30. maí 2012 - 13:15

Eru Sameinuðu þjóðirnar að tapa sér? - Velja Mugabe sem sendiherra ferðamála

Gríðarleg reiði er á meðal mannréttindafrömuða vegna skipunar Robert Mugabe, forseta Simbabwe í stöðu sendiherra ferðamála á vegum Sameinuðu þjóðanna. Mugabe er kunnur fyrir mikla harðstjórn í landi sínu og segja mannréttindafrömuðir að Sameinuðu þjóðirnar hafi með þessu glatað trúverðugleika sínum.

Val Sameinuðu þjóðanna á sendiherrum hefur áður vakið hneykslan og furðu. Meðal þeirra sem gegna slíkri virðingarstöðu eru leikararnir Drew Barrymore og Orlando Bloom, latínstjarnan Ricky Martin og knattspyrnugoðið David Beckham. Aldrei hefur val á sendiherra þó vakið jafn hörð viðbrögð og í þetta skipti, enda hefur Mugabe verið sakaður um þjóðernishreinsanir í landi sínu, kosningasvindl, ógnarstjórn, misnotkun á fjölmiðlum og að vera valdur að efnahagslegu hruni þjóðar sinnar.

Þrátt fyrir að Mugabe, sem er 88 ára gamall, sæti ferðabanni til aðildarríkja Evrópusambandsins, hefur Alþjóðaferðamálastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNWTO, heiðrað hann ásamt pólitískum samherja hans, Michael Sata forseta Sambíu, til að gegna stöðu sendiherra samtakanna. Þeir skrifuðu undir samkomulag við UNWTO síðastliðinn þriðjudag, að því er Guardian greinir frá, við sameiginleg landamæri landanna við Viktoríufossa.

Í samkomulaginu felst einnig að þjóðirnar tvær verða gestgjafar fyrir allsherjarþing UNWTO í ágúst á næsta ári.

Þessi tíðindi hafa gert baráttumenn fyrir mannréttindum orðlausa um allan heim, sem líta á Mugabe sem hálfbrjálaðan einræðisherra.

Ég finn enga réttlætingu fyrir því að maðurinn sé valinn sendiherra. Sendiherra hvers? Hann er með blóðugar hendur. Vilja þeir að ferðamenn skoði blóðugar hendur hans?

spyr Kumbi Muchemwa, talsmaður Hreyfingar fyrir lýðræðisumbætur, MDC.

Þetta er fullkomið hneyskli og aðför að landsmönnum í Simbabwe sem kusu Mugabe ekki sem forseta sinn heldur var honum þröngvað inn á þjóðina með ofbeldi og vopnuðum her. Tilgangurinn var að hanga á völdunum gegn lýðræðislegum vilja þjóðarinnar,

segir breski þingmaðurinn Kate Hoey.

Mugabe og hans liðsmenn sæta ferðabanni til ríkja Evrópusambandsins en honum er þó heimilt að sækja allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York.

UNWTO hefur neitað því að hafa veitt Mugabe opinberlega titil.  

Réttara væri að segja að  UNWTO hefur sent báðum forsetunum opin bréf þar sem þeir eru hvattir til að styðja við ferðaiðnaðinn og stuðla að sjálfbærri þróun á þessu sviði í löndum þeirra til hagsbóta fyrir þjóðirnar og í framhaldi af því að veita atvinnugreininni sinn stuðning,

segir Sandra Carvao, á samskiptasviði UNWTO.

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt sem á heima á Pressunni?
Sendu okkur póst á pressan@pressan.is - Fyllsta trúnaðar gætt, sé hans krafist.03.maí 2015 - 18:00

Játar að hafa brotið mann niður andlega: „Það dugir ekki bara að segja fyrirgefðu“

„Ég hef oft litið í eigin barm og hugsað til þess hvert innlegg mitt hafi verið í líf þessa góða drengs. Af engri ástæðu braut ég stöðugt niður sjálfstraust hans, þrýsti því miskunnarlaust inn í huga hans að hann væri vitlaus, sem að hann var alls ekki.“
03.maí 2015 - 16:31

Eggert fær mikil viðbrögð við bók sinni: Þeir sem hafa ekki lesið eru brjálaðir

Eggert Skúlason ritstjóri DV kveðst hafa fengið ótrúleg viðbrögð við nýrri bók sinni Andersen-skjölin, sem fjallar um rannsókn nokkurra mála eftir hrun og þátt Fjármálaeftirlitsins í því, ekki síst Gunnars Andersen fv. forstjóra.
03.maí 2015 - 15:00

Fátækur faðir ætlar að selja annað nýrað til þess að reyna bjarga feitustu börnum heims

Félítill fjögurra barna faðir í Indlandi ætlar sér að selja annað nýrað til þess að þrjú af börnum hans fái hjálp sérfræðinga. Rameshbhai Nandwana, faðir barnanna segir að ef þau haldi áfram að þyngjast á sama hraða munu þau eiga við alvarleg heilsuvandamál að stríða:
03.maí 2015 - 13:30

Bubbi Morthens semur og syngur nýja FH-lagið: Skiptar skoðanir meðal KR-inga

Bubbi Morthens mætti nýlega á samkomu meðal FH-inga og flutti fyrir þá glænýtt stuðningsmannalag. Var Bubbi klæddur FH-treyju og með gítar. Málið hefur vakið mikla athygli því Bubbi er yfirlýstur KR-ingur og gaf KR-ingum á sínum tíma hið fræga lag, Við erum KR.
03.maí 2015 - 12:04

Dómstólum ber að standa vörð um mannréttindi. Alveg sama hver á hlut að máli

Í ljósi dóms Hæstaréttar í Aurum málinu nú nýverið hlýtur rétturinn samkvæmninnar vegna, að vísa öllum málum sem Fjármálaeftirlitið undir stjórn Gunnars Þ. Andersen kærði til embættis sérstaks saksóknara frá héraðsdómi, þar sem mál þessi urðu ekki rannsökuð af embætti sérstaks saksóknara nema að undangenginni kæru Fjármálaeftirlitsins og vegna þess að um hæfi forstjóra Fjármálaeftirlitsins gilda sömu reglur og um hæfi dómara, ríkissaksóknara og ríkislögreglustjóra.
03.maí 2015 - 10:35

Óð í gegnum flóð til að kaupa bjór og skýldi bjórnum með regnhlíf

Fólk er mishrifið af bjór en sumir geta ekki án þess vinsæla drykks verið. Mynd sem birtist af bjórþyrstum manni í Brisban í Ástralíu í gær hefur vakið mikla athygli og kátínu. Ljóst var að maðurinn ætlaði ekki að láta neitt stöðva sig í að ná í bjórinn sinn.
03.maí 2015 - 09:19

Mayweather fékk 26 milljarða kr. fyrir sigurinn – Pacquiao fékk 17 milljarða kr.

Floyd Mayweather sigraði í hnefaleikabardaga „aldarinnar” gegn Manny Pacquiao sem fram fór í nótt. Bardaginn er sá stærsti í sögunni hvað varðar það fjármagn sem keppendur fengu í sinn hlut en bardaginn þótti tilþrifalítill þar sem Pacquiao varðist vel frá upphafi. Mayweather sigraði á stigum en dómaraúrskurðurinn var ekki óumdeildur eins og alltaf.
03.maí 2015 - 09:03

Jón Gnarr svarar fyrir sig: „Ekki ætlun mín að halla á Gunnar Jökul“

Jón Gnarr svarar að einhverju leyti gagnrýni sem Egill Helgason beindi að honum í dag fyrir að hafa sett trommuleikarann Gunnar Jökul Hákonarson í hóp bjánapoppara.  Forsaga málsins er grein sem Jón Gnarr birti í laugardagsútgáfu Fréttablaðsins og hörð gagnrýni Egils Helgasonar á greinina á bloggsvæði Egils á Eyjunni.
03.maí 2015 - 08:11

Maður rotaður í miðbænum og heimilisofbeldi í Austurbænum

Töluverður erill var hjá lögeglunni í gærkvöld og í nótt. Laust fyrir miðnætti var tilkynnt um heimilisofbeldi í húsi í Austurborginni. Þegar lögregla kom á staðinn var ofbeldismaðurinn farinn af vettvangi. Fólkið sem hafði orðið fyrir ofbeldinu taldi ekki ástæðu til að fara á slysadeild en lögregla rannsakar málið áfram.
02.maí 2015 - 22:48

Nýr og óþekktur höfundur að slá í gegn? Fjölmenni í útgáfuteiti HILMU

Spennusagan Hilma hefur vakið töluverða forvitni fólks og fengið frábærar viðtökur þeirra fáu sem enn hafa lesið hana en útgáfuteiti vegna bókarinnar var haldið síðastliðinn fimmtudag í Eymundsson Austurstræti. Útgáfuteitið var afar fjölmennt og mörg eintök seldust af bókinni á staðnum.
02.maí 2015 - 21:49

Mamma Guðrúnar Dísar svarar gagnrýnendum: „Það er enginn að pína ykkur til að taka þátt í söfnunum“

Móðir Guðrúnar Dísar, sem lætur draum sinn um að sjá hljómsveitina One Direction á tónleikum rætast í sumar, svarar þeim sem hafa gagnrýnt hana vegna söfnunar sem Bleikt.is og Pressan.is gengust fyrir meðal lesenda sinna, en framlag lesenda varð til þess að draumurinn rættist. 
02.maí 2015 - 20:57

Svartur listi FME: Yngvi Örn Kristinsson þótti óæskilegur starfsmaður

„Haustið 2009 heyrðist því fleygt að starfsmenn fjármálaeftirlitsins hefðu sett saman svarta lista yfir nöfn einstaklinga sem þættu óæskilegir í ábyrgðarstöðum í bönkunum. Listar voru sendir í hvern banka með nöfnum yfir þá starfsmenn viðkomandi banka sem fjármálaeftirlitið taldi óæskilega. 
02.maí 2015 - 20:04

Guðrún Dís fer á One Direction tónleikana

Fyrir helgi birtum við frétt þess efnis að jólagjöf 12 ára stúlku að nafni Guðrún Dís Barðadóttir, frá móður hennar og stjúpföður, færi líklega út um þúfur. Gjöfin voru miðar á tónleika hljómsveitarinnar One Direction í Horsens í Danmörku þann 16.júní næstkomandi.


02.maí 2015 - 19:00

Móðir lét handtaka 10 ára gamlan son sinn af því hann vildi ekki hlýða

Þrjátíu og þriggja ára gömul móðir greip til óvenjulegra ráða til að fá 10 ára gamlan son sinn til að hlýða. Hún fékk lögreglumenn til að þykjast handtaka drenginn. Lögreglumennirnir fóru með hann út í lögreglubíl og útskýrðu fyrir honum hvernig færi fyrir þeim í samfélaginu sem geta ekki fylgt reglum.
02.maí 2015 - 17:27

Egill gagnrýnir Jón Gnarr harðlega: Gunnar Jökull var veikur, ekki bjáni

Egill Helgason ferð hörðum orðum um grein Jóns Gnarr í Fréttablaðinu í morgun sem fjallar um svokallað bjánapopp. Ástæða gagnrýninnar er sú að Jón Gnarr dregur Gunnar Jökul Hákonarson, fyrrverandi trommuleikara Trúbrots, inn í umræðuna. „Ég segi eins og er – mér finnst það ljótt,“ segir Egill.
02.maí 2015 - 16:00

Dreymdi um brúðkaup og barneignir: En svo breyttist heimilið í blóðugan drápsvettvang

Nýstandsett húsið við Homarksvej í rólegu íbúðarhúsahverfi í Hobro á Jótlandi átti að vera framtíðarheimili  þeirra og eins og marga aðra dreymdi þau um brúðkaup og barneignir. En áður en hlutirnir náðu svo lang breyttist líf þeirra algjörlega. Þau hefðu aldrei getað ímyndað sér að svona myndu hlutirnir fara.
02.maí 2015 - 14:52

Umferðarslys hjá Hvolsvelli: Suðurlandsvegur lokaður

Umferðarslys varð á Suðurlandsvegi austan við Hvolsvöll fyrir skömmu. Lögreglan og sjúkralið eru að störfum á vettvangi. Suðurlandsvegur verður lokaður um óákveðinn tíma vegna slyssins.  Vegfarendum er bent á Dímonarveg og Fljótshlíðarveg.
02.maí 2015 - 14:00

Listakonan Jonna glímdi við Bakkus og erfiðan skilnað: „Listin bjargaði mér“

„Í rauninni er fótunum kippt undan manni þegar maður lendir í slíkri lífsreynslu. Ég fékk taugaáfall og hefði sennilega verið lögð inn á geðdeild ef ég ætti ekki svona yndislega móður sem tók mig að sér og bjó hjá mér í þrjár vikur.“
02.maí 2015 - 12:50

Signa Hrönn: „Þetta var heimilið þar sem við hjónin ætluðum okkur að ala börnin okkar upp“

Í gærkvöldi skelltum við Ljómatúni 11 í lás í hinsta sinn eftir ógeðslega erfiðar undafarnar vikur. í þessari íbúð höfum við skapað margar góðar minningar en líka erfiðar, þar eyddum við fyrstu nóttinni okkar sem hjón saman, þar komum við heim sem nýbakaðir foreldrar í tvígang, þar höfum við horft á elsku stelpurnar okkar vaxa og dafna síðan þær komu í heiminn.
02.maí 2015 - 11:41

Gleyma öllu um Hallbjörn, hendir plötu Gylfa í ruslið: Bjánapoppið er dautt

Jón Gnarr, leikari og fyrrverandi borgarstjóri, gerir upp við bjánapoppið sem hann kallar svo í nýjum pistli og segir það dautt, þar sem margar helstu hetjur þess á íslenskum vettvangi hafi gerst sekar um glæpi eða óásættanlega framkomu.
02.maí 2015 - 10:47

Góður árangur hjá íslenskum atvinnukylfingum á mótum í Evrópu

Fjórir íslenskir atvinnukylfingar náðu góðum árangri á mótum í Evrópu um helgina. Tvær konur og tveir karlar.
02.maí 2015 - 10:43

Katrín og Vilhjálmur eignuðust dóttur í morgun

Katrín her­togaynja fæddi dótt­ur á St Marys sjúkra­húsinu í London klukkan 08:34 í morg­un. Vilhjálmur Bretaprins var að sjálfsögðu viðstaddur fæðinguna. Móður og barni heilsast vel en stúlkan vó um 4 kíló þegar hún kom í heiminn.

02.maí 2015 - 10:36

Kastar Mourinho verðlaunapeningnum upp í stúku? – Chelsea getur landað titlinum á sunnudag

Chelsea getur tryggt sér enska meistaratitilinn með sigri gegn Crystal Palace á heimavelli sínum Stamford Bridge í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Þar  með væru úrslitin ráðin í baráttunni um meistaratitilinn þrátt fyrir að þrjár umferðir væru eftir af deildarkeppninni.
02.maí 2015 - 10:00

Ung kona gladdist yfir miklu þyngdartapi þar til hún komst að raunverulegri ástæðu þess

Jemma Doran, 28 ára gömul kona frá Liverpool, sem var í mikilli yfirvigt, ákvað að fara í megrun fyrir ári síðan. Megrunin gekk framar vonum og kílóin hrundu af Jemmu. Núna óttast hún að verða ekki í lifenda tölu á sama tíma á næsta ári.
02.maí 2015 - 09:00

Grímuklæddur maður á reiðhjóli réðst á pitsusendil

Laust fyrir klukkan þrjú í nótt réðst grímuklæddur maður á reiðhjóli á pitsusendil í Hátúni í Reykjavík.Maðurinn komst undan með pitsu, brauðstangir og kókflösku. Málið er í rannsókn en maðurinn hafði ekki náðst þegar síðast var vitað.
02.maí 2015 - 08:00

Mikil reiði í Breiðholti: Unglingar unnu skemmdarverk á tugum bíla - Speglar sparkaðir af og rúður brotnar

Skemmdarverk voru unnin á tugum bíla í Breiðholti rétt fyrir miðnætti í gær. Speglar voru sparkaðir af og rúður brotnar. Skemmdarvargarnir eru samkvæmt heimildum Pressunnar á aldrinum sextán til nítján ára og talið að fjórir piltar hafi verið að verki.
02.maí 2015 - 06:30

Katrín hertogaynja komin með hríðir: Enn bætist við bresku konungsfjölskylduna

Fulltrúar bresku konungsfjölskyldunnar tilkynntu fyrir nokkrum mínútum að Katrín hertogaynja, eiginkona Vilhjálms prins, sé komin með hríðir og hafi verið lögð inn á fæðingardeild St Mary‘s sjúkrahússins í Lundúnum.
01.maí 2015 - 22:15

Níu góð ráð fyrir píkur: Sigga finnur fyrir óþægindum og Ragga kemur til hjálpar

Ég er að spá í píkur. Ég er 22 ára stelpa og er með eina sem mér finnst alveg ágæt en stundum hef ég smá áhyggjur af henni. Stundum kemur eitthvað svo skrýtin lykt og stundum fæ ég smá kláða og óþægindi. Hún verður voða viðkvæm og snerting fer í taugarnar á mér. Ég er mjög hreinlát og fer í sturtu að minnsta kosti daglega þannig að ég held ekki að þetta stafi af óhreinlæti. Ég á kærasta og við sofum saman þokkalega oft og notum ekki smokka því ég er á pillunni. Reyndar getum við ekki haft samfarir þegar ég er svona í píkunni og það finnst mér smá áhyggjuefni, sérstaklega ef þetta á eftir að versna.
01.maí 2015 - 22:00 Ragnheiður Ragnarsdóttir

Búi og Stefán búa til mat úr skordýrum

Búi Bjarmar Aðalsteinsson og Stefán Atli Thoroddsen eru langt komnir í þróun á orkustykkinu Jungle Bar sem innihalda meðal annars hveiti gert úr krybbum. Heilsupressan ræddi við Búa um stykkin, sem hann segir bæði bragðgóð og próteinrík.
01.maí 2015 - 21:00 Ágúst Borgþór Sverrisson

Missti konu og barn í slysi: Síðar kom hryllilegt leyndarmál upp á yfirborðið

Lífið brosti við Bob Duke og litlu fjölskyldunni hans þegar þau fór dag einn í stutta skemmtiferð. En á einu augabragði kollvarpaðist tilveran. Þau voru uppi á fjallsbrún er Bob ákvað að fara út í bíl eftir gosdrykkjum. Hann heyrði konu sína hrópa nafn sitt, sneri sér við og þau voru bæði horfin sjónum:
01.maí 2015 - 20:30

Karl Garðarsson orðlaus yfir að skattgreiðendur eigi að greiða uppbyggingu ferðamannastaða

Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segist orðlaus yfir að stefnt sé að því að senda reikninginn fyrir uppbyggingu ferðamannastaða á skattgreiðendur. Hann sé hins vegar ekki hiss á því að ferðaþjónustan sé hæstánægð með það.
01.maí 2015 - 20:03

„Pabbalíkaminn“ er heitasta útlitið fyrir karla í dag

Þetta eru örugglega góð tíðindi fyrir alla sem eru ekki alveg í toppformi, fyrir „venjulega“ stráka og feður sem  segja líkama sinn vera í „meðallagi“. Það er liðin tíð að konur smjaðri fyrir stæltum, ofurskornum, borða-ekki-kolvetni-og-borða-aðeins-kjúklingabringur-í-kvöldmat körlum. Við erum nú að fara inn í tíma þess óskilgreinda, örlítið bústnir, borða-það-sem-ég-vil útlitið.
01.maí 2015 - 19:00

Eyrún: „Hvað er ég alltaf að þvælast með þessa dúkku?“

Það ganga margir um með góðar hugmyndir í kollinum en við erum misdugleg við að hrinda þeim í framkvæmd. Það getur því verið forvitnilegt að heyra reynslusögur frá frumkvöðlum sem margir hverjir hafa breytt pínu litlum hugmyndum í risa stór fyrirtæki. Sprotinn Eyrún Eggertsdóttir býr einmitt yfir slíkri reynslu sem hún deilir hér með „Út fyrir kassann“.
01.maí 2015 - 18:00

Sífellt fleiri vilja sjá Katrínu Jakobsdóttur sem næsta forseta

Æ fleiri virðast vilja að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, gefi kost á sér til embættis forseta Íslands en kosið verður á næsta ári. Katrín nýtur mest trausts og vinsælda formanna stjórnmálflokkanna um þessar mundir og ná þær vinsældir langt út fyrir raðir stuðningsmanna Vinstri grænna. Þó eru ekki allir fylgjandi því að Katrín gefi kost á sér sem forseti og virðist nokkur titringur innan raða Vinstri grænna vegna þeirrar umræðu.
01.maí 2015 - 17:00

Fékk símtal frá páfanum: Skellti tvisvar á hann

Það eru væntanlega ekki margir sem eiga von á að páfinn hringi í þá og því kannski ekki furða að Ítalanum Franco Rabuffi hafi fyrst dottið í hug að verið væri að gera símaati í honum þegar hann svaraði í símann og maðurinn á hinum endanum kynnti sig sem Frans páfa.
01.maí 2015 - 15:18

Formaður BSRB: Stjórnvöld og atvinnurekendur hafna því að vinna á grunni stöðugleika og samstöðu

„Með aðgerðum sínum í þágu hinna fáu efnameiri hafa stjórnvöld og atvinnurekendur hafnað því að vinna sameiginlega á grunni stöðugleika og samstöðu. Þess vegna er staðan á vinnumarkaði eins og hún er nú. Þeir hæst launuðu skammta sér enn hærri laun, bónusa og milljarða í arðgreiðslur. Á meðan eru kröfur um hækkun lægstu launa sagðar ógna efnahagslífinu í heild. Er það skrítið að fólk upplifi mikla misskiptingu, óréttlæti og ósanngirni þegar svona er farið að?“
01.maí 2015 - 14:50

Biggi lögga: Vo(p)nlaus barátta lögreglumanna

Ég sat einu sinni við eldhúsborðið heima á Akureyri og las sunnudags Moggann þegar ég rak augun í auglýsingu eftir nýnemum í lögregluskólann. Ég hafði aldrei á ævinni hugsað mér að vera lögga. Aldrei nokkurn tímann. Ég ákvað samt að taka smá flipp á þetta og senda inn umsókn og sjá hvort ég kæmist inn. Nokkrum mánuðum seinna var ég fluttur til Reykjavíkur og sestur á skólabekk.
01.maí 2015 - 13:40

Sandra Hrafnhildur: Þetta gerist þegar börn eru frædd um samkynhneigð -myndband

Hin 6 ára gamla Amelía Rún Arnþórsdóttir er alveg með það á hreinu hvað það þýðir að vera samkynhneigður, eins og sjá má í myndbandinu sem birtist hér að neðan. 
01.maí 2015 - 12:02

Snorri: „Ótrúlegt hvað Heiða er sterk -Hún er engum lík þessi elska“

„Nýr dagur og ný ævintýr í Delí borg,“ skrifar Snorri Hreiðarsson sambýlismaður Heiðu Hannesar en þau eru þessa stundina stödd í Nýju-Delí á Indlandi þar sem Heiða undirgengst stofnfrumumeðferð.
01.maí 2015 - 10:30

Gaf tæplega 7.000 prósent í þjórfé til að minnast látins barns

Í Bandaríkjunum er rík hefð fyrir að greiða starfsfólki í ýmsum þjónustustörfum þjórfé fyrir veitta þjónustu. Oft er þetta 10-20 prósent af heildarupphæð reikningsins og yfirleitt nær 20 prósentunum en 10. Þjónustustúlka á veitingahúsi í New York fékk þó heldur meira þjórfé nýlega þegar einn af fastagestunum greiddi henni þjórfé sem nam tæplega 7.000 prósentum af reikningi hans.
01.maí 2015 - 09:58

1. maí gangan í Reykjavík hefst kl. 13 frá Hlemmtorgi

Baráttudagur verkalýsðins er haldinn hátíðlegur um allt land í dag í skugga yfirvofandi verkfalla. Ágætisgönguveður verður í Reykjavík í dag þrátt fyrir að fremur svalt sé í veðri. Búast má við sólskini, tveggja stiga hita og hægum vindi að norðvestan.
01.maí 2015 - 09:28

Morgunblaðið segir að með kröfum launþega sé unnið að kjaraskerðingu

Leiðarahöfundur Morgunblaðsins segir skynsemina læsta ofan í skúffu í kjaradeilum og unnið sé að því að knýja fram kjaraskerðingu. Forysta launþega eigi að vita betur en að fara fram með óraunhæfar launakröfur.
01.maí 2015 - 08:25

Skallaði lögreglumann í andlitið

Maður var handtekinn í Austurstræti klukkan hálftvö í nótt, grunaður um líkamsárás. Dyraverðir héldu manninum er lögreglumenn komu á vettvang. Hann var í mjög annarlegu ástandi og var hann vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn máls.
30.apr. 2015 - 23:15

Píratar langstærsti flokkurinn – Nýtur stuðnings 30 prósenta landsmanna

Píratar njóta stuðnings 30 prósent landsmanna ef miðað er við nýjasta Þjóðarpúls Gallup. Flokkurinn mælist langstærstur og nýtur stuðnings rétt tæplega jafn margra og styðja stjórnarflokkanna tveggja. Fylgi flokksins er nú sexfalt það sem hann fékk í síðustu kosningum.

30.apr. 2015 - 22:10

Farðu úr nærbuxunum óþekki strákur: Valdaleikur á veitingahúsi í Reykjavík

Lesendur Kynlífspressunnar hafa áður fengið að fylgjast með ævintýrum Helgu, sem er nýlega byrjuð að prófa sig áfram í drottnandi hlutverki. Fyrir Helgu snýst drottnunin ekki beint um það kynferðislega, í það minnsta ekki á meðan leikirnir standa yfir – þó að orkan sem hún skapar skili sér á endanum inn í kynlíf hennar með öðrum.
30.apr. 2015 - 22:00

Guðni Ágústsson: Dagur B. beitir þrælum sínum gegn Reykjavíkurflugvelli

Guðni Ágústsson segir Dag B. Eggertsson borgarstjóra beita „þrælum sínum“ til að hrekja Reykjavíkurflugvöll burt úr Vatnsmýrinni, líkt og „snjallir herforingjar gera jafnan í skítverkum.“
30.apr. 2015 - 21:00 Ágúst Borgþór Sverrisson

Hundur Jakobs Bjarnars sker upp herör gegn hómófóbíu á Útvarpi Sögu

Jakob Bjarnar Grétarsson blaðamaður heldur því fram að hundurinn hans Loki standi sig miklu betur heldur en baráttufólk fyrir mannréttindum í því að skrúfa fyrir fordómatal gegn réttindum samkynhneigðra á útvarpsstöðinni Sögu.
30.apr. 2015 - 20:19

Atvinnurekendur bera sjálfir ábyrgð á að launahækkanir leiði ekki til verðbólgu

Hægt væri að hemja verðbólguáhrif sem hugsanlega gætu orðið ef gengið yrði að kröfum Starfsgreinasambandsins um 300.000 króna lágmarkslaun með því að binda hækkanir til hærri launahópa við flata krónutöluhækkun, svipaða og Starfsgreinasambandið fengi eða lægri. Þá hafa atvinnurekendur í hendi sér að hemja verðbólguáhrif, til að mynda með einhverri styttingu vinnutíma, lækkun aukagreiðslna og almennri hagræðingu.
30.apr. 2015 - 20:10

Erum við að drekka á okkur aukakílóin? Áfengisneysla sögð eiga hlut í offitufaraldrinum

Mörgum konum finnst gott að drekka rauðvín en fæstar gera sér grein fyrir því að tvö rauðvínsglös innihalda 370 hitaeiningar sem er fimmtungur af þeim hitaeiningafjölda sem meðalkona getur innbyrt daglega án þess að fitna.
30.apr. 2015 - 19:20

Aumari gerast þjófar varla: Stal frá tveggja ára dreng á götu úti – Myndskeið

Unglingur hefur verið handtekinn fyrir að hafa stolið spjaldtölvu af tveggja ára dreng á götu úti. Foreldrar unglingsins settu sig í samband við lögregluna þegar þeir sáu honum bregða fyrir á upptökum af þessum aumkunarverða glæp og var hann handtekinn í framhaldinu.

Sena: Villi Vill apríl maí (út 12 maí)
Kristjón Kormákur Guðjónsson
Kristjón Kormákur Guðjónsson - 19.4.2015
Vinir mínir sem þið drápuð
Ragnheiður Eiríksdóttir
Ragnheiður Eiríksdóttir - 27.4.2015
Svo varð strákurinn minn veikur
Jón Óðinn Waage
Jón Óðinn Waage - 26.4.2015
Jökulsárnar: Við minnumst hans með hlýhug
Bryndís Schram
Bryndís Schram - 20.4.2015
Árin okkar í Ameríku
Bergljót Björk Halldórsdóttir
Bergljót Björk Halldórsdóttir - 25.4.2015
9 algeng eldhúsmistök - samantekin ráð Sælkerapressunar
Ragnheiður Eiríksdóttir
Ragnheiður Eiríksdóttir - 23.4.2015
Hvað er ást?
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 26.4.2015
Hégóminn aldrei langt undan
Bergljót Björk Halldórsdóttir
Bergljót Björk Halldórsdóttir - 20.4.2015
Eldhúsumbætur: óskhyggjan og raunveruleikinn
Jón Óðinn Waage
Jón Óðinn Waage - 28.4.2015
Hvítklæddi töffarinn
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 22.4.2015
Ótrúlegt áhugaleysi um stórmál
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 25.4.2015
Sjálftaka eða þátttaka?
Aðsend grein
Aðsend grein - 01.5.2015
Vo(p)nlaus barátta lögreglumanna
Fleiri pressupennar