17. apr. 2018 - 09:30

Augað er aldrei kyrrt

Orðtakið „að stara sig blindan” ber að taka bókstaflega. Ef maður einblínir á tiltekinn punkt í kyrru landslagi hverfur afgangurinn af sjónsviðinu smám saman.

En sem betur fer getum við ekki haldið augunum grafkyrrum. Þegar við horfum á andlit manneskju, hreyfist augað lítillega í sífellu og við beinum athygli okkar til skiptis að nefinu, augunum, munninum eða t.d. litlu öri á kinninni. Þrátt fyrir að við einblínum stundarkorn á eitthvað smáatriði eða jafnvel þó við teljum okkur stara stíft á eitthvað tiltekið þá eru augun aldrei kyrr. Agnarsmáar, ósýnilegar hreyfingar augans hnika stöðugt til fókuseringunni og án þessara hreyfinga værum við einfaldlega ekki fær um að skerpa sjón, þar sem taugafrumur augans myndu þreytast á því að glápa á sama fyrirbærið lengur en örskamma stund.

Taugarnar senda boð til heilans

Þegar við sjáum ljósið endurkastast frá umhverfinu, lendir það á sjónhimnu augans þar sem er að finna um 125 milljón taugar. Þetta eru ljósnemarnir sem hver og einn inniheldur milljónir sameinda af ljósnæma prótíninu rhódopsín. Verði slík sameind fyrir einungis einni ljóseind – sem er minnsti mögulegi skammtur ljóss – slæst hún bókstaflega til. Þegar ljósið skellur á ljósnemanum bregst taugin við með því að senda frá sér boð sem berst eldskjótt til heilans. En rétt eins og aðrar taugar hafa ljósnemarnir tilhneigingu til að dofna verði þær eru ekki stöðugt fyrir áreiti.

Froskar sjá einungis hreyfingar

Besta dæmi um hvernig taugarnar dofna er sú tilfinning í húð og líkama sem við skynjum, þegar við klæðum okkur í buxur, bol eða sokka á morgnanna. Við getum glöggt fundið hvort klæðin sitji rétt en skömmu síðar finnum við ekki lengur hvernig klæðið snertir húðina. Vissulega snerta þau enn fjölmargar skyntaugar húðarinnar með sama hætti, en eftir nokkurra sekúndna stöðugt áreiti aðlaga taugarnar sig smám saman aðstæðum, svo það þarf frekara áreiti til að þær sendi boð til heilans.

Taugarnar hætta ekki virkni sinni – ef við hreyfum okkur þannig að klæðin þrengja meira að líkamanum finnum við ennþá fyrir því – en aðlögunin veitir heilanum frið til að taka við stöðugum straumi annarra upplýsinga sem hafa forgang.

Þessi geta til að laga sig að viðvarandi áreiti er hluti af eðli allra tauga og á því einnig við um ljósnema augans. Þetta er greinilegt hjá froskum sem einungis geta séð þegar þeir sjálfir eða fyrirbæri er á hreyfingu.

Ef fluga situr grafkyrr framan við jafn óhagganlegan frosk munu þeir ljósgeislar sem endurkastast frá flugunni stöðugt hitta á sömu ljósnema í sjónhimnu frosksins. Þessu venjast þær skjótt og hætta að senda taugaboð til heilans þannig að flugan verður ósýnileg fyrir froskinum. Þegar flugan flýgur af stað endurkastast ljósið inn í ferska ljósnema sem virkjast og veita heilanum boð.

Sömu meginreglur er að finna hjá mönnunum og ástæða þess að við getum yfirhöfuð séð kyrrstæð fyrirbæri er sú að augun eru á sífelldri hreyfingu.

Þegar við lítum á andlit eða landslag sveima augun um í blöndu af meðvituðum og ómeðvituðum hreyfingum sem varða ekki einungis sjálft augað heldur einnig höfuðið. Hreyfingar þessar mætti nefna kippi (e. saccade) og örkippi (e. microsaccade) augans.

Stefna þeirra er jafnan í átt að eða burtu frá einhverju sem hreyfist eða að einhverju sem við höfum nýverið skoðað, en geta þó einnig fylgt ófyrirsegjanlegu mynstri. Yfir daginn framkvæma augun jafnan slíkar örhreyfingar fimmtungs tímans meðan hinn hluta tímans nýtum við til að horfa á tiltekin fyrirbæri.

En jafnvel þegar við teljum okkur einblína á eitthvað, titra augu okkar áfram með þrenns konar mismunandi hætti – bara ósýnilega. Mestar þessarra hreyfinga eru örkippirnir. Þær vara í um 25 millisekúndur í hvert sinn og flytja augað í beinni línu þannig að endurvarpaður ljósgeisli skelli á nýjum ljósnema í um 0,05 millimetra fjarlægð (sem svarar til um 20 ljósnema) frá hinum fyrsta. Örkippirnir eru samstundis leystir af hólmi með svonefndu reki (e. drift) sem er hægari og aðeins skammvinnri hreyfing og getur varað í allt að sekúndu. Rekið hreyfist í sveig og fer ætíð saman með skjálfta (e. tremor) sem er nokkru minni en afar hraðar hreyfingar upp og niður.

Einn slíkur titringur flytur augað sem svarar til eins ljósnema. Hins vegar verður þeirra vart um 100 sinnum meðan á einu reki stendur. Um leið og rek-skjálftahrinan er yfirstaðin taka nýir örkippir við og þannig heldur augað sér í stöðugri hreyfingu.

Síðasti taugakliður fyrir heiladauða

Markmiðið með þessum allra minnstu augnhreyfingum, reki og skjálfta, er óljóst. Mögulega stafa þær af eins konar taugaklið frá heilastofni en staðreyndin er sú að viðlíka taugaboð eru einhver þau síðustu sem nema má áður en manneskja er talin heiladauð. Vísindin eru öllu nær um örkippina og á þessu sviði er spænski taugasérfræðingurinn Susana Martinez-Conde við Barro Neurological Institute í Phoenix, BNA, ein sú fremsta á sínu sviði. Árið 2006 var hún fyrst til að sýna fram á að örkippirnir eru bein ástæða þess að ljósnemarnir þreytast ekki þegar augu okkar fókusera á eitthvað.

Dr. Martinez-Conde og samstarfsfélagar hennar hafa nýtt sér háþróaða myndavél til að fylgjast með augnhreyfingum nokkurra þátttakenda. Með tölvugreiningu var unnt að skilja örkippina frá öðrum gerðum augnhreyfinga.

Þátttakendurnir voru látnir horfa á fastan punkt á skjái, meðan þeir áttu samtímis að fylgjast með lýsandi depli rétt við hliðina. Tilraun þessi er afbrigði af hinni sígildu Troxler-sjónvillu, þar sem litaður hringur umhverfis brennipunkt virðist verða stöðugt ógreinilegri, þar til hann hverfur og verður sýnilegur aftur. Í tilrauninni var þessi lýsandi blettur með sama hætti stundum ósýnilegur (þrátt fyrir að hann hafi í raun sést á skjánum), og með því að ýta á hnapp gátu þátttakendur skrásett hvenær lýsandi bletturinn hvarf og hvenær hann birtist aftur.

Tilraunin sýndi að örkippirnir fylgdu fremur ólíkum mynstrum hjá átta þátttakendum, en að hreyfingarnar áttu að jafnaði tvennt sameiginlegt: virkni örkippa féll ævinlega rétt áður en bletturinn hvarf og hann varð sýnilegur þátttakendum strax og örkippirnir hófust á ný. Þar sem þátttakendum í tilrauninni var gert að einblína á miðlægan punkt bældu þau náttúrulega hina náttúrulegu stóru augnhreyfingu, augnkippina. Þannig reyndust örkippirnir eini möguleikinn fyrir því að einstakir ljósnemar í nethimnunni gætu fengið eitthvað nýtt að sjá, þar sem þessar smávægilegu augnhreyfingar flytja ljósnemana til miðað við lýsandi blettinn á skjánum.

Örkippirnir orsaka sjónvillur

Ályktun vísindamanna er sú að þegar augað er í hvíld og alveg kyrrt án örkippa, þá eiga ljósnemarnir sem stöðugt verða fyrir áreiti af lýsandi blettinum, það til að þreytast.

Þegar ljósnemarnir glata orkugjafanum hætta þeir að skjóta taugaboðum til heilans sem getur því ekki lengur séð lýsandi blettinn. Þegar örkippirnir fara skömmu síðar aftur af stað er nýjum ljósnemum veitt undir ljósgeislann og þeir bregðast strax við með því að senda boð til heilans, sem aftur getur séð blettinn lýsandi. Vísindamennirnir telja að örkippirnir hafi í sífellu þessa virkni – ekki aðeins í Troxler-prófinu – og að hreyfingarnar skipti þannig sköpum fyrir sjón okkar. Segja má að án örkippanna værum við hreint ekki fær um að sjá nokkurt kyrrstætt fyrirbæri 80% þess tíma sem við einblínum á eitthvað.

Susana Martinez-Conde og félagar hennar uppgötvuðu á síðasta ári að örkippirnir eiga einnig hlut að máli í öðru sígildu sjónvilluprófi: Enigma. Þá horfir maður afslappaður, og án þess að þurfa að fókusera á nokkurt sérstakt, á nokkra litaða hringi sem liggja hver innan í öðrum á bakgrunni þunnra svartra strika sem geislast út frá sameiginlegri miðju hringanna. Sjónvillan gerir það að verkum að heilinn ætlar hringina snúast um með hraða sem virðist til skiptist vera hægur eða hraður.

Vísindamennirnir tóku upp myndir af augnhreyfingum þátttakenda og komust að því að örkippunum fjölgar rétt áður en þátttakendur fá á tilfinninguna að hringirnir fari hraðar og hraðar um. Að sama skapi minnkar virkni örkippanna á því tímabili sem hringirnir virðast fara að hægja á sér eða jafnvel stöðvast.

Heilinn fyllir út í blinda bletti

Ekki er vitað hvernig örkippir geta skapað tálsýn hreyfinga, en árið 2008 komu vísindamenn fram með nýja rannsókn sem veitir innsýn í þýðingu augnhreyfinganna fyrir venjulega sjón manna. Í ljós hefur komið að örkippirnir skapa ekki einungis tálsýn hreyfingar eða tryggja að fyrirbæri hverfi ekki úr sjónsviði okkar – þær geta í raun einnig hindrað að heilinn telji sér trú um að sjá hluti sem eru ekki til staðar.

Rannsóknin var framkvæmd með næstum sama hætti og Troxler-prófið, en í stað þess að fylgjast með lýsandi bletti á tómum skjá áttu þátttakendurnir að einblína á lítið bert svæði á skermi sem var fullur af skældu mynstri.

Tilraun þessi samsvarar til tilviljanakendra blindra bletta sem mígrenissjúklingar geta upplifað sem og þeir sem þjást af mænusiggi eða öðrum taugasjúkdómum. Í slíkum tilvikum stafa blindu blettirnir af því að ljósnemarnir á viðkomandi svæði eru skaddaðir og geta ekki sent boð til heilans.

Heilinn er hins vegar fær um að bæta upp fyrir skort á upplýsingum. Hann gengur út frá að ekki eigi að finnast „gat“ í landslaginu og fyllir upp í það með upplýsingum sem svara til nánasta umhverfis.

Niðurstöður tilraunarinnar sýna að þátttakendur gátu aðeins séð bert svæðið í mynstrinu þegar virkni er í örkippum augans. Þegar örkippirnir eru leystir af hólmi með öðrum augnhreyfingum, flýtur mynstrið út og þekur beran blettinn, þannig að manni sýnist vera mynstur yfir allan skjáinn. Þessi nýuppgötvaða virkni örkippanna stafar af því að heilinn, við það að augað hreyfist í sífellu, er hindraður í að bæta upp í myndina. Örkippirnir hafa þannig annað og allt eins skilvirkt hlutverk hvað varðar úrvinnslu heilans á taugaboðum frá auganu.

Augun afhjúpa áhuga okkar

Þrátt fyrir að mörg rannsóknarteymi hafi á síðustu árum gaumgæft örkippina hefur innan vísinda leikið mikill vafi á í hve miklum mæli þessar agnarsmáu ósýnilegu hreyfingar eiga sér stað meðan við einblínum á eitthvað tiltekið fyrirbæri.

Á síðasta ári birti Susana Martinez-Conde og teymi hennar niðurstöður af röð umfangsmikilla tilrauna sem geta bent til að þessir örkippir augans skipti allt eins miklu máli þegar við leitum uppi eitthvað í sjónsviðinu eða t.d. horfum bara í kringum okkur.

Vísindamennirnir skrásettu og greindu augnhreyfingar þátttakenda þegar þeir horfðu á einsleitan gráan flöt eða náttúrulegt landslag eða leystu þrautir tengdar sjóninni eins og t.d. „Finnið fimm villur“ eða „Hvar er Valli?“

Niðurstöðurnar sýna að örkippirnir verða tíðari þegar horft er á flókið myndsvið eða við að leysa krefjandi sjónrænt verkefni. Þetta á við óháð því hversu mikið eða hve lengi horft er og fókuserað á tiltekinn stað.

Þegar þátttakendurnir horfðu á einsleitan flötinn fókuseruðu þeir oft og lengi á bókstaflega ekki neitt. En í þeim tilvikum var um litla örkippi að ræða. Rétt eins og varðar stærri og einatt meðvitaðri augnhreyfingar, augnkippina, eiga örkippirnir að líkindum sinn þátt í að beina athygli okkar að þeim hluta sjónsviðsins sem við teljum einkar áhugaverðan.

Susana Martinez-Conde hefur sett fram tilgátu um að þessar tvær ólíku augnhreyfingar skarist og að þeim sé stjórnað af sömu taugabrautum í heilanum. Rannsóknirnar sýna nefnilega einnig að hreyfingar í augnkippum geta stundum verið allt eins litlar eins og í örkippum, og að þær nýtist jafn vel til að flytja fókusinn á nýjan stað í sjónsviðinu.

Aðrir vísindamenn hafa komist að niðurstöðum sem styðja þessa tilgátu. Ralph Engbert og Reinhold Kliegl við Potsdam-háskólann í Þýskalandi hafa þannig sannað, að þrátt fyrir að við einblínum á tiltekinn punkt, afhjúpa örkippirnir ef eitthvað áhugavert birtist í jaðri sjónsviðsins. Í slíkum tilvikum eykst fjöldi örkippanna og í stað þess að hreyfast skilyrðisbundið í allar mögulegar áttir hafa þeir tilhneigingu til að leita í átt að þessu nýja og kannski meira spennandi fyrirbæri.

Fjöldi örkippa og stefna þeirra getur þannig sýnt hvað það er sem manneskja hefur fest sjónir sínar á, þrátt fyrir að svo virðist sem hún horfi á annað. Einu má gilda hversu mikið við leitumst við að horfa ekki á fallega manneskju nærri okkur, því hætt er við að ástvinur okkar uppgötvi dulinn áhuga á keppinaut, ef ástvinurinn, vel að merkja, býr yfir háþróaðri upptökuvél sem getur skrásett örkippina.

Nýjar rannsóknir á töfrabrögðum

Í kjölfar rannsókna sinna hefur Susana Martinez-Conde fengið aukinn áhuga á lífeðlisfræðilegum skýringum á sjónhverfingum, sem og getu töframanna til að villa um fyrir sjónskyni okkar. Sjónhverfingar, töfrar og galdrar myndast bæði í auga og heila og samanstanda af margvíslegum tálsýnum, sem veita okkur skerta eða bjagaða skynjun á raunveruleikanum, og hún vonast til að komast að því hvort uppruni þeirra sé í augunum, í vinnsu heilans frá sjóntauginni, væntingum okkar til aðstæðna eða kannski í því að athygli okkar er afvegaleidd.

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt sem á heima á Pressunni?
Sendu okkur póst á pressan@pressan.is - Fyllsta trúnaðar gætt, sé hans krafist.19.apr. 2018 - 10:00 Doktor.is

Líkamsrækt og slökun gegn millirifjagigt

Millirifjagigt getur verið af ýmsum toga en um er að ræða verki í síðu eða brjóstkassa sem versnar við djúpa öndun eða aðrar hreyfingar. Oftast er um að ræða festumein í festingum millirifjavöðva en festumein er bólga á staðnum þar sem sin festist við bein. 
19.apr. 2018 - 08:00 DV

Ótrúleg uppgötvun á lítilli japanskri eyju – Getur haft mikil áhrif um allan heim

Lítil japönsk eyja, Minamitorishima, er heldur betur kominn inn á heimskortið eftir ótrúlega uppgötvun sem vísindamenn gerðu á og við eyjuna. Fæstir vita eflaust nokkuð um þessa litlu eyju, sem er aðeins 1,3 ferkílómetrar, í Kyrrahafi. Eyjan er um 1.100 km suðaustan við Japan og er óbyggð.
18.apr. 2018 - 22:00 Bleikt

Nú steinhættir þú að fara í sturtu á hverjum degi!

Það er algjör óþarfi að fara í sturtu á hverjum einasta degi og þú ert í rauninni frekar að valda húðinni skaða en gera henni gagn með því. Þetta er mat sérfræðings við Columbia-háskóla í Bandaríkjunum, dr. Elaine Larson.

18.apr. 2018 - 20:00

Bakterídrepandi sápur eru gagnslausar og gætu hreinlega verið skaðlegar

Bakteríudrepandi sápur gætu verið skaðlegar þunguðum konum og börnum þeirra. Þetta er samkvæmt niðurstöðum skýrslu sem rúmlega tvö hundruð vísindamenn lögðu nafn sitt við og birtust í tímaritinu Environmental Health Perspectives.
18.apr. 2018 - 18:30 Bleikt

Sigríður fæddi barn sitt í Kanada: „Það er til skammar hvað íslenskar ljósmæður fá illa borgað“

Þegar Sigríður Katrín Karlsdóttir komst að því að hún væri ólétt var hún nýflutt til eiginmanns síns, Shawn til Ottawa, Kanada. Meðgöngu og fæðingarferlið í Kanada er nokkuð ólíkt því sem við könnumst við hér á Íslandi og ákvað Sigríður að greina frá sinni sögu til stuðnings kjarabaráttu ljósmæðra.

18.apr. 2018 - 16:30

Þeir sem eru siðblindir vilja frekar svart kaffi

Ef þú vilt helst af öllu drekka kaffið þitt svart eru líkur á að þú tilheyrir hópi fólks sem vill drekka eitthvað bragðmikið. Þú gætir líka tilheyrt þeim hópi fólks sem hugsar um heilsuna og sleppir þar af leiðandi mjólk,sykri eða kaffirjóma. Svo gætirðu tilheyrt enn öðrum hópi fólks, þeim sem eru siðblindir.
18.apr. 2018 - 14:30 Bleikt

Gómsæt skinkuhorn að hætti Snædísar Bergmann

Nú er ég komin rúmlega 37 vikur á leið og fer því að styttast í fæðingarorlof hjá mér. Ég ákvað því að taka hálfan dag þar sem ég bakaði skinkuhorn, kanilsnúða og möffins til að eiga inni í frysti, það er eitthvað svo æðisleg tilfinning að vita af frystinum fullum af heimabökuðu góssi fyrstu dagana í fæðingarorlofi.

18.apr. 2018 - 12:30

Lífshættulegt að taka vinnuna heim

Reykingar, drykkja eða neysla á óhollum fæðutegundum þurfa ekki að vera hættulegustu venjurnar í lífi fólks. Ný rannsókn sýnir að streitan sem fylgir því að taka vinnuna með sér heim, vera alltaf í sambandi og trufla þannig fjölskyldulífið – er sennilega skaðlegast af öllu. Þetta kemur fram í Sunday Times.
18.apr. 2018 - 11:00 Bleikt

Fjölskylduvinur Anítu misnotaði hana kynferðislega: „Ég vaknaði úti í móa með buxurnar á hælunum“

Aníta Guggudóttir hefur upplifað mikinn kvíða og hræðslu eftir að hafa lent í alvarlegu áfalli þegar náin fjölskylduvinur misnotaði hana kynferðislega. „Ég lenti í þeirri ömurlegu stöðu að vera nauðgað af ógeðslegum manni. Hann var ekki bara einhver maður heldur var hann fjölskylduvinur sem náði okkur öllum á sitt band. 
18.apr. 2018 - 09:30

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

Maður hnerrar til að hreinsa ryk, slím og aðskotahluti úr öndunarveginum, en haldi maður aftur af hnerranum situr þetta kyrrt og heldur áfram að valda óþægindum.
18.apr. 2018 - 07:48

Danskir stjórnmálamenn óttast afleiðingarnar af banni við umskurði drengja – Óttast krísu eins og í kjölfar Múhameðsteikninganna

Á föstudaginn munu þingmenn í heilbrigðismálanefnd danska þingsins funda á lokuðum fundi. Fundarefnið er hvort banna eigi umskurð drengja. Á fundinn hafa heilbrigðisráðherrann, dómsmálaráðherrann, utanríkisráðherrann, varnarmálaráðherrann og kirkjumálaráðherrann verið boðaðir. Ræða á málið ítarlega og fara yfir hugsanlegar afleiðingar ef þingið samþykkir að banna umskurð drengja af öðrum ástæðum en læknisfræðilegum.
17.apr. 2018 - 20:00

Ofsakvíði: Lamandi ótti án fyrirvara

Þú ert úti að ganga í skóginum og átt þér einskis ills von, sallaróleg/ur og nýtur góða veðursins og sólarinnar þar sem þú ert í sumarleyfi í fjarlægu landi. Skyndilega staðnæmist þú og það hvolfist yfir þig gífurleg hræðsla og spenna þar sem þú stendur augliti til auglits við ljón sem sér þig líka og býst til árásar.
17.apr. 2018 - 16:30 Doktor.is

Viðbrögð við áföllum og sorg: „Styrkleikamerki að þora að sýna mannlega veikleika“

Allflestir lenda í áföllum. Áföll og sorg eru hluti af lífinu. Flest þurfum við einhvern tíma á ævinni að glíma við sorgina t.a.m. þegar einhver okkur nákominn veikist eða deyr, ef hjónaband leysist upp, ef ástvinur missir vinnuna eða ef fjölskyldumeðlimur verður fyrir árás eða ofbeldi.

17.apr. 2018 - 14:21 Bleikt

Silíkonpúðar Stefaníu kostuðu hana heilsuna: „Einn þeirra var rifinn og hinn var farin að leita undir handakrikann“

Stefanía Jakobsdóttir fór í lok árs árið 2013 í aðgerð til þess að láta minnka og laga brjóstin hennar. Í aðgerðinni voru settir silíkonpúðar í brjóstin sem áttu eftir að kosta Stefaníu heilsuna.

17.apr. 2018 - 12:29

Svona kemstu í frábært form: Einkaþjálfari gefur góð ráð

Hver er besta leiðin til að komast í toppform? Þetta er spurning sem brennur á vörum margra nú þegar sumarið nálgast með hverjum deginum sem líður. Dylan Rivier er ástralskur einkaþjálfari sem hefur mikla reynslu af því að aðstoða þá sem vilja auka vöðvastyrk sinn og fá vöðvastæltan líkama.
17.apr. 2018 - 11:00 Bleikt

Birnu neitað um tryggingar: „Þeir telja mig í of miklum áhættuhópi gagnvart sjálfsvígi“

Birna Kristín Ásbjörnsdóttir greindist með geðhvarfasýki árið 2015. Henni hafði þó ávallt grunað að sá sjúkdómur væri að plaga hana en upplifði hún ákveðin létti að fá loksins greiningu. „Það var mikill léttir að fá að vita af hverju ég upplifði svona slæma daga, óeðlilega hraðar hugsanir, undarlegar tilfinningar, geðhæðir og gífurlega vanlíðan á köflum. 
17.apr. 2018 - 08:00 DV

Nýnasistar sækja í sig veðrið – „Sterk og sameinuð Norðurlönd“

Á Borgundarhólmi, sem er lítil dönsk eyja rétt undan suðurströnd Svíþjóðar, hafa félagar í nýnasistahreyfingunni Den Nordiske Modstandsbevægelse verið ötulir við dreifingu áróðurs það sem af er ári. Áróðursmiðum hefur verið dreift og límmiðar hafa verið settir upp víða um eyjuna.
16.apr. 2018 - 20:00

María fer til Guatemala að taka upp lag: „Ég elska þegar tónlist segir manni sögu“

Mynd: Sara G. Amo María Viktoría er 24 ára tónlistarkona sem býr í Laugardalnum. Hún var að gefa út lag sem heitir Rainy Rurrenabaque á Youtube og Spotify.  Lagið fjallar um lítinn stað í Norður-Bólívíu rétt við Amasónskóginn. 
16.apr. 2018 - 18:30 Bleikt

Uppskrift af einföldu Mexíkósku kjúklingalasagna

Þetta er ein af mínum uppáhalds uppskriftum til þess að elda þegar ég er ein heima með stelpurnar þar sem þetta er svo ótrúlega fljótlegt, auðvelt, mjög gott og svo er alltaf til afgangur til þess að eiga í hádeginu daginn eftir.

16.apr. 2018 - 16:30

Til að komast að því hvort þetta væri réttur hundur gerðu þeir eitt mjög krúttlegt – Yndislegt myndband

Lögreglunni í Ísrael tókst að bera kennsl á týndan hund með því að athuga hvort hann syngur við uppáhaldslagið sitt.
16.apr. 2018 - 14:30 Bleikt

Erla Kolbrún snappar frá Kleppi: „Ég var komin á botninn og gat lífið ekki“

Erla Kolbrún Óskarsdóttir lenti í læknamistökum árið 2012 þar sem laga átti endaþarmssig sem hún fékk í kjölfar fæðingar yngri dóttur sinnar. Síðan þá hefur Erla barist við mikla og óbærilega verki sem ekki er hægt að laga. Eftir aðgerðina varð Erla afar þunglynd og sjálfsvígshugsanir herjuðu á hana daglega. Nýlega var Erla lögð inn á Klepp vegna mikillar vanlíðunar og ákvað hún að leyfa fólki að fylgjast með meðferðinni í gegnum Snapchat.

16.apr. 2018 - 12:30

Þetta er ástæðan fyrir því að foreldrar eru þreyttir á morgnana – Myndband

Melanie Darnell er samfélagsmiðlaáhrifavaldur og móðir. Hún varð vinsæl á samfélagsmiðlum eftir að hún byrjaði að deila reynslu sinni af móðurhlutverkinu og hvernig hún heldur sér í formi.
16.apr. 2018 - 11:10 Eyjan

Innflytjendur voru að jafnaði 16,5% starfandi fólks árið 2017

Árið 2017 voru að jafnaði 197.094 starfandi á Íslandi. Af þeim voru konur 92.855 eða 47,1 % og karlar 104.239 eða 52,9%. Starfandi innflytjendur voru að jafnaði 32.543 árið 2017 eða 16,5% af öllum starfandi. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands.

16.apr. 2018 - 09:29 Doktor.is

Máttur vanans er mikill! – Hverju viltu breyta?

Leiðin að styrkari líkama og heilbrigðara lífi felur í sér að þú verður að hyggja að matarvenjum þínum, draga úr neyslu hitaeininga og hreyfa þig meira.  Þetta eru tæplega ný tíðindi fyrir þig ef þú ert of þung/ur. 
16.apr. 2018 - 07:47 DV

Nýnasistar herja á grunnskóla og leita að nýjum félagsmönnum þar

Hin umdeilda sænska nýnasistahreyfing Nordiska Motståndsrörelsen hefur nú tekið upp nýjar aðferðir við að afla nýrra félagsmanna. Nú herja félagar í samtökunum á börn í Lorensbergaskolan grunnskólanum í Ludvika sem er norðaustan við Stokkhólm. 
15.apr. 2018 - 20:00 Guðrún Ósk Guðjónsdóttir

Það sem þú átt aldrei að tala um á fyrsta stefnumóti

Þrátt fyrir að geta verið bráðskemmtileg þá geta fyrstu stefnumótin verið taugatrekkjandi og stressandi. Þökk (eða óþökk) sé stefnumótaöppum á borð við Tinder þá eru góðar líkur á að þú hafir aldrei hitt viðkomandi áður en þið farið á stefnumót þannig að það skiptir miklu máli að koma vel fram. 
15.apr. 2018 - 16:00

Brá svo mikið þegar hún á könguló í bílnum að hún ætlaði að kasta upp: Myndband

Bloggarinn Laura Mazza stundar að taka upp óborganleg atvik úr lífi sínu öðrum til skemmtunar. Nýverið tók hún upp myndband af sjálfri sér í bíl og náði því á myndband þegar hún tók eftir könguló inni í bílnum. 
15.apr. 2018 - 12:00

Þessi einfalda athöfn getur hjálpað fólki að léttast

Stundum er því haldið fram að þeir sem vilja léttast ættu að forðast það eins og heitan eldinn að stíga á baðvigtina. Það geti virkað fráhrindandi að sjá sömu tölu tvo, jafnvel þrjá daga í röð.
15.apr. 2018 - 10:00 Doktor.is

Markþjálfun – Leið til að bæta heilsuna

Hugtakið markþjálfun (e. coaching) hefur uppruna sinn úr íþrottaheiminum í byrjun 19.aldar þar sem það var notað í Amerískum háskólum til að bæta árangur. Með tímanum hefur markþjálfun þróast mjög mikið og í lok 1990 var markþjálfun komin inn í viðskiptaheiminn og orðin mjög vinsæl út um allan heim. 
14.apr. 2018 - 22:00 Ragna Gestsdóttir

Myndband: Janelle Monáe klæðist „píkubuxum“ í nýjasta tónlistarmyndbandi sínu

Í nýjasta myndbandi söngkonunnar Janelle Monáe með laginu PYNK kemur píkan við sögu og meðal annars klæðist hún og dansarar hennar buxum sem vísa til píkunnar.
14.apr. 2018 - 20:00

Slæmar fréttir fyrir nátthrafna: Svefnrútínan þín gæti verið að stytta lífaldurinn

Nátthrafnar segja stundum að þeir muni sofa þegar þeir deyja, en með því að sofa lítið þá gæti dauðinn barið að dyrum fyrr en síðar.
14.apr. 2018 - 16:00

Læturðu barnið þitt sofa í öruggustu stellingunni?

Árið 1994 var blásið til herferðar í Bandaríkjunum sem miðaði að því hvetja mæður – og feður vitanlega – til að láta ungbörn sín sofa á bakinu. Þetta var talið geta komið að gagni í baráttunni gegn ungbarna- og vöggudauða.
14.apr. 2018 - 12:00

Gáfaðir líklegri til að þjást af geðsjúkdómum

Ef þú þjáist af geðsjúkdómi eru líkur á að þú sért gáfaðri en meðalmaðurinn. Þetta er samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem framkvæmd var á tæplega fjögur þúsund meðlimum Mensa.
14.apr. 2018 - 10:00 Doktor.is

Gigt í fótum – Nokkrar reglur

Þó svo að gigt geti verið mjög hamlandi fyrir fólk, þá er hægt að bæta líðan allra gigtveikra. Þessar upplýsingar hér eru ætlaðar til þess að sýna fólki hvernig á að lina verki í fótum og halda getunni til göngu og hreyfingar, þrátt fyrir gigt.

13.apr. 2018 - 22:00 Doktor.is

Húðkrabbamein og fæðingarblettir: Þessu þarftu að fylgjast með

Þekktasta orsök húðkrabbameina er útfjólublá geislun. Mikil útfjólublá geislun í skamman tíma í einu sem orsakar bruna eykur hættu á sortuæxli og líklega á grunnfrumukrabbameini. Jöfn og stöðug geislun yfir langan tíma orsakar flöguþekjukrabbamein. 

13.apr. 2018 - 20:00

Elaine úr Seinfeld er nánast óþekkjanleg í dag

Leikkonan Julia Louis-Dreyfus, sem er best þekkt fyrir að leika Elaine Benes í þáttunum Seinfeld, leit vel út þegar hún sást á gangi í Beverly Hills í vikunni. Dreyfus hefur nánast ekkert sést opinberlega síðan hún tilkynnti síðasta haust að hún væri að glíma við brjóstakrabbamein og væri á leið í lyfjameðferð. 
13.apr. 2018 - 16:00 Ragna Gestsdóttir

Rachel McAdams eignast sitt fyrsta barn

Leikkonan Rachel McAdams eignaðist nýlega frumburð sinn, dreng, ásamt unnustanum Jamie Linder. Nafn, fæðingardagur og stærðir hafa hins vegar ekki tilkynntar né hefur kynningarfulltrúi McAdams gefið út tilkynningu. McAdams gaf aldrei út tilkynningu um meðgönguna heldur.
13.apr. 2018 - 14:30 Bleikt

Fimm ára barátta Hilmars og Rjóma um flutning til Íslands

Hilmar Egill Jónsson flutti til Noregs árið 2011 þar sem hann hafði ákveðið að búa ásamt fjölskyldu sinni í eitt ár. Þar lét Hilmar langþráðan draum sinn rætast og keypti sér English Bull Terrier hvolp sem fékk nafnið Rjómi.

13.apr. 2018 - 12:30

Níu merki um að þú sért gáfaðri en meðalmanneskjan

Í gegnum tíðina hefur verið reynt að mæla gáfur með ýmsum aðferðum og engin ein leið sem getur skorið almennilega úr um hvort einhver sé gáfaður eða ekki. Manneskja með lága greindarvísitölu gæti alveg verið snillingur á einhverju öðru sviði svo dæmi sé tekið. 
13.apr. 2018 - 11:00 Eyjan

„Annaðhvort er fólk að fylgja hagsmunum FH og setja þá ofar hagsmunum bæjarbúa, eða það er bara að hugsa um prófkjör og atkvæði“

Borghildur Sturludóttir, bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar sem var látin taka poka sinn úr skipulags- og byggingaráði í fyrradag á hinum mikla hitafundi í Hafnarfirði, kennir íþróttafélögunum FH og Haukum um þau átök sem geysað hafa í bæjarstjórn að undanförnu, en bæði félög hafa þrýst mikið á um byggingu knatthúsa:

13.apr. 2018 - 09:30

10 fæðutegundir sem hafa góð áhrif á húðina

Oftar en ekki má koma í veg fyrir hina ýmsu húðkvilla með breyttu mataræði. Að borða hollan mat hefur ekki aðeins góð áhrif á mittislínuna, ónæmiskerfið og líkamlega og andlega líðan. Mataræðið getur einnig skipt sköpum fyrir heilbrigða húð, hár og neglur. 
13.apr. 2018 - 08:00

Norsk tré bera merki óhugnanlegrar fortíðar

 Það leikur enginn vafi á að stríð setja mark sitt á umhverfi sitt og sögu okkar. Flest þessara spora sjást fljótlega en það var fyrst nýlega, rúmlega 70 árum eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar, sem spor eftir óhugnanlega fortíð fundust í norskum trjám.
12.apr. 2018 - 22:00

Ert þú villidýr í kynlífinu eða heldur þú aftur af þér? Þetta segja stjörnumerkin um þig og kynlíf

Kynlíf á almannafæri, æsandi tal og óundirbúið og snöggt kynlíf í eldhúsinu. Á þetta við um þig? Kannski ekki en sem betur fer hefur fólk mismunandi smekk þegar kemur að kynlífi því annars gæti það kannski bara orðið leiðinlegt.
12.apr. 2018 - 20:00

Þetta ættir þú ekki að birta á Facebook

Sumt er ekki til þess fallið að birta á Facebook og þar með deila með umheiminum. Aðallega út af því að þetta fer í taugarnar á sumum og lítur einfaldlega út fyrir að vera mont og ekkert annað. En samt sem áður birta margir ýmislegt á Facebook sem er til þess fallið að ergja Facebookvinina mikið.
12.apr. 2018 - 18:00 Eyjan

Skorað á Írisi að leiða nýtt framboð í Eyjum

Í kvöld fer fram stofnfundur nýs bæjarmálafélags í Vestmannaeyjum. Aðdragandinn er „þung undiralda“ í bænum, að sögn Leós Snæs Sveinssonar sem kemur að stofnun hins nýja framboðs. Mikil óánægja Sjálfstæðismanna skapaðist þegar ákveðið var að hætta við prófkjör hjá flokknum í janúar, þó svo slíkt hefði ekki farið fram í 28 undanfarin ár. 
12.apr. 2018 - 16:00

Svaðaleg Snickers-kaka

Ég ætla bara að byrja á því að segja að þessi Snickers-kaka er alls, alls, alls ekki fyrir þá sem eru að forðast sykur, hveiti, mjólkurvörur og allt hitt sem alltaf er verið að segja okkur að sé svo svakalega óhollt.
12.apr. 2018 - 14:30 Eyjan

Guðjón svarar Birni Bjarnasyni vegna ásakana um lygar: „Blákaldar staðreyndir sem kjósendur eiga rétt á að fá að vita um“

Guðjón Friðriksson sagnfræðingur, er einn þeirra sem Björn Bjarnason sakaði í gær um að birta lygar og óhróður á Facebook um Eyþór Arnalds, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, líkt og Eyjan greindi frá. 
Guðjón hafði samband við Eyjuna til að koma á framfæri svari sínu til Björns Bjarnasonar, hvar hann vísar öllum ummælum um lygar og óhróður til föðurhúsanna:
12.apr. 2018 - 12:30

Hvað mun gerast þegar hnötturinn hitnar um tvær gráður?

Hnattræn hlýnun er stærsta tilraun sem líffræðingar hafa orðið vitni að. Því hvað mun gerast þegar hnötturinn hitnar um tvær gráður? Stráfalla tegundir eða munu þær ná að aðlagast? Það er ekki vitað, en verður það eftir eina öld? Og margar tegundanna eru að leita sér nýrra búsvæða eða laga sig að hærra hitastigi.

12.apr. 2018 - 11:00 Eyjan

Elliði í fimmta sæti í Eyjum: „Tek ég alvar­lega umræðu um þörf­ina á vald­dreif­ing­u“

Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, verður í fimmta sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í næstu sveitastjórnarkosningum. Hildur Sólveig Sigurðardóttir mun skipa fyrsta sætið, en það er í fyrsta skipti í 20 ár sem kona skipar efsta sætið í Eyjum.

12.apr. 2018 - 09:30 Doktor.is

Hvað er einkirningasótt?

Einkirningasótt (kossasótt) er veirusýking af völdum Epstein-Barr veirunnar. Sýkingin leggst á börn og ungt fólk. Hjá ungum börnum er hún oft einkennalaus en veruleg einkenni geta komið fram í einstaklingum á aldrinum 10-25 ára og verið sýnileg í allt að 1-3 mánuði.

Veðrið
Klukkan 09:00
Lítils háttar súld
ASA5
8,1°C
Skýjað
ANA4
7,1°C
Skýjað
SSA1
6,3°C
Léttskýjað
SA2
8,2°C
Alskýjað
ANA2
4,3°C
Skýjað
ASA8
8,4°C
Spáin
Gæludýr: Mars 2018
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 06.4.2018
Sjáðu þessi dæmi um græðgisvæðingu!
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 25.3.2018
Lokað fyrir ræðuhöld
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 25.3.2018
Berjumst gegn græðgisvæðingu
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 05.4.2018
Dröslaði bróður mínum í kirkju
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Hvað segi ég í Las Vegas?
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 29.3.2018
„Heyrðu“
Sverrir Björn Þráinsson
Sverrir Björn Þráinsson - 05.4.2018
Hjónin Laufey og Bjarki losuðu sig við 33 kg á 12 vikum
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.3.2018
Heimsókn Øverlands
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 27.3.2018
Dymbilvika
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 07.4.2018
Málið okkar
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.4.2018
RÚV er tímaskekkja
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 05.4.2018
Þinn tími sem forseti ASÍ er liðinn!
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir - 06.4.2018
Skömmin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 14.4.2018
Grafir án krossa
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 17.4.2018
Grímulaus pólitík
Fleiri pressupennar