14. jún. 2012 - 22:51Ólafur Már Sigurðsson

Tiger byrjar vel á US Open

PGATOUR

Tiger Woods lék vel á fyrsta degi US Open sem hófst í dag á Olympic Club vellinum í San Francisco. Tiger, sem hefur unnið 14 risatitla á ferlinum, lék hringinn á 69 höggum í dag eða á einum undir pari vallarins og er sem stendur þremur höggum á eftir Michael Thompson sem leiðir mótið.

"Ég hafði góða stjórn á leiknum hjá mér í allan dag og hélt mér við leikskipulagið, " sagði Tiger eftir hringinn.
(21-30) RÚN: CR7 nærbuxur - júní
23.jún. 2016 - 22:42

Karlalandsliðið í golfi valið fyrir EM í Lúxemborg

Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari og Birgir Leifur Hafþórsson aðstoðar landsliðsþjálfari hafa valið karlalandsliðið í golfi sem keppir í Evrópukeppni landsliða í  2. deild dagana 6.-9. júlí á Kikiyoka vellinum í Lúxemborg.
23.jún. 2016 - 22:37

Íslenska kvennaliðið klárt fyrir EM á Urriðavelli

Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari hefur valið kvennalandsliðið í golfi sem keppir í Evrópukeppni landsliða hér á Íslandi hjá Golfklúbbnum Oddi dagana 5.-9. júlí.  Mótið, sem fram fer á Urriðavelli er það stærsta sem haldið hefur verið hér á landi og hingað til lands koma allir bestu áhugakylfingar Evrópu í kvennaflokki.
21.jún. 2016 - 14:29

KPMG-bikarinn: Gísli og Berglind Íslandsmeistarar í holukeppni

Gísli Sveinbergsson úr Keili og Berglind Björnsdóttir úr GR fögnuðu sigri á KPMG-bikarnum, Íslandsmótinu í holukeppni á Eimskipsmótaröðinni. Þetta eru fyrstu Íslandsmeistaratitlar þeirra í þessari keppni sem fór fram í fyrsta sinn árið 1988.
21.jún. 2016 - 10:25

Í beinni: KPMG-bikarinn, Íslandsmótið í holukeppni

Úrslitaleikirnir í KPMG-bikarnum, Íslandsmótinu í holukeppni í golfi, standa nú yfir á Hólmsvelli í Leiru. Hér fyrir neðan er bein lýsing frá gangi mála. Til úrslita leika Gísli Sveinbergsson, GK - Aron Snær Júlíusson, GKG í karlaflokki. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR og Berglind Björnsdóttir, GR í kvennaflokki. 
20.jún. 2016 - 17:29

Ný nöfn verða rituð á verðlaunagripina í KPMG-bikarnum, Íslandsmótið í holukeppni

Það var mikið um að vera á Hólmsvelli í Leiru í dag þar sem leiknar voru tvær umferðir í KPMG-bikarnum, Íslandsmótinu í holukeppni 2016 á Eimskipsmótaröðinni í karla og kvennaflokki. Það er ljóst að ný nöfn verða rituð á verðlaunagripina í ár.
19.jún. 2016 - 17:34

Riðlakeppninni lokið í KPMG-bikarnum - átta manna úrslitin hefjast á mánudag

Riðlakeppninni á KPMG-bikarnum, Íslandsmótinu í holukeppni á Eimskipsmótaröðinni, lauk síðdegis í dag á Hólmsvelli í Leiru. Það er ljóst hvaða átta kylfingar komust áfram í karla - og kvennaflokki. Átta manna úrslitin og undanúrslitin fara fram á mánudag og úrslitaleikirnir fara síðan fram á þriðjudaginn.
13.jún. 2016 - 11:58

Klappir - ný og glæsileg æfingaaðstaða fyrir kylfinga opnuð á Akureyri

Klappir, æfingaaðstaða Golfklúbbs Akureyrar var formlega tekið í notkun föstudaginn 10. júní s.l. Það var sexfaldur Íslandsmeistari, Björgvin Þorseinsson, sem sló fyrsta höggið. Klappir eru ríflega 1000 fermetrar að stærð með 28 básum á tveimur hæðum. Í kjallara eru geymslur fyrir golfbíla félagsmanna og klúbbsins ásamt geymsluskápum fyrir golfsett og kerrur.
13.jún. 2016 - 11:49

Úrslit úr Íslandsmótinu í holukeppni 2016 á Íslandsbankamótaröðinni

Úrslitin á Íslandsmótinu í holukeppni á Íslandsbankamótaröð unglinga réðust í gær í blíðskaparveðri á Þorláksvelli. Undanúrslitaleikirnir fóru fram fyrir hádegi og úrslitaleikirnir eftir hádegi. Keppt var í þremur aldursflokkum hjá báðum kynjum og urðu úrslit eftirfarandi. Golfsamband Íslands óskar sigurvegurunum til hamingju með titlana og öllum keppendum fyrir þátttökuna.

08.jún. 2016 - 23:18

Egill Ragnar tryggði sér sæti í A-landsliðinu með frábærum leik

Egill Ragnar Gunnarsson, slær hér á 5. teig á Korpunni. Mynd/set@golf.is „Þetta er gríðarlega góð tilfinning og það hefur allt smollið saman í leik mínum að undanförnu,“ sagði hinn tvítugi Egill Ragnar Gunnarsson úr GKG eftir að hafa tryggt sér sæti í A-landsliði karla á úrtökumóti sem haldið var fyrir landsliðshóp Íslands.
09.jún. 2016 - 08:42

Bakvandamál tengd golfi

Rannsóknir sýna að yfir 80% allra kylfinga munu þurfa að glíma við bakvandamál einhvern tíma á ferlinum. Bakmeiðsli eru algeng hjá kylfingum og rannsóknir sýna að yfir 80% allra kylfinga munu þurfa að glíma við bakvandamál einhvern tíma á ferlinum. Golfpressan hefur tekið saman nokkur einföld ráð til þess að lina verki og vinna á bólgum í baki. Rétt er að benda á það að þessi ráð eru eingöngu ætluð til að lina verki og draga úr bólgum. Síendurtekin bakvandamál eða miklir verkir falla ekki undir þessi ráð og þú ættir að leita til sérfræðings eins og sjúkraþjálfara í þannig tilvikum.
08.jún. 2016 - 07:43

System 36 er sniðugt forgjafarkerfi fyrir óformleg mót hópa og fyrirtækja

Golfmót innan fyrirtækja eru vinsæl, en þeim fylgir ákveðinn vandi við að reikna út forgjöf fyrir þá sem ýmist hafa hana ekki, eða hafa mjög gamla forgjöf. System 36 er prýðileg lausn. Hver kannast ekki við vandann sem fylgir því þegar fyrirtæki eða hópur heldur golfmót þar sem hluti þátttakenda eru jafnvel nýbyrjaðir í golfi, eru ekki virkir kylfingar eða hafa ekki forgjöf af öðrum ástæðum? System 36 leysir vandann.
07.jún. 2016 - 22:57

Púttaðu betur með því að bæta púttstöðuna - Myndband

Rick Smith fer hér yfir grunnatriðin í púttstöðunni sem hjálpa þér að bæta púttin.
06.jún. 2016 - 10:30 Sigurður Elvar

Guðrún Brá varði titilinn á Símamótinu á Eimskipsmótaröðinni

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK. Mynd/GSÍ Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili fagnaði sigri á Símamótinu á Eimskipsmótaröðinni sem lauk í dag á Hlíðavelli í Mosfellsbæ. Guðrún sigraði með þriggja högga mun og varði hún titilinn frá því í fyrra þegar hún sigraði á Símamótinu á sama velli.
06.jún. 2016 - 10:26

Andri fagnaði sínum öðrum sigri á tímabilinu á Símamótinu

Andri Þór Björnsson, GR. Mynd/GSÍ Andri Þór Björnsson úr GR lék frábært golf á Símamótinu á Eimskipsmótaröðinni í golfi. Andri lék hringina þrjá á Hlíðavelli í Mosfellsbæ á 12 höggum undir pari og hann setti vallarmet á fyrsta hringnum þar sem hann lék á 8 höggum undir pari eða -8. Þetta er annar sigur Andra í röð á Eimskipsmótaröðinni á þessu ári en hann hóf tímabilið í fyrra með sama hætti. Magnús Lárusson úr Goflklúbbnum Jökli frá Ólafsvík veitti Andra harða keppni en hann endaði tveimur höggum á eftir Andra.
03.jún. 2016 - 15:43

Sumohnébeygja sem er sérsniðin fyrir kylfinga

Sumo hnébeygja er frábær útfærsla af hinni klassísku hnébeygju og hentar kylfingum einkar vel Hnébeygja er ein besta æfing sem hægt er að gera fyrir neðri líkama hvort sem þú ert að æfa fyrir kraftlyftingar, golf eða bridds. Þessi útfærsla er aftur á móti sérsniðin fyrir kylfinga og keyrir kraft í vöðvana og eykur liðleikann samtímis.
02.jún. 2016 - 10:37

Spennandi keppendahópur á Símamótinu á Eimskipsmótaröðinni

Kristján Þóra Einarsson, GM; mynd GSÍ Það er öruggt að keppnin um efstu sætin á Símamótinu á Eimskipsmótaröðinni á Hlíðavelli í Mosfellsbæ verður afar hörð. Keppnin hefst á föstudaginn og er þetta annað mót keppnistímabilsins 2016 en leikið var á Strandarvelli á Hellu fyrir hálfum mánuði.
22.maí 2016 - 22:00

Eimskipsmótaröðin: Andri Þór sigraði örugglega á Egils-Gullmótinu

Mynd: golf.is Andri Þór Björnsson úr GR sigraði nokkuð örugglega á Egils-Gullmótinu á Eimskipsmótaröðinni sem lauk í dag á Strandarvelli á Hellu. Andri lék frábært golf þegar mest á reyndi og sigraði með sex högga mun.
22.maí 2016 - 21:00

Eimskipsmótaröðin: Þórdís sigraði á Egils-Gullmótinu eftir bráðabana

Mynd: golf.is Þórdís og Karen Guðnadóttir úr GS háðu mikla baráttu um sigurinn í ágætu veðri á Strandarvelli. Karen náði um tíma tveggja högga forskoti á Þórdísi en það snérist við á 11. og 12. holu. Þórdís jafnaði við Karen og þær voru jafnar eftir 54 holur.
20.maí 2016 - 20:00

Á von á spennandi helgi á Egils-Gullmótinu á Eimskipsmótaröðinni

Andrea Ásgrímsdóttir, mótastjóri GSÍ, segir að Egils-Gullmótið á Eimskipsmótaröðinni sem hófst í dag á Strandarvelli á Hellu fari vel af stað og útlit sé fyrir spennandi keppni um helgina.
05.maí 2016 - 08:36

Biðin á enda hjá Ólafíu - keppir á sterkustu mótaröð Evrópu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, hefur leik í dag á sínu fyrsta móti á sterkustu atvinnumótaröð Evrópu, LET Evrópumótaröðinni. Lalla Meryam mótið fer fram í Marokkó og er leikið á Royal Dar Es Salam vellinum.
10.apr. 2016 - 08:21

Hátíð í bæ hjá GKG - fjölmenni við opnun nýrrar íþróttamiðstöðvar

Ný og glæsileg íþróttamiðstöð Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar var opnuð með formlegum hætti í gær. Mikið fjölmenni mætti til þess að skoða nýja mannvirkið sem er á tveimur hæðum og mátti heyra á gestum að ný viðmið hefðu nú verið sett í aðstöðu fyrir golfklúbba landsins.
02.apr. 2016 - 06:04

Í beinni: Lokahringurinn hjá Ólafíu á Terre Blanche í Frakklandi - Twitter GSÍ

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, hefur leik kl. 7.11 að íslenskum tíma í dag, á lokahringnum á Terre Blanche atvinnumótinu í Frakklandi. Mótið er hluti af næst sterkustu atvinnumótaröð kvenna í Evrópu og er GR-ingurinn í 19.-25. sæti á pari vallar samtals (74-72).
01.apr. 2016 - 10:02

Í beinni: Annar keppnisdagur hjá Ólafíu í Frakklandi – Twitter GSÍ

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, hefur leik kl. 11.25 að íslenskum tíma á öðrum keppnisdegi á LETAccess mótaröðinni sem fram fer í Frakklandi.
24.mar. 2016 - 00:01

Andrea ráðin sem mótastjóri GSÍ og framkvæmdastjóri PGA á Íslandi

Golfsamband Íslands og PGA á Íslandi hafa ráðið Andreu Ásgrímsdóttur til starfa. Andrea verður mótastjóri GSÍ, framkvæmdastjóri PGA á Íslandi og skólastjóri golfkennaraskóla PGA. Andrea mun sjá um daglegan rekstur PGA á Íslandi og PGA skólans, samhliða starfi mótastjóra GSÍ.
23.mar. 2016 - 11:00

Íslenskir kylfingar á sigurbraut í bandaríska háskólagolfinu - frábær sigur hjá Rúnari

Rúnar Arnórsson sigraði á Barona Collegiate Cup háskólamótinu sem fram fór á Barona Creek golfvellinum í Kaliforníu. Keilismaðurinn, sem keppir fyrir Minnesota háskólann, lék lokahringinn á 74 höggum eða +2 en hann lagði grunninn að sigrinum með mögnuðum leik á fyrsta keppnishringnum.
14.mar. 2016 - 22:20

Frábær sigur hjá Haraldi Franklín í bandaríska háskólagolfinu

Haraldur Franklín Magnús sigraði á sterku háskólamóti í golfi sem lauk um helgina í Texas í Bandaríkjunum. Þetta er í annað sinn sem GR-ingurinn nær að sigra á háskólamóti en hann lék samtals á 10 höggum undir pari vallar. Frá þessu er greint á golf.is.

24.feb. 2016 - 12:58

Upphafsforgjöf kylfinga verður 54 - Áhugaverðar breytingar á forgjafarkerfinu

Nýtt forgjafarkerfi tók gildi frá 1. janúar 2016 og gildir næstu fjögur ár eða til ársins 2019. Markmið forgjafarnefndar Evrópska golfsambandsins var að einfalda kerfið fyrir hinum almenna kylfingi. Golfsamböndum er gefið meira svigrúm til að gera breytingar á kerfinu til að auka ánægju af golfleik og mæta hinum margvíslegu þörfum kylfinga. Lykilatriði kerfisins eru í meginatriðum óbreytt en helstu breytingar verða eftirfarandi. Frá þessu er greint á golf.is

11.feb. 2016 - 10:13

Brynjar Eldon ráðinn framkvæmdastjóri Golfsambands Íslands

Brynjar Eldon Geirsson. Mynd/GSÍ Stjórn Golfsambands Íslands hefur ráðið Brynjar Eldon Geirsson í starf framkvæmdastjóra sambandsins. Starfið var auglýst laust fyrir áramót og tæplega 50 umsækjendur sóttust eftir starfinu. Ráðninga- og ráðgjafafyrirtækið Hagvangur var golfsambandinu innan handar í ráðningarferlinu. Þetta kemur fram á heimasíðu GSÍ.
05.feb. 2016 - 09:24

Valdís Þóra verður frá keppni vegna aðgerðar á þumalfingri

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Leyni Akranesi, verður frá keppni í nokkrar vikur vegna aðgerðar sem hún fór í snemma í morgun.
26.jan. 2016 - 07:49

Magnað sjónarspil í úrvalsmyndum vikunnar frá Getty

Að venju var mikið um að vera í íþróttalífinu í Evrópu og víðar í síðustu viku. Ljósmyndarar Getty voru með myndavélarnar á lofti á öllum stærstu viðburðunum. Hér fyrir neðan má sjá brot af því besta. Úrvalið er fjölbreytt þar sem skíði, golf, knattspyrna, tennis og fleiri íþróttir koma við sögu.
20.jan. 2016 - 12:21

Úthlutun úr Forskoti afrekssjóði kylfinga - Ólafía fékk hæsta styrkinn

Nýverið var úthlutað úr Forskoti afrekssjóði kylfinga og fá fimm atvinnukylfingar styrk úr sjóðnum að þessu sinni. Kylfingarnir eru Ólafía Þórunn Kristinsdóttir (GR), Valdís Þóra Jónsdóttir (GL), Birgir Leifur Hafþórsson (GKG), Þórður Rafn Gissurarson (GR) og Axel Bóasson úr (GK).
13.jan. 2016 - 00:01

Magnaðar íþróttamyndir í úrvali vikunnar frá Getty

Ljósmyndarar Getty voru á flestum stóru íþróttaviðburðum veraldar líkt og vanalega í síðustu viku. Hér má sjá brot af því besta sem þeir völdu sjálfir frá viðburðum í Evrópu, Ameríku og Eyjaálfu.
04.jan. 2016 - 08:45

Hvergerðingurinn Fannar Ingi sigraði á sterku unglingamóti í golfi í Bandaríkjunum

Fannar Ingi Steingrímsson úr Golfklúbbi Hveragerðis sigraði á sterku unglingamóti sem fram fór á Palm Springs golfvallasvæðinu í Bandaríkjunum. The Junior Honda Classic. Fannar, sem er 17 ára gamall, lék hringina tvo á 147 höggum eða +3 (72-75) og sigraði hann með minnsta mun.
22.des. 2015 - 19:45

Ólafía Þórunn tryggði sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur varð í dag önnur konan í íslenskri golfsögu til að tryggja sér fullan keppnisrétt á Evrópumótaröð kvenna. Ólafía hafnaði á meðal 30 efstu í úrtökumóti í Marókkó og fær fullan keppnisrétt á mótaröðinni á næstu leiktíð. Enn er leikið í Marókkó en ljóst er að Ólafía mun hafna á meðal 30 efstu.
04.des. 2015 - 09:21

Óvenjulegt sjónarhorn á íþróttaviðburði - stórkostlegar myndir frá Getty

Atvik úr íþróttaviðburðum eru mörg hver ógleymanleg. Ljósmyndarar gegna þar mikilvægu hlutverki og oft á tíðum ná þeir afar áhugaverðum sjónarhornum á atvikin. Hér fyrir neðan má sjá myndasyrpu frá Getty með myndum þar sem sjónarhornið er afar sérstakt og jafnvel óvenjulegt.
25.nóv. 2015 - 08:31

Miklar breytingar fyrirhugaðar á Eimskipsmótaröðinni í golfi

Miklar breytingar eru fyrirhugaðar á Eimskipsmótaröðinni í golfi. Starfshópur á vegum Golfsambandsins skilaði af sér tillögu um framtíðarsýn fyrir Eimskipsmótaröðina til næstu þriggja ára og var niðurstaða nefndarinnar kynnt á þingi Golfsambandsins.
25.nóv. 2015 - 00:01

Úrval vikunnar úr bandarísku íþróttalífi - Getty

Það er töluverður munur á þeim íþróttagreinum sem eru í kastljósinu hjá ljósmyndurum Getty í Bandaríkjunum og þeim sem starfa í Evrópu. Hér fyrir neðan má sjá úrvalsmyndir vikunnar úr íþróttalífinu í Bandaríkjunum og að venju er úrvalið glæsilegt og fjölbreytt.
24.nóv. 2015 - 00:01

Glæsileg tilþrif frá Evrópu - bestu íþróttamyndir vikunnar frá Getty

Ljósmyndarar Getty hafa tekið saman helstu afrek liðinnar viku frá íþróttaviðburðum í Evrópu. Hér fyrir neðan má sjá afraksturinn og að venju er úrvalið fjölbreytt og tilþrifin glæsileg.
23.nóv. 2015 - 09:44

Fjölgað um einn í stjórn GSÍ - ellefu manna stjórn kjörinn á golfþingi 2015

Þing Golfsambands Íslands fór fram s.l. laugardag í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ.  Á þinginu var ársskýrsla GSÍ lögð fram ásamt ársreikningum og fjárhagsáætlun fyrir árið 2016. Alls voru 122 fulltrúar golfklúbba á þinginu en alls gátu klúbbarnir verið með 199 fulltrúa á þinginu.  
19.nóv. 2015 - 08:03

Úrvalsmyndir ársins úr golfíþróttinni á heimsvísu - magnað sjónarspil

Það er farið að líða að lokum keppnistímabilsins í golfíþróttinni en lokamótið á Evrópumótaröðinni stendur nú yfir í Dubai. Glæsileg tilþrif hafa sést á stærstu atvinnumótaröðum heims á þessu tímabili og hér fyrir neðan er úrvalssafn af myndum sem ljósmyndarar Getty hafa tekið á golfvöllum víðsvegar um heiminn á þessu tímabili.
18.nóv. 2015 - 08:53

Birgir Leifur er úr leik á lokaúrtökumótinu á Spáni - endaði á +3 samtals

Birgir Leifur Hafþórsson, úr GKG, er úr leik á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í golfi. Hann lék fjórða hringinn á -2 eða 68 höggum en það dugði ekki til og endaði hann á +3 samtals (74-72-73-68).
17.nóv. 2015 - 07:56

Birgir Leifur á fimm höggum yfir pari samtals þegar keppni er hálfnuð

Birgir Leifur Hafþórsson, úr GKG, lék á einu höggi yfir pari á þriðja keppnisdeginum á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í dag. Birgir er samtals á 5 höggum yfir pari vallar eftir 54 holur (74-72-73). Keppni er ekki lokið í dag en hann er sem stendur í 118. sæti af alls 156 kylfingum – en 70 efstu komast áfram á síðustu tvo keppnisdagana.
17.nóv. 2015 - 00:01

Mögnuð íþróttatilþrif í úrvalssafni vikunnar frá Getty

Íþróttaljósmyndarar á vegum Getty voru að venju á stórviðburðum í íþróttaheiminum í síðustu viku. Hér má sjá brot af því besta sem ljósmyndararnir völdu sjálfir. Að venju er úrvalið fjölbreytt og tilþrifin stórkostleg.
14.nóv. 2015 - 14:34

Birgir Leifur byrjaði ekki vel á lokaúrtökumótinu á Spáni

Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG byrjaði ekki vel á fyrsta keppnisdeginum á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í golfi. Birgir lék fyrsta hringinn á 74 höggum eða +4. Hann fékk þrjá skolla (+1), einn skramba (+2) og einn fugl.
14.nóv. 2015 - 12:16

Haukur Örn kjörinn í stjórn Evrópska golfsambandsins - fyrsti Íslendingurinn í stjórn EGA

Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands, var í dag kosinn í stjórn Evrópska golfsambandsins, EGA, á ársþingi sambandsins sem fram fer í St. Andrews í Skotlandi.
11.nóv. 2015 - 11:30

Haukur Örn í framboði til stjórnar Evrópska golfsambandsins

Kosið verður í stjórn Evrópska golfsambandsins, EGA,  um næstu helgi á ársþingi sambandsins, sem fer fram í fæðingarbæ golfíþróttarinnar, St. Andrews í Skotlandi. Í stjórn EGA sitja tíu einstaklingar og hefur forseti Golfsambands Íslands, Haukur Örn Birgisson, ákveðið að gefa kost á sér. Hljóti Haukur Örn kosningu þá verður hann fulltrúi Norðurlandanna og austur Evrópu í framkvæmdstjórninni.
10.nóv. 2015 - 00:03

Úrvals íþróttamyndir frá Evrópu og Bandaríkjunum - Getty

Ljósmyndarar Getty voru á flestum íþróttaviðburðum í Evrópu og Bandaríkjunum í síðustu viku. Hér fyrir neðan má sjá brot af þeim myndum sem ljósmyndararnir völdu sjálfir sem úrvalsmyndir. Eins og sjá má eru áherslurnar í Evrópu og Bandaríkjunum mismunandi - og íþróttagreinarnar sem fjallað er um ólíkar. 
09.nóv. 2015 - 15:07

Birgir Leifur er einu skrefi nær Evrópumótaröðinni - komst örugglega áfram

Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG komst í dag í gegnum 2. stig úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina. Birgir lék á 70 höggum í dag eða -1 á Las Colinas vellinum á Spáni. Hann lék alla fjóra hringina undir pari vallar og var samtals á -9 (66-70-69-70) 275 högg.  
08.nóv. 2015 - 15:26

Birgir Leifur í góðri stöðu fyrir lokahringinn - er í fimmta sæti á -8

Birgir Leifur Hafþórsson er í góðri stöðu fyrir lokahringinn á 2. stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina í golfi. Birgir, sem er í GKG, lék á -2 í dag eða 69 höggum og er hann samtals á 8 höggum undir pari (66-70-69). Birgir er í fimmta sæti en gera má ráð fyrir að 15 efstu kylfingarnir af þessum velli komist áfram á lokaúrtökumótið.
07.nóv. 2015 - 12:17

Vallarstarfsmenn „redda“ málunum á golfvöllum víðsvegar um heiminn

Vallarstarfsmenn á golfvöllum eru ómissandi þáttur þegar kemur að viðhaldi og umhirðu. Fagmenn á sínu sviði og gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að láta hlutina ganga upp þegar leysa þarf vandamál. Myndasyrpan hér fyrir neðan er frá Getty ljósmyndaþjónustunni þar sem að vallarstarfsmenn víðsvegar um veröldina eru í „fókus“.