14. sep. 2017 - 11:32Akureyri vikublað

Hvetja hvor aðra áfram

Þetta er lítill bær en samt ekkert of lítill. Ég verð alltaf jafn hissa þegar ég heyri um íbúafjöldann. Það er eins og hér búi mun fleiri. Maður þarf ekki mikið til að vera hamingjusamur og hér er meira en nóg og allt sem maður þarf. Maður þarf bara að fara út og leita að því, 

segja knattspyrnukonurnar Bianca Sierra og Stephany Mayor sem búsettar eru á Akureyri og spila með toppliði Þórs/KA. 

Báðar í landsliði Mexíkó 

Bianca, sem er 25 ára, er fædd og uppalin í Kaliforníu í Bandaríkjunum en Stephany, sem er ári eldri, ólst upp í Azcapotzalco-hverfinu í Mexíkóborg. Bianca og Stephany, sem eru par, una sér vel á Akureyri en Stephany kom hingað fyrir tæpu ári en Bianca flutti hingað frá Bergen í Noregi í vor. Það sem móðir Biöncu fæddist í Mexíkó er Bianca með tvöfaldan ríkisborgararétt og spilar fyrir landslið í Mexíkó, rétt eins og Stephany, en stelpurnar voru báðar í leikmannahópi liðsins á HM kvenna í knattspyrnu árið 2015. 

Samkynhneigð tabú 

Þær segja strembið að vera samkynhneigður í Mexíkó og þar sem flest völd í samfélaginu séu í höndum karla sé sérstaklega litið niður á lesbíur. 

Samkynhneigð er tabú í Mexíkó. Það talar enginn um neitt svoleiðis; öllu er bara sópað undir teppi. Menningin er allt öðruvísi hér en þar. 

Eftir stormasamt samband við þáverandi landsliðsþjálfara vildu þær komast til Evrópu. Þjálfarinn, Leonardo Céllar, hafi skipað þeim að fela samband sitt og bannaði þeim meðal annars að haldast í hendur. Þær segja umburðarlyndið gagnvart samkynhneigð á Íslandi hafa komið þeim ánægjulega á óvart. 

Það var gott að vera í Bergen en það er betra að vera hér. Ísland er frábært,

segir Bianca sem segist lítið hafa vitað um Ísland áður en kærastan flutti hingað. 

Ég vissi að Ísland var til en ég vissi ekki hvar á kortinu það var, 

bætir Stephany við og segir liðsfélaga sína í Þór/KA hafa tekið henni opnum örmum frá fyrsta degi. Bianca tekur undir það: 

Ég kom hingað þegar deildin í Noregi fór í frí og dvaldi þá hjá Stephany í nokkra daga. Þá vissi ég strax að hér vildi ég vera. Allar stelpurnar tóku svo vel á móti mér. Mér fannst ég strax velkomin. Lífið er miklu betra þegar allir í kringum þig samþykkja þig eins og þú ert.  


Stelpurnar eru fyrstu atvinnuíþróttamenn Mexíkó sem eruopinberlega samkynhneigðir / Mynd: Guðrún Þórs.


Fjögurra ára í fótbolta 

Þær segja fjölskyldur þeirra ávallt hafa staðið við bakið á þeim og viðurkenna að það sé erfitt að vera svo fjarri fólkinu sínu. Fjölskylda Biöncu, foreldrar hennar og yngri bróðir, búa í Kaliforníu þar sem móðurfjölskyldan rekur mexíkóska veitingastaði. 

Ég þakka guði fyrir tæknina og að maður geti talað við fjölskylduna á Facetime. Mamma er búin að koma í heimsókn til mín, sem var æðislegt. Pabbi ætlaði að koma líka en komst að því á flugvellinum að vegabréfið hans var útrunnið, 

segir hún hlæjandi og bætir við að það hafi verið gott að alast upp í Kaliforníu. 

Ég byrjaði að æfa fótbolta þegar ég var fjögurra ára en pabbi laug því að ég væri sex ára svo ég fengi að spila með. Það var dásamlegt að búa þarna en ég veit ekki hvernig það er í dag, eftir að Donald Trump settist í forsetastól. Pabbi hefur sagt mér að það sé margt skrítið í gangi. Trump er ekki góður maður.


Bianca byrjaði að æfa knattspyrnu þegar hún varfjögurra ára / Mynd úr einkasafni.


Æfði með strákunum 

Stephany á þrjár yngri systur og margar frænkur og frændur sem hún ólst upp með. 

Mamma og pabbi eru klettarnir í lífi mínu og ég sakna þeirra mikið,

segir hún og bætir við að æskan hafi verið góð. 

Lífið snerist um fótbolta en ég byrjaði að spila þegar ég var sex ára og spilaði með strákunum til tólf ára aldurs. Þá fann mamma stelpulið handa mér en ég var ekkert svo kát með það. Ég vildi helst æfa áfram með strákunum, 

segir hún og bætir við að foreldrar hennar hafi ávallt mætt á leiki sem hún spilaði í æsku.


Stephany æfði fyrstu árin með strákunum. Þegar hún vartólf ára fann mamma hennar stelpulið / Mynd úr einkasafni.


Keppnisskapið heillar 

Stelpurnar kynntust árið 2010 þegar þær spiluðu með U-20 ára landsliði Mexíkó. 

Við vorum herbergisfélagar og urðum strax góðar vinkonur. Svo sáumst við ekki aftur fyrr en árið 2013 þegar við vorum komnar í fullorðinslandsliðið og það var þá sem eitthvað gerðist okkar á milli,

segja þær brosandi. En hvað var það heillaði þær í fari hinnar? 

Persónuleikinn og kappsemi hennar; allir dagar eru nýir dagar til að verða betri. Svo er hún líka bara góð manneskja, 

segir Stephany um kærustuna sem tekur í svipaðan streng. 

Það sem heillaði mig við Stephany er hvernig hún kemur fram við annað fólk. Ef það er einhver sem getur gengið inn í hóp og fengið alla til að brosa þá er það hún. Svo heillast ég af keppnisskapinu og sambandi hennar við fjölskylduna. Fjölskyldan mín hefur alltaf verið í fyrsta sæti hjá mér en Stephany tekur samband sitt við fjölskylduna upp á nýtt stig. Það er ótrúlega fallegt að sjá.  

Viðtal í New York Times 

Í sumar kom blaðamaður frá New York Times til að fjalla um knattspyrnukonurnar. Útkoman var fallegt viðtal sem hefur hlotið heimsathygli en þar kom í ljós að stelpurnar eru fyrstu atvinnuíþróttamenn Mexíkó sem eru opinskáar um samkynhneigð sína. 

Viðbrögðin við viðtalinu voru gífurleg og miklu meiri en við hefðum getað ímyndað okkur. Síminn stoppaði ekki. Alls kyns fólk var að senda okkur skilaboð og þakka okkur fyrir að ryðja brautina fyrir þá sem á eftir koma. Langflest skilaboðin voru falleg en svo voru líka neikvæð skilaboð þarna inni á milli en þau voru mun færri. Við höfum líka tekið eftir því hvað margir lásu greinina því fólk sem heimsækir Akureyri með skemmtiferðaskipum hefur stoppað okkur úti á götu og þakkað okkur fyrir. Í bæði skiptin var það fólk frá Bandaríkjunum sem hafði lesið greinina og var alveg steinhissa að rekast á okkur.  

Nánast taplausar í deildinni 

Stephany og Bianca eru báðar lykilmenn í liði Þórs/KA sem hefur setið á toppi Pepsi-deildarinnar í allt sumar en með sigri á Grindavík í næstsíðustu umferð sumarsins verður Íslandsmeistaratitillinn í höfn. Bianca og Stephany segja ekkert annað en titil koma til greina. 

Á fyrsta fundinum með Donna þjálfara sagði hann að við myndum vinna alla leikina í sumar og að við myndum vinna deildina. Við kinkuðum bara kolli og nú er þetta að rætast, sem er frábært. Liðið er fullt sjálfstrausts og það er því að þakka hvað þetta hefur gengið vel,

segja þær og bæta við að þær eigi samspilurum sínum í Þór/KA mikið að þakka. 

Þetta eru frábærar stelpur og við erum mjög nánar. Miðað við hvað við höfum þekkst í stuttan tíma er ótrúlegt hvað við erum orðnar góðar vinkonur. Það er alltaf hægt að leita til þeirra og þær eru allar tilbúnar að aðstoða okkur, upplýsa og leyfa okkur að fylgjast með því sem er að gerast, 

segja þær og bæta við að þær hafi farið í skemmtilega ferð til Hollands með liðsfélögunum til að horfa á íslenska kvennalandsliðið keppa í EM.

Við elskum víkingaklappið og vorum ekki að trúa því að við værum í alvöru á vellinum að framkvæma það með kvennalandsliðinu, 

segja þær hlæjandi. 

Æfa og búa saman 

Eftir þjálfaraskipti hafa þær tekið landslið Mexíkó í sátt og vonast til þess að geta allavega spilað með liðinu í einni eða tveimur heimsmeistarakeppnum og Ólympíuleikum í viðbót. 

Þetta var mjög erfiður tími en eftir að nýi þjálfarinn settist niður með okkur hefur þetta verið í lagi. Það skiptir miklu máli að njóta skilnings, 

segja þær en neita því að það ríki samkeppni þeirra á milli. 

Ef önnur okkar kæmist í landsliðið en ekki hin myndum við alltaf hvetja hvor aðra áfram. Við ýtum hvor annarri aðeins lengra, en þar sem við spilum ekki sömu stöðu erum við ekki í keppni, ég er í vörn en hún skorar mörkin. Donni setur okkur hins vegar alltaf hvora í sitt liðið á æfingum svo við erum vanar að þurfa að fara á móti hvor annarri,

segir Bianca hlæjandi. 

Stelpurnar búa á Þórssvæðinu ásamt tveimur öðrum útlendingum. Æfingar eru vanalega ekki fyrr en seinnipartinn en fyrri part dags nota þær í aukaæfingar. En er ekki krefjandi að eyða svo miklum tíma saman? 

Okkur finnst mun betra að hafa hvor aðra nálæga. Það er mun erfiðara að æfa einn heldur en að æfa með einhverjum sem þú þekkir og treystir 100 prósent. Enda finnst mér ég hafa tekið miklum framförum síðan Bianca kom,

segir Stephany. Elska crossfit 

Varðandi önnur áhugamál nefna þær crossfit. 

Við elskum crossfit og horfum mikið upp til Annie Þórisdóttur, Katrínar Davíðsdóttur og Söru Sigmundsdóttur. Þær eru alveg ótrúlegar. Þegar við vorum í Reykjavík vorum við alltaf að kíkja inn í Crossfit Reykjavík í von um að fá að sjá Annie en því miður var hún ekki á staðnum. Vonandi les hún þetta,

segja þær hlæjandi og bæta við að þegar þær hafi mætt á crossfit-stöð hér í bænum hafi þjálfarinn verið dómari úr leikjum. 

Ég hef öskrað mikið á hann í sumar og var hrædd um að hann myndi ekki hleypa mér inn. Svona er þetta lítill bær,

segir Bianca og skellir upp úr. 

Betri í dag en í gær 

En hvað þarf til að ná langt í íþróttum? 

Staðfestu og ástríðu. Þetta er ekki fórn ef þú ert að gera það sem þú elskar. Ég hugsa aldrei; af hverju ég er að þessu, og stefni alltaf að því að verða betri í dag en í gær. Ekki bara í fótboltanum heldur einnig þegar kemur að næringu og í raun lífinu öllu. Ég get ekki ímyndað mér lífið án fótbolta, 

segir Stephany sem er með háskólagráðu í viðskiptafræði. Aðspurð hvað taki við eftir ferilinn hristir hún höfuðið. 

Ég einfaldlega veit það ekki. Kannski fer maður að vinna í banka eða að þjálfa. Ég get eiginlega ekki hugsað um þann tíma þegar fótboltinn verður búinn, 

segir hún og Bianca bætir við: 

Kannski opnum við líkamsræktarstöð. Það væri gaman.  

Stefna á fjölskyldu 

En eru þær komnar til Íslands til frambúðar? 

Það getur vel verið. Okkur líður svo vel hérna og höfum aldrei mætt neinum fordómum eða einhverju neikvæðu. Hér er fallegt umhverfi og fólkið er gott. Við söknum samt mexíkóska matarins en ekki umferðarinnar og mengunarinnar. Það er mjög góð tilhugsun að ala upp börn hérna. Við erum alltaf jafn hissa þegar við sjáum krakka eina úti að leika sér, til dæmis að hjóla á götunum eða úti í fótbolta. Ísland er svo öruggt. Börn eru aldrei ein heima hjá okkur, hvorki í Kaliforníu né Mexíkó, 

segja þær og játa því aðspurðar að þær stefni á að eignast fjölskyldu. 

Börnin koma þegar við hættum að spila. Okkur langar mikið til að giftast og eignast börn. Það er bara spurning hvor okkar mun fara niður á hnéð.

Greinin birtist upphaflega í Akureyri vikublað.
Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt sem á heima á Pressunni?
Sendu okkur póst á pressan@pressan.is - Fyllsta trúnaðar gætt, sé hans krafist.19.feb. 2018 - 22:00 Bleikt

13 bráðfyndnar gamanmyndir á Netflix

Það bíða líklega langflestir Íslendingar eftir því að sólin hækki á lofti og vetur konungur láti sig hverfa af landi brott, enda hefur veturinn verið sérstaklega þungur undanfarnar vikur. Það er þó eitt hægt að gera til þess að stytta biðina og það er að koma sér vel fyrir í sófanum með eitthvað gott að narta í og kveikja sér á skemmtilegri gamanmynd.
19.feb. 2018 - 21:00

Innbrotsþjófur gómaður við að horfa á klám - Kom með DVD disk og stundaði sjálfsfróun

Innbrot taka yfirleitt ekki langan tíma. Innbrotsþjófar stoppa stutt í hverju húsnæði, en meðal innbrot er um átta til tólf mínútur, samkvæmt API Alarm Inc. Innbrotsþjófar taka yfirleitt ekki með sér klámmynd til að horfa á meðan innbrotinu stendur.
19.feb. 2018 - 19:30 Bleikt

Íris tók ákvörðun um að vera einstæð: „Þarna stóð ég, ein, ólétt og með bullandi höfnunartilfinningu“

Mig langar til þess að koma fram og tala um málefni sem kannski margir kannast við. Málefnið er sú ákvörðun sem ég þurfti að taka. Hvort ég vildi halda fóstrinu vitandi það að ég myndi verða einstæð og þurfa að ganga í gegnum allt saman ein.
19.feb. 2018 - 17:30

Krummi drepinn og Helga í áfalli: „Krummi lést nánast samstundis“

„Þetta var svakalegt áfall. Við erum enn þá að jafna okkur. Ég var að tala við hundaeftirlitsmann í morgun og gat allt í einu ekki talað. Þetta kemur svoleiðis yfir mann,“ 
19.feb. 2018 - 15:41

Leitaði að hálfsystkinum sínum – Fann 40 þeirra

Ung kona sem blóðfaðir hennar var sæðisgjafi ákvað að leita að hálfsystkinum sínum. Hún fann fjörutíu hálfsystkini. Kianni Arroyo er 21 árs og frá Orlando, Flórída. Hún eyddi fimm árum í að finna hálfsystkini sín.
19.feb. 2018 - 14:00 Bleikt

Systurnar Emilía og Halldóra hissa eftir gjafasendingu: „Hver á þessar nærbuxur?“

Emilía Guðrún Valgarðsdóttir sendi systur sinni Halldóru, sem býr í Norfolk í Virginiu,  pakka með gjöfum og sælgæti á dögunum. Sendingin komst fljótt og örugglega til skila en þær systur urðu þó virkilega hissa þegar bæst hafði við gjafirnar í kassanum.
19.feb. 2018 - 12:30

Hvenær er besti tíminn til að læra nýtt tungumál, stunda frábært kynlíf og kaupa fyrstu íbúðina?

Hefurðu einhvern tíman velt því fyrir þér hvenær besti tíminn er til að eignast börn, stunda frábært kynlíf eða jafnvel hlaupa maraþon? Samkvæmt sérfræðingum er fullkominn tímasetning fyrir allt.
19.feb. 2018 - 11:05

Þrjú innbrot á höfuðborgarsvæðinu í morgun

Þrjú innbrot áttu sér stað í morgun á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Einnig var gerð ein tilraun til innbrots.
19.feb. 2018 - 10:41

Ármann telur líklegt að von sé á stórum skjálfta: „Þá fer að draga úr þessari virkni“

Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur. Jarðskjálftahrinur hafa verið mjög tíðar í nágrenni Grímseyjar undanfarin misseri. Nokkrir stórir skjálftar hafa riðið yfir við eyjuna síðasta sólarhringinn og fundust sumir þeirra á Akureyri og Húsavík.
19.feb. 2018 - 09:30 Eyjan

Una til Íbúðarlánasjóðs – Vill breyta viðhorfinu til leigumarkaðarins

Una Jónsdóttir hagfræðingur hefur verið ráðin til að stýra deild leigumarkaðsmála hjá Íbúðalánasjóði, samkvæmt tilkynningu. Una starfaði áður sem hagfræðingur í hagdeild sjóðsins og hafði þar meðal annars með höndum greiningar á stöðu leigjenda og ástandi leigumarkaðarins.
19.feb. 2018 - 09:18 Kynning

Camelia.is: Toppgæði á hagstæðu verði

„Við erum í samstarfi við tvær æðislegar heildverslanir í Bretlandi. Önnur þeirra er verslun sem við náðum samningum við núna um áramótin og er hún ein stærsta og fallegasta heildverslun Bretlands á sviði húsgagna og fylgihluta fyrir heimili og erum við eina verslunin á Íslandi með samning við hana.
19.feb. 2018 - 08:00

Ný rannsókn: Karlar ættu að sjá um heimilisþrifin – Getur skaðað heilsu kvenna að sjá um þau

Niðurstaða nýrrar rannsóknar er vægast sagt athyglisverð en samkvæmt henni þá ættu karlar að sjá um heimilisþrifin því það getur verið skaðlegt heilsu kvenna að sjá um þau. Það er því ekkert annað að gera fyrir karlmenn þessa lands en að taka sér tusku og sóp í hönd og sjá um þrifin í framtíðinni, að minnsta kosti ef þeir vilja konum sínum vel.
18.feb. 2018 - 22:00 Ragna Gestsdóttir

6 einfaldar leiðir til að krydda kynlífið

Við manneskjurnar erum ekkert nema vaninn og líka þegar kemur að kynlífinu, því miður. Þegar við erum búin að vera lengi með og sofa oft hjá sama einstaklingnum þá getur kynlífið orðið ansi vanabundið, skiptunum farið að fækka eða fólk jafnvel alveg hætt að sofa saman.
18.feb. 2018 - 20:00 Ragna Gestsdóttir

Instagram dagsins: Dásamlegar fjölskyldumyndir Sinu

Sina er tveggja barna móðir og eiginkona sem er búsett í Toronto í Kanada. Hún er líka með eigin heimasíðu, Happy Grey Lucky og Instagram með sama nafni. 
18.feb. 2018 - 18:00 Ragna Gestsdóttir

Pamela Anderson: Fimmtug og fáklædd á forsíðu

Hún er tákmynd rauða sundbolsins og hin sanna kona í augum fjölmargra karlmanna sem muna eftir henni á níunda áratugnum þar sem hún hljóp um ströndina með flotholtið í hendi.


18.feb. 2018 - 16:00

Ótrúlegustu hlutir geta aukið sjálfstraust þitt

Samkvæmt rannsókn myndu fleiri vilja auka sjálfstraust sitt heldur en að lifa fjörugra kynlífi. Á vefsíðu sjónvarpsdrottningarinnar Opruh er alls kyns fróðleik að finna. Meðal annars þennan lista yfir ótrúlega hluti sem hafa jákvæð áhrif á sjálfstraustið. Náðu þér í „fix“ strax í dag.

18.feb. 2018 - 12:00

Ekki nota þessa aðferð til að meðhöndla kvef hjá barninu þínu

Læknar ráðleggja foreldrum barna að láta þau ekki anda að sér gufu frá sjóðheitu vatni til að meðhöndla kvef. Er fullyrt að aðferðin virki ekki og bjóði hreinlega hættunni heim. Fjöldi barna hefur þurft að fara á sjúkrahús vegna brunasára sem þau hafa hlotið þegar þau slysast til þess að hella vatninu niður. 
18.feb. 2018 - 10:00 Ragna Gestsdóttir

Myndband: Kisi lætur sér fátt um finnast þó fólk þurfi framhjá

„Mér gæti ekki verið meira sama þó þú þurfir að komast leiðar þinnar,“ gæti þessi kisi verið að hugsa sem er búin að planta sér efst við rúllustigann. Fólk þarf að klofa yfir hann til að komast leiðar sinnar, en kisi lætur það ekkert trufla ró sína.

17.feb. 2018 - 22:00

Skrifaði bók um óhugnanlegt morð – Lýsingar fóru ansi nærri sannleikanum

Í byrjun september, 2007, var pólskur rithöfundur, Krystian Bala, dæmdur í 25 ára fangelsi. Glæpir hans vörðuðu mannrán, pyntingar og að lokum morð, en Krystian hafði bætt um betur því hann nýtti allt framannefnt sem efnivið í skáldsögu – sem seldist grimmt.
17.feb. 2018 - 20:00 Ragna Gestsdóttir

Instagram dagsins: KSI á Íslandi

YouTubestjarnan, rapparinn og leikarinn Olajide William “JJ” Olatunji, sem er best þekktur sem KSI, er nú staddur á Íslandi.


17.feb. 2018 - 18:00 Ragna Gestsdóttir

Eygló Harðardóttir verður verkefnisstjóri fyrir nýtt húsnæðissúrræði Kvennaathvarfsins

Eygló Harðardóttir verður verkefnisstjóri fyrir nýtt húsnæðissúrræði Kvennaathvarfsins. Hún mun einnig veita forystu nýrri húsnæðissjálfseignastofnun sem Kvennaathvarfið hefur stofnað utan um hinar 16 íbúðir sem ætlunin er að byggja í samræmi við lög um almennar íbúðir.17.feb. 2018 - 16:00 Guðrún Ósk Guðjónsdóttir

Svona er hægt að losna við bólur á einni nóttu

Margir hafa upplifað að fá stórar bólur á andlitið og þá yfirleitt skömmu áður en eitthvað mikið stendur til. Það er því stundum ekki annað til ráða en að láta sig hafa það og láta sjá sig á almannafæri með risastóra bólu á andlitinu eða bara loka sig af heima við og forðast öll mannleg samskipti á meðan bólan sést enn.
17.feb. 2018 - 12:00

38 prósent kvenna vilja menn í bláu

Ný bresk rannsókn hefur leitt í ljós að karlmenn sem klæðast þröngum gallabuxum og jakkafatajakka eru líklegri til að finna ástina á netinu. Þá eiga konur einnig meiri möguleika á að finna ástina, ef þær klæðast íþróttafötum.
17.feb. 2018 - 10:00

Súkkulaðiframleiðandi leitar að starfsfólki í súkkulaðismökkun

Já, það er hægt að vinna við það að borða súkkulaði. Mondelez International, sem á meðal annars merkin Milka, Cadbury og Oreo, auglýsir nú eftir starfsfólki í súkkulaðismökkun sem og eina stöðu í kakósmökkun.
16.feb. 2018 - 22:00 Ragna Gestsdóttir

Instagram dagsins - Finnur þú dildoinn?

Í fyrra fjallaði Bleikt um Instagram síðuna SubtleDildo,sem nokkrir vinir eru með.
Á hverri mynd fela þeir gervilim í alls konar hversdagslegum aðstæðum og fólk getur horft á myndirnar og leitað að gervilimnum. 16.feb. 2018 - 20:00

Blind, tvíkynhneigð og fjölásta gæs lætur lífið 40 ára

Blind tvíkynhneigð gæs, sem heitir Thomas, hefur látið lífið í Nýja-Sjálandi. Hann var 40 ára þegar hann lést. Thomas eyddi sex árum í fjölásta sambandi með tveimur svönum og hjálpaði að ala ungana þeirra upp.
16.feb. 2018 - 18:00 Ragna Gestsdóttir

Þekkir þú kökurnar og börnin í sundur?

„Mig langaði að búa til kökur, sem dætur mínar gætu brotið og ég var líka með hugmynd um að búa til köku af manneskju í raunstærð, af hverju ekki að sameina þetta tvennt?” segir Lara Mason sem býr í Bretlandi, en hún bakaði tvær kökur í raunstærð fyrir 1 árs afmæli tvíburadætra sinna.
16.feb. 2018 - 17:00 Ragna Gestsdóttir

Myndband: Komdu með okkur í söngpartý í kvöld

Í kvöld býður Bíó Paradís upp á Singalong föstudagspartýsýningu á kvikmyndinni Mamma Mia!
Kvikmyndin sem kom út árið 2008 er byggð á geysivinsælum Broadway söngleik þeirra Catherine Johnson, þar sem félagarnir Benny Andersson og Björn Ulvaeus sjá um tónlistina, en söngleikurinn samanstendur af 27 lögum ABBA.


16.feb. 2018 - 16:30 Bleikt

Eva Dögg hefur misst fóstur þrisvar sinnum – Talar opinskátt um ættleiðingar

Eva Dögg Guðmundsdóttir og eiginmaður hennar hafa reynt að eignast barn í sex ár án árangurs. Eva hefur þrisvar sinnum orðið ólétt en hefur í öll skiptin misst fóstur og hefur það tekið gríðarlega á þau. Einn fallegan morgun árið 2015 vaknaði Eva og varð ljóst að hana langaði til þess að ættleiða barn og eru þau hjónin í því ferli núna.
16.feb. 2018 - 15:00

Dýrahjálp fagnar 10 ára afmæli með gleði – Þrífætti hundurinn Kleó verður á staðnum

Dýrahjálp Íslands fagnar nú 10 ára afmæli samtakanna og verður því með samkomu á morgun, laugardaginn 17. febrúar, á milli klukkan 12 og 16 í Kirkjulundi 17, sem er húsið ská á móti Dýraspítalanum í Garðabæ.
16.feb. 2018 - 13:30 Eyjan

Brynjar baunar á Halldór: „Svona menn eiga bara að vinna á vernduðum vinnustað“

Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að þeir sem kalli á afsökunarbeiðni vegna veru Eyþórs Arnalds á fundi borgarstjórnar og þingmanna eigi bara vinna á vernduðum vinnustað.
16.feb. 2018 - 12:00

Skipulögðu báðar bónorð á sama tíma - Myndband

Tori Monaco og unnusta hennar Berkley Cade eru mjög ástfangnar. Þær eru einnig svo mikið í takt að þær voru báðar búnar að ákveða að fara á skeljarnar og biðja hvor aðra um að giftast sér. Á sama tíma!
16.feb. 2018 - 11:05

Bertha María fór grunlaus í sónar: „Ljósmóðirin tók eftir óeðlilegri víkkun á nýrnaskjóðu, ég fór alveg á taugum“

Þegar Bertha María Mæhle Vilhjálmsdóttir var gengin tuttugu vikur á leið með son sinn mætti hún grunlaus í tuttugu vikna sónarinn, spennt fyrir því að fá að vita kynið. En þegar í sónarinn var komið var kyn barnsins ekki einu fréttirnar sem þau fengu að vita.

16.feb. 2018 - 11:04 Kynning

sofdurott.is: Netverslun fyrir þá sem vilja sofa betur - Hágæðasængur frá Kauffmann

Hágæða sængurfatnaður úr náttúrulegum efnum sem sérstaklega miðar að góðum svefni eru helstu einkennin á vöruúrvali í vefversluninni Sofðu rótt. Verslunin er hluti af fyrirtækinu Vitar ehf. sem hefur sérhæft sig í sængurfatnaði og líni fyrir hótel og gistihús en býður nú almenningi upp á sængurvörur í gegnum vefverslunina sofdurott.is.

16.feb. 2018 - 10:23 Kynning

Fairvape: Langauðveldasta leiðin til að hætta að reykja

„Veipur“ eru sífellt meira notaðar á Íslandi og margir telja þær vera byltingarkennt vopn í baráttunni gegn reykingum. Veipur geta hjálpað reykingamönnum til að kveðja sígarettuna fyrir fullt og allt.

16.feb. 2018 - 10:05 Kynning

Haustfjörð: Lesendur Pressunnar fá vandaðar snyrtivörur á afsláttarverði

Heiðdís Austfjörð er förðunarmeistari en hún lærði förðun í heilt ár í London. Innifalið í náminu voru leikhúsförðun, kvikmyndaförðun, gervaförðun, hárkollugerð og margt fleira.

16.feb. 2018 - 10:00

Hver borgar í raun fyrir klæðnað okkar? – Mögnuð stikla úr nýrri heimildarmynd

„The True Cost“ er ný og brautryðjandi heimildarmynd sem skoðar sannleikann á bak við hvaðan fötin okkar koma. Spurningin sem myndin varpar fram er hver í raun og veru borgar fyrir klæðnað okkar? 

16.feb. 2018 - 09:00 Eyjan

Gunnar Smári segir Samtök atvinnulífsins aðeins þjóna fámennri auðklíku

Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokks Íslands, setur fram áhugaverða tölfræði á Facebooksíðu sinni um skiptingu auðs á Íslandi. Þar segir að aðeins 50 manneskjur á Íslandi eigi 53% alls eiginfjár íslenskra fyrirtækja og 950 manns til viðbótar eiga önnur 45 prósent alls eiginfjár fyrirtækja. Þá eigi restin af þjóðinni, um 339,000 manns, tvö prósentin sem eftir eru.
15.feb. 2018 - 20:00 Ragna Gestsdóttir

10 bestu mæðrakvótin: Stjörnurnar segja frá hvað móðurhlutverkið hefur kennt þeim

Foreldrahlutverkið breytir lífinu hjá fólki. Prima tók saman 10 kvót frá þekktum mæðrum þar sem þær segja frá hvað móðurhlutverkið  hefur kennt þeim.
15.feb. 2018 - 19:00 Bleikt

Íris Bachmann vildi óska þess að hafa gert hlutina öðruvísi: „Lífið snýst ekki um það hver er í flottasta forminu“

Íris Bachmann Haraldsdóttir vildi óska þess að hún hefði gert hlutina í fortíðinni öðruvísi og ákvað því að skrifa sjálfri sér einlægt bréf. Ég vildi óska þess að ég hefði hugsað öðruvísi til mín og hlustað á það sem mamma mín talaði um,
15.feb. 2018 - 18:00

Móðir í uppnámi eftir að eiginmaður hennar giftist dóttur þeirra

Móðir lýsir viðbjóð sínum á fyrrverandi eiginmanni sínum sem giftist og barnaði dóttur þeirra. Hún segir dóttur þeirra vera fórnarlamb, en hún situr nú á bak við lás og slá.

15.feb. 2018 - 15:00 Ragna Gestsdóttir

Myndband: Sigmund og Mio Dior gefa út Fyrirsætu

$igmund og Mio Dior gefa í dag út sitt fyrsta lag saman sem nefnist Fyrirsæta. Lagið hefur nýjan og ferskan tón og myndbandið ber með sér anime blæbrigði sem hefur ekki sést áður í íslensku tónlistarsenunni. 


15.feb. 2018 - 13:30 Bleikt

Bananabrauð – Uppáhalds uppskriftin mín

Á mínu heimili elska allir bananabrauð og ég er mjög dugleg að verða við þeirri beiðni að baka fyrir fjölskulduna þetta einfalda en sjúklega góða bananabrauð.

15.feb. 2018 - 11:00 Ragna Gestsdóttir

Instagram dagsins: Chrissy Teigen og John Legend unnu Valentínusardag með sætum dúett

Hjónin Chrissy Teigen fyrirsæta og þáttastjórnandi og John Legend söngvari settu myndband á Instagram í gær. Myndbandið er í anda dagsins, fallegt og rómantískt.
15.feb. 2018 - 10:30 Eyjan

Sakar borgarstjóra um dónaskap varðandi Íslandsbankahúsið – „Þetta lyktar af einhverri pólitík“

Örnólfur Hall, arkitekt og annar höfundur Íslandsbankahússins á Kirkjusandi, er ósáttur við framferði Dags B. Eggertssonar borgarstjóra varðandi framtíð hússins. Dagur lét teikna hugmyndir um endurgerð hússins í upprunalegri mynd og kynnti þær á íbúafundi í síðustu viku, án þess að hafa samráð við Örnólf eða Ormar Þór Guðmundsson, sem hönnuðu húsið fyrir Samband íslenskra samvinnufélaga árið 1988.
15.feb. 2018 - 09:57 Kynning

Sjö fasteignasalar útskrifast hjá einni og sömu fasteignasölunni

Síðastliðinnföstudag, 9. febrúar útskrifuðust 77 kandídatar úr námi til löggildingar í fasteigna-og skipasölu hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Um 10% af þeim komu frá einni ogsömu fasteignasölunni það er Domusnova Fasteignasölu.
15.feb. 2018 - 09:00

Tíu ára strákur stelur senunni á New York tískuvikunni

Desmond Napoles er tíu ára drengur. Hann er einnig skemmtikraftur, dragdrottning, fyrirsæta, hönnuður og verðlaunaður LGBTQ baráttumaður.
15.feb. 2018 - 09:30 Kynning

Hve stórt á sjónvarpið þitt að vera?

Það er mikilvægt að velja rétta stærð af sjónvarpi. Skjárinn má hvorki vera of stór né of lítill miðað við rýmið þitt. Líttu á þetta stutta en fróðlega myndband frá Raflandi.
14.feb. 2018 - 22:00

Síðasti kossinn: „Sýnið maka ykkar í dag hvað þið elskið hann mikið – því ég missti minn og get það ekki lengur“

Hjartnæmt bréf ungs Ástrala, Scott Riley, sem hann skrifaði í kjölfar dauða kærustu sinnar vakti mikla athygli á Facebook. Darcy-Jaine Hopwood lést í bílslysi skammt suður af Melbourne árið 2016.
14.feb. 2018 - 20:00

Klifraði inn í röntgenvél því hún vildi ekki vera án töskunnar

Ótrúleg mynd sýnir konu á fjórum fótum á færibandi elta tösku sína í gegnum öryggis skanna. Það er talið að konan vildi ekki vera aðskilin handtösku sinni og innihaldi hennar. Atvikið átti sér stað á lestarstöð í Kína.

Veðrið
Klukkan 06:00
Lítils háttar snjókoma
SV6
0,3°C
Alskýjað
SV6
2,5°C
Léttskýjað
SV9
3,3°C
Lítils háttar rigning
SSA5
4,6°C
Skýjað
S5
3,5°C
Heiðskírt
SV12
4,2°C
Lítils háttar slydda
SV11
0,8°C
Spáin
Gæludýr: feb 2018
Sigrún Dóra Jónsdóttir
Sigrún Dóra Jónsdóttir - 30.1.2018
Til varnar sonum mínum
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 22.1.2018
Átökin um landið helga
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 25.1.2018
Þjóðviljinn var hlutlausari en Kjarninn
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 27.1.2018
Andmælti Davíð, en trúði honum samt
Ingrid Kuhlman
Ingrid Kuhlman - 31.1.2018
Hvenær ertu búinn að aðlagast?
Lovísa María Emilsdóttir
Lovísa María Emilsdóttir - 31.1.2018
Æfðu þig í að finna fyrir gleði, þakklæti og hamingju!
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 05.2.2018
Ríkari mannréttindavernd barna á Íslandi
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 09.2.2018
Uppgjör í verkalýðshreyfingunni!
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 12.2.2018
Spurning drottningar
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 12.2.2018
Hún líka
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 16.2.2018
Viðkvæmir Píratar
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 15.2.2018
Spáð í spilin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.2.2018
Hugleiðingar á 65 ára afmælinu
Fleiri pressupennar