15. maí 2012 - 20:36

Komum okkur út úr kreppunni: Spörum vaxtakostnað, aukum hagvöxt og komum til móts við heimilin

Róbert Wessman, stjórnarformaður bandaríska lyfjafyrirtækisins Alvogen, leggur til að farin verði „íslensk leið“ til að örva hagvöxt í landinu og fjölga atvinnutækifærum. Jafnframt myndi losna mjög um krónustöðu erlendra aðila og ríkið spara gífurlegar fjárhæðir í vaxtagjöldum.

Þetta kemur fram í viðtali sem birtist við Róbert á Eyjunni í dag, en hann var beðinn að ríða á vaðið í umfjöllun tveggja fréttamiðla Vefpressunnar, Eyjunnar og Pressunnar undir yfirskriftinni: Ísland út úr kreppunni.

Á næstu vikum munu Pressan og Eyjan fjalla um hugmyndir fjölmarga aðila í íslensku viðskiptalífi, háskólasamfélaginu og víðar þar sem stungið er upp á aðgerðum til að koma Íslandi út úr kreppunni og gera okkur kleift að sækja fram á nýjan leik.

Róbert útskýrir hugmyndir sínar þannig:

Það er hins vegar til önnur leið út úr þessum vanda. Sú leið myndi auka hagvöxt á Íslandi og fjölga atvinnutækifærum. Þessa leið mætti kalla „íslensku leiðina”, en með því að velja þá leið, þurfum við hvorki að reiða okkur á inngöngu í Evrópusambandið né taka upp erlendan gjaldmiðil.   Ísland getur metið kosti og galla þess að ganga í Evrópusambandið í framhaldinu, óháð núverandi gjaldeyrisvanda landsins og þannig tekið upplýsta ákvörðun á eigin forsendum, án þess að vera stillt upp við vegg í efnahagslegu tilliti.
 
Róbert minnir á að Seðlabanki Íslands hafi á síðustu vikum og mánuðum staðið fyrir útboðum þar sem erlendir krónueigendur geta skipt  íslenskum krónum yfir í evrur á gengi sem er um 40% hærra en skráð gengi Seðlabankans.  „Þarna eru krónueigendur í raun að afskrifa um 40%  af krónueign sinni með þátttöku í útboðinu. Þær upphæðir sem skipta um hendur í þessum útboðum duga þó skammt til að leysa krónuvandamál Íslendinga. Það sem er áhugavert er að erlendir krónueigendur eru tilbúnir til að skoða annað skiptigengi, en skráð gengi evru er hjá Seðlabanka Íslands,“ segir hann.

Í þessu felst lykillinn að „íslensku leiðinni“, segir Róbert og skýrir það nánar:

Lausnin felst í því að ríkissjóður gefur út út langtíma skuldabréf í evrum eða bandaríkjadal til lengri tíma, t.d. til 20 til 30 ára á lágum vöxtum. Þessir vextir gætu verið fastir vextir, ef til vill  2,0% árlegir vextir. Til samanburðar fór ríkissjóður nýverið í skuldabréfaútgáfu í Bandaríkjunum þar sem vextir voru 6% á skuldabréfum til 10 ára.
 
Þeim sem eiga krónur á Íslandi væri gefinn kostur á að skipta á krónum og þessum bréfum með 40% afslætti. Þeir sem hinsvegar nýta sér ekki slíkt skiptitilboð verða fastir með krónueign sína á Íslandi þangað til  búið er að greiða upp þessi skuldabréf.  Á sama tíma myndi ríkið þrengja, og í reynd takmarka, alla þá fjárfestingakosti sem þessum krónueigendum stæðu til boða, sem skapar frekari vilja til að kaupa þessi erlendu skuldabréf ríkisins.
 
Róbert segir að miðað við þessar forsendur myndu erlendar skuldir ríkisins hækka um 600 milljarða.  Hinsvegar megi reikna með að hægt sé að minnka gjaldeyrisvaraforða Seðlabanka Íslands um svipaða upphæð.  Samhliða eignist ríkið um 1.000 milljarða í íslenskum krónum.  Skuldastaða ríkissjóðs lækki því sem nemur 400 milljörðum íslenskra króna.   Ríkið gæti því mögulega komið til móts við skuldsett heimili, en mjög hefur verið kallað eftir raunhæfum aðgerðum í þeim efnum.  Áætlað er að að flöt 20% lækkun verðtryggðra lána hjá Íbúðalanasjóði myndi kosta ríkissjóð um 120 milljarða, svo dæmi sé tekið.   
 
„Við slíkar aðgerðir mun allt efnahagsumhverfið á Íslandi breytast verulega. Ríkið myndi lækka gjaldeyrisforðann og greiða niður að hluta innlendra skulda.  Á móti reiknast vextir af nýju erlendu skuldabréfi.  Mjög gróflega áætlað gæti því ríkið sparað um 50 milljarða íslenskra króna á ári með þessum aðgerðum, einungis í vaxtagjöldum.  Til samanburðar má geta að verðmæti þorskaflans uppúr sjó eru um 50 milljarðar íslenskra króna á ári.   Er þá fjölmargt annað ótalið sem reikna mætti til ávinnings í beinhörðum peningum,“ segir Róbert ennfremur.
Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt sem á heima á Pressunni?
Sendu okkur póst á pressan@pressan.is - Fyllsta trúnaðar gætt, sé hans krafist.26.des. 2014 - 16:00

Ótrúlegt góðverk: Victoria fékk óvænta gjöf - „Kökkur myndaðist í hálsinum“

,,Hjartað í ömmunni stækkaði um 5 númer og stór kökkur myndaðist i hálsinum“ segir Rós Sveinbjörnsdóttir en barnabarn hennar, Victoria Lind fékk svo sannarlega óvænta gjöf á Þorláksmessu. Victoria, sem er verulegu heyrnarskert hafði átt sér þá ósk stærsta að fá gítar í jólagjöf og var það fyrir tilstilli ókunnugra sem óskin rættist.
26.des. 2014 - 14:00

Mynd dagsins: Skelfileg umgengni í kirkjugarði

Mynd dagsins að þessu sinni tók Íris Guðmundsdóttir í Gufuneskirkjugarði og birti á fésbókarsíðu sinni fyrir stuttu. Eins og sjá má er aðkoman vægast sagt ekki fögur.
26.des. 2014 - 13:00

Steingrímur Sævarr minnist björgunarleiðangurs til Tælands: ,,Tíu ár og ég fæ enn kökk í hálsinn“

,,Reglulega sé ég þetta fyrir mér, heyri grátinn, sé tilkynningatöflurnar þar sem fólk auglýsti eftir sínum nánustu, finn lyktina“ segir Steingrímur Sævarr Ólafsson fyrrverandi ritstjóri en hann birti nýlega pistil á fésbókarsíðu sinni þar sem hann segir frá eftirminnilegum björgunarleiðangri til Tælands fyrir tíu árum. Átti sú för eftir að breyta lífsviðhorfi hans til frambúðar.
26.des. 2014 - 11:00

Bræddur snjókarl til sölu á eBay

Óhætt er að segja að uppboðsvefurinn eBay sé eitt stærsta sölu og markaðstorg heims. Á vefnum eru  hinir ótrúlegustu hlutir boðnir til sölu en líklega mun fátt toppa vöru sem boðin var upp nú á dögunum. Á meðan deila má um ágæti vörunnar þá má líklega segja að seljandinn hafi húmorinn í lagi.
26.des. 2014 - 09:00

Hundur situr fyrir á óvenjulegum jólakortamyndum

Hjá flestum fjölskyldum er það vaninn að láta mynd af börnunum fljóta með í jólakortum til vina og ættingja. Breski ljósmyndarinn Peter Thorpe og fjölskylda hans ganga hins vegar skrefinu lengra og hafa haft það fyrir venju síðustu ár að nota tíkina Raggle sem fyrirsætu í vægast sagt óvenjulegum myndatökum. Óhætt er að segja að útkoman sé bráðskemmtileg.
25.des. 2014 - 22:30

Horfinn heimur: Stórfallegar gamlar myndir af Indíánabörnum

Á ofanverðri 19. öld knésettu Bandaríkjamenn endanlega þjóðir frumbyggja á því víðáttumikla landsvæði sem þeir köstuðu eign sinni á. Er af því löng og ófögur saga hvernig frumbyggjarnir („Indíánarnir“) voru hraktir burt af lendum sínum, sviptir lífsviðurværi sínu, undirokaðir, smáðir og drepnir.
25.des. 2014 - 20:00 Sigurður Elvar

„Möguleikar Man. Utd. felast í að andstæðingurinn verði markmannslaus“ – Máni spáir í leikina í enska boltanum

Heil umferð fer fram á öðrum degi jóla, 26. des, í ensku úrvalsdeildinni. Að venju er margar áhugaverðar viðureignir en Chelsea er í efsta sæti deildarinnar með 42 stig eftir 17. umferðir, þremur stigum fyrir ofan Englandsmeistaralið Manchester City. Pressan fékk útvarpsmanninn á X-inu 977, Mána Pétursson, til þess að spá í leikina í 17. umferð en Máni er einnig aðstoðarþjálfari Keflavíkur í Pepsi-deild karla.   
25.des. 2014 - 14:27

Einar K. fékk stórriddarakross, Sigmundur Davíð stórkross fálkaorðunnar

Forsætisráðherra og forseti Alþingis voru báðir sæmdir hinni íslensku fálkaorðu fyrr í mánuðinum. Var það gert í samræmi við hefðir um að handhafar forsetavalds séu orðuhafar.
25.des. 2014 - 11:40

Ungur Englendingur vaknaði úr dái: Taldi sig vera allt annan mann og talaði reiprennandi frönsku

Þegar 25 ára Englendingur vaknaði úr dái eftir alvarlegt umferðarslys kom hann öllum mjög á óvart því auk þess að telja sig vera kvikmyndaleikarann Matthew McConaughey þá talaði hann reiprennandi frönsku en hann hafði aðeins lært smávegis frönsku í skóla.
25.des. 2014 - 09:00

Vaktþjónusta lækna yfir hátíðarnar

Læknavaktin sinnir að venju vaktþjónustu yfir jólin. Opið er fyrir móttöku og heimavitjanir eins og lýst er hér að neðan og sólarhringsþjónusta er í faglegri símaráðgjöf alla hátíðisdagana.
24.des. 2014 - 17:04

Jólakveðja frá Pressunni

Pressan óskar lesendum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla með kærum þökkum fyrir ómældan áhuga og stuðning á undanförnum árum. Gleðileg jól!
24.des. 2014 - 15:20

Mig langar að vera góð stjúpmóðir: „Foreldrum er fyrirgefið en ekki stjúpforeldrum“

Ég heyrði einu sinni að sum dýr geta ekki hugsað um afkvæmi annarra kvendýra og þá sérstaklega ef um er að ræða afkvæmi sem makar þeirra eiga með öðru kvendýri. Sum dýr eru jafnvel vond við þessi afkvæmi. Við erum fljót að dæma og finnst þessi framkoma hræðileg.
24.des. 2014 - 13:26

Rauði krossinn stendur vaktina yfir hátíðirnar komi til neyðarástands

Nú þegar flestir landsmenn búa sig undir að hafa það notalegt í jólafríi eru starfsmenn Rauða krossins á Íslandi að undirbúa vaktir yfir hátíðarnar. Rauði krossinn fylgist vel með jarðhræringum í norðanverðum Vatnajökli og eru viðbragðshópar um land allt á bakvakt, komi til neyðarástands. Það gildir ekki aðeins um mögulegt eldgos, viðbragðshópar Rauða krossins bregðast við hvers kyns neyðarástandi – hvort sem það er vegna náttúruhamfara, ofsaveðurs, húsbruna eða samgönguslysa.
24.des. 2014 - 10:42

Ný leið til að elda: Búðu til girnilega rétti með vöfflujárni

Fyrir flestum er vöfflujárn aðeins gagnlegt til þess að gera einn hlut. Hverjum hefði hins vegar dottið það í hug að það mætti einnig nýta vöfflujárnið til þess að gera kanilsnúða, brúnköku (brownies), spænskar quesdillas og jafnvel eggjaköku? Þeir sem kalla sig klaufa í eldhúsinu ættu fyrir víst að geta spjarað sig á þennan hátt og framreitt gómsæta máltíð.
24.des. 2014 - 09:00

Sorphirða á aðfangadag

Sorphirða / Mynd DV.is Sorphirða Reykjavíkur verður að störfum á aðfangadag til að bæta upp tafir vegna færðar og veðurs síðustu daga. Mikið magn úrgangs yfir aðventuna, jól og áramót gerir hirðu einnig erfiða. Losa átti tunnur í Breiðholtinu á morgun, Þorláksmessu, en vegna tafa verður hreinsað í Laugarneshverfinu sem losa átti í dag. Reynt verður eftir fremsta megni að ljúka hirðu í Breiðholti fyrir jól en óljóst er hvort það náist. Sorphirða hefst aftur eftir jól laugardaginn 27. desember
23.des. 2014 - 21:00

Svona losnarðu við bjórvömbina

Hvaða aðferð er árangursríkust til að losna við bjórvömbina? Hlaup eða hjólreiðar? Vísindamenn eru ekki í vafa um hvaða aðferð er árangursríkust eftir að hafa rannsakað málið ofan í kjölinn.
23.des. 2014 - 20:30

Biggi lögga dreifir út boðskap jólanna:,,Sælla er að gefa en sekta“

Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga, er fyrir löngu orðinn landsþekktur fyrir myndbönd sín sem hann tekur upp og birtir á fésbókar síðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í tilefni jólanna ákvað Biggi að gleðja nokkra íbúa höfuðborgarsvæðisins og færa þeim óvæntar jólagjafir. Myndavélin var að sjálfsögðu með í för.
23.des. 2014 - 20:00

Leikskólabörn í Grafarvogi hafa ýmislegt að segja um jólahátíðina

Jólin eru oft nefnd hátíð barnanna og ekki að ástæðulausu. Pressan heimsótti börnin á leikskólanum Laufskálum í Grafarvogi á aðventunni og spurði þau meðal annars út í jólamatinn, jólasveininn og annað er tengist hátíðinni sem er rétt handan við hornið.
23.des. 2014 - 20:00

Ljósmyndasýningin Hnýsni opnar í Gallerí Fold

Þann 20.desember síðastliðinn opnaði ljósmyndasýningin Hnýsni í Gallerí Fold. Um er að ræða sýningu á filmumyndum sem teknar voru í teikniviðburðum sem Nikhil Kirsh stóð fyrir og sýna myndirnar módelin sem voru á þessum viðburðum í formi og ljósi.
23.des. 2014 - 19:00

Móðir sá þriggja ára son sinn í fyrsta skipti í rúmlega ár í áróðursmyndbandi fyrir ISIS hryðjuverkasamtökin

Lidia Herrera hafði ekki séð son sinn Ismail í meira en ár þegar hún sá mynd af honum í áróðursmyndbandi frá ISIS samtökunum fyrir stuttu. Forsaga málsins er sú að í nóvember á síðasta ári skyldi Lidia son sinn eftir hjá föður hans sem fór með drenginn til Sýrlands og skráði hann í íslömsku bókstafstrúarsamtökin ISIS. Ekkert hafði spurst til drengsins síðan þá.
23.des. 2014 - 17:00

30.000 manns keyptu skít á Svörtum föstudegi – Í bókstaflegri merkingu

Spilafyrirtækið Cards Against Humanity seldi 30.000 manns nautaskít þann 28. nóvember en þá var svokallaður Svartur föstudagur en þá heiðra Bandaríkjamenn neyslusamfélagið með ofurútsölum og algjöru verslunaræði. Dagurinn er ekki vinsæll hjá spilafyrirtækinu sem hækkaði verðið á spilunum sínum á þessum degi á síðasta ári.
23.des. 2014 - 16:19

Aldrei fleiri pakkar undir jólatré Kringlunnar vegna snjallsímaleiks

Söngvararnir Stefán Hilmarsson, Gissur Páll Gissurarson og Eyþór Ingi kepptu við söngkonurnar Brynhildi Oddsdóttur, Ragnheiði Gröndal og Jóhönnu Guðrúnu í snjallsímaleiknum Kringlujól. Stelpurnar fóru með sigur af hólmi Aldrei hafa fleiri pakkar safnast undir jólatré Kringlunnar en verslunarmiðstöðin hefur undanfarna daga staðið fyrir pakkasöfnun fyrir jólin í samstarfi við Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálp Íslands.
23.des. 2014 - 14:50

Þungvopnaður maður handtekinn í Cannes: Hermenn standa vörð á götum borga í landinu

Cannes: Mynd, Gettyimages Þungvopnaður maður var handtekinn nærri miðborg Cannes í Frakklandi fyrr í dag. Franskir fjölmiðlar segja að hann hafi verið vopnaður sjálfvirkum haglabyssum og hnífi. Forsætisráðherra Frakklands tilkynnti fyrr í dag að hermenn myndu taka sér stöðu á götum borga í landinu til að tryggja öryggi almennings eftir ítrekaðar árásir á lögreglu og almenning undanfarna daga.
23.des. 2014 - 14:00

Aðvörun frá dýralækni: Þessi jólamatur getur drepið hundinn þinn

Mynd: Gettyimages Mörgum finnst alveg sjálfsagður hlutur að hundarnir þeirra finni að jólin eru komin og gera betur við þá í mat en það er betra að fara varlega í það því sumt getur einfaldlega drepið hundana. Súkkulaði, hnetur, möndlur og kjöt af önd er eitthvað sem á alls ekki að gefa hundum.
23.des. 2014 - 12:12

Sagan á bakvið Mackintosh konfektið

Það er varla til sá Íslendingur sem ekki hefur gætt sér á Mackintosh sælgæti og fyrir suma, sérstaklega þá af eldri kynslóðinni, er þetta litríka sælgæti órjúfanlegur hluti af jólahefðinni. En hver er sagan á bak við þessa gómsætu mola?
23.des. 2014 - 10:39

Bóksala: Öræfi Ófeigs komin á toppinn

Töluverðar sviptingar urðu á metsölulista Eymundssons í síðustu viku. Skáldsagan Öræfi eftir Ófeig Sigurðsson, sem slegið hefur rækilega í gegn og er komin í fimmtu prentun, trónir nú á toppnum. DNA eftir Yrsu Sigurðardóttur er í öðru sæti og Arnaldur er í þriðja sæti með Kamp Knox.
23.des. 2014 - 10:26

Veitingastaðurinn Caruso opnar á nýjum stað í dag, Þorláksmessu

Veitingastaðurinn Caruso opnar aftur um hádegisbilið í dag, í Austurstræti 22. Fyrir helgi var greint frá því að eigendur staðarins neyddust til þess að loka staðnum í Þingholtsstræti eftir að leigusali hússins tók sér lögregluvald og meinaði eigendurm og starfsfólki Caruso aðgang að húsinu.
23.des. 2014 - 10:25 Sigurður Elvar

Fimm konur í fyrsta sinn í sögunni á meðal 10 efstu í kjörinu á íþróttamanni ársins 2014

Kjörinu á íþróttamanni ársins 2014 verður lýst þann 3. janúar n.k. Samtök íþróttafréttamanna standa að kjörinu og í dag var greint frá því hvaða tíu einstaklingar eru í efstu sætunum.  Alls eru fimm konur og fimm karlar á topp 10 listanum að þessu sinni.
23.des. 2014 - 10:00

Internetsamband komið á að hluta í Norður-Kóreu

Svo virðist sem netsamband sé komið á að hluta í Norður-Kóreu en landið missti allt netsamband í gær í rúmlega níu klukkustundir. Ekki er vitað af hverju en sérfræðingar telja líklegt að netárás hafi verið gerð á landið með það að markmiði að lama netsambandið. Einnig gæti hugbúnaðarvandamál hafa komið upp sem gerði það að verkum að netsamband datt út.
23.des. 2014 - 08:08

Rekinn úr vinnu fyrir að hlaða farsímann sinn

Ungur maður varð nýlega fyrir þeirri undarlegu lífsreynslu að vera rekinn úr starfi en í uppsagnarbréfinu kemur fram að brottreksturinn sé tilkominn vegna þjófnaðar hans á rafmagni frá vinnuveitanda sínum en hann hafði hlaðið farsímann sinn á vinnustaðnum. Maðurinn hafði unnið á staðnum í um tvö ár þegar hann var rekinn.
22.des. 2014 - 22:15

Jólin hjá Theodóru Mjöll: „Ég hef ekki haft neinn tíma til að kaupa gjafir“

Það versta við jólin er að vera með mjólkuróþol: Theodóra Mjöll Skúladóttir Jack er algjör snillingur þegar kemur að hári og hafa bækur hennar verið mjög vinsælar hér á landi en er hún nú líka byrjuð að slá í gegn erlendis. Nýlega gaf þessi sniðuga hárgreiðslukona út Frozen-hárbók og prinsessu hárbók í Bandaríkjunum og fengu þær frábærar viðtökur. Við fengum að heyra aðeins um það hvernig jólin eru hjá Theodóru Mjöll:
22.des. 2014 - 22:15

Jólahefðir vs þægindaramminn

Jólahefðir eru í hávegum hafðar yfir hátíðirnar á Íslandi, sem er gott. En á þessum miðli er fyrst og fremst fjallað um hvernig fara megi út fyrir kassann og þá er rétt að minna á að hefðir eru yfirleitt fyrir innan þægindarammann okkar. Jólin eiga að vera kósý og notaleg en það getur sannarlega flikkað uppá þau að breyta hefðunum eða búa til nýjar. Hér er þó alls ekki farið fram á að fólk haldi ekki jólin eins og því þykri best, heldur að við tökum meðvitaðar ákvarðanir um hátíðirnar og höldum þær heilgar eins og okkur lystir en ekki eins og aðrir hafa skapað hefðirnar fyrir okkur. Hér koma nokkrar spurningar sem geta velt upp hugmyndum fyrir ykkur sem viljið endurskoða jólahefðirnar og jafnvel búa til nýjar:
22.des. 2014 - 21:00

6 nýjungar frá Facebook á næsta ári

Hjá Facebook er fólk með margar nýjungar í farvatninu og árið 2015 virðist ætla að verða spennandi fyrir  samfélagsmiðilinn. Allt frá færri auglýsingum til fljúgandi dróna og sýndarveruleika er á teikniborðinu með það að markmiði að reyna að gleðja daglega notendur samfélagsmiðilsins
22.des. 2014 - 20:30

RÚV hefur fest kaup á sjónvarpsþáttum um Jóhönnu Sigurðardóttur

Heimildarmynd um Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, er nánast fullgerð og verður sýnd í kvikmyndahúsum á næsta ári. Ennfremur hefur RÚV samið um sýningar á fjórum þáttum sem tengjast myndinni en eru í heild ítarlegri. Björn Brynjólfur Björnsson er leikstjóri og framleiðandi myndarinnar en þungamiðja hennar er stjórnarskrármálið og átök í kringum það á síðustu mánuðum embættistíðar Jóhönnu.
22.des. 2014 - 20:00

Sjö 13-14 ára stúlkur urðu barnshafandi í skólaferðalagi: Öskureiðir foreldrar

Tvær kornungar mæður í Bosníu Foreldrar sjö stúlkna á aldrinum 13-14 ára eru öskureiðir eftir að stúlkurnar urðu barnshafandi í skólaferðalagi. 28 stúlkur fóru í skólaferðalag og af þeim sneru sjö aftur heim barnshafandi. Foreldrarnir krefjast svara um hvers vegna svo lítið eftirlit hafi verið með stúlkunum að þeim vannst tími til að verða barnshafandi.
22.des. 2014 - 19:44

Fjölskylduhjálp Íslands úthlutar jólapökkum á morgun: Erpur og Sesar-A árita og gefa geisladiska

Fjölskylduhjálp Íslands úthlutar á morgun, Þorláksmessu, jólapökkum til þeirra sem fengu jólaúthlutun í ár. Allir þeir sem fengu jólaúthlutun er velkomið að sækja jólapakka fyrir börnin sín á meðan birgðir endast! Úthlutunin fer fram á milli klukkan 11 til 15 í Iðufelli í Breiðholti.
22.des. 2014 - 19:10

„Hrútaþuklari“ hringdi í Neyðarlínuna

Sigurður Kristján Nikulásson kennari lenti í undarlegum aðstæðum síðastliðinn mánudag. Hann var þá fyrir utan heimili sitt í Reykjavík og varð var við stóran hund einan á gangi eftir götunni. Sigurður varð ekki var við neinn eiganda og hafði því áhyggjur af hundinum í illviðrinu . Því ákvað hann að hringja í Neyðarlínuna og athuga hvort hægt væri að gera eitthvað í málinu.
22.des. 2014 - 18:00

Evrópudómstóllinn: Offita verndar fólk ekki umfram aðra en gríðarleg offita getur talist fötlun

Mynd: Skjáskot af vef finans.dk Evrópudómstóllinn kvað upp á dögunum dóm í máli er varðar brottrekstur manns úr starfi við barnagæslu hjá sveitarfélaginu Billund í Danmörku. Maðurinn telur að brotið hafi verið á honum og honum sagt upp störfum vegna þess að hann var í mikilli yfirþyngd. Engar aðrar ástæður hafi legið að baki brottrekstrinum.
22.des. 2014 - 17:00 Sigurður Elvar

Ótrúlegur árangur hjá Þóri - norska kvennalandsliðið í handbolta það sigursælasta frá upphafi

Norska kvennalandsliðið undir stjórn Þóris Hergeirssonar tryggði sér í gær Evrópumeistaratitilinn í handknattleik. Með sigrinum er norska kvennalandsliðið sigursælasta landslið í kvennahandboltanum frá upphafi en þetta var tíundi titill landsliðsins á stórmóti.  
22.des. 2014 - 14:00

Lögreglumenn björguðu jólunum hjá mæðginum sem brotist var inn hjá

Er móðir og sonur komu heim til sín síðdegis fyrir viku síðan blasti við þeim grunsamleg sjón: Dyrnar að íbúðinni þeirra voru opnar. Mæðginin uppgötvuðu að innbrotsþjófar höfðu notað bor til að komast inn í íbúðina og þeir voru meðal annars búnir að stela öllum jólagjöfunum.
22.des. 2014 - 13:00

Þingmaður: Mannréttindabrot að banna skólum að fara með börn í kirkjuferð

„Að yfirvöld banni skólum að fara með þau börn sem vilja í kirkjuferð er miklu nær því að vera mannréttindabrot,“ segir þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
22.des. 2014 - 12:25

Fjallið valdi LG G3

Fjallið, Hafþór Júlíus Björnsson Nú á dögunum var sterkasti maður Íslands, Hafþór Júlíus Björnsson, fenginn til að prófa og bera saman vinsælustu farsíma ársins 2014. Fjallið, eins og Hafþór er gjarnan kallaður, komst að þeirri niðurstöðu að LG G3 væri hans kostur. En af hverju?

22.des. 2014 - 11:45

Verðlaunaljósmyndir 2014: Ótrúleg fegurð – og tvær frá Íslandi!

Nú er runnin upp tíð ársuppgjöranna og Matthew Tucker á vefsíðunni Buzzfeed hefur tekið saman fjöldann allan af ljósmyndum sem unnið hafa til verðlauna víða um heim í hinum ýmsu samkeppnum.
22.des. 2014 - 11:00

Fiskabúr bjargaði fjölskyldu frá dauða: Förum varlega með eld um jóiln

Fjölskyldan býr í Warrington í Lancashire á Englandi og samanstendur af hjónunum Steve og Elizabeth Hall og tveimur börnum þeirra á unglingsaldri. Það hefði getað orðið þeim dýrkeypt að gleyma að slökkva á kertunum en sem betur fer voru þau með 100 lítra fiskabúr í stofunni. Fiskabúrið hitnaði svo mikið við eldinn að það sprakk á endanum og vatnið úr því slökkti hluta af eldinum.
22.des. 2014 - 10:00

Einar Kárason gefur lítið fyrir það álit að Steinar Bragi sé besti rithöfundur þjóðarinnar

Um daginn birti DV niðurstöðu álitsgjafahóps um bestu rithöfunda landsins. Einar Kárason rithöfundur tjáir sig um þetta tiltæki á Facebook-síðu sinni og er vægast sagt lítt hrifinn af bókmenntasmekk álitsgjafahóps blaðsins. Einar tekur þó fram að sjálfur hafi hann fengið fínan stað í niðustöðunni, en segir síðan:
22.des. 2014 - 08:55

13 ára sonur lögreglumanns sem var myrtur syrgir föður sinn á Facebook: „Í dag er versti dagur lífs míns“

Mikil sorg hefur ríkt í New York um helgina vegna tveggja lögreglumanna sem voru myrtir þar við skyldustörf á laugardag. Morðingi mannanna, Ismaaiyl Brinsley, 28 ára gamall, er nú í haldi lögreglu, en hann skaut lögreglumennina í gegnum bílrúðu er þeir sátu í lögreglubíl á götu í Brooklyn.
22.des. 2014 - 08:00

Jólaveðrið: Hvít jól en lítil snjókoma um jóladagana

Það verða hvít jól um allt land en þó snjóar lítið næstu daga og ekkert í Reykjavík fyrr en á annan í jólum. Mikið frost veldur því hins vegar að snjó sem fallið hefur undanfarið leysir ekki frekar í bráð. Á aðfangadagskvöld, þegar hátíð gengur í garð, er spáð fjögurra stiga froststillu í Reykjavík. Þá gæti hins vegar snjóað nokkuð með suðurströndinni en óvíða annars staðar.
21.des. 2014 - 20:47 Ágúst Borgþór Sverrisson

Jólasaga: Hinir látnu eru með okkur á jólunum

Þennan aðfangadag fórum við seint í kirkjugarðinn því mamma hafði verið að vinna og kom ekki heim fyrr en undir lok dags. Eldri systkini mín voru að þrífa og hafa til matinn en ég þurfti að fara með mömmu.    
Það snjóaði blautum snjó á leiðinni en það var of hlýtt til að úr þessu yrði fannfergi.
21.des. 2014 - 18:00

Gefur viðskiptavinum utanlandsferð

Eyjólfur og Ingimar hjá Hafinu fiskverslun Eyjólfur Júlíus Pálsson, annar af eigendum Hafsins Fiskverslunar, vill gera vel við viðskipavini sína um hátíðarnar. Fyrirtækið Hafið Fiskverslun sérhæfir sig í jólunum og býður upp á allt það sjávarfang sem þarf til að gera góða veislu. Einnig er þar að finna eitt mesta úrval á landinu af ferskum fiski ásamt heimsfrægum fiskréttum. Þá hefur Eyjólfur ákveðið að bjóða upp á jólaleik þar sem allir viðskiptavinir eiga möguleika á stórglæsilegum vinningum rétt fyrir jól. 
21.des. 2014 - 22:00

Það sem heldur óhamingjusömum hjónaböndum gangandi

Hvers vegna eru svo ótal margir óhamingjusamlega giftir? Þetta er ef til vill dálítið flókin spurning, en margir spyrja sig – enda þykir skilnaður ekki mikið mál nú til dags miðað við á árum áður. Engu að síður hangir fólk saman þrátt fyrir gríðarlega óánægu. Þrátt fyrir að báðir einstaklingarnir væru betur settir í sitt hvoru lagi. Hér eru algengustu ástæður þess að óhamingjusömum hjónaböndum er haldið gangandi.


Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 20.12.2014
Vilhjálmur þagnaði skyndilega …
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 13.12.2014
Fámenn valdaklíka hámar í sig mest af kökunni
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 18.12.2014
Hvar eru peningarnir hans afa?
Guðlaugur Þór Þórðarson
Guðlaugur Þór Þórðarson - 12.12.2014
Pólitísk dauðasynd og óhelgi?
Jón Sigurðsson
Jón Sigurðsson - 21.12.2014
Kirkjuferðir barna
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 16.12.2014
Steinólfur í Fagradal
Jón Óðinn Waage
Jón Óðinn Waage - 15.12.2014
Trú: Ekki talað um þetta þegar ég var barn
Hildur Eir Bolladóttir
Hildur Eir Bolladóttir - 13.12.2014
Að vera „trúari“
Hermann Jónsson
Hermann Jónsson - 13.12.2014
Einelti: Viðbrögð foreldra
- 17.12.2014
Með óbragð í munni
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 18.12.2014
Viðhorf Darlings til Íslendinga
Fleiri pressupennar