13. feb. 2011 - 10:00Gunnar Már Sigfússon
Framstig er tæknilega erfið æfing og er ekki fyrir byrjendur né þá sem eru slæmir í hnjám. Hún er engu að síður framúrskarandi æfing fyrir rassvöðvastyrk og ef hún er sett saman með snúningi eins og þessi útgáfa er hún mjög góð liðleikaæfing fyrir efri líkama. Hún er eiginlega holdgervingur þess sem golfsveiflan gengur út á.
Jafnvægi og styrk frá neðri og hreyfingu og liðleika frá efri líkama.
Byrjunarstaða í framstigi ætti alltaf að vera axlabreidd á milli fótanna til að hindara ójafnvægi í skrefinu. Þú stígur skref fram og beygir samtímis fremri fótinn svo þú myndir vinkil sem er um 90°. Síðan snýrðu líkamanum í sömu átt og fóturinn sem steig fram. Endurtekur á gagnstæða hlið.
Endurtekningarfjöldi gæti verið 3x10 á hvorn fót til að byrja með og síðan auka endurtekningar eða bæta við handlóðum