13. feb. 2011 - 10:00Gunnar Már Sigfússon

Framstig með snúningi á efri líkama: Styrkur/jafnvægi - aukinn hreyfanleiki efri/neðri

Framstig er tæknilega erfið æfing og er ekki fyrir byrjendur né þá sem eru slæmir í hnjám. Hún er engu að síður framúrskarandi æfing fyrir rassvöðvastyrk og ef hún er sett saman með snúningi eins og þessi útgáfa er hún mjög góð liðleikaæfing fyrir efri líkama. Hún er eiginlega holdgervingur þess sem golfsveiflan gengur út á.

Jafnvægi og styrk frá neðri og hreyfingu og liðleika frá efri líkama.

Byrjunarstaða í framstigi ætti alltaf að vera axlabreidd á milli fótanna til að hindara ójafnvægi í skrefinu. Þú stígur skref fram og beygir samtímis fremri fótinn svo þú myndir vinkil sem er um 90°. Síðan snýrðu líkamanum í sömu átt og fóturinn sem steig fram. Endurtekur á gagnstæða hlið.

Endurtekningarfjöldi gæti verið 3x10 á hvorn fót til að byrja með og síðan auka endurtekningar eða bæta við handlóðum
13.feb. 2012 - 07:00 Ólafur Már Sigurðsson

Mið í púttum - Myndband

Því betur sem þú miðar því minna þarftu að bæta upp fyrir rangt mið í strokunni. Að stilla púttershaus rétt upp eftir réttri stefnu er lykilatriði. Hér kennir Brynjar Geirsson ykkur að nota línu á golfboltanum til að hjálpa ykkur að miða rétt.
17.jan. 2011 - 09:00 Gunnar Már Sigfússon

Líkamsrækt kylfinga: 5 Bestu æfingarráðin fyrir 2011

Það eru nú bara þannig að sum ráð eru betri en önnur. Eftirfarandi listi er yfir þau ráð sem tengjast líkamsrækt kylfinga og okkur finnst standa upp úr og eru frá virtustu þjálfurum kylfinga um allan heim. Þetta eru allt frábærarar  ráðleggingar sem við höfum tekið saman og mælum með að fylgið og uppskerið ykkar besta sumar til þessa.

27.des. 2010 - 08:00 Gunnar Már Sigfússon

Flexibility – Mobility teygjan: Fljótlegasta leiðin til þess að auka hreyfigetuna

Það segir sig algerlega sjálft að allir kylfingar ættu að hafa teygjur sem hluta að sinni upphitun fyrir hringinn eða æfingarsvæðið. Teygjur eins og við þekkjum þær eru til í nokkrum útgáfum og ætla ég hérna að fara yfir tækni sem heitir dýnamískar teygjur og eru þannig í eðli sínu að þær gerast í gegnum hreyfingu í stað þess að koma sér í stöðu og halda henni.
20.mar. 2010 - 09:25 Gunnar Már Sigfússon

Jafnvægisæfingar fyrir kylfinga

Að rísa upp úr stöðunni gæti þýtt að þú eigir við jafnvægisvandamál að stríða.

Kylfingar sem rísa upp úr stöðinni eða koma ofarlega inn á boltann gætu átt við jafnvægisvandamál að stríða. Það er auðvelt að finna út hvort það sé málið og ef svo er þá eigum við svarið við því.

07.mar. 2010 - 10:00 Gunnar Már Sigfússon

Brú með fótalyftum: Styrkur - Jafnvægi neðri líkama

Vissir þú að rassvöðvarnir eru annað að tveimur vöðvasvæðum sem eru mikilvægust fyrir kylfinga. Takmarkaður kraftur eða stífleiki er ávísum á vandræði í sveiflunni.

05.mar. 2010 - 07:00 Gunnar Már Sigfússon

Trevor Immelman: Golffitness rútínan hans / Partur 2 af 2

Plankinn með áherslu á jafnvægi.

Mikilvægt er að hafa grunn í líkamsrækt áður en hafist er handa við þessa áætlun en hún er bæði krefjandi og krefst góðs líkamlegs grunns. Ef þú ert kylfingur í góðu formi og ert ekki með meiðsli er þetta frábær viðbót við æfingarkerfið þitt.

03.mar. 2010 - 12:03 Gunnar Már Sigfússon

Trevor Immelman: Golffitness rútínan hans / Partur 1 af 2

Trevor Immelman Trevor Immelman er einstaklega íþróttasinnaður kylfingur. Hann leggur mikla áherslu á að halda líkamanum í frábæru formi og segir sjálfur að líkamsrækt sé algert lykilatriði til þess að ná árangri og til þess að halda atvinnumanna ferlinum sem lengstum og án meiðsla.
28.feb. 2010 - 15:33 Gunnar Már Sigfússon

Kviður á bolta með snúningi: Styrkur/jafnvægi fyrir core - búksvæðið og neðri líkama

Æfingarbolti er eitt besta æfingartæki sem kylfingar geta komist í. Málið með boltana er að allar þær æfingar sem þú gerir á þeim hvort sem það er liðleiki eða styrkur þá koma þeir alltaf með þetta litla „auka” sem er jafnvægi og er auðvitað mjög mikilvægt í golfinu.


Ekki missa af þessu
29.3.2018

Vipp úr háu grasi

Mörgum reynist það erfitt að vippa úr háu grasi við flöt en það er lítið mál ef þið farið að hlutunum rétt...
2.4.2018

Sumohnébeygja sem er sérsniðin fyrir kylfinga

Hnébeygja er ein besta æfing sem hægt er að gera fyrir neðri líkama hvort sem þú ert að æfa fyrir...
Sjá meira