10. júl. 2012 - 22:00

Segja hægt að auka lífslíkur um allt að tvö ár með minni kyrrsetum

Vísindamenn telja að við getum aukið lífslengd okkar um tvö ár einungis með því að takmarka setu okkar daglega við þrjár klukkustundir. Á sama hátt getum við aukið lífslengdina um 1,4 ár ef við takmörkum sjónvarpsnotkun okkar við tvær klukkustundir á dag.

Þetta kemur fram í bandarísku mati sem byggðar eru á fimm mismunandi lýðrannsóknum. Samtals náði könnunin til 167.000 manna en lífstíll þeirra var ekki sérstaklega greindur. Aðrir sérfræðingar segja að matið sé óáreiðanlegt og geti ekki sagt fyrir um áhættuþætti.

Prófessor David Spiegelhalter, sérfræðingur í áhætturannsóknum við háskólann í Cambridge, segir að um sé að ræða lýðrannsókn sem geti ekki spáð fyrir um hvaða áhrif minni kyrrseta hafi á einstaklinga.

Það hljómar hins vegar sennilega að mannfólkið gæti lifað eitthvað lengur að meðaltali ef það hreyfði sig meira.


En mjög fáir sitja skemur en þrjá tíma á hverjum degi þannig að þetta markmið virðist hvort eð er vera mjög fjarlægt,
segir Spiegelhalter.

Fullorðnum einstaklingum er ráðlagt að gera hóflega erfiðar þolæfingar í tvær og hálfa klukkustund í hverri viku og ennfremur æfingar sem styrkja vöðva, eins og lyftingaæfingar eða mokstur úti í garði.

En jafnvel þrátt fyrir þessar æfingar eru margir of miklir kyrrsetumenn, t.a.m. þeir sem vinna á skrifstofum.

Stöðugt fjölgar sönnunum fyrir því að miklum kyrrsetum fylgi verri heilsa. Nokkrar rannsóknir hafa sýnt tengsl á milli kyrrsetu og sjónvarpsgláps og sykursýki og hjartasjúkdóma sem og almennt auknar dánarlíkur.

En að finna þessi tengsli sannar þó ekki að eitt valdi öðru.

Sérfræðingar segja að óhóflegt sjónvarpsgláp stuðli að kyrrsetu en dragi einnig úr áhuga á heilbrigðum lífstíl.
Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt sem á heima á Pressunni?
Sendu okkur póst á pressan@pressan.is - Fyllsta trúnaðar gætt, sé hans krafist.Svanhvít - Mottur
05.ágú. 2015 - 12:00

Hún var beðin um að flytja ræðu í skóla eftir sjálfsvíg nemanda: Hér er svar hennar

Lise Myhre er norsk og vinnur við að gera teiknimyndir. Hún er manneskjan á bak við hina vinsælu teiknimyndaseríu Nemi. Nýlega var hún beðin um að flytja ræðu í skóla eftir að nemandi hafði framið sjálfsvíg. Það vildi hún ekki og það er góð ástæða fyrir því.
05.ágú. 2015 - 11:00

Konur í frosti á skrifstofunni – Loftræstingin miðast við líkamshita fertugra karlmanna

Loftræstingin á skrifstofunni er með innbyggðri karlrembu, þetta segja vísindamenn í Hollandi sem staðfesta það sem allir vissu – að líkamshiti kvenna er lægri en karla og viðkvæmari fyrir hitabreytingum. Núverandi stofuhitastilling í iðnaðarloftræstingu hefur haldist sú sama og frá sjöunda áratugnum og miðast hún við 21 gráðu, sem er kjörhitastig fyrir 70 kílóa karlmann á fertugsaldri.

05.ágú. 2015 - 10:33

Metfjöldi íslenskra kylfinga á Evrópumeistaramóti einstaklinga í Slóvakíu

Sex íslenskir áhugakylfingar hefja leik í dag, miðvikudag, á Evrópumeistaramóti einstaklinga sem fram fer í Slóvakíu. Leikið verður á Penati golfvallasvæðinu þar sem tveir 18 holu vellir eru en Jack Nicklaus hannaði báða vellina.
05.ágú. 2015 - 10:00

Ofurfellibylur skellur á Japan á föstudaginn: Meðalvindhraði 69 m/s

Ofurfellibylurinn Soudelor mun væntanlega skella á hluta Japan á föstudaginn og síðan halda för sinni áfram yfir Taívan og Kína. Fellibylurinn er sá öflugasti til þessa á árinu en hann er í fimmta styrkleikaflokki en meðalvindhraði fellibylsins er 69 m/s.
05.ágú. 2015 - 10:00

Björk aflýsir öllum tónleikum sínum út þetta ár

Björk Guðmundsdóttir tónlistarkona hefur aflýst öllum tónleikum og tónleikaferðalögum frá 15. ágúst næstkomandi og út þetta ár. Þar á meðal eru tónleikar Bjarkar á Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni sem fara áttu fram í Hörpu 4. og 7. nóvember.
05.ágú. 2015 - 09:00

„Í 10 ár var mér aldrei boðið í afmæli: Í ykkar augum var ég ekki til“

Ég er einmana en hvað get ég gert við því? Þetta hófst allt snemma í barnaskóla, raunar á fyrsta skóladegi. Hin börnin gerðu mér ljóst að ég var ekki einn af þeim. Ekki af því að ég klæddist öðruvísi eða liti öðruvísi út, heldur vegna þess að ég talaði öðruvísi. Ég glímdi við talörðugleika. Þeir voru ekki svo miklir að þau skildu ekki hvað ég sagði, en það voru R og L sem gerðu mér erfitt fyrir og þannig hófst þetta allt.
05.ágú. 2015 - 07:36

Dreng bjargað úr sjóðheitum bíl í Kaupmannahöfn: Var líflaus að sjá

Litlum dreng var bjargað úr sjóðheitum bíl á bílastæði við Kastrup flugvöll í Kaupmannahöfn síðdegis í gær. Tveir starfsmenn flugvallarins sáu drenginn sitja í bílnum og virtist hann líflaus að sjá. Þeir höfðu strax samband við stjórnstöð flugvallarins sem sendi strax lögreglu, öryggisverði og slökkviliðsmenn á vettvang.
05.ágú. 2015 - 07:12

Skothríð í Osló og grunur um tvær sprengjur: Mikill viðbúnaður lögreglu - UPPFÆRÐ FRÉTT

Öryggisvörður, við Háskólann í Osló, var skotinn í nótt eftir að hafa komið að tveimur mönnum sem hegðuðu sér undarlega á háskólasvæðinu. Lögreglan rannsakar nú tvo hluti sem líkjast sprengjum. Annar er við háskólabyggingu en hinn við inngang að lestarstöð.
05.ágú. 2015 - 06:51

Helstu fréttir aðfaranætur 5. ágúst: Skothríð og hugsanleg sprengja í Osló, 8 ára drengs leitað í Svíþjóð og fleira

Ýmislegt bar til tíðinda í heiminum í gærkvöldi og nótt eins og önnur kvöld og nætur. Hér er stutt yfirlit yfir sumt af því helsta sem átti sér stað.
04.ágú. 2015 - 22:00

Festi GoPro-myndavél á hákarl: Myndband

Það er sjaldan hægt að stunda einhverja íþrótt án þess að sjá einhvern með GoPro upptökuvél, má þar nefna mótorkross, hjólreiðar, fimleika, skíðaíþróttir og köfun. Karfarinn í þessu tilviki ákvað að festa myndavélina á höfuðið á hamarhákarli. Sem betur fer meiddist hann ekki og gerir okkur kleift að fá fordæmalausa innsýn í hvernig það er að vera hákarl:

04.ágú. 2015 - 21:51

Francisca í Bónus kom Baldri til bjargar: „Ég skal lána þér af mínum peningum“

Baldur Már Arngrímsson varð vitni að einstökum náungakærleik þegar hann var staddur við kassann í verslun Bónus á Granda og uppgvötvaði að kreditkortið hans var útrunnið. Afgreiðslustúlkan Francisca kom honum þá til bjargar en hún er mörgum viðskiptavinum Bónus kunn fyrir glaðværð og hjálpsemi.
04.ágú. 2015 - 21:00

12 fermetra smáhús raunhæf lausn á húsnæðisvandanum?

Mynd/Ecodom

Fjárfestirinn Mic Choudry hyggst byggja nýtt smáhúsahverfi fyrir stúdenta við Háskólann í Greenwich, skammt frá Lundúnum. Hvert smáhús kostar um 1,8 milljón króna og er um 12 fermetrar að stærð. Þau eru framleidd af fyrirtækinu Ecodom og koma með stofu, eldhúsi, baði og rúmi sem hægt er að fella niður.

04.ágú. 2015 - 20:30

„Hæ, ég bjó þetta til, hvað finnst þér?“

Árið 2005 fengu þrjár 19 ára stúdínur í Menntaskólanum á Akureyri hugmynd í tengslum við lokaverkefni í uppeldisfræði. Hugmyndin hefur síðan verið í stöðugri þróun og er nú orðin að fyrirtækinu Cuddle-Me sem framleiðir samfellur sem bæði kenna foreldrum ungbarnanudd og minna þá á að nýta sér það. Fæðingarsaga fyrirtækisins hefur verið sannkölluð rússíbanareið með ungar konur í fararbroddi sem láta ekkert stoppa sig.
04.ágú. 2015 - 20:00

„Sonur minn lést í rúminu sem ég svaf í á meðan mig dreymdi um sumarfríið“

Fyrir átta árum var fjölskyldan tilbúin til að fara í ferðalag en þá gerðist eitt það versta sem getur hent nokkra fjölskyldu. Fjögurra mánaða sonurinn lést og líf fjölskyldunnar gjörbreyttist.
04.ágú. 2015 - 19:00

Hervar skrópaði á Þjóðhátíð: Þetta fékk hann í staðinn- Myndband

„Ég heyrði í honum á hverjum einasta degi til að athuga hvort  hann myndi ekki örugglega mæta og alltaf var það á planinu en því miður komst hann aldrei en hann lofaði mér því að hann myndi mæta á mánudeginum fyrir Þjóðhátíð 2016,“

04.ágú. 2015 - 18:00

Vill að settur verði hámarkshraði á hjólreiðastíga – Hending ef menn eru með bjöllu

„Ég er sammála því að kappaksturshjólreiðar eiga ekki heima inni á tiltölulega þröngum stígum, þar sem bæði eru fótgangandi vegfarendur og hjólandi. Ég er líka sammála því að það þarf að bæta um betur, en það erum við einmitt að gera ár hvert,“ sagði Hjálmar Sveinsson formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar í samtali við Morgunblaðið.

04.ágú. 2015 - 16:30

Stofnandi Bjartrar framtíðar: Vandinn er formannsins og þeirra sem starfa í flokknum

Heiða Kristín Helgadóttir, einn stofnenda Bjartrar framtíðar, segir að vanda flokksins megi rekja til formannsins og annarra sem þar starfa. Hún hyggst ekki starfa fyrir flokkinn í náinni framtíð.
04.ágú. 2015 - 15:00

Kona í karlmannslíkama þarf að sanna kvenleika til að fá sömu þjónustu

Hinsegin dagar voru settir með formlegum hætti nú í hádeginu, þema hátíðarinnar í ár er heilsu og heilbrigðismál. Ásta Kristín Benediktsdóttir ritari hátíðarinnar að margt þurfi að laga í heilbrigðiskerfinu þegar kemur að transfólki og intersex fólki.

04.ágú. 2015 - 15:00

Ægir Rafn þjáist af slæmri flogaveiki- Saknar mikilvægs hjálms

Ægir Rafn „Við erum eiginlega orðin hálf vondauf að hann muni koma í leitirnar,“ segir Elín Ingibjörg Kristófersdóttir en sonur hennar Ægir Rafn er með svokallað Dravert heilkenni og þjáist af slæmri flogaveiki. Hann hefur nú glatað hjálmi sem er honum afar nauðsynlegur vegna sjúkdómsins og óskar Elín eftir aðstoð svo hjálmurinn komist í leitirnar.
04.ágú. 2015 - 14:00

Móðir hittir lögreglu eftir að hafa skilið barnið sitt eftir í sjóðheitum bíl: Myndband

Myndband fer nú sem eldur í sinu um netheima en það sýnir viðbrögð Hönnu Secondi þegar hún áttar sig á að sjúkrabíll er að ná í dóttur sína eftir að hún geymdi hana í bílnum á meðan hún fór að versla í Wal Mart nærri Talala í Oklahoma-fylki í Bandaríkjunum. Mætti hún lögreglu er hún nálgaðist bílinn og viðbrögðin eru eftir atvikum:

04.ágú. 2015 - 13:30

Bíll fastur í miðri Austdalsá

Björgunarsveitin Ísólfur á Seyðisfirði var kölluð út fyrir stundu vegna bíls sem var fastur út í miðri Austdalsá en í bílnum voru tveir farþegar auk bílstjóra. Áin er óbrúuð.

04.ágú. 2015 - 12:52

Þrjú kynferðisbrot á Þjóðhátíð

Þrjár konur hafa leitað til neyðarmóttöku kynferðisbrota á Landspítalanum í Fossvogi eftir Verslunarmannahelgina en brotin munu öll hafa verið framin á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum.
04.ágú. 2015 - 12:00

Mörg hundruð mættu í útför smábarns sem fannst látið í yfirgefinni íbúð

Mörg hundruð manns mættu í útför lítillar stúlku sem fannst látin í yfirgefinni íbúð. Fólkið mætti til að fagna lífi stúlkunnar og til að sýna henni og örlögum hennar samúð.
04.ágú. 2015 - 11:00

Hinsegin dagar hefjast í dag

Eva María Þórarinsdóttir Lange formaður Hinsegin daga og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri setja hátíðina með opnun ljósmyndasýningar á Skólavörðustíg kl. 12 á hádegi. Á sýningunni er brugðið upp 24 ljósmyndum frá ýmsum viðburðum Hinsegin daga síðasta áratuginn. Myndirnar koma úr einkasafni Geirax en hann hefur myndað viðburði tengda hátíðinni um árabil.

04.ágú. 2015 - 10:00

Forstjóri Haga hundskammar formann Bændasamtakanna – Ríkisstyrktur rógburður

Forstjóri Haga, Finnur Árnason, segist hafa komið við veikan blett hjá forsvarsmönnum bænda með greinaskrifum sínum fyrir skemmstu. Svo veikan að formaður bænda hafi hætt að vera talsmaður bænda en haldið uppi vörnum fyrir afurðafyrirtækin og veist að Finni og Högum, með því sem Finnur kallar „svívirðilega aðdróttun“. Þrátt fyrir það segis Finnur áfram muni tala máli viðskiptavina Haga. „Ríkisstyrktur rógburður mun ekki breyta því og áskorun mín til stjórnvalda stendur.“
04.ágú. 2015 - 09:00

Risastór skósveinn reif sig lausan og truflaði umferð

Þetta er nú eitthvað sem fólk upplifir ekki á hverjum degi. Risastór skóveinn (Minion) á ferð um hraðbraut með tilheyrandi truflunum á umferð og mörgum til skemmtunar. Engin slys urðu á fólki vegna óvæntrar innkomu skósveinsins stóra.
04.ágú. 2015 - 08:00

12 ára stúlka með hærri greindarvísitölu en Albert Einstein og Stephen Hawking

Meðalgreindarvísitala fólks er 100 og þeir sem mælast með 140 í greindarvísitölu eru taldir mjög greindir en 12 ára stúlka gerði gott betur en það þegar hún tók slíkt próf nýlega því hún fékk 162 stig. Hún mældist því með hærri greindarvísitölu en Albert Einstein og Stephen Hawking sem er af mörgum talinn greindasti maður samtímans.
04.ágú. 2015 - 07:03

Helstu fréttir aðfaranætur 4. ágúst: Skógareldar í Kaliforníu, 20 slösuðust í Hollandi, lækkandi olíuverð og fleira

Ýmislegt bar til tíðinda í heiminum í gærkvöldi og nótt eins og önnur kvöld og nætur. Hér er stutt yfirlit yfir sumt af því helsta sem átti sér stað.
03.ágú. 2015 - 23:59

Aron sigraði í Einvíginu á Nesinu að viðstöddu fjölmenni í blíðskaparveðri

Árlegt góðgerðarmót Nesklúbbsins og DHL Express á Íslandi, Einvígið á Nesinu, fór fram í gær á Nesvellinum. Aron Snær Júlíusson klúbbmeistari úr GKG stóð uppi sem sigurvegari en fjöldi fólks fylgdist með gangi mála í veðurblíðunni á Seltjarnarnesi.
03.ágú. 2015 - 22:00

Hefðarfrú með þrælum sínum: Mögnuð mynd frá Brasilíu 1860

Ég veit ekkert hvað það heitir fólkið á myndinni hér að neðan. Ég veit ekki einu sinni hvar það býr – nema það bjó í Brasilíu. Og ég veit að myndin er tekin um 1860 þegar þrælahald var enn leyfilegt þar í landi. Hefðarfrú fer út að ganga. Réttara sagt: Þrælar hennar fara út að ganga, og bera hana í vagni. Hrokinn og þóttinn sem skína úr andliti hefðarfrúarinnar eru nærri hrollvekjandi.

03.ágú. 2015 - 22:00 Auður Ösp Guðmundsdóttir

Mynd dagsins: Er þetta fjölmennasta selfie Íslandssögunnar?

„Ég held að þessi mynd sé svolítið lýsandi fyrir stemninguna sem myndast í Brekkunni á Þjóðhátíð. Allir eru í svo góðu skapi og allir eru til í að vera með,“ segir Eyjamaðurinn Bjarni Ólafur en óhætt er að segja að hann hafi tekið einhverja fjölmennustu „selfie“ Íslandssögunnar á lokakvöldi Þjóðhátíðar í gær.
03.ágú. 2015 - 21:00

Segja að sérstakur perusafi komi í veg fyrir þynnku

Að drekka safa úr sérstakri perutegund frá Kóreu kemur í veg fyrir þynnku daginn eftir áfengisdrykkju, þetta segja vísindamenn við vísindastofnun Ástralíu, CSIRO. Með því einungis að drekka 200 millilítra af safanum eða borða peru áður en áfengis er neytt þá fer minna magn af áfengi út í blóðrásina sem leiðir til mun minni þynnkuáhrifa en ella.

03.ágú. 2015 - 20:00

Baráttan við offitu barna: 2 ára börn send í opinberar „fitubúðir“

Heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi upplýsu í morgun að börn allt niður í tveggja ára gömul hafa verið send í svokallaðar „fitubúðir“ með það að markmiði að leysa offituvanda barna. Segir í yfirlýsingu að meira en 700 börn á aldrinum 2 til 18 ára hafi verið send til Lothian í Skotlandi þar sem þeim og foreldrum þeirra eru kennt að borða heilsusamlega, hreyfa sig reglulega og „taka jákvæðar ákvarðanir þegar kemur að lífstíl“.

03.ágú. 2015 - 19:00

Flytja miðborg Kiruna rúma þrjá kílómetra til austurs – Námavinnsla ógnar nyrstu borg Svíþjóðar

Unnið er að því að flytja nyrstu borg Svíþjóðar, Kiruna, rúma þrjá kílómetra til austurs. Borgin sem er tæpa 150 kílómetra frá heimsskautsbaug og um 120 kílómetra frá næsta bæ, Gällivare, verður flutt með manni og mús.
03.ágú. 2015 - 18:00

Er þetta myndband af fljúgandi furðuhlut?

Ónefndur flugvélaáhugamaður hefur birt myndband sem hann tók af vél Virgin-flugfélagsins taka á loft frá J.F.K. flugvelli í New York í Bandaríkjunum. Hefur það vakið mikla athygli þar sem það virðist sýna einhverskonar loftfar fljúga yfir flugvélinni á miklum hraða og vekur það spurningar um hvort um geimverur sé að ræða.

03.ágú. 2015 - 16:30

Vill senda þessum óþekkta og strangheiðarlega vegfarenda „risa knús“

Mynd/DV

Á Fésbókarsíðu Lögreglustjórans á Suðurnesjum  segir að óþekktur aðili hafi komið á lögreglustöðina við Hringbraut um helgina og skilað inn veski sem hann fann á bensínstöð í umdæminu. Það telst nú harla markvert en það sem vakti áhuga starfsmanna lögregunnar var að í veskinu var talsvert magn af reiðufé ásamt skilríkjum eiganda. Segir í færslu Lögreglustjórans á Suðurnesjum:

03.ágú. 2015 - 15:00

Þráinn Bertelsson hættir á Facebook – Ósáttur við gagnrýni og gefst upp á umræðunni

Þráinn Bertelsson, rithöfundur og fyrrverandi þingmaður, hefur ákveðið að hætta á Facebook eftir að hafa átt í orðaskaki við þingmann Pírata og aðra sem styðja flokkinn. Ástæðan var færsla sem Þráinn setti inn í gær þar sem hann gagnrýndi og hæddist að hugmyndum verðandi þingmanns Pírata, Ástu Guðrúnar Helgadóttur, um breytingar á löggjöf varðandi klám. Margir urðu til að taka undir orð Þráins en nokkrir gagnrýndu þau. Það fór illa í Þráinn sem ætlar nú að hætta á Facebook vegna þess.

03.ágú. 2015 - 13:30

Nú kemur hættulegi „Drengurinn“: Eitt öflugasta veðurkerfið Jarðarinnar

Í Perú er þegar farið að undirbúa komu hans og sandpokum hefur verið staflað upp við marga árbakka. Í Kaliforníu bíða bændur þess að himnarnir opnist og rigningin hellist yfir þá. Í Ástralíu og Indónesíu eru menn farnir að reikna út hversu miklu tjóni væntanlegir þurrkar muni valda efnahag ríkjanna.
03.ágú. 2015 - 12:00

Fékk stafýlókokkasýkingu af hoppukastala

10 ára drengur fékk nýlega sár um allan líkamann. Foreldrar hans héldu í fyrstu að hann hefði brennt húðina þegar hann renndi sér og lék í hoppukastala nokkrum dögum áður. Þegar farið var með drenginn til læknis kom í ljós að hann var með stafýlókokkasýkingu sem hann hafði fengið í hoppukastalanum.
03.ágú. 2015 - 11:00

Morðalda í Baltimore: 11 skotnir það sem af er mánuði

Sannkölluð morðalda geysar nú í Baltimore borg í Bandaríkjunum en það sem af er ágúst hafa 11 manns verið skotnir í borginni og þar af létust tveir. Þetta er óhugnanlegur fjöldi á aðeins tveimur dögum. 45 voru myrtir í borginni í júlí og er þetta mesti fjöldi morða í borginni á einum mánuði síðan 1972.
03.ágú. 2015 - 10:00

Þetta skilja bara þeir sem hata geitunga

Þeir eru ískyggilegir, suðandi, eru með vænghaf á við sjálfan Satan og þeir gera sitt besta á sumrin til að eyðileggja þau fyrir öðrum. Þetta eru auðvitað geitungar og margir væru svo sannarlega til í að losna algjörlega við þá og nærveru þeirra enda gengur líf geitunga eingöngu út á að gera öðrum lífið leitt, ólíkt hunangsflugunum sem láta gott af sér leiða.
03.ágú. 2015 - 09:06

Grunur um skipulagt svindl á lyfjaprófum í frjálsíþróttum

Samkvæmt heimildum breska dagblaðsins The Sunday Times og þýsku ríkissjónvarps stöðvarinnar ARD/WRD hefur viðamikið svindl átt sér stað hjá mörgum af frjálsíþrótta keppnisfólki heims.
03.ágú. 2015 - 09:00

Þetta verða foreldrar að búa við: Bráðfyndnar myndir af uppátækjum barna

Það er ein af grundvallarreglunum í uppeldi að foreldrar eiga aldrei að snúa baki í börnin sín því hver veit hvað gerist þá. Á myndunum hér fyrir neðan má sjá nokkur dæmi um upp á hverju börn geta tekið þegar ekki er litið eftir þeim.
03.ágú. 2015 - 08:39

Angel Di Maria líklega á leið til PSG – Man Utd tapar rúmlega þremur milljörðum kr.

Allt bendir til þess að Angel Di Maria sé á förum frá enska úrvalsdeildarliðinu Manchester United. Argentínumaðurinn er dýrasti knattspyrnumaðurinn sem keyptur hefur verið af ensku liði en hann kom til Man Utd frá Real Madrid á Spáni fyrir 12,5 milljarða kr. eða tæplega 60 milljónir punda. Di Maria fór til Doha í gær þar sem hann fór í gegnum ítarlega læknisskoðun hjá franska stórliðinu PSG.  
03.ágú. 2015 - 08:00

Lögreglan stöðvaði ökumann og vildi fá hann til að blása: Fékk þá óvænta spurningu

Skrif sænsks lögreglumanns á Facebook hafa vakið mikla athygli í Skandinavíu en þar lýsir hann viðskiptum sínum við ökumann sem hann stöðvaði við umferðareftirlit til að fá viðkomandi til að gefa öndunarsýni til að kanna hvort hann væri undir áhrifum áfengis.
02.ágú. 2015 - 22:00

Í fréttum er þetta helst – Fréttayfirlit síðustu viku á Eyjunni

Þrátt fyrir að sumarfrí séu nú í algleymingi og landsmenn margir hverjir á faraldsfæti var enginn hörgull á fréttum og fréttamálum í liðinni viku. Meðal þess sem helst vakti athygli voru fréttir um risastóran fjárfestingasamning í jarðhitaverkefni í Eþíópíu, umdeild ummæli lögreglustjórans í Vestmannaeyjum, samlíking geðlæknis á tölvuleikjum við eiturlyf, skattamaál forsætisráðherra og fréttaskýring um kynþáttahatur í Þýskalandi. Eyjan birtir í dag, sunnudag, helstu fréttir liðinnar viku.
02.ágú. 2015 - 21:34

Böðvar 14 mánaða var hætt kominn vegna poppbaunar: „Varð helblár á örskotsstundu“

Böðvar Goði „Ég vil endilega að þessi saga verði öðrum víti til varnaðar,“ segir Dagný Pétursdóttir en 14 mánaða gamall sonur hennar, Böðvar Goði var afar hætt kominn síðastliðinn mánudag þegar poppbaun hrökk ofan í hann og sat sem tappi í hægri lunga hans með þeim afleiðingum að ekkert súrefni fór í gegn. Segir Dagný mikilvægt fyrir allra foreldra að vera meðvitaðir um þessa hættu en litlu mátti muna að verr færi.
02.ágú. 2015 - 21:00

Skaut nágrannakonu sína og fór síðan með sláttuvél yfir líkið

Það virðist sem garðsláttur konu nokkurrar að kvöldi til hafi valdið því að nágranni hennar missti stjórn á sér og skaut konuna til bana. Nágranninn lét ekki þar við sitja því hann fór því næst með sláttuvél yfir lík konunnar.
02.ágú. 2015 - 20:00

Nasistar ætluðu að reisa stærsta hótel heims

0.000 hótelherbergi með útsýni til hafs. Þetta var hluti af fyrirætlunum nasista um að byggja stærsta hótel heimsins, Prora,  á þýsku eyjunni Rügen enda er útsýnið frá eyjunni stórkostlegt en hún er við Eystrasaltið. Nasistarnir náðu þó ekki að ljúka verkinu en höfðu þó lokið byggingu töluverðs hluta hótelsins. Nú stendur til að að breyta hótelinu, sem aldrei komst í rekstur, í sumarleyfisíbúðir.
02.ágú. 2015 - 18:00

Það getur verið vandræðalegt að endurskapa gamlar fjölskyldumyndir: Mjög vandræðalegt

Það hefur verið ákveðin tíska undanfarin ár að grafa gamlar fjölskyldumyndir upp úr dýpstu geymslum til að endurtaka leikinn og láta sama fólkið stilla sér upp við sömu aðstæður. Þetta er ekki alltaf góð hugmynd en getur þó orðið til þess að skemmta okkur hinum.

Guðrún Margrét Guðmundsdóttir
Guðrún Margrét Guðmundsdóttir - 01.8.2015
Mun '15 kynslóðin breyta heiminum?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 23.7.2015
Myndir af mér í Séð og heyrt
Jón Sigurðsson
Jón Sigurðsson - 01.8.2015
Um ,,barnatrú" Jóns Gnarrs
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 27.7.2015
Óvandvirkur rannsóknarblaðamaður
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 23.7.2015
Þorvaldur: Taglhnýtingur auðsins
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 21.7.2015
Íslandsgrein Matts Ridleys
Ragnheiður Ragnarsdóttir
Ragnheiður Ragnarsdóttir - 27.7.2015
Augnhárin hafa aldrei verið lengri né sterkari
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 29.7.2015
Árás Sigrúnar á Ridley
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 26.7.2015
Gjöf frá Seðlabankanum
Guðlaugur Þór Þórðarson
Guðlaugur Þór Þórðarson - 29.7.2015
Eigum við að loka SÁÁ og Hjartavernd?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 30.7.2015
Churchill, de Gaulle og íslenskir kommúnistar
Bergljót Björk Halldórsdóttir
Bergljót Björk Halldórsdóttir - 30.7.2015
Sumarsalat með rækjum og sítrónudressingu
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 02.8.2015
Tvær sögufalsanir í Wikipediu
Guðlaugur Þór Þórðarson
Guðlaugur Þór Þórðarson - 30.7.2015
Stefán Ólafsson og bullið
Fleiri pressupennar