15.feb. 2018 - 09:30
Kynning
Það er mikilvægt að velja rétta stærð af sjónvarpi. Skjárinn má hvorki vera of stór né of lítill miðað við rýmið þitt. Líttu á þetta stutta en fróðlega myndband frá Raflandi.
14.feb. 2018 - 14:00
Kynning
Margir eiga í vandræðum með skipulagið í eldhúsinu, til dæmis hvar á að koma öllu fyrir?
21.jan. 2018 - 16:30
Öll viljum við hafa hreint og fínt í kring um okkur en að sama skapi finnst fæstum gaman að þrífa. Hvernig á að þrífa rúmdýnur og hver hefur ekki sullað steikarolíu í nýja rándýra bolinn sinn? Hér að neðan má finna nokkur frábær húsráð sem munu án efa gagnast þér við þrifin og hin ýmsu hvimleiðu vandamál sem fylgir því að vera manneskja.
14.okt. 2017 - 12:00
Undraefnið WD-40 smyr alla hluti, kemur í veg fyrir ryðmyndun og tæringu og þrífur bókstaflega allt milli himins og jarðar. Sumir nota efnið meira að segja gegn liðagigt en aðrir láta nægja að nota það sem hreinsiefni fyrir bílinn eða heimilið. Hér eru taldar upp 100 aðstæður þar sem WD-40 getur komið að gagni. Ekki er tekin ábyrgð á því að efnið virki við þær allar eins og til er ætlast.
24.ágú. 2017 - 17:00
Bleikt
Söngkonan og gyðjan Rihanna var að kaupa sér nýtt heimili í Hollywood Hills fyrir rúmlega 700 milljónir króna. Þetta er ekkert venjulegt hús heldur glæsilegt höfðingjasetur eins og sést á meðfylgjandi myndum. E! News greinir frá. Í þessu stórfenglega höfðingjasetri er hvorki meira né minna en níu baðherbergi. Það er einnig falleg og rúmgóð sundlaug, bíóherbergi, risastórt fataherbergi og líkamsræktarherbergi. Rihanna á einnig eign við ströndina í heimalandi sínu Barbados sem hún keypti árið 2013.
13.ágú. 2017 - 19:00
Bleikt
Edik er til margra hluta nytsamlegt og nýtist það ekki einungis til matargerðar. Á myndbandinu hér að neðan má sjá að það getur margborgað sig að eiga edik í eldhúsinu.
29.júl. 2017 - 19:00
Bleikt
Það getur verið ansi erfitt að þvo blandara eftir notkun, sérstaklega í ljósi þess að glerkönnurnar sem fylgja þeim mega í mörgum tilfellum ekki fara í uppvottavélina. Matarleifar eiga það til að festast undir hnífnum, á staði sem uppvottaburstinn nær ekki til.
18.jún. 2017 - 21:00
Kristján Kristjánsson
Það eru til ótal ráð um hvernig á að forðast að fá blöðrur á fæturna þegar verið að er ganga í nýjum skóm. Ráðin eru að sjálfsögðu mjög mismunandi en eftir því sem sérfræðingur segir þá er til eitt næstum því skothelt ráð til að sleppa við blöðrur.
18.jún. 2017 - 19:30
Bleikt
Amina Mucciolo, betur þekkt sem Studio Mucci, kann svo sannarlega að lifa lífinu í lit! Íbúðin hennar er svo ótrúlega litrík og falleg að meira að segja einhyrningar eru afbrýðisamir. Ljós fjólubláir veggir, pastel litaðir skápar, blómaveggur, Hello Kitty örbylgjuofn og litríkar pappírströnur sem hanga úr loftinu endurspegla töfrandi persónuleika Aminu. Heimilið hennar er ekki aðeins litríkt heldur er hún oft með regnbogafléttur, í litríkum fötum og með glimmer förðun.
18.jún. 2017 - 12:00
Smári Pálmarsson
Þeir sem eru með dýr á heimilinu þekkja það eflaust mætavel að þurfa að vera með límrúllu við höndina. Hún er hentug þegar fjarlægja þarf hár, kusk og óhreinindi af fötum – en hana má reyndar nota í ýmislegt annað á heimilinu. Hér eru nokkur frábær ráð sem tekin voru saman af Huffington Post.
17.jún. 2017 - 13:00
DV
Sóun matvæla er mörgum Íslendingum hugleikin og sérstaklega aðgerðir til þess að stemma stigu við slíkri sóun. Aðgerðir eins og að skipuleggja innkaup betur og ákveða matseðil heimilisins fyrir nokkra daga í senn ræður þar mestu um. Hins vegar er líka afar mikilvægt að kunna að geyma matvæli rétt sem og að kunna ráð við því ef mistök eiga sér stað við eldamennskuna. Í þessari grein eru tíu handhæg en fullkomlega handahófskennd húsráð.
15.jún. 2017 - 15:59
Heimilið
Fallegar plöntur gera ótrúlega mikið fyrir heimilið oghreinsa auk þess loftið. Grænar plöntur hafa róandi áhrif og sumar þeirra hjálpa þér að sofa eða draga úr líkum á því að þú fáir kvef. Við mælum því með því að allir bæti smá grænu inn áheimilið sitt. Hér eru nokkrar fallegar plöntumyndir frá Pinterest.
14.jún. 2017 - 15:45
Heimilið
Flestir foreldrar pelabarna þekkja að pelarnir geta tekið mikið pláss í eldhússkápunum. Móðir í Bandaríkjunum fann sniðuga lausn eftir langa leit að pelastandi sem ekki tæki of mikið pláss. Brooke McDaniel fékk þá frábæru hugmynd að hengja sturtuhyrslu á vegginn í eldhúsinu hjá sér en upphaflega var hún hugsuð fyrir sápur og sjampó. Í hyrsluna setti Brooke pela barna sinna og á krókana neðan á hyrsluni hengdi hún snuð.
09.jún. 2017 - 13:00
Doktor.is
Á þessum árstíma eru væntanlega margir landsmenn búnir að dusta rykið af grillunum sínum sem hafa jafnvel ekki verið notuð síðan síðasta sumar. Ef rétt er að málum staðið getur grillmatur verið mjög hollur en til að tryggja að svo sé þarf að vanda til undirbúnings, meðhöndlunar hráefnis og framreiðslu.
06.jún. 2017 - 21:00
Bleikt
Lífsstílsmerkið ARKET er það 11 sem kemur frá H&M keðjunni en fyrstu verslanirnar opna síðar á þessu ári. Verslanir ARKET munu bjóða upp á úrval fyrir konur, karla, börn og heimilið. Áherslan er á sjálfbærni, gæði og góða endingu. ARKET hefur opnað Instagram síðu og lofar þetta merki mjög góðu að okkar mati.
06.jún. 2017 - 14:15
Bleikt
Dóttir Þórunnar Antoníu söngkonu endaði á sjúkrahúsi í gær eftir óhugnanlegt atvik í garðinum heima hjá sér. Stúlkan hafði verið að borða blóm og lauf þegar hún veiktist skyndilega. Þórunn Antonía deildi mynd á Facebook af henni örmagna á sjúkrahúsinu, til þess að minna fólk á þessa hættu.
02.jún. 2017 - 10:50
Heimilið
Allir sem hafa reynt að gera eitthvað eftir leiðbeiningum frá netinu kannast við að lokaútkoman er ekki alltaf í samræmi við væntingarnar. Þetta á bæði við um bakstur, föndur og DIY verkefni. Misheppnuð Pinterest verkefni eru sko ekkert til að skammast sín fyrir, því eins og myndirnar sína eru fleiri sem hafa lent í því sama. Þegar þetta gerist er tilvalið að deila myndunum með öðrum og hlægja að þessum misheppnuðu tilraunum.
31.maí 2017 - 18:00
Bleikt
Rúna Sævarsdóttir býr með manninum sínum og þremur börnum í Noregi. Hún stundar fjarnám í sálfræði við Háskólann á Akureyri og er þar að auki bloggari á Öskubuska.is. Hún skrifaði pistil um súperkonur sem birtist fyrst á Öskubuska.is og gaf Bleikt góðfúslegt leyfi að birta hann hér fyrir lesendur okkar.
31.maí 2017 - 11:08
Heimilið
Eldhússvamparnir góðu eru eflaust til í eldhússkápum margra heimila. Hér er myndband frá Brightside sem sýnir hvernig nýta má þá enn betur við heimilisþrifin.
27.nóv. 2015 - 10:45
Maður setur ekki markið lágt fyrir fyrsta aðventukransinn svo að sjálfsögðu þurfa könglarnir að vera hvítir en ekki bara venjulegir og brúnir,“ segir Rannveig Hafsteinsdóttir lífsstílsbloggari. Hún aflitaði köngla fyrir aðventukrans og fengum við að deila þessu flotta jólaföndri hennar með ykkur lesendum Bleikt.
22.nóv. 2014 - 21:00
Það er ekki alltaf ljóst hvernig maturinn geymist best og verst er þegar hann skemmist vegna þess. Það er því ekki verra að fara eftir þessum gríðarlega fínu leiðbeiningum og þurfa ekki að hafa minnstu áhyggjur framar. Það er jafnvel hægt að prenta þær út og festa beint á ísskápinn!
13.apr. 2014 - 21:30
Það er sérstök upplifun að ferðast og kanna aðra menningarheima. Fá að kynnast matarvenjum og jafnvel óvenjulegum réttum sem maður fær ekki í sínu heimalandi. Í flestum löndum er boðið uppá mat sem myndi ekki teljast mikið lostæti hér á landi en á listanum hér fyrir neðan sem telur níu rétti er nú eitt og annað sem margir Íslendingar myndu leggja sér til munns með mikilli ánægju.
16.jan. 2014 - 12:30
Berglind hjá Gotteri.is bakaði um síðustu helgi snúða sem hún hefur ætlað að prófa lengi! Gefum henni orðið:
Ég er mikill aðdáandi Cinnabon í Bandaríkjunum og læt mig oft dreyma um þá guðdómlegu snúða. Núna verð ég hins vegar að segja að sú þörf var fullkomlega uppfyllt með gerð þessara snúða, þeir voru svooooooooooo góðir að ég get ekki beðið eftir næstu helgi til að baka þá aftur!
06.jan. 2014 - 17:15
Þegar heimilið er þrifið gleymast oft nokkur atriði. Hér er listi yfir tíu staði á heimilinu þínu þar sem baktería og óhreinindi safnast upp mjög auðveldlega. Þetta eru hlutir sem þú ert væntanlega ekki að þrífa eins oft og þú ættir að gera.
02.jan. 2014 - 13:30
Sykur er til á flestum heimilum og það er hægt að nota hann í miklu meira en bara matargerð. Hér eru nokkrar sniðugar leiðir til þess að nota sykur á heimilinu. Sykur er góður til þess að:
18.des. 2013 - 12:33
Óttast þú að allir sitji fastir fyrir framan einhvern skjá um jólin? Nú er algengt að fólk eyði miklum tíma í að skoða snjallsíma, spjaldtölvur, fartölvur, borðtölvur og sjónvarpsskjái. Fjölskyldustundir eru oft þannig að hver meðlimur fjölskyldunnar er að horfa á einhvern skjá og samskiptin eru því minni. Norsk fjölskylda búsett í Osló vildi hafa jólin þannig að fólk myndi hafa samskipti við hvert annað og fengu góða hugmynd, símakarfa.
04.des. 2013 - 11:45
Kynning
Einn af starfsmönnum Pressunnar tók eldhúsið sitt í gegn á dögunum og skipti um innréttingu. Hún fékk ekki nóg af því að dásama nýja eldhúsið sitt og á endanum urðum við svo forvitin að við ákváðum að kynna okkur fyrirtækið aðeins betur. Fyrirtækið sem um ræðir heitir
Grindin ehf og er staðsett í Grindavíkurbæ.
29.nóv. 2013 - 08:30
Ertu byrjuð/aður að baka fyrir jólin? Prófaðu þessar ótrúlega krúttlegu broddgaltasmákökur. Þær eru svakalega einfaldar að búa til og virkilega góðar.
27.nóv. 2013 - 11:44
Í desember eykst notkun kerta. Flestir kertabrunarverða á aðfangadag, jóladag, gamlársdag og á nýársdag eða þá daga sem við erum heima í faðmi fjölskyldunnar. Í flestum tilfellum um að ræða minni háttar bruna þar sem enginn slasast og lítið fjárhagsleg tjón verður. Það er þó mikilvægt að hafa í huga að lítið þarf til þess að kertabruni orsaki stórtjón.
26.nóv. 2013 - 12:00
Þetta er ótúlega einfalt og fallegt. Það eina sem þú þarft eru nokkrar hreinar glerkrukkur, garn eða bandspotta, hvítt sprey og örlítið af sköpunargleði.
24.nóv. 2013 - 10:43
Einfalt , ódýrt og þægilegt: Það getur verið ótrúlega gaman að gera sína eigin andlitsmaska heima hjá sér. Þeir eru ódýrari en maskar sem keyptir eru í verslun og þú veist að þeir innihalda engin aukaefni. Hráefnin eru líka hugsanlega nú þegar til í eldhúsinu þínu. Skoðaðu þessar uppskriftir og sjáðu hvort einhver þeirra væri ekki sniðug fyrir þig.
21.nóv. 2013 - 10:40
Áður en þú ferð með allt gamla dótið í Sorpu, kíktu þá aðeins á þetta og sjáðu hvort ekki leynast gersemar í gamla dótinu sem annars færi bara í ruslið.
14.nóv. 2013 - 14:50
Langar þig að prófa eitthvað annað en hefðbundna græna jólakransinn í ár? Við fundum nokkrar skemmtilegar hugmyndir að svolítið öðruvísi jólakrönsum.
13.nóv. 2013 - 14:46
Væri ekki frábært að draga fyrir með appi í símanum eða með einum smelli á rofa? Nú eru stafrænar filmur að koma til Íslands en þær er glæný uppfinning sem er að slá í gegn á heimsvísu. Glerfilmur ehf. flytja inn Sonte snjallfilmurnar og setja þær upp sé þess óskað.
10.nóv. 2013 - 17:20
Þetta krúttlega litla kanadíska hús er hægt að setja saman aðeins á nokkrum dögum. “Húsið “ er aðeins þrír metrar á lengd en inniheldur samt í rauninni allt sem venjulegt heimili þarf. Á neðri hæðinni er stofan, baðherbergi og eldhús en uppi á lofti er kósý svefnherbergi. Húsið getur bæði nýtt sólarorkuna og safnað regnvatni sem gerir það einstaklega umhverfisvænt.
10.nóv. 2013 - 09:30
Ertu að hugsa um að skipta út eldhúsinnréttingunni? Ef svo er kíktu þá á þessar ótrúlega fallegu myndir af eldhúsum og þú gætir kannski fengið góðar hugmyndir og skemmtilegan innblásstu. Nú, svo er líka að sjálfsgöðu bara hægt að skoða og láta sig dreyma:
08.nóv. 2013 - 14:00
Jennifer Aniston er að auglýsa húsið sitt til sölu þessa dagana en það er staðsett í Beverly Hills og byggt um miðja seinustu öld. Auglýsingin birtist meðal annars á vefsíðunni frontdoor.com og eins og sést á myndunum þá er húsið afar fallega innréttað og er greinilegt að þarna inni ríkir mikill friður og ró. Kemur kannski ekki á óvart þar sem leikkonan virðist alltaf afslöppuð og róleg:
07.nóv. 2013 - 09:39
Scintilla er íslenskt sprotafyrirtæki sem hefur hingað til hannað textílvörur. Nú ætlar fyrirtækið að færa út kvíarnar og hefja framleiðslu á vörum úr öðrum efnum. Það nýjasta frá Scintilla sandblásnir speglar og verður sýning á þeim opnuð í Sparks Design Space þann 21. nóvember næstkomandi.
23.okt. 2013 - 14:00
Hér eru nokkur atriði sem þú vissir líklega ekki en koma trúlega að góðum notum. Kíktu á þetta, margt af þessu getur þú ef til vill nýtt þér strax:
23.okt. 2013 - 10:48
Tjón af völdum vatns eru ein algengasta orsök tjóna á heimilum hér á landi. Mörg vatnstjón eru vegna lagna sem gefa sig eða blöndunartækja og það getur verið erfitt að fyrirbyggja slík tjón. Reynslan er hins vegar sú að mjög mörg önnur vatnstjón má koma í veg fyrir og að það þarf oft lítið til, hér eru nokkur atriði sem gott er að hafa í huga.
20.okt. 2013 - 08:00
Þetta undraslím er hrein snilld. En með því er hægt að ná að hreinsa staði sem ekki var hægt að ná til áður. Kannast til dæmis ekki flestir við að horfa ofan í lyklaborðið sitt og sjá þar alls kyns mylsnu og ryk?
16.okt. 2013 - 09:25
Hver kannast ekki við vörumerkið Lisbeth Dahl? En þetta vel þekkta danska eðal vörumerki, sem hefur slegið rækilega í gegn út um allan heim og notið mikilla vinsælda seinustu 30 árin, er nú loksins komið á íslenskan markað. Lisbeth Dahl hefur semsagt opnað umboðsskrifstofu fyrir Íslendinga.
11.okt. 2013 - 11:52
Ertu í fríi um helgina? Eða langar þig bara að gera eitthvað skemmtilegt fyrir heimilið? Það eru ótal hugmyndir til og margar alveg ótrúlega einfaldar í framkvæmd. Veröldin setti saman nokkrar skemmtilegar hugmyndir fyrir þig til að skoða … nú eða prófa strax!
03.sep. 2013 - 12:00
Feng Shui er aldagömul austræn aðferð til þess að hafa áhrif á orkuflæði rýmis. Talað er um
Yin og
Yang sem karl- og kvenlæga orkutíðni. Fræðin fara betur ofan í saumana á þessu og því gæti verið snjallt að fá sér bók aflestrar um viðfangsefnið. Samkvæmt Feng Shui fræðunum getur t.d. uppröðun húsgagna á heimilinu breytt orkuflæði þess.
29.ágú. 2013 - 12:30
Algengasti ávani hamingjusamra einstaklinga er þakklæti. Þessir einstaklingar taka eftir því sem þeir eru þakklátir fyrir og hreinlega ástunda að tjá það. Þakklæti léttir á spennu, kemur fólki í betra skap og örvar ónæmiskerfið. (1) Þrátt fyrir augljósan ávinning af þessum einfalda ávana getur verið auðvelt að „detta úr þakklætisgírnum“. Það getur verið erfiðara að ástunda þakklæti ef mörg krefjandi verkefni eru framundan, erfiður unglingur gerir öðru heimilisfólki lífið leitt eða ef reikningar heimilisins hrannast upp. Sumum finnst jafnvel ógerlegt að ástunda þakklæti við slíkar aðstæður.
28.ágú. 2013 - 12:07
Kóladrykki má drekka en það má einnig nota þá á ýmsa aðra vegu. Kók er til dæmis góður bletta- og klósetthreinsir. Hitt er annað mál að drykkurinn kann að virðast minna aðlaðandi eftir að ljóst varð að hann má nota til erfiðra heimilisverka.
27.ágú. 2013 - 09:20
Stundum þarf lítið til þess að gera eitthvað stórkostlega snjallt. Bestu hugmyndirnar eru oft þær einföldustu og er bréfaklemman gott dæmi um slíka uppfinningu. Lumar þú á frábærri hugmynd?
23.ágú. 2013 - 11:30
Borðedik leynir virkilega á sér og má brúka það til margs. Borðedik er oft kallað glært edik og er lífrænt, þ.e. þynnt ediksýra. Það býr yfir þeim eiginleika að kljúfa fitu, nær fram gljáa og eyðir vondri lykt.
10.apr. 2013 - 15:51
Í netútgáfu Elle Decor er að finna myndir af heimili hjónaparsins Portia De Rossi og Ellen Degeneres. Ellen segir að hún sé með ólæknandi hönnunardellu enda endurspeglar heimili þeirra þessa ástríðu hennar. En, Ellen er greinilega miklum hæfileikum gædd í þessum efnun, enda tala myndirnar sínu máli:
22.jan. 2013 - 20:00
Það þarf ekki að fjárfesta í rándýrum skipulagseiningum til að koma góðu skipulagi á skápana. Stundum nægir smá hugmyndaflug og að gefa hlutum nýtt notagildi. Kíktu á þessar hugmyndir þær eru stórsniðugar.