19. jún. 2012 - 16:06

GSÍ stendur fyrir Golfdeginum

Mynd: gsimyndir.net

Í tilefni af Ólympíuviku ÍSÍ mun Golfsamband Íslands, í samstarfi við golfklúbba vítt og breitt um landið, standa að Golfdeginum sem verður haldinn miðvikudaginn 20. júní næstkomandi. Keppt verður í golfi á Ólympíuleikunum í Rio, Brasilíu, árið 2016 í fyrsta sinn frá árinu 1904. Af þessu tilefni stendur GSÍ í samstarfi við ÍSÍ fyrir Golfdeginum til að kynna Íslendingum fyrir golfi sem Ólympíuíþrótt.

Á Golfdeginum mun fjöldi golfklúbba vítt og breitt um landið taka á móti börnum og unglingum og kynna þeim fyrir golfíþróttinni sem nýtur mikilla vinsælda hér á landi. Opið verður milli 16-19 á æfingasvæði golfklúbba um allt land þar sem börnum og unglingum verður kynnt íþróttin og kennd undirstöðuatriðin. Áhugasömum er bent á að kynna sér golfklúbba í sínu nágreni.

Nýverið stofnaði GSÍ afrekssjóðinn Forskot í samstarfi við fyrirtækin Icelandair, Valitor, Íslandsbanka, og Eimskip með það að markmiði að koma íslenskum kylfingum inn á Ólympíuleikana árið 2016. Markið er sett hátt en ef marka má þann uppgang sem orðið hefur í íslensku golfi á undanförnum árum þá er stutt í það að Íslendingar eignist kylfinga í fremstu röð.

Golf er í dag næstvinsælasta íþrótt landsins og eru um 17 þúsund manns félagar í golfklúbbi hér á landi. Stöðug fjölgun hefur verið meðal íslenskra kylfinga á undanförnum árum og er golfíþróttin líklega hvergi eins vinsæl og hér á Íslandi. Það er aldrei að vita nema að næsta Ólympíustjarna Íslands kynni sér golfíþróttina á Golfdeginum.19.ágú. 2014 - 12:32 Sigurður Elvar

Fimm kylfingar fá styrki úr Forskoti – afrekssjóði kylfinga

Í dag var tilkynnt hvaða kylfingar sem styrktir eru af Forskoti, afrekssjóði kylfinga. Stofnendur sjóðsins eru Eimskip, Valitor, Íslandsbanki, Icelandair Group og Golfsamband Íslands. Styrkina hljóta Birgir Leifur Hafþórsson, Ólafur Björn Loftsson, Axel Bóasson, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir.
14.ágú. 2014 - 10:15 Sigurður Elvar

Barnabarn og alnafni fyrsta Íslandsmeistarans í golfi á meðal keppenda á Garðavelli

Ólafur Gíslason og Gísli Ólafsson með verðlaunagripi sem fyrsti Íslandsmeistarinn í golfi eignaðist snemma á fimmta áratug síðustu aldar Gísli Ólafsson, læknir úr Reykjavík, varð fyrstur allra til þess að hampa Íslandsmeistaratitlinum í golfi árið 1942. Barnabarn Gísla og alnafni, Gísli Ólafsson úr Golfklúbbnum Kili í Mosfellsbæ, verður á meðal keppenda á sjötta mótinu á Eimskipsmótaröðinni sem fram fer á Garðavelli á Akranesi um næstu helgi. Í viðtali sem birt var í þriðja tölublaði Golf á Íslandi sem kom út nýverið segir Gísli að hann vonist til þess að geta fetað í fótspor afa síns – sem er hans helsta fyrirmynd í golfinu.
11.ágú. 2014 - 09:26 Sigurður Elvar

Rory McIlroy er óstöðvandi – landaði fjórða risatitlinum í myrkrinu á Valhalla

Rory McIlroy sigraði á PGA meistaramótinu sem lauk seint í gærkvöldi á Valhalla vellinum í Kentucky í Bandaríkjunum. Þetta er fjórði risatitill Norður-Írans á ferlinum en hann hefur nú sigrað á tveimur risamótum í röð og er sá fyrsti frá árinu 2008 sem nær þeim árangri. Það virðist fátt getað stöðvað hinn 25 ára gamla Norður-Íra þessa dagana en mótið í gær var þriðja mótð í röð sem hann vinnur en hann sigraði á WGC heimsmótinu eftir sigurinn á Opna breska meistaramótinu í júlí.
04.ágú. 2014 - 12:43 Sigurður Elvar

Tiger Woods meiddist á ný – tímabilið gæti verið á enda

Það er óvíst hvort Tiger Woods taki þátt á fjórða og síðasta risamóti ársins í golfi en bandaríski kylfingurinn meiddist í baki á lokahringnum á WGC heimsmótinu í gær. Woods hætti keppni eftir 9 holur en þetta var þriðja mótið sem hann tekur þátt í eftir að hann fór í aðgerð vegna bakmeiðsla í lok mars á þessu ári.
28.júl. 2014 - 11:48 Sigurður Elvar

Birgir Leifur Íslandsmeistari í sjötta sinn – Ólafía Þórunn fagnaði sínum öðrum titli

Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR eru Íslandsmeistari í höggleik árið 2014. Lokadagur Íslandsmótsins á Eimskipsmótaröðinni fór fram á í gær á Leirdalsvelli hjá GKG. Þetta í sjötta sinn sem Birgir  fagnar þessum titli.
25.júl. 2014 - 09:03 Sigurður Elvar

Rástímar og staða á öðrum keppnisdegi Íslandsmótsins á Leirdalsvelli

Annar keppnisdagur á Íslandsmótinu í höggleik hófst kl. 7.30 á Leirdalsvelli í dag. Keppendum verður fækkað að loknum 36 holum og komast 72 efstu í  karlaflokki áfram og 18 efstu í kvennaflokki. Tveir efstu kylfingar mótsins, Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG og Gísli Sveinbergsson úr GK eru áfram saman í ráshóp og hefja þeir leik kl. 14.00. Í kvennaflokki fer Valdís Þóra Jónsdóttir úr GL af stað kl. 11.30 og Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR sem deilir efsta sætinu með henni fer út kl. 12.00.  
24.júl. 2014 - 00:18 Sigurður Elvar

Sé eftir því að hafa ekki byrjað fyrr - formaður GKG lætur sig dreyma um gott veður í Leirdalnum

Guðmundur Oddsson formaður GKG lætur sig dreyma um góðviðri og fjölmenni á Íslandsmótinu í höggleik en ítarlegt viðtal er við Guðmund í 3. tbl. tímaritsins Golf á Íslandi sem kom út í þessari viku. Formaðurinn hefur í mörg horn að líta þessa dagana þar sem að Íslandsmótið í golfi hefst á fimmtudaginn á Leirdalsvelli en skólastjórinn fyrrverandi úr Kársnesskóla í Kópavogi, sér á hverjum degi eftir því að hafa ekki byrjað í golfíþróttinni fyrr á ævinni en hann hefur gegnt embætti formanns Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar í níu ár.
23.júl. 2014 - 23:51

Yrði skemmtilegt ef ég þyrfti að afhenda sjálfum mér bikarinn

Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands meðal þátttakenda á Íslandsmótinu í höggleik 2014. Haukur Örn er í viðtali í nýjasta tölublaði Golf á Íslandi sem kom út í vikunni.
21.júl. 2014 - 11:00 Sigurður Elvar

Rory fékk 200 milljónir kr. fyrir sigurinn – pabbi hans fékk 40 miljónir fyrir 10 ára gamalt veðmál

Rory McIlroy sigraði á Opna breska meistaramótinu sem lauk í gær á Royal Liverpool vellinum í Hoylake. Þetta er fyrsti sigur Norður-Írans á þessu risamóti og alls hefur hann sigrað á þremur risamótum. Sigur McIlroy var aldrei í stórkostlegri hættu á lokahringnum þar sem hann var með sex högga forskot fyrir lokahringinn.
18.júl. 2014 - 08:20 Sigurður Elvar

Hvernig er staðan á Opna breska? – bein lýsing frá öðrum keppnisdegi

Annar keppnisdagur á Opna breska meistaramótinu á Royal Liverpool vellinum í Hoylake stendur nú yfir. Keppni hófst snemma í morgun og síðustu ráshóparnir koma inn um kvöldmatarleytið. Fækkað verður um nánast helming í keppendahópnum eftir daginn í dag og er því að miklu að keppa. Rory McIlroy, sem var efstur eftir fyrsta hringinn, þar sem hann lék á 66 höggum eða -6 fer af stað kl. 14.27 í dag.
16.júl. 2014 - 18:47 Brynjar Eldon Geirsson

Hver sigrar á The Open

Á morgun fimmtudag hefst keppni um eftirsóttasta bikar sem hægt er að vinna sem atvinnumaður en bikarinn ber nafnið The Claret Jug og hverjum einasta atvinnukylfing dreymir um að sigra í þessu móti sem haldið er nú á Royal Liverpool golfvellinum á Bretlandi.
15.júl. 2014 - 13:00

Þorgerður Katrín fór holu í höggi: MYND

Það er líklega fátt eins eftirsótt hjá golfurum og að ná holu í höggi og margir sem horfa hýrum augum til þess. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi menntamálaráðherra náði þeim merka áfanga í gær og var það Gyða María Hjartardóttir, vinkona Þorgerðar og golfélagi sem smellti meðfylgjandi mynd af Þorgerði og birti á fésbókinni.

15.júl. 2014 - 09:52

Nóg um að vera í afreksgolfinu – 550 kylfingar skráðir í keppni

Það má með sanni segja að það verði fjör í íslensku golflífi næstu tvær helgar þegar ríflega 550 kylfingar á öllum aldri munu leika á fjórum Íslandsmótum.
14.júl. 2014 - 10:29 Brynjar Eldon Geirsson

Vipp úr háu grasi

Mörgum reynist það erfitt að vippa úr háu grasi við flöt en það er lítið mál ef þið farið að hlutunum rétt. Hér sýnir Hank Haney fyrrum þjálfari Tiger Woods þetta á skýran hátt í kennslumyndbandi.

10.júl. 2014 - 10:19 Brynjar Eldon Geirsson

Að slá fade eða draw

Gott getur verið að geta slegið mismunandi boltaflug og gefur sá hæfileiki leikmönnum á fjölbreyttara leikskipulagi. Hér sýnir Justin Rose okkur hvaða aðferð hann notar til þess að slá mismunandi boltaflug.
03.júl. 2014 - 14:00

Golf og skíði er góð blanda – Hilmar Snær lætur gervifótinn ekki stöðva sig

Fjölbreytt efni er í öðru tölublaði Golf á Íslandi sem var dreift til kylfinga í öllum golfklúbbum landsins í síðustu viku. Á meðal efnis í blaðinu er áhugavert viðtal við Hilmar Örn Örvarsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Hilmar er með gervifót og hann lætur það ekki stöðva sig í golf – og skíðaíþróttinni.
03.júl. 2014 - 08:00

Guðrún Brá efst á stigalista Eimskipsmótaraðarinnar – Ragnhildur með flesta titla

Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili er efst á stigalista Eimskipsmótaraðarinnar eftir að Íslandsmótinu í holukeppni, Securitasmótinu, lauk í gær á Hvaleyrarvelli. Það er mjög jöfn keppni hjá fjórum efstu kylfingunum og munar ekki mörgum stigum á fyrstu fjórum sætunum. Tinna Jóhannsdóttir, GK, sem fagnaði Íslandsmeistaratitlinum í holukeppni á sunnudaginn í fyrsta sinn á ferlinum, er í 11. sæti á listanum.  
02.júl. 2014 - 08:31

Kristján Þór efstur á stigalista Eimskipsmótaraðarinnar – Björgvin með flesta titla

Íslandsmótið í holukeppni, Securitasmótið, var fjórða mótið af alls sjö á Eimskipsmótaröðinni á þessu tímabili. Það eru aðeins þrjú mót eftir, Íslandsmótið höggleik í júlí og síðan fara fram tvö mót í ágúst, fyrst á Garðavelli og lokamótið fer fram á Akureyri.
01.júl. 2014 - 22:21 Brynjar Eldon Geirsson

Þórður Rafn með glæsilegan sigur

Þórður Rafn Gissurarson GR sigraði á Jamega atvinnumótaröðinni á tveggja daga móti sem fram fór á Calcot Park á Englandi. Þórður lék samtals á -5 höggum undir pari vallar (67-68) og var einu höggi betri en næsti maður.
29.jún. 2014 - 16:58 Brynjar Eldon Geirsson

Íslandsmóti í holukeppni lokið

Íslandsmeistarar í holukeppni voru krýndir nú í dag en leik lauk nú í dag í veðurblíðu á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði við frábærar aðstæður.
27.jún. 2014 - 10:55

Fjórir fyrrum meistarar á meðal keppenda á Securitasmótinu – Íslandsmótinu í holukeppni

Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG hefur sigrað oftast á Íslandsmótinu í holukeppni í karlaflokki alls fjórum sinnum. Birgir er á meðal keppenda á Securitasmótinu – Íslandsmótinu í holukeppni sem hófst snemma í morgun á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði. Leiknar verða 36 holur á hverjum degi á þremur keppnisdögum og þeir kylfingar sem leika til úrslita á mótinu leika því allt að 108 holur eða sem nemur sex 18 holu golfhringjum.
27.jún. 2014 - 09:00

Áhugaverðar viðureignir á Securitasmótinu í kvennaflokki – Íslandsmótinu í holukeppni

Keppni í kvennaflokki á Securitasmótinu Íslandsmótinu í holukeppni hófst snemma í morgun á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði. Mótið er fjórða mótið á Eimskipsmótaröðinni á þessu tímabili og eru sigurvegararnir frá fyrstu þremur mótunum á meðal keppenda auk Valdísar Þóru Jónsdóttur atvinnukylfings sem er að taka þátt á sínu fyrsta móti á tímabilinu.
24.jún. 2014 - 22:49

Að missa stjórn á sér á vellinum

Þeir bestu geta misst hausinn á vellinum og hér eru nokkur fræg dæmi um slíkt.
21.jún. 2014 - 15:12 Brynjar Eldon Geirsson

Martin Kaymer

Það fer ekki mikið fyrir Þýska kylfingnum Martin Kaymer en árangur hans á golfvellinum hefur ekki farið framhjá mörgum sem fylgjast með golfíþróttinni. En skyggnumst aðeins inn í daglegt líf kappans og skoðum viðtöl við hann sjálfan.
21.jún. 2014 - 14:46 Brynjar Eldon Geirsson

Haraldur Franklín lék frábærlega

Haraldur Franklín kylfingur úr golfklúbbi Reykjavíkur féll úr keppni í 8 manna úrslitum á Opna Breska áhugamannamótinu í golfi sem haldið var á Írlandi nú í vikunni.
17.jún. 2014 - 10:48 Brynjar Eldon Geirsson

Tölulegar staðreyndir um Golf

Hér koma nokkrar skemmtilegar tölfræðilegar staðreyndir um golf frá hinum ýmsu hliðum

17.jún. 2014 - 10:27 Brynjar Eldon Geirsson

Martin Kaymer sigraði á US Open 2014

Martin Kaymer sigraði með miklum yfirburðum á Opna bandaríska meistaramótinu sem leikið var á Pinehurst en hann sigraði með átta högga mun.
15.jún. 2014 - 22:00

Birgir Leifur sigraði í karlaflokki og Sunna Víðisdóttir í kvennaflokki

Birgir Leifur hafþórsson úr Golfklúbbi Kópavogs og garðabæjar sigraði í karlaflokki á Símamótinu sem lauk í dag á Hamarsvelli í Borgarnesi. Birgir Leifur og Kristján Þór úr Golfklúbbnum Kili háðu harða baráttu um sigurinn allt fram á síðustu holu en svo fór að lokum að Birgir hafði betur.
15.jún. 2014 - 21:40 Brynjar Eldon Geirsson

Bjargaðu Parinu

Þegar leikmaður hittir ekki flöt þá er mikilvægt að viðkomandi sé fær í því að bjarga Parinu og þannig ekki tapa höggi. Graeme McDowell er einn af bestu leikmönnum evrópu í Þessum höggum en honum tekst að jafnaði að bjarga parinu í 75% tilfella þegar hann hittir ekki flötina eða í þremur af hverjum fjórum skiptum sem hann reynir.
11.jún. 2014 - 14:46

Birgir Leifur verður með á Símamótinu á Hamarsvelli

Símamótið fer fram um helgina á Hamarsvelli í Borgarnesi og er það jafnframt þriðja mótið á Eimskipsmótaröðinni af alls sjö. Það eru 79 kylfingar skráðir til leiks í karlaflokki og 21 í kvennaflokki. Leiknar verða 54 holur og hefst keppni á föstudag og á sunnudaginn fá 63 efstu í karlaflokknum að halda áfram leik og 21 í kvennaflokki.
10.jún. 2014 - 15:16 Brynjar Eldon Geirsson

Hringæfing Pútt

Skemmtileg æfing fyrir þá sem hafa áhuga á því að bæta púttin hjá sér og ná árangri í mikilvægasta þætti leiksins
05.jún. 2014 - 09:32 Brynjar Eldon Geirsson

Þú verður að hita upp fyrir golfhring

Það er augljóst að ef leikmenn teldu upphitun ekki nauðsynlega fyrir golfhring myndu Tiger Woods og félagar ekki mæta einni og hálfri klukkustund fyrr á völlinn fyrir hvern einasta hring sem þeir leika. Hver þekkir ekki kylfinginn sem mætir skrensandi á bílastæðið 5 mín fyrir sinn rástíma og síðan fara yfirleitt fyrstu 3-5 holurnar fyrir neðan garð með tilheyrandi sprengjum og pirringi. Mjög oft geta kylfingar lesið út úr skorkortinu að upphitun hafi ekki átt sér stað.

 


04.jún. 2014 - 22:11

Næsta mót á Eimskipsmótaröðinni, Símamótið í Borgarnesi

Næsta mót á Eimskipsmótaröðinni fer fram á Hamarsvelli í Borgarnesi 13.-15. júní og er skráningarfrestur í mótið til 9. júní n.k. Símamótið er mikilvægt mót fyrir okkar bestu kylfinga enda styttist í Íslandsmótið í holukeppni og fá efstu 32 kylfingar á Eimskipsmótaröðin að loknum 3 mótum keppnisrétt á Íslandsmótinu í holukeppni.
04.jún. 2014 - 21:27

Vinna hafin við tvær nýjar brautir í Þorlákshöfn

Framkvæmdir eru hafnar við fyrsta áfanga að breytingum á Þorláksvelli, sem hannaðar eru af Edwin Roald. Megináhersla er lögð á að koma fyrir tveimur nýjum brautum í stað 10. og 11. brautar, sem hafa átt undir högg að sækja vegna mikils sandburðar.
03.jún. 2014 - 11:00

Golfklúbburinn Keilir fær sjálfbærnivottun GEO

Golfklúbburinn Keilir tilkynnir með mikilli ánægju að hann hefur nú hlotið GEO CertifiedTM-sjálfbærni- og umhverfisvottunina, sem gefin er út af GEO, Golf Environment Organization. GEO eru umhverfissamtök sem starfrækir vottunarkerfi fyrir golfvelli.
02.jún. 2014 - 09:00

Ragnar Már sigraði í nýju vallarmeti

Ragnar Már spilaði í gær á 62 höggum eða 8 undir pari sem er nýtt og glæsilegt vallarmet á Strandarvelli. Eldra met átti Ólafur Björn Loftsson úr Nesklúbbnum, 63 högg.  Ragnar Már fékk níu fugla í dag eða fugl á 50% leikinna brauta, afar vel gert hjá þessum unga kylfingi. Þetta er annar sigur Ragnar Más á Eimskipsmótaröðinni í ár og er hann því með fullt hús sitga í karlaflokki.
01.jún. 2014 - 08:46 Brynjar Eldon Geirsson

Æfingaboltar Vs. Góðir golfboltar

Ekki samanburðarhæfir. Nýlega var gerð tilraun þar sem sveiflu vélmenni var látinn slá titlest proV1 bolta og í samanburði æfingarsvæðis golfbolta frá hinum ýmsu æfingarsvæðum í Evrópu. Vélin er að sjálfsögðu mjög stöðug og boltarnir alltaf slegnir á miðju kylfunnar.
28.maí 2014 - 14:30

Meistarar, feðgar og systkini keppa á Egils-Gull mótinu Strandarvelli

Keppni á Eimskipsmótaröðinni hefst að nýju í vikulok en fyrsti keppnisdagur á Egils Gull mótinu á Strandarvelli á Hellu er á föstudaginn. Alls verða leiknar 54 holur á þremur keppnisdögum og eru 84 keppendur í karlaflokki og 23 í kvennaflokki.  Ragnar Már Garðarsson úr GKG og Sunna Víðisdóttir úr GR sigruðu á fyrsta mótinu á Eimskipsmótaröðinni sem lauk s.l. sunnudag á Hólmsvelli í Leiru og þau eru bæði með á Strandarvelli.
28.maí 2014 - 09:59 Brynjar Eldon Geirsson

Að laga boltaför á flötum

Ósjaldan fáum við golfkennarar spurningar um hvernig sé best að að laga boltaför á flötum eftir að boltinn hefur lent og skilið eftir sig dæld á flötinni. Ef skemmdin fær ekki viðgerð þá deyr grasið í farinu og ójafna myndast á flötinni öllum kylfingum til mæðu.
27.maí 2014 - 18:30

Markmiðið að auka þátttöku kvenna í golfi - Stelpugolfdagur á golfsvæði GKG 29. maí

Þessa dagana stendur yfir undirbúningur fyrir verkefnið Stelpugolf sem PGA golfkennaranemar sjá um. Stelpugolf er verkefni á vegum PGA á Íslandi, í samvinnu við GSÍ, sem miðar að því að auka þátttöku kvenna á öllum aldri í golfi auk þess að gera golf að meiri fjölskylduíþrótt.
26.maí 2014 - 11:05 Sigurður Elvar

Sunna fékk þrjá fugla í röð og tryggði sér sigur á Nettómótinu

Sunna Víðisdóttir, Íslandsmeistari í höggleik árið 2012, byrjaði keppnistímabilið hér á Íslandi með því að sigra á Nettómótinu sem jafnframt er fyrsta mótið á Eimskipsmótaröðinni. Mótið fór fram á Hólmsvelli í Leiru og sá Golfklúbbur Suðurnesja um framkvæmd mótsins.
26.maí 2014 - 10:54 Sigurður Elvar

Ragnar fagnaði sínum fyrsta sigri á Eimskipsmótaröðinni

Það var mikil spenna á lokakeppnisdeginum á Nettómótinu á Eimskipsmótaröðinni í golfi sem lauk í gær á Hólmsvelli í Leiru. Hinn 19 ára gamli Ragnar Már Garðarsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar lék frábært golf á síðustu 9 holunum og tryggði fyrsta sigurinn á Eimskipsmótaröðinni.
25.maí 2014 - 21:12 Brynjar Eldon Geirsson

Áður en þú velur höggið

Áður en við veljum okkur högg og síðan kylfu þarf leikmaður að meta marga þætti til þess að auka líkurnar á því að útkoman verði sem allra best án þess þó að eyða miklum tíma í það.
24.maí 2014 - 01:15

Meðalforgjöfin er 2,6 á Nettómótinu á Eimskipsmótaröðinni

Alls eru 67 karlar og 17 konur skráðir til leiks Nettómótið sem hefst í dag Hólmsvelli í Leiru og er það fyrsta mót ársins á Eimskipsmótaröðinni.  Haraldur Franklín Magnús, GR, er með lægstu forgjöfina á mótinu eða -2,4 en hann fer út í fyrsta ráshópnum í fyrramálið kl. 7.00. Ragnar Már Garðarsson úr GKG og Gísli Sveinbergsson úr GK eru með Haraldi í fyrsta ráshóp.
23.maí 2014 - 10:55

Spennandi golfsumar í vændum – Eimskipsmótaröðin hefst á Hólmsvelli

Það verður nóg um að vera fyrir íslenska afrekskylfinga í sumar á öllum aldri. Í gær fór fram kynningarfundur hjá Golfsambandi Íslands þar sem farið var yfir helstu mót keppnistímabilsins á Eimskipsmótaröðinni, Íslandsbankamótaröð yngri kylfinga auk landsliðsverkefna GSÍ.
22.maí 2014 - 12:30

Þurfum á kyndilberum og góðum fyrirmyndum að halda

Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari er ánægður með æfingar afrekshópa í vetur og vor en vill að kylfingar athugi vel þjálfunarmál þegar þeir fara í háskólanám í Bandaríkjunum. Úlfar segir í viðtali sem er að finna í nýjasta tölublaði Golf á Íslandi að hann hefði viljað sjá meiri framfarir hjá ýmsum kylfingum eftir háskólagolf.
21.maí 2014 - 11:23 Sigurður Elvar

Ofuríþróttaparið Rory McIlroy og Caroline Wozniacki hætt saman

Einn þekktasti kylfingur heims, Norður-Írinn Rory McIlroy, og danska tennisstjarnan Caroline Wozniacki, trúlofuðu sig um síðustu áramót þar sem þau voru stödd í Sydney í Ástralíu. Um síðustu helgi sendu þau boðskort til gesta sinna í brúðkaupið en hlutirnir breyttust mikið á síðustu dögum.
20.maí 2014 - 21:15 Brynjar Eldon Geirsson

Viltu verða betri á flötunum

Flestir leikmenn kannast við þrípútt og engum líkar við slíkt enda hefur þrípútt áhrif á sjálfstraust leikmanna á þeim holum sem eftir koma.

 


20.maí 2014 - 10:46

Fjölbreytt lesefni í fyrsta tölublaði ársins af Golf á Íslandi

Fyrsta tölublað ársins af tímaritinu Golf á Íslandi er á leiðinni inn um bréfalúguna hjá kylfingum. Að venju er fjlbreytt efni í blaðinu en alls er blaðið 148 síður.  Í blaðinu er að finna áhugavert viðtal við Margréti Óskarsdóttur sem hóf leika að golf eftir að hafa séð kylfinga að leik í lestarferð í Skotlandi.
18.maí 2014 - 23:29 Brynjar Eldon Geirsson

Frábær vippæfing

Til þess að æfa vippin  markvisst og þannig að æfingin skili sér á vellinum er mikilvægt að æfa ekki vippin alltaf af sama staðnum með sömu kylfunni.

Sigurvin Ólafsson
Sigurvin Ólafsson - 15.8.2014
Slæm Lýsing
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 06.8.2014
Stund hefndarinnar
Sigurður G. Guðjónsson
Sigurður G. Guðjónsson - 07.8.2014
Upphlaup vegna skipunar seðlabankastjóra
Aðsend grein
Aðsend grein - 15.8.2014
Virðing og samfélagsleg auðgun
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 07.8.2014
Rökföst grein Eiríks lögfræðings
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 05.8.2014
Nordal í stríðsbyrjun
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 16.8.2014
Örlagasögur af Íslandi sagðar erlendis
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 14.8.2014
Þöggun leiðir til fordóma
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 15.8.2014
Athugasemdir við fyrirlestra mína
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 09.8.2014
Fyrirlestrar í Gautaborg
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 11.8.2014
Kristin talnaspeki: Talan einn
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 07.8.2014
„Kristin talnaspeki: Inngangur, talan núll“
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 05.8.2014
Hin merka frétt
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 14.8.2014
Kristin talnaspeki: Talan tveir
Fleiri pressupennar
Golfers