14. jún. 2012 - 22:51Ólafur Már Sigurðsson

Tiger byrjar vel á US Open

PGATOUR

Tiger Woods lék vel á fyrsta degi US Open sem hófst í dag á Olympic Club vellinum í San Francisco. Tiger, sem hefur unnið 14 risatitla á ferlinum, lék hringinn á 69 höggum í dag eða á einum undir pari vallarins og er sem stendur þremur höggum á eftir Michael Thompson sem leiðir mótið.

"Ég hafði góða stjórn á leiknum hjá mér í allan dag og hélt mér við leikskipulagið, " sagði Tiger eftir hringinn.
Fastlind: Samningur framlengdur - frá og með sept
02.okt. 2015 - 10:07

Endaspretturinn framundan hjá Ólafíu og Valdísi á næst sterkustu atvinnumótaröð Evrópu

Íslensku atvinnukylfingarnir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni hefja leik í dag á LETAS mótaröðinni. Mótið fer fram á portúgölsku eyjunni Azores og er leikið á Terceira vellinum. Þetta er næst síðasta mótið á keppnistímabilinu á næst sterkust atvinnumótaröð kvenna í Evrópu. 
02.okt. 2015 - 10:04

Ólafur Björn úr leik á úrtökumótinu í Frakklandi

Ólafur Björn Loftsson er úr leik á fyrsta stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina í golf. Ólafur, sem er í GKG, lék í gær á 78 höggum eða +7 á Hardelot vellinum í Frakklandi. Samtals lék Íslandsmeistarinn frá árinu 2009 á +12 (72-75-78) en þeir sem voru á +10 samtals komust í gegnum niðurskurðinn að loknum þriðja keppnisdegi. Ólafur endaði í 78.-79. sæti af alls 103 keppendum sem tóku þátt á þessum velli en 22 efstu komast áfram á annað stig úrtökumótsins.
30.sep. 2015 - 00:01

Bestu íþróttamyndir vikunnar frá Getty - skemmtilegir taktar

Ljósmyndarar Getty voru að venju víðsvegar á ferðinni á helstu íþróttaviðburðum liðinnar viku. Hér er fyrir neðan eru bestu myndirnar að þeirra mati. Að venju er úrvalið fjölbreytt og tilþrifin frábær.
28.sep. 2015 - 07:33

Jordan Spieth vann risapeningapottinn í Atlanta - fékk 1,5 milljarða kr.

Jordan Spieth sigraði á lokamóti FedEx úrslitakeppninnar á PGA mótaröðinni sem lauk í gær í Atlanta í Bandríkjunum. Spieth, vann sér inn rétt tæplega 1,5 milljarð kr., fyrir sigurinn en hann sigraði með fjögurra högga mun.
26.sep. 2015 - 09:32

Frábært myndband frá SpeedGolfmóti í Brautarholti

Fyrir nokkrum vikum fór fram fyrsta SpeedGolf mót Íslands í samstarfi við Speedgolf Iceland. Í þessu afbrigði af golfíþróttinni er keppt um að slá sem fæst högg og að fara 9 holur á sem stystum tíma.
25.sep. 2015 - 08:09

Bestu íþróttamyndir vikunnar frá Getty - flott tilþrif

Ljósmyndarar Getty voru á flestum stórviðburðum í íþróttalífinu í síðustu viku og hér fyrir neðan má brot af því besta sem þeir völdu sjálfir. Að venju er úrvalið fjölbreytt og margar íþróttagreinar sem koma þar við sögu.
21.sep. 2015 - 07:42

Björn Óskar sigraði í Samsung Unglingaeinvíginu í Mosfelllsbæ

Björn Óskar Guðjónsson úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar sigraði í Unglingaeinvígi Samsung sem fram fór á Hlíðavelli í Mosfellsbæ um helgina. Þetta er í fyrsta sinn sem Björn Óskar stendur uppi sem sigurvegari í þessu skemmtilega móti þar sem flestir af bestu yngri kylfingum landsins fá þátttökurétt.
17.sep. 2015 - 08:59

Axel og Þórður í erfiðri stöðu í Þýskaland á úrtökumótinu

Íslensku kylfingarnir Þórður Rafn Gissurarson og Axel Bóasson þurfa að leika vel á lokahringjunum tveimur á úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina á Fleesensee vellinum í Þýskalandi. 
15.sep. 2015 - 10:13

Þórður og Axel hefja leik á úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina

Þórður Rafn Gissurarson, Íslandsmeistari í golfi 2015, og Axel Bóasson, Íslandsmeistari í holukeppni 2015, hefja leik í dag á fyrsta stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina. 
11.sep. 2015 - 08:40

Bestu íþróttamyndir vikunnar frá Getty - frábær tilþrif að venju

Fjölmargir íþróttaviðburðir fóru fram í síðustu viku víðsvegar um heiminn. Hér fyrir neðan er brot af bestu íþróttamyndunum sem ljósmyndarar Getty völdu og töldu að hefðu skarað framúr.
10.sep. 2015 - 08:33

Góð byrjun hjá Birgi á gríðarlega sterku móti í Kasakstan

Birgir Leifur Hafþórsson, úr GKG, hóf leik í morgun á gríðarlega sterku móti á Áskorendamótaröðinni sem fram fer í Kasakstan. Verðlaunaféð á þessu móti er mun hærra en á sambærilegum mótum á næst sterkustu atvinnumótaröð Evrópu. Birgir Leifur, sem er sexfaldur Íslandsmeistari, fékk alls fjóra fugla á fyrsta hringnum í morgun en hann tapaði tveimur höggum á par 5 holum. 
10.sep. 2015 - 00:01

Áhugvert styrktarmót fyrir EM sveit Golfklúbbs Mosfellsbæjar

Styrktarmót vegna þátttöku karlasveitar GM á Evrópumóti golfklúbba fer fram sunnudaginn 13. september á Hlíðavelli. Í frétt á vef GM segir að verkefni eins og þetta sé kostnaðarsamt og því vonumst við eftir stuðningi sem flesta enda eiga strákarnir okkar það fyllilega skilið.
09.sep. 2015 - 10:06

Hlynur og Ragnhildur leika á Duke of York golfmótinu

Tveir íslenskir keppendur hefja leik í dag á Duke of York golfmótinu sem fram fer að þessu sinni á tveimur völlum á Prince's Golf Club, Sandwich í Kent. Íslandmeistararnir í flokki 17-18 ára eru fulltrúar Íslands í þessari keppni en það eru þau Hlynur Bergsson úr GKG og Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR.
02.sep. 2015 - 00:02

Mikill leikhraði og gleði á VITA-golfmóti á Hlíðavelli

Rúmlega 200 kylfingar tóku þátt í VITA-golfmótinu sem fram fór á Hlíðavelli í Mofellsbæ um síðustu helgi. Peter Salmon, mótshaldari og framkvæmdastjóri VITA-golf segir að mótshaldið hafi gengið gríðarlega vel og sérstök áhersla hafi verið lögð á að halda uppi góðum leikhraða – og það tókst vel og var meðalleikhraði keppenda á 18 holum 4 klst. og 10 mínútur.
01.sep. 2015 - 08:30

Gísli náði fínum árangri með úrvalsliði Evrópu í Jacques Leglise Trophy

Gísli Sveinbergsson náði fínum árangri með úrvalsliði Evrópu sem lék gegn úrvalsliði Bretlands og Írlands um helgina í Skotlandi. Gísli er fyrsti íslenski kylfingurinn sem valinn er í úrvalsliðið fyrir Jacques Leglise Trophy þar sem allir bestu yngri kylfingar Evrópu tóku þátt. 
27.ágú. 2015 - 07:54

Tinna stigameistari á Eimskipsmótaröðinni 2015 í kvennaflokki

Tinna Jóhannsdóttir úr Keili fagnaði stigameistaratitlinum á Eimskipsmótaröðinni í golfi 2015. Þetta er í fyrsta sinn sem Tinna nær þessum titli en fyrst var keppt um stigameistaratitilinn árið 1989. Þrír kylfingar úr Keili raða sér í þrjú efstu sætin á stigalistanum í kvennaflokki en Íslandsmeistarinn Signý Arnórsdóttir varð önnur og Anna Sólveig Snorradóttir varð þriðja.
27.ágú. 2015 - 07:51

Axel stigameistari á Eimskipsmótaröðinni 2015 í karlaflokki

Axel Bóasson úr Keili stóð uppi sem stigameistari á Eimskipsmótaröðinni í golfi 2015. Þetta er í fyrsta sinn sem Axel fagnar þessum titli. Keilismaðurinn sigraði m.a. á Íslandsmótinu í holukeppni á Jaðarsvelli á Akureyri og hann varð annar á sjálfu Íslandsmótinu í golfi sem fram fór á Garðavelli á Akranesi. 
25.ágú. 2015 - 14:59

Ein glæsilegasta golfhola landsins opnar tímabundið í Fyrirtækjakeppni Keilis

Næstkomandi laugardag fer Fyrirtækjakeppni Keilis 2015 fram á Hvaleyrarvelli. Mótið er haldið sérstaklega til styrktar þeim gríðarmiklu framkvæmdum sem nú standa yfir á svæði Keilis. Þrjár nýjar golfholur munu líta dagsins ljós en um er að ræða framkvæmd sem hljóðar uppá 39 milljónir og því fjárþörf mikil þessa dagana.  
23.ágú. 2015 - 20:44

Tinna sigraði á Nýherjamótinu og tryggði sér stigameistaratitilinn á Eimskipsmótaröðinni

Tinna Jóhannsdóttir úr Keil sigraði í kvennaflokki á Nýherjamótinu á Eimskipsmótaröðinni sem lauk í dag á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Oddi. Tinna lék hringina þrjá á 221 höggi eða +8 og sigraði hún með tveggja högga mun. Karen Guðnadóttir úr GS varð önnur og Anna Sólveg Snorradóttir úr Keili varð þriðja.
23.ágú. 2015 - 20:38

Haraldur Franklín sigraði með fjögurra högga mun á Nýherjamótinu á Eimskipsmótaröðinni

Haraldur Franklín Magnús úr GR sigraði á Nýherjamótinu á Eimskipsmótaröðinni sem lauk í dag á Urriðavelli. Þetta er fyrsti sigur hans á Eimskipsmótaröðinni á þessu tímabili en Haraldur lék samtals á -4 og var fjórum höggum betri en Sigurþór Jónsson úr GK sem varða annar en hann Sigurþór lék best allra á lokahringnum. Benedikt Sveinsson úr GK varð þriðji á +1 samtals.
21.ágú. 2015 - 09:43

Tiger Woods með sinn besta keppnishring í tvö ár

Tiger Woods sýndi gamla takta á fyrsta hringnum á PGA móti sem hófst í gær. Woods lék sinn besta keppnishring í tvö ár en hann lék á 64 höggum eða -6 á Wyndham meistaramótinu. Woods er í sjöunda sæti en hann hefur átt í miklum vandræðum með leik sinn undanfarin misseri og ekki komist í gegnum niðurskurðinn á síðustu tveimur risamótum, Opna breska og PGA meistaramótinu.
19.ágú. 2015 - 00:01

Bestu íþróttamyndir vikunnar frá Getty - frábær tilþrif á heimsvísu

Ljósmyndarar frá Getty voru viðstaddir á flestum stærstu íþróttaviðburðum heims í síðustu viku. Hér má sjá brot af því besta sem ljósmyndararnir völdu sjálfir. Tilþrifin eru að venju glæsileg og úrvalið er mikið.
17.ágú. 2015 - 10:03

Úrslit í sveitakeppni yngri og eldri kylfinga kvenna réðust um helgina

Úrslit í sveitakeppnum unglinga og eldri kylfinga kvenna réðust um helgina. Keppt var á þremur stöðum í unglingaflokkunum en eldri kylfingar kvenna léku á Hellishólum.
13.ágú. 2015 - 00:24

Hvenær fer þinn uppáhaldskylfingur af stað á síðasta risamóti ársins 2015?

PGA meistaramótið, fjórða risamót ársins 2015 í golfi í karlaflokki, hefst á fimmtudaginn á Whistling Straits vellinum í Wisconsin í Bandaríkjunum. Rory McIlroy frá Norður-Írlandi hefur titil að verja en hann náði ekki að mæta í titilvörnina á Opna breska meistaramótinu í júlí s.l. vegna meiðsla á ökkla.
12.ágú. 2015 - 13:53

Gísli valinn í úrvalslið drengja frá meginlandi Evrópu

Gísli Sveinbergsson. Mynd/GSÍ Gísli Sveinbergsson úr Keili hefur verið valinn í úrvalslið drengja frá meginlandi Evrópu sem keppir við úrvalslið drengja frá Bretlandi og Írlandi á Royal Dornoch vellinum í Skotlandi. Mótið, sem á sér langa sögu, fer fram 28.-29. ágúst, og er Gísli einn af alls níu leikmönnum sem valdir verða í úrvalsiðið.
12.ágú. 2015 - 10:15

Bestu íþróttamyndir vikunnar frá Getty - frábær tilþrif

 Ljósmyndarar Getty voru víðsvegar um veröldina á stærstu íþróttaviðburðum s.l. viku. Hér má sjá brot af þeim myndum sem þeir töldu standa upp úr. Að venju er íþróttaflóran fjölbreytt og að sjálfsögðu kemur krikketíþróttin við sögu.
09.ágú. 2015 - 21:21

GM og GR fögnuðu sigrum í efstu deild í sveitakeppni GSÍ 2015

Golfklúbbur Mosfellsbæjar og Golfklúbbur Reykjavíkur tryggðu sér sigur í 1. deild karla og kvenna í sveitakeppni GSÍ sem lauk í dag.  Þetta er í fyrsta sinn sem GM sigrar í þessari keppni en í 17. sinn sem GR fagnar þessum titli í kvennaflokki. 
09.ágú. 2015 - 09:54

Mazzello tryggði sér sigur á EM - Haraldur Franklín með bestan árangur íslensku keppendana

Stefano Mazzello frá Ítalíu sigraði á Evrópumeistaramóti áhugamanna sem lauk um helgina í Slóvakíu. Með sigrinum tryggði hann sér keppnisrétt á Opna breska meistaramótinu á næsta ári. Mazzello lék á -19 samtals og var einu höggi betri en Gary Hurley frá Írlandi.
06.ágú. 2015 - 09:49

Spennandi helgi framundan - úrslitin í sveitakeppnum GSÍ ráðast

Á næstu dögum verður mikið um að vera á golfvöllum víðsvegar um landið þar sem úrslitin í Sveitakeppni GSÍ ráðast. Keppt er í fjórum deildum í karlaflokki og tveimur deildum í kvennaflokki. Golfklúbburinn Keilir hefur titil að verja í karla - og kvennaflokki í 1. deild.
05.ágú. 2015 - 10:33

Metfjöldi íslenskra kylfinga á Evrópumeistaramóti einstaklinga í Slóvakíu

Sex íslenskir áhugakylfingar hefja leik í dag, miðvikudag, á Evrópumeistaramóti einstaklinga sem fram fer í Slóvakíu. Leikið verður á Penati golfvallasvæðinu þar sem tveir 18 holu vellir eru en Jack Nicklaus hannaði báða vellina.
03.ágú. 2015 - 23:59

Aron sigraði í Einvíginu á Nesinu að viðstöddu fjölmenni í blíðskaparveðri

Árlegt góðgerðarmót Nesklúbbsins og DHL Express á Íslandi, Einvígið á Nesinu, fór fram í gær á Nesvellinum. Aron Snær Júlíusson klúbbmeistari úr GKG stóð uppi sem sigurvegari en fjöldi fólks fylgdist með gangi mála í veðurblíðunni á Seltjarnarnesi.
01.ágú. 2015 - 07:45

Frábær tilþrif í íþróttamyndasyrpu vikunnar frá Getty

Að venju voru ljósmyndarar frá Getty á flestum stóru íþróttaviðburðunum sem fram fóru á síðustu vikum. Hér fyrir neðan er brot af því besta sem ljósmyndararnir völdu sjálfir. Úrvalið er fjölbreytt og tilþrifin eru frábær.
31.júl. 2015 - 07:36

Einvígið á Nesinu haldið í 19. sinn – BUGL fær stuðning frá DHL

Árlegt góðgerðarmót Nesklúbbsins og DHL Express á Íslandi, Einvígið á Nesinu, verður haldið í 19. skipti á Nesvellinum mánudaginn 3. ágúst nk.  Venju samkvæmt er 10 af bestu kylfingum landsins  boðið til leiks og munu þau í ár spila í þágu BUGL (barna og unglingageðdeild Landspítalans).
28.júl. 2015 - 15:50

Golfsambandið bað Kára og Björgvin afsökunar - reglur um golfbíla verða endurskoðaðar

Í aðdraganda Íslandsmótsins í golfi, sem nýverið fór fram á Akranesi, óskaði Björgvin Þorsteinsson, sexfaldur Íslandsmeistari, eftir heimild mótsstjórnar til að fá að notast við golfbíl í mótinu vegna veikinda. Mótsstjórn synjaði honum um heimildina þar sem notkun golfbíla hefur ekki verið heimiluð í keppni á efsta keppnisstigi hjá golfsambandinu. Sama afstaða var tekin á golfmóti á stigamótaröð golfsambandsins í júní sl. þegar öðrum keppanda, Kára Hinrikssyni, var synjað um heimild til notkunar golfbíls á sömu forsendum.
27.júl. 2015 - 09:43

Signý og Þórður Íslandsmeistarar í golfi 2015 á Eimskipsmótaröðinni

Signý Arnórsdóttir úr Keili og Þórður Rafn Gissurarson úr GR fögnuðu sigri á Íslandsmótinu í golfi á Eimskipsmótaröðinni sem lauk í dag á Garðavelli á Akranesi. Þetta eru fyrstu Íslandsmeistaratitlar þeirra og settu þau bæði mótsmet.
26.júl. 2015 - 10:27

Í beinni: Úrslitin á Íslandsmótinu 2015 ráðast á Garðavelli í dag

Úrslitin á Íslandsmótinu í golfi á Eimskipsmótaröðinni ráðast síðdegis í dag á Garðavelli á Akranesi. Mikil spenna er í báðum flokkum og mótsmetið er í hættu í karlaflokknum en það er -10 samtals.
Fylgst er með gangi mála á Twittersíðu Golfsambands Íslands og má sjá þær færslur hér fyrir neðan.
25.júl. 2015 - 10:05

Í beinni: Þriðji keppnisdagur - Íslandsmótið í golfi 2015

Þriðji keppnisdagurinn á Íslandsmótinu í golfi á Eimskipsmótaröðinni fer fram í dag á Garðavelli á Akranesi. Mikil spenna er í kvenna - og karlaflokknum. Axel Bóasson GK er efstur á -6 samtals en hann er með tveggja högga forskot á Þórð Rafn Gissurarson GR og Ragnar Má Garðarsson GKG.
24.júl. 2015 - 20:35 Sigurður Elvar

Sunna með fjögurra högga forskot í kvennaflokknum

Sunna Víðisdóttir úr GR með fjögurra högga forskot í kvennaflokki á Íslandsmótinu í golfi þegar keppni er hálfnuð á Garðavelli á Akranesi. Sunna, sem fagnaði þessum titli árið 2013 er á einu höggi undir pari vallar eftir 36 holur en Signý Arnórsdóttir (GK) og Valdís Þóra Jónsdóttir (GL) eru á +3 samtals.
23.júl. 2015 - 21:28

Þórður Rafn lék frábært golf og er með tveggja högga forskot

Þórður Rafn Gissurarson úr GR lék frábært golf á fyrsta keppnisdeginum á Íslandsmótinu í golfi á Garðavelli á Akranesi í dag. Þórður lék á 67 höggum eða -5 og er hann með tveggja högga forskot á Axel Bóasson úr GK. Alls léku sex kylfingar undir pari í dag og er ljóst að það verður hart barist um Íslandsmeistaratitilinn 2015.
23.júl. 2015 - 21:21

Signý og Sunna deila efsta sætinu eftir fyrsta hringinn á Garðavelli

Signý Arnórsdóttir úr Keili og Sunna Víðisdóttir úr GR deila efsta sætinu í kvennaflokki eftir fyrsta keppnisdaginn af alls fjórum á Íslandsmótinu í golfi á Garðavelli á Akranesi. Þær léku báðar á einu höggi undir pari eða 71 höggi en Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni er á 73 eða +1. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR, sem hefur titil að verja á mótinu, lék á 74 höggum.
22.júl. 2015 - 15:37

Valdísi og Axel spáð sigri á Íslandsmótinu í golfi 2015 á Garðavelli

Í dag fór fram fréttamannafundur vegna Íslandsmótsins í golfi 2015 á Eimskipsmótaröðinni. Íslandsmótið fer fram á Garðavelli á Akranesi hjá Golfklúbbnum Leyni og hefst það fimmtudaginn 23. júlí og úrslitin ráðast síðdegis sunnudaginn 26. júlí.
21.júl. 2015 - 07:39

Zach Johnson fagnaði sigri á Opna breska eftir umspil

Zach Johnson sigraði á Opna breska meistaramótinu sem lauk í gær á St. Andrews vellinum í Skotlandi. Þetta er í fyrsta sinn sem bandaríski kylfingurinn fagnar sigri á þessu sögufræga móti. Hinn 39 ára gamli Johnson hafði betur í fjögurra holu umspili um sigurinn gegn  Louis Oosthuizen frá Suður-Afríku og Ástralanum Marc Leishman.
20.júl. 2015 - 07:59

Opna breska – rástímar á lokadeginum og staðan

Úrslitin á opna breska meistaramótinu ráðast í dag á St. Andrews í Skotlandi. Afar áhugaverð staða er komin upp en írski áhugamaðurinn Paul Dunne er efstur ásamt Louis Oosthuizen frá Suður-Afríku og Jason Day frá Ástralíu Þeir verða saman í lokaráshópnum sem fer af stað kl. 13.30 í dag. Þetta er aðeins í annað sinn í sögu opna breska meistaramótsins þar sem úrslitin ráðast á mánudegi.
20.júl. 2015 - 07:29

Glæsilegu Íslandsmóti lokið á Íslandsbankamótaröðinni

Það var hörð barátta um Íslandsmeistaratitlana sem í boði voru á Íslandsmóti unglinga á Íslandsbankamótaröðinni sem lauk í gærkvöld á Korpúlfsstaðarvelli í Reykjavík.  Keppt var í þremur aldursflokkum hjá báðum kynjum, 14 ára og yngri, 15–16 ára og 17–18 ára.
Lokakeppnisdagurinn var gríðarlega spennandi þar sem úrslitin réðust í umspili og bráðabana í nokkrum flokkum.
19.júl. 2015 - 14:53

Frábært golf hjá Birgi – endaði í 5.–9. sæti á Spáni

Birgir Leifur Hafþórsson endaði í 5.–9. sæti á Áskorendamótinu sem fram fór á Kanaríeyjum á Spáni. Hann lék lokahringinn á 4 höggum undir pari og samtals var hann á 15 höggum undir pari.
18.júl. 2015 - 06:59

Glæsileg tilþrif í rjómablíðu á Íslandsmótinu á Íslandsbankamótaröðinni

Fyrsti keppnisdagurinn af alls þremur á Íslandsmótinu í golfi á Íslandsbankamótaröð unglinga fór fram í dag í blíðskaparveðri á Korpúlfsstaðarvelli í Reykjavík. Um 140 keppendur taka þátt og náðu keppendur góðum árangri við fínar aðstæður.   
17.júl. 2015 - 08:36

Johnson efstur á Opna breska – úrhellisrigning setti keppnishaldið úr skorðum á St. Andrews

Banda­ríkjamaður­inn Dust­in John­son lék best allra í gær á fyrsta keppnisdeginum á Opna breska meistaramótinu sem fram fer á St. Andrews í Skotlandi. Þetta er í 144. sinn sem mótið fer fram og í 29. sinn sem leikið er á hinum sögufræga St. Andrews.  
17.júl. 2015 - 08:17

Bein útsending og lokahóf – spennandi Íslandsmót framundan á Íslandsbankamótaröðinni

Það verður mikið um að vera um helgina þegar golftímabilið hjá yngstu afrekskylfingum landsins nær hámarki á Íslandsbankamótaröðinni. Sjálft Íslandsmótið fer fram á Korpúlfsstaðarvelli og samhliða því fer fram tveggja daga mót á Áskorendamótaröðinni á Bakkakotsvelli.
15.júl. 2015 - 12:02

Rástímarnir á Opna breska klárir – Jordan Spieth líklegastur til sigurs

Opna breska meistaramótið í golfi hefst á fimmtudaginn á hinum sögufræga St. Andrews velli í Skotlandi. Þetta er í 144. sinn sem mótið fer fram. Rory McIlroy frá Norður-Írlandi hefur titil að verja en vegna meiðsla sem hann hlaut í fótboltaleik með vinum sínum getur hann ekki mætt í titilvörnina. Þetta er í 29. sinn sem Opna breska fer fram á þessum velli. Sýnt verður frá Opna breska í beinni útsendingu á Golfstöðinni.
06.júl. 2015 - 12:05

Rory McIlroy snéri sig illa á ökkla – óvíst að hann verði með á Opna breska

Það er óvíst hvort Rory McIlroy verði með á Opna breska meistaramótinu í golfi. Norður-Írinn meiddist alvarlega á ökkla þegar hann var leika sér í fótbolta með vinum sínum um s.l. helgi. Ekki er vitað á þessari stundu hvort liðbönd í ökklanum séu slitin. Á fésbókarsíðu sinni skrifar kylfingurinn að hann eigi eftir að fá nákvæma greiningu á umfangi meiðsla sinna – en hann er nú þegar byrjaður í endurhæfingu og sjúkraþjálfun.

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Kristjón Kormákur Guðjónsson - 24.9.2015
Stelpurnar sem „sváfu“ hjá Justin Bieber
Björn Jón Bragason
Björn Jón Bragason - 20.9.2015
Pólitískir óvitar
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 21.9.2015
Sammála Guðmundi Andra
Guðrún Margrét Guðmundsdóttir
Guðrún Margrét Guðmundsdóttir - 23.9.2015
Kjarni málsins gleymist: Af hverju að sniðganga ísraelskar vörur?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 20.9.2015
Jónas rifjar upp gömul illindi
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 22.9.2015
Stórkostleg handvömm Más Guðmundssonar
Þórarinn Jón Magnússon
Þórarinn Jón Magnússon - 22.9.2015
Dagur bjargar Gunnari Braga
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 24.9.2015
Íslendingar trúa á boð og bönn
Sverrir Björn Þráinsson
Sverrir Björn Þráinsson - 27.9.2015
Offita, væl og lögmál aðdráttaraflsins
Hermann Guðmundsson
Hermann Guðmundsson - 29.9.2015
Óþægilegt að loforð skuli vera efnd
Ragnheiður Ragnarsdóttir
Ragnheiður Ragnarsdóttir - 02.10.2015
Pítsa með blómkálsbotni: UPPSKRIFT
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 28.9.2015
Sögðu Billinn og Sillinn ósatt?
Ragnheiður Ragnarsdóttir
Ragnheiður Ragnarsdóttir - 21.9.2015
Moroccanoil leikur: VINNINGSHAFAR
Ingibjörg Baldursdóttir
Ingibjörg Baldursdóttir - 29.9.2015
Barnið borðar sjálft (baby led weaning)
Fleiri pressupennar
Golfers