17. júl. 2012 - 14:24

Harðar forræðisdeilur í Reykjavík: Braust inn og stal kettinum af fyrrum sambýlismanni sínum

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Hæstiréttur hefur hafnað kröfu lögreglustjórans í Reykjavík um húsleitarheimild á heimili manns sem sakaður er um að hafa numið á brott kött af heimili fyrrverandi sambýlismannisinnar. Mennirnir voru í sambúð en slitu henni í nóvember 2011. Í framhaldinu komu upp deilur um hver ætti rétt yfir dýrinu.

Héraðsdómur hafði áður hafnað kröfunni í síðustu viku, en sá sem var með köttinn í sinni vörslu krafðist þess að fá hann í sínar hendur.  Kötturinn var skráður hjá dyraaudkenni.is en það dugði ekki til að færa sönnur á hver ætti rétt á dýrinu.

Sá sem nam köttinn á brott hefur viðurkennt að hafa þann 28. júní farið að heimili fyrrverandi sambýlismanns síns í því skyni að sækja köttinn. Hann fékk aðstoð iðnaðarmanna sem voru að vinna við húsið en þeir lyftu honum upp með vinnulyftu að svölum hans. Þar kallaði maðurinn á köttinn og hafði hann á brott með sér. Daginn eftir var hann kærður fyrir innbrot og þjófnað á kettinum.

Lögreglan metur það sem svo að nauðsynlegt sé að gera húsleit hjá ákærða í því skyni að leggja hald á dýrið og koma kettinum í hendur þess sem var upphaflega með köttinn. Í niðurstöðu dómsins segir að lögreglan hafi ekki gert grein fyrir hvaða rannsóknarhagsmunir séu í húfi og kröfunni er því hafnað:

Í máli þessu liggur fyrir rökstuddur grunur um að kærði hafi framið brot er sætt getur ákæru og hann hefur við skýrslutöku hjá lögreglu viðurkennt að kötturinn sé í hans vörslum. Í kröfu lögreglu er hins vegar ekki gerð grein fyrir því hverjir rannsóknarhagsmunir séu í húfi fyrir því að orðið verði við kröfu um húsleit. Það að í kröfu lögreglu sé vísað til þess að nauðsynlegt sé að gera húsleit hjá kærða í því skyni að leggja hald á köttinn og koma honum í hendur kæranda geta að mati dómsins ekki talist rannsóknarhagsmunir.

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt sem á heima á Pressunni?
Sendu okkur póst á pressan@pressan.is - Fyllsta trúnaðar gætt, sé hans krafist.22.mar. 2017 - 22:00 Kristján Kristjánsson

Al-Kaída hefur fundið leið til að fela sprengiefni í rafhlöðum raftækja: Stór raftæki bönnuð í millilandaflugi

Nú í vikunni hafa borist fregnir af því að bandarísk og bresk stjórnvöld hafi sett bann við að flugfarþegar í flugi frá Miðausturlöndum og Norður-Afríku hafi stór raftæki með sér í farþegarýminu. Þetta er tilkomið vegna fregna um að al-Kaída hryðjuverkasamtökin hafi nú fundið leið til að fela sprengiefni í rafhlöðum og rafhlöðuhólfum raftækja.
22.mar. 2017 - 21:13 Bleikt/Ragga Eiríks

María - „Hann lamdi mig bara nokkrum sinnum þegar ég var ólétt“

„Það er svo merkilegt að ég man ekki eftir einu einasta svefnherbergi sem við áttum.Við bjuggum saman á óteljandi stöðum, enda var mjög mikilvægt fyrir hann að slíta markvisst á öll tengsl þar sem ég var farin að festa rætur.“ Gloppur í minni eru algengar meðal einstaklinga sem hafa upplifað ofbeldi og tengist oft einhverju sem er hreinlega of erfitt að muna.

22.mar. 2017 - 20:46 Ari Brynjólfsson

Varst þú á Reykjanesbraut í dag? Lögreglan biður um hjálp

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðarslysi sem varð á Reykjanesbraut skammt austan við Kaplakrika, móts við Setbergið mánudaginn 20. mars, en tilkynning um slysið barst klukkan 10.20. Þar rákust saman Toyota Yaris, vínrauð að lit, sem ekið var vestur Reykjanesbraut og Peugeot Partner, hvít að lit, sem ekið var austur Reykjanesbraut. Yaris bifreiðin fór yfir á rangan vegarhelming með þeim afleiðingum að árekstur varð og hafnaði hún utan vegar.

22.mar. 2017 - 20:30 Eyjan/Ari Brynjólfsson

Árni Páll: Eru 6% eðlileg fyrir framsækna vinstrið?

Kosningarnar í Hollandi voru léttir þar sem hægrisinnaðir útlendingahatandi popúlistar náðu ekki þeim árangi sem þeim hafði verið spáð. Það var líka gott að sjá góða kosningaþáttöku, sem sneri dæminu við. En hræðileg niðurstaða Verkamannaflokksins, PvdA, dregur enn og aftur upp þá mynd að það er rótgróinn jafnaðarmannaflokkur sem geldur fyrir vonbrigði og tilfinningar valdleysis sem gnæfa nú yfir evrópsk, sem og bandarísk stjórnmál, um þessar mundir.

22.mar. 2017 - 20:00 Smári Pálmarsson

Ódýrustu íbúðirnar á höfuðborgarsvæðinu – Svona líta þær út

Það er dýrt að verða sér úti um eigið húsnæði þessa dagana. Eyjan greindi frá því í vikunni að húsnæðisverð hefur hvergi í heiminum hækkað eins mikið og á Íslandi. Pressan ákvað því að kanna ódýrustu íbúðirnar sem eru til sölu á höfuðborgarsvæðinu. Allar eru þær stúdíó íbúðir og kosta á bilinu 16 til 20 milljónir. Sú minnsta er aðeins 19 fermetrar og sú stærsta rétt tæpir 38.
22.mar. 2017 - 18:58 Bleikt/Ragga Eiríks

Óskar Freyr: „Að svipta barn foreldri sínu er ofbeldi og illvirki gegn barninu“

„Í mörg ár… Allt of mörg ár hef ég skrifað um forsjár og umgengnismál og það ofbeldi sem á sér víða stað í þeim málum. Við erum komin aðeins á veg með þessi mál. Það er búin að vera umræða um að þetta er raunverulegt ofbeldi sem á sér stað. En nú ætla ég að nefna nýja stöðu. Sama ofbeldið, bara mun erfiðari staða.“
22.mar. 2017 - 17:51 Ari Brynjólfsson

Lögreglumaðurinn látinn – Leitað að hryðjuverkamanni

Mynd/EPA Lögreglumaðurinn sem var stunginn á lóð breska þinghússins áðan er látinn. Samkvæmt heimildum BBC leitar lögreglan í Lundúnum að einum manni grunaður um aðild á árásinni. Lögreglan hvetur fólk að halda sig fjarri svæðinu við breska þinghúsið og önnur kennileiti í Lundúnum. Fréttaritari BBC segir að fólk á staðnum tali um tvo árásarmenn, annan sem klifraði yfir girðinguna við þinghúsið og stakk lögregluþjóninn, og annan árásarmann sem á að hafa hlaupið í burtu.
22.mar. 2017 - 17:07 Ari Brynjólfsson

Skotmálið í Kópavogi upplýst

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er búin að upplýsa um skotmálið í Kópavogi, í gærkvöldi, barst lögreglunni tilkynning um skothvell í Kópavogi en tilkynnandi sagði að í kjölfarið hafi hann mætt manni sem hafi haft skotvopn meðferðis. Í ljósi aðstæðna var óskað eftir aðstoð sérsveitar ríkislögreglustjóra ásamt því að lögreglumenn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem sinntu útkallinu, vopnuðust.
22.mar. 2017 - 16:25 Eyjan/Ari Brynjólfsson

Lögreglan lítur á árásina sem hryðjuverk

Að minnsta kosti ein er látin og nokkir liggja særðir, þar á meðal tveir á lóð breska þinghússins, í Lundúnum eftir að maður ók yfir fólk á Westminsterbrú, maðurinn klessti á girðingu við þinghúsið og stakk lögregluþjón. Árásarmaðurinn var svo skotinn til bana af lögreglu. Lögreglan segist líta á árásina sem hryðjuverk, en í dag er ár frá hryðjuverkaárásinni á Brussel.
22.mar. 2017 - 15:44 Guðrún Ósk Guðjónsdóttir

Lögreglan leitar að manni

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af manninum á meðfylgjandi mynd vegna atviks sem átti sér stað rétt austan við skemmtistaðinn Tivoli bar í Hafnarstræti í Reykjavík aðfaranótt sunnudagsins 19. febrúar sl.,
22.mar. 2017 - 15:16 Ari Brynjólfsson

Skotum hleypt af við breska þingið: Þingmönnum sagt að halda sig inni

Breska lögreglan skaut mann fyrir utan breska þinghúsið nú fyrir skömmu. Að sögn breskra fjölmiðla var maðurinn vopnaður hnífi. Þingmönnum í neðri deild breska þingsins hefur verið skipað halda sér innandyra meðan lögreglan rannsakar málið.
22.mar. 2017 - 14:53 Bleikt

Andrea: „Til allra mæðra þarna úti, þið eruð hetjur“

Andrea Sólveigardóttir eignaðist dóttur sína sem er nú sjö mánaða gömul. Hún var á báðum áttum hvort hún ætti að deila sögunni en ákvað ríða á vaðið. Niðurstaðan er sú að ég elska að lesa svona sögur sjálf, bæði þegar ég var ólétt og núna eftir meðgönguna svo hér er mín saga.. ögn langdregin. Þetta er svo ótrúlega mögnuð upplifun að þótt ég sagðist ekki ætla eignast fleiri börn eftir mína upplifun þá er þetta fljótt að gleymast og breytist sársaukinn í fallega minningar í hvert skipti sem ég horfi á litla fallega kraftaverkið mitt.
22.mar. 2017 - 13:50 433/Hörður Snævar Jónsson

Fær Viðar loksins tækifæri?

Íslenska liðið leggur af stað til Albaníu í dag eftir þrjá daga í Parma á Ítalíu þar sem liðið hefur æft. Ísland mætir Kosóvó í undankeppni HM á föstudag en leikið er í Albaníu.
22.mar. 2017 - 13:34 Smári Pálmarsson

Þórdís Elva: „Ég hef fengið að heyra að úrvinnsla mín á að hafa verið nauðgað sé röng“

Það er engin ein leið til þess að takast á við afleiðingar ofbeldis, engin rétt eða röng aðferð við að horfast í augu við sársaukann, og vinna úr honum. Þetta segir Þórdís Elva Þorvaldsdóttir í pistli sem hún tileinkar þolendum kynferðisofbeldis og þeim sem vilja styðja við bakið á þeim. Hún gagnrýnir þolendaskömmun sem er elur af sér ranghugmyndir og er víða í samfélaginu. Þórdís Elva hefur vakið mikla athygli fyrir að hafa stigið fram ásamt manninum sem nauðgaði henni og rætt um bataferli og sátt.
22.mar. 2017 - 12:25 Kristján Kristjánsson

Hneyksli vofir yfir Eurovision í Úkraínu: Verður rússneski þátttakandinn handtekinn?

Allt frá því að Úkraína sigraði í Eurovision á síðasta ári hafa sumir haft áhyggjur af framkvæmd keppninnar á þessu ári. Ástæðan er fjandskapur Rússlands og Úkraínu en ríkin eiga í átökum í austurhluta Úkraínu og Rússar hafa sölsað Krím undir sig.
22.mar. 2017 - 11:50 Eyjan

Þjóðararfinum ógnað: Börn í Hafnarfirði tala ensku í frímínútum

„Ég hef aldrei haft neinar sérstakar áhyggjur af slettum – þær koma og fara. […] Þegar krakkar eru hins vegar byrjaðir að tala saman og leika sér á ensku, þá erum við komin á allt annað stig,“ segir Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslensku við Háskóla Íslands.
22.mar. 2017 - 10:26 Smári Pálmarsson

Íslenskur stórsvikari leigir út íbúðir í annarra eigu: Rannsókn málanna ekki hafin – „Á meðan heldur hann áfram“

Halldór Viðar Sanne hefur margsinnis komist í kast við lögin fyrir það að hafa fé af fólki með ólögmætum hætti. Frægasta dæmið er líklega hið svokallaða iPhone-svindl hans í Danmörku árið 2013. Árið áður auglýsti hann lífvarðanámskeið og rukkaði hvern þátttakanda 399 þúsund í námskeiðsgjöld. Stakk hann peningunum í eigin vasa og ekkert námskeið var haldið.
22.mar. 2017 - 09:18 433/Hörður Snævar Jónsson

Tíu ástæður þess að Liverpool ætti að kaupa Gylfa í sumar

Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Swansea, er orðaður við mörg lið þessa dagana en hann hefur verið frábær á tímabilinu. Gylfi hefur sannað það að hann er besti leikmaður Swansea og er mikilvægasti leikmaður liðsins.
22.mar. 2017 - 09:00 Kristján Kristjánsson

Öldungardeildarþingmaður segir að Donald Trump segi líklega fljótlega af sér forsetaembætti

Bandarískur öldungadeildarþingmaður, sem á sæti í dómsmálanefnd þingsins, segir að Donald Trump muni sjálfur koma sér út úr forsetaembættinu og það fljótlega. Þingmaðurinn, Dianne Feinstein, gaf sterklega til kynna að hún vissi meira um málið en hún geti sagt að svo komnu.
22.mar. 2017 - 08:00 Kristján Kristjánsson

Frækið björgunarafrek Íslendings í Bandaríkjunum

Benjamin Þór Pálsson. Ungur Íslendingur, Benjamin Þór Pálsson, vann frækið björgunarafrek á mánudaginn þegar hann bjargaði manni á níræðisaldri út úr brennandi húsií Overland Park í Kansas en Benjamin býr þar. 22 hús skemmdust í brunanum og þrír slökkviliðsmenn slösuðust við slökkvistarfið.
22.mar. 2017 - 07:56 Kristján Kristjánsson

Þrír menn lentu í snjóflóði í Botnsdal við Súgandafjörð

Suðureyri við Súgandafjörð. Um klukkan hálf átta í gærkvöldi féll snjóflóð á þrjá menn í Botnsdal við Súgandafjörð. Einn þeirra slasaðist og var fluttur á sjúkrahús. Mennirnir voru á skíðum þegar flóðið féll á þá. Tveir mannanna lentu í flóðinu.
22.mar. 2017 - 07:00 Kristján Kristjánsson

Dularfullt hvarf konu á fertugsaldri: Lögreglan óttast að henni hafi verið rænt

Therese Palmkvist. Í rúmlega eina viku hefur sænska lögreglan leitað að konu á fertugsaldri en án árangurs. Lögreglan óttast að henni hafi jafnvel verið rænt. Lögreglan hefur ekki fundið neinar vísbendingar um konuna, sem heitir Therese Palmkvist, þrátt fyrir mikla leit.
22.mar. 2017 - 05:10 Kristján Kristjánsson

Misheppnað eldflaugaskot í Norður-Kóreu: Leiðtoginn var nýbúinn að stæra sig af góðum árangri

Hersýning í Norður-Kóreu. Samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum í Suður-Kóreu og Bandaríkjunum var eldflaug skotið á loft frá Norður-Kóreu í morgun að staðartíma. Eldflaugaskotið mistókst þó hrapalega og eldflaugin sprakk aðeins nokkrum sekúndum eftir að henni var skotið á loft. Aðeins eru nokkrir daga síðan Kim Jong-un, einræðisherra landsins, sagði að vísindamenn hefðu þróað nýja eldflaugahreyfil sem myndi gerbreyta öllu.
21.mar. 2017 - 23:00 Bleikt

Emilía var ung brúður: „Fyrir mér er mun stærra skref að eignast barn með einhverjum heldur en hjónaband“

Emilía Björg Óskarsdóttir giftist manni drauma sinna, honum Pálma, sumarið 2007. Þau voru búin að vera saman í fjögur ár og vissu að þau ættu að vera saman að eilífu. Hún segir frá þessu í pistli á Króm.is. Emilía var alltaf búin að sjá fyrir sér að hún yrði ung brúður. Svo er ég líka mjög skipulögð og því var þetta allt saman í „réttri“ röð, segir Emilía.
21.mar. 2017 - 23:00 Kristján Kristjánsson

Fékk hálsbólgu og missti sex fingur og tvær tær

Flestir þekkja af eigin raun að hálsbólga er ekki fagnaðarefni og frekar leiðinlegt að takast á við hana. En sem betur fer tekst þó yfirleitt að vinna bug á hálsbólgu á nokkrum dögum og fólk nær sér að fullu. En ung kona fékk að reyna á eigin skinni að það er ekki alltaf tilfellið, hún fékk hálsbólgu sem endaði með að það varð að taka sex fingur og tvær tær af henni.
21.mar. 2017 - 22:00 Kristján Kristjánsson

Ef þú ætlar að vakna klukkan 7 þá áttu að fara að sofa á nákvæmlega þessum tíma

Ert þú einn af þeim sem ferð snemma í háttinn á kvöldin til að vera upp á þitt besta þegar þú vaknar klukkan 7 til að fara í vinnuna en ert samt dauðþreyttur þegar þú vaknar? Það getur verið vegna þess að þú hafi skipulagt nætursvefninn á rangan hátt.
21.mar. 2017 - 21:30 Eyjan

Hvergi í heiminum hefur húsnæðisverð hækkað eins mikið og á Íslandi

Sérfræðingar segja húsnæðisverð á Íslandi hafa hækkað um 14,7 prósent árið 2016. Hvergi í heiminum hækkaði verð á húsnæði eins mikið og á Íslandi. Í Evrópu hefur hækkunin verið að meðaltali um 5,4 prósent, en 6 prósent í öllum heiminum. Þetta kemur fram í skýrslu breska ráðgjafafyrirtækisins Knight Frank.
21.mar. 2017 - 21:00 Þorvarður Pálsson

Bubbi kemur Mikael Torfasyni til varnar

Mikael Torfason rithöfundur og dagskrárgerðarmaður hefur verið mikið í umræðunni vegna þáttanna Fátækt fólk sem fluttir eru á laugardögum á Rás 1. Mikael mætti síðastliðinn sunnudag í Silfrið á RÚV þar sem hann fór mikinn og flutti það sem margir hafa viljað kalla eldræðu um stöðu fátækra á Íslandi. Sitt sýnist hverjum og hefur til að mynda félags- og jafnréttismálaráðherra skotið á Mikael og sagt hann vera uppteknari af því að bregða fæti fyrir ríkisstjórn landsins en að hjálpa þeim sem minna mega sín. Nú hefur einn ásælasti tónlistarmaður þjóðarinnar, enginn annar en Bubbi Morthens tekið upp hanskann fyrir Mikael á Twitter síðu sinni.
21.mar. 2017 - 20:49 433/Hörður Snævar Jónsson

Ólafur Ingi á son með Downs-heilkenni - Fögnum fjölbreytileikanum

Ólafur Ingi Skúlason, leikmaður íslenska landsliðsins, ræddi við KSÍ í dag um alþjóðlega Downs-daginn sem er einmitt í dag. Íslenska landsliðið æfði í litríkum sokkum í Parma í dag til að sýna deginum stuðning og vakti það mikla athygli.
21.mar. 2017 - 20:00 Bleikt/Ragga Eiríks

Ragnheiður – „Mig langar að fyrirgefa gerendum mínum, alla vega í hópnauðguninni“

Í næstum 26 ár hefur Ragnheiður Helga Bergmann Hafsteinsdóttir glímt við afleiðingar kynferðisofbeldis. Hún var aðeins 17 ára gömul þegar hún lenti í grófri líkamsárás og hópnauðgun af hálfu 5 manna. Ári síðar var henni nauðgað af kunningja sínum á Þjóðhátíð í Eyjum. Umfjöllun fjölmiðla um bókina Handan fyrirgefningar eftir Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur og Tom Stranger, hefur vakið upp hugsanir hjá Ragnheiði um fyrirgefninguna, og hvort hún sé viðeigandi í hennar máli.
21.mar. 2017 - 19:30 Eyjan

Ungum öryrkjum fjölgar: Kannabisreykja sig inn í örorku – Ekki magnið sem skiptir máli

„Það er hræðilegt til þess að vita að ungt fólk virðist ekki gera sér grein fyrir þessari miklu hættu,“ segir Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, um mikla aukningu ungra öryrkja. Hún segir allt að fjörutíu ungmenni veikjast árlega vegna geðraskana og vímuefnavanda. Margir kannabisreyki sig inn í geðrænan vanda.
21.mar. 2017 - 19:00 Þorvarður Pálsson

Samningur Evrópusambandsins við Tyrkland er smánarblettur á samvisku Evrópu

Ár er liðið frá undirritun samnings Evrópusambandsins við stjórnvöld í Tyrklandi um endursendingar hælisleitenda frá Evrópu til Tyrklands. Þessi samningur hefur ekki skilað þeim árangri sem evrópskir ráðamenn vonuðust eftir því grískir dómstólar hafa bannað allar endursendingar flóttafólks frá grísku eyjunum til Tyrklands á þeim grundvelli að landið sé ekki öruggt en það er grunnskilyrði samningsins.
21.mar. 2017 - 17:59 Eyjan

Þórdís Kolbrún grét við rúmstokkinn: „Bið allt gott að hjálpa litla krílinu og foreldrunum“

„Þótt hægt sé að bægja mislingum frá með bólusetningum eru mislingar víða að skjóta upp kollinum í Evrópu um þessar mundir hjá óbólusettum einstaklingum, einkum í Rúmeníu. Utan Evrópu og Bandaríkjanna eru mislingar víða landlægir.“ Þetta segir Þórdís Kolbrún Gylfadóttir ferðamála, iðnaðar – og nýsköpunaráðherra á Facebook eftir fréttir þess efnis að barn hér á landi hafi greinst með mislinga.
21.mar. 2017 - 16:55 Þorvarður Pálsson

9 mánaða barn greint með mislinga á hér á landi

Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. Níu mánaða barn hefur greinst með mislinga. Þetta kemur fram á vef Landlæknisembættisins. Barnið veiktist 14. mars síðastliðinn með hita, útbrotum og öndunarfæraeinkennum. Farið var með það á bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins 19. mars og þá voru sýni tekin sem staðfestu mislinga. Barnið var nýkomið heim frá Tælandi með fjölskyldu sinni. Það hafði ekki verið bólusett vegna ungs aldurs og ekki þurfti að leggja það inn á spítala vegna veikindanna.
21.mar. 2017 - 16:15 Ari Brynjólfsson

„Sólskinsbarnið mitt hvarf inn í myrkrið“ – Lóa segir alla daga vera baráttu

„Allir dagar eru barátta, hún vill sjaldnast vakna á morgnana, hún er föst í svokölluðu ,,panic-mode“ sem þýðir að hún er alltaf hrædd. Hún fer sjaldnast í skólann, fer aldrei á fótboltaæfingar, sem hún elskaði áður en hún veiktist. Hún fer örsjaldan að hitta vini sína, flesta daga er hún heima að telja í sig kjark að vera til. Hún hefur ekki hitt bræður sína síðan í desember því hún getur ekki farið frá mér í meira en hálfan dag án þess að fyllast örvæntingu og hræðslu, þetta er bara ekki sanngjarnt gagnvart þessum yndislegu systkinum, pabba hennar og fósturmóður.“


21.mar. 2017 - 15:12 433/Hörður Snævar Jónsson

Landsliðið styður alþjóðlega Downs-daginn

Alþjóðlegi Downs-dagurinn er í dag þar sem fólk fagnar fjölbreytileikanum. Downs-heilkenni er ekki jafn algengt og var áður en nú er hægt að sjá í sónar með afgerandi hætti hvort barnið sé með downs.
21.mar. 2017 - 15:11 Þorvarður Pálsson

Bretar banna fartölvur í flugvélum

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Tilkynningar er að vænta frá yfirvöldum í Bretlandi um að bannað verði fyrir farþegar að taka fartölvur og önnur raftæki sem handfarangur um borð í flugvélar sem eru á leið til landsins. Bandarísk yfirvöld tilkynntu um sambærilegt bann í gær vegna óskilgreindrar hryðjuverkahættu en talin er hætt á því að hryðjuverkamenn reyni að smygla sprengjum um borð í flugvélar í fartölvum.
21.mar. 2017 - 15:00 Bleikt/Guðrún Ósk

Ugla og Fox eru kynsegin par – „Giftu“ sig til að mótmæla hjúskaparlögum

Ugla Stefanía Jónsdóttir og Fox Fisher eru bæði kynsegin og hafa verið saman í rúmlega ár. Þau eru um þessar mundir að taka þátt í gerð heimildarmyndar sem fjallar um möguleikann fyrir kynsegin fólk að gifta sig án þess að þurfa að skrá sig sem konu eða karl.
21.mar. 2017 - 14:50 Ari Brynjólfsson

Pressan setur aðsóknarmet: 292 þúsund heimsóknir

Þau ánægulegu tíðindi bárust nú í byrjun vikunnar að aldrei hafa jafn margir lesið Pressuna og í síðustu viku. Samkvæmt netmælingum var Pressan með 292 þúsund staka notendur frá 13. til 20. mars. Aldrei frá því að Pressan fór í loftið í febrúar 2009 hafa jafn margir lesið Pressuna.
21.mar. 2017 - 14:08 Eyjan

Vilhjálmur svartsýnn: „Af hverju er verið að selja erlendum hrægömmum slíka gullgæs?“

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir það sorglegt að hugsa til þess að hinum svokölluðu hrægömmum hafi tekist að kaupa hlut í Arion banka eftir að hafa í langan tíma flogið yfir íslensku viðskiptalífi í leit að bestu bitunum. Það hafi þeim tekist nú eftir að aðilum á borð við Goldman Sachs og Och-Ziff hafa fjárfest í Arion.
21.mar. 2017 - 12:38 Ari Brynjólfsson

Stefanía óskar þess að Artur finnist – Myndir

Formlegri leit að Arturi Jarmoszko hefur verið hætt, verður leitinni ekki haldið áfram nema frekari vísbendingar berist. Artur hefur ekki sést í 22 daga og er málið hans rannsakað sem mannshvarf. Ekki barst tilkynning um hvarf hans fyrr en 9 dögum eftir að hann hvarf en síðast var vitað um hann að kvöldi þriðjudagsins 28. febrúar. Artur fór í bíó um kvöldið, tók út alla peninga sem hann átti á bankareikningi og fór í strætisvagni úr Breiðholti í miðbæ Reykjavíkur. Lögregla telur ólíklegt að hann hafi farið úr landi, að minnsta kosti ekki eftir hefðbundnum leiðum.


21.mar. 2017 - 12:35 433/Hörður Snævar Jónsson

Veist þú svarið? – Hvaða liðum hefur Gylfi mætt með Íslandi

Við riðum á vaðið á dögunum en nú er komið að því að sjá hversu vel þú þekkir landsliðsferil Gylfa Þórs Sigurðssonar. Þú þarft að nefna eins mörg lið og þú getur af þeim liðum sem Gylfi hefur mætt með Íslandi. Til að auðvelda þér að giska á rétt svar færðu að sjá dagsetningu á leikjunum en Gylfi á að baki 48 landsleiki fyrir Ísland. Hann hefur nokkrum sinnum mætt sömu þjóðinni og því færðu nokkur rétt svör fyrir að nefna sum löndin.
21.mar. 2017 - 10:48 Eyjan

Þorsteinn: Mikael er uppteknari af því að skjóta á ríkisstjórnina en hjálpa fátækum

Mikael Torfason vakti mikla athygli þegar hann kom fram í Silfrinu á sunnudaginn þar sem hann ræddi ástand fátæks fólks á Íslandi. Mikael er með þættina Fátækt Fólk á laugardögum á RÚV þar sem hann beinir sjónum sínum að ástandi hinna verst settu á Íslandi. Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra svarar Mikael í færslu á Facebook síðu sinni. 
21.mar. 2017 - 10:22 433/Hörður Snævar Jónsson

Krafan í Kosóvó er þrjú stig – Hefur umræðan um Viðar áhrif?

Það er gríðarlega mikilvægur landsleikur á föstudag þegar karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Kósóvó í undankeppni HM. Leikið er í Albaníu þar sem Kósóvó, sem er nýtt lið innan FIFA, á ekki völl sem er löglegur í leik af þessari stærðargráðu. Íslenska landsliðið mætir sært til leiks þar sem lykilmenn vantar í liðið. Alfreð Finnbogason, Birkir Bjarnason, Kolbeinn Sigþórsson og Jóhann Berg Guðmundsson eru allir fjarverandi vegna meiðsla en allir léku stórt hlutverk á EM í sumar.
21.mar. 2017 - 10:00 Þorvarður Pálsson

„Allt brjálað“ á Hótel Marina þegar súpan var sett á tilboð

Krónan hefur styrkst mikið undanfarin misseri og það hefur haft áhrif á straum ferðamanna hér til lands. Það hefur líka áhrif á kauphegðun ferðamanna sem leggja leið sína hingað þrátt fyrir styrk gjaldmiðilsins líkt og kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Veitingastaðir hafa brugðist við kröfum ferðamanna um ódýrari valkosti og skyndibiti á borð við franskar og hamborgara selst sem aldrei fyrr.
21.mar. 2017 - 09:00 Eyjan

Benedikt afþakkaði boð til Stöðvar 2 eftir að kom í ljós að hann myndi mæta Sigmundi Davíð

Benedikt Jóhannesson fjármála- og efnahagsráðherra afþakkaði boð um að mæta í umræðu á Stöð 2 í gær eftir að það kom í ljós að hann myndi mæta Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni þingmanni Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra. Þetta fullyrðir Fréttablaðið í dálknum Frá degi til dags.
21.mar. 2017 - 09:00 Kristján Kristjánsson

Nokkur atriði sem þú ættir að vita um mislinga

Í mörgum Evrópuríkjum geisar nú mislingafaraldur eins og Pressan skýrði frá á föstudaginn. Þar kom fram að í Rúmeníu greindust 3.400 manns með sjúkdóminn undanfarna 12 mánuði og að 17 börn hafi látist af hans völdum. Í Svíþjóð hafa 10 greinst með mislinga það sem af er ári, þar af 7 börn. En það er eitt og annað sem getur verið gott fyrir fólk að vita um þennan smitandi og hættulega sjúkdóm.
21.mar. 2017 - 08:00 Kristján Kristjánsson

Fimm manna fjölskylda á götunni með þriggja daga gamalt barn

Fimm manna fjölskylda, sem hefur búið á gistiheimili í Hafnarfirði undanfarna mánuði, sér nú fram á að lenda á götunni. Þrjú börn eru í fjölskyldunni, 7 og 9 ára og aðeins þriggja daga gamalt. Fjölskyldufaðirinn segir að litla hjálp sé að fá hjá félagsmálayfirvöldum sem segi biðlista vera mjög langa. Leit að leiguhúsnæði á almennum markaði hefur ekki borið neinn árangur og því stefnir í að fjölskyldan verði húsnæðislaus og lendi á vergangi á götunni.
21.mar. 2017 - 07:04 Kristján Kristjánsson

Unglingsstúlka var sektuð fyrir að eyða tíma lögreglunnar: Síðan var hún myrt

Shana Grice. Á síðasta ári leitaði Shana Grice, 19 ára, margoft til lögreglunnar í Sussex á Englandi en hún óttaðist fyrrum unnusta sinn mjög en hann hafði setið um hana og fylgst með henni. Lögreglan taldi að þetta ætti ekki við nein rök að styðjast og sektaði Shana fyrir að eyða tíma lögreglunnar með því að segja ekki rétt frá. Sex mánuðum síðar fannst Shana látin.
21.mar. 2017 - 06:09

Skemmdi húsmuni: Þjófnaður úr kirkju og húsbrot

Á áttunda tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um þjófnað úr kirkju í austurhluta Reykjavíkur. Þar hafði yfirhöfn verið stolið úr fatahengi og bíllyklum og fleiri munum úr öðrum yfirhöfnum. Á sjöunda tímanum í gær var óskað eftir aðstoð lögreglu í samkvæmi í Grafarholti en þar var ungur maður, í annarlegu ástandi, að skemma húsmuni. Hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu.

Veðrið
Klukkan 21:00
Skýjað
ASA3
-1,4°C
Skýjað
SSA4
-0,3°C
Léttskýjað
SA3
-2,7°C
Heiðskírt
SSA2
-7,0°C
Alskýjað
SA4
-0,8°C
Spáin
Pressupennar
5 nýjustu
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 13.3.2017
Krjúpa við hreiður hrægamma
Börkur Gunnarsson
Börkur Gunnarsson - 20.3.2017
Horfi frekar á köttinn minn en Gunnar Nelson
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 19.3.2017
Smartland leggur mig í einelti
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 14.3.2017
Til hamingju Ragnar Þór!
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.3.2017
Rógur og brigsl háskólakennara
Hildur Eir Bolladóttir
Hildur Eir Bolladóttir - 14.3.2017
Að vera mamma
Indíana Ása Hreinsdóttir
Indíana Ása Hreinsdóttir - 16.3.2017
Tímaþjófurinn Facebook
Ingrid Kuhlman
Ingrid Kuhlman - 20.3.2017
Hamingjan eykst með hækkandi aldri
Börkur Gunnarsson
Börkur Gunnarsson - 15.3.2017
Eins og að þrá konu sem hatar mann
Börkur Gunnarsson
Börkur Gunnarsson - 17.3.2017
Þarf að spyrja konuna út í þennan náunga
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 19.3.2017
Fyrirgefið orðbragðið
Fleiri pressupennar