08. nóv. 2017 - 10:58

Allt sem við gerum skilur eftir sig stafræn fingraför: „Ég hafði enga hugmynd um að fylgst væri með mér“

Einkalíf okkar er ekki lengur neitt einkamál. Vakað er yfir svo að segja hverju fótmáli okkar með nettengingum, farsímum og annarri nútímatækni. Hugmyndir okkar um það hvað heyri undir einkamál og hvað öllum sé heimilt að vita eru að sama skapi að breytast. Margir kunngjöra upplýsingar um einkahagi sína á Facebook og öðrum samskiptasíðum á netinu. Hugsanlegt er að við verðum að fara að leggja nýjan skilning í hugtakið einkalíf í þessu hátækniþjóðfélagi sem við lifum í.

Blaðamenn á New York Times fundu Thelmu Arnold með aðstoð leitarorða sem hún hafði tilgreint á netinu.

Viðskiptavinur númer 4417749 var tíður gestur á internetinu. Hún leitaði oft á netinu og sló inn jafn ólík leitarorð og „hundar sem pissa á allt“, „einhleypir karlar 60“ og „garðyrkjumenn í Lilburn, Georgia“. Viðskiptavinur númer 4417749 hélt að leitarorðin sem hún sló inn í tölvuna sína væru hennar einkamál, ekki síður en annað sem hún tók sér fyrir hendur innan veggja heimilisins.

Árið 2006 birti America Online (AOL), eitt stærsta nettengingarfyrirtækið í Bandaríkjunum, lista yfir öll leitarorð sem 657.000 viðskiptavinir höfðu slegið inn þrjá mánuði á undan. Samkvæmt upplýsingum frá AOL var tilgangurinn að nýta upplýsingarnar til að kanna á hvern hátt fólk notaði netið. Viðskiptavinirnir voru því nafnlausir og í stað nafna birtust einungis tölur. Blaðamenn við New York Times héldu því fram að nafnleyndin væri alls ekki örugg og til að sanna mál sitt gerðu þeir tilraun til að komast að því hver leyndist á bak við númerið 4417749. Þetta reyndist ekki flókið verk og innan skamms höfðu þeir fundið 62 ára eftirlaunaþega að nafni Thelma Arnold, sem bjó ein með hundana sína þrjá í bænum Lilburn í Georgíufylki.

Almáttugur minn, þetta er einkalíf mitt. Ég hafði enga hugmynd um að fylgst væri með mér,

sagði Thelma Arnold við blaðamennina.

Hver smellur með mús skilur eftir spor

Allt sem við gerum skilur eftir sig stafræn fingraför. Í hvert sinn sem við smellum með músinni, gefum upp kortanúmer, sendum sms-skilaboð eða tölvupóst skiljum við eftir fleiri bita í púsluspili sem skapar stöðugt skýrari mynd af einkalífi okkar, venjum og manngerð. Ef við viljum vera algerlega nafnlaus, þá eru spilareglurnar einfaldar: Aldrei að leita að neinu á netinu, senda aldrei tölvupóst og forðast samskiptaforrit á borð við t.d. Facebook. Nota hvorki greiðslukort né farsíma og forðast opinberar byggingar, lestarstöðvar og aðra staði með eftirlitsmyndavélum. 

Með öðrum orðum: Einkalíf í merkingunni líf án stöðugs eftirlits og skráningar þar að lútandi er nánast ógerlegt í hátæknivæddu samfélagi, eins og við lifum í.

Við höfum vanist eftirliti

Flest höfum við það sennilega á tilfinningunni að verið sé að skrásetja viðkvæmar upplýsingar um okkur og fylgjast með ferðum okkar. Við höfum einfaldlega vanist því og viðurkennt, því netið og áþekk tækni létta okkur lífið og við bindum að sama skapi vonir við að eftirlitið bæti öryggi okkar í samfélaginu. Þægindin eru hins vegar dýru verði keypt. 

Þetta er að minnsta kosti álit bandaríska rithöfundarins David Brin, sem er sérfræðingur á sviði eftirlitskerfa. Hann birtir í bók sinni „The Transparent Society“ (Gegnsæja þjóðfélagið) hugmyndir um hvernig varðveita megi einkalífið í hátækniþjóðfélaginu. 

David reynir að skýra framtíðarsýn sína með myndlíkingu sem felur í sér tvær framtíðarborgir, sem báðar eru lausar við glæpi vegna gífurlega fullkomins eftirlits. Eftirlitið er þó af talsvert ólíkum toga. Í fyrri borginni hefur verið komið fyrir myndbandsupptökuvélum á öllum götuhornum og ríkið fylgist grannt með hverju fótmáli borgaranna. Allir vita að einkalíf er tálsýn ein en treysta því hins vegar að ríkið komi í veg fyrir glæpi. Í hinni borginni eru staðsettar jafnmargar upptökuvélar en munurinn er fólginn í því að enginn hefur einkaleyfi á eftirlitinu með þeim. Bæði borgarar og yfirvöld geta beint upptökuvélunum hvert gegn öðru og því verður eftirlitið áhrifamikið, en að sama skapi áhrifalaust. Þegar allir fylgjast með öllum er það ekki einungis ríkið sem getur haft eftirlit með borgurunum, heldur geta borgarnir að sama skapi fylgst með ríkinu og m.a. komið í veg fyrir valdníðslu. 

Við getum aldrei verndað einkalífið með því að fela okkur fyrir valdhöfunum. En við getum varðveitt einkalífið ef við höfum eftirlit með þeim á móti,

segir David Brin. Í myndlíkingu Davids er fyrrgreinda borgin tákn um þá gerð eftirlitssamfélags sem ræður ríkjum um allan heim í dag. Yfirvöld dásama friðhelgi einkalífsins en njósnar engu að síður um borgarana, þó í misaugljósum mæli sé. Ef marka má David þyrfti eftirlitið að vera á báða bóga og engu er líkara en að hugmyndir hans séu í þann veg að rætast. Aukin notkun farsíma með upptökumyndavélum hefur gert það að verkum að almennir borgarar geta fest á filmu valdbeitingu af hálfu yfirvalda. Eftir leiðtogafund G-20-ríkjanna í London í apríl fyrr á árinu birtust á You Tube ýmsar upptökur af átökum á milli mótmælenda og lögreglu.

Heimasíðan Wikileaks er annað dæmi um eftirlit borgaranna með yfirvöldum. Síðan er hugsuð sem lýðræðislegur griðastaður sem einkaaðilar geta lekið á leynilegum upplýsingum, sem flokkast undir almannaheill, án þess að eiga á hættu málsókn eða pyntingar. Frá því er Wikileaks fyrst var kynnt til sögunnar á árinu 2006 hafa forritarar kerfisins útbúið afskaplega hugvitssamlegt tæknikerfi sem gerir kleift að rekja hvaðan tiltekinn leki á upptök sín. Á heimasíðunni er að finna rúmlega 1,2 milljón skjala sem lekið hefur verið um yfirvöld, einkafyrirtæki og samtök.Líf okkar á að vera gegnsætt

David Brin er þeirrar skoðunar að ekki aðeins sé nauðsynlegt að þvinga yfirvöld til að sýna meiri hreinskilni, heldur einnig borgarana. Algert gegnsæi er í hans augum eina vopnið sem við einstaklingarnir eigum eftir ef ætlun okkar er að lifa einkalífi okkar í friði.

Börnin okkar eiga örugglega eftir að álíta að nafnleysi sé óhugsandi ellegar jafnvel óskiljanlegt. Þetta þarf þó ekki að þýða að frelsi þeirra eða einkalíf verði af skornum skammti, þó svo að enginn vafi leiki á að skilgreina þurfi á nýjan leik hvað átt er við með einkalífi,

segir David Brin. Aðrir vísindamenn eru ósammála og telja að alger persónuleg hreinskilni á netinu eigi eftir að hefta frelsi einstaklinganna þegar fram í sækir. Sem dæmi verður ógerningur að losa sig við syndir fortíðarinnar og víxlspor. Þetta er til dæmis skoðun Daniels J. Soloves, en hann er lagaprófessor við George Washington háskólann og höfundur bókanna „Understanding Privacy“ og „The Future of Reputation“. Solove er þeirrar skoðunar að hver einasti vandræðalegur myndbandsbútur, slæmt orðspor eða vafasöm ljósmynd frá unglingsárunum eigi eftir að fylgja okkur á netinu um ókomna tíð.

Nú á blómaskeiði internetsins og þegar nánast allir eiga farsíma með myndavél í hafa möguleikarnir á að við verðum að myndefni einhvers aukist svo gífurlega að skilgreiningin á hugtakinu einkalíf hefur breyst. Það sem greinir að friðhelgi einkalífsins annars vegar og sviðsljósið hins vegar breytist með einum músarsmell og aukin afhjúpun hefur ósjálfrátt í för með sér meira eftirlit. Þess vegna er brýnt að gæta þess vel hvaða persónuupplýsingum við deilum með öðrum á netinu, segir Solove.

Solove viðurkennir jafnframt að tíðarandinn sé sér óhagstæður og hann kallar ungu kynslóðina Google-kynslóðina. Bæði vegna þess hve auðvelt er að finna unga fólkið á Google og einnig vegna þess að unga fólkið hefur alist upp við nýja merkingu á hugtakinu einkalíf. Með því að nota samskiptaforrit á borð við Facebook og Twitter hefur unga kynslóðin vanist því að afhjúpa einkalíf sitt í máli og myndum.

Bandaríski myndlistarprófessorinn Hasan Elahi fann sig knúinn til að leyna engu um einkalíf sitt þegar hann lenti fyrir mistök á lista FBI yfir meinta hryðjuverkamenn árið 2002. Hann var kallaður til yfirheyrslu hvað eftir annað en ákvað að aðstoða lögregluna í stað þess að fara í felur. Hann hóf fyrir vikið útsendingar á gjörvöllu einkalífi sínu á netinu hvern einasta dag. Þegar frá leið varð útsendingin að eins konar listrænni tilraun um eftirlit með fólki á netinu. 

Á heimasíðu Hasans, TrackingTransience.net, er hægt að skoða þúsundir mynda úr einkalífi hans, auk þess sem gps-örflaga í farsíma hans sýnir stöðugt á korti hvar hann er niðurkominn. Aðferð Hasans, sem byggir á kenningum markaðshagkerfis, er einföld en engu að síður áhrifarík, að hans sögn: Með því að drekkja FBI-fulltrúum í gögnum missir eftirlitið marks, vegna þess að upplýsingar um líf einstaklingsins verða öllum aðgengilegar.

Fáránleikinn er fólginn í því að stöðugt streymið af upplýsingum um hans einkahagi gerðu það að verkum að Hasan fannst hann eiga sér einkalíf, því hann var við stjórnvölinn og hann skapaði sitt eigið neteinkenni. Samkvæmt túlkun hans er einkalíf því ekki lengur rétturinn til að lifa í friði, heldur að hafa stjórn á því hvaða upplýsingar eru aðgengilegar um sjálf okkur á netinu, auk þess að stjórna því hver hefur aðgang að þeim.

Mér líður betur þegar ég sjálfur stjórna upplýsingum um mig á netinu en ekki FBI, 

segir Hasan Elahi.

Einkaupplýsingar út á netið

Eftirlitið með gögnum um einkahagina, líkt og Hasan Elahi byggir einkalíf sitt á, verður þó sífellt erfiðara sökum þess að tölvurnar okkar eru óðum að breytast í tölvuherma. Árum saman höfum við geymt myndirnar okkar og skjölin, fyrst á disklingum, síðan geisladiskum, þá hörðum diskum og loks á minniskubbum. Nú á dögum starfa tölvukerfi hins vegar í auknum mæli með það sem kallast tölvuský. Þetta þýðir að allir tölvupóstar, skrár og skjöl eru í raun geymd á netinu og ekki lengur í tölvunum okkar.Eitt fremsta fyrirtækið á sviði tölvuskýja er án efa bandaríska fyrirtækið Google, sem hefur upp á að bjóða mikið úrval forrita sem nýtast okkur í tengslum við tölvupóst, dagatöl, fjölskyldumyndir og textavinnslu á netinu. Forritin eru orðin algerlega ómissandi í daglegu lífi margra en þetta er því dýra verði keypt að öll okkar persónulegu gögn eru geymd á netþjónum í eigu Google. Þetta gerir það að verkum að eitt einstakt fyrirtæki, sem er í einkaeign, hefur mjög nákvæmar upplýsingar um alla okkar persónulegu hagi á stafrænu formi.

David Brin álítur þó ekki að þetta sé neinum vandkvæðum háð á meðan ljóst liggur fyrir á hvern hátt fyrirtækin meðhöndla gögnin okkar. Því fleiri einkaupplýsingum sem fyrirtæki eða yfirvöld safna saman, þeim mun meira gegnsæi verður að ríkja. Þess vegna er Google ekki helsta ógn einkalífsins í augum Davids, einmitt vegna þess að augu almennings beinast að fyrirtækinu og þvinga það til að fara ekki leynt með starfsemi sína. Hins vegar segir hann meiri ástæðu til að óttast internetfyrirtækin sem selja aðgengi að netinu. Sem dæmi mætti nefna að breska símafyrirtækið British Telecom hefur hvað eftir annað, bæði löglega og ólöglega, safnað og látið öðrum í té upplýsingar um hvað viðskiptavinirnir hafa skoðað á netinu, bæði til handa yfirvöldum og einkafyrirtækjum á sviði auglýsinga.

Viðkvæm gögn leka daglega

Fyrirtæki á sviði nettenginga lofa því yfirleitt að ekki sé unnt að rekja upplýsingar um netvenjur einstaklinga beint til þeirra, því þeir segjast áframselja upplýsingarnar nafnlausar. Málið sem upp kom þegar AOL birti leitarorð viðskiptavina sinna er þó gott dæmi um hve auðvelt er að aflétta nafnleyndinni.

Nú á dögum er alls ekki óalgengt að viðkvæmar upplýsingar um einkahagi fólks komist í hendur annarra. Í hverjum mánuði skrá samtökin Privacy Rights Clearinghouse fjölda slíkra tilvika í Bandaríkjunum, þar sem viðkvæmar upplýsingar á borð við kennitölur, nöfn og heimilisföng hafa verið birtar í kjölfar tölvuþrjótaárása eða vegna mannlegra og tæknilegra mistaka. Samkvæmt upplýsingum samtakanna hafa 255 milljón slík mál komið upp í Bandaríkjunum það sem af er þessu ári.

Það verður ætíð áhættusamt að safna saman gögnum um fólk á netinu. Þessi sömu gögn geta á hinn bóginn einnig reynst gagnleg ef þau eru nýtt á réttan hátt. Google hefur t.d. hannað forritið „Flu Trends“, sem getur sagt fyrir um hvar í Bandaríkjunum sé mest hætta á inflúensu. Forritið byggir á þeirri vitneskju að margir leita að upplýsingum um einkenni flensu og lækningu við henni þegar einhver í fjölskyldunni veikist af henni. Google getur síðan greint hversu mikið er leitað að slíkum upplýsingum í hverju fylki og Flu Trends hefur þegar sannað ágæti sitt. Að öllu jöfnu hafa liðið allt að tvær vikur áður en bandarísk yfirvöld gátu greint flensufaraldur en með aðstoð Google er nú unnt að senda út aðvörun viku fyrr en ella.

Flu Trends er, líkt og Facebook og YouTube, dæmi um það að eftirlitssamfélögin í dag eru orðin lýðræðislegri, auk þess sem miðstýring hefur minnkað. Stöðugt eftirlit er óhjákvæmilegt í hátæknisamfélaginu og því meira sem birtist um okkur á netinu, þeim mun meiri hætta verður á að einkalíf okkar verði að almenningseign. Ef algert nafnleysi er á góðri leið með að verða sjálfsblekking ein snýst einkalíf framtíðarinnar alls ekki um hvort upplýsingar um einkahagi okkar séu öðrum aðgengilegar eður ei. Málið snýst öðru fremur um að hafa hemil á því hver getur notað einkaupplýsingar um okkur og í hvaða tilgangi.

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt sem á heima á Pressunni?
Sendu okkur póst á pressan@pressan.is - Fyllsta trúnaðar gætt, sé hans krafist.21.feb. 2018 - 22:00

Það sem kynlíf getur gert fyrir þig

Þeir sem hafa ekki tíma til að stunda líkamsrækt ættu að stunda hana í svefnherberginu.  Kynlíf er talið draga úr hættu á hjartaáföllun og þeir sem stunda það reglulega eru taldir lifa lengur.
21.feb. 2018 - 20:00

Til unga mannsins með hundinn: „Þú reifst hann upp, snérir upp á hann og slóst hann“

„Til unga mannsins sem á hund sem slapp frá í dag fyrir utan þjóðveg á leið út úr bænum. Ég veit að veðrið var vont og færðin slæm. Enda stoppuðu allir bílarnir og röð myndaðist út af hundinum sem virtist jafn hræddur og ráðvilltur og þú eflaust varst.“
21.feb. 2018 - 18:00 Ragna Gestsdóttir

Instagram dagsins: Gullfalleg viðarhúsgögn og innréttingar

Það er fátt skemmtilegra en að prýða heimili sitt fallegum munum, húsgögnum og innréttingum.
21.feb. 2018 - 16:30 Bleikt

Tanja Ósk var lögð í hrottalegt einelti: „Ég var heltekin af ótta“

Ímyndið ykkur að sex ára gömul dóttir ykkar sé að byrja sinn fyrsta skóladag. Hún er spennt, hlakkar til að eignast vini og verða fullorðin. Eftir skóla kemur hún heim sorgmædd vegna þess að stelpurnar í bekknum leyfðu henni ekki að leika sér með þeim af því að hún var of ljót. Þessi sex ára stelpa var ég.
21.feb. 2018 - 14:30

Konur þurfa meiri svefn

Samkvæmt nýlegri rannsókn þurfa konur meiri svefn en karlar. Rannsóknin var gerð á vegum The Duke University í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum og leiddi í ljós að heili kvenna þarf meiri tíma til að jafna sig eftir annríki dagsins en heili karla.
21.feb. 2018 - 13:00 Bleikt

Bjargey um hamingju: „Ég hef upplifað mikinn sársauka og vildi ekki dvelja þar. Ég vildi frelsi“

Hvers vegna finnst sumum allt vera erfitt og leiðinlegt á meðan öðrum finnst lífið almennt skemmtilegt og sjá það jákvæða í stað þess neikvæða. Hvað aðskilur þessa tvo einstaklinga?

21.feb. 2018 - 11:00

Myndir dagsins - Vitlaus texti á Stubbunum: „Ég veit þú varst í vímu“

Hver man ekki eftir Stubbunum? Börn gátu setið tímunum saman yfir þáttunum og skemmt sér konunglega. Það hins vegar áttu sér stað mjög óheppileg mistök 25. október 2012. Sunna Dís Ólafsdóttir rifjar upp atvikið á Facebook-síðu sinni.
21.feb. 2018 - 09:30 Eyjan

Tveimur sendiráðum lokað vegna hagræðingar

Sendiráðum Íslands í Vín í Austurríki og borginni Mapútó í Mósambík verður lokað vegna hagræðingar innan utanríkisráðuneytisins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.
21.feb. 2018 - 08:32 Kynning

Purkhús: Fallegra heimili með gæðavörum á hagstæðu verði

Purkhús er vefverslun á vefslóðinni purkhus.is sem sérhæfir í fallegum vörum til að prýða heimilið. Eigandinn er Sara Björk Purkhús en að hennar sögn koma vörurnar víða að, til dæmis frá Bandaríkjunum, Indlandi og Kína, en sumar vörurnar hannar Sara sjálf og lætur framleiða fyrir sig, aðrar kaupir hún af heildsölum.

21.feb. 2018 - 08:00

Var þetta dýrasta búðarhnupl sögunnar? Sektaður um 25 milljónir

58 ára þýskur karlmaður var nýlega dæmdur til að greiða sem nemur 58 milljónum íslenskra króna í sekt en hann var fundinn sekur um búðarhnupl. Það var dómstóll í München sem dæmdi manninn til þessarar þungu refsingar nýlega.
20.feb. 2018 - 22:00 Ragna Gestsdóttir

Píkuhárkollur eru heitasta trendið í dag

Þeir sem mættu á tískuvikuna í New York sem haldin var 8. – 16. febrúar síðastliðinn urðu vitni að einu heitasta trendinu í dag, píkuhárkollunni. Það var á tískusýningu suður-kóreska hönnuðarins Kaimin sem boðið var upp á herlegheitin.


20.feb. 2018 - 20:00

Leiðir til að líta upp af skjánum - Ekki láta snjalltækin stýra fjölskyldulífinu

Á mörgum nútímaheimilum eyðir fjölskyldan, allt niður í smábörn, talsverðum tíma við skjái á degi hverjum. Tæknin er undursamleg, en samt er óneitanlega eitthvað örlítið bogið við að eins árs börn sitji og fletti myndum í snjallsímum án þess að nokkur hafi þjálfað þau til iðjunnar. 
20.feb. 2018 - 19:00 Bleikt

Guðlaug hefur misst fóstur tvisvar sinnum: „Ég fór á klósettið og fann það detta niður, ég var bara ekki tilbúin til þess að sturt

Guðlaug Sif Hafsteinsdóttir hefur tvisvar sinnum misst fóstur og tók sú lífsreynsla mikið á hana. Segir hún það algengt að fólk tali um það að missa fóstur sé ekkert mál. Fóstrið skolist einfaldlega út og konan eigi í kjölfarið að halda áfram með líf sitt líkt og ekkert hafi í skorist.
20.feb. 2018 - 17:30 Ragna Gestsdóttir

Myndband: Flugfarþegar úrvinda eftir 8 tíma flug með barni í brjálæðiskasti

Farþegar í flugvél Lufthansa frá Þýskalandi til New York nýlega máttu þola það að hlusta á þriggja ára dreng í brjálæðiskasti alla flugferðina. Hann hljóp gargandi um, klifraði yfir sætin fram og til baka og ekkert dró af drengnum allt flugið. Farþegar máttu láta ósköpin yfir sig ganga og reyndu margir þeirra að hylja eyrun til að draga aðeins úr hávaðanum.


20.feb. 2018 - 16:00 Bleikt

Amanda og Birgir eru vegan og alæta í sambúð: „Engin ein rétt leið í samböndum“

Vegan og alæta í sambúð, hvernig virkar það? Þetta er spurning sem ég fæ að heyra reglulega og eru eflaust enn fleiri sem velta henni fyrir sér án þess að spyrja. Einnig fæ ég stundum fyrirspurnir frá einstaklingum sem vilja gerast grænmetisætur eða vegan en telja að makinn færi ekki sömu leið.
20.feb. 2018 - 14:00

Þurrkaði nærbuxurnar í 20 mínútur í miðju flugi - Myndband

Það finnst fáum gaman að fljúga. Maður veit einnig aldrei hver situr hliðin á manni eða í kringum mann. Kannski einhver með háværa tónlist og að borða túnfisksamloku. Eða einhver sem heldur á blautum nærbuxum upp við loftopið til að þurrka þær. Það gerðist í flugi frá Tyrklandi til Moskvu í Rússlandi. 

20.feb. 2018 - 12:30 Bleikt

Aldís rakst á gífurlegan verðmun á barnadóti milli verslana: „Þetta hlýtur að vera eitthvað djók!“

Aldís Björk Óskarsdóttir var stödd í barnaversluninni Ólavía og Oliver á dögunum þegar hún rakst fyrir tilviljun á barnadót sem kostaði tæplega átta þúsund krónur. Það sem kom Aldísi svo mikið á óvart var að einungis nokkrum vikum áður hafði hún keypt sömu vöruna á 2500 krónur í Hagkaup.

20.feb. 2018 - 11:37

Ölvaður og ók á móti umferð á Kringlumýrarbraut

Klukkan hálf tólf í gærkvöldi var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna karls og konu sem reyndu að ræna tölvu af starfsmanni hótels í miðborg Reykjavíkur. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu
20.feb. 2018 - 10:30

Stefnumótasíða fyrir stuðningsfólk Donald Trump vekur athygli – Aðeins fyrir gagnkynhneigða

Það er til stefnumótasíða ætluð stuðningsfólki Donald Trump Bandaríkjaforseta. Síðan heitir Trump.Dating. Slagorð síðunnar er „Make Dating Great Again.“
20.feb. 2018 - 09:30 Eyjan

Segir styttingu vinnuvikunnar hina nýju leiðréttingu

Börkur Gunnarsson, listamaður og fyrsti varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, tætir í sig verkefni vinstri meirihlutans í borginni um styttingu vinnuvikunnar í Morgunblaðinu í dag. Verkefnið sem innleitt var hjá hluta af starfsmönnum borgarinnar, um styttri vinnuviku fyrir sömu laun, kallar Börkur hina nýju leiðréttingu, með vísun í þegar Framsóknarflokkurinn undir forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, lofaði afmörkuðum hópi fólks háa eingreiðslu gegn atkvæði þess:

20.feb. 2018 - 07:50

Hún fékk höfuðverk og fór að sofa: Þegar hún vaknaði talaði hún með allt öðrum hreim en áður

Fyrir tveimur árum fékk bandarísk kona mikinn höfuðverk. Hún fór því og lagði sig í þeirri von að höfuðverkurinn myndi batna aðeins. En þegar hún vaknaði hafði hún glatað bandaríska hreimnum sínum og var farin að tala með breskum hreim. Það gerir þetta kannski enn athyglisverðara að þetta var ekki í fyrsta sinn sem hreimur hennar breyttist þegar hún fékk sér blund þegar hún var með mikinn höfuðverk.
19.feb. 2018 - 22:00 Bleikt

13 bráðfyndnar gamanmyndir á Netflix

Það bíða líklega langflestir Íslendingar eftir því að sólin hækki á lofti og vetur konungur láti sig hverfa af landi brott, enda hefur veturinn verið sérstaklega þungur undanfarnar vikur. Það er þó eitt hægt að gera til þess að stytta biðina og það er að koma sér vel fyrir í sófanum með eitthvað gott að narta í og kveikja sér á skemmtilegri gamanmynd.
19.feb. 2018 - 21:00

Innbrotsþjófur gómaður við að horfa á klám - Kom með DVD disk og stundaði sjálfsfróun

Innbrot taka yfirleitt ekki langan tíma. Innbrotsþjófar stoppa stutt í hverju húsnæði, en meðal innbrot er um átta til tólf mínútur, samkvæmt API Alarm Inc. Innbrotsþjófar taka yfirleitt ekki með sér klámmynd til að horfa á meðan innbrotinu stendur.
19.feb. 2018 - 19:30 Bleikt

Íris tók ákvörðun um að vera einstæð: „Þarna stóð ég, ein, ólétt og með bullandi höfnunartilfinningu“

Mig langar til þess að koma fram og tala um málefni sem kannski margir kannast við. Málefnið er sú ákvörðun sem ég þurfti að taka. Hvort ég vildi halda fóstrinu vitandi það að ég myndi verða einstæð og þurfa að ganga í gegnum allt saman ein.
19.feb. 2018 - 17:30

Krummi drepinn og Helga í áfalli: „Krummi lést nánast samstundis“

„Þetta var svakalegt áfall. Við erum enn þá að jafna okkur. Ég var að tala við hundaeftirlitsmann í morgun og gat allt í einu ekki talað. Þetta kemur svoleiðis yfir mann,“ 
19.feb. 2018 - 15:41

Leitaði að hálfsystkinum sínum – Fann 40 þeirra

Ung kona sem blóðfaðir hennar var sæðisgjafi ákvað að leita að hálfsystkinum sínum. Hún fann fjörutíu hálfsystkini. Kianni Arroyo er 21 árs og frá Orlando, Flórída. Hún eyddi fimm árum í að finna hálfsystkini sín.
19.feb. 2018 - 14:00 Bleikt

Systurnar Emilía og Halldóra hissa eftir gjafasendingu: „Hver á þessar nærbuxur?“

Emilía Guðrún Valgarðsdóttir sendi systur sinni Halldóru, sem býr í Norfolk í Virginiu,  pakka með gjöfum og sælgæti á dögunum. Sendingin komst fljótt og örugglega til skila en þær systur urðu þó virkilega hissa þegar bæst hafði við gjafirnar í kassanum.
19.feb. 2018 - 12:30

Hvenær er besti tíminn til að læra nýtt tungumál, stunda frábært kynlíf og kaupa fyrstu íbúðina?

Hefurðu einhvern tíman velt því fyrir þér hvenær besti tíminn er til að eignast börn, stunda frábært kynlíf eða jafnvel hlaupa maraþon? Samkvæmt sérfræðingum er fullkominn tímasetning fyrir allt.
19.feb. 2018 - 11:05

Þrjú innbrot á höfuðborgarsvæðinu í morgun

Þrjú innbrot áttu sér stað í morgun á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Einnig var gerð ein tilraun til innbrots.
19.feb. 2018 - 10:41

Ármann telur líklegt að von sé á stórum skjálfta: „Þá fer að draga úr þessari virkni“

Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur. Jarðskjálftahrinur hafa verið mjög tíðar í nágrenni Grímseyjar undanfarin misseri. Nokkrir stórir skjálftar hafa riðið yfir við eyjuna síðasta sólarhringinn og fundust sumir þeirra á Akureyri og Húsavík.
19.feb. 2018 - 09:30 Eyjan

Una til Íbúðarlánasjóðs – Vill breyta viðhorfinu til leigumarkaðarins

Una Jónsdóttir hagfræðingur hefur verið ráðin til að stýra deild leigumarkaðsmála hjá Íbúðalánasjóði, samkvæmt tilkynningu. Una starfaði áður sem hagfræðingur í hagdeild sjóðsins og hafði þar meðal annars með höndum greiningar á stöðu leigjenda og ástandi leigumarkaðarins.
19.feb. 2018 - 09:18 Kynning

Camelia.is: Toppgæði á hagstæðu verði

„Við erum í samstarfi við tvær æðislegar heildverslanir í Bretlandi. Önnur þeirra er verslun sem við náðum samningum við núna um áramótin og er hún ein stærsta og fallegasta heildverslun Bretlands á sviði húsgagna og fylgihluta fyrir heimili og erum við eina verslunin á Íslandi með samning við hana.
19.feb. 2018 - 08:00

Ný rannsókn: Karlar ættu að sjá um heimilisþrifin – Getur skaðað heilsu kvenna að sjá um þau

Niðurstaða nýrrar rannsóknar er vægast sagt athyglisverð en samkvæmt henni þá ættu karlar að sjá um heimilisþrifin því það getur verið skaðlegt heilsu kvenna að sjá um þau. Það er því ekkert annað að gera fyrir karlmenn þessa lands en að taka sér tusku og sóp í hönd og sjá um þrifin í framtíðinni, að minnsta kosti ef þeir vilja konum sínum vel.
18.feb. 2018 - 22:00 Ragna Gestsdóttir

6 einfaldar leiðir til að krydda kynlífið

Við manneskjurnar erum ekkert nema vaninn og líka þegar kemur að kynlífinu, því miður. Þegar við erum búin að vera lengi með og sofa oft hjá sama einstaklingnum þá getur kynlífið orðið ansi vanabundið, skiptunum farið að fækka eða fólk jafnvel alveg hætt að sofa saman.
18.feb. 2018 - 20:00 Ragna Gestsdóttir

Instagram dagsins: Dásamlegar fjölskyldumyndir Sinu

Sina er tveggja barna móðir og eiginkona sem er búsett í Toronto í Kanada. Hún er líka með eigin heimasíðu, Happy Grey Lucky og Instagram með sama nafni. 
18.feb. 2018 - 18:00 Ragna Gestsdóttir

Pamela Anderson: Fimmtug og fáklædd á forsíðu

Hún er tákmynd rauða sundbolsins og hin sanna kona í augum fjölmargra karlmanna sem muna eftir henni á níunda áratugnum þar sem hún hljóp um ströndina með flotholtið í hendi.


18.feb. 2018 - 16:00

Ótrúlegustu hlutir geta aukið sjálfstraust þitt

Samkvæmt rannsókn myndu fleiri vilja auka sjálfstraust sitt heldur en að lifa fjörugra kynlífi. Á vefsíðu sjónvarpsdrottningarinnar Opruh er alls kyns fróðleik að finna. Meðal annars þennan lista yfir ótrúlega hluti sem hafa jákvæð áhrif á sjálfstraustið. Náðu þér í „fix“ strax í dag.

18.feb. 2018 - 12:00

Ekki nota þessa aðferð til að meðhöndla kvef hjá barninu þínu

Læknar ráðleggja foreldrum barna að láta þau ekki anda að sér gufu frá sjóðheitu vatni til að meðhöndla kvef. Er fullyrt að aðferðin virki ekki og bjóði hreinlega hættunni heim. Fjöldi barna hefur þurft að fara á sjúkrahús vegna brunasára sem þau hafa hlotið þegar þau slysast til þess að hella vatninu niður. 
18.feb. 2018 - 10:00 Ragna Gestsdóttir

Myndband: Kisi lætur sér fátt um finnast þó fólk þurfi framhjá

„Mér gæti ekki verið meira sama þó þú þurfir að komast leiðar þinnar,“ gæti þessi kisi verið að hugsa sem er búin að planta sér efst við rúllustigann. Fólk þarf að klofa yfir hann til að komast leiðar sinnar, en kisi lætur það ekkert trufla ró sína.

17.feb. 2018 - 22:00

Skrifaði bók um óhugnanlegt morð – Lýsingar fóru ansi nærri sannleikanum

Í byrjun september, 2007, var pólskur rithöfundur, Krystian Bala, dæmdur í 25 ára fangelsi. Glæpir hans vörðuðu mannrán, pyntingar og að lokum morð, en Krystian hafði bætt um betur því hann nýtti allt framannefnt sem efnivið í skáldsögu – sem seldist grimmt.
17.feb. 2018 - 20:00 Ragna Gestsdóttir

Instagram dagsins: KSI á Íslandi

YouTubestjarnan, rapparinn og leikarinn Olajide William “JJ” Olatunji, sem er best þekktur sem KSI, er nú staddur á Íslandi.


17.feb. 2018 - 18:00 Ragna Gestsdóttir

Eygló Harðardóttir verður verkefnisstjóri fyrir nýtt húsnæðissúrræði Kvennaathvarfsins

Eygló Harðardóttir verður verkefnisstjóri fyrir nýtt húsnæðissúrræði Kvennaathvarfsins. Hún mun einnig veita forystu nýrri húsnæðissjálfseignastofnun sem Kvennaathvarfið hefur stofnað utan um hinar 16 íbúðir sem ætlunin er að byggja í samræmi við lög um almennar íbúðir.17.feb. 2018 - 16:00 Guðrún Ósk Guðjónsdóttir

Svona er hægt að losna við bólur á einni nóttu

Margir hafa upplifað að fá stórar bólur á andlitið og þá yfirleitt skömmu áður en eitthvað mikið stendur til. Það er því stundum ekki annað til ráða en að láta sig hafa það og láta sjá sig á almannafæri með risastóra bólu á andlitinu eða bara loka sig af heima við og forðast öll mannleg samskipti á meðan bólan sést enn.
17.feb. 2018 - 12:00

38 prósent kvenna vilja menn í bláu

Ný bresk rannsókn hefur leitt í ljós að karlmenn sem klæðast þröngum gallabuxum og jakkafatajakka eru líklegri til að finna ástina á netinu. Þá eiga konur einnig meiri möguleika á að finna ástina, ef þær klæðast íþróttafötum.
17.feb. 2018 - 10:00

Súkkulaðiframleiðandi leitar að starfsfólki í súkkulaðismökkun

Já, það er hægt að vinna við það að borða súkkulaði. Mondelez International, sem á meðal annars merkin Milka, Cadbury og Oreo, auglýsir nú eftir starfsfólki í súkkulaðismökkun sem og eina stöðu í kakósmökkun.
16.feb. 2018 - 22:00 Ragna Gestsdóttir

Instagram dagsins - Finnur þú dildoinn?

Í fyrra fjallaði Bleikt um Instagram síðuna SubtleDildo,sem nokkrir vinir eru með.
Á hverri mynd fela þeir gervilim í alls konar hversdagslegum aðstæðum og fólk getur horft á myndirnar og leitað að gervilimnum. 16.feb. 2018 - 20:00

Blind, tvíkynhneigð og fjölásta gæs lætur lífið 40 ára

Blind tvíkynhneigð gæs, sem heitir Thomas, hefur látið lífið í Nýja-Sjálandi. Hann var 40 ára þegar hann lést. Thomas eyddi sex árum í fjölásta sambandi með tveimur svönum og hjálpaði að ala ungana þeirra upp.
16.feb. 2018 - 18:00 Ragna Gestsdóttir

Þekkir þú kökurnar og börnin í sundur?

„Mig langaði að búa til kökur, sem dætur mínar gætu brotið og ég var líka með hugmynd um að búa til köku af manneskju í raunstærð, af hverju ekki að sameina þetta tvennt?” segir Lara Mason sem býr í Bretlandi, en hún bakaði tvær kökur í raunstærð fyrir 1 árs afmæli tvíburadætra sinna.
16.feb. 2018 - 17:00 Ragna Gestsdóttir

Myndband: Komdu með okkur í söngpartý í kvöld

Í kvöld býður Bíó Paradís upp á Singalong föstudagspartýsýningu á kvikmyndinni Mamma Mia!
Kvikmyndin sem kom út árið 2008 er byggð á geysivinsælum Broadway söngleik þeirra Catherine Johnson, þar sem félagarnir Benny Andersson og Björn Ulvaeus sjá um tónlistina, en söngleikurinn samanstendur af 27 lögum ABBA.


16.feb. 2018 - 16:30 Bleikt

Eva Dögg hefur misst fóstur þrisvar sinnum – Talar opinskátt um ættleiðingar

Eva Dögg Guðmundsdóttir og eiginmaður hennar hafa reynt að eignast barn í sex ár án árangurs. Eva hefur þrisvar sinnum orðið ólétt en hefur í öll skiptin misst fóstur og hefur það tekið gríðarlega á þau. Einn fallegan morgun árið 2015 vaknaði Eva og varð ljóst að hana langaði til þess að ættleiða barn og eru þau hjónin í því ferli núna.

Veðrið
Klukkan 00:00
Alskýjað
SSA4
1,2°C
Alskýjað
ASA5
1,0°C
Alskýjað
S3
3,2°C
Lítils háttar rigning
SSA2
4,8°C
Lítils háttar rigning
SA13
8,1°C
Lítils háttar rigning
SSA12
7,0°C
Alskýjað
SSA5
1,2°C
Spáin
Gæludýr: feb 2018
Sigrún Dóra Jónsdóttir
Sigrún Dóra Jónsdóttir - 30.1.2018
Til varnar sonum mínum
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 25.1.2018
Þjóðviljinn var hlutlausari en Kjarninn
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 27.1.2018
Andmælti Davíð, en trúði honum samt
Ingrid Kuhlman
Ingrid Kuhlman - 31.1.2018
Hvenær ertu búinn að aðlagast?
Lovísa María Emilsdóttir
Lovísa María Emilsdóttir - 31.1.2018
Æfðu þig í að finna fyrir gleði, þakklæti og hamingju!
Sara Pálsdóttir
Sara Pálsdóttir - 05.2.2018
Ríkari mannréttindavernd barna á Íslandi
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 09.2.2018
Uppgjör í verkalýðshreyfingunni!
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 12.2.2018
Spurning drottningar
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 12.2.2018
Hún líka
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 16.2.2018
Viðkvæmir Píratar
Davíð Már Kristinsson
Davíð Már Kristinsson - 15.2.2018
Spáð í spilin
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.2.2018
Hugleiðingar á 65 ára afmælinu
Fleiri pressupennar