04. feb. 2015 - 08:03

Aldur þinn ákvarðar hversu lengi þú átt að sofa

Áttir þú í mesta basli við að koma þér framúr rúminu í morgun? Kannski var það ekki bara kuldinn og myrkrið sem hélt þér í heljargreipum undir sænginni heldur sú staðreynd að þú ert ekki að sofa nóg.  

The National Sleep Foundation í Bandaríkjunum hefur í samvinnu við hóp sérfræðinga gert nýjar ráðleggingar um hversu mikinn svefn hinir ýmsu aldurshópar þurfa á hverjum sólarhring. Þeim sem finnst gott að sofa geta glaðst yfir nýju ráðleggingunum og farið að undirbúa góðan nætursvefn.