24.apr. 2018 - 12:00
Dæmdir eltihrellar og fólk sem hefur beitt heimilisofbeldi á að ganga með GPS-tæki sem gera þolendum viðvart ef eltihrellirinn er nálægt og gerir lögreglu viðvart ef eltihrellirinn kemur mjög nálægt.
24.apr. 2018 - 10:30
Eyjan
Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins úr Suðurkjördæmi, er ófáanlegur til þess að lýsa yfir stuðningi við lista Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum.
24.apr. 2018 - 09:16
Það vilja fáir ná sama áfanga og Dylan McWilliams, en hann hefur verið bitinn af snáki, birni og nú síðast hákarli á þriggja ára tímabili. Dylan er mikill útivistargarpur en ætlaði sér aldrei að lenda í hættu.
24.apr. 2018 - 07:32
DV
Grænlendingar ganga að kjörborðinu í dag og kjósa til þings. Um 40.000 manns eru á kjörskrá í þessu risastóra landi. Eitt helsta málið í kosningabaráttunni hefur verið sjálfstæði landsins en vaxandi stuðningur virðist vera við að Grænland segi skilið við Danmörku og verði sjálfstætt ríki. Flokkana greinir aðallega á um hvernig og hvenær eigi að lýsa yfir sjálfstæði. Eitt stærsta vandamálið sem þeir standa frammi fyrir er fjárhagslegs eðlis því bein fjárframlög Dana til Grænlands standa undir um helmingi ríkisútgjalda árlega og erfitt getur reynst að vera án þessara peninga án þess að skera mikið niður á ýmsum sviðum.
23.apr. 2018 - 13:58
Fyrrum barnastjarnan Macaulay Culkin getur ekki horft á Home Alone, eða Aleinn Heima, því hann getur ekki séð myndina með sömu augum og aðrir. Hann heldur sig einnig innandyra á jólunum og neitar að setja hendurnar sínar á kinnarnar og gera svipinn sem gerði hann heimsfrægan.
23.apr. 2018 - 12:00
Söngleikjamyndin sívinsæla Grease, eða Koppafeiti eins og hún var kölluð á íslensku, er orðin 40 ára gömul ótrúlegt en satt. Nú eru leikararnir loks tilbúnir að leysa frá skjóðunni um það sem átti sér stað á bak við tjöldin við tökur á myndinni sem hefur fram til þessa verið talin eins saklaus og hægt er miðað við að hún gerist í menntaskóla.
23.apr. 2018 - 10:52
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, komst í hann krappann um helgina á Akureyri. Hann fann hvergi stæði fyrir bifreið sína og brá því á það ráð að leggja ólöglega við fjölfarna götu, þar sem verslun ÁTVR er staðsett.
23.apr. 2018 - 09:42
Fjórir grímuklæddir menn brutu niður hurð og ruddust inn á heimili Önju Rhys og fjölskyldu, þeir héldu að í húsinu væri umfangsmikil kannabisræktun og ætluðu að stela plöntunum. Einn þeirra var vopnaður sveðju.
23.apr. 2018 - 07:42
Loftsteinn á stærð við fótboltavöll fór ansi nálægt jörðinni sunnudaginn 15. apríl. Stjörnufræðingar sáu ekki til hans fyrr en nokkrum klukkustundum áður en hann geystist framhjá jörðinni í aðeins 192.000 km fjarlægð en það svarar til um helmings þeirrar vegalengdar sem er á milli jarðarinnar og tunglsins. Þetta virðist kannski vera mikil fjarlægð en í geimnum telst þetta ekki mikil fjarlægð.
22.apr. 2018 - 22:00
DV
Nanna Elísa Jakobsdóttir upplifði réttlæti gagnvart nauðgara sínum, en hún upplýsti um helgina að maður sem nauðgaði henni muni ekki fá að ljúka námi við Columbia háskóla, þar sem Nanna er við nám. Þetta er niðurstaða að undangenginni átta mánaða rannsókn á málinu af hálfu skólayfirvalda hjá Columbia háskóla.
22.apr. 2018 - 20:00
Hún fór í ljós minnst þrisvar í viku frá sextán ára aldri og keppti við vinkonur sínar um mestu brúnkuna. Þegar hún var tvítug greindist stúlkan, Danielle Dyer, með sortuæxli sem rakið er til ljósabekkjanotkunar hennar. Í dag er Danielle 30 ára en hún sagði sögu sína í viðtali við Mail Online.
22.apr. 2018 - 18:00
Þegar Natalia Teixeira var orðin 120 kíló ákvað hún að taka rækilega til í mataræði sínu. Nú, nokkrum árum síðar, keppir Natalia í fitness og hefur líf hennar tekið stakkaskiptum.
22.apr. 2018 - 16:04
Bleikt
Smellin myndagáta sem leikarinn Hilmir Snær Guðnason samdi er nú að ná nokkur útbreiðslu á Facebook. Gátan kann að vefjast fyrir mörgum en svarið virðist einfalt eftir að það liggur fyrir.
22.apr. 2018 - 13:49
Árið 1864 lagði vagnalest upp frá Kansas í átt að New Mexico, 1.100 km leið yfir opið land þar sem indíánar réðu ríkjum.
22.apr. 2018 - 12:00
Bleikt
Sunna Rós Baxter er 31 árs, einstæð móðir tveggja barna. Á bloggsíðu sinni og Snapchat segir hún á opinskáan hátt frá móðurhlutverkinu, fæðingarþunglyndinu sem hún glímdi við eftir fyrri meðgönguna og hvernig seinni meðgangan var ólík þeirri fyrri.
22.apr. 2018 - 10:00
Doktor.is
Raynaud´s sjúkdómur er staðbundin truflun á blóðflæði sem oftast kemur fram í fingrum en getur einnig komið fram í fótum, eyrum, nefi, tungu eða geirvörtum. Tíðni þessa vandamáls er 5-10% og er algengara hjá konum. Meðalaldur þeirra sem byrja að finna þetta einkenni er tæplega 40 ára.
21.apr. 2018 - 20:00
Ný bresk rannsókn hefur leitt í ljós að karlmenn sem klæðast þröngum gallabuxum og jakkafatajakka eru líklegri til að finna ástina á netinu. Þá eiga konur einnig meiri möguleika á að finna ástina, ef þær klæðast íþróttafötum.
21.apr. 2018 - 15:54
Á mörgum nútímaheimilum eyðir fjölskyldan, allt niður í smábörn, talsverðum tíma við skjái á degi hverjum. Tæknin er undursamleg, en samt er óneitanlega eitthvað örlítið bogið við að eins árs börn sitji og fletti myndum í snjallsímum án þess að nokkur hafi þjálfað þau til iðjunnar. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft.
21.apr. 2018 - 14:33
Bleikt
Langar að deila með ykkur uppskrift af sósu sem mér finnst alveg rosalega góð. Hef gert þessa sósu síðan við Arnór byrjuðum að búa og fæ aldrei leið á henni. Hún passar með svo mörgu, t.d. pasta, kjötréttum, góð grillsósa..
21.apr. 2018 - 12:00
Sebastian David, ungur maður frá Bretlandi, ákvað fyrir nokkrum árum síðan að breyta um lífsstíl. Þá var David í yfirþyngd og með mikla bumbu. Nú er hann hins vegar í frábæru formi og keppir í vaxtarrækt.
21.apr. 2018 - 10:00
Doktor.is
Við lifum í upplýsingasamfélagi þar sem ólíkir miðlar eru farnir að gegna stærra uppeldishlutverki í lífi barna og unglinga en áður fyrr. Kynfræðsla er ekki lengur einungis bundin við þá fræðslu sem foreldrar/forráðamenn og skóli standa fyrir, heldur hefur hún í auknum mæli færst yfir til fjölmiðla.
20.apr. 2018 - 20:00
Allir sem glímt hafa við þunglyndi vita að það er auðvelt að festast í vítahring neikvæðni og vonleysis. Gala Darling, 32 ára nýsjálensk kona, þekkir það af eigin raun en hún glímdi við þunglyndi og átröskun um nokkurra ára skeið.
20.apr. 2018 - 18:30
Eyjan
Vinstri hreyfingin grænt framboð og óháðir hafa birt Skagafjarðarlista sinn, sem leiddur er af Bjarna Jónssyni, varaþingmanni og fiskifræðingi frá Sauðárkróki, að því er kemur fram í tilkynningu. Samtals eru framboð VG því orðin níu talsins, en von er á fleirum samkvæmt tilkynningu.
20.apr. 2018 - 16:30
Doktor.is
Allflestir íslendingar nota snyrtivörur. Til þessara vara teljast sápur, tannkrem, ýmis húðkrem, svitalyktareyðar, ilmvötn, rakspírar, varalitir, naglalökk, augnlitir, hárlitir, efni til hármótunar og sólvarnarkrem. Þessar vörur hafa þýðingu fyrir vellíðan og heilsu þess sem notar þau og auka sjálfstraust í samskiptum við aðra.
20.apr. 2018 - 14:30
Bleikt
Jóna Þóra Friðriksdóttir var aldrei í mikilli yfirþyngd þegar hún var ung en þegar hún fór í unglingadeild byrjaði hún ómeðvitað að bæta á sig aukakílóum. „Eflaust þekkja það flestir hversu geðveikt það var að byrja í unglingadeild, maður gat keypt bakarísmat í skólanum og þurfti ekki einu sinni að fara út í frímínútur,“ segir Jóna í viðtali við DV.
20.apr. 2018 - 12:30
Það er eitthvað við snúða sem gerir mig alveg kolgeggjaða. Ég fæ rosalega oft löngun til að baka snúða og finnst oboðslega gaman að finna uppá nýjum leiðum til að gleðja bragðlaukana. Þessir snúðar fæddust um daginn og maður minn, þeir eru sturlaðir. Yndislegir snúðar í einu orði sagt.
20.apr. 2018 - 11:02
Eyjan
Háskólamenntuðum landsmönnum á aldrinum 25–64 ára hefur fjölgað um 14,7 prósentustig frá árinu 2003 en 42,4% íbúa í þessum aldurshópi höfðu lokið háskólamenntun árið 2017, alls 73.600.
20.apr. 2018 - 09:43
Marglyttur eru að mestu leyti úr vatni. En er þetta ferskvatn? Væri hægt að fullnægja vökvaþörfinni með því að drekka vökvann úr nokkrum marglyttum?
20.apr. 2018 - 07:48
DV
Hans Zeeb er 47 ára heimilislaus Grænlendingur í Nuuk. Hann hefur nú athvarf í gámi við höfnina en hjálparsamtök keyptu 26 gáma og breyttu þeim í íbúðir fyrir heimilislaus. 26 herbergi fyrir karla og konur, tvö baðherbergi og setustofa með eldhúsi og sjónvarpi. Herbergi Hans er fátæklega búið en hann er ánægður með sitt og segir herbergið og það sem í því er vera „kraftaverk“ miðað við það sem hann hefur átt að venjast.
19.apr. 2018 - 20:00
Öll viljum við hafa hreint og fínt í kring um okkur en að sama skapi finnst fæstum gaman að þrífa. Hvernig á að þrífa rúmdýnur og hver hefur ekki sullað steikarolíu í nýja rándýra bolinn sinn?
19.apr. 2018 - 16:00
Mörgum þeirra sem hafa náð góðum árangri í baráttu við offitu hættir til að eiga erfitt með að losna við síðustu aukakílóin til að komast í kjörþyngd. Oft eru það þessi síðustu 5–10 kíló sem fólk á erfitt með.
19.apr. 2018 - 12:00
Þegar Cara Brookins yfirgaf ofbeldisfullan eiginmann sinn var ljóst að hún þyrfti á nýju heimili að halda sem hentaði henni og fjórum börnum hennar; 2, 11, 15 og 17 ára. Cara vissi sem var að hún þyrfti að stilla væntingum í hóf enda var hún skyndilega orðin einstæð fjögurra barna móðir sem hafði ekki efni á mjög dýrri fasteign.
19.apr. 2018 - 10:00
Doktor.is
Millirifjagigt getur verið af ýmsum toga en um er að ræða verki í síðu eða brjóstkassa sem versnar við djúpa öndun eða aðrar hreyfingar. Oftast er um að ræða festumein í festingum millirifjavöðva en festumein er bólga á staðnum þar sem sin festist við bein.
19.apr. 2018 - 08:00
DV
Lítil japönsk eyja, Minamitorishima, er heldur betur kominn inn á heimskortið eftir ótrúlega uppgötvun sem vísindamenn gerðu á og við eyjuna. Fæstir vita eflaust nokkuð um þessa litlu eyju, sem er aðeins 1,3 ferkílómetrar, í Kyrrahafi. Eyjan er um 1.100 km suðaustan við Japan og er óbyggð.
18.apr. 2018 - 22:00
Bleikt
Það er algjör óþarfi að fara í sturtu á hverjum einasta degi og þú ert í rauninni frekar að valda húðinni skaða en gera henni gagn með því. Þetta er mat sérfræðings við Columbia-háskóla í Bandaríkjunum, dr. Elaine Larson.
18.apr. 2018 - 20:00
Bakteríudrepandi sápur gætu verið skaðlegar þunguðum konum og börnum þeirra. Þetta er samkvæmt niðurstöðum skýrslu sem rúmlega tvö hundruð vísindamenn lögðu nafn sitt við og birtust í tímaritinu Environmental Health Perspectives.
18.apr. 2018 - 18:30
Bleikt
Þegar Sigríður Katrín Karlsdóttir komst að því að hún væri ólétt var hún nýflutt til eiginmanns síns, Shawn til Ottawa, Kanada. Meðgöngu og fæðingarferlið í Kanada er nokkuð ólíkt því sem við könnumst við hér á Íslandi og ákvað Sigríður að greina frá sinni sögu til stuðnings kjarabaráttu ljósmæðra.
18.apr. 2018 - 16:30
Ef þú vilt helst af öllu drekka kaffið þitt svart eru líkur á að þú tilheyrir hópi fólks sem vill drekka eitthvað bragðmikið. Þú gætir líka tilheyrt þeim hópi fólks sem hugsar um heilsuna og sleppir þar af leiðandi mjólk,sykri eða kaffirjóma. Svo gætirðu tilheyrt enn öðrum hópi fólks, þeim sem eru siðblindir.
18.apr. 2018 - 14:30
Bleikt
Nú er ég komin rúmlega 37 vikur á leið og fer því að styttast í fæðingarorlof hjá mér. Ég ákvað því að taka hálfan dag þar sem ég bakaði skinkuhorn, kanilsnúða og möffins til að eiga inni í frysti, það er eitthvað svo æðisleg tilfinning að vita af frystinum fullum af heimabökuðu góssi fyrstu dagana í fæðingarorlofi.
18.apr. 2018 - 12:30
Reykingar, drykkja eða neysla á óhollum fæðutegundum þurfa ekki að vera hættulegustu venjurnar í lífi fólks. Ný rannsókn sýnir að streitan sem fylgir því að taka vinnuna með sér heim, vera alltaf í sambandi og trufla þannig fjölskyldulífið – er sennilega skaðlegast af öllu. Þetta kemur fram í Sunday Times.
18.apr. 2018 - 11:00
Bleikt
Aníta Guggudóttir hefur upplifað mikinn kvíða og hræðslu eftir að hafa lent í alvarlegu áfalli þegar náin fjölskylduvinur misnotaði hana kynferðislega. „Ég lenti í þeirri ömurlegu stöðu að vera nauðgað af ógeðslegum manni. Hann var ekki bara einhver maður heldur var hann fjölskylduvinur sem náði okkur öllum á sitt band.
18.apr. 2018 - 09:30
Maður hnerrar til að hreinsa ryk, slím og aðskotahluti úr öndunarveginum, en haldi maður aftur af hnerranum situr þetta kyrrt og heldur áfram að valda óþægindum.
18.apr. 2018 - 07:48
Á föstudaginn munu þingmenn í heilbrigðismálanefnd danska þingsins funda á lokuðum fundi. Fundarefnið er hvort banna eigi umskurð drengja. Á fundinn hafa heilbrigðisráðherrann, dómsmálaráðherrann, utanríkisráðherrann, varnarmálaráðherrann og kirkjumálaráðherrann verið boðaðir. Ræða á málið ítarlega og fara yfir hugsanlegar afleiðingar ef þingið samþykkir að banna umskurð drengja af öðrum ástæðum en læknisfræðilegum.
17.apr. 2018 - 20:00
Þú ert úti að ganga í skóginum og átt þér einskis ills von, sallaróleg/ur og nýtur góða veðursins og sólarinnar þar sem þú ert í sumarleyfi í fjarlægu landi. Skyndilega staðnæmist þú og það hvolfist yfir þig gífurleg hræðsla og spenna þar sem þú stendur augliti til auglits við ljón sem sér þig líka og býst til árásar.
17.apr. 2018 - 16:30
Doktor.is
Allflestir lenda í áföllum. Áföll og sorg eru hluti af lífinu. Flest þurfum við einhvern tíma á ævinni að glíma við sorgina t.a.m. þegar einhver okkur nákominn veikist eða deyr, ef hjónaband leysist upp, ef ástvinur missir vinnuna eða ef fjölskyldumeðlimur verður fyrir árás eða ofbeldi.
17.apr. 2018 - 14:21
Bleikt
Stefanía Jakobsdóttir fór í lok árs árið 2013 í aðgerð til þess að láta minnka og laga brjóstin hennar. Í aðgerðinni voru settir silíkonpúðar í brjóstin sem áttu eftir að kosta Stefaníu heilsuna.
17.apr. 2018 - 12:29
Hver er besta leiðin til að komast í toppform? Þetta er spurning sem brennur á vörum margra nú þegar sumarið nálgast með hverjum deginum sem líður. Dylan Rivier er ástralskur einkaþjálfari sem hefur mikla reynslu af því að aðstoða þá sem vilja auka vöðvastyrk sinn og fá vöðvastæltan líkama.
17.apr. 2018 - 11:00
Bleikt
Birna Kristín Ásbjörnsdóttir greindist með geðhvarfasýki árið 2015. Henni hafði þó ávallt grunað að sá sjúkdómur væri að plaga hana en upplifði hún ákveðin létti að fá loksins greiningu. „Það var mikill léttir að fá að vita af hverju ég upplifði svona slæma daga, óeðlilega hraðar hugsanir, undarlegar tilfinningar, geðhæðir og gífurlega vanlíðan á köflum.
17.apr. 2018 - 09:30
Orðtakið „að stara sig blindan” ber að taka bókstaflega. Ef maður einblínir á tiltekinn punkt í kyrru landslagi hverfur afgangurinn af sjónsviðinu smám saman.
17.apr. 2018 - 08:00
DV
Á Borgundarhólmi, sem er lítil dönsk eyja rétt undan suðurströnd Svíþjóðar, hafa félagar í nýnasistahreyfingunni Den Nordiske Modstandsbevægelse verið ötulir við dreifingu áróðurs það sem af er ári. Áróðursmiðum hefur verið dreift og límmiðar hafa verið settir upp víða um eyjuna.