17. júl. 2017 - 13:30Þorvarður Pálsson

Pálmar segir íslenska háskóla glíma við vandamál – „Þetta mismunar nemendum“

„Háskólakerfið á Íslandi á við eilítið vandamál að stríða. Í of mörgum námskeiðum eru sömu prófin lögð fyrir nemendur ár eftir ár. Þeir nemendur sem verða sér úti um eldri prófin frá samnemendum eða prófbúðum eru því mun betur staddir en þeir nemendur sem gera það ekki og kjósa að læra allt námsefnið.“

Þetta skrifar Pálmar Ragnarsson um íslenska háskólakerfið í Bakþönkum Fréttablaðsins í dag. Hann segir það vera svo í ákveðnum fögum í háskólum landsins að það sé talið fullnægjandi að nemendur læri einungis svör gamalla prófa í stað þess að læra það efni sem til kennslu er. Það geri nemendum kleift að leika á kerfið og „ljúka námskeiðinu með hærri einkunn og mun minni fyrirhöfn“ eins og Pálmar orðar það.

Þetta hefur þó þann augljósa ókost í för með sér að nemandinn útskrifist úr námskeiðum með takmarkaða þekkingu á því efni sem þar var kennt. Auk þess mismunar þetta nemendum að mati Pálmars því þeir nemendur sem hafa litla þekkingu á námsefninu en þeim mun meiri á gömlum prófum hafi forskot á þá nemendur sem hafi mikla þekkingu á efninu en ekki á gömlum prófum. Vinafleiri nemendur hafi í krafti tengslanets síns meiri möguleika á að útvega sér gömul próf en aðrir enda dreifast þau hratt milli samnemenda.

Að nemendur hafi aðgang að gömlum prófum er í sjálfu sér ekki vandamálið skrifar Pálmar í Bakþönkum Fréttablaðsins, það geti hjálpað nemendum að undirbúa sig og skilja hvers er ætlast til af þeim á prófum. Það sé hins vegar ekki gott þegar sömu spurningar með sömu svörum komi á prófum ár eftir ár og ekki allir nemendur hafi þær upplýsingar undir höndum. Þá sé kerfið ekki að virka sem skyldi.

Pálmar tekur þó fram að svona sé ástandið ekki í öllum fögum í öllum háskólum landsins, stór hluti nemenda leggi hart að sér við að læra námsefni þeirra námskeiða sem þeir sæki og þannig ættu hlutirnir að ganga fyrir sig.

Í hvert sinn sem ég heyri "topp 250 í heiminum" hugsa ég um gömlu prófin og glotti út í annað. Ég hvet stjórnendur Háskóla Íslands og annarra háskóla til að skoða málið og taka á þessu,

skrifar Pálmar að lokum í Fréttablaði dagsins.

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt sem á heima á Pressunni?
Sendu okkur póst á pressan@pressan.is - Fyllsta trúnaðar gætt, sé hans krafist.18.júl. 2017 - 10:00 Bleikt

Opið bréf til konunnar sem dæsti við afgreiðslukassann

Åsa Skånberg, 34 ára sænsk kona, hefur vakið talsverða athygli fyrir færslu sem hún ritaði um lítið atvik sem varð í stórmarkaði í Svíþjóð fyrir skemmstu. Í færslunni segir Åsa frá því að röð hafi myndast á kassanum þegar loksins kom að henni. Þegar hún var búin að greiða fyrir vörurnar raðaði hún vörunum ofan í pokann, en tók þá eftir því að konan fyrir aftan hana dæsti og virtist mjög óþolinmóð vegna þess hversu langan tíma það tók fyrir Åsu að raða vörunum ofan í innkaupapokana.
18.júl. 2017 - 09:00 Kristján Kristjánsson

Norskt myndband slær í gegn: Þetta verður þú að sjá!

Norskt myndband hefur vakið mikla athygli á netinu undanfarið og nú hefur verið horft á það um 300 milljón sinnum. Myndbandið er gert til að vekja athygli á stöðu barna sem þurfa á fósturfjölskyldum að halda. Einnig er því ætlað að ná til fjölskyldna og fá þær til að íhuga að taka börn í fóstur, börn sem búa við erfiðar heimilisaðstæður og þurfa öruggt skjól á nýju heimili.
18.júl. 2017 - 08:00 Kristján Kristjánsson

Hressir Finnar settu heimsmet í nektarbaði: Sjáðu myndböndin

Mörg hundruð hressir Finnar settu heimsmet um helgina þegar þeir hoppuðu alsnaktir í vatn og héldu sig ofan í því í fimm mínútur. Alsnaktir er þó kannski ofmælt því allir þátttakendurnir voru með grænar sundhettur.
18.júl. 2017 - 07:52

Skipverjar af Polar Nanoq gefa skýrslu fyrir dómi í dag

 Grænlenski togarinn Polar Nanoq er nú í höfn hér á landi en sjö áhafnameðlimir munu gefa skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjaness í dag vegna morðsins á Birnu Brjánsdóttur í janúar. Thomas Møller Olsen, skipverja á Polar Nanoq, er gefið að sök að hafa myrt Birnu en hún hvarf aðfaranótt 14. janúar. 

18.júl. 2017 - 07:00

Ökumenn í vímu og án ökuréttinda: Fíkniefnamál

Síðdegis í gær var ökumaður handtekinn í miðborg Reykjavíkur en hann er grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna en auk þess reyndust ökuréttindi hans runnin úr gildi og bifreið hans var með röng skráningarmerki.
17.júl. 2017 - 22:00 Kristján Kristjánsson

Kýr réðust á þrjá ferðamenn: Fluttir með þyrlu á sjúkrahús

Þrír ferðamenn voru fluttir á sjúkrahús í gær með þyrlu eftir að kýr réðust á þá. Þetta átti sér stað í austurrísku ölpunum í gær. Ítalskur karlmaður var þar á ferð með hund sinn. Þegar þeir komu að hópi um 50 kúa ákvað maðurinn að ganga beint inn í hópinn með hundinn með sér. Vitni segja að maðurinn hafi öskrað og verið æstur að sjá.
17.júl. 2017 - 21:00 Bleikt

Les furðulegar bækur í neðanjarðarlestinni – Viðbrögð farþega bráðfyndin

Grínistinn Scott Rogowsky fer á kostum í myndbandinu Taking Fake Book Covers on the Subway. Þó hann segi ekki orð í myndbandinu þá lætur hann bókarkápurnar sem hann er með meðferðis tala fyrir sig. Scott fer í neðanjarðarlestina í New York með alls konar sprenghlægilegar bókarkápur af bókum sem eru ekki til. Eins og „Getting Away with Murder for Dummies“ og „How to Hold a Fart In.“ Hann þykist lesa bækurnar og vekur forvitni og áhuga fólks í leiðinni. Fólk ýmist furðar sig yfir bókarkápunum, flissar eða tekur myndir.
17.júl. 2017 - 20:25 Bleikt

Hugmyndaríkar aðferðir til að tilkynna meðgöngu

Það er alltaf mikið gleðiefni fyrir spennta foreldra að tilkynna að fjölskyldan sé að stækka. Það er misjafnt hvort fólk tilkynni það á samfélagsmiðlum eða í raunheimum en á okkar tæknivæddu tímum hið fyrrnefnda verið venjan. Við þekkjum þessar klassísku myndir, eins og þar sem pínkulitlum skóm er stillt upp hliðin á sónarmynd eða verðandi foreldrar brosa breitt og halda utan um bumbuna sem fer stækkandi.
17.júl. 2017 - 20:00 Kristján Kristjánsson

Þetta eru verstu ósiðir fólks samkvæmt stjörnumerkjunum

Sumir naga neglur, aðrir bölva hátt og enn aðrir stara á símann sinn öllum stundum. En hvað á við hvern og einn? Hvað segja stjörnumerkin um þetta? Á vefsíðunni Yourtango var nýlega birt samantekt yfir þetta og finnst sumum hún eflaust ansi athyglisverð.
17.júl. 2017 - 19:00 Þorvarður Pálsson

Áströlsk kona óskaði eftir aðstoð lögreglu í Minneapolis sem skutu hana til bana

Justine Damond. Síðastliðinn laugardag hringdi hin fjörtíu ára gamla Justine Damond á lögregluna vegna meintrar líkamsárásar. Tveir lögreglumenn fóru á staðinn og skömmu síðar var Damond látin. Nú stendur yfir rannsókn á málinu en lögreglumennirnir voru með slökkt á svokölluðum líkamsmyndavélum sem lögreglumönnum í borginni er skylt að bera.
17.júl. 2017 - 18:30 Bleikt

Fimm ástæður stöðugrar þreytu

Öll þekkjum við það að finna fyrir þreytu í byrjun vinnuvikunnar og stundum tekur það ótal klukkutíma að koma sér af stað, jafnvel þó að maður hafi sofið sína átta tíma. Það er fleira en lítill svefn sem getur haft áhrif á það hvort fólk er þreytt. Vefritið Medical Daily tók saman lista yfir fimm algeng atriði sem gætu verið að plaga fólk ef það finnur stöðugt fyrir þreytu
17.júl. 2017 - 18:00 Þorvarður Pálsson

Afbrotum á höfuðborgarsvæðinu fækkaði í júní – Fleiri farsímum stolið en færri reiðhjólum

Lögreglumenn við störf í miðborg Reykjavíkur. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur birt afbrotatölfræði fyrir júnímánuð. Þar koma fram upplýsingar um helstu afbrot sem lögreglu var tilkynnt um í síðasta mánuði en alls bárust 636 tilkynningar um hegningarlagabrot í mánuðinum sem er nokkur fækkun miðað við síðustu þrjá mánuði á undan, í flestum afbrotaflokkum. Hegningarlagabrotum hefur þó fjölgað um eitt prósent sé miðað við meðaltal síðustu þriggja ára á undan.
17.júl. 2017 - 17:30 Eyjan

Segja Sameinuðu arabísku furstadæmin að baki tölvuárásum á Katar

Deilur Sádi-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmanna við nágranna sína í Katar hófust fyrir alvöru í maí síðastliðnum þegar eldfimum tilvitnunum í emír Katar, Sheikh Tamim Bin Hamad al-Thani, var dreift um víðan heim. Nú hafa bandarískar leyniþjónustur gefið það út að tilvitnanirnar, sem voru uppspuni frá rótum, hafi verið runnar undan rifjum yfirvalda í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.
17.júl. 2017 - 17:00 Þorvarður Pálsson

Sala á hundakjöti eykst í Kína á sama tíma og fleiri halda hunda sem gæludýr

Frá hundamarkaði í Yulin. Árlega er hundakjötshátíð haldin í borginni Yulin í suðurhluta Kína og telja dýraverndunarsamtök að 15 þúsund hundum sé slátrað af því tilefni. Flestir hundarnir eru gæludýr eða villtir. Í Kína eru engin dýraverndunarlög en slík lagasetning hefur verið rædd lengi án þess að nokkuð hafi verið gert og andstaðan við hundakjötsát í landinu er að aukast.
17.júl. 2017 - 16:33 Þorvarður Pálsson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við sannfærandi sölumönnum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér tilkynningu þar sem ítrekaðar eru aðvaranir við erlendum sölumönnum sem bjóða fatnað til sölu á förnum vegi. Að sögn lögreglu bjóða mennirnir til sölu meintan gæðafatnað sem reynist síðan vera af nokkru lakari gæðum en lofað er.
17.júl. 2017 - 15:35 Þorvarður Pálsson

Greint frá nafni manns sem lést á Víkurheiði

Lögreglan á Suðurlandi hefur greint frá nafni manns sem lést af slysförum á gámasvæðinu á Víkurheiði við Selfoss þann 11. júlí síðastliðinn.
17.júl. 2017 - 15:00 DV

Jónína vill að Gunnar hætti að berjast og skammar eiginmanninn: „Jesú hefði ekki horft á þetta Gunnar!!!“

Jónína Benediktsdóttir íþróttafræðingur vill að Gunnar Nelson hætti að iðka MMA bardagaíþróttina. Biður hún Gunnar að fordæma slagsmálaíþróttir fyrir komandi kynslóðir. Líkt og alþjóð veit tapaði Gunnar Nelson í 1. lotu fyrir Santiago í bardaga í Glasgow í Skotlandi í gærkvöldi.
17.júl. 2017 - 14:30 Eyjan

Ræða Vilhjálms Birgissonar á Sumarþingi fólksins

Kæru vinir og félagar. Við erum hér samankomin á þessum fundi því við ætlum alls ekki að taka þátt í meðvikni, þöggun og gagnrýnislausri hugsun eins og gerðist fyrir hrun. Við erum líka hér samankomin til að mótmæla því siðrofi, þeirri sjálftöku, spillingu og græðgivæðingu sem enn og aftur eru farin að skjóta föstum rótum í okkar samfélagi.
17.júl. 2017 - 12:30 DV

Óprúttinn aðdáandi Santiago breytti Wikipedia-síðu um Gunnar Nelson

Gunn­ar Nelson mættti Argentínumanninum Santiago Ponzinibbio í Glasgow í Skotlandi í gær. Fyrir bardagann þótti Gunnar mun sigurstranglegri. Voru flestir áhorfendur á bandi íslenska bardaga kappans sem sótti hart að Santiago í byrjun. En eftir aðeins rúma mínútu hafði Santiago rotað Gunnar Nelson.
17.júl. 2017 - 12:00 Eyjan

Ábyrgð borgaryfirvalda mikil: Orðspor borgarinnar mun skaðast

Um helgina hófst nýr kafli í sögu Reykjavíkurborgar þar sem mismunun var lögfest og allt gert til að gera erlendum gestum borgarinnar erfitt fyrir. Orðspor Reykjavíkurborgar mun skaðast þegar ferðamaðurinn þarf að klöngrast frá t.d. á sunnudagsnóttum til og frá Aðalstræti í gengnum skemmtanalíf miðborgarinnar með töskur sínar út að Tollhúsinu eða Ráðhúsinu til að komast i eða úr millilandaflugi.
17.júl. 2017 - 11:14 433/Hörður Snævar Jónsson

Eiður Smári æfir með Breiðabliki

Eiður Smári er án félags og hefur verið það frá því undir lok síðasta árs þegar hann yfirgaf Pune City á Indlandi. Eiður gat aldrei spilað með félaginu vegna meiðsla en hann hefur ekki ákveðið næstu skref sín.
17.júl. 2017 - 11:00 Eyjan

Suður-Kóreumenn bjóða Norður-Kóreumönnum til viðræðna – Vilja létta á spennu á Kóreuskaga

Stjórnvöld í Seoul hafa sent erindi til nágranna sinna í Pyongyang þar sem þeim er boðið til viðræðna um hernaðar- og mannúðarmál á landamærum landanna til að létta á spennunni sem verið hefur milli landanna og koma aftur á sameiningum fjölskyldna sem skildar voru í sundur í kjölfar Kóreustríðsins. Norður-Kóreumenn hafa ekki svarað þessu tilboðið nágranna sinna í suðri.
17.júl. 2017 - 09:30 Þorvarður Pálsson

Ísland eitt fárra landa sem takmarka ljósabekkjanotkun – 9,5% þjóðarinnar fóru í ljós í fyrra

Alls takmarka 11 lönd heims notkun þegna sinna á ljósabekkjum með aldurstakmörkunum og er Ísland í þeim hópi. Þeim sem yngri en 18 ára eru er ekki heimilt að nýta sér slíka þjónustu hér á landi. Samkvæmt nýrri skýrslu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO valda ljósabekkir meira en 10 þúsund tilfellum af sortuæxlum á ári hverju. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.
17.júl. 2017 - 08:00 Kristján Kristjánsson

Ný rannsókn varpar ljósi á áhrif holls mataræðis á ævilengdina

Matur sem þessi lengir ekki ævina. Í fyrsta sinn hafa vísindamenn varpað ljósi á áhrif þess á ævilengdina að borða hollan mat. Flestir eru eflaust ekki í vafa um hvort er hollara þegar þeir sjá salat eða sveittan hamborgara. En samt sem áður fer oft svo að hamborgarinn freistar meira. En ef salatið er valið hefur það jákvæð áhrif á ævilengdina að sögn vísindamanna.
17.júl. 2017 - 07:00 Kristján Kristjánsson

Fjórir skotnir á kaffihúsi á Mallorca

Frá Mallorca. Fjórir gestir kaffihúss í bænum Peguera á Mallorca á Spáni voru skotnir síðdegis í gær. Fólkið sat á útisvæði kaffihússins þegar maður hóf skothríð. Árásarmaðurinn lagði síðan á flótta en lögreglunni tókst að hafa uppi á honum skömmu síðar og var hann handtekinn.
16.júl. 2017 - 22:00

Ferskt hráefni er lykillinn

Fáir veitingastaðir á Austurlandi hafa vakið jafn mikla athygli og sushistaðurinn Norð Austur á Seyðisfirði. Þrátt fyrir að vera aðeins tveggja ára gamall hefur hann nú þegar komist á hinn virta og heimsþekkta „White Guide Nordic“ (Norræni veitingastaðalistinn) sem tiltekur athyglisverðustu og bestu veitingastaðina á Norðurlöndunum. Austurland.is hafði á dögunum samband við Davíð Kristinsson, sem á og rekur staðinn ásamt vini sínum og mági Dýra Jónssyni. 
16.júl. 2017 - 21:00 Bleikt

Team Spark kappaksturslið HÍ gefur út heimildarmynd

Team Spark er kappaksturslið innan Háskóla Íslands sem ár hvert hannar og smíðar rafknúinn kappakstursbíl frá grunni með það að markmiði að keppa á Formúla Stúdent keppnum úti í heimi. Liðið samanstendur aðallega af verkfræðinemendum Háskóla Íslands en Formúla Stúdent er stærsta verkfræðinema keppni í heiminum.
16.júl. 2017 - 20:00 Þorvarður Pálsson

Hundamatur varð hund að bana – Framleiðandinn vill gefa hann til dýraathvarfs

Fyrirætlanir framleiðanda dýrafóðurs um að gefa hundamat, sem orðið hefur í að minnsta einum hundi að bana, til athvarfs fyrir hunda hefur mætt harðri gagnrýni. Evanger’s Dog & Cat Food Co. tilkynnti á heimasíðu sinni að mikið magn hundamatar sem matvælaeftirlitið í Bandaríkjunum lét innkalla yrði gefinn til hundaathvarfa.
16.júl. 2017 - 19:00 Ari Brynjolfsson

Fundu persónuleg skilaboð Rómverja – Of þunnur til að mæta í vinnuna

Leiðsögumaður í Rómverjaklæðum við vegg Hadríans. Fornleifafræðingar hafa grafið upp tugi skilaboða frá dögum Rómverja í Bretlandi. Skilaboðin eru talsvert áhugaverðari en hefðbundnar rústir þar sem þau gefa fádæma innsýn í daglegt líf Rómverja sem er alls ekki svo frábrugðið því sem við þekkjum. Í einum skilaboðunum biður einn rómverskur hermaður, Masclus, yfirmann sinn um að senda meira bjór til virkisins, í öðrum skilaboðum biður Masclus svo um veikindafrí. Það er ekki víst hvort þessi skilaboð tengist með beinum hætti en það er alls ekki hægt að útiloka að Masclus hafi einfaldlega verið þunnur.
16.júl. 2017 - 18:00 Bleikt

Konur þjást líka af klámfíkn: Missti vinnuna og hætti að borða

„Ég var hætt að borða og átti enga vini. Steininn tók úr þegar ég var rekinn úr vinnunni eftir að ég sofnaði við skrifborðið,“ segir hin 29 ára Jessie Maegan frá Devon á Englandi. Jessie þjáðist af klámfíkn. Sjálf segist hún hafa talið niður mínúturnar í að hún kæmist heim úr vinnu til að horfa á klámefni.
16.júl. 2017 - 17:30 Eyjan

Smábátafloti á hverfanda hveli

Tölur um fækkun smábáta sem gerðir eru út í atvinnuskyni i hljóta að vekja ugg, að minnsta kosti meðal þeirra sem vilja sjá veg sjávarbyggðanna sem mestan. Það er engum vafa undirorpið að smábátaflotinn skilur mikið eftir sig. Tekjurnar af slíkum bátum hríslast um æðar samfélagsins.
16.júl. 2017 - 17:00

Sæmundur gefur út bókmenntaverk ungra höfunda

Bókaútgáfan Sæmundur gefur um þessar mundir út tvö bókmenntaverk ungra höfunda, Smáglæpi Björns Halldórssonar og Kenopsíu Jóhönnu Maríu Einarsdóttur.
16.júl. 2017 - 16:00 Þorvarður Pálsson

Lifði af árás bjarndýrs – Vaknaði við björninn „bryðjandi“ á hausnum á sér

19 ára gamall starfsmaður sumarbúða í Colorado ríki í Bandaríkjunum getur prísað sig sælan að vera enn á lífi eftir að hafa lifað af árás bjarndýrs en hann vaknaði við það þegar dýrið var með höfuð hans upp í sér og var að reyna að draga hann út úr svefnpokanum sínum.Síðastliðinn sunnudag, um klukkan 4 um nótt að staðartíma, vaknaði drengurinn sem heitir Dylan að fyrra nafni við „bryðjandi hljóð“.
16.júl. 2017 - 15:00 Bleikt

Sigga Lena: Þarf ég maka til þess að eignast fjölskyldu?

Síðasta vor fór ég til kvensjúkdómalæknis sem er ekki frásögu færandi nema hvað hann opnaði augun mín enn þá frekar fyrir því hvað ég er orðin gömul en í haust fagna ég 32 árum.
16.júl. 2017 - 14:00

Rjóminn Sigurðar & Ineke

Íslenskir og erlendir myndlistarmenn keppast um að fá að taka þátt í sýningunni og er hún hvalreki fyrir austfirskt menningarlíf í ár eins og undanfarin sumur. Uppbyggingarsjóður Austurlands er stærsti styrktaraðili sýningarinnar fyrir utan Djúpavogshrepp sjálfan en listamennirnir sem taka þátt fá enga þóknun, standa margir hverjir að flutningi verka sinna og sjálfs sín sjálfir og standa straum að kostnaði við uppsetningu verkanna. Þar sem um marga listamenn er að ræða í mjög háum gæðaflokki þá eru og margir duldir þættir í uppsetningu listasýningar, tryggingamál og annað, sem hleypa kostnaði við svona sýningar upp.
16.júl. 2017 - 13:00 Eyjan

Samvinnuskólinn og skólakerfi framtíðar

Um miðjan maí vaknaði ég við umræðu um skóla, nútíðar og framtíðar. Kennsluhætti og framtíðarspár. Þar sem ég snérist um sjálfa mig og undirbjó mig að fara út í daginn rifjuðust upp minningar um besta skóla sem ég hef gengið í.
16.júl. 2017 - 12:00 Þorvarður Pálsson

Áfengi á stóran þátt í hamingjuríku hjónabandi

Því hefur lengi verið haldið fram að öl sé böl, en er það rétt? Það virðist að minnsta kosti ekki eiga við þegar kemur að hamingjuríkjum samböndum. Nú hefur ný rannsókn varpað nýju ljósi á áhrif áfengisneyslu á sambönd og er óhætt að segja að niðurstaðan sé áhugaverð. Vísindamenn við háskólann í Michigan í Bandaríkjunum stóðu að henni.
16.júl. 2017 - 11:00 Lifandi Vísindi

Leitin að hinu fullkomna andliti

Fegurð fer ekki aðeins eftir smekk eða menningu. Nýjar rannsóknir benda til að skynjun okkar á fallegu andliti sé að stórum hluta meðfædd. Vísindamenn geta meira að segja mælt sérstök heilaviðbrögð gagnvart fegurð.
16.júl. 2017 - 10:00 DV

Saga borðspilanna

Borðspil hafa fylgt manninum frá upphafi siðmenningar. Elstu borðspil sem fundist hafa, eins og Senet frá Egyptalandi og Backgammon frá Persíu, eru um 5000 ára gömul. Frá Indlandi hinu forna komu spil eins og skák, lúdó og slönguspilið sem er byggt á hindúískri speki um karma. Frá Afríku kom Mancala sem spilað var með fræjum. Á Norðurlöndum spiluðu víkingarnir ýmis taflspil sem byggja á herkænsku.
16.júl. 2017 - 09:00 Eyjan

Inga Sæland fyllti nánast Háskólabíó

Nánast húsfyllir eða á bilinu 850 og 900 manns voru á fundi sem haldinn var í dag, laugardag, í Háskólabíói að frumkvæði Ingu Sæland formanns Flokks fólksins. Fundurinn stóð frá klukkan 14 til rúmlega 16.
16.júl. 2017 - 07:45 Guðrún Ósk Guðjónsdóttir

Sex heimilisofbeldismál tilkynnt til lögreglu í nótt

Mikið annríki var hjá lögreglu í nótt en 50 mál voru skráð í dagbók lögreglu. Tilkynnt var um sex heimilisofbeldismál í gærkvöldi og í nótt. Gerendur í þremur málum voru handteknir og vistaðir í fangageymslu. Gerendur í hinum þremur málunum voru farnir af vettvangi þegar lögreglunni bar að garði. Haft verður upp á þeim síðar. Áverkar þolenda eru misalvarlegir.

15.júl. 2017 - 23:00 Bleikt

Par reynir dans úr Dirty Dancing en rotast

Lokadansinn í Dirty Dancing þegar Johnny lyftir Baby upp yfir hausinn á sér er eitt af þekktustu atriðum kvikmyndasögunnar. Parið Andy, 51 árs, og Sharon, 52 ára, vildu endurgera lyftuna en það heppnaðist ekki eins og þau voru að vonast eftir. Í stað þess að Sharon endaði tignarlega í loftinu fyrir ofan hausinn á Andy þá rotuðust þau og þurfti að fara með þau á slysadeild.
15.júl. 2017 - 22:00

Alvöru hátíð með þungum undirtón

Á Eistnaflugi sem fram fór síðustu helgi var margt um manninn og rjómi íslenskrar þungarokkssenu samankominn, enda hátíðin nokkurskonar árlegt landsmót þungarokkara. Að sögn aðstandenda var aðeins færra af erlendum hátíðargestum en verið hefur síðustu ár og hefur þar dýrtíðin í ferðaþjónustunni eflaust sitt að segja og sterkt gengi krónunnar. Umgjörð hátíðarinnar og skipulag hefur um leið sjaldan verið jafn vegleg og góð en fjöldi sjálfboðaliða koma að framkvæmd hennar. Í ár hlaut hátíðin bæði Eyrarrósina fyrir menningarstarf á landsbyggðinni og var valin Tónlistarhátíð ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum. Allt í allt spila yfir 60 hljómsveitir í Neskaupstað á og í tengslum við hátíðina.
15.júl. 2017 - 21:00 Bleikt

Er þér alltaf kalt? Ástæðan gæti verið þessi

Er oft hrollur í þér eða er þér stundum kalt á höndum og fótum? Öll finnum við fyrir þessu en í mismiklum mæli þó. Fyrir þá sem finna stöðugt fyrir kulda gæti verið kominn tími á að skoða málið betur því ástæðurnar fyrir kuldanum geta verið margvíslegar.
15.júl. 2017 - 20:00 Þorvarður Pálsson

Vísindamenn þróa ofurbanana – Gæti bjargað hundruðum þúsunda mannslífa

Banani er ekki það sama og banani. Í Ástralíu hafa vísindamenn við tækniháskólann í Queensland unnið hörðum höndum í meira en áratug að þróun banana sem með sanni má kalla ofurbanana. Markmiðið með þessari vinnu er að búa til banana sem eru ríkir af A vítamíni en hundruðir þúsunda barna deyja árlega vegna skorts á þessu lífsnauðsynlega vítamíni.
15.júl. 2017 - 19:00 Eyjan

Undirbúa stofnun Háskólaseturs

Fjarðabyggð hefur tekið höndum saman við fyrirtæki og stofnanir í sveitarfélaginu um samstarf í menntamálum fjórðungsins. Stærsta og metnaðarfyllsta verkefnið sem ráðist verður í er undirbúningur að stofnun Háskólaseturs Austfjarða.
15.júl. 2017 - 18:30 DV

Óhætt að fara á ylströndina í Nauthólsvík, saurgerlamengun hefur snarminnkað

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur gefið út tilkynningu varðandi skólpmengun í Nauthólsvík. Skólp flæddi úr bilaðri dælustöð við Faxaskjól í marga daga, sjósundsfólki, baðstrandargestum og göngufólki til mikils ama. Þá hafa borgaryfirvöld verið harkalega gagnrýnd fyrir að upplýsa ekki almenning um bilunina.
15.júl. 2017 - 18:00

Mælirinn er fullur

Dvalar- og hjúkrunarheimilið Höfði á Akranesi. Með ákvörðun kjararáðs og kjaradóms á síðustu mánuðum um verulegar hækkanir til æðstu embættismanna og stjórnmálamanna hefur tónninn verið sleginn fyrir aðra hópa þjóðfélagsins. Það er ekki nóg með að launahækkanir séu miklar, heldur eru þær afturvirkar allt að 19 mánuðum. Afturvirkar greiðslur nema hundruðum þúsunda og milljónum, til viðbótar við launahækkanirnar.
15.júl. 2017 - 17:30 Bleikt

Viðbrögð föður sem er viðstaddur fæðingu vekja mikla athygli

Dalo og Quintana eru sautján ára par og voru að eignast sitt fyrsta barn. Dalo var að sjálfsögðu viðstaddur fæðinguna ásamt myndavélum. En það var ekki verið að taka myndir fyrir fjölskyldualbúmið heldur voru þetta myndavélar frá hollenska raunveruleikaþættinum „Vier Handen Op Eén Buik“ eða „Fjórar hendur á bumbu.“
15.júl. 2017 - 17:00

Nýr hljómdiskur Kiriyama Family

Stuð og stemmning í lokin Kiriyama Family og gestaspilarar Sunnlenska hljómsveitin Kiriyama Family fagnaði útgáfu annarar breiðskífu sinnar sem ber nafnið „ Waiting For“  með veglegum útgáfutónleikum í Tjarnarbíói í Reykjavík  föstudagskvöldið 23. júní sl.
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10     Næstu síður > 

Veðrið
Klukkan 15:00
Alskýjað
NV2
12,8°C
Alskýjað
NNA2
13,8°C
Skýjað
S2
11,8°C
Alskýjað
NNV3
12,3°C
Heiðskírt
V2
21,5°C
Alskýjað
S3
12,7°C
Spáin
Gæludýr.is: Kong - júlí
(20-3) Húðfegrun: Gelísprautun - júlí/ágúst
Kristjon Kormakur Guðjonsson
Kristjon Kormakur Guðjonsson - 14.7.2017
Ég barði nauðgarann minn
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 15.7.2017
Undirheimafólkið
Björn Jón Bragason
Björn Jón Bragason - 10.7.2017
Versti umhverfissóði landsins
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 08.7.2017
Ábyrgð og samábyrgð
Björgvin G. Sigurðsson
Björgvin G. Sigurðsson - 08.7.2017
Paradís skotið á frest
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 15.7.2017
Ábyrgðin á óeirðunum 2008–9
Aðsend grein
Aðsend grein - 10.7.2017
5. akreinin
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 17.7.2017
Brot úr ræðu á Sumarþingi fólksins
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 19.7.2017
Enn eitt hneykslismálið
Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson - 16.7.2017
Rógburður þingmanns
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 14.7.2017
Jákvæð teikn á lofti
Magnús Þór Hafsteinsson
Magnús Þór Hafsteinsson - 15.7.2017
Smábátafloti á hverfanda hveli
Arnaldur Máni Finnsson
Arnaldur Máni Finnsson - 15.7.2017
Gömul speki og ný
Fleiri pressupennar