17.mar. 2017 - 18:30 433/Hörður Snævar Jónsson

Viðar Örn biðst afsökunar

Viðar Örn viðurkennir að hafa fengið sér nokkra bjóra en Maccabi Tel Aviv mætti liði Ashkelon þann 3. nóvember á síðasta ári. Viðar fékk sér bjór eftir þann leik en segir að það sé bull að hann hafi mætt undir áhrifum til Ítalíu.

17.mar. 2017 - 13:58 433/Hörður Snævar Jónsson

Viðar Örn mætti fullur í verkefni landsliðsins

Viðar Örn Kjartansson framherji Íslands mætti fullur til verkefna með íslenska landsliðinu á síðasta ári. Þetta fullyrti Kolbeinn Tumi Daðason fréttamaður Vísis á fréttamananafundi landsliðsins í dag. Landsliðið hittist þá í Parma og sagði Kolbeinn Tumi að Viðar hefði mætt fullur á æfingasvæðið þar sem liðið var.

10.mar. 2017 - 11:48 433

Hausverkur Heimis – Hver á að skora mörkin?

Það hefur verið bjartara útlit yfir íslenskum landsliðsmönnum en akkúrat þessa dagana. Þann 24. mars er mikilvægur leikur við Kósóvó í undankeppni HM, leikur sem þarf að vinnast svo íslenska liðið eigi möguleika á að komast á HM í Rússlandi 2018.

06.mar. 2017 - 10:49 433/Hörður Snævar Jónsson

Verður þetta byrjunarlið Íslands gegn Kosóvo?

Það er ljóst að Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari Íslands þarf að leggja höfuðið í bleyti fyrir komandi verkefni. Seinna í mars er leikur við Kosóvo í undankeppni HM og æfingaleikur við Írland þar á eftir Ljóst er að Birkir Bjarnason verður ekki með í því verkefni og afar tæpt er að Jóhann Berg Guðmundsson verði með.

22.feb. 2017 - 20:03 433/Victor Jóhann Pálsson

Mourinho býst við að tveir lykilmenn missi af úrslitaleiknum

Jose Mourinho, stjóri Manchester United, býst ekki við því að þeir Michael Carrick og Henrikh Mkhitaryan muni spila gegn Southampton um helgina. Þetta staðfesti Mourinho á blaðamannafundi í kvöld eftir 1-0 sigur United á franska liðinu Saint-Etienne.

10.jan. 2017 - 10:36 433/Hörður Snævar Jónsson

HM stækkar í 48 lið

FIFA hefur staðfest að HM muni árið 2026 verða með 48 liðum en fundað var um málið. Stjórn FIFA fundaði í dag og var þetta samþykkt þar. 16 riðlar verða á HM 2026 með þremur liðum en nánari útskýringar koma um málð síðar í dag.

04.jan. 2017 - 16:46 433

Geir: Ég tók þessa ákvörðun fyrir sjálfan mig

„Ég hugsaði þetta vel yfir jólin og komst að þeirri niðursstöðu að þetta væri góður tímapunktur fyrir mig til þess að stíga til hliðar. Ég ætlaði mér að taka tvö ár til viðbótar en eftir að hafa endurhugsað þetta á nýjan leik þá ákvað ég að stíga til hliðar,“ sagði Geir í samtali við 433.is núna rétt í þessu.
04.jan. 2017 - 15:36 433

Geir Þorsteinsson býður sig ekki fram til formanns KSÍ

Geir Þorsteinsson, sitjandi formaður KSÍ hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram í formannskjöri sambandsins á ársþinginu í febrúar. Geir hefur verið formaður KSÍ frá árinu 2007 en hann tók við embættinu af Eggerti Magnússyni. Ársþing KSÍ fer fram þann 11. febrúar næstkomandi í Vestmanneyjum en Guðni Bergsson hefur nú þegar tilkynnt um framboð sitt.

02.jan. 2017 - 14:19 433/Bjarni Helgason

Landsliðshópurinn sem fer til Kína: Albert Guðmunds og Sigurður Egill fara með

Íslenska karlalandsliðið mun taka þátt í æfingamóti í Kína í janúar næstkomandi. Hópurinn var tilkynntur í höfuðstöðvum KSÍ núna rétt í þessu en mikið er um nýliða eins og við var að búast. Spilað er í stærstu deildum Evrópu í janúar og febrúar en leikmenn sem spila á Norðurlöndunum eru í miklum meirihluta í hópnum enda hlé á deildunum þar.

28.des. 2016 - 12:56 433/Bjarni Helgason

Raggi Sig: Fór ekki til Fulham til að sitja á bekknum

Ragnar yfirgaf Rússland í sumar og hélt til Fulham en hann átti frábært Evrópumót með íslenska landsliðinu í Frakklandi. Hann hefur hins vegar átt erfitt uppdráttar hjá Fulham og missti m.a sæti sitt í liðinu á dögunum. „Ég held að ég hafi verið í byrjunarliðinu í fyrstu tíu eða ellefu leikjunum. Úrslitin voru ekki alveg að falla með okkur og stjórinn hefur verið iðinn við að róta í öftustu varnarlínunni síðustu vikurnar. Ég var til að mynda settur út úr hópnum um tíma og ég verð að segja að síðustu vikurnar hafa verið erfiðar.“

22.des. 2016 - 15:45 433/Victor Jóhann Pálsson

Instagram dagsins: Jói Berg og félagar heimsóttu spítala

Instagram er samskiptamiðill sem hefur notið mikilla vinsælda síðustu árin. Instagram dagsins er daglegur liður hjá okkur hérna á 433.is en þar skoðum við allt það helsta sem gerist á Instagram. Við fylgjumst með fjöldanum öllum af knattspyrnumönnum og öllum sem koma að íþróttinni. Margir knattspyrnumenn nota miðilinn og því er Instagram dagsins liður sem er alltaf með puttann á púlsinum.
16.des. 2016 - 14:51 433/Bjarni Helgason

Ofurtölva spáir fyrir um úrslit úrvalsdeildarinnar – Slæmar fréttir fyrir Íslendinga

Enska úrvalsdeildin er nú í fullum gangi en Chelsea trónir á toppnum með 40 stig þegar deildin er tæplega hálfnuð. Liverpool og Arsenal koma þar á eftir með 34 stig og Manchester City er í fjórða sætinu með 33 stig. Tottenham og Manchester United koma þar á eftir en tölfræðisíðan Euro Club Index tók saman ítarlega tölfræði liðanna í ár til þess að reikna út endanlega stöðu í deildinni í vor.

16.nóv. 2016 - 14:18 Eyjan

Katrín komin með umboðið: Stefnir að fjölflokkastjórn, talar við alla

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, fékk umboð til stjórnarmyndunar á fundi sínum með Guðna Th. Jóhannssyni, forseta Íslands á Bessastöðum í dag. Katrín lýsti því yfir við fréttamenn eftir fundinn, að hún tæki þetta verkefni að sér af auðmýkt. Hún ætli að funda með þingflokki VG í dag og setja sig svo í samband við forystumenn allra flokka í framhaldinu, líklega með fundum á morgun.

14.nóv. 2016 - 17:30 433/Hörður Snævar Jónsson

Útilokar að De Gea hafi haldið partý með fullt af gleðikonum

Ignacio Allende Fernández klámkóngur á Spáni og vinur David De Gea markvarðar Manchester United segir það af og frá að markvörðurnn hafi skipulagt partý með fullt af gleðikonum árið 2012.

10.nóv. 2016 - 15:45 433/Bjarni Helgason í Zagreb

Ísland hefur aldrei unnið Króata í keppnisleik

Íslenska landsliðið mætir Króatíu í undankeppni HM í Zagreb á laugardaginn en bæði lið eru með sjö stig á toppi I-riðils. Króatar eru með töluvert betri markatölu en við Íslendingar en þeir eru með 7 mörk í plús á meðan Ísland er með 3 mörk í plús eftir leiki gegn Úkraínu, Finnum og Tyrkjum.
09.nóv. 2016 - 21:36 433/Victor Jóhann Pálsson

Eldri Ítali keyrði langa leið til að hitta íslenska landsliðið – Gaf þeim rauðvín

Íslenska karlalandsliðið er á Ítalíu þessa stundina en okkar menn undirbúa sig fyrir keppni í undankeppni HM.

09.nóv. 2016 - 14:50 433/Hörður Snævar Jónsson

Jóhann Berg: Við erum ekki saddir

,,Þeir eru með frábært lið og við munum eftir síðasta útileik á móti þeim,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson kantmaður Íslands við 433.is um komandi leik við Króatíu. Jóhann og félagar undirbúa sig nú í Parma fyrir átökin gegn Króatíu en Ísland ætlar sér að hefna fyrir tap í Zagreb fyrir þremur árum þegar við misstum af sæti á HM í Brasilíu.

08.nóv. 2016 - 16:17 433/Hörður Snævar Jónsson

Hvernig á sóknarlína Íslands að vera? – Sérfræðingar svara

Það verður smá hausverkur fyrir Heimi Hallgrímsson landsliðsþjálfara að velja sóknarlínuna í leiknum gegn Króatíu í Zagreb á laugardag. Byrjunarlið Íslands hefur yfirleitt verið sjálfvalið en meiðsli hafa herjað á liðið undanfarið og vantar sterka leikmenn í Króatíu.

08.nóv. 2016 - 12:00 433/Hörður Snævar Jónsson

Fjórar mögulegar sóknarlínur Íslands gegn Króatíu

Það verður smá hausverkur fyrir Heimi Hallgrímsson landsliðsþjálfara að velja sóknarlínuna í leiknum gegn Króatíu í Zagreb á laugardag. Byrjunarlið Íslands hefur yfirleitt verið sjálfvalið en meiðsli hafa herjað á liðið undanfarið og vantar sterka leikmenn í Króatíu.

01.nóv. 2016 - 22:20 433/Hörður Snævar Jónsson

Öflugir leikmenn sagðir vilja yfirgefa félagið sitt

Félagaskiptamarkaðurinn á Íslandi hefur verið með rólegasta móti þessa síðustu daga. Félögin eru öll að skoða sín mál og reyna að sannfæra leikmenn til þess.

01.nóv. 2016 - 21:10 433/Victor Jóhann Pálsson

Jóhann Berg velur besta mark í sögu ensku úrvalsdeildarinnar

Þeir Jóhann Berg Guðmundsson, Ashley Young og Ilkay Gundogan tóku þátt í skemmtilegu verkefni fyrir ensku úrvalsdeildina. Leikmennirnir þrír voru beðnir um að velja sitt uppáhalds mark í ensku deildinni frá upphafi.

24.okt. 2016 - 17:15 433/Hörður Snævar Jónsson

Aðalstjórn ÍBV sakar Inga Sigurðsson um lygar

Aðalstjórn ÍBV og fyrrum knattspyrnuráð félagsins halda áfram að takast á og ekki sér fyrir endan á þeim deilum. Aðalstjórn ÍBV ákvað að láta knattspyrnuráðið fara eftir að Páll Hjarðar tók við sem formaður knattspyrnudeildar.

21.okt. 2016 - 14:14 433/Hörður Snævar Jónsson

Hvar eru þeir í dag? U17 ára landsliðið sem fór á EM 2007

Það er alltaf áhugavert að skoða gömul yngri landslið og sjá hvar leikmenn sem voru í þeim eru í dag. Við byrjuðum á þessu á dögunum þegar við skoðuðum U21 árs landsliðið sem fór á EM árið 2011.

20.okt. 2016 - 19:55 433

Stelpurnar með víkingaklappið til Kína: Myndband

Íslenska kvennalandsliðið lék sinn fyrsta leik á æfingamóti í Kína gegn gestgjöfunum en leiknum lauk með 2-2 jafntefli. Það voru þær Fanndís Friðriksdóttir og Katrín Ásbjörnsdóttir sem skoruðu mörk Íslands í leiknum en íslenska liðið var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik.

01.okt. 2016 - 08:00 Ágúst Borgþór Sverrisson

Rafmögnuð stemning í boltanum: Barist um Evrópusæti og Pepsi-deildarsæti í lokaumferðinni

Fagna KR-ingar í dag? Lokaumferðin í Pepsi-deild karla í knattspyrnu verður leikin í dag og fara allir leikirnir fram kl. 14. FH er orðið Íslandsmeistari og Þróttur Reykjavík er fallinn. En baráttan snýst um hvaða lið komast í Evrópukeppni og hvaða lið fellur með Þrótti.
30.sep. 2016 - 15:21 433/Hörður Snævar Jónsson

Landsliðshópurinn – Björn Bergmann snýr aftur

Heimir Hallgrímsson hefur valið hóp sinn fyrir komandi verkefni gegn Finnlandi og Tyrklandi í undankeppni HM. Leikirnir fara fram þann 6 og 9 október á Laugardalsvelli.

25.sep. 2016 - 08:30 Ágúst Borgþór Sverrisson

Barist um Evrópusæti og við falldrauginn: Næst síðasta umferðin í Pepsi-deildinni í dag

Engir hafa eins oft fagnað Íslandsmeistaratitlinum undanfarin ár og FH-ingar Næst síðasta umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu verður leikin í dag og hefjast allir leikirnir kl.14. FH-ingar eru þegar Íslandsmeistarar en Fylkir og ÍBV berjast um að halda sæti sínu í deildinni og nokkur lið eru í harðri baráttu um Evrópusæti.
24.sep. 2016 - 08:30 Ágúst Borgþór Sverrisson

Man. Utd. fær meistarana í heimsókn: Hörkuleikir í enska boltanum í dag

Man. Utd. tekur á móti Englandsmeisturunum í Leicester í Old Trafford í hádegisleik dagsins í enska boltanum en leikurinn hefst kl.11.30. Fjölmargir aðrir spennandi leikir eru í dagskrá í dag. Klukkan 14 tekur Liverpool á móti Hull en Liverpool hefur spilað frábærlega undanfarið.
20.sep. 2016 - 09:00 Ágúst Borgþór Sverrisson

Tímamótalandsleikur í dag: Stelpurnar okkar ætla að vinna Skota!

Í dag eru 35 ár liðin frá fyrsta landsleik íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu en sá leikur var gegn Skotum. Svo skemmtilega vill til að í dag mætir Ísland líka Skotlandi. Ísland hefur þegar tryggt sér sæti í lokakeppni EM en með sigri í þessum leik tryggja stelpurnar sér efsta sætið í riðlinum.
16.sep. 2016 - 09:00 Ágúst Borgþór Sverrisson

Allir á völlinn í kvöld: Ísland getur tryggt sig inn á EM 2017

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir í kvöld Slóveníu í undanriðli fyrir EM. Leikurinn fer fram á Laugardalsvellinum og hefst kl. 18:45. Íslandi nægir jafntefli í leiknum til að tryggja sér sæti í lokakeppni EM. Á þriðjudag er síðan lokaleikurinn í riðlinum, gegn Skotum.
15.sep. 2016 - 09:00 Ágúst Borgþór Sverrisson

Heil umferð í Pepsi-deildinni í dag: ÍBV gæti lent í fallsæti

Í dag verður leikið í 19. umferð Pepsi-deildarinnar í knattspyrnu og fara flestir leikirnir fram á óvenjulegum tíma þar sem farið er að hausta og það dimmir með kvöldinu. Klukkan 20 í kvöld keppa reyndar Valur og Breiðablik á Hlíðarenda en hinir leikirnir hefjast kl. 17.
10.sep. 2016 - 13:30 Ágúst Borgþór Sverrisson

Man. City vann nágrannaslaginn

Man. City reyndist sterkari aðilinn í grannaslagnum í Manchester í dag er liðið sótti Man. Utd. á Old Trafford í hádeginu í dag. Leikurinn endaði 2-1 fyrir City.
10.sep. 2016 - 10:00 Ágúst Borgþór Sverrisson

KR fær ÍBV í heimsókn: Tveir leikir í Pepsi-deildinni í dag og heil umferð um helgina

KR-ingar hafa átt erfitt sumar en fagna hér sigri á Stjörnunni Átjánda umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu hefst í dag kl. 16 þegar KR tekur á móti ÍBV á Alvogen-vellinum í Frostaskjóli. KR er í 8. sæti deildarinnar en á samt möguleika á Evrópusæti ef liðið kemst á sigurskrið í lokaumferðunum.
10.sep. 2016 - 09:00 Ágúst Borgþór Sverrisson

Manchester-slagur í hádeginu: Svakalegir leikir í enska boltanum í dag

Afskaplega áhugaverðir leikir eru í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Klukkan 11.30 hefst nágrannaslagur Manchester United og Manchester City á Old Trafford en þetta er leikur sem knattspyrnuáhugamenn hafa beðið eftir alla vikuna.

05.sep. 2016 - 20:54 Ágúst Borgþór Sverrisson

Jafntefli gegn Úkraínu: Liðin áttu hvort sinn hálfleikinn

Það var gríðarlega pirrandi að fara inn í hálfleik með stöðuna 1-1 í leik Íslendinga og Úkraínumanna í Kiev í kvöld því Ísland hefði getað verið búið að gera út um leikinn í fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik voru Íslendingar hins vegar heppnir að halda jafnteflinu.
05.sep. 2016 - 09:00 Ágúst Borgþór Sverrisson

Úkraína – Ísland: Strákarnir hefja leik í undankeppni HM

Eflaust finnst flestum stutt síðan íslenska landsliðið í knattspyrnu sigraði hug og hjörtu heimsbyggðarinnar með frábærri frammistöðu á EM í Frakklandi. En enginn lifir á fornri frægð og núna eru strákarnir okkar í eldlínunni aftur: Undankeppnin fyrir HM 2018 er hafin. 
28.ágú. 2016 - 12:10 Ágúst Borgþór Sverrisson

Valur - KR í kvöld: Fimm leikir á dagskrá í Pepsi-deildinni

Fimm leikir verða í dag og kvöld í 17. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu. Klukkan 17 tekur ÍBV á móti Þrótti í Vestmannaeyjum. Eyjamenn eru rétt fyrir ofan fallsvæðið en Þróttur er í neðsta sæti deildarinnar og tapi liðið þessum leik er vonin um áframhaldandi sæti í deildinni nánast úti.
27.ágú. 2016 - 13:30 Ágúst Borgþór Sverrisson

Jafntefli á White Hart Lane

Stórleikur Tottenham og Liverpool fór fram á White Hart Lane í London í hádeginu. Heimamenn komust yfir undir lok fyrri hálfleiks er James Milner skoraði úr vítaspyrnu. Danny Rose jafnaði fyrir Liverpool á 72.  mínútu og leiknum lauk með jafntefli,  1-1.
27.ágú. 2016 - 09:00 Ágúst Borgþór Sverrisson

Tottenham fær Liverpool í heimsókn: Margir leikir í enska boltanum í dag

Lundúnaliðið Tottenham fær núna á eftir Liverpool í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni en leikurinn, sem fer fram á White Hart Lane í London, hefst kl. 11.30. Þessi leikur er í þriðju umferð deildarinnar. Liverpool tapaði gegn Burnley í síðustu umferð en vann Arsenal í þeirri fyrstu.
25.júl. 2016 - 18:00

Sex ára afmæli fiskifagnsins fræga

Karlalið Stjörnunnar í fótbolta öðlaðist heimsfrægð fyrir sex árum síðan með frumlegum fagnaðarlátum
06.júl. 2016 - 11:17 Arnar Örn Ingólfsson

Lionel Messi dæmdur til 21 mánaðar fangelsisvistar

Lionel Messi er leikmaður spænska liðsins Barcelona.
Knattspyrnumaðurinn Lionel Messi var dæmdur til 21 mánaðar fangelsisvistar fyrir skattsvik, að því er fram kemur í spænskum fjölmiðlum.

04.júl. 2016 - 14:00 Ari Brynjólfsson

Mynd dagsins: Strákarnir okkar

Mynd dagsins er af hetjunum í íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu ásamt sínum stórkostlegu stuðningsmönnum, þjálfurum og stuðningsfólki. Myndina tók Þorgrímur Þráinsson strax eftir leikinn við Frakka í gær. Hann segir á Fésbókarsíðu sinni:

04.júl. 2016 - 12:40 Ari Brynjólfsson

Landsliðið hyllt á Arnarhóli í kvöld – Kort af lokun gatna

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu kemur til með að aka í opinni rútu í miðbæ Reykjavíkur í dag. Rútan mun aka um kl.19 í kvöld frá Skólavörðuholti niður Skólavörðustíg og Bankastræti að Arnarhóli í virðingarfylgd lögreglu. Landsliðshópnum verður svo hyllt á Arnarhóli fyrir frábæra frammistöðu sína í Evrópukeppninni.

30.jún. 2016 - 19:30 Bleikt

Hversu vel þekkir þú strákana okkar?

Undanfarna daga hafa Íslendingar fengið að sjá leikmenn íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu í nærmynd þar sem þeir hafa skarað framúr á EM 2016. Síðasta mánudag sigruðum við Englendinga með tveimur mörkum á móti einu. Í kvöld mætum við Frökkum á heimavelli þeirra Stad de France í París.

28.jún. 2016 - 15:55 Bleikt

Krúttlegasta myndbandið frá leiknum í gær: Íslenskir leikmenn hlupu í arma ástvina

Fagnaðarlæti brutust út eftir sigur Íslands gegn Englendingum í gær en nú er komið á flug hjartnæmt myndband sem er jafnframt það krúttlegasta frá leiknum í gær. Þar má sjá íslensku leikmennina þar sem þeir hlaupa í arma ástvina sinna.

28.jún. 2016 - 14:00 Arnar Örn Ingólfsson

Íslenska landsliðstreyjan nánast ófáanleg - Ný sending á föstudag

Ný sending af landsliðstreyjum væntanleg á föstudaginn, að sögn Errea á Íslandi sem sér um dreifingu og sölu á íslensku landsliðstreyjunni. Sala treyjunnar hefur farið fram úr björtustu vonum og er hún nánast ófáanleg hér á landi.

28.jún. 2016 - 09:03 Eyjan

Hvaða Panama-skjöl? Íslensku víkingarnir flytja orðstír Íslands í hæstu hæðir

Það eru ekki nema tveir mánuðir síðan Ísland var aðhlátursefni heimsbyggðarinnar þegar viðtal við þáverandi forsætisráðherra fór eins og eldur í sinu um netheima. Hér heima var mikið ritað og rætt um hversu mikið orðspor Íslands hafði skaðast á alþjóðavettvangi og þeir svartsýnustu settu okkur í ruslflokk með þróunarríkjum.

27.jún. 2016 - 22:30 Bleikt

Íslendingar fagna úrslitunum á Twitter: „Aldrei séð neitt fallegra“

Íslendingar fagna um allan heim í kvöld eftir stórkostlegan sigur landsliðsins á Englandi. Við erum komin í 8 liða úrslit og hvergi nærri hætt. Þetta er besti árangur karlalandsliðs okkar í fótbolta og erum við öll að springa úr stolti. Mætum við Frakklandi á sunnudaginn í París og eftir daginn í dag er ljóst að allt er mögulegt! Hér eru nokkur skemmtileg tíst frá því í kvöld:
27.jún. 2016 - 22:00 Eyjan

Heimsbyggðin fagnar með Íslandi eftir stórbrotinn sigur

Ísland er eftirlæti heimsbyggðarinnar eftir ógleymanlegan sigur á stjörnum prýddu ensku landsliði. Ísland er á allra vörum á samskiptamiðlum víðs vegar um heiminn.
27.jún. 2016 - 21:19 Ari Brynjólfsson

Hodgson hættur

Roy Hodgson þjálfari enska landsliðsins var að segja af sér eftir ósigur Englands gegn Íslandi. Staðan var 2-1 í hálfleik fyrir Íslandi og setti Hodgson inn Jamie Vardy, Jack Wilshere og Marcus Rashford til að reyna að rétta stöðuna en allt kom fyrir ekki.