04. des. 2017 - 10:00Kynning

Híf opp! Gamansögur af íslenskum sjómönnum

Nýverið kom út hjá Bókaútgáfunni Hólum bókin Híf opp! og inniheldur hún gamansögur af íslenskum sjómönnum. Höfundur bókarinnar er Guðjón Ingi Eiríksson og hefur hann leitað efnis víða. Þarna koma meðal annars við sögu Eiríkur Kristófersson, Magni Kristjánsson, Jón Berg Halldórsson, feðgarnir Oddgeir og Addi á Grenivík, Ragnar Ingi Aðalsteinsson, Lási kokkur, Einar í Betel, Binni í Gröf, Snæbjörn Stefánsson, Fúsi Axels, Ingvi Mór, Slabbi djó, Doddi hestur og Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Eru þá sárafáir upp taldir.

 

Hér á eftir koma nokkrar sögur úr bókinni:

Þeir Einar í Betel og Óskar Magnús, bróðir hans, gerðu út Gæfuna VE og var sá fyrrnefndi vélstjóri, en hinn skipstjóri.

Eitt sinn voru þeir bræður á bátnum austur við Hjörleifshöfða. Þriðji maðurinn um borð var Georg Stanley Aðalsteinsson, lunkinn náungi sem sagður var eiga auðvelt með að leysa hin margvíslegustu vandamál, ef ekki á borði þá að minnsta kosti í orði.

Skyndilega sjá þeir skipsfélagar að varðskipið Albert kemur öslandi í áttina að þeim. Gæfumenn voru að veiðum innan landhelginnar og því voru góð ráð dýr.

„Tala þú við þá,“ sagði Einar við Stanley.

„Nei“, svaraði Stanley.

„Stanley minn, tala þú við þá,“ hélt Einar áfram í sínum blíðasta rómi.

„Nei, kemur ekki til greina,“ svaraði Stanley eldsnöggt, „þetta er ykkar mál, þið eruð eigendur bátsins, skipstjóri og vélstjóri, en af hverju segið þið bara ekki að þetta séu algjör mistök, bátinn hafi rekið óvart inn fyrir og þið biðjist fyrirgefningar á því.“

„Stanley, Stanley, minn,“ svaraði Einar að bragði, „þetta er góð hugmynd, en það er betra að þú talir við þá, þú ert vanari að skrökva.“

*

Guðbjörn Haraldsson segir svo frá fyrsta túrnum sínum á Hafliða SI-2 árið 1963:

Í fyrsta túrnum mínum vorum við nokkrir guttar, þetta 14 til 15 ára, að fara í fyrsta sinn á sjó. Þetta voru meðal annarra Júlli litli og Beggi Árna, Óli Jó heitinn, Stjáni Holla og fleiri.

Þegar við vorum að leggja frá kallaði Maggi Guðjóns frá bryggjunni og spurði hvort að eitthvað hefði nú ekki gleymst.

„Hvað áttu við?“ var kallað á móti.

„Nei,“ sagði Maggi, „mér fannst bara vanta sandkassann og rólurnar.“

*

Í gamla daga tíðkaðist það að krakkar gengju í hús á Sauðárkróki og seldu Sjómannadagsblaðið á sjómannadaginn. Þeirra á meðal var Hjalti Jósefs. Hann bankaði meðal annars upp á hjá Sveini blinda Ingimundarsyni í Græna húsinu og bar upp erindið, kurteisin uppmáluð.

„Ég get nú ekki lesið þetta,“ sagði Sveinn.

Hjalti gaf sig ekki og kom með krók á móti bragði að hann hélt:

„En þú getur þá alltaf skoðað myndirnar.“

*

Halldór Einarsson, kallaður Dóri á Bjargi eftir að hann flutti frá Mjóafirði til Neskaupstaðar sagði vel frá og voru frásagnir hans svo myndrænar að unun var af.

Um veðrið hafði Dóri þetta eitt sinn að segja:

„Og veðrið maður það var alveg svakalega óskaplegt. Ég get sagt þér það vinur að hann var svo hvass að skaflajárnaður köttur hefði ekki getað staðið á órökuðu gæruskinni.“

*

Snæbjörn Stefánsson, lengi stýrðimaður og síðar skipstjóri á skipum Kveldúlfs, var að segja gömlum og reyndum sjómanni fyrir verkum. Virtist

maðurinn eiga erfitt með að skilja hvað átt væri við og þegar Snæbirni fór að leiðast þófið benti hann á hálsinn á sér og sagði:

„Þú ert góður hingað.“

*

Vöttur gamli var í eigu Fáskrúðsfirðinga, en lengi var hann þó gerður út frá Eskifirði. Á þeim tíma var „maður að sunnan“, sem kallaður var Jói fíni, framkvæmdastjóri útgerðarinnar. Hann hafði lítið vit á sjávarútvegi og komu menn iðulega að tómum kofanum hjá honum þegar mál tengd sjómennsku bar á góma.

Eitt sinn slitnaði trollið aftan úr Vetti. Steinn Jónsson skipstjóri hringdi í land og sagði Jóa fína tíðindin. Framkvæmdastjórann setti hljóðan um stund, en síðan kom:

„Fór pokinn líka?“

*

Það var í Lónsbugtinni fyrir mörgum áratugum síðan. Minni skipin máttu veiða nær landi en þau stærri og mörg voru um hituna.

Á þessum tima þurftu sum skip að taka svokallaðar saltfiskprufur. Þá voru flattir nokkrir þorskar úr hverju holli og kannað hvort að mikið eða lítið væri um orma í þeim.

Auðunn Auðunsson var þarna með Hólmatind frá Eskifirði og Ragnar Franzson með Þorkel Mána úr Reykjavík. Þessir togarar tilheyrðu stærri skipunum á þessum slóðum og fiskuðu vel.

Svo gerðist það eitt sinn að Ragnari þótti Auðunn vera kominn býsna nálægt landi – meira en hann mátti. Gat hann ekki orða bundist á þessu athæfi kollega síns og sagði kíminn við fyrsta stýrimann sinn:

„Það verða ekki ormar í prufunum hjá Auðunni. Það verða ánamaðkar.“

*

Þegar Júlíus Júlíusson var skipstjóri á Lagarfossi, sat hann einhverju sinni til borðs á fyrsta farrými og gerðust þá nokkrar fiskiflugur, er sveimuðu um borðsalinn, nærgöngular við hann. Kallaði þá Júlíus í þjóninn og spurði með þjósti:

„Hvernig var það, maður! Sagði ég yður ekki í gær að reka út flugurnar?“

„Jú, skipstjóri og ég gerði það,“ svaraði þjóninn auðsveipur.

En Júlíusi ofbauð blygðunarleysi þjónsins og mælti:

„Ó, Jesús minn, góður guð! Hvaða þvaður er þetta? Haldið þér að ég sjái ekki að

þetta eru akkúrat sömu flugurnar og voru hér í gær?“

*

Jón Einarsson frá Ísafirði, kallaður Jón lappari sökum þess að hann var skósmiðssonur, var lengi kokkur á togurum fyrir sunnan, en var nú kominn aftur vestur í leit að vinnu.

Auglýst hafði verið eftir matsveini á Ísborgina, sem þá var undir skipsstjórn Einars Jóhannssonar, og sóttist Jón eftir starfinu. Skipstjórinn vildi fá nánari upplýsingar um sjómennskuferil hans og það stóð ekki á svarinu:

„Ég get sagt þér það, Einar minn, að ég er búinn að vera kokkur til sjós í 30 ár og hef aldrei misst mann.“

Jón lappari var að sjálfsögðu ráðinn á stundinni.

*

Kristófer Reykdal var um tíma skipstjóri á stórum trollbáti, svokölluðum tappatogara. Þá hittist einhverju sinni svo á að fiskurinn var að hans mati aðallega innan við landhelgislínuna, en lítil veiði var utan hennar. Hann ákvað því að toga upp undir landi og að hans sögn voru hundarnir á næsta sveitabæ farnir að gelta að bátnum. Kristófer tók riffil og skaut nokkrum viðvörunarskotum í fjöruna og hundarnir hentust heim í bæ og þorðu ekki út fyrr en daginn eftir.

Þetta varð til þess að bóndinn á bænum hafði samband við Landhelgisgæsluna, sem blandaði sér í málið þegar í stað.

Kristófer sagði svo frá sjálfur að hann væri eini skipstjórinn sem hefði verið kærður fyrir að trufla landbúnaðarstörf. Af þessu var hann nokkuð stoltur.

*

Sumarið 1947 hélt mótorbáturinn Sídon frá Vestmannaeyjum til síldveiða fyrir Norðurlandi. Alls voru sextán manns í áhöfninni og matsveinninn var enginn annar en Lási kokkur.

Í einni landlegunni, í ónefndu bæjarfélagi, ákváðu nokkrir af skipverjunum að bregða sér saman í verslun. Þeir þekktu þar aðeins til og vissu að afgreiðslumaðurinn hafði hlotið viðurnefnið „þjófur“.

Lási vildi fara með þeim og var það auðsótt mál. Þeir sögðu honum hvað afgreiðslumaðurinn væri stundum kallaður, en lögðu jafnframt á það ríka áherslu, að þjófsnafnið mætti alls ekki nefna í búðinni.

En Lási var gleyminn og um leið og þeir skipsfélagar koma í búðina gengur hann rakleitt að afgreiðslumanninum og segir glaðhlakkalega:

„Góðan daginn, þjófabófi minn.“

*

Eitt sinn stóð Sigurður Árnason, skipherra hjá Landhelgisgæslunni, Binna í Gröf að veiðum í landhelgi austur á Vík. Binni var ferjaður í borð um varðskipið og

þar deildu þeir lengi því að Binni þrætti og sagðist ekki hafa verið fyrir innan. Endaði það með því að Sigurður skipaði honum að sigla í land þar sem dæmt yrði í málinu. Þegar Binni var á leið frá borði, kominn út að lunningu, sneri hann sér við, horfði í augu Sigurði og segir:

„Siggi, ég var ekki fyrir innan, ég sver það við svip augna minna.“

Eitt andartak var þögn og Sigurði þótti svo mikið sakleysi skína úr því auganu sem hann horfði í að honum rann allur móður og sagði:

„Binni, ég trúi þér, farðu, við gerum ekki meira úr þessu.“

Binni lét ekki segja sér það tvisvar og fór frá borði.

Allnokkru síðar frétti Sigurður hvernig í pottinn var búið og sagði þannig frá því:

„Binni hafði lent í slysi nokkru áður en fundum okkar bar saman þarna á Víkinni og augað, sem ég féll fyrir vegna fullfermis af sakleysi, var glerauga.“

*

Eiginkonur skipverjanna á Ísleifi VE-63 fengu einhverju sinni kveðju frá þeim í óskalagaþætti sjómanna í Ríkisútvarpinu. Þeir höfðu þá verið lengi að veiðum í Norðursjónum og völdu með Bítlalagið „Help“.

Viku síðar fengu þeir kveðju frá eiginkonum sínum í sama þætti með laginu ... „Help Yourself“.

*

Friðmundur Herónýmusson, oftast kallaður Freddi, formaður og útgerðarmaður í Keflavík var bæði fljóthuga og óðamála.

Eitt sinn kom Freddi um borð í bát sinn í talsverðri ylgju í Keflavíkurhöfn og varð ekki manna var ofan þilja. Snaraðist hann þá fram í lúkarsopið og öskraði niður:

„Eruð þið vitlausir, strákar, að skilja bátinn svona einan eftir uppi á dekki?“

*

Jóhann Adolf Oddgeirsson, kallaður Addi, var fiskinn mjög. Hann bjó alla tíð á Grenivík en gerði í mörg ár út frá Grindavík á vetrarvertíðum.

Þegar Addi kom á Verði á sína fyrstu vetrarvertíð í Grindavík varð honum að orði um leið og hann steig fæti upp á bryggjuna:

„Er það hér sem ég á að vera aflahæstur á þessari vertíð?“

Þótti ýmsum þetta digurbarkalega mælt, en hann stóð við þetta!

*

Það var togaranum á Surprise - „Præsanum“ - frá Hafnarfirði. Við vorum á karfaveiðum við Nýfundnaland og Doddi hestur fékk torkennileg eymsli í lillann. Fyrsti stýrimaður, sem var nýr og ferskur í starfinu, úrskurðaði samstundis, að um væri að ræða sýfilís.

Doddi var settur í einangrun og haldið nánast eins og fanga. Honum var færður matur og enginn notaði sömu mataráhöld og hann. Þannig leið túrinn, sem tók 15 daga. Hesturinn bara las allt sem til var í skipinu og klóraði sér á pungnum á meðan aðrir fiskuðu og hlóðu skipið. Og þegar að landi var komið var hann umsvifalaust sendur til læknis.

Skömmu seinna lágu leiðir Dodda hests og skipsfélaga hans, Jóns í Mýrinni, saman í Hafnarstræti í Reykjavík. Þeir voru hvor á sínu fortóinu og Doddi kallaði yfir götuna, svo vegfarendur gátu heyrt:

„Nonni, þetta var ekki sýfílis, þetta var forhúðarbólga.“

*

Hávarður Bergþórsson, kallaður Hæi Bergþórs, var á Agli rauða og andaði köldu á milli hans og fyrsta stýrimannsins.

Eitt sinn var Hæi á stýrisvakt. Stýrimanninum þótti illa stýrt og gaf það skilmarkilega til kynna.

Þá sagði Hæi:

„Veistu hvað er líkt með þér og stýrismaskínunni?“

„Nei, hvað er það?“ spurði stýrsi ólundarlega.

Svar Hæja kom um hæl:

„Það þyrfti að tappa af ykkur báðum.“

*

Siggi Nobb var enginn venjulegur sjómaður; víðförull var hann, hraðlyginn og skemmtilegur, auk þess að vera sögumaður góður. Hann var í mörg ár á verksmiðjuskipinu Cosmos sem fylgdi norska hvalveiðiflotanum eftir í Suðurhöfum á fyrri hluta síðustu aldar.

Þegar aldurinn færðist yfir Sigga kom hann sér fyrir í sínum gamla heimabæ, Neskaupstað, sagði þar sögur og laug á bæði borð – og drakk brennivín.

Einhverju sinni var Siggi Nobb spurður að því, hvort hann hefði komið til Madrid.

„Nei, vinur,“ svaraði hann, „en ég hef siglt þar framhjá.“

Sennilega hefur enginn „leikið“ það eftir!

 

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt sem á heima á Pressunni?
Sendu okkur póst á pressan@pressan.is - Fyllsta trúnaðar gætt, sé hans krafist.23.mar. 2018 - 12:30

Lærðu þetta og bjargaðu mannslífi

Kannt þú að bregðast við ef þú kemur að slysi, ef einhver nálægt þér hnígur niður með hjartaáfall eða barn nær ekki andanum eftir að hafa gleypt smáhlut? Auðvitað er lykilatriði að hringja alltaf í 112 eftir aðstoð, en það er mikilvægt að veita einnig fyrstu hjálp þar til fagfólk mætir á staðinn. 
23.mar. 2018 - 11:00 Bleikt

Sunna Rós lenti í alvarlegri bílveltu með dóttir sína í bílnum: „Ég veit við munum velta útaf og deyja“

Sunna Rós Baxter vaknaði vonsvikin og þunglynd á hverjum einasta morgni í mörg ár. Beið hún þess að hver dagur myndi klárast til þess eins að geta farið að sofa. Einn örlagaríkan dag í desember árið 2014 lenti Sunna í hræðilegu atviki sem varð til þess að breyta hugsun hennar til frambúðar.

23.mar. 2018 - 09:30

Hversu hættulegar eru óbeinar reykingar í raun og veru?

Það er enginn munur á beinum og óbeinum reykingum. Lungum skaðast jafn mikið af meira en 4.000 eiturefnum í sígarettureyk.
Óbeinar reykingar eru skilgreindar sem innöndun tóbaksreyks og fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að þær eru mjög skaðlegar. Strax upp úr 1980 sýndu vísindalegar rannsóknir að óbeinum reykingum fylgdi stóraukin hætta á ýmsum gerðum krabbameins. 
23.mar. 2018 - 08:00 DV

Tímamótadómur – Leigufélag má segja leigjendum upp vegna afbrota eins fjölskyldumeðlims

Í síðasta lagi 1. júlí þarf fimm manna fjölskylda, foreldrarnir og þrír synir á aldrinum 13, 15 og 17 ára, að flytja út úr íbúð þeirra á Motalavej í Korsør á Sjálandi í Danmörku. Fjölskyldan hefur búið í íbúðinni síðan 1998. Ástæðan er að elsti sonurinn var nýlega dæmdur í eins árs fangelsi fyrir að hafa þann 12. mars 2017 gerst sekur um ofbeldistbrot og rán.


22.mar. 2018 - 22:00

10 heillandi staðir sem þú ættir að sjá áður en þeir hverfa

Á jörðinni má finna fjölmarga ótrúlega fallega og heillandi staði. Því miður eru sumir þessara staða í hættu af ástæðum sem í flestum tilfellum má rekja til mannskepnunnar. Dagur jarðar var haldinn hátíðlegur á föstudag, en dagurinn er helgaður fræðslu um umhverfismál. Af því tilefni tók vefritið Business Insider saman lista yfir fallega staði, sem, því miður, eiga á hættu að hverfa eða eyðileggjast.
22.mar. 2018 - 20:00

Nú er það vísindalega sannað: Unga fólkið okkar vaknar allt of snemma

Við látum unga fólkið okkar vakna allt of snemma á morgnana. Þetta er samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem birtust í Frontiers in Human Neuroscience.
22.mar. 2018 - 19:33 Kynning

Viðhald og klæðning ehf: Alhliða viðhaldsþjónusta bygginga

Viðhald og klæðning er nýtt fyrirtæki á sviði bygginga og viðhaldsþjónustu. Fyrirtækið sinnir mjög víðtækri þjónustu á þessu sviði og leggur mikla áherslu á fagmennsku og framúrskarandi vinnubrögð. Viðhald og klæðning sinnir meðal annars eftirfarandi verkþáttum:
22.mar. 2018 - 18:00 Eyjan

Borgin boðar víðtækar aðgerðir í leikskólamálum

Reykjavíkurborg hyggst brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla á næstu árum samkvæmt aðgerðaáætlun sem kynnt var í borgarráði í morgun. Til þess þarf að fjölga leikskólaplássum um 750-800, samkvæmt tilkynningu.
22.mar. 2018 - 16:00

Einfalt ráð til að fegra upp á hvert herbergi - Myndband

Drew og Jonathan Scott, mennirnir á bak við Property Brothers á HGTV stöðinni, eru með skothelt ráð til að fegra upp á hvert herbergi á heimilinu. Eins og þeir útskýra í myndbandinu hér að neðan þá er lykillinn að bæta við einum fallegum brennidepil í hvert rými.
22.mar. 2018 - 14:30 Bleikt

Dóttir Jónu varð fyrir slæmu einelti í gegnum smáforritið musical.ly: „Dreptu þig bara“

Dóttir Jónu Margrétar Hauksdóttur varð fyrir slæmu einelti á dögunum í gegnum smáforritið musical.ly. Biður Jóna því alla foreldra um að vera vel vakandi fyrir því hvað börnin þeirra séu að gera í símunum.

22.mar. 2018 - 12:30

Sjáðu bestu myndirnar frá Sony World ljósmyndaverðlaununum 2018

Sony World ljósmyndaverðlaunin voru haldin hátíðlega um daginn ellefta árið í röð. Hvert ár keppast bestu ljósmyndirnar alls staðar úr heiminum en bæði áhuga- og atvinnuljósmyndarar taka þátt. Í ár tóku rúmlega 319 þúsund myndir þátt. Veitt eru verðlaun í fjórum flokkum og einnig stendur einn sigurvegari uppi fyrir hvert land sem tekur þátt.
22.mar. 2018 - 11:00 Eyjan

Atvinnuleysi var 2,4% í febrúar

Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands er áætlað að 198.300 manns á aldrinum 16–74 ára hafi að jafnaði verið á vinnumarkaði í febrúar 2018, sem jafngildir 80,1% atvinnuþátttöku. Af þeim voru 193.500 starfandi og 4.800 án vinnu og í atvinnuleit. Hlutfall starfandi af mannfjölda var 78,2% og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli var 2,4%.

22.mar. 2018 - 09:30 Doktor.is

Skalli – Það sem hægt er að gera í málinu!

Skalli meðal karlmanna er algengasta tegund hárloss er afleiðing ættgengs ofnæmis fyrir karlkynshormóni á vissum svæðum í hársverðinum.

22.mar. 2018 - 08:00

11 ára stúlka hvarf sporlaust fyrir 19 árum – Nú hefur dularfullur peningaseðill vakið vonir um að hún sé á lífi

Það var 1999 sem Mikelle Biggs, 11 ára, hjólaði í hringi nærri heimili sínu í bænum Mesa í Arizona í Bandaríkjunum. Hún var að bíða eftir ísbílnum. Aðeins 90 sekúndum síðar var hún horfin sporlaust og síðan hefur ekkert til hennar spurst. Reiðhjól hennar lá á götunni og framhjólið snerist enn í hringi þegar að var komið. Myntin, sem hún ætlaði að kaupa ís fyrir, lá dreifð um götuna.
21.mar. 2018 - 22:00

Móðir biður eiginmann sinn um hjálp á Facebook – Þetta ættu allir að lesa

Celeste Erlach, 38 ára, er tveggja barna móðir. Henni líður stundum eins og eiginmaður hennar er ekki tilbúinn að sinna sínu hlutverki að ala börnin upp og hugsa um það. Celeste ákvað því að skrifa honum opið bréf. Mæður alls staðar frá tengdu við bréf hennar, en allir foreldrar ættu að lesa það.
21.mar. 2018 - 20:00

Keypti fisk sem var að rotna - Ótrúlegur munur eftir fjórar vikur

Kona sá mjög illa farinn og vanræktan fisk sem var nánast að detta í sundur í Walmart verslun. Ástand hans hefði ekki getað verið verra, hann var við það að missa sporð sinn og ugga.
21.mar. 2018 - 18:30 Eyjan

Segja sjálftöku launa stjórnenda vera ögrun við launafólk

Stjórn Landssambands íslenzkra verzlunarmanna hefur sent frá sér ályktun þar sem sjálftöku launa stjórnenda í íslenskum fyrirtækjum er mótmælt harðlega og er hún sögð ögrun við launafólk.

21.mar. 2018 - 17:30

Genagræðsla veitir litblindum öpum eðlilega sjón

Fyrir genagræðsluna skynjaði apinn Dalton ekki rautt ljós. Nú getur hann greint rauðu deplana frá þeim gráu. Með því að bæta við einu stöku geni hefur vísindamönnum tekist að skapa svonefndum íkornaöpum (Samiri) venjulega litasjón.
21.mar. 2018 - 16:00 Bleikt

Vandræðaleg saga Ingu Láru leigubílsstjóra: ,,Ég hef ekki sungið í bílnum eftir þetta“

Þegar Inga Lára Magnúsdóttir var nýbyrjuð að keyra leigubíl ítrekaði faðir hennar við hana að hún ætti alltaf að líta aftur í bílinn þegar fólk færi út til þess að ganga úr skugga um að það hefði ekki gleymt neinu.

21.mar. 2018 - 14:00

Dóttir fann kassa frá móður sinni upp á háalofti - Trúði ekki eigin augum

Masha Ivashintova var rússneskur listamaður og leikhúsgagnrýnandi. Hún tók mikinn þátt í ljóð og ljósmyndar neðanjarðarhreyfingunni í Lenigrad (nú Saint Petersburg) á árunum 1960 til 1980.
21.mar. 2018 - 12:30 Eyjan

Sindri grillaði oddvita Viðreisnar í beinni á Stöð 2: „Þórdís, þú segir ekki neitt. Þetta er rosalega lítið“

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, mætti sigri hrósandi í viðtal við Sindra Sindrason á Stöð 2 í gær, eftir að listi Viðreisnar í borginni var kynntur. Sindri tók ekki á viðmælanda sínum með neinum silkihönskum, heldur þjarmaði vel að Þórdísi þar sem honum fannst hún gefa heldur loðin svör við spurningum sínum.

21.mar. 2018 - 11:00

87 ára amma með óvenjulegt áhugamál - Með 122 þúsund fylgjendur á Instagram

Hin 87 ára Concha Garcia Zaera á frekar óvenjulegt áhugamál, allavega meðal jafnaldra hennar. Concha teiknar. En ekki á blað heldur í Paint. Hún uppgötvaði forritið eftir að börn hennar gáfu henni tölvu. Síðan þá hefur hún teiknað og teiknað, og er augljóst að hún sé snillingur í Paint.
21.mar. 2018 - 09:30 Eyjan

Pawel um spítalatillögu Sigmundar Davíðs: „Vond hugmynd“

Pawel Bartoszek, sem skipar 2. sæti framboðslista  Viðreisnar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, skrifar pistil í Fréttablaðið í dag, þar sem hann útskýrir af hverju hann telur það vonda hugmynd ef Landspítalinn verði færður í „úthverfi Garðabæjar“.

21.mar. 2018 - 08:00

Það reyndist konu dýrt að deila upplýsingum úr líkamsræktarappi: Missti tryggingabætur fyrir vikið

Líkamsræktarappið Endomondo reyndist danskri konu dýrt eða öllu heldur notkun þess og deiling hennar á upplýsingum úr appinu. Árið 2007 komust læknar að þeirri niðurstöðu að konan þjáðist af sífelldum höfuðverk og verkjum í líkama. Þetta var talið skerða starfsgetu hennar umtalsvert. Frá árinu 2008 fékk hún því greiddar 200.000 danskar krónur árlega frá tryggingafélaginu AP Pension til að mæta skertri starfsgetu hennar og þar með minni möguleikum á að afla sér tekna.
20.mar. 2018 - 22:00 Bleikt

Katrín Njarðvík deilir reynslu sinni af fegurðarsamkeppnum: „Ég hafði ekki hugmynd um hvað ég var að fara út í“

Frá því að Katrín Njarðvík var lítil stúlka þótti henni alltaf gaman að fylgjast með fegurðarsamkeppnum og dreymdi hana um að taka þátt í einni þegar hún yrði eldri.

20.mar. 2018 - 20:00

Mynd fjögurra barna móður af slitförum vekur athygli

Doreen Ching, 23 ára, er fjögurra barna móðir og ber þess merki. Hún er með slitför á maganum. Hún segir að hún hafi ekki alltaf verið sátt við líkama sinn en sé það í dag.

20.mar. 2018 - 18:00 Bleikt

Katrín segir píp-test hafa slæm áhrif á sjálfsmynd barna: „Skömmin við að geta ekki hlaupið jafn mikið var svakaleg“

Katrín Aðalsteinsdóttir veltir fyrir sér tilgangi píp-testa í grunnskólum landsins en af hennar reynslu hafa þau slæm áhrif á sjálfsmynd barna sem minna mega sín í hlaupa íþróttum.

20.mar. 2018 - 16:00

Ástæðan að íbúð Monicu í Friends var fjólublá

Það eru komin yfir tíu ár síðan sjónvarpsþáttaröðinni Friends lauk. En það sem við erum örugglega flest enn þá að velta fyrir okkur er af hverju íbúð Monicu var fjólublá.
20.mar. 2018 - 14:30 Bleikt

Þriggja barna móðir leitar töfralausna: ,,Ég þjáist af minnisleysi og einbeitingaskorti“

Færsla frá uppgefinni móður hefur nú gengið manna á milli á Facebook þar sem hún lýsir því vel hvernig það er að vera þriggja barna móðir.  Eliane Rosso skrifaði færsluna upphaflega á sínu tungumáli en hefur textinn verið þýddur yfir á ensku og nú íslensku:
20.mar. 2018 - 12:53 433

Setja treyju Íslands í 12 sæti – Treyja Nígeríu sú flottasta á HM

Samkvæmt sérfræðingum Mirror er treyja Íslands í 12 sæti yfir flottustu búningana á HM í sumar.
20.mar. 2018 - 12:30

Sláandi myndband sem sýnir karlmann elta konu: „Enginn hjálpaði mér“

McKenzie Smalley hljóp óttaslegin í burtu frá karlmanni sem elti hana og áreitti hana. McKenzie var úti að hlaupa í heimabæ sínum Scottsdale Arizona. Hún tók upp atvikið á myndband og deildi því á Facebook. Myndbandið er vægast sagt sláandi.
20.mar. 2018 - 11:00 Eyjan

Líkur á lækkun kosningaaldurs í 16 ár aukast

Líkurnar á að frumvarp um lækkun kosningaaldurs í 16 ár jukust nokkuð eftir að málið var afgreitt úr stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis til annarrar umræðu. Álitið var samþykkt af meirihluta nefndarinnar, tveimur þingmönnum stjórnarflokkanna og þremur úr stjórnarandstöðu. 
20.mar. 2018 - 10:22 Kynning

Emerald: Vönduð einingahús hönnuð fyrir íslenskar aðstæður

Emerald ehf. hefur sérhæft sig í innflutningi á timbureiningahúsum fyrir íslenskan markað. Fyrirtækið vinnur náið með byggingameisturum og verkfræðingum til að tryggja öryggi og gæði. Einingahús frá Emerald uppfylla íslenskar kröfur um efnisval og vottanir. Húsin eru versmiðjuframleidd m.a í Lettlandi í samræmi við íslenskar kröfur og staðla. Kröfur um efnisval eru mjög strangar.
20.mar. 2018 - 10:00 Kynning

Smellinn einingahús: Íslensk gæði frá BM Vallá

Smellinn húseiningar frá BM Vallá eru í dag vinsæll kostur fyrir allar gerðir húsa. BM Vallá leggur mikinn metnað í að skila vandaðri framleiðslu og skapa heildarlausn fyrir viðskiptavininn. Einingarverksmiðjan BM Vallá er staðsett á Akranesi þar sem einnig er starfrækt steypistöð fyrir svæðið og hönnunardeild sér um alla burðarþols- og einingateikningar sé þess óskað. Helstu framleiðsluvörur eru sökklar, einangraðir útveggir með og án endanlegrar áferðar, kaldir útveggir, innveggir, loftaplötur (filigran), stigar og pallaeiningar, svalir og ýmsar séreiningar. Einingarnar eru steyptar við bestu mögulegu aðstæður, sem tryggir gæði steypunnar.

20.mar. 2018 - 09:30

Ekki henda safanum af kjúklingabaunum!

Neyðin kennir naktri konu að spinna, já og vegönum að finna út úr alls konar hlutum varðandi fæðu. 
Það liggur í hlutarins eðli að þeir sem aðhyllast vegan mataræði eru skapandi og útsjónarsamir, enda neyta þeir engra dýraafurða. 
20.mar. 2018 - 08:00 DV

Verður þetta nýjasta stóriðja Íslendinga? Útflutningur er hafin á gúrkum til Danmerkur

Það má að vissu leyti segja að söguleg tíðindi eigi sér stað í dag þegar danska verslunarkeðjan Nemlig.com byrjar að selja gúrkur frá Íslandi. Líklegast hefði engum dottið í hug fyrir ekki svo löngu að Íslendingar færu að flytja grænmeti út til meginlands Evrópu en nú er sú stund runnin upp

19.mar. 2018 - 22:00

Fólk í samböndum þyngra en einhleypt fólk

Samkvæmt nýrri rannsókn er fólk í samböndum þyngra en einhleypt fólk. Hins vegar er það einnig heilbrigðara. Stephanie Schoeppe, sem stendur á bak við rannsókninni, skoðaði gögn yfir tíu ára skeið frá 15 þúsund nemendum. 
19.mar. 2018 - 20:00

Fór 500 daga samfleytt á sama skyndibitastaðinn - Fagnaði því í Batman búning

Skyndibitastaðir eru mjög vinsælir í Bandaríkjunum. Meðal þeirra er staðurinn Chipotle sem sérhæfir sig í mat sem er venjulega tengdur við Mexíkó, eins og tacos og quesadillas.
19.mar. 2018 - 19:08 Kynning

Svarið við húsnæðisvandanum: Fullbyggð einbýlishús á 22,7 milljónir

„Þetta hefur aldrei áður verið í boði á Íslandi: tilbúin einbýlishús úr verksmiðju, flutt í einu lagi á byggingarstaðinn,“ segir Kjartan Ragnarsson hjá Húseiningu ehf. sem býður nýja og byltingarkennda lausn á húsnæðisvandanum, tilbúin timburhús sem afhendast altilbúin, til dæmis eru tæki á borð við ísskáp og uppþvottavél til staðar í eldhúsinu, og þvottavél er einnig á meðal tækja í þessum húsum. Húsin eru framleidd samkvæmt staðli úr völdu gæðatimbri. Gluggar og hurðir eru úr PVC þýskum prófíl, lágmarks viðhald.
19.mar. 2018 - 18:30 DV

Bylgja Guðjónsdóttir: „Trúi varla muninum á andlegum og líkamlegum breytingum“

Bylgja Guðjónsdóttir hafði ekki hreyft sig í að ganga þrjú ár, vegna taugaáfalls sem hún varð fyrir. Í kjölfari taugaáfallsins varð hún mikið andlega veik og tók að þyngjast verulega. Það sem bætti ekki úr skák fyrir Bylgju var að vegna greininga hennar á kvíða og þunglyndi á hún það til að fá svokallað vægt „body dysmorphia“ sem er brengluð sýn manneskju á líkama sinn eða hluta af honum. 
19.mar. 2018 - 16:30

Stúlka hékk á stálbita framan af húsþaki – Ætlaði að taka sjálfu

14 ára stúlka var hætt komin er hún hékk á stálbita á húsþaki átta hæða blokkar í Barcelona í morgun. Slökkvilið var kallað á vettvang til að ná stúlkunni niður og sakaði hana ekki.
19.mar. 2018 - 15:00 Eyjan

Páll Magnússon brjálaður út í Braga og Stundina: „Endaþarmur íslenskrar blaðamennsku“

Pistlar Braga Páls Sigurðarsonar í Stundinni um landsfund Sjálfstæðisflokksins hafa vakið mikla athygli og reiði Sjálfstæðismanna. Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, getur ekki orða bundist yfir pistlum Braga, sem hann segir innhalda engan húmor, kaldhæðni né stílfimi.
19.mar. 2018 - 13:00 Sverrir Björn Þráinsson

Dagný losaði sig við 20 kg á hálfu ári þrátt fyrir bæklun og vefjagigt: „Ég kaus að sjá marklínuna í stað hraðahindrana“

Dagný Leifsdóttir (63) gerði sér kærkomna ferð inn í heilsulandið og hefur náð gríðarlega eftirtektarverðum árangri.
19.mar. 2018 - 11:51 Eyjan

Vísar ummælum um of há laun og litla framleiðni á bug: „Hef heyrt þessa möntru áður“

Sigurður Hannesson, framkvæmdarstjóri Samtaka iðnaðarins, sagði í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun, að laun á Íslandi væru of há í alþjóðlegum samanburði og endurspegluðu ekki framleiðni í landinu. Hann sagði einnig að skattar og vextir væru of háir á fyrirtækin og allir sæju í hvað stefndi þegar forskot atvinnulífsins vegna lágs raforkuverðs færi minnkandi.

19.mar. 2018 - 11:00 Doktor.is

Flughræðsla: Þegar háloftin heilla ekki

Fælni (phobia) er einn algengasti geðræni kvillinn. Íslenskar rannsóknir sýna að um tólf þúsund manns eru með fælni á svo háu stigi að það hái þeim verulega í lífi og starfi. Flughræðsla (avio-phobia) er ein tegund af fælni og virðast sterk tengsl milli hennar, lofthræðslu og innilokunarkenndar.
19.mar. 2018 - 10:19 433

Ríkisstjórn Íslands íhugar að sniðganga HM – Liðið og stuðningsmenn fara

Ríkisstjórn Íslands íhugar að sniðganga Heimsmeistaramótið í Rússlandi vegna atviks sem kom upp í Englandi á dögunum. Sergei Skripal, rússneskur fyrrverandi njósnari, og dóttir hans var byrlað taugeitur í byrjun mars og fundust þau meðvitundarlaus á bekk í Wiltshire í Englandi.
19.mar. 2018 - 08:00 DV

Demókratar standa frammi fyrir sérstöku vandamáli í Kaliforníu

Í nóvember verður kosið um hluta þingsæta á bandaríska þinginu og eru stjórnmálaflokkarnir nú í óðaönn að undirbúa sig undir kosningarnar. Í Kaliforníu standa demókratar frammi fyrir sérstöku vandamáli en þar á bæ eru of margir sem vilja bjóða sig fram til þings og að margra mati eru of margir sem bjóða sig fram í prófkjöri flokksins. Það ætti kannski ekki að þykja slæmt að margir hafi hug á þingmennsku en sérstakt kosningakerfi Kaliforníu þýðir að þetta getur reynst demókrötum dýrkeypt.
18.mar. 2018 - 22:00

Af hverju fær fólk bólur?

Ein tegund kirtla í húðinni eru fitukirtlar. Í langflestum tilvikum er hver þeirra tengdur einum hársekk. Þann hluta fitukirtils sem seytir húðfitu er að finna í leðurhúðinni og opnast hann inn í hársekkinn (þann hluta sem lítur út eins og flöskuháls), eða beint út á yfirborð húðarinnar.
18.mar. 2018 - 20:00

Pútín vill vera á undan Bandaríkjamönnum til Mars

Vladímír Pútín Rússlandsforseti vill að Rússar verði á undan Bandaríkjamönnum að senda geimfara til plánetunnar Mars. Bandaríkjamenn hafa verið iðnir við að lýsa yfir að þeir ætli til Mars, George W. Bush forseti á árunum 2001 til 2009 hét því að Bandaríkjamenn myndu brátt senda geimfara til Mars, hið sama gerði Barack Obama og Donald Trump núverandi Bandaríkjaforseti.
18.mar. 2018 - 16:00

Kostir þess að borða fylgju

Það hefur færst í aukana að mæður kjósi að borða fylgjuna eftir fæðingu líkt og spendýr gera. Tímaritið „Ecology of Food and Nutrition“ fjallaði um þetta mál fyrir skömmu. Mark Kristal sem er prófessor í taugafræði við háskólann í Buffalo, í Bandaríkjunum telur mikilvægt fyrir nýbakaðar mæður að neyta fylgjunnar.


Veðrið
Klukkan 12:00
Skýjað
SSV2
4,4°C
Skýjað
NNA8
0,8°C
Alskýjað
NNA8
-1,6°C
Skýjað
NV2
2,9°C
Heiðskírt
SSV3
4,0°C
Léttskýjað
Logn
4,8°C
Skýjað
SSV4
4,5°C
Spáin
Gæludýr: Mars 2018
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.3.2018
Klæðast eins og niðursetningar í þingsal
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 28.2.2018
Af högum mínum: Svar til blaðamanns
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 22.2.2018
Umskurður drengja
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 22.2.2018
Gyðingdómur í sögu og samtíð - námskeið
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 24.2.2018
Hann kaus frelsið
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 27.2.2018
Vita stjórnvöld hvað er barni fyrir bestu?
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 07.3.2018
Já, það er komið Vor í verkó!
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 14.3.2018
Stöðugleikasáttmáli alþýðunnar
Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson - 12.3.2018
Jafnasti oddvitinn?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.3.2018
Þrír hugsjónamenn gegn alræði
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 18.3.2018
Hádeisverður í Stellenbosch
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.3.2018
Böðullinn drepur alltaf tvisvar
Fleiri pressupennar