28.jún. 2017 - 12:12 Ari Brynjólfsson

Aron Pálmarsson til Barcelona

Aron Pálmarsson handboltakappi hefur samið við Barcelona, verið er að ræða hvort hann fari í sumar en hann mun leika með liðinu á næsta ári.
17.jún. 2017 - 22:37 Davíð Már Kristinsson

Úrslitaleikur á móti Úkraínu

Eftir töluverða útreikninga og úrslit síðustu umferðar er það ljóst að Ísland kemst áfram á næsta heimsmeistaramót með sigri á Úkraínu í Laugardalshöllinni, annað kvöld kl. 18:45. Horfurnar með það voru ekki góðar í upphafi en sem betur fer eigum við ennþá mjög góða von að sjá Ísland keppa á enn einu stórmótinu í handbolta í janúar næstkomandi.
18.apr. 2017 - 22:21 Davíð Már Kristinsson

Undanúrslit Olís deildar kvenna að hefjast

Frábært tímabil hjá Stjörnunni. Deildarmeistarar og bikarmeistarar. Eru með besta hópinn í deildinni - með allsvakalega breidd. Það eru fullt af stelpum sem geta komið inná af bekknum og breytt gangi leiksins
07.apr. 2017 - 18:25 Davíð Már Kristinsson

8-liða úrslit í Olís deild karla að hefjast

Eftir gríðarlega jafna og spennandi deildarkeppni í vetur þar sem á köflum allir gátu unnið alla er komið að úrslitakeppni

Þetta er mín spá fyrir 8 liða úrslit Olís deildar karla
14.des. 2016 - 11:17 Davíð Már Kristinsson

Spáin fyrir 16.umferðina í Olís-deildinni

Handknattleiksþjálfarinn Davíð Már spáir fyrir um 16. umferð Olís deildar karla sem hefst á morgun fimmtudag. Valsararnir hafa verið á fínni siglingu heilt yfir undanfarið en voru hundslappir í síðasta leik þar sem þeir töpuðu sannfærandi á móti Stjörnunni eftir að hafa komist m.a 11-4 yfir. Þeir geta notað Stjörnu leikinn sem mikla hvatningu til að snúa dæminu aftur við.


23.mar. 2016 - 08:40

Frægur erlendur þjálfari sagði nei við HSÍ: Nýr landsliðsþjálfari fyrir mánaðamót?

Handknattleiksamband Íslands hefur undanfarið átt í viðræðum við Svíann Ljubomir Vranjes um að hann tæki að sér þjálfun karlalandsliðsins í handbolta. Vranjes hefur undanfarin ár þjálfað þýska liðið Flensburg og vann meistaradeild Evrópu með liðinu árið 2014.
08.mar. 2016 - 19:08 Ágúst Borgþór Sverrisson

Guðjón Valur vill ekki erlendan landsliðsþjálfara

Guðjón Valur Sigurðsson vill síður að HSÍ ráði erlendan þjálfara til að taka við þjálfun íslenska landsliðsins í handbolta. Enn hefur ekki verið ráðinn nýr þjálfari eftir að Aron Kristjánsson lét af störfum í kjölfar slaks árangurs á EM í Póllandi í janúar.

27.feb. 2016 - 17:53

Valur og Stjarnan bikarmeistarar í handbolta

Í dag voru bikarúrslitaleikirnir í handbolta háðir í Laugardalshöllinni. Lið Gróttu átti lið í úrslitaleikjunum í bæði karla- og kvennaflokki en tapaði hins vegar báðum leikjunum. Í bikarúrslitaleiknum í kvennaflokki vann Stjarnan öruggan sigur á Gróttu, 20-16.
22.feb. 2016 - 14:00

Foreldrar haga sér ósæmilega á leikjum yngri flokka í handbolta: „Eruð þið fávitar?“

Díana Guðjónsdóttir handboltaþjálfari segir að slæm hegðun foreldrar á kappleikjum barna færist í vöxt. Segist hún ekki nenna lengur að fara með dætur sínar á leiki og hún segir að foreldrar þurfi að taka sér tak.

05.feb. 2016 - 10:00

Dagur segir vitleysu að íslenska landsliðið hafi dregist langt aftur úr öðrum – Merkel vill fara í fjallgöngu á Íslandi

Dagur Sigurðsson, landsliðasþjálfari Evrópumeistara Þýskalands, er ekki sammála þeim sem segja að íslenska landsliðið í handbolta hafi dregist langt aftur úr öðrum og telur hann að liðið sé enn mjög sterkt. Liðið hafi misst fótanna í einum leik, gegn Hvít-Rússum, og það hafi farið með þetta.
01.feb. 2016 - 09:00

Myndasyrpa frá fögnuði Þjóðverja - Dagur fær mikið lof fyrir árangurinn

Dagur Sigurðsson fagnaði Evrópumeistaratitlinum í handknattleik karla í gær þegar Þýskaland sigraði Spánverja í úrslitaleik EM í Póllandi. Dagur er annar íslenski þjálfarinn sem nær að stýra landsliði til sigurs á stórmóti í handknattleik. Þórir Hergeirsson hefur fagnað mörgum titlum á stórmótum sem þjálfari norska kvennalandsliðsins.
31.jan. 2016 - 18:14

Þjóðverjar Evrópumeistarar: Dagur búinn rita nafn sitt stórum stöfum í þýska íþróttasögu

Þjóðverjar urðu í dag Evrópumeistarar í handbolta eftir stórsigur á Spánverjum í úrslitaleik EM á Póllandi, 24-17. Titill Þjóðverja að þessu sinni eru einhver óvæntustu tíðindi handboltasögunnar vegna þess að Þjóðverjar tefldu fram að virtist hálfgerðu varaliði eftir mikil meiðsli lykilmanna.

31.jan. 2016 - 10:00 Ágúst Borgþór Sverrisson

Úrslitaleikurinn á EM í handbolta í dag: Tekst Degi að fullkomna kraftaverkið?

Spánverjar og Þjóðverjar leika í dag til úrslita á Evrópumeistaramótinu í handbolta sem fram fer í Póllandi. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu RÚV sem hefst kl. 16.20.

29.jan. 2016 - 12:30 Ágúst Borgþór Sverrisson

Þýskir fjölmiðlar segja að Dagur hafi breytt þýskum handboltamönnum í Íslendinga

Þetta er klárlega lið sem endurspeglar karakter þjálfarans en hver hefði trúað því að svona margir Germanir gætu breyst í kalda og taugasterka Íslendinga, segja þýskir fjölmiðlar um framgöngu þýska handboltalandsliðsins undir stjórn Íslendingsins Dags Sigurðssonar.

28.jan. 2016 - 07:56

Dagur hetja og Guðmundur skúrkur - ótrúleg atburðarás á EM í Póllandi

Noregur, Þýskaland, Króatía og Spánn leika til undanúrslita á föstudaginn á Evrópumeistaramóti karlalandsliða í handknattleik í Póllandi.
27.jan. 2016 - 08:37

Handboltaveisla á RÚV í dag - Íslensku þjálfararnir mætast í lokaumferðinni á EM

Dagur Sigurðsson og Guðmundur Guðmundsson/Samsett mynd Lokaumferðin í milliriðlunum tveimur á Evrópumeistaramótinu í handknattleik karla fer fram í dag. Alls sex leikir eru á dagskrá og verða fjórir þeirra sýndir á rásum RÚV. Íslensku þjálfararnir Dagur Sigurðsson og Guðmundur Guðmundsson mætast þegar Þýskaland og Danmörk eigast við í mikilvægum leik kl. 17.15. Norðmenn eiga erfitt verkefni fyrir höndum þar sem liðið á í höggi við Frakkland en Norðmenn eru í efsta sæti milliriðils 1.
25.jan. 2016 - 08:25

Dagur og Guðmundur í góðri stöðu með sín lið á EM - Norðmenn í dauðafæri

Það er mikil spenna á Evrópumeistaramóti karlalandsliða í handknattleik nú þegar keppni í millriðlum stendur sem hæst. Norðmenn hafa komið gríðarlega á óvart og er liðið í góðri stöðu til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum í fyrsta sinn í sögunni.
22.jan. 2016 - 13:15

Aron hættur sem þjálfari íslenska handboltalandsliðsins

Aron Kristjáns­son er hættur störfum sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handknattleik. Hann greindi frá þessari ákvörðun á fundi sem Handknattleikssambandið hélt í hádeginu í dag. Aron nýtti sér uppsagnarákvæði í núgildandi samningi hans við HSÍ sem var til ársins 2017.  
20.jan. 2016 - 10:20

„Gaupi“ vill fá Kristján Ara eða Geir Sveins sem landsliðsþjálfara - HSÍ segir þjálfaramálin vera til skoðunar

Aron Kristjánsson / Mynd-Getty Samningur Arons Kristjánssonar landsliðsþjálfara karlalandsliðsins í handknattleik rennur út árið 2017. Árangur íslenska landsliðsins á EM í Póllandi var slakur og liðið er á heimleið eftir riðlakeppnina og eru miklar líkur á því að nýr þjálfari verði ráðinn þegar samningur Arons rennur út.
20.jan. 2016 - 09:07

Guðjón Valur gefur kost á sér áfram - óvissa um framtíð margra lykilmanna eftir martröðina á EM

Mikil óvissa er hjá mörgum lykilmönnum íslenska landsliðsins í handknattleik hvað varðar framtíð þeirra með liðinu. Eftir stórtap liðsins í gær gegn Króatíu á EM í Póllandi gáfu nokkrir þeirra í skyn að þeirra tími með liðinu væri liðinn.
19.jan. 2016 - 21:15

Ísland úr leik eftir afleitan leik gegn Króatíu: Áttum aldrei möguleika

Íslenska landsliðið í handbolta er úr leik í Evrópukeppninni í handbolta eftir háðulega útreið gegn Króatíu. 
18.jan. 2016 - 09:00

Ótrúleg spenna fyrir lokaumferðina í B-riðlinum á EM - úrslitaleikur gegn Króatíu

Það er gríðarlega spennandi og mögnuð staða í B-riðli Íslands á Evrópumóti karlalandsliða í handknattleik. Eftir sigur Norðmanna í gær gegn Króatíu eru öll fjögur liðin jöfn að stigum með 2 stig.
17.jan. 2016 - 16:40

Hvít-Rússar skelltu Íslendingum á jörðina á EM með 39-38 sigri - slakur varnarleikur varð Íslandi að falli

Slakur varnarleikur varð Íslandi að falli í tapleik liðsins gegn Hvít-Rússum á EM í handbolta karla í Póllandi í dag. Ísland var einu marki yfir í hálfleik, 18-17 en Hvít-Rússar náðu að landa naumum sigri, 39-38.
14.jan. 2016 - 19:30

Hvað segja sérfræðingarnir um möguleika Íslands á EM í Póllandi?

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik hefur leik á Evrópumeistaramótinu í Póllandi á föstudag þar sem liðið mætir Noregi í fyrsta leik í riðlakeppninni. Leikurinn hefst kl. 17.00 en liðið mætir einnig Hvít-Rússum sunnudaginn 17. janúar og Króatíu þriðjudaginn 19. janúar.
13.jan. 2016 - 00:02

Tandri Már komst ekki í lokahópinn fyrir EM í Póllandi - Aron valdi 17 manna lokahóp

Tandri Már Konráðsson fær ekki sæt í lokahópnum sem Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari valdi fyrir lokakeppni EM í handbolta karla í Póllandi. Aron fer með 17 leikmenn til Póllands en fyrsti leikur Íslands er föstudaginn 15. janúar og hefst leikurinn kl. 17.00.
11.jan. 2016 - 09:45

Guðjón Valur fer frá Barcelona - samdi við Rhein Neckar Löwen í Þýskalandi

Guðjón Val­ur Sig­urðsson hefur samið við þýska handknattleiksliðið RN-Löwen og er samningurinn til tveggja ára. Guðjón Valur er leikmaður Barcelona á Spáni en hann mun halda til þýska liðsins fyrir næsta keppnistímabil. Frá þessu er greint í þýskum fjölmiðlum í morgun.
11.jan. 2016 - 09:16

Myndasyrpa úr sigurleiknum gegn Þjóðverjum - Strákarnir okkar með vindinn í bakið fyrir EM í Póllandi

Aron Pálmarsson skoraði hvert glæsimarkið af öðru í 27-24 sigri Íslands í gær í vináttuleik gegn Þjóðverjum í Hannover í Þýskalandi. Þetta var síðasti leikur Íslands fyrir Evrópumeistaramót karlalandsliða sem hefst á föstudaginn í Póllandi þar sem Ísland mætir liði Noregs í fyrsta leik.
09.jan. 2016 - 20:15

Aron frábær gegn Þjóðverjum - mikil batamerki á leik Íslands

Aron Pálmarsson var frábær í liði Íslands í 26-25 tapi Íslands í vináttlandsleik í handknattleik gegn Þjóðverjum í Kessel í dag. Aron, sem leikur með Vesprém í Ungverjalandi, skoraði alls átta mörk og var langatkvæðamestur í liði Íslands sem undirbýr sig líkt og Þjóðverjar fyrir lokakeppni EM í Póllandi. Alexander Petersson skoraði fimm mörk fyrir Ísland en staðan í hálfleik var 15-13 fyrir Þýskaland.
08.jan. 2016 - 00:12

Aron skar niður æfingahópinn - 18 leikmenn fara til Þýskalands í lokaprófið fyrir EM

Það styttist í að Evrópumót karlalandsliða í handknattleik hefjist þann 15. janúar n.k. Íslenska landsliðið lék tvo vináttuleiki gegn Portúgal í Kaplakrika í þessari viku þar sem liðið vann síðari leikinn en tapaði þeim fyrri.
06.jan. 2016 - 00:01

Strákarnir okkar fínstilla strengina fyrir EM með vináttuleikjum gegn Portúgal í Kaplakrika

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik leikur tvo leiki hér á landi næstu tvo daga gegn Portúgal í Kaplakrika í Hafnarfirði. Þetta verða einu leikir íslenska liðsins hér á landi fyrir Evrópumeistaramótið sem hefst í Póllandi þann 15. janúar með leik gegn Noregi. Báðir leikirnir gegn Portúgal fara fram í Kaplakrika og hefjast þeir báðir kl. 19.30.
05.jan. 2016 - 00:01

Sex sundmenn hafa verið kjörnir íþróttamenn ársins - frjálsíþróttafólk oftast verið efst í kjörinu

Eygló Ósk Gústafsdóttir, sem varð efst í kjörinu á íþróttamanni ársins 2015 hjá Samtökum íþróttafréttamanna, er sjötti sundmaðurinn sem fær þessa viðurkenningu í 60 ára sögu kjörsins. Íþróttamaður ársins úr röðum sundíþróttarinnar hefur ekki verið efstur í þessu kjöri frá árinu 2001. Eygló er fimmta konan sem er efst í kjörinu á íþróttamanni ársins hjá SÍ.
30.des. 2015 - 22:32

Ríkharður og Sigríður tekin inn í Heiðurshöll ÍSÍ

Rík­h­arður Jóns­son og Sig­ríður Sig­urðardótt­ir voru tek­in inn í Heiðurs­höll ÍSÍ í kvöld en þau voru heiðruð í Hörpu þar sem íþróttamaður árs­ins er krýnd­ur. Frá þessu er greint á vef KSÍ.
30.des. 2015 - 21:38

Eygló Ósk er Íþróttamaður ársins 2015 - tvær sundkonur í þremur efstu sætunum

Sundkonan Eygló Ósk Gústafsdóttir hlaut í kvöld sæmdarheitið Íþróttamaður ársins þegar niðurstöður kosningar Samtaka íþróttafréttamanna voru tilkynntar við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu. Heimir Hallgrímsson þjálfari karlandsliðs Íslands í knattspyrnu er þjálfari ársins og karlalandsliðið í knattspyrnu var kjörið lið ársins.
11.des. 2015 - 08:26

Myndasyrpa frá HM kvenna í handbolta í Danmörku

Heimsmeistaramót kvenna í handknattleik fer nú fram í Danmörku. Mótið hófst 5. desember s.l. og úrslitaleikurinn fer fram 20. desember. Alls eru 24 þjóðir sem taka þátt og er keppt á fjórum stöðum í Danmörku. Brasilía hefur titl að verja frá því að mótið fór fram í Serbíu árið 2013 þar sem Serbía lék til úrslita. Danir fengu bronsverðlaun á HM 2013 eftir að hafa leikið gegn Pólverjum.
10.des. 2015 - 18:30

Hvaða þjóðir verða mótherjar Íslands á EM í Frakklandi? - dregið í riðla á laugardaginn

Næstkomandi laugardag verður dregið í riðla fyrir úrslitakeppni EM karlalandsliða 2016 og eins og kunnugt er verður íslenska landsliðið á meðal þátttökuþjóða í Frakklandi næsta sumar. 
08.des. 2015 - 15:30

Handknattleiksdómararnir Anton og Jónas sendir heim af HM kvenna eftir umdeilt atvik

Ant­on Gylfi Páls­son og Jón­as Elías­son dæma ekki fleiri leiki á heimsmeistaramótinu í handknattleik kvenna sem fram fer í Danmörku.
12.nóv. 2015 - 00:24

Íslenska þjóðin kýs Guðjón Val - landsliðsfyrirliðinn í efsta sæti í kjörinu á besta hornamanni heims

Íslenska þjóðin styður vel við bakið á landsliðsfyrirliðanum í handbolta í netkosningu um besta vinstri hornamann heims. Guðjón Valur Sigurðsson var í öðru sæti í kosningunni í gær en eftir að íslenskir fjölmiðlar, og þar meðal Pressan.is, vöktu athygli á kosningunni hefur Guðjón Valur skotist í efsta sætið. Í fyrradag höfðu um 4.000 tekið þátt í kosningunni en í gær höfðu tæplega 13.000 tekið þátt.
11.nóv. 2015 - 08:50

Guðjón Valur er í öðru sæti í kjörinu á besta hornamanni heims - þú getur aðstoðað landsliðsfyrirliðann

Guðjón Valur Sigurðsson er á kjörseðlinum í ár þegar kemur að valinu á besta hornamanni heims hjá handboltafréttasíðunni Handball Planet. Guðjón Valur, sem er 36 ára gamall, leikur með spænska liðinu Barcelona en hann er fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik sem tekur þátt í lokakeppni EM í Póllandi í janúar. 
07.okt. 2015 - 10:09

Kostnaðurinn við ÓL 2016 veldur áhyggjum í Brasilíu

Skipuleggjendur Ólympíuleikanna sem fram fara í borginni Rio de Janiero í Brasilíu á næsta ári hafa ákveðið að draga verulega úr kostnaði við ýmsa þætti ÓL. Samkvæmt áætlun sem nýverið var samþykkt á að lækka kostnaðinn um 30% en heildarkostnaður við framkvæmdina á að vera um 450 milljarðar kr.  Eins og staðan var fyrir nokkrum vikum var ljóst að framkvæmdin færi langt fram úr áætlun og hafa skipuleggjendur leikanna gripið í taumana.
19.jún. 2015 - 15:59 Sigurður Elvar

Ísland mætir Noregi enn og aftur á EM - riðlarnir klárir í Póllandi 2016

Dregið var í riðla í dag fyrir Evrópumeistaramótið í handbolta karla sem fram fer í Póllandi í janúar 2016. Ísland var nokkuð heppið með mótherjana í riðlinum en liðin sem Ísland mætir eru Noregur, Hvíta-Rússland og Króatía. Mótið fer fram eins og áður segir í Póllandi dagana 17. – 31. janúar.
18.jún. 2015 - 17:45

Aron verður áfram með íslenska landsliðið – samdi til tveggja ára

Aron Kristjánsson verður áfram þjálfari karlalandsliðs Íslands í handknattleik en frá því var gengið í dag. Aron skrifaði undir tveggja ára samning við Handknattleikssamband Íslands en viðræður þess efnis hafa staðið yfir í nokkur tíma.
14.jún. 2015 - 10:45

Frábært tilþrif - bestu íþróttamyndir vikunnar hjá Getty

Ljósmyndarar Getty voru að sjálfsögðu á öllum stórviðburðum íþróttalífsins á heimsvísu í síðustu viku. Hér má sjá brot af því besta og að venju er íþróttaflóran fjölbreytt. Íslendingar koma þar við sögu en Kiel fagnað þýska meistaratitlinum í handbolta karla - en Alfreð Gíslason er þjálfari liðsins og Aron Pálmarsson er leikmaður liðsins.
09.jún. 2015 - 00:04

Verkfalli RSÍ frestað – landsleikurinn gegn Tékkum verður í beinni á RÚV

Verkfalli Félags vélstjóra og málmtæknimanna, Rafiðnaðarsambands Íslands og Matvæla- og veitingafélags Íslands sem átti að hefjast annað kvöld hefur verið frestað til miðnættis 22.júní. Þetta var ákveðið á samningafundi félaganna við Samtök atvinnulífsins í kvöld. Frá þessu er greint á RÚV.
05.jún. 2015 - 00:01

Glæsileg tilþrif - bestu íþróttamyndir vikunnar frá Getty

Glæsileg tilþrif einkenna bestu myndirnar sem íþróttaljósmyndarar Getty tóku í síðustu viku. Íþróttaviðburðirnir voru stórir sem smáir og myndirnar segja allt sem segja þarf.
31.maí 2015 - 20:40

Guðjón Valur Evrópumeistari með Barcelona - markahæstur ásamt Karabatic

Guðjón Val­ur Sig­urðsson fagnaði í dag Evrópumeistaratitlinu í handbolta með liði sínu Barcelona frá Spáni. Þetta er í fyrsta sinn sem Guðjón Valur er í sigurliði í þessari keppni. Barcelona hafði nokkra yfirburði gegn Veszprém frá Ungverjalandi en leikurinn endaði 28-23.

03.maí 2015 - 20:52

Frábær lokakafli tryggði dýrmætt stig í Serbíu - Ísland er með örlögin í eigin hendi fyrir EM 2016

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik náði með ótrúlegum hætti að jafna metin gegn Serbíu í dag þegar liðin áttust við í fjórum umferð undankeppni Evrópumótsins 2016. Íslenska liðið skoraði þrjú mörk þegar mest á reyndi á síðustu tveimur mínútunum þegar liðið var þremur mörkum undir. Íslenska liðið fékk tækifæri til þess að stela sigrinum en síðasta sókn liðsins rann út í sandinn og 25-25 jafntefli var staðreynd.
29.apr. 2015 - 22:18

Ísland skrefi nær EM í Póllandi eftir 16 marka stórsigur gegn Serbíu – Guðjón Valur fór á kostum

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik lagaði stöðu sína verulega í undankeppni Evrópumótsins í kvöld með 16 marka sigri gegn Serbíu. Lokatölurnar, 38–22, komu verulega á óvart en Serbar voru fyrir leikinn efstir í riðlinum með 4 stig. Ísland er með stig eftir þrjár umferðir en liðin eigast við á sunnudaginn í Serbíu þegar fjórða umferðin fer fram. Tvö efstu liðin úr riðlinum komast í lokakeppnina í Póllandi sem fram fer í janúar árið 2016.
29.apr. 2015 - 10:00

„Það verða að koma tvö stig í hús” - mikilvægt að ná sigri gegn Serbíu í kvöld segir Guðjón Valur

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik mætir Serbíu í kvöld í Laugardalshöll í undankeppni Evrópukeppninnar. Lokakeppnin fer fram í Póllandi á næsta ári og eru Serbar efstir í þessum riðli með 4 stig en Ísland er með 2 sig líkt og Svartfjallaland. Ísrael er neðst án stiga. Það er að miklu að keppa í leiknum í kvöld þar sem að liðið sem sigrar í kvöld fer langt með að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni í Póllandi. Leikurinn hefst kl. 19.30 og verður hann sýndur í beinni útsendingu á RÚV.
16.apr. 2015 - 09:03

Rjóminn af bestu íþróttamyndum vikunnar frá Getty

Að venju var mikið um að vera á íþróttasviðinu víðsvegar um heiminn í síðustu viku. Hér fyrir neðan má sjá brot af því besta frá ljósmyndurum Getty. Að venju var íþróttaflóran fjölbreytt. Þar koma margar íþróttagreinar við sögu.
09.apr. 2015 - 10:45

Leikmaður handknattleiksliðs FH féll á lyfjaprófi eftir bikarúrslitaleikinn

Leikmaður karlaliðs FH í handknattleik féll á lyfjaprófi sem framkvæmt var eftir bikarúrslitaleikinn í Coca-Cola bikarnum í Laugardalshöll þann 28. febrúar s.l. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag. Leikmaðurinn notaði steralyf til þess að flýta fyrir bata eftir meiðsli og hefur hann játað brot sitt.

Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.3.2018
Klæðast eins og niðursetningar í þingsal
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 28.2.2018
Af högum mínum: Svar til blaðamanns
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 22.2.2018
Umskurður drengja
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 22.2.2018
Gyðingdómur í sögu og samtíð - námskeið
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 24.2.2018
Hann kaus frelsið
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 27.2.2018
Vita stjórnvöld hvað er barni fyrir bestu?
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 07.3.2018
Já, það er komið Vor í verkó!
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 14.3.2018
Stöðugleikasáttmáli alþýðunnar
Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson - 12.3.2018
Jafnasti oddvitinn?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.3.2018
Þrír hugsjónamenn gegn alræði
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 18.3.2018
Hádeisverður í Stellenbosch
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.3.2018
Böðullinn drepur alltaf tvisvar
Fleiri pressupennar