16. júl. 2012 - 09:49

Russell Crowe búinn að taka hús á leigu: Hefur alltaf langað að koma til Íslands

Óskarsverðlaunaleikarinn Russell Crowe er væntanlegur til landsins í næstu viku ásamt eiginkonu sinni Danielle. Mun hann dvejast hér í tenglsum við tökur á kvikmyndinni Noah þar sem hann fer með aðalhlutverkið. Mun þar vera á ferðinni stórmynd byggð á biblíusögunni um Örkina hans Nóa. Myndinni er leikstýrt af hinum margverðlaunaða Darren Aronofsky sem m.a. leikstýrði kvikmyndinni Svarti svanurinn.

Samkvæmt heimildum Pressunnar mun leikarinn og eiginkona hans hafa tekið á leigu einbýlishús í Fossvogsdalnum. Munu þau hafa haft hug á að leigja bústað í Grímsnesi en fallið var frá þeim áformum sökum nálægðar bústaðanna á svæðinu við hvorn annan.

 

Fyrr á árinu lýsti Russell Crowe yfir áhuga á að heimsækja Ísland á samskiptasíðunni Twitter. Þar segist hann finna fyrir sérstökum tengslum við landið sem ef til vill megi rekja til fortíðar hans sem víkingur.

Gera má ráð fyrir að fjárfestingar hérlendis í tenglsum við kvikmyndina muni nema hundruðum milljóna króna. Munu  auknar vinsældir Íslands sem tökustaðar m.a. skýrast vegna hagstæðs gengis krónunnar fyrir erlenda fjárfesta, ásamt því að endurgreiðsla framleiðslukostnaðar er um 20% og er það nokkuð sem framleiðendur hafa ofarlega í huga við val á tökustað.

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt sem á heima á Pressunni?
Sendu okkur póst á pressan@pressan.is - Fyllsta trúnaðar gætt, sé hans krafist.30.mar. 2017 - 15:25 Þorvarður Pálsson

Thomas Møller Olsen ákærður fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur

Thomas Møller Olsen hefur verið ákærður fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur. Hinn 25 ára gamli Grænlendingur hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn í aðgerð sérsveitarinnar um borð í grænlenska togaranum Polar Nanoq í janúar. Ákæran var kynnt þegar farið var fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Olsen af hálfu héraðssaksóknara. Þetta staðfesti Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari við fréttastofu RÚV.
30.mar. 2017 - 15:04 Eyjan/Ari Brynjólfsson

Björgólfur Thor hraunar yfir Ólaf Ólafsson: „Svika-hópur“

„Ég má til með að tjá mig um skýrsluna um einkavæðingu Búnaðarbankans, þar sem fram kemur að Hauck & Aufhäuser dæmið var allt ein lygaflétta. Rétt eins og í Al-Thani málinu nokkrum árum síðar var hönnuð lygaflétta til að blekkja stjórnvöld, markaðinn og almenning.“
30.mar. 2017 - 14:33 Þorvarður Pálsson

Lögreglumaður beitti fanga ofbeldi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur farið þess á leit við Ríkislögreglustjóra að gerð verði óháð úttekt á vinnubrögðum innan embættisins vegna máls þar sem lögreglumaður beitti fanga ofbeldi í fangageymslum á lögreglustöðinni á Hverfisgötu. Þetta átti sér stað í maí á síðasta ári. Þolandinn kærði atvikið og héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur umræddum lögreglumanni.
30.mar. 2017 - 14:00 Akureyri vikublað

Jonna missti tökin á drykkjunni: „Hélt að ég væri bara djammari“

„Ég var veik í heilt ár og uppgötvaði fyrir vikið hvað heilsan er mikilvæg. Þegar maður missir heilsuna missir maður svo mikið,“ segir listakonan Jónborg Sigurðardóttir, kölluð Jonna. Í opinskáu viðtali við Akureyri vikublað ræðir hún meðal annars um baráttu sína við alkóhólisma, ofvirknina og taugaáfall sem hún fékk fyrir fjórum árum. Þessa reynslu segir hún hafa haft mótandi áhrif á hana.
30.mar. 2017 - 13:05 433/Hörður Snævar Jónsson

Þessir eru svekktir að komast ekki í landsliðið – Listinn í heild

Íslenskir knattspyrnumenn hafa aldrei staðið sig jafn vel og síðustu ár, það er staðreynd sem erfitt er að líta fram hjá miðað við stöðu landsliðsins. Íslenska karlalandsliðið átti eins og flestir vita frábæru gengi að fagna á EM í Frakklandi í fyrrasumar, liðið hefur svo byrjað vel í undankeppni fyrir HM í Rússlandi árið 2018.
30.mar. 2017 - 12:59 Ari Brynjólfsson

Birgir lét Kristján Berg heyra það - Þá mætti Fiskikóngurinn

Kristján Berg Ásgeirsson, eða fiskikóngurinn eins og hann er iðulega kallaður, svaraði fyrir sig. Í gær kom fram að Kristján hefði boðið fólki á Akranesi sem gæti hugsanlega misst vinnuna að starfa fyrir hann. Um 93 manns eiga á hættu að missa vinnuna ef HB Grandi lokar botnfiskvinnslu á Akranesi, lét fiskikóngurin fylgja með netfang og símanúmer til að fólk gæti haft samband við sig ef það missti vinnuna.
30.mar. 2017 - 10:48 Eyjan

„Merkilegt að ráðist skyldi í að vefa svo flókinn vef blekkinga ef hann skipti engu máli“

„Það er merkilegt að ráðist skyldi í að vefa svo flókinn vef blekkinga ef hann skipti engu máli. Blekkingin, sem engu máli skipti, var svo viðkvæmt mál að aðrir fjárfestar í S-hópnum máttu, eins og fram kemur í skýrslunni, ekkert af henni vita,“ segir í leiðara Morgunblaðsins í dag. Þar heldur Davíð Oddsson ritstjóri iðulega á penna.
30.mar. 2017 - 09:50 Ari Brynjólfsson

Thomas Møller fer fyrir dómara í dag

Thomas Møller Olsen, sem grunaður er um að hafa valdið dauða Birnu Brjánsdóttir, verður leiddur fyrir dómara í dag þar sem farið verður fram á áframhaldandi gæsluvarðhald. Thomas Møller hefur setið í gæsluvarðhaldi í tíu vikur, allt frá því hann var handtekinn um borð í grænlenska togaranum Polar Nanoq.
30.mar. 2017 - 08:57 Eyjan/Ari Brynjólfsson

Helmut í Hauck & Aufhäuser: Við vorum aldrei raunverulegur eigandi

Helmut Landwehr, meðeigandi og framkvæmdastjóri í þýska bankanum Hauck & Aufhäuser, sagði rannsóknarnefnd Alþingis að bankinn hefði ekki verið raunverulegur eigandi. Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Sagði Landwehr að til þess að Hauck & Aufhäuser hefði getað orðið raunverulegur eigandi með fjárfestingu upp á 35 milljónir Bandaríkjadala hefði þurft að fá samþykki hjá stjórn bankans og að tilkynna það til þýska fjármálaeftirlitsins, hvorugt hafi verið gert.
30.mar. 2017 - 08:00 Austurland

Hýsir listamenn frá öllum heimshornum í gömlu frystihúsi

„Á síðasta ári stækkaði listamannadvalar-hlutinn hjá okkur um rúmlega helming en það þýðir að við erum með sjö manns á hverjum tíma í stað þriggja áður,“ segir Una Sigurðardóttir en hún er ein þremenninganna sem eru í forsvari fyrir Sköpunarmiðstöðina á Stöðvarfirði. Ásamt henni eru það Rosa Valtingojer og Vincent Wood sem eru í forsvari fyrir þetta listamannarekna samvinnufélag sem tók yfir rekstur gamla frystihússins á staðnum.
29.mar. 2017 - 23:30 Þorvarður Pálsson

Köngulær geta étið mannkynið með húð og hári á einu ári

Köngulær finnast um víða veröld, mörgum eflaust til mikillar mæðu. Sumir glíma við mikinn ótta við hin áttfættu verur sem margar hverjar eru meinlausar en sumar tegundir eru baneitraðar. Hér á landi eru þær ekki til mikilla ama og meinlausar. Nú hefur ný rannsókn tveggja vísindamanna sem birt var í ritrýnda tímaritinu The Science of Nature varpað nýju ljósi á hve mikið magn köngulær borða á ári og af þeim er ljóst af ef sá gállinn er á þeim gætu köngulær borðað allt mannkyn á einu ári og samt verið með pláss fyrir meira.
29.mar. 2017 - 22:00 Kristján Kristjánsson

Þess vegna áttu ekki að fara í bað rétt fyrir háttatíma

Það getur verið svo ótrúlega gott að fara í heitt bað eða sturtu og skríða svo upp í rúm. En niðurstöður rannsóknar sýna að það er ekki gott fyrir fólk að fara í bað rétt áður en farið er upp í rúm að sofa. En samt sem áður getur það gert góða hluti fyrir líkamann að fara í bað fyrir háttinn en tímasetningin verður að vera mjög nákvæm.
29.mar. 2017 - 12:23

Þú klikkar ekki með þessar í pakkanum: Topp fimm fermingargjafirnar frá Tölvuteki

Það fer varla framhjá neinum að fermingarnar eru á næsta leyti og það er allajafna sannað mál að unglingum vegnar betur í lífinu fái þau góðar græjur í fermingargjöf. Það eykur bæði lífsgæði þeirra og vinsældir í skóla og frístundum. Viljum við frá Tölvuteki benda á fimm vinsælustu fermingargjafirnar í ár og gera ykkur þannig lífið auðveldara með að velja gjöf handa uppáhaldsfrænkunni eða frændanum.
29.mar. 2017 - 21:30 Eyjan

Öryrkjar verða fyrir fordómum – Afætur og bótasvikarar

„Kerfið er í stríði við fátækt fólk og veikt. Það er skömm okkar tíma. Við sváfum öll á vaktinni á meðan Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur lögðu verkó niður og við ypptum öxlum yfir fréttum af bágum kjörum fólks á örorkubótum. Við sváfum líka þegar Vinstri-Grænir og Samfylking fóru í krónu á móti krónu skerðingu á kjörum öryrkja. Nú erum við að horfa á Landspítalann mygla í fréttum án þess að kjósa annað en flokka sem vilja okkur almenningi ekki vel.“
29.mar. 2017 - 21:00 Þorvarður Pálsson

Páfagaukur eitraði fyrir hundum eiganda síns með útsmognum hætti

Páfagaukurinn Peaches. Páfagaukar eru klárir fuglar og geta gert ýmsan óskunda þó að þeir séu auðvitað upp til hópa góð og skemmtileg gæludýr. Þeir geta margir hermt eftir röddum mannfólks og það var einmitt þannig sem einum páfagauk tókst næstum að drepa þrjá hunda sem eigandi hans átti einnig. Ekki er ljóst hvort að afbrýðissemi hafi rekið hann áfram eða hvort einbeittur brotavilji hafi verið að baki.
29.mar. 2017 - 20:12 433/Hörður Snævar Jónsson

Jón var með endalausa standpínu á EM – Barnaði kærustuna sína

Jón Friðrik Sigurðarson var einn af stuðningsmönnum Íslands sem stálu senunni á EM í Frakklandi síðasta sumar. Jón fór á EM með kærustu sinni, Hafdísi Kristínardóttir og mömmu hennar.
29.mar. 2017 - 20:00 Eyjan/Ari Brynjólfsson

Þór vill að borgin rifti samningum við Ólaf: Borgarfulltrúar svara fullum hálsi

Þór Saari fyrrverandi þingmaður og frambjóðandi Pírata í síðustu þingkosningum hvetur Pírata til að taka skýlausa afstöðu til samnings borgarinnar við Ólaf Ólafsson í ljósi niðurstöðu skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis sem birt var í dag. Þar sem Halldór Auðar Svansson borgarfulltrúi Pírata sé hluti af meirihlutanum í borginni þá sé full ástæða til að hvetja hann til að segja sig frá því samstarfi ætli meirihlutinn í borgarstjórn ekki að rifta samningnum við Ólaf um lóðir og byggingar í Vogahverfi
29.mar. 2017 - 19:00 Kristján Kristjánsson

Þú borðar meira og óhollari mat ef þú borðar fyrir framan sjónvarps- eða tölvuskjáinn

Margir borða oft fyrir fram tölvuskjáinn eða sjónvarpið en það hefur í för með sér að fólk borðar  oft meira en ella og óhollari mat. Það er því gott ráð að beina meiri athygli að matnum og forðast að borða fyrir framan skjáinn.
29.mar. 2017 - 18:00 Eyjan/Þorvarður Pálsson

Ólafur Ólafsson segir ríkið ekki hafa tapað á sölu Búnaðarbankans

Ólafur Ólafsson kaupsýslumaður hefur gefið frá sér yfirlýsingu vegna skýrslu Rannsóknarnefndar Alþings á þátttöku þýska bankans Hauck & Aufhäuser í einkavæðingu Búnaðarbankans í ársbyrjun 2003.
29.mar. 2017 - 17:06 Þorvarður Pálsson

Keflavíkurflugvöllur rýmdur og allir farþegar sendir í vopnaleit vegna mistaka

Flugstöðin á Keflavíkurflugvelli hefur verið rýmd og allir farþegar sem þar voru þurftu að fara í gegnum vopnaleit en talið er að á milli tvo og þrjú þúsund manns séu þar. Ekki er vitað hve langan tíma þetta muni taka. Ástæða þessa er mistök sem gerð voru þegar flugvél frá Nuuk á Grænlandi lenti á vellinum og var ekið að röngu landgönguhliði. Farþegarnir fóru því í flugstöðina án þess að hafa farið í gegnum vopnaleit. Þegar þetta var ljóst var flugstöðin rýmd og allir sem þar voru sendir í vopnaleit.
29.mar. 2017 - 16:20 Eyjan/Ari Brynjólfsson

HB Grandi verður áfram á Akranesi ef bæjarstjórnin stendur við sitt: „Þetta var varnarsigur“

Verkalýðsfélag Akranes var rétt í þessu að ljúka fundi með stjórnendum HP Granda. Stóð fundurinn yfir í klukkutíma. HB Grandi hafði áformað að láta af botnfiskvinnslu á Akranesi. Þar starfa nú um 270 starfsmenn innan samstæðu HB Granda, þar af starfa 93 við botnfiskvinnsluna. Það var því mikill fjöldi fólks sem átti á hættu á að missa vinnu sína.
29.mar. 2017 - 15:22 Þorvarður Pálsson

Hrafnhildur 6 ára fékk auka páskaegg og gaf það Mæðrastyrksnefnd: Skorar á börn í sömu stöðu að gera slíkt hið sama

Hrafnhildur Eyrún afhendir páskaeggið Nú nálgast páskarnir óðfluga og þá gefa margir foreldrar börnum sínum páskaegg af því tilefni. Sumir krakkar eru svo heppnir að fá fleira en eitt egg. Hin sex ára gamla Hrafnhildur Eyrún Hlynsdóttir fékk eitt páskaegg frá móður sinni og annað þegar hún fór á fótboltamót í dag.
29.mar. 2017 - 14:00 Þorvarður Pálsson

,,Af hverju eru þá börnin okkar veik“ - Lóa segir geðbrigðismál barna í ólestri

Lóa ásamt Páli Magnússyni, Nicole Leigh Mosty og Óla Birni Kárasyni. Mynd: Eyjar.net Hitti þrjá stjórnarþingmenn til að ræða ástandið í geðheilbrigðismálum barna og unglinga. Lóa Baldvinsdóttir Andersen er leikskólakennari í Vestmannaeyjum og móðir 13 ára stúlku sem á við erfið andleg veikindi að stríða. Dóttir hennar er afar kvíðin og á í erfiðleikum með að fara út úr húsi. Þessi vandamál byrjuðu að láta á sér kræla í október 2015 og litla þjónustu er að fá í Vestmannaeyjum fyrir börn sem glíma við slíkt. Hún skrifaði opið bréf til þingmanna til að vekja athygli á þessu ástandi líkt og fjallað hefur verið um áður hér á Pressunni.
29.mar. 2017 - 13:00 Þorvarður Pálsson

Brexit hafið fyrir alvöru

Tim Barrow afhendir Donald Tusk bréfið. Æðsti fulltrúi Bretlands hjá Evrópusambandinu, Tim Barrow, gekk fyrir skömmu inn á skrifstofu Donald Tusk, forseta Evrópuráðsins og afhenti honum bréf þar sem kemur fram að stjórnvöld í London hafi virkað 50. grein Lissabon sáttmálans um útgöngu úr Evrópusambandinu. Þetta eru stærstu stjórnmálatíðindi í Bretlandi og jafnvel Evrópu allri frá lokum síðari heimsstyrjaldar.
29.mar. 2017 - 12:39 Eyjan/Ari Brynjólfsson

Rannsóknarnefnd Alþingis: Þjóðþekktir viðskiptamenn komu að fléttu Ólafs og félaga

Allnokkrir Íslendingar komu að málum þegar kom að sölu á hlut Búnaðarbankans til þýska bankans Hauck & Aufhäuser. Þar eru margir nafntogaðir Íslendingar úr heimi viðskipta. Fram hefur komið að bankinn var aldrei fjárfestir í reynd, þó 45,8% hlutur ríkisins í Búnaðarbankanum var seldur honum í janúar 2003. Stjórnvöld voru skipulega blekkt í aðdraganda og kjölfar sölunnar.
29.mar. 2017 - 11:44 Þorvarður Pálsson

Björn Jörundur syngur nýtt Eurovision lag

Björn Jörundur með dönsurum í myndbandinu. Keppir Björn Jörundur í Eurovision fyrir Íslands hönd í stað Svölu Björgvins? Hinn landsþekkti poppari og leikari Björn Jörundur Friðbjörnsson leikur í þáttunum Líf eftir dauðann sem frumsýndir verða á RÚV um páskana. Þættirnir segja frá poppstjörnunni Össa sem er að undirbúa sig fyrir að keppa fyrir Íslands hönd í Eurovision.
29.mar. 2017 - 10:21 433/Hörður Snævar Jónsson

Aron Einar náði merkum áfanga með landsliðinu

70 landsleikur Arons kom í sigri á Írlandi í æfingaleik ytra í gær. Aron var 27 ára gamall og 340 daga gamall þegar hann náði þessu afreki.
29.mar. 2017 - 10:00 Eyjan/Ari Brynjólfsson

Sigurbergur í Fjarðarkaupum: „Þegar við drekkum þá dettum við í það“

Sigurbergur Sveinsson kaupmaður í Fjarðarkaupum segir það „endemis rugl“ að halda því fram að áfengi sé matvara, áfengi sé vímu- og fíkniefni og vill hann ekki að það verði selt í matvöruverslunum. Sigurbergur vitnar í niðurstöður nýrrar evrópskrar heilsufarsrannsóknar sem sýnir að Íslendingar drekka sjaldnar áfengi en ýmsar þjóðir sem við höfum borið okkur saman við en við drekkum meira í hvert sinn:
29.mar. 2017 - 09:00 Austurland

77 milljónir í framkvæmdir á ferðamannastöðum

Austfirsk verkefni hlutu alls um 77 milljónir króna. Alls var úthlutað 610 milljónum til verkefna víðs vegar um landið. Styrkflokkarnir eru þrír, til ríkisstofnana, til sveitarfélaga og til einkaaðila en hæsti styrkurinn í flokki einkaaðila á landsvísu, tæpar 5,9 milljónir, fer til Highland Hostel ehf., sem rekur ferðaþjónustu að Laugarfelli á Fljótsdalsheiði.
29.mar. 2017 - 08:30 Eyjan

Steingrímur: Engar tilraunir gerðar til að múta mér – „Ber keim af umsáturskenningum“

Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi fjármálaráðherra segir að aldrei hafi verið reynt að bera á hann fé eða honum persónulega hótað þegar hann tókst á við bankahrunið í sinni ráðherratíð á árunum 2009 til 2013. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra hefur greint frá því að hann hafi fengið tilboð frá erlendum aðilum.
28.mar. 2017 - 23:00 Þorvarður Pálsson

Ógeðfellt mannsalsmál - Lögreglustjóri með áratuga reynslu segist aldrei hafa séð annað eins

Par reyndi að selja fimm mánaða ungabarn á netinu Á Internetinu má finna til sölu allt milli himins og jarðar, meira að segja ungabörn. Par nokkuð bauð barn sitt til sölu á smáauglýsingasíðu gegn greiðslu lágrar fjárhæðar. Málið hefur vakið mikinn óhug og lögreglustjóri með 34 ára reynslu af lögreglustörfum segist aldrei hafa unnið að viðlíka mannsalsmáli.
28.mar. 2017 - 22:30 Bleikt/Ragga Eiríks

13 hlutir sem þú ættir alls ekki að gera á meðan þú stundar kynlíf

Hegðun, atferli og framkoma í ástarleikjum er lykilatriði ef við ætlum að ná að tengjast bólfélögum okkar á fallegan hátt. Grunnurinn að góðu kynlífi er auðvitað að geta tjáð þarfir sínar og mörk, og á sama tíma að hafa rænu á að hlusta á það sem mótaðilinn þarf og hvar mörk hans liggja.
28.mar. 2017 - 22:00 Kristján Kristjánsson

Hann starfaði við bílastæðavörslu í 25 ár og varð milljónamæringur: Hugvitssemi hans hefur kætt marga

Við dýragarð í Bristol í Englandi er bílastæði fyrir 150 bíla og 8 rútur. Í 25 ár starfaði sami bílastæðavörðurinn á stæðinu og missti ekki úr einn einasta dag. Með miðavélina sína í höndunum rukkaði hann ökumenn um 1 pund fyrir að leggja fólksbíl á stæðinu en ökumenn stærri bíla urðu að greiða 5 pund. En dag einn mætti bílastæðavörðurinn samviskusami ekki til vinnu.
28.mar. 2017 - 21:46 433/Hörður Snævar Jónsson

Faðir á Íslandi hefur miklar áhyggjur af veðmálum á leiki hjá krökkum

Jón Birgir Valsson ritaði í dag áhugaverðan pistil á Facebook síðu sína þar sem hann flaggar áhyggjum sínum af veðmálastarfsemi á leikjum í yngri flokkum hér á landi. Jón Birgir er faðir drengs sem leikur í 2. flokki Fram og þar er vel mætt á leiki liðsins af mönnum sem stunda það að veðja á leikina.
28.mar. 2017 - 21:00

Hrím hönnunarhús: Sex sniðugar fermingargjafir

Fjölbreytt og fallegt úrval í Hrím. Pressan hefur tekið saman sex sniðugar fermingargjafir sem þú getur fengið bæði í vefverslun Hrím og í sjálfri versluninni. Um er að ræða hugmyndir sem henta bæði fyrir stráka og stelpur og eiga það allar sameiginlegt að vera á mjög sanngjörnu verði.
28.mar. 2017 - 21:00 Kristján Kristjánsson

Þyngstu og stærstu gullmynt heims stolið úr þýsku safni: Metin á 440 milljónir

Aðfaranótt mánudags var stærstu og þyngstu gullmynt heims stolið úr Bode-safninu í Berlín í Þýskalandi. Myntin er töluvert fyrirferðarmeiri en venjuleg mynt því hún vegur 100 kg og er 53 sm í þvermáli. Það er því tæplega hægt að stinga henni í buxna- eða jakkavasa.
28.mar. 2017 - 20:45 433/Hörður Snævar Jónsson

Sterkur sigur Íslands gegn Írum

Írland og Ísland mættust í vináttuleik í kvöld en leiknum lauk með Það var Hörður Björgvin Magnússon sem kom Íslandi yfir með marki beint úr aukaspyrnu á 22 mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Ísland spilaði vel í leiknum og var varnarleikur liðsins sérstaklega öflugur.
28.mar. 2017 - 20:39 433

Einkunnir úr sigri Íslands - Sverrir gjörsamlega frábær

Írland og Ísland mættust í vináttuleik í kvöld en leiknum lauk með Það var Hörður Björgvin Magnússon sem kom Íslandi yfir með marki beint úr aukaspyrnu á 22 mínútu og þannig var staðan í hálfleik.
28.mar. 2017 - 20:30 Bleikt

Myndin sem Ragga Nagli ætlaði aldrei að deila: „Svona er veruleikinn á æfingum“

Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Hún var að deila mynd á Facebook síðuna sína, mynd sem hún upprunalega ætlaði alls ekki að deila. En hún ákvað að deila myndinni því hún leggur mikið upp úr að sýna raunveruleikann, það sem gerist baksviðs en ekki leikritið.

28.mar. 2017 - 20:00 Smári Pálmarsson

Þetta er ódýrasta Airbnb gistingin á höfuðborgarsvæðinu

Mikil aukning hefur verið á íbúðum og herbergjum til leigu í gegnum Airbnb sem býður ferðamönnum gistingu víðsvegar um heim. Víða á höfuðborgarsvæðinu hér heima má tryggja sér gistingu í gegnum þessa þjónustu sem oft býður betur en hótelin – allavega þegar kemur að buddunni. Þessu fylgja vissulega kostir og gallar.
28.mar. 2017 - 19:00 Austurland

„Stærsta hindrunin var auðvitað að fara að vinna saman í raun og veru“

Ferðamönnum sem komu til Íslands fjölgaði um 39% milli ára í fyrra, og voru tæplega 1,8 milljónir. Arion banki spáir því að á þessu ári fjölgi þeim um 25%, en Íslandsbanki spáir enn meiri fjölgun, 30%. Ef það gengur eftir koma 2,3 milljónir ferðamanna til landsins í ár, með enn meira álagi á flugvelli, vegi, gististaði og náttúru landsins.
28.mar. 2017 - 18:00 Ari Brynjólfsson

Klaufabárðar, Lói og leiklistarprufur á kvikmyndahátíð í Bíó Paradís

Alþjóðleg Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík verður sett í Bíó Paradís nk. fimmtudag 30. mars kl. 17:00. Ofurhetjumyndin ANTBOY 3, opnunarmynd hátíðarinnar hefst kl. 18:00. Frítt inn, töframaður mætir og allir eru hjartanlega velkomnir.
28.mar. 2017 - 17:21 Eyjan

Stóra mútumálið: Þessir sögðu já – Þessir nei

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra var fjármálaráðherra í stjórn Sigmundar Davíðs frá 2013 til 2017, aðspurður um hvort honum hefði verið boðnar mútur eða honum hótað sagði Bjarni: Ég get svarað þessu einfaldlega, ég kannast við hvorugt. Sigrún Magnúsdóttir var umhverfis- og auðlindamálaráðherra frá 31.desember 2014, í samtali við blaðamann kannaðist hún ekki við að hafa verið boðnar mútur eða hafa verið hótað í tíð sinni sem ráðherra.
28.mar. 2017 - 16:10 Eyjan/Ari Brynjólfsson

Teitur: Áform HB Granda kalla á lækkun veiðigjalda – Lilja: „Hvers konar brandari er það?“

Teitur Björn Einarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að ef raunverulegur vilji sé til þess að treysta atvinnuskilyrði, auka starfsöryggi starfsfólks og auka byggðafestu þá eigi lækkun veiðigjalda að koma til greina. Ákvörðun HB að loka bolfiskvinnslu á Akranesi og segja upp 93 starfsmönnum var rædd á Alþingi í dag undir liðnum störf þingsins.
28.mar. 2017 - 16:02 Þorvarður Pálsson

Hjálpum Rebekku að finna sveinsstykki föður hennar

Fyrir rúmum tveimur vikum síðan urðu alvarleg mistök og sveinsstykki föður Rebekku Pétursdóttur fór fyrir mistök í gám Góða hirðisins hjá Sorpu á Dalvegi. Þegar Rebekka fór í Góða hirðinn fékk hún þær upplýsingar að sveinsstykkið, sem er forláta skápur væri að öllum líkindum seldur. Því biðlar hún til þeirra sem hugsanlega búa yfir upplýsingum um það hvar skápurinn er niðurkominn að hafa samband við sig í síma 865-0613. Rebekka er tilbúin að kaupa skápinn af hverjum þeim sem keypi hann.
28.mar. 2017 - 15:05 Smári Pálmarsson

Ekkert heitt vatn í Efra Breiðholti á morgun

Lokað verður fyrir heita vatnið í Efra Breiðholti á morgun milli klukkan 8:30 og 19 vegna viðgerðar á stofnlögn hitaveitu. Að því er fram kemur í tilkynningu frá Veitum er gat á lögninni og vatn flæðir úr henni í nærliggjandi brunn svo enginn hætta skapast vegna þess.
28.mar. 2017 - 15:00 Ari Brynjólfsson

WOW Cyclothon safnar áheitum fyrir Slysavarnafélagið Landsbjörg

WOW Cyclothon hjólreiðakeppnin verður haldin í sjötta sinn dagana 20.-23. júní. Í ár munu öll áheit sem keppendur safna renna til Slysavarnafélagsins Landsbjargar en sjálfboðaliðar félagsins bera uppi leitar- og björgunarstarf í landinu, auk þess að sinna viðamiklum slysavörnum á landsvísu.
28.mar. 2017 - 14:25 433/Hörður Snævar Jónsson

Gylfi: Hefur áhrif þegar það vantar marga lykilmenn

Gylfi Þór Sigurðsson leikmaður Swansea og Íslands segir það eðlilegt að það hafi áhrif á spilamennsku liðsins þegar það vantar jafn marga lykilmenn og raun bar vitni gegn Kosóvó á föstudag. Íslenska liðið var vængbrotið gegn Kosóvó á föstudag í undankeppni HM en vann 2-1 sigur. Gríðarlegt styrkleikamerki að mati flestra.
28.mar. 2017 - 14:00 Kristján Kristjánsson

Meirihluti þeirra sem gæsluvarðhalds er krafist yfir í Kaupmannahöfn eru útlendingar

Þrír af hverjum fjórum sem eru færðir fyrir dómara í Kaupmannahöfn, vegna kröfu um gæsluvarðhald yfir viðkomandi, eru útlendingar. Þetta kemur fram í gögnum sem BT og MX hafa fengið aðgang að. Frank Jensen, borgarstjóri segir þetta vera gremjulegt.
28.mar. 2017 - 13:00 Eyjan/Þorvarður Pálsson

,,Þarf þá að hljóma ótrúlega þó menn hafi rennt þrjátíu peningum silfurs undir vit forsætisráðherra örríkis norður undir heimskauti?“

Fyrrum forsætisráðherra heldur því fram að fleirum en honum hafi verið boðnar mútur af vogunarsjóðum. Þetta fullyrðir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrum forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokks og núverandi fyrsti þingmaður flokksins í Norðausturkjördæmi í viðtali í þættinum við DV í dag. Össur Skarphéðinsson, fyrrum ráðherra og þingmaður tjáir sig um þessar fullyrðingar Sigmundar í pistli á Facebook síðu sinni og beinir því til fjölmiðla að þeir komist til botns í þessu máli í stað þess að afgreiða þetta sem ,,hreina markleysu“ eins og hann orðar það og Sigmundur segir að margir álíti þetta hálfgerða sefasýki.

Veðrið
Klukkan 15:00
Skýjað
NNV3
7,9°C
Skýjað
NNA7
4,8°C
Léttskýjað
NA4
3,9°C
Alskýjað
Logn
4,6°C
Skýjað
NA5
5,3°C
Lítils háttar rigning
ANA9
4,4°C
Léttskýjað
NNA6
6,9°C
Spáin
Heyrn: Heyrir þú nógu vel? - mars
Börkur Gunnarsson
Börkur Gunnarsson - 20.3.2017
Horfi frekar á köttinn minn en Gunnar Nelson
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 22.3.2017
Margar samúðarkveðjur
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 25.3.2017
Víðtæk spilling?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 22.3.2017
Nokkrir fyrirlestrar framundan
Bryndís Schram
Bryndís Schram - 23.3.2017
Hann kom fyrir tæplega sextán árum
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 21.3.2017
Jóga - Fimmti hluti
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 27.3.2017
„Sorglegt og dapurt“
Austurland
Austurland - 23.3.2017
Að hafa ekki skoðun
Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson - 25.3.2017
Hverjir eiga lífeyrissjóðina?
Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson - 20.3.2017
Eftirámótmæli!
Arnaldur Máni Finnsson
Arnaldur Máni Finnsson - 26.3.2017
Að kunna að skammast sín
Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson - 27.3.2017
Tvöfalda kerfið
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 29.3.2017
Menn taki sjálfir ábyrgðina
Fleiri pressupennar