25. maí 2012 - 11:30

Var Annþór í sérstöku uppáhaldi hjá fangelsisstjóranum á Litla Hrauni?

Margrét Frímannsdóttir, fangelsisstjóri á Litla Hrauni og fv þingmaður og formaður Samfykingarinnar.

Margrét Frímannsdóttir, fangelsisstjóri á Litla Hrauni og fv þingmaður og formaður Samfykingarinnar. Alþingi

Margrét Frímannsdóttir, fangelsisstjóri Litla-Hrauns, á með réttu að víkja á meðan fram fer rannsókn á láti fangans Sigurðar Hólm Sigurðssonar sem líklegt er að hafi verið barinn til dauða í klefa sínum. Sá atburður er í eðli sínu þannig að fangelsisyfirvöld þurfa að sæta opinberri rannsókn.

Þetta segir í leiðara DV í dag sem ritstjórinn Reynir Traustason skrifar. Hann segir að morð eða manndráp í fangelsi sé stærri atburður en svo að hægt sé að afgreiða með venjulegum hætti. Aðstæður gætu hafa haft úrslitaáhrif hvað ógnaratburðinn varðar.

Reynir skrifar:

Annar tveggja sem eru grunaðir er Annþór Karlsson. Hann er þekktur ofbeldismaður sem hefur áður setið í ríkisfangelsinu á Litla-Hrauni. Félagi hans, Börkur Birgisson, liggur einnig undir grun. Heimildir DV herma að þessir tveir menn hafi undanfarið kúgað aðra fanga til hlýðni við sig og haldið þeim í fjötrum óttans. Það skelfilega er að þarna eru samverkamenn á ferð sem sitja inni fyrir glæpi sem þeir eru grunaðir um að hafa framið sameiginlega. Stjórnendur fangelsisins skópu þeim aðstæður til að þess að halda áfram að vinna saman. Eftir að þeir hafa verið sviptir frelsi fá þeir að dvelja á sama gangi.

Og Reynir vandar fangelsisstjóranum Margréti Frímannsdóttur ekki kveðjurnar og segir að svo virðist sem hún sé blind á eigin ábyrgð í málinu:

Annþór Karlsson hefur verið í hávegum inni á Litla-Hrauni. Hann var í sérstakri náð fangelsisstjórans í fyrri vist í fangelsinu og var haldið á lofti sem fyrirmyndarfanga. Þannig fór hann, í umboði Margrétar Frímannsdóttur fangelsisstjóra, með umtalsverð lyklavöld í fangelsinu og hafði mun meira lífsrými en flestir aðrir fangar. Óhjákvæmilegt er að setja þetta í samhengi við þær ógnir sem undanfarið hafa dunið á fangasamfélaginu á Litla-Hrauni.

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt sem á heima á Pressunni?
Sendu okkur póst á pressan@pressan.is - Fyllsta trúnaðar gætt, sé hans krafist.Svanhvít - Mottur
30.maí 2015 - 20:00

Þess vegna heldur fólk framhjá

Það er ómögulegt að telja þá sem halda framhjá, tölurnar flakka á milli 40% og 76% allra sem verið hafa í föstu sambandi á lífsleiðinni. Það er dágóður slatti. En afhverju er fólk að þessu? Esther Perel, þekktur sérfræðingur á sviði sambanda og kynlífs, reynir að komast að botni málsins í TED Talk sem hún gaf út á dögunum. Hún segir að framhjáhaldarar trúi á einkvæni og það valdi togstreitu á milli lífsgilda og hegðunar þegar kemur að því að svíkja makann. Því framhjáhald snúist ekkert endilega um kynlíf eða hversu mikla ánægju viðkomandi finnur með makanum, Esther heldur því fram að málið sé töluvert snúnara en það.
30.maí 2015 - 18:00

Ung móðir og 7 ára gamall sonur hennar fundust látin: Morðhrina í Baltimore í kjölfar uppþota

Tvöfalt morð síðastliðinn fimmtudag þar sem ung móðir og 7 ára gamall sonur hennar fundust látin, gerir Baltimore að morðhöfuðborg Bandaríkjanna með 38 morð í maímánuði. Kemur þetta fram á vef The Huffington Post. Hin 31 árs gamla Jennifer Jeffery-Browne og sonur hennar Kester fundust skotin til bana í suð-vesturhluta Baltimore-borgar, þau skilja eftir fjölskyldu, vini og borgaryfirvöld sem reyna í örvæntingu að stöðva blóðbaðið. Baltimore er á austurströnd Bandaríkjanna með um 622 þúsund íbúa og er í næsta nágrenni við höfuðborgina, Washington.
30.maí 2015 - 17:23

Andri og Tinna sigurvegarar á Securitas-mótinu á Eimskipsmótaröðinni

Andri Þór Björnsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur og Tinna Jóhannsdóttir úr Keili sigruðu á Securitasmótinu á Eimskipsmótaröðinni sem lauk í Vestmannaeyjum í dag. Þetta er annar sigur Andra í röð á Eimskipsmótaröðinni en hann sigraði á Egils-Gull mótinu sem fram fór í síðustu viku á Hólmsvelli í Leiru. Andri Þór hafði betur í bráðabana en Hlynur Geir Hjartarson úr GOS varð annar í karlaflokknum.
30.maí 2015 - 16:30

Magnað myndskeið af eldgosi í Japan: Íbúar fluttir á brott

Þykk, svört aska og hraun skaust 8 kílómetra upp í himininn þegar eldfjallið Shindake byrjaði skyndilega að gjósa í gærmorgun. Japönsk yfirvöld hafa flutt alla 140 íbúa eyjunnar Kuchinoerabu á brott. Engar fregnir hafa borist af slösuðum eða skemmdum, en nokkrum er ennþá saknað. 
30.maí 2015 - 15:00

Loksins með í leiknum

Líklega það eina jákvæða sem hægt er að segja um knattspyrnuheiminn í vikunni sem er að líða er tilkynning tölvuleikjaframleiðandans Electronic Arts að í fyrsta sinn verða knattspyrnukonur spilanlegar í FIFA. Um er að ræða tölvuleikinn FIFA 16 sem kemur út í september á PlayStation 4, Xbox One og á PC.
30.maí 2015 - 12:00

Þórey tjáir sig um lekamálið: „Þetta eru svo mikil svik“

Þórey Vilhjálmsdóttir, fyrrum aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, segist hafa þráspurt Gísla Frey Valdórsson hvort hann hafi lekið minnisblaðinu í lekamálinu. Hann hafi alltaf þverneitað. „Þetta eru svo mikil svik,“ segir Þórey sem tók ákvörðun um að fara í mál við DV og blaðamenn þess eftir að hafa ráðfært sig við Ömmu sína.
30.maí 2015 - 11:00

„Aðeins á Vogi eða Litla Hrauni finnst mér ég vera á meðal jafn­ingja“

„Nú er að verða ár síðan ég hætti sem borg­ar­stjóri og mér finnst ég fyrst núna vera að jafna mig. Lífið er jafn skrítið og það hef­ur alltaf verið,“ segir Jón Gnarr á Fésbókarsíðu sinni. Í færslunni segir Jón margt hafa breyst og hann sé að undirbúa ritun bókar um Bestaflokkinn, kosningarnar og veruna í ráðhúsinu. Þá segir Jón að hann sé rithöfundur en bætir svo við:
30.maí 2015 - 10:00

Er kominn með nóg af gömlu flokkunum: Spáir nýjum flokkum og mikilli uppstokkun

„Fólk er komið með upp í kok af hefðbundnum stjórnmálaflokkum og þeim leiðum sem þeir nota.“ Þetta segir hinn nýútskrifaði Gísli Marteinn Baldursson sem telur okkur Íslendinga vera í pólitísku tómarúmi sem endurspeglar miklar fylgissveiflur meðal íslenskra stjórnmálaflokka. Mörgum að óvörum hefur fylgi Pírata aukist töluvert undanfarnar vikur.
30.maí 2015 - 08:30

Ótrúleg og sláandi mynd sýnir afleiðingar spillingar FIFA

Í allri umræðunni um mútur og spillingu innan Alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA þá gleymist gjarnan mannlegi þátturinn þegar halda á stórmót í landi sem virðir hvorki mannslíf né mannréttindi. Bak við ákærur um hvítflibbaglæpi á hendur nokkurra stjórnenda FIFA sem fela í sér ásakanir um peningaþvætti, svindl og um 2 milljarða króna mútur þá leynist gríðarlegt mannfall farandverkamanna í Katar, þar sem ennþá stendur til að halda HM í knattspyrnu karla 2022.

29.maí 2015 - 22:00

Spillingin teygir anga sína víða: „Er KSÍ stjórnað á sama hátt og Fifa en á minni skala?“

„Mál Blatter á eftir að stækka gríðarlega og er umfangsmeira en nokkurn grunar.“ Þetta sagði Guðjón Guðmundson, íþróttafréttamaður en hann ásamt Loga Bergmann Eiðssyni voru gestir fjölmiðlamannsins Hjartar Hjartarsonar í þættum Akraborgin á X-inu, í dag.
29.maí 2015 - 21:00

Ótrúlegt augnablik þegar vegfarendur lyfta stætó af einhjólreiðamanni

Ótrúlegt augnablik átti sér stað í London í gærkvöldi þegar um 100 vegfarendur komu einhjóðreiðamanni til bjargar eftir að hann varð fyrir tveggja hæða strætisvagni. Hinn tvítugi einhjólreiðamaður var fluttur alvarlega slasaður á sjúkrahús en slysið átti sér stað á háannatíma í Walthamstow-hverfinu í norð-austur London. Læknar segja ástand hans stöðugt.
29.maí 2015 - 20:00

Fimm dýrustu einbýlishúsin á höfuðborgarsvæðinu: „Það er mjög lítill hópur sem sækist eftir dýru húsnæði“

Andri Sigurðsson, fasteignasali hjá Lind í Kópavogi horfir bjartsýnisaugum á ástandið fasteignamarkaðnum í dag. Þrátt fyrir ýmis vandræði tengdum verkföllum þá hafi verðið á dýrari húsum nánast staðið í stað.
29.maí 2015 - 19:00

Öryrkjar gera ekki lúxuskröfur um kavíar og snekkjur: „Fólk er að tala um að hafa í sig og á“

„Þegar læknar og hjúkrunarfræðingar kvarta, hvernig haldið þið að öryrkjar hafi það og aldraðir?“ spyr Gísli Hvanndal Jakobsson sem segir öryrkja hafa gleymst í umræðunni um lágmarkslaun. Gísli og kona hans eru bæði öryrkjar og lifa á bótum sem þau segja að dugi skammt.
29.maí 2015 - 18:00

Gríðarlega kostnaðarsamt að láta bætur fylgja lágmarkslaunum

Ekki stendur til að hækka bætur í takt við hækkun lægstu launa á vinnumarkaði, enda lítur ríkisstjórnin ekki svo á að bótaflokkar jafngildi launaflokkum.
29.maí 2015 - 16:30

Magnað augnablik: Hitti mann sem fékk andlit bróður hennar grætt á sig

Ótrúlegt myndskeið úr ástralska sjónvarpsþættinum 60 minutes má sjá hér fyrir neðan. Það var tekið þegar kona, sem missti bróður sinn í umferðarslysi á sínum tíma, hitti mann sem fékk andlit bróðurins grætt á sig.
29.maí 2015 - 15:30

„Sýnist ykkur þetta vera fokking gangbraut?“

Í myndskeiði hér fyrir neðan má sjá tvo hjólreiðamenn fara yfir götuna Vatnsefnahvarf á gatnamótum Vatnsendahverfis og Breiðholtsbrautar. Annar hjólreiðamanna Árni Viðar Björgvinsson tók upp myndskeiðið en þar má sjá hvar jeppi stoppar en hinum megin kemur Porsche og snarhemlar.
29.maí 2015 - 14:30

Ungt fólk í sömu stöðu í samfélaginu og innflytjendur

Ungt fólk hefur yfirgefið gamla Ísland í huganum og ekki að undra þar sem það hefur álíka stöðu og innflytjendur að því leyti að það kemst aldrei almennilega inn í samfélagið. Þetta skýrir meðal annars af hverju fylgi hinna hefðbundnu flokka fer hratt minnkandi, einkum meðal ungs fólks.
29.maí 2015 - 13:15

Jarðskjálfti á höfuðborgarsvæðinu: Upptökin við Kleifarvatn

Jarðskjálfti á bilinu 3,5 til 4 mældist á Reykjavíkursvæðinu fyrir skömmu. Skjálftahrina hefur verið í gangi á því svæði frá því í morgun og hafa nú þegar mælst um 40 skjálftar í hrinunni. Að sögn Veðurstofu eru skjálftarnir grunnir og á um 3 km dýpi.
29.maí 2015 - 12:00

Íslendingur dæmdur fyrir kókaínsmygl í Ástralíu: Sagður grimmur og hjartalaus - Blekkti vin sinn til smyglsins

Íslenskur karlmaður hefur verið dæmdur í sjö ára fangelsi í Ástralíu eftir tilraun til að smygla tæpu kílói af kókaíni til landsins. Blekkti hann félaga sinn, annan Íslending til að flytja efnin í ferðatösku sinni.
29.maí 2015 - 11:00

„Á ég að ráðleggja dætrum mínum að mennta sig?“

„ Á ég að ráðleggja dætrum mínum að mennta sig, fara í framhaldsskóla og svo háskóla þegar það tekur þær 38 ár „að ná sömu uppsöfnuðu heildartekjum og þeir sem hafa aðeins grunnskólapróf?“ spyr Gunnsteinn Haraldsson náttúrufræðingur sem efast um gildi þess að afla sér menntunar á hærri stigi hér á landi þar sem að sú þekking skili sér síst í bættum kjörum.
29.maí 2015 - 10:00

Lausn í sjónmáli: Líklega samið á almennum vinnumarkaði í dag

Útlit er fyrir að Samtök atvinnulífsins, Flóabandalagið, VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna og Stéttarfélag Vesturlands skrifi undir nýjan kjarasamning upp úr hádegi í dag. Þá munu félög Starfsgreinasambands Íslands á landsbyggðinni og Samtök atvinnulífsins líklega skrifa undir kjarasamning um svipað leyti.
28.maí 2015 - 09:00

Kynþokkafyllsta knattspyrnufólkið í efstu deild

Pepsi-deildin í knattspyrnu er byrjuð af fullum krafti og öll hlökkum við til að fylgjast með stórglæsilegum leikmönnunum. Séð og Heyrt tók saman lista yfir leikmenn sumarsins sem skara fram úr í fegurð og kynþokka.

29.maí 2015 - 08:00

Hinn tvítugi Gunnar selur fisk í tonnatali í Dubaí

Hinn tvítugi Gunnar Snorri Hólm er svo sannarlega á uppleið en hann er búsettur í Dubaí þar sem hann selur þorsk og ýsu. Hann hyggst ekki stoppa þar og segist vel geta hugsað sér að færa angana út til nágrannaríkjanna Katar, Óman og Sádi-Arabíu í framtíðinni.
28.maí 2015 - 22:15

„Væl um að þing teygi sig inn í sumarið er marklaust og óþolandi“

Fjölgum vinnudögum Alþingis og hættum að miða þingfundardaga við heyskap og sauðburð eða hvað það er sem þau miða við. Starfsáætlun þingsins er enn þá samin út frá gömlum hefðum vegna þess að þannig hefur það alltaf verið. Sem er versta afsökunin.“
28.maí 2015 - 21:30

Heiða Kristín:„Strætó er ekki hryllingur þó margt megi laga“

Bíllaus lífstíll á Íslandi getur reynst þrautinni þyngri í amstri dagsins en sífellt fleiri velja sér þó að leggja bílnum og notast frekar við almenningssamgöngur, hjól eða fætur. Heiða Kristín Helgadóttir, sjónvarpskona, hefur nú lifað bíllausum lífstíl í rúman mánuðu. Hún á tvo drengi á grunnskólaaldri, býr í Vesturbænum ásamt eiginmanni og starfar á 365 miðlum í Skaftahlíð. Heiða Kristín svarar hér nokkrum spurningum varðandi þetta nýja lífsmynstur.
28.maí 2015 - 20:45

Skotinn í hugmynd um matarmarkað

Á næstunni tekur Reykjavíkurborg við rekstri Hlemms og Mjóddar af Strætó. Tvær ólíkar arkitektastofur hafa undanfarið velt upp fjölmörgum flötum á notkuninni.
28.maí 2015 - 20:10

Mynd dagsins: Gefins matur í miðbænum - Gott ef stórmarkaðir myndu fylgja fordæmi okkar

Mynd/ Pressphotos.biz / geirix Eins og er orðin venjan þá er verslunin Kjöt & Fiskur í Bergstaðastræti að gefa mat. Um er að ræða mat sem kominn er á síðasta söludag eða grænmeti sem hætt er líta nógu vel út til að þeir hafi það í hreinlega í sér að selja það. Pavel Ermolinski segir að miklu hafa verið hent í búðinni og það sé helsta ástæðan fyrir að matargjöfunum en Pavel rekur búðina ásamt félögum sínum í körfuboltalandsliðinu, þeim Jóni Arnóri Stefánssyni og Benóný Harðarsyni. Mynd dagsins var tekin þegar ljósmyndari Pressunnar bar að garði í dag.
28.maí 2015 - 19:00

300 íbúðir fyrir stúdenta í Öskjuhlíðinni: „Ég vona að framkvæmdirnar geti hafist fljótlega á næsta ári“

Í dag var samþykkt í borgarráði að auglýsa skipulag svæðisins við Háskólann í Reykjavík fyrir stúdenta- og háskólagarða. Lóðirnar rúmar rúmlega 300 íbúðir og leikskóla.
28.maí 2015 - 18:30

Geimferðalög: Hvað gerist ef Elon Musk dytti í svarthol?

Elon Musk, stofnandi Tesla Motors og meðstofnandi PayPal, er á leiðinni út í geim með fyrirtækið sitt SpaceX. Hefur hann þegar byrjað að smíða eldflaugar, geimskip og náð samningum við NASA um að flytja vistir til Alþjóðlegu Geimstöðvarinnar. En hvað gerist ef Elon flýgur of nálægt svartholi? Þeir sem sáu Interstellar kvikmynd Christopher Nolan fengu að sjá svarthol sem var á valdi framtíðarmanna og hver segir að það sé ekki þannig?
28.maí 2015 - 16:40

Sérfræðingar kenna Tinder um aukin tilfelli HIV, sárasóttar og lekanda

Stefnumótaforritin Tinder og Grindr eru orsök aukinna tilfella HIV, sárasóttar og lekanda segja heilbrigðisyfirvöld í Rhode Island fylki í Bandaríkjunum. Forritin sem um ræðir eru vinsæl hér á landi en þau gera snjallsímaeigendum kleift að finna sér maka á skömmum tíma í næsta nágrenni. Eru forritin gjarnan notuð til að verða sér út um skyndikynni. Ef slíkt er gert undir áhrifum áfengis eða annarra vímugjafa margfaldist líkurnar á að smitast af kynsjúkdómi.
28.maí 2015 - 14:45

Hvar er sumarið? Allt á kafi í snjó: Bændur reka inn fé - Flugi aflýst

Mikil snjókoma og dimmviðri hefur verið í Árneshreppi í dag og er þar allt á kafi í snjó. Bændur voru um allar grundir í gær að reka inn fé til að koma því í skjól undan veðrinu. Flugfélagið Ernir hefur aflýst flugi til Gjögurs en þetta kemur fram á fréttavef hreppsins, Litlihjalli.is. Ritstjóri vefsins: Jón Guðbjörn Guðjónsson spyr:
28.maí 2015 - 13:30

Yfir 1400 látnir: Götur bráðna vegna hitabylgju

Indverjar bíða í ofvæni eftir monsúnrigningum en hitinn í suðurhluta landsins hefur náð allt að 47 gráðum á celsíus. Opinberar tölur frá því í morgun segja að a.m.k. 1412 manns hafi látist vegna hitans í maí, þar af yfir 1000 manns á síðustu 10 dögum. Hafa malbikaðar götur bráðnað, uppskerur eyðilagðs og stefnir öllum í hættu sem ílengjast utan skugga. Fátæktin í landinu gerir þó mörgum erfitt fyrir þar sem margir hafa hreinlega ekki efni á því að mæta ekki til vinnu. „Ef ég vinn ekki vegna hita, hvernig mun fjölskyldan mín lifa af?“ spyr Mahalakshmi, en hann fær 418 kr. í dagvinnukaup við byggingavinnu í Nizamabad. „Annaðhvort vinnum við og stefnum lífi okkar í hættu eða verðum matarlaus“ segir Narasimha, bóndi í Nalgonda í samtali við kanadísku fréttastofuna CTV. „En við hættum að vinna þegar við getum ekki meir.“
28.maí 2015 - 12:15

Eitt SMS getur látið iPhone hrynja

Hægt er að láta iPhone farsíma hrynja með því að senda þeim SMS skeyti með sérstökum skilaboðum í arabísku letri. Kemur þetta fram á vef Independent. Með því að senda stafina í iPhone síma hrynur síminn og slekkur á sér. Þegar kveikt er á honum aftur er ekki hægt að nota Messages smáforritið nema til að skoða þetta eina SMS. Hinsvegar er hægt að laga þetta með því að senda SMS á sjálfan sig, en þar sem takkarnir munu ekki virka þá þarf að biðja símasamskiptaforritið Siri um að gera það fyrir þig. Engin leið virðist vera til að koma í veg fyrir þetta þangað til Apple sendir út uppfærslu til að laga vandamálið.
28.maí 2015 - 11:58

Hekla kynnir nýjan Skoda Fabia

Skoda Fabia er fáanlegur með sparneytnum bensín- og dísilvélum. Laugardaginn 30. maí kynnir HEKLA nýjan Skoda Fabia í húsnæði Heklu við Laugaveg 170-174. Skoda Fabia hefur hlotið hin ýmsu verðlaun síðustu mánuði. Hann var valinn bíll ársins hjá WhatCar? og hlaut Red dot verðlaunin fyrir framúrskarandi vöruhönnun. Þar með er hann orðinn sá áttundi úr Skoda-fjölskyldunni til að hljóta þessi eftirsóttu hönnunarverðlaun.
29.maí 2015 - 13:00

Ekki láta blekkjast: Rafsígarettur engin heilsubót

Bandaríska lífeðlisfræðifélagið í Maryland birti í fyrradag rannsókn sem dregur í efa heilsusemi rafsígarettna. Rafsígarettur, sem eru rafhlöðuknúnar og fylltar með bragð- eða nikótínvökva, njóta vaxandi vinsælda hér á landi meðal þeirra sem vilja hætta að reykja hinar hefðbundnu sígarettur. Er þá gjarnan bent á þær sem heilsusamlegan valkost þar sem þær innihalda ekki tjöru. En svo virðist sem að um misskilning sé að ræða en rannsakendur segja að gufan sem myndist sé hættuleg lungum, jafnvel þó notaður sé vökvi með engu nikótíni.
28.maí 2015 - 11:00

Sýknaður af ákæru um nauðgun á kunningjakonu: Orð gegn orði

Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað karlmann af ákæru um nauðgun og líkamsárás á kunningjakonu sína en ekki þóttu vera fullnægjandi sönnunargögn til staðar í málinu.

28.maí 2015 - 10:00

Davíð minnist Halldórs: Fyrst og síðast heilindamaður

„En lögmálið er engu að síður það, að ekkert af slíku lukkast til fulls, ef fyrirliðarnir ná ekki nægilega vel saman. En á hinn bóginn smitast það niður um allar æðar flokkanna, sem eiga aðild að stjórnarsamstarfi, ef vitað er fyrir víst að oddvitarnir séu samhentir og gagnkvæmt traust ríkir á milli þeirra,“ segir Davíð Oddsson um samstarf hans við Halldór Ásgrímsson, samferðamann í stjórnmálum til margra ára.
28.maí 2015 - 09:00

Stúdentar í Texas mega mæta með byssur í tíma

Repúblikanar í fylkisþingi Texas samþykktu með flýti í fyrrinótt frumvarp sem leyfir háskólastúdentum í fylkinu að mæta vopnaðir byssum í tíma. Þetta kemur fram í Dallas Morning News. Eru stúdentar sem eru orðnir 21 árs, í bæði ríkisháskólum og einkareknum háskólum, komnir með leyfi til að ganga með falið skotvopn innan veggja skólans og á heimavistum. Samkvæmt Allen Fletcher, flutningsmanni frumvarpsins, er þetta gert til að koma í veg fyrir glæpi á háskólalóðum.
28.maí 2015 - 08:07

Enskir fjölmiðlar „slátra“ FIFA og vilja fá HM 2018 frá Rússlandi - Ísland fylgir stefnu UEFA

Eins og fram kom í gær voru margir háttsettir embættismenn úr röðum Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, handteknir í gær. Það er gert að beiðni bandarískra stjórnvalda sem hafa rannsakað mútugreiðslur og spillingu á undanförnum árum. Enskir fjölmiðlar fara hamförum í dag í umfjöllun sinni um Sepp Blatter forseta FIFA – og vilja Englendingar að næsta heimsmeistaramót verði flutt frá Rússlandi til Englands árið 2018.
28.maí 2015 - 08:00

Sævar svarar Jóhannesi: „Enginn ætti að hafa vald til að segja þér hvernig þú átt að haga lífi þínu“

Sævar Poetrix rithöfundur og rappari ætlar ekki að mæta fyrir dómstóla vegna ákæru fyrir vörslu kannabiss. Frá því greindi hann í samtali við Vísi. Sagði Sævar að hann hefði ekki gert neitt rangt með því að eiga og neyta fíkniefna. Jafnframt að það væri skylda hans að hlýða ekki „ranglæti“ dómstólanna. Þá finnst Sævari refsistefnan í fíkniefnamálum skaðleg samfélaginu. Jóhannes Haukur Jóhannesson leikari tjáði sig um málið og í frétt Pressunnar kom fram að hann væri orðinn þreyttur á væli „hasshausa.“
28.maí 2015 - 06:00 Aðsend grein

Til bankastjórans míns. Bréf tvö. „Þú ert nútíma fjárhirðir. Og við erum kindurnar þínar“

Sæll, þetta er Biggi aftur. Ég vona að síðasta bréfið mitt hafi uppörvað þig. Ég vil bara að þeir sem gefa af sér fái eitthvað jákvætt feedback til baka. Ég var núna að sjá brot úr einhverju viðtali við þig og þar sést greinilega hvað þú næs. Þú ert greinilega að hugsa um okkur. Þú varst meðal annars að segja að við Íslendingar værum ekki nógu duglegir að spara. Ég veit! Ég er svo sammála. Sko, við erum sammála um svo margt Hössi.
28.maí 2015 - 00:17

Þannig gengu hlutirnir fyrir sig í fimmtu umferð Pepsi-deildar karla

Línurnar eru aðeins farnar að skýrast að loknum fimm umferðum í Pepsi-deild karla í knattspyrnu. Alls voru sextán mörk skoruð í fimmtu umferð en FH og KR eru efst og jöfn með 10 stig en þar á eftir eru Íslandsmeistaralið Stjörnunnar og Breiðablik með 9 stig.
27.maí 2015 - 22:00

„Pabbi minn er dáinn og ég veit ekkert hvar mamma og systir mín er“

Frásögn Suzan hefur vakið mikla athygli „Dagurinn sem ég og 10 ára gamla systir mín vorum seldar var síðasti dagurinn sem ég sá mömmu mína. Ég mun aldrei gleyma þegar hún fór að gráta og toga í hárið á sér þegar þeir tóku okkur“ segir Suzan, 17 ára gömul kúrdísk stúlka frá Sýrlandi sem lenti í klóm Íslamska Ríkisins í samtali við Delal Sindy. Delal er sænskur aðgerðarsinni af kúrdísku bergi brotnu sem býr nú í Sýrlandi við hjálparstörf en hún birti eftirfarandi sögu af stúlkunni sem kallar sig Suzan á Facebook-síðunni sinni.
27.maí 2015 - 21:00

Aldrei of seint að biðjast fyrirgefningar: „Ég grét örlítið. Þetta var svo fallegt“

ChadMichael Morrisette Eitt er víst, það er aldrei of seint að biðjast afsökunar. Þetta sannar afsökunarbeiðni sem ChadMichael Morrisette, nú 34 ára, fékk frá Louie Amundson sem lagði ChadMichael í einelti fyrir að vera samkynhneigður í sjötta bekk. „Stundum gekk ég niður ganginn og hópur stráka elti mig, þeir hótuðu mér, niðurlægðu mig og ýttu mér“ sagði ChadMichael í samtali við Today.
27.maí 2015 - 20:30

Vill vita hvenær Evrópustofu verður lokað

Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks og varaformaður Heimssýnar, krefur utanríkisráðherra svara um það hvenær Evrópustofu verður lokað.
27.maí 2015 - 20:00

Löngunin í barn fékk Agnesi til að breyta um lífstíl: Hefur misst 27 kíló

„Versti óvinurinn er alltaf maður sjálfur,“ segir Agnes Klara Ben Jónsdóttir sem ákvað fyrir tveimur og hálfu ári að gera róttækar breytingar á lífi sínu eftir að hafa í fjölmörg ár sett sjálfa sig í annað sæti. Síðan þá hafa tæplega þrjátíu kílo fengið að fjúka. Og hún er hvergi nærri hætt.
27.maí 2015 - 19:00

Drottningin í Palmýru ógnaði tilveru Rómaveldis

Nú þegar hinir skelfilegu vígamenn Íslamska ríkisins hafa náð undir sig hinni fornu borg Palmýru í Sýrlandi og munu vafalítið leggja í rúst þær stórfenglegu minjar sem þar eru, þá er við hæfi að rifja upp þann tíma þegar drottning Palmýru virtist þess albúin að ógna sjálfri tilveru mesta og voldugasta heimsveldis fornaldar.
27.maí 2015 - 18:00

Besta skilnaðarbréf í heimi

Það er aldrei auðvelt að ganga í gegnum skilnað, en sumir skilja sáttir á meðan aðrir verða biturleikinn uppmálaður. Allt veltur þetta á samskiptahæfni fólks sem og því sem á undan hefur gengið. Þetta bréf hefur verið á flakki um veraldarvefinn og víða kallað besta skilnaðarbréf í heimi.
27.maí 2015 - 17:00

Drap kanínuunga í beinni útsendingu: Vildi vekja athygli á illri meðferð dýra

Þáttastjórnandinn Asger Juhl og kanínununginn Allan Þáttastjórnandi á dönsku útvarpsstöðinni Radio24syv hefur sætt mikilli gagnrýni og hörðum ummælum eftir að hann drap kanínunga í beinni útsendingu. Forsvarsmenn stöðvarinnar segja gjörninginn þó hafa átt fullan rétt á sér.

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Kristjón Kormákur Guðjónsson - 28.5.2015
Ekki vera fávitar: Leyfið fólkinu hans að syrgja
Jón Baldvin Hannibalsson
Jón Baldvin Hannibalsson - 29.5.2015
Ekki of seint að iðrast fyrir dauðann
Bryndís Schram
Bryndís Schram - 26.5.2015
Að myrða yndi sitt
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 21.5.2015
Hræðsluáróðursmeistarar ræstir út
Sigurður G. Guðjónsson
Sigurður G. Guðjónsson - 20.5.2015
Hin nýi Sjans
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 22.5.2015
Hvítsunnan - hin gleymda hátíð
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 16.5.2015
Furðuskrif um sjálfstæðisbaráttuna
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 21.5.2015
Kvótakerfið er hagkvæmt og réttlátt
Fleiri pressupennar