17. feb. 2017 - 16:30Þorvarður Pálsson

Trump íhuga að beita þjóðvarðliðinu gegn ólöglegum innflytjendum

Frá aðgerðum þjóðvarðliða við Rio Grande ánna við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó árið 2015.

Frá aðgerðum þjóðvarðliða við Rio Grande ánna við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó árið 2015. AP.

Donald Trump Bandaríkjaforseti og stjórn hans eru sögð íhuga það alvarlega að beita þjóðvarðliðinu í baráttu þeirra gegn ólöglegum innflytjendum. Fréttastofa AP greinir frá. Allt að því 100 þúsund þjóðvarðliðar gætu fengið það verkefni að safna saman milljónum ólöglegra innflytjenda og vísa þeim úr landi. Samkvæmt 11 blaðsíðna minnisblaði sem AP hefur undir höndunum er stefnt að áður óþekktri hervæðingu innflytjendamála með þessum hætti um allt landið.

Fjögur ríki sem eiga landamæri að Mexíkó eru nefnd í minnisblaðinu, Kalifornía, Arizona, Nýja Mexíkó og Texas. Auk þess tekur minnisblaðið til sjö annarra ríkja sem eiga ríkjamörk að þessum fjórum en það eru Oregon, Nevada, Utah, Colorado, Oklahoma, Arkansas og Louisiana.

Ríkisstjórum þessara ellefu fylkja myndi standa til boða að heimila þjóðvarðliðum ríkjanna að taka þátt í aðgerðunum samkvæmt minnisblaðinu. Það er skrifað af John Kelly, ráðherra heimavarnarmála og fyrrum fjögurra stjörnu hershöfðingja.

Trump og Kelly

Það er ekki nýtt að þjóðvarðliðinu sé beitt gegn ólöglegum innflytjendum við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó en aldrei með jafn víðtækum hætti og svo norðarlega í Bandaríkjunum.

Samkvæmt minnisblaðinu, sem dagsett er 25. janúar, fimm dögum eftir að Trump tók við embætti kemur fram að þeir þjóðvarðliðar sem tækju þátt í aðgerðum myndu starfa líkt og innflytjendafulltrúar. Það þýðir að þeir geta rannsakað, handsamað og vistað ólöglega innflytjendur.

Heimavarnarmálaráðuneytið hefur ekki svarað fyrirspurnum AP um minnisblaðið. Samkvæmt heimildum AP hefur það gengið milli fólks í stjórnkerfinu í tvær vikur og hefur verið rætt um hvernig best væri að hrinda hugmyndunum sem í minnisblaðinu eru reifaðar í framkvæmd.

Talið er að 11.1 milljón manna dvelji ólöglega í Bandaríkjunum í þessum 11 ríkjum sem tilgreind eru samkvæmt gögnum byggðum á manntali frá 2014.

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt sem á heima á Pressunni?
Sendu okkur póst á pressan@pressan.is - Fyllsta trúnaðar gætt, sé hans krafist.17.feb. 2017 - 22:00 Akureyri vikublað

Lífið snýst um handbolta

„Ég hef mjög gaman af því að elda en maðurinn minn sér að mestu um það í dag. Ég sá um matinn í tíu ár þegar hann var í handboltanum en nú er hann hættur og tekinn við eldamennskunni. Það er óhætt að segja að hann uni sér í eldhúsinu því þar getur hann dundað sér endalaust og töfrað fram dýrindismat,“ segir handboltakonan og tannlæknirinn Martha Hermannsdóttir sem féllst á að gefa lesendum Akureyri Vikublaðs sínar uppáhaldsuppskriftir.
17.feb. 2017 - 21:00 Þorvarður Pálsson

Amnesty International kallar samning ESB við Tyrkland ,,uppskrift að örvæntingu’’

Í fyrra gerðu Evrópusambandið og Tyrkland með sér samning um að Tyrkir tækju við flóttafólki sem komið hafi til Evrópu í leit að betra lífi. Þúsundir flóttamanna dvelja nú við þröngan köst í Grikklandi og bíða þess að verða sendir aftur til Tyrklands. Ár er liðið frá gerð samningsins og af því tilefni vill Amnesty International árétta að slíkir samningar séu ekki til eftirbreytni.
17.feb. 2017 - 20:00 Þorvarður Pálsson

Ungt fólk er umburðarlynt, nema gagnvart óumburðarlyndi – Ný könnun á viðhorfum ungs fólks um víða veröld

Skoðanakönnun sem rannsóknarfyrirtækið Populus framkvæmdi nýlega um viðhorf ungs fólks til ýmissa málefna hefur nú verið birt. Um er að ræða umfangsmestu viðhorfskönnun á meðal ungs fólks sem framkvæmd hefur verið og tók hún til ungmenna á aldrinum 15-20 ára í 20 löndum vítt og breitt um veröldina.  Niðurstöðurnar eru um margt áhugaverðar og þar kemur greinilega fram að ungt fólk er upp til hópa frjálslynt á flestum sviðum. Einn málaflokkur sker sig þó úr og það er viðhorf til málfrelsis.
17.feb. 2017 - 19:00 Smári Pálmarsson

Svona var fyrsta Óskarsverðlaunahátíðin – Hitað upp fyrir Óskarinn

Liðin eru 89 ár frá stofnun bandarísku kvikmyndaakademíunnar, Academy of Motion Picture Arts and Sciences, sem veitt hefur Óskarsverðlaunin árlega frá 16. maí árið 1929. Frumkvæðið að stofnun samtakanna og verðlaunanna átti kvikmyndaframleiðandinn Louis Burt Mayer forstjóri Metro-Goldwyn-Mayer (MGM) kvikmyndaversins.
17.feb. 2017 - 18:44 Þorvarður Pálsson

Lögreglan lýsir eftir Kára Siggeirssyni

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að Kára Siggeirssyni. Síðast sást til Kára á höfuðborgarsvæðinu í gær, 16. febrúar. Kári er  28 ára, 174 cm á hæð, 111 kg á þyngd, með dökk skollitað stutt hár. Hann var klæddur í svartan jakka og gráar jogging buxur er síðast sást til hans.

17.feb. 2017 - 18:30 Þorvarður Pálsson

Nafn mannsins sem fannst látinn á Selfossi 9. febrúar hefur verið tilgreint

Greint hefur verið frá nafni mannsins sem fannst látinn við Heiðarveg á Selfossi þann 9. febrúar síðastliðinn. Nú liggur fyrir bráðabirgðaniðurstaða úr krufningu og samkvæmt henni lést maðurinn, Jerzy Krzysztof Mateuszek, af náttúrulegum orsökum. Hann var fæddur árið 1972 og skráður til heimilis í Reykjavík. Lögreglan á Suðurlandi telur ekki að um refsiverða háttsemi hafi verið um að ræða í andláti hans
17.feb. 2017 - 18:00 Akureyri vikublað

Karlmenn á Akureyri lesa meira

Í Fjallabyggð eru miklir lestrarhestar ef marka má lestrarlandsleikinn Allir lesa þar sem sveitarfélagið er í þriðja sæti. Í fjórða sæti situr Skútustaðahreppur, Dalvíkurbyggð er í því sjötta, Blönduósbær í áttunda, Norðurþing í 16. og sveitarfélagið Skagaströnd í 23. sæti. Í 25. sæti eru Akureyringar en þar hafa bæjarbúar lesið að meðaltali 8,7 klukkustundir frá því að leikurinn hófst.
17.feb. 2017 - 17:00 Þorvarður Pálsson

Verður í framboði til forseta hvort sem hann er lífs eða liðinn

Grace og Robert Mugabe. Grace Mugabe er eiginkona einræðisherrans Robert Mugabe sem ríkt hefur með harðri hendi í Zimbabwe í áratugi. Eiginmaður hennar er orðinn háaldraður eða 92 ára en virðist ekki ætla að yfirgefa heim hinna lifandi í bráð, eitthvað sem margir þegnar hans eru orðnir heldur óþreyjufullir fyrir. Það er þó ekki víst að andlát Mugabe verði til að leysa þjóð hans úr snörunni því eiginkona hans segir hann verði í framboði í næstu ,forsetakosningum‘, lífs eða liðinn.
17.feb. 2017 - 15:45 Eyjan

Gústaf vill að Bjarni setji formanni Varðar stólinn fyrir dyrnar vegna málaferla múslima

Gústaf Níelsson sagnfræðingur er ekki alls kostar sáttur við að Stofnun múslima á Íslandi og tveir stjórnarmenn hennar hér á landi, þeir Karim Askari og Hussein Aldaoudi, hafi nú höfðað mál gegn 365 miðlum og RUV. Tilefnið mun vera fréttir frá síðasta sumri. Þessi fjölmiðlafyrirtæki eru sökuð um að hafa í þeim tengt Stofnun múslima við Osama Krayem. Hann er 23 ára sænskur ríkisborgari sem grunaður er um að hafa átt þátt í mannskæðum hryðjuverkárásum íslamista í París og Brussel.

17.feb. 2017 - 15:00 Ari Brynjólfsson

Drengur kallar á föður sinn eftir að hann missti fæturna - Átakanlegt myndband

„Pabbi, haltu á mér, pabbi!,“ öskrar ungur drengur til föður síns í myndbandi sem fer nú sem eldur í sinu um netheima, en það sýnir hinn unga Abdul Bassit Al-Satouf kalla til föður síns eftir að hafa misst fæturnar í loftárás í bænum Idlib í norðvesturhluta Sýrlands.

17.feb. 2017 - 14:20 Smári Pálmarsson

Kaleo fékk gullplötu í Bandaríkjunum – Jökull: „Þetta var klárlega eitt af mínum markmiðum“

Íslenska hljómsveitin Kaleo hefur notið mikilla vinsælda vestanhafs og plata þeirra A/B, sem kom út á síðasta ári, hefur vakið athygli víða. Félagarnir í hljómsveitinni fengu á dögunum afhenda gullplötu í Bandaríkjunum þar sem smáskífa þeirra hefur verið seld í yfir 500 þúsund eintökum. „Þetta var klárlega eitt af mínum markmiðum og það er alltaf gaman þegar maður nær að uppfylla þau,“ segir Jökull Júlíusson forsprakki Kaleo.
17.feb. 2017 - 13:45 Þorvarður Pálsson

Dósent í lögum: „Það fylgja þessu sjálfsvíg“ - Ingó: „Eintómir pappakassar“

Ingó Veðurguð, Hafsteinn Þór Hauksson flytur erindi sitt á málþingi Orator. Samsett mynd. Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands hélt erindi á hátíðarmálþingi Orator, félags laganema við skólann. Málþingið fjallaði um réttarríkið í nútímasamfélagi og bar erindi hans yfirskriftina „Réttarsalir samfélagsmiðlanna.“ Hafsteinn fjallaði í erindi sínu um opinbera skömmun og þátt samfélagsmiðlanna í slíkum athæfum. Slíkar refsingar hafi tíðkast hér áður fyrr en hafi verið aflagðar af hinu opinbera en með tilkomu miðla á borð við Facebook og Snapchat hafi almenningur öðlast áður óþekkt völd til að smána fólk án dóms og laga. Vísir greinir frá.

17.feb. 2017 - 12:45 Eyjan

Lilja og Brynjar gagnrýndu sjávarútvegsráðherra fyrir slæleg vinnubrögð í sjómannaverkfalli

Þingmennirnir Brynjar Níelsson og Lilja Alfreðsdóttir voru gestir hjá Birni Inga Hrafssyni í sjónvarpsþættinum Eyjan á ÍNN í gærkvöldi. Þar kom sjómannaverkfallið strax til umræðu. Björn Ingi benti á að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra hefði hafnað því alfarið að vera með beina íhlutun í deiluna en hefði í fyrradag kynnt minnisblað um að skoða mætti almennar aðgerðir sem væri hægt að finna einhverja niðurstöðu um fyrir lok apríl nk.

17.feb. 2017 - 12:38 Þorvarður Pálsson

Ricky Gervais er á leið til Íslands í apríl

Gamanleikarinn og uppistandarinn góðkunni, Ricky Gervais, tilkynnti  um þá á Facebook síðu sinni fyrir skömmu að von væri á honum til Íslands. Mun hann vera með uppistand í Hörpunni þann 20. apríl næstkomandi. Þetta verður hans fyrsta uppistand á Íslandi en hann er þekktastur fyrir hlutverk sitt í þáttum á borð við Extras og The Office og þykir með fyndnari uppistöndurum heims.
17.feb. 2017 - 12:10 Ari Brynjólfsson

Ekki í fyrsta skipti sem brotið er á barni í Breiðholtsskóla – Foreldrar mjög ósáttir við skólastjórnendur

Sex ára stúlka í Breiðholtsskóla lenti ítrekað í alvarlegu ofbeldi, til eru áverkavottorð sem staðfesta það. Móðir stúlkunnar er mjög ósátt við skólastjórnendur og skipti dóttir hennar um skóla þar sem ekki var hægt að tryggja öryggi hennar. Þetta er ekki eina málið af þessu tagi, líkt og greint var frá í morgun var brotið kynferðislega á dreng í fyrsta bekk í Breiðholtsskóla í vetur, drógu eldri samnemendur hans hann inn á salerni, rifu af honum buxurnar og brutu á honum.


17.feb. 2017 - 11:53 Bleikt

Fyrstu myndirnar frá tökustað á framhaldinu af Love Actually

Eins og við sögðum frá á dögunum er verið að taka upp framhald af kvikmyndinni Love Actually. Myndin verður sýnd á Degi rauða nefsins  og bíða margir spenntir eftir því að sjá hvar karakterarnir eru í lífinu núna, 14 árum síðar. Myndin verður fyrst sýnd á BBC þann 24.mars og tveimur mánuðum síðar á NBC í Bandaríkjunum.

17.feb. 2017 - 11:31 Smári Pálmarsson

Páll kemur Hólmsheiði til varnar: Við gerum okkar besta

Aðalheiður Ámundadóttir lögfræðingur vakti mikla athygli í gær þegar hún kvaðst hafa farið grátandi heim eftir að hafa eytt nokkrum klukkustundum í fangelsinu á Hólmsheiði. Þar segist hún hafa setið lengi með konunum auk þess sem hún hitti talsmann strákanna. Þar segir hún ekkert um að vera fyrir fangana nema sjóvarp og einn AA fundur á viku.
17.feb. 2017 - 10:30 Eyjan

Skúli Mogensen forstjóri: WOW sennilega stærra en Icelandair á næsta ári

Skúli Mogensen forstjóri og aðaleigandi flugfélagsins WOW AIR var gestur í þættinum Eyjunni hjá Birni Inga Hrafnnsyni á sjónvarpsstöðinni ÍNN í gærkvöldi. Þar fór Skúli yfir stöðu félagsins og helstu framtíðaráform. Fjölmargt áhugavert kom viðtalinu. Björni Ingi ræddi mikinn og hraðan vöxt WOW AIR á undanförnum árum. Velgengni félagsins minnir á önnur lággjaldafélög sem hafa átt góðu gengi að falla í samkeppni við gömul og rótgróin félög. Þar er hið norska Norwegian eitt dæmi.

17.feb. 2017 - 10:00 Ari Brynjólfsson

Brotið kynferðislega á dreng í Breiðholti – Sat inni í frímínútum á meðan meintir gerendur léku sér

Brotið var kynferðislega á dreng í fyrsta bekk í Breiðholtsskóla í vetur, eldri drengir drógu hann inn á salerni, rifu af honum buxurnar og brutu á honum. Foreldrar drengsins eru ósáttir við hvernig stjórnendur skólans tóku á málinu, en það voru foreldrarnir sjálfir sem tilkynntu málið fyrst til barnaverndaryfirvalda, sem líta á málið alvarlegum augum. Greint er frá þessu í Stundinni í dag. Faðir drengsins segir að foreldrarnir sjálfir hafi farið með málið til lögreglu og barnaverndaryfirvalda tveimur dögum eftir atvikið, þá hafði skólinn gert ekkert:

17.feb. 2017 - 09:20 Guðjón Ólafsson

Bjórinn Lúther, í guðs nafni: „Fögnum vaxandi bjóráhuga“

Lúther Nr.48 er væntanlegur á betri bjórbari. Á morgun laugardag kl.1 9:00 fer fram smökkun á nýjum bjór frá Borg Brugghúsi á Skúla Craft-Bar.  Bjór þessi á sér heldur óvenjulega forsögu en hann er bruggaður að beiðni nefndar á vegum Þjóðkirkju Íslands, Innanríkisráðherra og Biskups.
17.feb. 2017 - 09:00 Kristján Kristjánsson

Við gætum verið að ganga í svefni inn í stríð segir þekktur sagnfræðingur

Styttist í heimsstyrjöld? Harold James, er þekktur sagnfræðingur við Princeton háskólann í Bandaríkjunum, sem segir að hugsanlega sé heimsbyggðin í einhverskonar svefngöngu á leið í stríð. Þetta segir hann að geti gerst vegna þess að svo virðist sem alþjóðavæðing njóti minni stuðnings nú en áður og það geti orðið til þess að stríðsátök brjótist út.
17.feb. 2017 - 08:08 Kristján Kristjánsson

Hættulegasta stúlka Svíþjóðar: 14 ára og er geymd á bak við skothelt gler

Frá fæðingu hefur 14 ára sænsk stúlka verið vistuð á 33 mismunandi meðferðarstofnunum. Nú er hún vistuð á öryggisdeild þar sem hún er höfð á bak við skothelt gler og 8 starfsmenn gæta hennar allan sólarhringinn. Stúlkan er sögð vera hættulegast stúlka landsins.
17.feb. 2017 - 06:59 Kristján Kristjánsson

Þægilega Facebook innskráningarleiðin er gullnáma fyrir tölvuþrjóta

Það getur verið ansi þægilegt að nota Facebook innskráningarleiðina þegar verið er að skrá sig inn á hinar ýmsu vefsíður og netþjónustur, til dæmis Netflix og Spotify. Hjá báðum er boðið upp á að skrá sig inn með því að nota Facebookaðganginn í stað þess að búa til nýjan aðgang með tilheyrandi notendanafni og lykilorði. En þetta er sannkölluð gullnáma fyrir tölvuþrjóta.
17.feb. 2017 - 06:19

Braut rúðu og skarst mikið: Var í óleyfi á athafnasvæði Eimskips við Sundahöfn – Skemmdi bíla í Kópavogi

Um klukkan hálf eitt í nótt var beðið um aðstoð lögreglunnar að athafnasvæði Eimskips í Sundahöfn en þar höfðu öryggisverðir handsamað mann sem var þar í óleyfi. Maður var handtekinn en hann er grunaður um húsbrot. Hann var vistaður í fangageymslu.
17.feb. 2017 - 06:11

Var nærri búinn að aka tvo lögreglumenn niður: Reyndi að stinga af

Á milli klukkan 1 og 3 í nótt var lögreglan með umferðareftirlit á Bústaðavegi þar sem ástand og ökuréttindi ökumanna voru könnuð. Fjórir ökumenn voru handteknir, grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Einn ökumaður reyndi að stinga af og var nærri búinn að aka tvo lögreglumenn niður.
17.feb. 2017 - 06:06

Erlendir ferðamenn áreittir og ógnað

Á sjöunda tímanum í gær barst lögreglunni tilkynning um að maður væri að ógna erlendum ferðamanni í húsnæði BSÍ. Maðurinn hafði tekið tösku ferðamannsins og neitaði að skila henni nema að fá greiðslu fyrir. Ferðamaðurinn neitaði þessu og tók hinn þá utan um höfuð hans og hrinti honum harkalega í jörðina.
17.feb. 2017 - 05:57

Hópur barnaníðinga handtekinn í Svíþjóð: Grunaðir um gróf brot

Sænska lögreglan handtók sjö karlmenn á aldrinum 50 til 70 ára á miðvikudaginn og fimmtudaginn í samhæfðum aðgerðum í miðhluta landsins. Þeir eru allir grunaðir um gróf og viðbjóðsleg brot gegn börnum.
17.feb. 2017 - 00:00 Kristján Kristjánsson

Tveggja ára barn skotið til bana: Sýnt í beinni útsendingu á Facebook

Frá Chicago. Morðaldan í bandarísku stórborginni Chicago heldur áfram og ekki er að sjá að neitt sé að draga úr ofbeldinu í borginni. Á síðasta ári voru tæplega 800 manns myrtir í borginni og nýja árið hefur ekki farið vel af stað hvað þetta varðar. Undanfarna þrjá daga hafa þrjú börn verið skotin til bana í borginni auk margra fullorðinna.
16.feb. 2017 - 22:00 Smári Pálmarsson

Stærstu sigurvegararnir í sögu Óskarsverðlaunanna – Hitað upp fyrir Óskarinn

Óskarverðlaunin hafa verið veitt fyrir aðdáunarverða frammistöðu í heimi kvikmynda frá árinu 1929. Síðan þá hafa ýmis met verið sett eða slegin þegar kemur að fjölda verðlauna og tilnefninga. Hér ætlum við að fara yfir nokkra helstu methafana – svo sjáum við til hvort einhver slái þessi met sunnudaginn 26. febrúar þegar verðlaunin verða veitt í áttatíu og níunda sinn.
16.feb. 2017 - 21:00 Austurland

Ljósin lifna á Seyðisfirði: „Veisla fyrir skynfærin“

Dagana 24. og 25. febrúar 2017, mun hátíðin List í Ljósi kveikja á ljósum sínum á ný en að sögn aðstandenda hennar eru áhorfendur hátíðarinnar um leið virkir þáttakendur. Þeir munu eiga von á magnaðri upplifun í gegnum fjölbreytt ljósverk; allt frá innsetningum og vidjóverkum til stærri ljósaskúlptúra. Innlendir og erlendir listamenn taka þátt í hátíðinni, sem lýsir upp Seyðisfjörð.
16.feb. 2017 - 20:00 Akureyri vikublað

Björg hefur hannað föt í yfir tvo áratugi: „Mér fannst ég svo hallærisleg og varð að bjarga því“

Þótt Björg Ingadóttir hafi flutt frá Akureyri þegar hún var 16 ára hefur hún alltaf haldið góðu sambandi við bæinn. Hér ræðir Björg um iðnaðarbæinn Akureyri sem hún saknar, fatasmekk móður sinnar sem varð til þess að hún lagði fyrir sig tískuhönnun, frumkvöðulsstarfið en Björg vann á dögunum verðlaun fyrir hönnun sína sem snýr að því að aðstoða konur að pissa á almannafæri, umhverfisvernd, tískuna og aldurinn sem hún er nýfarin að finna fyrir.
16.feb. 2017 - 19:30 Reykjanes

Íbúafundir um hugsanlega sameiningu sveitarfélaga

Umræður fara nú fram milli bæjaryfirvalda í Garði og Sandgerði um kosti og galla þess að sveitarfélögin sameinist í eitt. Óskað hefur verið eftir að bæjarbúar svara nokkrum spurningum um ýmsa þætti varðandi hugsanlega sameiningu. Framundan er svo íbúafundur í sveitarfélögunum.
16.feb. 2017 - 19:00 Smári Pálmarsson

12 ára leikari vill láta gott af sér leiða og finna lækningu við krabbameini

Leikarinn Alex R. Hibbert er aðeins tólf ára gamall en honum hefur tekist að heilla kvikmyndaunnendur, framleiðendur og meðleikara sína upp úr skónum. Hann fer með hlutverk í verðlaunamyndinni Moonlight. Í nýlegu viðtali tókst honum að heilla enn fleiri þegar hann sagði frá barnæsku draumum sínum um að verða fótboltastjarna, eða vísindamaður í leit að lækningu við krabbameini.
16.feb. 2017 - 18:10 433

Viðars æði í Ísrael

Það má með sanni segja að hálfgert Viðars æði sé búið að grípa um sig í Ísrael. Viðar Örn Kjartansson hefur slegið í gegn hjá Maccabi Tel Aviv og raðar inn mörkum.
16.feb. 2017 - 18:00 Akureyri vikublað

Dansað fyrir Birnu Brjánsdóttur: „Með því að mæta tekur fólk afstöðu gegn kynbundnu ofbeldi“

„Í ár verður minning Birnu Brjánsdóttur heiðruð með dansi um allt land,“ segir Martha Goðadóttir, kynningarstýra UN Women á Íslandi, en dansbyltingin Milljarður rís verður í Hofi á Akureyri í hádeginu föstudaginn 17. febrúar. Martha segir mikið lagt í viðburðinn að þessu sinni. „Í upphafi mun bæjarfulltrúinn Guðmundur Baldvin Guðmundsson ávarpa viðstadda og opna þannig dansinn. Þau í Hofi eru svo almennileg að lána salarkynni undir viðburðinn og svo mun Dj Danni Bigroom sjá um tónlistina og sjá til þess að fólk fari dansandi inn í helgina.“
16.feb. 2017 - 17:30 Þorvarður Pálsson

Fingurbjörgin er nýjasta fórnarlamb nútímavæðingar Monopoly spilsins

Af einhverjum ástæðum hefur Hasbro, framleiðandi borðspilsins sívinsæla Monopoly, rembst við að nútímavæða þetta klassíska spil. Fyrsta fórnarlambið var straujárnið sem aðdáendur ákváðu árið 2013 að ætti ekki lengur heima í spilinu en nú hefur fingurbjörgin farið sömu leið og verður skipt út á næstu misserum. Hugsanlegir arftakar eru risavaxinn jeppi (e. Monster truck) og sandalar!
16.feb. 2017 - 16:55 Smári Pálmarsson

Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2017

Allt það besta í íslenskri tónlist verður heiðrað á verðlaunahátíð í Hörpu fimmtudaginn 2. mars. Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna voru kynntar fyrir skömmu og hlýtur Emmsjé Gauti fleiri tilnefningar en nokkur annar listamaður eða alls níu. Aðrir listamenn hljóta fjölda tilnefninga í ár og má þar meðal annars nefna Kaleo, Júníus Meyvant og Mugison.
16.feb. 2017 - 16:00 Þorvarður Pálsson

Myndband dagsins: Hvernig verjast skal handabandi Trumps

Shinzo Abe og Donald Trump. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur farið illa með marga framámenn og -konur frá því að hann tók við embætti forseta handabandi sínu. Sérstaklega var handaband hans og Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan vandræðalegt en kollegi hans frá Kanada, Justin Trudeu lét ekki grípa sig í bólinu og sá við Trump og handabandi hans. Nú hefur sjálfsvarnarjaxl frá Columbus í Ohio ríki deilt með heimsbyggðinni myndbandi þar sem sýnt er besta aðferðin til að verjast handabandinu.
16.feb. 2017 - 15:40 433

Siggi Raggi vildi fá íslenska leikmenn – Freyr var á móti því

Freyr Alexandersson þjálfari íslenska kvennalandsliðsins hefur tjáð þeim leikmönnum sem hugsa um það að fara til Kína að framtíð þeirra í landsliðinu gæti verið í hættu. Í Kína er verið að byggja um kvennaknattspyrnuna og miklir fjármunir í boði, leikmönnum eru boðin laun sem ekki þekkjast í öðrum deildum.
16.feb. 2017 - 15:12 Þorvarður Pálsson

Thomas Möller úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna

Thomas Möller hefur verið úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald til viðbótar vegna gruns um aðild að morðinu á Birnu Björnsdóttur. Héraðsdómur Reykjaness féllst á kröfu lögreglu um áframhaldandi gæsluvarðhald en verjandi hans segir að dómnum verði áfrýjað. Að sögn Jóns H.B. Snorrasonar, saksóknara, var farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald vegna rannsóknarhagsmuna, ekki almannahagsmuna.
16.feb. 2017 - 15:02 Ari Brynjólfsson

Lögreglan fer fram á lengra gæsluvarðhald yfir Thomasi Møller

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer fram á lengra gæsluvarðhald en tvær vikur yfir Thomasi Møller Olsen sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. Hann hefur nú þegar setið í gæsluvarðhaldi í fjórar vikur frá því hann var handtekinn um borð í grænlenska togaranum Polar Nanoq. Hann hefur tvisvar verið úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald, en upphaflega fór lögregla fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald, var því hafnað í bæði héraðsdómi og í Hæstarétti.

16.feb. 2017 - 14:15 Smári Pálmarsson

Ungi maðurinn sem bjó með 89 ára gamalli konu kveður hana í hinsta sinn

Hinn 31 árs gamli Chris Salvatore vakti heimsathygli fyrir nokkrum vikum þegar fjölmiðlar sögðu frá vináttu hans og 89 ára gamallar nágrannakonu hans, Normu Cook. Þegar Norma veiktist kom Chris henni til hjálpar með því að safa peningum fyrir lyfjakostnaði. Að lokum leyfði hann gömlu konunni að flytja inn í íbúðina sína til þess að spara henni leigukostnaðinn.
16.feb. 2017 - 13:30 Þorvarður Pálsson

Sjö ára stúlka skrifaði forstjóra Google bréf og bað um vinnu – Fékk svar frá forstjóranum

Julie, Chloe, Hollie og Andy Bridgewater. Ung athafnakona, aðeins sjö ára að aldri veit að það er ekki ráð nema í tíma sé tekið og ákvað því að skrifa bréf til forstjóra tæknirisans Google í von um að fá vinnu. Þetta var aðeins annað bréfið sem stúlkan hafði ritað á ævinni og ólíkt jólasveininum þá svaraði forstjóri Google henni.
16.feb. 2017 - 13:10 Ari Brynjólfsson

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri konu

Karlmaður hefur verið ákærður fyrir að beita unga þroskaskerta konu kynferðisofbeldi með því að þukla á brjóstum hennar og kynfærum. Samkvæmt ákærunni bjó konan heima hjá manninum en var gestkomandi hjá honum þegar meint brot voru framin.

16.feb. 2017 - 12:30 Eyjan/Ari Brynjólfsson

Barnaheill, UNICEF, umboðsmaður barna og Krabbameinsfélagið sameinast gegn áfengisfrumvarpinu

Barnaheill – Save the Children á Íslandi, UNICEF á Íslandi og umboðsmaður barna hafa sent frá sér sameiginlega áskorun vegna frumvarps um breytt fyrirkomulag á áfengissölu, Krabbameinsfélagið gerði slíkt hið sama í morgun. Telja Barnaheill, UNICEF á Íslandi og umboðsmaður barna gagnrýna frumvarpið harðlega og telja það ganga þvert á hagsmuni barna og brjóta gegn réttindum þeirra.

16.feb. 2017 - 11:30 Smári Pálmarsson

Eyddi sjálfunni sem hún tók í búningsklefa World Class eftir afskipti lögreglu

Lögreglan hafði í gær afskipti af konu sem neitaði að eyða sjálfu sem hún hafði tekið í búningsklefa kvenna í World Class á Seltjarnarnesi. Pressan greindi frá því gær að önnur kona hafi sést fáklædd á myndinni og beðið eiganda símans að eyða henni. Þegar hún neitaði að verða við þeirri bón tóku þær deilur sínar fram í móttöku World Class þar sem lögregla var kölluð til.
16.feb. 2017 - 11:00 Þorvarður Pálsson

Einstæður faðir fjögurra barna á Akureyri – Tvö þeirra eru stjúpbörn hans

Ketill Sigurður Jóelsson er þrjátíu ára gamall og býr á Akureyri. Hann er einstæður faðir fjögurra barna og eru tvö þeirra stjúpbörn hans. Hann vinnur hjá Valeska ehf. við uppskipun og leggur stund á viðskiptafræðinám við Háskólann á Akureyri og er formaður nemendafélagsins. Ketill á tvö börn með tveimur konum en síðari barnsmóðir hans átti fyrir tvö börn þegar þau fluttu inn saman. Ketill ól þau börn upp sem sín eigin á meðan þeirra þriggja ára sambúð stóð. Leiðir þeirra skildi árið 2014 en Ketill tekur stjúpbörnin sín enn á pabbahelgum og öðrum dögum.
16.feb. 2017 - 10:29 Smári Pálmarsson

Kansas til Íslands – Þessu ætti enginn rokkunnandi að missa af

Bandaríska rokkhljómsveitin Kansas er væntanleg til Íslands og mun stíga á svið í Eldborgarsal Hörpu sunnudaginn 4. júní. Ferill sveitarinnar spannar fjóra áratugi en meðal frægustu laga hennar eru „Carry on Wayward Son“ og „Dust in the Wind“ sem bæði hafa selst í yfir milljón eintökum. Átta af plötum Kansas hafa fengið gullviðurkenningu og eru þrjár þeirra sexfaldar platínumplötur.
16.feb. 2017 - 10:25 Eyjan/Ari Brynjólfsson

Vilhjálmur sendir neyðarkall til þingmanna: „Þetta er réttlætismál!“

Það eina sem stóð út af að sjómenn kláruðu kjarasamninga í gærkvöldi við útgerðarmenn var að fá vilyrði frá sjávarútvegsráðherra fyrir því að stjórnvöld myndu liðka fyrir því að dagpeningar sjómanna yrðu meðhöndlaðir með sambærilegum hætti og hjá öðru launafólki sem þarf að greiða fyrir fæðiskostnað vegna starfs síns víðsfjarri heimili sínu.

16.feb. 2017 - 10:00 Kristján Kristjánsson

Tvær konur í haldi vegna morðsins á Kim Jong-Nam: Diplómatar reyndu að fá líkið afhent

Kim Jong-Nam. Tvær konur eru nú í haldi lögreglunnar í Malasíu vegna morðsins á Kim Jong-Nam, hálfbróður Kim Jong-un einræðisherra Norður-Kóreu. Diplómatar frá Norður-Kóreu reyndu að fá lík Jong-Nam afhent til að koma í veg fyrir krufningu á því en urðu frá að hverfa.
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10     Næstu síður > 

Veðrið
Klukkan 03:00
Alskýjað
ANA4
1,1°C
Skýjað
ANA6
1,0°C
Alskýjað
VSV2
-2,1°C
Léttskýjað
SA3
0,3°C
SSA2
-3,3°C
Alskýjað
NNV3
0,8°C
Lítils háttar rigning
A5
1,7°C
Spáin
Gullmoli: Gæludýr test - feb
Makaleit: Fann frábæran mann....sept 2016
Pressupennar
5 nýjustu
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 11.2.2017
Rógur um Björn Ólafsson
Akureyri vikublað
Akureyri vikublað - 14.2.2017
Algjör gaur
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 11.2.2017
Jóga - annar hluti
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 18.2.2017
Hvar eru gögnin um spillinguna?
Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson - 11.2.2017
Er rétt að sameina Garð og Sandgerði?
Akureyri vikublað
Akureyri vikublað - 12.2.2017
Brýnt að fjölga leikskólakennurum
Aðsend grein
Aðsend grein - 12.2.2017
Örlagarík sjóferð
Indíana Ása Hreinsdóttir
Indíana Ása Hreinsdóttir - 13.2.2017
Um hvítvín og umhverfissubbur
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.2.2017
Hugleiðingar á 64 ára afmælinu
Indíana Ása Hreinsdóttir
Indíana Ása Hreinsdóttir - 17.2.2017
Taktu afstöðu og dansaðu
Vesturland
Vesturland - 17.2.2017
Verkfall sjómanna – til umhugsunar
Akureyri vikublað
Akureyri vikublað - 17.2.2017
Hin dásamlegu mistök
Aðsend grein
Aðsend grein - 19.2.2017
Kúldrast í kotbýlum
Fleiri pressupennar