02. ágú. 2012 - 12:30

Búist við fjölmenni á Eina með öllu á Akureyri: Spáð góðu veðri fyrir norðan

Fjölskylduhátíðin Ein með öllu hefur fest sig í sessi á Akureyri um verslunarmannahelgina.  Skipuleggjendur hátíðarinnar eiga von á miklu fjölmenni og segja þeir dagskrána glæsilega og fjölbreytta nú á 150 ára afmælisári Akureyrar. Spáð er góðu veðri fyrir norðan um helgina.

Meðal dagskráratriða er „Mömmur og möffins“ í Lystigarðinum á Akureyri. Í því sambandi er vert að geta þess að breyting er á reglugerð. Áður var ekki leyfilegt að baka möffins í heimaeldhúsum sem gerði framkvæmdina mun flóknari. Nú er það hins vegar leyfilegt ef ágóði af sölu rennur til góðgerðarmála. Og í ár eins og undanfarin ár rennur ágóði til fæðingardeildar Sjúkrahússins á Akureyri.

Um helgina verður að auki viðburðurinn Pabbar og pizzur á Ráðhústorgi á sunnudeginum. Þar geta pabbarnir komið og sett á sína pizzu eða látið gera það fyrir sig, farið svo með hana heim og bakað eða grillað hana. Pizzan kostar þúsund krónur og rennur öll innkoman til Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis.

Einnig má nefna dagskrá á Ráðhústorgi alla helgina þar sem vinsælustu hljómsveitir landsins stíga á svið.  Á sunnudagskvöldið eru svo Sparitónleikar á flötinni fyrir neðan Samkomuhúsið, þar sem þúsundir gesta hafa safnast saman síðustu ár í góðri stemningu. Í ár verða Sparitónleikar sérlega glæsilegir og í tilefni afmælis Akureyrarbæjar verður á annað hundrað blöðrum sleppt. Strax í kjölfarið verður svo flugeldasýning.

Þetta er aðeins brot af því sem verður í boði víða um bæinn. Sjá nánari dagskrá á einmedollu.is.

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt sem á heima á Pressunni?
Sendu okkur póst á pressan@pressan.is - Fyllsta trúnaðar gætt, sé hans krafist.19.ágú. 2014 - 23:39

Sænskir aðdáendur fundu Gunnar Nelson á fimm sekúndum: Gunnar vinsæll í Svíþjóð

Það tók sænsku aðdáendurna aðeins 5 sekúndur að finna Gunnar Nelson á Sergels torginu í Stokkhólmi í dag en UFC gaf fyrstu aðdáendunum sem fundu Gunnar á torginu miða á UFC keppnina sem fer fram í Stokkhólmi þann 4. október næstkomandi. Gunnar hafði rétt stigið út úr bifreiðinni sem flutti hann á torgið þegar fyrsti aðdáandinn kom hlaupandi og fjöldi fylgdi svo í kjölfarið. Allir miðar og bolir sem UFC gaf fóru út á örskammri stundu eða á innan við 5 mínútum.
19.ágú. 2014 - 22:45

Jón Steinar: Ég hljóðritaði ekki og bið forláts (og spurning til virkra í athugasemdum)

Þarna lá ég í því! Í grein minni um vinnubrögð DV, sem Morgunblaðið birti í dag, sagði ég að blaðamaður DV hefði í símtali við mig á dögunum ekki komist svo langt að spyrja mig um greiðslur fyrir meinta ráðgjöf mína við Hönnu Birnu innanríkisráðherra, því ég hefði alfarið neitað strax í upphafi samtalsins að svara spurningum hans.
19.ágú. 2014 - 21:30

Ásta: „Öll börnin horfðu á foreldra sína en hann horfði aldrei beint á mig“

Sölvi er fjögurra ára drengur sem býr í Garðabæ ásamt foreldrum sínum og tveggja ára systur. Sölvi er skemmtilegur og heillandi lítill vísindamaður sem kemur foreldrum sínum oft í erfiðleika þegar hann spyr spurninga sem erfitt getur verið að svara. Sölvi er greindur með dæmigerða einhverfu.
19.ágú. 2014 - 20:15

Unnustinn sviðsetti eigin dauðdaga til að losna undan hjónbandinu

Fimmtándi ágúst síðastliðinn átti að vera brúðkaupsdagur Alex Lancaste og hefði hugsanlega orðið það ef unnusti hennar hefði ekki sviðsett eigin dauðdaga til þess að losna undan skuldbindingunni.
19.ágú. 2014 - 19:25

Mynd dagsins: „Ég drep þig og börnin þín“

Það er ekkert gleðilegt við mynd dagsins en um er að ræða skjáskot af skilaboðum sem lögreglumaður á höfuðborgarsvæðinu fékk sent til sín í tölvupósti.  Skilaboðin voru stutt en skuggaleg:
19.ágú. 2014 - 18:58 Sigurður Elvar

Helgi Sveinsson bætti Evrópumeistaratitlinum í safnið í Swansea

Spjótkastarinn Helgi Sveinsson fagnaði Evrópumeistaratitlinum í flokki T42 á EM fatlaðra sem fram fer í Swansea í Wales. Helgi er því Evrópu – og heimsmeistari í þessum flokki í spjótkasti en hann sigraði á HM sem fram fór í Lyon í Frakklandi fyrir ári síðan. Hann varð fimmti á Ólympíumótinu í London árið 2012. Vísir.is greinir frá.  
19.ágú. 2014 - 18:20

Lögreglan lokar hálendinu norðan Dyngjujökuls: Unnið að því að ná til ferðamanna

Lögreglustjórarnir á Húsavík og Seyðisfirði hafa ákveðið að loka og rýma hálendið norðan Dyngjujökuls vegna jarðhræringanna í kring um Bárðarbungu undanfarna daga.
19.ágú. 2014 - 17:30

Skjálftavirknin færist: Um hættu á jökulhlaupi í Jökulsá á Fjöllum

Skjálftavirknin sem hófst í Bárðarbungu og nágrenni 16. ágúst hefur nú færst að mestu yfir á línu með SV-NA stefnu, undir norðaustanverðum Dyngjujökli. Kæmi til eldgoss á þessu svæði gæti orðið um að ræða sprungugos undir 150 til 600 metra þykkum jökli og bræðsluvatn myndi renna jafnóðum undan jöklinum og valda flóði í Jökulsá á Fjöllum. Líklegt er að ferðatími bræðsluvatns frá gosstað að jökuljaðri væri 1 til 1.5 klst. og líkleg stærð hlaups væri á bilinu 5.000 til 20.000 rúmmetrar á sekúndu. Frá gosstað niður að Herðubreiðarlindum væri líklegur ferðatími 4,5 klukkustundir, niður að brúnni á Jökulsá við Grímsstaði 7 klukkustundir og niður undir Ásbyrgi um 9 klukkustundir.
19.ágú. 2014 - 16:40

Er þetta fljúgandi furðuhlutur yfir Houston? Margir náðu myndum af fyrirbærinu

Margir hafa velt fyrir sér hvort fljúgandi furðuhlutur hafi verið á sveimi yfir Houston í Texas um helgina þegar óveður gekk yfir borgina. Margir náðu myndum af fyrirbærinu og birtu þær meðal annars á Twitter. Á sumum myndanna má sjá skínandi sporöskjulaga hlut yfir borginni.
19.ágú. 2014 - 14:45 Sigurður Elvar

Skemmtilegt myndband frá Silfurskeiðinni – styttist í stórleikinn gegn Inter á Laugardalsvelli

Stjarnan mætir stórliði Inter Milan frá Ítalíu á Laugardalsvelli á miðvikudaginn í Evrópudeildinni. Þetta er einn stærsti knattspyrnuleikur sem farið hefur fram á Íslandi á síðari árum og árangur Stjörnunnar í Evrópukeppninni fram til þessa hefur verið stórkostlegur.
19.ágú. 2014 - 13:52

Agnes fagnar: Morgunbæn og orð dagsins aftur á dagskrá

Mikil umræða hefur verið um boðaðar breytingar á dagskrá Rásar 1 sem kynntar voru nýlega. Rétt í þessu sendi Magnús Geir Þórðaron, útvarpsstjóri frá sér tilkynningu þess efnis að morgunbæn og  hugvekja verði á dagskrá Rásar1 að morgni. Agnes  M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, fagnar þessum viðsnúningi. Hún segir að mikilvægt sé að bænaorðin hljómi á öldum ljósvakans og sé okkur veganesti í dagsins önn

19.ágú. 2014 - 12:37

Grunur um ebólusmit í Berlín

Atvinnumiðlun í Berlín hefur verið lokað af lögreglunni eftir að 30 ára kona frá Vestur-Afríku hneig niður þar inni fyrr í dag. Vinnumiðluninni var strax lokað og starfsfólkinu þar er haldið í einangrun. Læknar eru á leið á staðinn. Konan var flutt á sjúkrahús.
19.ágú. 2014 - 12:32 Sigurður Elvar

Fimm kylfingar fá styrki úr Forskoti – afrekssjóði kylfinga

Í dag var tilkynnt hvaða kylfingar sem styrktir eru af Forskoti, afrekssjóði kylfinga. Stofnendur sjóðsins eru Eimskip, Valitor, Íslandsbanki, Icelandair Group og Golfsamband Íslands. Styrkina hljóta Birgir Leifur Hafþórsson, Ólafur Björn Loftsson, Axel Bóasson, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir.
19.ágú. 2014 - 11:30

Feðgar ræktuðu kannabis í tveimur sumarbústöðum: Miklu kostað til

Tíu lögreglumenn frá Borgarnesi, Akranesi og Selfossi gerðu húsleit í tveimur sumarbústöðum síðastliðinn föstudag. Annar bústaðurinn er á Hvítársíðu en hinn í Grímsnesi.  Tvær karlmenn, feðgar voru handteknir í bústaðnum í Grímsnesi og voru þeir yfirheyrðir á lögreglustöðinni á Selfossi.
19.ágú. 2014 - 11:00

„Börn gráta þegar þau sjá mig: Það er það versta við að líta svona út“

1988 lenti smiður nokkur í vinnuslysi, hann féll úr þriggja metra hæð og lenti illa. Hann meiddist á baki og andliti. Á sjúkrahúsi beindu læknar sjónum aðallega að bakáverkunum og meðhöndlun við þeim en sárin í andlitinu voru hreinsuð en ekki talin alvarleg. En það fór heldur betur á annan veg og á endanum varð smiðurinn afmyndaður í andliti og börn verða mjög hrædd ef þau sjá hann.
19.ágú. 2014 - 10:03

„Bandaríkin munu drukkna í blóði“

Liðsmenn IS, sem eru öfgasamtök múslima, hóta hefndum vegna loftárása Bandaríkjahers á hersveitir IS í Írak. Á sama tíma og kúrdískar hersveitir hafa aftur náð yfirráðum yfir Mosulstíflunni í Írak senda liðsmenn IS frá sér myndband þar sem Bandaríkjunum er hótað hefndum og að „Bandaríkin muni drukkna í blóði“.
19.ágú. 2014 - 08:13

Maður beindi byssu í átt að fólki í nótt

Klukkan hálf tíu í gærkvöldi barst lögreglu tilkynning um mann veifa skammbyssu út um glugga bifreiðar og beina byssunni að fólki. Bifreiðin var þá stödd á Vesturlandsvegi við Grafarholt.
19.ágú. 2014 - 08:00

Ekkert bendir til þess að skjálftavirknin sé í rénun

Enginn jarðskjálfti yfir þremur að stærð hefur mælst í Bárðarbungu síðasta sólarhring. Skjálftavirkni á svæðinu í nótt var nokkuð stöðug.
18.ágú. 2014 - 11:30

Mynd dagsins: Radar mun fylgjast með þróun mála við Bárðarbungu

Mynd dagsins var tekin í Árnesi í Gnúpverjahreppi seinnipartinn í dag en mannskapur á vegum Veðurstofu Íslands var þá á leið inn á hálendið með veðurradar til að mæla hugsanlegan gosmökk við Bárðarbungu.
18.ágú. 2014 - 22:00

Hvorki maðurinn minn eða börn mega fá að vita af þessu

Eftir margra ára hjónaband, fjögur börn og hversdagslíf sem snerist að mestu um óhreina sokka og að smyrja nesti skráði 45 ára kona sig á stefnumótasíðu til að geta haldið framhjá eiginmanninum. Hún segir að þetta hafi veitt henni nýja orku til að berjast fyrir lífi hjónabandsins. En ekki eru allir sammála því að þetta sé góð leið til að bjarga hjónaböndum.
18.ágú. 2014 - 21:00

Segir sárlega skorta vinnu fyrir fanga á Íslandi: ,,Vinna sem unnin er af föngum er góð og vönduð“

,,Vinna sem unnin er af föngum er góð og vönduð. Fangar eru ekki hálaunastétt. Það er því allra hagur að vinna fáist fyrir fanga “segir Guðmundur Ingi Þóroddsson forstöðumaður Afstöðu sem er félag fanga á Íslandi. Hann segir langtímaatvinnuleysi vera viðvarandi í fangelsum ríkisins.
18.ágú. 2014 - 20:30

Áframhaldandi jarðhræringar: Enn er unnið á óvissustigi

Ekkert hefur dregið  úr jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu í norðvestanverðum Vatnajökli nú í kvöld en vísindaráð almannavarna fundaði í dag. Telja jarðvísindamenn á Veðurstofunni og Háskóla Íslands að kvika sé á hreyfingu austan við Bárðarbungu við jökuljaðar Dyngjujökuls.
18.ágú. 2014 - 20:00

Flestir þekkja bikiní en þekkirðu ,,facekiní“?

Ekki er víst að ,,facekiní“ muni ryðja sér til rúms víða en það nýtur þó töluverðra vinsælda í Kína, sérstaklega hjá eldri konum sem vilja vernda húðina fyrir geislum sólar. ,,Facekiníin“eiga einmitt rætur sínar að rekja til eldri kvenna í Kína en nú er þessi merkilegi búnaður að taka flugið og hefur vakið athygli langt út fyrir landsteinana.
18.ágú. 2014 - 19:00

Lýsir yfir „fullum stuðningi“ Íslands við Úkraínu

Forseti Alþingis lýsti því yfir í dag að „fullur stuðningur“ væri af Íslands hálfu við Úkraínu og að Rússum beri að virða landamæri Úkraínu. Fundur forseta þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja stendur nú yfir í Palanga í Litháen. Sérstakur gestur á fundinum er Olexander Turchynov, forseti úkraínska þingsins, og gerði hann á fundinum í dag grein fyrir stöðu mála í Úkraínu.

18.ágú. 2014 - 18:00

Lögregla óskar eftir vitnum að líkamsárás á Frakkastíg

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að líkamsárás sem átti sér stað á Frakkastíg í Reykjavík, rétt fyrir kl. 19:30 laugardaginn 9. ágúst. Ráðist var á karlmann á fertugsaldri og var hann stunginn með hnífi.
18.ágú. 2014 - 17:30

Sólríkir dagar framundan á höfuðborgarsvæðinu

Útlit er fyrir bjartviðri og sól mestalla vikuna á Suðvesturlandi samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Íbúar höfuðborgarsvæðisins ættu því að ná síðustu sólargeislum sumarsins.

18.ágú. 2014 - 15:31

„Yrði lengsti undirbúningstími sem við höfum séð í 30 ár“

"Ef kvikan kemur upp á yfirborðið þá er þetta lengsti undirbúningstími sem við höfum séð í 30 ár," segir Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur. Hann segir að reynslan sýni að það sé bara stundum sem kvikuinnskot verður að gosi. 
18.ágú. 2014 - 15:00

Ertu alveg viss um að þú viljir gifta þig?

Ekki er öll vitleysan eins! Ekki er öll vitleysan eins - og sér í lagi landanna á milli. Brúðkaup eru jafn dásamleg og þau eru mörg, að upplaginu til í það minnsta. Í þessari grein verður farið yfir nokkrar skemmtilegar staðreyndir um hefðir héðan og þaðan úr heiminum, sem haldið er í þegar brúðkaup eru annars vegar.
18.ágú. 2014 - 14:19

Icelandair tilbúið með viðbragðsáætlun ef gos hefst undir Vatnajökli

„Við lærðum okkar lexíu eftir eldgosið í Eyjafjallajökli," segir Guðjón Arngrímsson upplýsingafulltrúi Icelandair. Flugfélagið hefur sett upp viðbragðsáætlun ef eldgos hefst í Vatnajökli. Guðjón bendir á að enn ríki mikil óvissa og á meðan ástandið helst óbreytt haldi Icelandair sínu striki.

18.ágú. 2014 - 14:00

Þingflokkur Samfylkingar ekki rætt vantrauststillögu á Hönnu Birnu

Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur ekki rætt yfirvofandi vantrauststillögu á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, innanríkisráðherra. Þingmaður Samfylkingarinnar segir það formanna stjórnarflokkanna að leysa úr málinu.
18.ágú. 2014 - 12:54

Veðurstofan hækkar viðvörunarstig: Virknin gæti leitt til sprengigoss

Veðurstofan Íslands hefur ákveðið að hækka viðvörunarstig fyrir flugmálayfirvöld úr gulu í appelsínugult viðvörunarstig. Næsta stig fyrir ofan er rautt sem þýðir eldgos yfirvofandi eða þegar hafið. Við gos undir jökli er líklegt að öskustrókurinn myndi hafa umtalsverð áhrif á flugumferð.
19.ágú. 2014 - 09:00

Dýrasta teiknimyndablað sögunnar til sölu á Ebay: Verðmætið nokkur hundruð milljónir

Áhugamenn um teiknimyndasögur ættu að taka gleði sína núna því einstakt tækifæri býðst nú á uppboðsvefnum Ebay.com þar sem dýrasta teiknimyndasögublað sögunnar er til sölu þessa dagana. Þetta er einstakt tækifæri til að fullkomna safnið.
18.ágú. 2014 - 11:26

Lögreglan lýsir eftir Birnu Maríu: Ekkert hefur spurst til hennar síðan 14. ágúst

Lögreglan á Höfuðborgarasvæðinu lýsir eftir Birnu Maríu Sigurðardóttur. Þar sem langt er liðið síðan stúlkan fór að heiman, hún er mjög ung að aldri og ekkert hefur spurst til hennar leggja lögregla og barnaverndaryfirvöld mikla áherslu á að finna hana.    
18.ágú. 2014 - 11:00

Matvælaiðnaðurinn á Íslandi: Varphænur hýrast á svæði á stærð við A4 blað allt sitt líf

Matvælaiðnaðurinn er mörgum hugleikinn. Varphænur á Íslandi þurfa flestar að hýrast á svæði sem er jafnstór og eitt A4 blað alla sína ævi og mörg svín eyða mest allri ævinni í stíu sem er svo þröng að þau geta ekki snúið sér við.
18.ágú. 2014 - 08:08 Sigurður Elvar

Myndband: Markvörður skoraði af 90 metra færi í Hollandi

Það þykir ávallt fréttaefni þegar markverðir skora í knattspyrnuleik. Erik Cummins markvörður hollenska liðsins Go Ahead Eagles skoraði frábært mark af um 90 metra færi í hollensku úrvalsdeildinni um helgina.
18.ágú. 2014 - 08:00

Stærsti skjálftinn frá því að hrinan hófst

Enn er mikil virkni í norðvestanverðum Vatnajökli.  Frá miðnætti hafa mælst um 250 jarðskjálftar á svæðinu en undanfarinn sólarhring hafa mælst rúmlega 1400 jarðskjálftar í Vatnajökli. Virknin er mest austan við Bárðarbungu og við Kistufell.


17.ágú. 2014 - 22:37

Brjóstamjólkurísinn fyrstur til að klárast: Bragðið kom þægilega á óvart

Þúsundir manna sóttu Hveragerði heim í gær þegar Ísdagurinn mikli fór þar fram. Auk skemmtiatriða þá bauð Kjörís upp á fjölbreytt úrval ístegunda og runnu um þrjú tonn af ís niður kverkar gesta Ísdagsins. Ísdagurinn var hluti af bæjarhátíð Hveragerðis sem kallast Blómstrandi dagar daga.
17.ágú. 2014 - 22:30

Danska ríkisstjórnin vill senda fleiri flóttamenn heim aftur

Samkvæmt dönskum lögum er hægt að senda flóttamenn og hælisleitendur aftur heim ef aðstæður í heimalöndum þeirra breytast til hins betra og talið er óhætt að senda þá heim. Nú vill ríkisstjórn Helle Thorning-Schmidt að þetta verði gert í auknum mæli og flóttamenn verði sendir heim aftur en þetta er ekki óumdeilt.
17.ágú. 2014 - 21:00

Einhverf íslensk stúlka varð strandaglópur á flugvelli í Danmörku

,,Það væri eins og það væri öllum sama þó að þau væru með barn í höndunum, það var eins og það skipti engu máli þó það kæmi eitthvað fyrir hana", segir Sigurrós Yrja Jónsdóttir, en 12 ára stjúpdóttir hennar, Lovísa Rós, var að hennar sögn svikin um faglega fylgd af flugfélaginu SAS við fyrirhugað flug til Svíþjóðar. Þurfti hún að hafast við í flugstöðinni í tæpar tvær klukkustundir án eftirlits en Lovísa er með röskun á einhverfurófi. Sigurrós er afar ósátt við viðbrögð flugfélagsins við málinu og segir vinnubrögðin vera á allan hátt ómannúðleg.
17.ágú. 2014 - 20:00

Arkitektar með hugmyndaflugið í lagi: Óvenjuleg íbúðarhús

Óvenjuleg íbúðarhús finnast víða. Hvort sem að eigendur húsanna hér að neðan sækjast eftir því að vera öðruvísi með því að byggja sér heimili úr flugvél eða hús í anda Lord of The Rings verður ekki fullyrt um hér. Óhefðbundin arkitektúr húsanna hér að neðan svíkur þó engan.
17.ágú. 2014 - 19:00

Bjarni: Hanna Birna getur auðveldlega unnið aftur upp traust og náð sér á strik

„Augljóslega er þetta mjög óþægileg staða fyrir ráðherra en mér finnst hún hafa brugðist vel við,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, í samtali við Sigurjón M. Egilsson
17.ágú. 2014 - 17:30

Draumastarfið á lausu: Viltu verða súkkulaðisérfræðingur?

Tilvonandi vísindamönnum og aðdáendum súkkulaðis býðst nú einstakt tækifæri til að láta undan sætindaþörfinni þar sem Cambridgeháskóli hefur auglýst lausa stöðu við nám í súkkulaðifræðum.
17.ágú. 2014 - 16:30

Óvenjuleg ungbarnamyndataka: Hvolpur í stað kornabarns með nýbökuðum eigendum sínum

Myndaserían hér að neðan hefur farið sigurför um netmiðla og sýnir par í hefðbundinni ungbarnamyndatöku, eins og svo margir foreldrar fara í eftir að barn fæðist. En í staðinn fyrir að kornabarn sé miðpunktur myndanna er það Jack-Russell Terrier hvolpur sem hjúfrar sig upp við nýbaka eigendur sína.

17.ágú. 2014 - 14:30

Sonur Germanahöfðingjans dó sem skylmingaþræll Rómverja

Árið 9 eftir Krist var háð sögufræg orrusta þar sem nú heitir Tevtóborgarskógur í Þýskalandi. Herflokkar germanskra ættbálka réðust að þremur rómverskum hersveitum og gereyddu þeim. Þetta var einhver mest niðurlægjandi ósigur Rómaveldis bæði fyrr og síðar og hafði margvíslegar afleiðingar næstu aldirnar.
17.ágú. 2014 - 13:00

Íslenska þjóðin hefur Þjóðkirkju og vill fá að hafa hana áfram í friði

„Þjóðfélag okkar batnar ekki með minni áhrifum kristinnar trúar. Þjóðin verður ekki víðsýnni, þroskaðri, umburðarlyndari, réttlátari eða miskunnsamari við það,“ sagði sr. Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur í prédiktun í guðsþjónustu í Dómkirkjunni í morgun. Tilefnið er sú ákvörðun yfirstjórnar Ríkisútvarpsins að hætta að útvarpa ýmsum trúarlegum dagskrárliðum sem verið hafa á Rás 1 um áratugaskeið, til dæmis morgunandakt og Orði kvöldsins.
17.ágú. 2014 - 11:50

Ekki hægt að útiloka að atburðarrásin leiði til eldgoss: Óvissustig enn í gildi

Myndin er tekin 3. ágúst síðastliðinn yfir Vonarskarði og nær okkur er skriðjökullinn Köldukvíslarjökull, en fjær er Bárðarbunga. Eldgos í bungunni gæti þrýst hamfarahlaupi undir jökulinn og niður í virkjankerfi Köldukvíslar, Tungnaár og Þjórsár. / ÓR. Jarðskjálftahrinan sem hófst uppúr klukkan þrjú í gærmorgun heldur áfram. Virknin hefur færst til og er nú í tveimur þyrpingum, norðan og austan við Bárðarbungu.  Vísindamenn telja að virknin orsakist af innskotavirkni  kviku í jarðskorpunni . Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni í kjölfar fundar vísindamanna sem hóst klukkan tíu í morgun.  
17.ágú. 2014 - 11:35

Hefur búið á Íslandi í 14 ár: Ókurteisi sem er viðurkennd í íslensku samfélagi

Jun Þór Morikawa kom fyrst til Íslands árið 1997. Hann féll fyrir landi og þjóð og hefur verið búsettur hér á landi undanfarin fjórtán ár. Hann segir að Ísland sé besta landi í heimi en finnst þó að ókurteisi sé oft liðin og jafnvel viðurkennd í samfélaginu.  
17.ágú. 2014 - 10:15

Stjórnsýslubrot af þessu tagi hafa leitt til fjölmargra afsagna ráðherra í nágrannalöndum

„Staða ráðherrans er mjög erfið. Það er eins og margir hafi ekki áttað sig á því hversu alvarlegt mál er hér um að ræða. En það mátti vera ljóst þegar málið kom upp í upphafi að þetta var mál þeirrar tegundar sem að gæti reynst ráðherranum afar erfitt. Stjórnsýslubrot af þessu tagi hafa leitt til fjölmargra afsagnar ráðherra hérna í nágrannalöndunum.“
17.ágú. 2014 - 09:24

Hringdi sjálfur í Neyðarlínuna eftir að hafa skotið upp neyðarblysi á Seltjarnarnesi

Erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og verkefnin fjölbreytt.  Á Seltjarnarnesi hringdi maður í Neyðarlínuna eftir að hann skaut sjálfur neyðarblysi á loft og greindi frá því að ekkert amaði að sér. Þá sagðist hann eiga fleiri blys í pokahorninu.
17.ágú. 2014 - 08:58

Stúlka vaknaði í læstum strætisvagni í nótt

Áhyggjufullur faðir óskaði eftir aðstoð lögreglunnar skömmu eftir miðnætti í nótt og greindi frá því að dóttir hans væri föst inni í strætisvagni.

eBækur - 600.000 nýir titlar
Sigurvin Ólafsson
Sigurvin Ólafsson - 15.8.2014
Slæm Lýsing
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 06.8.2014
Stund hefndarinnar
Sigurður G. Guðjónsson
Sigurður G. Guðjónsson - 07.8.2014
Upphlaup vegna skipunar seðlabankastjóra
Aðsend grein
Aðsend grein - 15.8.2014
Virðing og samfélagsleg auðgun
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 07.8.2014
Rökföst grein Eiríks lögfræðings
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 05.8.2014
Nordal í stríðsbyrjun
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 16.8.2014
Örlagasögur af Íslandi sagðar erlendis
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 14.8.2014
Þöggun leiðir til fordóma
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 15.8.2014
Athugasemdir við fyrirlestra mína
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 09.8.2014
Fyrirlestrar í Gautaborg
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 11.8.2014
Kristin talnaspeki: Talan einn
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 07.8.2014
„Kristin talnaspeki: Inngangur, talan núll“
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 05.8.2014
Hin merka frétt
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 14.8.2014
Kristin talnaspeki: Talan tveir
Fleiri pressupennar