04. des. 2017 - 10:00Kynning

Híf opp! Gamansögur af íslenskum sjómönnum

Nýverið kom út hjá Bókaútgáfunni Hólum bókin Híf opp! og inniheldur hún gamansögur af íslenskum sjómönnum. Höfundur bókarinnar er Guðjón Ingi Eiríksson og hefur hann leitað efnis víða. Þarna koma meðal annars við sögu Eiríkur Kristófersson, Magni Kristjánsson, Jón Berg Halldórsson, feðgarnir Oddgeir og Addi á Grenivík, Ragnar Ingi Aðalsteinsson, Lási kokkur, Einar í Betel, Binni í Gröf, Snæbjörn Stefánsson, Fúsi Axels, Ingvi Mór, Slabbi djó, Doddi hestur og Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Eru þá sárafáir upp taldir.

 

Hér á eftir koma nokkrar sögur úr bókinni:

Þeir Einar í Betel og Óskar Magnús, bróðir hans, gerðu út Gæfuna VE og var sá fyrrnefndi vélstjóri, en hinn skipstjóri.

Eitt sinn voru þeir bræður á bátnum austur við Hjörleifshöfða. Þriðji maðurinn um borð var Georg Stanley Aðalsteinsson, lunkinn náungi sem sagður var eiga auðvelt með að leysa hin margvíslegustu vandamál, ef ekki á borði þá að minnsta kosti í orði.

Skyndilega sjá þeir skipsfélagar að varðskipið Albert kemur öslandi í áttina að þeim. Gæfumenn voru að veiðum innan landhelginnar og því voru góð ráð dýr.

„Tala þú við þá,“ sagði Einar við Stanley.

„Nei“, svaraði Stanley.

„Stanley minn, tala þú við þá,“ hélt Einar áfram í sínum blíðasta rómi.

„Nei, kemur ekki til greina,“ svaraði Stanley eldsnöggt, „þetta er ykkar mál, þið eruð eigendur bátsins, skipstjóri og vélstjóri, en af hverju segið þið bara ekki að þetta séu algjör mistök, bátinn hafi rekið óvart inn fyrir og þið biðjist fyrirgefningar á því.“

„Stanley, Stanley, minn,“ svaraði Einar að bragði, „þetta er góð hugmynd, en það er betra að þú talir við þá, þú ert vanari að skrökva.“

*

Guðbjörn Haraldsson segir svo frá fyrsta túrnum sínum á Hafliða SI-2 árið 1963:

Í fyrsta túrnum mínum vorum við nokkrir guttar, þetta 14 til 15 ára, að fara í fyrsta sinn á sjó. Þetta voru meðal annarra Júlli litli og Beggi Árna, Óli Jó heitinn, Stjáni Holla og fleiri.

Þegar við vorum að leggja frá kallaði Maggi Guðjóns frá bryggjunni og spurði hvort að eitthvað hefði nú ekki gleymst.

„Hvað áttu við?“ var kallað á móti.

„Nei,“ sagði Maggi, „mér fannst bara vanta sandkassann og rólurnar.“

*

Í gamla daga tíðkaðist það að krakkar gengju í hús á Sauðárkróki og seldu Sjómannadagsblaðið á sjómannadaginn. Þeirra á meðal var Hjalti Jósefs. Hann bankaði meðal annars upp á hjá Sveini blinda Ingimundarsyni í Græna húsinu og bar upp erindið, kurteisin uppmáluð.

„Ég get nú ekki lesið þetta,“ sagði Sveinn.

Hjalti gaf sig ekki og kom með krók á móti bragði að hann hélt:

„En þú getur þá alltaf skoðað myndirnar.“

*

Halldór Einarsson, kallaður Dóri á Bjargi eftir að hann flutti frá Mjóafirði til Neskaupstaðar sagði vel frá og voru frásagnir hans svo myndrænar að unun var af.

Um veðrið hafði Dóri þetta eitt sinn að segja:

„Og veðrið maður það var alveg svakalega óskaplegt. Ég get sagt þér það vinur að hann var svo hvass að skaflajárnaður köttur hefði ekki getað staðið á órökuðu gæruskinni.“

*

Snæbjörn Stefánsson, lengi stýrðimaður og síðar skipstjóri á skipum Kveldúlfs, var að segja gömlum og reyndum sjómanni fyrir verkum. Virtist

maðurinn eiga erfitt með að skilja hvað átt væri við og þegar Snæbirni fór að leiðast þófið benti hann á hálsinn á sér og sagði:

„Þú ert góður hingað.“

*

Vöttur gamli var í eigu Fáskrúðsfirðinga, en lengi var hann þó gerður út frá Eskifirði. Á þeim tíma var „maður að sunnan“, sem kallaður var Jói fíni, framkvæmdastjóri útgerðarinnar. Hann hafði lítið vit á sjávarútvegi og komu menn iðulega að tómum kofanum hjá honum þegar mál tengd sjómennsku bar á góma.

Eitt sinn slitnaði trollið aftan úr Vetti. Steinn Jónsson skipstjóri hringdi í land og sagði Jóa fína tíðindin. Framkvæmdastjórann setti hljóðan um stund, en síðan kom:

„Fór pokinn líka?“

*

Það var í Lónsbugtinni fyrir mörgum áratugum síðan. Minni skipin máttu veiða nær landi en þau stærri og mörg voru um hituna.

Á þessum tima þurftu sum skip að taka svokallaðar saltfiskprufur. Þá voru flattir nokkrir þorskar úr hverju holli og kannað hvort að mikið eða lítið væri um orma í þeim.

Auðunn Auðunsson var þarna með Hólmatind frá Eskifirði og Ragnar Franzson með Þorkel Mána úr Reykjavík. Þessir togarar tilheyrðu stærri skipunum á þessum slóðum og fiskuðu vel.

Svo gerðist það eitt sinn að Ragnari þótti Auðunn vera kominn býsna nálægt landi – meira en hann mátti. Gat hann ekki orða bundist á þessu athæfi kollega síns og sagði kíminn við fyrsta stýrimann sinn:

„Það verða ekki ormar í prufunum hjá Auðunni. Það verða ánamaðkar.“

*

Þegar Júlíus Júlíusson var skipstjóri á Lagarfossi, sat hann einhverju sinni til borðs á fyrsta farrými og gerðust þá nokkrar fiskiflugur, er sveimuðu um borðsalinn, nærgöngular við hann. Kallaði þá Júlíus í þjóninn og spurði með þjósti:

„Hvernig var það, maður! Sagði ég yður ekki í gær að reka út flugurnar?“

„Jú, skipstjóri og ég gerði það,“ svaraði þjóninn auðsveipur.

En Júlíusi ofbauð blygðunarleysi þjónsins og mælti:

„Ó, Jesús minn, góður guð! Hvaða þvaður er þetta? Haldið þér að ég sjái ekki að

þetta eru akkúrat sömu flugurnar og voru hér í gær?“

*

Jón Einarsson frá Ísafirði, kallaður Jón lappari sökum þess að hann var skósmiðssonur, var lengi kokkur á togurum fyrir sunnan, en var nú kominn aftur vestur í leit að vinnu.

Auglýst hafði verið eftir matsveini á Ísborgina, sem þá var undir skipsstjórn Einars Jóhannssonar, og sóttist Jón eftir starfinu. Skipstjórinn vildi fá nánari upplýsingar um sjómennskuferil hans og það stóð ekki á svarinu:

„Ég get sagt þér það, Einar minn, að ég er búinn að vera kokkur til sjós í 30 ár og hef aldrei misst mann.“

Jón lappari var að sjálfsögðu ráðinn á stundinni.

*

Kristófer Reykdal var um tíma skipstjóri á stórum trollbáti, svokölluðum tappatogara. Þá hittist einhverju sinni svo á að fiskurinn var að hans mati aðallega innan við landhelgislínuna, en lítil veiði var utan hennar. Hann ákvað því að toga upp undir landi og að hans sögn voru hundarnir á næsta sveitabæ farnir að gelta að bátnum. Kristófer tók riffil og skaut nokkrum viðvörunarskotum í fjöruna og hundarnir hentust heim í bæ og þorðu ekki út fyrr en daginn eftir.

Þetta varð til þess að bóndinn á bænum hafði samband við Landhelgisgæsluna, sem blandaði sér í málið þegar í stað.

Kristófer sagði svo frá sjálfur að hann væri eini skipstjórinn sem hefði verið kærður fyrir að trufla landbúnaðarstörf. Af þessu var hann nokkuð stoltur.

*

Sumarið 1947 hélt mótorbáturinn Sídon frá Vestmannaeyjum til síldveiða fyrir Norðurlandi. Alls voru sextán manns í áhöfninni og matsveinninn var enginn annar en Lási kokkur.

Í einni landlegunni, í ónefndu bæjarfélagi, ákváðu nokkrir af skipverjunum að bregða sér saman í verslun. Þeir þekktu þar aðeins til og vissu að afgreiðslumaðurinn hafði hlotið viðurnefnið „þjófur“.

Lási vildi fara með þeim og var það auðsótt mál. Þeir sögðu honum hvað afgreiðslumaðurinn væri stundum kallaður, en lögðu jafnframt á það ríka áherslu, að þjófsnafnið mætti alls ekki nefna í búðinni.

En Lási var gleyminn og um leið og þeir skipsfélagar koma í búðina gengur hann rakleitt að afgreiðslumanninum og segir glaðhlakkalega:

„Góðan daginn, þjófabófi minn.“

*

Eitt sinn stóð Sigurður Árnason, skipherra hjá Landhelgisgæslunni, Binna í Gröf að veiðum í landhelgi austur á Vík. Binni var ferjaður í borð um varðskipið og

þar deildu þeir lengi því að Binni þrætti og sagðist ekki hafa verið fyrir innan. Endaði það með því að Sigurður skipaði honum að sigla í land þar sem dæmt yrði í málinu. Þegar Binni var á leið frá borði, kominn út að lunningu, sneri hann sér við, horfði í augu Sigurði og segir:

„Siggi, ég var ekki fyrir innan, ég sver það við svip augna minna.“

Eitt andartak var þögn og Sigurði þótti svo mikið sakleysi skína úr því auganu sem hann horfði í að honum rann allur móður og sagði:

„Binni, ég trúi þér, farðu, við gerum ekki meira úr þessu.“

Binni lét ekki segja sér það tvisvar og fór frá borði.

Allnokkru síðar frétti Sigurður hvernig í pottinn var búið og sagði þannig frá því:

„Binni hafði lent í slysi nokkru áður en fundum okkar bar saman þarna á Víkinni og augað, sem ég féll fyrir vegna fullfermis af sakleysi, var glerauga.“

*

Eiginkonur skipverjanna á Ísleifi VE-63 fengu einhverju sinni kveðju frá þeim í óskalagaþætti sjómanna í Ríkisútvarpinu. Þeir höfðu þá verið lengi að veiðum í Norðursjónum og völdu með Bítlalagið „Help“.

Viku síðar fengu þeir kveðju frá eiginkonum sínum í sama þætti með laginu ... „Help Yourself“.

*

Friðmundur Herónýmusson, oftast kallaður Freddi, formaður og útgerðarmaður í Keflavík var bæði fljóthuga og óðamála.

Eitt sinn kom Freddi um borð í bát sinn í talsverðri ylgju í Keflavíkurhöfn og varð ekki manna var ofan þilja. Snaraðist hann þá fram í lúkarsopið og öskraði niður:

„Eruð þið vitlausir, strákar, að skilja bátinn svona einan eftir uppi á dekki?“

*

Jóhann Adolf Oddgeirsson, kallaður Addi, var fiskinn mjög. Hann bjó alla tíð á Grenivík en gerði í mörg ár út frá Grindavík á vetrarvertíðum.

Þegar Addi kom á Verði á sína fyrstu vetrarvertíð í Grindavík varð honum að orði um leið og hann steig fæti upp á bryggjuna:

„Er það hér sem ég á að vera aflahæstur á þessari vertíð?“

Þótti ýmsum þetta digurbarkalega mælt, en hann stóð við þetta!

*

Það var togaranum á Surprise - „Præsanum“ - frá Hafnarfirði. Við vorum á karfaveiðum við Nýfundnaland og Doddi hestur fékk torkennileg eymsli í lillann. Fyrsti stýrimaður, sem var nýr og ferskur í starfinu, úrskurðaði samstundis, að um væri að ræða sýfilís.

Doddi var settur í einangrun og haldið nánast eins og fanga. Honum var færður matur og enginn notaði sömu mataráhöld og hann. Þannig leið túrinn, sem tók 15 daga. Hesturinn bara las allt sem til var í skipinu og klóraði sér á pungnum á meðan aðrir fiskuðu og hlóðu skipið. Og þegar að landi var komið var hann umsvifalaust sendur til læknis.

Skömmu seinna lágu leiðir Dodda hests og skipsfélaga hans, Jóns í Mýrinni, saman í Hafnarstræti í Reykjavík. Þeir voru hvor á sínu fortóinu og Doddi kallaði yfir götuna, svo vegfarendur gátu heyrt:

„Nonni, þetta var ekki sýfílis, þetta var forhúðarbólga.“

*

Hávarður Bergþórsson, kallaður Hæi Bergþórs, var á Agli rauða og andaði köldu á milli hans og fyrsta stýrimannsins.

Eitt sinn var Hæi á stýrisvakt. Stýrimanninum þótti illa stýrt og gaf það skilmarkilega til kynna.

Þá sagði Hæi:

„Veistu hvað er líkt með þér og stýrismaskínunni?“

„Nei, hvað er það?“ spurði stýrsi ólundarlega.

Svar Hæja kom um hæl:

„Það þyrfti að tappa af ykkur báðum.“

*

Siggi Nobb var enginn venjulegur sjómaður; víðförull var hann, hraðlyginn og skemmtilegur, auk þess að vera sögumaður góður. Hann var í mörg ár á verksmiðjuskipinu Cosmos sem fylgdi norska hvalveiðiflotanum eftir í Suðurhöfum á fyrri hluta síðustu aldar.

Þegar aldurinn færðist yfir Sigga kom hann sér fyrir í sínum gamla heimabæ, Neskaupstað, sagði þar sögur og laug á bæði borð – og drakk brennivín.

Einhverju sinni var Siggi Nobb spurður að því, hvort hann hefði komið til Madrid.

„Nei, vinur,“ svaraði hann, „en ég hef siglt þar framhjá.“

Sennilega hefur enginn „leikið“ það eftir!

 

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt sem á heima á Pressunni?
Sendu okkur póst á pressan@pressan.is - Fyllsta trúnaðar gætt, sé hans krafist.14.des. 2017 - 21:00

Vísindamenn hafa fundið 512 ára hákarl

Vísindamenn hafa fundið risastóran grænlandshákarl sem gæti hugsanlega verið elsta hryggdýr í heimi. Grænlandshákarlinn er áætlaður að vera 512 ára gamall. Þessi grænlandshákar syndir um Norður-Íshafinu. Vísindamenn mældu lengd hákarlsins til að finna út aldur hans. 
14.des. 2017 - 20:00 Sverrir Björn Þráinsson

Kristín losaði 21 kg á 24 vikum með breyttri rútínu: „Líf mitt varð svo mikið léttara og skemmtilegra“

Kristín Frímannsdóttir, 48 ára grunnskólakennari fékk nóg af versnandi heilsu vegna lífstíls og lagði upp í ferð til breytinga. Hún náði stórkostlegum árangri og hefur nú losað 21 kg af líkama sínum á 24 vikum og grætt aukinheldur varanlega mun betri heilsu, andlega-og líkamlega.
14.des. 2017 - 19:00 Aníta Estíva Harðardóttir

Íkorni heimsækir reglulega fjölskylduna sem bjargaði honum

Mynd: Instagram/cidandbella Fyrir átta árum síðan bjargaði fjölskylda fjögurra vikna gömlum íkorna sem var örlítill og slasaður. Átta árum síðar er íkornin enn að heimsækja fjölskylduna reglulega en þau slepptu honum út í náttúruna þegar hann var orðin nógu heilbrigður til þess að sjá um sig sjálfur.
14.des. 2017 - 17:30

Góðir pabbar, minna stress

Mynd:Corbis Í nýlegri rannsókn, sem greint var frá á ráðstefnu American Psychological Association, kemur í ljós að karlmenn sem hafa átt jákvæð og uppbyggileg samskipti við föður sinn eru betur búnir til að takast á við daglegt stress en þeir sem minnast ekki föður síns á jákvæðan máta.
14.des. 2017 - 16:31 Eyjan

Samtök ferðaþjónustunnar : „Skora á Isavia að endurskoða áform sín“

Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar hafa sent frá sér ályktun, þar sem skorað er á Isavia að endurskoða hugmyndir sínar um fyrirhugaða gjaldtöku á hópbifreiðum, en sú gjaldtaka hefur farið fyrir brjóstið á mörgum innan ferðaþjónustunnar þar sem kostnaðurinn þykir ansi hár. 
14.des. 2017 - 15:00 Aníta Estíva Harðardóttir

Fékk sér gervineglur – Átti ekki von á þessum skelfilegu afleiðingum

Mynd:Caters Kona missti hluta af þumalfingri sínum eftir að gervinögl hennar leiddi til blóðeitrunar sem hefði geta leitt hana til dauða.
14.des. 2017 - 13:30 Bleikt

Úrval 30 þúsund ljósmynda leikskólabarna komin út í bók

Árið 2006 dreifði Hálfdan Pedersen hundruðum einnota ljósmyndavéla til fimm ára leikskólabarna í öllum bæjar- og sveitarfélögum á Íslandi. Viðfangsefni myndanna var undir börnunum sjálfum komið. Afraksturinn varð yfir 30 þúsund ljósmyndir.
14.des. 2017 - 12:00 Aníta Estíva Harðardóttir

Snapparinn Camilla Rut heldur ókeypis Jólatónleika

Mynd: Úr einkasafni Snapparinn og gleðigjafinn Camilla Rut ásamt eiginmanni sínum, Rafn Hlíðkvist Björgvinsson, halda ókeypis jólatónleika þann 19. desember næstkomandi.
14.des. 2017 - 11:00 Aníta Estíva Harðardóttir

Minningarathöfn við Reykjavíkurtjörn fyrir Klevis Sula

Minningarathöfn fyrir Klevis Sula, sem lést af sárum sínum þann 8. desember síðastliðinn eftir að hafa verið stungin margsinnis á Austurvelli í byrjun mánaðarins, verður haldin sunnudaginn 17. desember næstkomandi.
14.des. 2017 - 10:00

Hjónabandsráðgjöf hjálpar

Nýleg ítarleg rannsókn gefur til kynna að hjónabandsráðgjöf geti hjálpað jafnvel verstu hjónaböndum svo lengi sem báðir aðilar vilji bæta sambandið.
14.des. 2017 - 08:57 Eyjan

Áslaug, Páll og Óli Björn fá formennsku fastanefnda hjá Sjálfstæðisflokknum

Í gærkvöldi lagði þingflokkur Sjálfstæðisflokksins til hverjir færu með formennsku í þeim þremur fastanefndum sem flokkurinn hefur að skipa. Tillaga þingflokksins er að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir verði formaður utanríkisnefndar, Páll Magnússon formaður allsherjarnefndar og Óli Björn Kárason formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
14.des. 2017 - 08:00

„Hjálp, hjálp“ heyrðist öskrað: Lögreglan brást skjótt við en mætti mjög óvæntum aðstæðum

„Hjálp, hjálp“ heyrðist öskrað síðdegis í gær á Schweigaards götu í miðborg Oslóar í Noregi. Vegfaranda brá mikið við öskrin og hringdi í lögregluna sem brást skjótt við og sendi lögreglumenn á vettvang. Lögreglumennirnir voru fljótir að komast á sporið og fundu húsið þaðan sem öskrin bárust. En aðstæðurnar inni í húsinu voru allt aðrar en lögreglumennirnir áttu von á en þeir voru búnir undir það versta.
13.des. 2017 - 22:00

Áll nagaði sig inn í líkama manns sem hafði sett hann í endaþarm sinn

Karlmaður í Kína þurfti að leggjast inn á sjúkrahús eftir að hafa að áll komst inn í líkama hans. Samkvæmt frétt breska dagblaðsins The Sun ákvað maðurinn að setja þennan 50 sentímetra langa ál inn í endaþarm sinn eftir að hafa séð slíkt gert í klámmynd.
13.des. 2017 - 21:00

Býrð þú með kynlífsfíkli?

Heldur þú að maki þinn eigi við ástar- og kynlífsfíkn að stríða?Þú getur prófað að svara þessum krossaspurningum fyrir hann og ef þú svarar mörgum spurningum játandi ættir þú kannski að benda honum á að það er hægt að fá hjálp
13.des. 2017 - 20:00 Aníta Estíva Harðardóttir

Transmaður gekk með og fæddi sitt annað barn

Mynd: Swns Karlmaður sem hóf breytingarferli sitt frá konu yfir í karl, hefur nú gengið með og fætt sitt annað barn.
13.des. 2017 - 19:00 Guðrún Ósk Guðjónsdóttir

Vó 200 kíló og drakk 40 kók dósir á dag

Shane Trench er 21 árs og vinnur á matsölustað. Shane var háður Coca Cola. Hann drakk í kringum þrettán lítra á dag og vó mest 200 kíló. Shane drakk kók með mat, en hann borðaði fisk og franskar í morgunmat, hádegismat og kvöldmat.
13.des. 2017 - 16:30

Veldu réttu vinina

Vinir eru fjölskyldan sem við veljum okkur sjálf. Eftir því sem vinirnir mynda ólíkari hóp því fjölbreyttara er líf þitt. Hér er listi yfir fimm vini sem gera lífið áhugaverðara og skemmtilegra.
13.des. 2017 - 15:00 DV

Hrafnhildur keypti sér köku í Reykjavík og endaði á bráðamóttökunni: „Ekki í lagi að þurfa að óttast um líf sitt“

Hrafnhildur Jóhannesdóttir varð fyrir því óláni að þurfa að fara í tvígang á bráðamóttökuna í síðustu viku eftir að hafa borðað súkkulaðiköku, brownie, sem átti að vera vegan. Hún fékk heiftarlegt ofnæmiskast þar sem kakan var ekki vegan í raun og veru.
13.des. 2017 - 13:28

Karamellur sem bráðna í munni

Heimalagað sælgæti er algjört dekur þegar vel tekst til. Þegar maður veit að sælgætið er gert af ást og alúð nýtur maður hvers bita til hins ýtrasta. Það gerir heimalagað sælgæti líka að dásamlegri gjöf og með þeim betri sem hægt er að gefa, og þá skiptir engu hvort hún er ætluð manni sjálfum til þess að gleðja og næra andann, börnunum eða vinum og vandamönnum.
13.des. 2017 - 12:00

Sum matvæli geymast árum saman

Hin svokallaða „best fyrir“-dagsetning á matvælum er alls ekki heilög og oft er í góðu lagi með mat þótt liðinn sé langur tími frá síðasta söludegi. Vissulega eru sum matvæli viðkvæmari en önnur og bera þess fljótt merki að þeim þurfi að henda fljótlega eftir „best fyrir“-dagsetningu eða síðasta söludag. Mjólk, ostur og kjötvörur eru gott dæmi um slík matvæli.
13.des. 2017 - 10:30

Sjáðu 100 ár af líkamsrækt á 1 mínútu

Tíminn líður og tíska og áherslurnar í líkamsræktinni með. Bæði aðferð og fatnaður.  Í meðfylgjandi myndbandi má sjá á einni mínútu hvernig líkamsrækt hefur breyst á 100 árum frá 1910 til 2010. Hvaða ár er þitt uppáhalds?
13.des. 2017 - 09:00 DV

Spilaði fótbolta án þess að vera með hijab – Á fangelsisrefsingu yfir höfði sér - Þorir ekki að snúa heim

Íranska knattspyrnukonan Shiva Amini, 28 ára, hefur verið útilokuð frá íranska knattspyrnulandsliðinu eftir að hún birti myndband þar sem hún sést spila fótbolta íklædd stuttbuxum og ekki með höfuðklæðnaðinn hijab. Hún á fangelsisrefsingu yfir höfði sér í heimalandinu. Hún þorir ekki heim og hefur nú sótt um hæli í Sviss.
13.des. 2017 - 08:00

Bandaríkjamaður dæmdur í 15 ára fangelsi: Skildi beikon eftir utan við mosku

Michael Wolfe. 37 ára karlmaður, Michael Wolfe, frá Titusville í Flórída í Bandaríkjunum var nýlega dæmdur í 15 ára fangelsi fyrir hatursglæp. Í janúar 2016 braust hann inn í Masjid Al-Munin moskuna og skildi beikonsneiðar eftir við aðalinnganginn. Auk þess braut hann margar rúður í moskunni.
12.des. 2017 - 22:00

Stunda kynlíf 112 sinnum á ári

Hversu oft í viku er hinn almenni borgari að sofa hjá? Þessi spurning er ekki óalgeng hjá pörum samkvæmt rannsókn sem framkvæmd var af kynjafræðastofnun Kinsey sem náði yfir pör í hjónabandi eða föstu sambandi.
12.des. 2017 - 21:00 Ari Brynjólfsson

Stakk fyrrverandi 36 sinnum eftir að hún frétti að hann væri á Tinder

Hasna Begum og Pietro Sanna. Kona á þrítugsaldri hefur verið dæmd í lífstíðarfangelsi eftir að hún stakk fyrrverandi kærasta sinn til bana eftir að hún komst að því að hann væri á stefnumótaforritinu Tinder og að hann hefði notað það til að kynnast annarri konu. Hin 25 ára gamla Hasna Begum mun hafa reiðst mikið við að heyra þessar fregnir þrátt fyrir að hún hafi hætt með hinum 23 ára gamla Pietro Sanna fimm mánuðum áður. Hasna bjó til falskan reikning á Instagram og sendi stúlkunni sem Pietro var að hitta hótandi skilaboð.

12.des. 2017 - 20:00

Davíð Þór: „Leggjum áherslu á að komið sé með allan hópinn, börn trúlausra foreldra og íslömsk börn“

Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju, hefur komið víða við í lífi sínu á sviði lista og fræða. Kristinn Haukur heimsótti hann í kirkjuna og spurði meðal annars út í grínferilinn, ritstjórnina á Bleiku og bláu, prestsstörfin og baráttuna við áfengið.
12.des. 2017 - 19:00

Missti minnið eftir að hafa sofið hjá eiginmanninum

Fimmtíu og fjögurra ára gömul kona sagði læknum að hún hefði misst minnið. Hún var skelfingu lostin þegar hún kom á sjúkrahús í Washington, Bandaríkjunum, þar sem hún greindi læknum frá því að hún hefði sofið hjá eiginmanni sínum og sagðist ekki muna eftir síðastliðnum sólarhring.
12.des. 2017 - 17:30 Eyjan

Trump verst ásökunum um kynferðislega áreitni á Twitter

Donald Trump Bandaríkjaforseti, sagði í dag að allur sá fjöldi ásakana á hendur honum varðandi kynferðislega áreitni, væri liður í samsæri Demókrata og kallaði þær falsfréttir. Orð Trump féllu degi eftir að þrjár konur ásökuðu Trump um að hafa áreitt sig kynferðislega í viðtali á NBC sjónvarpsstöðinni og á blaðamannafundi í New York í gær.
12.des. 2017 - 16:00

Betra líf á tíu sekúndum

Tímaritið Women's Health Magazine tók saman lista yfir ráð sem bæta heilsu þína á tíu sekúndum hvert. Tíu atriði sem gætu virst smávægileg en skipta máli í stóra samhenginu.
12.des. 2017 - 13:30 Sælkerapressan

Gómsætar smákökur: Hvítt súkkulaði og karamellukurl

Ég er stundum spurð hvað mér finnst skemmtilegast að baka. Það finnst mér alltaf jafn erfið spurning. Ég get ekki gert uppá milli barnanna minna. Hins vegar hef ég lengi vel verið mjög svag fyrir að baka smákökur. Kannski út af því að þegar ég var lítil fékk ég alltaf að hjálpa mömmu í smákökubakstri. 
12.des. 2017 - 12:16

„Heiðarleg stikla“ fyrir Love Actually

Það styttist í jólin. Nú er besti tíminn til að koma sér vel fyrir í sófanum og horfa á skemmtilega jólamynd. Love Actually er ein af þeim myndum sem margir líta á sem klassíska jólamynd, þó svo söguþráður hennar tengist ekkert jólunum.
12.des. 2017 - 11:01 Eyjan

Olíunotkun sjávarútvegsins fer minnkandi – Nálgast markmið Parísarsamkomulagsins

Samkvæmt skýrslu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi um olíunotkun greinarinnar til 2030, sem unnin er af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins, kemur í ljós að eldsneytisnotkun hefur minnkað töluvert frá árinu 1990, eða um 43%
12.des. 2017 - 10:00

Var fyrst dvergur en svo risi

Lítið er vitað um ævi Adams Rainer. Staðreyndirnar sem við þó vitum um hann eru einhverjar þær furðulegustu sem um getur. Hann var fæddur í borginni Graz í Austurríki árið 1899. Snemma kom í ljós að Adam litli átti við illvíg vaxtarvandamál að stríða.
12.des. 2017 - 09:06 Eyjan

„Tímabært að teikna upp mynd af því hvernig hann og hans nánustu hafa hagað sér“

Karl Th. Birgisson, ritstjóri Herðubreiðar, gaf út á dögunum bók er nefnist Hinir Ósnertanlegu, saga um auð, völd og spillingu. Þar er fjallað um viðskiptasögu Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og ítök föðurættar Bjarna í viðskiptalífinu í gegnum árin, sem höfundur kallar „eitrað samband stjórnmála og viðskipta.“
12.des. 2017 - 08:00

Ótrúlegar tekjur 6 ára YouTube-stjörnu: 11 milljónir dollara á einu ári

Það er töluverður fjárhagslegur ávinningur af því að vera vinsæl YouTube-stjarna, að minnsta kosti fyrir suma. Það má eiginlega segja að það sé meira en töluverður fjárhagslegur ávinningur af þessu, eiginlega ótrúlega mikill ávinningur. Ein af tekjuhæstu YouTube-stjörnunum er aðeins 6 ára en hafði samt sem áður 11 milljónir dollara, sem svara til um 1.150 milljóna íslenskra króna, í tekjur á einu ári.
11.des. 2017 - 22:00

Simon Cowell bjargað af lögreglu eftir að óður nágranni fékk nóg

Lögregla var kölluð að húsi Simon Cowell eftir að óður nágranni vopnaður golfkylfu öskraði á hann og hótaði að eyðileggja bíla í götunni í Kensington-hverfinu í Lundúnum. X-Factor dómarinn hreinskilni var á leiðinni á jólaboð þegar nágranninn mætti óður út á götu.
11.des. 2017 - 21:00

Mynd dagsins: Maður að gera þarfir sínar á mælaborðinu

Vetrarkuldinn sem við þurfum að þola hér á Íslandi á það til að slá fólk út af laginu, það á kannski við í þessu tilviki þar sem eiginmaðurinn sendi konunni sinni SMS skilaboð vegna manns sem var að gera þarfir sínar á mælaborðinu. Athugið að það kann ekki að vera að þetta sé sönn saga.
11.des. 2017 - 20:00 Ari Brynjólfsson

Telja sig hafa borið kennsl á bein „alvöru“ Jólasveinsins

Vísindamenn við Oxford háskóla telja að bein sem eru varðveitt í Bari á Ítalíu séu í raun og veru bein Jólasveinsins. Um er að ræða bein sem fullyrt hefur verið að séu af Heilögum Nikulás og hafa verið flutt á milli staða í Asíu og Evrópu síðustu þúsund ár eða svo.
11.des. 2017 - 18:30

Topp 10: Jólamyndir

Yfirsnúningur og æðibunugangur einkenna aðventuna hjá mörgum en fátt er betra eftir búðaráp, jólastress, þrif og smákökubakstur en að henda sér í stofusófann yfir góðri jólamynd, sérstaklega ef hún sýnir kaos og óhöpp á ofsafengnari skala en mögulegt er að fjölskyldan lendi í, jafnvel þó allt fari á versta veg.
11.des. 2017 - 17:00

Sjö leiðir að hamingju

Tímaritið Cosmopolitan bendir lesendum sínum á sjö leiðir til þess að öðlast hamingju. Sjö atriði sem eru lykilþættir í leitinni að betra lífi.
11.des. 2017 - 15:30 Doktor.is

Góð ráð til að hætta að reykja

Hvað á ég að gera? Það er áríðandi að gera sér ljóst, hvers vegna vilji er á að hætta að reykja. Skrifið niður ástæðurnar – Þá er hægt að grípa til þeirra ef á þarf að halda. Veljið aðferðina við að hætta – smátt og smátt eða þegar í stað.
11.des. 2017 - 14:00 Bleikt

Notendur Twitter lýsa árinu 2017 í fjórum orðum og það er ekki jákvætt

Það eru þrjár vikur eftir af árinu 2017 og fólk er þegar byrjað að taka saman yfirlit yfir það besta og versta sem árið færði okkur. Notendur Twitter eru þar engin undantekning en fjölmargir notendur hafa tekið sig til og dregið árið saman í aðeins fjórum orðum.
11.des. 2017 - 13:42 Ari Brynjólfsson

Einn handtekinn eftir sprengingu í New York - Myndband

Einn hefur verið handtekinn eftir að rörsprengja var sprengd í New York. Ekki er talið að neinn hafi látið lífið en nokkrir munu hafa slasast. Sprengingin varð nálægt 8. breiðgötu og 42. stræti á Manhattan ekki langt frá Times Square. Talið er að sprengjan hafi sprungið í strætisvagni eða nærri strætisvagni. Mikill fjöldi lögreglumanna er á vettvangi og hefur Trump forseti verið látinn vita.
11.des. 2017 - 12:21

Móðir grátbiður fólk um að gefa ekki heimilausum syni hennar pening, föt eða mat

Móðir vill hafa son sinn hjá sér næstu jól en ekki í gröfinni. Hún hefur skrifað opið bréf þar sem hún biður almenning um að gefa ekki syni hennar pening, föt eða mat. Sonur hennar er fíkill og er heimilislaus.
11.des. 2017 - 11:00

Unnustinn fannst í bakgrunninum á mynd í fjölskyldualbúminu

Það þarf ekki að efast um tilvist örlaga þegar kemur að ástinni, sérstaklega í þessu tilviki. Fyrir meira en áratug fór Verona Koliqi ásamt fjölskyldu sinni í strandferðalag í Svartfjallalandi. Eins og gengur og gerist voru teknar nokkrar myndir af henni og fleirum að leika sér á ströndinni. Þegar Verona var að fara yfir fjölskyldualbúmin ásamt unnusta sínum, Mirand, þá tók hann eftir strák á vindsæng sem hafði laumað sér inn á eina myndina. Þetta var hann.
11.des. 2017 - 10:01

Hætt að sofa hjá karlmönnum eftir að hafa „sofið hjá 20 draugum“

Bresk kona heldur því fram að hún hafi „stundað kynlíf“ með 20 mismunandi draugum síðastliðin tólf ár. Hún segir einnig að draugar séu betri en karlmenn í rúminu. Amethyst Realm er 27 ára og er frá Bristol í Bretlandi. 
11.des. 2017 - 09:16 Eyjan

„Þessi gjaldtaka er án fordæma og án alls samtals við ferðaþjónustuna“

Fyrirtæki í ferðaþjónustu ráða nú ráðum sínum eftir að Isavia tilkynnti um fyrirhugaða gjaldtöku á stæðum fyrir hóferðabíla við flugstöð Leifs Eiríkssonar sem hefst þann 1. mars. Mun gjaldið vera 7,900 krónur fyrir hópbifreiðar með 19 eða færri  sæti en 19,900 fyrir bifreiðar með fleiri en 20 sæti.
11.des. 2017 - 08:00

Góð ráð til að halda innbrotsþjófum frá heimilinu

Jólin eru hátíð hjá mörgum innbrotsþjófum enda margir að heiman og því á stundum auðvelt að athafna sig í mannlausum húsum. Það er enginn fögnuður af því að fá innbrotsþjófa inn á heimilið og þá kannski sérstaklega ekki um jólin. En við getum sjálf gert ýmislegt til að reyna að halda þeim fjarri. Hér verða talin upp nokkur atriði sem geta einmitt gagnast við þetta.
10.des. 2017 - 21:00

Dularfull mannshvörf farþega skemmtiferðaskipa

Þann sjötta apríl á þessu ári gekk John Halford frá fatnaði sínum niður í ferðatösku og setti hana fyrir framan klefa sinn um borð í skemmtiferðaskipinu Thomson Spirit. Það var síðasti dagur vikulangrar siglingar og Halford var að undirbúa brottför sína.
10.des. 2017 - 20:00 Aníta Estíva Harðardóttir

Geðhjúkrunarfræðinemar fara í sjálfboðaliðastarf til Indónesíu: „Ég er pínu stressuð þar sem ég hef aldrei gert neitt þessu líkt“

Rebekka og Alice/Mynd úr einkasafni Rebekka Rut Maríusdóttir og Alice Davies eru báðar að læra geðhjúkrunarfræði í Háskólanum í Bangor, Wales. Á dögunum fengu þær tækifæri til þess að fara sem sjálfboðaliðar til Bali í Indónesíu að læra á geðheilsumenninguna þar, kenna ensku og aðstoða börn með hegðunarvandamál.

Veðrið
Klukkan 06:00
Heiðskírt
Logn
-5,7°C
Heiðskírt
NA3
-3,8°C
Skýjað
VSV1
-3,5°C
Alskýjað
ASA1
-3,1°C
Skýjað
NV5
-2,9°C
Heiðskírt
NA4
-4,2°C
Spáin
(1-) Gæludýr.is: Flutingar - nóv
SushiSocial: jól 2017
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 17.11.2017
Ég fresta skýrslunni: Hvers vegna?
Magnús Þór Hafsteinsson
Magnús Þór Hafsteinsson - 26.11.2017
Trúverðugleiki í húfi
Indíana Ása Hreinsdóttir
Indíana Ása Hreinsdóttir - 18.11.2017
Um daður, áreitni og afleiðingar
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 20.11.2017
Íslands nýjasta nýtt
Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson - 19.11.2017
Stór mál fyrir íbúa Suðurnesja
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 21.11.2017
Lífræn grasrótarþjóðkirkja
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 25.11.2017
Landsdómsmálið
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 23.11.2017
Dómarar gæta hagsmuna sinna
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 21.11.2017
Mismunandi niðurstöður jafn réttar
Börkur Gunnarsson
Börkur Gunnarsson - 22.11.2017
Nafnar
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 18.11.2017
Fjórði fundurinn
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 16.11.2017
Málinu drepið á dreif
Kristinn H. Gunnarsson
Kristinn H. Gunnarsson - 18.11.2017
Uppreist æra í stað siðbótar
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 02.12.2017
Ánægjuleg tíðindi af dómurum
Fleiri pressupennar