20. jún. 2012 - 17:00

Íslendingar misnota „ofurlyf“ - Þörf á að endurvekja Lyfjastofnun ríkisins

Lyfjanotkun Íslendinga hefur verið meiri en á hinum Norðurlöndunum í flestum lyfjaflokkunum um árabil, en þó sérstaklega í nýju lyfjunum, oft svokölluðum „ofurlyfjum“.

Þetta segir Vilhjálmur Ari Arason læknir í pistli á Eyjunni.

Ofurlyf kalla ég lyfin hér sem markaðssett eru með það í huga að virka að einhverju leiti betur en eldri lyfin, þótt þau áhrif komi í reynd ekki nema takmörkuðum fjölda að gagni. Vegna meiri notkunar þessara lyfja almennt hér á landi, mætti þó eins halda að heilsa Íslendinga væri verri en meðal nágrannaþjóðanna,
segir Vilhjálmur Ari.

Í flokki ofurlyfja eru m.a. nýjustu sýklalyfin, kólesteróllækkandi lyf, gigtarlyf, magalyf og geðlyf.

Hann telur sennilegustu skýringuna á mikilli notkun á þessum lyfjum vera aðgengi og vinnulag hvað varðar lyfjaávísanir lækna.

Auðvitað mætti líka kalla lyf „ofurlyf“ ef þau eru notuð án læknisfræðilegrar ástæðu (non-pharmacological prescription) í þeirri trú að þau virki á einkenni sem þau gera í raun ekki, a.m.k. ekki á líffræðilegan máta eins og á við um sýklalyf sem notuð eru gegn kvefi og þar með vírusum þar sem sýklalyf virka alls ekki neitt. En stundum virðist nóg að trúa, eða skulum við segja að tilgangurinn með lyfjaávísun helgi stundum meðalið?

Vilhjálmur Ari segir að þrátt fyrir mikið framboð af „ofurlyfjum“ sé oft skortur í landinu á lífsnauðsynlegum, gömlum lyfjum.

Skýringarinnar er að leita í þeirri staðreynd að yfirleitt eru það ódýrari lyfin sem  detta út og sem lyfjainnflytjendur og framleiðendur hagnast ekki lengur nóg á. Þannig er fyrir löngu orðin þörf á ábyrgri stofnun til að sjá um að nauðsynlegustu lyf séu líka alltaf til í landinu.

Hann segir að endurvekja mætti Lyfjastofnun Ríkisins af þessari illu nauðsyn þar sem markaðslögmálin spili á okkur og okkar heilsu.

 
Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt sem á heima á Pressunni?
Sendu okkur póst á pressan@pressan.is - Fyllsta trúnaðar gætt, sé hans krafist.15.okt. 2014 - 11:02

Leitarstöðin opin fyrir „týndar konur“ á morgun: 45 prósent kvenna mæta ekki innan tilskilins tíma

Á morgun 16 október er Bleiki dagurinn. Landsmenn eru hvattir til þess að hafa bleikt í fyrirrúmi og minna þannig á baráttuna gegn krabbameini í konum. Í tilefni dagsins verður Leitarstöð Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð opin frá klukkan 8 til 16 fyrir „týndar konur“. Það er konur sem ekki hafa skilað sér á réttum tíma í leghálskrabbameinsleit. Þær þurfa ekki að panta tíma, bara koma við og fá skoðum.

15.okt. 2014 - 10:09

Skjálftavirkni hefur aukist við Bárðarbungu

Síðustu sólarhringa hefur skjálftavirkni aukist við Bárðarbungu. Hægviðrið síðustu daga getur haft einhver áhrif á þessa aukningu því þá mælast frekar minni skjálftar. Líklegast er þó um raunverulega aukningu að ræða, segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.
15.okt. 2014 - 10:00

Heimurinn beið alltof lengi og nú er komið að skuldadögum

Í átta mánuði hefur alþjóðasamfélagið vitað að mjög alvarlegur og banvænn sjúkdómur væri að breiðast út í nokkrum af fátækustu ríkjum heimsins, án þess að gera nokkuð að ráði til að hjálpa. Þess vegna hefur sjúkdómurinn náð að breiðast út á óhugnanlegan hátt.
15.okt. 2014 - 09:00

Mikið drama í leik Serbíu og Albaníu í undankeppni EM: Íþróttir og stjórnmál fara ekki vel saman

Í gærkvöldi léku Serbía og Albanía í undankeppni EM í knattspyrnu og fór leikurinn fram í Serbíu. Leikur var flautaður af áður en fyrri hálfleik var lokið vegna slagsmála og óeirða. Knattspyrnusamband Evrópu (UEFA) hafði áður flokkað leikinn í hæsta áhættuflokk vegna þeirra illdeilna og haturs sem ríkir á milli Serba og Albana.

15.okt. 2014 - 08:39 Sigurður Elvar

Gylfi Þór í sama flokki og Fabregas og Messi – Blómstrar í hlutverki „tíunnar“ hjá Swansea

Gylfi Þór Sigurðsson er markahæstur ásamt fleiri leikmönnum í undankeppni EM karlalandsliða í knattspyrnu. Íslenski landsliðsmaðurinn hefur farið á kostum í leikjum íslenska landsliðsins og hann hefur einnig sýnt sínar bestu hliðar með Swansea í ensku úrvalsdeildinni. Fjölmargir erlendir miðlar hafa á síðustu dögum fjallað um ótrúlega snilli Gylfa Sigurðssonar.
15.okt. 2014 - 04:00

Þess vegna er kaffi gott fyrir þig

Mikið er sagt um kaffi og hollustu þess eða óhollustu en nokkur atriði um kaffi eru þó jákvæð og gott að rifja þau upp á milli þess sem við skellum meira kaffi í okkur. Kaffi er til dæmis gott fyrir lifrina og það vinnur á móti Parkinsons, krabbameini og sykursýki.
14.okt. 2014 - 22:10

Eysteinn: „Ég á dóttur á himnum sem ég á aldrei eftir að hætta að elska“

„Það er skrítin tilfinning að fara að verða pabbi í fyrsta sinn, ég vissi ekki við hverju ætti að búast en hlakkaði samt til. Þetta var frekar óraunveruleg tilfinning og varð fyrst raunverulegt þegar að við fórum í tólf vikna sónarinn þar sem í ljós komu líkur á fósturgalla og var möguleiki á því að við þyrftum að enda meðgönguna. En eftir fylgjusýnatöku kom í ljós að ekkert væri að, sem var mikill léttir“.
14.okt. 2014 - 21:00

Dvergur fór út að borða með unnustunni: Fékk liti og litabók eins og börnin

Dvergur sem bauð unnustu sinni út að borða á veitingastað varð heldur betur hissa þegar starfsfólkið afhenti honum dæmigerða afþreyingu fyrir börn þegar parið var búið að fá sér sæti. Hann fékk liti og litabók, svona til að halda honum rólegum þar til maturinn yrði á borð borinn.
14.okt. 2014 - 20:00

Geimfararnir munu svelta í hel: Hafa 68 daga

Stefnt er að því að senda fólk til Mars árið 2025 og á það að setjast að á rauðu plánetunni. Það er hollenski verkfræðingurinn Bas Lansdorp sem stendur á bak við verkefnið sem nefnist Mars One.
14.okt. 2014 - 19:00

Mestu hrakfarir í sjóhernaði: Misstu nær allan flota sinn en sökktu engu skipi

Á 16. öld og lengi síðan voru Spánverjar eitt öflugasta sjóveldi heimsins. Þeir nutu þess að þeir þurftu að halda uppi stöðugum siglingum til nýlendna sinna í Ameríku og fengu þaðan ógrynni fjár til að smíða og búa út öflug herskip.
14.okt. 2014 - 18:00

Ekið á hjólreiðamann í Kópavogi

Í síðustu viku slösuðust fjórir vegfarendur í jafnmörgum umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. 
14.okt. 2014 - 17:00

Víðtæk leit að ræningjum í Stokkhólmi: Sama aðferð notuð tvisvar á skömmum tíma

Á aðeins 30 mínútna tímbili, fyrri í dag var tilkynnt um hugsanlegar sprengjur í tveimur bönkum og rán var framið í útibúi gjaldeyriskaupafyrirtækis í miðborg Stokkhólms. Í bönkunum voru skildir eftir hlutir sem litu út fyrir að vera sprengjur. Lögreglan telur að um skipulagðar og samhæfðar aðgerðir hafi verið að ræða og minna þær mjög á atburðarrás sem varð í miðborg Stokkhólms 25. september.
14.okt. 2014 - 15:02

Lokað á Deildu

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur kveðið upp úrskurð í máli Sambands tónskálda og Stef og hefur lagt fyrir Sýslumanninn í Reykjavík að leggja lögbann á að Vodafone og Hringdu geti veitt viðskiptavinum sínum aðgang að Deildu.net og Piratebay. Þrátt fyrir að lokað hafi verið á tvær slóðir á Deildu aðrar til vara.
14.okt. 2014 - 14:30

Guðni svarar Hallgrími: Löðrungar fósturjörðina og ýfist við öllu sem íslenskt er

„Hallgrímur Helgason reiddi hátt til höggs af því að hann taldi að háls minn lægi vel við höggi en að þessu sinni geigaði öxin,“ segir Guðni Ágústsson um grein Hallgríms Helgasonar í helgarblaði DV.
14.okt. 2014 - 14:16

Óhefðbundin heilsuráð sem virka

Holl ráð sem eiga að hjálpa okkur að öðlast betri heilsu eru á hverju strái. Það er misjafnt hvað hentar hverjum og stundum eru holl ráð ekkert sérlega holl þegar á reynir. Vissir þú að til þess að borða minna ættir þú að borða meira? Huffington Post tók saman nokkur stórsniðug, óhefðbundin ráð. Eitthvað af þessu þekkir þú eflaust en annað gæti komið þér í opna skjöldu.

14.okt. 2014 - 12:59

Mynd dagsins: Gott að eiga stóra systur sem vísar þér veginn í lífinu

Mynd dagsins var birt á Fésbókarsíðu Strætó en um er að ræða leiðbeiningar sem tíu ára stelpa gaf átta ára systur sinni og hefur þetta fallega bréf vakið talsverða athygli. Á vef Strætó segir:
14.okt. 2014 - 12:45

Barnabrúðkaup í Noregi: Kirkjugestir fögnuðu þegar brúðurin sagði nei

Brúðkaup hinnar 12 ára gömlu Theu og hins 37 ára gamla Geir fór fram síðastliðinn laugardag. Gestirnir stóðu á öndinni þegar Thea gekk inn kirkjugólfið í brúðarkjól sem var nokkrum númerum of stór.


14.okt. 2014 - 11:30

Norskur fjölskyldufaðir handtekinn vegna margra grófra kynferðisbrota: 10 ára rannsókn lögreglu bar árangur

Fjölskyldufaðir á fimmtugsaldri var handtekinn um helgina og hefur verið kærður fyrir fjögur kynferðisbrot en þau voru framin á síðustu 10 árum. Lögreglan hefur rannsakað mál mannsins í 10 ár og reynt að hafa uppi á honum en það var fyrst um helgina sem rannsóknin bar árangur og maðurinn var handtekinn. Tæplega 300 karlar hafa á einhverjum tímapunkti þótt koma til greina sem gerendur í málinu.
14.okt. 2014 - 10:08

90 jarðskjálftar síðastliðinn sólarhring

Jarðskjálftavirkni í norðanverðum Vatnajökli mældist svipuð síðastliðinn sólarhring og undanfarna daga. Enn mælist mesta skjálftavirknin við Bárðarbungu. Síðasta sólarhringinn hafa á níunda tug skjálfta mælst þar sjálfvirkt
14.okt. 2014 - 10:00

Boða til íbúðafundar vegna slæmrar stöðu bæjarsjóðs

Fjárhagsstaða Reykjanesbæjar er afar þröng og hafa bæjaryfirvöld boðað til fundar með íbúum þar sem farið verður yfir stöðuna.
14.okt. 2014 - 08:24 Sigurður Elvar

Norska undrabarnið Ødegaard bætti rúmlega þrjátíu ára gamalt Evrópu met „Sigga Jóns“

Norðmaðurinn Martin Ødegaard bætti met í gær sem hafði verið í eigu Sigurðar Jónssonar frá árinu 1983. Ødegaard kom inn á sem varamaður fyrir norska A-landsliðið í undankeppni EM gegn Búlgaríu á Ullevaal vellinum í Osló. Ødegaard er fæddur 17. desember árið 1998 og var því 15 ára og 300 daga gamall þegar hann lék sinn fyrsta A-landsleik í undankeppni EM.
14.okt. 2014 - 08:05

Lars Lagerbäck – Dáðasti og mest elskaði maðurinn á Íslandi

Sigrar í fyrstu þremur leikjunum í riðlakeppninni í undankeppni EM. Landsliðið efst í sínum með riðli með fullt hús stiga og markatöluna 8-0. Hver getur ekki glaðst yfir því? Landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck er það besta sem hefur komið fyrir íslenska knattspyrnu.  Ekki skrítið að vinsældir hans hafa náð nýjum hæðum. Lars Lagerbäck er dáðasti og mest elskaði maður Íslands.
14.okt. 2014 - 07:57 Sigurður Elvar

Myndband: Gylfi truflaði Einar við vinnu sína á RÚV - samstarfsmennirnir fögnuðu mikið

Það ríkti gríðarleg spenna á flestum heimilum og vinnstöðum landsins í gær þegar Ísland og Holland áttust við í undankeppni EM 2016 í knattspyrnu karla. Það sátu allir „límdir“ við tækin og fögnuðu hverju marki með stæl eins og Einar Þorsteinsson fréttamaður á RÚV varð var við í gær.
13.okt. 2014 - 22:58

Íslenska sjokkið! Mikil umfjöllun í heimspressunni um sögulegan sigur Íslands á Hollandi

Sigur Íslands á Hollandi í  undankeppni EM er nær undantekningarlaust efsta frétt í  umfjöllun  evrópskra netmiðla um knattspyrnu í kvöld. Sjá má íslenska landsliðið á forsíðu netmiðla þar sem Ísland er sjaldséð umfjöllunarefni.
09.okt. 2014 - 12:21

Misgáfulegar skyndilausnir: Myndir

Flestir kannast við tilfinninguna þegar hlutir sem eru okkur lífsnauðsynlegir í daglegu lífi bila! Sumir kippa sér lítið upp við það og annað hvort henda hlutnum í ruslatunnuna og kaupa nýjan eða fara með hann í viðgerð (til fagaðila).
13.okt. 2014 - 22:00 Ágúst Borgþór Sverrisson

Kraftaverkið sem stöðvaði byssukúlurnar – sönn frásögn

Sumarið 1978 var ég farandsölumaður í Kaliforníu, seldi skartgripi og gjafavörur. Mér gekk vel og hafði nóg að bíta og brenna. Einu sinni, á leiðinni frá Los Angeles til Las Vegas, tók ég mann upp í bílinn en hans bíll hafði drepið á sér í Mojave-eyðimörkinni og var ónýtur. Maðurinn var peningalaus og ráðalaus, hafði hvorki vinnu né þak yfir höfuðið. Ég leyfði honum að ferðast með mér næstu daga.
13.okt. 2014 - 21:02 Sigurður Elvar

Magnaður 2-0 sigur Íslands gegn HM bronsliði Hollands – Gylfi með bæði mörkin og Ísland á toppnum með fullt hús stiga

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann einn stærsta sigur sinn frá upphafi í kvöld með 2-0 sigri gegn HM bronsliði Hollendinga á Laugardalsvelli. Tíu þúsund áhorfendu studdu vel við bakið á íslenska liðinu á ísköldu en fallegu haustkvöldi í Reykjavík þar sem Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands – það fyrra úr vítaspyrnu á 10. mínútu og það síðara með þrumuskoti á 42. mínútu. Ísland er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki, 9 stig, og liðið hefur ekki fengið á sig mark fram til þessa.
13.okt. 2014 - 18:30

Stríðsbjörninn Voytek tók þátt í orrustunni við Monte Cassino

Bjarndýrið Voytek er eitt frægasta dýrið sem tekið hefur þátt í stríði. Bangsinn fæddist í Íran en komst með miklum krókaleiðum til Ítalíu. Þannig var mál með vexti að þegar seinni heimsstyrjöldin hófst réðust Sovétríkin inn í Pólland, rétt á hæla þýskra nasista. Fjöldi pólskra hermanna var settur í fangabúðir í Síberíu.

13.okt. 2014 - 17:00

Hestur gekk inn á lögreglustöð - myndband

Furðulegt atvik átti sér stað á lögreglustöð í Winsford á Englandi: Hestur gekk einn síns liðs inn á stöðina snemma að morgni. Ekki er vitað hvort hesturinn var að leggja inn kæru eða gefa sig fram við lögregluna.
13.okt. 2014 - 15:30

Jón Steinar: Þessir vinir mínir hafa aldrei lagt stund á neitt ráðabrugg

„Merkilegt er að sjá hversu Davíð Oddsson, fyrrverandi borgarstjóri, forsætisráðherra og seðlabankastjóri, nú ritstjóri Morgunblaðsins, hefur orðið fyrirferðamikill og næstum ráðandi persóna í lífi margra Íslendinga. Virðist lítið lát hafa orðið á þessu, þegar hann hvarf af vettvangi stjórnmálanna. Þetta á ekki síst við  um þá sem hafa skipað sér í fylkingar á vinstri væng í stjórnmálum og kveðast vera andstæðingar Davíðs. Margir þeirra virðast vera með manninn á heilanum. Þeir geta varla tjáð sig um þjóðfélagsmálin án þess að gera það í einhverjum tengslum við persónu hans og þá oft með hrakyrðum.“
13.okt. 2014 - 14:10

Kári: „Ég hef sokkið ofan í svartasta helvíti - héðanífrá getur leiðin aðeins legið í eina átt, í átt til himnaríkis“

Mynd: Árni Svanur „Í veikindasögu minni eru tveir meginpóstar sem ég kalla ´stóru köstin tvö´. Ég hef fengið ótalmörg smærri köst á mínum sjúkdómsferli, en tvö kastanna standa uppúr sakir þess hve löng og alvarleg þau voru. Þetta er svona eins og með heimsstyrjaldirnar tvær“, segir Kári Auðar Svanson í erindi sem hann flutti í Laugarneskirkju í gærmorgun. Þar fjallaði Kári um reynslu sína af geðklofa og fordóma sem hann segir ríkja í garð þeirra sem veikir eru á geði.
13.okt. 2014 - 13:15

Skelfilegur harmleikur í Stoke: Kona og tvö börn stungin til bana

Kona og tvö börn hennar fundust látin í húsi í Stoke á Englandi. Lögreglan hefur mann í haldi vegna verknaðarins en hefur ekki staðfest hver hann er. Öll hin látnu voru stungin til bana. Málið hefur vakið mikinn óhug á Bretlandi.
13.okt. 2014 - 12:00

Logi Bergmann: „Ekki hægt að rökræða við fólk sem skilur ekki neitt“

„Þetta er fyrst og fremst fyndið“, segir Logi Bergmann Eiðsson glaðbeittur við blaðamann Pressunnar, spurður út í lætin sem urðu um helgina úr af atriði í sjónvarpsþætti hans á Stöð 2 þar sem Sigmundur Davíð forsætisráðherra er látinn kasta pílum í spjald með mynd af Jóhönnu Sigurðardóttur.
13.okt. 2014 - 11:00

Pírati hjálpar fólki að komast inn á IS-síðuna

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir almenning verða að hafa rétt til þess að kynna sér það sem IS-samstökin hafa fram að færa og því sé lokun heimasíðu tengdum samtökunum óábyrg. Hann deilir á Facebook síðu sinni aðferð til að nálgast efni síðunnar.
13.okt. 2014 - 09:00 Sigurður Elvar

Hvað segja sérfræðingarnir um möguleika Íslands gegn Hollendingum?

Íslenska karlalandsliðið mætir stórliði Hollands í kvöld á Laugardalsvelli í undankeppni Evrópumótsins. Ísland er í efsta sæti A-riðils ásamt Tékkum en þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem Ísland er með fullt hús stiga eftir tvo fyrstu leikina í undankeppni fyrir stórmót. Ísland hefur unnið Tyrki og Letta með sömu markatölu, 3-0, og sjálfstraustið er því mikið hjá íslenska liðinu fyrir viðureignina gegn Hollendingum. Pressan.is fékk nokkra vel valda sérfræðinga til þess að spá í spilin fyrir stórleikinn í kvöld og spurningarnar voru eftirfarandi:
13.okt. 2014 - 07:56

Árásarmanna leitað

Líkamsárás átti sér stað um hálffimmleytið í morgun í Austurborginni. Ráðist var á mann sem hlaut höfuðhögg af og var hann fluttur á slysadeild. Vitað er hverjir árásarmennirnir eru og leitar lögregla þeirra.
12.okt. 2014 - 21:00

Hollendingar ekki sigurvissir: „Við höldum alltaf að við séum bestir. Svo gerist eitthvað sem sýnir að við erum það ekki“

Á morgun fer fram stórleikur á Laugardagsvelli þegar Íslendingar taka á móti Hollendingum í riðlakeppni fyrir EM 2016. Margir bíða með öndina í hálsinum eftir því hvernig leikar fara enda mikið í húfi fyrir bæði liðin. Ísland fer í leikinn með fullt hús stiga, samtals 6 stig en Holland með 3 stig.
12.okt. 2014 - 20:00

„Af hverju ég hata Malölu!“ Magnaður pistill eftir pakistanskan karlmann

Pistill sem pakistanski blaðamaðurinn Kunwar Khuldune Shadid birti í gær á netinu hefur vakið mikla athygli, en hann reynir þar að skýra (á kaldhæðnislegan hátt) hvernig á því stendur að fjöldi fólks í Pakistan styður EKKI hina ungu baráttukonu fyrir jafnrétti kvenna.
12.okt. 2014 - 19:43

Jón Gnarr flytur til Texas: „Ég tel að þetta sé upphafið að stórmerkilegu ævintýri“

Jón Gnarr fyrrum borgarstjóri Reykjavíkur og grínisti tilkynnti nú í kvöld á Facebook síðu sinni að hann ætli að flytja, ásamt fjölskyldu sinni, til Houston Texas eftir áramótin. Jón segir þau vera komin með íbúð á ágætum stað og að sonur þeirra muni fara í Edgar Allen Poe Elementary School.
12.okt. 2014 - 18:50

Geir H. Haarde: „Guð blessi Ísland-ávarpið“ hefur staðist tímans tönn

Geir H. Haarde, fyrrum forsætisráðherra, segir að lokakveðja hans í frægu ávarpi hans rétt fyrir bankahrun hafi staðist tímans tönn. Hann hafði alltaf ætlað sér að ljúka ræðu með þessum fleygu orðum.
12.okt. 2014 - 18:00

Kona lýst saklaus af morði eftir 17 ár í fangelsi

Kona sem sat 17 ár í fangelsi fyrir morð á heimilislausum manni faðmaði barnabörnin sín í fyrsta skipti og dansaði af hamingju eftir að dómstóll í Los Angeles hafði úrskurðað hana saklausa af morðinu og veitt henni frelsi.

12.okt. 2014 - 15:24

Lína Langsokkur veik heima: Sýningar falla niður í dag

Margir litlir leikhúsgestir urðu fyrir vonbrigðum í dag þegar tilkynning barst frá Borgarleikhúsinu um að allar sýningar á Línu Langsokk falla niður í dag sökum þess að aðalleikkona sýningarinnar Ágústa Eva er raddlaus.
12.okt. 2014 - 11:30

Ingunn Björg: Misnotuð í æsku en helgar nú tíma sinn velferð dýra á Spáni

Ingunn Björg Arnardóttir glímdi lengi við afleiðingarnar misnotkunar sem hún varð fyrir frá 7 til 14 ára aldurs. Hún fann snemma huggun í samneyti við dýrin og núna helgar hún miklu af tíma sínum velferð dýra á Spáni, heimilislausra hunda og katta.

12.okt. 2014 - 10:18

Mikil virkni við Bárðarbunguöskjuna

Frá því í gærmorgun hafa mælst rúmlega 100 jarðskjálftar við Bárðarbunguöskjuna og um
25 jarðskjálftar við norðanverðan bergganginn.
11.okt. 2014 - 21:30 Bleikt

Martröð barnsins: Leitin að hinum fullkomna líkama

Martröð mín um líkama minn byrjaði af alvöru þegar ég byrjaði í grunnskóla. Það leið ekki á löngu áður en ég var daglega farin að heyra einhvern segja hversu ljót og feit ég væri orðin. Þetta varð rútína í skólanum. Það er sífellt meiri pressa í nútímasamfélagi að fólk eigi að vera með fullkominn líkama. Þessi pressa eykst með degi hverjum og maður sér sífellt grindhoraðar fyrirsætur og auglýsingar um megrunarkúra.

11.okt. 2014 - 19:30

Ótrúleg framganga lækna í faðernismáli: Einn dæmdur í fangelsi

Undirréttur í Lyngby í Danmörku hefur dæmt lækninn Filipe Carlos Warberd De Medeiros sekan um öll ákæruatriði og dæmt hann í 8 mánaða fangelsi. De Medeiros var fundinn sekur um fjársvik, skjalafals og rangan vitnisburð fyrir dómi. Tveir aðrir læknar voru sýknaðir af ákæru í málinu sem snerist um faðerni en De Medeiros vildi ekki gangast við barni sem hann á og notaði aðstöðu sína sem læknir til að svindla á DNA-sýni.
11.okt. 2014 - 17:45

Eldfjallafræðingur spáir fyrir um goslok í mars 2015

Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur, segir að sigið á íshellunni yfir öskju Bárðarbungum muni hægja á sér með tímanum. Ástæðu þessa segir hann vera að sigið sé ekki línulegt heldur kúrfulaga.
11.okt. 2014 - 16:30

Kæru ungu menn: Gamla staðalímyndin af hvað er að vera ´karlmaður´er bara bull

Ég ætla að segja ykkur það sem ég vildi að mér hefði verið sagt þegar ég ráfaði ráðvilltur um á aldrinum 15 til 25 ára. Þetta virðist kannski vera svolítið drambsamt bréf frá 34 ára manni sem skrifar aðallega um hvernig hann er að venjast því að vera fullorðinn. Kannski er þetta svolítið dramb, þú verður bara að sætta þig við það, eða ekki.
11.okt. 2014 - 14:30

Sex þúsund eitraðar kóngulær settust að á heimili fjölskyldu

Sex manna fjölskylda hefur neyðst til að flytja út af heimili sínu eftir að sex þúsund eitraðar kóngulær tóku sér bólfestu í húsinu. Meindýraeyðar hafa nú pakkað húsinu inn í risastórt plasttjald og dæla nú eitri inn í það í þeirri von að geta drepið kóngulærnar.
11.okt. 2014 - 12:30

Þorsteinn Sindri: „Frá Akureyri í Pepsi auglýsingu -Netið er klikkað"

Þorsteinn Sindri Baldvinsson betur þekktur sem Stony hafði lengi reynt að koma sér á framfæri á samfélagsmiðlum þegar hann ákvað að gera eitthvað öðruvísi. Í framhaldinu gerði hann sína eigin útgáfu af lagi Macklemore, Can´t Hold Us, þar sem hann notaði meðal annars bílhurð, glös og örbylgjuofn til að búa til hljóð.
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10     Næstu síður > 

Sigurður G. Guðjónsson
Sigurður G. Guðjónsson - 16.10.2014
Réttarhöld í Kastljósi
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 13.10.2014
Jónas trúgjarnastur? Illgjarnastur!
Ágúst Borgþór Sverrisson
Ágúst Borgþór Sverrisson - 18.10.2014
Enginn munur á virkum í athugasemdum og elítunni
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 11.10.2014
Fróðleg ferð til New York
Aðsend grein
Aðsend grein - 15.10.2014
Þjófagengi í jakkafötum
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 17.10.2014
Netið gleymir engu
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 15.10.2014
Ættu að íhuga að fara í annað lið
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 07.10.2014
Kynni af forsetaframbjóðanda í Brasilíu
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 14.10.2014
Trúarpælingar IV – Jesús, óskilgetinn!
Guðlaugur Þór Þórðarson
Guðlaugur Þór Þórðarson - 08.10.2014
Samkeppni er góð, líka í mjólkuriðnaði!
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 20.10.2014
Sigurjón og Elín sýknuð
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 08.10.2014
Trúarjátningarpælingar
Fleiri pressupennar