20. mar. 2017 - 21:00Ari Brynjólfsson

Með 279 þúsund á mánuði á sama tíma og ferðaþjónustan skilar 500 milljörðum á ári: „Þetta er okkur til skammar“

Rúta með ferðamenn á leiðinni inn í Þórsmörk. Mynd/Getty

Hópferðabílstjórar eru með einungis 1.600 krónur á tímann eftir 10 ára starf eða sem nemur um 279 þúsundum fyrir fulla dagvinnu á mánuði á sama tíma og ferðaþjónustan veltir meira en 500 milljörðum á ári. Þetta segir Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness.

Árleg velta í einkennandi atvinnugreinum ferðaþjónustu var 591 milljarður króna á síðasta ári samkvæmt tölum Hagstofunnar, en árið á undan námu heildarútgjöld erlendra ferðamanna 263 milljörðum króna. Búist er við 2,3 milljónum ferðamanna til Íslands í ár og mikill uppgangur hefur einkennt greinina undanfarin ár og starfa í dag um 24 þúsund manns á Íslandi við ferðaþjónustu. Frétt RÚV á föstudaginn um afbókanir ferðaskrifstofa hingað til lands vegna styrkingar krónunnar olli töluverðum titringi enda byggir atvinnugreinin á því að fólk vilji koma til landsins.

Norðurljósaferðir eru orðnar einkennandi fyrir ferðaþjónustuna að vetri til. Mynd/Getty

Sjá frétt: „Við erum ekki að horfa á eitthvað hrun í íslenskri ferðaþjónustu“

Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar sagði í morgun að vissulega sé hún með áhyggjur af málinu en að horfa þurfi á málið í heild, hingað til hafi henni fundist að stjórnvöld líti á ferðaþjónustu sem bólu en það sé ekki raunin. Vilhjálmur er sammála Helgu um að ferðaþjónustan sé ekki bara bóla sen muni springa:

Það sem ég hef hins vegar mestar áhyggjur af hvað ferðaþjónustuna varðar eru lág laun sem bjóðast þeim sem í greininni starfa. Nægir að nefna að hópferðabílstjórar eru með einungis 1.600 krónur á tímann eftir 10 ára starf eða sem nemur um 279 þúsundum fyrir fulla dagvinnu á mánuði,

segir Vilhjálmur.

Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness.

Segir hann slík laun vera til skammar líkt og svo mörg önnur mál sem snúi að launum verkafólks á Íslandi:

Ætlar einhver að halda því fram að atvinnugrein sem veltir 500 milljörðum geti ekki greitt hópferðabílstjórum hærri laun en 279 þúsund á mánuði fyrir fulla dagvinnu þar sem þeir bera ábyrgð á allt að 70 farþegum og það oft við erfiðar aðstæður á þröngum þjóðvegum landsins? Ég hef sagt það áður og segi það aftur, þetta er okkur til skammar eins og svo mörg önnur mál er lúta að lélegum launakjörum verkafólks, því miður.

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt sem á heima á Pressunni?
Sendu okkur póst á pressan@pressan.is - Fyllsta trúnaðar gætt, sé hans krafist.19.jún. 2017 - 12:20 Þorvarður Pálsson

Tryggvi hefur áhyggjur af femínískri „óheillaþróun“ – Telur kvenréttindabaráttu ógna íslenskri tungu

Í dag, þann 19. júní, er Kvenréttindagurinn haldinn hátíðlegur. Tryggvi V. Líndal, skáld og menningarmannfræðingur ritar í Morgunblaðið í dag grein sem ber yfirskriftina „Íslenskan og hættan frá femínismanum“ þar sem hann fjallar um meinta hættu sem steðjar að íslenskri tungu frá femínisma og kvenfrelsisbaráttu.
19.jún. 2017 - 12:00 Sælkerapressan

Uppskrift: Makkarónur með karamellufyllingu

Makkarónur eru bæði ótrúlega bragðgóðar og virkilega fallegar. Þessar bleiku og hvítu makkarónur eru fylltar með saltri karamellu...
19.jún. 2017 - 11:30 Kristján Kristjánsson

Íslamska ríkið heyrir bráðum sögunni til sem ríki en ekki sem hryðjuverkasamtök

Íraskar öryggissveitir í bardögum við ISIS-liða í Mósúl. Það er aðeins tímaspursmál hvenær Íslamska ríkið missir yfirráð yfir borginni Mósúl í Írak og öðrum bæjum sem hryðjuverkasamtökin hafa á valdi sínu í Sýrlandi og Írak. Þá mun Íslamska ríkið heyra sögunni til sem ríki en sem hryðjuverkasamtök verða samtökin áfram til.
19.jún. 2017 - 11:25 433/Hörður Snævar Jónsson

Verður Gylfi keyptur á tæpa fjóra milljarða?

Ensku götublöðin segja frá því í dag að Gylfi Þór Sigurðsson sé næstu á óskalista Everton. Everton hefur keypt Jordan Pickford og Davy Klaassen á fyrstu dögum félagaskiptagluggans.
19.jún. 2017 - 11:12 Eyjan

Gríðarstórt berghlaup ástæða flóðbylgja á Grænlandi: Myndband

Mikill viðbúnaður er nú í byggðunum á ströndum Uumanaq-fjarðanna vegna ótta við að fleiri flóðbylgjur fari á land. Allir íbúar í þorpinu Niaqornat hafa verið fluttir á brott. Þar búa um 50 manns. Íbúar í Illorsuit hafa sömuleiðis verið fluttir á brott.
19.jún. 2017 - 10:32 Þorvarður Pálsson

Grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna með 5 ára gamlan son sinn í bílnum

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði ökumann vegna gruns um akstur undir áhrifum vímuefna í gærkvöldi. Ökumaðurinn var með fimm ára gamlan son sinn með í bílnum, auk annars farþega á fullorðinsaldri sem var einnig grunaður um neyslu vímuefna. Sá var með tveggja ára son sinn með sér. Líkt og alltaf í málum þar sem börn koma við sögu var haft samband við barnaverndaryfirvöld.
19.jún. 2017 - 09:52 Ari Brynjólfsson

Bandaríkjamenn skutu niður sýrlenska orrustuþotu

Boeing F/A-18E Super Hornet. Bandarísk orrustuþota skaut niður sýrlenska orrustuþotu yfir Sýrlandi í gær, er þetta í fyrsta sinn sem bandaríski flugherinn lendir í beinum átökum við sýrlenska þotu og í fyrsta sinn síðan 1999 sem bandarísk orrustuþota skýtur niður aðra þotu. Sýrlensk stjórnvöld fordæmdu atvikið og segja það geta haft „alvarlegar afleiðingar“.
19.jún. 2017 - 09:06 Eyjan/Þorvarður Pálsson

Keyrði á gangandi vegfarendur í London – Vildi „drepa alla múslima“

Einn er látinn og 10 eru slasaðir eftir að hryðjuverkaárás í norðurhluta London. Karlmaður ók sendibíl á gangandi vegfarendur næri mosku í Finsbury Park. Hinn látni og allir hinir slösuðu eru múslimar og segja vitni að ökumaður sendibílsins, sem var einn í bílnum, hafi sagt að hann vildi „drepa alla múslima“.
19.jún. 2017 - 08:00 Kristján Kristjánsson

Flugvél lenti í mikilli ókyrrð: Margir farþegar beinbrotnuðu og hlutu höfuðáverka

Á þriðja tug farþega í vél China Eastern Airlines slösuðust í gærmorgun þegar vélin lenti í mikilli ókyrrð. Enginn slasaðist lífshættulega en leggja þurfti 11 farþega inn á sjúkrahús en þeir voru beinbrotnir eða með höfuðáverka.
19.jún. 2017 - 07:00

Ekið á hús: Reyndi að hlaupa undan lögreglumönnum – Á annan tug fíkniefnamála

Um klukkan hálf tólf í gærkvöldi var bifreið ekið á hús við Sléttahraun í Hafnarfirði. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur og var hann vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins. á fjórða tímanum í nótt reyndi ökumaður, sem er grunaður um ölvun við akstur, að hlaupa frá lögreglumönnum eftir að þeir stöðvuðu akstur hans á Grensásvegi. Lögreglumennirnir reyndust þó vera betri hlauparar og náðu manninum og handtóku hann.
18.jún. 2017 - 23:00 Þorvarður Pálsson

Skera upp herör gegn slúðri

Slúður um fræga fólkið ætti að öllu jafna að ógna stöðugleika ríkja og ráðandi öflum í samfélaginu enda er um að ræða að mestu meinlausan hlut sem fólk fylgist með sér til dægradvalar. Í kommúnistaríkinu Kína er hörð ritskoðun viðhöfð og vel fylgst með internetinu. Nú hafa embættismenn fundið sér nýjan andstæðing, slúður um ríka og fræga fólkið.
18.jún. 2017 - 22:00

Faraldur

Theodór Ingi Ólafsson Undanfarin ár hefur mikill faraldur geisað á Akureyri og reyndar víðar á landinu. Ég hef séð á eftir hverjum vininum á fætur öðrum í hendur þessa vágests. Vágests sem heltekur þau sem hans verða og umbreytir í eitthvað óþekkjanlegt. Þau sem sýkst hafa kvarta ekki yfir því sjálf, enda virðist helsta einkennið vera stórtækur heilaþvottur. Þau telja sig meira að segja vera orðin besta útgáfan af sjálfum sér.
18.jún. 2017 - 21:30 Eyjan

Samherji hefur fjárfest fyrir 11 milljarða á Eyjafjarðarsvæðinu á 3 árum

Samherji undirritaði um miðjan maímánuð lóðaleigusamning við Dalvíkurbyggð um 23.000 fermetra lóð undir nýtt húsnæði landvinnslu félagsins á Dalvík. Með samningnum er stigið stórt skref í átt að nýrri og fullkomnari vinnslu Samherja á Dalvík. Flutningur starfsemi Samherja á hafnarsvæðið skapar jafnframt möguleika fyrir bæjarfélagið að skipuleggja svæðið með öðrum hætti til hagsbóta fyrir samfélagið í heild.
18.jún. 2017 - 21:00 Kristján Kristjánsson

Færðu blöðrur af nýju skónum? Það er til ráð við því

Það eru til ótal ráð um hvernig á að forðast að fá blöðrur á fæturna þegar verið að er ganga í nýjum skóm. Ráðin eru að sjálfsögðu mjög mismunandi en eftir því sem sérfræðingur segir þá er til eitt næstum því skothelt ráð til að sleppa við blöðrur.
18.jún. 2017 - 20:30 Bleikt/Guðrún Ósk

Íslenskir förðunarfræðingar sitja fyrir svörum: Náttúruleg og ljómandi húð vinsæl í sumar

Bleikt fékk nokkra þekkta íslenska förðunarfræðinga, bloggara og snappara til að svara nokkrum skemmtilegum spurningunum. Þær sögðu okkur meðal annars hvaða snyrtivörur eru í uppáhaldi hjá þeim þessa stundina og hvaða förðunartrend verður í tísku í sumar.
18.jún. 2017 - 20:15 Eyjan

Íslendingar ætla að hjálpa Grænlendingum

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Suka K. Frederiksen, utanríkisráðherra Grænlands, ræddu fyrr í dag saman í síma vegna jarðskjálftans og flóðbylgjunnar sem skall á byggðinni Nuugaatsiaq í Uummannaq-firðinum í nótt. Utanríkisráðherra vottaði grænlenska ráðherranum samúð sína vegna atburðarins og bauð fram aðstoð og stuðning íslenska ríkisins ef á þyrfti að halda.

18.jún. 2017 - 20:00 Þorvarður Pálsson

Ruglingur í matvöruverslun olli því að foreldrar gáfu börnum sínum hundamat – „Nokkuð gott á bragðið“

Umrædd snarl er í umbúðum sem gætu allt eins verið utan af mannamat. Í hillum stórmarkaða má finna allt milli himins og jarðar, vandlega flokkað og raðað í hillur. Það skiptir miklu að allt sé á réttum stað því það er auðvelt að grípa eitthvað í fljótfærni, haldandi að varan sé eitthvað sem hún er ekki. Foreldrum sem verslað höfðu snarl fyrir börnin sín í matvöruverslun nokkurri í Whanganui á Nýja Sjálandi brá heldur betur í brún þegar krakkarnir lögðu sér það til munns því það reyndist vera hundamatur.
18.jún. 2017 - 19:30 Bleikt

Litríkasta heimili sem við höfum nokkurn tíman séð

Amina Mucciolo, betur þekkt sem Studio Mucci, kann svo sannarlega að lifa lífinu í lit! Íbúðin hennar er svo ótrúlega litrík og falleg að meira að segja einhyrningar eru afbrýðisamir. Ljós fjólubláir veggir, pastel litaðir skápar, blómaveggur, Hello Kitty örbylgjuofn og litríkar pappírströnur sem hanga úr loftinu endurspegla töfrandi persónuleika Aminu. Heimilið hennar er ekki aðeins litríkt heldur er hún oft með regnbogafléttur, í litríkum fötum og með glimmer förðun.
18.jún. 2017 - 19:00

Fiskeldi er framtíðaratvinnugrein á Íslandi

Einar K Guðfinnsson

Fiskeldi er hvarvetna í vexti, þar sem því verður komið við vegna náttúrulegra aðstæðna. Þetta á ekkisíst við hér við norður Atlantshafið.  ÍNoregi er stefnan tekin á fjórföldun eldisins, Færeyingar hafa byggt uppgríðarlega öflugt eldi, í Skotlandi er stefnt á tvöföldun eldisins. Kanadamennefla sitt eldi, Bandaríkjamenn stefna að aukningu og horfa sérstaklega tilsjóeldisins, Evrópusambandið hefur markað stefnu til þess að stuðla að vextifiskeldis í aðildarlöndum sínum.

18.jún. 2017 - 18:30 Eyjan

Sorglegar hátíðir?

Þær eru ágætar systurnar Melankólía og Nostalgía, og sér í lagi á sumrin þegar miðnætursólarbirtan slær á þær bjarma. Þá er ekki skuggsýnt í augnkrókum þeirra. Það getur verið töfrandi að stíga úr takti venjubundinna daga; Sjómannadagshelgin kemur í kjölfar Hvítasunnuhelgar í ár, og nú ber 17.júní upp á helgi líka. Sumarsins hátíð með einhverjum hætti út í gegn – ef við höfum ráðrúm til.
18.jún. 2017 - 18:00

Salka-Fiskmiðlun á Dalvík hefur starfað í 30 ár

Stjórnendur Sölku-Fiskmiðlunar hf. og makar gerðu sér glaðan dag á Hótel Hjalteyri í tilefni 30 ára afmælisins þann 17.maí sl. Sunnudaginn 15.mars 1987 boðaði Hilmar Daníelsson á Dalvík til fundar í Bergþórshvoli, félagsheimili Kiwanisklúbbsins Hrólfs á Dalvík. Tilgangur fundarins var að kynna hugmynd um stofnun fyrirtækis sem aflaði tilboða í fisk sem væri til sölu upp úr fiskiskipum. Stofnsamningur að fyrirtækinu Fiskmiðlun Norðurlands hf. var síðan undirritaður á Dalvík þann 17.maí 1987.
18.jún. 2017 - 17:30 Bleikt

Júlía var að gefa út sína fyrstu plötu: Glímir við mikla heyrnarskerðingu en hefur sungið frá barnsaldri

Júlía Árnadóttir er 29 ára Dalvíkingur og var að gefa út sína fyrstu plötu. Platan ber heitið „Forever.“ Júlía hefur áður gefið út smáskífuna „The same.“ Júlía á langan söngferil að baki. Þrátt fyrir að glíma við mikla heyrnarskerðingu hefur hún sungið frá barnsaldri. Hún söng mikið opinberlega á Norðurlandi áður en hún hóf lagasmíðar og textaskrif.
18.jún. 2017 - 17:00

,,Sjávarútvegurinn hefur knúið framfarir í íslensku atvinnulífi“ - segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra. Fáar þjóðir í veröldinni byggja afkomu sína í jafn ríkum mæli á fiskveiðum og við Íslendingar. Sjósókn hefur verið samofin lífskjarabaráttu þjóðarinnar í gegnum tíðina. Hún hefur verið uppistaða atvinnuþróunar hér á landi um árabil og hefur í raun haft mótandi áhrif á íslenska menningu með ótvíræðum hætti. Við berum að sama skapi alveg sérstaka virðingu fyrir hafinu, sjávarauðlindinni og umfram allt fyrir starfi sjómannsins.
18.jún. 2017 - 16:00 Kristján Kristjánsson

Þess vegna á að skola melónur áður en þær eru borðaðar

Á melónum geta verið bæði salmonella og nóróveirur og því er mikilvægt að skola þær vel áður en þær eru skornar og borðaðar. Það sama á við um aðra ávexti og grænmeti, það þarf að skola vel fyrir neyslu.
18.jún. 2017 - 15:30 Eyjan

Hert eftirlit með vigtun sjávarafla

Ónákvæmni við vigtun fiskafla, þar sem uppgefið íshlutfall er fjarri sanni, verður vigtunarleyfishöfum dýrt verði frumvarp sem nú liggur fyrir Alþingi að lögum. Fyrir þinginu liggur stjórnarfrumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um breytingu á lögum um umgengni um nytjastofna sjávar og lögumum Fiskistofu. Frumvarpið er nú hjá atvinnuveganefnd. Verði það að lögum mun Fiskistofa fá vald til að fylgjast mun betur en nú er hægt með vigtun fiskafla.
18.jún. 2017 - 15:00

Nýir togarar til landsins og samið um nýsmíði

Samherji, Útgerðarfélag Akureyringa og útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækið Fisk Seafood á Sauðárkróki hafa gert samninga við skipasmíðamiðstöðina Cemre Shipyard í Istanbul í Tyrklandi um smíði á fjórum nýjum ísfisktogurum. Samherji og ÚA kaupa þrjá togara, en einn fer til Fisk Seafood, Drangey SK-2, sem væntanlegur er til Sauðárkróks í lok sumars. Samherji tók á móti Kaldbak EA-1 í aprílmánuði og útgerðin á von á Björgúlfi EA-302 til Dalvíkur í júnímánuði. Nýverið kom nýr frystitogari til útgerðarfyrirtækisins Ramma í Fjallabyggð, Sólberg ÓF-1.
18.jún. 2017 - 14:30 Bleikt

Þúsundir íbúa á litlum eyjum: Magnaðar myndir af ótrúlegu þéttbýli

Auðn, friðsæld og fallegar strendur er eitthvað sem margir sjá fyrir sér þegar orðið eyja er nefnt. Málið er ekki alltaf svo einfalt eins og meðfylgjandi myndir bera með sér. Um allan heim eru eyjur sem eru svo þéttbyggðar að engu er líkara en maður sé staddur í miðri stórborg langt inni í landi. Hér að neðan má sjá nokkrar slíkar.
18.jún. 2017 - 14:00

Þrír nýir ísfisktogarar til Samherja: Kaldbakur, Björgúlfur og Björg öll til landsins á þe

Kaldabakur EA-1 KaldbakurEA 1, nýr ísfisktogari Útgerðarfélags Akureyringa, kom til heimahafnar áAkureyri í byrjun marsmánaðar en þá voru liðin 17 ár eru síðan nýsmíðað skipSamherja, Vilhelm Þorsteinsson EA-11 kom til Akureyrar. Kaldbakur var smíðaðurí Cemre skipasmíðastöðinni í Tyrklandi og er 62 metra langur og 13,5 metrabreiður. 
18.jún. 2017 - 13:33 433/Hörður Snævar Jónsson

Myndir - Stjörnufans þegar Aron Einar og Kristbjörg giftu sig

Aron Einar Gunnarsson fyrirliði Íslands gekk í það heilaga í gær við hátíðlega athöfn í Hallgrímskirkju. Aron Einar og Kristbjörg Jónasdóttir giftu sig og voru margir landsliðsmenn í knattspyrnu á svæðinu.
18.jún. 2017 - 13:30 Bleikt

Vinur mannsins í 10.000 ár

Egyptar til forna eru sagðir eiga heiðurinn af því að hafa fyrstir allra haldið ketti og er álitið að þeir hafi gert það í 3.600 ár. Franskir fornleifafræðingar hafa hins vegar fundið 9.500 ára gamla gröf á eynni Kýpur með manni og ketti í. Erfðafræðirannsóknir hafa leitt í ljós að um heimiliskött var að ræða.
18.jún. 2017 - 13:00 DV

Hollustufæði sem næringarfræðingar myndu aldrei láta ofan í sig

Ef þú ert ein/n þeirra sem er umhugað um heilsusamlegt mataræði þá ættir þú lesa lengra. Nýlega tók Daily Mail saman lista í samráði við næringarfræðinginn Rhiannon Lambert yfir vörur sem flestir telja til heilsufæðis en er það svo sannarlega ekki.
18.jún. 2017 - 12:00 Smári Pálmarsson

Límrúllan er bjargvætturinn sem þú hefur beðið eftir - Svona getur þú notað hana á heimilinu

Þeir sem eru með dýr á heimilinu þekkja það eflaust mætavel að þurfa að vera með límrúllu við höndina. Hún er hentug þegar fjarlægja þarf hár, kusk og óhreinindi af fötum – en hana má reyndar nota í ýmislegt annað á heimilinu. Hér eru nokkur frábær ráð sem tekin voru saman af Huffington Post.
18.jún. 2017 - 11:30 Bleikt

Ókurteisir kúnnar þurfa að borga meira fyrir kaffið

Austin Simms starfsmaður kaffihússins Cups var orðinn ótrúlega þreyttur á ókurteisum kúnnum svo hann tók til sinna ráða. Hann byrjaði að rukka fólk meira fyrir kaffibollann ef það gaf sér ekki tíma til þess að heilsa afgreiðslufólkinu á kaffihúsinu Cups.  Hann gerði í kjölfarið nýja verðskrá og stillti upp fyrir utan kaffihúsið sitt, til þess að vekja fólk til umhugsunar og gleðja gangandi vegfarendur. Kurteist fólk fær kaffibollann á 1,75 dollara en því ókurteisari sem þú ert, því dýrari verður kaffibollinn.
18.jún. 2017 - 11:00 Akureyri vikublað

„Innflytjendavandinn“ á Akureyri

Inga Sigrún Atladóttir Fyrir nokkru kom Hermína Gunnþórsdóttir frá HÍ á skólanefndarfund þar sem hún kynnti fyrir nefndinni niðurstöður rannsókna á aðlögun innflytjenda í grunnskólum á Akureyri.
18.jún. 2017 - 10:59 Eyjan

Jarðskjálfti og flóð á Grænlandi: Óstaðfestar fréttir um látna

Stór flóðbylgja lenti seint í gærkvöldi á þorpinu Nuugaatsiaq á Vestur-Grænlandi. Bylgjur gengu einnig á land í Uummannaq og Illorsuit.  Seinna í nótt kom flóðbylgja á Upernavik-svæðinu. Þetta er tæplega 200 kílómetrum norður af Illulissat.
18.jún. 2017 - 10:30 Eyjan

Framkvæmdastjóri IKEA: Verslun á villigötum

Mikil vakning hefur átt sér stað meðal íslenskra neytenda síðustu misseri og eru fyrir því ýmsar ástæður. Innkoma erlendra verslunarrisa hefur þar áhrif auk þess sem aðgengi að upplýsingum á netinu og möguleikarnir á að eiga viðskipti þar leika stórt hlutverk.
18.jún. 2017 - 10:00 Þorvarður Pálsson

Milljónir Bandaríkjamanna halda að súkkulaðimjólk komi úr brúnum kúm

Eins og hvert mannsbarn veit kemur mjólkin sem við drekkum úr kúm. Samkvæmt nýrri rannsókn samtaka bandarískra mjólkurframleiðenda eru milljónir íbúa landsins sannfærðir um það að mjólk með súkkulaðibragði sé afurð kúa sem eru brúnar á lit, ekki að um er að ræða mjólk sem bragðefnum er bætt út í.
18.jún. 2017 - 09:30 Bleikt

Beyoncé og Jay Z hafa eignast tvíbura

Tónlistargyðjan Beyoncé hefur fætt tvíbura. Á fimmtudaginn sást til Jay Z og dóttur þeirra Blue Ivy á sjúkrahúsi í Los Angeles. Það er óvíst nákvæmlega hvenær þeir fæddust og ekki er búið að tilkynna hvaða kyn tvíburarnir eru. Á föstudaginn sást til konu fara inn á sjúkrahúsið með blómvönd og tvær stórar blöðrur í laginu eins og barnafætur, ein blaðran var blá og hin bleik. Ef maður skoðar myndina betur sést skrifað „B+J“ á umslagið með blómvendinum.
18.jún. 2017 - 09:00 Kristján Kristjánsson

Norsk stjórnvöld vilja banna nemendum að hylja andlit sín í skólum landsins

Konur í búrkum. Torbjørn Røe Isaksen, menntamálaráðherra, og Per Sandberg, starfandi ráðherra innflytjendamála, hafa kynnt tillögu norsku ríkisstjórnarinnar um að banna nemendum að hylja andlit sín í norskum skólum og mun þetta eiga við um allar norskar menntastofnanir.
18.jún. 2017 - 08:30 Eyjan

Fjórtán fengu fálkaorðu

Forseti Íslands sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag, á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Hefð er fyrir því að veita fálkaorðuna á þessum hátíðardegi þóðarinnar. Þau sem hlutu orðuna nú eru eftirtaldir einstaklingar:
18.jún. 2017 - 07:55 Guðrún Ósk Guðjónsdóttir

Mikill erill hjá lögreglunni í nótt: Fangageymslur fullar

Mikill erill var hjá lögreglu í gærkvöldi og og í nótt. Fangageymslur lögreglu á Hverfisgötu og í Hafnarfirði eru fullar en 18 aðilar eru vistaðir í fangageymslur. Lögreglan stöðvaði bifreið á Bústaðavegi í gærkvöldi. Ökumaðurinn var grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna. Þá var töluvert af ætluðum fíkniefnum í bifreiðinni og voru ökumaður og þrír farþegar handteknir og vistaðir fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.
18.jún. 2017 - 07:00

KERECIS hlaut Vaxtarsprotann 2017 - lækningavörufyrirtæki sem notar roð til að græða sár

FyrirtækiðKerecis jók veltu um 100% milli ára og hlaut Vaxtarsprotann 2017. Fyrirtækiðfékk  viðurkenningu fyrir öflugauppbyggingu sprotafyrirtækis á síðasta ári þegar ferðamála-iðnaðar- ognýsköpunarráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, afhentiVaxtarsprotann 22. maí sl. í Kaffi Flóru í Grasagarðinum í Laugardal
17.jún. 2017 - 23:00

Sólberg ÓF-1: Fullkomnasta frystiskip flotans leysir tvo eldri togara af hólmi

Sólberg ÓF-1 við bryggju á Siglufirði við komuna til landsins, en það var smíðað í Tyrklandi. Útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækið Rammi hf. hefur gert út 5 skip frá Fjallabyggð og Þorlákshöfn, þ.e. Fróða ÁR-38, Jón á Hofi ÁR-42, Mánaberg ÓF-42, Múlaberg SI-22 og Sigurbjörgu ÓF-1.Útgerðin fékk nýlega nýjan frystitogara, Sólberg ÓF-1 í flotann, nýjasta og fullkomnasta skip frystiskipaflotans, jafnfram það stærsta, en seldir verða togararnir Sigurbjörg og Mánaberg eða úreltir.
17.jún. 2017 - 22:00 Kristján Kristjánsson

Foreldrar sakfelldir fyrir manndráp af gáleysi – Urðu 7 mánaða syni sínum að bana – Gáfu honum bara grænmetismjólk

Belgískir foreldrar hafa verið dæmdir í sex mánaða fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Fólkið, sem rekur verslun með heilsuvörur, gaf syninum aðeins grænmetismjólk að drekka síðustu fjóra mánuði lífs hans. Grænmetismjólkin var meðal annars búin til úr höfrum, hrísgrjónum og hveiti.
17.jún. 2017 - 21:30 Eyjan

Borgarlína, umferðarslaufur og steinaldarmenn

Það er varla til borg í okkar heimshluta sem ekki leggur mikið upp úr almenningssamgöngum, að eitthvert form þeirra sé ekki eitt af þeirra kennitáknum. Nema kannski okkar höfuðborg Íslands og svo sumar amerískar borgir. Um stórar og smáar byggðir víðast í Evrópu aka sporvagnar; maður hlýtur að furða sig á því miðað við umræðuna hér hvernig viðkomandi yfirvöld hafa haft efni á því að byggja upp slík kerfi. Margar borgir er ekki hægt að hugsa sér án almenningssamgöngukerfanna; hvernig væri París án síns metró, eða London og New York ef ekki væru neðanjarðarlestirnar? 
17.jún. 2017 - 21:00

Hetjur hafsins

Það er ekki að ástæðulausu sem sjómenn á Íslandi eiga sinn eigin dag. Sagnir af afrekum og dáðum íslenskra sjómanna eru ófáar. Yfir þeim er ásýnd hetjunnar sem einskis lætur ófreistað til að draga björg í bú. Sjómaður nútímans gegnir stóru hlutverki í gangverki efnahagslífsins, þótt ýmsir kjósi að gleyma því þegar vel árar í öðrum geirum. Sjálfsagt ekki ósvipað því og þegar menn hugðust gera Ísland að fjármálamiðstöð heimsins, þar lægi framtíðin. Bankaævintýrin eru úti, en sjávarútvegurinn á sínum stað. Sjávarútvegurinn dró vagninn þegar mest þurfti á að halda. Svo komu ferðamennirnir og vafalítið margir sem sjá fram á að þeir verði sú stoð sem bankarnir voru áður. En flest er í heiminum hverfult, en eitt breytist ekki; fólk þarf að borða. 
17.jún. 2017 - 20:30 Eyjan

Stuðlað að aukinni notkun endurnýjanlegrar orku í fiskimjölsiðnaði

Ísland vill með ábyrgum hætti taka á þeim vanda sem steðjarað, sé ekkert aðhafst, í loftlagsmálum en í því samhengi má nefna að Íslandgerðist fyrir lok árs 2015 aðili að Parísarsamkomulaginu. Mikilvægt er að nýtaþau tækifæri sem fyrir hendi eru til að draga úr neikvæðum áhrifum á umhverfiðfrá athafnasemi okkar. Í virðiskeðjum sjávarfangs er eftir miklu að slægjastvarðandi bætt umhverfisáhrif frá veiðum og vinnslu. 
17.jún. 2017 - 20:00 Smári Pálmarsson

Allir þekkja hinar sígildu IKEA leiðbeiningar – Nú getur þú nýtt þær við eldamennskuna

„Þegar kemur að eldamennsku hika flestir við að bregða sér út af laginu. Því þykja nýjar mataruppskriftir flóknar. IKEA vildi sýna fólki að það getur verið gómsætt og einfalt að vera skapandi.“
17.jún. 2017 - 19:36 Eyjan

Tifandi eitursprengjur við strendur Noregs og í Eystrasalti?

Eftir seinni heimsstyrjöld var um fimmtíu þúsund tonnum af eitruðum efnavopnum kastað í hafið undan ströndum Noregs. Í sumum tilfellum voru gömul og aflóga skip úr stríðinu fulllestuð af slíkum vítisvélum, þau dregin til hafs og sökkt undan ströndum Suður-Noregs. Á um 200 ferkílómetra hafsvæði suðaustur af bænum Arendal er búið að finna 36 slík skipsflök á hafsbotni.
17.jún. 2017 - 19:30 Suðri

Ari Traust alþingismaður Vinstri grænna: Ekki leiddist mér

Ef til vill sjá nýir þingmenn óljóst hvort eða hvernig störf hafa breyst á nýloknu þingi. Hvað sem því líður tel ég þingstörfin málefnalegri og heldur lausnarmiðaðri en oftast áður. Það kemur helst til í fastanefndum, líkt og Ásmundur Friðriksson hefur minnst á í grein í Suðra. Engu að síður hnykki ég á þeirri staðreynd að einhvers konar samræming, sátt og málamiðlanir í meirihluta þingmála er óraunhæfur kostur. Til þess eru pólitískar áherslur, hugmyndafræði og markmið flokka of ólík. 
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10     Næstu síður > 

Veðrið
Klukkan 03:00
Alskýjað
N2
9,0°C
Lítils háttar rigning
NNA3
8,6°C
NA2
7,2°C
Skýjað
N4
8,4°C
Alskýjað
NNV5
8,6°C
Alskýjað
NNV3
7,8°C
Spáin
(9-30) Gæludýr: Fleischeslust - júní
(12-25) Húðfegrun: Húðslípun
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 14.6.2017
Þetta rugl sem er í kringum lífeyrissjóðina
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 11.6.2017
Átakanleg saga kvenhetju
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 17.6.2017
Reiði og hefnd
Indíana Ása Hreinsdóttir
Indíana Ása Hreinsdóttir - 09.6.2017
Enn eitt hryðjuverkið
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 09.6.2017
Réttur leigutaka gagnvart leigusala
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 17.6.2017
Úrslitaleikur á móti Úkraínu
Sigurður G. Guðjónsson
Sigurður G. Guðjónsson - 18.6.2017
Glórulaus hugmynd hjá forsetanum
Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson - 09.6.2017
Borgarlínan er aukaverkefni!!
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 17.6.2017
Kammerherrann fær fyrir kampavíni
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 17.6.2017
Independence day - free from Icelandic
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 20.6.2017
Blaðabarnið gleymir
Fleiri pressupennar