22. jún. 2012 - 08:00

Ian Anderson heilsaði upp á Gilbert úrsmið: Er mikill aðdáandi hljómsveitarinnar

Ian Anderson og eiginkona hans Shona Learoyd voru á ferðinni í miðbæ Reykjavíkur í dag og stoppuðu við hjá Gilbert úrsmið. Anderson er mikill úrasafnari og úraáhugamaður og gat ekki staðist að bæta öðru JS úri í safnið sitt

Að sögn Gilberts eru það algjör forréttindi að fá að hitta goðið, en Gilbert hefur verið mikill aðdáandi Jethro Tull alveg frá því hljómsveitin kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1967.

Ian Anderson er staddur á Íslandi um þessar mundir vegna fyrirhugaðra tónleika sinna fimmtudagskvöldið 21. júní og föstudagskvöldið 22. júní þar sem hann flytur verkið Thick as a Brick í heild sinni á tónleikum í Eldborgarsal Hörpu.

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt sem á heima á Pressunni?
Sendu okkur póst á pressan@pressan.is - Fyllsta trúnaðar gætt, sé hans krafist.Icepharma: MammaChia - júní
24.jún. 2016 - 21:30

Ingibjörg Sólrún: „Ég get ekki stutt Oddnýju“

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, segist ekki geta stutt Oddnýju Harðardóttur sem formann flokksins vegna aðkomu hennar að Landsdómsmálinu þar sem hún hafi sýnt af sér dómgreindarbrest
24.jún. 2016 - 21:00 Kópavogur

Dóttir pípara og þroskaþjálfa

Halla Tómasdóttir, forsetaframbjóðandi.
Halla Tómasdóttir, rekstrarhagfræðingur og forsetaframbjóðandi, er uppalin í Kópavogi, dóttir pípara og þroskaþjálfa. Hún vann fyrir sér í háskólanámi í Bandaríkjunum sem framkvæmdastjóri knattspyrnuliðs karla í skólanum. 

24.jún. 2016 - 20:30

Brexit slæmar fréttir fyrir efnahag Evrópu og Íslands segir hagfræðingur Viðskiptaráðs

„Heilt yfir teljum við niðurstöðuna vera slæmar fréttir fyrir efnahag Evrópu, og þar með talið Íslands. Hversu slæmar þær fréttir eru veltur síðan á því hvað tekur við, hvort Bretar geri hagfellda viðskiptasamninga við Evrópu og Íslendinga. Sem sagt hvort Bretar greiði áfram fyrir alþjóðaviðskiptum eða hvort þeir reisi tollmúra og setji upp viðskiptahindranir.“
24.jún. 2016 - 20:00 Reykjanes

Ásmundur Friðriksson: Ég nýt þess að kynnast og aðstoða fólk

Ásmundur Friðriksson er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Allt stefnir í að kosið verði til Alþingis í haust. Þingstörf hafa gengið vel og kemur þing að nýju saman í ágúst. Kosningabaráttan hefst þá fyrir alvöru,en flokkarnir eru þegar farnir að undirbúa framboðsmál sín. 
24.jún. 2016 - 19:00 Eyjan

Bretland stendur mun veikara eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna – Möguleg tækifæri fyrir Ísland

„Þessi jarðskjálfti er í góðri meðalstærð þeirra sem gengið hafa yfir álfuna frá seinna stríði,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, um tíðindi næturinnar, þar sem Bretar kusu sig út úr Evrópusambandinu. Framundan eru stífar og erfiðar samningaviðræður milli Bretlands og ESB um framtíð landsins í Evrópu. Á sama tíma gætu mikil tækifæri falist í þessu fyrir Ísland.
24.jún. 2016 - 18:00 Vesturland

Sendiherrar á ferð um Vesturland

Á laugardag fór fríður hópur um 70 sendiherra erlendra ríkja á Íslandi ásamt mökum þeirra og embættisfólki frá Utanríkisráðuneyti Íslands í skoðunarferð um Vesturland. Ferðin var í boði Utanríkisráðuneytisins. 

24.jún. 2016 - 17:00 Arnar Örn Ingólfsson

Gríðarleg söluaukning á íslensku landsliðstreyjunni

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu Velgengni Íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu hefur skilað sér í aukinni sölu á landsliðstreyju liðsins, en átján hundruð prósenta aukning hefur verið í sölu á treyjunni, samkvæmt tilkynningu frá Unisport, einum stærsta söluaðila knattspyrnutreyja í Skandinavíu. 
24.jún. 2016 - 16:00

Skrifað undir nýjan kjarasamning við sjómenn – Hafa verið samningslausir í um fimm ár

Skrifað var undir nýjan kjarasamning milli Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) og forsvarsmanna stéttarfélaga sjómanna í dag. Sjómenn höfðu verið kjarasamningslausir í fimm ár og viðræður um nýjan samning staðið af og til frá þeim tíma.
24.jún. 2016 - 15:00 Bleikt

Kosningapróf Bleikt: Hversu vel þekkir þú frambjóðendur?

Í tilefni forsetakosninganna 2016 höfum við sett saman einfalt kosningapróf. Frambjóðendur hafa látið ýmis orð falla og komið sínum málum á framfæri í fjölmiðlum og því viljum við kanna hversu vel lesendur þekkja frambjóðendur. Veist þú hver sagði hvað? Taktu prófið og láttu reyna á það!

24.jún. 2016 - 14:00 Arnar Örn Ingólfsson

Icelandair mun bjóða beint flug á leik Íslands og Englands

Icelandair mun bjóða upp á beint flug til og frá Nice í Frakklandi vegna leiks Íslands og Englands. Áður hafði verið greint frá því að félagið hefði ekki tök á að skipuleggja leiguflug með þessum hætti, þar sem allur floti flugfélagsins væri upptekinn.

24.jún. 2016 - 13:00 Eyjan

Guðni með afgerandi forystu – Halla með næst mest fylgi og Davíð og Andri jafnir

Guðni Th. Jóhannesson mælist með 44,6 prósenta fylgi í nýjum þjóðarpúlsi Gallup þar sem stuðningur við forsetaframbjóðendur er mældur. Halla Tómasdóttir kemur næst, með 18,6 prósenta stuðning, og þar á eftir þeir Davíð Oddsson og Andri Snær Magnason, með um 16 prósenta fylgi.

24.jún. 2016 - 12:30 Arnar Örn Ingólfsson

Banaslys á Öxnadalsheiði eftir þriggja bíla árekstur

Klukkan rúmlega 10 í morgun var tilkynnt um alvarlegan árekstur þriggja bíla á Öxnadalsheiði.

24.jún. 2016 - 12:00

Þórður Jóhann um Guðmundar- og Geirfinnsmálið: „Þetta var bara eitthvert ljúgvitni“

Viðtal við Þórð frá árinu 1994.
Þórður Jóhann Eyþórsson neitar að hafa átt aðild að hvarfi Guðmundar Einarssonar.
24.jún. 2016 - 11:30 Eyjan

Cameron segir af sér

David Cameron, forsætisráðherra Breta, hefur tilkynnt að hann muni segja af sér í kjölfar niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar um veru Bretlands í Evrópusambandinu. 51,9 prósent kjósenda kusu með brotthvarfi Bretlands úr sambandinu.

24.jún. 2016 - 11:00 Eyjan

Píratar stærstir og Viðreisn bætir enn við sig – Stutt á milli Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna

Stjórnarflokkarnir, sem og Píratar dala lítillega í fylgi í nýrri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar á meðan að aðrir flokkar bæta við sig. Litlu munar nú á fylgi Sjálfstæðisflokksins, sem mælist næst stærstur flokka, og Vinstri grænna. Vikmörk eru ekki gefin upp í frétt Morgunblaðsins þar sem greint er frá könnuninni en ekki er ólíklegt að munurinn á fylgi flokkanna tveggja sé innan vikmarka. Þá heldur Viðreisn áfram að bæta við sig fylgi.

24.jún. 2016 - 10:00

Ingibjörg Sólrún: Dapurt hvernig Samfylkingin er rúin fylgi

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, segir fylgi síns gamla flokks ekki vera upp á marga fiska. Samkvæmt skoðanakönnunum er fylgi flokksins í sögulegu lágmarki og innanflokksdeilur eru áberandi.

24.jún. 2016 - 09:00 Kristján Kristjánsson

Kennarinn notaði epli við kennsluna: Það kenndi nemendunum svolítið mikilvægt

Kennarinn þurfti ekki að nota nema tvö epli til að kenna nemendum sínum mjög mikilvægan hlut sem þau munu væntanlega seint gleyma. Boðskapurinn fer nú eins og eldur í sinu á netinu enda mikilvægur og á erindi við okkur öll.


24.jún. 2016 - 08:30

Hvað gerist í kjölfar Brexit? ESB er í sögulegri kreppu

Bretar samþykktu að yfirgefa Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu í gær. Úrsögnin mun hafa mikil áhrif víða um heim og er þegar búin að hafa mikil áhrif á fjármálamörkuðum. Gengi pundsins hríðféll á mörkuðum í nótt og hlutabréfamarkaðir brugðust illa við fréttunum. En hvaða önnur áhrif munu úrslitin hafa?
24.jún. 2016 - 08:00 Kristján Kristjánsson

Löggan hélt að maðurinn væri danskur: Svo var ekki - Hann var bara svo drukkinn

Fyrr á árinu var ökumaður stöðvaður af lögreglumönnum en þeir töldu hann hafa stungið af frá umferðaróhappi. Þegar lögreglumennirnir ræddu við manninn skildu þeir ekki eitt einasta orð af því sem hann sagði auk þess sem mikla áfengislykt lagði frá honum. Þeir héldu í fyrstu að hann væri danskur og því skildu þeir hann ekki. En maðurinn er ekki danskur, hann var bara svo drukkinn að hann gat ekki talað skiljanlega.
24.jún. 2016 - 05:07

Bretar samþykktu að yfirgefa Evrópusambandið – Ein stærstu pólitísku tíðindi síðustu áratuga

Bretar samþykktu að yfirgefa Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fór fram í gær. Talning hefur staðið yfir í alla nótt og var æsispennandi framan af en hnífjafnt var með fylkingunum langt fram eftir nóttu. Það var síðan á fjórða tímanum í nótt, að íslenskum tíma, sem stóru bresku sjónvarpsstöðvarnar fóru að spá sigri þeirra sem vildu úrsögn úr Evrópusambandinu.
24.jún. 2016 - 02:25

Hnífjafnt í kosningunni um Brexit – Talning stendur enn yfir

Þegar þetta er skrifað um klukkan 2 stendur talning enn yfir í þjóðaratkvæðagreiðslunni í Bretlandi um Brexit, úrsögn Breta úr Evrópusambandinu. Fylgi já- og nei-sinna er hnífjafnt enn sem komið er. Búið er að telja í rúmlega fjórðungi kjördæma en þau eru 382.
23.jún. 2016 - 22:00 Bleikt

Peter Dinklage á hlaupahjóli slær í gegn: Ótrúleg myndasyrpa

Tyrion Lannister er í miklu uppáhaldi Game of Thones-aðdáenda um allan heim enda drykkfelldur, kaldhæðinn og bráðgáfaður. Hann er leikinn af Peter Dinklage sem hefur sýnt og sannað hæfileika sína hvað eftir annað í þáttunum.

23.jún. 2016 - 21:30 Eyjan

„Þjóðin hafnar Davíð áþreifanlega“

Jónas Kristjánsson fyrrverandi ritstjóri segir niðurstöður fylgiskönnunar forsetaframbjóðenda í morgun sýni að þjóðin hafi Davíð Oddsyni áþreifanlega. Gunnar Smári Egilsson ritstjóri Fréttatímans tekur í sama steng með þó með kómískum hætti þar sem hann spáir fyrir um umfjöllunarefni Reykjavíkurbréfs Morgunblaðsins næstkomandi sunnudag, daginn eftir kosningarnar. Sveinn Óskar Sigurðsson viðskiptafræðingur segist hins vegar hafa kosið Davíð og vísar til afla sem hafi viljað fjötra Íslendinga í IceSave og ESB.
23.jún. 2016 - 21:00 Arnar Örn Ingólfsson

Bauð heimilislausri stúlku húsaskjól: Stúlkan tók eiginkonuna frá honum

Sarah og Wayne á meðan allt lék í lyndi.
Þegar fimm barna faðirinn Wayne Gardiner varð miskunnsami Samverjinn og bauð sautján ára gamalli stúlku að vera á heimili fjölskyldunnar, hélt hann að hann væri að gera hið rétta.

23.jún. 2016 - 20:30 Ari Brynjólfsson

Óleiðréttur launamunur kynjanna allt að 18% - Einkageirinn stendur sig betur en ríkið

Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður Bandalags háskólamanna segir stöðuna er varðar launmun kynjanna vera alvarlega en í kjarakönnun BHM sem kom út í vikunni kom fram að kynbundinn launamunur félagsmanna BHM var að meðaltali 11,7% í fyrra. 2 prósentustigum meiri en í fyrra. Þegar tölurnar eru ekki leiðréttar til að taka mið af starfshlutfalli, menntunar, aldurs og ábyrgðar í starfi kemur í ljós að launamunurinn er tæplega 18% að meðaltali.
23.jún. 2016 - 20:00 Arnar Örn Ingólfsson

Pressuúttekt á fasteignamarkaðnum: Tíu dýrustu einbýlishúsin á Akureyri

Dýrasta einbýlishúsið á Akureyri má finna á Skólastíg þar í bæ. Pressan hefur tekið saman lista yfir tíu dýrustu einbýlishúsin á Akureyri, en í samtali við Pressuna segir Arnar Guðmundsson, löggildur fasteignasali á Fasteignasölu Akureyrar markaðinn norðan heiða vera á góðu róli.

23.jún. 2016 - 19:00 Reykjanes

Spáð í spilin fyrir þingkosningar

Allt stefnir í að kosið verði til Alþingis í haust.
Stjórnmálaflokkarnir eru að setja á fullt að ákvarða framboðslista vegna Alþimgiskosninganna í haust. Samkvæmt skoðanakönnunum eru líkur á að miklar breytingar geti orðið á samsetningu á þingi eftir kosningar.

23.jún. 2016 - 18:00 Bleikt

Fallegasta frétt dagsins: Sjáðu hvað hann gerði fyrir son sinn

Flestir foreldrar myndu gera næstum allt fyrir börnin sín en sumir þurfa að upplifa erfiðari raunir en aðrir. Í mars á síðasta ári greindist hinn átta ára gamli Gabriel með krabbamein í heila. Hann þurfti að gangast undir skurðaðgerð til að fjarlægja æxli og skildi það eftir stórt ör á höfði hans. Þetta hafði áhrif á sjálfsmynd Gabriels.

23.jún. 2016 - 16:30 Reykjanes

Aflafréttir: Smá aftur í tímann

Þar sem að júní mánuðurinn núna er frekar rólegur þá ætla ég að fara með ykkur lesendur góðir aftur í tímann smá. Förum 30 ár aftur í tímann og skoðum hvað var um að vera á Suðurnesjunum í júní árið 1986. núna er engum humri landað á höfnum á Suðurnesjunum því enginn humarvinnsla er. Þennan tiltekna mánuð þá var ansi miklu landað af humri.

23.jún. 2016 - 14:57 Ari Brynjólfsson

Umsátur í Þýskalandi – Byssumaður skotinn til bana af lögreglu

Grímuklæddur maður vopnaður byssu er sagður hafa hleypt af skotum inni í kvikmyndahúsi í vesturhluta Þýskalands nú fyrir skömmu. Þýskir fjölmiðlar segja að minnst 20 séu særðir eftir árásina.

23.jún. 2016 - 14:51 Ari Brynjólfsson

Minni háttar Skaftárhlaup er líklega hafið – Almannavarnir gefa út viðvörun

Mynd úr safni.

Minni háttar Skaftárhlaup er líklega hafið og er ferðalöngum eindregið ráðlagt að halda sig fjarri jöðrum Skaftárjökuls, Tungnárjökuls og Síðujökuls á meðan hlaupið stendur yfir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum.

23.jún. 2016 - 14:30 Arnar Örn Ingólfsson

Vefur Dohop hrundi í gær: 25 þúsund manns leituðu að flugi til Nice

Bæði Icelandair og WOW air hafa gefið út að félögin munu reyna að komast til móts við eftirspurn eftir flugi til Frakklands.
 Álag á ferðavefinn Dohop.com 25-faldaðist eftir leik Íslands og Austurríkis í gær, en vefurinn lá niðri um tíma. 25 þúsund leitir voru gerðar á flugi til Nice í gær.

23.jún. 2016 - 13:09 Arnar Örn Ingólfsson

Innbrot í skóla í Breiðholti: Stálu flotlínu úr sundlaug

Lögreglan hafði í nógu að snúast í morgun.
Brotist var inn í verslun í Kópavogi rétt fyrir klukkan sex í morgun, en þar var bæði pening og varningi stolið. Þá var tilkynnt um þjófnað úr sundlaug við skóla í Breiðholti rétt fyrir klukkan níu í morgun, en flotlínu í lauginni hafði verið stolið.

23.jún. 2016 - 13:00 Ari Brynjólfsson

Lögreglufulltrúi hatursglæpa: „Tjáning fordóma grefur undan samstöðu í samfélaginu“

„Réttur einstaklinga til að þurfa ekki að umbera fordómafulla tjáningu er hluti af grunnstoðum lýðræðis. Fái sá réttur að standa óáreittur þá eykur það líkurnar á frjálsri aðkomu allra þjóðfélagsþegna að samfélaginu. Um leið spornar það gegn jaðarsetningu og þöggun minnihlutahópa. Þá er jafnframt talið að takmörkun á tjáningu fordóma í garð minnihlutahópa sporni gegn ofbeldi gagnvart þeim einstaklingum og hópum sem gjarnan verða fyrir slíkum fordómum. Takmörkun tjáningar fordóma er þannig bæði beitt til að vernda réttindi einstaklinga en ekki síður til að vernda almannahagsmuni þar sem að tjáning fordóma grefur undan samstöðu í samfélaginu.“

23.jún. 2016 - 12:00 Ari Brynjólfsson

Franski ferðamannaiðnaðurinn lýsir yfir stríði á hendur Airbnb

Samtök franskra gististaða og ferðaþjónustufyrirtækja hafa lagt inn kæru til saksóknara þar í landi á hendur Airbnb og annarra sem bjóða upp á gistingu í heimahúsum. Samtökin lögðu fram kæruna í nóvember í fyrra en kom í ljós í aðdraganda að nýju frumvarpi sem verður lagt fyrir franska þingið sem heimilar bæjum með fleiri en 200 þúsund íbúa að krefjast þess að fólk sæki um leyfi til að leigja út íbúðir.

23.jún. 2016 - 11:55 Ari Brynjólfsson

Nærri helmingur styður Guðna: Halla hástökkvari – Davíð kominn í fjórða sæti

Guðni Th. Jóhannesson nýtur stuðnings 49% kjósenda og tapar 7 prósentustigum frá því í síðustu viku. Halla Tómasdóttir bætir verulega við sig fylgi og mælist nú með 19,6% fylgi samanborið við 9,6% fylgi í síðustu viku. Þetta kemur fram í nýrri könnun 365 og birtist í Fréttablaðinu í dag.
23.jún. 2016 - 11:30

Myndaveisla: Kokteilaveisla á Verbúð 11

Nú á dögunum var Finlandia Cocktail Session haldið á Verbúð 11 – Lobster & Stuff. Það voru kokteilasérfræðingar Verbúðar 11, ásamt Finnanum Pekka Pellinen (Global Brand Mixologist) frá Finlandia risanum, sem sáu um kokteilagerðina.
23.jún. 2016 - 10:30 Arnar Örn Ingólfsson

Miðasala á leik Íslands og Englands hefst á hádegi: Það sem þú þarft að vita

Íslenska landsliðið hefur ekki ennþá tapað neinum leik á mótinu.
Mikil eftirvænting er fyrir leik Íslands og Englands í 16 liða úrslitum Evrópumeistaramótsins í knattspyrnu. Miðasalan á leikinn hefst klukkan 12 á hádegi í dag, fimmtudag. Leikurinn fer fram í borginni Nice.

23.jún. 2016 - 09:30 Bleikt

Ástin á sér stað: Sjáðu myndbandið við Þjóðhátíðarlagið 2016

Þjóðhátíðarlagið í ár var frumflutt í dag en lagið heitir Ástin á sér stað. Halldór Gunnar Pálsson fjallabróðir samdi lagið en Friðrik Dór og Sverrir Bergmann flytja það ásamt hljómsveitinni Albatross.

23.jún. 2016 - 09:00 Ágúst Borgþór Sverrisson

Sumarnámskeið Mímis í íslensku: Fjarnám í boði

Mímir-símenntun býður upp á fjölbreytt námskeið í íslensku fyrir útlendinga í júlí og ágúst. Í  boði eru námskeið jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna. Námskeiðin verða kennd í húsi gamla Stýrimannaskólans að Öldugötu 23 í 101 Reykjavík.
23.jún. 2016 - 09:00 Ari Brynjólfsson

Austurríkismenn sýndu samstöðu með hælisleitendum: „Við mætum hatri með samstöðu“

Frá samstöðufundinum í Altenfelden, mynd af Fésbókarsíðu Sozialistische Jugend.

Hundruð Austurríkismanna mættu á samstöðufund til stuðnings hælisleitenda sem eru án húsaskjóls í kjölfar íkveikju á hælisleitendamiðstöð í síðustu viku. Austurrískir fjölmiðlar greina frá þessu. Í þessari viku var fyrirhugað að opna miðstöð í bænum Altenfelden fyrir hælisleitendur en aðfaranótt miðvikudags í síðustu viku varð miðstöðin eldi að bráð.

23.jún. 2016 - 08:00 Kristján Kristjánsson

Enginn vildi koma í 8 ára afmæli einhverfs drengs: Þá kom lögreglan til bjargar

Afmælisbarnið með gestunum góðu. Þegar kom að 8 ára afmæli Daniel Nicastro ákváðu foreldar hans að grípa til óvenjulegra ráða þegar kom að vali á veislugestum. Síðustu tvö ár hefur enginn mætt í afmæli Daniel og vildu foreldrar hans ekki að sú saga myndi endurtaka sig að þessu sinni. Þau sendu því boðskort tímanlega til vina og skólafélaga en áttu ekki von á að neinn myndi svara og það varð raunin.
23.jún. 2016 - 07:34 Kristján Kristjánsson

Óaðlaðandi, frábæra Ísland

Knattspyrna þarf ekki að vera falleg til að vera skemmtileg. Hún getur verið skemmtileg á svo margan hátt. Að halda boltanum, góð tækni og flott mörk gera knattspyrnu skemmtilega. Grjóthörð barátta íslensku nýliðanna í úrslitakeppni EM er önnur útgáfa af skemmtun.
23.jún. 2016 - 06:43

Ætlaði að kasta sér í sjóinn: Endaði í fangageymslu

Um klukkan 23 í gærkvöldi barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um mann sem væri í sjálfsvígshugleiðingum og hefði talað um að ganga í sjóinn skammt frá lögreglustöðinni við Hverfisgötu. Maðurinn fannst skömmu síðar. Hann var mjög ölvaður og var hann vistaður í fangageymslu. Honum verður síðan boðin viðeigandi aðstoð þegar áfengisvíman er runnin af honum.
22.jún. 2016 - 22:00

Danir ætla að auka herstyrk sinn á heimskautasvæðinu

Dönsk stjórnvöld hyggjast auka herstyrk sinn á norðurheimskautasvæðinu til að mæta nýjum og auknum áskorunum sem vænta má samhliða þess að heimskautaísinn bráðnar. Grænlenskt heimavarnarlið, gervihnettir og öflugri sjóher eru meðal þess sem á að styrkja stöðu Dana á svæðinu.

22.jún. 2016 - 21:00 Ari Brynjólfsson

Ögmundur vill fjölmiðlahreiður – Óli Björn: „Allir vita að það er best að styggja ekki valdið í Efstaleiti“

Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri Grænna og Óli Björn Kárason varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins skrifa báðir um RÚV í blöðin í dag. Ögmundur útlistar hugmyndum um sérstakt fjölmiðlahreiður í Efstaleitinu þar sem Óli Björn segir að dagskrárvaldið sé.

22.jún. 2016 - 20:16 Bleikt

Fagnaðarlæti Íslendinga ná nýjum hæðum

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta sigraði Austurríki í dag með tveimur mörkum gegn einu og er komið í 16 liða úrslit á EM 2016. Síðasta markið skoraði Arnór Ingvi aðeins örfáum sekúndum áður en blásið var til leiksloka. Eins og gefur að skilja hafa fagnaðarlætin verið svo gott sem taumlaus og verða það líklega fram eftir kvöldi.


22.jún. 2016 - 20:15 Aldan

Mörg sjávarútvegsfyrirtæki í hópi framúrskarandi fyrirtækja

Ísfélag Vestmannaeyja er á listanum. Síðastliðin sex ár hefur Creditinfo (Lánstraust) unnið ítarlega greiningu sem sýnir rekstur hvaða íslensku fyrirtækja telst til fyrirmyndar. Fyrir árið 2015 komust 682 fyrirtæki á listann af þeim 35.842 sem skráð voru í hlutafélagaskrá. 
22.jún. 2016 - 19:00 Kristján Kristjánsson

Íslenska ævintýrið heldur áfram - Íslenskt eldgos kemur litla liðinu áfram – Afrek Íslendinga

Eins og um það bil hver einasti Íslendingur veit væntanlega þá vann karlalandsliðið í knattspyrnu það frækilega afrek áðan að komast í 16 liða úrslit EM í Frakklandi Frændur okkar og frænkur á Norðurlöndunum hafa fylgst vel með gengi liðsins á mótinu og styðja það leynt og ljóst. Norrænir fjölmiðlar spara heldur ekki fyrirsagnirnar nú í kvöld að leik loknum.

22.jún. 2016 - 17:57 Ari Brynjólfsson

JÁÁÁÁÁ! Ísland 2 – Austurríki 1: Við erum komin í 16-liða úrslit!

Mikil spenna var í loftinu fyrir leik Íslands og Austurríkissem var að ljúka rétt í þessu, Íslandi dugaði jafntefli en Austurríkismennþurftu að sigra til að komast í 16-liða úrslit.

Jón Daði Böðvarsson skoraði á átjándu mínútu og litlu munaðiað Austurríkismönnum tækist að jafna skömmu síðar í vítaspyrnu en AleksandarDragovic skaut í stöngina. Alessandro Schöpf jafnaði fyrir Austurríkismenn ásextugustu mínútu. Hannes Þór Halldórsson stóð sig eins og hetja í markinu líktog í fyrri leikjum og varði alls 5 bein skot.

Gríðarleg spenna var undir lok leiksins þegar litlu munaðiað Austurríkismönnum tækist að komast yfir, en Arnór Ingvi Traustason skoraði á94 mínútu og tryggði Íslandi sigur.

Ísland mætir Englandi í 16-liða úrslitum á mánudaginn.


sætasvínið: Djöflakaka jún júl 2016
VeðriðKlukkan 21:00
Lítils háttar rigning
SA4
10,7°C
Lítils háttar rigning
S5
11,0°C
Rigning
NA3
10,6°C
NV2
11,4°C
Heiðskírt
S4
18,3°C
Skýjað
SV9
10,4°C
Lítils háttar súld
SSA8
9,9°C
Spáin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 11.6.2016
Merkilegt skjal úr breska fjármálaeftirlitinu
Vestfirðir
Vestfirðir - 17.6.2016
Forsetaframbjóðandi LÍÚ
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 14.6.2016
Hræsni vinstrimanna í vínkaupum
Reykjanes
Reykjanes - 10.6.2016
Að vilja eitt en kjósa svo annað
Björgvin G. Sigurðsson
Björgvin G. Sigurðsson - 11.6.2016
Flokkarnir finna taktinn
Kópavogur
Kópavogur - 12.6.2016
Við eigum bara einn líkama
Aðsend grein
Aðsend grein - 15.6.2016
Rakamyndun í húsum
Aðsend grein
Aðsend grein - 19.6.2016
Sannleikurinn um Landeyjahöfn
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 18.6.2016
Eftirtektarverð aukakosning
Aðsend grein
Aðsend grein - 14.6.2016
Brjóstagjafarstríðið
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 15.6.2016
Tveir fyrirlestrar mínir á morgun
Hafnarfjörður / Garðabær
Hafnarfjörður / Garðabær - 18.6.2016
Tekist á um einkaskóla í Hafnarfirði
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 20.6.2016
Maður eins og Davíð verður góður forseti
Austurland
Austurland - 16.6.2016
Von lítilmagns - gildi þjóðar
Fleiri pressupennar