08. nóv. 2017 - 10:58

Allt sem við gerum skilur eftir sig stafræn fingraför: „Ég hafði enga hugmynd um að fylgst væri með mér“

Einkalíf okkar er ekki lengur neitt einkamál. Vakað er yfir svo að segja hverju fótmáli okkar með nettengingum, farsímum og annarri nútímatækni. Hugmyndir okkar um það hvað heyri undir einkamál og hvað öllum sé heimilt að vita eru að sama skapi að breytast. Margir kunngjöra upplýsingar um einkahagi sína á Facebook og öðrum samskiptasíðum á netinu. Hugsanlegt er að við verðum að fara að leggja nýjan skilning í hugtakið einkalíf í þessu hátækniþjóðfélagi sem við lifum í.

Blaðamenn á New York Times fundu Thelmu Arnold með aðstoð leitarorða sem hún hafði tilgreint á netinu.

Viðskiptavinur númer 4417749 var tíður gestur á internetinu. Hún leitaði oft á netinu og sló inn jafn ólík leitarorð og „hundar sem pissa á allt“, „einhleypir karlar 60“ og „garðyrkjumenn í Lilburn, Georgia“. Viðskiptavinur númer 4417749 hélt að leitarorðin sem hún sló inn í tölvuna sína væru hennar einkamál, ekki síður en annað sem hún tók sér fyrir hendur innan veggja heimilisins.

Árið 2006 birti America Online (AOL), eitt stærsta nettengingarfyrirtækið í Bandaríkjunum, lista yfir öll leitarorð sem 657.000 viðskiptavinir höfðu slegið inn þrjá mánuði á undan. Samkvæmt upplýsingum frá AOL var tilgangurinn að nýta upplýsingarnar til að kanna á hvern hátt fólk notaði netið. Viðskiptavinirnir voru því nafnlausir og í stað nafna birtust einungis tölur. Blaðamenn við New York Times héldu því fram að nafnleyndin væri alls ekki örugg og til að sanna mál sitt gerðu þeir tilraun til að komast að því hver leyndist á bak við númerið 4417749. Þetta reyndist ekki flókið verk og innan skamms höfðu þeir fundið 62 ára eftirlaunaþega að nafni Thelma Arnold, sem bjó ein með hundana sína þrjá í bænum Lilburn í Georgíufylki.

Almáttugur minn, þetta er einkalíf mitt. Ég hafði enga hugmynd um að fylgst væri með mér,

sagði Thelma Arnold við blaðamennina.

Hver smellur með mús skilur eftir spor

Allt sem við gerum skilur eftir sig stafræn fingraför. Í hvert sinn sem við smellum með músinni, gefum upp kortanúmer, sendum sms-skilaboð eða tölvupóst skiljum við eftir fleiri bita í púsluspili sem skapar stöðugt skýrari mynd af einkalífi okkar, venjum og manngerð. Ef við viljum vera algerlega nafnlaus, þá eru spilareglurnar einfaldar: Aldrei að leita að neinu á netinu, senda aldrei tölvupóst og forðast samskiptaforrit á borð við t.d. Facebook. Nota hvorki greiðslukort né farsíma og forðast opinberar byggingar, lestarstöðvar og aðra staði með eftirlitsmyndavélum. 

Með öðrum orðum: Einkalíf í merkingunni líf án stöðugs eftirlits og skráningar þar að lútandi er nánast ógerlegt í hátæknivæddu samfélagi, eins og við lifum í.

Við höfum vanist eftirliti

Flest höfum við það sennilega á tilfinningunni að verið sé að skrásetja viðkvæmar upplýsingar um okkur og fylgjast með ferðum okkar. Við höfum einfaldlega vanist því og viðurkennt, því netið og áþekk tækni létta okkur lífið og við bindum að sama skapi vonir við að eftirlitið bæti öryggi okkar í samfélaginu. Þægindin eru hins vegar dýru verði keypt. 

Þetta er að minnsta kosti álit bandaríska rithöfundarins David Brin, sem er sérfræðingur á sviði eftirlitskerfa. Hann birtir í bók sinni „The Transparent Society“ (Gegnsæja þjóðfélagið) hugmyndir um hvernig varðveita megi einkalífið í hátækniþjóðfélaginu. 

David reynir að skýra framtíðarsýn sína með myndlíkingu sem felur í sér tvær framtíðarborgir, sem báðar eru lausar við glæpi vegna gífurlega fullkomins eftirlits. Eftirlitið er þó af talsvert ólíkum toga. Í fyrri borginni hefur verið komið fyrir myndbandsupptökuvélum á öllum götuhornum og ríkið fylgist grannt með hverju fótmáli borgaranna. Allir vita að einkalíf er tálsýn ein en treysta því hins vegar að ríkið komi í veg fyrir glæpi. Í hinni borginni eru staðsettar jafnmargar upptökuvélar en munurinn er fólginn í því að enginn hefur einkaleyfi á eftirlitinu með þeim. Bæði borgarar og yfirvöld geta beint upptökuvélunum hvert gegn öðru og því verður eftirlitið áhrifamikið, en að sama skapi áhrifalaust. Þegar allir fylgjast með öllum er það ekki einungis ríkið sem getur haft eftirlit með borgurunum, heldur geta borgarnir að sama skapi fylgst með ríkinu og m.a. komið í veg fyrir valdníðslu. 

Við getum aldrei verndað einkalífið með því að fela okkur fyrir valdhöfunum. En við getum varðveitt einkalífið ef við höfum eftirlit með þeim á móti,

segir David Brin. Í myndlíkingu Davids er fyrrgreinda borgin tákn um þá gerð eftirlitssamfélags sem ræður ríkjum um allan heim í dag. Yfirvöld dásama friðhelgi einkalífsins en njósnar engu að síður um borgarana, þó í misaugljósum mæli sé. Ef marka má David þyrfti eftirlitið að vera á báða bóga og engu er líkara en að hugmyndir hans séu í þann veg að rætast. Aukin notkun farsíma með upptökumyndavélum hefur gert það að verkum að almennir borgarar geta fest á filmu valdbeitingu af hálfu yfirvalda. Eftir leiðtogafund G-20-ríkjanna í London í apríl fyrr á árinu birtust á You Tube ýmsar upptökur af átökum á milli mótmælenda og lögreglu.

Heimasíðan Wikileaks er annað dæmi um eftirlit borgaranna með yfirvöldum. Síðan er hugsuð sem lýðræðislegur griðastaður sem einkaaðilar geta lekið á leynilegum upplýsingum, sem flokkast undir almannaheill, án þess að eiga á hættu málsókn eða pyntingar. Frá því er Wikileaks fyrst var kynnt til sögunnar á árinu 2006 hafa forritarar kerfisins útbúið afskaplega hugvitssamlegt tæknikerfi sem gerir kleift að rekja hvaðan tiltekinn leki á upptök sín. Á heimasíðunni er að finna rúmlega 1,2 milljón skjala sem lekið hefur verið um yfirvöld, einkafyrirtæki og samtök.Líf okkar á að vera gegnsætt

David Brin er þeirrar skoðunar að ekki aðeins sé nauðsynlegt að þvinga yfirvöld til að sýna meiri hreinskilni, heldur einnig borgarana. Algert gegnsæi er í hans augum eina vopnið sem við einstaklingarnir eigum eftir ef ætlun okkar er að lifa einkalífi okkar í friði.

Börnin okkar eiga örugglega eftir að álíta að nafnleysi sé óhugsandi ellegar jafnvel óskiljanlegt. Þetta þarf þó ekki að þýða að frelsi þeirra eða einkalíf verði af skornum skammti, þó svo að enginn vafi leiki á að skilgreina þurfi á nýjan leik hvað átt er við með einkalífi,

segir David Brin. Aðrir vísindamenn eru ósammála og telja að alger persónuleg hreinskilni á netinu eigi eftir að hefta frelsi einstaklinganna þegar fram í sækir. Sem dæmi verður ógerningur að losa sig við syndir fortíðarinnar og víxlspor. Þetta er til dæmis skoðun Daniels J. Soloves, en hann er lagaprófessor við George Washington háskólann og höfundur bókanna „Understanding Privacy“ og „The Future of Reputation“. Solove er þeirrar skoðunar að hver einasti vandræðalegur myndbandsbútur, slæmt orðspor eða vafasöm ljósmynd frá unglingsárunum eigi eftir að fylgja okkur á netinu um ókomna tíð.

Nú á blómaskeiði internetsins og þegar nánast allir eiga farsíma með myndavél í hafa möguleikarnir á að við verðum að myndefni einhvers aukist svo gífurlega að skilgreiningin á hugtakinu einkalíf hefur breyst. Það sem greinir að friðhelgi einkalífsins annars vegar og sviðsljósið hins vegar breytist með einum músarsmell og aukin afhjúpun hefur ósjálfrátt í för með sér meira eftirlit. Þess vegna er brýnt að gæta þess vel hvaða persónuupplýsingum við deilum með öðrum á netinu, segir Solove.

Solove viðurkennir jafnframt að tíðarandinn sé sér óhagstæður og hann kallar ungu kynslóðina Google-kynslóðina. Bæði vegna þess hve auðvelt er að finna unga fólkið á Google og einnig vegna þess að unga fólkið hefur alist upp við nýja merkingu á hugtakinu einkalíf. Með því að nota samskiptaforrit á borð við Facebook og Twitter hefur unga kynslóðin vanist því að afhjúpa einkalíf sitt í máli og myndum.

Bandaríski myndlistarprófessorinn Hasan Elahi fann sig knúinn til að leyna engu um einkalíf sitt þegar hann lenti fyrir mistök á lista FBI yfir meinta hryðjuverkamenn árið 2002. Hann var kallaður til yfirheyrslu hvað eftir annað en ákvað að aðstoða lögregluna í stað þess að fara í felur. Hann hóf fyrir vikið útsendingar á gjörvöllu einkalífi sínu á netinu hvern einasta dag. Þegar frá leið varð útsendingin að eins konar listrænni tilraun um eftirlit með fólki á netinu. 

Á heimasíðu Hasans, TrackingTransience.net, er hægt að skoða þúsundir mynda úr einkalífi hans, auk þess sem gps-örflaga í farsíma hans sýnir stöðugt á korti hvar hann er niðurkominn. Aðferð Hasans, sem byggir á kenningum markaðshagkerfis, er einföld en engu að síður áhrifarík, að hans sögn: Með því að drekkja FBI-fulltrúum í gögnum missir eftirlitið marks, vegna þess að upplýsingar um líf einstaklingsins verða öllum aðgengilegar.

Fáránleikinn er fólginn í því að stöðugt streymið af upplýsingum um hans einkahagi gerðu það að verkum að Hasan fannst hann eiga sér einkalíf, því hann var við stjórnvölinn og hann skapaði sitt eigið neteinkenni. Samkvæmt túlkun hans er einkalíf því ekki lengur rétturinn til að lifa í friði, heldur að hafa stjórn á því hvaða upplýsingar eru aðgengilegar um sjálf okkur á netinu, auk þess að stjórna því hver hefur aðgang að þeim.

Mér líður betur þegar ég sjálfur stjórna upplýsingum um mig á netinu en ekki FBI, 

segir Hasan Elahi.

Einkaupplýsingar út á netið

Eftirlitið með gögnum um einkahagina, líkt og Hasan Elahi byggir einkalíf sitt á, verður þó sífellt erfiðara sökum þess að tölvurnar okkar eru óðum að breytast í tölvuherma. Árum saman höfum við geymt myndirnar okkar og skjölin, fyrst á disklingum, síðan geisladiskum, þá hörðum diskum og loks á minniskubbum. Nú á dögum starfa tölvukerfi hins vegar í auknum mæli með það sem kallast tölvuský. Þetta þýðir að allir tölvupóstar, skrár og skjöl eru í raun geymd á netinu og ekki lengur í tölvunum okkar.Eitt fremsta fyrirtækið á sviði tölvuskýja er án efa bandaríska fyrirtækið Google, sem hefur upp á að bjóða mikið úrval forrita sem nýtast okkur í tengslum við tölvupóst, dagatöl, fjölskyldumyndir og textavinnslu á netinu. Forritin eru orðin algerlega ómissandi í daglegu lífi margra en þetta er því dýra verði keypt að öll okkar persónulegu gögn eru geymd á netþjónum í eigu Google. Þetta gerir það að verkum að eitt einstakt fyrirtæki, sem er í einkaeign, hefur mjög nákvæmar upplýsingar um alla okkar persónulegu hagi á stafrænu formi.

David Brin álítur þó ekki að þetta sé neinum vandkvæðum háð á meðan ljóst liggur fyrir á hvern hátt fyrirtækin meðhöndla gögnin okkar. Því fleiri einkaupplýsingum sem fyrirtæki eða yfirvöld safna saman, þeim mun meira gegnsæi verður að ríkja. Þess vegna er Google ekki helsta ógn einkalífsins í augum Davids, einmitt vegna þess að augu almennings beinast að fyrirtækinu og þvinga það til að fara ekki leynt með starfsemi sína. Hins vegar segir hann meiri ástæðu til að óttast internetfyrirtækin sem selja aðgengi að netinu. Sem dæmi mætti nefna að breska símafyrirtækið British Telecom hefur hvað eftir annað, bæði löglega og ólöglega, safnað og látið öðrum í té upplýsingar um hvað viðskiptavinirnir hafa skoðað á netinu, bæði til handa yfirvöldum og einkafyrirtækjum á sviði auglýsinga.

Viðkvæm gögn leka daglega

Fyrirtæki á sviði nettenginga lofa því yfirleitt að ekki sé unnt að rekja upplýsingar um netvenjur einstaklinga beint til þeirra, því þeir segjast áframselja upplýsingarnar nafnlausar. Málið sem upp kom þegar AOL birti leitarorð viðskiptavina sinna er þó gott dæmi um hve auðvelt er að aflétta nafnleyndinni.

Nú á dögum er alls ekki óalgengt að viðkvæmar upplýsingar um einkahagi fólks komist í hendur annarra. Í hverjum mánuði skrá samtökin Privacy Rights Clearinghouse fjölda slíkra tilvika í Bandaríkjunum, þar sem viðkvæmar upplýsingar á borð við kennitölur, nöfn og heimilisföng hafa verið birtar í kjölfar tölvuþrjótaárása eða vegna mannlegra og tæknilegra mistaka. Samkvæmt upplýsingum samtakanna hafa 255 milljón slík mál komið upp í Bandaríkjunum það sem af er þessu ári.

Það verður ætíð áhættusamt að safna saman gögnum um fólk á netinu. Þessi sömu gögn geta á hinn bóginn einnig reynst gagnleg ef þau eru nýtt á réttan hátt. Google hefur t.d. hannað forritið „Flu Trends“, sem getur sagt fyrir um hvar í Bandaríkjunum sé mest hætta á inflúensu. Forritið byggir á þeirri vitneskju að margir leita að upplýsingum um einkenni flensu og lækningu við henni þegar einhver í fjölskyldunni veikist af henni. Google getur síðan greint hversu mikið er leitað að slíkum upplýsingum í hverju fylki og Flu Trends hefur þegar sannað ágæti sitt. Að öllu jöfnu hafa liðið allt að tvær vikur áður en bandarísk yfirvöld gátu greint flensufaraldur en með aðstoð Google er nú unnt að senda út aðvörun viku fyrr en ella.

Flu Trends er, líkt og Facebook og YouTube, dæmi um það að eftirlitssamfélögin í dag eru orðin lýðræðislegri, auk þess sem miðstýring hefur minnkað. Stöðugt eftirlit er óhjákvæmilegt í hátæknisamfélaginu og því meira sem birtist um okkur á netinu, þeim mun meiri hætta verður á að einkalíf okkar verði að almenningseign. Ef algert nafnleysi er á góðri leið með að verða sjálfsblekking ein snýst einkalíf framtíðarinnar alls ekki um hvort upplýsingar um einkahagi okkar séu öðrum aðgengilegar eður ei. Málið snýst öðru fremur um að hafa hemil á því hver getur notað einkaupplýsingar um okkur og í hvaða tilgangi.

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt sem á heima á Pressunni?
Sendu okkur póst á pressan@pressan.is - Fyllsta trúnaðar gætt, sé hans krafist.21.nóv. 2017 - 21:00 Aníta Estíva Harðardóttir

Er þetta skemmtilegasti raunveruleikaþáttur í heimi?

Raunveruleikaþáttur í Japan hefur slegið í gegn um allan heim en í honum má sjá sex leikmenn reyna að ganga upp stiga sem bæði er allur umlukinn plasti og einhverskonar slímkenndum vökva.
21.nóv. 2017 - 20:00 Ari Brynjólfsson

Þess vegna áttu ekki að neyða barn til að faðma einhvern

Það styttist óðfluga í jólahátíðina með tilheyrandi veislum, stressi og gleði. Margir, þá sérstaklega barnafólk, á eftir að fara í ótal jólaveislur og blanda geði við ættingja og vini. Af því tilefni hafa Samtök stúlknaskáta í Bandaríkjunum sent frá sér áminningu til foreldra um að neyða ekki börnin sín til þess að faðma fólk. Að sjálfsögðu er ekki verið að tala um að koma í veg fyrir að barn faðmi ættingja heldur er markmiðið að koma í veg fyrir að barnið sé neytt til þess.
21.nóv. 2017 - 19:00 Vestfirðir

Kalkþörungaverksmiðja við Ísafjarðardjúp

Lögð hefur verið fram frummatsskýrsla um efnisnám kalkþörungasets  í Ísafjarðardjúpi. Það er Íslenska kalkþörungafélagið ehf sem hyggur á vinnslu á kalkþörungasetinu. Félagið rekur þegar verksmiðju á Bíldudal og áformar að halsa sér völl við Ísafjarðardjúp. 
21.nóv. 2017 - 18:00 Bleikt

„Stórkostlegasta ævintýri lífs míns“ segir Joe Manganiello um Ísland

Það má vel vera að hann hafi heillað okkur á hvíta tjaldinu með heillandi brosi, magavöðvum og leikhæfileikum, en það var náttúra Íslands sem heillaði leikarann Joe Manganiello í nýlegri ferð hans hingað til lands í byrjun nóvember.
21.nóv. 2017 - 16:30 Aníta Estíva Harðardóttir

Bakkaði á bíl og endaði ofan á honum

Mynd/Mark Hemsworth:Swns Ökumaður bifreiðar af tegundinni Mercedes bakkaði upp á kyrrstæða bifreið af tegundinni Saab á laugardagskvöldið.
21.nóv. 2017 - 15:00 Ari Brynjólfsson

Óttast kjarnorkuslys í Rússlandi

Mikið magn að geislavirku efni hefur mælst í andrúmslofti í Rússlandi, svo mikið að geislavirk efni hafa borist til Vestur-Evrópu og mælst á mælum í Ítalíu og Frakklandi. Rússnesk yfirvöld hafa fram til þessa sagt að þau kannist ekki við neitt kjarnorkuslys.
21.nóv. 2017 - 13:30 Eyjan

Björn Valur: Bjarni sækir fast að því að fá sjötta ráðherrann

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins sækir fast að því að fá sex ráðherra í hlut Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórninni en Vinstri græn og Framsóknarflokkurinn taka það ekki í mál. Þetta segir Björn Valur Gíslason fyrrverandi varaformaður Vinstri grænna í færslu á Fésbók.
21.nóv. 2017 - 12:00 Aníta Estíva Harðardóttir

Tugir barna ekki í neinum öryggisbúnaði í bíl hjá ökumönnum sem sjálfir voru í öryggisbeltum

Mynd/Getty Nú liggja fyrir niðurstöður könnunar sem starfsfólk Samgöngustofu og félagar í Slysavarnadeildum Slysavarnafélagsins Landsbjargar gerðu á öryggi barna í bílum núna í vor. Könnunin var gerð við 56 leikskóla í 29 þéttbýliskjörnum víða um land og var búnaður hjá 2.060 börnum kannaður. Sambærilegar kannanir hafa verið gerðar undanfarin 32 ár.
21.nóv. 2017 - 11:06 Aníta Estíva Harðardóttir

Níu ára gamall drengur lést úr krabbameini eftir að hafa fengið sína hinstu ósk uppfyllta

  Mynd/Facebook Níu ára gamall drengur sem barist hefur lengi við krabbamein fékk ósk sína um snemmbúin jól uppfyllta rétt áður en hann lést.
21.nóv. 2017 - 09:58 Bleikt

Kvennaathvarfið hlýtur viðurkenningu Barnaheilla

Kvennaathvarfið hlaut í gær Viðurkenningu Barnaheilla – Save the Children á Íslandi árið 2017 fyrir að beina sjónum sínum í auknum mæli að þörfum og réttindum barna sem í athvarfinu búa hverju sinni.
21.nóv. 2017 - 09:00 Vestfirðir

Minnst laxveiði á Vestfjörðum

Hafrannsóknarstofnun hefur gefið út bráðabirgðatölur fyrir stangveiði á laxi sumarið 2017. Stangveiðin var nærri langtímameðaltali. Á Vestfjörðum varð veiðin sú minnsta á þessari öld. Þá var veiðin meiri í öllum öðrum landshlutum en á Vestfjörðum.
21.nóv. 2017 - 08:00

Hundaeigendur eru líklegri til að lifa sjúkdóma af

Það að eiga hund bætir heilsu fólks og dregur úr líkunum á ótímabærum dauða. Þetta eru niðurstöður rannsóknar vísindamanna við Háskólann í Uppsölum í Svíþjóð. Niðurstöðurnar eru byggðar á rannsóknum á gögnum, sem ná yfir 12 ára tímabil, um rúmlega 3,4 milljónir Svía á aldrinum 40 til 80 ára.
20.nóv. 2017 - 22:00

11 leiðir til að nota örbylgjuofninn

Flest notum við örbylgjuofninn aðeins til að hita upp afganga og poppa. Það er synd að láta þetta stóra eldhústæki standa óhreyft þess á milli því örbylgjuofnar eru til margra hluta nytsamlegir. Til dæmis er hægt að baka kartöflur, bræða súkkulaði, gufusjóða gulrætur og sitthvað fleira í þessu ágæta tæki. 
20.nóv. 2017 - 21:00

12 ástæður fyrir því að eiga gæludýr

Að fylgjast með ketti, hundi eða jafnvel fiski sem syndir um í búri í örfáar mínútur hefur jákvæð áhrif á stress. Samkvæmt rannsókn á 240 hjónum kom í ljós að gæludýraeigendur eru með lægri blóðþrýsting en aðrir.
20.nóv. 2017 - 20:00 Ari Brynjólfsson

Svona sérðu hvort verið sé að svindla á þér á svörtum föstudegi

Frá svörtum föstudegi, e. Black Friday, í Bretlandi. Næsti föstudagur er svokallaður svartur föstudagur þar sem verslanir bjóða ýmis tilboð á varningi. Fyrir þá sem ekki þekkja til er svartur föstudagur bandarískt fyrirbæri þar sem markmiðið er að tæma verslanir daginn eftir þakkargjörðarhátíðina fyrir jól. Kaupgleðin á þessum degir hefur farið stigvaxandi undanfarin ár og eru verslanir víðast hvar um heiminn, þar á meðal á Íslandi byrjaðar að auglýsa sérstök tilboð á svörtum föstudegi en margir Íslendingar nota tækifærið á þessum degi og panta vörur erlendis frá.
20.nóv. 2017 - 19:00

Rólegt í höfnunum á Suðurnesjum

Já síðasti pistill endaði á smá minnarbroti um Þorgeir Guðmundsson eða Geira á Hlýra GK. Fór í jarðaförina hans í Útskálakirkju og var það virkilega falleg stund. Hvíldu í friði kæri frændi.
20.nóv. 2017 - 18:00 Eyjan

Morgunblaðið: Hvað um samband Kristjáns og Rósu? „Einkalíf Rósu B. er ekki til umræðu á samfélagsmiðlum“

Í Staksteinum í Morgunblaðinu eru fjölmiðlar gagnrýndir fyrir umfjallanir um einkalíf Sigmundar Davíðs og Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra. Á meðan hjólað sé á ósanngjarnan hátt í þessa tvo stjórnmálamenn sé farið silkihöndum um aðra og er Rósa B. Brynjólfsdóttir, þingmaður Vg, sérstaklega nefnd í því samhengi.
20.nóv. 2017 - 16:30 Reykjanes

Staðið við öll fyrirheit sem gefin voru í málefnasamningi

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2018 ber þess merki að sveitarfélagið þarf að undirgangast skilyrði aðlögunaráætlunar um framlegð og lækkun skuldahlutfalls. Þessi aðlögunaráætlun er í gildi til 2022 og mikilvægt að eftir henni sé farið, til þess að Reykjanesbæ öðlist á ný það fjárhagslega  sem nauðsynlegt er og geti veitt þá þjónustu sem ætlast er til. Mikil íbúafjölgun hefur reynt á sveitarfélagið sem hefur lögbundnar skyldur þrátt fyrir erfiða fjárhagslega stöðu. Þrátt fyrir þessar áskoranir þá koma ýmis mikilvæg atriði fram í þessari fjárhagsáætlun sem hafa munu jákvæð áhrif á hag íbúa á næsta ári.
20.nóv. 2017 - 15:00 Bleikt

Állistamaðurinn Odee hannar listaverk á vínflöskur

Állistamaðurinn Odee, eða Oddur Eysteinn Friðriksson, er með endalausar hugmyndir í kollinum og með mörg járn í eldinum. Nýjasta listaverkið, sem er orðið opinbert, er listaverk sem hann er að hanna á vínflöskur fyrir Brennivin America. Óvíst er hvort flaskan verði til sölu á Íslandi.
20.nóv. 2017 - 13:30 Ari Brynjólfsson

Sema Erla segir skömm stjórnvalda yfirþyrmandi: Misnota reglugerð til að losna undan ábyrgð

Sema Erla Serdar segir að íslensk stjórnvöld hafi misnotað Dyflinnarreglugerðina til að losa sig undan ábyrgð í málefnum fólks á flótta. Segir Sema í opnu bréfi til stjórnvalda í í tilefni alþjóðadegi barna í dag, sem hún birtir á Fésbók, að íslensk stjórnvöld hafi ítrekað brotið á börnum sem leitað hafa hingað til lands eftir vernd. Samkvæmt Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hafa aldrei fleiri verið á flótta í heiminum en nú, eða rúmar 65 milljónir einstaklinga, þar af helmingurinn börn:
20.nóv. 2017 - 12:00 Ari Brynjólfsson

Ruby sagði FBI að „fylgjast með flugeldasýningunni“ rétt fyrir morðið á Kennedy

Jack Ruby, næturklúbbseigandinn sem myrti Lee Harvey Oswald, sagði uppljóstrara alríkislögreglunnar FBI að „fylgjast með flugeldunum“ nokkrum klukkutímum áður en John F. Kennedy Bandaríkjaforseti var ráðinn af dögum í Dallas þann 22. nóvember 1963.
20.nóv. 2017 - 10:30 Eyjan

Píratar vinna við að bjarga heimasíðu Sjálfstæðisflokksins

Þingmenn og áhrifamenn innan Pírata vinna nú að því að bjarga vefsíðum vefhýsingarfyrirtækisins 1984 sem hrundi í síðustu viku. Margar vefsíðu fóru illa út úr hruninu, þar á meðal vefur Eiríks Jónssonar sem og vefir Pírata og Sjálfstæðisflokksins. Fram kom í twitter-færslu frá 1984 í gær að þingmennirnir Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy ynnu að því að bjarga því að bjarga verður. Segir Smári á Fésbók að hann hafði hugsað sér að gera eitthvað annað um helgina en að stundum geri plönin sig ekki sjálf:
20.nóv. 2017 - 09:00 Ari Brynjólfsson

Mikill kuldi framundan – Veðurstofan varar við vetrarstormi á Norðurlandi og Vestfjörðum

Veðurstofan hefur sent frá sér gula viðvörun vegna storms og ofankomu á Norðurlandi og Vestfjörðum allt niður á norðanvert Snæfellsnes frá kl. 18 í kvöld. Spáð er stormi eða hvassviðri úr norðlægri átt með snjókomu og éljum. Á Norðurlandi er búist við viðvarandi norðanátt með ofankomu fram á föstudag.
20.nóv. 2017 - 08:00

Hver er munurinn á mandarínu og klementínu?

Nú er sá árstími sem mandarínuneysla fólks er mest eða kannski klementínuneysla. En hver er munurinn á mandarínum og klementínum? Þetta er kannski ein af stærstu og áleitnustu spurningum samtímans og því rétt að upplýsa hér hver munurinn er á þessum góðu og hollu ávöxtum.
19.nóv. 2017 - 22:00 Vestfirðir

Vöxtur þrosks síðustu eitt þúsund ár

Guðbjörg við skráningu á sjávarminjum. Nýlega birti starfsfólk Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Vestfjörðum, Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir og Ragnar Edvardsson, í samstarfi við Hafrannsóknastofnun Ísland, vísindagrein þar sem vöxtur þorsks við Íslands er kannaður 1000 ár aftur í tímann.
19.nóv. 2017 - 21:00

Grænmetisætur hafa meira úthald í rúminu

Kjötætur eiga það stundum til að gera grín að grænmetisætum og segja þær renglulegar vegna fæðunnar sem þær borða. En sá hlær best sem síðast hlær og á það líklega vel við í þessu tilfelli ef marka má niðurstöður nýrrar rannsóknar vísindamanna við Berkeley-háskóla. Svo virðist sem renglulegu grænmetisæturnar séu mun öflugri þegar kemur að úthaldi í svefnherberginu.
19.nóv. 2017 - 20:00

Smári byrjaði að drekka 12 ára: „Hvert einasta kvöld drakk ég þar til ég dó áfengisdauða“

Smári Guðmundsson er 38 ára tónlistar- og fjöllistamaður. Hann er í hljómsveitinni Klassart og var að skrifa sinn fyrsta söngleik, „Mystery Boy“. Smári er einnig alkóhólisti. Í einlægu viðtali ræðir Smári um alkóhólismann sem náði snemma tökum á lífi hans, baráttuna við þunglyndi og kvíða og ferlið sem leiddi til þess að hann varð edrú.

19.nóv. 2017 - 19:00 Akureyri vikublað

„Alveg ofboðslega skemmtilegt“

Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps Kórinn er einn af elstu kórum landsins. Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps stóð uppi sem sigurvegari í sjónvarpsþættinum Kórar Íslands.
„Við komum vonandi fljótlega niður á jörðina aftur,“ segir Höskuldur Birkir Erlingsson, formaður Karlakórs Bólstaðarhlíðarhrepps, en kórinn sigraði í sjónvarpsþættinum Kórar Íslands.
19.nóv. 2017 - 18:30 DV

Dyravörður segir lögreglu ekkert hafa viljað gera fyrir ósjálfbjarga stúlku sem virðist hafa verið byrlað lyf

Maður sem starfað hefur verið dyravörslu í sex ár lýsir samskiptum sínum við unga stúlku á föstudagsnótt sem var ósjálfbjarga að virtist vegna lyfjabyrlunar. Segir maðurinn viðbrögð lögreglu í málinu hafa einkennst af skilningsleysi og yfirlæti og stúlkan hafi verið skilin eftir bjargarlaus.
19.nóv. 2017 - 17:30

Fimm ástæður til að drekka kaffi

Næringarfræðingurinn og rithöfundurinn Glenn Matten vill hreinsa kaffi af ásökunum um að vera óhollt fyrir heilsuna. Í grein sem hann ritar á Huffington Post segir hann það allt of algengt að öfgafullir næringarfræðingar hendi fram vandræðalegum staðreyndum um neysluvenjur, hvað sé að best að innbyrða og hvað beri að forðast.
19.nóv. 2017 - 16:29 DV

Slapp með skrámur þegar vörubílspall fór í gegnum framrúðu strætisvagns: „Lífið er dýrmætt“

Meðfylgjandi ljósmynd tók Ægir Gunnarsson af árekstri vörubíls og strætisvagns á Reykjanesbraut sem átti sér stað í hádeginu. Bílstjóri strætisvagnsins og tveir farþegar voru fluttir á slysadeild til skoðunar. Enginn slasaðist þó alvarlega í árekstrinum en ljóst er að litlu munaði að verr færi.
19.nóv. 2017 - 16:00 Reykjanes

Ekki gleyma mér - minningasaga eftir Kristínu Jóhannsdóttur.

Bjartur bókaútgáfa hefur sent frá sér bókina Ekki gleyma mér - minningasaga eftir Kristínu Jóhannsdóttur. Hún er kynnt svo á kápu: Hann hafði verið maðurinn í lífi mínu, með honum átti ég fallegustu og æðisgengnustu daga og nætur ævinnar á dögum undirliggjandi ótta og einræðisstjórnar Þýska alþýðulýðveldisins. 
19.nóv. 2017 - 15:00

Töfrafræin ótrúlegu

Chia-fræ hafa verið vinsæl meðal þeirra sem hugsa um heilsuna enda eru þau talin í hópi tíu öflugustu ofurfæðutegunda heims en einnig eru þau sögð vera eitt best geyma leyndarmál næringarfræðinnar. Tilurð fræjanna er talið mega rekja allt aftur til 3.500 fyrir Krist en þau eru talin hafa verið hluti af fæðu Maja og Asteka. 
19.nóv. 2017 - 13:30 Reykjanes

Með blik í auga hópurinn fékk Súluna

Afhending Súlunnar, menningarverðlauna Reykjanesbæjar fyrir árið 2017 fór fram við hátíðlega athöfn í Duus Safnahúsum laugardaginn 11. nóv. kl. 14.00.  Verðlaunin eru veitt þeim sem auðgað  hafa menningarlíf sveitarfélagsins og var þetta í tuttugasta og fyrsta sinn sem Súlan var afhent.  
19.nóv. 2017 - 12:00

Hvernig eldar maður lax í uppþvottavél?

Í bókinni, Þú ert snillingur. Heilræðabók um hvernig við getum einfaldað daglegt líf okkar og um leið sparað stórfé, er að finna ótal heilræði, allt frá því að elda lax í uppþvottavélinni í það hvernig góðra vina fundir geta styrkt ónæmiskerfið.
19.nóv. 2017 - 11:00

Sjúkrahúsið getur reynst dauðagildra

Úr stjórnstöðinni er andardrætti og púls dúkkanna m.a. stjórnað. Jafnframt sér skjávarpi um að skapa sem raunverulegastan slysstað á veggnum að baki þáttakendunum. Sjúkrahúsið getur reynst dauðagildra. Í Þýskalandi einu saman er talið að allt að 17.000 manns láti líf sitt ár hvert vegna mistaka hjá björgunarliði, læknum og hjúkrunarfólki. Lifandi vísindi hafa heimsótt þróaða miðstöð í München þar sem starfslið sjúkrahúss æfir skyndihjálp á hátæknivæddum sjúklingadúkkum sem tölvur gera sérlega erfiðar að meðhöndla.
19.nóv. 2017 - 10:00 Vestfirðir

Miltisbruni er bráðdrepandi smitsjúkdómur

Miltisbruni er bráðdrepandi smitsjúkdómur fyrir fólk og skepnur með heitu blóði einkum grasbíti.  Hættast er hrossum, nautgripum, sauðfé og geitum en einnig geta hundar, kettir, loðdýr og svín veikst af miltisbrandi. 
19.nóv. 2017 - 09:00 Bleikt

Björn Lúkas með silfur á heimsmeistaramóti í MMA

MMA kappinn Björn Lúkas Haraldsson endaði með silfur á Heimsmeistaramóti áhugamanna í MMA, en hann keppti til úrslita núna fyrir stuttu í millivigt. Úrslitabardaginn var á móti svíanum Khaled Laallam. Björn Lúkas er búinn að klára fimm bardaga á sex dögum, fjóra bardagana sem hann vann vann hann í 1. lotu. 
19.nóv. 2017 - 07:53

Par keyrði á ljósastaur og flúði af vettvangi

Klukkan 03:44 var ofurölvi kona handtekin við Laugaveg. Þar sem ekki var hægt að koma konunni heim er hún vistuð í fangageymslu lögreglu á meðan ástand hennar lagast. Fimm bifreiðar voru stöðvaðar í nótt þar sem ökumenn voru grunaðir um ölvun við akstur eða akstur undir áhrifum fíkniefna.
18.nóv. 2017 - 22:00 Reykjanes

Sveitarfélagið Vogar sýknað

Í vikunni féll dómur í Héraðsdómi Reykjaness, í máli sem var höfðað á hendur sveitarfélaginu og Ísaga ehf. Tilefni málshöfðunarinnar var breyting á deiliskipulagi á lóð Ísaga ehf., ásamt útgáfu sveitarfélagsins á byggingarleyfi fyrir verksmiðjunni sem nú er risin og verður tekin í notkun síðar í vetur. 
18.nóv. 2017 - 21:00

Þessi matur hjálpar þér að sofna

Sértu í vafa um hvort þú eigir að fá þér bita á kvöldin fyrir svefninn þá eru hér fimm matvæli sem gætu hjálpað. Kirsuber eru náttúruleg uppspretta hormónsins melatóníns sem stýrir lífklukku okkar og þar með svefni.
18.nóv. 2017 - 20:00

10 mýtur um koffínneyslu

Það er spurning hvort kaffidrykkja sé góð til að koma okkur af stað aftur eða hvort hún sé hreinlega heilsuskaðleg. Í Politiken eru settar fram nokkrar mýtur um koffín og Marta Axestad Petersen, vísindamaður hjá Matvælastofnun Danmerkur, var fengin til að meta þær.
18.nóv. 2017 - 19:00 Akureyri vikublað

Dagný Reykjalín í yfirheyrslu

Dagný Reykjalín Dagný Reykjalín er grafískur hönnuður og framkvæmdastjóri. Dagný er best í skutlinu seinnipartinn, en lökust í því að vakna snemma á morgnana yfir veturinn.
18.nóv. 2017 - 18:00

Allir foreldrar eiga sér uppáhaldsbarn

Allir foreldrar halda meira upp á eitt barna sinna. Þessu heldur Jeffrey Kluger, faðir tveggja stúlkna, fram í bók sinni The Sibling Effect: What Bonds Among Brothers and Sisters Reveal About Us.
18.nóv. 2017 - 17:00 Vestfirðir

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu rúmlega fjórfalt hærra

Íslandsbanki gaf á dögunum út greiningu á íslenska íbúðamarkaðnum. Þar kemur fram að á Vestfjörðum séu 2,5% af íbúðum landsmanna en aðeins 2% íbúanna. Það þýðir að færri búa að jafnaði í hverri íbúð á Vestfjörðum en gerist á höfuðborgarsvæðinu.
18.nóv. 2017 - 16:00

Hættulegt að sitja of lengi

„Í sumum tilfellum er hægt að koma í veg fyrir krabbamein með hófsamri hreyfingu,“ sagði faraldursfræðingurinn Christine Friedenreich í máli sínu á ráðstefnunni, en hún hefur staðið fyrir rannsóknum á þessu ásamt öðrum vísindamönnum undanfarin ár.

18.nóv. 2017 - 15:00 Reykjanes

Sigríður Mogensen ráðin sviðsstjóri hugverkasviðs SI

Sigríður Mogensen Sigríður Mogensen hefur verið ráðin sviðsstjóri hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins. Hún hefur störf á næstu mánuðum. Sigríður hefur frá árinu 2015 starfað við áhættustýringu hjá Deutsche Bank í London. Fyrir þann tíma starfaði hún sem hagfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins og hagfræðingur á skrifstofu sérstaks saksóknara. 
18.nóv. 2017 - 13:30 Sælkerapressan

Twix bollakökur sem gera mann brjálaðan

Ókei, það er reyndar ekki neitt Twix súkkulaði í þessum bollakökum. En ástæðan fyrir því að ég held því fram að þetta séu Twix bollakökur er einfaldlega út af því að tilfinningin að bíta í þær er eins og að bíta í Twix.
18.nóv. 2017 - 12:00 Akureyri vikublað

Kristín finnur ánægju í því einfalda

Kristín Aðalsteinsdóttir prófessor hefur notið lífsins til hins ítrasta síðan hún hætti að vinna fyrirþremur árum. Í einlægu viðtali segir Kristín frá æskunni, skilnaði foreldra sinna sem höfðu mikil tilfinningaleg áhrif á hana fram á fullorðinsaldur, flóknu sambandi hennar við móður sína, ástina sem hún fann í Innbænum, náminu, Kvennaframboðinu 1982 og þeim árásum sem konur í framboðinu máttu þola, stöðu kvenna í stjórnmálum í dag og Innbænum sem hún ann og hefur nú skrifað bók um.
18.nóv. 2017 - 11:00 Reykjanes

Mistur spennusaga eftir Ragnar Jónsson

Stórhríð geisar uppi á heiðum á Austurlandi fyrir jólin 1987 þar sem hjón búa á einangruðum bóndabæ. Ókunnugur maður ber óvænt að dyrum á Þorláksmessu og segist hafa villst í fárviðrinu. Konan á erfitt með að trúa frásögn mannsins og eftir því sem hátíðin nálgast verður andrúmsloftið á þessum afskekkta bæ meira þrúgandi, símasamband rofnar, rafmagnið fer og ekki munu allir lifa heimsóknina af.

Veðrið
Klukkan 03:00
Léttskýjað
NNA3
-1,0°C
Skýjað
NNA6
-1,6°C
NA10
-2,0°C
Snjókoma
NNV7
-2,0°C
Lítils háttar snjókoma
NNV11
-0,8°C
Léttskýjað
NNA14
-1,2°C
Spáin
(1-) Gæludýr.is: Flutingar - nóv
SushiSocial: jól 2017
Arnaldur Máni Finnsson
Arnaldur Máni Finnsson - 13.11.2017
Grasrótin og greinar trjánna
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 11.11.2017
Banki í glerhúsi
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 17.11.2017
Ég fresta skýrslunni: Hvers vegna?
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 16.11.2017
Málinu drepið á dreif
Indíana Ása Hreinsdóttir
Indíana Ása Hreinsdóttir - 18.11.2017
Um daður, áreitni og afleiðingar
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 18.11.2017
Fjórði fundurinn
Kristinn H. Gunnarsson
Kristinn H. Gunnarsson - 18.11.2017
Uppreist æra í stað siðbótar
Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson - 19.11.2017
Stór mál fyrir íbúa Suðurnesja
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 20.11.2017
Íslands nýjasta nýtt
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 21.11.2017
Mismunandi niðurstöður jafn réttar
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 21.11.2017
Lífræn grasrótarþjóðkirkja
Fleiri pressupennar