14. jún. 2012 - 22:51Ólafur Már Sigurðsson

Tiger byrjar vel á US Open

PGATOUR

Tiger Woods lék vel á fyrsta degi US Open sem hófst í dag á Olympic Club vellinum í San Francisco. Tiger, sem hefur unnið 14 risatitla á ferlinum, lék hringinn á 69 höggum í dag eða á einum undir pari vallarins og er sem stendur þremur höggum á eftir Michael Thompson sem leiðir mótið.

"Ég hafði góða stjórn á leiknum hjá mér í allan dag og hélt mér við leikskipulagið, " sagði Tiger eftir hringinn.
(11-15) NRS Ritari feb 2016
11.feb. 2016 - 10:13

Brynjar Eldon ráðinn framkvæmdastjóri Golfsambands Íslands

Brynjar Eldon Geirsson. Mynd/GSÍ Stjórn Golfsambands Íslands hefur ráðið Brynjar Eldon Geirsson í starf framkvæmdastjóra sambandsins. Starfið var auglýst laust fyrir áramót og tæplega 50 umsækjendur sóttust eftir starfinu. Ráðninga- og ráðgjafafyrirtækið Hagvangur var golfsambandinu innan handar í ráðningarferlinu. Þetta kemur fram á heimasíðu GSÍ.
05.feb. 2016 - 09:24

Valdís Þóra verður frá keppni vegna aðgerðar á þumalfingri

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Leyni Akranesi, verður frá keppni í nokkrar vikur vegna aðgerðar sem hún fór í snemma í morgun.
26.jan. 2016 - 07:49

Magnað sjónarspil í úrvalsmyndum vikunnar frá Getty

Að venju var mikið um að vera í íþróttalífinu í Evrópu og víðar í síðustu viku. Ljósmyndarar Getty voru með myndavélarnar á lofti á öllum stærstu viðburðunum. Hér fyrir neðan má sjá brot af því besta. Úrvalið er fjölbreytt þar sem skíði, golf, knattspyrna, tennis og fleiri íþróttir koma við sögu.
20.jan. 2016 - 12:21

Úthlutun úr Forskoti afrekssjóði kylfinga - Ólafía fékk hæsta styrkinn

Nýverið var úthlutað úr Forskoti afrekssjóði kylfinga og fá fimm atvinnukylfingar styrk úr sjóðnum að þessu sinni. Kylfingarnir eru Ólafía Þórunn Kristinsdóttir (GR), Valdís Þóra Jónsdóttir (GL), Birgir Leifur Hafþórsson (GKG), Þórður Rafn Gissurarson (GR) og Axel Bóasson úr (GK).
13.jan. 2016 - 00:01

Magnaðar íþróttamyndir í úrvali vikunnar frá Getty

Ljósmyndarar Getty voru á flestum stóru íþróttaviðburðum veraldar líkt og vanalega í síðustu viku. Hér má sjá brot af því besta sem þeir völdu sjálfir frá viðburðum í Evrópu, Ameríku og Eyjaálfu.
04.jan. 2016 - 08:45

Hvergerðingurinn Fannar Ingi sigraði á sterku unglingamóti í golfi í Bandaríkjunum

Fannar Ingi Steingrímsson úr Golfklúbbi Hveragerðis sigraði á sterku unglingamóti sem fram fór á Palm Springs golfvallasvæðinu í Bandaríkjunum. The Junior Honda Classic. Fannar, sem er 17 ára gamall, lék hringina tvo á 147 höggum eða +3 (72-75) og sigraði hann með minnsta mun.
22.des. 2015 - 19:45

Ólafía Þórunn tryggði sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur varð í dag önnur konan í íslenskri golfsögu til að tryggja sér fullan keppnisrétt á Evrópumótaröð kvenna. Ólafía hafnaði á meðal 30 efstu í úrtökumóti í Marókkó og fær fullan keppnisrétt á mótaröðinni á næstu leiktíð. Enn er leikið í Marókkó en ljóst er að Ólafía mun hafna á meðal 30 efstu.
04.des. 2015 - 09:21

Óvenjulegt sjónarhorn á íþróttaviðburði - stórkostlegar myndir frá Getty

Atvik úr íþróttaviðburðum eru mörg hver ógleymanleg. Ljósmyndarar gegna þar mikilvægu hlutverki og oft á tíðum ná þeir afar áhugaverðum sjónarhornum á atvikin. Hér fyrir neðan má sjá myndasyrpu frá Getty með myndum þar sem sjónarhornið er afar sérstakt og jafnvel óvenjulegt.
25.nóv. 2015 - 08:31

Miklar breytingar fyrirhugaðar á Eimskipsmótaröðinni í golfi

Miklar breytingar eru fyrirhugaðar á Eimskipsmótaröðinni í golfi. Starfshópur á vegum Golfsambandsins skilaði af sér tillögu um framtíðarsýn fyrir Eimskipsmótaröðina til næstu þriggja ára og var niðurstaða nefndarinnar kynnt á þingi Golfsambandsins.
25.nóv. 2015 - 00:01

Úrval vikunnar úr bandarísku íþróttalífi - Getty

Það er töluverður munur á þeim íþróttagreinum sem eru í kastljósinu hjá ljósmyndurum Getty í Bandaríkjunum og þeim sem starfa í Evrópu. Hér fyrir neðan má sjá úrvalsmyndir vikunnar úr íþróttalífinu í Bandaríkjunum og að venju er úrvalið glæsilegt og fjölbreytt.
24.nóv. 2015 - 00:01

Glæsileg tilþrif frá Evrópu - bestu íþróttamyndir vikunnar frá Getty

Ljósmyndarar Getty hafa tekið saman helstu afrek liðinnar viku frá íþróttaviðburðum í Evrópu. Hér fyrir neðan má sjá afraksturinn og að venju er úrvalið fjölbreytt og tilþrifin glæsileg.
23.nóv. 2015 - 09:44

Fjölgað um einn í stjórn GSÍ - ellefu manna stjórn kjörinn á golfþingi 2015

Þing Golfsambands Íslands fór fram s.l. laugardag í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ.  Á þinginu var ársskýrsla GSÍ lögð fram ásamt ársreikningum og fjárhagsáætlun fyrir árið 2016. Alls voru 122 fulltrúar golfklúbba á þinginu en alls gátu klúbbarnir verið með 199 fulltrúa á þinginu.  
19.nóv. 2015 - 08:03

Úrvalsmyndir ársins úr golfíþróttinni á heimsvísu - magnað sjónarspil

Það er farið að líða að lokum keppnistímabilsins í golfíþróttinni en lokamótið á Evrópumótaröðinni stendur nú yfir í Dubai. Glæsileg tilþrif hafa sést á stærstu atvinnumótaröðum heims á þessu tímabili og hér fyrir neðan er úrvalssafn af myndum sem ljósmyndarar Getty hafa tekið á golfvöllum víðsvegar um heiminn á þessu tímabili.
18.nóv. 2015 - 08:53

Birgir Leifur er úr leik á lokaúrtökumótinu á Spáni - endaði á +3 samtals

Birgir Leifur Hafþórsson, úr GKG, er úr leik á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í golfi. Hann lék fjórða hringinn á -2 eða 68 höggum en það dugði ekki til og endaði hann á +3 samtals (74-72-73-68).
17.nóv. 2015 - 07:56

Birgir Leifur á fimm höggum yfir pari samtals þegar keppni er hálfnuð

Birgir Leifur Hafþórsson, úr GKG, lék á einu höggi yfir pari á þriðja keppnisdeginum á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í dag. Birgir er samtals á 5 höggum yfir pari vallar eftir 54 holur (74-72-73). Keppni er ekki lokið í dag en hann er sem stendur í 118. sæti af alls 156 kylfingum – en 70 efstu komast áfram á síðustu tvo keppnisdagana.
17.nóv. 2015 - 00:01

Mögnuð íþróttatilþrif í úrvalssafni vikunnar frá Getty

Íþróttaljósmyndarar á vegum Getty voru að venju á stórviðburðum í íþróttaheiminum í síðustu viku. Hér má sjá brot af því besta sem ljósmyndararnir völdu sjálfir. Að venju er úrvalið fjölbreytt og tilþrifin stórkostleg.
14.nóv. 2015 - 14:34

Birgir Leifur byrjaði ekki vel á lokaúrtökumótinu á Spáni

Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG byrjaði ekki vel á fyrsta keppnisdeginum á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í golfi. Birgir lék fyrsta hringinn á 74 höggum eða +4. Hann fékk þrjá skolla (+1), einn skramba (+2) og einn fugl.
14.nóv. 2015 - 12:16

Haukur Örn kjörinn í stjórn Evrópska golfsambandsins - fyrsti Íslendingurinn í stjórn EGA

Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands, var í dag kosinn í stjórn Evrópska golfsambandsins, EGA, á ársþingi sambandsins sem fram fer í St. Andrews í Skotlandi.
11.nóv. 2015 - 11:30

Haukur Örn í framboði til stjórnar Evrópska golfsambandsins

Kosið verður í stjórn Evrópska golfsambandsins, EGA,  um næstu helgi á ársþingi sambandsins, sem fer fram í fæðingarbæ golfíþróttarinnar, St. Andrews í Skotlandi. Í stjórn EGA sitja tíu einstaklingar og hefur forseti Golfsambands Íslands, Haukur Örn Birgisson, ákveðið að gefa kost á sér. Hljóti Haukur Örn kosningu þá verður hann fulltrúi Norðurlandanna og austur Evrópu í framkvæmdstjórninni.
10.nóv. 2015 - 00:03

Úrvals íþróttamyndir frá Evrópu og Bandaríkjunum - Getty

Ljósmyndarar Getty voru á flestum íþróttaviðburðum í Evrópu og Bandaríkjunum í síðustu viku. Hér fyrir neðan má sjá brot af þeim myndum sem ljósmyndararnir völdu sjálfir sem úrvalsmyndir. Eins og sjá má eru áherslurnar í Evrópu og Bandaríkjunum mismunandi - og íþróttagreinarnar sem fjallað er um ólíkar. 
09.nóv. 2015 - 15:07

Birgir Leifur er einu skrefi nær Evrópumótaröðinni - komst örugglega áfram

Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG komst í dag í gegnum 2. stig úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina. Birgir lék á 70 höggum í dag eða -1 á Las Colinas vellinum á Spáni. Hann lék alla fjóra hringina undir pari vallar og var samtals á -9 (66-70-69-70) 275 högg.  
08.nóv. 2015 - 15:26

Birgir Leifur í góðri stöðu fyrir lokahringinn - er í fimmta sæti á -8

Birgir Leifur Hafþórsson er í góðri stöðu fyrir lokahringinn á 2. stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina í golfi. Birgir, sem er í GKG, lék á -2 í dag eða 69 höggum og er hann samtals á 8 höggum undir pari (66-70-69). Birgir er í fimmta sæti en gera má ráð fyrir að 15 efstu kylfingarnir af þessum velli komist áfram á lokaúrtökumótið.
07.nóv. 2015 - 12:17

Vallarstarfsmenn „redda“ málunum á golfvöllum víðsvegar um heiminn

Vallarstarfsmenn á golfvöllum eru ómissandi þáttur þegar kemur að viðhaldi og umhirðu. Fagmenn á sínu sviði og gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að láta hlutina ganga upp þegar leysa þarf vandamál. Myndasyrpan hér fyrir neðan er frá Getty ljósmyndaþjónustunni þar sem að vallarstarfsmenn víðsvegar um veröldina eru í „fókus“.
06.nóv. 2015 - 18:10

Frábær byrjun hjá Birgi á úrtökumótinu á Spáni - lék á 66 höggum og er í öðru sæti

Birgir Leifur Hafþórsson byrjaði gríðarlega vel á fyrsta keppnisdeginum af alls fjórum á 2. stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina. Birgir lék á -5 eða 66 höggum á Las Colinas vellinum í Alicante. Alls er keppt á fjórum keppnisvöllum samtímis á 2. stiginu og eru allir vellirnir á Spáni. 
06.nóv. 2015 - 09:26

Birgir Leifur mættur í 17. sinn á úrtökumótið fyrir Evrópumótaröðina

Birgir Leifur Hafþórsson. Mtynd/GSÍ Birgir Leifur Hafþórsson hefur leik í dag á 2. stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina. Alls er keppt á fjórum keppnisvöllum samtímis á 2. stiginu á Spáni og leikur Birgir á Las Colinas vellinum í Alicante. Birgir þurfti ekki að fara í gegnum 1. stig úrtökumótsins vegna stöðu sinnar á stigalista Áskorendamótaraðar Evrópu.
04.nóv. 2015 - 00:02

Evrópumót kvennalandsliða á Urriðavelli 2016

Evrópumót kvennalandsliða í golfi verður haldið á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Oddi í Garðabæ sumarið 2016. Þetta verður stærsta alþjóðlega golfmót sem haldið hefur verið á Íslandi fram til þessa. Í mótinu munu keppa fremstu áhugakylfingar kvenna í Evrópu ásamt okkar bestu konum.
03.nóv. 2015 - 07:31

Íþróttaljósmyndir frá öðru sjónarhorni - stórkostleg tilþrif

Íþróttaljósmyndarar beita ýmsum brögðum til þess að koma efni sínu til skila. Hér fyrir neðan má sjá safn af íþróttaljósmyndum sem teknar eru frá „öðru“ sjónarhorni en hin hefðbundna íþróttaljósmynd. Myndirnar segja allt sem segja þarf og að venju eru það ljósmyndarar frá Getty sem eiga heiðurinn.
29.okt. 2015 - 00:01

Ingvar og Saga efnilegustu kylfingar landsins - fjölmenni á uppskeruhátíð GSÍ

Ingvar Andri Magnússon, Saga Traustadóttir og Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ. Mynd/GSÍ. Uppskeruhátíð Golfsambands Íslands fór fram í gær í Laugardalnum þar sem veitt voru verðlaun fyrir árangur keppnistímabilsins á Íslandsbanka - og Eimskipsmótaröðum GSÍ. Ingvar Andri Magnússon og Saga Traustadóttir, úr GR, voru valinn efnilegustu kylfingarnir. Haraldur Franklín Magnús úr GR fékk Júlíusarbikarinn sem veittur er fyrir lægsta meðalskorið á Eimskipsmótaröðinni. 
27.okt. 2015 - 08:23

Áhugaverðar breytingar á golfreglunum taka gildi um næstu áramót

R&A í Skotlandi og Golfsamband Bandaríkjanna kynntu í gær þær breytingar sem verða á golfreglunum um næstu áramót.
24.okt. 2015 - 11:54

Tiger Woods er enn verðmætasta vörumerkið - þrír kylfingar á topp 10 listanum

Tiger Woods hefur ekki náð að sýna hvað í honum býr á golfvellinum á undanförnum misserum vegna meiðsla. Bandaríski kylfingurinn, sem er sá næst sigursælasti í golfsögunni hvað varðar sigra á risamótum, er þessa stundina fyrir neðan kappa á borð við Robert Dinwiddie og Sunhoon Kang á heimslistanum í golfi.
24.okt. 2015 - 10:28

Myndasyrpa: Dýr sem hafa tekið völdin á golfvöllum

Dýralíf á golfvöllum víðsvegar um veröldina er of fjölbreytt og áhugavert. Hér fyrir neðan er safn af myndum frá atvikum þar sem dýr koma við sögu á golfvöllum. Þar má nefna kengúrur, krabba, fiðrildi, kanínur, og að sjálfsögðu fugla.
23.okt. 2015 - 08:17

Golfklúbbur Mosfellsbæjar í sterkri stöðu eftir fyrsta hringinn á EM á Kýpur

Karlasveit Golfklúbbs Mosfellsbæjar er í góðri stöðu eftir fyrsta keppnisdaginn af alls þremur  á Evrópumóti golfklúbba sem fram fer á Kýpur. GM er í öðru sæti á -2 samtals í liðakeppninni eftir fyrsta hringinn en tvö bestu skorin hjá hverri sveit telur í liðakeppninni.
21.okt. 2015 - 07:51

Úrval úr ferilskrá íþróttaljósmyndarans Richard Heathcote

Richard Heathcote er þekktur íþróttaljósmyndari og starfa hann hjá Getty. Hér fyrir neðan er safn úrvalsmynda sem Heathcote valdi sjálfur. Eins og sjá má er Heathcote margt til lista lagt á þessu sviði.
19.okt. 2015 - 00:33

GEO styður hugmyndir Edwins um holufjölda

Umhverfissamtökin Golf Environment Organization, GEO, hafa lýst yfir stuðningi við hugmyndir íslenska golfvallahönnuðarins Edwins Roalds um að endurheimta þann ótakmarkaða sveigjanleika sem áður var við lýði gagnvart holufjölda á golfvöllum, en Edwin telur að slík breyting muni stórauka möguleika golfleiksins til að höfða betur til kylfinga, sjónarmiða um umhverfisvernd og verða öflugri þátttakandi í samfélaginu.
14.okt. 2015 - 10:10

Bestu íþróttamyndir vikunnar frá Getty - mögnuð tilþrif

Ljósmyndarar Getty voru að venju á flestum stórviðburðum í íþróttaheiminum í síðustu viku. Hér fyrir neðan má sjá úrval af því besta sem ljósmyndararnir völdu sjálfir - og að venju koma margar íþróttagreinar við sögu.
13.okt. 2015 - 10:35

Frábær byrjun hjá Haraldi - kylfingur mánaðarins í Sun Belt deildinni

Haraldur Franklín Magnús, kylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, hefur náð góðum árangri á fyrstu þremur mótum keppnistímabilsins í háskólagolfinu í Bandaríkjunum. Haraldur, sem leikur með Louisiana - Lafayette háskólaliðinu, var kjörinn kylfingur septembermánaðar í Sun Belt deildinni. 
10.okt. 2015 - 17:12

Valdís í 8.-9. sæti og Ólafía í 10.-14. sæti á lokamótinu á Englandi

Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni endaði í 8.-9. sæti á lokamótinu á LETAS atvinnumótaröðinni sem lauk í dag á Englandi. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR endaði í 10.-14. sæti. Valdís lék samtals á einu höggi undir pari (72-72-71) en Ólafía lék á +1 samtals (68-74-75). Sigurvegarinn Natalie Escuriola frá Spáni var á -8 samtals en þetta var lokamótið á LETAS mótaröðinni á þessu tímabili og nú tekur við úrtökumótið fyrir sjálfa LET Evrópumótaröðina.
10.okt. 2015 - 17:09

Frábær lokahringur hjá Axel - tryggði sér keppnisrétt á Nordic League mótaröðinni

Axel Bóasson úr Keili endaði í 23. sæti á lokaúrtökumótinu fyrir Nordic League atvinnumótaröðina í golfi sem lauk í dag. Ólafur Björn Loftsson endaði í 49. sæti en þeir eru báðir búnir að tryggja sér keppnisrétt á mótaröðinni á næsta tímabili.
09.okt. 2015 - 08:29

Ólafía efst og Valdís á meðal 10 efstu eftir fyrsta hringinn á lokamótinu á LETAS

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni eru í góðir stöðu eftir fyrsta keppnisdaginn á lokamóti tímabilsins á LETAS atvinnumótaröðinni í golfi. Ólafía lék á 68 höggum eða -4 og er hún í efsta sæti. Valdís Þóra lék á pari vallar eða 72 höggum og er hún 10.-14. sæti.
08.okt. 2015 - 07:58

Ólafía og Valdís hefja leik í dag á lokamótinu á LETAS mótaröðinni

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni hefja leik í dag á lokamóti tímabilsins á LETAS atvinnumótaröðinni í golfi. Mótið fer fram á Englandi og er að miklu að keppa fyrir íslensku atvinnukylfingana. Tuttugu efstu á stigalista mótaraðarinnar fara beint inn á lokaúrtökumótið fyrir Evrópumótaröðina í Marokkó í lok ársins. 
07.okt. 2015 - 10:09

Kostnaðurinn við ÓL 2016 veldur áhyggjum í Brasilíu

Skipuleggjendur Ólympíuleikanna sem fram fara í borginni Rio de Janiero í Brasilíu á næsta ári hafa ákveðið að draga verulega úr kostnaði við ýmsa þætti ÓL. Samkvæmt áætlun sem nýverið var samþykkt á að lækka kostnaðinn um 30% en heildarkostnaður við framkvæmdina á að vera um 450 milljarðar kr.  Eins og staðan var fyrir nokkrum vikum var ljóst að framkvæmdin færi langt fram úr áætlun og hafa skipuleggjendur leikanna gripið í taumana.
07.okt. 2015 - 09:17

Axel komst örugglega áfram á lokaúrtökumótið í Danmörku

Axel Bóasson úr Keili tryggði sér í gær sæti á lokaúrtökumótinu fyrir Nordic Golf atvinnumótaröðina. Axel endaði í 3.-4. sæti á -2 samtals en hann lék síðari keppnishringinn á 75 höggum en hann lék fyrri hringinn á 67 höggum. 
05.okt. 2015 - 08:02

Góður árangur hjá kvennasveit GR á EM í Ungverjalandi - enduðu í fjórða sæti

Kvennasveit Golfklúbbs Reykjavíkur tók þátt á Evrópumóti klúbba sem fram fór í Ungverjalandi og lauk í dag. Leikið var á Old Lake vellinum og náði GR fjórða sætinu af alls 14 þjóðum sem tóku þátt.
02.okt. 2015 - 10:07

Endaspretturinn framundan hjá Ólafíu og Valdísi á næst sterkustu atvinnumótaröð Evrópu

Íslensku atvinnukylfingarnir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni hefja leik í dag á LETAS mótaröðinni. Mótið fer fram á portúgölsku eyjunni Azores og er leikið á Terceira vellinum. Þetta er næst síðasta mótið á keppnistímabilinu á næst sterkust atvinnumótaröð kvenna í Evrópu. 
02.okt. 2015 - 10:04

Ólafur Björn úr leik á úrtökumótinu í Frakklandi

Ólafur Björn Loftsson er úr leik á fyrsta stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina í golf. Ólafur, sem er í GKG, lék í gær á 78 höggum eða +7 á Hardelot vellinum í Frakklandi. Samtals lék Íslandsmeistarinn frá árinu 2009 á +12 (72-75-78) en þeir sem voru á +10 samtals komust í gegnum niðurskurðinn að loknum þriðja keppnisdegi. Ólafur endaði í 78.-79. sæti af alls 103 keppendum sem tóku þátt á þessum velli en 22 efstu komast áfram á annað stig úrtökumótsins.
30.sep. 2015 - 00:01

Bestu íþróttamyndir vikunnar frá Getty - skemmtilegir taktar

Ljósmyndarar Getty voru að venju víðsvegar á ferðinni á helstu íþróttaviðburðum liðinnar viku. Hér er fyrir neðan eru bestu myndirnar að þeirra mati. Að venju er úrvalið fjölbreytt og tilþrifin frábær.
28.sep. 2015 - 07:33

Jordan Spieth vann risapeningapottinn í Atlanta - fékk 1,5 milljarða kr.

Jordan Spieth sigraði á lokamóti FedEx úrslitakeppninnar á PGA mótaröðinni sem lauk í gær í Atlanta í Bandríkjunum. Spieth, vann sér inn rétt tæplega 1,5 milljarð kr., fyrir sigurinn en hann sigraði með fjögurra högga mun.
26.sep. 2015 - 09:32

Frábært myndband frá SpeedGolfmóti í Brautarholti

Fyrir nokkrum vikum fór fram fyrsta SpeedGolf mót Íslands í samstarfi við Speedgolf Iceland. Í þessu afbrigði af golfíþróttinni er keppt um að slá sem fæst högg og að fara 9 holur á sem stystum tíma.
25.sep. 2015 - 08:09

Bestu íþróttamyndir vikunnar frá Getty - flott tilþrif

Ljósmyndarar Getty voru á flestum stórviðburðum í íþróttalífinu í síðustu viku og hér fyrir neðan má brot af því besta sem þeir völdu sjálfir. Að venju er úrvalið fjölbreytt og margar íþróttagreinar sem koma þar við sögu.
21.sep. 2015 - 07:42

Björn Óskar sigraði í Samsung Unglingaeinvíginu í Mosfelllsbæ

Björn Óskar Guðjónsson úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar sigraði í Unglingaeinvígi Samsung sem fram fór á Hlíðavelli í Mosfellsbæ um helgina. Þetta er í fyrsta sinn sem Björn Óskar stendur uppi sem sigurvegari í þessu skemmtilega móti þar sem flestir af bestu yngri kylfingum landsins fá þátttökurétt.

Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 05.2.2016
Lánsfé og lystisnekkjur
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 28.1.2016
Betri í rúminu en flestir aðrir
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 29.1.2016
Hnýsni í einkamál annarra
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 27.1.2016
Kári og Magnús senda mér pillu
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 30.1.2016
Ertu á leið til Lima?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 02.2.2016
Þjóð berst við eld og ís
Guðlaugur Þór Þórðarson
Guðlaugur Þór Þórðarson - 02.2.2016
Peningar, húsnæðismál og ungt fólk
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 06.2.2016
Áfellisdómur yfir samdómara
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 04.2.2016
Rannsóknarskýrsla mín fyrir 2015
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 08.2.2016
Elska Birgittu Jónsdóttur
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 03.2.2016
Upptaka frá Lima í Perú
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 04.2.2016
Hin mörgu andlit íslam – haustið 2016
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 06.2.2016
Guernica
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 11.2.2016
Kom Þór Saari upp um eigið trúnaðarbrot?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 09.2.2016
Það sem ég kom upp um 2015
Fleiri pressupennar
Golfers