17. jan. 2011 - 09:00Gunnar Már Sigfússon

Líkamsrækt kylfinga: 5 Bestu æfingarráðin fyrir 2011

Það eru nú bara þannig að sum ráð eru betri en önnur. Eftirfarandi listi er yfir þau ráð sem tengjast líkamsrækt kylfinga og okkur finnst standa upp úr og eru frá virtustu þjálfurum kylfinga um allan heim. Þetta eru allt frábærarar  ráðleggingar sem við höfum tekið saman og mælum með að fylgið og uppskerið ykkar besta sumar til þessa.

# 1 Undirbúningurinn verður að hefjast löngu áður en þú ferð á völlinn

Finnst þér stundum eins og líkaminn hafi bókstaflega gefist upp á miðjum hring. Ef líkaminn er ekki í topp standi getur hann ekki flutt súrefni til vöðvanna nógu fljótt sem þýðir að mjólkursýra safnast upp þegar þú ferð að nýta vöðvana í höggunum og sýra og þreyta safnast upp og niðurstaðan verður.... ja við skulum bara segja ekki þinn besti hringur! Að hefja undirbúningstímabilið tímanlega með réttri líkamsrækt er lykillinn ásamt góðri upphitunarrútínu sem þú framkvæmir fyrir hringinn. Upphitun verður að vera þaulhugsuð og innihalda dýnamískar teygjur sem raunverulega búa líkamann undir átökin.

# 2 Hvað þarf til þess að þú verðir betri kylfingur?

Hefurðu spurt sjálfan þig þessarar spurningar? Þetta er spurning sem þú verður að spyrja sjálfan þig að og setjast síðan yfir svarið og skilgreina þau atriði sem þú setur niður á blaðið. Þetta er klukkustund sem þú munt aldrei sjá eftir. Það sem skilur á milli þeirra sem skara framúr og hinna er að þeir hafa fyrir löngu sett upp sinn lista og hann inniheldur sennilega ekki fleiri en 4 atriði. Hvað þarf til þess að þú verðir betri kylfingur?

# 3 Greindu veikustu hlekki líkamanns og leggðu áherslu á þá

Líkaminn er það sem sveiflar kylfuhausnum á yfir 150 km hraða í átt að kúlunni og það eru yfir 400 vöðvar sem taka þátt í ferlinu svo það eru margt sem þarf að ganga upp og vera í lagi ef vel á að takast til. Þú getur æft í þrjá tíma á dag og slegið 500 bolta með golfkennaranum þínum annan hvern dag en það mun ekki skipta nokkru máli ef þú ert að glíma við líkamlegan annmarka. Það er ekki hægt að gera eitthvað sem er líkamlega ómögulegt en góðu fréttirnar eru að langflest er hægt að laga og restina er hægt að stórbæta gegnum líkamsgreiningu og rétta æfingaráætlun.

# 4 Útilokaðu 70% af algengustu sveiflu-mistökum kylfinga

Settu þig í golfstöðu og án þess að nokkur hreyfing komi frá neðri líkama eða mjöðmum skaltu lyfta hægri hendinni upp eins og þú sért að halda á bakka og settu hana eins aftarlega og þú getur án þess að finna til óþæginda eða reyna mikið á þig. Taktu kylfuna í vinstri hönd og sameinaðu hana hægri. Þetta er aftursveiflan þín og það að stoppa hér í stað þess að þvinga axlirnar aftur útilokar yfir 70% af algengustu sveiflumistökum sem leiða til slakra högga.

# 5 Hugaðu að heilsunni á allan mögulegan hátt

Það eru þrjú atriði sem verða að vera inn í rútínunni þinni ef þú vilt upplifa sanna heilsu, heilbrigði og vellíðan hvort sem hún er líkamleg eða andleg. Svefn er oft vanmetinn hluti af heildinni en skiptir gríðarlega miklu máli. Líkaminn endurnýjar sig í hvíldinni og viss uppbygging og hormónaflæði fer ekki í gang nema góðri hvíld sé náð. Ónæg hvíld, stress og röskun á svefni hefur mikil áhrif á daglegt orkuflæði hjá okkur og er talin ýta undir fitusöfnun og gera okkur veikari fyrir sýkingum hvort sem um ræðir venjulega kvefpest eða verri veikindi.

Mataræði og næring skipta miklu máli og það eru þrjú atriðið sem þú þarft að hafa í huga varðandi matinn. Borðaðu reglulega. Hámark 3 tímar á milli máltíða/millimáltíða. Settu ávallt saman góða blöndu af öllum næringarefnunum kolvetnum, próteinum og fitu í hverja máltíð ef þú getur. Passaðu skammtastærðirnar. Hreyfing er það atriði sem lokar þessum hring og hún þarf að vera reglulega og hún þarf að vera skemmtileg svo þú haldist í rútínunni. Golfið er sérhæfð íþrótt svo líkamsrækt kylfinga þarf að vera sniðin að þeirra þörfum og vera persónugerð að þér og þínum líkama.
14.des. 2017 - 10:14

Þyngdarskiptin í gegnum sveifluna: Æfing

Golffitness er besta leiðin fyrir alla kylfinga til að komast í sitt besta golf spilaform. Að geta auðveldlea fært líkamsþungan á réttu augnabliki er mikilvægt fyrir alla kylfinga. Það er einnig mikilvægt að geta aðskilið efri líkama frá neðri og haldið honum hreyfanlegum á meðan neðri líkaminn er stöðugur. Þessi einfalda æfing er frábær æfing fyrir þessa tvo hluti og þú þarft engan búnað nema golfkylfuna þína til að framkvæma hana. Til að gera æfinguna erfiðari er stundum notaður bolti sem þú kastar í vegginn um leið og þú snýrð og boltinn á að koma í fangið á þér aftur. Erfiðari útgáfa en mjög skemmtileg og krefjandi æfing.
14.maí 2017 - 15:43

Sumohnébeygja sem er sérsniðin fyrir kylfinga

Sumo hnébeygja er frábær útfærsla af hinni klassísku hnébeygju og hentar kylfingum einkar vel Hnébeygja er ein besta æfing sem hægt er að gera fyrir neðri líkama hvort sem þú ert að æfa fyrir kraftlyftingar, golf eða bridds. Þessi útfærsla er aftur á móti sérsniðin fyrir kylfinga og keyrir kraft í vöðvana og eykur liðleikann samtímis.
02.maí 2014 - 09:27

Einfaldar upphitunaræfingar fyrir efri líkama kylfinga - MYNDBAND

Upphitun er mikilvæg fyrir allar íþróttir, ekki síst golf. Átakið sem fer í að flytja boltann af stað er oft gríðarlegt og því mikilvægt að vöðvar og liðir séu vel heit og tilbúin í átök. Myndbandið fer yfir afar einfaldar æfingar til þess að fá hita og liðleika í efri líkamann á aðeins nokkrum mínútum.

29.apr. 2014 - 12:51

15 mínútna þjálfun - 3 hreyfingar - 300 vöðvar

Hnébeygja með eigin líkamsþyngd: Hafðu fætur í axlabreidd og hendur fyrir aftan hnakka. Beygju þig eins langt niður og þú getur með því að beygja hnén og lækka rassinn. Passaðu að missa hnén ekki fram fyrir tærnar þegar þú ferð niður og framkvæmdu þessa Þessi rútína er frábær fyrir ykkur sem hafa stuttan tíma og viljið fá árangur þrátt fyrir lítinn tíma. Þú skalt keyra þessar æfingar sem hring því þær vinna einstaklega vel með hvor annarri. Þú gerir 10 endurtekningar af hverrri æfingu og reynir að ná eins mörgum hringjum og þú getur á 15 mínútum. Þú hvílir þegar þú ert orðinn mjög þreytt/ur en vertu spar á hvíldina. Eftir því sem þol og þrek eykst geturðu annað hvort aukið endurtekningarnar eða minnkað hvíldina
27.apr. 2014 - 08:00

Frábær kviðæfing fyrir kylfinga sem vilja styrkja kviðinn: MYNDBAND

Nú er sá tími sem kylfingar eru flestir hverjir farnir að stunda likamsrækt til að undirbúa líkamann fyrir næsta sumar. Ef þú ert ekki einn af þeim ættirðu að skoða það því líkamlegur styrkur og liðleiki getur gert kraftaverk á vellinum  næsta sumar og ef vel á að vera þarftu að taka alla vega 3 mánuði í verkið. Ted Bonham er Tpi golffitness kennari og sýnir hérna frábæra styrktaræfingu fyrir kylfinga sem heitir "Jackknife" og ég ætla ekkert að vera að íslenska það neitt. Frábær styrktaræfing fyrir búkinn.
27.des. 2011 - 16:07 Ólafur Már Sigurðsson

Ben Crane sýnir heimilið sitt í Portland

Golfingworld heimsækir hér PGA Tour stjörnuna Ben Crane og skoðar heimilið hans í Portland, Oregon.

16.mar. 2011 - 22:54 Gunnar Már Sigfússon

TPI tv - 3D golfsveiflu greining. Ertu með rétta aðgerðaröð í sveiflunni: MYNDBAND

3D er það nýjasta í greiningu golfsveiflunar. Forstjóri AMM 3D Phil Cheetham sem er í samstarfi við TPI útskýrir hvernig 3D Biomechanic sveiflugreining fer fram og hvernig hún getur hjálpað kylfingum að skilja sveifluna betur og þannig stórbæta sig í krafti og nákvæmni. Sveiflugreining með 3D er frábær viðbót fyrir golfkennara og er framhald á hefðbundinni sveiflugreiningu með videovél.
01.mar. 2011 - 14:20 Gunnar Már Sigfússon

Æfingaboltar eru hin fullkomnu æfingartól fyrir kylfinga

Bakæfingar eru sérstaklega góðar fyrir kylfinga og með boltanum geturðu unnið djúpt inn í vöðvum í efra baki ásamt því að halda spennu og auka þannig úthald í mjóbakinu Þeir eru framtíð líkamsþjálfunar og eru að verða heitasta æfingatækið í mörgum líkamsræktarstöðvum. Málið með boltana er að þeir hafa alltaf verið notaðir en alltaf sem aukatól eða sem tilbreyting frá hefðbundnum tækjum. Golffitness byggir stóran hluta af sínu prógrammi upp á einföldum æfingatækjum eins og dýnum, teygjum og síðan æfingaboltum. Ef golfprógrammið þitt er með mikið af æfingum í tækjum er það ekki golfprógramm!
23.feb. 2011 - 11:12 Gunnar Már Sigfússon

5 auðveldar leiðir til þess að lækka blóðþrýstinginn

Nú fer tímabilið að hefjast og keppnisskapið farið að gera vart við sig. Kapp er best með forsjá og ef þú þjáist að of háum blóðþrýstingi eru hér 5 einföld ráð sem geta haft jákvæð áhrif á hann og lækkað hann.13.feb. 2011 - 10:00 Gunnar Már Sigfússon

Framstig með snúningi á efri líkama: Styrkur/jafnvægi - aukinn hreyfanleiki efri/neðri

Framstig er tæknilega erfið æfing og er ekki fyrir byrjendur né þá sem eru slæmir í hnjám. Hún er engu að síður framúrskarandi æfing fyrir rassvöðvastyrk og ef hún er sett saman með snúningi eins og þessi útgáfa er hún mjög góð liðleikaæfing fyrir efri líkama. Hún er eiginlega holdgervingur þess sem golfsveiflan gengur út á.

Ekki missa af þessu
3.10.2017

Púttaðu betur með því að bæta púttstöðuna - Myndband

Rick Smith fer hér yfir grunnatriðin í púttstöðunni sem hjálpa þér að bæta púttin.