17. jan. 2011 - 09:00Gunnar Már Sigfússon

Líkamsrækt kylfinga: 5 Bestu æfingarráðin fyrir 2011

Það eru nú bara þannig að sum ráð eru betri en önnur. Eftirfarandi listi er yfir þau ráð sem tengjast líkamsrækt kylfinga og okkur finnst standa upp úr og eru frá virtustu þjálfurum kylfinga um allan heim. Þetta eru allt frábærarar  ráðleggingar sem við höfum tekið saman og mælum með að fylgið og uppskerið ykkar besta sumar til þessa.

# 1 Undirbúningurinn verður að hefjast löngu áður en þú ferð á völlinn

Finnst þér stundum eins og líkaminn hafi bókstaflega gefist upp á miðjum hring. Ef líkaminn er ekki í topp standi getur hann ekki flutt súrefni til vöðvanna nógu fljótt sem þýðir að mjólkursýra safnast upp þegar þú ferð að nýta vöðvana í höggunum og sýra og þreyta safnast upp og niðurstaðan verður.... ja við skulum bara segja ekki þinn besti hringur! Að hefja undirbúningstímabilið tímanlega með réttri líkamsrækt er lykillinn ásamt góðri upphitunarrútínu sem þú framkvæmir fyrir hringinn. Upphitun verður að vera þaulhugsuð og innihalda dýnamískar teygjur sem raunverulega búa líkamann undir átökin.

# 2 Hvað þarf til þess að þú verðir betri kylfingur?

Hefurðu spurt sjálfan þig þessarar spurningar? Þetta er spurning sem þú verður að spyrja sjálfan þig að og setjast síðan yfir svarið og skilgreina þau atriði sem þú setur niður á blaðið. Þetta er klukkustund sem þú munt aldrei sjá eftir. Það sem skilur á milli þeirra sem skara framúr og hinna er að þeir hafa fyrir löngu sett upp sinn lista og hann inniheldur sennilega ekki fleiri en 4 atriði. Hvað þarf til þess að þú verðir betri kylfingur?

# 3 Greindu veikustu hlekki líkamanns og leggðu áherslu á þá

Líkaminn er það sem sveiflar kylfuhausnum á yfir 150 km hraða í átt að kúlunni og það eru yfir 400 vöðvar sem taka þátt í ferlinu svo það eru margt sem þarf að ganga upp og vera í lagi ef vel á að takast til. Þú getur æft í þrjá tíma á dag og slegið 500 bolta með golfkennaranum þínum annan hvern dag en það mun ekki skipta nokkru máli ef þú ert að glíma við líkamlegan annmarka. Það er ekki hægt að gera eitthvað sem er líkamlega ómögulegt en góðu fréttirnar eru að langflest er hægt að laga og restina er hægt að stórbæta gegnum líkamsgreiningu og rétta æfingaráætlun.

# 4 Útilokaðu 70% af algengustu sveiflu-mistökum kylfinga

Settu þig í golfstöðu og án þess að nokkur hreyfing komi frá neðri líkama eða mjöðmum skaltu lyfta hægri hendinni upp eins og þú sért að halda á bakka og settu hana eins aftarlega og þú getur án þess að finna til óþæginda eða reyna mikið á þig. Taktu kylfuna í vinstri hönd og sameinaðu hana hægri. Þetta er aftursveiflan þín og það að stoppa hér í stað þess að þvinga axlirnar aftur útilokar yfir 70% af algengustu sveiflumistökum sem leiða til slakra högga.

# 5 Hugaðu að heilsunni á allan mögulegan hátt

Það eru þrjú atriði sem verða að vera inn í rútínunni þinni ef þú vilt upplifa sanna heilsu, heilbrigði og vellíðan hvort sem hún er líkamleg eða andleg. Svefn er oft vanmetinn hluti af heildinni en skiptir gríðarlega miklu máli. Líkaminn endurnýjar sig í hvíldinni og viss uppbygging og hormónaflæði fer ekki í gang nema góðri hvíld sé náð. Ónæg hvíld, stress og röskun á svefni hefur mikil áhrif á daglegt orkuflæði hjá okkur og er talin ýta undir fitusöfnun og gera okkur veikari fyrir sýkingum hvort sem um ræðir venjulega kvefpest eða verri veikindi.

Mataræði og næring skipta miklu máli og það eru þrjú atriðið sem þú þarft að hafa í huga varðandi matinn. Borðaðu reglulega. Hámark 3 tímar á milli máltíða/millimáltíða. Settu ávallt saman góða blöndu af öllum næringarefnunum kolvetnum, próteinum og fitu í hverja máltíð ef þú getur. Passaðu skammtastærðirnar. Hreyfing er það atriði sem lokar þessum hring og hún þarf að vera reglulega og hún þarf að vera skemmtileg svo þú haldist í rútínunni. Golfið er sérhæfð íþrótt svo líkamsrækt kylfinga þarf að vera sniðin að þeirra þörfum og vera persónugerð að þér og þínum líkama.
27.des. 2011 - 16:07 Ólafur Már Sigurðsson

Ben Crane sýnir heimilið sitt í Portland

Golfingworld heimsækir hér PGA Tour stjörnuna Ben Crane og skoðar heimilið hans í Portland, Oregon.

16.mar. 2011 - 22:54 Gunnar Már Sigfússon

TPI tv - 3D golfsveiflu greining. Ertu með rétta aðgerðaröð í sveiflunni: MYNDBAND

3D er það nýjasta í greiningu golfsveiflunar. Forstjóri AMM 3D Phil Cheetham sem er í samstarfi við TPI útskýrir hvernig 3D Biomechanic sveiflugreining fer fram og hvernig hún getur hjálpað kylfingum að skilja sveifluna betur og þannig stórbæta sig í krafti og nákvæmni. Sveiflugreining með 3D er frábær viðbót fyrir golfkennara og er framhald á hefðbundinni sveiflugreiningu með videovél.
05.mar. 2011 - 15:43 Gunnar Már Sigfússon

Sumohnébeygja sem er sérsniðin fyrir kylfinga

Sumo hnébeygja er frábær útfærsla af hinni klassísku hnébeygju og hentar kylfingum einkar vel Hnébeygja er ein besta æfing sem hægt er að gera fyrir neðri líkama hvort sem þú ert að æfa fyrir kraftlyftingar, golf eða bridds. Þessi útfærsla er aftur á móti sérsniðin fyrir kylfinga og keyrir kraft í vöðvana og eykur liðleikann samtímis.
01.mar. 2011 - 14:20 Gunnar Már Sigfússon

Æfingaboltar eru hin fullkomnu æfingartól fyrir kylfinga

Bakæfingar eru sérstaklega góðar fyrir kylfinga og með boltanum geturðu unnið djúpt inn í vöðvum í efra baki ásamt því að halda spennu og auka þannig úthald í mjóbakinu Þeir eru framtíð líkamsþjálfunar og eru að verða heitasta æfingatækið í mörgum líkamsræktarstöðvum. Málið með boltana er að þeir hafa alltaf verið notaðir en alltaf sem aukatól eða sem tilbreyting frá hefðbundnum tækjum. Golffitness byggir stóran hluta af sínu prógrammi upp á einföldum æfingatækjum eins og dýnum, teygjum og síðan æfingaboltum. Ef golfprógrammið þitt er með mikið af æfingum í tækjum er það ekki golfprógramm!
23.feb. 2011 - 11:12 Gunnar Már Sigfússon

5 auðveldar leiðir til þess að lækka blóðþrýstinginn

Nú fer tímabilið að hefjast og keppnisskapið farið að gera vart við sig. Kapp er best með forsjá og ef þú þjáist að of háum blóðþrýstingi eru hér 5 einföld ráð sem geta haft jákvæð áhrif á hann og lækkað hann.13.feb. 2011 - 10:00 Gunnar Már Sigfússon

Framstig með snúningi á efri líkama: Styrkur/jafnvægi - aukinn hreyfanleiki efri/neðri

Framstig er tæknilega erfið æfing og er ekki fyrir byrjendur né þá sem eru slæmir í hnjám. Hún er engu að síður framúrskarandi æfing fyrir rassvöðvastyrk og ef hún er sett saman með snúningi eins og þessi útgáfa er hún mjög góð liðleikaæfing fyrir efri líkama. Hún er eiginlega holdgervingur þess sem golfsveiflan gengur út á.
28.jan. 2011 - 07:11 Gunnar Már Sigfússon

Golffitness - Einföld ráð til að bæta þig sem kylfingur

Gary Player var langt á undan sinni samtíð og hefur alla tíð lagt áherslu á líkamsrækt og holla næringu Það var ekki fyrr en um árið 1990 sem kylfingar sáu ástæðu til þess að fara að huga að líkamlegu ástandi sínu að einhverju leiti. Fram að þeim tíma var golf álitin vera tæknileg íþrótt og jafnan yfirvigtarkylfingar sem voru efstir á mótaröðunum. Með komu Tiger breyttist þetta þó snögglega. Hann er talinn holdgervingur hins nýja kylfings sem tekur líkamlegt form yfir á næsta stig og stundar bæði lyftingar og þolæfingar sérsniðnar að golfinu. Í dag stunda allir afrekskylfingar líkamsrækt og hún er að verða stærri hluti af prógrammi kylfinga en nokkru sinni fyrr. Hér eru nokkur ráð sem gætu bætt leikinn þinn.
27.jan. 2011 - 09:00 Gunnar Már Sigfússon

Rassvöðvarnir eru lykillinn að góðri sveiflu

Brú: Reynir á jafnvægi og styrk í mjóbaki og mjöðmum ásamt því að vera frábær styrktaræfing fyrir kylfinga. Lyftir mjöðmum frá gólfi með því að hafa hælana vel í gólf. Rassvöðvarnir spila stórt hlutverk í golfsveiflunni. Það eru tvö powersvæði sem þurfa að hafa nægilegan styrk og það er kviðsvæðið eða core vöðvarnir og síðan eru það rassvöðvarnir. Hægri rassvöðvinn heldur jafnvægi í aftursveiflunni og veitir þér styrk í framsveiflunni. Vinstri rassvöðvinn nýtist í jafnvægi í gegnum höggið. Ef rassvöðvarnir hafa ekki nægan styrk er verkefni þeirra yfirtekið af öðrum vöðvahópum eins og neðri bakvöðvum og aftari lærisvöðvum en það er ávísun á alls kyns vandamál með sveifluna. Rassvöðvarnir eru þrír og þurfa allir að hafa góðann styrk. Hérna eru nokkrar góðar æfingar til þess að styrkja þá svo þeir geti nýst þér í sveiflunni. Ef þú ætlar að bæta þessum æfingum inn í prógrammið þitt skaltu stunda þær tvisvar í viku og gera 3 sett með 10-15 endurtekningum.
25.jan. 2011 - 09:00 Gunnar Már Sigfússon

Nokkur frábær ráð frá snillingunum í Swing man golf: MYNDBAND

Nokkur góð ráð frá golfkennurum Swing man golf. Ekki er verra að vera að æfa sig núna þegar það er hiti úti og engin afsökun til að mæta ekki í Bása.


28.11.2013

Adam Scott lék á 62 höggum á fyrsta hring í Ástralíu

Adam Scott lék fyrsta hringinn á Australian Opan mótinu á 62 höggum eða á 10 höggum undir pari og setti...
Golfers