06. ágú. 2012 - 16:08Ólafur Már Sigurðsson

Keegan Bradley sigraði á WGC-Bridgestone - Myndband

Keegan Bradley sigraði um helgina á WGC-Bridgestone mótinu á samtals 13 höggum undir pari. Steve Stricker og Jim Furyk enduðu jafnir á samtals 12 höggum undir pari. Hér sjáum við samantekt frá PGATOUR.

29.mar. 2018 - 10:29

Vipp úr háu grasi

Mörgum reynist það erfitt að vippa úr háu grasi við flöt en það er lítið mál ef þið farið að hlutunum rétt. Hér sýnir Hank Haney fyrrum þjálfari Tiger Woods þetta á skýran hátt í kennslumyndbandi.

03.okt. 2017 - 09:57

Púttaðu betur með því að bæta púttstöðuna - Myndband

Rick Smith fer hér yfir grunnatriðin í púttstöðunni sem hjálpa þér að bæta púttin.
20.maí 2017 - 16:48

Glæsilegt golfhögg úr miðjum pollinum

Þetta heitir að redda sér! Hvaða golfáhugamaður man ekki eftir því þegar Jean Van de Velde reif sig úr skónum, bretti upp buxurnar og óð út í tjörnina þar sem hann hugðist skjóta golfbolta sínum úr vandræðum? Þessi magnaða atburðarrás átti sér jú stað á lokadegi Opna breska meistaramótsins í golfi árið 1999. Ógleymanlegt.
16.júl. 2014 - 18:47 Brynjar Eldon Geirsson

Hver sigrar á The Open

Á morgun fimmtudag hefst keppni um eftirsóttasta bikar sem hægt er að vinna sem atvinnumaður en bikarinn ber nafnið The Claret Jug og hverjum einasta atvinnukylfing dreymir um að sigra í þessu móti sem haldið er nú á Royal Liverpool golfvellinum á Bretlandi.
17.jún. 2014 - 10:48 Brynjar Eldon Geirsson

Tölulegar staðreyndir um Golf

Hér koma nokkrar skemmtilegar tölfræðilegar staðreyndir um golf frá hinum ýmsu hliðum

15.jún. 2014 - 21:40 Brynjar Eldon Geirsson

Bjargaðu Parinu

Þegar leikmaður hittir ekki flöt þá er mikilvægt að viðkomandi sé fær í því að bjarga Parinu og þannig ekki tapa höggi. Graeme McDowell er einn af bestu leikmönnum evrópu í Þessum höggum en honum tekst að jafnaði að bjarga parinu í 75% tilfella þegar hann hittir ekki flötina eða í þremur af hverjum fjórum skiptum sem hann reynir.
10.jún. 2014 - 15:16 Brynjar Eldon Geirsson

Hringæfing Pútt

Skemmtileg æfing fyrir þá sem hafa áhuga á því að bæta púttin hjá sér og ná árangri í mikilvægasta þætti leiksins
01.jún. 2014 - 08:46 Brynjar Eldon Geirsson

Æfingaboltar Vs. Góðir golfboltar

Ekki samanburðarhæfir. Nýlega var gerð tilraun þar sem sveiflu vélmenni var látinn slá titlest proV1 bolta og í samanburði æfingarsvæðis golfbolta frá hinum ýmsu æfingarsvæðum í Evrópu. Vélin er að sjálfsögðu mjög stöðug og boltarnir alltaf slegnir á miðju kylfunnar.
05.maí 2014 - 07:59

Tíu ráð til að bæta leikhraða

Hægur leikur er eitt helsta vandamálið í golfi í dag. Það eru ýmsar ástæður fyrir því hvers vegna leikurinn gengur stundum of hægt; s.s. fleiri kylfingar á vellinum á mismunandi getustigi, frá kylfingum sem eru að stíga sín fyrstu spor í íþróttinni, til forgjafarlágra kylfinga sem líkja eftir hægum leik atvinnumanna.
04.maí 2014 - 11:38

Taktu gripið þitt alvarlega

Gripið er mikilvægasta tækniatriði golfsveiflunnar og geng ég svo langt að segja að annar hver kylfingur er með gripið sitt í slæmum málum. Það er eins og kylfingar geri sér ekki grein fyrir því að ef að gripið er ekki gott mun hreinlega ekkert ganga með sveifluna. Flestir eru með „veikt“ grip eins og það er kallað á fagmáli án þess að fara nánar út í það.

Ekki missa af þessu
29.3.2018

Vipp úr háu grasi

Mörgum reynist það erfitt að vippa úr háu grasi við flöt en það er lítið mál ef þið farið að hlutunum rétt...
2.4.2018

Sumohnébeygja sem er sérsniðin fyrir kylfinga

Hnébeygja er ein besta æfing sem hægt er að gera fyrir neðri líkama hvort sem þú ert að æfa fyrir...
Sjá meira