01. mar. 2011 - 14:20Gunnar Már Sigfússon

Æfingaboltar eru hin fullkomnu æfingartól fyrir kylfinga

Bakæfingar eru sérstaklega góðar fyrir kylfinga og með boltanum geturðu unnið djúpt inn í vöðvum í efra baki ásamt því að halda spennu og auka þannig úthald í mjóbakinu

Bakæfingar eru sérstaklega góðar fyrir kylfinga og með boltanum geturðu unnið djúpt inn í vöðvum í efra baki ásamt því að halda spennu og auka þannig úthald í mjóbakinu Men´s Fitness

Þeir eru framtíð líkamsþjálfunar og eru að verða heitasta æfingatækið í mörgum líkamsræktarstöðvum. Málið með boltana er að þeir hafa alltaf verið notaðir en alltaf sem aukatól eða sem tilbreyting frá hefðbundnum tækjum. Golffitness byggir stóran hluta af sínu prógrammi upp á einföldum æfingatækjum eins og dýnum, teygjum og síðan æfingaboltum. Ef Golfprógrammið þitt er með mikið af æfingum í tækjum er það ekki Golfprógramm!

Hugmyndafræðin er einföld.
Bekkpressa í tæki vinnur á brjóstvöðvunum, fremri axlarvöðvum og þríhöfða. Bekkpressa á bolta með handlóðum vinnur einnig með þessum vöðvahópum en plúsinn er að þú ert einnig að virkja corevöðvana, kvið og mitti, rassvöðvana, jafnvægið og samhæfinguna. Með öðrum orðum ertu að gjörbreyta æfingunni og gera hana alhliða en ekki takmarkaða við fáa stærri vöðvahópa. Kylfingar ættu að nýta sér þessa frábæru möguleika og fjölbreytni sem boltarnir bjóða upp á. Það besta við þetta er að þú þarft ekki endilega að tilheyra líkamsrækt eða keyra á milli bæjarfélaga til að komast í réttu græjurnar því æfingarboltinn kostar lítið og þú þarft mjög lítið pláss.

Það eru til frábærar æfingar fyrir jafnvægi, kraft, samhæfingu og liðleika kylfinga og það jafnast ekkert á við boltaæfingarnar. Ef þú ert búinn að stunda líkamsrækt lengi eða langar að gera hana golfvænni skaltu skoða hvað æfingaboltarnir bjóða upp á.27.des. 2011 - 16:07 Ólafur Már Sigurðsson

Ben Crane sýnir heimilið sitt í Portland

Golfingworld heimsækir hér PGA Tour stjörnuna Ben Crane og skoðar heimilið hans í Portland, Oregon.

16.mar. 2011 - 22:54 Gunnar Már Sigfússon

TPI tv - 3D golfsveiflu greining. Ertu með rétta aðgerðaröð í sveiflunni: MYNDBAND

3D er það nýjasta í greiningu golfsveiflunar. Forstjóri AMM 3D Phil Cheetham sem er í samstarfi við TPI útskýrir hvernig 3D Biomechanic sveiflugreining fer fram og hvernig hún getur hjálpað kylfingum að skilja sveifluna betur og þannig stórbæta sig í krafti og nákvæmni. Sveiflugreining með 3D er frábær viðbót fyrir golfkennara og er framhald á hefðbundinni sveiflugreiningu með videovél.
05.mar. 2011 - 15:43 Gunnar Már Sigfússon

Sumohnébeygja sem er sérsniðin fyrir kylfinga

Sumo hnébeygja er frábær útfærsla af hinni klassísku hnébeygju og hentar kylfingum einkar vel Hnébeygja er ein besta æfing sem hægt er að gera fyrir neðri líkama hvort sem þú ert að æfa fyrir kraftlyftingar, golf eða bridds. Þessi útfærsla er aftur á móti sérsniðin fyrir kylfinga og keyrir kraft í vöðvana og eykur liðleikann samtímis.
23.feb. 2011 - 11:12 Gunnar Már Sigfússon

5 auðveldar leiðir til þess að lækka blóðþrýstinginn

Nú fer tímabilið að hefjast og keppnisskapið farið að gera vart við sig. Kapp er best með forsjá og ef þú þjáist að of háum blóðþrýstingi eru hér 5 einföld ráð sem geta haft jákvæð áhrif á hann og lækkað hann.13.feb. 2011 - 10:00 Gunnar Már Sigfússon

Framstig með snúningi á efri líkama: Styrkur/jafnvægi - aukinn hreyfanleiki efri/neðri

Framstig er tæknilega erfið æfing og er ekki fyrir byrjendur né þá sem eru slæmir í hnjám. Hún er engu að síður framúrskarandi æfing fyrir rassvöðvastyrk og ef hún er sett saman með snúningi eins og þessi útgáfa er hún mjög góð liðleikaæfing fyrir efri líkama. Hún er eiginlega holdgervingur þess sem golfsveiflan gengur út á.
28.jan. 2011 - 07:11 Gunnar Már Sigfússon

Golffitness - Einföld ráð til að bæta þig sem kylfingur

Gary Player var langt á undan sinni samtíð og hefur alla tíð lagt áherslu á líkamsrækt og holla næringu Það var ekki fyrr en um árið 1990 sem kylfingar sáu ástæðu til þess að fara að huga að líkamlegu ástandi sínu að einhverju leiti. Fram að þeim tíma var golf álitin vera tæknileg íþrótt og jafnan yfirvigtarkylfingar sem voru efstir á mótaröðunum. Með komu Tiger breyttist þetta þó snögglega. Hann er talinn holdgervingur hins nýja kylfings sem tekur líkamlegt form yfir á næsta stig og stundar bæði lyftingar og þolæfingar sérsniðnar að golfinu. Í dag stunda allir afrekskylfingar líkamsrækt og hún er að verða stærri hluti af prógrammi kylfinga en nokkru sinni fyrr. Hér eru nokkur ráð sem gætu bætt leikinn þinn.
27.jan. 2011 - 09:00 Gunnar Már Sigfússon

Rassvöðvarnir eru lykillinn að góðri sveiflu

Brú: Reynir á jafnvægi og styrk í mjóbaki og mjöðmum ásamt því að vera frábær styrktaræfing fyrir kylfinga. Lyftir mjöðmum frá gólfi með því að hafa hælana vel í gólf. Rassvöðvarnir spila stórt hlutverk í golfsveiflunni. Það eru tvö powersvæði sem þurfa að hafa nægilegan styrk og það er kviðsvæðið eða core vöðvarnir og síðan eru það rassvöðvarnir. Hægri rassvöðvinn heldur jafnvægi í aftursveiflunni og veitir þér styrk í framsveiflunni. Vinstri rassvöðvinn nýtist í jafnvægi í gegnum höggið. Ef rassvöðvarnir hafa ekki nægan styrk er verkefni þeirra yfirtekið af öðrum vöðvahópum eins og neðri bakvöðvum og aftari lærisvöðvum en það er ávísun á alls kyns vandamál með sveifluna. Rassvöðvarnir eru þrír og þurfa allir að hafa góðann styrk. Hérna eru nokkrar góðar æfingar til þess að styrkja þá svo þeir geti nýst þér í sveiflunni. Ef þú ætlar að bæta þessum æfingum inn í prógrammið þitt skaltu stunda þær tvisvar í viku og gera 3 sett með 10-15 endurtekningum.
25.jan. 2011 - 09:00 Gunnar Már Sigfússon

Nokkur frábær ráð frá snillingunum í Swing man golf: MYNDBAND

Nokkur góð ráð frá golfkennurum Swing man golf. Ekki er verra að vera að æfa sig núna þegar það er hiti úti og engin afsökun til að mæta ekki í Bása.

17.jan. 2011 - 09:00 Gunnar Már Sigfússon

Líkamsrækt kylfinga: 5 Bestu æfingarráðin fyrir 2011

Það eru nú bara þannig að sum ráð eru betri en önnur. Eftirfarandi listi er yfir þau ráð sem tengjast líkamsrækt kylfinga og okkur finnst standa upp úr og eru frá virtustu þjálfurum kylfinga um allan heim. Þetta eru allt frábærarar  ráðleggingar sem við höfum tekið saman og mælum með að fylgið og uppskerið ykkar besta sumar til þessa.


28.11.2013

Adam Scott lék á 62 höggum á fyrsta hring í Ástralíu

Adam Scott lék fyrsta hringinn á Australian Opan mótinu á 62 höggum eða á 10 höggum undir pari og setti...
Golfers