19. jún. 2012 - 08:30

Útigangsmaður fann gullpeninga: Ætlar að kaupa bíl: Myndband

Útigangsmaður er tæpum tíu milljónum ríkari eftir að hann fann poka fullan af seðlum og gullpeningum í Colarado ánni. Timothy Yost, 46 ára gamall flækingur, uppgötvaði fjármunina þegar hann var að þrífa á sér fæturna í ánni. Samkvæmt lögregluskýrslum rak hann tærnar í poka og þegar hann sá glampa í gullið fékk hann næstum taugaáfall. Við blasti talsvert magn af seðlum og afrískum gullpeningum.

Adam var þó ekki lengi í paradís. Timothy var handtekinn eftir að bankastarfsmaður hafði samband við lögreglu þegar útigangsmaðurinn reyndi að fá þurra seðla í stað þeirra blautu. Gossið var tekið í vörslu lögreglu á meðan rannsakað var hvort glæpur hefði verið framinn eða eigandi fjármunanna myndi gefa sig fram.

Lögin í Colarado segja að ef fjármunir hafa verið grafnir og eigandi finnst ekki innan tiltekins tíma, eignast sá fundvísi þá. Á þriðjudaginn var mál Timothy tekið fyrir og var borgaráðið í Colarado samhljóma í ákvörðun sinni að láta útigangsmanninn njóta fjármunanna.

Timothy sagði í samtali við Fox að hann ætlaði að fjárfesta í ökutæki.

Ég er búinn að vera gangandi svo lengi. Ég get ekki beðið eftir að setjast undir stýri.

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt sem á heima á Pressunni?
Sendu okkur póst á pressan@pressan.is - Fyllsta trúnaðar gætt, sé hans krafist.22.apr. 2015 - 10:37

Með barnalegghlífar í ensku úrvalsdeildinni - fær ekki að taka sokkana niður líkt og Ásgeir Sigurvinsson og George Best

Jack Grealish vakti athygli í undanúrslitaleiknum gegn Liverpool í ensku bikarkeppninni. Írinn, sem leikur með Aston Villa, er ýmsu vanur þegar kemur að hörku í íþróttum. Hinn 19 ára gamli leikmaður væri helst til í að leika með sokkana niðri á ökkla líkt og Ásgeir Sigurvinsson og George Best gerðu á árum áður - en slíkt er bannað samkvæmt reglum.
22.apr. 2015 - 10:01

Ekki er unnið að afnámi verðtryggingar

Ekki er unnið að því í fjármálaráðuneytinu að afnema verðtrygginguna, þótt forsætisráðherra hafi í gær sagt að vinna við frumvörp þess efnis miðaði vel. Unnið er að styttingu hámarkstíma verðtryggðra lána.
22.apr. 2015 - 09:52

Stórstjörnur fjarverandi hjá Real Madrid í kvöld - Bayern München og Barcelona komust áfram

Bayern München og Barcelona tryggðu sér í gær sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Í kvöld skýrist það hvaða tvö lið bætast í þann hóp. Þar sem að ríkjandi Evrópumeistaralið Real Madrid frá Spáni mætir grannaliðinu Atletico Madrid sem er Spánarmeistari.
22.apr. 2015 - 09:00

Kona dæmd í lífstíðarfangelsi fyrir morð á sex nýburum: Faldi líkin í bílskúrnum

Fertug kona í Salt Lake City í Utah lýsti sig seka af þeim ákærum að hafa myrt við fæðingu alls sex börn sín og falið líkin í bílskúrnum heima hjá sér. Konan var í fyrradag dæmd í lífstíðarfangelsi en með játningunni kom hún sér undan dauðarefsingu.
22.apr. 2015 - 08:08

Drukkin kona áreitti börn og angraði gesti á veitingahúsi

Í gærkvöld var tilkynnt um konu í nágrenni við Grensásveg sem angraði börn að leik. Var konan sögð ofurölvi. Hún fannst ekki í fyrstu en skömmu síðar var vitað af henni á veitingastað þar sem hún var að ónáða gesti. Var hún þá handtekin og látið renna af henni í fangaklefa.
22.apr. 2015 - 06:34

Óttast að asískir risageitungar berist fljótlega til Bretlands: Verða allt að 5 sentimetra langir

Asískir risageitungar hafa fyrir nokkru tekið sér bólfestu í Frakklandi en þangað bárust þeir 2004 með kínverskum pottaplöntum að því að talið er. Nú óttast sérfræðingar að geitungarnir geti hugsanlega farið yfir Ermasund og tekið sér bólfestu á Bretlandseyjum. Þessir geitungar verða allt að 5 sentimetra langir og eru skeinuhættir mönnum og skordýrum.
22.apr. 2015 - 04:54

Tveir sakfelldir fyrir grimmdarlegt morðsamsæri og morð

Tveir menn voru sakfelldir í Bretlandi í gær fyrir að hafa staðið á bak við grimmdarlegt morðsamsæri og að hafa myrt tæplega fimmtuga konu. Annar mannanna greiddi hinum sem svarar til um 300.000 íslenskra króna fyrir að myrða konuna.
21.apr. 2015 - 22:00

Fanney Dóra: „Ég ákvað að googla gæjann því ég hélt að einhver væri að gera grín að mér“

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir tók U-beygju í lífinu þegar hún sagði upp starfi sínu sem félagsráðgjafi á Akureyri og gerðist matráður, fyrst á norsku ferðamannahóteli og síðar hjá hinum ástsæla Jamie Oliver á Englandi. Nú býr Fanney Dóra í Brighton, hún var að fá stöðuhækkun og nýtur lífsins með litu „fjölskyldunni“ sem hún tilheyrir ásamt starfsfólkinu á veitingastaðnum „Jamie’s Italian”.
21.apr. 2015 - 21:30

HB Grandi semur um bónusa til handa starfsmönnum

Starfsmenn HB Granda fá sem samsvarar 9 til 18 prósenta launahækkun með upptöku nýs bónuskerfis sem samið var um í dag.
21.apr. 2015 - 21:28

Banaslys á Biskupstungnabraut

Í dag var tilkynnt um alvarlegt umferðarslys á Biskupstungnabraut, nokkuð  ofan við Borg í Grímsnesi. Lögregla, sjúkralið og slökkvilið fóru þegar á vettvang.  Árekstur varð með tveimur bifreiðum sem ekið var í gagnstæðar áttir.  Erlend hjón á ferðalagi voru í öðrum bílnum og sluppu þau lítið meidd en eru þó enn til eftirlits á sjúkrahúsi í Reykjavík. Bifreið þeirra kastaðist út fyrir veginn og valt við áreksturinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi.
21.apr. 2015 - 20:55

Hjartahnoð, blástur og 72 tíma kæling: Bibbi í Skálmöld og Agnes eignuðust lítið kraftaverkabarn

„Hér mátti engu muna og gríðarlegri fagmennsku, kunnáttu, hetjudáðum og óútskýranlegum öflum að þakka að svona vel fór,“ segir Snæbjörn Ragnarsson, betur þekktur sem Bibbi í Skálmöld en hann og kona hans Agnes Grímsdóttir eignuðust litla stúlku þann 17.apríl síðastliðinn. Tvísýnt var um ástand stúlkunnar í byrjun og mátti litlu muna að illa færi.
21.apr. 2015 - 20:00

Sæðisbankinn sagði að gjafinn væri doktorsnemi með greindarvísitölu upp á 160: En annað kom á daginn

Þegar samkynhneigða parið Angela Collins og Margaret Elizabeth Hanson frá Ontario í Kanada völdu sæðisgjafa þegar komið var að barneignum fengu þær góðar upplýsingar frá sæðisbankanum. Þar á bæ var þeim sagt að gjafi númer 9623 væri doktorsnemi og með greindarvísitölu upp á 160 og væri mjög heilsuhraustur og hefði ávallt verið en nokkrum árum síðar komust þær að hinu sanna.
21.apr. 2015 - 18:45

Mynd dagsins: Kristjana Júlía 11 ára drýgði mikla hetjudáð við að bjarga bræðrum sínum

Kristjana Júlía Bjarnadóttir er ung hetja sem lék lykilhlutverk við að bjarga bræðrum sínum úr læknum í Hafnarfirði. Systkinin, Kristjana 11 ára, Hilmir 9 ára og Einar Árni 12 ára fóru að reyna ná bolta úr rennunni.
21.apr. 2015 - 18:10

Þetta eru lögreglumennirnir sem björguðu Hilmi, níu ára

Guðmundur Viðar Berg og Halldór Sigurbergur Sveinsson, lögreglumenn, björguðu Hilmi Gauta, níu ára, frá drukknun við Reykdalsstíflu í Læknum í Hafnarfirði þann 14. apríl síðastliðin. Segja þeir báðir að þeir hefðu aldrei trúað að staðurinn gæti verið þetta hættulegur: Halldór sagði í samtali við Ríkisútvarpið.
21.apr. 2015 - 17:00

Reiði í garð Kristjáns Loftssonar nær út fyrir landsteinana – Mótmælt í Brussel

Það er ekki bara á Íslandi sem Kristján Loftsson veldur titringi, því umhverfisverndarsinnar ætla að nota eina stærstu sjávarútvegssýningu heims í Brussel til að mótmæla hvalveiðum Íslendinga og beina þeir einkum spjótum sínum að Kristjáni og HB Granda.
21.apr. 2015 - 15:58

Hilmir Gauti, yngri drengurinn, farinn að hlaupa um ganga spítalans

Hilmir Gauti Bjarnason, yngri bróðirinn sem bjargað var úr Reykdalsstíflu, er allur að braggast. Móðir drengjanna segir í samtali við Kristínu Sigurðardóttur fréttamann Ríkisútvarpsins að það hafi verið ólýsanleg tilfinning þegar Hilmir vaknaði eftir kælimeðferðina. Hann er nú farinn að hlaupa um ganga spítalans.
21.apr. 2015 - 15:49

Sæktu sumarið í opnum Garðyrkjuskóla LbhÍ á sumardaginn fyrsta

Allt í blóma í gróðurhúsum Garðyrkjuskólans. Garðyrkjunemendur og starfsfólk LbhÍ bjóða fólki að blómstra með sér á nýju sumri. Garðyrkjuskóli LbhÍ á Reykjum í Ölfusi verður með opið hús á Reykjum á sumardaginn fyrsta, næstkomandi fimmtudag. Húsið opnar á slaginu 10:00 fyrir gesti og gangandi en hátíðardagskrá hefst svo klukkan 14:00.
21.apr. 2015 - 14:25 Ágúst Borgþór Sverrisson

Margir hundaeigendur úti að skíta: Egill ósáttur - „Síðan koma börn og leika sér í þessu“

„Nú þarf hundaskítsbaráttan að hefjast aftur. Tel þrjár hrúgur hér alveg í næsta nágrenni. Pakk.“ Egill Helgason, fjölmiðlamaður, hefur fengið sitt fullsaddan af hundaeigendum sem þrífa ekki upp skít eftir hundana sína og segir að bann við hundahaldið á sínum tíma hafi verið gott.
21.apr. 2015 - 13:54

Volkswagen Passat fékk frábærar viðtökur

Hönnun áttundu kynslóðar Volkswagen Passat endurspeglar 40 ára tryggð við fágun og tímalausa hönnun. Margmenni mætti í húsakynni Heklu við Laugaveg síðustu helgi þegar Volkswagen Passat var frumsýndur. Hans hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu og viðtökurnar voru vægast sagt góðar.
21.apr. 2015 - 13:13

Mynd dagsins á Veröldinni: Kermit froskur er til í raunveruleikanum!

Þeir sem eru komnir á miðjan aldur muna eftir Prúðuleikurunum, The Muppet Show, einum vinsælasta sjónvarpsþætti síðustu aldar. Aðalpersóna þáttarins, froskurinn Kermit, var gestur á flestum heimilum Vesturlanda. Kermit var einkar geðþekkt, grænt tuskudýr.
21.apr. 2015 - 11:50

Keypti sér megrunarpillur á netinu: Brann upp innan frá og lést

Ung bresk kona, Ella Parry, lést þann 12. apríl eftir að hafa tekið inn of margar megrunarpillur sem hún hafði keypt á netinu. Í pillunum er efnið dínítrófenól eða DNP en það getur orðið fólki að bana ef það er tekið í of miklu magni. Efnið hitar líkamann upp innan frá. Ekkert mótefni er til gegn efninu.
21.apr. 2015 - 10:52

Pétur og Alexander keppa í nýjum golfsjónvarpsþætti í Bandaríkjunum

Íslensku afrekskylfingarnir Pétur Freyr Pétursson og Alexander Aron Gylfason taka þátt í nýjum raunveruleikagolfþætti sem frumsýndur verður á bandarísku golfstöðinni, Golf Channel, 15. júní n.k.
21.apr. 2015 - 09:57

Vill Katrínu á Bessastaði: Smellpassar í embættið

„Ef maður mátar hana við embættið – og það eru allmargir sem gera það þessa dagana- þá virðast Bessastaðir hæfa henni vel,“ segir Kolbrún Bergþórsdóttir, ritstjóri DV,  um Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna.
21.apr. 2015 - 09:00

Stórleikir í Meistaradeildinni í kvöld: Falla Bæjarar úr keppni? Verður Robben með?

Tveir seinni leikir verða háðir í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. PSG tekur á móti Barcelona og FC Bayern München fær Porto í heimsókn. Bayern München, eitt besta lið Evrópu undanfarin ár, er í mikilli hættu að falla úr keppninni.
21.apr. 2015 - 08:00

Byrjaði að reykja hass 12 ára: Missti þrjú ár úr lífinu

Hass er ekki hættulegra en áfengi. Fjölmiðlar ýkja hættuna af því. Hvað með þá unglinga sem drekka heilann frá sér? Þetta heyrist stundum þegar rætt er um skaðsemi hassneyslu enda takast á þeir sem sjá lítið sem ekkert að því að fólk noti hass og þeir sem eru alfarið á móti neyslu efnisins.
21.apr. 2015 - 07:06

Þetta gerist þegar ungafull áströlsk úlfakönguló er drepin: Myndband

Þeir sem eru hræddir við köngulær ættu ekki að horfa á myndbandið sem fylgir þessari frétt því það getur gert alveg út af við vilja þeirra til að glíma við köngulær í framtíðinni. Myndbandið er tekið upp í Ástralíu og sýnir þegar ungafull úlfakönguló er drepin með sópi.
21.apr. 2015 - 05:52

Allt að 10 leikmenn sagðir á förum frá Liverpool í sumar

Miklar breytingar verða á leikmannahóp enska úrvalsdeildarliðsins Liverpool samkvæmt frétt sem birt var í Daily Mail. Þar kemur fram að allt að tíu leikmenn séu á förum frá félaginu í sumar eftir að keppnistímabilinu lýkur í vor. Stemningin í herbúðum félagsins hefur oft verið betri en liðið tapaði í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar um síðustu helgi gegn Aston Villa - en það var síðasti möguleiki Liverpool á að landa titli á þessari leiktíð.
21.apr. 2015 - 05:22

Þrír látnir í óveðri í Ástralíu: Hús hafa sópast af grunninum í vatnselg – Myndskeið

Öflugt óveður hefur gengið yfir austurströnd Ástralíu í nótt og hefur vindhraðinn mælst allt að 135 km/klst og úrkoman hefur verið álíka mikil og venjulega mælist á mörgum mánuðum. Þrír eru látnir og eignatjón er mikið. Ölduhæð við ströndina hefur mælst allt að 11,2 metrar.
21.apr. 2015 - 04:32

Handtökur vegna smygls á fólki frá Afríku til Evrópu: Ítalir íhuga hernaðaraðgerðir í Líbýu

Ítalska lögreglan handtók í gærkvöldi tvo menn sem eru grunaðir um að hafa verið skipstjóri og stýrimaður á bát sem flutti flóttamenn frá Líbýu áleiðis til Ítalíu aðfaranótt sunnudags en hvolfdi áður en hann náði til ítölsku eyjunnar Lampedusa. Talið er að allt að 950 manns hafi verið um borð í bátnum og að flestir þeirra hafi látist. Ítalir íhuga nú að grípa til hernaðaraðgerða gegn bækistöðvum smyglara í  Líbýu.
21.apr. 2015 - 00:01

Jón Margeir í banastuði á opna þýska meistaramótinu - tvö heimsmet og útlitið bjart fyrir Ríó 2016

Jón Margeir Sverrisson, sundmaður úr Fjölni, setti tvö heimsmet á opna þýska meistaramótinu í sundi fatlaðra sem lauk um síðustu helgi. Jón Margeir setti heimsmet í 200 metra skriðsundi í flokki S14 s.l. fimmtudag og hann gerði slíkt hið sama í 400 metra skriðsundi um helgina. Þar synti hann á 4.13,70 mín. Alls setti Jón Margeir sjö Íslandsmet á þessu móti.
21.apr. 2015 - 00:00

„Sennilega það sjúkasta sem þú sérð á internetinu í dag“ – Harðar umræður um hinsegin fræðslu

Harðar umræður sköpuðust á Facebook-síðu Frosta Logasonar fjölmiðlamanns í dag en tilefnið var að Frosti deildi hlekk á síðuna Stöðvum innrætingu Samtakana [svo] 78 á skólabörnum með orðunum: „Okei… get ekki orða bundist. Þetta er sennilega það sjúkasta sem þú sérð á internetinu í dag.“  Mikill fjöldi fólks fordæmir boðskap síðunnar sem gengur, eins og skilja má á nafni hennar, út á að stöðva fræðslu Samtakanna 78 um samkynhneigð í grunnskólum. Þó voru ekki allir á einu máli í umræðunum.
20.apr. 2015 - 21:55

Innanríkisráðherra hyggst birta skýrslu um vopnaþörf lögreglu opinberlega

Innanríkisráðherra, Ólöf Nordal, hyggst birta skýrslu frá yfirvöldum lögreglumála um væntanlega þörf til endurnýjunar vopnaeignar lögreglunnar á vef innanríkisráðuneytisins. Grundvallaratriði í þeim efnum sé að eftir sem áður verði íslenska lögreglan almennt ekki vopnuð og engin áform eru uppi um að breyting verði þar á.
20.apr. 2015 - 21:00

Kona fékk kakkalakka með í Big Mac og borðaði helminginn af honum

Kona ein varð fyrir þeirri skelfilegu reynslu að fá kakkalakka upp í munninn er hún ætlaði að gæða sér á einum Bic Mac. Hún var búin að bíta þrjá bita í hamborgarann er hún skynjaði að ekki var allt með felldu. Hún rak fingur upp í munninn og fann þar hálfan kakkalakka.
20.apr. 2015 - 20:00

„Fyrirheitna landið“ Svíþjóð

Bergljót Björk Halldórsdóttir er ritstjóri Sælkerapressunar, eiginkona og móðir. Hún bjó lengi í Stokkhólmi með manninum sínum, Ingólfi og synir þeirra fæddust báðir þar. Margir hafa haft orð á því, eftir að hún flutti heim, hvað heilbrigðiskerfi og dagvistunar- og skólakerfi Svíþjóðar hljóti nú að vera frábært. Þau hefðu nú aldrei átt að flytja heim, þar sem heilbrigðiskerfið á Íslandi er að hruni komið eins og margir halda fram.
20.apr. 2015 - 18:25

Sakaður um að hafa misnotað börnin sín í sértrúarsöfnuði djöfladýrkenda

Börnin hans, 8 og 9 ára gömul, komu fram í myndbandi sem sett var á Youtube og milljónir manna horfðu á, og lýstu því yfir að faðir þeirra hefði misnotað þau kynferðislega í djöfladýrkendasöfnuði. Þar hefði hann líka myrt ungbörn og drukkið úr þeim blóð.
20.apr. 2015 - 17:18

Ljær ekki máls á hugmyndum forsætisráðherra: „Línan er skýr“

Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, segir engin áform uppi um að endurskoða staðsetningu nýs sjúkrahúss.
20.apr. 2015 - 16:30

HILMA verður bíómynd: Kvikmyndaréttur seldur að splunkunýrri íslenskri spennusögu

Þann 30. apríl næstkomandi kemur út hjá bókaforlaginu Draumsýn spennusagan HILMA eftir Óskar Guðmundsson. Kvikmyndafyrirtækið New Work ehf. sem framleiddi Falskur fugl eftir samnefndri skáldsögu Mikaels Torfasonar, hefur tryggt sér kvikmyndaréttinn að HILMU.
20.apr. 2015 - 14:58

Sóknarprestur á Akureyri efast um að þjóðkirkjan eigi að vinna að því að fjölga meðlimum sínum

Skipa á starfshóp sem leggja skal fram tillögur um hvernig fjölga megi fólki í þjóðkirkjunni. Prestastefna sem haldin var á dögunum fagnar þessu en sóknarprestur á Akureyri lýsir efasemdum.
20.apr. 2015 - 13:40

Menn færast nær lækningu á Alzheimer

Lyf gegn Alzheimer eru nú á lokastigi prófana. Hefur bjartsýni aukist meðal vísindamanna um að á næstu árin muni takast að koma fram með áhrifaríkari meðferð gegn sjúkdómnum en hingað til. Má búast við því að niðurstöður einhverra rannsókna á lyfjum gegn Alzheimer liggi fyrir á næsta ári.
20.apr. 2015 - 12:03

„Ég er tíu sinnum merkilegri en þið“

Ekkert myndi gerast ef Kristján Loftsson myndi hætta störfum, nema að hugsanlega myndu samskipti okkar við Bandaríkjamenn skána. Ef starfsfólk HB Granda leggur niður störf lamast hins vegar allt. 
20.apr. 2015 - 11:00

Móðir læsir dætur sínar í svefnherbergi þeirra á næturnar til að vernda þær fyrir kærastanum sínum sem er barnaníðingur

Móðir á Englandi er farin að læsa dætur sínar í herberginu þeirra á nóttunni til að vernda þær frá barnaníðingnum sem hún deilir rúmi með. Félagsmálayfirvöld hafa samþykkt þetta fyrirkomulag en amma stelpnanna er forviða og vill tryggja öryggi barnabarna sinna betur.
20.apr. 2015 - 10:00

Mynd dagsins: Hetjan Eva Röver tók þátt í björgun drengjanna úr Læknum í Hafnarfirði

Mynd dagsins er af Evu Röver, 16 ára stúlku úr Hafnarfirði, sem tók þátt í björgun tveggja drengja úr Læknum í Hafnarfirði. Eva hjálpaði móður drengjanna við að draga annan drenginn upp á land og hlúði að systur drengjanna á meðan björgunarstörf héldu áfram.
20.apr. 2015 - 08:34

Bryndís svarar fyrir sig: Er fyrrum sendiherrafrú Bandaríkjanna rógberinn?

Bryndís Schram sér sig tilneydda til að svara ásökunum sem bornar eru á hana og eiginmann hennar í nýútkominni bók og leiðir að því líkum að „deep throat“ að baki gróusögunum sé fyrrum sendiherrafrú Bandaríkjanna.
20.apr. 2015 - 08:00

Afi skaut þrjá menn sem reyndu að nauðga 19 ára barnabarni hans

Á mánudag í síðustu viku réðust þrír menn inn í hús í Lumberton í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum og neyddu húsráðanda, 67 ára karlmann, til að opna peningaskáp áður en þeir reyndu að nauðga 19 ára barnabarni hans. Afinn náði að hrifsa byssu af einum mannanna og skjóta þá alla.
20.apr. 2015 - 05:23

Læstu flóttamenn niðri í lest bátsins sem fórst við Lampedusa á sunnudag: Allt að 950 flóttamenn um borð

Einn þeirra örfáu sem lifði af þegar bát fullum af flóttamönnum hvolfdi við ítölsku eyjuna Lampedusa aðfaranótt sunnudagsins segir að smyglararnir hafi læst marga flóttamennina niðri í lest bátsins. Þeir áttu því aldrei neinn möguleika á að lifa af. Hann segir jafnframt að um 950 flóttamenn hafi verið um borð í bátnum og því er líklegt að rúmlega 900 manns hafi farist í þessu hryllilega slysi.
20.apr. 2015 - 04:43

14 milljón býflugur sluppu eftir að flutningabíll valt: Myndskeið

Flutningabíll með 14 milljónir býflugna innanborðs valt á föstudaginn á hraðbraut í Seattle í Washington í Bandaríkjunum þegar mörg dekk hans sprungu samtímis. Bílstjórinn slapp ómeiddur en býflugnabúin skemmdust og það þýddi að reiðar býflugur fóru á stjá.
20.apr. 2015 - 00:01

Þrjú uppblásin íþróttahús sett upp í Neskaupstað fyrir eitt stærsta íþróttamót ársins

Eitt stærsta íþróttamót ársins 2015 fer fram fram í Neskaupstað dagana 30. apríl - 2. maí. Þar er um að ræða Öldungablakmót og eru tæplega 140 lið skráð til leiks. Það má því gera ráð fyrir að keppendur verði samtals vel á annað þúsund og íbúafjöldinn gæti tvöfaldast í bænum á meðan mótið stendur yfir.  
19.apr. 2015 - 23:00

Rektorskjör á morgun: Sjáðu frambjóðendurna takast á

Á morgun, mánudag, fer fram síðari umferð kosninga til embættis rektors Háskóla Íslands. Tveir eru í framboði, þau Guðrún Nordal og Jón Atli Benediktsson.
19.apr. 2015 - 21:00 Ágúst Borgþór Sverrisson

„Ég drep þig dómari," öskruðu foreldrar og leikmennirnir svínuðu út búningsklefann - MYNDBAND

Leikmenn þriðja flokks FRAM í knattspyrnu stútfylltu salerni í búningsklefanum af rusli og sóðuðu út allan búningsklefann eftir 0-2 tapleik gegn KR í Frostaskjóli á laugardag. Allt var á suðupunkti eftir leikinn og Framarar voru afar óánægðir með dómgæsluna. Foreldrar veittust að dómara eftir leik.
19.apr. 2015 - 20:40

Þeir sem vilja ekki að Ísland gangi í ESB svari því hvað á að koma í staðinn

Eitt af því sem kom íslenskum stjórnvöldum í koll í bankahruninu var að hafa ekki ræktað sambandið við þjóðir eins og Bandaríkin, Bretland, Frakkland og Þýskaland. Ekkert bendir til þes að breyting sé að verða þar á.
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10     Næstu síður > 

Sena: sambíó ný sæti (út 6 maí)