29.maí 2013 - 08:15 Guðjón Ólafsson

Tímavélin: Svona var landsmót hestamanna árið 1990

Fréttir les Edda Andrésdóttir... Tímavélin er með aðeins öðruvísi sniði þessa vikuna en með hjálp frá fréttastofu RÚV gátum við stillt tímavélina á árið 1990. Við erum skyndilega stödd á landsmóti hestamanna sem fram fór á Vindheimamelum í Skagafirði.
23.apr. 2013 - 12:00 Guðjón Ólafsson

Tímavélin: Roberto Baggio skýtur yfir af punktinum og Brasilía verður heimsmeistari

Við erum skyndilega stödd í Kaliforníu, nánar tiltekið á Rose Bowl vellinum í Pasadena. Árið er 1994 og dagsetningin á USA Today blaðinu sem við lásum í morgun sýndi dagsetninguna 17. júlí. Af hverju erum við í Bandaríkjunum? Jú, við vorum að enda við að horfa á úrslitaleik Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu, þar sem Ítalía tók á móti Brasilíu.
26.mar. 2013 - 16:30 Guðjón Ólafsson

Tímavélin: Ayrton Senna lætur lífið - Ein svartasta helgi í sögu formúlu 1

Árið er 1994 og dagurinn er 1. maí. Tímavélin hefur farið með okkur á viðkvæman stað í íþróttasögunni en þetta er dagurinn sem formúlukappinn Ayrton Senna lést eftir skelfilegt óhapp í San Marino kappakstrinum á Ítalíu.
19.mar. 2013 - 16:45 Guðjón Ólafsson

Tímavélin: Michael Jordan tryggir Chicago Bulls NBA titilinn árið 1998

Við erum skyndilega stödd í Salt Lake City, nánar tiltekið í körfuknattleikshöllinni Delta Center. Dagsetningin á Nokia 3110 símanum okkar sýnir dagsetninguna 14.06.98, en klukkan er hins vegar biluð. Við erum í rándýru sæti fyrir miðju gólfi og erum að horfa á sjötta úrslitaleikinn í úrslitaeinvíginu í NBA körfunni þar sem Chicago Bulls og Utah Jazz eigast við.
08.feb. 2013 - 18:30

Tímavélin: Gary Lineker kúkar í buxurnar í miðjum leik á HM

Seint talið toppurinn á ferli Gary Lineker! Við erum skyndilega stödd á Stadio Sant‘Elia leikvanginum í Cagliari á Ítalíu í grenjandi rigningu. Árið er 1990 og dagurinn 11. júní. Fyrsti leikur F-riðils á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu er í fullum gangi en þar eigast við Englendingar og Írar.
21.jan. 2013 - 15:00 Guðjón Ólafsson

Tímavélin: Ævintýralegt klúður Jean Van de Velde á Opna breska árið 1999

Eftir þetta er oft er talað um „að taka Van de Velde“ á þetta þegar illa gengur í golfinu! Árið er 1999 og dagurinn er 18. júlí. Við erum stödd á einu stærsta golfmóti heims, nánar tiltekið á lokadegi Opna breska meistaramótsins í golfi. Um er að ræða eitt eftirminnilegasta golfmót í manna minnum en það má þakka franska golfaranum Jean Van de Velde sem tókst á einhvern ævintýralegan hátt að klúðra sigrinum með hreint út sagt lygilega slakri spilamennsku á lokaholunni.
07.jan. 2013 - 14:30

Tímavélin: Ísland nær jafntefli við nýkrýnda heimsmeistara Frakka - Ódauðlegt viðtal við Gauja Þórðar

Ein eftirminnilegustu úrslit í sögu íslenska karlalandsliðsins - Mynd/Myndasafn KSÍ Árið er 1998 og dagurinn 5. september. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu slær heldur betur í gegn þegar liðið nær 1-1 jafntefli við nýkrýnda heimsmeistara Frakka á Laugardalsvellinum. Eitt eftirminnilegasta viðtal íslenskrar íþróttasögu átti sér stað eftir leikinn þegar Ingólfur Hannesson tók viðtal við þáverandi landsliðsþjálfara, Guðjón Þórðarson.
30.nóv. 2012 - 10:00

Tímavélin: Alexander Petersson stöðvar hraðaupphlaup á ævintýranlegan hátt

„Hvaðan kom hann!? Hvert er hann að fara!? Hvað er hann!?“ Tímavélin fer ekki langt aftur í tímann þessa vikuna því árið er 2010. Alexander Petersson, leikmaður íslenska landsliðsins í handbolta, fékk alla Íslendinga til að stand upp úr sófunum þegar hann sýndi einhver allra eftirminnilegustu varnartilþrif sem sést hafa á handboltavellinum á EM 2010.
20.nóv. 2012 - 10:30

Tímavélin: Árni Gautur slær í gegn á Englandi – Ein eftirminnilegasta endurkoma enska bikarsins

Árni Gautur Arason í City treyjunni

Íslenski markvörðurinn Árni Gautur Arason sló heldur betur í gegn á Englandi í sínum fyrsta leik fyrir Manchester City þegar liðið sigraði Tottenham á ótrúlegan hátt í enska bikarnum árið 2004. Endurkoma City í leiknum er einhver sú eftirminnilegasta í sögu enska bikarsins og þar spilar frammistaða Árna Gauts stórt hlutverk.


06.nóv. 2012 - 20:00

Tímavélin: Mike Tyson bítur Evander Holyfield tvisvar í eyrað í ógleymanlegum bardaga

Hverjum hefði dottið í hug Mike Tyson ætti eftir að bíta bút af hægra eyra Evander Holyfield þegar kapparnir mættust í hringnum í annað sinn árið 1997? Þessi hnefaleikabardagi er óneitanlega einn sá allra eftirminnilegasti í sögunni. Krufningu tímavélarinnar á bardaganum má sjá hér.
15.okt. 2012 - 16:30

Tímavélin: Manchester United sigrar Meistaradeildina árið 1999 á ógleymanlegan hátt

Ógleymanlegt! Myndir/GettyImages Óhætt er að segja að úrslitaleikur Meistaradeildarinnar árið 1999 sé leikur sem enginn knattspyrnuáhugamaður mun gleyma. Þar mættust Manchester United og Bayern Munchen í einhverjum eftirminnilegasta úrslitaleik sem spilaður hefur verið. Leikurinn endaði með 2-1 sigri Manchester United eftir hreint út sagt ótrúlegar lokamínútur.

Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 06.4.2018
Sjáðu þessi dæmi um græðgisvæðingu!
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 05.4.2018
Dröslaði bróður mínum í kirkju
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Hvað segi ég í Las Vegas?
Sverrir Björn Þráinsson
Sverrir Björn Þráinsson - 05.4.2018
Hjónin Laufey og Bjarki losuðu sig við 33 kg á 12 vikum
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Heimsókn Øverlands
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 29.3.2018
„Heyrðu“
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 05.4.2018
Þinn tími sem forseti ASÍ er liðinn!
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 07.4.2018
Málið okkar
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.4.2018
RÚV er tímaskekkja
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 27.3.2018
Dymbilvika
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir - 06.4.2018
Skömmin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 14.4.2018
Grafir án krossa
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 17.4.2018
Grímulaus pólitík
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 21.4.2018
Þrjár örlagasögur
Fleiri pressupennar