26. jún. 2012 - 15:20

Vélhjólaslys í Eyjum: Kastaðist 19 metra aftur með fólksbifreiðinni

Bifhjól og fólksbifreið lentu saman í alvarlegu umferðarslysi í Vestmannaeyjum í gær. Ökumaður vélhjólsins kastaðist 19 metra aftur fyrir fólksbifreiðina. Hann var fluttur með sjúkraflugi alvarlega slsaður til Reykjavíkur.

Að sögn lögreglu er ljóst miðað við ástand ökutækjanna að áreksturinn hefur verið mjög harður. Hún telur mikla mildi að ekki hafi þó orðið meiri meiðsli á ökumanni vélhjólsins. Einnig megi þakka góðum hlífðarbúnaði mannsins að meiðslin urðu ekki enn alvarlegri.

Lögreglan beinir því til ökumanna að virða hraðatakmörk, hvort sem þeir eru á bifhjólum eða öðrum ökutækjum. Mikil aukning gangandi sem akandi eru á götum Vestmannaeyjar eftir að Landeyjarhöfn var tekin í notkun og ber því að sýna sérstaka aðgát, þó það eigi alltaf að gera í umferðinni.(26-30) NRS Sælan apríl 2016
28.apr. 2016 - 21:42

KR Íslandsmeistari þriðja árið í röð

KR varð í kvöld Íslandsmeistari í þriðja ári í röð í körfubolta karla eftir sigur á Haukum að Ásvöllum í Hafnarfirði, 80-74. KR vann úrslitaeinvígi liðanna 3:1. Þetta er þriðji Íslandsmeistaratitill KR í röð.Leikurinn í kvöld var lengi jafn og spennandi en KR-ingar sigu fram úr á lokamínútunum.
28.apr. 2016 - 20:30 Eyjan

Spyr hvort upplýsingar um aflandsfélög Bjarna hafi verið í gögnum skattrannsóknarstjóra

Hafði sú staðreynd að Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, átti sjálfur aflandsfélag um tíma áhrif á afstöðu hans til kaupa á gögnum sem skattrannsóknarstjóri óskaði eftir heimild til að kaupa í október 2014?

28.apr. 2016 - 17:00 Kristín Clausen

Ekkert áætlunarflug um Keflavíkurflugvöll frá 21 til 7 í fyrramálið vegna yfirvinnubanns

Vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra verður þjónusta á Keflavíkurflugvelli takmörkuð við sjúkra- og neyðarflug frá 21:00 í kvöld til 07:00 í fyrramálið. Ástæðan er að tveir flugumferðarstjórar sem áttu að vera á vaktinni í nótt eru veikir og vegna yfirvinnubanns fást ekki flugumferðarstjórar til afleysinga. Þetta mun ef að líkum lætur hafa áhrif á 24 flugferðir.
28.apr. 2016 - 15:52 Eyjan

Fangelsisdómar í Milestone-máli: Karl Wernersson í þriggja og hálfs árs fangelsi

Karl Wernersson var í dag dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi vegna viðskipta í tengslum við Milestone. Bróðir hans, Steingrímur, hlaut tveggja ára dóm.

28.apr. 2016 - 13:00 Eyjan

Reykjavíkurborg í stórum mínus: Niðurstaðan 12 milljörðum lakari en gert var ráð fyrir

5 milljarða króna tap varð á rekstri Reykjavíkurborgar í fyrra, en áætlanir höfðu gert ráð fyrir 7,3 milljarða króna rekstrarafgangi. Niðurstaðan var því 12,3 milljörðum króna lakari en gert hafði verið ráð fyrir.
28.apr. 2016 - 09:18 Eyjan

Heilsugæslan ræður ekki við aukin verkefni sem fylgja fyrirhuguðum breytingum

Heilsugæslan ræður ekki við þau verkefni sem henni eru sett á herðar samkvæmt nýju frumvarpi heilbrigðisráðherra um sjúkratryggingar. Allt að mánaðarbið getur verið eftir lausum tímum hjá heimilislækni á heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu og einnig er erfitt að fá úthlutað heimilislækni. Í frumvarpinu er hins vegar gert ráð fyrir að foreldrar þurfi að fá tilvísun hjá heimilislækni til að fá niðurgreidda sérfræðiþjónustu.
27.apr. 2016 - 19:00 Arnar Örn Ingólfsson

Mynd dagsins: Beið í hálfan sólarhring á gólfinu á Landspítalanum

Mynd dagsins að þessu sinni á Steingerður Björk Pétursdóttir en hún fór ásamt unnusta sínum á bráðamóttöku Landspítalans síðastliðinn mánudag vegna verkja sem hann hafði fundið fyrir í höfði.

27.apr. 2016 - 17:30 Hafnarfjörður / Garðabær

Málfríður lét drauminn rætast

Fjöldi bóka er það fyrsta sem mætir manni við komuna á Norðurbakkann, en þar eru bæði nýjar og gamlar bækur. „Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á bókum. Alin upp við bækur í kringum mig og mikinn bóklestur og ekki síst virðingu fyrir bókum. Það hefur því lengi blundað í mér að opna bókakaffi,“ segir Málfríður Gylfadóttir Blöndal, sem opnaði nýverið bókakaffihúsið Norðurbakkinn – Bækur & kaffihús í miðbæ Hafnarfjarðar.
27.apr. 2016 - 16:00 Smári Pálmarsson

Kom til Íslands til að taka upp skilaboð sem eiga erindi við alla: Sjáðu myndbandið

„Það er ekki dauðinn sem flestir óttast. Heldur að standa við dauðans dyr til þess eins að átta sig á því að maður hafi í raun aldrei lifað,“ segir í upphafi þessa áhrifamikla myndbands frá bandaríska listamanninum Richard Williams, en hann flaug alla leið til Íslands til þess að taka upp þessi mikilvægu skilaboð, sem eiga vafalaust erindi við alla heimsbyggðina.
27.apr. 2016 - 15:30 Vesturland

Lamandi kreppa í fiskþurrkun – Laugafiskur stopp

Fiskþurrkunarfyrirtækið Laugafiskur á Akranesi stöðvaði í síðustu viku framleiðslu sína á þurrkuðum fiskhausum og -hryggjum. Fyrirtækið er í eigu HB Granda. 
27.apr. 2016 - 14:52 Eyjan

Ólafur Ragnar með yfirburðastuðning – Yfir helmingur kjósenda styður hann í embætti

Ólafur Ragnar Grímsson, sitjandi forseti, nýtur yfirburðastuðnings kjósenda í embætti forseta Íslands samkvæmt nýrri könnun MMR. Ólafur nýtur stuðnings 52,6 prósenta kjósenda en Andri Snær Magnason kemur honum næstur með 29,4 prósenta fylgi.
27.apr. 2016 - 14:04

Hrólfur hættir sem framkvæmdastjóri Framsóknar – Tengdist tveimur Tortóla-félögum

Hrólfur Ölvisson er hættur sem framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins. Ástæðan eru tengsl Hrólfs við aflandsfélög á Tortóla en Hrólfur segir umræðu um þau tengsl hafa verið óvægna og einsleita. 

27.apr. 2016 - 12:15 Smári Pálmarsson

Þetta borðar Hafþór Júlíus Björnsson daglega: „Mæli ekki með að þið prófið þetta“

Hafþór Júlíus Björnsson. Mynd/Facebook Kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson hefur vakið sérstaka athygli erlendis vegna hlutverks síns í þáttunum Game of Thrones, þar sem hann leikur Gregor Clegane, eða „Fjallið.“ Hann hefur nokkrum sinnum keppt um titilinn Sterkasti maður heims og lent bæði í öðru og þriðja sæti.
27.apr. 2016 - 11:14

Advania og Landsbjörg í samstarf

Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur samið við Advania um að taka við hýsingum og rekstri á öllum tölvukerfum Landsbjargar. Advania mun einnig sjá um innleiðingu á easySTART lausnum sem einfalda verklag og ferla félagsins og styrkja innviði þess. Þá verður einnig tekið í notkun easyQUALITY gæðahandbókarkerfi hjá Landsbjörg.
27.apr. 2016 - 11:00 Smári Pálmarsson

Vissir þú að 6100 börn á Íslandi fá ekki nóg að borða?

Fjöldi íslenskra barna líður skort af ýmsu tagi vegna ójöfnuðar í samfélaginu allt frá því að geta ekki tekið þátt í tómstundum, eiga ekki skó til skiptana, og fá ekki nóg að borða. Slagorð kröfugöngu Öryrkjabandalags Ísland þann 1. maí þetta árið er Fæði, klæði, húsnæði fyrir alla! Í tilefni þess hefur bandalagið sent frá sér sláandi myndband þar sem farið er yfir stöðu 6100 barna á Íslandi sem lifa við ömurleg kjör.
27.apr. 2016 - 08:33 Kristján Kristjánsson

Íslendingur lést í umferðarslysi í Danmörku

39 ára íslenskur karlmaður lést í umferðarslysi í Danmörku síðdegis í gær. Bíll, sem hann ók, fór yfir á rangan vegarhelming nærri Vejle á Jótlandi og lenti framan á fólksbifreið. Mikil hálka var á veginum vegna mikillar úrkomu, snjókomu og hagls.
27.apr. 2016 - 07:27 Kristján Kristjánsson

Vilja ekki greiða fyrir losun úrgangs og hóta starfsfólki Sorpu öllu illu

Þess eru dæmi að viðskiptavinir Sorpu bregðist mjög illa við þegar þeir eru krafðir um greiðslu fyrir að losa sig við ákveðnar tegundir sorps. Ráðist hefur verið á starfsmann og honum hótað líkamsmeiðingum og lífláti vegna þessa.
26.apr. 2016 - 18:00 Hafnarfjörður / Garðabær

Eldum rétt og Domino´s Pizza í toppslagnum

Kristófer J. Leifsson, framkvæmdastjóri Eldum rétt, ásamt Hrafnhildi Hermannsdóttur og dóttur þeirra Áróru Aldísi. Mynd/Sigtryggur Ari
Fyrirtækið Eldum rétt er á pari við Domino´s Pizza í vinsældum í Hafnarfirði og Garðabæ. Eldum rétt sérhæfir sig í að afhenda ferskt hráefni í réttum hlutföllum, þannig að fólk geti eldað heima með sem minnstri fyrirhöfn. Fyrirtækið hefur verið í mikilli sókn undanfarið ár og greinilegt að fólk kýs í auknum mæli að elda sjálft með þessu þægilega fyrirkomulagi.

26.apr. 2016 - 15:16 Smári Pálmarsson

Ók utan í níræða konu á Vesturlandi og stakk af

Lögreglan á Vesturlandi greinir frá því að fjöldi umferðaróhappa hafi átt sér stað í umdæminu síðast liðna viku. Eitt af sjö óhöppum sem lögreglan greinir fá á Facebook átti sér stað um hádegi síðasta laugardag.
26.apr. 2016 - 14:50

Nýr og glæsilegur Audi A4 sló í gegn: „Ég mæli með því að fólk prufukeyri hann“

Nýr A4 er líka sneisafullur af tækninýjungum Nýr og margverðlaunaður Audi A4 var frumsýndur í sýningarsal Audi síðastliðinn laugardag og hlaut hlýjar móttökur sýningargesta. Audi A4 hefur átt mikilli velgengni að fagna síðan hann kom fyrst á markað árið 1994 og á sér dyggan aðdáendahóp.
26.apr. 2016 - 13:00 Eyjan

Stjórnarandstaðan um Panamaskjölin – „Hulin ráðgáta hvernig ráðamenn telja sér fært að sitja áfram“

Vinstri græn krefjast þess að þingsályktunartillaga þingmanna flokksins um rannsókn á aflandsfélögum Íslendinga og skattaundanskotum, verði tekin til umræðu strax þegar þingfundur verður haldinn á fimmtudaginn. Formaður Samfylkingarinnar segir að staðan sé orðin algjörlega óásættanleg og það sé honum hulin ráðgáta hvernig ráðamenn telji sér fært að sitja áfram.
26.apr. 2016 - 12:05 Kristín Clausen

Banaslys á Húnaflóa í gær

Maður á sextugsaldri lést í gær þegar hann féll útbyrðis af báti sem var við veiðar á Húnaflóa. Tveir voru um borð í bátnum. Þetta staðfesti varðstjóri hjá lögreglunni á Hólmavík í samtali við DV.is
26.apr. 2016 - 11:25

Svartafell besti brennivínskokteillinn

Teitur Schiöth, sigurvegari kvöldsins. Besti Brennivínskokteillinn 2016 var haldin í Tjarnarbíói í síðustu viku. Þetta er í annað sinn sem keppnin er haldin en hún hefur stimplað sig inn sem ein vinsælasta kokteilakeppni landsins. Eftir líflega og skemmtilega keppni stóð Teitur Schiöth uppi sem sigurvegari með kokteilinn Svartafell.
26.apr. 2016 - 10:27 Eyjan

Vilhjálmur sagði fréttaflutning um aflandsfélög sín smjörklípu og uppspuna frá rótum

Vilhjálmur Þorsteinsson, fjárfestir, sagði sig úr stjórn Kjarnans þegar ljóst var að félag í hans eigu var að finna í Panamaskjölunum svokölluðu. Vilhjálmur hafði þráfaldlega neitað því að tengjast félögum í skattaskjólum og kallaði fréttaflutning þess efnis „smjörklípu og uppspuna“.
26.apr. 2016 - 06:47 Kristján Kristjánsson

Stunginn og barinn og fluttur upp í fjall við Akureyri og skilinn eftir

Á laugardaginn fannst karlmaður á fertugsaldri illa á sig kominn í Fálkafelli við Akureyri. Í fyrstu var talið að um göngumann væri að ræða en svo reyndist ekki vera því maðurinn hafði verið barinn og stunginn við heimili sitt og síðan fluttur upp í fjall.
25.apr. 2016 - 19:00 Vestfirðir

100 ár frá stofnun verkalýðsfélagsins Baldurs.

Það var 1. apríl 1916 sem 44 verkamenn á aldrinum 18-66 ára stofnuðu Verkmannafjelag Ísafjarðar einsog það hét í fyrstu. Í ársbyrjun 1917 var nafni félagsins breytt og hét eftir það Baldur.
25.apr. 2016 - 18:00 Austurland

Vinavika í Tækniminjasafninu á Seyðisfirði

Tækniminjasafn Austurlands fjallar um sögu Íslands með áherslu á tæknivæðingu landsins frá um 1880 til dagsins í dag. Sýndir eru m.a. munir, minjar, hús, myndir og verkferlar.
25.apr. 2016 - 17:00 Kristín Clausen

Vann mál gegn Vinnumálastofnun: Tugir gætu átt rétt á endurupptöku

„Vinnumálastofnun hvetur fólk sem hefur sætt viðurlögum í svipuðum málum til að kynna sér dóminn og bendir á að hægt sé að krefjast endurupptöku mála.“
25.apr. 2016 - 15:42 Eyjan

Panamaskjölin: Kastljós fjallar um viðskipti fyrrum formanns bankaráðs Seðlabankans

Viðskipti fyrrum formanns bankaráðs Seðlabankans, sem stofnaði aflandsfélag ásamt fyrrum ráðherra og Seðlabankastjóra, verða meðal annars til umfjöllunar í Kastljósi í kvöld þar sem umfjöllunin um Panamaskjölin heldur áfram.

25.apr. 2016 - 13:24 Eyjan

Andri Snær: Hefði tekið á þingrofsmáli með nokkrum símtölum

„Mér hefur við fundist vera mjög tvístruð á síðustu árum, eins og allir vita, og við höfum átt frekar fá sameiginleg markmið eða fundist fátt sameina okkur í gildum og öðru,“ segir Andri Snær Magnason, forsetaframbjóðandi í viðtali við Eyjuna.
25.apr. 2016 - 11:00 Eyjan

Kári: Það sem Ólafur Ragnar komst upp með er með öllu óásættanlegt í dag

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, fer fram á að Ólafur Ragnar Grímsson upplýsi um hvar fjárhagslegir hans og eiginkonu hans liggja. Hann vill meðal annars svör við því hvers vegna forsetahjónin greiða ekki gjöld á Íslandi af þeim eignum sem þau eiga í útlöndum.
25.apr. 2016 - 10:00 Ágúst Borgþór Sverrisson

KR getur orðið Íslandsmeistari í kvöld, þriðja árið í röð

KR og Hauka mætast í kvöld í þriðja úrslitaleik sínum um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta. Leikurinn fer fram í DHL-höllinni í KR-heimilinu og hefst kl. 19.15. KR hefur unnið tvo fyrri leiki liðanna og getur því tryggt sér titilinn í kvöld.

 


25.apr. 2016 - 09:30 Kristín Clausen

Rikki lést í draumafríinu: „Það er ekkert nema hversdagsleikinn sem bíður okkar“

Ríkharður Örn Steingrímsson, varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, varð bráðkvaddur þann 21. apríl síðastliðinn. Hann hefði orðið fertugur tveimur dögum síðar, eða þann 23. apríl. Ríkharður, eða Rikki eins og hann var alltaf kallaður, var í skemmtiferðasiglingu ásamt eiginkonu sinni, Iðunni Dögg Gylfadóttur og sonum þeirra tveimur, sex og níu ára, þegar hann lést.

25.apr. 2016 - 09:00 Austurland

Fellbæingur í mynd: Marínó Flóvent

Austurland náði spjalli við ljósmyndara blaðsins í dag, Marínó Flóvent og forvitnaðist aðeins um manninn:

24.apr. 2016 - 19:00 Austurland

Mygla í Fellaskóla

Fellaskóli í Fellabæ
Fyrir stuttu fékkst staðfest að myglusvepp væri að finna á efri hæð Fellaskóla. Framkvæmdir hafa staðið þar yfir til að komast fyrir kvillann sem á til að valda óþarfa áhyggjum, stundum þó umtalsverðum óþægindum og jafnvel heilsutjóni, aðallega hjá fólki með skert ónæmiskerfi.

24.apr. 2016 - 14:00 Akureyri vikublað

„Mótleikarinn er stjarnan“

Improv Ísland: Engar tvær sýningar hjá hópnum eru eins og því er hver sýning bæði frum- og lokasýning. „Hugsunin á bak við spunann er svo falleg og hjálpar manni í lífinu almennt. Pælingin er að gera sýningu út frá einu orði. Maður veit ekkert hvað er að fara að gerast en markmiðið er að láta mótleikarann koma sem best út; hann er stjarnan...“
24.apr. 2016 - 10:00

Algeng mistök við brúðkaupsundirbúning

brúðkaupsdagurinn er stór stund í lífi þeirra sem ganga í hjónaband en hann þarf að skipuleggja vel svo brúðhjónin og gestir þeirra njóti sín sem allra best. Hér eru nokkur algeng mistök við undirbúning brúðkaupsdagsins.
23.apr. 2016 - 21:30

Skýtur fast á búvörusamninginn: „100 þús. kr. á hvern Íslending“ fyrir „svokallað matvælaöryggi“

Kristín Þorsteinsdóttir ritstjóri 365 gagnrýnir ríkisstjórnina harðlega í leiðara Fréttablaðsins í dag og segir hana vilja festa í sessi gamaldags viðmið sem hafi viðgengist of lengi. Kristín vitnar í grein Guðjóns Sigurhjartarsonar viðskiptafræðings og Jóhannesar Gunnarssonar formanns Neytendasamtakanna í Fréttablaðinu síðastliðinn miðvikudag þar sem kemur fram að ef tollar og innflutningshindranir á matvöru verða felld niður ætti verð á innfluttum matvörum til neytenda að vera 19%-53% lægra en verð á sams konar innlendum matvörum.
23.apr. 2016 - 20:00

Boða til mótmæla við heimili Bjarna: „Skammist ykkar – látið manninn og hans fjölskyldu í friði“

Boðað hefur verið til mótmæla við heimili Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra þann 1. maí næstkomandi. Það er grasrótarhópurinn Beinar aðgerðir sem stendur fyrir boðuðum mótmælum sem óhætt er að segja að hafi vakið hörð viðbrögð.
23.apr. 2016 - 19:00 Akureyri vikublað

Mælirinn tekinn niður á Akureyri

„Þetta er afleitt, alls ekki nógu gott,“ segir María Markúsdóttir, heilbrigðisfulltrúi mengunarvarnarsviðs Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra, um þá staðreynd að eini svifryksmælirinn á Akureyri hafi verið bilaður síðan í desember.

23.apr. 2016 - 16:30

Framkvæmdastjóri Stapa hættir: Átti tvö aflandsfélög – „Ég er leiður yfir þessu máli öllu“

Kári Arnór Kárason, framkvæmdastjóri Stapa lífeyrissjóðs, er hættur störfum fyrir lífeyrissjóðinn. Kári segir í yfirlýsingu sem birtist á vef Stapa í dag að þetta geri hann eftir að honum var tilkynnt að nafn hans væri að finna í Panamaskjölunum.
Kári segir í yfirlýsingunni að hann hafi fengið símtal frá Kastljósi þar sem honum var tjáð þetta. Annars vegar sé um að ræða félag sem stofnað var í Lúxemborg árið 1999 af Kaupþingi og hins vegar félag sem stofnað var af MP banka árið 2004.  Kári segist telja nokkuð víst að hann hafi aldrei lagt neina fjármuni í félagið sem stofnað var í Lúxemborg og ekki fengið greidda fjármuni frá því. Þá segist hann ekki hafa notað hitt félagið.
23.apr. 2016 - 16:00

Mynd dagsins: 23 fjölskyldur fengu ferðastyrk Vildarbarna Icelandair

23 börnum og fjölskyldum þeirra, samtals um 120 manns, var afhentur ferðastyrkur úr sjóðnum Vildarbörn Icelandair á fimmtudaginn, sumardaginn fyrsta.
23.apr. 2016 - 09:00 Vestfirðir

Óvissa um Dýrafjarðargöng

Þingeyri við Dýrafjörð.
Loksins hefur verið lögð fram tillaga ríkisstjórnarinnar um samgönguáætlun fyrir árin 2015 – 2018. Þegar er liðið eitt ár af áætlunartímabilinu og á síðasta ári var engin samþykkt áætlun. Hvað Vestfirði varðar eru Dýrafjarðargöng og nýr vegur yfir Dynjandisheiði langstærstu framkvæmdirnar sem lagðar eru til. Gert er ráð fyrir að bjóða út framkvæmdir við jarðgöngin síðla árs 2016 og að framkvæmdir hefjist eftir mitt næsta ár.

22.apr. 2016 - 22:30 Eyjan

Halldór: „Þau sem ekki bogna í lífinu brotna“ – Óttar haldinn fornu viðhorfi

Halldór Auðar Svansson borgarfulltrúi Pírata segir Óttar Guðmundsson geðlækni fornan í viðhorfi þegar kemur að áföllum og úrvinnslu þeirra. Óttar var í föstudagsviðtali Fréttablaðsins og hefur verið gagnrýndur úr öllum áttum fyrir ummæli sín þar.  Segir Halldór að Óttar virðist vilja að fólk beri oftar harm sinn í hljóði. Óttar sagði:
22.apr. 2016 - 21:30 Eyjan

Össur sækist eftir endurkjöri – Segir „prýðishugmynd“ að gefa kost á sér sem formaður Samfylkingarinnar

Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir það algjöran misskilning að hann hafi ekki viljað svara því af eða á hvort hann hyggðist sækjast eftir endurkjöri í næstu kosningum. Hann hafi engin önnur áform uppi. Spurður hvort fyrir honum vaki að gefa kost á sér í formannsstól Samfylkingarinnar svaraði Össur: „Það er prýðishugmynd“.
22.apr. 2016 - 20:30 Eyjan

„Ólafur Ragnar er bara maður sem vaknar á morgnana og burstar í sér tennurnar“

„Ólafur Ragnar er bara maður sem vaknar á morgnana og burstar í sér tennurnar og tekur inn lýsið eða öfugt, bara eins og ég og þú og það er kjarni málsins. Þess vegna er ekkert óttast þótt nýr forseti taki við því hann/hún á eftir að hafa heila þjóð til samtals um gildi og viðmið, réttlæti og farsæld.“
22.apr. 2016 - 19:00 Vestfirðir

Baldur og Sjómannafélagið - 100 ára barátta launafólks

Í tilefni þess að samtök verkafólks og sjómanna hafa starfað á Ísafirði samfleytt í eina öld var opnuð á laugardaginn sýning á Gamla sjúkrahúsinu á Ísafirði.

22.apr. 2016 - 18:00 Kristín Clausen

Mynd dagsins: Flóttafólk heimsótti lögreglustöðina á Akureyri

„Eins og flestir vita kom hópur flóttafólks til Akureyrar í janúar á þessu ári og hafa þau undanfarna mánuði verið að aðlagast og kynnast nýjum heimkynnum.“
22.apr. 2016 - 16:45 Kynning

Willamia opnar nýja verslun í Garðabæ: Tilboð alla helgina

25% afsláttur af öllum vörum, alla helgina. Um helgina opnar húsgagnaverslunin Willamia nýja og glæsilega verslun á Garðatorgi 4 í Garðabæ. Frábært opnunartilboð verður í boði alla helgina en búðin er nú full af nýjum og flottum vörum frá Ítalíu og Skandinavíu.
22.apr. 2016 - 16:00 Eyjan

Össur kjöldregur forystu stjórnarandstöðunnar – Ástundar miðjumoð og er lafhrædd við kjósendur

„Það er léttir að því að hafa mann í stjórnarráðinu sem er laus við paranoju og kann þokkalega mannasiði.“ Þetta skrifar Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, í Facebook færslu þar sem hann fer næsta fögrum orðum um Sigurð Inga Jóhansson forsætisráðherra, sem hann segir að sé ekki með neina stæla við fólk. Hins vegar fær foyrsta stjórnarandstöðunnar, sem Össur þó tilheyrir, rækilega á lúðurinn í færslunni.


Sigurður G. Guðjónsson
Sigurður G. Guðjónsson - 16.4.2016
Að hoppa upp í rassgatið ...
Jón Baldvin Hannibalsson
Jón Baldvin Hannibalsson - 27.4.2016
Hvað er eiginlega að?
Brynjar Nielsson
Brynjar Nielsson - 16.4.2016
Lýðskrum vinstri manna
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 18.4.2016
Skil ekki þessi hörðu viðbrögð
Hildur Eir Bolladóttir
Hildur Eir Bolladóttir - 21.4.2016
Við þurfum nýjan forseta
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 15.4.2016
Hvaða aðilar eru á þessum lista?
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 17.4.2016
Sjálfstæðismenn með hnífinn á lofti
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 18.4.2016
Baldur svarar Gunnari Smára
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 17.4.2016
Jóhann Páll og Sósíalistaflokkurinn
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 24.4.2016
Aulafyndni Gunnars Smára Noregsfara
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 19.4.2016
Jóhann Páll og Alþýðubandalagið
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 20.4.2016
Fáir, fátækir, smáir
Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson - 26.4.2016
Ofboðslega rotið og óréttlátt
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 21.4.2016
Smæðarhagkvæmni
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson - 25.4.2016
Guðmundur Andri: Ekkert skjól í sögunni
Fleiri pressupennar