20. jún. 2012 - 17:00

Íslendingar misnota „ofurlyf“ - Þörf á að endurvekja Lyfjastofnun ríkisins

Lyfjanotkun Íslendinga hefur verið meiri en á hinum Norðurlöndunum í flestum lyfjaflokkunum um árabil, en þó sérstaklega í nýju lyfjunum, oft svokölluðum „ofurlyfjum“.

Þetta segir Vilhjálmur Ari Arason læknir í pistli á Eyjunni.

Ofurlyf kalla ég lyfin hér sem markaðssett eru með það í huga að virka að einhverju leiti betur en eldri lyfin, þótt þau áhrif komi í reynd ekki nema takmörkuðum fjölda að gagni. Vegna meiri notkunar þessara lyfja almennt hér á landi, mætti þó eins halda að heilsa Íslendinga væri verri en meðal nágrannaþjóðanna,
segir Vilhjálmur Ari.

Í flokki ofurlyfja eru m.a. nýjustu sýklalyfin, kólesteróllækkandi lyf, gigtarlyf, magalyf og geðlyf.

Hann telur sennilegustu skýringuna á mikilli notkun á þessum lyfjum vera aðgengi og vinnulag hvað varðar lyfjaávísanir lækna.

Auðvitað mætti líka kalla lyf „ofurlyf“ ef þau eru notuð án læknisfræðilegrar ástæðu (non-pharmacological prescription) í þeirri trú að þau virki á einkenni sem þau gera í raun ekki, a.m.k. ekki á líffræðilegan máta eins og á við um sýklalyf sem notuð eru gegn kvefi og þar með vírusum þar sem sýklalyf virka alls ekki neitt. En stundum virðist nóg að trúa, eða skulum við segja að tilgangurinn með lyfjaávísun helgi stundum meðalið?

Vilhjálmur Ari segir að þrátt fyrir mikið framboð af „ofurlyfjum“ sé oft skortur í landinu á lífsnauðsynlegum, gömlum lyfjum.

Skýringarinnar er að leita í þeirri staðreynd að yfirleitt eru það ódýrari lyfin sem  detta út og sem lyfjainnflytjendur og framleiðendur hagnast ekki lengur nóg á. Þannig er fyrir löngu orðin þörf á ábyrgri stofnun til að sjá um að nauðsynlegustu lyf séu líka alltaf til í landinu.

Hann segir að endurvekja mætti Lyfjastofnun Ríkisins af þessari illu nauðsyn þar sem markaðslögmálin spili á okkur og okkar heilsu.

 
Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt sem á heima á Pressunni?
Sendu okkur póst á pressan@pressan.is - Fyllsta trúnaðar gætt, sé hans krafist.25.sep. 2014 - 16:07

Óttast að venjulegir Íslendingar verði útilokaðir frá veitingastöðum og þjónustu

Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, óttast að markaðsásókn í vellauðuga ferðamenn verði til þess að Íslendingar verði útilokaðir frá ákveðinni þjónustu á Íslandi. Hann spyr sig hvers vegna Landsbankinn taki þátt í þessu átaki.
25.sep. 2014 - 15:00

Harmleikur í Uppsölum: Tveir unglingspiltar létust af völdum skotsára

Af vettvangi Íbúar í Uppsölum í Svíþjóð eru harmi slegnir eftir að tveir unglingspiltar, 16 og 17 ára, létust af völdum skotsára í gærkvöldi. Piltarnir voru vinir og sóttu sama skólann í Uppsala. Það var rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi sem lögreglan fékk tilkynningu um að skotum hefði verið hleypt af í húsi í úthverfi Uppsala. Eldri pilturinn var látinn þegar lögreglan kom á vettvang og hinn lést skömmu eftir að hann hafði verið fluttur á sjúkrahús
25.sep. 2014 - 13:45

Brast í grát í óvæntri ferð á Íslandi: ,,Þessi reynsla breytti mér“

Þegar Kat lenti í Keflavík átti það bara að vera stutt millilending á leið frá Seattle til London. Það sem beið Kat á flugvellinum kom henni mikið á óvart.  Hún fékk að upplifa Ísland sem var ógleymanleg reynsla sem breytti lífi hennar. Hafði reynslan svo djúp áhrif á hana að hún átti erfitt með að halda aftur af tárunum:
25.sep. 2014 - 13:00

Mundu að þú ert ekki mamman: 10 óþægilegar staðreyndir um stjúpmæður

Í fyrstu gekk sambandið við stjúpdæturnar frábærlega og fyrstu tvö árin í blandaðri fjölskyldu gengu eins og í sögu. En síðan kom gelgjuskeiðið og þar að auki fluttu stjúpdæturnar inn til hennar og eiginmannsins þar sem fyrir voru tvö börn hennar af fyrra hjónabandi. Við það breyttist allt og henni fannst hún vera að bregðast stjúpdætrum sínum og sambandið við þær væri farið í vaskinn. Rithöfundurinn og blaðamaðurinn Lindsay Ferrier tjáir sig um hlutskipti stjúpmæðra – af eigin reynslu. Hún brýtur málefnið niður í 10 óþægilegar staðreyndir:
25.sep. 2014 - 12:50

Hefur þú séð Ólöfu: Lögreglan leitar að henni

Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir 17 ár stúlku, Ólöfu Gígju Hallgrímsdóttur. Síðast er vitað um ferðir hennar í Grafarvogi, þann 23. september síðastliðinn.
25.sep. 2014 - 12:00

Minkar á ferð á höfuðborgarsvæðinu og vaxandi rottugangur: Minkurinn er sætur en ekki reyna að klappa honum

Töluvert hefur orðið vart við mink í borgarlandinu og jafnvel í miðbænum í haust. Minkur fannst í bílakjallara tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu, annar á Vesturlandsvegi og ennfremur sást til minks á Langholtsvegi. Að sögn Jóns Halldórssonar meindýraeyðis og líffræðings er þetta ekki óvenjulegt og of snemmt að álykta nokkuð um hvort meira sé af lausum minki núna en undanfarin ár.
25.sep. 2014 - 11:50

Skiptir stærðin öllu máli eða er það aðferðin og tæknin?

Það á við um svo margt en það er satt sem þeir segja að stærðin skiptir ekki alltaf öllu máli heldur líka aðferðin og tæknin.  Það á oft við um tryggingar en líka um þá skemmtilegu íþrótt að fara í sjómann.
25.sep. 2014 - 11:00

Engir krabbameinslæknar á Íslandi árið 2020?

Þessari spurningu er velt upp í bréfi sem sex Íslendingar sem hafa nýlokið eða eru við það að ljúka námi í krabbameinslækningum skrifa í Fréttablaðið í dag. Þau eru öll búsett erlendis og sjá ekki fyrir sér að koma heim vegna þess ástands sem ríkir í heilbrigðismálum.
25.sep. 2014 - 10:00

NASA undirbýr að geimverur finnist: Sérfræðingar funda um samskipti við geimverur

Það er eins og að leita að nál í heysátu að leita að lífi úti í geimnum ef ekki erfiðara þrátt fyrir að tekist hafi að finna 10.000 vetrarbrautir fram að þessu með aðstoð Hubble geimsjónaukans. Með aðstoð Kepler geimrannsóknarstöðvarinnar hafa rúmlega 1.400 plánetur fundist í óravíddum himingeimsins. Nú er bandaríska geimferðastofnunin NASA farin að búa sig undir að líf finnist utan jarðarinnar.
25.sep. 2014 - 10:00

Kóngar Íslands: Kristján II hnepptur í varðhald til æviloka af frænda sínum

Íslendingar gengu undir vald Noregskóngs á ofanverðri 13. öld eins og allir vita náttúrlega, og rétt undir lok 14. aldar fylgdi landið Noregi inn í Kalmarsambandið, sem tók svo að liðast í sundur er kom fram á 15. öld.
25.sep. 2014 - 09:00

Nágrannaerjur sem fóru úr böndunum: Reistu 1,8 m háa girðingu í kringum hús nágranna

Þegar hjón nokkur vöknuðu snemma morguns við hávaða frá iðnaðarmönnum sem voru að grafa holur fyrir utan heimili þeirra, töldu þau að þetta væri einn af þessum dögum þar sem framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins væru í gangi. En þau hrukku þó fljótt upp af værum blundi þegar farið var að setja steypta stólpa í holurnar og girðing fór að taka á sig mynd. Girðingin var nefnilega í kringum húsið þeirra og nú komast þau ekki út úr garðinum sínum nema með því að nota stiga til að komast yfir girðinguna.
25.sep. 2014 - 08:00

Mikið um þjófnaði á höfuðborgarsvæðinu í nótt

Á öðrum tímanum í nótt var tilkynnt um innbrot í apótek í Hafnarfirði. Þegar Lögregla kom á vettvang var brotið gler í hurð og þjófurinn hafi farið inn og stolið lyfjum. Málið er í rannsókn. Þá var brotist inn í ónefnt fyrirtæki í Kópavogi þaðan sem stolið var fartölvu og fatnaði.
25.sep. 2014 - 06:00 Sigurður Elvar

Úrvalslið Eiðs Smára er vel mannað – Íslendingurinn hefur leikið með gríðarlegum fjölda þekktra leikmanna

Eiður Smári Guðjohnsen, sem er þessa dagan orðaður við lið á Indlandi, valdi úrvalslið fyrir Sky fréttavefinn þar sem hann valdi leikmenn sem hann hefur leikið með á ferlinum.  Eiður Smári, sem lék m.a. með Barcelona, Chelsea, Tottenham og PSV, hefur úr ótrúlegum fjölda leikmanna að velja eins og sjá má hér fyrir neðan.
24.sep. 2014 - 22:15

Ferðu oft seint að sofa? Það getur valdið krónískri röskun á svefni

Margir telja að þeir tilheyri hópi svokallaðra nátthrafna og þess vegna fari þeir yfirleitt seint að sofa. En með því að fara seint að sofa getur fólk verið að skemma sínar eigin líkamsklukkur og það getur valdið krónískum skemmdum á svefnvenjum. Það virðist því skipta miklu máli að fólk fari snemma í háttinn.
24.sep. 2014 - 21:15

Sæunn Klara: Hann er heppinn að vera á lífi

„Hann er mjög heppinn að vera á lífi“, segir Sæunn Klara Breiðfjörð en sonur hennar Magnús Blöndal lenti á gjörgæslu í gærdag eftir að hann missti stjórn á hlaupahjóli sínu og kastaðist á malbikið með höfuðið á undan sér en hann var ekki með hjálm.
24.sep. 2014 - 20:15

Tíu ástæður fyrir því að banna ættu börnum undir 12 ára aldri að eiga snjalltæki

Samtök bandaríska barnalækna og samtök kanadískra barnalækna fullyrða að 0-2 ára gömul börn ættu ekki að koma nálægt snjalltölvutækninni, 3-5 ára börn ættu að fá að nota tölvutæknina aðeins eina klukkustund á dag og 6-18 ára börn ættu að fá hámark tvo tíma á dag í slíka tækninotkun.
24.sep. 2014 - 19:30

Fugl vikunnar: Flækingar

Nú raða lægðirnar sér upp hver af annarri og dæla suðvestan skítviðri yfir landsmenn. Eflaust reyna sumir að fela vonbrigði sín yfir því að sumarið hafi runnið sitt skeið og að framundan sé vetur konungur. En það er hópur manna sem vart getur hamið sig af kæti þegar svona viðrar. Þetta eru fuglaskoðarar sem spennast upp í línulegu samhengi við rok og rigningu.
24.sep. 2014 - 18:30

Þingmenn Suðurkjördæmis saka Landsbankann um svik

„Þingmenn þekkja það, að ef við segjum ósatt í þinginu eða segjum þjóðinni ósatt, þá föllum við af þingi.  En í atvinnulífinu komast menn upp með það að segja ósatt og fá bónusana fyrir. Það eru ekki vinnubrögð sem eru mér að skapi.“ Þetta sagði Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem á Alþingi í dag sakaði Landsbankann um að svíkja gefin loforð við Suðurnesjamenn.
24.sep. 2014 - 17:00

Myndir dagsins: Furðulostinn farþegi - Starfsfólk Icelandair brá á leik með iPad sem fannst í vélinni

Myndir dagsins voru birtir á samskiptasíðunni Reddit en þær eru af starfsfólki Icelandair og IGS á Keflavíkurflugvelli. Notandinn greinir frá því að hann hafi gleymt iPadinum í vél Icelandair og þegar hann fékk tækið aftur í hendur voru nokkrar óvæntar myndir af starfsfólkinu.
24.sep. 2014 - 16:05

Rúmlega 1.000 manns handteknir í Evrópu vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Rúmlega 1.000 manns hafa verið handteknir í umfangsmestu lögregluaðgerð evrópskra lögregluliða gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Aðgerðin hefur staðið í níu daga og þeir sem voru handteknir eru grunaðir um aðild að ýmsum glæpum, til dæmis mansali, fíkniefnasmygli, skattsvikum, smygli á fólki, fölsunum og þjófnuðum.
24.sep. 2014 - 14:50

Oddur: ,,Staðan hjá syni mínum er alvarleg“ – Bruninn í Brekkubæjarskóla

Brekkubæjarskóli, Akranesi ,,Staðan hjá syni mínum er alvarleg, en hann er búinn að liggja á gjörgæslu síðan á mánudag og kemur til með að verða þar í það minnsta fram yfir helgi“ segir Oddur K. Guðmundsson. Níu ára sonur hans slasaðist alvarlega síðastliðinn mánudag eftir að hafa handleikið gamalt neyðarblys í Brekkubæjarskóla á Akranesi. Samnemendur drengsins urðu vitni að því þegar hann brann. Í samtali við Pressuna segir Oddur að hann vilji skapa umræðu og vekja athygli á málinu. ,,Það er fullt af rakettum og drasli inn í bílskúr hjá fólki sem getur verið stórhættulegt í höndunum á börnum“.
24.sep. 2014 - 13:30

Segir MS verða að opna bækur sínar: Fólk er ekki búið að gleyma írska smjörinu

Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fyrrum formaður Bændasamtakanna, segir að Mjólkursamsalan verði að opna bækur sínar og huga að eigin trúverðugleika.
24.sep. 2014 - 12:09

Sofnaði undir stýri á fjölförnum gatnamótum í Reykjavík í morgun

Á háannatíma í morgun steinsofnaði ökumaður á fjölförnum gatnamótum í Reykjavík. Ekki hlaust slys af, en ökumaðurinn sofnaði á meðan hann beið eftir grænu ljósi.
24.sep. 2014 - 11:50

Karlar með stóra maga eru betri elskhugar

Það eru kannski ekki margir sem hafa hugsað út í þetta en karlar með stóra maga eru betri elskhugar en þeir mjóu. Þetta á að minnsta kosti við þegar kemur að úthaldi í kynlífinu. Það virðist því geta aukið úthald karla í rúminu að vera með smávegis auka hold á líkamanum.
24.sep. 2014 - 11:00

Segir alþjóðlegt stórfyrirtæki setjast að í Leifsstöð: „Grátbroslegt“

Forstjóri Kaffitárs segir að til standi að gera samning við alþjóðlegt stórfyrirtæki um rekstur verslunar í Leifsstöð. Þau skilaboð séu grátbrosleg enda þjóni það hvorki hagsmunum Íslands né skattgreiðenda.
24.sep. 2014 - 10:00

Facebook sér ást fólks fyrir

Þrátt fyrir að þú vitir ekki að þú sért á góðri leið inn í rómantískt samband þá veit Facebook það kannski nú þegar. Þegar fólk byrjar að draga sig saman byrjar það að daðra. Þetta vissu auðvitað allir en nú fer daðrið fram á netinu, á Facebook þar sem fólk sendir hvort öðru skilaboð og skrifar á veggi hvers annars.
24.sep. 2014 - 09:41

Leitin að þýska ferðamanninum við Látrabjarg heldur áfram

Christian Mathias Markus Klukkan 8 í morgun hófst að nýju leit að þýska ferðamanninum á og við Látrabjarg. Leitarsvæðið er allstórt og taka nú um 50 björgunarsveitarmenn þátt í henni. Veður er ekki með besta móti á svæðinu og óvíst hvort þyrla Landhelgisgæslunnar taki þátt í leitinni. Björgunarsveitir í Vesturbyggð hafa fengið liðsauka frá öðrum björgunarsveitum Landsbjargar. Svæðisstjórn er staðsett í Vesturbyggð og er hún fullskipuð.

24.sep. 2014 - 08:47

Myndband: Mögnuð stökk og tilþrif hjá fimleikamönnum við óhefðbundnar aðstæður

Fimleikaíþróttin er í stöðugri þróun og hið hefðbundna form á æfingum í þeirri íþrótt er ekki alltaf fyrsta valið hjá þeim sem vilja stunda þessa mögnuðu íþrótt. Project JUMPoff er hópur í Danmörku sem hefur stigið út fyrir „fimleikakassann“ og í þessu myndbandi má sjá afraksturinn – sem er afar áhugaverður.
24.sep. 2014 - 08:37 Sigurður Elvar

Myndband: Ótrúleg vítaspyrnukeppni hjá Liverpool og Middlesbrough – nýtt met á Englandi

Liverpool og Middlesbrough settu nýtt met í gærkvöld þegar liðin áttust við í 32 liða úrslitum enska deildabikarsins. Eftir venjulegan leiktíma og framlengingu var staðan 2-2 og réðust úrslitin eftir vítaspyrnukepppni sem fer í metabækurnar. Úrslitin réðust eftir 30 vítaspyrnur en þess má geta að Middlesbrough jafnaði metin undir lokin í framlengingunni úr vítaspyrnu.
24.sep. 2014 - 08:00

Mikil skjálftavirkni í nótt: Gosmengun á norður og norðvesturlandi í dag

Um 40 jarðskjálftar mældust í norðanverðum Vatnajökli í nótt. Um 20 skjálfar urðu við Bárðarbunguöskjuna og voru þeir stærstu af stærðinni 3,3 og 3,4. Sá fyrri varð um klukkan hálf eitt í nótt,  sá síðari varð rétt fyrir klukkan imm.

23.sep. 2014 - 22:00

Vandræðalegar brúðkaupsmyndir

Brúðkaupsdagurinn er fyrir langflestum brúðhjónum einn skemmtilegasti dagur lífsins. Allar minningar og myndir sem tengjast deginum eru geymdar á góðum stað svo hægt sé að rifja daginn upp aftur og aftur.
23.sep. 2014 - 21:10

Andri Freyr verulega ósáttur: ,,Erum við þessir apar?“

,,Við eigum bara allt slæmt skilið hvað svona varðar, peningaflækjur og gjaldþrot og rugl. Við erum algjörir apar,“ sagði Andri Freyr Viðarsson annars stjórnanda Virkra morgna á Rás 2 og var verulega ósáttur þegar hann fjallaði um að búið væri að selja ríflega helming lúxusíbúða í nýjum 11 hæða íbúðarturni við Lindargötu í Reykjavík.
23.sep. 2014 - 20:00

Deyjandi móðir fékk hinstu ósk sína uppfyllta: Myndband

Kona sem þjáðist af brjóstakrabbameini átti eina hinstu ósk sem var að fá að dansa við son sinn í brúðkaupi hans. Brúðkaupið fór fram þann 5. september síðastliðinn og þremur dögum síðar lést konan. Dóttir hennar tók þessa hjartnæmu stund upp þegar konan stóð upp úr hjólastól sínum og dansaði síðasta dansinn við lagið Somewhere Over the Rainbow.
23.sep. 2014 - 19:15

Magnað myndband um loftslagsmálin og framtíð okkar allra

Í dag funda margir þjóðarleiðtogar í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York um hvernig hægt sé að takast á við loftslagsbreytingar og þau miklu áhrif sem þær hafa á líf okkar allra sem byggjum þessa jörð. Fundur leiðtoganna hófst í morgun með því að þeir horfðu á tæplega fjögurra mínútna mynd um loftslagsmálin og framtíð okkar allra.
23.sep. 2014 - 18:30

Ebólufaraldurinn: Tilfellin gætu farið upp í 1,4 milljónir í janúar

Á milli 550.000 og 1,4 milljónir manna í Vestur-Afríku gætu sýkst af Ebólu-veirunni fyrir 20. janúar 2015, samkvæmt skýrslu sem Sóttvarnarstofnun Evrópu birti í dag. Í efra matinu, 1,4 milljónir, er gengið út frá því að fjöldinn sem skráður er í dag, 5.864 tilfelli, sé gróflega vantalinn.
23.sep. 2014 - 18:00

Leita að þýskum ferðamanni

Lögreglan á Vestfjörðum,  björgunarsveitir í Vesturbyggð, og þyrla Landhelgisgæslunnar leita nú þýsks ferðamanns á og við Látrabjarg.  Um er að ræða Christian Mathias Markus fd. 11. október 1980. Fjölskylda mannsins í þýskalandi fór að óttast um Christian síðastliðin laugardag og hafði samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu og ríkislögreglustjóraembættið. 
23.sep. 2014 - 17:15

Mynd dagsins: Hvaða egg er úr hamingjusamri lausgangandi sveitahænu?

,,Getraun dagsins, eitt af þessum fjórum eggjum er úr hamingjusamri lausgangandi sveitahænu, hvaða egg er það? Hin eggin eru verksmiðjuframleidd,“ skrifar Ásgeir Jónsson við mynd sem hann birti á Fesbókarsíðu sinni en hún hefur vakið nokkra athygli. Í samtali við Pressuna segir Ásgeir
23.sep. 2014 - 16:00

Október er tíminn til fljúga yfir hafið: 30 prósent ódýrara flug til Alicante

Það er nú um 30 prósent ódýrara að fljúga til Alicante en það var fyrir mánuði, og um 20 prósent ódýrara að fara til Billund, Zurich og Munich. Þetta kemur fram í nýjustu verðkönnun flugleitarsíðunnar Dohop. Það mætti því segja að október sé rétti mánuðurinn til að ferðast. 
23.sep. 2014 - 14:43

Guðmundur Sveinn: Internetið fyrirgefur ekki gamlar syndir

„Hann er búinn að afreka margt gott á lífsleiðinni en það fellur allt í skuggan á þessum einu mistökum sem munu blasa við öllum um ókomin ár.“ Þetta segir Guðmundur Sveinn Einarsson, lögfræðinemi sem vill vekja athygli á því að oft mætti fara varlegar í að nafngreina fólk í fjölmiðlum.
23.sep. 2014 - 13:15

Æskuástin sigraði að lokum: Giftust 63 árum eftir fyrstu kynni

Það tók Marcellu og Johnny Vick frá Englandi heil 63 ár að ná saman og giftast eftir að þau höfðu orðið ástfangin sem unglingar. Parið var í sambandi í tvö ár á sjötta áratugnum en svo skildu leiðir. Marcella, sem er 79 ára, var gift í 39 ár öðrum manni og átti með honum þrjár dætur; Vick, sem er áttræður, var giftur annarri konu og átti með henni tvo syni og tvær dætur.
23.sep. 2014 - 12:19

Ein helsta Youtube stjarna Lenovo á Nýherja ráðstefnu

Ein helsta Youtube stjarna Lenovo tölvufyrirtækisins verður gestur á ráðstefnu Nýherja sem haldin verður á Kex á föstudaginn.

23.sep. 2014 - 11:45

Seldu vel á þriðja tug lúxusíbúða á viku

Síðdegis í gær var búið að selja 27 íbúðir fyrir hátt í tvo milljarða króna í tveimur nýjum turnum í Skuggahverfinu, rúmri viku eftir að þær voru auglýstar til sölu.
23.sep. 2014 - 11:35

Breytingar og nýtt fólk í brúnni hjá Nordic eMarketing

Íslenska markaðsfyrirtækið Nordic eMarketing hefur tekið stakkaskiptum og heitir nú The Engine. Um er að ræða breytingu sem í tengslum við nýstofnað fyrirtæki í Noregi, SMFB Engine, þar sem verið er að þróa ferla og aðferðafræði sem tengjast því sem nýjast er að gerast í netmarkaðssetningu.
23.sep. 2014 - 11:05

Vonarstræti framlag Íslands til Óskarsverðlauna

Meðlimir Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar hafa valið kvikmyndina Vonarstræti sem framlag Íslands til Óskarsverðlauna á næsta ári. Vonarstræti mun því keppa fyrir Íslands hönd um Óskarsverðlaunin fyrir bestu kvikmynd á erlendu tungumáli.
23.sep. 2014 - 10:00

Er að gefast upp: Hundrað fullnægingar á dag í tvö ár eftir brjósklos

Hann hefur fengið hundrað fullnægingar á dag síðastliðin tvö ár. Vandræði hins 37 ára gamla Dale Decker hófust í september árið 2012 þegar hann fékk brjósklos. Í sjúkrabílnum á leið á spítalann fékk hann fimm fullnægingar. Síðan þá hefur hann upplifað nánast stöðuga kynferðislega örvun.
23.sep. 2014 - 09:40 Sigurður Elvar

Felix Magath hefur ofurtrú á mjólkurvörum – skipaði leikmanni að nota ost til þess að ná sér eftir meiðsli

Felix Magath er engum líkur en þýski knattspyrnustjórinn gerði nánast allt vitlaust á þeim stutta tíma sem hann stjórnaði Fulham í ensku knattspyrnunni. Magath, sem var á sínum tíma einn þekktasti knattspyrnumaður Þýskalands, var fenginn s.l. vor til Fulham til þess að bjarga liðinu frá falli úr úrvalsdeildinni – en það tókst ekki.
23.sep. 2014 - 09:00

80 prósent karla geta komið í veg fyrir hjartáfall með fjórum einföldum lífstílsbreytingum

Með því að gera fjórar einfaldar lífsstílsbreytingar geta 80 prósent karla komið í veg fyrir að þeir fái hjartaáfall. Ef karlar tileinka sér heilbrigðan lífstíl draga þeir mjög úr líkunum á að deyja ungir. Þeim mun yngri sem karlar eru þegar þeir gera þessar lífstílsbreytingar, þeim mun meiri vernd ná þeir gegn ótímabæru andláti.
23.sep. 2014 - 08:00

Gasmengun frá Holuhrauni mikil: Þrír stórir skjálftar í Bárðarbungu í nótt

Veðurstofa Íslands varar við því að gasmengun frá eldgosinu í Holuhrauni berist einkum til norðausturs og austnorðausturs í dag.
22.sep. 2014 - 22:00

Er jarðvegur fyrir öfgaflokka á Íslandi?

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, segist ekki tala fyrir því að íslenskir hægri menn taki upp stefnu flokka á borð við Svíþjóðardemókrata, þvert á móti þurfi þeir að taka harðar á innflytjendamálum til að koma í veg fyrir að öfgaflokkar þrífist.
22.sep. 2014 - 21:00

Verður minnst sem hetju: Fórnaði lífi sínu til að bjarga dóttur sinni

Móðir bjargaði fimm mánaða dóttur sinni frá dauða með því að setja hana ofan í klósett skömmu áður en fyrrverandi unnusti hennar skaut hana í höfuðið með þeim afleiðingum að hún lést. Maðurinn fyrirfór sér í kjölfarið. Talið er að hann hafi ætlað að drepa barnið líka.
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10     Næstu síður > 

Sigurður G. Guðjónsson
Sigurður G. Guðjónsson - 22.9.2014
Lygamörður á ferð
Aðsend grein
Aðsend grein - 18.9.2014
Landsbyggðarvæl?
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 18.9.2014
Eins manns kenning
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 23.9.2014
Saga sem Saga vill ekki segja
María Rún Vilhelmsdóttir
María Rún Vilhelmsdóttir - 23.9.2014
Hver ert þú?
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 27.9.2014
Verðandi hæstaréttardómarar?
Sigurður G. Guðjónsson
Sigurður G. Guðjónsson - 29.9.2014
29. september
Aðsend grein
Aðsend grein - 23.9.2014
Fyrirgefning og syndaaflausn Internetsins
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.9.2014
Sögulegt gildi griðasáttmálans
Fleiri pressupennar