20.jún. 2017 - 10:58 Þorvarður Pálsson

Mynd dagsins: Frumleg gistiaðstaða í Reykjavík í boði á Airbnb

Á vefsíðunni Airbnb má finna auglýsingar um íbúðir og húsnæði víða um landið til leigu til skemmri tíma. Auglýsing notandans Antoni hefur vakið nokkra athygli á samfélagsmiðlum en hann býður til leigu kyrrstæðan bíl með gistiplássi fyrir tvo. Áhugasamir þurfa að koma með eigin svefnpoka en dýnur eru í bílnum.
29.maí 2017 - 21:00 Þorvarður Pálsson

Mynd dagsins: Costco krílið

Það hefur ekki farið framhjá neinum að Costco hefur opnað í Garðabæ og eru þar langar raðir allan liðlangan daginn. Um fátt er meira rætt á vinnustöðum, í fjölskylduboðum og á samfélagsmiðlum en verslunina sem virðist ætla að gjörbylta öllu á íslenskum markaði. Mynd sem náðist af pari í versluninni lýsir því ástandi sem nú ríkir ótrúlega vel og því veljum við hana sem mynd dagsins því mynd segir meira en þúsund orð.
26.maí 2017 - 12:00 Ari Brynjólfsson

Myndir dagsins: Hvor er fallegri?

Hvor myndin er fallegri. Önnur myndin sýnir skuggahverfið í Reykjavík á síðari hluta 20. aldar og hin sýnir Reykjavík frá sama sjónarhorni eins og borgin lítur út í dag á fyrri hluta 21.aldar. Líkt og sjá má á myndinum hefur margt breyst á þessum tíma.
23.maí 2017 - 15:39 Ari Brynjólfsson

Mynd dagsins: Sigmundur Davíð skoðar byggingarframkvæmdir

Vegfarandi í miðborg Reykjavíkur varð fyrr í dag vitni af því þegar jakkafataklæddur maður gekk um og tók myndir af byggingarsvæði. Var þar enginn annar en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra sem var að skoða byggingarframkvæmdirnar sem standa nú yfir.
10.maí 2017 - 14:45 Ari Brynjólfsson

Myndband dagsins: Gunnar Nelson á yfir 200km hraða

Ein skærasta MMA-heimsins Gunnar okkar Nelson skrapp í bíltúr í vikunni, iðulega yrði slíkt ekki frá sögum færandi en í þetta skiptið var Gunnar farþegi í bíl með Kristjáni Einari Kristjánssyni fyrrverandi F3-ökumanni.
03.apr. 2017 - 11:49 Ari Brynjólfsson

Mynd dagsins: Stefán fór í geislameðferð og fékk 10 þúsund króna sekt – „Lítilmenni innan Reykjavíkurborgar“

Stefán Karl Stefánsson var sektaður um 10 þúsund krónur á meðan hann var í geislameðferð. Líkt og fram hefur komið í fjölmiðlum greindist hann með æxli í brishöfði í fyrra en er nú á batavegi. Kl. 10 í morgun mætti hann í sína daglegu geislameðferð en gleymdi veskinu sínu og símanum. Þegar hann mætti út 20 mínútum síðar var hann búinn að fá 10 þúsund króna sekt fyrir að leggja ólöglega.


27.mar. 2017 - 20:00 Ari Brynjólfsson

Stórhætta fyrir börn og dýr á vinsælu útivistarsvæði: Sjáðu myndband þegar tík var bjargað úr 7 metra djúpri sprungu

Betur fór en á horfðist þegar tíkinni Kviku var frækilega bjargað af björgunarsveitarmanni á vinsælu útivistarsvæði í nágrenni höfuðborgarinnar. Ljóst er að stórhætta getur verið á ferðum ef ekki er farið með gát, bæði fyrir börn og dýr.
26.mar. 2017 - 18:02

Mynd dagsins: Týndir þú þessu í Vesturbænum? „Vesturbærinn titrar“ - „Í fyrra fundum við tvær dauðar rottur“

„Elskendur athugið! Margt skondið virðist koma undan snjó hér um slóðir. Í fyrra fundum við tvær dauðar rottur, en vorboðinn hrjúfi virðist ekki ætla að láta sjá sig hjá okkur þetta árið.“
20.mar. 2017 - 16:57 Ari Brynjólfsson

Mynd dagsins: Glerbrjótur á ferð um Skeifuna og Laugardalinn

Mynd dagsins er af verri taginu en þar sést strætisvagnaskýli mölbrotið með tjón sem hleypur á milljónir. Einar Hermannsson tók myndina fyrir hádegi í dag, segir hann í samtali við Pressuna að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist á stuttum tíma.
14.mar. 2017 - 22:00 Smári Pálmarsson

Mynd dagsins: Er þetta draumatitill sjálfsævisögu þinnar?

Það getur ýmislegt forvitnilegt komið í ljós þegar farið er í gegnum bókahillurnar. Þar leynast oft gersemar sem teygja sig aftur til fyrri alda eða áratuga. Blaðamanni var til að mynda færð fallega innbundin bók með glott á vör en hún er eftir Sigurð Jónsson frá Brú og kom fyrst út árið 1954. Um er að ræða sjálfsævisögu hans en mörgum gæti þótt titill bókarinnar öfundsverður.
13.mar. 2017 - 19:00 Ari Brynjólfsson

Mynd dagsins: Ingó og Asíuguðirnir

Mynd dagsins á Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, sem er nú á ferðalagi í Asíu líkt og svo margir Íslendingar um þessar mundir. Birti hann myndina á Fésbók þar sem hann merkir inn meðlimi hljómsveitarinnar Veðurguðirnir, með yfirskriftinni:

09.mar. 2017 - 21:17 Ari Brynjólfsson

Mynd dagsins: Epalhommar í boði Brandenburg

Mynd dagsins er ekki af verri endanum en hún kemur til með að birtast í dagblöðum í fyrramálið. Fátt hefur verið meira rætt þessa vikuna en viðtal Sindra Sindrasonar við Töru Margréti Vilhjálmsdóttur. Meðal þeirra sem ræddu málið á samskiptamiðlum var Hildur Lilliendahl sem sagði:

08.mar. 2017 - 13:00 Þorvarður Pálsson

Mynd dagsins – Flottasta bónorð Íslandssögunnar?

Norðurljós, ísi lagt vatn og íslensk náttúra að skarta sínu fegursta, hvað meira er hægt að biðja um þegar farið er á skeljarnar? Ástralinn Dale Sharpe greip tækifærið þegar hann var hér á landi ásamt Karlie Russell, núverandi unnustu sinni og bað hennar við aðstæður sem óhætt er að segja að séu mikilfenglegar. Það er erfitt að að segja nei við bónorði þegar himinn og jörð taka höndum saman með þessum hætti
06.mar. 2017 - 11:53 Ari Brynjólfsson

Mynd dagsins: Vél Landhelgisgæslunnar fylgist með eldgosinu í Etnu

Áhöfn flugvélarinnar TF-SIF tók þessa fallegu mynd af eldgosinu sem nú stendur yfir í Etnu á Sikiley. TF-SIF sinnir um þessar mundir landamæraeftirliti á Miðjarðarhafi fyrir Frontex, landamæraeftirlit ESB. Eldgosið í Etnu hófst 1. mars síðastliðinn en það er eitt virkasta eldfjall Evrópu og gaus síðast fyrir átta mánuðum.

03.mar. 2017 - 10:00 Þorvarður Pálsson

Mynd dagsins: Fékk sér rafrettu með heilbrigðisráðherra

Matthías Már, stjórnandi Popplands á Rás 2, fékk sér í gær rafrettu við hlið Óttars Proppé heilbrigðisráðherra í Hörpunni í gær og birti hana á Instagram síðu sinni. Óttar hefur verið í eldlínunni vegna frumvarps um rafrettur sem hefur mikið verið á milli tannanna á fólki. Hann virtist ekki alltof sáttur með Matthías af myndinni að dæma en hvort skeifan hafi verið sett upp í gríni eða alvöru er ekki vitað.

01.mar. 2017 - 09:52 Ari Brynjólfsson

Mynd dagsins: Löggan á kafi í snjó

Mynd dagsins var tekin snemma síðastliðinn sunnudag og sýnir lögreglubíl á leiðinni út á Álftanes. Sunnudagurinn var ekki venjulegur í höfuðborginni en um nóttina fylltist borgin af snjó og margir áttu erfitt með að komast leiðar sinnar. Þegar fólk var loks búið að finna bíla sína undir fannferginu var þreytan skiljanlega orðin það mikil að mörgum þótti ekki taka því að taka allan snjóinn af bílnum áður en haldið var af stað.

27.feb. 2017 - 17:00 Ari Brynjólfsson

Mynd dagsins: Snjóstríð í Víkurhvarfi

Fátt hefur verið meira talað um og bölvað í dag og í gær og fannfergið sem huldi höfuðborgina um helgina. Flestir, ef ekki allir, áttu erfitt með að komast á milli staða, bílar festust og strætisvagnar höfðu varla undan í morgun. Það hafa hins vegar margir náð að líta á björtu hliðarnar og farið út að leika sér í snjónum. Þeirra á meðal er Þröstur Þór Bragason Stjörnustríðsaðdáandi sem notaði tækifærið til að leyfa AT-AT bryndrekunum sínum að njóta sín í snjónum í Víkurhvarfi.

23.feb. 2017 - 11:00 Þorvarður Pálsson

Mynd dagsins - Stund milli stríða hjá Grími Grímssyni

Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vakti þjóðarathygli í tengslum við rannsóknina á hvarfi, og síðar ótímabæru láti, Birnu Brjánsdóttur. Varð hann að andliti rannsóknarinnar sem hreyfði við þjóðinni og þótti framganga hans afar traustvekjandi, með skýrum en varkárum yfirlýsingum.

21.feb. 2017 - 12:43 Þorvarður Pálsson

Mynd dagsins - Forsetinn sendi Hugleiki Dagssyni þakkarbréf

Hugleikur Dagsson sendi fyrir nokkru forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, sokkapar sem skreytt er með myndum eftir Hugleik. Guðni hefur vakið athygli fyrir að klæðast litríkum og djörfum sokkum og því ákvað Hugleikur að senda honum eitt par. Hugleikur er þekktur fyrir gálgahúmor og sokkaparið er þar ekki undanskilið.

11.feb. 2017 - 13:15 Ari Brynjólfsson

Myndir dagsins: Erlendir ferðamenn í stórhættu við Fjaðrárgljúfur

Myndir dagsins voru teknar við Fjaðrárgljúfur á Suðurlandi, sýna þær ferðamenn leggja sig í stórhættu við að fara yfir öryggisreipi til að skoða gljúfrið betur. Skilti er á staðnum sem gefur skýrt til kynna hættuna sem er til staðar. Sigurður Björn Gunnarsson leiðsögumaður sem tók myndina segir í samtali við Pressuna að ferðamennirnir hafi að öllum líkindum verið frá Bandaríkjunum.

08.feb. 2017 - 10:21 Smári Pálmarsson

Mynd dagsins: Undarlegar reglur fyrir erlenda gesti Laugardalslaugar

Veggspjald með þvottaleiðbeiningum handa erlendum gestum hefur vakið gríðarlega athygli á samfélagsmiðlum. Umræða skapaðist um sundlaugarreglurnar skringilegu í Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar í morgun. Myndirnar eru merktar ljósmyndaranum Estelle Divorne og sagðar teknar í Laugardalslaug.
31.jan. 2017 - 11:00 Ari Brynjólfsson

Myndir dagsins: Forseti Íslands heilsar nýjum Íslendingum

Mynd dagsins snertir dýpstu hjartarætur en þar sjást forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Elíza Reid bjóða nýjum Íslendingum velkomin til Íslands. 22 sýrlendingar komu til landsins í gær, upphaflega stóð til að forsetinn myndi, ásamt félagsmálaráðherra, borgarstjóra Reykjavíkur og fulltrúum Rauða krossins, taka á móti fólkinu á Keflavíkurflugvelli en um hádegisbilið var ákvörðunin tekin um að bjóða fólkinu til Bessastaða. Er þetta í fyrsta sinn sem þjóðhöfðingi landsins tekur á móti nýjum Íslendingum, og í fyrsta sinn sem það fær sérstaka móttöku á Bessastöðum. Tveir aðrir hópar hafa komið til landsins á þessu ári og var tekið á móti þeim á Keflavíkurflugvelli.

28.jan. 2017 - 11:00 Þorvarður Pálsson

Mynd dagsins: Ótrúleg mynd af loftsteini á leið til jarðar

Að ná mynd af loftsteini er hægara sagt en gert. 25 milljónir slíkra skella á jörðinni á degi hverjum en megnið af þeim eru agnarsmáir. Erfitt er að koma auga á stærri slíka í dagsbirtu og er nóttin því tíminn til að reyna að koma auga á loftsteina. Það var því fyrir algjöra tilviljun að Indverjinn Prasenjeet Yadav náði þessari ótrúlegu mynd af loftsteini brenna upp í andrúmslofti jarðarinnar.
27.jan. 2017 - 21:00 Ari Brynjólfsson

Myndband dagsins: Frábær eftirherma af Eiríki Fjalari

Leikarinn og þúsundþjalasmiðurinn Davíð Már Kristinsson hefur birt bráðfyndið myndband þar sem hann hermir eftir engum öðrum en Eiríki Fjalari, sem má nú sjá á sýningunni Laddi 70 ára í Eldborgarsal Hörpunnar.
27.jan. 2017 - 12:30 Smári Pálmarsson

Mynd dagsins: Þórgunnur færði lögreglunni afmæliskökuna sína

Síðustu helgi barst Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu óvæntur glaðningur. Systurnar Þórgunnur og Steinunn sem eru þriggja og fimm ára gamlar komu færandi hendi og afhentu lögreglumönnum afmælisköku. Þessi dýrindis súkkulaði kaka var skreytt sælgæti og fallegri mynd af hinni sívinsælu Hvolpasveit.
24.jan. 2017 - 16:19 Smári Pálmarsson

Mynd dagsins: Nýr hráfæðikúr Sigmundar Davíðs?

Mynd dagsins á Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra Íslands. Fyrir skömmu síðan deildi hann mynd á Facebook-síðu sinni sem gefur til kynna að hann hafi verið að gæða sér á hráu nautahakki á tekexi.
10.jan. 2017 - 18:30 Smári Pálmarsson

Mynd dagsins: Baggalútur birtir hinn raunverulega stjórnarsáttmála

Grínararnir í Baggalút segjast hafa undir höndunum stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar sem kynntur var í dag. Sáttmálinn sem Baggalútur hefur undir höndum hefur þegar vakið mikla athygli á Facebook og fengið mörg hundruð „like“. Hann verður þó að segjast heldur óhefðbundinn.
02.jan. 2017 - 17:00 Smári Pálmarsson

Myndband dagsins: Flugeldaveislan í höfuðborginni frá mögnuðu sjónarhorni

Flugeldarnir sem þutu upp í loftið um allt höfuðborgarsvæðið á gamlárskvöld fóru eflaust ekki fram hjá neinum. Nú hefur litið dagsins ljós magnað myndband sem sýnir okkur flugeldaveisluna frá öðru sjónarhorni. Sigurður Þór Helgason tók myndbandið upp með splunkunýjum Phantom 4 Pro dróna og birti það í hágæðaupplausn á Vimeo.
31.des. 2016 - 13:00 Ari Brynjólfsson

Myndir og myndbönd ársins á Pressunni

Pressan hefur undanfarin ár verið með Mynd dagsins sem fastan lið, en þá fær Pressan senda mynd eða rekur augun í mynd sem segja gjarnan meira en þúsund orð. Lesendur hafa tekið þessum lið fagnandi og því er það sönn ánægja að taka saman tíu vinsælustu myndir eða myndbönd dagsins á árinu sem er að líða.

21.des. 2016 - 20:00 Ari Brynjólfsson

Stiklað á stóru yfir jólaverslun dagsins: Myndband

Jólaverslun Íslendinga er í fullum gangi nú þremur dögum fyrir jól. Greint hefur verið frá því að mikil aukning sé í jólaverslun meðal landans milli ára. Myndir segja hins vegar meira en þúsund orð og myndband meira en nokkur tölfræði. Pressan nýtti sér skrifstofurými sitt í Kringlunni til að ná yfirlitsmynd af jólaumferðinni í verslunarmiðstöðinni, myndbandið stiklar á stóru og er tekið í morgun, hádeginu og síðdegis í dag:


Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 14.6.2017
Þetta rugl sem er í kringum lífeyrissjóðina
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 17.6.2017
Úrslitaleikur á móti Úkraínu
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 17.6.2017
Reiði og hefnd
Sigurður G. Guðjónsson
Sigurður G. Guðjónsson - 18.6.2017
Glórulaus hugmynd hjá forsetanum
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 20.6.2017
Blaðabarnið gleymir
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 17.6.2017
Kammerherrann fær fyrir kampavíni
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 17.6.2017
Independence day - free from Icelandic
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 24.6.2017
Auðjöfur af íslenskum ættum
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 26.6.2017
Ertu réttlaus í þinni sambúð?
Kristinn H. Gunnarsson
Kristinn H. Gunnarsson - 26.6.2017
Gengishækkun krónunnar er kjarabót fyrir almenning
Björgvin G. Sigurðsson
Björgvin G. Sigurðsson - 27.6.2017
Í kröppum krónudansi
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 27.6.2017
Kjararáð hefur lagt línurnar
Eyjan/Kristinn H. Gunnarsson
Eyjan/Kristinn H. Gunnarsson - 26.6.2017
Kvótakerfið veldur hörðum stéttaátökum
Fleiri pressupennar