11.feb. 2017 - 13:15 Ari Brynjólfsson

Myndir dagsins: Erlendir ferðamenn í stórhættu við Fjaðrárgljúfur

Myndir dagsins voru teknar við Fjaðrárgljúfur á Suðurlandi, sýna þær ferðamenn leggja sig í stórhættu við að fara yfir öryggisreipi til að skoða gljúfrið betur. Skilti er á staðnum sem gefur skýrt til kynna hættuna sem er til staðar. Sigurður Björn Gunnarsson leiðsögumaður sem tók myndina segir í samtali við Pressuna að ferðamennirnir hafi að öllum líkindum verið frá Bandaríkjunum.

08.feb. 2017 - 10:21 Smári Pálmarsson

Mynd dagsins: Undarlegar reglur fyrir erlenda gesti Laugardalslaugar

Veggspjald með þvottaleiðbeiningum handa erlendum gestum hefur vakið gríðarlega athygli á samfélagsmiðlum. Umræða skapaðist um sundlaugarreglurnar skringilegu í Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar í morgun. Myndirnar eru merktar ljósmyndaranum Estelle Divorne og sagðar teknar í Laugardalslaug.
31.jan. 2017 - 11:00 Ari Brynjólfsson

Myndir dagsins: Forseti Íslands heilsar nýjum Íslendingum

Mynd dagsins snertir dýpstu hjartarætur en þar sjást forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Elíza Reid bjóða nýjum Íslendingum velkomin til Íslands. 22 sýrlendingar komu til landsins í gær, upphaflega stóð til að forsetinn myndi, ásamt félagsmálaráðherra, borgarstjóra Reykjavíkur og fulltrúum Rauða krossins, taka á móti fólkinu á Keflavíkurflugvelli en um hádegisbilið var ákvörðunin tekin um að bjóða fólkinu til Bessastaða. Er þetta í fyrsta sinn sem þjóðhöfðingi landsins tekur á móti nýjum Íslendingum, og í fyrsta sinn sem það fær sérstaka móttöku á Bessastöðum. Tveir aðrir hópar hafa komið til landsins á þessu ári og var tekið á móti þeim á Keflavíkurflugvelli.

28.jan. 2017 - 11:00 Þorvarður Pálsson

Mynd dagsins: Ótrúleg mynd af loftsteini á leið til jarðar

Að ná mynd af loftsteini er hægara sagt en gert. 25 milljónir slíkra skella á jörðinni á degi hverjum en megnið af þeim eru agnarsmáir. Erfitt er að koma auga á stærri slíka í dagsbirtu og er nóttin því tíminn til að reyna að koma auga á loftsteina. Það var því fyrir algjöra tilviljun að Indverjinn Prasenjeet Yadav náði þessari ótrúlegu mynd af loftsteini brenna upp í andrúmslofti jarðarinnar.
27.jan. 2017 - 21:00 Ari Brynjólfsson

Myndband dagsins: Frábær eftirherma af Eiríki Fjalari

Leikarinn og þúsundþjalasmiðurinn Davíð Már Kristinsson hefur birt bráðfyndið myndband þar sem hann hermir eftir engum öðrum en Eiríki Fjalari, sem má nú sjá á sýningunni Laddi 70 ára í Eldborgarsal Hörpunnar.
27.jan. 2017 - 12:30 Smári Pálmarsson

Mynd dagsins: Þórgunnur færði lögreglunni afmæliskökuna sína

Síðustu helgi barst Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu óvæntur glaðningur. Systurnar Þórgunnur og Steinunn sem eru þriggja og fimm ára gamlar komu færandi hendi og afhentu lögreglumönnum afmælisköku. Þessi dýrindis súkkulaði kaka var skreytt sælgæti og fallegri mynd af hinni sívinsælu Hvolpasveit.
24.jan. 2017 - 16:19 Smári Pálmarsson

Mynd dagsins: Nýr hráfæðikúr Sigmundar Davíðs?

Mynd dagsins á Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra Íslands. Fyrir skömmu síðan deildi hann mynd á Facebook-síðu sinni sem gefur til kynna að hann hafi verið að gæða sér á hráu nautahakki á tekexi.
10.jan. 2017 - 18:30 Smári Pálmarsson

Mynd dagsins: Baggalútur birtir hinn raunverulega stjórnarsáttmála

Grínararnir í Baggalút segjast hafa undir höndunum stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar sem kynntur var í dag. Sáttmálinn sem Baggalútur hefur undir höndum hefur þegar vakið mikla athygli á Facebook og fengið mörg hundruð „like“. Hann verður þó að segjast heldur óhefðbundinn.
02.jan. 2017 - 17:00 Smári Pálmarsson

Myndband dagsins: Flugeldaveislan í höfuðborginni frá mögnuðu sjónarhorni

Flugeldarnir sem þutu upp í loftið um allt höfuðborgarsvæðið á gamlárskvöld fóru eflaust ekki fram hjá neinum. Nú hefur litið dagsins ljós magnað myndband sem sýnir okkur flugeldaveisluna frá öðru sjónarhorni. Sigurður Þór Helgason tók myndbandið upp með splunkunýjum Phantom 4 Pro dróna og birti það í hágæðaupplausn á Vimeo.
31.des. 2016 - 13:00 Ari Brynjólfsson

Myndir og myndbönd ársins á Pressunni

Pressan hefur undanfarin ár verið með Mynd dagsins sem fastan lið, en þá fær Pressan senda mynd eða rekur augun í mynd sem segja gjarnan meira en þúsund orð. Lesendur hafa tekið þessum lið fagnandi og því er það sönn ánægja að taka saman tíu vinsælustu myndir eða myndbönd dagsins á árinu sem er að líða.

21.des. 2016 - 20:00 Ari Brynjólfsson

Stiklað á stóru yfir jólaverslun dagsins: Myndband

Jólaverslun Íslendinga er í fullum gangi nú þremur dögum fyrir jól. Greint hefur verið frá því að mikil aukning sé í jólaverslun meðal landans milli ára. Myndir segja hins vegar meira en þúsund orð og myndband meira en nokkur tölfræði. Pressan nýtti sér skrifstofurými sitt í Kringlunni til að ná yfirlitsmynd af jólaumferðinni í verslunarmiðstöðinni, myndbandið stiklar á stóru og er tekið í morgun, hádeginu og síðdegis í dag:

21.des. 2016 - 16:00 Smári Pálmarsson

Mynd dagsins: Siðareglur brotnar í Dalvík

Siðareglur kjörinna fulltrúa í Dalvíkurbyggð voru brotnar fyrir skömmu en ekki liggur fyrir hvort það hafi alvarlegar afleiðingar í för með sér. Málið er nefnilega ekki eins alvarlegt og það kann að hljóma í fyrstu. Á vefsíðu Dalvíkurbyggðar er stuttur texti um hinar brotnu siðareglur...
16.des. 2016 - 11:00 Ari Brynjólfsson

Mynd dagsins: Svarthöfði lætur starfsmann Sambíóanna finna fyrir mættinum

Mynd dagsins sýnir Svarthöfða ásamt fríðu föruneyti í Egilshöll skömmu fyrir miðnætti í nótt þegar nýjasta Stjörnustríðsmyndin, Rogue One, var frumsýnd. Eitthvað virðist starfsmaður Sambíóa hafa misboðið myrkrahöfðingjanum og fær hann því að kenna á alræmdu máttarhálstaki Svarthöfða.

07.des. 2016 - 13:23 Ari Brynjólfsson

Mynd dagsins: Einstaklingur ársins 2016

Tímaritið Time hefur útnefnt einstakling ársins, s.s. þann sem hefur haft mest áhrif eða verið mest í fréttum á þessu ári. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hafi verið valinn enda fáir ef einhver með tærnar þar sem hann hefur hælana þegar kemur að umfjöllun og umræðu árið 2016.

21.nóv. 2016 - 22:00 Smári Pálmarsson

Mynd dagsins: „Pabbar ekki velkomnir“

Á dyrum inn í búningsklefa kvenna í Skautahöllinni er að finna skilti sem vakti á dögunum athygli í Femínistaspjallinu á Facebook. „Pabbar ekki velkomnir,“ stendur þar stórum stöfum ásamt mynd af broskalli sem valdið hefur blendnum tilfinningum. Margir segja skiltið líklega svar við vandamáli sem skapast hefur þegar karlar geri sér ferð inn í búningsklefa kvenna. Ekkert skilti er hins vegar að finna á búningsklefum karla um að mæður séu óvelkomnar.
09.nóv. 2016 - 14:30 Smári Pálmarsson

Mynd dagsins: WOW air bregst við niðurstöðum kosninganna – Ódýrt flug aðra leið frá Bandaríkjunum

„Ég veit ekki hvort ég á að hlæja eða gráta, en þetta er klárlega besta markaðsbrella dagsins,“ segir ung Bandaríkjakona við Facebook-færslu WOW air. Flugfélagið ákvað að nýta stemningu dagsins í dag, í ljósi þess að Donald J. Trump hefur verið kosinn forseti Bandaríkjanna, með því að auglýsa ódýrt flug frá bandaríkjunum til Evrópu.
01.nóv. 2016 - 16:30 Þorvarður Pálsson

Mynd dagsins - Emmsjé Gauti orðinn að leikfangakalli

Rapparinn Emmsjé Gauti er einn af vinsælustu tónlistarmönnum þjóðarinnar og í tilefni þess að hann kemur fram á tónleikum í Mekka íslenskrar rapptónlistar, Prikinu, þann 17. nóvember næstkomandi var ákveðið að útbúa einstakan safngrip, Emmsjé Gauta leikfangakall í anda He-Man leikfanganna sem einhverjir muna eflaust eftir.
27.okt. 2016 - 13:30 Smári Pálmarsson

Mynd dagsins: Þróun hins íslenska kjósanda

Alþingiskosningar fara fram laugardaginn 29. október næstkomandi. Á síðustu metrunum reynir fólk að gera upp hug sinn en margir taka ekki lokaákvörðun fyrr en í kjörklefann er komið. Mynd dagsins er einmitt í þema kosninganna og sýnir þróun hins íslenska kjósanda sem heldur á kjörstað – en ætli gullfiskaminnið hafi áhrif á atkvæði hans. Teiknarinn er Sirrý Margrét Lárusdóttir.
25.okt. 2016 - 10:00 Kristján Kristjánsson

Mynd dagsins: Lífsnauðsynleg lyf, hlutur trygginga 0 kr

Mynd dagsins birti íslenskur hjartasjúklingur á Instagram í gær. Myndin er af umbúðum utan um tvö hjartalyf sem eru manninum nauðsynleg til að geta lifað. Maðurinn sótti lyfin í lyfjaverslun í gær og greiddi fyrir þau tæplega 8.000 krónur.
24.okt. 2016 - 15:30 Þorvarður Pálsson

Mynd dagsins – Eitursvalur snákur

Snákar eru sem betur fer ekki landlægir á Íslandi. Þessi hreistruðu dýr eru ekki þekkt fyrir að ganga með mikið af aukahlutum enda virðast hönnuðir lítt sinna þessum kúnnahóp. Snákur einn í Texas lét það þó ekki stoppa sig og er mynstrið á hreistrinu hans einkar glæsilegt.
18.okt. 2016 - 15:00 Smári Pálmarsson

Mynd dagsins: Íslensk framleiðsla ódýrari í Bandaríkjunum – „Mjög eðlilegt allt saman“

Athugull notandi Twitter, Jökull Vilhjálmsson, vakti athygli á því fyrir skömmu hversu mikill verðmunur er á íslensku áfengi sem selt er í Vínbúðum hér á landi og í verslunum erlendis. Íslendingum er flestum kunnugt um háa áfengistolla og -gjöld hér á landi en samanburður Jökuls hefur engu að síður vakið athygli.  
17.okt. 2016 - 17:48

Banaslys á Reykjanesbraut

Karlmaður á fertugsaldri lést í alvarlegu umferðarslysi á Reykjanesbrautinni þegar tvær bifreiðar skullu saman við umdeildan vegakafla stutt frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Aðeins fjórir mánuðir eru síðan að banaslys varð á sama vegkafla.
17.okt. 2016 - 17:00 Sylvía Rut Sigfúsdóttir

Mynd dagsins: „Verum stolt af því sem markar okkur fyrir lífstíð“

Karl Berndsen birti þessa áhrifamiklu mynd á Facebook í dag en hann sýnir þar örin sín eftir aðgerðir sem hann fór í á höfði á síðasta ári. Læknar boruðu ellefu sinnum í höfuðkúpu Kalla eftir að hann greindist með heilaæxli.


13.okt. 2016 - 14:00 Smári Pálmarsson

Mynd dagsins: Staðlaðir fylgihlutir Samsung Galaxy Note7 – Gott grín á Amazon

Flestir hafa lesið fréttir af alvarlegum galla í Samsung Galaxy Note7 snjallsímum sem veldur því að kviknar í símunum. Fyrstu Note7 símarnir sem fóru í umferð voru innkallaðir í kjölfar brunaslysa en næstu eintök sem fóru á markað reyndust einnig gölluð. Pressan greindi frá þessu á dögunum.
12.okt. 2016 - 17:30 Ari Brynjólfsson

Mynd dagsins: Kafað á Þingvöllum

Líkt og allir á Suðurlandi, Suðvesturhorninu og Vesturlandi hafa tekið eftir þá er ekkert lát á rigningunni, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni verður áfram talsverð rigning fram á morgun. Búist er við stormi á Vesturlandi og á miðhálendinu fram á nótt. Á Suður- og Vesturlandi verður þó áfram blautt á morgun en vindinum mun lægja.

12.okt. 2016 - 14:17 Smári Pálmarsson

Myndband dagsins: Unnur Brá mætti með barn á brjósti í ræðustól

Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, mætti með barn á brjósti í ræðustól Alþingis í dag þar sem atkvæðagreiðsla um útlendingalögin fór fram. Unnur Brá og kærasti hennar Sigurður Ingi Sigurpálsson eignuðust stúlku þann 1. september síðastliðinn. Fyrir eiga þau strák fæddan 2004 og stúlku fædda 2008.
10.okt. 2016 - 18:00 Þorvarður Pálsson

Mynd dagsins – Farsíminn bjargaði lífi hans

Karlmaður sem varð fyrir skotárás á farsímanum líf sitt að þakka eftir að kúla sem skotið var á hann lenti í símanum sem stöðvaði hana. Það orð hefur lengi verið á símum frá finnska farsímaframleiðandanum Nokia að þeir séu harðgerðir og þetta atvik sannar það.
06.okt. 2016 - 10:00 Vesturland

Mynd dagsins - Stýrimaður á Gulltoppi GK 24 frá Grindavík fann fornt stríðsflagg

Á dögunum kom Skagamaðurinn Guðmundur Jón Hafsteinsson stýrimaður og afleysingaskipstjóri á línuveiðararnum Gulltoppi GK 24 frá Grindavík færandi hendi á Hernámssetrið á Hlöðum á Hvalfjarðarströnd.
03.okt. 2016 - 12:20 Ari Brynjólfsson

Háværar þrumur og eldingar umluktu TF-GAY – MYNDBAND

Háværar þrumur heyrðust þegar TF-GAY vél WOW-Air flaug í gegnum eldingar snemma í morgun. Líkt og Pressan greindi frá í morgun þá var sjónarspilið hreint ótrúlegt þegar Halldór Guðmundsson fór út með símann til að festa eldingarnar á filmu. Myndband af herlegheitunum má sjá hér að neðan:

03.okt. 2016 - 10:50 Ari Brynjólfsson

Mynd dagsins: Mögnuð mynd af eldingu fara í gegnum vél WOW-Air

Mynd dagsins tók Halldór Grétar Guðmundsson í morgun þegar elding fór í gegnum vél WOW-Air þegar hún var í aðflugi að Keflavíkurflugvelli. Halldór segir í samtali við Pressuna að hann hafi farið út með símann sinn þegar hann hafi heyrt í þrumum, beindi hann símanum að flugvélinni og hafi þá náð þessari hreint út sagt mögnuðu mynd:


Smári Pálmarsson
Smári Pálmarsson - 09.2.2017
Hið myrka mannkyn
Aðsend grein
Aðsend grein - 10.2.2017
Tortola
Arnaldur Máni Finnsson
Arnaldur Máni Finnsson - 09.2.2017
Leikur með tölur?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 11.2.2017
Rógur um Björn Ólafsson
Kristinn H. Gunnarsson
Kristinn H. Gunnarsson - 10.2.2017
Lög á útgerðarmenn
Akureyri vikublað
Akureyri vikublað - 14.2.2017
Algjör gaur
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 11.2.2017
Jóga - annar hluti
Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson - 11.2.2017
Er rétt að sameina Garð og Sandgerði?
Aðsend grein
Aðsend grein - 12.2.2017
Örlagarík sjóferð
Akureyri vikublað
Akureyri vikublað - 12.2.2017
Brýnt að fjölga leikskólakennurum
Indíana Ása Hreinsdóttir
Indíana Ása Hreinsdóttir - 13.2.2017
Um hvítvín og umhverfissubbur
Indíana Ása Hreinsdóttir
Indíana Ása Hreinsdóttir - 17.2.2017
Taktu afstöðu og dansaðu
Fleiri pressupennar