14. sep. 2017 - 11:32Akureyri vikublað

Hvetja hvor aðra áfram

Þetta er lítill bær en samt ekkert of lítill. Ég verð alltaf jafn hissa þegar ég heyri um íbúafjöldann. Það er eins og hér búi mun fleiri. Maður þarf ekki mikið til að vera hamingjusamur og hér er meira en nóg og allt sem maður þarf. Maður þarf bara að fara út og leita að því, 

segja knattspyrnukonurnar Bianca Sierra og Stephany Mayor sem búsettar eru á Akureyri og spila með toppliði Þórs/KA. 

Báðar í landsliði Mexíkó 

Bianca, sem er 25 ára, er fædd og uppalin í Kaliforníu í Bandaríkjunum en Stephany, sem er ári eldri, ólst upp í Azcapotzalco-hverfinu í Mexíkóborg. Bianca og Stephany, sem eru par, una sér vel á Akureyri en Stephany kom hingað fyrir tæpu ári en Bianca flutti hingað frá Bergen í Noregi í vor. Það sem móðir Biöncu fæddist í Mexíkó er Bianca með tvöfaldan ríkisborgararétt og spilar fyrir landslið í Mexíkó, rétt eins og Stephany, en stelpurnar voru báðar í leikmannahópi liðsins á HM kvenna í knattspyrnu árið 2015. 

Samkynhneigð tabú 

Þær segja strembið að vera samkynhneigður í Mexíkó og þar sem flest völd í samfélaginu séu í höndum karla sé sérstaklega litið niður á lesbíur. 

Samkynhneigð er tabú í Mexíkó. Það talar enginn um neitt svoleiðis; öllu er bara sópað undir teppi. Menningin er allt öðruvísi hér en þar. 

Eftir stormasamt samband við þáverandi landsliðsþjálfara vildu þær komast til Evrópu. Þjálfarinn, Leonardo Céllar, hafi skipað þeim að fela samband sitt og bannaði þeim meðal annars að haldast í hendur. Þær segja umburðarlyndið gagnvart samkynhneigð á Íslandi hafa komið þeim ánægjulega á óvart. 

Það var gott að vera í Bergen en það er betra að vera hér. Ísland er frábært,

segir Bianca sem segist lítið hafa vitað um Ísland áður en kærastan flutti hingað. 

Ég vissi að Ísland var til en ég vissi ekki hvar á kortinu það var, 

bætir Stephany við og segir liðsfélaga sína í Þór/KA hafa tekið henni opnum örmum frá fyrsta degi. Bianca tekur undir það: 

Ég kom hingað þegar deildin í Noregi fór í frí og dvaldi þá hjá Stephany í nokkra daga. Þá vissi ég strax að hér vildi ég vera. Allar stelpurnar tóku svo vel á móti mér. Mér fannst ég strax velkomin. Lífið er miklu betra þegar allir í kringum þig samþykkja þig eins og þú ert.  


Stelpurnar eru fyrstu atvinnuíþróttamenn Mexíkó sem eruopinberlega samkynhneigðir / Mynd: Guðrún Þórs.


Fjögurra ára í fótbolta 

Þær segja fjölskyldur þeirra ávallt hafa staðið við bakið á þeim og viðurkenna að það sé erfitt að vera svo fjarri fólkinu sínu. Fjölskylda Biöncu, foreldrar hennar og yngri bróðir, búa í Kaliforníu þar sem móðurfjölskyldan rekur mexíkóska veitingastaði. 

Ég þakka guði fyrir tæknina og að maður geti talað við fjölskylduna á Facetime. Mamma er búin að koma í heimsókn til mín, sem var æðislegt. Pabbi ætlaði að koma líka en komst að því á flugvellinum að vegabréfið hans var útrunnið, 

segir hún hlæjandi og bætir við að það hafi verið gott að alast upp í Kaliforníu. 

Ég byrjaði að æfa fótbolta þegar ég var fjögurra ára en pabbi laug því að ég væri sex ára svo ég fengi að spila með. Það var dásamlegt að búa þarna en ég veit ekki hvernig það er í dag, eftir að Donald Trump settist í forsetastól. Pabbi hefur sagt mér að það sé margt skrítið í gangi. Trump er ekki góður maður.


Bianca byrjaði að æfa knattspyrnu þegar hún varfjögurra ára / Mynd úr einkasafni.


Æfði með strákunum 

Stephany á þrjár yngri systur og margar frænkur og frændur sem hún ólst upp með. 

Mamma og pabbi eru klettarnir í lífi mínu og ég sakna þeirra mikið,

segir hún og bætir við að æskan hafi verið góð. 

Lífið snerist um fótbolta en ég byrjaði að spila þegar ég var sex ára og spilaði með strákunum til tólf ára aldurs. Þá fann mamma stelpulið handa mér en ég var ekkert svo kát með það. Ég vildi helst æfa áfram með strákunum, 

segir hún og bætir við að foreldrar hennar hafi ávallt mætt á leiki sem hún spilaði í æsku.


Stephany æfði fyrstu árin með strákunum. Þegar hún vartólf ára fann mamma hennar stelpulið / Mynd úr einkasafni.


Keppnisskapið heillar 

Stelpurnar kynntust árið 2010 þegar þær spiluðu með U-20 ára landsliði Mexíkó. 

Við vorum herbergisfélagar og urðum strax góðar vinkonur. Svo sáumst við ekki aftur fyrr en árið 2013 þegar við vorum komnar í fullorðinslandsliðið og það var þá sem eitthvað gerðist okkar á milli,

segja þær brosandi. En hvað var það heillaði þær í fari hinnar? 

Persónuleikinn og kappsemi hennar; allir dagar eru nýir dagar til að verða betri. Svo er hún líka bara góð manneskja, 

segir Stephany um kærustuna sem tekur í svipaðan streng. 

Það sem heillaði mig við Stephany er hvernig hún kemur fram við annað fólk. Ef það er einhver sem getur gengið inn í hóp og fengið alla til að brosa þá er það hún. Svo heillast ég af keppnisskapinu og sambandi hennar við fjölskylduna. Fjölskyldan mín hefur alltaf verið í fyrsta sæti hjá mér en Stephany tekur samband sitt við fjölskylduna upp á nýtt stig. Það er ótrúlega fallegt að sjá.  

Viðtal í New York Times 

Í sumar kom blaðamaður frá New York Times til að fjalla um knattspyrnukonurnar. Útkoman var fallegt viðtal sem hefur hlotið heimsathygli en þar kom í ljós að stelpurnar eru fyrstu atvinnuíþróttamenn Mexíkó sem eru opinskáar um samkynhneigð sína. 

Viðbrögðin við viðtalinu voru gífurleg og miklu meiri en við hefðum getað ímyndað okkur. Síminn stoppaði ekki. Alls kyns fólk var að senda okkur skilaboð og þakka okkur fyrir að ryðja brautina fyrir þá sem á eftir koma. Langflest skilaboðin voru falleg en svo voru líka neikvæð skilaboð þarna inni á milli en þau voru mun færri. Við höfum líka tekið eftir því hvað margir lásu greinina því fólk sem heimsækir Akureyri með skemmtiferðaskipum hefur stoppað okkur úti á götu og þakkað okkur fyrir. Í bæði skiptin var það fólk frá Bandaríkjunum sem hafði lesið greinina og var alveg steinhissa að rekast á okkur.  

Nánast taplausar í deildinni 

Stephany og Bianca eru báðar lykilmenn í liði Þórs/KA sem hefur setið á toppi Pepsi-deildarinnar í allt sumar en með sigri á Grindavík í næstsíðustu umferð sumarsins verður Íslandsmeistaratitillinn í höfn. Bianca og Stephany segja ekkert annað en titil koma til greina. 

Á fyrsta fundinum með Donna þjálfara sagði hann að við myndum vinna alla leikina í sumar og að við myndum vinna deildina. Við kinkuðum bara kolli og nú er þetta að rætast, sem er frábært. Liðið er fullt sjálfstrausts og það er því að þakka hvað þetta hefur gengið vel,

segja þær og bæta við að þær eigi samspilurum sínum í Þór/KA mikið að þakka. 

Þetta eru frábærar stelpur og við erum mjög nánar. Miðað við hvað við höfum þekkst í stuttan tíma er ótrúlegt hvað við erum orðnar góðar vinkonur. Það er alltaf hægt að leita til þeirra og þær eru allar tilbúnar að aðstoða okkur, upplýsa og leyfa okkur að fylgjast með því sem er að gerast, 

segja þær og bæta við að þær hafi farið í skemmtilega ferð til Hollands með liðsfélögunum til að horfa á íslenska kvennalandsliðið keppa í EM.

Við elskum víkingaklappið og vorum ekki að trúa því að við værum í alvöru á vellinum að framkvæma það með kvennalandsliðinu, 

segja þær hlæjandi. 

Æfa og búa saman 

Eftir þjálfaraskipti hafa þær tekið landslið Mexíkó í sátt og vonast til þess að geta allavega spilað með liðinu í einni eða tveimur heimsmeistarakeppnum og Ólympíuleikum í viðbót. 

Þetta var mjög erfiður tími en eftir að nýi þjálfarinn settist niður með okkur hefur þetta verið í lagi. Það skiptir miklu máli að njóta skilnings, 

segja þær en neita því að það ríki samkeppni þeirra á milli. 

Ef önnur okkar kæmist í landsliðið en ekki hin myndum við alltaf hvetja hvor aðra áfram. Við ýtum hvor annarri aðeins lengra, en þar sem við spilum ekki sömu stöðu erum við ekki í keppni, ég er í vörn en hún skorar mörkin. Donni setur okkur hins vegar alltaf hvora í sitt liðið á æfingum svo við erum vanar að þurfa að fara á móti hvor annarri,

segir Bianca hlæjandi. 

Stelpurnar búa á Þórssvæðinu ásamt tveimur öðrum útlendingum. Æfingar eru vanalega ekki fyrr en seinnipartinn en fyrri part dags nota þær í aukaæfingar. En er ekki krefjandi að eyða svo miklum tíma saman? 

Okkur finnst mun betra að hafa hvor aðra nálæga. Það er mun erfiðara að æfa einn heldur en að æfa með einhverjum sem þú þekkir og treystir 100 prósent. Enda finnst mér ég hafa tekið miklum framförum síðan Bianca kom,

segir Stephany. Elska crossfit 

Varðandi önnur áhugamál nefna þær crossfit. 

Við elskum crossfit og horfum mikið upp til Annie Þórisdóttur, Katrínar Davíðsdóttur og Söru Sigmundsdóttur. Þær eru alveg ótrúlegar. Þegar við vorum í Reykjavík vorum við alltaf að kíkja inn í Crossfit Reykjavík í von um að fá að sjá Annie en því miður var hún ekki á staðnum. Vonandi les hún þetta,

segja þær hlæjandi og bæta við að þegar þær hafi mætt á crossfit-stöð hér í bænum hafi þjálfarinn verið dómari úr leikjum. 

Ég hef öskrað mikið á hann í sumar og var hrædd um að hann myndi ekki hleypa mér inn. Svona er þetta lítill bær,

segir Bianca og skellir upp úr. 

Betri í dag en í gær 

En hvað þarf til að ná langt í íþróttum? 

Staðfestu og ástríðu. Þetta er ekki fórn ef þú ert að gera það sem þú elskar. Ég hugsa aldrei; af hverju ég er að þessu, og stefni alltaf að því að verða betri í dag en í gær. Ekki bara í fótboltanum heldur einnig þegar kemur að næringu og í raun lífinu öllu. Ég get ekki ímyndað mér lífið án fótbolta, 

segir Stephany sem er með háskólagráðu í viðskiptafræði. Aðspurð hvað taki við eftir ferilinn hristir hún höfuðið. 

Ég einfaldlega veit það ekki. Kannski fer maður að vinna í banka eða að þjálfa. Ég get eiginlega ekki hugsað um þann tíma þegar fótboltinn verður búinn, 

segir hún og Bianca bætir við: 

Kannski opnum við líkamsræktarstöð. Það væri gaman.  

Stefna á fjölskyldu 

En eru þær komnar til Íslands til frambúðar? 

Það getur vel verið. Okkur líður svo vel hérna og höfum aldrei mætt neinum fordómum eða einhverju neikvæðu. Hér er fallegt umhverfi og fólkið er gott. Við söknum samt mexíkóska matarins en ekki umferðarinnar og mengunarinnar. Það er mjög góð tilhugsun að ala upp börn hérna. Við erum alltaf jafn hissa þegar við sjáum krakka eina úti að leika sér, til dæmis að hjóla á götunum eða úti í fótbolta. Ísland er svo öruggt. Börn eru aldrei ein heima hjá okkur, hvorki í Kaliforníu né Mexíkó, 

segja þær og játa því aðspurðar að þær stefni á að eignast fjölskyldu. 

Börnin koma þegar við hættum að spila. Okkur langar mikið til að giftast og eignast börn. Það er bara spurning hvor okkar mun fara niður á hnéð.

Greinin birtist upphaflega í Akureyri vikublað.
Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt sem á heima á Pressunni?
Sendu okkur póst á pressan@pressan.is - Fyllsta trúnaðar gætt, sé hans krafist.20.sep. 2017 - 21:30 Bleikt

Erna Kristín: Búlemía er ógeðsleg, en ég er þakklát fyrir að hún bankaði uppá á réttum tíma í lífi mínu

Erna Kristín hefur notið mikilla vinsælda á samfélgasmiðlum undanfarið og vill hún opna á umræðu erfiðra viðfangsefna. Erna háði erfiða baráttu við Búlemíu og ákvað hún að deila reynslu sinni opinberlega í þeirri von að hjálpa öðrum í sömu stöðu.
20.sep. 2017 - 21:00 Guðrún Ósk Guðjónsdóttir

Lögreglan leitar að konu sem hættir ekki að kúka fyrir framan hús fjölskyldu

Það er ekki bara á Íslandi þar sem fólk hefur áhyggjur af því að aðrir séu að gera þarfir sínar í garðinum sínum, fyrir framan húsið sitt eða á gangstéttina. Lögregla leitar nú að konu sem hefur kúkað margoft beint fyrir framan hús fjölskyldu og hættir ekki þrátt fyrir að hafa náðst nokkrum sinnum í miðju ferli. Þetta stórundarlega mál er í Colarado í Bandaríkjunum.
20.sep. 2017 - 19:30 Aníta Estíva Harðardóttir

Brynhildur Lára hefur greinst með fleiri æxli – „Við erum bara dofin“

Foreldrar Brynhildar Láru sem greind er með sjúkdóminn NF1 segja baráttu fjölskyldunar endalausa. Árið 2015 fluttist fjölskyldan búferlum til Svíðþjóðar í leit að frekari hjálp fyrir dóttur sína sem fær stanslaust ný æxli víðsvegar um líkama sinn sem erfið eru að meðhöndla.
20.sep. 2017 - 18:00 Eyjan

Sóley hjólar í Katrínu og Kolbein: „Skilningsleysi og eiginlega móðgun“

Sóley Tómasdóttir fyrrverandi oddviti Vinstri grænna í Reykjavík segir málflutning Katrínar Jakobsdóttur formanns Vinstri grænna og Kolbein Óttarsonar Proppé vera til marks um skilningsleysi og vera eiginlega móðgun.

20.sep. 2017 - 16:30 Guðrún Ósk Guðjónsdóttir

Mynd af Obama hjónunum gróðursetja tré blæs til stórfenglegrar photoshop baráttu

Mynd af fyrrum Bandaríkjaforseta Barack Obama og eiginkonu hans Michelle Obama frá 21. apríl 2009 hefur orðið að skotmarki flinkra netverja í photoshop. Myndin er frá því að hjónin voru að gróðursetja tré í Washington og vakti myndin ágæta athygli á sínum tíma. Á myndinni er Barack Obama í hvítri skyrtu að horfa á Michelle ásamt öðru fólki vinna hörðum höndum að gróðursetja tréð.
20.sep. 2017 - 15:39

Auglýsingaherferð Alvogen vinnur til alþjóðlegra hönnunarverðlauna

Auglýsingaherferð Alvogen vann til gullverðlauna á alþjóðlegu verðlaunahátíðinni Brand Impact Awards sem haldin var í Lundúnum þann 13. september síðastliðinn. Verðlaunin voru veitt fyrir lyfjaauglýsingar Alvogen á Íslandi en fyrirtækið var einnig tilnefnt til aðalverðlauna á hátíðinni. Herferð Alvogen var unnin af auglýsingastofunni Kontor Reykjavík og í nánu samstarfi við listamanninn Noma Bar.
20.sep. 2017 - 15:00 Doktor.is

Ef kaffi kæmi fram á sjónarsviðið í dag yrði það ekki leyft

Helsti munur á milli orkudrykkja og íþróttadrykkja er að íþróttadrykkir innihalda ekki bara „orku“ heldur líka sölt sem eiga að viðhalda vökvajafnvægi. Helstu innihaldsefni orkudrykkja eru einföld (og flókin) kolvetni (t.d. frúktósa og glúkósa), koffín, guarana, gingseng, maté, ginkgó, taurin og schisandra. Þessi efni eru yfirleitt eitt þriggja: Efni sem gefa orku eins og t.d. glúkósa, örvandi efni eins og t.d. koffín eða amínósýrur sem geta haft ýmis áhrif, t.d. á orkubúskap.
20.sep. 2017 - 13:34 Eyjan

Þjóðarpúls: Meirihluti vill Vinstri græna í ríkisstjórn – Fæstir vilja Viðreisn og Flokk fólksins

Ríflegur meirihluti landsmanna vill að Vinstri grænir taki sæti í næstu ríkisstjórn, aðeins 14% landsmanna vill að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn myndi tveggja flokka stjórn að loknum kosningum. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup.
20.sep. 2017 - 13:22 Eyjan

Gunnar Bragi: „Ég veit að það er unnið gegn mér“

Gunnar Bragi Sveinsson oddviti Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi segir að hann viti til þess að unnið sé gegn honum í flokknum með það að markmiði að koma honum af lista Framsóknarflokksins fyrir Alþingiskosningarnar 28. október næstkomandi. Gunnar Bragi segir að hann hafi hins vegar engar áhyggjur af stöðu sinni.
20.sep. 2017 - 12:15 Aníta Estíva Harðardóttir

Beinagrindur, sverð og þúsund ára gamalt skyr meðal gripa í sérstakri barnasýningu Þjóðminjasafnsins

Þjóðminjasafnið verður með sérstaka barnasýningu fyrstu sunnudagana í hverjum mánuði í vetur. Sýningin er ókeypis og eru allir velkomnir. Þar eru ýmsir spennandi munir skoðaðir, meðal annars beinagrindur, sverð, 1000 ára gamalt skyr og leikföng eins og þau sem börn léku sér með í gamla daga. 
20.sep. 2017 - 11:30 Eyjan

Utanríkisráðherra: Tíst Smára McCarthy skaðaði ímynd Íslands

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að tíst Smára McCarthy þingmanns Pírata hafi skaðað ímynd Íslands. Undanfarna daga hafi utanríkisráðuneytið og sendiráð Íslands unnið að því að leiðrétta rangfærslur erlendis um ástæður stjórnarslitanna hér á landi og mál tengd uppreist æru.
20.sep. 2017 - 10:22 Guðrún Ósk Guðjónsdóttir

Tala látinna komin yfir 200 í Mexíkó - 30 barna enn saknað í rústum grunnskóla

Leitað er að fólki í rústum bygginga sem hrundu í jarðskjálftanum. Mynd: EPA
Yfir 200 manns hafa fundist látnir í kjölfar jarðskjálftans sem reið yfir Mexíkó síðdegis í gær að staðartíma. Þetta kemur fram á vef BBC. Skjálftinn átti upptök 123 km frá Mexíkóborg og á um 51 km dýpi. Skjálftinn mældist 7,1 að styrkleika og virðist hafa vakið eldfjall af dvala með þeim afleiðingum að eldgos hófst. The Guardian greinir frá.
20.sep. 2017 - 09:44 Eyjan

Framkvæmdastjóri SA segir tillögu VR óraunhæfa: Myndi kosta 130 milljarða á ári

Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að tillaga VR um að endurskoða upphæð persónuafsláttar til að miða við þróun launa frá árinu 1990 sé óraunhæf og myndi kosta ríkissjóð 130 milljarða á ári. Í aðsendri grein í Markaðnum í dag segir Halldór Benjamín að ef skattleysismörk hækkuðu úr 150 þúsund krónum í 320 þúsund þá myndi tekjutap ríkissjóðs að renna 74% til þeirra tekjuhærri.
20.sep. 2017 - 08:00

Myrti foreldra sína og ók um dögum saman með lík þeirra í bílnum

Sumarið 2016 myrti 41 árs fyrrum danskur hermaður foreldra sína nærri Randers á Jótlandi. Mál hans er nú fyrir rétti. Maðurinn ber við að hann hafi myrt þau í sjálfsvörn og að hann hafi verið í geðröskunarástandi þegar þetta gerðist.
19.sep. 2017 - 22:00 Eyjan

Ný sýn í skipulagsmálum - Brú yfir Skerjafjörð

Björn Jón Bragason, áhugamaður um skipulagsmál, hefur í nýrri heimildarmynd velt upp möguleikum á brú yfir Skerjafjörð, svokallaðri Skerjabraut. Björn segir að öllum megi ljóst vera að bæta þurfi verulega umferðarflæðið um borgina, enda helstu stofnbrautir löngu sprungnar.

19.sep. 2017 - 21:00 Guðrún Ósk Guðjónsdóttir

Níu mánaða gamalt barn lést á heimili sínu - Mamman að skemmta sér og pabbinn í hernum

Móðir skildi eftir níu mánaða gamlan son sin eftir einan heima í heila viku á meðan hún fór út að skemmta sér. Móðirin, Viktoria Kuznetsova 17 ára, fór til vina sinna á meðan sonur hennar, Egor, svalt til dauða. Þetta hræðilega atvik átti sér stað í bænum Rostov í norður Rússlandi.
19.sep. 2017 - 20:30 Bleikt

Karen Kjerúlf - ljúf listakona í skapandi umhverfi

Listakonan Karen Kjerúlf málar listaverk úr olíu á fallegu heimili sínu í Norðlingaholtinu, þar fær hún innblástur úr náttúrunni, sem er beint fyrir utan stofugluggann með stórfenglegu útsýni yfir Elliðavatnið. „Ég kynntist olíunni árið 2002, ég var búin að vera lengi í vatnslit og pastel áður. Ég tók að mér í fjöldamörg ár að mála andlitsmyndir í pastel eftir ljósmyndum, svo fékk ég leið á því, fór í vatnslitun og kynntist síðan olíunni, sem ég mála mest í.“

19.sep. 2017 - 19:30 Ari Brynjólfsson

Mynd dagsins: Frekja í fatlaðrastæði

Mynd sem sýnir bíl með einkanúmerið FREKJA leggja í P-stæði sem ætlað er hreyfihömluðum hefur vakið mikla athygli í netheimum í dag. Samkvæmt ljósmyndaranum, sem vildi ekki láta nafns síns getið, var myndin tekin á Ingólfstorgi um miðjan dag í dag.
19.sep. 2017 - 18:00 Bleikt

Tíu hlutir sem konur upplifa á meðgöngu sem enginn ræðir upphátt

Ólétta, tími sem þú átt að ljóma og geisla. Þetta pregnancy „glow“ sem allir eru að tala um. Jú stundum líður manni vel og finnst maður vera gordjöss eeeen svo kemur tími sem þú ert akkúrat öfugt við gordjöss. En fæstir tala um þessa „ógeðslegu“ hluti. Jújú, það er talað um morgunógleðina en það er ekki allt.
19.sep. 2017 - 16:30 Guðrún Ósk Guðjónsdóttir

Sláandi áhrif fellibylsins Mariu - Myndir og myndbönd

Fellibylurinn Maria er flokkaður sem „sérlega hættulegur“ fellibylur og hefur þegar valdið miklu tjóni á Dóminíku. Maria er fimmta stigs fellibylur en það er hæsti styrkleikaflokkurinn og mælist vindhraðinn allt að 260 km/klst.

19.sep. 2017 - 16:16 DV

Vaktstjóri Burger-inn í Hafnarfirði sagði viðskiptavini að hengja sig um miðja nótt: „Hættu að vera með tussufýlustæla“

Jakub Clark fór á veitingastaðinn Burger-Inn í Hafnarfirði í gær og var heldur ósáttur við mat sinn. Hann greip því til þess ráðs að gefa veitingastaðnum slæma einkunn á Facebook-síðu staðarins. Hann bjóst þó ekki við viðbrögðum vaktstjóra veitingastaðarins sem sagði honum í einkaskilboðum ítrekað að hengja sig. Eigandi veitingastaðarins, Örn Arnarson, segist í samtali við DV standa með vaktstjóranum.
19.sep. 2017 - 15:00 Eyjan

Framsóknarflokkurinn kominn í kosningagír: „Það hefur oft verið þörf, en nú er nauðsyn“

Kosningabarátta Framsóknarflokksins fyrir komandi Alþingiskosningar hófst formlega í gærkvöldi þegar Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins og oddviti í Reykjavík suður, fundaði í höfuðstöðvum flokksins í gærkvöldi. Húsfylli var á fundinum þar sem var rætt um stjórnmálaástandið og stöðuna í íslenskum stjórnmálum.
19.sep. 2017 - 13:30 Guðrún Ósk Guðjónsdóttir

Fjórðungur allra umferðarslysa á Íslandi má rekja beint til snjallsíma

Fjórðungur allra slysa í umferðinni má rekja beint til notkunar snjalltækja undir stýri. Það hefur verið gríðarlega hröð þróun í notkun snjalltækja undanfarin ár og getur fylgt mikil slysahætta af notkun þeirra. Slysatölur, bæði frá Evrópu og Ameríku, sýna að um 25 prósent allra slysa í umferðinni megi rekja beint til notkunar snjalltækja undir stýri. Ágúst Mogensen hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa segir að heimfæra megi þessar tölur á Ísland.
19.sep. 2017 - 12:45 Eyjan

Sigríður Andersen hafnar ásökunum um þöggun: „Ég frábið mér þennan málflutning“

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hafnar því alfarið að þöggun og leyndarhyggja hafi ríkt um mál tengd uppreist æru. Á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sem er nýlokið var gengið hart að ráðherra, spurði Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar hver bæri ábyrgð á því að þagga niður og koma í veg fyrir að nöfn þeirra sem veittu þeim sem fengu uppreist æru umsögn.
19.sep. 2017 - 12:00 Aníta Estíva Harðardóttir

Jón Þór stígur fram: „Mér var nauðgað af öðrum manni“

Mynd / Úr einkasafni Síðustu nótt féll ég á hné og flóðgáttir tárana runnu niður sem úrhelli minninga um atburð sem gerðist fyrir rétt um 20 árum síðan. Ég grét mig í svefn og tárin renna í dag eins og ég hafi aldrei grátið áður. Daglegar fréttir af níðingum á íslandi urðu mér ofviða og gat ekki meira. Pandoru box minnar æsku sem ungs manns, sem ég hélt að ég væri búinn að grafa langt inn í mína vitund, til þess að vera aldrei fundinn aftur opnaðist!
19.sep. 2017 - 10:39

Afleiðingar: Fjölbreyttar og áhrifamiklar smásögur – útgáfuhóf á miðvikudag

Út er komið smásagnasafnið Afleiðingar eftir Ágúst Borgþór Sverrisson. Sögurnar eru fjölbreyttar að efni en fjalla gjarnan um þau þær stundir þegar mannfólkið þarf að horfast í augu við afleiðingar gjörða sinna. Sumar sögurnar gerast á því augnabliki þegar óvænt rof verður á vanagangi tilverunnar og hið ófyrirsjáanlega heldur innreið sín í líf persónanna.

19.sep. 2017 - 10:33 Guðrún Ósk Guðjónsdóttir

Hænsnaþjófnaður í meðferðarheimili Samhjálpar - Þjófurinn kunnugur um hænsnarækt

Hænsnakofi Hlaðgerðarkots - Mynd: Samhjálp
Aðfaranótt sunnudags 17. september var hænsnaþjófnaður í meðferðarheimili Samhjálpar í Mosfellsdal. Fimm hænum og einum hana var stolið. Samhjálp rekur meðferðarheimili fyrir 30 einstaklinga, þrjú áfangahús og kaffistofu fyrir þá sem minna mega sín. Á hverri nóttu gista um 80 manns í uppábúnum rúmum á vegum Samhjálpar.
19.sep. 2017 - 10:04 DV

Halldór Auðar segist hafa verið gerandi í kynferðisbrotamáli: „Ég hef valdið þjáningum sjálfur“

Halldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi Pírata, segir að hann hafi verið gerandi í kynferðisbrotamáli. Hann hefur áður sagt frá því að hann hafi verið kynferðisbrotaþoli.
19.sep. 2017 - 09:43 433/Hörður Snævar Jónsson

Krefjast þess að hætt verði að syngja um stóran getnaðarlim hans

Kick It Out samtökin krefjast þess að stuðningsmenn Manchester United hætti að syngja lagið sem þeir syngja um Romelu Lukaku.
19.sep. 2017 - 09:37 Eyjan

Eygló gefur ekki kost á sér

Eygló Harðardóttir þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi félagsmálaráðherra gefur ekki kost á sér í komandi Alþingiskosningum. Eygló hefur setið á þingi frá því í nóvember 2008, segir hún í yfirlýsingu til fjölmiðla að hún hafi lengi verið sannfærð um að þingmennska eigi ekki að vera ævistarf:
19.sep. 2017 - 09:12 Eyjan

VG og Sjálfstæðisflokkurinn jafnstór – Flokkur fólksins stærri en Framsókn og Samfylking

Píratar eru þriðju stærsti flokkurinn með 13,7% fylgi. Athygli vekur að Flokkur fólksins mælist með meira fylgi en Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin. Mælist Flokkur fólksins með 11% fylgi. Framsóknarflokkurinn með rúmlega 10% fylgi. Björt framtíð með 7% fylgi. Viðreisn og Samfylkingin reka svo lestina með 5% fylgi. Ef kosið yrði í dag myndu því átta flokkar ná inn manni á Alþingi, metið var slegið í síðustu kosningum þegar sjö flokkar náðu manni á þing.
19.sep. 2017 - 08:00

Fundu átta mánaða gamalt lík á flugvelli: „Hvernig getur þetta gerst?“

Randy Potter. Þann 17. janúar kom Randy Potter ekki heim úr vinnunni á tilsettum tíma og eins og gefur að skilja hafði fjölskylda hans miklar áhyggjur af honum. Lögreglan lýsti eftir honum og leitað var að honum en ekki fannst tangur né tetur af honum. En á þriðjudaginn fannst lík Randy á flugvellinum í Kansas City í Bandaríkjunum en Randy bjó þar í borg.
18.sep. 2017 - 21:30 Bleikt

Tara Brekkan elskar Halloween farðanir - "Möguleikarnir eru endalausir"

Tara Brekkan Pétursdóttir er gift tveggja barna móðir sem hefur starfað sem förðunarfræðingur í níu ár. Rétt fyrir jólin 2016 ákvað Tara að skella sér út í djúpu laugina og hefja sinn eigin rekstur og opnaði netverslunina Törutrix. Tara hefur síðastliðin ár útbúið sérstök Halloween myndbönd sem slegið hafa í gegn.
18.sep. 2017 - 20:00 Aníta Estíva Harðardóttir

Telma: Ég varð fyrir áreiti vegna klæðnaðar – „Ég er ekki stelpan með flata flotta magann“

Telma Rut Jónsdóttir skellti sér á ball með Skítamóral á skemmtistaðnum Spot um helgina, hún hafði átt ótrúlega góðan dag og leið virkilega vel með sjálfa sig í eigin skinni og ákvað því að fara í buxum og magabol á ballið. Henni grunaði ekki að hún yrði fyrir áreiti frá öðrum konum vegna klæðnaðar síns en það varð raunin.
18.sep. 2017 - 19:00 Eyjan

Smári svarar fyrir Jimmy Savile ummælin: „Ófullkomin samlíking“

Smári McCarthy þingmaður Pírata segir að ummæli sín um breska sjónvarpsmanninn og kynferðisbrotamanninn Jimmy Savile og stjórnarslitin hafi verið vísvitandi rangtúlkuð til að láta það hljóma eins og Smári hafi verið að líkja Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra við barnaníðinginn alræmda. Segir Smári að þetta hafi ófullkomin samlíking.
18.sep. 2017 - 18:00 Aníta Estíva Harðardóttir

Hundurinn var mjög grannur og ekki er talið að hann hefði lifað nema vegna rigningar

Hundurinn Zeus af tegundinni Bordeaux Masstiff sem talið er að hafi brugðið og því hlaupið frá eiganda sínum við Place Fell hæðina í Lake District Englandi fannst á lífi tveimur vikum síðar.
18.sep. 2017 - 17:30 DV

Einar og Úlfar stíga fram: Undarlegt blæti stjórnar fyrir Hjalta – „Kom frá stjórn að þessi maður skyldi vera endurráðinn“

Einar Steinþórsson segist aldrei hafa hitt Hjalta. „Það kom frá stjórn að þessi maður skyldi vera endurráðinn. Það var skýrt með einhverjum orðum en ég man nú ekki nákvæmlega hver þau voru. Eins og ég skildi þetta þá átti þetta að hafa verið eitthvað léttvægt allt saman. Ég veit ekki hvað það var, en það var alla vega ákveðið að gera þetta,“ segir Einar.
18.sep. 2017 - 16:47 Eyjan

Margrét yfirgefur Frelsisflokkinn: „Nú er bara að vona að Inga Sæland komist á þing“

Margrét Friðríksdóttir hefur yfirgefið Frelsisflokkinn vegna trúnaðarbrests og hefur þess í stað gengið til liðs við Flokk fólksins. Margrét staðfesti það í samtali við Eyjuna að orðið hafi trúnaðarbrestur í Frelsisflokknum, en líkt og greint var frá lok ágúst stefndi Margrét á að leiða Frelsisflokkinn í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum á næsta ári.
18.sep. 2017 - 16:30 DV

Tolli skrifaði undir tvenn meðmæli: „Með þessu er ég ekki að samþykkja verknaðinn“

Myndlistarmaðurinn Tolli Morthens, eða Þorlákur Morthens, skrifaði undir tvenn meðmæli fyrir menn sem hlutu uppreista æru. Annars vegar fyrir mann sem var dæmdur fyrir hrottalega nauðgun á fatlaðri stúlku árið 1998 og hins vegar mann sem var dæmdur fyrir íkveikju árið 2004.
18.sep. 2017 - 15:15 433/Hörður Snævar Jónsson

Erfiðir tímar hjá Gylfa - Verðum að standa saman og vera jákvæðir

,,Við verðum að standa saman og vera jákvæðir,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson miðjumaður Everton eftir 4-0 tap gegn Manchester United í gær.
18.sep. 2017 - 15:00 Aníta Estíva Harðardóttir

Íslendingar keppa í alþjóðlegri nýsköpunarkeppni - Sýna heiminum harðfiskinn

Mynd úr einkasafni Haftengd nýsköpun er nýtt nám í Vestmannaeyjum sem unnið er í samstarfi við Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík og sjávarútvegsfræðideild Háskólans á Akureyri. Fimm nemendur sem öll voru að ljúka náminu stofnuðu hópinn Volcano Seafood þegar þau voru í nýsköpunaráfanga í Háskólanum í Reykjavík í vor og áttu að koma upp með viðskiptahugmynd, viðskiptaáætlun og rekstrar áætlun á þremur vikum.
18.sep. 2017 - 13:09 Eyjan

Bjarni vill ríkisstjórn tveggja sterkra flokka

„Við féllumst í faðma þegar við kvöddumst, ég og formaður Bjartrar framtíðar og umhverfisráðherra, og þökkuðum fyrir gott samstarf og heiðarlegt. Og þurftum að sætta okkur við það að við litum á þennan atburð ólíkum augum og svo heldur lífið áfram,“ sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra á blaðamannafundi á Bessastöðum sem lauk nú fyrri stuttu. Kosningar verða 28. október næstkomandi.
18.sep. 2017 - 11:49 Aníta Estíva Harðardóttir

Ákærð fyrir að hjálpa ekki eldri borgara sem lést í banka

Réttað verður yfir þremur einstaklingum í Þýskalandi í kjölfar þess að ekkert þeirra aðstoðaði eldri mann sem féll á gólf og rak höfuð sitt í. Atvikið átti sér stað í banka í bænum Essen og lést maðurinn viku síðar.
18.sep. 2017 - 10:31 Bleikt

Kjólarnir á rauða dreglinum á Emmy verðlaununum

Það var að vanda mikið um dýrðir í gærkvöldi þegar Emmy verðlaunin voru veitt í 69. sinn í Los Angeles. Stjörnur sjónvarpsþáttanna mættu í sínu fínasta pússi og stilltu sér upp fyrir framan myndavélarnar á rauða dreglinum. Hér er hluti þeirra og að vanda verður valið á milli hverjar voru best klæddar og hverjar voru verst klæddar.
18.sep. 2017 - 09:30 Eyjan

Sigríður: Sárt að vera sökuð um leyndarhyggju vegna varfærinna ákvarðana

„Póli­tísk­ar ávirðing­ar tek ég ekki nærri mér. Stjórn­mála­menn mega bú­ast við nán­ast hverju sem er í þeim efn­um. Hitt tek ég þó afar nærri mér og finnst sárt, að menn ætli til viðbót­ar við hefðbund­in stjórn­mála­átök að brigsla mér og öll­um flokks­systkin­um mín­um um „gam­aldags“ leynd­ar­hyggju og yf­ir­hylm­ingu með kyn­ferðis­brota­mönn­um vegna þess eins að ráðuneyti mitt tók var­færna ákvörðun um birt­ingu viðkvæmra gagna.“
18.sep. 2017 - 08:00

Selja eldra fólki blóð úr unglingum: Vonast til að þar sé æskubrunnurinn fundinn

Fyrir sem nemur um 850.000 íslenskum krónum getur eldra fólk nú keypt blóð úr unglingum í þeirri von um að það sé sannkallað æskuskot. Ekki er neinn skortur á áhugasömum kaupendum en um 600 manns eru nú á biðlista eftir blóði úr unglingum.
17.sep. 2017 - 20:00 Guðrún Ósk Guðjónsdóttir

Algengustu draumarnir og hvað þeir þýða

Draumar geta veitt okkur furðulega innsýn í undirmeðvitundina og reynist oft erfitt að ráða þá. 
Hér eru nokkrir af algengustu draumunum og hvað þeir gætu þýtt fyrir þig. Þetta er einungis lauslegur leiðarvísir, aðeins dreymandinn sjálfur getur túlkað hvað sé í gangi í hausnum hans. 
17.sep. 2017 - 18:00 Akureyri vikublað

Brynhildur Pétursdóttir í yfirheyrslu

Mynd: Sigtryggur Ari Brynhildur Pétursdóttir er best í að stjórnast í öðrum en lökust í eldamennsku.
17.sep. 2017 - 16:00 Reykjanes

Er hægt að byggja fyrir enga peninga?

Eldri borgurum fer fjölgandi á næstu árum. Þrátt fyrir betra heislufar og lengri aldur er það svo að sumir þurfa á því að halda að dvelja á hjúkrunarheimilum. Þrátt fyrir að við viljum öll stefna á að aldraðir geti búið sem lengst á sínu heimili verður ekki hjá því komist að hafa framboð á hjúkrunarrýmum.
17.sep. 2017 - 13:00 Guðrún Ósk Guðjónsdóttir

Hann tók sjálfsmynd á hverjum degi frá tólf ára aldri til brúðkaupdagsins

Hugo Cornellier hefur verið að skjalfesta öldrun sína frá því hann var aðeins tólf ára gamall. Hann deildi fyrsta myndbandinu sínu á YouTube árið 2009. Myndbandið er samantekt af sjálfsmyndum í 300 daga í röð. Þá var hann tólf ára.

Veðrið
Klukkan 00:00
Lítils háttar rigning
SSA5
7,2°C
Lítils háttar súld
SA8
7,2°C
Alskýjað
A7
9,8°C
Heiðskírt
SA3
7,9°C
Léttskýjað
SSA4
8,3°C
Léttskýjað
SSV5
8,4°C
Lítils háttar rigning
S10
6,2°C
Spáin
Heyrn: Heyrir þú nógu vel? - ágúst/sept
 SushiSocial: Volcano  rulla  2017
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 16.9.2017
Fullkomin flón
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 09.9.2017
Bloggið sem hvarf
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 11.9.2017
Ragnar Reykás varð ekki til úr engu
Indíana Ása Hreinsdóttir
Indíana Ása Hreinsdóttir - 08.9.2017
Um ósérhlífna viðmælendur
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 11.9.2017
Hjónanámskeiðin hætta
Dísa Bjarnadóttir
Dísa Bjarnadóttir - 18.9.2017
Mitt líf með Madonnu
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 16.9.2017
Lastað þar sem lofa skyldi
Bryndís Schram
Bryndís Schram - 17.9.2017
Sannleiksvitni aldarinnar
Bryndís Schram
Bryndís Schram - 13.9.2017
Sýrlandsstríðið við stofuborðið
Akureyri vikublað
Akureyri vikublað - 16.9.2017
Eðli máls og stuðningur við KFA
Indíana Ása Hreinsdóttir
Indíana Ása Hreinsdóttir - 14.9.2017
Fyrirmyndarsamfélagið
Björgvin G. Sigurðsson
Björgvin G. Sigurðsson - 17.9.2017
Mannúð í stað miskunnarleysis
Fleiri pressupennar