19. jún. 2012 - 08:30

Útigangsmaður fann gullpeninga: Ætlar að kaupa bíl: Myndband

Útigangsmaður er tæpum tíu milljónum ríkari eftir að hann fann poka fullan af seðlum og gullpeningum í Colarado ánni. Timothy Yost, 46 ára gamall flækingur, uppgötvaði fjármunina þegar hann var að þrífa á sér fæturna í ánni. Samkvæmt lögregluskýrslum rak hann tærnar í poka og þegar hann sá glampa í gullið fékk hann næstum taugaáfall. Við blasti talsvert magn af seðlum og afrískum gullpeningum.

Adam var þó ekki lengi í paradís. Timothy var handtekinn eftir að bankastarfsmaður hafði samband við lögreglu þegar útigangsmaðurinn reyndi að fá þurra seðla í stað þeirra blautu. Gossið var tekið í vörslu lögreglu á meðan rannsakað var hvort glæpur hefði verið framinn eða eigandi fjármunanna myndi gefa sig fram.

Lögin í Colarado segja að ef fjármunir hafa verið grafnir og eigandi finnst ekki innan tiltekins tíma, eignast sá fundvísi þá. Á þriðjudaginn var mál Timothy tekið fyrir og var borgaráðið í Colarado samhljóma í ákvörðun sinni að láta útigangsmanninn njóta fjármunanna.

Timothy sagði í samtali við Fox að hann ætlaði að fjárfesta í ökutæki.

Ég er búinn að vera gangandi svo lengi. Ég get ekki beðið eftir að setjast undir stýri.

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt sem á heima á Pressunni?
Sendu okkur póst á pressan@pressan.is - Fyllsta trúnaðar gætt, sé hans krafist.09.sep. 2014 - 20:57 Sigurður Elvar

Stórkostlegur 3-0 sigur Íslands gegn Tyrkjum – Ævintýrið heldur áfram

Ævintýri íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu heldur áfram en liðið hóf undankeppni EM 2016 með stórkostlegum 3-0 sigri gegn sterku liði Tyrklands. „Þetta er ein besta frammistaða  sem íslenskt landslið hefur sýnt frá upphafi. Þetta eru skýr skilaboð til annarra liða í riðlinum,“ sagði Kolbeinn Sigþórsson við RÚV eftir leikinn í kvöld.
09.sep. 2014 - 20:00

Vill breyta viðhorfi í garð fatlaðs fólks:,,Það er eins og maður sé viðfang eða einhver hlutur sem má koma við“

Iva Marín Adrichem „Sem fatlaður unglingur er ég í augum margra rosalega saklaus, blíð og góð. Þetta er svo sem ímynd sem ég hef alltaf fundið fyrir, líka sem barn. Fólk virðist halda að ég geri ekkert af mér af því ég er blind“ segir Iva Marín Adrichem, 16 ára framhaldsskólanemi. Hún segir viðhorfið í garð fatlaðra ábótavant og segir fræðslu vera mikilvæga til koma á breytingum.
09.sep. 2014 - 19:00

Starfsfólk iSTV segir upp störfum

Guðmund­ur Týr Þór­ar­ins­son er einn aðstandenda iSTV Starfsmenn sjónvarpsstöðvarinnar iSTv hafa sagt upp störfum en yfirlýsing þess efnis birtist á fésbókarsíðu stöðvarinnar fyrir stuttu. Segir þar meðal annars að vegna trúnaðarbrests og samstarfsörðugleika hafi ekki verið grundvöllur fyrir áframhaldandi samvinnu.
09.sep. 2014 - 17:25

Lífshættuleg árás í Reykjavík: Grunaður um að aka á fyrrverandi sambýliskonu sína

Karlmaður liggur undir grun um að hafa kastað skiptilykli innum svefnherbergisglugga fyrrverandi sambýliskonu sinnar og hafa ekið á hana eftir að hún kom út úr húsinu. Maðurinn var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald, grunaður um lífshættulega árás.
09.sep. 2014 - 17:00

Fjárlagafrumvarpið opinberað: Matarskattur hækkar og almenn vörugjöld afnumin

Ríkissjóður verður rekinn með 4,1 milljarðs afgangi árið 2015, samkvæmt fjárlagfrumvarpinu sem lagt var fram á Alþingi nú fyrir stundu. Neðra þrep virðisaukaskatts, þar með talið matarskatturinn, hækkar úr 7 í 12 prósent á meðan efra þrepið lækkar úr 25,5 í 24 prósent. Almenn vörugjöld verða aflögð um áramót.
09.sep. 2014 - 15:50

Brennisteinsgufur frá Holuhrauni hafa náð til Noregs: Margir hafa tilkynnt um gaslykt

Eldgosið í Holuhrauni er farið að hafa áhrif út fyrir landsteinanna því gaslykt eða brennisteinslykt frá því er farin að finnast við strendur Noregs og telur norska Veðurstofan að lyktin eigi að öllum líkindum uppruna sinn að rekja til Holuhrauns.
09.sep. 2014 - 14:40 Sigurður Elvar

Schumacher útskrifaður af sjúkrahúsi – endurhæfingin heldur áfram á heimili hans

Michael Schumacher, fyrrum heimsmeistari í Formúlu 1 kappakstri, er komin á heimili sitt þar sem að endurhæfing hans mun standa yfir. Schumacher hefur dvalið síðastliðna þrjá mánuði á sjúkrahúsi í Sviss en hann varð fyrir alvarlegum höfuðáverka í skíðaslysi í desember á síðasta ári.
09.sep. 2014 - 14:06

Stephen Hawking: Higgs-bóseindin getur eytt alheimnum hvenær sem er

Hinn heimsþekkti eðlisfræðingur Stephen Hawking, sem margir telja einn mesta hugsuð síðari tíma, segir að hin svokallaða Higgs-bóseind geti eytt alheiminum við vissar aðstæður. Þetta er kannski ekki það sem fólk vill heyra frá svo virtum vísindamanni en er engu að síður staðreynd að hans sögn og annarra vísindamanna.
09.sep. 2014 - 12:45

Alþingi sett og fjárlagafrumvarpið kynnt

Alþingi verður sett í dag. Að lokinni hefðbundinni þingsetningarathöfn verður fjárlagafrumvarpið lagt fram.
09.sep. 2014 - 12:30

Mynd dagsins: Fossinn Skínandi mun líklega hverfa

Ef hraunrennsli heldur áfram með svipuðu sniði líkt og undanfarna daga mun það breiðast fyrst út á eyrarnar en síðan fylgja farvegi Jökulsár á Fjöllum um þrengingar sem byrja rúmum tveim kílómetrum innan við ármót Svartár. Þegar hraunið kemst niður fyrir Svartá mun það stífla hana og fossinn Skínandi mun að öllum líkindum hverfa eða láta mjög á sjá.
09.sep. 2014 - 11:47

Hrafnkelsmótið – minningarmót um Hrafnkel Kristjánsson á Hvaleyrarvelli

Hrafnkelsmótið í golfi sem haldið er til minningar um Hrafnkel Kristjánsson íþróttafréttamann, verður haldið í þriðja sinn á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði 19. september næstkomandi. Hrafnkell starfaði sem íþróttafréttamaður hjá RÚV á árunum 2005-2009, en lést langt fyrir aldur fram í lok árs 2009.
09.sep. 2014 - 11:07

Eru lakagígar virkir eða gýs í Bárðarbungu? Gætu önnur móðuharðindi dunið yfir okkur?

Á gosbeltunum á Íslandi liggja með nokkuð jöfnu millibili svokallaðar megineldstöðvar og má þar nefna Heklu, Eyjafjallajökul, Grímsvötn og Öskju. Eitt einkenni þeirra er að þær gjósa endurtekið en Hekla hefur til að mynda gosið átján sinnum frá landnámi. Þegar sagt er að megineldstöð sé virk, er átt við að hún hafi gosið áður og muni geta gosið aftur. Á endanum kulna þær og nýjar myndast í þeirra stað.
09.sep. 2014 - 09:30

Lesbíur á tíræðisaldri giftust eftir 72 ára ástarsamband

Betra er seint en aldrei og það á svo sannarlega við um tvær konur á tíræðisaldri sem giftu sig á laugardaginn eftir að hafa verið saman í 72 ár. Þær sátu glaðar í hjólastólum sínum við altarið þegar presturinn gaf þær saman.
09.sep. 2014 - 08:01 Sigurður Elvar

Hvað segja sérfræðingarnir um möguleika Íslands á EM? – gríðarlega mikilvægur leikur gegn Tyrkjum í kvöld

Mikil eftirvænting ríkir fyrir leik íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Tyrklandi sem hefst kl. 18.45 í kvöld á Laugardalsvelli. Leikurinn er sá fyrsti í undankeppni Evrópumótsins. Tvö efstu liðin í hverjum riðli komast í lokakeppnina og þriðja sætið gefur möguleika á að komast alla leið í gegnum umspil.
09.sep. 2014 - 08:00

Skjálfti að stærðinni 5,2 í Bárðarbungu

Skjálftavirknin norðan Vatnajökuls er enn að mestu bundin við Bárðarbungu, norðurenda gangsins og Herðubreiðartögl. Um 30 skjálftar mældust á umbrotasvæðinu í nótt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.
08.sep. 2014 - 22:00

Illa farið með einhverfan dreng í ísfötuáskoruninni

Lögreglan rannsakar nú mál þar sem 14 ára einhverfur drengur, sem tók þátt í ísfötuáskoruninni svokölluðu, varð fórnarlamb grófs ofbeldis þar sem saur var hellt yfir hann í stað ískalds vatns. Þó að ísfötuáskoruninni sé ætlað að styðja við gott málefni þá á hún sínar skuggahliðar og þetta er nú líklega ein af þeim verri.
08.sep. 2014 - 21:05

Sigrúnu Lilju byrlað nauðgunarlyf: Þú ert svo sjúkur og þínar kynferðislanganir brenglaðar

„Þú hefur væntanlega skipulagt þig vel fyrir kvöldið, passað uppá að vera með nægilega mikið af nauðgunarlyfi meðferðis þegar þú fórst niðrí bæ, tilbúin að finna þér fórnarlömb kvöldsins til að eitra fyrir. Væntanlega búin að undirbúa staðinn sem nauðgunin færi fram og passað vel uppá að þar væri engin nálægt sem gæti aðstoðað fórnarlamb kvöldsins eftir hún myndi lamast eftir að þú byrlaðir henni lyfi í glasið sitt, svo er alveg spurning hvort þú hafir verið að skipuleggja hópnauðgun á álitlegum vinkonuhóp“.
08.sep. 2014 - 19:46 Sigurður Elvar

Eiður Smári lagði upp tvö mörk í æfingaleik með FC København – framhaldið ræðst á næstu dögum

Eiður Smári Guðjohnsen hefur æft undanfarna daga með danska knattspyrnuliðinu FC København. Eiður Smári, sem er 36 ára gamall, lék vel í 4-2 sigri varaliðs FC København gegn FC Nordsjælland í dag.  Norðmaðurinn Ståle Solbakken er þjálfari FC København mun á næstu dögum ákveða hvort Eiði Smára verður boðinn samningur hjá félaginu. Eiður Smári lét vita af sér í varaliðsleiknum í dag og lagði upp tvö mörk.     
08.sep. 2014 - 19:45

Blaðamenn settu sig upp á móti faglegri úttekt: DV kemur næst út á miðvikudag

Stjórnarformaður og nýr ritstjóri DV héldu fund með starfsmönnum útgáfufélags DV í morgun þar sem þeim var gerð grein fyrir framtíðaráformum nýrrar stjórnar sem kosin var  á framhaldsaðalfundi útgáfufélagsins sl. föstudag.
08.sep. 2014 - 19:00

Hugprúður Júdas frelsaði okkur frá illum Jesú: Og íbúar Sódómu voru sómafólk

Jesúa frá Nasaret var krossfestur um árið 33 eftir Krist. Lærisveinar hans tóku þá sem aldrei fyrr að útbreiða kenningar um guðdóm hans, og þrátt fyrir ofsóknir rómverskra yfirvalda náði hinn nýi söfnuður að skjóta rótum og blómstra að lokum.
08.sep. 2014 - 17:30

Múslimsk sharía-lögregla lætur til sín taka í Þýskalandi

Wuppertal í Þýskalandi Þýska ríkisstjórnin er ævareið vegna starfsemi varðsveitar múslima, sem gefur sig út fyrir að vera sharía-lögregla, og fer um götur Wuppertal og hefur afskipti af ungum múslimum. Markmið varðsveitarinnar er að hræða unga múslima frá því að neyta áfengis, hlusta á tónlist og ýmsu öðru sem þykir eðlilegt að ungt fólk taki sér fyrir hendur í Þýskalandi.
08.sep. 2014 - 15:50

Átökin á DV minna á endalok Helgarpóstsins: „Ekki viss um að blaðamennirnir séu að gera rétt“

Mikils titrings gætir á ristjórn DV vegna brotthvarfs Reynis Traustasonar úr ritstjórastóli. Ólíklegt er að blaðið komi út á morgun þótt nýr ritstjóri hafi tekið við í dag.
08.sep. 2014 - 14:23

Eldingu laust niður í hóp 85 skólabarna í Noregi: Margir slasaðir

Eldingu laust niður í hóp 85 skólabarna sem voru á ferð við Dvergsøya utan við Kristiansand í Noregi fyrir skömmu. Mikill viðbúnaður er hjá viðbragðssveitum og hefur miklum fjölda sjúkraflutningsmanna og lögreglumanna verið stefnt á vettvang.
08.sep. 2014 - 13:04

Áin flæmist undan hrauninu: Ekkert dregur úr gosinu

Ekkert dregur úr gosinu í Holuhrauni. Gosvirkni er svipuð og undanfarna daga. Hraun rennur til austurs af svipuðum krafti og áður. Það hægir ekki á hrauninu að það renni í Jökulsá á Fjöllum, áin flæmist til austurs undan hrauninu. Þetta kom fram á fundi Vísindaráðs Almannavarna en hann sitja Vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans ásamt fulltrúum frá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra.
08.sep. 2014 - 11:55

Þessu átti hún ekki von á: Langbesta íslenska ísfötuáskorunin til þessa

Kristinn Tómasson, fyrrverandi leikmaður Fylkis, tók þátt í ísfötuáskoruninni en með henni er verið að vekja athygli á hreyfitaugungahrörnun sem einnig er þekkt sem MND-sjúkdómur eða ALS sem einkennist af minnkandi styrk vöðva og rýrnun þeirra. Áskorunin gengur út á það að viðkomandi hellir yfir sig fötu af ísköldu vatni og skorar á minnsta kosti tvo einstaklinga að gera slíkt hið sama - eða gefa fé til góðgerðarmála.
08.sep. 2014 - 11:30

Á að leyfa frjálsa sölu áfengis? Vilhjálmur og Ögmundur rökræða

Frumvarp um frjálsa sölu áfengis verður lagt fram á fyrstu dögum þings. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, ræddi málið við Ögmund Jónasson, þingmann VG, á vettvangi dagsins.
08.sep. 2014 - 10:30

Er þetta sönnun þess að hugsanaflutningur er mögulegur?

Í mars á þessu ári reyndi maður sem var staddur í Strassborg í Frakklandi að senda hugskeyti til annars manns, sem var staddur í um 7.000 km fjarlægð, í borginni Kerala á Indlandi. Mennirnir voru að vinna á rannsókn á hvort hugsanaflutningur sé mögulegur og að þeirra sögn var niðurstaðan jákvæð, hugsanaflutningur er mögulegur.
08.sep. 2014 - 09:00

„Gæti vel trúað því að það standi yfir í vikur eða jafnvel mánuði“

Vísindamennirnir Magnús Tumi Guðmundsson og Haraldur Sigurðsson eru sammála um að eldhræringarnar við rætur Vatnajökuls geti staðið yfir lengi, vikur og jafnvel mánuði.
08.sep. 2014 - 08:43 Sigurður Elvar

Serena Williams landaði sínum 18. titli á risamóti – nálgast met Margaret Court

Serena Williams landaði sínum 18. ristatitli í tennisíþróttinni um helgina þegar hún sigraði Caroline Wozniacki frá Danmörku í úrslitaleiknum á Opna bandaríska meistaramótinu. Williams, sem er bandarísk, þetta var þriðji sigur Williams í röð á Opna bandaríska meistaramótinu en Wozniacki hefur aldrei sigrað á risamóti.
08.sep. 2014 - 08:17

Færri skjálftar í Bárðarbungu

Dregið hefur úr jarðskjálftavirkni í og við Bárðarbungu. Jarðskjálftavirknin síðan á miðnætti er sem fyrr aðallega á norðurhluta gangsins, inn undir og út fyrir jaðar Dyngjujökuls og við sjálfa Bárðarbungu.
08.sep. 2014 - 08:06

Loftsteinn lenti við stórborg

Eins og bandaríska geimferðastofnunin NASA hafði sagt til um þá fór loftsteinninn 2014 RC ansi nálægt jörðinni í gær eða í um aðeins 40.000 km fjarlægð en það er mun nær jörðu en tunglið fer. Svo virðist sem hluti af loftsteininum hafi brotnað af og komist inn í gufuhvolf jarðar og lent í Managua, höfuðborg Níkaragúa.
07.sep. 2014 - 20:15

Leyndarmálið á bak við langt og hamingjusamt hjónaband

Jeff Bridges hefur verið kvæntur konu sinni Susan í tæplega fjóra áratugi, þrátt fyrir að hafa allan þann tíma starfað við iðnað sem er þekktur fyrir misheppnuð hjónabönd: Hollywood. Það kemur því kannski ekki á óvart að þegar leikarinn sat fyrir svörum á vefsíðunni Reddit  síðastliðinn fimmtudag fékk hann spurningar um leyndardóminn á bak við langt og farsælt hjónaband sitt.


07.sep. 2014 - 19:15

Hallgrímur Thorsteinsson er nýr ritstjóri DV

Ný stjórn var kosin á framhaldsaðalfundi útgáfufélags DV á föstudag. Nýja stjórnin fundaði á föstudagskvöld og skipti með sér verkum. Hennar fyrsta verk var að skipta um ritstjóra.
07.sep. 2014 - 18:30

Erlendir gagnrýnendur hrifnir af Vonarstræti

Hera Hilmarsdóttir og Þorsteinn Bachman í hlutverkum sínum í Vonarstræti Kvikmynd Baldvins Z, Vonarstræti eða Life in a Fishbowl virðist hafa hrifið erlenda gagnrýnendur en hún var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto á föstudagskvöld. Myndin keppir þar til verðlauna í tveimur flokkum, sem besta mynd ársins, og til Discovery verðlauna en þau eru veitt upprennandi leikstjórum sem þykja skara fram úr.
07.sep. 2014 - 17:00

Minnast Karls J.Sighvatssonar með stórtónleikum

Margir af fremstu tónlistarmönnum landsins munu koma fram á Karlsvöku í Eldborg Hörpu þann 12.september næstkomandi. Um er að ræða viðmikla  minningartónleika sem helgaðir eru minningu Karls J. Sighvatssonar, organista og tónskálds, en Karl var aðeins fertugur að aldri þegar hann lét lífið í bílslysi, sumarið 1991. Var hann um árabil í hópi fremstu tónlistarmanna Íslands.
07.sep. 2014 - 16:25

Eiður Smári Guðjohnsen segist hvergi nærri hættur:,,Ég er virkilega stoltur af því sem ég hef náð að afreka á ferlinum“

Danski miðillinn BT fer fögrum orðum um knattspyrnumanninn Eið Smára Guðjohnsen en hann æfði í fyrsta sinn með danska úrvalsdeildarliðinu FC København síðastliðinn fimmtudag. Er Eiður Smári sagður státa af afrekaskrá sem fái flesta varnarmenn í ensku úrvalsdeildinni til að skjálfa á beinunum.

07.sep. 2014 - 15:00

Gæti orðið verulegt umhverfisvandamál fyrir Ísland og nágrannalöndin

Dragist eldgosið í Holuhrauni mjög á langinn gæti útblástur brennisteinsgass orðið verulegt umhverfisvandamál fyrir Ísland og nágrannalöndin, segir eldfjallafræðingur.
07.sep. 2014 - 13:00

Mynd dagsins: Rusl í Reykjavík

Mynd dagsins að þessu sinni er samansett af þeim fjölmörgu ljósmyndum af rusli sem lögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson hefur tekið á gönguferðum sínum um Selás og Elliðárdal. Myndirnar birtir hann síðan á fésbókarsíðu sinni Rusl í Reykjavík en síðan fagnar ársafmæli nú um helgina. Vill Sigurður þannig ,,hvetja allan almenning til að ganga vel um náttúru landsins, hvort heldur er á landi eða legi“ eins og hann ritar á síðuna. 

07.sep. 2014 - 11:55

Hraunstraumur hefur náð í meginfarveg Jökulsár á Fjöllum: MYND

Hraun er nú byrjað að fara út í Jökulsá á Fjöllum og stíga gufur upp úr ánni. Þetta kemur fram á vef Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands. Skjálftavirknin er ennþá að mestu bundin við Bárðarbungu, norður enda gangsins og Herðubreiðartögl og voru skjálftar í nótt 70 talsins. Sá stærsti varð klukkan 3:30 í norður hluta Bárðarbunguöskjunnar og var 4,6 að stærð. Þá virðist eldvirkni á vefmyndavélum vera svipuð og fyrr.
07.sep. 2014 - 10:44 Sigurður Elvar

Besti árangur Íslands á HM í golfi kvenna frá upphafi – Ástralía sigraði

Ólafía Þórunn, Sunna og Guðrún Brá skipuðu íslenska kvennalandsliðið. Íslenska kvennalandsliðið í golfi endaði í 29.-31. sæti á heimsmeistaramóti áhugamanna sem fram fór í Japan. Ástralía fagnaði sigri á -29 undir pari samtals en árangur Íslands er sá besti frá upphafi á HM en Ísland lék á +12 samtals.
07.sep. 2014 - 10:00

Dularfull fölsk farsímamöstur vekja athygli: Hver á þau – til hvers eru þau notuð?

Dularfull fölsk farsímamöstur sem hafa fundist víða í Bandaríkjunum hafa vakið mikla athygli en möstrin þjóna ekki hlutverki venjulegra farsímamastra. Ekki er vitað á hvers vegum möstrin eru eða til hvers þau eru notuð en nokkrar getgátur eru á lofti um það.
07.sep. 2014 - 08:00

Tvö slys við Hörpu í nótt

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í nótt en talsvert um útköll vegna hávaða í heimahúsum og útköll vegna ýmis konar ölvunarástands. Þá voru fimm ökumenn stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða vímuefna.
07.sep. 2014 - 07:00

Frábærar viðtökur við söfnun Hróksins fyrir börn á Grænlandi: Hátíð við höfnina á sunnudag

Hróksmenn bjóða öllum sem vettlingi valda að koma og vera við vígslu Pakkahússins, sunnudaginn 6. september, þar sem tekið er við fatnaði og skóm fyrir börn á Austur-Grænlandi. Húsið opnar klukkan 12 og klukkan 13 verður frú Vigdís Finnbogadóttir, verndari söfnunarinnar, viðstödd vígsluathöfn. Tekið verður við fötum til klukkan 16. Það verður heitt á könnunni, töfl og klukkur, og leikhorn fyrir börnin.  Brim hf. leggur til aðstöðuna, og er Pakkahúsið í vöruskemmu fyrirtækisins við Geirsgötu, alveg við höfnina. Blöðrur og fánar munu vísa veginn.
06.sep. 2014 - 22:00

Gamall maður fann 11 milljóna leynisjóð eiginkonu sinnar

Maður og kona höfðu verið gift í 60 ár og deildu þau öllu. Þau áttu engin leyndarmál frá hvort öðru fyrir utan skókassa sem konan geymdi efst í skápnum sínum. Hafði hún bannað manninum sínum að opna þennan kassa nokkurn tíma eða spyrja sig um innihaldið.
06.sep. 2014 - 21:15

Ógleymanlegt kvöld krabbameinssjúks drengs: Myndband

Fyrir 10 árum gerðu knattspyrnuliðin Villarreal og Celtic samning um góðgerðarmál og samstarf í þeim efnum. Til að fagna því að 10 ár eru liðin frá undirritun samningsins ákváðu liðin að spila sýningarleik á heimavelli Villarreal, El Madrigal. Aðalstjarna leiksins var þó 13 ára krabbameinssjúkur drengur sem fékk stærsta draum sinn uppfylltan.
06.sep. 2014 - 20:00

Offita er ekki alltaf afleiðing ofáts: „Ég var aldrei manneskjan sem borðaði útí það óendanlega“

„Þegar ég var barn þá var ég grönn. Ég man vel eftir því þegar ég lék mér að því að „sjúga inn“ magann til að sjá rifbeinin. Gat haldið báðum höndum um mittið á mér og fingurnir snertust. Var lítil og nett rauðhærð kát stelpa. Um 12 ára aldur byrjaði kynþroskaskeiðið. Líkamsvöxturinn fór að breytast allverulega upp frá því. Þegar ég fermdist var ég orðin of þung og kílóin hlóðust utan á mig“.
06.sep. 2014 - 18:55

Þegar Sovétleiðtoginn hitti Bond-stúlkuna: Myndir úr heimsókn Brezhnevs til USA 1973

Árið 1964 var Nikita Krústjov bolað frá völdum í Sovétríkjunum. Nýrri kynslóð forystumanna fannst hann of óútreiknalegur og hafa misst andlitið um of í Kúbudeilunni við John F. Kennedy Bandaríkjaforseta tveimur árum fyrr.
06.sep. 2014 - 17:15

Mynd dagsins: Uppáferð á Egilsstöðum - Bíllinn aðeins vikugamall

Mynd dagsins er ansi mögnuð en hana tók Heiðar Steinn Broddason á Egilsstöðum í gær. „Þetta var eiginlega bara uppáferð,“ sagði Þóra Lind Bjarkardóttir í samtali við Vísi um þessa óvenjulega lífsreynslu.
06.sep. 2014 - 15:00

Sívaxandi vandamál heimsbyggðarinnar

Nicholas Boyle, prófessor í Cambridge, sagði árið 2010 að „mikilvægur atburður“ árið 2014 myndi skipta sköpum í að marka stefnuna um hvort yfirstandandi öld myndi færa mannkyni frið og farsæld eða stríð og hörmungar. Það er kannski ekki úr vegi að telja að þessi spá hans sé rétt ef litið er á nokkra atburði það sem af er ári 2014.
06.sep. 2014 - 13:00

Ók á konu í austurbænum sem vildi slíta sambandi þeirra: Konan flutt á slysadeild

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu barst í morgun tilkynning um að bifreið hefði verið ekið á konu í austurbænum. Bílsstjórinn var í annarlegu ástandi og ók hann bifreiðinni á brott.
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10     Næstu síður > 

Aðsend grein
Aðsend grein - 03.9.2014
Mannorðsmorðingi að störfum
Sigurður G. Guðjónsson
Sigurður G. Guðjónsson - 08.9.2014
Hið ritstjórnarlega sjálfstæði
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 13.9.2014
Feysknir innviðir?
Ragnar H. Hall
Ragnar H. Hall - 15.9.2014
Jón Steinar og Kjarninn
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 15.9.2014
Svíþjóð: Vinstri menn sigruðu ekki
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.9.2014
Við hvað eru blaðamenn DV hræddir?
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 04.9.2014
Málefnaleg gagnrýni
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 11.9.2014
Skjól eða gildra?
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 03.9.2014
Kristin talnaspeki: Tölurnar 6 og 666
Guðlaugur Þór Þórðarson
Guðlaugur Þór Þórðarson - 14.9.2014
Þeirra eigin orð
Fleiri pressupennar