20. jún. 2012 - 17:00

Íslendingar misnota „ofurlyf“ - Þörf á að endurvekja Lyfjastofnun ríkisins

Lyfjanotkun Íslendinga hefur verið meiri en á hinum Norðurlöndunum í flestum lyfjaflokkunum um árabil, en þó sérstaklega í nýju lyfjunum, oft svokölluðum „ofurlyfjum“.

Þetta segir Vilhjálmur Ari Arason læknir í pistli á Eyjunni.

Ofurlyf kalla ég lyfin hér sem markaðssett eru með það í huga að virka að einhverju leiti betur en eldri lyfin, þótt þau áhrif komi í reynd ekki nema takmörkuðum fjölda að gagni. Vegna meiri notkunar þessara lyfja almennt hér á landi, mætti þó eins halda að heilsa Íslendinga væri verri en meðal nágrannaþjóðanna,
segir Vilhjálmur Ari.

Í flokki ofurlyfja eru m.a. nýjustu sýklalyfin, kólesteróllækkandi lyf, gigtarlyf, magalyf og geðlyf.

Hann telur sennilegustu skýringuna á mikilli notkun á þessum lyfjum vera aðgengi og vinnulag hvað varðar lyfjaávísanir lækna.

Auðvitað mætti líka kalla lyf „ofurlyf“ ef þau eru notuð án læknisfræðilegrar ástæðu (non-pharmacological prescription) í þeirri trú að þau virki á einkenni sem þau gera í raun ekki, a.m.k. ekki á líffræðilegan máta eins og á við um sýklalyf sem notuð eru gegn kvefi og þar með vírusum þar sem sýklalyf virka alls ekki neitt. En stundum virðist nóg að trúa, eða skulum við segja að tilgangurinn með lyfjaávísun helgi stundum meðalið?

Vilhjálmur Ari segir að þrátt fyrir mikið framboð af „ofurlyfjum“ sé oft skortur í landinu á lífsnauðsynlegum, gömlum lyfjum.

Skýringarinnar er að leita í þeirri staðreynd að yfirleitt eru það ódýrari lyfin sem  detta út og sem lyfjainnflytjendur og framleiðendur hagnast ekki lengur nóg á. Þannig er fyrir löngu orðin þörf á ábyrgri stofnun til að sjá um að nauðsynlegustu lyf séu líka alltaf til í landinu.

Hann segir að endurvekja mætti Lyfjastofnun Ríkisins af þessari illu nauðsyn þar sem markaðslögmálin spili á okkur og okkar heilsu.

 
Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt sem á heima á Pressunni?
Sendu okkur póst á pressan@pressan.is - Fyllsta trúnaðar gætt, sé hans krafist.11.apr. 2014 - 12:20

Ungbörn gráta á nóttunni til að koma í veg fyrir að foreldrarnir geti búið til annað barn

Í þúsundir ára hafa ungbörn þróað með sér eðlishvöt til að auka lífslíkurnar og hún er að gráta til að koma í veg fyrir að foreldrarnir hafi tækifæri til að búa til annað barn skömmu eftir að nýja barnið kom í heiminn.

Ef stutt er á milli fæðinga systkina þá er dánartíðnin hærri, sérstaklega á svæðum þar sem mikið er um smitsjúkdóma og lítið um heilbrigðisþjónustu. Þetta hefur í gegnum tíðina orðið til þess að börn á brjósti hafa þróað með sér grát til að auka líkurnar á að þau lifi af. Auk þess virkar brjóstagjöf sem náttúruleg getnaðarvörn í nokkurn tíma eftir fæðingu.

11.apr. 2014 - 11:04

Indverskir síamstvíburar neita að láta aðskilja sig: Myndband

Shivanath Sahu og tvíburabróðir hans Shivram eru fastir saman – og þannig vilja þeir vera. Drengirnir eru 12 ára gamlir og hafa verið fastir saman við mitti frá fæðingu. Þeir deila tveimur fótum, fjórum handleggjum og líklega sama maga. Hvor þeirra hefur sitt eigið hjarta, lungu og heila.
11.apr. 2014 - 10:47 Sigurður Elvar

Fjölbreyttni er rauði þráðurinn hjá Ajax – ungir knattspyrnumenn æfa einnig júdó, fimleika og frjálsar

Rene Wormhoudt er þaulreyndur í knattspyrnufræðunum en hann starfar sem styrktar- og þolþjálfari hjá hollenska knattspyrnusambandinu. Wormhoudt hélt fyrirlestur í London á íþróttaráðstefnu þar í landi og hafa orð hans og ráðleggingar vakið mikla athygli á Englandi og víða. Rauði þráðurinn erindi Wormhoudt var að þau lið sem eru fremst í flokki hvað varðar uppbyggingu og þjálfun yngri knattspyrnumanna nota fjölbreyttar þjálfunaraðferðir og hvetja sína leikmenn til þess að stunda fleiri íþróttir fyrir utan knattspyrnuna.
11.apr. 2014 - 09:55 Sigurður Elvar

Bill Haas efstur á Masters – margir þekktir kylfingar í tómu „rugli“ á fyrsta hringnum á Augusta

Bill Haas er efstur að loknum fyrsta keppnisdegi á Mastersmótinu í golfi sem fram fer á Augusta vellinum í Georgíu. Mótið er fyrsta risamót ársins en alls eru þau fjögur, Opna bandaríska fer fram í júní, Opna breska í júlí og PGA meistaramótið í ágúst. Bandaríkjamaðurinn, sem er 31 árs gamall, lék á 68 höggum á Augusta og er hann með eitt högg í forskot á Adam Scott frá Ástralíu, Louis Oosthuizen frá Suður-Afríku og Bandaríkjamanninn Bubba Watson.
11.apr. 2014 - 09:30

Forseti Íslands: Þjónar ekki hagsmunum Íslendinga að ganga í Evrópusambandið

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir í viðtali við rússneska blaðið Times í St. Pétursborg, að það þjóni ekki hagsmunum Íslendinga að ganga í Evrópusambandið og meirihluti landsmanna sé andvígur aðild.
11.apr. 2014 - 08:19

Mokuðu skít fyrir framan dyr Flensborgarskóla

Fjórir 17 ára drengnir voru staðnir að verki rétt fyrir klukkan þrjú í nótt þegar lögregla kom að þeim þar sem þeim höfðu mokað hrossaskít fyrir inngöngudyr Flensborgarskóla.
11.apr. 2014 - 08:00

Níu létust í rútuslysi í Kaliforníu

Að minnsta kosti níu manns létust í rútuslysi í Glenn County í Kaliforníu í gærkvöldi þegar rúta lenti í árekstri við flutningabíl frá FedEx. Farþegarnir í rútunni voru nemendur á leið í kynnisferð í háskóla í Kaliforníu.
11.apr. 2014 - 07:00

Elísabet: Vettlingar notaðir til að senda dulin skilaboð

Elísabet Jökulsdóttir Í dag 11. apríl opnar ljósmyndasýning á Vettlingum á Mokka í boði Elísabetar Jökulsdóttur. Undanfarin þrjú ár hefur hún tekið myndir af vettlingum á götunni sem hafa týnst eða glatast en hafa nú fundist á nýjan leik.
10.apr. 2014 - 22:40

Fullkomin tímasetning: Ekki láta myndir blekkja þig

Sumar ljósmyndir þarf að skoða vel til þess að átta sig á því hvað er í gangi á myndinni. Sjónarhornið skiptir miklu máli í ljósmyndun og oft er hægt að taka mjög skemmtilegar myndir með því að úthugsa sjónarhornið.
10.apr. 2014 - 21:30

Furðulegustu fjölskyldumyndir í heimi vekja athygli

Flest eigum við fjölskyldumyndir sem við viljum alls ekki að aðrir sjái og hafa sumir jafnvel falið gamlar myndir á góðum stað inni í geymslu til að tryggja að þær komi aldrei fyrir sjónir annarra, hvað þá almennings.
10.apr. 2014 - 20:30

Loveless fann ástina á Íslandi: Dauðsfall og bílslys leiddu hana hingað

Katherine Loveless missti bróður sinn af völdum krabbameins og lenti í alvarlegu bílslysi minna en viku síðar. Þessir atburðir leiddu til þess að hún ákvað að leggja leið sína til Íslands, þar sem hún hitti ljósmyndarann Rúrik Karl Björnsson.
10.apr. 2014 - 19:30

Barn alkóhólista: „Hátíðir og frí valda oft kvíða“

Hvernig getum við sem samfélag bætt líf barna sem eiga foreldri sem glímir við alkóhólisma? Þetta er spurning sem börn, er alast upp hjá foreldrum sem glíma við áfengisfíkn, eru að reyna aðstoða samfélagið við að svara.
10.apr. 2014 - 17:17

Lögregla: Vinnubrögð sorphirðumanna með öllu eðlileg

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem fram kemur að vinnubrögð sorphirðumanna, sem sakaðir voru um að hafa gert tilraun til að brjótast inn í hús fótboltamannsins Heiðars Helgusonar, hefi verið með öllu eðlileg.
10.apr. 2014 - 16:40

Nágrannerjur af versta tagi: Sagaði hús nágrannans í tvennt

Nágrannaerjur geta verið erfiðar viðureignar og orðið mjög hatrammar og langvarandi en fáir ganga þó jafn langt og Arne Vigeland sem gerði sér lítið fyrir og sagði hús nágranna sinna í tvennt vegna deilna um staðsetningu hússins.
10.apr. 2014 - 14:45

Rannsóknarskýrslan birt: Lán í erlendri mynt vógu þungt í falli sparisjóðanna

Fall og rekstrarerfiðleika sparisjóðanna má rekja til þess hvernig eignasafn þeirra var samsett og hvernig þeir voru fjármagnaðir. Sparisjóðir sem höfðu hátt hlutfall lána í erlendri mynt lentu í mun meiri erfiðleikum en aðrir.
10.apr. 2014 - 14:13

Porsche Macan fær frábærar viðtökur hér á landi: Bílabúð Benna er búið að tryggja sér fleiri bíla

Porsche Macan sem kynntur var í haust hefur fengið frábæra dóma bílablaðamanna, bæði hér heima og erlendis og talað er um fyrsta alvöru sportjeppann á markaðnum.
10.apr. 2014 - 13:30

Mynd dagsins: „Þetta kemur ekki bara illa við þennan eina mann“

Mynd dagsins að þessu sinni var tekin nú í morgun fyrir utan höfuðstöðvar 365 þar sem sorphirðumenn menn lögðu bílum sínum fyrir utan fyrirtækið. Þar mótmæltu sorphirðumenn fréttaflutningi Vísis en í gær var  sagt að sorphirðumenn hefðu ítrekað reynt að brjóta sér leið inn á heimili knattspyrnukappans Heiðars Helgusonar.
10.apr. 2014 - 12:34

Tamiflu gagnslítið: Íslendingar hafa eytt tugum milljóna í birgðir

Nýjar niðurstöður frá virtri rannsóknarstofnun, Cochrane Review, sýna að virkni Tamiflu er mjög lítil, og mun minni en áður var talið. Íslendingar hafa eytt tugum milljóna króna í að byggja upp birgðir af lyfinu og segist sóttvarnarlæknir enn sannfærður um virkni þess.

10.apr. 2014 - 11:45

Dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að hafa orðið dóttur sinni að bana

Scott James Carcary  - Mynd: Pressphotos.biz Scott James Carcary var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að hafa orðið valdur að dauða dóttur sinnar. Scott var úrskurðaður í gæsluvarðhald í mars í fyrra en bráðabirgðaniðurstöður réttarlæknis bentu til að dánarorsök hefði verið vegna blæðingar í heila.
10.apr. 2014 - 11:00 Björgvin G. Sigurðsson

Síðasta sería Mad men - maðurinn á bak við þættina - Endatafl Dons Draper

Þættirnir segja sögu sjöunda áratugarins í Bandaríkjunum í gegnum Draper, Jon Hamm, fjölskyldu hans og vinnufélaga sem leggja sjaldan frá sér vindlingana eða viskýglasið ótilneydd. Látlaust kvennafar og sundurtætt fjölskyldulíf Dons er í bakgrunni margslunginnar sögu þar sem aldrei er dauður punktur.
10.apr. 2014 - 09:15

Öflugt herlið Rússa við landamæri Úkraínu: Tilbúnir í stríð

Æðsti yfirmaður herafla NATO í Evrópu, Philip Breedlove, sagði í gær á fundi utanríkisráðherra NATO ríkjanna 28 að Rússar hefðu ekki dregið úr herstyrk sínum við landamæri Úkraínu. Þessu til staðfestingar sýndi hann gervihnattamyndir sem sýna liðssafnað Rússa við landamærin.
10.apr. 2014 - 08:28 Sigurður Elvar

Adam Scott og Rory McIlroy líklegastir til afreka á Mastersmótinu í golfi

Mastersmótið í golf, fyrsta risamót ársins af alls fjórum, hefst í dag á Augusta vellinum í Bandaríkjunum. Mastersmótið er eina risamótið sem ávallt fer fram á sama vellinum en hin risamótin eru Opna bandaríska, Opna breska og PGA meistaramótið. Adam Scott frá Ástralíu hefur titil að verja á Masters en hann hafði betur gegn Angel Cabrera frá Argentínu í bráðabana um sigurinn í fyrra. 
10.apr. 2014 - 08:00

Féll snemma úr leik í Ísland Got Talent en sigraði Söngkeppni framhaldskólanna

Sara Pétursdóttir sem sigraði með miklum glæsibrag í Söngkeppni framhaldskólanna á Akureyri tók einnig þátt í hæfileikaþættinum Ísland Got Talent sem sýndur er á Stöð 2 við miklar vinsældir.
09.apr. 2014 - 22:15

Þessu átti enginn von á: Táraflóð í kirkjunni þegar presturinn kom brúðhjónunum á óvart - MYNDBAND

Hann varð stjarna á einni nóttu írski presturinn Ray Kelly sem kom öllum að óvörum þegar hann sameinaði Leah og Chris O Kane í kirkju sinni í Dublin á dögunum.
09.apr. 2014 - 21:03 Sigurður Elvar

Manchester United og Barcelona úr leik í Meistaradeildinni

Evrópumeistaralið Bayern München tryggði sér sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld með 3-1 sigri gegn enska liðinu Manchester United í München í kvöld. Á sama tíma féll Barcelona úr keppninni eftir 1-0 tap á útivelli gegn Atletico Madrid. Englands – og Spánarmeistaraliðin eru því úr leik.
09.apr. 2014 - 20:30

Mannlega Barbie segir að lýtaaðgerðum fari fjölgandi vegna fleiri sambanda ólíkra kynþátta

Valeria Lukyanova, betur þekkt sem mannlega Barbie, segir að fjölgun lýtaaðgerða sé vegna sífellt fleiri ástarsambanda fólks af ólíkum kynþáttum. Þetta geri mannkynið ljótara og þess vegna fari sífellt fleiri í lýtaaðgerðir.
09.apr. 2014 - 19:30

Köngulóarmaðurinn í framboði til indverska þingsins

Köngulóarmaðurinn hefur látið til sín taka í kosningabaráttunni vegna kosninga til indverska þingsins sem eru nýhafnar og standa yfir næstu sex vikurnar í þessu stærsta lýðræðisríki heimsins. Hann hefur farið á milli glugga og svala kjósenda til að falast eftir stuðningi þeirra.
09.apr. 2014 - 18:30

Siðleysi á hæsta stigi á Suðurnesjum: „Eingöngu til þess ætlað að skemma sál barns í erfiðum aðstæðum“

Karlmaður var í gær sakfelldur af Héraðsdómi Reykjarness, meðal annars fyrir að hafa misþyrmt sambýliskonu og 12 ára fóstursyni sínum. Þá var hann sakfelldur fyrir brot á barnaverndarlögum, en hann hafði sent drengnum smáskilboð í síma þar sem hann þóttist vera móðir hans og kallaði hann meðal annars „hóruson“. Í dómnum eru athæfi mannsins meðal annars sögð vera „siðleysi á hæsta stigi í fullkomnum ljótleika og eingöngu til þess ætlað að skemma sál barns sem er í afar erfiðum aðstæðum auk þess að valda barninu þjáningum og miska.“
09.apr. 2014 - 17:00

Mynd dagsins: Eiginmaður Svölu bjargaði lífi hennar - „Við slösuðumst öll alvarlega“

Svala Björgvinsdóttir slasaðist alvarlega í bílslysi fyrir sléttum sex árum á Reykjanesbraut. Svala rifbeinsbrotnaði og var með innvortis blæðingar og dvaldi á spítala í tvær vikur. Eiginmaður hennar, Einar Egilsson, slasaðist einnig illa og var ekki útskrifaður fyrr en fjórum mánuðum síðar.
09.apr. 2014 - 15:40

Ólögmæt uppsögn Snorra í Betel: „Kennarar eiga ekki að láta þagga niður í sér“

„Þetta er sólardagur hjá mér í dag,“ segir Snorra Óskarsson, kenndur við Betel, í samtali við Pressuna. Snorra barst í dag bréf frá innanríkisráðherra þar sem fram kemur að ólögmætt var að víkja honum frá störfum þann 12. júlí árið 2012 sem kennari hjá Akureyrarbæ.
09.apr. 2014 - 14:05

Dularfullur dauðdagi: Ég hef aldrei verið jafn hamingjusöm á ævi minni

Nokkrum vikum áður en Peaches Geldof lést á heimili sínu þann sjöunda apríl síðastliðin var hún ráðin sem dálkahöfundur hjá tímaritinu Mother and Baby magazine. Síðasta greinin sem hún skrifaði fyrir tímaritið hefur nú verið birt.  
09.apr. 2014 - 13:05

Dagur: Svona á ekki að nota borgarstjórakeðjur - Stórkostlegt myndskeið

Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi og oddviti Samfylkingarinnar birti myndskeið á Fésbókarsíðu sinni fyrr í dag sem vakið hefur mikla athygli. Myndskeiðið var upphaflega birt á Youtube í gær og síðan þá hefur það verið spilað rúmlega milljón sinnum og því óhætt að segja að það hafi slegið í gegn.
09.apr. 2014 - 12:00 Páll Kvaran

Fordómafull auglýsingaherferð Veet: Ef hún er með hár á fótleggjunum þá er hún karl

Á meðan margir snyrtivöruframleiðendur reyna að tala undir rós og ýja slóttuglega að því að konur verði að raka sig til að geta verið aðlaðandi hefur Veet nú stigið skrefinu lengra. Í nýrri auglýsingaherferð undir forskriftinni „Don´t risk dudeness“ er konum hreint út sagt að án vaxmeðferðar Veet verði þær loðnar og breytist í karlmenn.
09.apr. 2014 - 10:50

Sat saklaus í fangelsi í 24 ár: Enn eitt dæmið um bresti bandaríska dómskerfisins

Jonathan Fleming eyddi næstum því aldarfjórðungi í fangelsi eftir að hafa verið dæmdur saklaus fyrir morð. Hann er nú 51 árs en var fyrir 24 árum síðan dæmdur í minnst 25 ára fangelsi og allt að lífstíð. Það sem gerir þetta mál sérstaklega eftirtektarvert er að Fleming var staddur í Disney World í Flórída þegar morðið, sem hann var dæmdur fyrir, var framið í New York.
09.apr. 2014 - 10:00

Er íslenskt Brennivín þorskur framtíðarinnar?

Útflutningur á íslensku Brennivíni til Bandaríkjanna er þegar hafinn.  Það er fyrirtækið Brennivín America sem flytur vöruna inn, en dreifing hófst í byrjun mars í Jackson, Wyoming auk þess sem sérvaldir staðir í New York og Los Angeles hafa hafið sölu á vörunni. Frekari dreifing fer svo í gang í New York og Kaliforníu á næstu misserum. Útflutningurinn er í höndum Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar.
09.apr. 2014 - 09:40

Sakar heilu starfstéttirnar um að taka við mútum frá Brussel

Jón Bjarnason, fyrrum ráðherra, segir hundruð manns á vegum sveitarstjórna, fjölmiðla og hagsmunasamtaka hafa þegið ókeypis kynningarferðir til Brussel á kostnað Evrópusambandsins. Þessar ferðir skýra að hans mati afstöðu þessara aðila til Evróusambandsaðilar.
09.apr. 2014 - 09:00 Sigurður Elvar

Mourinho fagnaði gríðarlega – spenna í Meistaradeildinni þegar Chelsea og Real Madrid komust áfram

Jose Mourinho fagnaði gríðarlega í gær þegar Demba Ba tryggði Chelsea 2-0 sigur gegn PSG í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Markið skoraði Ba á 87. mínútu og kom enska liðinu í undanúrslit keppninnar en fyrri leikurinn endaði 3-1 í París. Á sama tíma slapp Real Madrid frá Spáni með skrekkinn gegn Borrussia Dortmund í Þýskalandi. Dortmund vann síðari leikinn 2-0 og en Real Madrid sigraði 3-2 samanlagt.
09.apr. 2014 - 08:01

Eru bjartsýnir á að finna flug MH370: Heyrðu hljóðmerki í nótt

Kafarar leita að braki úr vélinni Ástralskir leitarmenn um borð í herskipinu Ocean Shield hafa numið fleiri hljóðmerki frá því sem talið er vera svarti kassinn úr flugi MH370. Skipið nam merki um helgina og aftur í gærkvöldi og nótt. Leitarmenn eru því bjartsýnni en áður á að þeir nái að staðsetja hvar flugvélin er á hafsbotni.
08.apr. 2014 - 23:00 Bleikt

Vogue Italia: Herferð gegn ofbeldi

Tímaritið Vogue Italia virðist oft fara óhefðbundnar leiðir í auglýsingaherferðum sínum. Þar er oft vakin athygli á málefnum sem sjaldan rata á síður tískutímarita; málefnum sem þykja of alvarleg eða viðkvæm til umfjöllunar innan tískugeirans. Stríð, ofbeldi og umhverfismál eru meðal þess sem Vogue Italia hefur áður tekið fyrir. Nýjasta tölublaðið, sem kom út í Mílanó þann 4. apríl, er tileinkað baráttunni gegn heimilisofbeldi. Þar má sjá ógnvænlegar myndir þar sem fyrirsætur eru yfirbugaðar af árásarmönnum og útataðar í gerviblóði.

08.apr. 2014 - 21:30

Uppsalir: Skotinn til bana af lögreglu skömmu eftir að hafa verið sleppt úr haldi

Útbúnaður sænskra lögregluþjóna Snemma í morgun skutu lögreglumenn 34 ára karlmann til bana eftir að hann hafði gengið á móti þeim vopnaður hnífum í báðum höndum. Hann neitaði að leggja þá frá sér og piparúði lögreglumannanna virkaði ekki á hann.
08.apr. 2014 - 20:20 Eyjan

Uppsagnir hjá Borgarleikúsi: Leikararnir munu halda störfum áfram

Uppsögn Hönnu Maríu Karlsdóttur og Theodórs Júlíussonar, leikara við Borgarleikhúsið, hefur vakið hörð viðbrögð. Nýr leikhússtjóri, Kristín Eysteinsdóttir, sagði þeim upp í síðustu viku, en leikararnir eru báðir yfir fimmtugu og hafa þau starfað fyrir Leikfélag Reykjavíkur í áratugi samfleytt. Þá eru þau elstu leikarar Borgarleikhússins og ekki langt frá eftirlaunaaldri.
08.apr. 2014 - 19:30

Norðmenn áhyggjufullir: Miklu magni af áburði og bensíni stolið – hægt að nota í sprengjugerð

Í dag uppgötvaðist að 1.240 kílóum af áburði og 325 lítrum af bensíni hafði verið stolið úr gámi í Løkkemyra í Kristiansund. Mögulegt er að nota áburðinn til að búa til sprengju en Anders Bering Breivik notaði einmitt áburð í sprengjuna sem hann sprengdi í miðborg Osló.
08.apr. 2014 - 18:30

Átta vísindamenn sem betur eru þekktir sem stórstjörnur

Lífið á rannsóknarstofunni er ekki fyrir alla og eiga vísindamenn það til að fleygja rannsóknarsloppnum, leggja tilraunaglösin á hilluna og gerast stórstjörnur. Hér að neðan má finna átta leikara og grínista og sem er fleira til lista lagt en listin ein. Öll eiga þau það sameiginlegt að vera með að minnsta kosti eina háskólagráðu í raunvísindafagi.
08.apr. 2014 - 17:00

Twitter sviptir hulunni af nýju útliti: Alveg eins og Facebook?

Twitternotendur munu á næstu vikum fá aðgang að nýju notendaviðmóti og er nýja útlitið mjög keimlíkt Facebook. Breytingarnar eru þær stærstu sem gerðar hafa verið á viðmóti Twitter í langan tíma.
08.apr. 2014 - 15:15

Engin eiturlyf né kveðjubréf á heimili Peaches Geldof

Hvorki eiturlyf né sjálfsmorðsbréf fannst á heimili Peaches Geldof, dóttur tónlistarmannsins Bob Geldof og Paulu Yates. Peaches fannst látin á heimili sínu í gær, en hún var 25 ára þegar hún lést. Dánarorsök er ókunn.
08.apr. 2014 - 13:49 Sigurður Elvar

Sumarsmellur ársins 2014? - HM lagið í Brasilíu - Pitbull og Jennifer Lopez sömdu We Are One

Heimsmeistaramót karla í knattspyrnu fer fram í sumar í Brasilíu og er mikil stemning að myndast fyrir mótið. Í dag gaf Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, út lag sem verður hið „eina sanna“ HM lag. Lagið er samið af Pitbull og Jennifer Lopez.
08.apr. 2014 - 13:30

Tugir manna lýst yfir áhuga á stofnun nýs flokks

Benedikt Jóhannesson segir að tugir manna hafi nálgast hann að fyrra bragði og lýst yfir áhuga á stofnun nýs hægri flokks. Það kemur hugsanlega í ljós í lok þessa mánaðar hvort slíkur flokkur verði stofnaður.
08.apr. 2014 - 12:15

Fimm af hverjum sex Bandaríkjamönnum geta ekki bent á Úkraínu á korti: Sumir bentu á Ísland

Síðastliðinn mars voru 2.066 Bandaríkjamenn beðnir um að staðsetja Úkraínu á korti. Á myndinni hér að neðan má sjá niðurstöðuna, en rauðir punktar þýða að þáttakandi var nær Úkraínu, en bláir þýða fjær.
08.apr. 2014 - 11:05

Fyrst var það makríllinn og nú er það jólatréð: Ekkert Óslóartré í ár

Osló hefur í yfir sextíu ár gefið íbúum í Reykjavík, Rotterdam og London jólatré. Nú segir talsmaður Oslóarborgar að það sé of flókið, kostnaðarsamt og jafnframt óumhverfisvænt að færa þessum borgum tré. Því hafi verið tekin sú ákvörðun að hætta að gefa Reykvíkingum og íbúum Rotterdam tré en áfram verður sent tré til Englands. Jólin í fyrra voru því líklega þau síðustu sem Reykvíkingar fengu jólatré frá Oslóarborg.
08.apr. 2014 - 10:30 Björgvin G. Sigurðsson

Endeavour - upphafsár Morse í Oxford - sérdeilis gott sjónvarpsefni

Shaun Evans fer ljómandi vel með hlutverk Morse á unga aldri. Djúp og dramatísk persónusköpun á ungum Morse er það besta við þættina. Ljómandi vel leikinn af Evans er dreginn upp sterk mynd af viðkvæmum en sérlega snjöllum ungum manni sem er nokkuð áttavilltur í lífinu. Skelin og brimandi sjálfsöryggi hins miðaldra Morse sem við höfum áður kynnst er fjarri því komið, en efnið í afar ólíklegan en einkar snjallann lögreglufulltrúa er sannarlega til staðar.
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10     Næstu síður > 

Sena - Spiderman
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 13.4.2014
Dýrkeypt mistök stjórnmálamanna eftir hrun
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 07.4.2014
Láglaunalögreglan
Sigurður G. Guðjónsson
Sigurður G. Guðjónsson - 18.4.2014
Frjálst fall
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.4.2014
Ríkisvæðing einkaskulda
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 05.4.2014
Furðuskrif Stefáns Ólafssonar
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 18.4.2014
Nýjar upplýsingar um gamalt trúnaðarbrot
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 10.4.2014
Eru háskólakennarar í pólitískri krossferð?
Ingrid Kuhlman
Ingrid Kuhlman - 07.4.2014
Að stjórnast ekki af stjórnsemi annarra
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 12.4.2014
Ritaskrá mín fyrir 2013
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 07.4.2014
Góðar fréttir: Bjarni boðar skattalækkanir
Sturla Böðvarsson
Sturla Böðvarsson - 09.4.2014
Framganga Rússa
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 08.4.2014
Ný sýn í Evrópumálum
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 11.4.2014
Lesendur geta sjálfir staðreynt málið
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 06.4.2014
Frá Færeyjum
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 07.4.2014
Hallgrímur Pétursson - fjórði hluti
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 13.4.2014
Hallgrímur Pétursson – fimmti hluti
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 09.4.2014
Breskir dómarar skeikulir
Fleiri pressupennar