20. nóv. 2012 - 10:30

Tímavélin: Árni Gautur slær í gegn á Englandi – Ein eftirminnilegasta endurkoma enska bikarsins

Íslenski markvörðurinn Árni Gautur Arason sló heldur betur í gegn á Englandi í sínum fyrsta leik fyrir Manchester City þegar liðið sigraði Tottenham á ótrúlegan hátt í enska bikarnum árið 2004. Endurkoma City í leiknum er einhver sú eftirminnilegasta í sögu enska bikarsins og þar spilar frammistaða Árna Gauts stórt hlutverk.

Miðvikudagkvöldið 4. febrúar árið 2004 var sannkallað bikarkvöld á Englandi en þá fékk Tottenham Manchester City í heimsókn í 32. liða úrslitum FA-Cup bikarsins. Rúmlega þrjátíu þúsund áhorfendur voru saman komnir á White Hart Lane, heimvöll Tottenham, þetta kvöldið en óhætt er að segja að enginn af þeim hafi átt von á þeirri flugeldasýningu sem framundan var.

Á þessum tíma þjálfaði Kevin Keegan lið Manchester City. Hann hafði fengið Árna Gaut til liðs við sig í janúarglugganum en liðið hafði átt í miklum markmannsvandræðum. Aðalmarkvörður liðsins, David James, hafði verið að glíma við meiðsli og var jafnframt ekki gjaldgengur í FA-bikarnum. Það kom því í hlut Árna Gauts að standa í markinu í umræddum leik, sem yrði jafnframt hans fyrsti fyrir félagið. Útlitið var hins vegar svart fyrir Árna Gaut og félaga í Manchester City þegar liðin gengu til búningsklefa í hálfleik.

Staðan í hálfleik var nefnilega 3-0 fyrir heimamenn í Tottenham og ekki nóg með það heldur voru gestirnir manni færri. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að Joey nokkur Barton lét reka sig útaf rétt fyrir hálfleiksflautið, hver annar. Einn besti leikmaður Manchester City á þessum tíma, Nicolas Anelka, hafði einnig þurft að yfirgefa völlinn snemma leiks vegna meiðsla. Ledley King og Robbie Keane höfðu komið Tottenham í 2-0 áður en Þjóðverjinn Christian Ziege bætti við því þriðja, beint úr aukaspyrnu. Árni Gautur gat lítið gert í mörkunum og allt stefndi í öruggan sigur heimamanna.

Allt annað Manchester City lið kom þó til leiks í seinni hálfleik en gestirnir minnkuðu muninn strax á 48. mínútu með skalla frá fyrirliðanum Sylvain Distin. Stuttu seinna bjargaði Árni Gautur meistaralega í tvígang þegar hann varði aukaspyrnu frá Ziege og frákastið frá Gustavo Poyet. Hreint út sagt ótrúlegar markvörslur.

Paul Bosvelt bætti svo öðru marki við á 69. mínútu en svo var aftur komið að okkar manni í markinu. Þá bjargaði Árni Gautur á ótrúlegan hátt þegar Árna tókst að verja nánast óverjandi skalla frá Poyet þegar korter var eftir af leiknum og kóngurinn sjálfur, Robbie Fowler, klappaði Árna á bakið fyrir frábæra markvörslu. Shaun Wright-Phillips jafnaði svo metin þegar tíu mínútur voru til leiksloka og allt ætlaði um koll að keyra. City-menn voru ekki hættir því Jonathan Macken gulltryggði ótrúlegan sigur gestanna með glæsilegum skalla í blálokin. Hin fullkomna endurkoma var staðreynd.


Jonathan Macken fagnar sigurmarkinu

Árni Gautur var að vonum ánægður þegar Hörður Már Magnússon spurði hann út í leikinn:

Þetta var náttúrlega alveg skelfilegur fyrri hálfleikur og ekki sú byrjun sem við vonuðumst eftir. Þannig að mér leist ekkert á blikuna þegar mörkin fóru að renna inn, en sem betur fer tókst okkur á ótrúlegan hátt að snúa þessu við. Það er ekki á hverjum degi sem maður upplifir svona leik.

Hér má svo sjá umfjöllun Stöð 2 um leikinn en óhætt er að segja að Hörður Már Magnússon hafi farið á kostum þegar hann lýsti leiknum beint á sínum tíma:


Hin fullkomna endurkoma10.ágú. 2013 - 18:30 Guðjón Ólafsson

Sorglegur ferill Justin Fashanu - Fyrsti og „eini“ samkynhneigði leikmaður enska boltans

Á mínu þriðja ári í Háskóla Íslands gerði ég ritgerð sem sneri að samkynhneigð og knattspyrnu. Í ljósi þess að um helgina fagna samkynhneigðir Gay Pride fannst mér við hæfi að rifja upp sögu Justin Fashanu, en sá er fyrsti og „eini“ knattspyrnumaðurinn í sögu enska boltans sem opinberlega hefur komið út úr skápnum.
29.maí 2013 - 08:15 Guðjón Ólafsson

Tímavélin: Svona var landsmót hestamanna árið 1990

Fréttir les Edda Andrésdóttir... Tímavélin er með aðeins öðruvísi sniði þessa vikuna en með hjálp frá fréttastofu RÚV gátum við stillt tímavélina á árið 1990. Við erum skyndilega stödd á landsmóti hestamanna sem fram fór á Vindheimamelum í Skagafirði.
23.apr. 2013 - 12:00 Guðjón Ólafsson

Tímavélin: Roberto Baggio skýtur yfir af punktinum og Brasilía verður heimsmeistari

Við erum skyndilega stödd í Kaliforníu, nánar tiltekið á Rose Bowl vellinum í Pasadena. Árið er 1994 og dagsetningin á USA Today blaðinu sem við lásum í morgun sýndi dagsetninguna 17. júlí. Af hverju erum við í Bandaríkjunum? Jú, við vorum að enda við að horfa á úrslitaleik Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu, þar sem Ítalía tók á móti Brasilíu.
26.mar. 2013 - 16:30 Guðjón Ólafsson

Tímavélin: Ayrton Senna lætur lífið - Ein svartasta helgi í sögu formúlu 1

Árið er 1994 og dagurinn er 1. maí. Tímavélin hefur farið með okkur á viðkvæman stað í íþróttasögunni en þetta er dagurinn sem formúlukappinn Ayrton Senna lést eftir skelfilegt óhapp í San Marino kappakstrinum á Ítalíu.
19.mar. 2013 - 16:45 Guðjón Ólafsson

Tímavélin: Michael Jordan tryggir Chicago Bulls NBA titilinn árið 1998

Við erum skyndilega stödd í Salt Lake City, nánar tiltekið í körfuknattleikshöllinni Delta Center. Dagsetningin á Nokia 3110 símanum okkar sýnir dagsetninguna 14.06.98, en klukkan er hins vegar biluð. Við erum í rándýru sæti fyrir miðju gólfi og erum að horfa á sjötta úrslitaleikinn í úrslitaeinvíginu í NBA körfunni þar sem Chicago Bulls og Utah Jazz eigast við.
08.feb. 2013 - 18:30

Tímavélin: Gary Lineker kúkar í buxurnar í miðjum leik á HM

Seint talið toppurinn á ferli Gary Lineker! Við erum skyndilega stödd á Stadio Sant‘Elia leikvanginum í Cagliari á Ítalíu í grenjandi rigningu. Árið er 1990 og dagurinn 11. júní. Fyrsti leikur F-riðils á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu er í fullum gangi en þar eigast við Englendingar og Írar.
21.jan. 2013 - 15:00 Guðjón Ólafsson

Tímavélin: Ævintýralegt klúður Jean Van de Velde á Opna breska árið 1999

Eftir þetta er oft er talað um „að taka Van de Velde“ á þetta þegar illa gengur í golfinu! Árið er 1999 og dagurinn er 18. júlí. Við erum stödd á einu stærsta golfmóti heims, nánar tiltekið á lokadegi Opna breska meistaramótsins í golfi. Um er að ræða eitt eftirminnilegasta golfmót í manna minnum en það má þakka franska golfaranum Jean Van de Velde sem tókst á einhvern ævintýralegan hátt að klúðra sigrinum með hreint út sagt lygilega slakri spilamennsku á lokaholunni.
07.jan. 2013 - 14:30

Tímavélin: Ísland nær jafntefli við nýkrýnda heimsmeistara Frakka - Ódauðlegt viðtal við Gauja Þórðar

Ein eftirminnilegustu úrslit í sögu íslenska karlalandsliðsins - Mynd/Myndasafn KSÍ Árið er 1998 og dagurinn 5. september. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu slær heldur betur í gegn þegar liðið nær 1-1 jafntefli við nýkrýnda heimsmeistara Frakka á Laugardalsvellinum. Eitt eftirminnilegasta viðtal íslenskrar íþróttasögu átti sér stað eftir leikinn þegar Ingólfur Hannesson tók viðtal við þáverandi landsliðsþjálfara, Guðjón Þórðarson.
30.nóv. 2012 - 10:00

Tímavélin: Alexander Petersson stöðvar hraðaupphlaup á ævintýranlegan hátt

„Hvaðan kom hann!? Hvert er hann að fara!? Hvað er hann!?“ Tímavélin fer ekki langt aftur í tímann þessa vikuna því árið er 2010. Alexander Petersson, leikmaður íslenska landsliðsins í handbolta, fékk alla Íslendinga til að stand upp úr sófunum þegar hann sýndi einhver allra eftirminnilegustu varnartilþrif sem sést hafa á handboltavellinum á EM 2010.
06.nóv. 2012 - 20:00

Tímavélin: Mike Tyson bítur Evander Holyfield tvisvar í eyrað í ógleymanlegum bardaga

Hverjum hefði dottið í hug Mike Tyson ætti eftir að bíta bút af hægra eyra Evander Holyfield þegar kapparnir mættust í hringnum í annað sinn árið 1997? Þessi hnefaleikabardagi er óneitanlega einn sá allra eftirminnilegasti í sögunni. Krufningu tímavélarinnar á bardaganum má sjá hér.
26.okt. 2012 - 16:30

Tímavélin: Kraftaverk í Istanbúl – Liverpool sigrar Meistaradeildina árið 2005

Hvar varst þú þegar Liverpool tókst hið ómögulega í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2005? Leikirnir gerast ekki mikið eftirminnilegri en þessi en í leiknum tókst Liverpool að snúa taflinu við gegn AC Milan eftir að hafa lent 3-0 undir í fyrri hálfleik. Á aðeins sjö mínútna kafla skoruðu Liverpool-menn þrjú mörk, leikurinn fór í framlengingu og Liverpool sigraði á dramatískan hátt í vítaspyrnukeppni. Vægast sagt ógleymanleg endurkoma.
15.okt. 2012 - 16:30

Tímavélin: Manchester United sigrar Meistaradeildina árið 1999 á ógleymanlegan hátt

Ógleymanlegt! Myndir/GettyImages Óhætt er að segja að úrslitaleikur Meistaradeildarinnar árið 1999 sé leikur sem enginn knattspyrnuáhugamaður mun gleyma. Þar mættust Manchester United og Bayern Munchen í einhverjum eftirminnilegasta úrslitaleik sem spilaður hefur verið. Leikurinn endaði með 2-1 sigri Manchester United eftir hreint út sagt ótrúlegar lokamínútur.

Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 27.12.2017
Koestler og bæjarstjórnarkosningar
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 30.12.2017
Koestler og tilvistarspekingarnir
Börkur Gunnarsson
Börkur Gunnarsson - 02.1.2018
Konan talar upp úr svefni
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 05.1.2018
Tvöföldun Vesturlandsvegar við Kjalarnes
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 06.1.2018
Bókabrennur
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 11.1.2018
Ísland hefur leik á EM í Króatíu
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 13.1.2018
Trump, Long og Jónas frá Hriflu
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 17.1.2018
Því var bjargað sem bjargað varð
Börkur Gunnarsson
Börkur Gunnarsson - 18.1.2018
Þegar ég verð borgarstjóri
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 20.1.2018
Líftaug landsins
Fleiri pressupennar