30. apr. 2012 - 09:00Ólafur Már Sigurðsson

Golf fyrir alla 2 (Grafarholtsvöllur) 3.hola - Myndband

Næstu mánudaga munu Brynjar Geirsson og Ólafur Már Sigurðsson spila fyrir okkur Grafarholtsvöll sem af mörgum er talinn vera einn sá skemmtilegasti á landinu. Á hverjum mánudegi munu þeir félagar spila eina holu og fara yfir leikskipulag á hverri holu fyrir sig. Hér sjáum við hvernig þeir spiluðu 3. holuna.

23.apr. 2014 - 07:14

Fjarlægðamælar

Eru fjarlægðamælar rökrétt þróun eða „robotvæðing Golfsambönd um allan heim (þ.á.m. GSÍ) hafa leyft notkun fjarlægðamæla í áhugamannamótum sínum nú síðastliðin ár. Í rökstuðningi Royal & Ancient fyrir lögleiðingunni segir að fjarlægðamælar séu rökrétt þróun eftir að vallarvísar, lengdarhælar eða holustaðsetningarblöð voru heimiluð á sínum tíma.
22.apr. 2014 - 16:17 Úlfar Jónsson

Púttæfing með sandjárni: Úlfar Jónsson gefur góð ráð

Staða úlnliðana er mjög mikilvæg. Þú vilt forðast það í lengstu lög að brot myndist á vinstri úlnlið.    Mikilvægt er að sveifla pútternum þannig að boltinn fari af púttershausnum og byrji strax að rúlla í stað þess að skoppa fyrst og rúlla svo. Þessu náum við einungis fram með stroku sem stjórnuð er af handleggjum og öxlum, þ.e. pendúlsstroku, sem skilar pútternum í réttan feril. Óstöðugleiki og notkun á úlnliðum í púttstrokunni leiðir til þess að við náum ekki góðum árangri í púttum.
21.apr. 2014 - 06:00 Ólafur Már Sigurðsson

Bestu golfvellir Bretlands og Írlands Nr. 1

Royal County Down (Championship) er í 1. sæti hjá mér yfir bestu golfvelli Bretlands og Írlands. Völlurinn er staðsettur í Newcastle, County Down, á Norður Írlandi og er einn elsti golfvöllurinn á Írlandi.

20.apr. 2014 - 10:30 Brynjar Eldon Geirsson

Hvers vegna golf?

Margir sem eru í leit að áhugamáli við sitt hæfi gætu verið að velta fyrir sér spurningunni: ,,Hvers vegna golf?  Við skulum aðeins fara yfir nokkur atriði sem golfíþróttin hefur fram að færa fyrir þá sem hana stunda.

 

 

20.apr. 2014 - 00:42

Bættu púttin

Að miða rétt í púttum er grundvallaratriði í því að ná að pútta vel. Gerðu því eins og allir atvinnumenn gera notaðu línu á boltanum til þess að miða með. Línuna getur þú teiknað eða hreinlega notað línuna sem er fyrir á boltanum til þess að stilla miðið rétt af. Þetta gerir það að verkum að strokan batnar púttin verða betri og hlutirnir fara að ganga betur á flötunum.

14.apr. 2014 - 08:02 Sigurður Elvar

Bubba Watson sigraði á Masters í annað sinn á ferlinum – fékk 180 milljónir kr. í verðlaunafé

Bubba Watson frá Bandaríkjunum fagnaði sigri á Mastersmótinu í golfi sem lauk á Augusta vellinum í Georgíu fylki í gær. Hinn 35 ára gamli Watson hefur nú sigrað tvívegis á þessu risamóti á síðustu þremur árum. Hann lék lokahringinn á 69 höggum og sigraði með þriggja högga mun.
11.apr. 2014 - 09:55 Sigurður Elvar

Bill Haas efstur á Masters – margir þekktir kylfingar í tómu „rugli“ á fyrsta hringnum á Augusta

Bill Haas er efstur að loknum fyrsta keppnisdegi á Mastersmótinu í golfi sem fram fer á Augusta vellinum í Georgíu. Mótið er fyrsta risamót ársins en alls eru þau fjögur, Opna bandaríska fer fram í júní, Opna breska í júlí og PGA meistaramótið í ágúst. Bandaríkjamaðurinn, sem er 31 árs gamall, lék á 68 höggum á Augusta og er hann með eitt högg í forskot á Adam Scott frá Ástralíu, Louis Oosthuizen frá Suður-Afríku og Bandaríkjamanninn Bubba Watson.
10.apr. 2014 - 08:28 Sigurður Elvar

Adam Scott og Rory McIlroy líklegastir til afreka á Mastersmótinu í golfi

Mastersmótið í golf, fyrsta risamót ársins af alls fjórum, hefst í dag á Augusta vellinum í Bandaríkjunum. Mastersmótið er eina risamótið sem ávallt fer fram á sama vellinum en hin risamótin eru Opna bandaríska, Opna breska og PGA meistaramótið. Adam Scott frá Ástralíu hefur titil að verja á Masters en hann hafði betur gegn Angel Cabrera frá Argentínu í bráðabana um sigurinn í fyrra. 
10.apr. 2014 - 08:22 Ólafur Már Sigurðsson

Lærðu að vippa úr háu grasi - Myndband

Margir eiga í erfiðleikum með að vippa úr háu grasi nálægt flötinni. Hér sýnir Rick Sessinghaus hvernig best er að framkvæma þetta erfiða golfhögg.
07.apr. 2014 - 13:16

Athyglisverðar golfsveiflur

Það þarf ekki alltaf að gera hlutina eftir bókinni til þess að ná árangri á vellinum eins og við getum séð á meðfylgjandi myndbandi sem er af mörgum góðum leikmönnum sem hafa sinn stíl.
02.apr. 2014 - 23:14

Golfklúbburinn Keilir

Einn af okkar allra fallegustu golfvöllum og völlur sem allir ættu að leika að minnsta kosti einu sinni á ári. Klúbburinn var stofnaður 1967 og hefur alla tíð verið einn af framvörðum íslenskra golfvalla.

02.apr. 2014 - 13:40 Sigurður Elvar

Tiger Woods fór í aðgerð á baki og missir af fyrsta risamóti ársins á Augusta

Tiger Woods, efsti kylfingur heimslistans, verður ekki með á Mastersmótinu á Augusta sem er fyrsta risamót ársins 2014. Woods hefur glímt við meiðsli í baki á undanförnum vikum og gerði hann sér vonir um að geta náð sér af þeim meiðslum í tæka tíð fyrir Mastersmótið sem hann hefur unnið fjórum sinnum á ferlinum. Hinn 38 ára gamli Woods tilkynnti í gær að hann hefði farið í aðgerð á bakinu og hann verður frá keppni í nokkra mánuði.
21.mar. 2014 - 07:43

System 36 er sniðugt forgjafarkerfi fyrir óformleg mót hópa og fyrirtækja

Golfmót innan fyrirtækja eru vinsæl, en þeim fylgir ákveðinn vandi við að reikna út forgjöf fyrir þá sem ýmist hafa hana ekki, eða hafa mjög gamla forgjöf. System 36 er prýðileg lausn. Hver kannast ekki við vandann sem fylgir því þegar fyrirtæki eða hópur heldur golfmót þar sem hluti þátttakenda eru jafnvel nýbyrjaðir í golfi, eru ekki virkir kylfingar eða hafa ekki forgjöf af öðrum ástæðum? System 36 leysir vandann.
12.mar. 2014 - 07:00 Brynjar Eldon Geirsson

Að leggja grunn að góðu golfsumri.

Nú þegar vorið fer að banka á dyrnar fara íslenskir kylfingar að vakna til lífsins og fara að æfa sveifluna og dusta af henni rykið fyrir sumarið.  Það er mikilvægt að fara að æfa reglulega og enn mikilvægara að gera það með markvissum hætti þannig að æfingarnar skili sér í sumar á vellinum. Ég mun hér að neðan gefa ykkur góð ráð með hvernig þið ættuð að haga góðum undirbúningi ykkar fyrir sumarið.
30.jan. 2014 - 16:56 Sigurður Elvar

Klakabrynjan gerði grín að stórtækum vinnuvélum – öllum brögðum beitt til að koma í veg fyrir kalskemmdir

Stórvirkar vinnuvélar voru notaðar á ÍR velli í dag án árangurs í baráttunni við klakann. Mynd/ÍR Bjarni E. Guðleifsson, prófessor við Landbúnaðarháskóla  Íslands, hélt fyrirlestur  í gær fyrir Samtök íslenskra golf- og íþróttavallastarfsmanna (SÍGÍ), þar sem umræðuefni var kalskemmdir vegna klaka. Um 50 manns mættu á fundinn. Ástandið er ekki gott á mörgum knattspyrnu – og golfvöllum landsins og útlit fyrir miklar kalskemmdir ef ekki næst að koma súrefni að grasplöntunni undir klakanum.
28.nóv. 2013 - 07:58 Ólafur Már Sigurðsson

Adam Scott lék á 62 höggum á fyrsta hring í Ástralíu

Adam Scott lék fyrsta hringinn á Australian Opan mótinu á 62 höggum eða á 10 höggum undir pari og setti um leið vallarvet á Royal Sydney vellinum.
24.nóv. 2013 - 00:11 Brynjar Eldon Geirsson

Birgir Leifur úr leik

Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG hefur lokið leik á keppnistímabilinu 2013 en í gærkvöld náði hann ekki að komast í gegnum annað stig úrtökumótsins fyrir bandarísku Web.com-mótaröðina í golfi.
23.nóv. 2013 - 23:59 Brynjar Eldon Geirsson

Haukur Örn nýr forseti GSÍ

Haukur Örn Birgisson sigraði í kosningu um embætti forseta Golfsambands Íslands sem fram fór í dag. Hann fékk 120 atkvæði en Margeir Vilhjálmsson fékk 29 atkvæði, eitt atkvæði var autt og eitt ógilt.
22.nóv. 2013 - 08:59 Ólafur Már Sigurðsson

Burt með slæsið

Það er ekkert sem kylfingar hræðast meira heldur en slæsið. En með réttri tækni getur þú hins vegar losað þig við þetta leiðinlega boltaflug.

22.nóv. 2013 - 08:56 Ólafur Már Sigurðsson

Birgir Leifur lék á 71 höggi á þriðja hring

Birgir Leifur Hafþórsson lék þriðja hringinn á úrtökumótinu fyrir Web.com mótaröðina á 71 höggi eða á einu höggi undir pari. Hann er samtals á 3 höggum undir pari þegar einn hringur er eftir. 
19.nóv. 2013 - 13:26 Brynjar Eldon Geirsson

Oliver Horovitz með kynningu 26.nóv

Oliver Horovitz höfundur bókarinnar An American Caddie in St. Andrews á leiðinni til Íslands.

Oliver Horovitz, rithöfundur, kvikmyndagerðarmaður og kylfusveinn á „Old Course“ í St. Andrews í Skotlandi er væntanlegur til landsins og mun halda kynningu á bók sinni, „An American Caddie in St. Andrews“ í Víkingasal 2-4, á Icelandair Hotel Reykjavík Natura,  þriðjudaginn 26. nóvember  kl. 20:00.  Aðgangur er ókeypis.
16.nóv. 2013 - 12:02 Ólafur Már Sigurðsson

Samantekt frá öðrum degi á OHL Classic - Myndband

Robert Karlsson og Kevin Stadler voru efstir og jafnir á samtals 12 höggum undir pari þegar leik var hætt vegna myrkurs á öðrum hring á OHL Classic mótinu sem nú fer fram á PGA-mótaröðinni. Hér sjáum við samantekt frá öðrum degi mótsins.
12.nóv. 2013 - 00:07 Brynjar Eldon Geirsson

Haraldur Franklín og Ólafía efst Íslendinga

Haraldur F. Magnús og Ólafía Þ. Kristinsdóttir bæði úr Golfklúbbi Reykjavíkur eru efst íslendinga á heimslista áhugamanna. Haraldur situr þar í 175 sæti og Ólafía í 397 sæti en listinn er uppfærður reglulega.
10.nóv. 2013 - 23:29 Brynjar Eldon Geirsson

Hver verður næsti forseti GSÍ

Núverandi forseti Golfsambands Íslands Jón Ásgeir Eyjólfsson hefur nú tilkynnt að hann muni ekki sækjast eftir endurkjöri á golfþingi í haust.
07.nóv. 2013 - 09:17 Ólafur Már Sigurðsson

4 leiðir til að slá lengra - Myndband

Allir kylfingar vilja slá lengra en þeir gera. Hér kennir Rick Sessinghaus fjórar aðferðir til að slá boltann lengra.
03.nóv. 2013 - 19:21 Ólafur Már Sigurðsson

Dustin Johnson sigraði á HSBC - Myndband

Dustin Johnson sigraði á HSBC heimsmótinu sem fór fram í Sjanghæ nú um helgina. Johnson endaði mótið á samtals 24 höggum undir pari en annar varð Ian Poulter á 21 höggi undir pari.
28.okt. 2013 - 09:31 Brynjar Eldon Geirsson

Tiger Woods Vs Adam Scott

Tveir af bestu kylfingum veraldar bornir hér saman þar sem þeir slá högg með driver. Ef vel er að gáð má sjá hversu svipaðar stöður þeir fara í gegnum í sveiflunni.

28.okt. 2013 - 09:22 Brynjar Eldon Geirsson

Bestu golfboltarnir

Það er ekki tilviljun að bestu leikmenn heims velji allir sama golfboltann, ástæðan er áralöng þróun og gæði sem standast hæðstu kröfur leikmanna um hvernig boltinn á að hegða sér.

27.okt. 2013 - 21:18 Ólafur Már Sigurðsson

Karlasveit Keilis endaði í 11. sæti

Karlasveit Keilis endaði í 11. sæti í Evrópumóti klúbbliða í Portúgal en alls tóku 24 lið þátt á mótinu.
27.okt. 2013 - 21:03 Ólafur Már Sigurðsson

Samantekt frá fjórða degi á CIMB Classic - Myndband

Ryan Moore og Gary Woodland urðu efstir og jafnir eftir 72 holur á CIMB Classic mótinu í Kuala Lumpur í Malasíu á samtals 14 höggum undir pari. Vegna myrkurs verða þeir að mæta snemma í fyrramálið til að klára bráðabanann. Hér sjáum við samantekt frá fjórða degi mótsins.
26.okt. 2013 - 09:51 Ólafur Már Sigurðsson

Samantekt frá þriðja degi á CIMB Classic - Myndband

Chris Stroud og Ryan Moore eru efstir og jafnir á samtals 12 höggum undir pari eftir 3 hringi á CIMB Classic mótinu sem nú fer fram á Kuala Lumpur vellinum í Malasíu. Hér sjáum við samantekt frá þriðja degi mótsins.
26.okt. 2013 - 06:30 Ólafur Már Sigurðsson

Birgir Leifur lék á 67 höggum og komst áfram

Birgir Leifur Hafþórsson lék lokahringinn á fyrsta stigi úrtökumótsins fyrir Web.com mótaröðina á 67 höggum og endaði jafn í 26. sæti en aðeins 30 kylfingar komust áfram á næsta stig. 
24.okt. 2013 - 08:25 Ólafur Már Sigurðsson

Birgir Leifur á 73 höggum á öðrum hring á úrtökumótinu

Birgir Leifur Hafþórsson lék á 73 höggum eða á einu höggi yfir pari á öðrum hring á úrtökumótinu fyrir Web.com mótaröðina í Bandaríkjunum. Birgir lék fyrsta daginn á 71 höggi og er því samtals á pari eftir tvo daga.

21.okt. 2013 - 08:57 Ólafur Már Sigurðsson

Simpson ánægður með sigurinn á Shriners - Myndband

Webb Simpson var að vonum ánægður með sinn 4. sigur á PGA-mótaröðinni eftir sigurinn á Shriners Hospitals mótinu í gær. Hér er hann í viðtali við Dennis Paulson.
21.okt. 2013 - 08:47 Ólafur Már Sigurðsson

Samantekt frá lokadegi Shriners Hospitals - Myndband

Webb Simpson lék lokahringinn á Shriners Hospitals mótinu á PGA-mótaröðinni á 66 höggum og tryggði sér um leið sigurinn á mótinu. Simpson hefur nú sigrað á 4 mótum á mótaröðinni. Hér sjáum við samantekt frá lokadegi Shriners Hospitals.
18.okt. 2013 - 09:37 Ólafur Már Sigurðsson

J.J. Henry lék á 60 höggum á Shriners Hospitals mótinu

J.J Henry lék fyrsta hringinn á Shriners Hospitals mótinu á PGA-mótaröðinni á 60 höggum eða á 11 höggum undir pari. Henry hefur eins höggs forystu á Andres Romero sem lék á 61 höggi.
14.okt. 2013 - 22:13 Brynjar Eldon Geirsson

Fáðu réttu atriðin til þess að æfa í vetur

Nú er sumarið að líða undir lok og því ættu kylfingar að fara að huga að undirbúningi fyrir næsta tímabil og nota veturinn vel og æfa réttu atriðin þannig að hlutirnir verði í lagi næsta vor eða fyrr fyrir þá sem eru að fara erlendis í golfferðir í haust og vor.
13.okt. 2013 - 22:58 Brynjar Eldon Geirsson

Heldur þú rétt á kylfunni

Hversu oft hafa kylfingar heyrt því fleygt fram að gripið sé eitt mikilvægasta atriði golftækninnar en það virðist ekki duga vegna þess að stór hluti kylfinga er með grip sem hjálpar þeim ekki að ná lengra.
13.okt. 2013 - 12:12 Ólafur Már Sigurðsson

Högg dagsins á Frys.com - Myndband

Mörg frábær högg voru slegin á þriðja degi Frys.com mótsins sem nú fer fram á CordeValle vellinum í San Martin. Hér sjáum við bestu högg dagsins.
13.okt. 2013 - 11:55 Ólafur Már Sigurðsson

Sveiflan hjá Brandt Snedeker í slow motion

Hér sjáum við sveifluna hjá Brandt Snedeker í slow motion. Myndbandið var tekið upp á PGA meistaramótinu árið 2012 með Phantom HD upptökutæki sem tekur 2.200 ramma á sekúndu.
13.okt. 2013 - 09:37 Ólafur Már Sigurðsson

Samantekt frá þriðja degi á Frys.com - Myndband

Brooks Koepka er með tveggja högga forystu eftir þrjá daga á Frys.com mótinu á PGA-mótaröðinni sem nú fer fram á CordeValle vellinum í San Martin. Koepka er á samtals 15 höggum undir pari en hér sjáum við samantekt frá þriðja degi.
10.okt. 2013 - 22:03 Ólafur Már Sigurðsson

Nýju Callaway Apex járnin fá góða dóma - Myndband

Kylfuframleiðandinn Callaway hafa nú komið með ný járn á markað sem bera nafnið Callaway Apex. Kylfurnar eru þynnri en t.d. XHot Pro járnin frá Callaway og eiga að skila mun lengri höggum.
09.okt. 2013 - 21:38 Ólafur Már Sigurðsson

Styrktarmót fyrir karlasveit Keilis

Sunnudaginn 13. október fer fram á Hvaleyrarvelli styrktarmót fyrir karlasveit Keilis sem heldur á Evrópumót klúbbliða í Portúgal.
06.okt. 2013 - 17:08 Ólafur Már Sigurðsson

Bættu árangurinn úr glompum - Myndband

Þegar boltinn liggur illa í glompu er mikilvægt að hugsa skynsamlega. Hér kennir Brynjar Geirsson tæknina við að tapa sem fæstum höggum við slíkar aðstæður.
04.okt. 2013 - 22:59 Ólafur Már Sigurðsson

Ólafur Björn úr leik á úrtökumótinu

Ólafur Björn Loftsson komst ekki í gegnum fyrsta stig úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina en Ólafur lék á Golf d´Hardelot vellinum í Frakklandi.
04.okt. 2013 - 13:14 Ólafur Már Sigurðsson

Samantekt frá fyrsta degi Forsetabikarsins - Myndband

Alþjóðlegt úrvalslið og úrvalslið Bandaríkjanna eignast nú við í Forsetabikarnum. Eftir fyrsta daginn leiðir úrvalslið Bandaríkjanna með 3.5 vinning gegn 2.5 vinningi. Hér sjáum við samantekt frá fyrsta degi.
04.okt. 2013 - 09:35 Brynjar Eldon Geirsson

Kemst Ólafur áfram á 2.stig úrtökumótsins

Ólafur Björn Loftsson stendur í ströngu og hefur hafið leik á síðasta hring á frsta stigi úrtökumóts fyurir Evrópumótaröðina í golfi.
02.okt. 2013 - 22:45 Ólafur Már Sigurðsson

Ólafur Björn í 20. sæti á úrtökumótinu eftir 2 daga

Ólafur Björn Loftsson er í 20. sæti eftir tvo daga á fyrsta stigi úrtökumótsins fyrir evrópsku mótaröðina en Ólafur leikur á velli í Frakklandi.
02.okt. 2013 - 21:46 Brynjar Eldon Geirsson

TRX námskeið fyrir kylfinga

Golf snýst um snúning á líkamanum og hvernig þú kemur kraftinum frá jörðinni í gegnum djúpvöðvanna og út í gegnum sveifluna. Æfingarnar auka jafnvægið ásamt því að bæta hreyfanleika og styrkja bak.
01.okt. 2013 - 00:10 Brynjar Eldon Geirsson

Staðreyndir um Golf

Það er margt sem fólk veit ekki um leikinn sem það stundar en nú skulum við skoða nokkrar skemmtilegar staðreyndir um þessa ævagömlu íþrótt sem hefur tröllriðið íslensku samfélagi síðastliðinn áratug.