02. júl. 2012 - 22:00

20 hlutir sem þú ættir ekki að kaupa notaða og gætu stefnt heilsu þinni í hættu

Eftir að kreppan skall á hafa æ fleiri freistast eða hreinlega orðið að kaupa notuð húsgögn, föt, sjónvörp og tölvur svo fátt eitt sé nefnt. Í mörgum tilvikum er hægt að gera frábær kaup á nytjamörkuðum eða í Kolaportinu. En suma hluti ætti aldrei að kaupa notaða þar sem þeir geta stefnt heilsu eða öryggi fólks í hættu. Á vefsíðunni Moneytalksnews.com er fjallað um 20 hluti sem ætti aldrei að kaupa notaða. 

Efst á listanum eru vöggur og sérstaklega rimlarúm þar sem mögulegt er að leggja aðra hliðina niður. Upp hafa komið tilfelli þar sem festingar hafa gefið sig og hætta skapast á að barnið gæti dottið úr rúminu eða klemmt sig.  Í öðru sæti eru barnabílstólar. Eftir minniháttar árekstur þar sem enginn meiddist eða loftpúði blés ekki út er óhætt að nota barnabílstólinn aftur en skipta ætti um stól ef um harðan árekstur var að ræða. Afar erfitt er að meta hvort barnabílstóll hafi verið í bíl sem lenti í árekstri svo að ekki borgar sig að taka áhættuna og kaupa hann notaðan. Þar á eftir koma reiðhjólahjálmar. Það sést ekki endilega utan á þeim að þeir séu illa farnir en auðveldara er að greina sprungur á innanverðum hjálminum. Slíkur hjálmur er ekki líklegur til að bjarga þeim sem lendir í slysi.  

Fartölvur eru viðkvæmar en með réttri meðhöndlun ættu þær að endast í fleiri ár. Kaupandi getur þó aldrei vitað hvernig aðrir hafa farið með hlutina sína. Tölvan gætu verið til fyrirmyndar fyrstu vikurnar en gefið upp öndina skömmu síðar. Bestu kaupin eru að verða sér úti um nýja tölvu og fara vel með hana. Það sama gildir um myndbandsupptökuvélar.

Dýnur eru í sjötta sæti. Notuð dýna kemur með allskonar aukahlutum eins og dauðum húðflögum, bakteríum og fleiru sem lesendur ættu ekki að eiga erfitt með að ímynda sér. Góðir skór eru álíka jafn mikilvægir og dýna. Vandamálið við að kaupa notaða skó er að þeir gætu hafa verið frábærir fyrir fyrri eiganda en passa þínum fótum alls ekki. Notaðir skór geta leitt til fót- og bakverkja. Notaðar snyrtivörur eru í áttunda sæti. Þær má stöku sinnum sjá á borðum í Kolaportinu.  Á varalit geta verið bakteríur. Það borgar sig ekki að versla notaðar snyrtivörur og taka áhættuna á að veikjast.

Gömlu túpusjónvörpin endast mun lengur en flatskjáir. Að kaupa flatskjá sem er dottinn úr ábyrgð er alls ekki góð kaup og rándýrt er að láta gera við tækin ef eitthvað kemur upp á.

Hattar eru í tíunda sæti. Í þeim má finna dauðar húðflögur, hár og jafnvel lýs. Hvort sem fólk kaupir nýja eða notaða hatta á alltaf að byrja á því að láta þvo þá eða hreinsa. Sama gildir um sundföt. Ryksugur eru þarfaþing en fyrri eigandi gæti verið búinn að sparka og berja sína nánast til óbóta. Sérstaklega ef það var karlamaður sem var að reyna að losa stífluna.

Í þrettánda sæti eru dekk. Ytra lagið gefur ekki fulla mynd af ástandi dekksins. Notaður hugbúnaður er í því fjórtánda. Þegar keyptur er diskur með forriti eru stundum takmörk fyrir því hversu oft er hægt að hlaða forritinu inn í tölvu. DVD spilarar eru orðnir það ódýrir að ekki borgar sig að kaupa tæki sem hefur verið í eigu annarra.

Fyllt tuskuleikföng fyrir börn ætti alltaf að kaupa ný. Ungabörnum finnst gott að japla á tuskuböngsum og gefur auga leið að gömul óhreinindi eða bakteríur geta skaðað barnið.

Halógen lampar eru í sautjánda sæti. Þeir eru grunaðir um að hafa valdið 350 eldsvoðum og 29 dauðsföllum í Bandaríkjunum. Blandarar eru í átjánda sæti. Notaðir skartgripir og sérstaklega ódýrt skart getur innihaldið nikkel og fleiri efni sem geta haft slæm áhrif á húð.

Í tuttugasta og seinasta sætinu er dýrafóður. Dýraeigendur ættu aldrei að láta freistast að kaupa notað eða gamalt fóður. Pöddur gætu hafa komist í matinn og jafnvel verpt í fóðrið með tilheyrandi ósköpum fyrir dýrið og eigandann.

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt sem á heima á Pressunni?
Sendu okkur póst á pressan@pressan.is - Fyllsta trúnaðar gætt, sé hans krafist.27.ágú. 2014 - 13:30

Bjó með 50.000 býflugum án þess að vita af því

Það hefur öðlast auknar vinsældir undanfarin ár að vera með býflugnarækt inni í miðjum bæjum og borgum en að kona nokkur hafi getað búið í sömu íbúð og 50.000 býflugur án þess að hafa hugmynd um þessa litlu sambýlinga sína er auðvitað alveg ótrúlegt en samt sem áður satt.
27.ágú. 2014 - 12:10

Karen í góðri stöðu fyrir Goðamótið á Jaðarsvelli - Eimskipsmótaröðinni lýkur á Akureyri

Karen Guðnadóttir gæti tryggt sér stigameistaratitilinn í fyrsta sinn. Lokamót Eimskipsmótaraðarinnar, Goðamótið fer fram á Jaðarsvelli Akureyri um helgina og eru 59 skráðir í karlaflokkinn og 14 kylfingar í kvennaflokkinn. Leiknar verða 36 holur á laugardeginum og 18 holur á sunnudaginn. Jaðarsvöllur hefur sjaldan verið betri en nú og er Norðlenska aðalstyrktaraðili mótsins. Keppendum verður boðið í grillveislu á laugardagskvöldið í samstarfi við Vídalín veitingar.
27.ágú. 2014 - 12:00

Merkilegt myndskeið af atburðarrásinni í Bárðarbungu

Myndskeið sem Einar Hjörleifsson útbjó og sýnir vöxt kvikugangsins norður í átt að Öskju hefur vakið athygli en það var fyrst birt í Kvennablaðinu. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir að kvikugangurinn sé 1,1 til 4,1, metri að þykkt. En það er nokkuð algeng þykkt á berggöngum á Íslandi.
27.ágú. 2014 - 11:00

Býst við að vantrauststillaga á Hönnu Birnu verði felld

Þingmaður Framsóknarflokksins segir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur njóta trausts þingflokksins og á von á því að vantrauststillaga gegn henni verði felld. Þingflokkur Pírata hafa boðað vantrauststillögu í upphafi þings.
27.ágú. 2014 - 10:10

Ótrúleg lífsgleði dauðvona barna og ungmenna: Myndband

Þau þjást öll af sjúkdómum sem munu á endanum verða þeim að bana langt fyrir aldur fram. En það er ekki bara sorg og þjáningar sem börnin og ungmenninn sýna í gegnum lífið. Þau kunna að gleðjast og skemmta sér og nú hafa þau búið til sannkallað gleðimyndband þar sem lífsgleðin og kátínan skín í gegn.
27.ágú. 2014 - 09:00

Harkaleg bílavelta í Reykjarfirði: MYNDIR

Pallbíll með fimm manns innanborð fór út af veginum norðan við Djúpuvík á Ströndum um tíu leytið í gærmorgun. Fór bílinn tvær til þrjár veltur áður en hann lenti á hjólunum í sjónum. Atvikið átti sér stað innan við Naustvík eða við Selvík en þar er bæði blindhæð og beygja í veginum.
27.ágú. 2014 - 09:00 Sigurður Elvar

Louis van Gaal biður stuðningsmenn um þolinmæði eftir 4-0 tapleik gegn MK Dons

Louis van Gaal knattspyrnustjóri Manchester United á Englandi hefur ekki fengið óskabyrjun á tímabilinu en stórliðið var niðurlægt á útivelli í gær í deildabikarkeppninni gegn MK Dons sem leikur í þriðju efstu deild. Lokatölur leiksins voru 4-0 fyrir MK Dons hét áður Wimbledon og lék Hermann Hreiðarsson m.a. með liðinu.
27.ágú. 2014 - 08:00

Skjálftavirkni hefur aukist: Stærsti skjálfti í Öskju síðan 1992

Rétt eftir miðnætti varð skjálfti í öskju Bárðarbungu, 5,3 að stærð. Hálftíma síðar jókst virkni mjög við enda berggangsins sem heldur áfram að skreiðast í norðurátt.
26.ágú. 2014 - 22:00

Er deyfð yfir kynlífinu? Þá er ekki úr vegi að fara að hjóla reglulega

Fólk sem hjólar til og frá vinnu segist vera hamingjusamara og afkastameira en þegar það notar aðra samgöngumáta til að fara í og úr vinnu. Margir hjólreiðamenn segja einnig að kynlíf þeirra hafi batnað eftir að þeir fóru að stunda reglulegar hjólreiðar.
26.ágú. 2014 - 21:00

Létti sig um 57 kíló svo brúðguminn gæti borið hana yfir þröskuldinn

Þegar verðandi eiginmaður hennar gat með engu móti borið hana yfir þröskuldinn á heimili þeirra, vissi Grace að hún þyrfti að snúa við blaðinu. Atvikið varð til þess að Grace ákvað að fresta brúðkaupinu þar til hún væri búin að grenna sig. Hún gat ekki hugsað sér að nýbakaður eiginmaður sinn gæti ekki borið hana yfir þröskuldinn.
26.ágú. 2014 - 20:00

Offita íslenskra barna og hlutverk foreldra: „Ábyrgðin er að stærstum hluta hjá foreldrunum“

Hanna Björk Halldórsdóttir ,,Við erum á smá afneitunarstigi varðandi þetta málefni. Þetta er gríðarlega viðkvæmt mál fyrir marga foreldra “, segir Hanna Björk Halldórsdóttir íþróttafræðingur en hún útskrifaðist með BSc gráðu frá Háskólanum í Reykjavík í vor. Í lokaverkefni sínu tók hún fyrir hlutverk foreldra þegar kemur að offitu barna og eins hvað væri verið að gera hér á landi til að spyrna við þróun offituvandans. Hún segir niðurstöðurnar vera áhyggjuefni en þær hafi þó ekki komið sér á óvart.

26.ágú. 2014 - 19:28

Þriggja leitað í Raufarhólshelli

Á myndinni má sjá innganginn við Raufarhólshelli Björgunarsveitir í Árnessýslu voru kallaðar út rétt fyrir klukkan 18.00 til leitar að þremur manneskjum sem hafa ekki skilað sér eftir ferð í Raufarhólshelli. Var von á þeim úr ferðinni klukkan 14.00 í dag. Bíll þeirra er við hellinn en ekki hefur náðst samband við þær síðan á þriðja tímanum í dag. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu.
26.ágú. 2014 - 19:15

Hanna Birna segist hafa hreina samvisku: Hef gert mörg pólitísk mistök í þessu máli

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra kveðst ekki tilbúin að lýsa því yfir, að hún muni sitja út kjörtímabilið. „Ég hef hreinlega ekki tekið ákvörðun um það á þessum tímapunkti,“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld.
26.ágú. 2014 - 18:55

Ólafur Stephensen hættur sem ritstjóri Fréttablaðsins: Þrengt að sjálfstæði ritstjóra

„Ég undirritaður hef falið lögmanni mínum að tilkynna Sævari Frey Þráinssyni, forstjóra 365 miðla, að ég líti svo á að ráðningarsamningi mínum við 365 miðla hafi verið rift og ég sé óbundinn af honum. Boð um breytt starf hjá fyrirtækinu, sem átti að fylgja ritstjóratitill, fól engu að síður í sér verulega breytingu á verkefnum mínum, starfsskyldum og ábyrgð. Ráðning tveggja nýrra ritstjóra felur það sama í sér.“ Þannig hefst yfirlýsing sem Ólafur Þ. Stephensen hefur sent frá sér, en hann hefur verið ritstjóri Fréttablaðsins undanfarin ár.
26.ágú. 2014 - 18:00

Fjársjóðsleit í miðbænum um helgina: Fjölmargir duttu í lukkupottinn

Það var svo sannarlega handagangur í öskjunni í miðborg Reykjavíkur um helgina þegar fjöldi manns freistaðist þess að finna listaverk eftir listamanninn Pure Evil á götum úti. Eins og fram kom í frétt Pressunnar á föstudag framkvæmdi listamaðurinn þann gjörning að fela verk eftir sig víða um miðborgina og máttu fundvísir vegfarendur eiga verkin.
26.ágú. 2014 - 16:20

Með börnin í vanbúnum bílaleigubíl uppi á jökli: „Ég er kannski að gera eitthvað sem ég ætti ekki að vera að gera“

„Mér brá hreinlega að sjá fólk langt upp á jöklinum á bílaleigubíl. Fjölskyldufaðirinn hafði á einhvern hátt tekist að spóla sig inn á jökulinn“, segir Arngrímur Hermannsson sem segist hafa verið furðulostinn þegar hann mætti ferðamönnum uppi á jöklinum. „Hann var bara á lakkskónum. Hún var með eitt barn á bakinu og heldur í höndina á hinu barninu og pabbinn heldur á hinu barninu. Ég spurði nú hvað hann væri að gera þarna og þá svaraði hann: „Ég er kannski að gera eitthvað sem ég ætti ekki að vera að gera“.
26.ágú. 2014 - 14:44

Rödd Kristins R. mun ekki lengur hljóma í Síðdegisútvarpinu: „Ég er ekki reiður, ég er frekar leiður“

Kristinn R. Ólafsson hefur verið hluti af Síðegisútvarpinu um langa hríð og landsmönnum kunnur fyrir pistla sína frá Spáni. „Ég er ekki beinlínis reiður. Ég er frekar leiður en tek þessu með stóískri ró í bili,“ segir Kristinn um ákvörðun ráðamanna Ríkisútvarpsins um að hætta að kaupa pistla hans í Síðdegisútvarpið.

26.ágú. 2014 - 14:15

Vissir þú af samtölum aðstoðarmanna þinna við lögreglustjóra?

Umboðsmaður Alþingis vill vita hvort Hanna Birna Kristjánsdóttir hafi vitað af samtölum aðstoðarmanna hennar við lögreglustjóra, þar sem hann er hvattur til að hafna öllu því sem fram kom í frétt DV um meint afskipti hennar af lekamálinu. Þá vill umboðsmaður fá að vita hvort hún telji þessi samtöl samrýmast þeirri stöðu sem þeir höfðu,  í ljósi þess að aðstoðarmennirnir höfðu réttarstöðu grunaðs í málinu.
26.ágú. 2014 - 13:30

Mynd dagsins: Ný tegund af undarlegum gráðugum möðkum finnst í Þingholtunum - Hoppa, skoppa og dansa

Mynd dagsins að þessu sinni er af einkennilegum möðkum sem fundust í safnhaug í Reykjavík. Þeir eru kvikir í hreyfingum og hálir sem álar. Á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands segir a um svokallaða slöngumaðka sé að ræða. Upprunaleg heimkynni þeirra ná frá Austur-Asíu til Eyjaálfu. Til eru margar tegundir af slöngumöðkum en þekktastur er risavaxki maðurinn í Ástralíu 'Gigant Gippsland earthworm' (Megascolides australis) sem getur orðið allt á þriggja metra langur.
26.ágú. 2014 - 12:03

Svona voru samskipti Hönnu Birnu við lögreglustjóra

Í bréfi umboðsmanns Alþingis til Hönnu Birnu Kristjánsdóttur lýsir Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, ítarlega samskiptum sínum við ráðherra í tengslum við rannsókn lekamálsins. Þar kemur meðal annars fram að Hanna Birna gerði harðorðar athugasemdir við vinnubrögð lögreglu og að aðstoðarmenn hennar hafi þrýst á um að Stefán sendi frá sér yfirlýsingu og hafnaði öllu eftir að DV birti frétt um meint afskipti ráðherra. Þá mun ráðherra hafa sagt við Stefán að í hennar huga þyrfti, þegar málinu væri lokið, að rannsaka þyrfti rannsókn lögreglu og ríkissaksóknara.


26.ágú. 2014 - 11:46

Hanna Birna ósátt við vinnubrögð umboðsmanns: Íhugar að hætta í stjórnmálum

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna bréfs sem henni barst frá umboðsmanni Alþingis í gær. Hanna Birna er ósátt við vinnubrögð umboðsmanns og segir ekkert nýtt koma fram í bréfinu um hvort hún hafi reynt að hafa áhrif á málið. Framsetning og vinnubrögð umboðsmanns í málinu eru að hennar mati ekkert betra en þeirra blaðamanna sem um málið hafa fjallað. Jafnframt ætlar ráðherrann á næstu misserum að taka persónulega ákvörðun í samráði við fjölskyldu sína um hvort hún hætti í stjórnmálum.

26.ágú. 2014 - 11:00

10 goðsagnir um flugferðir sem er gott að vita

Í mörg ár hefur flugfarþegum verið sagt að slökkva á raftækjum sínum fyrir flugtak og lendingu því símarnir, spjaldtölvurnar og tölvurnar gætu truflað flugleiðsögutæki flugvélanna. En frá og með deginum í dag mega farþegar Qantas og Virgin Australia nota raftæki sín í flugtaki og lendingu og þar með er endi bundinn á goðsögnina um að notkunin geti truflað flugleiðsögutæki vélanna. Hér verður farið yfir nokkrar aðrar goðsagnir sem tengjast flugi og hvort þær eigi við rök að styðjast eður ei.
26.ágú. 2014 - 10:00

Vara við skipulögðum Lego-glæpum

Glæpagengi víða um heim hafa nú snúið sér að nýjum verkefnum sem fela í sér þjófnað á arðbærum og næstum því órekjanlegum munum, Lego-kubbum. Ákveðnar tegundir af Lego seljast fyrir mörg hundruð þúsund á netinu og það hefur ekki farið framhjá afbrotamönnum í leit að skjótfengnum gróða.
26.ágú. 2014 - 09:00

Síðasti leiðari Ólafs? Skrifar beitta ádeilu um afskipti eigenda af fréttaflutningi

Eigandi sem vill hafa áhrif á ritstjórn fjölmiðils þarf hvorki að láta lagabókstaf né siðareglur stöðva sig, segir Ólafur Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins í leiðara í dag. Leiðarinn verður vart túlkaður öðruvísi en skot á yfirboðara hans hjá 365.
26.ágú. 2014 - 08:43 Sigurður Elvar

Verður Ángel di María bjargvættur Man Utd? – keyptur fyrir metfé

Manchester United gekk í gær frá kaupunum á argentínska landsliðsmanninum Ángel di María sem hefur verið í herbúðum Real Madrid á Spáni Manchester United gekk í gær frá kaupunum á argentínska landsliðsmanninum Ángel di María sem hefur verið í herbúðum Real Madrid á Spáni. Kaupverðið er 11,6 milljarðar kr. eða 60 miljónir punda og er þetta hæsta upphæð sem breskt knatttspyrnulið hefur greitt fyrir leikmann.
26.ágú. 2014 - 08:03

Stærsti skjálftinn frá því að hrinan hófst: 5,7 að stærð

Ekkert hefur dregið úr skjálftavirkni í nótt. Mest virkni er við enda berggangsins norður úr Dyngjujökli. Gangurinn er nú kominn um 10 kílómetra norður fyrir jökuljaðarinn. Hann er því orðinn nærri 40 kílómetra langur og á aðeins um 15 kílómetra eftir að Öskju.
25.ágú. 2014 - 22:00

Prestur um orðræðuna: Finnst svolítið eins og ég sé starfandi í klámiðnaðinum

„Aldrei hefði mig grunað þegar ég lauk guðfræðiprófi fyrir um áratug síðan með kandidatsritgerð um samskipti Jesú við samversku konuna sem hann leysti úr ánauð fordóma og kynjamisrétti, að þegar ég færi út í starf sem prestur ætti mér stundum eftir að líða eins og ég ynni í klámiðnaðinum.“
25.ágú. 2014 - 20:25

Fór að tína sveppi en fann mannshöfuð

Evelina Anderson var ekki lítið brugðið þegar hún uppgvötvaði mannshöfuð á göngutúr sínum Par sem fór með hundinn sinn út á akur til að viðra hundinn og leita að sveppum brá mikið í brún þegar þau fundu mannshöfuð liggjandi á akrinum og ekki fjarri höfðinu voru fleiri líkamsleifar en líkið virðist hafa verið hlutað niður og var ekki búið að liggja mjög lengi þegar það fannst.
25.ágú. 2014 - 19:30

Myndir frá tímum Cabarets í Berlín: Fjörið dunaði í vaxandi skugga Hitlers

Nú er minnst upphafs fyrri heimsstyrjaldar, sem hafði í för með sér hræðilegar hörmungar fyrir þau ríki sem tóku þátt í henni. Eftir stríðið voru mörg þeirra lengi að jafna sig, sem sem Þýskaland þar sem fyrst ríkti óðaverðbólga, en síðan kom kreppan mikla um 1930 mjög hart niður á Þjóðverjum.
25.ágú. 2014 - 18:30

Fimm stúlkur ákærðar fyrir líkamsárás

Lögreglustjórinn á höfuðborgarssvæðinu hefur gefið út ákæru á hendur fimm stúlkum á aldrinum 19 til 21 árs fyrir líkamsárás. Er þeim gefið að sök að hafa í mars í fyrra ráðist að 18 ára gamalli stúlku á skemmtistað í Reykjavík.
24.ágú. 2014 - 18:00

Tilkynnt um meiriháttar utanvegaakstur um helgina: Myndir

Myndir/Lögreglan á Hvolsvelli Lögreglunni á Hvolsvelli var tilkynnt um meiriháttar utanvegaakstur um helgina. Um er að ræða svæði við Löðmundarvatn, skammt frá Landmannahelli en landvörður á svæðinu kom að landsvæðinu í þessu ástandi.
25.ágú. 2014 - 16:51 Sigurður Elvar

Mario Balotelli samdi við Liverpool – mistök að hafa yfirgefið England

Mario Balotelli skrifaði í dag undir samning hjá enska knattspyrnuliðinu Liverpool sem kaupir ítalska framherjann frá AC Milan á Ítalíu fyrir 3 milljarða kr. eða 16 milljónir punda. Balotelli þekkir vel til á Englandi en hann lék áður með Englandsmeistaraliði Manchester City.
25.ágú. 2014 - 16:12 Sigurður Elvar

Þessar íþróttamyndir báru af að mati Getty

Að venju hefur verið mikið um að vera í íþróttalífinu í Evrópu í síðustu viku og margir stórviðburðir í gangi. Ljósmyndarar Getty eru á þeim flestum og hér fyrir neðan má sjá þær myndir sem báru af að þeirra mati.
25.ágú. 2014 - 16:00

Þetta á sér stað í maganum á þér þegar snæðir McDonalds

Hópur vísindamenn tók sig nýlega til og rannsakaði það sem fram fer í meltingarvegi manneskju eftir að hún hefur innbyrt einn slíkan. Herlegheitunum var deilt á Youtube en óhætt er að segja að það sem fyrir augu ber er ekki við hæfi þeirra klígjugjörnu.
25.ágú. 2014 - 14:23

Meiriháttar uppstokkun á 365 – Mikael látinn víkja

Mikael Torfasyni hefur verið sagt upp störfum hjá 365 Miðlum, en hann hefur undanfarið stýrt öllum fréttaflutningi blaðsins. Starfsmannafundur stendur nú yfir í höfuðstöðvum 365.

25.ágú. 2014 - 14:00

Ísfötuáskorunin slær í gegn: 10 valin myndbönd

Fjölmargir einstaklingar og fyrirtæki hér heima og erlendis hafa tekið hinni svokölluðu ALS ísfötuáskorun en með henni er verið að vekja athygli á hreyfitaugungahrörnun sem einnig er þekkt sem MND-sjúkdómur eða ALS sem einkennist af minnkandi styrk vöðva og rýrnun þeirra.Gengur áskorunin út á það að viðkomandi hellir yfir sig fötu af ísköldu vatni áður en hann skorar á að minnsta kosti tvo einstaklinga að gera slíkt hið sama - eða þá gefa fé til góðgerðarmála. Einnig er leyfilegt að gera bæði. Eru herlegheitin síðan tekin upp á myndband og dreift á samfélagsmiðlum.  

25.ágú. 2014 - 13:00

EVE Online varð fyrir barðinu á tölvuþrjótum

Tölvuþrjótar náðu að lama fjóra stóra tölvuleiki sem eru spilaðir á netinu um helgina þannig að notendur þeirra gátu ekki skráð sig inn til að spila en þeir skipta milljónum. Meðal þeirra sem urðu fyrir barðinu á þeim var EVE Online sem íslenska fyrirtækið CCP stendur fyrir. Auk þess náðu þrjótarnir að láta flugvél með einum af æðstu mönnum Sony innanborðs snúa við og tefja för hans töluvert.
25.ágú. 2014 - 13:00

Reyndi að lokka sjö ára dreng upp í bíl

Síðdegis í gær reyndi karlmaður á miðjum aldri að lokka sjö ára dreng inn í bíl til sín í Breiðuvík í Grafarvogi. Freistaði maðurinn drengnum með sælgæti en drengurinn er nemandi á yngsta stigi í Kelduskóla í Vík.
25.ágú. 2014 - 12:20

Órói í Bárðarbungu: Þrír möguleikar taldir líklegastir

Skjálftavirkni er enn mjög mikil í Bárðarbungu en rúmlega 700 skjálftar hafa mælst frá miðnætti. Þetta kom fram á fundi vísindaráðs sem haldin var klukkan 10 í morgun en hann sátu vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans ásamt fulltrúum frá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. Fram kom að virknin þokast áfram til norðurs og er að mestu á 10 kílómetra löngu bili, með miðju undir jökuljaðrinum.
25.ágú. 2014 - 12:00

Mynd dagsins: „Stórglæsilegur árangur hjá glæsilegum manni; Við erum ákaflega stolt af Stefáni

Að setja sér markmið og standa við það getur oft verið erfitt. Sumir setja sér stór markmið, en þá er mikilvægt að hluta markmiðin niður til þess að halda sér vel við efnið.


25.ágú. 2014 - 11:00

Almar ráðinn framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins

Almar Guðmundsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins (SI). Hann tekur við af Kristrúnu Heimisdóttur sem sagði óvænt af sér á dögunum.
25.ágú. 2014 - 10:27 Sigurður Elvar

Íslenskur sundþjálfari fagnaði tveimur gullverðlaunum á EM í sundi

Danir eru í hæstu hæðum yfir árangri sundfólks þeirra á Evrópumeistaramótinu sem lauk í gær. Árangur Dana er sá besti frá upphafi á EM, sex gullverðlaun, eitt silfur og tvö bronsverðlaun. Íslenski sundþjálfarinn Eyleifur Ísak Jóhannesson fagnaði tveimur Evrópumeistaratitlum í Berlín en Viktor Bromer vann til gullverðlauna í 200 metra flugsundi og Mie Nielsen vann gullverðlaun í 100 metra baksundi.
25.ágú. 2014 - 10:00

10 góð ráð sem allir foreldrar ættu að vita nú þegar grunnskólinn er að byrja

Um fjörutíu þúsund börn hefja um þessar mundir skólaárið í grunnskólum landsins. Fjöldi barna er að stíga sín fyrstu skref í umferðinni og vill Samgöngustofa brýna fyrir fólki að kenna börnum á umferðina.
25.ágú. 2014 - 09:00

Samfélagsmiðlar valda fleiri skilnuðum

Stöðufærslur, ,,like" og myndir af kvöldmatnum á Facebook geta verið hættulegar fyrir sambandið við makann. Niðurstöður nýrrar rannsóknar vísindamanna við Boston University sýna að samfélagsmiðlar ógna samböndum fólks.
25.ágú. 2014 - 08:00

Líkamsárás í Breiðholti: Börðu mann og rændu

Þónokkur erill var hjá lögreglunni í Reykjavík í nótt. Töluvert var um líkamsárásir og ölvunarlæti og þá var tilkynt um þrjú innbrot. Allar fangageymslur voru fullar og var þar af einn sem gisti þar að eigin ósk. Rétt fyrir klukkan níu í gærkvöldi var tilkynnt um líkamsárás í Breiðholti en þar réðust þrír menn á karlmann þar sem hann stóð við bifreið sína. 
24.ágú. 2014 - 22:30

Miðjubörnin bera af: „Þú klagaðir ekki eldri systur þína og þagðir þegar litli bróðir þinn braut diska móður ykkar“

Oft er talað um miðjubörnin í systkinahópnum sem ,,gleymdu börnin“. Hlutverk miðjubarnsins hefur oft á tíðum ekki þótt eftirsóknarvert þar sem að umrædd börn eru hvorki elst né yngst og þurfa að leggja mikið á sig svo eftir þeim sé tekið.
24.ágú. 2014 - 21:27

Richard Attenborough látinn

Leikarinn Richard Attenborough er látinn, níræður að aðldri. Sonur hans hefur staðfest andlát hans. Hann sagði í samtali við BBC að Attenborough hafi látist í hádeginu í dag, sunnudag.

24.ágú. 2014 - 20:30

Sakaði eiginmanninn um að hafa náð í barnaklám á netið en gerði það sjálf

Kona hefur verið sakfelld fyrir að hafa reynt að koma sök á eiginmann sinn með því að hlaða barnaklámi niður í heimilistölvu fjölskyldunnar og kenna síðan eiginmanninum um. Hún fór síðan með tölvuna til lögreglunnar en féll á eigin bragði.
24.ágú. 2014 - 19:30 Sigurður Elvar

Þjálfari ÍBV laumaði krabba í skóinn hjá leikmanni – sjáðu viðbrögðin

Agnar Bragi Bragason leikmaður knattspyrnuliðs ÍBV leikur aðalhlutverkið í myndbandinu sem er hér fyrir neðan. Það var tekið fyrir æfingu liðsins og fékk Agnar Bragi leynigest í knattspyrnuskóinn sem hann hafði hug á að fara í.
24.ágú. 2014 - 18:30

Vigdís: Matarskatturinn ekki hækkaður á sama tíma og bótakerfið er flækt

Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, segist alfarið á móti því að hækka matarskatt á sama tíma og bótakerfið verði flækt. Hún hefur skipt um skoðun varðandi skattlagningu á ferðaþjónustu og vill nú að sú grein greiði meira í ríkissjóð.

Sigurvin Ólafsson
Sigurvin Ólafsson - 15.8.2014
Slæm Lýsing
Aðsend grein
Aðsend grein - 15.8.2014
Virðing og samfélagsleg auðgun
Sigurður G. Guðjónsson
Sigurður G. Guðjónsson - 26.8.2014
Maðurinn með hattinn, hann á engan aur
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 23.8.2014
Skylda til tilkynningar um hljóðritun
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 16.8.2014
Örlagasögur af Íslandi sagðar erlendis
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 14.8.2014
Þöggun leiðir til fordóma
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson - 22.8.2014
Hvaðan eru upplýsingar DV?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 15.8.2014
Athugasemdir við fyrirlestra mína
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 22.8.2014
Breyting sem bitnar á þeim tekjulægstu
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 23.8.2014
Blómið í hóffarinu
Þórhallur Heimisson
Þórhallur Heimisson - 14.8.2014
Kristin talnaspeki: Talan tveir
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 19.8.2014
Þessu óréttlæti verður að linna
Fleiri pressupennar