04. jún. 2012 - 12:00

Atvinnuleysi: Stundum betra fyrir andlega líðan að afþakka starf

Líkur eru á að ef fólk hefur verið án atvinnu til lengri tíma að það stökkvi á fyrsta starf sem bjóðist. Ekki er þar sem sagt að þá séu öll vandamál úr sögunni. Niðurstöður nýlegrar rannsóknar í Ástralíu, þar sem fylgst var með 7000 manns, staðfesta að aðeins dregur úr þunglyndi og kvíða ef fólk áskotnast starf sem er gefandi og það ræður við. Ef vinnan er einhæf og tilbreytingarlaus versnar andleg líðan fólks.

Peter Butterworth, yfirmaður rannsóknarinnar, sem birtist í Occupational og Environmental í læknisfræði, vill meina að fjöldi starfa hafi verri áhrif á andlega líðan fólks heldur en að vera atvinnulaus til lengri tíma. Butterworth og samstarfsmenn lögðu fyrir hópinn könnun og báðu þau að svara hvað þeim líkaði við starfsumhverfi sitt og hvað hefði truflandi áhrif á geðheilsu þeirra. Beindu rannsakendur sjónum sínum sérstaklega að hversu flókin og krefjandi störfin voru, og þá hvort starfsmenn hefðu frelsi til þess að leysa sín verk eða væru með yfirmann sem fylgdi þeim hvert fótmál.

Niðurstaðan var sú að ef fólk fann vinnu við sitt hæfi sem var sniðið að hæfileikum þeirra, bætti það geðheilsuna. Á hinn bóginn lýsti fólk, sem áskotnaðist starf þar sem þau fundu til óöryggis og sjálfstæði var lítið á vinnustað, því yfir að andlegri heilsa þeirra hefði hrakað og  þunglyndið aukist

Niðurstaðan kom á óvart og gekk þvert á þá trú að öll störf bjóði upp á sálfræðilegan ávinning, þá sérstaklega fyrir fólk sem sé að koma úr langvarandi atvinnuleysi.  Annað sem kom í ljós í rannsókninni var að vinnuumhverfi virðist hafa meiri áhrif á líðan starfsmanna en jafnvel starfið sem fólk þarf að leysa af hendi.

Róbert Hogan, formaður sálfræðideildarinnar í Háskólanum í Tulsa, segir að mikilvægast fyrir líðan fólks á vinnustað sé góður stjórnandi:

Slæmir yfirmenn gera alla óhamingjusama. Streita á vinnustað kemur frá slæmum stjórnendum. Þau sem móta stefnu fyrirtækja ættu alltaf að íhuga áhrifin sem vinnustaður hefur á sálina, ekki einblína bara á hið líkamlega. Við tökum ekki í mál að vinna á stað þar sem lífi okkar er ógnað. Á sama hátt þarf að tryggja góða andlega líðan fyrir allt starfsfólk. Það skiptir alveg jafn miklu máli.

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt sem á heima á Pressunni?
Sendu okkur póst á pressan@pressan.is - Fyllsta trúnaðar gætt, sé hans krafist.14.sep. 2014 - 22:00

Fyrsti kossinn skiptir öllu

Fyrsti kossinn getur verið ansi taugastrekkjandi. Líst henni á mig? Er ég andfúll? Á ég að snúa höfðinu til hægri eða vinstri? Þetta eru eflaust hugsanir sem leita á huga margra þegar þeir halla sér að mótaðilanum þegar kemur að fyrsta kossinum. Ef fyrsti kossinn er slæmur eru miklar líkur á að fólk passi ekki saman.
14.sep. 2014 - 20:45

Finnst stundum eins og það gleymist að ég hef sagt af mér sem dómsmálaráðherra

„Mér finnst stundum eins og það gleymist í umræðunni að ég hef sagt af mér sem dómsmálaráðherra. Það er kominn nýr dómsmálaráðherra,“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra í samtali við Björn Inga Hrafnsson í Eyjunni á Stöð 2 í dag.
14.sep. 2014 - 20:37

Ástæða þess að ég vil að synir mínir sjái mig nakta

Ég bý í húsi með fjórum strákum. En þeir eru enn frekar ungir, svo það eru engin falin klámblöð undir dýnunni þeirra, engar klámsíður í netvafranum eða nokkuð slíkt. Eins og ég vildi óska mér að þeir yrðu ekki forvitnir um þetta síðar meir veit ég vel að sá tími mun koma. Ef ég fengi að ráða myndu þeir ekki svo mikið sem hugsa um kynlíf fyrr en þeir væru 25 ára.
14.sep. 2014 - 19:50

Fékk dularfullan sjúkdóm eftir bílslys: Vinstri fóturinn stækkar og stækkar

Bílslys fyrir 10 árum síðan gjörbreytti lífi manns á sextugsaldri því eftir slysið fór vinstri fótur hans að stækka og hefur haldið áfram að stækka í 10 ár. Nú vegur fóturinn 12 kíló og maðurinn getur lítið gert nema setið heima í sófanum með þennan níðþunga fót.
14.sep. 2014 - 18:00

Leikhúsgagnrýni: Lína Langsokkur – Fléttað og freknótt stelpuskott í Borgarleikhúsinu

Lína Langsokkur situr á stalli með allra heilögustu persónum bókmenntasögunnar. Á meðan sjálfur Hamlet spókar sig um á leiksviðum heimsins í ýmsum tilraunakenndum útgáfum þá þorir enginn að fikta mikið í Línu. Útstæðar fléttur og frísklegar freknur eru alltaf á sínum stað og ekki ólíklegt að margar mæður verði beðnar um að gera Línu-fléttur í dætur sínar í vetur.
14.sep. 2014 - 17:15

Svanur ósáttur: Lýðræðisöflin ráða nú í Reykjavík. Næst er það landið allt!

„Í 70 ár hefur Alþingi Íslendinga svikist um að endurskoða stjórnarskrá lýðveldisins. Alþingi hefur hins vegar gefið sér tíma til að samþykkja lög á borð við löggjöf um stjórn fiskveiða sem svipti þjóðina dýrmætustu sameign sinn og gaf hana endurgjaldslaust einkaaðilum til ótakmarkaðra umráða og fénýtingar.“
14.sep. 2014 - 16:00

Er þetta besti banki í heimi? Ógleymanleg stund fyrir viðskiptavinina - MYNDBAND

Þann 25.júlí síðastliðinn var hópur viðskiptavina kandadíska bankans TD Canada Trust beðinn um að mæta í hin ýmsu útibú fyrirtækisins. Var þeim sagt að bankinn væri koma á fót nýrri tegund af hraðbönkum og þyrfti álit viðskiptavina. Það var þó annað og meira sem beið fólksins þegar það mætti. Nokkuð óhætt er að segja að hér sé á ferðinni fyrirtæki sem kann að meta viðskiptavini sína.
14.sep. 2014 - 13:40

Karl Ágúst: „Nú hefur komið á daginn hvað gjaldþrota maður getur borgað“

Mynd samsett / Pressphotos.biz „Gjaldþrota maður getur ekki borgað fyrir aðra“. Þessum djúpa sannleik var ætlað að skýra fyrir okkur skrílnum hvers vegna við ættum að láta sveltandi fólk í öðrum heimshlutum sigla sinn sjó. Nú hefur það einnig komið á daginn hvað gjaldþrota maður getur borgað“, segir Karl Ágúst Úlfsson leikari og vitnar í fræg ummæli Vigdísar Hauksdóttur þegar tekist var á um þróunarhjálp á síðasta ári í þinginu.
14.sep. 2014 - 13:30

Hanna Birna: Ég hefði án efa getað brugðist við ýmsu með öðrum hætti

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segist undanfarið hafa verið hugsi yfir ýmsu í okkar góða samfélagi.
14.sep. 2014 - 13:30

Miðasala hafin á Reykjavík Comedy Festival: Grínistar á heimsmælikvarða

Fremstu grínistar Íslands koma að sjálfsögðu til með að hita upp. Í fyrsta sinn á Íslandi er nú haldin alþjóðleg grínhátíð, í samstarfi við Europe Comedy Fest. Um er að ræða algjöra veislu fyrir áhugafólk um uppistand og almennt grín, því á hátíðinni koma fram mörg þekkt andlit úr bransanum, m.a. Steven Merchant og Jim Breuer.

14.sep. 2014 - 11:45

Reykjavík í nótt: Skiptu um sæti á ferð til að reyna forðast handtöku og sekt

Lögreglumenn á eftirlitsferð fylgdust í nótt með bifreið sem karlmaður ók í Grafarvogi. Þeir ákváðu að kanna ástand ökumannsins en hann stöðvaði ekki bifreiðina strax. Lögreglumennirnir fylgdu bifreiðinni eftir og á einum tímapunkti veittu þeir því athygli að karlmaðurinn færði sig úr ökumannssætinu á meðan bifreiðin var á ferð. Hann skipti þar við konu sem var farþegi í framsæti og tók hún við akstrinum en maðurinn færi sig í aftursæti bifreiðarinnar.
14.sep. 2014 - 11:30 Kristjón Kormákur Guðjónsson

„Hún hélt á vegabréfunum fyrir framan mig og neitaði að láta mig fá þau“

Framleiðsla vegabréfa tekur tólf virka daga og þá er það sett í póst til þess sem það pantaði. Elínborg María Ólafsdóttir átti bókað flugfar til Kaupmannahafnar þann 28. ágúst síðastliðinn og hafði gefið sér rúman tíma til að panta vegabréf fyrir börnin sín.
14.sep. 2014 - 10:00

Merki um dvínandi virkni: Aðeins miðhluti sprungunnar virkur - Magnaðar myndir

Hraun hefur aðeins gengið fram um 50 til 100 metra út í Jökulsá síðan í gær. Þá hefur áin grafið töluvert úr austur bökkum sökum þrenginga af völdum hraunsins.
14.sep. 2014 - 09:00

Svefn þinn segir til um fjölda veikindadaga

Þeir starfsmenn sem atvinnurekendur geta treyst á að séu minnst fjarverandi frá vinnu vegna veikinda eru þeir sem sofa sjö til átta klukkustundir á sólarhring. Þetta er niðurstaða nýrrar finnskrar rannsóknar. Rannsakendur komust að því að fjöldi veikindadaga fólks tengist svefnvenjum þess.
13.sep. 2014 - 23:30

Hættir sem formaður stjórnarskrárnefndar: Stjórnarskráin fín eins og hún er

Sigurður Líndal prófessor emeritus hefur beðist lausnar úr starfi sínu sem formaður stjórnarskrárnefndar. Hann segist ekki verða var við mikinn áhuga hjá stjórnmálamönnum á endurskoðun stjórnarskrárinnar.
13.sep. 2014 - 21:00

Fólk notar ótrúlegustu hluti í stað smokka þegar kemur að kynlífi

Það er áliðið og fólk er komið saman upp í rúm og fjör er farið að færast í leikinn og allt stefnir í kynlíf en þá kemur babb í bátinn því hvorugur aðilinn er með smokk meðferðis. Það á þó ekki að koma í veg fyrir að kvöldið verði fullkomnað og þá er bara farið fram í eldhús og leitað í skúffum og skápum að einhverju sem getur gert svipað gagn og smokkur.
13.sep. 2014 - 20:00

Þess vegna getur ástvinamissir farið illa með heilsu eldra fólks

Ástvinamissir getur haft mikil og slæm áhrif á ónæmiskerfi eldra fólks sem getur hugsanlega skýrt hvers vegna margir deyja skömmu eftir að þeir hafa misst lífsförunaut sinn. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar. Vísindamenn segja að mikilvægur hluti ónæmiskerfisins, sem verndar fólk gegn banvænum sýkingum, veikist um tíma þegar fólk syrgir náinn ástvin.
13.sep. 2014 - 19:00

Þegar konur girtu sig byssubeltum: Merkilegar myndir úr byltingunni í Mexíko

Árið 1910 gerði Francisco Madero uppreisn gegn Porfirio Diaz einræðisherra í Mexíkó. Úr varð mexíkóska byltingin, sem svo er kölluð, og þar börðust fljótlega allir á móti öllum, eða svo gott sem. Ýmis samfélagsleg öfl tókust á en einnig valdagírugir herstjórar og héraðshöfðingjar.
13.sep. 2014 - 17:15

Myndaserían sem hefur slegið í gegn: Pabbar að störfum - MYNDIR

Liðin er sú að tíð að eingöngu móðirin sjái um uppeldi barnanna á meðan faðirinn vinnur úti fyrir heimilinu. Hinn nútímalegi faðir þarf ekki aðeins að kunna að halda á barni heldur þarf hann að geta brugðið sér í fjöldamörg hlutverk; bílstjóri, kokkur, leikfélagi, íþróttaþjálfari, sálfræðingur og jafnvel förðunarmeistari.
13.sep. 2014 - 15:45

Blaðið sem stingur á graftarkýlum gat naumast þrifist þegjandi inni í því miðju

Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra segir í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins í dag að komið sé í ljós að ekki hafi allt verið sem sýndist hjá DV.
13.sep. 2014 - 14:00

Sig í Bárðarbungu heldur áfram: Gasský leggur frá gosstöðvunum - Fólk loki gluggum

Holuhraun / Mynd: Reykjavik Helicopters Á fundi vísindamannaráðs í morgun kom fram að sig Bárðarbungu heldur áfram. Jarðskjálftavirkni er með líkum hætti og verið hefur síðustu daga. GPS mælir á Bárðarbungu sýnir um hálfs metra sig síðasta sólarhringinn. Gangur eldgossins í Holuhrauni er svipaður og verið hefur síðustu daga. Hraun rennur áfram í farveg Jökulsár á Fjöllum.
13.sep. 2014 - 13:40

Það er hægt að ganga sykursýki 2 úr sér

Það eru margir sem þjást af áunninni sykursýki, sykursýki 2, eða eru með foreinkenni sjúkdómsins. Nú segja vísindamenn að hægt sé að draga úr einkennum sjúkdómsins eða jafnvel losna alveg við hann með því að stunda markvissar gönguæfingar fimm sinnum í viku.
13.sep. 2014 - 12:00

Ef löggan vissi ekki hvað umboðssvik eru, hvernig áttu þá bankamenn að vita það?

„Það var ákveðið atriði sem olli því að ég fór að missa trúna. Á vormánuðum 2011 er ákveðið að halda seminar þar sem öllum rannsökurum hjá embættinu er smalað saman upp í lögregluskóla, þar sem á að stilla saman strengi þannig að menn séu sammála um það hvað teljist til umboðssvika. Það var vegna þess að yfirmenn hjá sérstökum, eins og Sigurður Tómas Magnússon, fóru að skynja það þegar þeir gengu á milli vinnuhópanna að það var mjög misjafn skilningur á því hvað markaðsmisnotkun er og hvað umboðssvik eru og hvernig samspil þessara brota er í raun og veru.
13.sep. 2014 - 10:30

Ung kona í skuldavanda: „Mér líður eins og ég sé að troða marvaða út á hafsjó og nái hvorki til botns né í land“

,,Ég er ekki að vekja athygli á þessu til að fá vorkunn eða ölmusu, það er ekki ætlunin. Á meðan allir þegja þá gerist ekkert. Eins og ég sé þetta þá hef ég engu að tapa“. Þetta segir Íris Dröfn Kristjánsdóttir, fjögurra barna móðir og grunnskólakennari sem lent hefur í miklum fjárhaglegum hrakningum undanfarin misseri og stendur frammi fyrir því að missa heimili sitt og barna sinna á nauðungaruppboði. Segir hún sitt dæmi einungis vera eitt af mörgum og finnst henni grátlegt hversu lítið svigrúm bankar og innheimtufyrirtæki veita gagnvart þeim sem eiga í skuldavanda. Íris hefur áður rætt um sín mál í fjölmiðlum. Þá var hún einnig í 1. sæti fyrir Hægri græna í Norðvesturkjördæmi fyrir síðustu kosningar þar sem hún lagði meðal annars áherslu á fjármálaöryggi heimilanna.
13.sep. 2014 - 09:20

Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari í golfi útskýrir landsliðsvalið og ýmislegt fleira

Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari í golfi. Mynd/GSÍ Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari í golfi sendi frá sér eftirfarandi yfirlýsingu í gær vegna landsliðsmála GSÍ:  Í ljósi umræðu sem hefur átt sér stað í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum í sumar og að undanförnu vil ég koma eftirfarandi á framfæri.
13.sep. 2014 - 09:01

Stór jarðskjálfti í Bárðarbungu í morgun

Jarðskjálfti að stærð fimm mældist á umbrotasvæðinu rétt fyrir klukkan átta í morgun. Yfir nóttina mældust 20 skjálftar og hefur þeim því fækkað miðað við síðustu nótt.
12.sep. 2014 - 23:00

Gríðarmikil loftmengun við Reyðarfjörð: Fólki ráðlagt að halda sig innandyra

Mjög há gildi brennisteinsdíoxíðs (SO2) hafa mælst á Reyðarfirði  í kvöld eða um 4.000 µg/​m3 og eru það hæstu gildi sem mælst hafa síðan  byrjað var að mæla SO2 frá eldstöðinni í Holuhrauni á Reyðarfirði. 
12.sep. 2014 - 22:00

Myndir sem minna okkur á hvað ástin er yndisleg

Ástin getur verið erfið, flókin og fáránleg á tímum. En hún getur samt líka verið alveg stórkostleg og enst ótrúlega lengi hjá þeim sem hafa virðingu og traust í sambandinu. Hér eru nokkrar myndir sem eru fullkomið dæmi um það hvað ástin getur verið frábær:

 

12.sep. 2014 - 21:00

Fæddust blindar – hér fá systurnar sjónina: Myndband

Tvær indverskar systur, 12 og 6 ára, sem fæddust báðar blindar hafa nú fengið eina þá bestu og stærstu gjöf sem þær gátu fengið, sjónina. Með einfaldri augnaðgerð var hægt að færa þeim sjónina og aukin lífsgæði samfara því.
12.sep. 2014 - 20:02

Til hvers hefur kóngurinn typpi?Af Maríu Antonettu, kökum og brauði

Margir vita það eitt um Maríu Antonettu Frakklandsdrottningu að hún sagði, þegar snauður lýðurinn í París hrópaði að hann ætti ekki fyrir brauði:
12.sep. 2014 - 19:00

Ákærður fyrir tilraun til manndráps

23 ára karlmaður hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps en honum er gefið í sök að hafa veist að 22 ára gamalli sambýlisskonu sinni og stungið hana með hnífi. Mun atvikið hafa átt sér stað á heimili þeirra í Grafarholti í júlí síðastliðnum.
12.sep. 2014 - 17:30

Áfengisfrumvarp Vilhjálms lítur dagsins ljós: Má ekki selja áfengi eftir klukkan 20

Frumvarp um frjálsa sölu áfengis hefur verið lagt fram á Alþingi. Í því kemur meðal annars fram að verslanir sem selja áfengi megi ekki vera opnar lengur en til klukkan 20 á kvöldin.
12.sep. 2014 - 16:10

Mynd dagsins: Svona er staðan á Jökulsá á Fjöllum

Hraun frá gosstöðvunum í Holuhrauni liggur nú við eða í farvegi Jökulsár á fjöllum á nokkurra kílómetra löngum kafla á flæðunum. Þarna eru gríðarlegir kraftar að verki. Áin flæmist til austurs undan hrauninu en árfarvegurinn þrengist og gæti hraunið stíflað ána og lítið lón myndast tímabundið á svæðinu.
12.sep. 2014 - 13:15

Ótrúlegar myndir af eldgosinu slá í gegn erlendis: Ferðamenn borga 230 þúsund fyrir að sjá gosið

Ekkert dregur úr gosinu í Holuhrauni og gosvirkni er svipuð og undanfarna daga. Hraun rennur áfram í farveg Jökulsár á Fjöllum og áin flæmist til austurs undan hrauninu en árfarvegurinn þrengist. Þá hafa stórir skjálftar orðið í öskju Bárðarbungu, nú síðast í morgun.  Vísindamenn meta það svo að nokkur hætta sé á að eldgos geti hafist i öskjunni sem myndi valda verulegu jökulhlaupi.
12.sep. 2014 - 11:30

Risahagl skemmdi Airbus vél á flugi í 7 km hæð

Þetta er kannski ekki frétt sem flughrætt fólk ætti að lesa en engu að síður athyglisverð. Í vikunni lenti Airbus A330-220 flugvél frá Air Europa í miklu hagléli þar sem vélinni var flogið í um 7 km hæð á leið til lendingar í Buenos Aires í Argentínu. Haglið eyðilagði nef flugvélarinnar og ein rúða í flugstjórnarklefanum brotnaði að hluta og aðrar skemmdust.
12.sep. 2014 - 10:39 Gunnar Bender

Veislan heldur áfram hjá Bubba

Mynd: Bubbi Morthens með lax yfir 20 pundin í Laxá í gær.

,,Ég landaði þremur löxum á stuttum tíma í Aðaldalnum,“, sagði Bubbi Morthens sem heldur áfram að setja í stóra laxa í Laxá í Aðaldal þetta sumarið. Hann hefur þá landað nokkrum vænum.

12.sep. 2014 - 10:30

Meðalhækkun matarinnkaupa 42 þúsund krónur á ári

Matarinnkaup tekjulægsta hópsins hækka um 33 þúsund krónur á ári verði virðisaukaskattur á matvæli hækkaður úr 7 í 12 prósent.
12.sep. 2014 - 09:30

Tveir stórir sólstormar skella á jörðinni á morgun: Geta haft töluverð áhrif á daglegt líf

Bandaríska stofnunin Space Weather Prediction Center, sem spáir fyrir um og fylgist með óvenjulegum atburðum í geimnum, hefur gefið út viðvörun vegna tveggja öflugra sólstorma sem munu ná til jarðar á morgun, laugardag. Stormarnir bera með sér mikla geislavirkni en það er ekki áhyggjuefni fyrir heilsu fólks því gufuhvolf jarðar verndar okkur fyrir geislavirkninni. Stormarnir geta þó truflað rafkerfi, útvarpssendingar og gervihnetti en það myndi leiða til mikilla truflana á daglegu lífi okkar jarðarbúa sem treystum á nútímatækni.
12.sep. 2014 - 09:09 Sigurður Elvar

Bestu íþróttamyndir vikunnar að mati Getty og Pressan.is

Að venju voru ljósmyndarar frá Getty á fjölmörgum íþróttaviðburðum í síðustu viku. Hér fyrir neðan má sjá þær myndir sem stóðu upp úr að þeirra mati en við hér á pressan.is bættum nokkrum myndum frá Íslandi sem að okkar mati eiga fyllilega heima í þessu safni. 
12.sep. 2014 - 08:35

Pistorius fund­inn sek­ur um mann­dráp: Bein útsending

Thokozile Masipa, dómari í undirrétti í Jóhannesarborg í Suður-Afríku, var rétt áðan að kveða upp þann dóm að Oscar Pistorius, hinn heimsþekkti fatlaði spretthlaupari, væri sekur um manndráp af gáleysi fyrir að hafa skotið unnustu sína Reeva Steenkamp til bana. Í gær var spretthlauparinn sýknaður um að hafa myrt Revu Steenkamp af yfirlögðu ráði.
12.sep. 2014 - 08:15 Sigurður Elvar

Magnaður sprengikraftur hjá Barshim frá Katar - hástökkið sett í nýtt samhengi

Mutaz Essa Barshim frá Katar er líklegur til þess að slá heimsmetið í hástökki karla sem staðið hefur frá árinu 1993. Barshim vippaði sér yfir 2.43 metra á dögunum á Demantamóti í frjálsíþróttum í Brussel í Belgíu en Úkraínumaðurinn Bohdan Bondarenko veitti honum mikla keppni.
12.sep. 2014 - 08:10 Sigurður Elvar

Rússar íhuga að senda karlalandsliðið í deildarkeppni – mikil pressa á Capello fyrir HM 2018

Samkvæmt frétt The Guardian eru forráðamenn rússneska knattspyrnusambandsins að íhuga að senda karlalandsliðið í deildarkeppnina þar í land. Ástæðan er afleitt gengi Rússa á HM í Brasilíu í sumar en Rússar eru gestgjafar keppninnar árið 2018 og þar á bæ vilja menn ná sem bestum árangri á heimavelli.
11.sep. 2014 - 22:38 Sigurður Elvar

Bandaríkin leika til úrslita á HM í körfubolta á Spáni

Bandaríkin leika til úrslita á HM í körfuknattleik karla sem fram fer á Spáni. Bandaríska liðið lagði Litháen í undanúrslitum í kvöld 96-68 og sendu væntanlegum mótherjum sínum í úrslitaleiknum sterk skilaboð. Frakkland eða Serbía verða mótherjar bandaríska liðsins en liðin eigast við annað kvöld.
11.sep. 2014 - 21:15

Þetta er besta kynlífsstellingin fyrir karla sem þjást af bakverkjum

Nú hafa vísindamenn rannsakað og kortlagt hvaða stelling er best fyrir karla, sem þjást af bakverjum, þegar þeir stunda kynlíf. Oft hefur því verið haldið fram að besta stellingin væri að karlinn og konan liggi á hliðinni og snúi í sömu átt. En nú hafa vísindin kollvarpað þessari víðteknu hugmynd.
11.sep. 2014 - 19:45

Óleysta morðmálið frá 11. september 2001

Væntanlega getur enginn sem upplifði 11. september 2001 gleymt hryðjuverkaárásinni á Tvíburaturnanna í New York og þeim hörmungum sem fylgdu í kjölfarið. En fæstir vita væntanlega að þennan sama dag var aðeins eitt morð, í hefðbundnum skilningi orðsins, framið í New York. Morðinginn hefur ekki fundist og málið liggur því óleyst á borði lögreglunnar á lögreglustöð 79 í Brooklyn.
11.sep. 2014 - 18:30

„Ekki gefa mér neitt um mótvægisaðgerðir í Lexusum eða gírkössum“

„Er þetta ekki stærsta skattahækkun, að minnsta kosti eftir hrun, sem við höfum séð í landinu,“ spurði Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, í umræðum um fjárlagafrumvarpið á Alþingi í morgun. Hann beindi spurningu sinni að fjármálaráðherra og bætti við: „Ekki gefa mér neitt um mótvægisaðgerðir í Lexusum eða gírkössum.“
11.sep. 2014 - 17:47

Fatasöfnun, Flugfélagssyrpa og fjöltefli í Pakkhúsi Hróksins

Margir sterkustu skákmenn Íslands eru skráðir til leiks í Flugfélagssyrpu Hróksins 2014 sem hefst föstudaginn 12. september klukkan 12 í Pakkhúsi Hróksins við Reykjavíkurhöfn. Skákáhugamenn á öllum aldri eru boðnir velkomnir til leiks á fyrsta hádegismótið af fimm.  Sigurvegari syrpunnar fær Grænlandsferð fyrir 2 frá Flugfélagi Íslands, og sömu verðlaun fær heppinn keppandi sem dreginn verður út. Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig sem fyrst. 
11.sep. 2014 - 17:15

Arnar kærður og sakaður um að svindla: MYNDBAND

Arnar Pétursson var krýndur Íslandsmeistari í maraþonhlaupi þann 23 ágúst síðastliðinn. Pétur Sturla Bjarnason kom í mark um níu mínútum á eftir honum. Hann sakar Arnar um að svindla og kærði úrslitin. Þetta kemur fram í Kjarnanum.
11.sep. 2014 - 16:26

280 karlar og 3 konur kærð fyrir kynferðisbrot

Á síðasta ári voru 283 einstaklingar kærðir fyrir kynferðisbrot. 280 karlmenn og 3 konur. Um verulega fjölgun er að ræða á milli ára. Er það meðal annars tilkomið vegna nokkurra stórra mála þar sem upp komst um verulegan fjölda brota fárra einstaklinga. Þetta kemur fram í árskýrslu lögreglunnar fyrir árið 2013.

Aðsend grein
Aðsend grein - 03.9.2014
Mannorðsmorðingi að störfum
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 31.8.2014
Spilling
Sigurður G. Guðjónsson
Sigurður G. Guðjónsson - 08.9.2014
Hið ritstjórnarlega sjálfstæði
Sigurður G. Guðjónsson
Sigurður G. Guðjónsson - 01.9.2014
Rithöfundur bullar
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 13.9.2014
Feysknir innviðir?
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 09.9.2014
Við hvað eru blaðamenn DV hræddir?
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 04.9.2014
Málefnaleg gagnrýni
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 11.9.2014
Skjól eða gildra?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 31.8.2014
Fyrsta veislan á þinginu
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 03.9.2014
Kristin talnaspeki: Tölurnar 6 og 666
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 02.9.2014
Skeggrætt um spillingu, þróunaraðstoð og tekjudreifingu
Fleiri pressupennar