19. jún. 2012 - 08:30

Útigangsmaður fann gullpeninga: Ætlar að kaupa bíl: Myndband

Útigangsmaður er tæpum tíu milljónum ríkari eftir að hann fann poka fullan af seðlum og gullpeningum í Colarado ánni. Timothy Yost, 46 ára gamall flækingur, uppgötvaði fjármunina þegar hann var að þrífa á sér fæturna í ánni. Samkvæmt lögregluskýrslum rak hann tærnar í poka og þegar hann sá glampa í gullið fékk hann næstum taugaáfall. Við blasti talsvert magn af seðlum og afrískum gullpeningum.

Adam var þó ekki lengi í paradís. Timothy var handtekinn eftir að bankastarfsmaður hafði samband við lögreglu þegar útigangsmaðurinn reyndi að fá þurra seðla í stað þeirra blautu. Gossið var tekið í vörslu lögreglu á meðan rannsakað var hvort glæpur hefði verið framinn eða eigandi fjármunanna myndi gefa sig fram.

Lögin í Colarado segja að ef fjármunir hafa verið grafnir og eigandi finnst ekki innan tiltekins tíma, eignast sá fundvísi þá. Á þriðjudaginn var mál Timothy tekið fyrir og var borgaráðið í Colarado samhljóma í ákvörðun sinni að láta útigangsmanninn njóta fjármunanna.

Timothy sagði í samtali við Fox að hann ætlaði að fjárfesta í ökutæki.

Ég er búinn að vera gangandi svo lengi. Ég get ekki beðið eftir að setjast undir stýri.

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt sem á heima á Pressunni?
Sendu okkur póst á pressan@pressan.is - Fyllsta trúnaðar gætt, sé hans krafist.16.júl. 2014 - 22:00

Helena Gylfadóttir syngur í minningu um ömmu sína

Það virðist enginn skortur á ungu og hæfileikaríku fólki sem er tilbúið að láta ljós sitt skína og ekki veitir okkur af því á þessum tímum sem grá skýin þekja himininn og halda sólinni í skefjum. Þá er himininn mögum hugfanginn, en hin hæfileikaríka Helena Gylfadóttir sendi einmitt frá sér cover útgáfu af laginu „Heaven“ nú á dögunum. Myndbandið birti hún á YouTube en þar kemur fljótt í ljós að hér er um efnilega söngkonu að ræða.
16.júl. 2014 - 21:20

Siggi hakkari sveik Assange: Skýrir frá málavöxtum

Sigurður Ingi Þórðarson, betur þekktur sem Siggi hakkari, komst í sviðsljósið á nýjan leik á sunnudaginn þegar fréttist að WikiLeaks samtökin hefðu kært lagt fram kæru hjá dönsku lögreglunni vegna leynifunda Sigga með útsendurum FBI eins og Eyjan sagði frá nýlega. Siggi afplánar nú refsidóm í fangelsi á Íslandi en blaðamaður Politiken tók símaviðtal við hann þar sem Siggi sagði ævintýrlega sögu sína.
16.júl. 2014 - 21:00

Ragnheiður um swing: Fantasía og raunveruleikinn eiga ekki alltaf saman

Swing eða makaskipti er hugtak sem er notað yfir það þegar pör hittast og stunda kynlíf saman. Til eru ótal útgáfur af swingi. Stundum skiptast pör á sléttu og hafa samfarir í kross og stundum stunda pörin kynlíf eða kela hlið við hlið. Allt eftir því hvernig reglurnar eru hverju sinni.
16.júl. 2014 - 20:00

Sjö eigulegustu eignirnar á Íslandi: Áttu 100 til 200 milljónir? MYNDIR

Sala á dýrari eignum hefur aðeins dregist saman á síðustu mánuðum eftir góðan kipp á síðasta ári og þá var fyrri hluti ársins einnig prýðilegur fyrir fasteignasala. Á þeim tíma nýttu margir Íslendingar erlendis sér útboð Seðlabanka Íslands þar sem gefin var dágóður afsláttur á krónunni. Haft er eftir Stefáni Jóhanni Stefánssyni, á skrifstofu bankastjóra í Seðlabankanum, á Spyr.is að 11,9 prósent af fjármagnsstreyminu í gegnum útboðin hafi verið nýtt til fasteignakaupa. Þá eru 37 prósent þeirra sem nýta sér þessi útboð Íslendingar.
16.júl. 2014 - 19:00

Dularfull sprenging í sífrera Síberíu: Hvað sprengdi 80 metra holu í jörðina?

Rússneskir vísindamenn eru nú lagðir af stað norður á Jamalskaga í Síberíu til að rannsaka mjög dularfulla holu sem þar hefur myndast í jörðu á afskekktu svæði langt frá mannabyggðum. Loftmyndir af holunni náðust fyrir nokkrum dögum og þykja einstaklega dularfullar. Ljóst virðist af jarðvegi sem hefur kastast upp í kringum holuna að einhvers konar sprenging hefur orðið þarna, en orsakir hennar eru mönnum þó enn alveg huldar.
16.júl. 2014 - 18:15

Hefur þú séð þessa menn? Lögregla óskar eftir að ná tali af þeim

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af mönnunum á meðfylgjandi myndbandi vegna máls sem hún hefur til rannsóknar.
16.júl. 2014 - 17:00

Gunnar Nelson breytti lífi mínu: „Hann hefði getað barið mig til óbóta en var í raun mjög blíður“

Gunnar Nelson og Sam / Mynd: mmafrettir.is Bardagakappinn Sam Elsdon sem barðist við Gunnar Nelson árið 2010 segir að bardaginn við íslenska víkinginn hafi breytt lífi hans til hins betra. Sam er fyrrum MMA bardagamaður en hann átti aðeins þrjá bardaga að baki þegar hann tókst á við Gunnar.
16.júl. 2014 - 15:30

Hjúkrunarfræðingur ætlaði að drepa unglingsstúlku og borða hana

57 ára hjúkrunarfræðingur er nú fyrir rétti í Englandi ákærður fyrir að hafa ætlað að misnota 14 ára stúlku kynferðislega, myrða hana og að lokum borða hana. Hann notaði vefsíðu sem er helguð þessu óhugnanlega blæti til komast í samband við stúlkuna.

16.júl. 2014 - 14:30 Sigurður Elvar

Liverpool hagnast um 10 milljarða kr. á Suarez – Barcelona staðfestir kaupin

Luis Suarez er leikmaður Barcelona segir Andoni Zubizarreta, íþróttastjóri Barcelona. Þetta sagði hann á blaðamannafundi og það væri 100% öruggt að Suarez væri félagi í íþróttafélaginu Barcelona sem endaði í öðru sæti í spænsku deildinni á síðasta tímabili.

16.júl. 2014 - 12:30

Stórtækir þjófar stálu 300.000 lítrum af bjór

Stórtækir þjófar létu til sín taka í vesturhluta Þýskalands einhvern tímann á síðustu dögum og stálu gríðarlegu magni af bjór eða um 300.000 lítrum. Verðmæti bjórsins er um 2,1 milljónir evra, rúmlega 300 milljónir íslenskra króna, ef miðað er við söluverð á veitingastöðum. Þó að bjór sé vinsælasti drykkurinn í Þýskalandi mun hvarf þessara 300.000 lítra væntanlega ekki setja markaðinn í uppnám enda aðeins um brot af vikulegri neyslu landsmanna að ræða.

16.júl. 2014 - 10:53

Líkið talið vera af Ástu: Getur tekið á sál björgunarsveitarmanna

Lík af konu sem tal­in er vera Ásta Stef­áns­dótt­ir, 35 ára lög­fræðing­ur, fannst í Bleiks­ár­gljúfri í gær­kvöldi. Líkið fannst í fyrstu skipu­lögðu ferð björg­un­ar­sveit­anna á svæðinu, en áætlað var að fara á tveggja til þriggja vikna fresti og leita í gljúfr­inu.
16.júl. 2014 - 10:49 Sigurður Elvar

Leikmannamarkaðurinn hitnar á Englandi - Diego Costa samdi við Chelsea

Spænski landsliðsmaðurinn Diego Costa, sem er fæddur í Brasilíu, er á leið til Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. Samningur framherjans er til fimm ára en hann er 25 ára gamall og hefur farið á kostum með Spánarmeistaraliði Atletico Madrid á undanförnum misserum.
16.júl. 2014 - 10:15

Ísland mun ekki hljóta inngöngu í Evrópusambandið næstu fimm árin

Engin ríki, þar á meðal Ísland, munu hljóta inngöngu í Evrópusambandið næstu fimm árin, en nýkjörinn forseti framkvæmdastjórnar sambands­ins, Jean-Clau­de Juncker, sagði í ræðu á Evrópuþinginu í dag að frekari stækkun muni ekki eiga sér stað á umræddu tímabili. Juncker var kjörinn í dag, en hann hlaut stuðning mikils meirihluta þingmanna, eða 422 af 729.
16.júl. 2014 - 09:00 Kristín Clausen

Keyptu sér hús á 200 krónur og gerðu upp

Bresk hjón sem keyptu íbúð á eitt sterlingspund, eða tæplega 200 krónur, í borginni Stoke on Trent í Staffordshire á Bretlandi gerðu eignina upp og í dag er hún er metin á 13,6 milljónir króna. 

 

 


16.júl. 2014 - 08:10

Líkfundur í Bleiksárgljúfri

Björg­un­ar­sveit­ar­menn Lands­bjarg­ar fundu lík konu í Bleiks­ár­gljúfri í Fljóts­hlíð í gær­kvöld. Talið er að líkið sé af Ástu Stef­áns­dótt­ur, sem leitað hef­ur verið að síðan 10. júní.


16.júl. 2014 - 07:50

Ölvuð kona átti ekki fyrir reikningi

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu hand­tók konu á veit­ingastað í Reykja­vík um kl. 19.30 í gær­kvöld eft­ir að hún hafði pantað veit­ing­ar á staðnum en ekki átt fyr­ir reikn­ingi.


16.júl. 2014 - 07:00

Ertu að vinna í garðinum í sumar?

Ertu að vinna í garðinum í sumar? Íslenska sumarið er komið í öllum sínum ófyrirsjáanleika og því fylgir óneitanlega þessi árlegu sumarverk. Oft þurfum við að vera tilbúin að stökkva í sumarverkin með augnabliks fyrirvara en þá koma galdrar veraldarvefsins að góðum notum. Við getum leitað okkur að fróðleik og séð nákvæmlega hvernig á að bera sig að í garðinum og einnig hvaða tól og tæki þarf til verksins.
15.júl. 2014 - 20:00

Íslenskir leigjendur skildu við hús í rúst: Hundaskítur um öll gólf og krot upp um alla veggi

Janus Bjarnason Antonsen, eigandi einbýlishúss í Álaborg í Danmörku segir farir sínar ekki sléttar af íslenskri fjölskyldu sem leigði hús hans á ellefu mánaða tímabili og skildi við það í vægast sagt hörmulegu ástandi eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Fyrir utan mikið fjárhagslegt tjón eru einnig níu mánuðir í leigu ógreiddir, og nemur upphæðin tæpri einni og hálfri milljón íslenskra króna. Segist Janus vera í hálfgerðu áfalli yfir umgengni fjölskyldunnar og vanvirðingunni sem eign hans var sýnd en svo virðist sem að hundar í eigu fjölskyldunnar hafi fengið að gera þarfir sínar óáreittir um allt hús.
15.júl. 2014 - 19:00

Þurfti engan megrunarkúr: Kennarinn sem dansaði af sér 45 kíló á einu ári í zumbatímum

Hún var rúm hundrað kíló og tók tíu til fimmtán íbúfentöflur á dag vegna verkja. Á þessum tíma var hún 29 ára, og hafði nýverið hafið störf sem kennari. Eftir að hún hætti að reykja bætti hún á sig eins og oft vill verða með fyrrverandi reykingarmenn.
15.júl. 2014 - 17:30

Yrsa sammála leiðtoga Norður Kóreu um eitt atriði

Yrsa Sigurðardóttir hefur setið efst á metsölulistum bókabúðanna og óskalistum íslenskra lesenda með æsispennandi glæpasögur undanfarin ár. Sögur hennar hafa verið þýddar á ótal tungumál og það hefur ekki farið framhjá okkur samlöndum hennar að hún kann vel að skrifa góða krimma.
15.júl. 2014 - 16:00

Kannabisneysla eykur líkurnar á kvíða og þunglyndi

Heilar þeirra sem neyta kannabisefna eru ekki eins hæfir til að bregðast við og njóta ávinningsins af dópamínflæði en dópamín ýtir undir vellíðan og hvetur fólk áfram. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar og styður niðurstöður eldri rannsókna sem benda til þess að kannabisneysla geri fólk hlédrægt, sinnulaust og dauft.

15.júl. 2014 - 14:30

Því fer fjarri að bannað sé að flytja inn kjötvörur frá Bandaríkjunum til ESB

Charlotta Oddsdóttir, dýralæknir hjá inn- og útflutningseftirliti hjá Matvælastofnunar, segir í samtali við Fréttablaðið í dag að því fari fjarri að bannað sé að flytja inn kjötvörur frá Bandaríkjunum til Evrópusambandsins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins á föstudag að Evrópusambandið, og Íslendingar sem aðili að EES-samningnum, flytji ekki inn kjötvörur frá Bandaríkjunum þar sem staðreyndin væri sú að 99 prósent þess kjöts sem framleitt er í verksmiðjubúum í Bandaríkjunum væri sterakjöt.
15.júl. 2014 - 13:00

Þorgerður Katrín fór holu í höggi: MYND

Það er líklega fátt eins eftirsótt hjá golfurum og að ná holu í höggi og margir sem horfa hýrum augum til þess. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi menntamálaráðherra náði þeim merka áfanga í gær og var það Gyða María Hjartardóttir, vinkona Þorgerðar og golfélagi sem smellti meðfylgjandi mynd af Þorgerði og birti á fésbókinni.

15.júl. 2014 - 12:00 Kristín Clausen

Einstaklingar á leigumarkaði: Fjarlægur draumur að búa einn

“Það er ekki gert ráð fyrir einstaklingum á leigumarkaði”, segir Jóhann Már Sigurbjörnsson hjá samtökum leigjenda á Íslandi. Á undanförnu ári hefur leiguverð hækkað sem nemur 8 prósent af raunverði en dæmi eru um að leiga hafi hækkað um 25 prósent á milli mánaða. Fjarlægur draumur fyrir einstakling á meðallaunum að búa einn í tveggja herbergja íbúð 
 
15.júl. 2014 - 11:00

Tollverðir haldlögðu tugi risasnigla

Tollverðir haldlögðu nýlega sextíu og sjö afríska risasnigla sem flugfarþegi reyndi að taka með sér í farangri sínum. Umrædd sniglategund er ein sú stærsta í heiminum og geta sniglarnir orðið allt að 20 cm langir.
15.júl. 2014 - 10:00

Gísli Gíslason verður fyrsti íslenski ríkisborgarinn út í geim: Bernskudraumur sem varð að veruleika

„Það hefur alltaf blundað í mér að fara út í geiminn, alveg frá því ég var lítill og las Tom Swift.  Þetta var þó alltaf fjarlægur draumur. Þegar maður er Íslendingur þá sér maður kanski ekki alveg hvernig þetta er að fara að gerast. En svo bara bauðst þessi möguleiki “ segir lögfræðingurinn og athafnamaðurinn Gísla Gíslason en hann er einn af þeim tæplega 700 farþegum sem hafa tryggt sér aðgang í fyrstu ferðir geimskutlunnar SpaceShip Two á vegum Virgin Galactic. Eins og áður hefur komið fram í fréttum Pressunar þá hefur flugfélagið fengið grænt ljós á að hefja skipulagðar geimferðir frá og með næsta mánuði og er áætlað  að ferðir hefjist í lok árins.

15.júl. 2014 - 09:52

Nóg um að vera í afreksgolfinu – 550 kylfingar skráðir í keppni

Það má með sanni segja að það verði fjör í íslensku golflífi næstu tvær helgar þegar ríflega 550 kylfingar á öllum aldri munu leika á fjórum Íslandsmótum.
15.júl. 2014 - 09:00

Mynd dagsins: Svona er Ísland í dag!

Mynd dagsins tók Hlynur Jón Michelsen hjá Gullfossi. Bílastæðið var fullt og röð frá því að fossinum fræga. Hlynur sem starfar í ferðageiranum, segir að þetta sé ekki óalgeng sjón.
15.júl. 2014 - 07:46

Piltar teknir með fíkniefni í Hafnarfirði

Lögreglumenn fundu fíkniefni í fórum tveggja sautján ára pilta í Hafnarfirði í gærkvöldi og verður mál þeirra sent barnaverndaryfirvöldum. 

 

14.júl. 2014 - 22:00

Fyrstu nektarmyndir heimsins: Meira að segja nöfn myndanna of dónaleg

Yfirleitt er talið að fyrsta ljósmyndin hafi verið tekin 1826 eða 1827 af Nicéphore Niépce sem tók mynd út um gluggann á setri sínu Le Gras í Frakklandi.
14.júl. 2014 - 21:10

Játaðu það, þú lætur bara sem þér líki þessir hlutir

Það er oft sagt að hreinskilni sé af hinu góða en hvað ef fólk er svo upptekið af að reyna að vera gott og alúðlegt að það er ekki einu sinni hreinskilið við sjálft sig? Það kemur fyrir því í gegnum lífið kinkum við kolli og segjum að við höfum gaman að einhverju eða að okkur þyki gaman að fara á ákveðna staði, þrátt fyrir að okkur finnist þetta langt frá því að vera skemmtilegt.


14.júl. 2014 - 20:00

Svartast er það nýja svarta: Svo svart efni að það sést ekki

Margir hafa heillast af svörtum lit í gegnum tíðina, listamenn, þeir sem aðhyllast gotneska tísku og útlit og auðvitað Coco Chanel tískufrömuður. Svartur er dularfyllsti liturinn og er nú orðinn enn svartari og leyndardómsfyllri en áður.
14.júl. 2014 - 19:00

Þessu átti enginn von á: Sólstrandagestir áttu fótum sínum fjör að launa - Haglél á stærð við golfbolta

Sólardagur á ströndinni breyttist í martröð fyrir strandgesti þegar á brast óþverraveður með hagléli á stærð við golfbolta. Sólstrandagestirnir voru staddir á strönd í vesturhluta Síberíu. Lofthitinn var um 37 gráður og glampandi sól. En á örskotsstundu breytist veðrið og hitinn féll um tuttugu gráður þegar haglélið dundi á gestunum sem reyndu að koma sér í skjól hið snarasta.
14.júl. 2014 - 18:12

Mynd dagsins: Veifaði fána Palestínu á svölum Alþingishússins

Mynd dagsins að þessu sinni tók Ásgeir Ásgeirron (geirix) hjá Pressphotoz eftir fjölmenn mótmæli á Lækjartorgi. Yfirskrift mótmælanna var:  Stöðvum blóðbaðið á Gaza.
14.júl. 2014 - 17:00

„Látin“ þriggja ára stúlka vaknaði upp í eigin útför

Þriggja ára stúlka sem læknar á Filippseyjum úrskurðuðu látna síðastliðin föstudag vaknaði upp í sinni eigin útför á laugardaginn. Hún var strax flutt á sjúkrahús til aðhlynningar. Hún hafði þjáðst af háum hita um tíma áður en læknar úrskurðuðu hana látna.
14.júl. 2014 - 16:00

Frambjóðendur Framsóknar voru beittir hreinu ofbeldi í kosningabaráttunni

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að fylgisaukningu Framsóknarflokksins í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna megi rekja til þess að kjósendum hafi misboðið framkoma pólitískra andstæðinga flokksins. Í raun hafi verið um að ræða hreint ofbeldi sem ekki hafi snúist um að hjálpa minnihlutahópum, heldur aðeins um eiginhagsmuni umræddra andstæðinga flokksins. Þetta sagði Sigmundur í viðtali í Sprengisandi á Bylgjunni í gær.
14.júl. 2014 - 15:22 Sigurður Elvar

Myndaveisla frá fögnuði heimsmeistaraliðs Þjóðverja í Brasilíu

Þjóðverjar fögnuðu heimsmeistaratitlinum í knattspyrnu í gær eftir 24 ára bið og var þetta í fjórða sinn sem Þjóðverjar eru heimsmeistarar. Mario Götze skoraði eina mark leiksins í framlengingu gegn Argentínu.  
14.júl. 2014 - 14:45

Silfurskottur tíðir gestir á öldrunarlækningadeild Landspítalans

Alvarlegar athugasemdir eru gerðar við margt er viðkemur húsnæði Landspítalans í nýrri skýrslu. Tólf af fjörtíu deildum spítalans hafa ekki fengið meiriháttar viðhald í yfir þrjátíu ár og átta deildir hafa aldrei fengið slíkt viðhald. Sýkingavarnir spítalans teljast ófullnægjandi og ekki er hægt að tryggja öryggi sjúklinga og starfsfólks.  
14.júl. 2014 - 13:15

Egill Einarsson og Gurrý eignast barn: „Gurrý stóð sig eins og hetja“

Egill „Gillz“ Einarsson og Gurrý Jónsdóttur eignuðust dóttur í gær. Fæðingin tók langan tíma en Egill segir að Gurrý hafi staðið sig eins og hetja. Stúlkan var tólf merkur og fjörutíu og sjö sentímetrar. Gurrý og Egill hófu samband árið 2010 og hafa verið í sambúð síðan.
14.júl. 2014 - 11:00

Bongóblíða í kortunum fyrir næstu helgi: Besta veðrið á norðausturlandinu í dag

Veðrið á landinu í dag verður áfram milt. Hæg suðlæg eða breytileg átt, rigning eða skúrir í flestum landshlutum. Hiti 10 til 19 stig. Hlýjast norðaustanlands.


 


 

 


14.júl. 2014 - 10:00

Fjöldamorðinginn Charles Manson ætlar að giftast

Fjöldamorðinginn Charles Manson hefur setið í fangelsi síðan 1969 og mun dvelja þar þann tíma sem hann á eftir ólifðan. Manson er orðinn 79 ára en ástin er algjörlega ótengd aldri segir einhvers staðar og það á svo sannarlega við í tilfelli Mansons sem er að fara að kvænast 26 ára konu en þau hafa átt í sambandi síðan hún var 17 ára.
14.júl. 2014 - 09:20

Óeirðir í Argentínu í kjölfar tapsins í úrslitaleik HM

Töluverðar óeirðir brutust út í höfuðborg Argentínu, Buenos Aires, í nótt eftir að landslið Argentínu tapaði fyrir landsliðið Þýskalands í úrslitaleik HM í knattspyrnu sem fór fram í Brasilíu. Minnst 15 lögreglumenn eru slasaðir eftir átök næturinnar og rúmlega 60 manns hafa verið handteknir.
14.júl. 2014 - 08:59

Harður árekstur á Hafnarfjarðarvegi í nótt

Rétt fyrir klukkan þrjú í nótt varð umferðarslys á gatnamótum Hafnarfjarðarvegar og Vífilstaðavegar.  Þar skullu saman tvær fólksbifreiðar. Í annari bifreiðinni sem var smábifreið af minnstu gerð voru 3 ungmenni, ökumaður var ein í hinni bifreiðinni. 

13.júl. 2014 - 22:01 Sigurður Elvar

Götze tryggði Þýskalandi 1-0 sigur gegn Argentínu – Þjóðverjar heimsmeistarar í fjórða sinn

Varamaðurinn Mario Götze tryggði Þýskalandi 1-0 sigur í framlengdum leik gegn Argentínu í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í Brasilíu. Þetta er í fjórða sinn sem Þjóðverjar fagna heimsmeistaratitlinum og í fyrsta sinn í 24 ár.
13.júl. 2014 - 19:00

Skrifstofupólitík eins og hún gerist ómerkilegust: „En ef við látum leka því hann sé geðveikur?“

„Sama hvað okkar samskiptasögu okkar líður þá get ég ekki alveg setið á því að mér þykir hálfsjúklegt hversu margir eru til í að láta framtíðarhamingju sína hvíla á því að þessi tiltekni háskólakennari missi vinnuna“, skrifar Pawel Bartoszek stærðfræðingur á heimasíðu sína. Þar kemur Pawel Hannesi Hólmstein til varnar en líkt og greint var frá á Eyjunni síðastliðinn föstudag fór Svanur Kristjánsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands hörðum orðum um stöðu Hannesar innan skólans.
13.júl. 2014 - 17:30

Tíu mögnuðustu götur veraldar

Er kominn ferðahugur í þig? Eftirfarandi tíu götur og torg hafa verið útlistaðar sem þær undursamlegustu í heiminum og eiga sameiginlegt að draga að sér ferðamann, allt árið um kring.  
13.júl. 2014 - 16:15

Lýst eftir 13 ára dreng: Hefur þú séð Guido?

Lög­regl­an á Hvols­velli lýsir eftir dreng á fjór­tánda ári en hann heitir Guido Javier Japke Varas. Guido fór heim­an frá sér á Hellu á fimmtu­dag og hef­ur ekki skilað sér heim síðan. Seinast er vitað um ferðir hans á höfuðborg­ar­svæðinu, en þar sást hann í gær.

13.júl. 2014 - 15:39 Sigurður Elvar

Hvernig spá sérfræðingarnir úrslitaleiknum á HM? – Hver verður maður keppninnar?

Þýskaland og Argentína eigast við í kvöld í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í Brasilíu. Þjóðverjar hafa ekki sigrað á HM frá árinu 1990 þegar liðið fagnaði titlinum í þriðja sinn. Argentína hefur tvívegis fagnað heimsmeistaratitlinum, fyrst 1978 og 1986 í annað sinn.
13.júl. 2014 - 15:30 Kristín Clausen

Sumarfríið verður aldrei fullkomið: Herdís Pála um samskipti í fríinu

Um miðjan júlímánuð þegar margir landsmenn eru komnir í langþráð sumarfrí er ekki seinna vænna en að rifja upp samskiptahæfni. Fríið á að vera sá tími þar sem fjölskyldan styrkir tengslin eftir annasamt ár. Oftar en ekki koma þó upp á yfirborðið vandamál tengd samskiptum.
13.júl. 2014 - 14:00

Íslenskar vetrarmyndir slá í gegn erlendis: 14 ástæður fyrir því að þú ættir að ferðast til Íslands

Ljósmyndarinn Skarphéðinn Þráinsson sérhæfir sig í myndum af landslagi Íslands en Skarphéðinn ferðast um landið og fangar hin ýmsu augnablik náttúrunnar. Þá hefur hróður myndanna borist út fyrir landsteinanna og hafa þær verið birtar í erlendum miðlum þar sem lesendur eru um leið hvattir til að heimsækja Ísland.

1 2 3 4 5 6 7 8 9 10     Næstu síður > 

Sena - Hjálmar - júlí '14
Aðsend grein
Aðsend grein - 10.7.2014
Átt þú atvinnumann framtíðarinnar?
Sverrir Björn Þráinsson
Sverrir Björn Þráinsson - 13.7.2014
„Þú hæstvirta aukakíló“
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 11.7.2014
Góður vinnustaður
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 13.7.2014
Tvær fjasbókarfærslur
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 09.7.2014
Svör við spurningum tveggja fréttamanna
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 12.7.2014
Stúlkan frá Ipanema
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 10.7.2014
Hver átti frumkvæðið?
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 21.7.2014
Stund úlfsins
Brynjar Eldon Geirsson
Brynjar Eldon Geirsson - 16.7.2014
Hver sigrar á The Open
Fleiri pressupennar