21.des. 2016 - 20:00 Ari Brynjólfsson

Stiklað á stóru yfir jólaverslun dagsins: Myndband

Jólaverslun Íslendinga er í fullum gangi nú þremur dögum fyrir jól. Greint hefur verið frá því að mikil aukning sé í jólaverslun meðal landans milli ára. Myndir segja hins vegar meira en þúsund orð og myndband meira en nokkur tölfræði. Pressan nýtti sér skrifstofurými sitt í Kringlunni til að ná yfirlitsmynd af jólaumferðinni í verslunarmiðstöðinni, myndbandið stiklar á stóru og er tekið í morgun, hádeginu og síðdegis í dag:

21.des. 2016 - 16:00 Smári Pálmarsson

Mynd dagsins: Siðareglur brotnar í Dalvík

Siðareglur kjörinna fulltrúa í Dalvíkurbyggð voru brotnar fyrir skömmu en ekki liggur fyrir hvort það hafi alvarlegar afleiðingar í för með sér. Málið er nefnilega ekki eins alvarlegt og það kann að hljóma í fyrstu. Á vefsíðu Dalvíkurbyggðar er stuttur texti um hinar brotnu siðareglur...
16.des. 2016 - 11:00 Ari Brynjólfsson

Mynd dagsins: Svarthöfði lætur starfsmann Sambíóanna finna fyrir mættinum

Mynd dagsins sýnir Svarthöfða ásamt fríðu föruneyti í Egilshöll skömmu fyrir miðnætti í nótt þegar nýjasta Stjörnustríðsmyndin, Rogue One, var frumsýnd. Eitthvað virðist starfsmaður Sambíóa hafa misboðið myrkrahöfðingjanum og fær hann því að kenna á alræmdu máttarhálstaki Svarthöfða.

07.des. 2016 - 13:23 Ari Brynjólfsson

Mynd dagsins: Einstaklingur ársins 2016

Tímaritið Time hefur útnefnt einstakling ársins, s.s. þann sem hefur haft mest áhrif eða verið mest í fréttum á þessu ári. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hafi verið valinn enda fáir ef einhver með tærnar þar sem hann hefur hælana þegar kemur að umfjöllun og umræðu árið 2016.

21.nóv. 2016 - 22:00 Smári Pálmarsson

Mynd dagsins: „Pabbar ekki velkomnir“

Á dyrum inn í búningsklefa kvenna í Skautahöllinni er að finna skilti sem vakti á dögunum athygli í Femínistaspjallinu á Facebook. „Pabbar ekki velkomnir,“ stendur þar stórum stöfum ásamt mynd af broskalli sem valdið hefur blendnum tilfinningum. Margir segja skiltið líklega svar við vandamáli sem skapast hefur þegar karlar geri sér ferð inn í búningsklefa kvenna. Ekkert skilti er hins vegar að finna á búningsklefum karla um að mæður séu óvelkomnar.
09.nóv. 2016 - 14:30 Smári Pálmarsson

Mynd dagsins: WOW air bregst við niðurstöðum kosninganna – Ódýrt flug aðra leið frá Bandaríkjunum

„Ég veit ekki hvort ég á að hlæja eða gráta, en þetta er klárlega besta markaðsbrella dagsins,“ segir ung Bandaríkjakona við Facebook-færslu WOW air. Flugfélagið ákvað að nýta stemningu dagsins í dag, í ljósi þess að Donald J. Trump hefur verið kosinn forseti Bandaríkjanna, með því að auglýsa ódýrt flug frá bandaríkjunum til Evrópu.
01.nóv. 2016 - 16:30 Þorvarður Pálsson

Mynd dagsins - Emmsjé Gauti orðinn að leikfangakalli

Rapparinn Emmsjé Gauti er einn af vinsælustu tónlistarmönnum þjóðarinnar og í tilefni þess að hann kemur fram á tónleikum í Mekka íslenskrar rapptónlistar, Prikinu, þann 17. nóvember næstkomandi var ákveðið að útbúa einstakan safngrip, Emmsjé Gauta leikfangakall í anda He-Man leikfanganna sem einhverjir muna eflaust eftir.
27.okt. 2016 - 13:30 Smári Pálmarsson

Mynd dagsins: Þróun hins íslenska kjósanda

Alþingiskosningar fara fram laugardaginn 29. október næstkomandi. Á síðustu metrunum reynir fólk að gera upp hug sinn en margir taka ekki lokaákvörðun fyrr en í kjörklefann er komið. Mynd dagsins er einmitt í þema kosninganna og sýnir þróun hins íslenska kjósanda sem heldur á kjörstað – en ætli gullfiskaminnið hafi áhrif á atkvæði hans. Teiknarinn er Sirrý Margrét Lárusdóttir.
25.okt. 2016 - 10:00 Kristján Kristjánsson

Mynd dagsins: Lífsnauðsynleg lyf, hlutur trygginga 0 kr

Mynd dagsins birti íslenskur hjartasjúklingur á Instagram í gær. Myndin er af umbúðum utan um tvö hjartalyf sem eru manninum nauðsynleg til að geta lifað. Maðurinn sótti lyfin í lyfjaverslun í gær og greiddi fyrir þau tæplega 8.000 krónur.
24.okt. 2016 - 15:30 Þorvarður Pálsson

Mynd dagsins – Eitursvalur snákur

Snákar eru sem betur fer ekki landlægir á Íslandi. Þessi hreistruðu dýr eru ekki þekkt fyrir að ganga með mikið af aukahlutum enda virðast hönnuðir lítt sinna þessum kúnnahóp. Snákur einn í Texas lét það þó ekki stoppa sig og er mynstrið á hreistrinu hans einkar glæsilegt.
18.okt. 2016 - 15:00 Smári Pálmarsson

Mynd dagsins: Íslensk framleiðsla ódýrari í Bandaríkjunum – „Mjög eðlilegt allt saman“

Athugull notandi Twitter, Jökull Vilhjálmsson, vakti athygli á því fyrir skömmu hversu mikill verðmunur er á íslensku áfengi sem selt er í Vínbúðum hér á landi og í verslunum erlendis. Íslendingum er flestum kunnugt um háa áfengistolla og -gjöld hér á landi en samanburður Jökuls hefur engu að síður vakið athygli.  
17.okt. 2016 - 17:48

Banaslys á Reykjanesbraut

Karlmaður á fertugsaldri lést í alvarlegu umferðarslysi á Reykjanesbrautinni þegar tvær bifreiðar skullu saman við umdeildan vegakafla stutt frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Aðeins fjórir mánuðir eru síðan að banaslys varð á sama vegkafla.
17.okt. 2016 - 17:00 Sylvía Rut Sigfúsdóttir

Mynd dagsins: „Verum stolt af því sem markar okkur fyrir lífstíð“

Karl Berndsen birti þessa áhrifamiklu mynd á Facebook í dag en hann sýnir þar örin sín eftir aðgerðir sem hann fór í á höfði á síðasta ári. Læknar boruðu ellefu sinnum í höfuðkúpu Kalla eftir að hann greindist með heilaæxli.


13.okt. 2016 - 14:00 Smári Pálmarsson

Mynd dagsins: Staðlaðir fylgihlutir Samsung Galaxy Note7 – Gott grín á Amazon

Flestir hafa lesið fréttir af alvarlegum galla í Samsung Galaxy Note7 snjallsímum sem veldur því að kviknar í símunum. Fyrstu Note7 símarnir sem fóru í umferð voru innkallaðir í kjölfar brunaslysa en næstu eintök sem fóru á markað reyndust einnig gölluð. Pressan greindi frá þessu á dögunum.
12.okt. 2016 - 17:30 Ari Brynjólfsson

Mynd dagsins: Kafað á Þingvöllum

Líkt og allir á Suðurlandi, Suðvesturhorninu og Vesturlandi hafa tekið eftir þá er ekkert lát á rigningunni, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni verður áfram talsverð rigning fram á morgun. Búist er við stormi á Vesturlandi og á miðhálendinu fram á nótt. Á Suður- og Vesturlandi verður þó áfram blautt á morgun en vindinum mun lægja.

12.okt. 2016 - 14:17 Smári Pálmarsson

Myndband dagsins: Unnur Brá mætti með barn á brjósti í ræðustól

Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, mætti með barn á brjósti í ræðustól Alþingis í dag þar sem atkvæðagreiðsla um útlendingalögin fór fram. Unnur Brá og kærasti hennar Sigurður Ingi Sigurpálsson eignuðust stúlku þann 1. september síðastliðinn. Fyrir eiga þau strák fæddan 2004 og stúlku fædda 2008.
10.okt. 2016 - 18:00 Þorvarður Pálsson

Mynd dagsins – Farsíminn bjargaði lífi hans

Karlmaður sem varð fyrir skotárás á farsímanum líf sitt að þakka eftir að kúla sem skotið var á hann lenti í símanum sem stöðvaði hana. Það orð hefur lengi verið á símum frá finnska farsímaframleiðandanum Nokia að þeir séu harðgerðir og þetta atvik sannar það.
06.okt. 2016 - 10:00 Vesturland

Mynd dagsins - Stýrimaður á Gulltoppi GK 24 frá Grindavík fann fornt stríðsflagg

Á dögunum kom Skagamaðurinn Guðmundur Jón Hafsteinsson stýrimaður og afleysingaskipstjóri á línuveiðararnum Gulltoppi GK 24 frá Grindavík færandi hendi á Hernámssetrið á Hlöðum á Hvalfjarðarströnd.
03.okt. 2016 - 12:20 Ari Brynjólfsson

Háværar þrumur og eldingar umluktu TF-GAY – MYNDBAND

Háværar þrumur heyrðust þegar TF-GAY vél WOW-Air flaug í gegnum eldingar snemma í morgun. Líkt og Pressan greindi frá í morgun þá var sjónarspilið hreint ótrúlegt þegar Halldór Guðmundsson fór út með símann til að festa eldingarnar á filmu. Myndband af herlegheitunum má sjá hér að neðan:

03.okt. 2016 - 10:50 Ari Brynjólfsson

Mynd dagsins: Mögnuð mynd af eldingu fara í gegnum vél WOW-Air

Mynd dagsins tók Halldór Grétar Guðmundsson í morgun þegar elding fór í gegnum vél WOW-Air þegar hún var í aðflugi að Keflavíkurflugvelli. Halldór segir í samtali við Pressuna að hann hafi farið út með símann sinn þegar hann hafi heyrt í þrumum, beindi hann símanum að flugvélinni og hafi þá náð þessari hreint út sagt mögnuðu mynd:

27.sep. 2016 - 13:30 Þorvarður Pálsson

Mynd dagsins – Erfið samskipti á Alþingi

Katrín Júlíusdóttir þingmaður Samfylkingarinnar birti á Facebook síðu sinni af bók á borði sessunautar síns. Bókin er eflaust mjög gagnleg lesning fyrir alla þingmenn en hún ber heitið Erfið samskipti og er eftir Douglas Stone, Bruce Patton og Sheila Heen.
26.sep. 2016 - 10:30 Sylvía Rut Sigfúsdóttir

Myndband dagsins: Norðurljósin sýndu sínar bestu hliðar í gær

Norðurljósin voru einstaklega falleg yfir borginni í gær og mátti víða sjá ferðamenn að reyna að ná af þeim myndum. Þeir Sævar Helgi Bragason og Snorri Þór Tryggvason settu saman þetta gullfallega myndband sem þeir tóku í gær en það birtist á síðunni Stjörnufræðivefurinn á Facebook.
14.sep. 2016 - 16:00 Þorvarður Pálsson

Mynd dagsins: 12 ára drengur stóð einn andspænis þúsundum mótmælenda

Áhrifamikil mynd. Mynd sem tekin var um helgina af ungum dreng þar sem hann stendur andspænis 11 þúsund mótmælendum hefur farið sem eldur í sinu um netið.
13.sep. 2016 - 15:45 Ari Brynjólfsson

Myndband dagsins: Rúnar gekk með skrifborðsstól upp á Hafnarfjall

Rúnar Gíslason frambjóðandi í prófkjöri Vinstri Grænna í Norðvesturkjördæmi fer óhefðbundnar leiðir í kosningabaráttunni. Hefur hann birt nokkur myndbönd á Fésbókarsíðu framboðsins þar á meðal eitt þar sem hann gengur upp á fjall með skrifborðsstól.

07.sep. 2016 - 11:00 Ari Brynjólfsson

Myndband dagsins: Rosalegur framúrakstur á Þjóðvegi 1

Magnað myndband af framúrakstri fer nú em eldur í sinu um netheima. Myndbandið tók Kjartan Björnsson um kl. 17 á sunnudaginn:

30.ágú. 2016 - 17:00 Kristján Kristjánsson

Mynd dagsins: Hvað er iðnaðarmaðurinn að gera?

Það er ekki furða að fólk spyrji sig hvað maðurinn á myndinni sé að gera því aðstæðurnar verða að teljast mjög óvenjulegar, svo ekki sé meira sagt. Enda hefur myndin vakið mikla athygli á netinu undanfarið.
26.ágú. 2016 - 13:51 Ari Brynjólfsson

Mynd dagsins: Ómar Ragnarsson með byssu á bensínstöð

Ómar Ragnarsson fjölmiðlamaður náðist á mynd í morgun með skammbyssu á bensínstöð Atlantsolíu fyrir framan Húsgagnahöllina á Ártúnshöfða. Ómar var þar að ræsa sparaksturskeppni FÍB og Atlantsolíu sem Pressan greindi frá í gær.

24.ágú. 2016 - 12:00 Ari Brynjólfsson

Myndir dagsins: Íslenskum kennileitum breytt með skuggamyndum

Breski ljósmyndarinn Rich McCor, eða Paperboyo, er orðinn víðfrægur í netheimum fyrir að ferðast um heiminn og umbreyta kennileitum með einskonar skuggamyndum sem hann heldur fyrir linsunni á myndavélinni. McCor er með yfir 200 þúsund fylgjendur á Instagram og hafa myndir hans af Íslandi fengið góðar viðtökur og hafa nú þegar tugir þúsunda líkað við myndirnar.

16.ágú. 2016 - 15:30 Ari Brynjólfsson

Mynd dagsins: Mótmælin séð úr Alþingishúsinu

Mynd dagsins tók Ásta Guðrún Helgadóttir þingmaður Pírata. Myndina tók hún úr Alþingishúsinu þegar mótmæli Íslensku Þjóðfylkingarinnar og samstöðufundur með hælisleitendum stóð yfir í gær.

24.júl. 2016 - 17:00 Ari Brynjólfsson

Mynd dagsins: Brúðkaupsterta fyrir langa löngu í stjörnuþoku langt langt í burtu

Mynd dagsins tók Sveinn Sigurðsson en hann var staddur í brúðkaupi Ómars Úlfs Eyþórssonar útvarpsmanni og Báru Jónsdóttur lögmanni. Brúðkaupstertan vakti mikla lukku en þar gefur að líta Han Solo og Lilju Prinsessu úr Stjörnustríði.

21.júl. 2016 - 20:00

Mynd dagsins: Kort af samlokuverði í miðbæ Reykjavíkur

Mynd dagsins á Sváfnir Sigurðarson viðskipta- og almannatengill hjá HN Markaðssamskiptum. Myndina birti hann á Fésbókarsíðu sinni í dag þar sem hann sýnir hinn mikla verðmun sem er á samlokum í þremur búðum í miðbæ Reykjavíkur.

25.maí 2016 - 16:00 Arnar Örn Ingólfsson

Mynd dagsins: Sendu bréf á Hóla án heimilisfangs

Skemmtilegt bréf barst nýverið bóndanum Rebeccu Catherine Kaad Ostenfeld, sem býr á Hólum í Hvammssveit.  Utan um bréfið var umslag með mjög frumlegri áletrun. Hún segir nokkra erlenda ferðamenn hafa átt viðdvöl í sveitinni á Hólum sem reynt hafi að enda fjölskyldunni póstkort án heimilisfangs. Skessuhorn greindi fyrst frá.

04.maí 2016 - 15:00 Arnar Örn Ingólfsson

Mynd dagsins: Vinsælasta bókin á Borgarbókasafninu

Borgarbókasafnið í Sólheimum birti á Facebook síðu sinni í gær mynd af vinsælustu bókinni á bókasafninu þessa dagana.

27.apr. 2016 - 19:00 Arnar Örn Ingólfsson

Mynd dagsins: Beið í hálfan sólarhring á gólfinu á Landspítalanum

Mynd dagsins að þessu sinni á Steingerður Björk Pétursdóttir en hún fór ásamt unnusta sínum á bráðamóttöku Landspítalans síðastliðinn mánudag vegna verkja sem hann hafði fundið fyrir í höfði.

23.apr. 2016 - 16:00

Mynd dagsins: 23 fjölskyldur fengu ferðastyrk Vildarbarna Icelandair

23 börnum og fjölskyldum þeirra, samtals um 120 manns, var afhentur ferðastyrkur úr sjóðnum Vildarbörn Icelandair á fimmtudaginn, sumardaginn fyrsta.
22.apr. 2016 - 18:00 Kristín Clausen

Mynd dagsins: Flóttafólk heimsótti lögreglustöðina á Akureyri

„Eins og flestir vita kom hópur flóttafólks til Akureyrar í janúar á þessu ári og hafa þau undanfarna mánuði verið að aðlagast og kynnast nýjum heimkynnum.“
23.mar. 2016 - 21:00 Kristján Kristjánsson

Mynd dagsins: Finnst fólki í lagi að leggja svona í stæði fatlaðra?

Mynd dagsins var tekin á mánudaginn fyrir utan íþróttahús Þróttar í Fossvogi og hefur verið mikið deilt á samfélagsmiðlum. Þar eru tvö stór og góð stæði fyrir fatlaða og eru þau vel merkt. Þennan dag var alþjóðlegur dagur Downs heilkennis og mættu 250 manns í Þróttaraheimilið þennan dag vegna þessa, þar af margir fatlaðir.
16.mar. 2016 - 13:00

Varúð, varúð, varúð - logn, hiti og sól á morgun - Mynd dagsins

Fyrir ári síðan sendi Björgunarsveitin Þorbjörn frá sér viðvörun þar sem varað var við logni með tilheyrandi sólarglennu og blíðviðri. Þar sagði meðan annars að eftir óveður síðustu daga væri hætta á að fólk myndi detta á hliðina þar sem Íslendingar væri orðnir vanir því að halla sér upp í vindinn. Það er því óhætt að taka aftur undir þessi viðvörunarorð björgunarsveitarinnar og eiga þau jafnvel við í dag.
07.mar. 2016 - 20:54

Eldur á Grettisgötu: - Lokið gluggum - MYNDIR

Slökkvilið og lögregla eru að störfum á brunavettvangi á Grettisgötu austan við Snorrabraut.  Mikinn reyk leggur af brunavettvangi yfir nágrennið. 
07.mar. 2016 - 14:32

Mynd dagsins: Jón Viðar næstum því táraðist

Mynd dagsins birti Jón Viðar Arnþórsson á Instagram síðu sinni. Þar er hann klæddur í úlpu Jackie Chan en leikarinn heimsfrægi er átrúnaðargoð Jóns. Segir Jón að Jackie hafi haft mikil áhrif á Mjölni og þeirra bardagasena sem Jón hefur tekið að sér að skipuleggja fyrir íslenskar kvikmyndir.
29.feb. 2016 - 11:59 Kristjón Kormákur Guðjónsson

Mynd dagsins: Jónína auglýsti dýnu til sölu og viðbrögðin létu ekki á sér standa

Mynd dagsins var upphaflega birt á vefnum Brask og brall. Jónína Guðrún Rósmundsdóttir birti myndina af dýnunni sem á að kostar 123,456 og skrifaði:
17.feb. 2016 - 20:00 Ágúst Borgþór Sverrisson

Ingheiður fitnaði í kjölfar eineltis en léttist um 32 kíló með breyttum lífsstíl og breyttu hugarfari

Ingheiður Brá Laxdal hefur lengi glímt við ofþyngd sem tók að há henni í kjölfar eineltis á unglingsárum. Þegar Ingheiður var komin upp í 113 kíló fyrir rúmlega tveimur árum var henni nóg boðið og smám saman tók hún upp breyttan lífsstíl. Í dag er hún komin undir 80 kíló.
16.feb. 2016 - 15:50

Mynd dagsins: Fengu dvalarleyfi á Íslandi

Núna í morgun var mikil gleði í lítilli íbúð í miðborg Reykjavíkur. Eftir að hafa rölt með þær Jana og Jouli í leikskólann fengu hjónin Wael og Feryal þær góðu fréttir að fjölskyldunni hafi verið veitt dvalarleyfi af mannúðarástæðum á Íslandi.
05.feb. 2016 - 17:00

Mynd dagsins: Þetta gerðist í gær - Skeytingarleysi gagnvart vegfarendum

„Magnús Sigurðsson félagi minn var svo óheppinn að missa bílinn í bleytu og renna upp að svona tætara í gær,“ segir Magnús Finnbjörnsson í samtali við Pressuna sem birti mynd dagsins á Facebook síðu sinni. „Ef þarna hefði verið hefðbundið óldskúl vegrið, þá telja líklegt að bíllinn hefði skemmst mun minna, jafnvel verið ökuhæfur á eftir.“
27.jan. 2016 - 17:25

Mynd dagsins: Getur þessi örn fengið far með þér til Reykjavíkur

Á mynd dagsins má sjá ungan haförn sem vantar að fá far til dýralæknis í Reykjavík. Ferðamenn sáu þennan unga sjö mánaða haförn sem átti í vanda í útjaðri Berserkjahrauns í gær og átti hann erfitt með flug. Róbert Arnar Stefánsson líffræðingur segir í samtali við Pressuna að hann hafi handsamað fuglinn ásamt góðu fólki. Segir Róbert að það hafi gengið vel.  
23.jan. 2016 - 13:30

Mynd dagsins: Svefnstaður konu á fimmtugsaldri - Í hvaða velferðarríki býr þessi kona?

Þessi mynd sýnir svefnherbergi konu á fimmtugsaldri. Anna Lára Pálsdóttir birti mynd dagsins á Facebook-síðu sinni. Myndin og textinn hafa vakið talsverða athygli og fer hann hér á eftir.
12.jan. 2016 - 17:22

Mynd dagsins: Gjöf að verðmæti 840 milljóna - Fyrsta skóflustunga að húsnæði sem mun hýsa nýjan jáeindaskanna

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, tók í dag fyrstu skóflustunguna að húsnæði sem mun hýsa nýjan jáeindaskanna.  Íslensk erfðagreining færði íslensku þjóðinni skannann að gjöf sem og allan tilheyrandi tækjakost og sérhæft húsnæði undir hann. Verðmæti gjafarinnar er rúmar 840 milljónir króna. Flókinn og umfangsmikill búnaður fylgir skannanum,  svo sem öreindahraðall sem framleiðir geislavirk efni sem leita í sjúka vefi líkamans. Jáeindaskanni er oftast notaður í krabbameinsmeðferðum en hann er einnig hægt að nýta í tauga-, hjarta- og gigtlækningum.
07.jan. 2016 - 11:15

Myndir dagsins: „Íbúð“ til sölu á 8.5 milljónir

„Hækk­andi fast­eigna­verð var mikið í frétt­um 2015. Það er þó ennþá hægt að gera góð kaup ef marka má þessa 23,3 fermetra íbúð sem stend­ur við Karla­götu í Reykja­vík,“
31.des. 2015 - 17:00

Mynd dagsins: Förum varlega í kringum flugelda

Mynd/Kristin Björk Jacobsen

„Elsku vinir svona leit ég út áramótin 2010 eftir að neisti af ragettu skaust í augað mitt, en ég var bara áhorfandi,“ skrifar Kristin Björk Jacobsen á Fésbókarsíðu sína en hún var ekki með hlífðargleraugu. Pressan minnir lesendur sína á að vera ávallt með hlífðargleraugu nálægt flugeldum en líkt og Kristin segir: „Verum töff og notum gleraugun því það er ekki töff að líta svona út á nýju ári. Farið varlega!“

29.des. 2015 - 19:30 Ari Brynjólfsson

Mynd dagsins: Monster „Freak“ stormur á leið til Íslands

Mynd dagsins á Atli Már Gylfason sem birti eftirfarandi mynd á Instagram. Sést þar skjáskot af veðurfréttatíma bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CBSN þar sem segir að „Monster ‘Freak‘ stormur er á leiðinni til Íslands“.

1 2 3 4 5 6 7 8 

Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.2.2018
Hugleiðingar á 65 ára afmælinu
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 28.2.2018
Af högum mínum: Svar til blaðamanns
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 22.2.2018
Umskurður drengja
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 22.2.2018
Gyðingdómur í sögu og samtíð - námskeið
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 24.2.2018
Hann kaus frelsið
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 27.2.2018
Vita stjórnvöld hvað er barni fyrir bestu?
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 07.3.2018
Já, það er komið Vor í verkó!
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.3.2018
Klæðast eins og niðursetningar í þingsal
Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson - 12.3.2018
Jafnasti oddvitinn?
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 14.3.2018
Stöðugleikasáttmáli alþýðunnar
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 18.3.2018
Hádeisverður í Stellenbosch
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.3.2018
Þrír hugsjónamenn gegn alræði
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.3.2018
Böðullinn drepur alltaf tvisvar
Fleiri pressupennar