18. júl. 2012 - 16:42

Karlmaður um þrítugt handtekinn: Kom fyrir afritunarbúnaði i hraðbanka

Hér sést búnaðurinn sem um ræðir. Rauða örin, sem er upphleypt á myndinni, bendir á myndavélaop búnaðarins, en það er ekki stærra en blýantsoddur.

Hér sést búnaðurinn sem um ræðir. Rauða örin, sem er upphleypt á myndinni, bendir á myndavélaop búnaðarins, en það er ekki stærra en blýantsoddur.

Þann 7. júlí síðastliðinn fannst afritunarbúnaður fyrir greiðslukort í hraðbanka í miðborg Reykjavíkur og hefur fjármunabrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu verið með málið til rannsóknar.  

Rannsókn málsins leiddi til þess að fimmtudaginn 12. júlí var erlendur karlmaður um þrítugt handtekinn á Akureyri grunaður um að hafa komið búnaðinum fyrir á hraðbankanum.  Ekki er talið að tekist hafi koma afrituðum greiðslukortaupplýsingum í umferð.  Þetta er í annað skiptið á þessu ári sem mál af þessu tagi kemur upp, en fyrsta málið af þessum toga hér á landi kom upp árið 2006.  

Ekki er vitað til þess að neinn hafi komist upp með afritun greiðslukorta hér á landi án þess að lögreglu hafi tekist að hafa hendur í hári hinna brotlegu. Þakkar lögreglu það góðu samstarfi milli lögreglu, banka og greiðslukortafyrirtækja við rannsókn þeirra.  Þá hefur lausn þessara mála oftar en ekki byggt á öflugri löggæslu á Keflavíkurflugvelli.

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt sem á heima á Pressunni?
Sendu okkur póst á pressan@pressan.is - Fyllsta trúnaðar gætt, sé hans krafist.28.feb. 2017 - 16:30 Bleikt

Guðmundur Andri: „Ömurlegt efni […]Er svona grjótkast á konur ekki úrelt?“

„Afbragðs leiðari eftir Þorbjörn um þá smán sem kostnaðarþátttaka sjúklinga er hér á landi – og er verk allra gömlu stjórnmálaflokkanna muni ég rétt – og snilldarteikning eftir Halldór að vanda,“ segir rithöfundurinn Guðmundur Andri Thorsson á Facebook-síðu sinni. Þar skautar hann yfir innihald Fréttablaðsins. Hrósar Guðmundur Andri Þorbirni Þórðarsyni en segir umfjöllun um ljótustu kjóla á Óskarsverðlaunahátíðinni vera skammarlega.


28.feb. 2017 - 15:28 Ari Brynjólfsson

Thomas Møller laus úr einangrun

Thomas Møller Olsen, sem grunaður er um að hafa verið valdur að dauða Birnu Brjánsdóttur, verður látinn laus úr einangrun í dag, telur lögreglan ekki ástæðu til að hann sé lengur í einangrun en þar hefur hann verið frá því hann kom til landsins eftir að hafa verið handtekinn um borð í grænlenska togaranum Polar Nanoq fyrir rúmum sex vikum.

28.feb. 2017 - 15:08 433

Ráðist á dýrasta knattspyrnumann í heimi

Paul Pogba lenti í kröppum dansi í gær þegar hann skellti sér út að borða. Pogba hitti þar aðdáendur Manchester United sem vildu ólmir fá áritun frá honum á meðan hann var að borða.
28.feb. 2017 - 14:03 433

Albert bestur í Hollandi

Albert Guðmundsson leikmaður PSV var besti leikmaðurinn í næst efstu deild Hollands að mati Voetbal International um helgina. Jong PSV tók á móti Waalwijk í hollensku Jupiler deildinni í Hollandi um helgina en leiknum lauk með 4-1 sigri heimamanna.
28.feb. 2017 - 13:56 Þorvarður Pálsson

Þrjú af hverjum fjórum flóttabörnum orðið fyrir ofbeldi

Allt að því 700 börn létu lífið á leiðinni yfir Miðjarðarhafi til Ítalíu á síðasta ári. Í heildina létust meira en fjögur þúsund manns á leið sinni yfir hafið til Evrópu í leit að betra lífi. Börn sem fara þessa erfiðu leið eru mörg hver beitt kynferðisofbeldi, misneytingu og misnotkun auk þess sem þau eiga á hættu að vera hneppt í varðhald.
28.feb. 2017 - 13:00 Eyjan

Milljónamenn ósammála um Kjararáð: Laun 63 þingmanna valda ekki slíkum straumhvörfum

„Ég trúi því ekki að laun 63 einstaklinga valdi slíkum straumhvörfum á Íslandi,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins. Gylfi Arnbjörnsson sagði í síðustu viku að forsendubrestur væri augljós og forsendur kjarasamninga Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands væru í hættu. Það gæti farið þannig að samningar myndu opnast um mánaðamótin. Nefndi Gylfi m.a. laun alþingismanna í þessu samhengi.
28.feb. 2017 - 12:00 Smári Pálmarsson

Guðmundur læknir fordæmir rafrettulögin: „Hvað viljum við hafa marga örkumlaða eða látna?“

Guðmundur Karl Snæbjörnsson, sérfræðingur í heimilislækningum, hefur fordæmt hertar reglur um rafrettur og skert aðgengi að þeim. Falli notkun rafretta og nikótínvökva undir tóbaksvarnarlög muni það draga úr fjölda þeirra sem hætta reykingum. Tóbaksreykingar muni jafnvel aukast verði rafrettur flokkaðar og fordæmdar á sama hátt og sígarettur.
28.feb. 2017 - 11:26 Eyjan/Ari Brynjólfsson

Andstaða landsmanna við sölu léttvíns og bjórs í matvöruverslunum eykst á milli ára

Um 32% Íslendinga eru hlynnt því að leyfa sölu léttvíns í matvöruverslunum en meirihluti, eða slétt 58% eru því andvíg. Andstaða við sölu léttvíns í matvöruverslunum hefur aukist frá því í byrjun febrúar 2016 þegar hátt í 35% voru því hlynnt og um 52% andvíg. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu sem birt er í dag, en niðurstöðurnar eru sambærilegar þeim sem komu fram í nýlegri könnun MMR.
28.feb. 2017 - 11:00 Kristján Kristjánsson

Fox News viðurkennir mistök í máli Nils Bildt: Var sagður vera þjóðaröryggisráðgjafi Svíþjóðar

Þjóðaröryggis- og varnarmálaráðgjafi Svíþjóðar. Eitthvað á þessa leið var Nils Bildt titlaður þegar hann birtist nýlega í viðtali hjá Fox News í Bandaríkjunum í þættinum ´The O´Reilley Factor´. Þar staðfesti Bildt þá mynd sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hafði dregið upp af Svíþjóð nokkrum dögum áður. Trump sagði þá að Svíþjóð væri ríki sem glímdi við mikinn innflytjendavanda vegna mikils fjölda innflytjenda og þess hversu illa þeir hefðu aðlagast samfélaginu.
28.feb. 2017 - 10:00 Kristján Kristjánsson

SpaceX fer með ferðamenn í vikulanga geimferð til tunglsins á næsta ári

SpaceX, fyrirtæki auðjöfursins Elon Musk, ætlar að fara með tvo „ferðamenn“ í vikulanga geimferð á næsta ári. Förinni verður heitið til tunglsins en þó verður ekki lent þar heldur látið nægja að fara hring um það. Þetta verður fyrsta mannaða geimferð Bandaríkjamanna til tunglsins frá því á áttunda áratugnum.
28.feb. 2017 - 09:30 Eyjan/Ari Brynjólfsson

Hatursorðræða vandamál á Íslandi – Skoðanir gegn mosku „fordómafullar og skaðlegar“

Orðræða sem ber vitni um kynþáttafordóma, ekki síst gegn múslimum, hefur aukist á Íslandi á undanförnum árum. Yfirvöld hér á landi eiga að beita sér gegn hatursorðræðu á netinu sem er orðið vandamál hér á landi. Þetta kemur fram í skýrslu nefndar Evrópuráðsins gegn kynþáttafordómum og umburðarleysi sem birt var í morgun.

28.feb. 2017 - 09:00 Eyjan/Kristján Kristjánsson

Trump hyggst skera niður útgjöld til þróunar- og umhverfismála til að geta aukið við framlög til hersins

Bandarískir hermenn að störfum. Donald Trump segist vilja auka útgjöld til hermála um 54 milljarða dollara. Á fundi með ríkisstjórum sagði Trump að hann muni ekki auka skuldir ríkisins vegna þessa. Fjármagnið muni fást með því að skera niður í þróunaraðstoð og öðrum útgjöldum alríkisins, þar á meðal eru umhverfismál nefnd til sögunnar.
28.feb. 2017 - 08:00 Kristján Kristjánsson

Loftslagssérfræðingur telur að ekki sé hægt að bjarga Jörðinni úr því sem komið er: „Hvað á ég að segja börnunum mínum?“

Flest bendir til að mannkynið nái ekki að bjarga Jörðinni og sjálfu sér frá þeim miklu loftslagsvandamálum sem að steðja. Þetta segir norski loftslagssérfræðingurinn Knut Halvor Alfsen. Hann spyr hvað hann eigi að segja börnunum sínum fjórum um framtíðina.
28.feb. 2017 - 07:00 Kristján Kristjánsson

Birti mynd af 10 ára syni sínum sem berst við krabbamein: „Mamma, ég lifi þetta ekki af“

Þetta er raunveruleikinn segir Jessica Medinger í færslu á Facebook þar sem hún skýrir frá veikindum sonar síns, Drake Medinger sem er 10 ára. Hann glímir við hvítblæði. Jessica birti myndina af Drake á alþjóðlegum baráttudegi gegn krabbameini og viðbrögðin hafa verið gríðarleg.
27.feb. 2017 - 23:30 Kristján Kristjánsson

Dularfullt hvarf franskrar fjölskyldu: Blóðslettur fundust á heimilinu

Frá Frakklandi. Í Frakklandi stendur nú yfir leit að Troadec-fjölskyldunni en ekkert hefur heyrst frá henni í rúmlega viku. Í húsi fjölskyldunnar hefur lögreglan fundið margar blóðslettur og óttast lögreglan hið versta. Margir spyrja sig jafnframt hvernig heil fjölskylda geti horfið.
27.feb. 2017 - 22:00 Kristján Kristjánsson

Hvað verður um Facebook-aðganginn þinn þegar þú deyrð?

Við vitum öll að dag einn munum við deyja, það verður ekki umflúið. En hvað verður um Facebook-aðganginn okkar þegar við deyjum? Lifum við áfram að eilífu á Facebook? Eða eru aðrir möguleikar í stöðunni?
27.feb. 2017 - 21:00 Bleikt/Ragga Eiríks

Steini Glimmer – „Með fullt af ADD og ADHD og stútfullan haus af hugmyndum“

Steini Glimmer er ekki týpan sem situr auðum höndum. Hann rekur fataverslunina Steini á Skólavörðustíg, þar sem hann selur meðal annars sitt eigið tískumerki, og svo er hann með gistiheimilið Reykjavík Rainbow á besta stað í 101. Við píndum Steina til að setjast niður í nokkrar mínútur og svara spurningum fyrir lesendur Bleikt. Það tókst – og hér er afraksturinn.

27.feb. 2017 - 20:30 Eyjan

Helgi vill byggja íbúðir fyrir starfsmenn Góu: „Það koma aftur kosningar. Ég á leik þá.“

Helgi Vilhjálmsson, eða Helgi í Góu, eins og hann er oftast kallaður hefur miklar áhyggjur af húsnæðisvanda ungs fólks. Þá vildi hann fá að byggja 20 litlar íbúðir fyrir starfsmenn sína. Það fékk hann ekki. „Ég fór að heiman 15 ára, nú fer fólk ekki að heiman fyrr en 30–35 ára,“ segir Helgi.
27.feb. 2017 - 20:00 Guðrún Ósk Guðjónsdóttir

Jón Arilíus bakarameistari: „Tíu þúsund bollum seinna og við erum ekki búin að fá nóg“

Blaðamaður Pressunnar kíkti í heimsókn í Valgeirsbakarí í Reykjanesbæ í tilefni Bolludagsins. Nóg var að gera og er augljóst að Íslendingar láta ekki Bolludaginn framhjá sér fara. Jón Arilíus bakarameistari tók á móti blaðamanni og svaraði nokkrum spurningum.
27.feb. 2017 - 19:00 Smári Pálmarsson

Þetta stóð upp úr hjá Íslendingum sem vöktu eftir Óskarnum

Óskarsverðlaunahátíðin var heldur fyrirsjáanleg og tíðindalaus framan af en endaði á algjörri sprengju. Það varð sögulegt augnablik þegar La La Land var ranglega tilkynnt sem sigurvegari kvöldsins. Framleiðendur myndarinnar voru langt komnir með sigurræður sínar þegar upp komst um mistök – sem endurskoðendurnir PriceWaterhouseCoopers hafa beðist velvirðingar á.
27.feb. 2017 - 18:00 Smári Pálmarsson

Íslendingar óðir í nýjan spennutrylli M. Night Shyamalan

Kvikmyndin Split eftir M. Night Shyamalan, sem meðal annars færði okkur The Sixth Sense og Signs, hefur slegið í gegn sína fyrstu viku í íslenskum kvikmyndahúsum. Hirti hún þar með fyrsta sætið af The Lego Batman Movie sem átt hefur athygli bíógesta undanfarnar þrjár vikur. Split skartar afar óhugnanlegum James McAvoy í hlutverki Kevin, karlmanns með rofinn persónuleika, sem finnur sig knúinn til þess að ræna þremur stelpum.
27.feb. 2017 - 17:00 Ari Brynjólfsson

Mynd dagsins: Snjóstríð í Víkurhvarfi

Fátt hefur verið meira talað um og bölvað í dag og í gær og fannfergið sem huldi höfuðborgina um helgina. Flestir, ef ekki allir, áttu erfitt með að komast á milli staða, bílar festust og strætisvagnar höfðu varla undan í morgun. Það hafa hins vegar margir náð að líta á björtu hliðarnar og farið út að leika sér í snjónum. Þeirra á meðal er Þröstur Þór Bragason Stjörnustríðsaðdáandi sem notaði tækifærið til að leyfa AT-AT bryndrekunum sínum að njóta sín í snjónum í Víkurhvarfi.

27.feb. 2017 - 16:24 Smári Pálmarsson

Umferðaróhapp á Kringlumýrarbraut – Tafir á umferð næsta klukkutímann

Búast má við töfum á umferð að minnsta kosti næsta klukkutímann eftir Kringlumýrarbraut vegna umferðaróhapps til suður við Gjána í Kópavogi fyrir skömmu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greinir frá þessu í tilkynningu og bendir vegfarendum á að velja aðrar akstursleiðir á meðan þetta ástand varir. Ekki kemur fram hvort slys hafi orðið á fólki.
27.feb. 2017 - 15:50 Eyjan

Sigmundur hæðist að RÚV: Uppteknir að skammast yfir að fá ekki viðurkenningu

„Seðlabanki Íslands telur nú forsendur til að veita tilteknar undanþágur frá lögum nr. 87/1992, um gjaldeyrismál, gegn umsókn þar að lútandi vegna afleiðuviðskipta til varanlegra áhættuvarna. Breyting þessi á framkvæmd markar áfanga í átt að fullri losun fjármagnshafta. Nánar tiltekið er um að ræða undanþágur sem geta dregið úr gjaldeyrisáhættu tengdri beinni fjárfestingu innlendra aðila erlendis og erlendra aðila hér á landi.“
27.feb. 2017 - 15:16 Hörður Snævar Jónsson

Veist þú svarið? – Hverjir eru 20 leikjahæstu leikmenn í sögu Íslands

Við riðum á vaðið í síðustu viku en nú er komið að því að sjá hversu vel þú þekkir 20 leikjahæstu leikmenn í sögu karlalandsliðs Íslands í fótbolta. Ti að auðvelda þér að giska á rétt svar færðu að sjá hversu marga leiki leikmaðurinn lék eða hefur leikið og á hvaða árum hann spilaði með landsliðinu
27.feb. 2017 - 14:31 Kristján Kristjánsson

3.533 árásir á flóttamenn og innflytjendur í Þýskalandi á síðasta ári

Mynd úr safni. Nýjar tölur frá þýska innanríkisráðuneytinu sýna að á síðasta ári urðu 3.533 flóttamenn og innflytjendur fyrir árásum þar í landi. Þetta svarar til 10 árása á dag að meðaltali. 560 slösuðust í þessum árásum og þar af voru 43 börn.
27.feb. 2017 - 13:24 Eyjan/Ari Brynjólfsson

Framsóknarflokkurinn orðinn stærri en Píratar – Sjálfstæðisflokkurinn aftur stærstur

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mest fylgi íslenskra flokka í nýjustu könnun MMR á fylgi stjórnmálaflokka. Fylgi Sjálfstæðisflokks mælist nú 26,9% en var 24,4% í síðustu könnun sem lauk 15. febrúar 2017. Vinstri grænir mældust með næst mest fylgi eða 23,9%. Það er lækkun um 3,1 prósentustig frá síðustu mælingu. Þó þarf að taka fram að líkt og fylgisbreytingar annarra flokka, eru sveiflurnar á fylgi flokkanna innan vikmarka. Fylgi Framsóknarflokksins jókst um 1,5% milli kannana og mælist fylgið nú 12,2%.

27.feb. 2017 - 12:41 Smári Pálmarsson

Dóttir Kristínar var hætt komin í bílstólnum: „Í dag hefði Lovísa auðveldlega geta dáið“

„Í dag hefði Lovísa auðveldlega getað dáið,“ segir Kristín Hafsteinsdóttir um unga dóttur sína. Hún var hætt kominn inni í fjölskyldubílnum um helgina á meðan pabbi hennar og bróðir voru úti að skafa og moka snjó til þess að komast að sækja Kristínu í vinnuna. Hún segir Lovísu hafa farið að gráta á meðan feðgarnir voru að moka snjóinn.
27.feb. 2017 - 12:12 Ari Brynjólfsson

Vörum okkur á grýlukertunum

Lögreglan beinir þeim tilmælum til fólks á höfuðborgarsvæðinu að huga að grýlukertum og snjóhengjum er lafa fram af húsþökum en af þeim getur stafað mikil hætta. Tilmælunum er ekki síst beint til verslunar- og/eða húseigenda á stöðum þar sem mikið er um gangandi vegfarendur. Þetta á m.a. við um Laugaveg og nærliggjandi götur í miðborginni. Mælst er til þess að fólk kanni með hús sín og grípi til viðeigandi ráðstafana áður en slys hlýst af.

27.feb. 2017 - 11:32 Ari Brynjólfsson

Verða að taka niður kranann í Bæjarlind í dag

Ef verktakinn Fagsmíði eða Landsbankinn tekur ekki kranann við Bæjarlind mun Vinnueftirlitið leggja á dagsektir. Kraninn hefur verið til ama þar sem hann virðist ekki þola vetrarvindana sem blása nú um landið og hefur lögreglan tvisvar  í mánuðinum haft afskipti af krananum vegna veðurs. Í byrjun mánaðarins þurfti að vísa fólki úr sjúkraþjálfun í Sjúkraþjálfuninni Klíník í Bæjarlind vegna kranans.

27.feb. 2017 - 10:56 Eyjan/Ari Brynjólfsson

Traust til forseta Íslands eykst um 26 prósentustig milli ára

Traust Íslendinga eykst töluvert til forsetaembættisins, heilbrigðiskerfisins, lögreglunnar og dómskerfisins. Traust til Alþingis eykst einnig aðeins og traust til embættis umboðsmanns skuldara minnkar frá síðustu mælingu. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup þar sem almenningur var spurður um traust sitt til ýmissa stofnana samfélagsins.

27.feb. 2017 - 10:19 Ari Brynjólfsson

Brjálað að gera hjá Strætó – Fullir vagnar geta ekki stoppað

Mikið mæðir á strætisvögnum borgarinnar í morgun vegna snjómagnsins, hafa margir mætt seint til vinnu þar sem bílar eiga erfitt með að komast út úr botnlöngum og snjóþungum bílastæðum. Til að bæta gráu ofan á svart þá voru strætisvagnar yfirfullir í morgun og þurftu margir vagnar að keyra fram hjá biðskýlum þar sem ekki var pláss fyrir fleiri farþega.

27.feb. 2017 - 10:09 433

Beckham fagnaði eins og óður maður á Wembley

David Beckham fyrrum kantmaður Manchester United elskar félagið sitt afar mikið. Beckham var stuðningsmaður United áður en hann kom ungur ti félagsins.
27.feb. 2017 - 09:58 Eyjan/Ari Brynjólfsson

Sigurður hættir sem stjórnarformaður Icelandair Group

Sigurður Helgason stjórnarformaður Icelandair Group sækist ekki eftir endurkjöri á aðalfundi flugfélagsins 3. mars næstkomandi. Hann staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið í dag, en Sigurður hefur verið stjórnarformaður frá árinu 2009. Þar áður var hann forstjóri Icelandair Group en hann hefur starfað þar í 43 ár.

27.feb. 2017 - 09:00 Kristján Kristjánsson

Styður Pútín Marine Le Pen í þeirri von um að sigur hennar í frönsku forsetakosningunum muni gera út af við ESB?

Styður Pútín Marine Le Pen? Ef Marine Le Pen, formaður þjóðernisflokksins Front National, sigrar í frönsku þingkosningunum gæti það orðið til þess að hjálpa Vladimir Pútín, forseta Rússlands, að ná markmiði sínu um að ESB leysist upp en það er að sögn eitthvað sem hann vill gjarnan sjá gerast.
27.feb. 2017 - 08:00 Kristján Kristjánsson

Prófessor hefur spáð rétt fyrir um úrslit allra forsetakosninga í Bandaríkjunum frá 1984: Hér er spádómur hans um Trump

Allt frá 1984 hefur sagnfræðiprófessorinn Allan Lichtman spáð rétt fyrir um niðurstöður forsetakosninga þar í landi, þar á meðal þeirra síðustu en þá sigraði Donald Trump eins og kunnugt er. Lichtman er nú að skrifa bók um hvernig embættistíð Trump muni verða.
27.feb. 2017 - 07:04 Kristján Kristjánsson

Thor er með járnstöng í bakinu: Hún mun brotna innan 10 ára og þá deyr hann

Mál Thor-Egil Solvang hefur vakið mikið umtal og reiði í Noregi undanfarið en mál þessa unga manns er mjög sérstakt. Hann er nú 21 árs.  Fyrir 11 árum var járnstöng sett í bak hans vegna mikillar hryggskekkju. Thor-Egil hefur að töluverðu leyti verið utangarðs í kerfinu og fengið litla sem enga aðstoð vegna veikinda sinna og ræða Norðmenn nú af hverju hann hafi lent svona utangarðs og af hverju hann hafi ekki fengið nauðsynlega aðstoð.
27.feb. 2017 - 05:48 Kristján Kristjánsson

Ótrúleg mistök á Óskarsverðlaununum: Tilkynntu ranglega að La La Land hefði verið kosin besta myndin – Myndband

Óskarsverðlaunahátíðin fór fram í Los Angeles í nótt og var að vanda mikið um dýrðir. Eitt af því sem mun væntanlega standa upp úr eftir hátíðina og seint gleymast eru ótrúleg mistök sem voru gerð þegar tilkynnt var hvaða mynd hefði verið kosin besta mynd ársins. Kynnarnir, Warren Beatty og Fay Dunaway, tilkynntu þá að La La Land hefði sigrað. Gallinn var bara að það var ekki rétt.
27.feb. 2017 - 04:59 Smári Pálmarsson

Þetta eru sigurvegarar Óskarsverðlaunanna 2017

Óskarsverðlaununum 2017 er nú formlega lokið og úrslitin ráðin. Kvikmyndin La La Land var óneytanlega áberandi þetta kvöld enda hlaut hún fjórtán tilnefningar og er ein aðeins þriggja kvikmynda sem hafa hlotið svo margar. Hátíðin hófst á söngatriði Justin Timberlake sem byrjaði á rauða dreglinum og endaði á sviðinu í Dolby leikhúsinu við trylltan fögnuð viðstaddra.
26.feb. 2017 - 23:00 Kristján Kristjánsson

Emma var rekin úr vinnunni: „Þú ert of falleg“

Emma Hulse. Mynd: Instagram. Það er yfirleitt gaman og spennandi að mæta í nýja vinnu og ákveðin eftirvænting fylgir því. En að mæta í vinnuna og vera rekinn eftir aðeins fimm mínútur er auðvitað miður skemmtilegt. Þessu lenti 24 ára kona í nýlega. Hún var rétt kominn í vinnuna þegar yfirmaður hennar kom að máli við hana og sagði henni að hún væri rekin því hún væri of falleg.
26.feb. 2017 - 21:00

Rauði sófinn með Röggu Eiríks – Fyrsti þátturinn í heild sinni

Sjónvarpsþátturinn Rauði sófinn, sem fjallar um kynlíf og tilfinningar og ýmislegt því tengt, hóf göngu sína á ÍNN síðastliðið föstudagskvöld.

Í fyrsta þættinum fékk Ragga góða gesti í rauða sófann og rætt var um burlesque-dans og stefnumótaforritið Tinder.

Framvegis verður Rauði sófinn á dagskrá ÍNN á föstudagskvöldum kl. 21.30. Skömmu eftir frumsýningu verður hver þáttur aðgengilegur á heimasíðu ÍNN og hjá okkur á Bleikt.

26.feb. 2017 - 20:30

Hætta steðjar að fræðasamfélaginu

Hætta steðjar að fræðasamfélaginu, ekki utanaðkomandi heldur innan frá. Á sama tíma og háskólum hefur tekist að ná gríðarlega góðum árangri þegar kemur að því að útrýma kynbundinni mismunum og kynþáttahatri þá er að myndast óþol gagnvart vitsmunum með pólitískri einstefnu, vaxandi þröngsýni og hálfgerðri skoðanaeinræktun á sumum sviðum. Þetta segir John Etchemendy fyrrum forstöðumaður Stanford-háskóla í Bandaríkjunum í ræðu sem hann hélt fyrir fjárhaldsmenn skólans í vikunni.
26.feb. 2017 - 20:00 Austurland

Heimili ástar og virðingar - Viðtal við Agnes M. Sigurðardóttur biskup Íslands

„Kirkjan er samfélag og hreyfing fólks sem vill standa vörð um gildi og hugsjónir og efla kærleikann í samtímanum,“ segir Agnes M. Sigurðardóttir biskup en hún sótti Austurland heim síðustu helgi í tilefni af febrúarmóti ÆskA á Seyðisfirði. „Það er alltaf jafn yndislegt að fá tíma til að heimsækja söfnuðina og hið kraftmikla grasrótarstarf, því þar endurnýjast alltaf þessi hugsun um hreyfinguna og trúin á að sá boðskapur þurfi að heyrast víðar. Kirkjan er ekki í eðli sínu stofnun heldur samfélag og ég held að unga fólkið okkar alist upp við meiri meðvitund um það í dag heldur en var fyrir einhverjum áratugum síðan,“ segir Agnes en áberandi í dagskrá æskulýðsmótsins á Seyðisfirði var fræðsla um flóttamannamál þar sem Agnes telur kirkjuna vera stíga mikilvæg skref.
26.feb. 2017 - 19:00 Austurland

Loðnuvertíðin á fullt og á vesturleið

Rannsóknir á loðnunni og hegðun hennar síðustu ár hefur skort, að mati útgerðar- og sjómanna en eins og ljóst varð í upphafi mánaðarins var loðnukvótinn sextánfaldaður eftir frekari rannsóknir í janúar og byrjun febrúar. Ríkisvaldið þarf að standa vaktina betur og sinna þessari auðlind, rannsóknum og því að hér verði ekki loðnubrestur af manna völdum.

26.feb. 2017 - 18:00 Reykjanes

Öldungaráð Suðurnesja - Hefja þarf undirbúning að byggingu nýs hjúkrunarheimils

Stofnfundur Öldungaráðs Suðurnesja var haldinn þann 29. nóvember 2014. Stjórn þess hefur síðan fundað að jafnaði einu sinni í mánuði, oftar ef þurfa þykir en hlé er gert á störfum þess yfir sumarið. Stjórnin hefur átt frumkvæði að fundum með stjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, bæjarráðum sveitarfélaganna sem að ráðinu standa, þingmanna og fleiri.
26.feb. 2017 - 17:30

Tómas Jónsson metsölubók, og raus í gömlum köllum

Einar Kárason skrifar:

„Og þá er bara að rita endurminningar sínar. Ég er orðinn nógu karlægur og andlega lamaður til þess að einhver fái áhuga á lífi mínu. Ég ætla að skrifa bókina: Hvernig ég varð að andlegum og líkamlegum aumingja án þess að leggja nokkuð af mörkum til þess að verða það. Kaupið metsölubók Tómasar Jónssonar, sem verið er að þýða á sjö erlend tungumál. Hann lýsir af hreinskilni og teprulaust andlegum þjáningum sínum, gamall, sjúkur og vinalaus í íbúð, sem hann hefur verið rændur, karlægur. 

26.feb. 2017 - 16:00 Ingrid Kuhlman

Stjórnum notkun snjallsímans

Snjallsímavæðingin hefur tekið flug eftir að fyrsti síminn kom á markað árið 2007 og nú er svo komið að mikill meirihluti Íslendinga á snjallsíma. Snjallsímar bjóða upp á endalausa möguleika og leika sífellt stærra hlutverk í lífi fólks. Rafrænu samskiptin hafa óneitanlega margar jákvæðar hliðar en einnig neikvæðar. Til eru alltof mörg dæmi um það að fólk verði háð símanum sínum og geti varla án hans verið og er í þessu samhengi stundum talað um snjallsímafíkn. Mörg störf krefjast þess líka að við séum sítengd.
26.feb. 2017 - 15:00 Austurland

UNGA FERSKA AUSTURLANDIÐ!

Á fundinum var kosið í embætti stjórnar og hana skipa:  Margrét Árnadóttir formaður, Ásta Hlín varaformaður, Gunnar Gunnarsson ritari, Sigurður Borgar gjaldkeri og Dagur Skírnir Óðinsson almannatengill stjórnar.

Ungt Austurland eru frjáls félagasamtök einstaklinga á aldrinum 18-40 ára. Allir á því aldursbili geta gerst félagar og fellur aðild úr gildi á 40 ára afmælisdegi félagsmanns. Tilgangurinn er að gera Austurland að vænlegum búsetukosti fyrir ungt fólk og að auðga umræðu og tengslanet ungs fólks sem hefur áhuga á að byggja fjórðunginn blómlegu samfélagi.

26.feb. 2017 - 14:00 Reykjanes

Mjög slæmt að enginn þingmaður úr Suðurkjördæmi skuli sitja við ríkisstjórnarborðið

Páll Magnússon er einn af nýju þingmönnunum sem settist á Alþingi í haust. Reykjanes bað hann að svara nokrum spurningum. Hvernig er reynslan af fyrstu vikunum á þingi? Kom eitthvað á óvart? „Reynslan er bara góð. Það var auðvitað sérkennileg staða fyrir áramótin þegar var verið að afgreiða fjárlög og enginn raunverulegur ríkisstjórnarmeirihluti til staðar.
26.feb. 2017 - 13:00 Austurland

Ný menningarstefna Fjarðabyggðar

Í síðustu viku var samþykkt í fyrri umræðu bæjarstjórnar Fjarðabyggðar ný menningarstefna auk aðgerðaráætlunnar fram á næsta ár. Hún felur m.a. í sér tilkomu Menningarstofu Fjarðabyggðar og breytta skipan umsýslu í kringum menningarstarfsemi í sveitarfélaginu. Forstöðumaður menningarstofunnar verði jafnframt nokkurskonar menningarfulltrúi sveitarfélagsins. Eins mun samningur taka gildi á milli sveitarfélagsins og Tónlistarmiðstöðvar Austurlands um að forstaða hennar færist inn í hina fyrirhuguðu menningarstofu. Stefnt verður að því að koma Listahátíð Fjarðabyggðar á fót auk þess sem áætlað er að hægt verði að styðja og styrkja frumkvöðlastarf í sveitarfélaginu enn frekar. Þar gegni t.d. Sköpunarmiðstöðin á Stöðvarfirði ákveðnu hlutverki.


Veðrið
Klukkan 15:00
Léttskýjað
A4
1,1°C
Heiðskírt
ASA6
0,8°C
Léttskýjað
VSV2
-0,8°C
Skýjað
SA1
1,4°C
Skýjað
Logn
1,2°C
Heiðskírt
NNV9
2,4°C
Léttskýjað
A5
0,5°C
Spáin
(21-28) Bambus: Umhverfisvænar vörur - feb
(V) Sushi Social: klikkaður steikarplatti 2017
Pressupennar
5 nýjustu
Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson - 22.2.2017
Rafretturugl ráðherra
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 18.2.2017
Hvar eru gögnin um spillinguna?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.2.2017
Hugleiðingar á 64 ára afmælinu
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 23.2.2017
Er Sóley Tómasdóttir okkar Trump?
Ingrid Kuhlman
Ingrid Kuhlman - 20.2.2017
Orð hafa mátt – vöndum valið
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 22.2.2017
Rafræn fræðirit til varnar frelsi
Aðsend grein
Aðsend grein - 19.2.2017
Kúldrast í kotbýlum
Aðsend grein
Aðsend grein - 18.2.2017
Einelti er samfélagsmein
Magnús Þór Hafsteinsson
Magnús Þór Hafsteinsson - 19.2.2017
Verkfallið
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 25.2.2017
Hirðuleysi háskólakennarans
Aðsend grein
Aðsend grein - 25.2.2017
Sameining í suður
Arnaldur Máni Finnsson
Arnaldur Máni Finnsson - 26.2.2017
Menningu eða fisk
Hildur Eir Bolladóttir
Hildur Eir Bolladóttir - 27.2.2017
þungunarrof
Fleiri pressupennar