31.júl. 2017 - 20:00 Ari Brynjólfsson

Mynd dagsins: Alþýðulýðveldið Siglufjörður

Risastór fáni kínverska Alþýðulýðveldisins blakti við hún á Siglufirði við forundran vegfarenda. Fáninn er á vegum Valgeirs Tómasar Sigurðssonar veitinga- og athafnamanns á Siglufirði. Valgeir segir í samtali við Pressuna að hann sé ekki kommúnisti:
27.júl. 2017 - 13:00 Þorvarður Pálsson

Mynd dagsins: Hótel Sylla á Mývatni

Það kostar sitt að gista á hótelum og farfuglaheimilum víða um land og krefst fyrirhyggju því mikil ásókn er í gistipláss, einkum nú yfir hásumarið. Pressan birti mynd af því fyrr í mánuðinum þegar ferðalangur lagðist til hvílu á heldur óþægilegum steinbekk við stoppistöð Strætó í Mjódd en nú hefur ferðamaður á Mývatni fundið sér mun þægilegri svefnstað við bakka Mývatns.
26.júl. 2017 - 12:30 Ari Brynjólfsson

Mynd dagsins: Eru íbúar Raufarhafnar óheppnasta fólk landsins?

Íslendingar um nánast allt land fagna nú góða veðrinu, síðustu vikur er búið að vera sumarveður á Norður- og Austurlandi en nú hefur það einnig látið sjá á suðvesturhorni landsins. Samkvæmt veðurstofunni er lítið um vind og kulda og mikið um sól á nánast ölu landinu. Kl. 16 í dag verður heiðskírt og 23 stiga hiti á Akureyri, 16 stiga hiti í Reykjavík og á Egilstöðum og 14 stiga hiti á Kirkjubæjarklaustri og í Bolungarvík. Einn staður þarf hins vegar að sætta sig við ský og napurleika, en það er Raufarhöfn.
25.júl. 2017 - 20:00 Þorvarður Pálsson

Mynd dagsins: Dýrasti drykkur landsins?

Dýr dropinn á Múlaberg Bistro & Bar á Hótel KEA. Það vakti mikla athygli fyrir skömmu þegar Pressan greindi frá því að Sigfús Ægir Árnason hefði greitt heilar fimm hundruð krónur fyrir brauðbollu á veitingastaðnum RUB23 þann 11. júlí síðastliðinn. Svo virðist sem fleira en brauðbollur kosti dágóðan skilding í höfuðstað Norðurlands. Nú hefur Eva Dögg Sigurgeirsdóttir greint frá því á Facebook síðu sinni að hún hafi greitt hvorki meira né minna en 8500 krónur fyrir 200ml flösku af kampavíninu Moët & Chandon.
21.júl. 2017 - 09:02

Mynd dagsins: Hefðu getað drepið sig – Túristar baða sig í Ölfusá

„Þetta var ótrúleg sjón, að stinga sér til sunds í Ölfusá. Flúðirnar eru þarna tvö þrjú hundruð metrum neðar. Áin er í örum vexti.“
13.júl. 2017 - 20:00 Þorvarður Pálsson

Mynd dagsins: Fimm hundruð króna brauðbolla á Akureyri - „Þetta var eins og kinnhestur“

Sigfús Ægir Árnason var ásamt eiginkonu sinni í fríi á Akureyri og ákváðu hjónin að gera vel við sig síðasta dag ferðalagsins þann 11. júlí síðastliðinn og fara út að borða á veitingastaðnum RUB23 ásamt vinkonu. Einn þeirra rétta sem hópurinn pantaði sér var kræklingaréttur og fylgdi ein brauðbolla með. Þegar vinkona þeirra hjóna vildi fá aðra brauðbollu fóru þau þess á leit við þjóninn. Hann kom aftur að vörmu spori með brauðbollu og vildi fimm hundruð krónur fyrir.
12.júl. 2017 - 20:00 Ari Brynjólfsson

Myndband dagsins: Hringvegurinn á aðeins nokkrum mínútum

„Við sem sagt byrjum ferðalagið í Reykjanesbæ. Byrjuðum á að koma við á Borgarspítalanum. Stoppum fyrstu nóttina í Vík, höldum þaðan til Seyðisfjarðar. Fyrra lagið endar akkúrat á tjaldstæðinu á Seyðisfirði. Svo förum við norðurleiðina heim og stoppum eina nótt í Varmahlíð, “ segir Sigurður í samtali við Pressuna.
12.júl. 2017 - 12:30 Þorvarður Pálsson

Mynd dagsins: Hægðu á þér á Ólafsvík

Húmóristar á Ólafsvík með frumlega lausn á klósettvandanum. Það er óhætt að segja að neðanbeltismál hafi verið ofarlega á baugi þetta sumarið. Um fátt er meira rætt í gúrkutíðinni en klósettaðstöðu fyrir ferðafólk víða um land, eða öllu heldur skort á slíku á hinum ýmsu ferðamannastöðum og hefur ýmsum lausnum verið varpað fram.
11.júl. 2017 - 12:30 Þorvarður Pálsson

Mynd dagsins: Svefnstaðurinn Mjódd

Þegar ferðast er um Ísland getur það kostað sitt að leigja hótelherbergi eða svefnpláss á farfuglaheimili. Einhverjir leigja þar til gerða bíla sem hægt er að sofa í sem sumum þykja umdeildir. Það er þó ekki á færi allra og sumir sem hingað koma vilja sem minnstu eyða og þá er alltaf hægt að sofa undir berum himni líkt og ferðamaður gerði fyrir utan Mjóddina.
05.júl. 2017 - 11:02 Þorvarður Pálsson

Mynd dagsins - Dóttir Sunnu „Tsunami“: „Mamma það er risastór mynd af þér þarna“

Bardagakonan Sunna „Tsunami“ Davíðsdóttir er fremst í flokki íslenskra kvenna í blönduðum bardagalistum eða MMA. Þann 15. júlí næstkomandi mun hún berjast við Kelly D‘Angelo í Kansas borg. Af því tilefni hafa 365 Miðlar, sem eiga útsendingarréttinn á UFC bardagakeppninni sett upp risastóra auglýsingu á hlið höfuðstöðva þeirra í Skaftahlíð, þar sem sjá má Sunnu í vígahug.
04.júl. 2017 - 07:30 Ari Brynjólfsson

Mynd dagsins: Fjármálaráðherra gerir tíuþúsundkall upptækan

Benedikt Jóhannesson fjármála- og efnahagsráðherra fékk yfir sig harða gagnrýni á dögunum fyrir að vilja taka 5- og 10 þúsund króna seðla úr umferð. Það var meðal tillagna starfshóps ráðherrans til að sporna gegn skattsvikum hér á landi.
03.júl. 2017 - 11:04 Ari Brynjólfsson

Mynd dagsins: „Dýrasti tepoki í heimi“

Íslensk hjón saka Hótel Eddu á Egilsstöðum um okur fyrir að rukka 800 krónur fyrir tvo tepoka. Þau munu hafa komið til Egilsstaða um helgina og verið kalt, ofnanir muu hafa verið bilaðir og því ákváðu þau að laga sér te. Þau voru með lítill hraðsuðuketil með sér og fóru því í matsal hótelsins til að fá tvo tepoka. Þau fengu 2 poka af Liptonstei og reikning upp á 800 krónur
20.jún. 2017 - 10:58 Þorvarður Pálsson

Mynd dagsins: Frumleg gistiaðstaða í Reykjavík í boði á Airbnb

Á vefsíðunni Airbnb má finna auglýsingar um íbúðir og húsnæði víða um landið til leigu til skemmri tíma. Auglýsing notandans Antoni hefur vakið nokkra athygli á samfélagsmiðlum en hann býður til leigu kyrrstæðan bíl með gistiplássi fyrir tvo. Áhugasamir þurfa að koma með eigin svefnpoka en dýnur eru í bílnum.
29.maí 2017 - 21:00 Þorvarður Pálsson

Mynd dagsins: Costco krílið

Það hefur ekki farið framhjá neinum að Costco hefur opnað í Garðabæ og eru þar langar raðir allan liðlangan daginn. Um fátt er meira rætt á vinnustöðum, í fjölskylduboðum og á samfélagsmiðlum en verslunina sem virðist ætla að gjörbylta öllu á íslenskum markaði. Mynd sem náðist af pari í versluninni lýsir því ástandi sem nú ríkir ótrúlega vel og því veljum við hana sem mynd dagsins því mynd segir meira en þúsund orð.
26.maí 2017 - 12:00 Ari Brynjólfsson

Myndir dagsins: Hvor er fallegri?

Hvor myndin er fallegri. Önnur myndin sýnir skuggahverfið í Reykjavík á síðari hluta 20. aldar og hin sýnir Reykjavík frá sama sjónarhorni eins og borgin lítur út í dag á fyrri hluta 21.aldar. Líkt og sjá má á myndinum hefur margt breyst á þessum tíma.
23.maí 2017 - 15:39 Ari Brynjólfsson

Mynd dagsins: Sigmundur Davíð skoðar byggingarframkvæmdir

Vegfarandi í miðborg Reykjavíkur varð fyrr í dag vitni af því þegar jakkafataklæddur maður gekk um og tók myndir af byggingarsvæði. Var þar enginn annar en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra sem var að skoða byggingarframkvæmdirnar sem standa nú yfir.
10.maí 2017 - 14:45 Ari Brynjólfsson

Myndband dagsins: Gunnar Nelson á yfir 200km hraða

Ein skærasta MMA-heimsins Gunnar okkar Nelson skrapp í bíltúr í vikunni, iðulega yrði slíkt ekki frá sögum færandi en í þetta skiptið var Gunnar farþegi í bíl með Kristjáni Einari Kristjánssyni fyrrverandi F3-ökumanni.
03.apr. 2017 - 11:49 Ari Brynjólfsson

Mynd dagsins: Stefán fór í geislameðferð og fékk 10 þúsund króna sekt – „Lítilmenni innan Reykjavíkurborgar“

Stefán Karl Stefánsson var sektaður um 10 þúsund krónur á meðan hann var í geislameðferð. Líkt og fram hefur komið í fjölmiðlum greindist hann með æxli í brishöfði í fyrra en er nú á batavegi. Kl. 10 í morgun mætti hann í sína daglegu geislameðferð en gleymdi veskinu sínu og símanum. Þegar hann mætti út 20 mínútum síðar var hann búinn að fá 10 þúsund króna sekt fyrir að leggja ólöglega.


27.mar. 2017 - 20:00 Ari Brynjólfsson

Stórhætta fyrir börn og dýr á vinsælu útivistarsvæði: Sjáðu myndband þegar tík var bjargað úr 7 metra djúpri sprungu

Betur fór en á horfðist þegar tíkinni Kviku var frækilega bjargað af björgunarsveitarmanni á vinsælu útivistarsvæði í nágrenni höfuðborgarinnar. Ljóst er að stórhætta getur verið á ferðum ef ekki er farið með gát, bæði fyrir börn og dýr.
26.mar. 2017 - 18:02

Mynd dagsins: Týndir þú þessu í Vesturbænum? „Vesturbærinn titrar“ - „Í fyrra fundum við tvær dauðar rottur“

„Elskendur athugið! Margt skondið virðist koma undan snjó hér um slóðir. Í fyrra fundum við tvær dauðar rottur, en vorboðinn hrjúfi virðist ekki ætla að láta sjá sig hjá okkur þetta árið.“
20.mar. 2017 - 16:57 Ari Brynjólfsson

Mynd dagsins: Glerbrjótur á ferð um Skeifuna og Laugardalinn

Mynd dagsins er af verri taginu en þar sést strætisvagnaskýli mölbrotið með tjón sem hleypur á milljónir. Einar Hermannsson tók myndina fyrir hádegi í dag, segir hann í samtali við Pressuna að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist á stuttum tíma.
14.mar. 2017 - 22:00 Smári Pálmarsson

Mynd dagsins: Er þetta draumatitill sjálfsævisögu þinnar?

Það getur ýmislegt forvitnilegt komið í ljós þegar farið er í gegnum bókahillurnar. Þar leynast oft gersemar sem teygja sig aftur til fyrri alda eða áratuga. Blaðamanni var til að mynda færð fallega innbundin bók með glott á vör en hún er eftir Sigurð Jónsson frá Brú og kom fyrst út árið 1954. Um er að ræða sjálfsævisögu hans en mörgum gæti þótt titill bókarinnar öfundsverður.
13.mar. 2017 - 19:00 Ari Brynjólfsson

Mynd dagsins: Ingó og Asíuguðirnir

Mynd dagsins á Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, sem er nú á ferðalagi í Asíu líkt og svo margir Íslendingar um þessar mundir. Birti hann myndina á Fésbók þar sem hann merkir inn meðlimi hljómsveitarinnar Veðurguðirnir, með yfirskriftinni:

09.mar. 2017 - 21:17 Ari Brynjólfsson

Mynd dagsins: Epalhommar í boði Brandenburg

Mynd dagsins er ekki af verri endanum en hún kemur til með að birtast í dagblöðum í fyrramálið. Fátt hefur verið meira rætt þessa vikuna en viðtal Sindra Sindrasonar við Töru Margréti Vilhjálmsdóttur. Meðal þeirra sem ræddu málið á samskiptamiðlum var Hildur Lilliendahl sem sagði:

08.mar. 2017 - 13:00 Þorvarður Pálsson

Mynd dagsins – Flottasta bónorð Íslandssögunnar?

Norðurljós, ísi lagt vatn og íslensk náttúra að skarta sínu fegursta, hvað meira er hægt að biðja um þegar farið er á skeljarnar? Ástralinn Dale Sharpe greip tækifærið þegar hann var hér á landi ásamt Karlie Russell, núverandi unnustu sinni og bað hennar við aðstæður sem óhætt er að segja að séu mikilfenglegar. Það er erfitt að að segja nei við bónorði þegar himinn og jörð taka höndum saman með þessum hætti
06.mar. 2017 - 11:53 Ari Brynjólfsson

Mynd dagsins: Vél Landhelgisgæslunnar fylgist með eldgosinu í Etnu

Áhöfn flugvélarinnar TF-SIF tók þessa fallegu mynd af eldgosinu sem nú stendur yfir í Etnu á Sikiley. TF-SIF sinnir um þessar mundir landamæraeftirliti á Miðjarðarhafi fyrir Frontex, landamæraeftirlit ESB. Eldgosið í Etnu hófst 1. mars síðastliðinn en það er eitt virkasta eldfjall Evrópu og gaus síðast fyrir átta mánuðum.

03.mar. 2017 - 10:00 Þorvarður Pálsson

Mynd dagsins: Fékk sér rafrettu með heilbrigðisráðherra

Matthías Már, stjórnandi Popplands á Rás 2, fékk sér í gær rafrettu við hlið Óttars Proppé heilbrigðisráðherra í Hörpunni í gær og birti hana á Instagram síðu sinni. Óttar hefur verið í eldlínunni vegna frumvarps um rafrettur sem hefur mikið verið á milli tannanna á fólki. Hann virtist ekki alltof sáttur með Matthías af myndinni að dæma en hvort skeifan hafi verið sett upp í gríni eða alvöru er ekki vitað.

01.mar. 2017 - 09:52 Ari Brynjólfsson

Mynd dagsins: Löggan á kafi í snjó

Mynd dagsins var tekin snemma síðastliðinn sunnudag og sýnir lögreglubíl á leiðinni út á Álftanes. Sunnudagurinn var ekki venjulegur í höfuðborginni en um nóttina fylltist borgin af snjó og margir áttu erfitt með að komast leiðar sinnar. Þegar fólk var loks búið að finna bíla sína undir fannferginu var þreytan skiljanlega orðin það mikil að mörgum þótti ekki taka því að taka allan snjóinn af bílnum áður en haldið var af stað.

27.feb. 2017 - 17:00 Ari Brynjólfsson

Mynd dagsins: Snjóstríð í Víkurhvarfi

Fátt hefur verið meira talað um og bölvað í dag og í gær og fannfergið sem huldi höfuðborgina um helgina. Flestir, ef ekki allir, áttu erfitt með að komast á milli staða, bílar festust og strætisvagnar höfðu varla undan í morgun. Það hafa hins vegar margir náð að líta á björtu hliðarnar og farið út að leika sér í snjónum. Þeirra á meðal er Þröstur Þór Bragason Stjörnustríðsaðdáandi sem notaði tækifærið til að leyfa AT-AT bryndrekunum sínum að njóta sín í snjónum í Víkurhvarfi.

23.feb. 2017 - 11:00 Þorvarður Pálsson

Mynd dagsins - Stund milli stríða hjá Grími Grímssyni

Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vakti þjóðarathygli í tengslum við rannsóknina á hvarfi, og síðar ótímabæru láti, Birnu Brjánsdóttur. Varð hann að andliti rannsóknarinnar sem hreyfði við þjóðinni og þótti framganga hans afar traustvekjandi, með skýrum en varkárum yfirlýsingum.