17. júl. 2017 - 09:30Þorvarður Pálsson

Ísland eitt fárra landa sem takmarka ljósabekkjanotkun – 9,5% þjóðarinnar fóru í ljós í fyrra

Getty.

Ísland eitt fárra landa sem takmarka ljósabekkjanotkun – 9,5% þjóðarinnar fóru í ljós í fyrra Alls takmarka 11 lönd heims notkun þegna sinna á ljósabekkjum með aldurstakmörkunum og er Ísland í þeim hópi. Þeim sem yngri en 18 ára eru er ekki heimilt að nýta sér slíka þjónustu hér á landi.

Samkvæmt nýrri skýrslu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO valda ljósabekkir meira en 10 þúsund tilfellum af sortuæxlum á ári hverju. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Samkvæmt WHO veldur notkun ljósabekkja auk þess um 450 þúsund tilfellum af öðrum tegundum húðkrabbameins í Evrópu, Bandaríkjunum og Ástralíu. Því yngra sem fólk er þegar það fer í ljós eða stundar mikil sólböð, því líklegra er að það fái krabbamein.

Starfshópur landlæknisembættisins um varnir gegn útfjólubláum geislum tekur árlega saman tölur um notkun ljósabekkja hjá landsmönnum. Á undanförnum árum hefur ljósabekkjanotkun Íslendinga minnkað mikið og samkvæmt síðustu mælingum fóru 9,5% þeirra sem 18 ára og eldri eru í ljós á síðustu 12 mánuðum. Til samanburðar má nefna að árið 2004 fóru 30% Íslendinga í ljós og því ljóst að mikill samdráttur hefur orðið í ljósabekkjanotkun þjóðarinnar.

Alls eru sex sólbaðsstofur reknar í Reykjavík sem er talsverð fækkun frá því sem áður var. Rekstur þeirra er háður starfsleyfum frá Umhverfisstofnun. Að sögn Sveinbjörns Kristjánssonar sem á sæti í starfshóp landlæknis, er af sem áður var þegar ljósabekkir voru markaðssettir sem heilbrigðari valkostur við hefðbundin sólböð. Hann segir það staðfest að notkun þeirra leiði til krabbameins.

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt sem á heima á Pressunni?
Sendu okkur póst á pressan@pressan.is - Fyllsta trúnaðar gætt, sé hans krafist.18.júl. 2017 - 21:18 433/Hörður Snævar Jónsson

Grátlegt tap Íslands - Þjóðin brjáluð

Íslenska kvennalandsliðið þurfti að sætta sig við tap í fyrsta leik liðsins á EM í Hollandi í kvöld. Íslensku stelpurnar spiluðu frábæran leik í kvöld en Frakkar höfðu þó betur með einu marki gegn engu.
18.júl. 2017 - 21:00 Þorvarður Pálsson

Flugfarþegar fluttir frá borði vegna fretandi farþega – Flugfélagið hafnar fréttunum

Í gær sunnudag herma fregnir fjölmiðla víða um heim að þurft hafi að rýma flugvél American Airlines sem lenti á flugvellinum í Raleigh í Norður-Karólínu ríki vegna lyktarmengunar. Talsmaður American Airlines hefur hins vegar hafnað slíkum fullyrðingum í yfirlýsingu sem send var öðru bandarísku dagblaði. Fréttir af málinu eru afar misvísandi en fréttamiðlar um víða veröld hafa sagt frá hinum fretandi farþega sem á að hafa leyst vind með svo miklum krafti að rýma þurfti flugvél.
22.júl. 2017 - 12:00 Þorvarður Pálsson

Sjálfan olli meira en 20 milljón króna skemmdum - Myndband

Fólk leggur ýmislegt á sig fyrir réttu myndina en það er vissara að fara varlega þegar stillt er upp. Konu nokkurri sem reyndi að taka sjálfu við listaverk tókst ekki betur upp en svo að hún datt aftur fyrir sig með þeim afleiðingum að hún olli tugmilljón króna skemmdum í listagalleríi nokkru í Los Angeles borg í Bandaríkjunum.
18.júl. 2017 - 20:00 Þorvarður Pálsson

Ásdís Ásgeirsdóttir: Ég er víst búin að eitra fyrir börnunum mínum

Er allt sem við látum ofan í okkur stórhættulegt? Fyrir skömmu horfði Ásdís Ásgeirsdóttir, blaðakona hjá Morgunblaðinu, á heimildarmyndina What the health. Þá rann upp fyrir henni sá myrki raunveruleiki að samkvæmt myndinni hefur hún eitrað fyrir börnum sínum frá því að þau komu í heiminn og segir það „nánast ótrúlegt“ að þau séu enn á lífi í pistli sem hún skrifar í Morgunblaðið í dag og ber yfirskriftina „Saga af baneitruðum beljum“.
18.júl. 2017 - 19:00 Þorvarður Pálsson

Hjólinu hennar var stolið – Sá það til sölu á Facebook og greip til sinna ráða

Jenni og hjólið góða. Hjólaþjófnaður er vandamál um víða veröld en það eru ekki allir sem leggja jafn mikið á sig til að fá hjólin sín til baka og hin þrjátíu ára gamla Jenni. Rándýru keppnishjóli hennar var stolið fyrir skömmu og með aðstoð hjólahópsins síns á Facebook lagði hún á ráðin um að ná því aftur, þrátt fyrir að lögregla hefði varað hana við.
18.júl. 2017 - 18:00 Þorvarður Pálsson

Hundur bjargaði dádýrskálf frá drukknun – Myndband

Þegar neyðin er mest er hjálpin næst og í tilfelli dádýrskálfs nokkurs má segja að hjálpin hafi tekið á sig nokkuð óvanalega mynd. Þegar golden retriever hundurinn Storm sá kálfinn í vandræðum í vatninu í Long Island Sound í New York ríki í Bandaríkjunum var hann ekki lengi að hugsa sig um heldur stökk út í og bjargaði honum og náðist björgunarafrekið á myndband.
18.júl. 2017 - 17:30 Eyjan

Mafían mokgræðir á flóttafólki

Ítölsk stjórnvöld hafa eytt hundruðum milljón evra í móttöku flóttafólks sem kemur til landsins sjóleiðina frá Afríku en engu að síður eru aðstæður þess oft bágbornar. Nú hefur yfirgripsmikil lögreglurannsókn leitt í ljós að ítalska mafían hefur fengið í sinn hlut milljónatugi frá ríkinu, fjármagn sem átti að fara til að veita flóttafólki sæmilegan mat og húsaskjól hefur þess í stað verið stungið í vasa fárra einstaklinga.
18.júl. 2017 - 16:55 Þorvarður Pálsson

Göngumaður villtur á Fimmvörðuhálsi - Björgunarsveitir kallaðar út

Um hálf fjögur í dag voru fjórar björgunarsveitir af Suðurlandi kallaðar út vegna göngumanns sem er villtur á Fimmvörðuhálsi. Göngumaðurinn náði sambandi við ættingja sína og er orðin kaldur og hrakinn. Á svæðinu er nú vont veður, mikil rigning og frekar hvasst.
18.júl. 2017 - 16:30 Eyjan

Mannréttindi fótum troðin í Tyrklandi

Nú hafa sex einstaklingar, allt baráttufólk fyrir mannréttindum, verið úrskurðaðir í varðhald og bíða réttarhalda. Meðal þeirra er framkvæmdastjóri Amnesty International í Tyrklandi. Úrskurðurinn er eitt skelfilegasta dæmið um það herfilega óréttlæti sem ríkt hefur í landinu í kjölfar valdaránstilraunar í fyrra.
18.júl. 2017 - 16:00 Aðsend grein

Ungmenni á Nesinu standa fyrir Nikkuballi fyrir eldri borgara

Fimmtudaginn 20. júlí næstkomandi stendur Ungmennaráð Seltjarnarness fyrir Harmonikkuballi fyrir eldri borgara á smábátahöfn Seltjarnarnesbæjar. Nikkuballið sem nú er haldið í áttunda sinn hefur þróast úr því að vera viðburðir fyrir eldri borgara bæjarins í sannkallaða fjölskylduhátíð þar sem ungir jafnt sem aldnir dansa gömlu dansana við dynjandi harmonikkuleik.
18.júl. 2017 - 15:30 Bleikt

Húsin vaxa í gegnum skýin

Flókin tölvulíkön, bestu mögulegu efni og mikið ríkidæmi mynda meginstoðir þeirrar nýju kynslóðar alvöru skýjakljúfa, sem nú stefna til himna. Við sýnum hér leyndardómana að baki þessari byltingu og lítum nokkru nánar á þrjár merkilegustu byggingarnar sem nú eru að rísa. Bandaríkjamaðurinn Frank Lloyd Wright (1867-1959) er trúlega sá arkítekt sögunnar sem notið hefur almennastrar viðurkenningar. Árið 1959 sá hann fyrir sér skýjakljúf sem væri heil míla á hæð, sem sagt um 1.600 metrar. Hann taldi gerlegt að reisa slíka byggingu þá þegar, en „The Illinois“ eins og þessi hugarsmíð var kölluð, var á hinn bóginn fjarri því að geta nokkru sinni staðið undir kostnaði. Nú hafa tækniframfarir gert kleift að reisa byggingar sem í raun og sannleika kljúfa skýin.
18.júl. 2017 - 15:25 433/Hörður Snævar Jónsson

Gummi Ben á EM í Hollandi – Ekki ósvipuð stemming og í Frakklandi

,,Það er einhver stemming í gangi, ekki ósvipuð stemming eins og í Frakklandi,“ sagði Guðmundur Benediktsson við 433.is í Hollandi í dag. Gummi Ben er mættur á EM í Hollandi og ætlar að sjá stelpurnar okkar mæta Frakklandi í kvöld í fyrsta leik.
18.júl. 2017 - 15:00 Eyjan

Þegar ferðamannastraumurinn breytist í samfélagsvanda

Björn Bjarnarson skrifar: Íbúar Barcelona voru nýlega spurðir hvað væri alvarlegasta vandamálið í borginni um þessar mundir. Svarið var skýrt: ferðamennirnir. Þeim hefur fjölgað úr 1,9 milljón árið 1990 í 9 milljónir árið 2016. Í franska blaðinu Le Figaro er í dag sagt frá vanda í þremur Miðjarðarhafsborgum vegna mikils straums ferðamanna þangað: Feneyja, Barcelona og Santorini.
18.júl. 2017 - 14:03

Banaslys í Hafnarfirði

Karlmaður lést eftir fall úr byggingarkrana á vinnusvæði í Hafnarfirði í gær. Tilkynning um slysið barst síðdegis og héldu lögreglan og sjúkraflutningamenn þegar á vettvang og hófu endurlífgunartilraunir.
18.júl. 2017 - 13:18 Þorvarður Pálsson

Ráðlagt frá sjósundi og nálægð við dælustöðvar vegna saurgerlamengunar

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem sjósundsfólki, siglingafólki og öðrum er ráðlagt að vera ekki nærri dælustöðvum við Skeljanes og Faxaskjól í dag og á morgun þar sem stöðvarnar eru á yfirfalli. Hætta er á að saurgerlamengun í sjó verði yfir viðmiðunarmörkum meðan á viðgerð stendur og fyrst á eftir.
18.júl. 2017 - 13:00 Eyjan

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skipuð framkvæmdastjóri ODIHR

Fastaráð Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, samþykkti í dag með formlegum hætti að skipa Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur sem næsta framkvæmdastjóra Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE, ODIHR, sem hefur aðsetur í Varsjá. Skipunin er til þriggja ára og tekur Ingibjörg til starfa undir lok vikunnar.
18.júl. 2017 - 12:15 DV

Skipstjórinn laug að Thomas Olsen og slökkti á netinu í skipinu

Grænlenski togarinn Polar Nanoq er nú í höfn hér á landi en sjö áhafnarmeðlimir munu gefa skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjaness í dag vegna morðsins á Birnu Brjánsdóttur í janúar. Thomas Møller Olsen, skipverja á Polar Nanoq, er gefið að sök að hafa myrt Birnu en hún hvarf aðfaranótt 14. janúar.
18.júl. 2017 - 11:30 DV

Thomas þurfti róandi eftir SMS frá íslenskum blaðamanni

Grænlenski togarinn Polar Nanoq er nú í höfn hér á landi en sjö áhafnarmeðlimir munu gefa skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjaness í dag vegna morðsins á Birnu Brjánsdóttur í janúar. Thomas Møller Olsen, skipverja á Polar Nanoq, er gefið að sök að hafa myrt Birnu en hún hvarf aðfaranótt 14. janúar. Olsen hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan en hinum skipverjanum var sleppt eftir tvær vikur en hann er ekki grunaður um aðild að málinu. Lík Birnu fannst nærri Selvogsvita um viku eftir að hún hvarf.
18.júl. 2017 - 11:00 Eyjan

Til varnar sagnfræðinni

Til varnar sagnfræðinni er tvímælalaust eitt af áhrifamestu ritum sem samið hefur verið um vinnubrögð og aðferðir sagnfræðinga enda hefur bókin verið notuð fram á þennan dag sem kennslubók í aðferðafræði í háskólum víða um heim. Frá hendi höfundar var hún þó ekki hugsuð sem slík heldur fyrst og fremst til þess að kynna fyrir almenningi hvernig sagnfræðingar bera sig að við vinnu sína. Bókin nýtist því ekki aðeins stúdentum við nám í sagnfræði heldur einnig öllum þeim áhugamönnum um sögu og sagnfræði sem langar til að kynna sér fræðileg vinnubrög greinarinnar.
18.júl. 2017 - 10:00 Bleikt

Opið bréf til konunnar sem dæsti við afgreiðslukassann

Åsa Skånberg, 34 ára sænsk kona, hefur vakið talsverða athygli fyrir færslu sem hún ritaði um lítið atvik sem varð í stórmarkaði í Svíþjóð fyrir skemmstu. Í færslunni segir Åsa frá því að röð hafi myndast á kassanum þegar loksins kom að henni. Þegar hún var búin að greiða fyrir vörurnar raðaði hún vörunum ofan í pokann, en tók þá eftir því að konan fyrir aftan hana dæsti og virtist mjög óþolinmóð vegna þess hversu langan tíma það tók fyrir Åsu að raða vörunum ofan í innkaupapokana.
18.júl. 2017 - 09:00 Kristján Kristjánsson

Norskt myndband slær í gegn: Þetta verður þú að sjá!

Norskt myndband hefur vakið mikla athygli á netinu undanfarið og nú hefur verið horft á það um 300 milljón sinnum. Myndbandið er gert til að vekja athygli á stöðu barna sem þurfa á fósturfjölskyldum að halda. Einnig er því ætlað að ná til fjölskyldna og fá þær til að íhuga að taka börn í fóstur, börn sem búa við erfiðar heimilisaðstæður og þurfa öruggt skjól á nýju heimili.
18.júl. 2017 - 08:00 Kristján Kristjánsson

Hressir Finnar settu heimsmet í nektarbaði: Sjáðu myndböndin

Mörg hundruð hressir Finnar settu heimsmet um helgina þegar þeir hoppuðu alsnaktir í vatn og héldu sig ofan í því í fimm mínútur. Alsnaktir er þó kannski ofmælt því allir þátttakendurnir voru með grænar sundhettur.
18.júl. 2017 - 07:52

Skipverjar af Polar Nanoq gefa skýrslu fyrir dómi í dag

 Grænlenski togarinn Polar Nanoq er nú í höfn hér á landi en sjö áhafnameðlimir munu gefa skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjaness í dag vegna morðsins á Birnu Brjánsdóttur í janúar. Thomas Møller Olsen, skipverja á Polar Nanoq, er gefið að sök að hafa myrt Birnu en hún hvarf aðfaranótt 14. janúar. 

18.júl. 2017 - 07:00

Ökumenn í vímu og án ökuréttinda: Fíkniefnamál

Síðdegis í gær var ökumaður handtekinn í miðborg Reykjavíkur en hann er grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna en auk þess reyndust ökuréttindi hans runnin úr gildi og bifreið hans var með röng skráningarmerki.
17.júl. 2017 - 22:00 Kristján Kristjánsson

Kýr réðust á þrjá ferðamenn: Fluttir með þyrlu á sjúkrahús

Þrír ferðamenn voru fluttir á sjúkrahús í gær með þyrlu eftir að kýr réðust á þá. Þetta átti sér stað í austurrísku ölpunum í gær. Ítalskur karlmaður var þar á ferð með hund sinn. Þegar þeir komu að hópi um 50 kúa ákvað maðurinn að ganga beint inn í hópinn með hundinn með sér. Vitni segja að maðurinn hafi öskrað og verið æstur að sjá.
17.júl. 2017 - 21:00 Bleikt

Les furðulegar bækur í neðanjarðarlestinni – Viðbrögð farþega bráðfyndin

Grínistinn Scott Rogowsky fer á kostum í myndbandinu Taking Fake Book Covers on the Subway. Þó hann segi ekki orð í myndbandinu þá lætur hann bókarkápurnar sem hann er með meðferðis tala fyrir sig. Scott fer í neðanjarðarlestina í New York með alls konar sprenghlægilegar bókarkápur af bókum sem eru ekki til. Eins og „Getting Away with Murder for Dummies“ og „How to Hold a Fart In.“ Hann þykist lesa bækurnar og vekur forvitni og áhuga fólks í leiðinni. Fólk ýmist furðar sig yfir bókarkápunum, flissar eða tekur myndir.
17.júl. 2017 - 20:25 Bleikt

Hugmyndaríkar aðferðir til að tilkynna meðgöngu

Það er alltaf mikið gleðiefni fyrir spennta foreldra að tilkynna að fjölskyldan sé að stækka. Það er misjafnt hvort fólk tilkynni það á samfélagsmiðlum eða í raunheimum en á okkar tæknivæddu tímum hið fyrrnefnda verið venjan. Við þekkjum þessar klassísku myndir, eins og þar sem pínkulitlum skóm er stillt upp hliðin á sónarmynd eða verðandi foreldrar brosa breitt og halda utan um bumbuna sem fer stækkandi.
17.júl. 2017 - 20:00 Kristján Kristjánsson

Þetta eru verstu ósiðir fólks samkvæmt stjörnumerkjunum

Sumir naga neglur, aðrir bölva hátt og enn aðrir stara á símann sinn öllum stundum. En hvað á við hvern og einn? Hvað segja stjörnumerkin um þetta? Á vefsíðunni Yourtango var nýlega birt samantekt yfir þetta og finnst sumum hún eflaust ansi athyglisverð.
17.júl. 2017 - 19:00 Þorvarður Pálsson

Áströlsk kona óskaði eftir aðstoð lögreglu í Minneapolis sem skutu hana til bana

Justine Damond. Síðastliðinn laugardag hringdi hin fjörtíu ára gamla Justine Damond á lögregluna vegna meintrar líkamsárásar. Tveir lögreglumenn fóru á staðinn og skömmu síðar var Damond látin. Nú stendur yfir rannsókn á málinu en lögreglumennirnir voru með slökkt á svokölluðum líkamsmyndavélum sem lögreglumönnum í borginni er skylt að bera.
17.júl. 2017 - 18:30 Bleikt

Fimm ástæður stöðugrar þreytu

Öll þekkjum við það að finna fyrir þreytu í byrjun vinnuvikunnar og stundum tekur það ótal klukkutíma að koma sér af stað, jafnvel þó að maður hafi sofið sína átta tíma. Það er fleira en lítill svefn sem getur haft áhrif á það hvort fólk er þreytt. Vefritið Medical Daily tók saman lista yfir fimm algeng atriði sem gætu verið að plaga fólk ef það finnur stöðugt fyrir þreytu
17.júl. 2017 - 18:00 Þorvarður Pálsson

Afbrotum á höfuðborgarsvæðinu fækkaði í júní – Fleiri farsímum stolið en færri reiðhjólum

Lögreglumenn við störf í miðborg Reykjavíkur. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur birt afbrotatölfræði fyrir júnímánuð. Þar koma fram upplýsingar um helstu afbrot sem lögreglu var tilkynnt um í síðasta mánuði en alls bárust 636 tilkynningar um hegningarlagabrot í mánuðinum sem er nokkur fækkun miðað við síðustu þrjá mánuði á undan, í flestum afbrotaflokkum. Hegningarlagabrotum hefur þó fjölgað um eitt prósent sé miðað við meðaltal síðustu þriggja ára á undan.
17.júl. 2017 - 17:30 Eyjan

Segja Sameinuðu arabísku furstadæmin að baki tölvuárásum á Katar

Deilur Sádi-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmanna við nágranna sína í Katar hófust fyrir alvöru í maí síðastliðnum þegar eldfimum tilvitnunum í emír Katar, Sheikh Tamim Bin Hamad al-Thani, var dreift um víðan heim. Nú hafa bandarískar leyniþjónustur gefið það út að tilvitnanirnar, sem voru uppspuni frá rótum, hafi verið runnar undan rifjum yfirvalda í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.
17.júl. 2017 - 17:00 Þorvarður Pálsson

Sala á hundakjöti eykst í Kína á sama tíma og fleiri halda hunda sem gæludýr

Frá hundamarkaði í Yulin. Árlega er hundakjötshátíð haldin í borginni Yulin í suðurhluta Kína og telja dýraverndunarsamtök að 15 þúsund hundum sé slátrað af því tilefni. Flestir hundarnir eru gæludýr eða villtir. Í Kína eru engin dýraverndunarlög en slík lagasetning hefur verið rædd lengi án þess að nokkuð hafi verið gert og andstaðan við hundakjötsát í landinu er að aukast.
17.júl. 2017 - 16:33 Þorvarður Pálsson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við sannfærandi sölumönnum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér tilkynningu þar sem ítrekaðar eru aðvaranir við erlendum sölumönnum sem bjóða fatnað til sölu á förnum vegi. Að sögn lögreglu bjóða mennirnir til sölu meintan gæðafatnað sem reynist síðan vera af nokkru lakari gæðum en lofað er.
17.júl. 2017 - 15:35 Þorvarður Pálsson

Greint frá nafni manns sem lést á Víkurheiði

Lögreglan á Suðurlandi hefur greint frá nafni manns sem lést af slysförum á gámasvæðinu á Víkurheiði við Selfoss þann 11. júlí síðastliðinn.
17.júl. 2017 - 15:00 DV

Jónína vill að Gunnar hætti að berjast og skammar eiginmanninn: „Jesú hefði ekki horft á þetta Gunnar!!!“

Jónína Benediktsdóttir íþróttafræðingur vill að Gunnar Nelson hætti að iðka MMA bardagaíþróttina. Biður hún Gunnar að fordæma slagsmálaíþróttir fyrir komandi kynslóðir. Líkt og alþjóð veit tapaði Gunnar Nelson í 1. lotu fyrir Santiago í bardaga í Glasgow í Skotlandi í gærkvöldi.
17.júl. 2017 - 14:30 Eyjan

Ræða Vilhjálms Birgissonar á Sumarþingi fólksins

Kæru vinir og félagar. Við erum hér samankomin á þessum fundi því við ætlum alls ekki að taka þátt í meðvikni, þöggun og gagnrýnislausri hugsun eins og gerðist fyrir hrun. Við erum líka hér samankomin til að mótmæla því siðrofi, þeirri sjálftöku, spillingu og græðgivæðingu sem enn og aftur eru farin að skjóta föstum rótum í okkar samfélagi.
17.júl. 2017 - 13:30 Þorvarður Pálsson

Pálmar segir íslenska háskóla glíma við vandamál – „Þetta mismunar nemendum“

„Háskólakerfið á Íslandi á við eilítið vandamál að stríða. Í of mörgum námskeiðum eru sömu prófin lögð fyrir nemendur ár eftir ár. Þeir nemendur sem verða sér úti um eldri prófin frá samnemendum eða prófbúðum eru því mun betur staddir en þeir nemendur sem gera það ekki og kjósa að læra allt námsefnið.“
17.júl. 2017 - 12:30 DV

Óprúttinn aðdáandi Santiago breytti Wikipedia-síðu um Gunnar Nelson

Gunn­ar Nelson mættti Argentínumanninum Santiago Ponzinibbio í Glasgow í Skotlandi í gær. Fyrir bardagann þótti Gunnar mun sigurstranglegri. Voru flestir áhorfendur á bandi íslenska bardaga kappans sem sótti hart að Santiago í byrjun. En eftir aðeins rúma mínútu hafði Santiago rotað Gunnar Nelson.
17.júl. 2017 - 12:00 Eyjan

Ábyrgð borgaryfirvalda mikil: Orðspor borgarinnar mun skaðast

Um helgina hófst nýr kafli í sögu Reykjavíkurborgar þar sem mismunun var lögfest og allt gert til að gera erlendum gestum borgarinnar erfitt fyrir. Orðspor Reykjavíkurborgar mun skaðast þegar ferðamaðurinn þarf að klöngrast frá t.d. á sunnudagsnóttum til og frá Aðalstræti í gengnum skemmtanalíf miðborgarinnar með töskur sínar út að Tollhúsinu eða Ráðhúsinu til að komast i eða úr millilandaflugi.
17.júl. 2017 - 11:14 433/Hörður Snævar Jónsson

Eiður Smári æfir með Breiðabliki

Eiður Smári er án félags og hefur verið það frá því undir lok síðasta árs þegar hann yfirgaf Pune City á Indlandi. Eiður gat aldrei spilað með félaginu vegna meiðsla en hann hefur ekki ákveðið næstu skref sín.
17.júl. 2017 - 11:00 Eyjan

Suður-Kóreumenn bjóða Norður-Kóreumönnum til viðræðna – Vilja létta á spennu á Kóreuskaga

Stjórnvöld í Seoul hafa sent erindi til nágranna sinna í Pyongyang þar sem þeim er boðið til viðræðna um hernaðar- og mannúðarmál á landamærum landanna til að létta á spennunni sem verið hefur milli landanna og koma aftur á sameiningum fjölskyldna sem skildar voru í sundur í kjölfar Kóreustríðsins. Norður-Kóreumenn hafa ekki svarað þessu tilboðið nágranna sinna í suðri.
17.júl. 2017 - 08:00 Kristján Kristjánsson

Ný rannsókn varpar ljósi á áhrif holls mataræðis á ævilengdina

Matur sem þessi lengir ekki ævina. Í fyrsta sinn hafa vísindamenn varpað ljósi á áhrif þess á ævilengdina að borða hollan mat. Flestir eru eflaust ekki í vafa um hvort er hollara þegar þeir sjá salat eða sveittan hamborgara. En samt sem áður fer oft svo að hamborgarinn freistar meira. En ef salatið er valið hefur það jákvæð áhrif á ævilengdina að sögn vísindamanna.
17.júl. 2017 - 07:00 Kristján Kristjánsson

Fjórir skotnir á kaffihúsi á Mallorca

Frá Mallorca. Fjórir gestir kaffihúss í bænum Peguera á Mallorca á Spáni voru skotnir síðdegis í gær. Fólkið sat á útisvæði kaffihússins þegar maður hóf skothríð. Árásarmaðurinn lagði síðan á flótta en lögreglunni tókst að hafa uppi á honum skömmu síðar og var hann handtekinn.
16.júl. 2017 - 22:00

Ferskt hráefni er lykillinn

Fáir veitingastaðir á Austurlandi hafa vakið jafn mikla athygli og sushistaðurinn Norð Austur á Seyðisfirði. Þrátt fyrir að vera aðeins tveggja ára gamall hefur hann nú þegar komist á hinn virta og heimsþekkta „White Guide Nordic“ (Norræni veitingastaðalistinn) sem tiltekur athyglisverðustu og bestu veitingastaðina á Norðurlöndunum. Austurland.is hafði á dögunum samband við Davíð Kristinsson, sem á og rekur staðinn ásamt vini sínum og mági Dýra Jónssyni. 
16.júl. 2017 - 21:00 Bleikt

Team Spark kappaksturslið HÍ gefur út heimildarmynd

Team Spark er kappaksturslið innan Háskóla Íslands sem ár hvert hannar og smíðar rafknúinn kappakstursbíl frá grunni með það að markmiði að keppa á Formúla Stúdent keppnum úti í heimi. Liðið samanstendur aðallega af verkfræðinemendum Háskóla Íslands en Formúla Stúdent er stærsta verkfræðinema keppni í heiminum.
16.júl. 2017 - 20:00 Þorvarður Pálsson

Hundamatur varð hund að bana – Framleiðandinn vill gefa hann til dýraathvarfs

Fyrirætlanir framleiðanda dýrafóðurs um að gefa hundamat, sem orðið hefur í að minnsta einum hundi að bana, til athvarfs fyrir hunda hefur mætt harðri gagnrýni. Evanger’s Dog & Cat Food Co. tilkynnti á heimasíðu sinni að mikið magn hundamatar sem matvælaeftirlitið í Bandaríkjunum lét innkalla yrði gefinn til hundaathvarfa.
16.júl. 2017 - 19:00 Ari Brynjolfsson

Fundu persónuleg skilaboð Rómverja – Of þunnur til að mæta í vinnuna

Leiðsögumaður í Rómverjaklæðum við vegg Hadríans. Fornleifafræðingar hafa grafið upp tugi skilaboða frá dögum Rómverja í Bretlandi. Skilaboðin eru talsvert áhugaverðari en hefðbundnar rústir þar sem þau gefa fádæma innsýn í daglegt líf Rómverja sem er alls ekki svo frábrugðið því sem við þekkjum. Í einum skilaboðunum biður einn rómverskur hermaður, Masclus, yfirmann sinn um að senda meira bjór til virkisins, í öðrum skilaboðum biður Masclus svo um veikindafrí. Það er ekki víst hvort þessi skilaboð tengist með beinum hætti en það er alls ekki hægt að útiloka að Masclus hafi einfaldlega verið þunnur.
16.júl. 2017 - 18:00 Bleikt

Konur þjást líka af klámfíkn: Missti vinnuna og hætti að borða

„Ég var hætt að borða og átti enga vini. Steininn tók úr þegar ég var rekinn úr vinnunni eftir að ég sofnaði við skrifborðið,“ segir hin 29 ára Jessie Maegan frá Devon á Englandi. Jessie þjáðist af klámfíkn. Sjálf segist hún hafa talið niður mínúturnar í að hún kæmist heim úr vinnu til að horfa á klámefni.
16.júl. 2017 - 17:30 Eyjan

Smábátafloti á hverfanda hveli

Tölur um fækkun smábáta sem gerðir eru út í atvinnuskyni i hljóta að vekja ugg, að minnsta kosti meðal þeirra sem vilja sjá veg sjávarbyggðanna sem mestan. Það er engum vafa undirorpið að smábátaflotinn skilur mikið eftir sig. Tekjurnar af slíkum bátum hríslast um æðar samfélagsins.
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10     Næstu síður > 

Veðrið
Klukkan 12:00
Skýjað
SA6
12,9°C
Skýjað
SA3
13,5°C
Skýjað
NNA2
12,7°C
Léttskýjað
NNV5
18,3°C
Heiðskírt
SSV6
20,5°C
Skýjað
SSV5
13,6°C
Lítils háttar súld
SA10
11,5°C
Spáin
Gæludýr.is: Kong - júlí
(20-3) Húðfegrun: Gelísprautun - júlí/ágúst
Kristjon Kormakur Guðjonsson
Kristjon Kormakur Guðjonsson - 14.7.2017
Ég barði nauðgarann minn
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 15.7.2017
Undirheimafólkið
Björn Jón Bragason
Björn Jón Bragason - 10.7.2017
Versti umhverfissóði landsins
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 15.7.2017
Ábyrgðin á óeirðunum 2008–9
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 19.7.2017
Enn eitt hneykslismálið
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 17.7.2017
Brot úr ræðu á Sumarþingi fólksins
Aðsend grein
Aðsend grein - 10.7.2017
5. akreinin
Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson - 16.7.2017
Rógburður þingmanns
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 14.7.2017
Jákvæð teikn á lofti
Magnús Þór Hafsteinsson
Magnús Þór Hafsteinsson - 15.7.2017
Smábátafloti á hverfanda hveli
Arnaldur Máni Finnsson
Arnaldur Máni Finnsson - 15.7.2017
Gömul speki og ný
Elín Ósk Arnarsdóttir
Elín Ósk Arnarsdóttir - 16.7.2017
Breyttu um lífstíl!
Fleiri pressupennar