03. ágú. 2012 - 16:49

Eldri maður lokkaði 7 ára stúlkur afsíðis á skólalóð og kyssti þær: Foreldri náði mynd af honum

Rannsókn stendur yfir hjá lögreglunni í Kópavogi vegna eldri manns sem í tvígang hefur lokkað sjö ára gamlar stúlkur og tekið þær afsíðis á skólalóð og fengið þær til að kyssa sig. Móðir einnar stúlkunnar er miður sín yfir þessu og stúlkan þorir ekki út úr húsi að leika sér.

Í seinna skiptið lokkaði maðurinn tvær sjö ára gamlar stúlkur afsíðis í gær og bað þær að kyssa sig. Maðurinn er á aldrinum 60-70 ára og hefur ekki enn náðst.

Þær voru að leika sér í Hörðuvallaskóla þegar maðurinn kemur og biður þær að koma með sér. Hann ætli að gefa þeim rabarbara. Þær fara með honum á bak við íþróttahúsið við Kórinn þar sem ekki sést til þeirra. Þar gefur hann þeim rabarbara og biður þær um að knúsa sig og kyssa sem dóttir mín gerði,
segir Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir.

Hún segir að sést hafi til mannsins í hverfinu en ekki er vitað hver hann er. Hins vegar náðist mynd af honum og hefur hún verið send til lögreglunnar.

Tvær eldri stúlkur, um ellefu og tólf ára gamlar, sáu litlu stelpurnar fara með manninum á bak við íþróttahúsið og það fannst þeim undarlegt. Þær ákváðu að elta manninn og stelpurnar og þegar þær sáu hvers eðlis var hringdi önnur þeirra í pabba sinn. Hann kom strax á vettvang og tók mynd af manninum,

segir Aðalheiður Mjöll sem er afar ánægð með viðbrögð eldri stúlknanna.

Fyrr í vikunni lokkaði hann sömu stúlkur en þá bað hann þær aðeins um að knúsa sig.

Aðalheiður hefur það eftir lögreglunni að málið sé í rannsókn. Skýrsla var gerð í gær en maðurinn gengur enn laus.

Það er mjög líklegt að maðurinn búi í hverfinu. Það hefur sést til hans gangandi þar sem hann hefur verið að safna áldósum.

Við erum dauðhrædd og bíðum núna bara eftir því að maðurinn verði handtekinn. Dóttir mín hefur ekki þorað út úr húsi. Við höfum sent út pósta á nágranna okkar en samt er mjög gott að fjallað sé um þetta í fjölmiðlum og aðrir foreldrar séu varaðir við,
segir Aðalheiður.
Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt sem á heima á Pressunni?
Sendu okkur póst á pressan@pressan.is - Fyllsta trúnaðar gætt, sé hans krafist.Svanhvít - Mottur
04.sep. 2015 - 21:30

Sýrlenskir flóttamenn kæmu að líkindum hingað úr flóttamannabúðum í Líbanon

Þeir flóttamenn sem myndu fá hæli hér á landi, sem hluti af aðgerðum Evrópuþjóða til að bregðast við neyð fólks frá Sýrlandi, yrðu að líkindum sóttir í flóttamannabúðir í Líbanon. Þeir hefðu stöðu kvótaflóttamanna sem heyra undir félagsmálaráðuneytið og þar með Eygló Harðardóttur ráðherra. Þeir flóttamenn sem komast til Evrópu fá stöðu hælisleitenda og myndu, kæmust þeir alla leið til Íslands, lenda á borði Útlendingastofnunar og innanríkisráðherra, Ólafar Nordal.
04.sep. 2015 - 21:00 Kristján Kristjánsson

Látið stelpurnar hætt að leika sér með Barbie og látið þær fá Lego í staðinn

Skiptir einhverju máli hvaða leikföngum börn leika sér að? Já, það gerir það. Með vali á leikföngum handa kynjunum þá búum við til steríótýpumynd af stelpum og strákum á unga aldri. Stelpuleikföng hafa tilhneigingu til að leiða til óvirkni í stað sköpunar eins og gerist ef börn leika sér til dæmis að Lego en þá þurfa þau að nota hugmyndaflugið, sköpunargáfuna og byggja sjálf. Þetta segir prófessor við Cambridgeháskóla.
04.sep. 2015 - 20:30

Sigurður G. Guðjónsson: Segir starfsmann sérstaks saksóknara hafa logið að héraðsdómi

Sigurður G. Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður, segir starfsmann embættis sérstaks saksóknara hafa logið að dómara við Héraðsdóm Reykjaness. Það hafi hann gert vegna þess að embættið hafi verið að ganga erinda slitastjórnar Glitnis.
04.sep. 2015 - 20:00

Ásdís Rán ætlar að verða þyrluflugmaður: „Ég hef enga löngun til að sanna mig fyrir neinum“

Ásdís Rán Gunnarsdóttir „Þetta hefur alltaf verið svolítið langsóttur draumur,“ segir athafnakonan Ásdís Rán Gunnarsdóttir sem hefur nú ákveðið að láta gamlan draum rætast og skella sér í þyrluflugnám. Hyggst hún ljúka náminu á næsta ári en hún er nú flutt aftur til Búlgaríu eftir að hafa dvalið um tíma á Íslandi.
04.sep. 2015 - 19:33

Fellir niður mál gegn Samherjamönnum: Stofnað til málsins „af illum vilja,“ segir Þorsteinn

Embætti sérstaks saksóknara hefur fellt niður mál gegn Þorsteini Má Baldvinssyni og þremur öðrum lykilstarfsmönnum Samherja. Þorsteinn segir að stofnað hafi verið til málsins af illum vilja Seðlabankastjóra og yfirlögfræðings Seðlabankans.
04.sep. 2015 - 19:00

Gleymdur tékkneskur herforingi fann upp skriðdrekann

Núorðið þekkja líklega fáir nema Tékkar og svo sérfræðingar í miðaldasögu Mið-Evrópu mikið til tékkneska herforingjans Jan Zizka, en sannleikurinn er sá að hann var einn af merkustu hershöfðingjum síns tíma, og ekki aðeins harður í horn að taka á vígvellinum, heldur má segja að hann hafi líka fundið upp eitt það vígtól sem náði svo ekki að verða fullkomnað fyrr en nærri 500 árum seinna – en það er skriðdrekinn.
04.sep. 2015 - 17:00

Valla vísað út af veitingastað vegna útlits: „Við erum öll mjög reið og sár yfir þessu“

„Þetta er engan veginn í lagi,“ segir Ásthildur Hannesdóttir sem vill vekja athygli á niðurlægjandi framkomu sem uppeldisfaðir hennar varð fyrir á veitingastað í Reykjavík á dögunum. Vill hún áminna fólk að dæma ekki of fljótt eftir útliti og muna að það er saga á bak við hvern einstakling.
04.sep. 2015 - 15:30

Tæpur þriðjungur vill tekið verði við yfir 500 flóttamönnum – 18% kjósenda Framsóknar vilja enga flóttamenn

Nærri níundi hver Íslendingur telur að taka eigi á móti einhverjum fjölda flóttamanna frá Sýrlandi. 15 prósent telja að Ísland eigi að taka við yfir 2.000 flóttamönnum.
04.sep. 2015 - 14:00

Árni Þór er 13 ára snillingur- Ótrúlegir hæfileikar með frisbí disk: Myndband

Árni Þór Guðjónsson, 13 ára strákur í Keflavík hefur á stuttum tíma náð ótrúlegri leikni í að gera brellur með svifdisk (frisbee) og getur kastað honum með mikill nákvæmni. Brellurnar tekur hann upp á myndbönd sem hann birtir á Youtube og Instagram þar sem áhorfendahópurinn fer sífellt stækkandi.
04.sep. 2015 - 14:00

Gunnar Nelson mætir Demian Maia

Gunnar Nelson mun mæta Demian Maia á UFC 194 þann 12. desember næstkomandi en Maia er einn af fáum bardagamönnum í heiminum sem stenst Gunnari snúninginn í gólfinu og þykir jafnvel betri glímumaður.
04.sep. 2015 - 13:00

Alvogen fær 180 daga einkasölurétt á Alzheimerlyfi í Bandaríkjunum

Alvogen og systurfyrirtækið Alvotech vinna nú að byggingu nýs Hátækniseturs í Vatnsmýrinni sem verður fullbúið í ársbyrjun 2016. Lyfjafyrirtækið Alvogen hefur fengið samþykki bandarísku matvæla- og lyfjastofnunarinnar til að markaðssetja samheitalyfja útgáfu af alzheimerslyfinu Exelon® sem gefið er í plástraformi. Þar sem Alvogen var fyrst til að sækja um markaðsleyfi á lyfinu, hefur fyrirtækið fengið 180 daga einkarétt á sölu þess. Markaðssetning lyfsins er sú stærsta í sögu Alvogen en árleg sala plástursins í Bandaríkjunum er um 52 milljarðar króna. Lyfið verður markaðssett í þremur styrkleikum og dreifing lyfsins er hafin.
04.sep. 2015 - 12:00 Kristján Kristjánsson

Næstum því jafn hollt og að hætta að reykja: Þess vegna áttu að borða nautasteik

Ef þig vantar rök fyrir því að borða góða nautasteik eða aðra steik í kvöld þá er þetta eitthvað fyrir þig. Niðurstöður nýrrar breskrar rannsóknar sýna nefnilega að prótínríkur matur er næstum því jafn hollur fyrir hjartað eins og að hætta að reykja.

04.sep. 2015 - 11:56

Uppbygging Landspítalans verður við Hringbraut – Tími uppbyggingar runninn upp

Uppbygging Landspítalans verður við Hringbraut. Um það virðist ekki lengur neinum blöðum um að fletta en í fréttablaðinu í dag skrifa þeir Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, og Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, saman grein þar sem þeir hnykkja á þessu
04.sep. 2015 - 11:20

„Fékk gæsahúð við að horfa á þetta“

Fyrsta skrefið er alltaf óvissa. Þú veist kannski hvert þú ert að fara, en ekki hvernig gengur að komast þangað. Stundum gengur ferðin eins og best verður á kosið. Stundum ekki. Það sem gerir gæfumuninn er bjartsýni.
04.sep. 2015 - 10:35

Leiðarari Morgunblaðsins segir flóttamannavandann heimatilbúinn – Minnist ekki á Íraksstríðið

Pólitískir rétttrúnaðarklerkar banna að rót flóttamannavandans sé rædd eða hvernig eigi að bregðast við honum. Eingöngu má ræða hvernig fljótlegast sé að sökkva ofan í óviðráðanlegar afleiðingar vandans og ekki má ræða upphátt hverjar afleiðingar „óundirbúinna óðagotsaðgerða“ kunni að verða. Þetta skrifar leiðarahöfundur Morgunblaðsins sem gerir í dag tilraun til að greina orsakir flóttmannavandans. Ekki er minnst á innrásina í Írak og stríðið þar í landi sem hluta af orsökinni.
04.sep. 2015 - 09:00

Garðar Rafn háseti á Tý: Tilfinningin að bjarga þessari stelpu í Miðjarðarhafinu var ólýsanleg

Garðar Rafn Halldórsson háseti á varðskipinu Tý segir að tilfinningin að bjarga þessari litlu telpu í Miðjarðarhafinu úr litlum trébát ásamt 300 öðrum flóttamönnum hafi verið ólýsanleg. Björgunin átti sér stað í desember árið 2014. Garðar Rafn birtir myndina á Fésbókarsíðu sinni.
04.sep. 2015 - 08:10 Kristján Kristjánsson

Var þreyttur á sífelldum innbrotum, keypti sér byssu og skaut innbrotsþjóf innan nokkurra klukkustunda

Harvey Lembo 67 ára karlmaður, sem er bundinn við hjólastól, hafði orðið fórnarlamb innbrotsþjófa fimm sinnum á síðustu sex árum. Hann var, sem skiljanlegt er, orðinn þreyttur á þessu og ákvað því að kaupa sér byssu til að geta varið sig. Nokkrum klukkustundum eftir að hann keypti byssuna var brotist inn hjá honum enn einu sinni og skaut hann innbrotsþjófinn.
04.sep. 2015 - 08:00

Milljónaveltan 60 milljónir: Svona gengur þetta fyrir sig hjá Happdrætti háskólans

Happdrætti háskólans hefur starfað samfellt frá árinu 1934 og hefur fjármagnað nær allar byggingar Háskóla Íslands frá upphafi

Mikið stendur til hjá Happdrætti Háskóla Íslands næst þegar dregið verður þann 10. september næstkomandi. Líkur standa til að næstu daga eftir útdráttinn verði greiddir út vinningar að fjárhæð 140.000.000 kr. – ef Milljónaveltan gengur út, en hún stendur nú í heilum 60 milljónum. En hvernig gengur þetta almennt fyrir sig þarna hjá þeim í HHÍ?

04.sep. 2015 - 07:24 Kristján Kristjánsson

Arjen Robben kennir Bruno Martins Indi um ósigurinn gegn Íslandi í gær

Arjen Robben, fyrirliði hollenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, segir að ósigur liðsins gegn Íslandi á Amsterdam Arena í gærkvöldi hafi verið Bruno Martins Indi að kenna en hann var rekinn út af eftir aðeins 33 mínútur.
04.sep. 2015 - 07:00

Helstu fréttir aðfaranætur 4. september: Málefni flóttamanna, 11 ára skaut 16 ára, norskur hryðjuverkamaður og fleira

Ýmislegt bar til tíðinda í heiminum í gærkvöldi og nótt eins og önnur kvöld og nætur. Hér er stutt yfirlit yfir sumt af því helsta sem átti sér stað.
04.sep. 2015 - 06:00 Kristján Kristjánsson

Karlmaður skotinn til bana í Stokkhólmi fyrir framan tvö ung börn sín

Síðdegis í gær var 37 ára karlmaður skotinn til bana þar sem hann sat undir stýri í bíl sínum. Í aftursæti bílsins voru tvö ung börn hans. Þau særðust ekki að sögn lögreglunnar.
03.sep. 2015 - 21:34

Þá trylltist allt: Sjáðu myndskeiðið úr búningsklefanum

Ótrúlegt afrek í Hollandi. Ísland sigraði heimamenn með einu marki gegn engu. Besta landslið okkar í sögunni nær bestu úrslitum Íslands nokkru sinni. Ótrúleg frammistaða. Hér má sjá stemmninguna hjá strákunum í búningsklefanum eftir leik.
03.sep. 2015 - 21:28 Kristján Kristjánsson

Norrænir fjölmiðlar hrósa íslenska landsliðinu í hástert: Íslenska kraftaverkið – Íslensku hetjurnar rotuðu Hollendinga

Skjáskot af vef Politiken. Eins og þjóðin veit þá sigraði íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu lið Hollendinga 1-0 á heimavelli Hollendinga, Amsterdam Arena, nú í kvöld. Frammistaða íslenska liðsins fram að þessu hefur vakið mikla athygli og á Norðurlöndunum er fylgst með gengi liðsins af athygli. Flestir stóru fjölmiðlanna fjalla um leik kvöldsins nú í kvöld og hrósa íslenska liðinu í hástert.
03.sep. 2015 - 20:30

Ótrúleg frammistaða strákanna okkar í Hollandi: Ísland 1 - Holland 0

Ísland steig í kvöld risaskref að tryggja sér þátttökurétt á EM í Frakklandi sem fram fer næsta sumar. Ísland sigraði með einu marki gegn engu en það var Gylfi Þór Sigurðsson sem skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu á 50 mínútu. Brotið var á Birki Bjarnasyni og vítaspyrna réttilega dæmd.
03.sep. 2015 - 20:13

„Slík framganga afhjúpar fjölmiðilinn, erindi hans og starfshætti“

Fjölmiðillinn Stundin sætir harðri gagnrýni fjölmiðlarýnis Viðskiptablaðsins í dag og er fréttaflutningur miðilsins af einkamálefnum Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins sagður afhjúpa fjölmiðilinn, erindi hans og starfshætti
03.sep. 2015 - 19:13

Skartgriparánið upplýst

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur upplýst innbrot í skartgripaverslun í verslunarmiðstöðinni Firði í Hafnarfirði í byrjun síðasta mánaðar. Karlmaður á fertugsaldri hefur játað á sig verknaðinn.
03.sep. 2015 - 18:30

Týndi Landsbankinn viljandi sönnunargögnum sem voru honum í óhag?

Landsbankinn sannfærði mann, sem vildi selja hlutabréf sín í ágúst árið 2008, um að hann myndi tapa svo miklu á sölunni að það væri algjört óráð. Þess í stað vildi bankinn veita honum erlent lán með veði í hlutabréfunum. Skömmu síðar var maðurinn beðinn um að leggja fram frekari ábyrgðir fyrir láninu. Þetta var „korter í hrun“. Nú vill Nýji Landsbankinn innheimta að fullu kröfur á hendur þessum viðskiptavini sínum. Athygli vekur að ekki finnast hljóðupptökur af símtölum mannsins við bankann, þau sönnunargögn hafa óvart týnst.
03.sep. 2015 - 17:00

Mynd dagsins: Línan kvartar og kveinar á Reykjanesi

Mynd dagsins hefur farið víða á samfélagsmiðlum undanfarna daga og vakið mikla kátínu en þar má sjá hugmynd að frumlegu útilistaverki á göngu og hjólreiðastíg nálægt Leifsstöð í Keflavík. Ófáir Íslendingar muna eftir ítölsku teiknimyndafígúrunni „Línan“ eða La Linea, sem var reglulegur gestur á skjám landsmanna á áttunda og níunda áratug síðustu aldar.
03.sep. 2015 - 16:00

Hilda Jana endurheimti armbandið sitt eftir 34 ár: „Er ekki lífið ótrúlegt stundum?“

„Ég var svo snortin yfir því að einhver skyldi nenna að standa í þessu fyrir bláókunnuga manneskju,“ segir Hilda Jana Gísladóttir sjónvarpstjóri N4 en hana henti óvænt atvik á dögunum þegar ókunnug kona hafði samband við hana og vildi skila henni gullarmbandi sem hún hafði fundið en því hafði Hilda týnt árið 1981.
03.sep. 2015 - 13:48

Litli bróðir Benedikts einokar sjónvarpið: Gerir Elko ómótstæðilegt tilboð

Fyrirspurn sem hinn 12 ára gamli Benedikt Kristinn Briem setti inn á fésbókarsíðu raftækjaverslunarinnar Elko á dögunum hefur vakið mikla lukku. Það má með sanni segja að þessi ungi piltur deyji ekki ráðalaus.
03.sep. 2015 - 13:00 Kristján Kristjánsson

Morten Olsen segir að Hollendingar eigi erfiðan leik fyrir höndum við Ísland í kvöld

Í kvöld spilar íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu við Hollendinga í Amsterdam en leikurinn er í A-riðli undankeppni EM. Íslendingar eru á toppi riðilsins en Hollendingar í fjórða sæti. Leikurinn er því mjög mikilvægur fyrir báðar þjóðir. Hollendingar berjast fyrir lífi sínu í riðlinum en Íslendingar gulltryggja sér sæti í úrslitakeppninni ef þeir ná sex stigum í hús til viðbótar. Morten Olsen, landsliðsþjálfari Dana, segir að Hollendingar eigi erfiðan leik fyrir höndum í kvöld.
03.sep. 2015 - 12:16

Guðni segir Pírata eins og Veðurstofuna og Ragnar Reykás – Mistök hjá þeim að hnoða saman stefnu

Það yrðu mikil mistök hjá Pírötum ef þeir færu að hnoða saman stefnu í öllum stórum málum. Þar með yrðu þeir venjulegur, „hallærislegur“ stjórnmálaflokkur og færu að berjast innbyrðis. Langsnjallast væri fyrir Pírata, og það er það sem flestum finnst, að vera eins og Veðurstofan, maðurinn á götunni eða eins og Ragnar Reykás, að geta skipt um skoðun á einu augabragði.
03.sep. 2015 - 11:00 Kristján Kristjánsson

Ótrúlegt en satt: Þrjár systur eignuðust börn sama dag

Það verður að teljast með ólíndum að þrjár systur eignuðust börn sama daginn en það gerðist einmitt á þriðjudaginn. Ekki nóg með það því fjórða systirin er að því komin að eiga. Það verður því heldur betur fjör hjá frændsystkinunum fjórum sem eru jafngömul og þar af eru þrjú þeirra jafngömul upp á dag.
03.sep. 2015 - 11:00

Sérfræðingar búnir að panta gistingu á EM í Frakklandi 2016 – Hverju spá þeir fyrir um stórleikinn gegn Hollandi?

Ísland mætir Hollendingum í Amsterdam í undankeppni Evrópumóts landsliða í kvöld og hefst leikurinn kl. 18.45 og verður hann sýndur í beinni útsendingu á RÚV.  Ísland er í efsta sæti riðilsins fyrir leikinn í kvöld og gæti með hagstæðum úrslitum í næstu tveimur leikjum tekið risastórt skref í átt að úrslitakeppni EM sem fram fer í Frakklandi á næsta ári. Á sunnudaginn leikur Ísland gegn Kasakstan sem er í neðsta sæti riðilsins.
03.sep. 2015 - 10:00

Segir eðlilegt að greiða sjávarútvegsfyrirtækjum bætur

Eðlilegt er að greiða sjávarútvegsfyrirtækjum bætur til að bæta þeim skaða sem þau verða fyrir vegna viðskiptabanns Rússa. Viðskiptabannið er enda tilkomið vegna utanríkisstefnu Íslands.
03.sep. 2015 - 09:00 Kristján Kristjánsson

Sögulegur samningur á að vernda ísbirni

Fimm heimskautaríki hafa nú skuldbundið sig til að vernda ísbirni gegn þeim hættum sem steðja að þeim, til dæmis af völdum skipaumferðar og bráðnunar hafíss. Ísbirnir lifa í fimm heimskautaríkjum og það eru einmitt þessi ríki sem hafa nú skuldbundið sig til að vernda þá en þetta er fyrsti samningurinn um vernd dýra, sem eru í útrýmingarhættu, á heimsskautasvæðinu.
03.sep. 2015 - 08:00 Kristján Kristjánsson

Leitin að gulllestinni var ævintýralegri en æsilegustu Indiana Jones myndirnar: Fólk var myrt fyrir að vita sannleikann

Eins og fjölmiðlar hafa fjallað um undanfarið þá er talið að gulllest sé fundin í námunda við pólska bæinn Walbrzych. Enn er þó margt á huldu um gulllestina, sem á að vera lest sem nasistar hlóðu gulli og öðrum gersemum á lokadögum síðari heimsstyrjaldarinnar, og tilvist hennar. Gullleitarfólk flykkist nú til Walbrzych með gullglampa í augum en ekki er allt gull sem glóir segir maður sem hefur eytt hálfri ævi sinni í að leita að lestinni.

03.sep. 2015 - 06:54

Helstu fréttir aðfaranætur 3. september: Flóttamannavandinn, fækkun í kínverska hernum, svindl á Wikepediu og fleira

Ýmislegt bar til tíðinda í heiminum í gærkvöldi og nótt eins og önnur kvöld og nætur. Hér er stutt yfirlit yfir sumt af því helsta sem átti sér stað.
03.sep. 2015 - 06:00 Kristján Kristjánsson

Vísindamenn segja að leitað sé að flugi MH370 á röngum stað

Vísindamenn sem hafa rannsakað brakið úr flugi MH370, sem fannst á eyjunni Reunion í júlí, segja að leitað sé að flaki flugvélarinnar á röngum stað. Það sé víðsfjarri því svæði þar sem leitað hefur verið sem mest.
03.sep. 2015 - 00:02

HM í frjálsum áberandi í stórkostlegu íþróttamyndasafni vikunnar frá Getty

Heimsmeistaramótið í frjálsíþróttum er áberandi í úrvali mynda sem ljósmyndarar frá Getty völdu úr safni sínu eftir síðustu viku. Að venju er úrvalið fjölbreytt og fjölmargar stórkostlegar myndir eru í þessu úrvali.

02.sep. 2015 - 22:00

Stefnt að því að skrá Landsbankann á markað í vetur – Heimild til sölu á allt að 30% hlut ríkisins

Stefnt er að því að skrá Landsbankann á markað í vetur og að hluti hans verði einkavæddur á næsta ári. Heimild er fyrir því í fjárlögum, og hefur verið um all langt skeið, að selja allt að 30 prósenta hlut í bankanum. Ríkissjóður á 98 prósent hluta í bankanum.
02.sep. 2015 - 21:15

Þess vegna eru prump hávær

Það eru mörg orð notuð yfir það að leysa vind og má þar nefna prump og fret til sögunnar. En af hverju fylgja því oft hljóð þegar fólk leysir vind? Flestir kannast við að hafa einhvern tímann ætlað að lauma smávegis lofti úr afturendanum án þess að nokkur tæki eftir því en öllum að óvörum, og gerandanum sjálfum mest, fylgja aukhljóð loftinu og allir viðstaddir vita hvað er á seyði.
02.sep. 2015 - 20:45

Rúmum milljarði varið til að stytta biðlista eftir skurðaðgerðum – Biðlistar lengjast um fjórðung

Tæplega 1,2 milljörðum verður varið til að stytta biðlista eftir skurðaðgerðum á næstunni. Þá verður um 100 milljónum varið í endurhæfingu og sjúkraþjálfun auk heimahjúkrunar. Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, kynnti þessar áætlanir á fundi ríkisstjórnarinnar í gær. Þeim sem bíða eftir skurðaðgerðum hefur fjölgað um rúmlega fjórðung milli ára.
02.sep. 2015 - 20:05

Natasha var Örn: „Ég man eftir því að horfa í spegil og langa til að rífa mig úr þessum líkama sem ég var í“

Þegar Natasha Dagbjartardóttir var í grunnskóla leið hún sálarkvalir yfir því að þurfa að vakna hvern dag og klæða sig í strákaföt. Það var vegna þess að þá hét hún ekki Natasha heldur Örn og neyddist til þess að fela það fyrir heiminum að hún væri kona í karlmannslíkama. En nú er það öðruvísi. Og hún vill koma fólki í skilning um að hver og einn á rétt á því að vera sá sem hann er. Annars er lífið ekkert skemmtilegt.
02.sep. 2015 - 20:00

Leiðin okkar á EM: Sölvi Tryggva leitar eftir aðstoð almennings

Sölvi Tryggvason sjónvarpsmaður og Sævar Guðmundsson leikstjóri vinna nú að gerð heimildarmyndar um íslenska landsliðið í knattspyrnu en eins og flestir vita er íslenska landsliðið nú nær því en nokkru sinni í sögunni að komast á lokakeppni stórmóts í knattspyrnu. Verkefnið er kostnaðarsamt og hafa þeir því hrundið af stað söfnun á Karolina Fund.
02.sep. 2015 - 18:30 Kristján Kristjánsson

Þetta eru ástæður þess að magafitan situr sem fastast

Ef magafitan situr sem fastast á sínum stað þrátt fyrir að þú hafir lést þá getur það verið vegna ákveðinna lífsvenja eða misskilnings á hollustu. Magafita er hættulegri en önnur fita því hún leggst þétt upp að innri líffærum fólks og eykur jafnframt hættuna á krabbameini og hjartasjúkdómum.
02.sep. 2015 - 17:00

Starfsmenn ISS sættu sig ekki við launalækkun og var sagt upp: Framkvæmdastjóri segir reksturinn í járnum

Tvær konur sem störfuðu í mötuneytinu í Borgartúni 21 var sagt upp á dögunum þar sem þær sættu sig ekki við launalækkun upp á tugi þúsunda. Það er fyrirtækið ISS sem rekur mötuneytið en i kjölfar þessara fregna ákváðu yfir hundrað starfsmenn hússins að snæða annars staðar í hádeginu í dag í mótmælaskyni.
02.sep. 2015 - 15:30

Sex myndir sem varpa ljósi á skelfilega neyð flóttafólks

Myndirnar sex sem birtar eru í þessari frétt sýna glögglega þá skelfilegu neyð sem flóttafólk frá Sýrlandi glímir við á leið sinni til Evrópu. Myndirnar eru frá Þýskalandi, Makedóníu og grísku eyjunni Kos. Gríðarlegur fjöldi flóttafólks frá Sýrlandi reynir daglega að komast yfir Miðjarðarhafið, í leit að hæli í löndum Evrópusambandsins.
02.sep. 2015 - 15:00 Kristján Kristjánsson

3 ára barn losaði handbremsuna: Bíllinn rann yfir móðurina

Þriggja ára drengur losaði handbremsuna í bíl foreldra sinna, þar sem bílnum var lagt í lítilli brekku. Bíllinn rann af stað yfir móður drengsins en hún sá hvað hafði gerst og var að reyna að ná drengnum út úr bílnum þegar hún lenti undir honum. Hún var flutt á sjúkrahús.
02.sep. 2015 - 13:30

Sigurlaug: „Þau vita lítið annað en að dóttir þeirra byrjar í lyfjameðferð á morgun“

„Þau vita lítið annað en að fimm vikna dóttir þeirra byrjar í lyfjameðferð á morgun.“ Þetta segir Sigurlaug Jóna Jakobsdóttir, föðursystir Ólavíu Margrétar, sem fæddist þann 30. júlí síðastliðinn eftir 37 vikna meðgöngu. Ólavía fæddist með krabbamein í öðru auganu.

Biggi lögga
Biggi lögga - 28.8.2015
I know you like Iceland, but it´s mine
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 21.8.2015
Jón Steinsson: mistækur ráðgjafi
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 02.9.2015
Froðufellandi af reiði
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 24.8.2015
Til hvers voru Píratar að því?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 01.9.2015
Málverkin heima hjá mér
Bergljót Björk Halldórsdóttir
Bergljót Björk Halldórsdóttir - 29.8.2015
Kjötsúpa Sælkerapressunar - nýupptekið grænmeti úr Mosfellsdal
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 21.8.2015
Draumar fortíðar og draugar samtíðar
Björgúlfur Ólafsson
Björgúlfur Ólafsson - 24.8.2015
Listin að reka við
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 25.8.2015
Skýringar og sakfellingar
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 28.8.2015
Gullkálfur íslensku þjóðarinnar
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 27.8.2015
Útgerðarmenn: Þjóðhetjur, ekki þjóðníðingar
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 25.8.2015
Er þetta virkilega hlutverk Seðlabankans?
Biggi lögga
Biggi lögga - 26.8.2015
Verðmætasti fjársjóðurinn
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 30.8.2015
Af hverju eru Samfylkingarráðherrarnir aldrei spurðir?
Fleiri pressupennar