01. mar. 2011 - 14:20Gunnar Már Sigfússon

Æfingaboltar eru hin fullkomnu æfingartól fyrir kylfinga

Bakæfingar eru sérstaklega góðar fyrir kylfinga og með boltanum geturðu unnið djúpt inn í vöðvum í efra baki ásamt því að halda spennu og auka þannig úthald í mjóbakinu

Bakæfingar eru sérstaklega góðar fyrir kylfinga og með boltanum geturðu unnið djúpt inn í vöðvum í efra baki ásamt því að halda spennu og auka þannig úthald í mjóbakinu Men´s Fitness

Þeir eru framtíð líkamsþjálfunar og eru að verða heitasta æfingatækið í mörgum líkamsræktarstöðvum. Málið með boltana er að þeir hafa alltaf verið notaðir en alltaf sem aukatól eða sem tilbreyting frá hefðbundnum tækjum. Golffitness byggir stóran hluta af sínu prógrammi upp á einföldum æfingatækjum eins og dýnum, teygjum og síðan æfingaboltum. Ef Golfprógrammið þitt er með mikið af æfingum í tækjum er það ekki Golfprógramm!

Hugmyndafræðin er einföld.
Bekkpressa í tæki vinnur á brjóstvöðvunum, fremri axlarvöðvum og þríhöfða. Bekkpressa á bolta með handlóðum vinnur einnig með þessum vöðvahópum en plúsinn er að þú ert einnig að virkja corevöðvana, kvið og mitti, rassvöðvana, jafnvægið og samhæfinguna. Með öðrum orðum ertu að gjörbreyta æfingunni og gera hana alhliða en ekki takmarkaða við fáa stærri vöðvahópa. Kylfingar ættu að nýta sér þessa frábæru möguleika og fjölbreytni sem boltarnir bjóða upp á. Það besta við þetta er að þú þarft ekki endilega að tilheyra líkamsrækt eða keyra á milli bæjarfélaga til að komast í réttu græjurnar því æfingarboltinn kostar lítið og þú þarft mjög lítið pláss.

Það eru til frábærar æfingar fyrir jafnvægi, kraft, samhæfingu og liðleika kylfinga og það jafnast ekkert á við boltaæfingarnar. Ef þú ert búinn að stunda líkamsrækt lengi eða langar að gera hana golfvænni skaltu skoða hvað æfingaboltarnir bjóða upp á.28.okt. 2017 - 10:14

Þyngdarskiptin í gegnum sveifluna: Æfing

Golffitness er besta leiðin fyrir alla kylfinga til að komast í sitt besta golf spilaform. Að geta auðveldlea fært líkamsþungan á réttu augnabliki er mikilvægt fyrir alla kylfinga. Það er einnig mikilvægt að geta aðskilið efri líkama frá neðri og haldið honum hreyfanlegum á meðan neðri líkaminn er stöðugur. Þessi einfalda æfing er frábær æfing fyrir þessa tvo hluti og þú þarft engan búnað nema golfkylfuna þína til að framkvæma hana. Til að gera æfinguna erfiðari er stundum notaður bolti sem þú kastar í vegginn um leið og þú snýrð og boltinn á að koma í fangið á þér aftur. Erfiðari útgáfa en mjög skemmtileg og krefjandi æfing.
14.maí 2017 - 15:43

Sumohnébeygja sem er sérsniðin fyrir kylfinga

Sumo hnébeygja er frábær útfærsla af hinni klassísku hnébeygju og hentar kylfingum einkar vel Hnébeygja er ein besta æfing sem hægt er að gera fyrir neðri líkama hvort sem þú ert að æfa fyrir kraftlyftingar, golf eða bridds. Þessi útfærsla er aftur á móti sérsniðin fyrir kylfinga og keyrir kraft í vöðvana og eykur liðleikann samtímis.
02.maí 2014 - 09:27

Einfaldar upphitunaræfingar fyrir efri líkama kylfinga - MYNDBAND

Upphitun er mikilvæg fyrir allar íþróttir, ekki síst golf. Átakið sem fer í að flytja boltann af stað er oft gríðarlegt og því mikilvægt að vöðvar og liðir séu vel heit og tilbúin í átök. Myndbandið fer yfir afar einfaldar æfingar til þess að fá hita og liðleika í efri líkamann á aðeins nokkrum mínútum.

29.apr. 2014 - 12:51

15 mínútna þjálfun - 3 hreyfingar - 300 vöðvar

Hnébeygja með eigin líkamsþyngd: Hafðu fætur í axlabreidd og hendur fyrir aftan hnakka. Beygju þig eins langt niður og þú getur með því að beygja hnén og lækka rassinn. Passaðu að missa hnén ekki fram fyrir tærnar þegar þú ferð niður og framkvæmdu þessa Þessi rútína er frábær fyrir ykkur sem hafa stuttan tíma og viljið fá árangur þrátt fyrir lítinn tíma. Þú skalt keyra þessar æfingar sem hring því þær vinna einstaklega vel með hvor annarri. Þú gerir 10 endurtekningar af hverrri æfingu og reynir að ná eins mörgum hringjum og þú getur á 15 mínútum. Þú hvílir þegar þú ert orðinn mjög þreytt/ur en vertu spar á hvíldina. Eftir því sem þol og þrek eykst geturðu annað hvort aukið endurtekningarnar eða minnkað hvíldina
27.apr. 2014 - 08:00

Frábær kviðæfing fyrir kylfinga sem vilja styrkja kviðinn: MYNDBAND

Nú er sá tími sem kylfingar eru flestir hverjir farnir að stunda likamsrækt til að undirbúa líkamann fyrir næsta sumar. Ef þú ert ekki einn af þeim ættirðu að skoða það því líkamlegur styrkur og liðleiki getur gert kraftaverk á vellinum  næsta sumar og ef vel á að vera þarftu að taka alla vega 3 mánuði í verkið. Ted Bonham er Tpi golffitness kennari og sýnir hérna frábæra styrktaræfingu fyrir kylfinga sem heitir "Jackknife" og ég ætla ekkert að vera að íslenska það neitt. Frábær styrktaræfing fyrir búkinn.
27.des. 2011 - 16:07 Ólafur Már Sigurðsson

Ben Crane sýnir heimilið sitt í Portland

Golfingworld heimsækir hér PGA Tour stjörnuna Ben Crane og skoðar heimilið hans í Portland, Oregon.

16.mar. 2011 - 22:54 Gunnar Már Sigfússon

TPI tv - 3D golfsveiflu greining. Ertu með rétta aðgerðaröð í sveiflunni: MYNDBAND

3D er það nýjasta í greiningu golfsveiflunar. Forstjóri AMM 3D Phil Cheetham sem er í samstarfi við TPI útskýrir hvernig 3D Biomechanic sveiflugreining fer fram og hvernig hún getur hjálpað kylfingum að skilja sveifluna betur og þannig stórbæta sig í krafti og nákvæmni. Sveiflugreining með 3D er frábær viðbót fyrir golfkennara og er framhald á hefðbundinni sveiflugreiningu með videovél.
23.feb. 2011 - 11:12 Gunnar Már Sigfússon

5 auðveldar leiðir til þess að lækka blóðþrýstinginn

Nú fer tímabilið að hefjast og keppnisskapið farið að gera vart við sig. Kapp er best með forsjá og ef þú þjáist að of háum blóðþrýstingi eru hér 5 einföld ráð sem geta haft jákvæð áhrif á hann og lækkað hann.13.feb. 2011 - 10:00 Gunnar Már Sigfússon

Framstig með snúningi á efri líkama: Styrkur/jafnvægi - aukinn hreyfanleiki efri/neðri

Framstig er tæknilega erfið æfing og er ekki fyrir byrjendur né þá sem eru slæmir í hnjám. Hún er engu að síður framúrskarandi æfing fyrir rassvöðvastyrk og ef hún er sett saman með snúningi eins og þessi útgáfa er hún mjög góð liðleikaæfing fyrir efri líkama. Hún er eiginlega holdgervingur þess sem golfsveiflan gengur út á.

Golfpressan
vinsælast
Ekki missa af þessu
3.10.2017

Púttaðu betur með því að bæta púttstöðuna - Myndband

Rick Smith fer hér yfir grunnatriðin í púttstöðunni sem hjálpa þér að bæta púttin.