28.okt. 2017 - 21:47 433

Sturluð tölfræði Messi árið 2017

Lionel Messi var enn á ný hetja Barcelona þegar liðið heimsótti Athletic Bilbao í La Liga í dag.
24.okt. 2017 - 19:18 433.is

Plús og mínus – Seinni hálfleikurinn minnti óþægilega mikið á vonbrigðin á EM

Tékkland tók á móti Íslandi í undankeppni HM í dag en leiknum lauk með 1-1 jafntefli.
24.okt. 2017 - 19:17 433.is

Einkunnir úr jafntefli Íslands gegn Tékklandi – Elín Metta best

Tékkland tók á móti Íslandi í undankeppni HM í dag en leiknum lauk með 1-1 jafntefli.
24.okt. 2017 - 19:16 433.is

Freyr: Þetta var ekkert sérstakur leikur hjá okkur

Tékkland tók á móti Íslandi í undankeppni HM í dag en leiknum lauk með 1-1 jafntefli.
20.okt. 2017 - 16:28 433

Freyr: Þrjár mínútur liðu eins og þrjár vikur

Þýskalandi tók á móti Ísland í undankeppni HM kvenna í dag en leiknum lauk með 3-2 sigri íslenska liðsins.
13.okt. 2017 - 14:23 433

Meðalaldur Íslands sá hæsti hjá efstu liðum Evrópuriðlanna

Ísland tryggði sér sæti á lokamóti HM í Rússlandi á mánudaginn síðastliðinn eftir 2-0 sigur á Kosóvó.

Íslenska liðið hafnaði í efsta sæti I-riðils með 22 stig, tveimur stigum meira en Króatar sem enduðu í öðru sæti riðilsins.

13.okt. 2017 - 09:36

Heimir hefði íhugað að hætta með landsliðið hefði Lagerback verið áfram

Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari Ísland hefði íhugað það að hætta sem þjálfari liðsins hefði KSÍ framlengt samning Lars Lagerback.
11.okt. 2017 - 16:00

Guardian: Ísland tólfta sterkasta þjóðin á HM – Taldir betri en þessar þjóðir

Ísland er tólfta sterkasta þjóðin af þeim tuttugu og þremur sem þegar hafa tryggt sér þátttökurétt á HM í Rússlandi sem fram fer næsta sumar. Þetta er mat breska blaðsins Guardian sem leggur mat á styrkleika og veikleika þeirra liða sem tryggt hafa sæti sitt.
11.okt. 2017 - 10:38 433

Draumaliðið – Leikmenn sem að komast ekki á HM

Það er að verða ljóst hvaða lið taka þátt á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi næsta sumar.
10.okt. 2017 - 15:17 433

Þórðargleði Íslendinga – Val Arons á Bandaríkjunum aftur í umræðuna

Það virðist ríkja þórðargleði á meðal Íslendinga vegna Arons Jóhannssonar nú degi eftir að Ísland komst á Heimsmeistaramótið.
10.okt. 2017 - 13:10 433.is

Myndir: Hér gistir íslenska landsliðið á HM í Rússlandi

Íslenska landsliðið í knattspyrnu mun gista í Gelendzhik við Svartahafið þegar liðið verður á Heimseistaramótinu í Rússlandi.
09.okt. 2017 - 14:53 433.is

Komdu þér í gírinn fyrir kvöldið: Mögnuð myndskeið

Leikurinn á móti Austurríki á EM var mikilvægur. Leikurinn á móti Englendingum stórkostlegur. Nú er hins vegar komið að mikilvægasta leik í sögu Íslenskrar knattspyrnu.
29.ágú. 2017 - 11:03 433/Hörður Snævar Jónsson

Gríðarlega mikilvægur landsleikur framundan gegn Finnlandi

Leikmenn A landsliðs karla eru nú komnir til Finnlands og dvelja næstu daga í Helsinki þar sem liðið undirbýr sig fyrir leikina mikilvægu gegn Finnlandi og Úkraínu í undankeppni HM 2018.
22.ágú. 2017 - 11:30 433/Hörður Snævar Jónsson

Frumraun Gylfa með Everton - Myndasyrpa

Manchester City tók á móti Everton í mánudagsleik ensku úrvalsdeildarinnar í gær en leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Það var Wayne Rooney sem kom Everton yfir á 35 mínútu en á 44 mínútu fékk Kyle Walker að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt og heimamenn því einum færri.
16.ágú. 2017 - 19:23 433

Gylfi Þór kynntur til leiks með víkingaklappi - Myndband

Gylfi Þór Sigurðsson er gengin til liðs við Everton en hann skrifaði undir samning við félagið núna rétt í þessu. Kaupverðið á leikmanninum er 45 milljónir punda sem gerir hann að lang dýrasta Íslendingi sögunnar.
16.ágú. 2017 - 19:18 433

Gylfi Þór Sigurðsson til Everton

Everton hefur staðfest kaup sín á Gylfa Þór Sigurðssyni frá Swansea. Kaupverðið er 45 milljónir punda og verður Gylfi dýrasti leikmaður í sögu Everton. Félagaskiptin hafa lengi legið í loftinu en Everton hefur frá upphafi sumars lagt mikla áherslu á að ganga frá kaupum á Gylfa.
05.ágú. 2017 - 19:40 433

Lenti í veseni á þjóðhátíð – Heimir kom til bjargar

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, er staddur í Eyjum þessa stundina en þjóðhátíð fer nú fram. Heimir er klárlega vinur fólksins en hann starfar í miðaslöunni í Eyjum.
31.júl. 2017 - 16:17 433/Hörður Snævar Jónsson

Ekki ákveðið hvort KSÍ muni gefa upp kostnaðinn vegna EM hjá stelpunum

Klara Bjartmarz framkvæmdarstjóri KSÍ segir að ekki hafi verið ákveðið hvort sérstakt uppgjör vegna þátttöku Íslands á EM í Hollandi verði gert opinbert. Stelpurnar okkar luku keppni á Evrómótinu í síðustu viku en liðið komst ekki upp úr riðlinum. Íslenska liðið tapaði öllum þremur leikjum sínum gegn Frakklandi, Sviss og Austurríki.
13.júl. 2017 - 09:54 433/Hörður Snævar Jónsson

Gylfi fer ekki með Swansea til Bandaríkjanna – Ekki í réttu ástandi

Gylfi Þór Sigurðsson miðjumaður Swansea mun ekki ferðast með liðinu til Bandaríkjanna í æfingaferð um helgina. Swansea greinir frá þessu og segir Gylfa ekki í réttu ástandi fyrir svona ferð vegna þess að hann sé líklega á förum.
27.jún. 2017 - 12:00 433/Hörður Snævar Jónsson

Ár frá sigrinum á Englandi – Mögnuð myndbönd

Eitt ár er í dag frá líklega merkilegasta degi í íþróttasögu Íslands þegar karlalandsliðið vann sigur á Englandi á EM í Frakklandi. Leikurinn sem fram fór í Nice var í 16 liða úrslitum EM en Ísland vann 2-1 sigur með mörkum frá Ragnari Sigurðssyni og Kolbeini Sigþórsson.
26.jún. 2017 - 09:59 433/Hörður Snævar Jónsson

Segir Englendinga enn í vonleysi ári eftir tapið gegn Íslandi

Á morgun verður eitt ár frá líklega merkilegasta degi í íþróttasögu Íslands þegar karlalandsliðið vann sigur á Englandi á EM í Frakklandi. Leikurinn sem fram fór í Nice var í 16 liða úrslitum EM en Ísland vann 2-1 sigur með mörkum frá Ragnari Sigurðssyni og Kolbeini Sigþórsson.
02.jún. 2017 - 14:15 433/Hörður Snævar Jónsson

Þrjú stór nöfn snúa aftur í landsliðið – Viðar og Hólmar ekki með

Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari Íslands hefur valið leikmannahóp sinn fyrir leikinn mikilvæga gegn Króatíu í undankeppni HM. Leikurinn fer fram 11. júní á Laugardalsvelli og ljóst má vera að mikið er undir enda getur Íslands náð Króatíu á toppi riðilsins með sigri.

31.maí 2017 - 17:00 433/Hörður Snævar Jónsson

„Menn geta tekið fundargerðir og troðið þeim þangað sem sólin ekki skín“

Þór/KA situr á toppi Pepsi deildar kvenna þegar sjö umferðir eru búnar en liðið hefur farið á kostum. Þór/KA hefur unnið alla leikina sína og þar á meðal gegn Val, Breiðabliki og Stjörnunni sem áttu að vera sterkustu lið landsins. Þór/KA hefur fimm stiga forskot á toppi deildarinnar á Stjörnuna en helstu sérfræðingar landsins sáu þetta ekki fyrir.
25.apr. 2017 - 10:40 433/Hörður Snævar Jónsson

Spá 433.is fyrir Pepsi deild karla – 12. sæti

Pepsi deild karla fer af stað sunnudaginn 30. apríl og því eru minna en vika í að mótið hefjist. Spá 433.is fyrir deildina er byrjuð að rúlla en í gær kynntum við liði sem við spáum því að muni vinna Pepsi deildina. 433.is fékk sjö góða menn til að setja saman spá fyrir deildina.
23.apr. 2017 - 20:47 433/Victor Jóhann Pálsson

Messi tryggði Barcelona sigur í mögnuðum El Clasico

Það fór fram stórleikur á Spáni í kvöld er lið Real Madrid fékk Barcelona í heimsókn í El Clasico. Það var mikið undir í kvöld en heimamenn í Real tóku forystuna á 28. mínútu leiksins með marki frá Casemiro. Það tók Barcelona þó aðeins fimm mínútur að jafna en þar var að verki Lionel Messi sem skoraði frábært mark.
17.mar. 2017 - 18:30 433/Hörður Snævar Jónsson

Viðar Örn biðst afsökunar

Viðar Örn viðurkennir að hafa fengið sér nokkra bjóra en Maccabi Tel Aviv mætti liði Ashkelon þann 3. nóvember á síðasta ári. Viðar fékk sér bjór eftir þann leik en segir að það sé bull að hann hafi mætt undir áhrifum til Ítalíu.

17.mar. 2017 - 13:58 433/Hörður Snævar Jónsson

Viðar Örn mætti fullur í verkefni landsliðsins

Viðar Örn Kjartansson framherji Íslands mætti fullur til verkefna með íslenska landsliðinu á síðasta ári. Þetta fullyrti Kolbeinn Tumi Daðason fréttamaður Vísis á fréttamananafundi landsliðsins í dag. Landsliðið hittist þá í Parma og sagði Kolbeinn Tumi að Viðar hefði mætt fullur á æfingasvæðið þar sem liðið var.

10.mar. 2017 - 11:48 433

Hausverkur Heimis – Hver á að skora mörkin?

Það hefur verið bjartara útlit yfir íslenskum landsliðsmönnum en akkúrat þessa dagana. Þann 24. mars er mikilvægur leikur við Kósóvó í undankeppni HM, leikur sem þarf að vinnast svo íslenska liðið eigi möguleika á að komast á HM í Rússlandi 2018.

06.mar. 2017 - 10:49 433/Hörður Snævar Jónsson

Verður þetta byrjunarlið Íslands gegn Kosóvo?

Það er ljóst að Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari Íslands þarf að leggja höfuðið í bleyti fyrir komandi verkefni. Seinna í mars er leikur við Kosóvo í undankeppni HM og æfingaleikur við Írland þar á eftir Ljóst er að Birkir Bjarnason verður ekki með í því verkefni og afar tæpt er að Jóhann Berg Guðmundsson verði með.

22.feb. 2017 - 20:03 433/Victor Jóhann Pálsson

Mourinho býst við að tveir lykilmenn missi af úrslitaleiknum

Jose Mourinho, stjóri Manchester United, býst ekki við því að þeir Michael Carrick og Henrikh Mkhitaryan muni spila gegn Southampton um helgina. Þetta staðfesti Mourinho á blaðamannafundi í kvöld eftir 1-0 sigur United á franska liðinu Saint-Etienne.

10.jan. 2017 - 10:36 433/Hörður Snævar Jónsson

HM stækkar í 48 lið

FIFA hefur staðfest að HM muni árið 2026 verða með 48 liðum en fundað var um málið. Stjórn FIFA fundaði í dag og var þetta samþykkt þar. 16 riðlar verða á HM 2026 með þremur liðum en nánari útskýringar koma um málð síðar í dag.

04.jan. 2017 - 16:46 433

Geir: Ég tók þessa ákvörðun fyrir sjálfan mig

„Ég hugsaði þetta vel yfir jólin og komst að þeirri niðursstöðu að þetta væri góður tímapunktur fyrir mig til þess að stíga til hliðar. Ég ætlaði mér að taka tvö ár til viðbótar en eftir að hafa endurhugsað þetta á nýjan leik þá ákvað ég að stíga til hliðar,“ sagði Geir í samtali við 433.is núna rétt í þessu.
04.jan. 2017 - 15:36 433

Geir Þorsteinsson býður sig ekki fram til formanns KSÍ

Geir Þorsteinsson, sitjandi formaður KSÍ hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram í formannskjöri sambandsins á ársþinginu í febrúar. Geir hefur verið formaður KSÍ frá árinu 2007 en hann tók við embættinu af Eggerti Magnússyni. Ársþing KSÍ fer fram þann 11. febrúar næstkomandi í Vestmanneyjum en Guðni Bergsson hefur nú þegar tilkynnt um framboð sitt.

02.jan. 2017 - 14:19 433/Bjarni Helgason

Landsliðshópurinn sem fer til Kína: Albert Guðmunds og Sigurður Egill fara með

Íslenska karlalandsliðið mun taka þátt í æfingamóti í Kína í janúar næstkomandi. Hópurinn var tilkynntur í höfuðstöðvum KSÍ núna rétt í þessu en mikið er um nýliða eins og við var að búast. Spilað er í stærstu deildum Evrópu í janúar og febrúar en leikmenn sem spila á Norðurlöndunum eru í miklum meirihluta í hópnum enda hlé á deildunum þar.

28.des. 2016 - 12:56 433/Bjarni Helgason

Raggi Sig: Fór ekki til Fulham til að sitja á bekknum

Ragnar yfirgaf Rússland í sumar og hélt til Fulham en hann átti frábært Evrópumót með íslenska landsliðinu í Frakklandi. Hann hefur hins vegar átt erfitt uppdráttar hjá Fulham og missti m.a sæti sitt í liðinu á dögunum. „Ég held að ég hafi verið í byrjunarliðinu í fyrstu tíu eða ellefu leikjunum. Úrslitin voru ekki alveg að falla með okkur og stjórinn hefur verið iðinn við að róta í öftustu varnarlínunni síðustu vikurnar. Ég var til að mynda settur út úr hópnum um tíma og ég verð að segja að síðustu vikurnar hafa verið erfiðar.“

22.des. 2016 - 15:45 433/Victor Jóhann Pálsson

Instagram dagsins: Jói Berg og félagar heimsóttu spítala

Instagram er samskiptamiðill sem hefur notið mikilla vinsælda síðustu árin. Instagram dagsins er daglegur liður hjá okkur hérna á 433.is en þar skoðum við allt það helsta sem gerist á Instagram. Við fylgjumst með fjöldanum öllum af knattspyrnumönnum og öllum sem koma að íþróttinni. Margir knattspyrnumenn nota miðilinn og því er Instagram dagsins liður sem er alltaf með puttann á púlsinum.
16.des. 2016 - 14:51 433/Bjarni Helgason

Ofurtölva spáir fyrir um úrslit úrvalsdeildarinnar – Slæmar fréttir fyrir Íslendinga

Enska úrvalsdeildin er nú í fullum gangi en Chelsea trónir á toppnum með 40 stig þegar deildin er tæplega hálfnuð. Liverpool og Arsenal koma þar á eftir með 34 stig og Manchester City er í fjórða sætinu með 33 stig. Tottenham og Manchester United koma þar á eftir en tölfræðisíðan Euro Club Index tók saman ítarlega tölfræði liðanna í ár til þess að reikna út endanlega stöðu í deildinni í vor.

16.nóv. 2016 - 14:18 Eyjan

Katrín komin með umboðið: Stefnir að fjölflokkastjórn, talar við alla

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, fékk umboð til stjórnarmyndunar á fundi sínum með Guðna Th. Jóhannssyni, forseta Íslands á Bessastöðum í dag. Katrín lýsti því yfir við fréttamenn eftir fundinn, að hún tæki þetta verkefni að sér af auðmýkt. Hún ætli að funda með þingflokki VG í dag og setja sig svo í samband við forystumenn allra flokka í framhaldinu, líklega með fundum á morgun.

14.nóv. 2016 - 17:30 433/Hörður Snævar Jónsson

Útilokar að De Gea hafi haldið partý með fullt af gleðikonum

Ignacio Allende Fernández klámkóngur á Spáni og vinur David De Gea markvarðar Manchester United segir það af og frá að markvörðurnn hafi skipulagt partý með fullt af gleðikonum árið 2012.

10.nóv. 2016 - 15:45 433/Bjarni Helgason í Zagreb

Ísland hefur aldrei unnið Króata í keppnisleik

Íslenska landsliðið mætir Króatíu í undankeppni HM í Zagreb á laugardaginn en bæði lið eru með sjö stig á toppi I-riðils. Króatar eru með töluvert betri markatölu en við Íslendingar en þeir eru með 7 mörk í plús á meðan Ísland er með 3 mörk í plús eftir leiki gegn Úkraínu, Finnum og Tyrkjum.
09.nóv. 2016 - 21:36 433/Victor Jóhann Pálsson

Eldri Ítali keyrði langa leið til að hitta íslenska landsliðið – Gaf þeim rauðvín

Íslenska karlalandsliðið er á Ítalíu þessa stundina en okkar menn undirbúa sig fyrir keppni í undankeppni HM.

09.nóv. 2016 - 14:50 433/Hörður Snævar Jónsson

Jóhann Berg: Við erum ekki saddir

,,Þeir eru með frábært lið og við munum eftir síðasta útileik á móti þeim,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson kantmaður Íslands við 433.is um komandi leik við Króatíu. Jóhann og félagar undirbúa sig nú í Parma fyrir átökin gegn Króatíu en Ísland ætlar sér að hefna fyrir tap í Zagreb fyrir þremur árum þegar við misstum af sæti á HM í Brasilíu.

08.nóv. 2016 - 16:17 433/Hörður Snævar Jónsson

Hvernig á sóknarlína Íslands að vera? – Sérfræðingar svara

Það verður smá hausverkur fyrir Heimi Hallgrímsson landsliðsþjálfara að velja sóknarlínuna í leiknum gegn Króatíu í Zagreb á laugardag. Byrjunarlið Íslands hefur yfirleitt verið sjálfvalið en meiðsli hafa herjað á liðið undanfarið og vantar sterka leikmenn í Króatíu.

08.nóv. 2016 - 12:00 433/Hörður Snævar Jónsson

Fjórar mögulegar sóknarlínur Íslands gegn Króatíu

Það verður smá hausverkur fyrir Heimi Hallgrímsson landsliðsþjálfara að velja sóknarlínuna í leiknum gegn Króatíu í Zagreb á laugardag. Byrjunarlið Íslands hefur yfirleitt verið sjálfvalið en meiðsli hafa herjað á liðið undanfarið og vantar sterka leikmenn í Króatíu.

01.nóv. 2016 - 22:20 433/Hörður Snævar Jónsson

Öflugir leikmenn sagðir vilja yfirgefa félagið sitt

Félagaskiptamarkaðurinn á Íslandi hefur verið með rólegasta móti þessa síðustu daga. Félögin eru öll að skoða sín mál og reyna að sannfæra leikmenn til þess.

01.nóv. 2016 - 21:10 433/Victor Jóhann Pálsson

Jóhann Berg velur besta mark í sögu ensku úrvalsdeildarinnar

Þeir Jóhann Berg Guðmundsson, Ashley Young og Ilkay Gundogan tóku þátt í skemmtilegu verkefni fyrir ensku úrvalsdeildina. Leikmennirnir þrír voru beðnir um að velja sitt uppáhalds mark í ensku deildinni frá upphafi.

24.okt. 2016 - 17:15 433/Hörður Snævar Jónsson

Aðalstjórn ÍBV sakar Inga Sigurðsson um lygar

Aðalstjórn ÍBV og fyrrum knattspyrnuráð félagsins halda áfram að takast á og ekki sér fyrir endan á þeim deilum. Aðalstjórn ÍBV ákvað að láta knattspyrnuráðið fara eftir að Páll Hjarðar tók við sem formaður knattspyrnudeildar.

21.okt. 2016 - 14:14 433/Hörður Snævar Jónsson

Hvar eru þeir í dag? U17 ára landsliðið sem fór á EM 2007

Það er alltaf áhugavert að skoða gömul yngri landslið og sjá hvar leikmenn sem voru í þeim eru í dag. Við byrjuðum á þessu á dögunum þegar við skoðuðum U21 árs landsliðið sem fór á EM árið 2011.

20.okt. 2016 - 19:55 433

Stelpurnar með víkingaklappið til Kína: Myndband

Íslenska kvennalandsliðið lék sinn fyrsta leik á æfingamóti í Kína gegn gestgjöfunum en leiknum lauk með 2-2 jafntefli. Það voru þær Fanndís Friðriksdóttir og Katrín Ásbjörnsdóttir sem skoruðu mörk Íslands í leiknum en íslenska liðið var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik.

01.okt. 2016 - 08:00 Ágúst Borgþór Sverrisson

Rafmögnuð stemning í boltanum: Barist um Evrópusæti og Pepsi-deildarsæti í lokaumferðinni

Fagna KR-ingar í dag? Lokaumferðin í Pepsi-deild karla í knattspyrnu verður leikin í dag og fara allir leikirnir fram kl. 14. FH er orðið Íslandsmeistari og Þróttur Reykjavík er fallinn. En baráttan snýst um hvaða lið komast í Evrópukeppni og hvaða lið fellur með Þrótti.