21. des. 2009 - 14:00

12. apríl 2029: Það verður tæpt að loftsteinninn Apophis rekist á jörðina - MYNDBAND

Þann 12. apríl 2029 fer loftsteinninn Apophis rétt framhjá jörðinni...vonandi.  NASA hefur nú útbúið myndband sem sýnir hversu tæpt það verður að lofsteinninn rekist á jörðina með skelfilegum afleiðingum.

Það er óhjákvæmilegt að lofsteinn mun fyrr eða síðar rekast á jörðina rétt eins og gerðist í Siberíu árið 1908. Vísindamenn hafa um langt skeið fylgst með loftsteinum úti í geimnum sem jörðinni stafar möguleg hætta af. Stærsta hættan sem fundist hefur er lofsteinninn Apophis sem er 300 metra breiður. Rekist hann á jörðina verður sprenging sem jafngildir 880.000 megatonnum eða 60.000 sinnum kjarnorkusprengjan sem sprengd var yfir Hiroshima við lok síðari heimsstyrjaldar.

Falli hann beint í hafið gætu orðið gríðarlegar flóðbylgjur sem myndu breiðast yfir mörg þúsund kílómetra svæði.

Útreikningar vísindamanna benda til að líkurnar á að Apophis rekist á jörðina 2029 séu 1:250.000 en það er aðeins hársbreidd á mælikvarða geimsins.

Sleppi jörðin þá segja vísindamenn að líkurnar á að Apophis rekist á jörðina næst þegar hann kemur verði enn meiri.

Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, hefur nú útbúið myndband sem sýnir frá sjónarhorni loftsteinsins hversu nálægt jörðinni hann fer í apríl 2029.  Það má sjá hér að neðan.

 

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt sem á heima á Pressunni?
Sendu okkur póst á pressan@pressan.is - Fyllsta trúnaðar gætt, sé hans krafist.24.des. 2009 - 17:30

Jólakveðja Pressunnar: Gleðilega jólahátíð kæru landsmenn, nær og fjær!

Pressan færir lesendum sínum og landsmönnum öllum bestu jólakveðjur og vonar að gleði, kærleikur og hamingjan muni ríkja á heimilum landsmanna um hátíðirnar.
24.des. 2009 - 15:00

Af hverju telja Íslendingar aðfangadagskvöld helgast en ekki jóladaginn?

Runninn er upp aðfangadagur jóla; jólahátíðin gengur senn í garð. En spyrja má: Hvers vegna er hátíðleikinn hvað mestur á Íslandi á aðfangadagskvöld, þegar hátíðarmatur er fram reiddur og gjafirnar opnaðar í faðmi fjölskyldunnar, þegar flestar aðrar þjóðir telja sjálfan jóladaginn helgastan allra daga?
24.des. 2009 - 13:30

Bandaríkjaforseti vinnur stórsigur á heimavelli: Frumvarp um heilsutryggingar samþykkt

Barack Obama Bandaríkjaforseti vann pólitískan stórsigur nú fyrir stundu er bandaríska öldungadeildin (e. senate) samþykkti lokaútgáfu hins umdeilda frumvarps forsetans um heilsutryggingar og almennar umbætur á á heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna.
24.des. 2009 - 13:10

Veikindi gera ekki boð á undan sér: Vaktþjónusta lækna yfir hátíðarnar

Veikindi gera ekki boð á undan sér, hvorki á helgum dögum né á öðrum tímum. Hér fyrir neðan er að finna upplýsingar um vaktþjónustu lækna á höfuðborgarsvæðinu yfir hátíðirnar.
24.des. 2009 - 12:20

Búist við mikilli umferð við kirkjugarða borgarinnar í dag: Lögreglan greiðir fyrir

Búast má við talsverðri umferð við kirkjugarða á höfuðborgarsvæðinu í dag, aðfangadag. Lögreglan mun fylgjast sérstaklega með umferð við Fossvogskirkjugarð og Gufuneskirkjugarð og greiða fyrir umferð eins og hægt er.
24.des. 2009 - 11:55

Lögreglumenn láta gott af sér leiða: Styrkja Hjálpræðisherinn og Samhjálp

Landssamband lögreglumanna hefur fært dagsetri Hjálpræðishersins við Eyjaslóð og kaffistofu Samhjálpar við Borgartún veglega styrki en báðir aðilar fá 250 þúsund krónur í sinn hlut og koma peningarnir úr Líknar- og hjálparsjóði Landssambandsins.
24.des. 2009 - 10:00

Raforkunotkun á höfuðborgarsvæðinu: Flyst álagstoppurinn til kvölds?

Hellisheiðarvirkjun. Svo gæti farið nú í ár, að hámark raforkunotkunar á höfuðborgarsvæðinu færist aftur yfir á aðfangadag jóla. Um nokkurra ára skeið hefur orkunotkunin verið mest fyrri hluta desembermánaðar, áður en fer að draga úr umsvifum í framleiðslu og þjónustu vegna hátíðanna. Þann 9. desember í fyrra fór aflþörfin á höfuðborgarsvæðinu í 213 megavött, sem er mesta raforkunotkun sem þar hefur mælst frá upphafi. Afltoppurinn á aðfangadagskvöld 2008 nam hinsvegar 203 megavöttum.
24.des. 2009 - 08:00

Björn: Fréttablaðið og DV sverta Bjarna með dylgjum og Egill hoppar um borð með rógsliðinu

Björn Bjarnason, fyrrverandi mennta- og dómsmálaráðherra, gagnrýnir harðlega leiðara Björns Þór Sigbjörnssonar í Fréttablaðinu í gær, og segir ljóst að blaðið hafi ákveðið að feta í fótspor DV og sverta Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, með dylgjum. Hann sakar sjónvarpsmanninn Egil Helgason jafnframt um að hoppa um borð með rógsliðinu.
23.des. 2009 - 22:30

Hátíðlegur blær yfir Ísafirði og jólasnjórinn farinn að láta á sér kræla - Myndir

Fjölmenni tók þátt í friðargöngunni sem endaði á Silfurtorginu Kaupmenn á Ísafirði eru almennt mjög ánægðir með jólaverslunina þetta árið og telja þeir að fleiri kjósi að versla í heimabyggð nú en síðustu ár. Jólasnjórinn lét á sér bera þegar líða tók á Þorláksmessukvöld en slæmu veðri er spáð á aðfangadag.
23.des. 2009 - 21:45

Tíkin sem sippar og fer kollhnís vann þýsku hæfileikakeppnina - Myndband

Tíkin Prima Donna og eigandi hennar Yvo Antoni sigurðu í þýsku hæfileikakeppninni Das Supertalent. Prima Donna sippaði með Yvo, klifraði upp fætur hans, og fór kollhnís, auk þess að sýna fleiri kúnstir, í úrslitaþættinum.
23.des. 2009 - 21:00

Fjöldi í skötuveislu á Borgarfirði eystra: Húsmæðrum hlíft við lyktinni - MYNDIR

Kalli Sveins, lengst til vinstri, bætir við mat. Um 150 manns mættu í árlega skötuveislu hjá Karli Sveinssyni, útgerðarmanni á Borgarfirði eystra, í hádeginu í dag. Karl, sem heimamenn kalla Kalla Sveins, segist hafa byrjað að halda skötuveislu til að hlífa húsmæðrum við lyktinni.
23.des. 2009 - 20:10

Óvenjulegt árásarvopn: Dæmdur fyrir hættulega líkamsárás með hækju

Frá Akureyri Karlmaður á Akureyri var í dag dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að berja annan í höfuðið með hækju. Upptaka úr öryggismyndavél skipti sköpum í dómnum.
23.des. 2009 - 19:20

Reynir Traustason: Illa komið fyrir íslenskum fjölmiðlum ef Eiður vinnur málið

Reynir Traustason, ritstjóri DV, lítur á málssókn Eiðs Smára Guðjohnsen, knattspyrnumanns, gegn blaðinu sem prófmál um hvort fjölmiðlar getu upplýst almenning um það sem gerðist áður en efnahagur landsins hrundi. Illa sé komið fyrir íslenskum fjölmiðlum komið vinni knattspyrnumaðurinn málið.
23.des. 2009 - 18:37

Vísindamaður: Það er ekki fræðilegur möguleiki að englar geti flogið

Prófessor í líffræði við Háskólann í Lundúnum segir ekki fræðilegan möguleika á að englar, eins og þeir hafa verið teiknaðir í tímans rás, geti flogið. Engu máli skipti hvaða tækni þeir noti til að fljúga.
23.des. 2009 - 17:35

Jólakjötið að verða uppselt: Gríðarlega mikið selt seinustu daga

Starfmenn Norðlenska með seinustu hangikjötslærin sem tekin voru úr reykofninum í byrjun vikunnar. Jólakjöt kjötiðnaðarfyrirtækisins Norðlenska er að verða uppselt í verslunum. Hangikjöt og hamborgarahryggir eru sem fyrr vinsælir á jólaborðum Íslendinga.
23.des. 2009 - 16:44

Eiður Smári stefnir starfsmönnum DV og fer fram á þyngstu mögulegu refsingu

Eiður Smári Guðjohnsen, landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður Mónakó, hefur stefnt ritstjórum og blaðamanni DV fyrir að greina frá miklum lántökum hans hjá íslensku bönkunum og fjárfestingum hans sem tengdust íslensku útrásinni. Í stefnunni er farið fram á að þeir verði "látnir sæta þyngstu refsingar sem lög leyfa."
23.des. 2009 - 16:10

Hundaræktandi dæmdur til að endurgreiða gallaðan hvolp: Bauð annan en kom ekki með hann

Íslenskur hundaræktandi hefur verið dæmdur til að endurgreiða hund sem hann seldi því aflífa þurfti hundinn síðar vegna nýrnagalla. Dómurinn taldi að þótt í kaupsamningnum væru ákvæði um að ekki þyrfti að endurgreiða gallaðan hvolp hefði seljandinn fallist á ábyrgð sína með að bjóða nýjan hund þegar sá fyrri var aflífaður. Þann hund afhenti hann ekki.
23.des. 2009 - 15:16

16 ára piltur: Þóttist vera stelpa á Facebook og misnotaði 30 jafn gamla drengi

Sextán ára bandarískur piltur plataði 30 drengi til að senda sér nektarmyndir af sjálfum sér í gegnum Facebook. Hann þóttist sjálfur vera stúlka og reyndi svo að kúga fórnarlömbin með því að hóta að birta myndirnar ef þeir sinntu honum ekki kynferðislega.
23.des. 2009 - 14:35

Misskildi anda jólanna: Dulbjó sig sem jólasvein og framdi bankarán um hábjartan dag

Bankaræningi dulbúinn sem jólasveinn framdi bankarán í útíbúi Sun Trust í Arizona fylki Bandaríkjanna. Hann kom inn í útibúið klæddur jólasveinabúningi með skeggi og öllu tilheyrandi. Hann sagðist þurfa pening til að greiða álfunum sínum.
23.des. 2009 - 13:29

Siggi Stormur spáir kulda og hvassviðri á aðfangadag - Víða verður ekkert ferðaveður

Íslendingar munu upplifa bæði hvít og rauð jól, allt eftir því hvar þeir verða staddir.  Hávaðarok verður á vestan og norðanverðu landinu á aðfangadag og hvetur Sigurður Þ Ragnarson þá sem ætla sér að keyra á norður eða vestur hluta landsins að drífa sig af stað í dag.
23.des. 2009 - 12:45

Leikhúsmiðar eru greinilega vinsæl jólagjöf - Borgarleikhúsið aldrei selt fleiri gjafakort

Í desember hefur Borgarleikhúsið selt 15.000 gjafakort í leikhúsið en í gær seldust samtals 2.500 kort og hafa aldrei farið fleiri á einum degi. Aðsóknin í leikhúsið hefur aldrei verið meiri en á liðnu ári en áskriftarkortasalan hafði nú í haust 20 faldast á rúmu ári.
23.des. 2009 - 11:35

Undarlegur brotamaður: Lyktar af afturenda verslunarfólks - Myndband

Brotamaðurinn býr sig undir að beygja sig. Lögregla leitar nú manns vegna þess sem yfirvöld kalla ,,undarlegs kynferðisafbrots". Maðurinn lyktaði ítrekað af afturenda starfsfólks í ónefndri verslun í Englandi. Á myndbandi sem lögregla sendi frá sér sést maðurinn lykta í ein 20 skipti af afturendum tveggja starfsmanna.
23.des. 2009 - 11:34

Formúlan lifnar við: Michael Schumacher snýr aftur og ekur fyrir Mercedes

Sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1, Michael Schumacher, hefur skrifað undir samning um að keyra fyrir keppnislið Merchedes á næsta ári. Hann hætti keppni árið 2006. Fréttirnar gleðja lítt forráðamenn Ferrari, þar sem Schumacher ók áður, og hafa löngum barist hatramlega við Mercedes.
23.des. 2009 - 10:15

Iceland Express hyggst bjóða landsmönnum flug á slóðir Vestur-Íslendinga í Kanada

Flugfélagið Iceland Express hefur ákveðið að hefja áætlunarflug til borgarinnar Winnipeg í Manitoba fylki í Kanada næsta sumar. Hyggst flugfélagið fljúga tvisvar í viku frá og með júní byrjun. Þjóðræknisfélag Íslendinga hefur lýst mikilli gleði yfir framtakinu.
23.des. 2009 - 09:38

Kynntist dóttur sinni eftir að hún var orðin fullorðin og eignaðist með henni tvö börn

43 ára gamall Breti hefur verið dæmdur í 9 mánaða fangelsi fyrir að eignast tvö börn með dóttur sinni. Ekki var þó um kynferðislega misnotkun að ræða í hefðbundnum skilningi, því feðginin kynnstust eftir að dóttirin var orðin fullorðin.
23.des. 2009 - 08:57

Fyrrverandi bæjarstjóri Álftaness krefst milljóna króna þrátt fyrir stöðu sveitarfélagsins

Fyrrverandi bæjarstjór sveitarfélagsins Álftaness, Sigurður Magnússon, krefst þess að fá átta mánaða biðlaun greidd. Segir hann engan vafa leika á lögmæti kröfunnar en hann segir engu skipta þó bæjarfélagið sé í raun komið í þrot.
23.des. 2009 - 08:15

Hugsanlega stærsti hundur í heimi: Er eins og meðal tryppi að stærð – Myndir

George minnir frekar á meðal tryppi en venjulegan hund. Mögulega er stærsta hund í heimi að finna í Arizona fylki Bandaríkjanna. Þar heldur hinn risavaxni George til ásamt eiganda sínum. Hundurinn er fjögurra ára gamall en er svo sannarlega risavaxinn, minnir hann frekar á meðal hross frekar en hvutta.
22.des. 2009 - 22:22

Útvarpsstjóri: Þakkar ráðgjöf um rekstur og bendir á mögulegan milljónasparnað hjá Alþingi

Páll Magnússon, útvarpsstjóri, segist þakklátur Gunnari Braga Sveinssyni, þingmanni, fyrir rekstrarráðgjöf sem hann veitti í viðtali við Pressuna í dag.  Hann segir vel hægt að spara hjá RÚV en segir ábyggilega líka hægt að spara hjá Alþingi.
22.des. 2009 - 20:22

Icesave: Sjálfstæðismenn gagnrýna vinnubrögð nefndar - Segja samkomulag svikið

Sjálfstæðisflokkurinn sendi í kvöld frá sér yfirlýsingu þar sem verklagi fjárlaganefndar við afgreiðslu Icesave frumvarpsins. Saka þeir fjárlaganefnd um að taka málið úr nefnd án þess að öll nauðsynleg gögn hafi borist.
22.des. 2009 - 19:41

Þjófnaðurinn á skiltinu í Auschwitz: Grunaður höfuðpaur er sænskur forngripasafnari

Rannsakendur gaumgæfa skiltið eftir fund þess í gær. Hið alræmda skilti sem var við inngang Auschwitz útrýmingarbúðanna og stolið var fyrir helgi fannst í gær eftir handtöku fimm pólskra karlmanna sem hafa játað þjófnaðinn. Lögregla telur mennina þó ekki vera höfuðpaura málsins heldur er sænskur forngripasafnari grunaður um að hafa borgað fyrir ránið.
22.des. 2009 - 18:53

Hæstaréttarlögmaður ósammála Steingrími J: Segir álitið á Icesave samningunum vandað

Ragnar H Hall hæstaréttarlögmaður er ósammála Steingrími J Sigfússyni fjármálaráðherra sem segir álit bresku lögmannsstofunnar Mischon de Reya vera illa unnið. Ragnar segir álitið vandað og að í því sé vakin athygli á fjölmörgum atriðum í Icesave samningnum sem séu gjörsamlega óviðunandi fyrir þjóðina
22.des. 2009 - 17:50

Bond og Boyle? Syngur Susan Boyle titillagið í næstu myndinni um ofurnjósnarann James Bond?

Framleiðendur James Bond myndanna íhuga nú alvarlega að fá skosku söngkonuna Susan Boyle, sem sló í gegn í Britain´s Got Talent, til að syngja titillag næstu myndar um ofurnjósnarann.  Höfundur Bond stefsins fræga er á því að hún eigi að hefja upp raust sína í næstu mynd.
22.des. 2009 - 17:38

Marta María spáir í Núll núll 9: Spennuþrungin og skemmtileg

Flétta sögunnar er vel gerð og ekki augljós. Bókin er spennuþrungin og mjög skemmtileg. Maður leggur bókina ekki frá sér fyrr en hún er búin og er hún tilvalin í jólapakka fyrir unglinga.
22.des. 2009 - 17:28

Hannes Hólmsteinn sagður fjalla um mál sem hann botni ekki í, Jón sagður ungur og hrokafullur

Deilur Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar og hagfræðinganna Jóns Steinssonar og Gauta B. Eggertssonar halda áfram og segir Hannes þá Jón og Gauta hrokafulla sem hafi ekki varað við hruninu, líkt og seðlabankastjóri. Jón segir hins vegar að Hannes sé að fjalla um mál sem hann botni ekkert í.
22.des. 2009 - 16:56

Dómur í Svíþjóð hefur ekki áhrif hér á landi: Betsson unir ekki dómi og áfrýjar lokun veðbanka

Niðurstaða sænsks dómsstóls sem fyrirskipað hefur veðmála- og fjárhættuspilafyrirtækinu Betsson að loka veðbanka sínum í Stokkhólmi hefur ekki áhrif hér á landi. Fyrirtækið unir ekki niðurstöðunni og áfrýjar málinu.
22.des. 2009 - 16:15

Saka lánastofnanir um sjónhverfingar: Geta afskrifað mun meira af lánum en þær gera

Hagsmunasamtök heimilanna (HH) segja bankana stunda sjónhverfingar með þeim lausnum sem þeir hafa kynnt fyrir skuldug heimili. Þau segja mun meira svigrúm til afskrifta en úrræði banka og annarra lánastofnana bjóða.
22.des. 2009 - 15:30

Haltu friðinn á jólunum: 10 jólagjafir sem þú átt alls ekki að gefa makanum

Klukkan er 21 á þorláksmessukvöld og þú ert ekki búin(n) að finna réttu jólagjöfina handa makanum. Þá er voða freistandi að grípa bara eitthvað án þess að hugsa út í afleiðingarnar. Staðreyndin er sú að jólagjöfin handa makanum er sú mikilvægasta af öllu, enda ræður hún miklu um andrúmsloftið á heimilinu næstu vikurnar.
22.des. 2009 - 15:21

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík: Marta gefur kost á sér í þriðja sæti listans

Marta Guðjónsdóttir, formaður Varðar fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík og varaborgarfulltrúi, hefur ákveðið að gefa kost á sér í þriðja sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.
22.des. 2009 - 14:11

Nýr íslenskur söngleikur: Thriller frumsýndur í febrúar með lögum Jackson í Loftkastalanum

Nýr íslenskur söngleikur byggður á lögum poppgoðsins Michael Jackson verður frumsýndur í Loftkastalanum í febrúar. Hann heitir Thriller og handritið eftir Ívar Örn Sverrisson, sem jafnframt leikstýrir.
22.des. 2009 - 13:56

Þingmaður: Spara má um 70 milljónir króna við Kastljós, Silfrið, Kilju og Tíufréttir

Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokks, segir að sér þykir kostnaður við Kastljósið, Kiljuna, Silfur Egils, Fréttaaukann og Tíufréttir hár en svör menntamálaráðherra um kostnaðinn séu rýr. Kastljósið kostar 130 milljónir króna á ári ef undan er skilin framleiðslubúnaður, tækjakostur, húsnæði, starfsmannakostnaður og ýmis annar kostnaður. Gunnar Bragi telur RÚV hæglega geta sparað um 70 milljónir króna á þáttunum.
22.des. 2009 - 13:00

Jólahlaðborðin í hámarki: Það er margt smekklegra en það sem sést í leigubílum - MYNDBAND

Nú þegar jólahlaðborð fyrirtækja ná hámarki hefur lögreglan meiri viðbúnað en nokkru sinni.  Fjölmargir eru teknir ölvaðir undir stýri rétt fyrir hátíðir sem ekki kostar þá aðeins háar fjárhæðir heldur jafnframt getur það kostað ökuleyfissviptingu.
22.des. 2009 - 12:15

Neyðarleg tæknimistök: Vefmyndavél frá HP greinir ekki þeldökka - MYNDBAND

Svo virðist sem tölvurisinn hafi gert alvarleg mistök þegar hann setti á markað nýjustu vefmyndavélina sína sem er þeim eiginleika gædd að nema andlit notandans og fylgja honum eftir. Vandamálið er að vefmyndavélin greinir ekki þeldökka einstaklinga.
22.des. 2009 - 11:14

Leoncie opnar næturklúbb í Mumbai: Getur hugsað sér að flytja til Indlands

Indverska prinsessan Leoncie vinnur nú hörðum höndum að því að opna næturklúbba í Mumbai (Bombay) og Goa á Indlandi. Klúbburinn á að vera í fínni kantinum enda vill hún ekki sjá neina dópista og óþokkalýð þar inni. Leoncie segist vel geta hugsað sér að flytja alfarið aftur til Indlands.
22.des. 2009 - 11:00 Snæfríður Ingadóttir

Prjónaóðir leikskólakennarar í Mosfellsbæ: Prjóna húfur fyrir heimilislausa

Prjónaæði hefur gripið landann og ekki er verra ef það leiðir til einhvers góðs eins og hjá starfsmönnum Reykjakots. Prjónaæði landsmanna hefur teygt sig víða,  meðal annars inn  á leikskólann Reykjakot í Mosfellsbæ. Starfsmenn þar hafa nýlokið við að prjóna 55 vettlingapör fyrir Mæðrastyrksnefnd og hafa nú húfur fyrir heimilislausa á prjónunum.
22.des. 2009 - 10:38

Fjárlög samþykkt á Alþingi: Viðvaningsleg vinnubrögð og eflaust fullt af villum í þeim

Alþingi samþykkti í dag fjárlög fyrir árið 2010. Frumvarpið felur í sér bæði niðurskurð í útgjöldum ríkisins sem og skattahækkanir. Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja frumvarpið koma til með að flækja skattkerfið í landinu verulega og hægja á endurreisn atvinnulífsins. Vinnubrögðin væru viðvaningsleg og eflaust fullt af villum í frumvarpinu.
22.des. 2009 - 09:08

Bankaræningi sem lifði eins og útrásarvíkingur: Eyddi 58 milljónum í kampavín

Ástralskur karlmaður var á dögunum dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir að stinga undan nærri 400 milljónum króna í starfi sínu fyrir Bank of Queensland. Hann notaði góssið til að lifa hátt. Svo hátt, að hann eyddi 58 milljónum króna í fyrsta flokks kampavín.
22.des. 2009 - 08:30

Lögfræðiálit um Icesave: Bretar gætu tekið yfir fasteignir ríkisins fari allt í óefni

Bretar gætu hugsanlega gengið að fyrirtækjum og öðrum fasteignum í eigu íslenska ríkisins verði fyrirliggjandi Icesave samningar samþykktir óbreyttir, samkvæmt lögfræðiáliti Mishcon de Reya. Þetta á við um eignir sem teljast utan þeirra sem eru nauðsynlegar fullvalda ríki, svo sem skólar, sjúkrahús og skrifstofur.
22.des. 2009 - 08:00

Engir minnispunktar til frá fundum Baldurs Guðlaugssonar sem vörðuðu stöðu bankana

Engir minnispunktar eru til í fjármálaráðuneytinu um átján fundi, sem haldnir voru frá janúar 2007 til október 2008 og Baldur Guðlaugsson þáverandi ráðuneytisstjóri sat. Fundirnir voru ýmist með aðilum frá Seðlabankanum, ráðherrum eða fjármálaeftirliti.
22.des. 2009 - 07:30

„Hálfviti“ sem var rakkaður niður í raunveruleikaþætti græðir milljónir á uppfinningu

Fyrir þremur árum tók Kevin Moseley þátt í raunveruleikaþættinum Dragon´s Den á BBC þar sem keppt var um bestu uppfinninguna. Dómararnir hlógu upp í opið geðið á honum og kölluðu hann hálfvita. Hann ákvað að framleiða uppfinningu sína upp á eigin spýtur og veltir yfir tvö hundruð milljónum króna þetta árið.
22.des. 2009 - 07:00

Kraftaverk í Ástralíu eða ónýtt hús? Hjón segja látinn son þeirra lækna fólk að handan

Tannous hjónin hafa sett upp alls kyns trúartákn á heimili sínu. Hjón í Ástralíu fullyrða að látinn sonur þeirra hafi verið handvalinn af Guði til að lækna fólk með olíu sem streymt hefur úr veggjum híbýla þeirra. Undanfarnar vikur hefur fólk hvaðanæva að úr heiminum streymt að húsi þeirra í von um lækningu. Hjónin vilja að sonur þeirra verði gerður að dýrlingi.

Katrín Brynja Hermannsdóttir
Katrín Brynja Hermannsdóttir - 11.12.2009
Það sem allar barnshafandi konur óttast
Ásthildur Sturludóttir
Ásthildur Sturludóttir - 17.12.2009
Söru Bernharðs galdurinn
Ásthildur Sturludóttir
Ásthildur Sturludóttir - 23.12.2009
Fylltar fíkjur og klassískt hreindýr
Katrín Brynja Hermannsdóttir
Katrín Brynja Hermannsdóttir - 18.12.2009
Trúði ekki að þetta væri að gerast
Barbara Löve
Barbara Löve - 22.12.2009
Nætursnarl með dómsmálaráðherra
Anna Claessen
Anna Claessen - 19.12.2009
Jólahefðir Austurríkismanna
Sigurður G. Guðjónsson
Sigurður G. Guðjónsson - 12.12.2009
Að skreyta sig með stolnum fjöðrum
Egill Gillz Einarsson
Egill Gillz Einarsson - 19.12.2009
Bókaþjóðin hefur kveðið upp sinn dóm!
Klara Arndal
Klara Arndal - 20.12.2009
Jól í París, I. hluti
Steingrímur Sævarr Ólafsson
Steingrímur Sævarr Ólafsson - 18.12.2009
Geggjaði granninn
Barbara Löve
Barbara Löve - 16.12.2009
Rústaði jólastemningu í 104
Fleiri pressupennar