20. jún. 2012 - 17:00

Íslendingar misnota „ofurlyf“ - Þörf á að endurvekja Lyfjastofnun ríkisins

Lyfjanotkun Íslendinga hefur verið meiri en á hinum Norðurlöndunum í flestum lyfjaflokkunum um árabil, en þó sérstaklega í nýju lyfjunum, oft svokölluðum „ofurlyfjum“.

Þetta segir Vilhjálmur Ari Arason læknir í pistli á Eyjunni.

Ofurlyf kalla ég lyfin hér sem markaðssett eru með það í huga að virka að einhverju leiti betur en eldri lyfin, þótt þau áhrif komi í reynd ekki nema takmörkuðum fjölda að gagni. Vegna meiri notkunar þessara lyfja almennt hér á landi, mætti þó eins halda að heilsa Íslendinga væri verri en meðal nágrannaþjóðanna,
segir Vilhjálmur Ari.

Í flokki ofurlyfja eru m.a. nýjustu sýklalyfin, kólesteróllækkandi lyf, gigtarlyf, magalyf og geðlyf.

Hann telur sennilegustu skýringuna á mikilli notkun á þessum lyfjum vera aðgengi og vinnulag hvað varðar lyfjaávísanir lækna.

Auðvitað mætti líka kalla lyf „ofurlyf“ ef þau eru notuð án læknisfræðilegrar ástæðu (non-pharmacological prescription) í þeirri trú að þau virki á einkenni sem þau gera í raun ekki, a.m.k. ekki á líffræðilegan máta eins og á við um sýklalyf sem notuð eru gegn kvefi og þar með vírusum þar sem sýklalyf virka alls ekki neitt. En stundum virðist nóg að trúa, eða skulum við segja að tilgangurinn með lyfjaávísun helgi stundum meðalið?

Vilhjálmur Ari segir að þrátt fyrir mikið framboð af „ofurlyfjum“ sé oft skortur í landinu á lífsnauðsynlegum, gömlum lyfjum.

Skýringarinnar er að leita í þeirri staðreynd að yfirleitt eru það ódýrari lyfin sem  detta út og sem lyfjainnflytjendur og framleiðendur hagnast ekki lengur nóg á. Þannig er fyrir löngu orðin þörf á ábyrgri stofnun til að sjá um að nauðsynlegustu lyf séu líka alltaf til í landinu.

Hann segir að endurvekja mætti Lyfjastofnun Ríkisins af þessari illu nauðsyn þar sem markaðslögmálin spili á okkur og okkar heilsu.

 
Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt sem á heima á Pressunni?
Sendu okkur póst á pressan@pressan.is - Fyllsta trúnaðar gætt, sé hans krafist.Svanhvít - Mottur
26.júl. 2015 - 16:30

Fór í sónar - Fann risaeðlu

Eitthvað sem minnir á kvikmyndina Alien eða framhald Jurassic World fannst við hefðbunda meðgönguómskoðun. Það virðist vera eina skýringin í augnablikinu ef marka má myndina af Ruthie-Lou sem kemur til með að fæðast í byrjun september. Minnir eðlan helst á Brontosaurus, en hún hlýtur þá að vera töluvert smærri útgáfa þar sem steingervingafræðingar áætla að Brontosaurus hafi vegið um 35 tonn á sínum tíma.

26.júl. 2015 - 15:00

Þurfum við stórt hjólhýsi til að verða hamingjusöm?

Mynd/DV

„Þarf maður að eiga allt? Í sumarfríinu mínu þá keyrði ég um landið okkar góða. Það er alltaf jafn merkilegt finnst mér að keyra um og skoða þetta blessaða land. Ég skil alla þessa ferðamenn svo vel á sumrin sem koma hingað til lands og labba, hlaupa, hjóla eða keyra um landið. Svo eru það allir Íslendingarnir, ekki má gleyma þeim. Við erum partur af öllu þessu fólki sem ferðast um landið, þó við séum kannski ekki að kúka á það, eða hvað? Ég held að það séu fullt af Íslendingum sem kúka á landið í neyð, en það er önnur saga og ég nenni ekki að tala um það.“

26.júl. 2015 - 13:30

Ögmundur: Brotalamirnar þarf að laga með markvissum aðgerðum

„Hugmyndir um að selja aðgang að náttúruperlum hafa verið harðlega gagnrýndar en gagnrýninni hafa ýmsir hagsmunaaðilar reynt að grafa undan með hræðsluáróðri og dómsdagsspám. Neyðarástand er sagt ríkja í landinu, sérfræðingar innlendir og erlendir lýsa því yfir í vandlætingu sinni að aðstaða sé fyrir neðan allar hellur þótt flestum okkar þyki oft á tíðum illskiljanlegt hvert þeir eru að fara.“
26.júl. 2015 - 12:00

Nýr söngleikur tileinkaður UKIP

Leikarinn Darren Benedict í hlutverki Nigel Farage

Nýr söngleikur sem gerir stólpagrín að breska stjórnmálamanninum Nigel Farage og Sjálfstæðisflokki Bretlands, UKIP, opnar þann 7. ágúst næstkomandi í Lundúnum. Kemur þetta fram á vef Daily Mail. Munu áhorfendur þá fá að hlýða á lög á borð við „Bongo Bongo-landið“ og „Upp með hengibrúna“, ásamt lögum samin upp úr fleiri ummælum frambjóðenda UKIP. Uppselt er á fyrstu þrjár sýningarnar.

26.júl. 2015 - 10:30

Neyðast til að ræða lögleiðingu kannabisefna

Breska þingið neyðist nú til að ræða lögleiðingu kannabisefna. Þetta kemur í kjölfar undirskriftasöfnunar sem yfir 100 þúsund manns þar í landi hafa skrifað undir á einungis fjórum dögum, segir á vef Guardian. Þar sem undirskriftasöfnunin er haldin á opinberri undirskriftasíðu þingsins og lögbundnu lágmarki þáttakenda hefur verið náð, neyðast þingmenn því til að taka málið fyrir á þinginu.

26.júl. 2015 - 10:27

Í beinni: Úrslitin á Íslandsmótinu 2015 ráðast á Garðavelli í dag

Úrslitin á Íslandsmótinu í golfi á Eimskipsmótaröðinni ráðast síðdegis í dag á Garðavelli á Akranesi. Mikil spenna er í báðum flokkum og mótsmetið er í hættu í karlaflokknum en það er -10 samtals.
Fylgst er með gangi mála á Twittersíðu Golfsambands Íslands og má sjá þær færslur hér fyrir neðan.
26.júl. 2015 - 09:03

Óhugnaður í Svíþjóð: Lítil stúlka stungin til bana og enn ein sprengingin í Malmö

Sjö ára stúlka var myrt í Bro, norðan við Stokkhólm, í gærkvöldi. Hún var stungin til bana. Við hlið hennar fann lögreglan karlmann og stóð hnífur í hálsi hans. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús með þyrlu en hann er grunaður um að hafa myrt litlu stúlkuna. Þá sprakk enn ein sprengjan í Malmö í nótt og eru íbúar í borginni mjög óttaslegnir vegna síendurtekinna sprenginga.
26.júl. 2015 - 07:03

Ísland fær erfiða mótherja í undankeppni HM 2018

Ísland fær sterka mótherja í undankeppni heimsmeistaramóts karlalandsliða 2018 sem fram fer í Rússlandi. Ísland var í fyrsta sinn í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið var í riðlana og eru fimm lið I-riðlinum þar sem Ísland er.
25.júl. 2015 - 22:00

Sólbrúnkan var ekki þess virði: „Ég fékk húðkrabbamein 23 ára“

Það er hásumar og margir hafa aðeins eitt í huga: Að fá eins mikla sólbrúnku og þeir geta áður en veturinn snýr aftur. En hvað ef þessi sólbrúnka stefnir lífi þínu í hættu? Er hún virkilega þess virði? Í febrúar á þessu ári var ég greind með húðkrabbamein sem þegar er komið á fjórða stig. Það er eitthvað sem ég hafði aldrei ímyndað mér að þurfa að fást við aðeins 23 ára gömul.

25.júl. 2015 - 21:00

Segir fljúgandi furðuhluti vera í raun tímaflakkandi nasista

Ný þýsk heimildarmynd segir að geimverurnar sem eiga að hafa heimsótt jörðina árið 1947 í Roswell í Nýju-Mexíkó hafi í raun verið leynileg tilraun nasista.

25.júl. 2015 - 20:00

Einlæg frásögn móður pilts með geðraskanir: „Erfitt að horfa uppá hann þegar svarta holan étur hann“

„Það er árið 1987 og ég varð skotinn í strák hann kom inní líf mitt með látum ó hvað ég var hrædd þarna alltof ung að verða mamma. En vá hvað ég varð skotinn í þessum strák. Hann var og er fallegasta karlvera sem ég hef séð, hann er góður og ljúfur og skemmtilegur. Hann var ekki bara sonur hann var líka vinur minn. Hann og ég erum eitt, vorum og erum.“

25.júl. 2015 - 19:00

Guðmundur skilur ekki dvínandi fylgi: „Og svo les maður bullið í Davíð Oddssyni“

„Ég hef ástríðufullan áhuga á pólitík og pólitískri sögu, því hvernig stefnur og straumar birtast í pólitík og hver úrlausnarefnin eru. Ég mun alltaf hafa þennan áhuga, sama hvort ég er í pólitík eða geri eitthvað annað,“ segir Guðmundur Steingrímsson þingmaður og formaður Bjartrar framtíðar í helgarviðtali DV er hann var spurður hvernig hann kunni við sig á þingi.
25.júl. 2015 - 18:00

Ólafur óhress með MS: Þið leynduð víst gögnum

Ásakanir ganga á milli Ólafs Stephensen framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda og Ara Edwald forstjóra Mjólkursamsölunnar. Í dag svarar Ólafur tilkynningu frá MS sem birtist í gær, þar segir:

25.júl. 2015 - 16:30

Auglýstu sambandið á Facebook og það mun blómstra

Að monta þig yfir nýju kærustunni eða kærastanum á Fésbókinni er besta leiðin til að halda í viðkomandi segir ný rannsókn. Skoðuð voru sambönd 180 háskólanema og þau beðin um að leggja mat á eigin samband á netinu. Samkvæmt rannsókninni sem gerð var við Háskólann í Wisconsin-Madison var það fólk sem talaði oftar um makann á netinu líklegra til að vera lengur saman.

25.júl. 2015 - 15:00 Ari Brynjólfsson

Stúlkurnar í Soham

Sunnudaginn 4.ágúst árið 2002 héldu Kevin og Nicola Wells grillveislu í bænum Soham í Cambridgeskíri á Englandi. Þau buðu vinafólki sínu, Leslie og Sharon Chapman. Dætur hjónanna, þær Holly Wells og Jessica Chapman, voru báðar tíu ára og bestu vinkonur. Eftir grillveisluna fengu Jessica og Holly klink til að fara út í búð að kaupa bland í poka.

25.júl. 2015 - 13:30

Kemur engum við hvað ég er gamall: Kærir kennitölukerfið til Persónuverndar

„Við notumst við sama nafnnúmerakerfi og er notað á hinum Norðurlöndunum, þannig að kennitölurnar veita upplýsingar um fæðingardag og fæðingarár viðkomandi, sem ég tel að sé einkamál hvers og eins,“ sagði Jón Ármann Steinsson í samtali við Morgunblaðið í dag. Hefur hann kært íslenska kennitölukefið til Persónuverndar þar sem fæðingardagur og fæðingarár sé persónurekjanlegt.

25.júl. 2015 - 12:00

Guðmundur: „Það er fáránlegt að umgengnisforeldri sé ekki skráð foreldri“

„Jói er byrjaður að lesa og er mjög spenntur fyrir því að byrja í Melaskólanum. Edda mín býr í næstu götu við okkur og er viku hjá mömmu sinni og viku hjá okkur,“ segir Guðmundur Steingrímsson þingmaður og formaður Bjartrar framtíðar í helgarviðtali DV. Ásamt stjórnmálunum ræðir Guðmundur um einkalíf sitt sem hefur líka áhrif á stjórnmálin. Líkt og hjá mörgum fjölskyldum á Íslandi á Guðmundur börn frá fyrra sambandi, hefur þetta leitt til þess að Guðmundur berst gjarnan fyrir málefnum barna og foreldra eftir skilnað.

25.júl. 2015 - 10:30

Tekjur 2015: Óstöðugur skemmtanabransi á Íslandi - Best að vera stjórnandi

Tekjublað DV kom út í morgun með tölur yfir tekjur 2.600 Íslendinga. Í flokkunum fjölmiðlar og listir má glögglega sjá að hæstu tekjurnar eru hjá þeim sem hafa komið sér fyrir í stjórnunarstöðum eða hafa slegið í gegn í hinum stóra heimi. Samkvæmt upplýsingum skattstjóra var Sævar Freyr Þráinsson forstjóri 365 er með 5.530.573 krónur í mánaðarlaun og Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins með 3.470.352 krónur.

25.júl. 2015 - 10:05

Í beinni: Þriðji keppnisdagur - Íslandsmótið í golfi 2015

Þriðji keppnisdagurinn á Íslandsmótinu í golfi á Eimskipsmótaröðinni fer fram í dag á Garðavelli á Akranesi. Mikil spenna er í kvenna - og karlaflokknum. Axel Bóasson GK er efstur á -6 samtals en hann er með tveggja högga forskot á Þórð Rafn Gissurarson GR og Ragnar Má Garðarsson GKG.
25.júl. 2015 - 09:00

Breytir þetta myndband akstursvenjum þínum? Áhrifaríkt myndband

Fyrir fimm árum fór bandaríska símafélagið AT&T af stað með auglýsingaherferð sem nefnist „It Can Wait“ eða „Það má bíða“. Herferðinni er ætlað að beina athygli fólks að því að það verði alltaf að vera með hugann við aksturinn þegar setið er undir stýri og því eigi ekki að nota farsíma á meðan setið er undir stýri.
25.júl. 2015 - 08:00

Kisum bjargað úr húsi ofursafnara

Þetta mun vera eitt svefnherbergjanna í húsinu. Skjáskot af vef Daily Mail

Risastaflar af gulnandi dagblöðum, umbúðapakkningar, niðursuðudósir, klósettpappír, myndbandsspólur og pokar fullir af allskyns drasli tóku á móti dýraeftirlitsmönnum í leit að fjórum köttum sem bjuggu einir eftir að eigandi þeirra hafði látist. Kemur fram á vef Daily Mail að varla hafi verið hægt að opna útidyrahurðina vegna öfgana í söfnunaráráttu mannsins sem þar bjó.

24.júl. 2015 - 22:00

Heimskasta hugmynd í heimi? Hoppaði fram af Turnbrúnni: MYNDBAND

Hinn 17 ára gamli Shah Faisal Shinwari rekur YouTube-síðuna Carnage þar sem hann framkvæmir allskyns asnastrik fyrir aðdáendur sína 30 þúsund. Í nýju myndbandi sem hann birti á fimmtudaginn segist hann vera lofthræddur og lætur reyna á ótta sinn með því að hoppa fram af Turnbrúnni (e. Tower Bridge) sögufrægu í Lundúnum.

24.júl. 2015 - 21:30

Tveir áratugir frá þjóðarmorðunum í Srebrenica – Afdrif 1.000 manns enn ókunn

Tuttugu ár eru frá þjóðarmorðunum í Srebrenica þar sem rúmlega 8.000 múslimar voru drepnir af vígasveitum Bosníu-Serba. Enn eru afdrif ríflega 1.000 manns ókunn. Leiðtogar Bosníu og Hersegóvínu neita enn að láta uppi hvar líkin eru grafin.

24.júl. 2015 - 21:00

Churchill skeytti ekkert um hungursneyð í Bengal: „Af hverju er Gandhí þá ekki dauður?“

Árið 1943 braust út hungsneyð í Bengal á Indlandi, en Bengal samsvarar nokkurn veginn því ríki sem nú heitir Bangla Desj. Hungursneyðin stafaði af ýmsum orsökum, til dæmis hafði kornuppskera verið frekar slæm nokkur ár á undan, en flestir fræðimenn halda því þó fram að í raun megi segja að hungursneyðin hafi verið af mannavöldum.

24.júl. 2015 - 20:35 Sigurður Elvar

Sunna með fjögurra högga forskot í kvennaflokknum

Sunna Víðisdóttir úr GR með fjögurra högga forskot í kvennaflokki á Íslandsmótinu í golfi þegar keppni er hálfnuð á Garðavelli á Akranesi. Sunna, sem fagnaði þessum titli árið 2013 er á einu höggi undir pari vallar eftir 36 holur en Signý Arnórsdóttir (GK) og Valdís Þóra Jónsdóttir (GL) eru á +3 samtals.
24.júl. 2015 - 20:30

Baltasar Kormákur: „Ég hef verið hræddur, lítill karl“ – Vill kynjakvóta í kvikmyndagerð

Baltasar Kormákur vill að settur verði kynjakvóti á úthlutanir úr kvikmyndasjóði og hlutur kvenna aukinn í íslenskri kvikmyndagerð. Baltasar vill að það verði gert með því að framlög til sjóðsins verði aukin og öll aukningin fari til kvenna í kvimyndagerð.  „Ef fyrirtækin vita að það er hægt að sækja í þennan sérstaka kvennasjóð verður farið í það að finna þetta efni eftir konur, þróa það og vinna. Það er ekkert sem segir að konur séu síðri leikstjórar en karlmenn. Það eru engin rök sem halda í því. Það er hins vegar margt í kerfinu sem hefur haldið þeim frá þessum leikstjórastól.“

24.júl. 2015 - 20:00

Hildur Eir: Við getum öll veikst af krabbameini og við getum öll orðið þolendur ofbeldis

„Druslugangan er magnað fyrirbæri, það er fátt jafn fallegt og þegar fólk sameinast með sín andlit, sérkenni og sögu til þess að segja með og án orða að þrátt fyrir margbreytileikann getum við sameinast um lífgefandi gildi eins og kærleika, réttlæti, virðingu og sanngirni. Gay pride eða Gleðigangan er annað dæmi um slíkan gjörning.“

24.júl. 2015 - 18:30

130 milljónir manna munu búa í nýrri ofurborg í Kína

Í Kína er verið að búa til nýja risastóra borg þar sem áætlað er að um 10 prósent íbúa Kína muni búa eða 130 milljónir. Þetta verður því langfjölmennasta borg heims. Borgin mun ná yfir gríðarlega stórt landsvæði eða um 215.00 ferkílómetra. Hún mun nefnast Jing-Jin-Ji.
24.júl. 2015 - 16:30

Þórður Rafn skattakóngur Íslands – Aðeins ein kona nær inn á topp tíu

Þórður Rafn Sigurðsson, útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, er skattakóngur Íslands. Þórður greiðir tæplega 672 milljónir króna í skatt. Næstur honum kemur Þorsteinn Sigurðsson, sem er tæplega hálfdrættingur á við Þórð. Þorsteinn greiðir tæplega 305 milljónir króna í skatt. Sá þriðji í röðinni er Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar sem greiðir tæplega 277 milljónir króna.
24.júl. 2015 - 15:00 Ari Brynjólfsson

Hvað vitum við um Jörð 2?

Mynd/NASA

Líkt og Pressan greindi frá í gær þá fannst ný pláneta, Kepler 452b, sem getur hugsanlega hýst mannkynið í framtíðinni. Plánetan fannst við leit Kepler sjónaukans sem er alls ekki hættur leitinni að nýjum heimkynnum fyrir okkur þar sem vísindamenn telja fullvíst að jörðin verði gleypt af sólinni á næstu milljörðum ára eða svo.

24.júl. 2015 - 14:55

Ekki er allt sem sýnist: Lögregla kölluð út vegna manns sem ógnaði fólki með golfkylfu

Lögreglan í Reykjavík á í nógu að snúast líkt og alltaf en stundum eru útköllin af skondnara taginu þar sem ekki er allt eins og sýnist í fyrstu. Segir á Fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að fyrir nokkru síðan hafi þeim borist tilkynning um að maður, snoðaður og með húðflúr, væri að haga sér með dólgslegum hætti í miðborg Reykjavíkur, og sveiflaði golfkylfu þannig að vegfarendum stæði styggð af.

24.júl. 2015 - 13:30

Eldur greindist með HIV árið 2006: „Ég fæ kökk í hálsinn af því að fylgjast með þessari umræðu“

„Það er mikilvægt að sýna varkárni þar sem að fólk sem lifir með HIV þarf ekki á meiri fordómum að halda en það sem er fyrir. Það er skelfilegt að fylgjast með þessari umræðu,“ segir Eldar Ísidór um þá umræðu sem skapast hefur á samfélagsmiðlum í kjölfar fregna um nígerískan karlmann sem sakaður er um að hafa smitað ungar konur af HIV veirunni. Sjálfur greindist Eldar með HIV fyrir níu árum og segist harma þau ummæli sem fólk hefur látið falla á netinu í garð alnæmissmitaðra. Þá sé vissara að hafa aðgát í nærveru sálar.
24.júl. 2015 - 12:00

Póstberi bjargaði lífi gamals manns sem hafði legið á gólfinu í viku

Árvökull póstberi sem er meðvitaður um hverfið sitt og þá sem þar búa er gulls ígildi og það sannaðist svo sannarlega nýlega. Eftirlaunaþegi hafði dottið og handleggsbrotnað og meiðst á mjöðm og gat ekki staðið upp. Árvökull póstberi veitti því athygli að póstur hafði ekki verið tekinn úr póstkassa eftirlaunaþegans og fór því að kanna með hann.
24.júl. 2015 - 11:25

Borgarfulltrúi greinir frá kynferðisofbeldi: „Ég þekki ekki þann sem nauðgaði mér“

Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir „Það er erfitt að stíga fram og segja frá einhverju sem maður hefur falið svo lengi en það er líka erfitt að halda því leyndu,“ segir Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir borgarfulltrúi Framsóknarflokks og flugvallavina í fésbókafærslu sem hún birtir í morgun. Þar greinir hún frá því að henni var nauðgað í æsku og hafi í kjölfarið glímt við áfallastreituröskun. Þá segir hún mikilvægt að opna umræðuna um kynferðisofbeldi og afleiðingar þess.
24.júl. 2015 - 11:00

Sjö hælisleitendur sendir fyrirvaralaust úr landi – Einn handtekinn og haldið þar til flogið var út

Sjö albanskir hælisleitendur voru fluttir úr landi, nánast fyrirvaralaust, með leiguflugi á miðvikudagskvöldið. Í hópnum var þriggja manna fjölskylda, foreldrar og barn. Einn hælisleitandinn, maður sem hafði dvalið hér á landi í tæpt ár, var handtekinn og haldið þar til flogið var með hópinn úr landi. Þrettán íslenskir lögreglumenn fóru með hópnum í flugið.
24.júl. 2015 - 10:00

Baltasar Kormákur:„Enginn sem er fullkomlega í lagi verður alkóhólisti“

„Ég er þakklátur fyrir að vera fyrrverandi fyllibytta. Það er að hafa lifað ýmislegt, upplifað ýmislegt,“ segir kvikmyndaleikstjórinn Baltasar Kormákur sem hætti að drekka árið 2002. Átti hann að eigin sögn í verulegum vandræðum með áfengi þegar hann var ungur og nýútskrifaður leikari á fullu í bransanum. Í dag hafi hann þó þroskast og breyst.
24.júl. 2015 - 09:00

Líkamsárás á skólalóð - Hún var í röngum skóm: MYNDBAND

Hræðilegt myndband hefur nú birst á netinu sem sýnir skólafélaga ráðast á 12 ára stúlku á skólalóðinni. Móðir stúkunnar birti myndbandið, sem tekið var í júní, til að vekja athygli á ofbeldinu sem dóttir hennar varð fyrir.

24.júl. 2015 - 08:00

Gleymdi tveggja ára dóttur sinni í bílnum: Hún lést af völdum hita

Tveggja ára stúlka lést á miðvikudaginn eftir að faðir hennar gleymdi að hún væri í bílnum með honum og skildi hana eftir eina í sex klukkustundir. Faðirinn hélt að hann hefði skilið stúlkuna eftir á leikskóla.
24.júl. 2015 - 06:55

Helstu fréttir aðfaranætur 24. júlí: Þrír fundust látnir, skotárás og sprengjutilræði í Svíþjóð og fleira

Ýmislegt bar til tíðinda í heiminum í gærkvöldi og nótt eins og önnur kvöld og nætur. Hér er stutt yfirlit yfir sumt af því helsta sem átti sér stað.
23.júl. 2015 - 21:30

Harðorður hótelhaldari – „Það er nákvæmlega ekkert skipulag til í ferðaþjónustu á Íslandi“

 „Í alvöru ferðamannalöndum dytti engum í hug að hafa frítt inn á alla skoðunarstaði, tíma þess vegna ekki að setja upp klósett og sómasamlega aðstöðu við þessa staði, láta sér síðan detta í hug að bjarga málunum með því að setja rúmlega tvöfalt hærri skatt á hótelgesti en þekkist annarstaðar, eiga þrjár fluggáttir inn í landið en opna aðeins eina sem engan vegin getur annað fjöldanum, dengja þannig líka ferðamönnunum öllum niður á sama blettinn og markaðssetja síðan bara örfáa agnarsmá skoðunarstaði í nágrenni flugvallarins og skilja síðan ekkert í því að allt er að fara í óefni og gullgrafararnir mættir á svæðið.
23.júl. 2015 - 21:28

Þórður Rafn lék frábært golf og er með tveggja högga forskot

Þórður Rafn Gissurarson úr GR lék frábært golf á fyrsta keppnisdeginum á Íslandsmótinu í golfi á Garðavelli á Akranesi í dag. Þórður lék á 67 höggum eða -5 og er hann með tveggja högga forskot á Axel Bóasson úr GK. Alls léku sex kylfingar undir pari í dag og er ljóst að það verður hart barist um Íslandsmeistaratitilinn 2015.
23.júl. 2015 - 21:21

Signý og Sunna deila efsta sætinu eftir fyrsta hringinn á Garðavelli

Signý Arnórsdóttir úr Keili og Sunna Víðisdóttir úr GR deila efsta sætinu í kvennaflokki eftir fyrsta keppnisdaginn af alls fjórum á Íslandsmótinu í golfi á Garðavelli á Akranesi. Þær léku báðar á einu höggi undir pari eða 71 höggi en Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni er á 73 eða +1. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR, sem hefur titil að verja á mótinu, lék á 74 höggum.
23.júl. 2015 - 20:30

Kári Stefánsson vill að höfuðstöðvar Landsbankans verði byggðar og rifnar jafnharðan

„Nú vil ég leggja fram eftirfarandi tillögu til hæstvirts Alþingis og geri mér grein fyrir því að í henni er margt fengið að láni frá Kjarval: Sjáið þið til þess að húskarl ykkar fái frið til þess að reisa húsið mikla við Austurhöfnina.
23.júl. 2015 - 09:55

Ferðamenn höfðu hægðir á gangstétt á Húsavík

Frá Húsavík „Er þetta í lagi?“ spyr Katrín Þorbergsdóttir íbúi á Húsavík en fjölskyldu hennar blöskraði mjög er þau fóru í gönguferð niður á Hafnarstétt í morgun en um er að ræða götu sem staðsett er við höfnina í bænum og er hún samkomustaður Húsvíkinga. Urðu þau þá vör við ferðamenn sem voru að gera þarfir sínar fyrir allra augum.
23.júl. 2015 - 21:00

Amma stakk af frá elliheimilinu til að fá sér húðflúr: Myndband

Maður verður aldrei of gamall til að njóta dagsins og lífsins og það veit hin 79 ára Sadie Sellers svo sannarlega. Hún stakk nýlega af frá elliheimilinu sem hún dvelur á og var það gert af einu ákveðnu tilefni. Hún ætlaði að fá sér sitt fyrsta húðflúr.
23.júl. 2015 - 20:00

Dularfullt mál í Kaliforníu: Fundu 10 daga gamalt lík og stórt vopnabúr

Á föstudag í síðustu viku fannst karlmannslík í bíl við Palisades Drive í Los Angeles. Líkið hafði þá verið í bílnum í um tvær vikur. Þegar lögreglan leitaði á heimili þess látna fannst stórt vopnabúr, mörg tonn af skotfærum og mikið reiðufé. Auk þess kom í ljós að 14 ökutæki voru skráð á nafn hins látna og fundust þau víðsvegar í Los Angeles.
23.júl. 2015 - 18:30

Íslenskir gullgrafarar bíða eftir leyfi – Grípur gullæði um sig?

Gull hefur fundist á Íslandi en óljóst er hvort það sé í nægilegu magni til að það borgi sig að hefja námuvinnslu segir Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson, stjórnarformaður og framkvæmdastjóri Iceland Resources í samtali við Fréttablaðið í dag. Fyrirtæki hans hefur nú sótt um leyfi hjá Orkustofnun til að hefja leit að gulli og kopar í grennd við Hveragerði, í nágrenni Vopnafjarðar og á sex öðrum stöðum á Íslandi.

23.júl. 2015 - 18:00

Stjórnendur Íslandsbanka krefjast milljarða kaupauka – Almennir starfsmenn fái ekki neitt

Lykilstjórnendur og stjórnarmenn Íslandsbanka hafa farið fram á kaupauka hafa farið fram á að fá kaupauka í tenglsum við gerð nauðasamnings þrotabús Glitnis og mögulega sölu Íslandsbanka.
23.júl. 2015 - 16:30

Eva Brá segir frá skelfilegum afleiðingum hópnauðgunar: „Á verstu dögunum skammast ég mín fyrir að vera til“

„Sjáanlegu áverkarnir á mér eftir gerendur mína eru grónir og horfnir. Ég á þó langt í land með að losna við alvarlegusta áverkana,“ segir Eva Brá Önnudóttir sem gekk í gengum hrikalega lífsreynslu fyrr á árinu þegar henni var nauðgað af þremur mönnum og voru afleiðingarnar skelfilegar að hennar sögn. Hún segist vilja skila skömminni sem tengist afleiðingum ofbeldisins sem hún varð fyrir og óskar þess að fólk taki áverkanum sem áfallastreituröskun er jafn alvarlega og það tekur líkamlegum áverkum.
23.júl. 2015 - 16:15

Stórtíðindi frá NASA: Lífvænleg pláneta hefur fundist utan sólkerfisins

Á fréttamannafundi sem nú stendur yfir í höfuðstöðvum bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA var tilkynnt að með aðstoð Kepler geimsjónaukans hafi fundið plánetu sem er nefnd Kepler452b sem er fyrsta plánetan sem finnst sem er af mjög svipaðri stærð og Jörðin okkar og er á braut um sólu á byggilegu svæði þar sem hitastigið er þannig að vatn getur verið að finna þar.
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10     Næstu síður > 

Ragnheiður Ragnarsdóttir
Ragnheiður Ragnarsdóttir - 19.7.2015
Ragga í LA: Lífið síðustu mánuði
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 23.7.2015
Myndir af mér í Séð og heyrt
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 20.7.2015
Líkfundur í Strassborg
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 27.7.2015
Óvandvirkur rannsóknarblaðamaður
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 23.7.2015
Þorvaldur: Taglhnýtingur auðsins
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 18.7.2015
Dularfulli ræðismaðurinn
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 18.7.2015
Hæpin notkun úrfellingarmerkisins
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 21.7.2015
Íslandsgrein Matts Ridleys
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 26.7.2015
Gjöf frá Seðlabankanum
Ragnheiður Ragnarsdóttir
Ragnheiður Ragnarsdóttir - 27.7.2015
Augnhárin hafa aldrei verið lengri né sterkari
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 29.7.2015
Árás Sigrúnar á Ridley
Guðlaugur Þór Þórðarson
Guðlaugur Þór Þórðarson - 29.7.2015
Eigum við að loka SÁÁ og Hjartavernd?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 30.7.2015
Churchill, de Gaulle og íslenskir kommúnistar
Bergljót Björk Halldórsdóttir
Bergljót Björk Halldórsdóttir - 30.7.2015
Sumarsalat með rækjum og sítrónudressingu
Guðrún Margrét Guðmundsdóttir
Guðrún Margrét Guðmundsdóttir - 01.8.2015
Mun '15 kynslóðin breyta heiminum?
Fleiri pressupennar